LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 11. apríl 2019 . Mál nr. 173/2019 : A (Þórdís Bjarnadóttir lögmaður) gegn B (Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál . Börn. Innsetningargerð . Gjafsókn . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A um að börn hans og B yrðu tekin úr umráðum B og fengin honum með beinni aðfarargerð. Í úrskurði Landsréttar þótti ljóst að B he fði flutt börnin til Íslands með ólögmætum hætti í skilningi 11. gr. laga nr. 160/1995 , en B bar því við að 2 . og 3 . töluliðir 12. gr. sömu laga stæðu því í vegi að krafa A yrði tekin til greina. Í niðurstöðu Landsr éttar var m.a. rakið að framangreind ákvæði 12. gr. laganna yrði að meta í ljósi þess markmiðs Haagsamningsins , sem ákvæði n byggðust á, að stuðla að því að barn, sem foreldri næmi brott frá búseturíki og flytti með sér til annars lands, yrði fært til baka til búseturíkisins í því skyni að leyst yrði eftir lögum þess ríkis úr ágreiningi um forsjá barnsins og þannig komið í veg fyrir að foreldri tæki á ó lögmætan hátt umráð barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Ætti foreldri, sem sæta þyrfti aðfarargerð, þess ávallt kost að varna því að gerðin færi fram með því að fara með barnið til ríkisins sem það hefði verið numið brott frá, en eftir r éttarreglum þess ríkis yrði að tryggja velferð þess og öryggi þar til leyst hefði verið á lögmætan hát t úr ágreiningi um forsjá. Þá var það mat réttarins við skilyrði 2. og 3. töluliðar 12. gr. laga nr. 160/1995 væru ekki fyrir uppfyllt í málinu. Var krafa A um heimild til aðfarargerðar tekin til greina, en sú heimild var þó háð því að B hefði ekki innan tveggja mánaða frá uppsögu dómsins sjálf farið með börnin til búseturíkis þeirra eða á annan hátt stuðlað að för þeirra þangað. Úrskurður Landsréttar Land sréttardómararnir Ingveldur Eina rsdóttir, Kristbjörg Stephensen og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6 . mars 20 19 en kærumálsgögn bárust réttinum 20 . sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdó ms Reykjaness 20. febrúar 2019 í málinu nr. A - /2018 , þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að 2 fá syni málsaðila tek na með beinni aðfarargerð úr umráðum varnaraðila og afhent a sér eða öðrum aðila sem hann setu r í sinn stað. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 2 Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa verði tekin til greina . Þá krefst hann málskostnaðar eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál . 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur auk kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Í mál i þessu krefst sóknaraðili þess að synir málsaðila, sem fæddir eru árin og , verði tek nir með beinni aðfarargerð úr umráðum varnaraðila og afhent ir sér eða öðrum aðila sem hann setu r í sinn stað . Því til stuðnings vísar hann til ákvæða laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl., og samnings um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa , sem gerður var í Haag 25. október 1980, svokallaðs Haagsamnings, en bæði Ísland og Svíþjóð hafa fullgilt hann . 5 Málsaðilar skildu árið og fóru eftir það sameiginlega með forsjá sona sinna. Hafa þau öll verið búsett í þar til í 2018 er varnarað ili flutti með drengina til Íslands án samþykkis sókna raðila. Sóknaraðili hefur krafist þess fyrir dómstólum að fá forsjá drengjanna . Með úrskurði 13. nóvember 2018 var honum dæmd forsjá þeirra til bráðabirgða þar til niðurstaða fengist í forsjármálið. 6 Með vísan til framangreinds telst varnaraðili hald a börnum málsaðila hér á landi með ólögmætum hætti fyrir sóknaraðila í skilningi 11. gr. laga nr. 160/1995 . 7 Varnaraðili ber fyrir sig að atvik sem eigi undir 2. og 3. tölulið 12. gr. laganna standi þrátt fyrir það í vegi fyrir því að krafa sóknaraðila verði tekin til greina en samkv æmt framangreindum lagaákvæðum er heimilt að synja um afhendingu barns ef alvarleg hætta er á að afhending muni skaða barnið eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu eða ef b arnið er andvígt afhendingu og hefur náð þeim aldri og þroska að rétt sé að taka tillit til skoðana þess. 8 Þegar mat er lagt á þessar varnir verður að gæta að því að við meðferð máls sem rekið er á grundvelli IV. kafla laga nr. 160/1995 koma ekki til sjál fstæðrar skoðunar atriði sem vægi geta haft við úrlausn ágreinings um forsjá barns, enda snýr mál sem þetta ekki að slíku álitaefni. Ber að líta til þess að það er meðal annars markmið Haagsamningsins, sem fyrrnefndur kafli laga nr. 160/1995 varðar, að stu ðla að því að barn sem foreldri nemur brott frá búseturíki og flytur með sér til annars lands verði fært til baka til búseturíkisins í því skyni að leyst verði úr ágreiningi um forsjá þess eftir lögum þess ríkis og þannig komið í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umráð þess í eigin hendur með búferlaflutningum milli landa . 3 9 Í ljósi framangreinds verður við beitingu 3. töluliðar 12. gr. laga nr. 160/1995 ekki talið nægja að barnið segist fremur vilja vera hjá því foreldri sem flutti það á brott en h já því sem eftir sat. Mun brýnni og sértækari ástæður þurfa að liggja til grundvallar því að synja um afhendingu barns sem brottnumið hefur verið með ólögmætum hætti. 10 Þá er í skýringum með ákvæði því sem varð að 2. tölulið 12. gr. laga nr. 160/1995 tekið fram að meta skuli hlutlægt hvort hætta sé á að afhending muni skaða barn andlega eða líkamlega og að mikið þurfi til að koma svo unnt sé að beita ákvæðinu. Verður ákvæðinu því einungis beitt þegar aðstæður í búsetu landinu eru mjög alvarlegar, hafa verið sannaðar og ekki er með neinum úrræðum hægt að koma í veg fyrir að barnið líði fyrir þær þegar þangað er komið . 11 Loks verða varnir varnaraðila metnar í ljósi þess að samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar á foreldri sem sæta verður aðfarargerð eftir IV. kafla laga nr. 160/1995 þess ávallt kost að varna því að gerðin fari fram með því að fara með barninu til ríkisins sem það var numið brott frá. Þegar barn er þangað komið á ný, hvort sem foreldri fylgir því eða ekki, verður að tryggja velferð þess og örygg i eftir réttarreglum viðkomandi ríkis þar til leyst hefur verið á lögmætan hátt úr ágreiningi um forsjá barnsins. 12 Samkvæmt gögnum málsins leitaði varnaraðili til félagsþjónustunnar í 10. júlí 2018 vegna gruns um að sóknaraðili hefði beitt yngri son mál saðila kynferðislegu ofbeldi. Málið var kært til lögreglu og var rætt við báða drengina í barnahúsi í 17. sama mánaðar. Í þeim viðtölum greindi hvorugur þeirra frá misnotkun eða ofbeldi í sinn garð eða bróður síns. Eldri drengurinn greindi aftur á móti svo frá að varnaraðili hann hefði orðið hissa að heyra það. Þá kvaðst hann sakna sóknaraðila. Lögreglurannsókn var í kjölfarið felld niður. Í greiningu félagsþjónustunnar á málinu kom meðal annars fram að ekkert hefði komið fram sem styrkti grun um misnotkun en að málinu væri lokað þar sem varnaraðili hefði flutt til Íslands. 13 Varnaraðili fór sem fyrr segir með drengina til Íslands í 2018. Eldri drengurinn greindi frá h arðræði sóknaraðila í sinn garð í viðtali við F , félagsráðgjafa hjá , 30. október 2018. Þá kvað hann yngri drenginn hafa sleikt sóknaraðila um allan líkamann. Hann sagðist jafnframt vilja búa áfram á Íslandi en kvaðst þó stundum sakna sóknaraðila. F ræddi einnig við yngri drenginn 2. nóvember sama ár án þess að fram kæmi frásögn af harðræði eða kynferðislegu ofbeldi. Máli drengjanna var vísað til lögreglu með bréfi F 5. sama mánaðar. Skýrsla var tekin af þeim báðum í Barnahúsi 21. desember 2018. Yngr i drengurinn greindi ekki frá ofbeldi eða misnotkun. Eldri drengurinn var spurður hvort hann vissi af hverju hann væri í viðtali í Barnahúsi og svaraði því til að það væri svo hann gæti búið á Íslandi. Þá greindi hann svo frá að varnaraðili hefði heyrt frá við hann. Jafnframt greindi hann frá því að sóknaraðili hefði sagt við sig vonda hluti, ýtt sér, lamið og sparkað í sig, en þó ekki fast. Í bréfi 6. desember 2018 kemur 4 enn fremur fram að eld ri drengurinn hafi tjáð sig um það í skólanum að sóknaraðili væri vondur við sig og að hann vildi ekki fara til hans í . Í bréfi F félagsráðgjafa 22. janúar 2019 kemur fram að hún hafi hitt drengina í alls þrjú skipti. Eldri drengurinn hafi tjáð sér að sóknaraðili hafi komið illa fram við sig, slegið til sín og talað ljótt til sín. Þá var eftir honum haft að hann yrði mjög leiður ef hann þyrfti að búa hjá sóknaraðila. Yngri drengurinn sagðist aftur á móti frekar vilja búa hjá sóknaraðila en varnaraðila. 14 Í samræmi við 17. gr. laga nr. 160/1995 ræddi dómari ásamt sálfræðingi við eldri drenginn f yrir aðalmeðferð málsins í héraði . Þar kom fram sú afstaða drengsins að hann vil di búa á Íslandi hjá móður sinni og vi ldi alls ekki fara til til föður síns. 15 El dri drengurinn hefur þannig hér á landi greint frá harðræði í sinn garð af hálfu sóknaraðila og jafnframt með skýrum hætti gefið til kynna þá ósk sína að búa frekar hjá varnaraðila á Íslandi en hjá sóknaraðila í . Þrátt fyrir það verður ekki talið að sv o brýnar ástæður séu komnar fram í máli þessu að þær vegi þyngra en það markmið Haagsamningsins að vernda börn í aðildar ríkjum samningsins gegn ólögmætu brott námi og þar m eð stuðla að því að foreldrar leysi úr forsjármáli á þeim stað þar sem barn var búset t fyrir brottflutning . Þá er einnig til þess að líta að engin ástæða er til að efast um að velferð og öryggi drengjanna verði tryggt eftir sænskum réttarreglum þar til leyst hefur verið á lögmætan hátt úr ágreiningi um forsjá drengjanna . 16 Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á kr öfu sóknaraðila um að honum sé heimilt að fá syni málsaðila tek na úr umráðum varnaraðila og afhent a sér með innsetningargerð, sem fara má fram að liðnum tveimur mánuðum frá uppsögu þessa úrskurðar, hafi varnaraðili ekki áðu r farið með börnin til . 17 Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað og gjafsóknarkostnað verða staðfest. 18 Rétt er að kærumálskostnaður falli niður en u m gjafsóknarkostnað sóknaraðila fyrir Landsrétti fer samkvæmt því sem í úrskurðarorði greinir. Úrskurða rorð : Sóknaraðila, A , er heimilt að liðnum tveimur mánuðum frá uppsögu þessa úrskurðar að fá drengina C og D tekna úr umráð um varnaraðila, B , og afhenta sér með beinni aðfarargerð, hafi varnaraðili ekki áður fært þá til . Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað og gjafsóknarkostnað eru staðfest. Kærumálskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður sókna raðila fyrir Lands rétti greiðist úr ríkissjóði, þar á meðal málflutningsþóknun lögmanns hans , 65 0.000 krónur. 5 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness, miðviku daginn 20. febrúar 2019 Krafa þessi, sem tekin var til úrskurðar 14. febrúar sl., var móttekin í Héraðsdómi Reykjaness, 12. ss að úrskurðað yrði að börnin verði tekin úr umráðum gerðarþola , B , með aðila sem hann setur í sinn stað. Hefur málið verið tekið fyrir í dómsal þrisv ar sinnum auk þess sem dómari ásamt sálfræðingi ræddi við drenginn C þann 1. febrúar sl. og kannaði afstöðu hans til málsins skv. 17. gr. laga nr. 160/1995. Upplýsti dómarinn lögmenn aðila í kjölfar þess að einlæg ósk drengsins væri að búa áfram á Íslandi og hjá móður sinni. Málavextir. Í gögnum málsins kemur fram að aðilar máls þessa hafi verið í hjónabandi og eignast drengina C, sem er drengjanna. Hefur umgeng ni verið þannig að drengirnir hafa verið viku og viku hjá hvoru foreldri en þau sumarleyfi drengjanna sumarið 2018 og átti sumarleyfi að hefjast hjá f öðurnum 15. júlí 2018. Móðirin tók þá ákvörðun að skila drengjunum ekki til föður þeirra á umsömdum tíma og sendi honum skilaboð þess efnis. Í 2018 fór móðirin með drengina til Íslands. Gerðarbeiðandi máls þessa hefur krafist fullrar forsjár yfir dreng að gerðarbeiðandi færi með forsjá drengjanna til bráðabirgða þar til niðurstaða lægi fyrir í aðalmálinu sem mun verða flutt 22. og 23. maí nk. ára. Drengurinn er skýr, vel áttaður og talar góða íslensku og með þroskað málfar. Hann sagði frá, í frjálsri frásögn, hegðun föður síns gagnvart sér. Var hann a fdráttarlaus í fullyrðingu sinni um að hann vildi búa á ambandi Málsástæður og lagarök gerðarbeiðanda. Gerðarbeiðandi byggir á því að gerðarþoli haldi drengjunum hér á landi eða frá því í ágúst sl. með gri forsjá aðila en nú fullri forsjá gerðarbeiðanda til bráðabirgða. Engar þær ástæður sem um geti í lögum nr. 160/1995 geti komið í veg fyrir að fallast beri á afhendingu eins og aðstaðan sé í máli þessu. Brýnir hagsmunir drengjanna krefjist þess að þeir verði afhentir föður sínum eins fljótt og verða má og lögmætu ástandi komið á. Gerðarbeiðandi byggir á því að afstaða eldri drengsins sé lituð af afstöðu gerðarþola. Þá liggi fyrir afstaða yngri drengsins í gögnum málsins en þar komi skýrt fram að hann vil ji búa hjá föður sínum. Vísar gerðarbeiðandi til Haag - samningsins frá 25. október 1980, laga nr. 160/1995, sérstaklega til 11. og 15. gr. laganna. Þá vísar gerðarbeiðandi til 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför svo og til 13. kafla sömu laga. Gerðarbeiðandi byggir málskostnaðarkröfu sína á 130. gr. laga nr. 91/1991 og 19. gr. laga nr. 160/1995 en gerðarbeiðandi hefur fengið gjafsókn í máli þessu. Málsástæður og lagarök gerðarþola. Gerðarþoli krefst þess að kröfum gerðarbeiðanda verði hafnað. Þá gerir gerðarþ oli þá kröfu, verði krafa gerðarbeiðanda tekin til greina, að kæra til æðri dóms fresti réttaráhrifum úrskurðarins. Til vara gerir gerðarþoli þá kröfu, verði krafa gerðarbeiðanda tekin til greina, að afhendingarfrestur verði þrír mánuðir og til þrautavara að afhendingarfrestur verði sex vikur. Þá er krafist málskostnaðar. Gerðarþoli byggir á því að öll skilyrði 11. gr. laga nr. 160/1195 séu ekki uppfyllt. Annars vegar byggir gerðarþoli á því að það hafi í engu verið brotið á rétti gerðarbeiðanda sem forsjár aðila til að annast drengina enda hafi gerðarbeiðanda ávallt boðist að fá umgengni og samvistir við drengina og eiga við þá samskipti á SKYPE. Því séu skilyrði 1. tl. 2. mgr. 11. gr. laganna ekki fyrir hendi. Hins vegar telur gerðarþoli að í engu hafi veri yfir drengjunum en gerðarþoli, sbr. 2. tl. sama ákvæðis. 6 Þá byggir gerðarþoli á því að ef talið verði að öll skilyrði 11. gr. séu fyrir hendi, séu skily rði 2. og 3. tl. 12. gr. sömu laga uppfyllt. Með vísan til þess sem þegar hafi komið fram liggi fyrir að drengirnir hafi haft hér fasta búsetu frá því í og gangi hér í . Drengjunum líði vel í og hafi það verið staðfest af viðkomandi skólum. Dren girnir uni hag sínum vel hér á landi og gerðarþoli sé komin í sambúð með manni og . Öll fjölskylda gerðarþola og einnig fjölskylda stjúpföður drengjanna sé búsett hér á höfuðborgarsvæðinu og mikil og góð tengsl til staðar. Það sé byggt á því að með vísa n til málavaxta og 2. tl. 12. gr. sé alvarleg hætta á því að afhending drengjanna muni skaða þá eða koma þeim í óbærilega stöðu. Þá byggir gerðarþoli á vilja og afstö ðu drengjanna, sbr. 3. tl. 12. gr. laganna, enda telji hún ári. Eldri drengurinn hafi náð þeim aldri og þroska að taka verði réttmætt tillit til skoðana hans og ekki komi til greina að aðskilja bræðurna. þess að fara þangað, telur gerðarþoli að það myndi hafa mikil áhrif á daglega líðan drengjanna verði fallist á kröfur gerðarbeiðanda um afhendingu þeirra. Þeir yrðu aðskildir frá móðurfjölskyldu sinni og stjúpföður sem þeir eru mjög tengdir. Auk þess myndi afhending hafa áhrif á skólagöngu þeirra hér, en erfitt yrði fyrir . Því standi brýn sjónarmið til þess að taka tillit til vilja og afstöðu drengjanna. Vísar gerðarþoli til 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 og 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 . Þá vísar gerðarþoli til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála varðandi málskostnað auk laga nr. 50/1955 um virðisaukaskatt. Forsendur og niðurstaða. Fyrir liggur að aðilar hafa farið með sameiginlega forsjá drengjanna frá skilnaði þeirra árið og að drengirnir hafi í framhaldi dvalið viku og viku hjá hvoru foreldri í umgengni. Þá liggur fyrir að drengirnir komu með móður 2018. Frá þeim tíma hefur þeim verið haldið frá föður ulla forsjá drengjanna. Er fyrirhugað að aðalmeðferð fari fram dagana 22. og 23. maí nk. Gerðarþoli mótmælti þeirri málsástæðu gerðarbeiðanda að byggt sé á úrskurði um forsjá til bráðabirgða en ef svo sé þá verði afhending drengjanna ekki grundvölluð á Haa g - samningnum heldur Evrópusamningnum. Svo sé ekki gert. Frá því að drengirnir komu til Íslands, í 2018, hafa þeir ekki hitt föður sinn en eldri drengurinn segist ekki hafa þörf fyrir að heyra frá honum, hann hafi þó sent honum jólakveðju í smáskilaboð um. Í 11. gr. laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. segir að barn sem flutt sé hingað til lands með ólögmætum hætti eða er haldið hér á ólögmætan hátt, skuli, samkvæmt beiðn i, afhent þeim sem rétt hafi til þess ef barnið var búsett í ríki sem sé aðili að Haag - samningnum, rétt áður en það var flutt á brott eða hald hófst. Þá segir í 2. mgr. að ólögmætt sé að flytja barn eða halda því ef sú háttsemi brjóti í bága við rétt forsj áraðila eða annars aðila, án tillits til hvort hann fari einn með réttinn eða með öðrum, til að annast barnið samkvæmt lögum þess ríkis þar sem barnið var búsett rétt áður en það var flutt á brott eða hald hófst. Í 2. tl. segir að ef hlutaðeigandi aðili ha fi farið í raun með þennan rétt þegar barnið var flutt á brott eða hald hófst, eða hefði farið með hann ef hin ólögmæta háttsemi hefði ekki átt sér stað. Í máli þessu eru öll þessi skilyrði uppfyllt. Í 2. tl. 12. gr. laganna segir m.a. að heimilt sé að s ynja um afhendingu barns ef alvarleg hætta sé á að afhending muni skaða barnið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu og í 3. tl. segir að ef barnið er andvígt afhendingu og hafi náð þeim aldri og þroska sé rétt að taka tillit ti l skoðana þess. 12. gr. laganna er heimildarákvæði sem ber að túlka þröngt en á kvæðið felur í sér verulegt frávik frá afhendingarskyldunni með hliðsjón af hagsmunum barnsins. C með þroskað málfar þó svo að íslenska hans sé lituð af , ásamt sálfræðingi, ræddi við C fyrir aðalmeðferð málsins. Lýsti hann því á skilmerkilegan hátt að hann vildi alls 7 föður sínum. Hann kvað föður sinn ekki góðan við sig og það verði persónuleikabreyting á honum þegar hann sé einn með drengnum. Hann tali niðrandi til drengsins og meiði þegar enginn sjái til. Sagði han n að eftir að C upplýsti móður sína um framkomu föður síns hafi faðir hans orðið enn reiðari og verri við sig en áður. Þá hafi faðir hans breyst um haustið 2017. Hann hafi oft verið reiður við minnsta tilefni, slegið drenginn og sparkað í hann. Hafi faðir hans verið farinn að drekka meira á þeim tíma. Kvaðst drengurinn ekki vita hvað hann myndi gera ef hann yrði sendur aftur til föður síns, hann treysti föður sínum ekki. Þá kvað drengurinn stjúpföður sinn vera góður fað ir og hann kallaði hann pabba. C kvað einnig að litla bróður sínum liði vel hér á landi og í . Allir væru góðir við þá og þeir ættu skemmtilega vini. Í viðtali við félags fræðing 30. október 2018 lýsti C því að honum liði vel í skóla og á heimilinu. Lýsti hann einnig því að faðir hans meiddi sig og væri vondur við sig. Þeirri reynslu hefur h ann einnig deilt með kennurum, félagsfræðingi og í skýrslutöku í Barnahúsi. Í skýrslu F félagsfræðings frá 22 . janúar sagði undirritaðri að hann hefði alltaf haft áhyggjur af því þegar að hann átti að fara til pabba. Hann sagði að h ann hefði alltaf reynt að sannfæra sjálfan sig um að allt yrði í lagi og að pabbi yrði ekki reiður við hann og að hann myndi ekki slá hann en í hverr verða mjög leiður ef hann þyrfti að búa hjá pabba sínum og hann vildi búa hjá móður sinni, bróður og stjúpa. Í skýrslutöku í B arnahúsi í desember 2018 lýsti C því að faðir hans hefði verið vondur við sig, gert vonda hluti við sig, ýtt á hann, lamið og sparkað í sig og hafi þetta byrjað að hann minnti í september 2017. Þá segir hann föður sinn gera upp á milli þeirra bræðra, bæði varðandi það að sýna væntumþykju og gefa gjafir. janúar sl. kemur m.a. fram að D hafi verið spurður hvort hon um fyndist betra að búa með móður sinni eða pabba. Kvaðst D frekar vilja búa með pabba því að hann eigi Nintendo og að hann megi alltaf spila Mario heima hjá pabba. Þá væri einnig betra að búa hjá pabba því að hann gerði betri morgunmat, hann gerði pabbi. Þá fengi hann að vera í iPadinum sínum á meðan hann væri að borða hjá pabba. meints kynferðisbrots gerðarbeiðanda gegn yngri drengnum. Var skýrsla tekin af D hjá lögreglu að félagsráðgjafa viðstöddum. Þá hafi gerðarbeið andi og gerðarþoli komið í viðtöl í júlí 2018. Málið var fellt niður þar sem gerðarþoli var flutt til Íslands með drengina. Drengirnir hafa verið á Íslandi frá því 2018 eða mánuði. Eldri drengurinn gengur álsins að honum líði þar vel og aðlagist vel. Einnig að honum gangi vel í náminu. Þá hefur hann eignast vini hér á landi. Yngri drengurinn er í og samkvæmt gögnum málsins aðlagast hann vel öðrum börnum. Þá er ekkert annað að sjá í gögnum málsins en að vel sé hugsað um drengina varðandi alla þætti er snúa að hagsmunum þeirra og velferð. Þegar úrskurður þessi er kveðinn upp á eldri drengurinn eftir rúma þrjá mánuði af skólaárinu. Verði krafa gerðarbeiðanda tekin til greina mun eldri drengurinn þurfa að sk ipta um skóla þegar um þrír mánuðir eru eftir af vorönninni. Telur dómurinn það skarast og vinna gegn hagsmunum drengsins. Þá liggur fyrir í gögnum málsins, og í viðtali við dóma ra og sálfræðing, skýr afstaða C um að fara ekki aftur til föður síns. Verður sú afstaða ekki virt að vettugi enda er það mat dómara að það muni brjóta gegn hagsmunum drengsins sem verður að hafa í fyrirrúmi í máli þessu. Þá getur afstaða yngri drengsins til búsetu hjá föður eða móður, eins og lýst er að framan, ekki haft áhrif við úrlausn máls þessa. Forsjármál er rekið fyrir dómstól milli aðila og á aðalmeðferð að fara fram 22. og 23. maí nk. Telur dómurinn það óráðlegt að taka kröfu gerðarbeiðanda til greina að svo komnu, verði niðurstaða þess máls á þá vegu að drengirnir sk uli lúta forsjá gerðarþola. Þá telur dómurinn það brjóta gegn hagsmunum drengjanna að aðskilja þá og rjúfa skólagöngu á miðri vorönn. Þrátt fyrir þetta telur dómurinn skilyrði 2. tl. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 160/1995 eigi ekki við í þessu máli. Hins vegar verður niðurstaða málsins byggð á 3. tl. 1. mgr. 12. gr. laganna svo og öðrum aðstæðum sem raktar hafa verið. 8 Þegar það er virt heildstætt að liðið er á síðari önn í grunnskóla, drengirnir hafa verið hér á landi í og aðlagast vel, forsjárdeilumál er og eindregins vilja drengsins C , þá ber að hafna kröfu gerðarbeiðanda. Að virtum atvikum málsins og niðurstöðu er rétt að málskostnaður falli niður. Gerðarbeiðandi hefur fengið gjafsókn í máli þessu. Allur gjafsóknarkostnaður gerðarbeiðanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Þórdísar Bjarnadóttur, 760.000 krónur auk virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð : gerðarbeiðanda er hafnað. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður gerðarbeiðanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, Þórdísar Bjarnadóttur, 760.000 krónur auk virðisaukaskatts.