LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 6. mars 2020. Mál nr. 261/2019 : Gunnar Jónsson ( Ragnar Aðalsteinsson lögmaður ) gegn Borgarbyggð ( Guðjón Ármannsson lögmaður) Lykilorð Afnotaréttur. Hefð. Eignarráð. Jörð. Útdráttur G krafðist viðurkenningar á því að B eða aðilum á hans vegum væri óheimilt að safna fé sem rynni af fjalli að hausti á afréttarhluta jarðarinnar Króks og reka það um landið á leið til réttar. Byggði B tilkall sitt til beitarafnotanna á því að hann og forve ri hans hefðu unnið beitarafnot fyrir hefð á grundvelli laga nr. 46/1905 um hefð. Í dómi Landsréttar var því slegið föstu að B hefði farið með full eignarráð yfir hinum umdeilda hluta jarðarinnar á grundvelli óþinglýsts afsals þegar þ au v iku fyrir þinglýst um rétti G á grundvelli kvaðalauss afsals í september 1990. Hefðarhald ítaks í formi afnota - eða beitarréttar B hefði fyrst getað hafist þá. Óumdeilt væri að B hefði nýtt áfram hinn umdeilda jarðarhluta sem afréttarland með sama hætti og hann hafði áður ge rt. Vísaði rétturinn til þess að hefðartími sýnilegra ítaka væri 20 ára óslitin nýting samkvæmt 7. gr., sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 46/1905. Þá ynnist hefð á ósýnilegum ítökum með 40 ára notkun samkvæmt 8. gr. laganna, sbr. 2. og 3. gr. sömu laga. Með bréfi 18. febrúar 2010 hefði G lagt bann við því að landið væri beitt, eða tæpum 20 árum eftir að mögulegt hefðarhald B hófst en það hefði rofnað í síðasta lagi á þeim tíma. Samkvæmt því hefði B ekki haft beitarafnot af landinu í fullan hefðartíma. Var því fall ist á kröfu G. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Hjörtur O. Aðalsteinsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 12. apríl 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vesturlands 8. apríl 2019 í málinu nr. E - 81/2017 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að áfrýjandi verði sýknaður af kröfu stefnda í aðalsök í héraði um viðurkenningu á rét ti hans til beitarafnota á hluta jarðar áfrýjanda, Króks í Borgarbyggð. Þá krefst áfrýjandi 2 Borgarbyggðar sé óheimilt að safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinn ar Borgarbyggðar, sé óheimil önnur not af landi jarðarinnar Króks en að reka fé, sem kemu r af fjalli að hausti, um óræktað land Króks viðstöðulaust án dvalar í landi fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Lands rétti. Málsatvik 4 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi afsalaði þáverandi eigandi jarðarinnar Króks, Brynjólfur Bjarnason, 26. maí 1924 þeim hluta jarðarinnar, sem ágreiningur málsaðila snýr að, til Upprekstrarfélags Þverárréttar en óumdeilt er með aðilum að stefndi hafi við sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði árið 2006 tekið við réttindum og skyldum félagsins. Samningi vegna þessara kaupa var ekki þinglýst. Brynjólfur seldi syni sínum, Haraldi, jörðina 1. maí 1958 sem seldi Friðgeiri Sörl asyni hana 7. febrúar 1979. Friðgeir seldi svo Hauki Péturssyni jörðina 23. nóvember 1982, sem afsalaði girðingum og öllum gögnum og gæðum og hlunnindum til lands og vatns, sem nema nánar tilgreind spilda, sem lægi með þjóðveginum. Þessi spilda tengist ekki ágreiningi aðila. Afsalið var móttekið til þinglýsingar 30. sama mánaðar. 5 Með dómi Hæstar éttar 3. apríl 2014 í máli nr. 718/2013 var leyst úr ágreiningi aðila er laut að eignarhaldi á þeim hluta jarðarinnar sem fyrrum eigandi hennar, Brynjólfur Bjarnason, afsalaði til Upprekstrarfélags Þverárréttar. Féllst Hæstiréttur á kröfu áfrýjanda um að h ann hefði með kaupum sínum á jörðinni einnig eignast framangreindan hluta jarðarinnar enda hefði þinglýst afsal hans útrýmt eldri óþinglýstum rétti til landsins sem stefndi byggði kröfu sína á, sbr. 2. mgr. 29. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Niðurstaða 6 Í máli þessu krefst áfrýjandi viðurkenningardóms fyrir því að stefnda eða aðilum á it á landinu 18. febrúar 2010 en stefndi hafi ekki virt það. 7 Stefndi byggir tilkall sitt til beitarafnota að hinu umdeilda landi á því að hann og forveri hans, Upprekstrarfélag Þverárréttar, hafi unnið beitarafnot fyrir hefð á grundvelli laga nr. 46/1905 um hefð. Upprekstrarfélagið og síðar stefndi hafi farið með landið og nýtt það til beitar, enda talið sig með réttu eiga það, óslitið í fullan hefðartíma eða allt frá árinu 1924 fram til dagsins í dag. Skipti þá engu hvort 3 beitarafnotin verði talin sýnileg t ítak samkvæmt 7. gr. laga nr. 46/1905 eða ósýnilegt ítak samkvæmt 8. gr. sömu laga. 8 Svo sem fram er komið komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu 3. apríl 2014 í máli nr. 718/2013 að eldri óþinglýstur réttur stefnda til hins umdeilda hluta jarðarinnar Kró ks hafi vikið fyrir þinglýstum rétti áfrýjanda samkvæmt afsali 20. september 1990. Þessi eldri óþinglýsti réttur stefnda til þessa hluta jarðarinnar virðist hafa verið almennt þekktur þótt áfrýjandi hafi ekki þekkt til hans, sbr. fyrrnefndan dóm Hæstarétta r. Í gögnum málsins liggur fyrir ódagsett endurrit lýsingar á afréttarlöndum í Mýrasýslu þar sem fram kemur að Upprekstrarfélag Þverárréttar hafi meðal annars keypt til Króks í Norð urárdal, Brynjólfi Bjarnasyni, þann hluta af landi Króks, sem er afréttarmegin við fjallgirðinguna. Undanskilin er vetrarbeit og slægjur, sem þó má Jafnframt segir í ú tdrætti úr ritinu Byggðir Borgarfjarðar III frá 1993 að nokkur spilda Enn fremur liggja fyrir gögn í málinu um að Upprekstrarfélag Þverárréttar hafi talist til veiðiréttha fa vatnasvæðis Norðurár á grundvelli eignarhalds á jarðarhlutanum allt til 25. júlí 1995 er áfrýjandi krafðist þess að arðurinn félli til hans. 9 Með hliðsjón af því sem að framan er rakið verður því slegið föstu að allt til þess að áfrýjandi þinglýsti afsa li sínu hafi enginn annar átt ríkari rétt til landsins en stefndi sem hafi því farið með full eignarráð yfir landinu til þess dags. 10 Samkvæmt 1. gr. laga nr. 46/1905 má vinna hefð á hverjum hlut, jafnt fasteign sem lausafé, er getur verið eign einstakra ma nna án tillits til þess hvort hann var áður eign einstaks manns eða opinber eign. Samkvæmt þessu er hefð sjálfstæður og útrýmandi stofnunarháttur eignarréttinda en eignarréttindi, sem stofnast fyrir hefð, valda því að eldri ósamrýmanleg eignarréttindi þrið ja aðila, ef þeim er til að dreifa, falla niður. 11 Áður er fram komið að stefndi fór með full eignarráð yfir landinu á grundvelli óþinglýsts afsals þegar þau viku fyrir þinglýstum rétti áfrýjanda á grundvelli afsals í september 1990 sem var kvaðalaust um ann að en tilgreinda spildu sem ekki tengist ágreiningi aðila. Hefðarhald ítaks í formi afnota - eða beitarréttar stefnda getur þá fyrst hafa hafist. Óumdeilt er að stefndi nýtti áfram hinn umdeilda jarðarhluta sem afréttarland með sama hætti og hann hafði áður gert. Hefðartími sýnilegra ítaka er 20 ára óslitin nýting samkvæmt 7. gr., sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 46/1905. Samkvæmt 8. gr., sbr. 2. og 3. gr. sömu laga, vinnst hefð á ósýnilegum ítökum með 40 ára notkun. Með bréfi 18. febrúar 2010 lagði áfrýjandi bann við því að landið væri beitt, eða tæpum 20 árum eftir að mögulegt hefðarhald stefnda hófst en það rofnaði í síðasta lagi á þeim tíma. Samkvæmt framansögðu hefur stefndi ekki haft beitarafnot af landinu í 4 fullan hefðartíma. Verður kröfum hans því hafnað og fallist á þá viðurkenningarkröfu sem áfrýjandi hefur aðallega uppi í málinu. 12 Stefnda verður gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, Gunnar Jónsson, er sýknaður af kröfum stefnda, Borgarbyggðar. Viðurkennt er að stefnda eða aðilum á vegum hans, sé óheimilt að safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 1.800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 8. apríl 2019 I. Mál þetta, sem dómtekið var 11. mars sl., er höfðað með stefnu birtri 15. ágúst 2017 af Borgarbyggð, Ráðhúsinu við Borgarbraut 14, Borgarn esi, á hendur Gunnari Jónssyni, Króki í Norðurárdal, Borgarbyggð. Stefnandi krefst þess að viðurkenndur verði réttur hans til beitarafnota af þeim hluta jarðarinnar Króks í Borgarbyggð, landnúmer 134817, sem óþinglýstur samningur Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstrarfélags Þverárréttar 26. maí 1924 tekur til. Jafnframt krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krafðist þess í greinargerð aðallega að málinu yrði vísað frá dómi, en með úrskurði uppkveðnum 23. maí 2018 var þeirri kröfu hafnað. Stefndi krefst þess nú að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi s tefnanda. Með gagnstefnu birtri 4. október 2017 höfðaði stefndi gagnsök í málinu. Krefst hann þess í gagnsökinni aðallega að viðurkennt verði að gagnstefnda, Borgarbyggð, eða aðilum á vegum Borgarbyggðar, sé óheimilt að safna fé sem rennur af fjalli að ha usti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að gagnstefnda, Borgarbyggð, eða aðilum á vegum Borgarbyggðar, séu óheimil önnur not af landi jarðarinnar Króks en að reka fé, sem kemur af fjalli að hausti, um óræktað land Króks viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar næstu þrjú árin, eða til og með 2020. Jafnframt er krafist málskostnaðar í gagnsökinni. Gagnstefndi krefst sýknu af öllum kröfum gagnstefnanda og málskostnaða r að skaðlausu úr hans hendi. II. Í maímánuði 1924 afsalaði þáverandi eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, Brynjólfur Bjarnason, þeim hluta jarðarinnar sem var afréttarmegin við afréttargirðingu til Upprekstrarfélags Þverárréttar, forvera aðalstefnand a. Samkvæmt reikningum upprekstrarfélagsins greiddi það umsamið kaupverð fyrir landið. Samningi vegna þessara kaupa var ekki þinglýst. Þrátt fyrir þessa sölu á landinu seldi Brynjólfur syni sínum Haraldi jörðina með afsali 1. maí 1958, sem var þinglýst 13. sama mánaðar. Haraldur seldi síðan Friðgeiri Sörlasyni jörðina með afsali 7. febrúar 1979 og með afsali 23. nóvember 1982 afsalaði Friðgeir 5 jörðinni áfram til Hauks Péturssonar. Haukur afsalaði loks jörðinni til aðalstefnda með afsali 20. september 1990. Kom fram í því afsali að jörðinni væri afsalað með öllum mannvirkjum, gæðum og hlunnindum til lands og vatns sem jörðinni fylgdi og fylgja bæri. Þá var í afsalinu tekið fram að landamerki jarðarinnar væru eins og greinir í merkjaskrá, lesinni á manntalsþin gi Norðurárdalshrepps. Loks var í afsalinu áréttað að ekkert væri undanskilið í kaupunum nema spilda sem liggur með þjóðveginum og tengist ekki ágreiningi aðila. Í greinargerð aðalstefnda kemur fram að jörðin Krókur sé skógræktarjörð og sé hún því sérlega viðkvæm fyrir ágangi sauðfjár. Skógræktin sé að vísu afgirt frá því landi sem aðalstefnandi geri kröfu um afnot af, en engin leið sé að koma í veg fyrir að sauðfé komist í skógræktina með tilheyrandi tjóni. Með bréfi þáverandi lögmanns aðalstefnda til Up prekstrarfélags Þverárréttar, dags. 18. febrúar 2010, það ekki gert á annan hátt en að afnema með öllu og banna beit Upprekstrarfélags Þverárréttar á landi Ágreiningur reis með aðilum vegna fyrrgreinds hluta jarðarinnar Króks sem Rekstrarfélag Þverárréttar keypti á árinu 1924. Taldi aðalstefndi sig hafa keypt alla jörðina og að umræddur hluti hennar hef ði ekki verið þar undanskilinn, enda hefði hann verið grandlaus um fyrrgreint afsal landsins á árinu 1924. Var úr þessum ágreiningi skorið með dómi Hæstaréttar uppkveðnum 3. apríl 2014, í málinu nr. 718/2013. Var þar fallist á kröfu aðalstefnda í máli þess u, Gunnars Jónssonar, um að hann hefði með kaupum sínum einnig eignast þann hluta jarðarinnar Króks sem óþinglýstur samningur Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstrarfélags Þverárréttar 26. maí 1924 tekur til, enda hefði þinglýst afsal hans útrýmt þeim eldri ó þinglýstum rétti til landsins sem sveitarfélagið hefði byggt rétt sinn á, sbr. 2. mgr. 29. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978, og ekkert lægi fyrir um grandsemi hans um þann samning. Þá segir svo í niðurlagi dómsins: haft af hinu umþrætta landi hefur honum ekki tekist sönnun þess að hann hafi frá þeim tíma er jörðinni var afsalað til áfrýjanda unnið eignarhefð að landinu í skilningi 1. Við aðalmeðferð málsins voru teknar skýrsl ur af Gunnlaugi A. Júlíussyni, sveitarstjóra aðalstefnanda, og af aðalstefnda, Gunnari Jónssyni, auk þess sem tekin var vitnaskýrsla af Kristjáni Franklín Axelssyni, formanni Upprekstrarfélags Þverárréttar. III. Aðalstefnandi kveðst byggja tilkall sitt ti l beitarafnota af umræddu landi jarðarinnar Króks á því að hann og forveri hans, Upprekstrarfélag Þverárréttar, hafi unnið beitarafnotarétt að landinu fyrir hefð á grundvelli laga nr. 46/1905 um hefð. Kveðst aðalstefnandi hafa tekið við réttindum og skyldu m upprekstrarfélagsins við sameiningu hreppa í Borgarfirði á árinu 2006. Á því sé byggt að upprekstrarfélagið og síðar aðalstefnandi hafi farið með landið og nýtt það til beitar, enda talið sig með réttu hafa átt það óslitið í fullan hefðartíma, eða allt frá árinu 1924 til dagsins í dag. Hafi þessi notkun hans skapað honum lögvarinn rétt í skilningi hefðarlaga. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 46/1905 skapi notkun, með samsvarandi skilyrðum og þeim er gildi um eignarhefð, afnotarétt. Samkvæmt 1. gr. sömu laga megi vinna hefð á hverjum hlut, jafnt fasteign sem lausafé, er geti verið eign einstakra manna, án tillits til þe ss hvort hann hafi verið áður einstaks manns eign eða opinber eign. Um skilyrði eignarhefðar sé fjallað í 2. - 4. gr. laganna. Þannig sé í 1. mgr. 2. gr. gert að skilyrði fyrir hefð að óslitin notkun eða óslitið eignarhald af hálfu hefðanda hafi haldist um t iltekinn tíma. Lítilfjörleg not annarra útiloki þó ekki ítakshefð. Sama gildi um hefð á ítökum að breyttu breytanda. Meðal annarra skilyrða sé að hefðandi megi ekki hafa náð umráðum með glæp eða óráðvandlegu atferli, sbr. 2. 6 mgr. 2. gr., og að hefð geti ek ki unnist á hlutum sem hefðandi hafi fengið að veði, til geymslu, til láns eða á leigu, sbr. 3. mgr. 2. gr. Til hefðartíma megi enn fremur telja óslitið eignarhald tveggja eða fleiri manna hafi eignarhald löglega gengið á milli þeirra, sbr. 3. gr. Missi he fðandi umráð yfir eign slitni hefðarhaldið nema hefðandi hafi misst umráðin óviljandi og náð þeim aftur innan 6 mánaða með lögsókn, sbr. 1. mgr. 4. gr. Hefð á grundvelli 7. gr. hefðalaga sé á því reist að um sýnilegt ítak hafi verið að ræða, þar sem umræt t landsvæði hafi allt frá því að Upprekstrarfélag Þverárréttar hafi keypt afréttarland Króks verið notað sem afréttarland og verið innan afréttargirðingar. Hafi girðingin verið reist í þeim tilgangi að aðskilja þann hluta jarðarinnar Króks sem nýttur hafi verið sem beitarland frá þeim hluta sem ekki hafi verið undirorpinn slíkum notum. Hafi stefnandi og áður upprekstrarfélagið nýtt hið afgirta land til beitar óátalið af stefnda frá árinu 1924 og fram til ársins 2010. Notkunin hafi því alla tíð verið sýnileg og stefnda ljós og sé því fullnægt skilyrðum tilvitnaðrar 7. gr. um notkun sem skapi afnotarétt. Verði ekki fallist á að aðalstefnandi eigi beitarafnotarétt á grundvelli 7. gr. sé á því byggt að sá réttur hafi stofnast á grundvelli 8. gr. laganna. Samkvæ mt þeirri grein geti hefð á ósýnilegum ítökum, svo sem slægjum, beit, reka o.fl., unnist með 40 ára notkun og öðrum skilyrðum sömu sem eignarhefð. Að þessu leyti sé byggt á sömu málsástæðum og áður hafi verið raktar. Loks sé áréttað að aðalstefnandi byggi á því að hafi einhvern tímann í kjölfar gildistöku laga nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum risið vafi um tilvist beitarréttarins þá hafi hin óslitnu afnot eftir gildistöku þeirra laga og fram til dagsins í dag engu að síður skapað stefnanda rétt að lan dinu fyrir hefð. IV. Aðalstefndi mótmælir þeirri málsástæðu aðalstefnanda sem rangri og ósannaðri að hann og forveri hans hafi allt frá árinu 1924 farið með umrætt land og nýtt það óslitið til beitar í fullan hefðartíma. Eigendur jarðarinnar á framangrein du tímabili hafi haft þinglýstar eignarheimildir fyrir henni, án nokkurs fyrirvara um afnot og ítök annarra. Hafi aðalstefnandi því ekki getað verið grandlaus um fyrirvaralausan og kvaðalausan rétt þinglesinna eigenda jarðarinnar á hverjum tíma. Að svo mik lu leyti sem aðalstefnandi hafi beitt land Króks á afmörkuðum tímabilum sé hann hvorki ráðvandlega að þeim afnotum kominn né geti hann hafa verið grandlaus um kvaðalausan eignarrétt þinglesinna eigenda jarðarinnar. Þá sé á það minnt að aðalstefndi hafi lag t formlegt bann við beit á landinu með bréfi til upprekstrarfélagsins hinn 18. febrúar 2010. Þegar aðalstefndi hafi fengið afsal fyrir jörðinni Króki á árinu 1990 hafi hann verið grandlaus um að gert væri tilkall til beins eða óbeins réttar yfir hluta jar ðarinnar, enda hafi afsalinu verið þinglýst án athugasemda, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 718/2013. Sé því mótmælt sem röngu sem fram komi í Á því sé byggt að aðalstef nanda hafi verið kunnugt um fyrirvaralaus og óskert eignarréttindi annarra á umræddu landi, sem komi í veg fyrir að hann geti unnið afnotahefð að því, jafnvel þótt önnur skilyrði væru uppfyllt, sem þau séu þó ekki. Ljóst sé að ekkert þeirra draga að samnin gum um kaup upprekstrarfélagsins á hluta úr jörðinni Króki á árinu 1924 jafngildi bindandi samningi, enda vanti ýmist undirritanir eða umboð til undirritunar og ekki sé ljóst hvort nokkurn tíma hafi orðið til lokatexti samnings. Engu þessara skjala hafi ve rið þinglýst og hafi aðalstefnda verið ókunnugt um þau er hann keypti jörðina. Sé ósannað að fram hafi farið greiðslur á grundvelli þessara draga. Hvað sem öðru líði hafi afsalið til aðalstefnda útrýmt réttaráhrifum greindra þriggja draga að kaupsamningum, hafi þau einhver verið. Í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar milli sömu aðila sé niðurstaðan sú að þegar virt séu þau afnot sem aðalstefnandi hafi haft af hinu umþrætta landi hafi honum ekki tekist sönnun þess að hann hafi frá þeim 7 tíma er jörðinni var afsalað til aðalstefnda unnið eignarhefð í skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 um hefð. Hæstiréttur miði hér við tímamark afsals til aðalstefnda og eigi það einnig við um hina meintu afnotahefð. Hafi aðalstefnandi sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi unnið afnotahefð á landinu með óslitinni 40 ára afnotum á því, sem útrýmt hafi afnotum annarra. Það hafi honum hins vegar ekki tekist. Sú notkun sem aðalstefnandi byggi á geti ekki talist sýnilegt ítak. Girðingin á milli umrædds lands og skógræktarinnar frá 192 0 sé ekki sýnileg tilfæring í skilningi 7. gr. hefðarlaga, enda ekki reist í þágu aðalstefnanda eða forvera hans, heldur bóndans á jörðinni til verndar slægjum og gróðri. Girðing hafi verið sett upp árið 1920 og hafi verið opin til afréttar. Hafi afréttarf é af þeim sökum leitað inn á landið. Byggist það hvorki á samningi né samþykki. Aðalstefnandi telji sig hafa komið að málinu á árinu 1924, eða eftir að girðingin hafi verið reist. Bent sé og á að teljist meint afnot aðalstefnanda til ítaks sé það niður fa llið vegna vanlýsingar, sbr. lög nr. 113/1952. Samkvæmt 7. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 þurfi notkun sem ætlað sé að skapa afnotahefð að uppfylla sömu skilyrði og stofnun eignarhefðar. Í fyrrnefndu máli Hæstaréttar nr. 718/2013 hafi niðurstaðan verið sú að skilyrði eignarhefðar væru ekki til staðar. Samkvæmt því séu skilyrði afnotahefðar heldur ekki uppfyllt. Þá beri að hafa í huga að í umræddu dómsmáli hafi aðalstefnandi ekki gert kröfu um viðurkenningu á beitarafnotarétti fyrir afnotahefð. Hafi það fyrst v erið í ágúst 2017, tæplega þremur og hálfu ári eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar, að aðalstefnandi hafi ákveðið að viðhalda ágreiningi aðila með því að byggja nú á afnotahefð í stað eignarhefðar áður. Þó verði að skilja dóm Hæstaréttar þannig að skilyrði afnotahefðar séu ekki uppfyllt. Þá hafi aðalstefndi á árinu 2010 bannað aðalstefnanda öll not af umræddum hluta jarðarinnar. Hafi aðalstefnandi átt einhvern afnotarétt byggðan á hefð sé hann fallin niður fyrir tómlæti. V. Í gagnsök vísar gagnstefnandi ti l þess að gagnstefndi og aðilar á hans vegum hafi annars vegar heimilað afréttarmönnum að láta fé, sem rási af fjalli síðustu vikurnar fyrir leitir og réttir, safnast á landi jarðarinnar og vera þar á beit þar til það sé rekið til réttar og hins vegar að r eka safnið af fjalli inn á land jarðarinnar og hafa það þar á beit í eina nótt þar til það sé rekið til Þverárréttar. Hafi menn á vegum gagnstefnda í þessu skyni opnað hlið á landi Króks og haldið þeim opnum, jafnvel gegn vilja og banni gagnstefnanda. Gagn stefnandi sé þinglesinn eigandi jarðarinnar Króks og engar kvaðir hvíli á henni sem lúti að greindum athöfnum gagnstefnda og hans manna. Vegna þessara einhliða aðgerða gagnstefnda hafi gagnstefnandi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm á hendur gagnstefnda þ ar sem viðurkennd séu réttindi hans yfir jörðinni. Sé þetta meðal annars nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ágang kvikfjár á vegum gagnstefnda, en jörðin Krókur sé skógræktarjörð og því sérstaklega viðkvæm fyrir slíku. Komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að gagnstefndi eigi rétt til að reka fé til réttar um land Króks að hausti sé þess krafist að sá réttur takmarkist við varakröfuna, þ.e. að reka féð viðstöðulaust um óræktað land Króks án dvalar á landinu. Gagnstefnandi telji þó að slíkan rétt verði að tímabinda þannig að hann falli niður að loknum fjallskilum 2020, þar sem allt land Króks verði þá tekið til skógræktar. Þau not gagnstefnanda útrými hugsanlegum rétti gagnstefnda til að reka fé um land jarðarinnar til rétt ar að hausti. VI. Gagnstefndi vísar til þess í gagnsök að hann telji sig hafa fært rök fyrir því að hann hafi unnið fyrir hefð beitarafnot af því landi Króks sem um ræðir. Í slíkum rétti felist eðli málsins samkvæmt heimild til að reka sauðfé um það sama land. Sé og vísað til þeirra sömu sjónarmiða í gagnsök. 8 Á það sé bent að dómkröfur gagnstefnanda í gagnsök miði að því að koma í veg fyrir að gagnstefndi og einstakir upprekstraraðilar geti rekið fjársafn af fjalli í gegnum jörðina Krók. Um sé að ræða re kstrarleið sem hafi verið notuð allt frá árinu 1959. Nánar tiltekið sé safnið rekið yfir Þverárdal og niður með Litlu - Þverá í gegnum Krók, Hermundarstaði og fleiri jarðir. Aðrar rekstrarleiðir af fjalli komi ekki til greina og séu beinlínis hættulegar mönn um og skepnum. Hvað sem öllum beitarrétti líði í landi Króks þá hafi gagnstefndi hefðað rétt til þess að reka fjársafnið af afrétti í gegnum land jarðarinnar. Sé hefðartími fullnaður hvort heldur miðað sé við 7. gr. eða 8. gr. hefðarlaga nr. 46/1905. Jafn framt sé vísað til 9. gr. fjallskilasamþykktar gagnstefnda, Borgarbyggðar, og fleiri sveitarfélaga frá 14. júlí 2015, en þar sé tekið fram að heimilt sé að reka fé á afrétt í gegnum heimalönd gerist þess þörf. Sé samþykkt þessi sett með heimild í lögum nr. 21/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Styðjist réttur gagnstefnda til að nýta framangreinda rekstrarleið við þessi lög. Hagnýting afrétta sé víðast háð þeirri grundvallarforsendu að heimilt sé að reka fjársöfn í gegnum heimalönd. Verði jarðeigendum játuð heimild til að loka fornum rekstrarleiðum væri nýting afrétta í uppnámi. Á því sé byggt að gagnstefnanda hafi verið fullkunnugt um upprekstarleiðina og tilhögun fjárleita þegar hann hafi eignast jörðina Krók á árinu 1990. Hafi umrædd rekstrarleið og verið nýtt síðan þá í meira en aldarfjórðung. VII. Eins og áður er fram komið var með dómi Hæstaréttar uppkveðnum 3. apríl 2014, í málinu nr. 718/2013, leyst úr ágreiningi aðila máls þessa um eignarhald á hinu umþrætta landi jarðarinnar Króks. Var í dómi num fallist á kröfu eiganda Króks, aðalstefnda í máli þessu, um að þegar hann eignaðist jörðina með afsali 20. september 1990 hafi hann einnig eignast umræddan hluta jarðarinnar, enda hafi þinglýst afsal hans útrýmt þeim eldri óþinglýstum rétti til landsin s sem sveitarfélagið hefði byggt rétt sinn á, sbr. 2. mgr. 29. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978, og ekkert lægi fyrir um grandsemi hans um þann samning. Þá hefði sveitarfélaginu, að virtum þeim notum sem það eða forveri þess hefði haft af hinu umþrætta lan di, ekki tekist sönnun þess að það hefði frá þeim tíma er jörðinni var afsalað til aðalstefnda unnið eignarhefð að landinu í skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 um hefð. Byggir aðalstefnandi kröfur sínar í máli þessu á því að þrátt fyrir framangreind a niðurstöðu Hæstaréttar hafi hann unnið beitarafnot af landinu fyrir hefð á grundvelli ákvæðis í 7. gr. tilvitnaðra laga um afnotahefð eða á grundvelli 8. gr. um hefð á ósýnilegum ítökum, beit, reka o.s.frv. Með hliðsjón af gögnum málsins og rökstuðningi Hæstaréttar í tilvitnuðum dómi verður að telja að aðalstefndi og forveri hans hafi í raun talið til beins eignarréttar yfir hinu umþrætta landi á grundvelli hins óþinglýsta samnings við þáverandi eiganda Króks, Brynjólf Bjarnason, allt þar til þinglýst af sal aðalstefnda útrýmdi þeim rétti á árinu 1990. Í dóminum kemur og fram að óumdeilt sé að umrætt land hafi verið nýtt sem afréttarland af hálfu aðalstefnanda og áður af forvera hans, Upprekstrarfélagi Þverárréttar. Þá verður og ráðið af öðrum gögnum, þ. á m. bréfi aðalstefnda til stjórnar Veiðifélags Norðurár, dags. 25. júlí 1995, að hið umþrætta land hafi verið notað sem afréttarland fyrir Þverárrétt. Liggur og fyrir að girðing sú, sem liggur á mörkum heimalands Króksjarðarinnar og hins umþrætta lands, og aðalstefndi telur í aðilaskýrslu sinni að sett hafi verið upp á árinu 1920 í því skyni að afmarka heimalandið frá því landi sem nýtt var sem beitiland, hefur verið þar samfellt síðan og er þar enn. Að framangreindu virtu verður ekki annað ráðið en að umræ tt land hafi verið notað samfellt og átölulaust sem beitarland fyrir sauðfé í þágu Upprekstrarfélags Þverárréttar allt frá framangreindum kaupum á landinu á árinu 1924 og á grundvelli þeirra allt til ársins 2010, en fyrir liggur að í febrúar það ár lagði a ðalstefndi bann við notum aðalstefnanda á landinu, án þess að því hafi í öllu verið sinnt. Verður því á það fallist með aðalstefnanda að fullnægt sé áskilnaði 1. mgr. 2. gr., sbr. 8. gr., laga nr. 46/1905 og að hann hafi því öðlast beitarafnotarétt að umræ ddu landi fyrir hefð. Verður í því sambandi ekki talið skipta máli þótt upprekstrarfélagið hafi ekki lýst ítaki í umrætt landsvæði 9 á grundvelli 4. gr. laga nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum, enda mátti félagið þá með réttu líta svo á að það ætti í raun beinan eignarrétt að svæðinu á grundvelli samningsins frá 1924. Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu í aðalsök málsins um að aðalstefnandi eigi beitarafnotarétt að umræddu landi Króks felst í þeim rétti, eðli málsins samkvæmt, heimild til að reka sa uðfé um það sama land. Á sama hátt felur sá réttur einnig í sér að ekki er unnt að taka til greina varakröfu gagnstefnanda í gagnsökinni um að viðurkennt verði að gagnstefnda, Borgarbyggð, eða aðilum á vegum Borgarbyggðar séu óheimil önnur not af landi jar ðarinnar Króks en að reka fé, sem kemur af fjalli að hausti, um óræktað land Króks viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar næstu þrjú árin, eða til og með 2020. Verður því að sýkna gagnstefnda bæði af aðalkröfu og varakröfu gagnstefnanda í gagnsök. Að alstefndi greiði aðalstefnanda 800.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Viðurkenndur er réttur aðalstefnanda, Borgarbyggðar, til beitarafnota af þeim hluta jarðarinnar Króks í Borgarbyggð, landnúmer 134817, sem óþinglýstur samnningur Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstrarfélags Þverárréttar 26. maí 1924 tekur til. Gagnstefndi, Borgarbyggð, er sýkn af kröfum gagnstefnanda, Gunnars Jónssonar, í gagnsök. Aðalstefndi, Gunnar Jónsson, greiði aðalstefnanda 800.000 krónur í málskostnað.