LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 14. september 2020. Mál nr. 534/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Einar Laxness aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Reynslulausn. Skilorðsrof. Fullnusta refsingar. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar á grundvelli 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016, um fullnustu refsingar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsd óttir , Ásmundur Helgason og Davíð Þór Björgvinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 11. september 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. september 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta afplánun á 63 daga eftirstöðvum refsingar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem honum var veitt reynslulausn á me ð ákvörðun Fangelsismálastofnunar 23. október 2019. Kæruheimild er í 2 . mgr. 82 . gr. laga nr. 15 /20 16 um fullnustu refsinga, sbr. XXX. kafla laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Með ákvörðun Fangelsismálastofnunar 23. október 2019 var varnaraðila veitt reynslulausn til eins árs á 63 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar. Reynslulausnin var bundin því almenna skilyrði að varnaraðili gerðist ekki sekur um nýtt brot á reynslutíma, sbr. 2. mgr. 81. gr. laga nr. 15/2016. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði er varnaraðili undir sterkum grun um að hafa framið brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og lögum um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 , 2 eftir að honum var veitt reynslulausn, en þau geta varðað allt að sex ára fangelsi, auk þess sem hann er grunaður um umferðarlagabrot. Á það er fallist með sóknaraðila að með því hafi varnaraðili rofið gróflega framangre int skilyrði reynslulausnar. Er þannig fullnægt skilyrðum 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 til þess að honum verði gert að afplána 63 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2019. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. september 2020 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að X, kt. [...], verði á grundvelli 2. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 gert að sæta afplánun á 63 daga eftirstöðvum refsingar, október 2019, með ákvörðun Fangelsismálastofnunar frá 23. október 2019. Kærði mótmælir kröfunni og krefst þess að henni verði hafnað. Í greinargerð sækjanda kemur fram að með ákvörðun Fangelsismálastofnunar 23. október sl. hafi kærða verið veitt reynslulausn á 63 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar frá 24. október sl., sem hann hafi hlotið með dómi Héraðsdóms Reyk - komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggi sterkur grunur að hann hafi gerst sekur um brot sem varðað geti allt að 6 ára fangelsi. Hafi hann með háttsemi sinni undanfarið þann ig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar. Kærði er sagður hafa verið handtekinn í nótt við [...] í Reykjavík. Brotist hafi verið inn í skólann. Öryggisverðir og lögreglumenn hafi farið á vettvang. Öryggisverðir hafi séð kærða í húsnæði skólan s og lögreglumenn handtekið kærða er hann hafi yfirgefið húsnæðið og hafi hann þá haft muni sem hann hafi tekið ófrjálsri hendi úr húsnæðinu. Brot kærða sé talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en geti varðað allt að 6 ára fangelsi. A uk þessa máls hafi lögregla til meðferðar fjölda mála er varði kærða á reynslutímanum sem sýni fram á að hann hafi gróflega brotið gegn almennum skilyrðum reynslulausnarinnar og leiða eigi til að honum verði gert að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar. Í máli nr. 007 - 2019 - [...] sé kærði undir sterkum rökstuddum grun að hafa brotist inn í bifreið við [...] í Kópavogi 12. nóvember 2019 og stolið þaðan munum. Lögreglumenn hafi handtekið kærða í grennd við vettvang. Lýsing á geranda sé í samræmi við útlit k ærða. Kærði hafi verið með hluta stolinna muna meðferðis er lögregla hafi handtekið hann. Brot kærða sé talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en geti varðað allt að 6 ára fangelsi. Í máli nr. 007 - 2019 - [...] sé kærði undir sterkum röks tuddum grun um akstur sviptur ökuréttindum. Kærði hafi verið stöðvaður í akstri af lögreglumönnum 17. nóvember 2019. Kærði hafi ítrekað gerst sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Brot kærða sé talið varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 95. gr., umferðarlaga nr . 77/2019. Í máli nr. 007 - 2020 - [...] sé kærði undir sterkum rökstuddum grun um tilraun til þjófnaðar í [...] í Reykjavík 3. apríl 2020. Vitni hafi tilkynnt að kærði hafi tekið í hurðarhúna á bifreiðum og farið inn í eina bifreið. Er lögregla hafi komið á v ettvang hafi kærði hlaupið á brott en náðst. Hann hafi verið vopnaður hníf og með ólögleg ávana - og fíkniefni meðferðis. Brot kærða séu talin varða við 244. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr., vopnalaga nr. 16/1998 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 en varði allt að 6 ára fangelsi. Í máli nr. 007 - 2020 - [...] sé kærði undir sterkum rökstuddum grun um þjófnað á matvörum úr verslun [...] í Reykjavík 19. júní 2020. Kærði hafi vi ðurkennt að hafa yfirgefið verslunina án þess að greiða fyrir matvöruna. Brot kærða sé talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en geti varðað allt að 6 ára fangelsi. Í máli nr. 007 - 2020 - [...] sé kærði undir rökstuddum grun um fíkniefnal agabrot 3 með að hafa haft í vörslum sínum ólögleg ávana - játað sakargiftir. Bort kærða sé talið varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 en varði allt að 6 ára fang elsi. Lögreglustjóri telur að það sem fram sé komið í framangreindum málum sýni fram á sterkan rökstuddan grun um að kærði hafi framið brot sem varði við tilgreind ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940, vopnalaga nr. 16/1998 og laga um ávana - og fíknie fni nr. 65/1974. Sé þannig fullnægt skilyrðum 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsingar að hann hafi á reynslulausnartímanum rofið gróflega almenn skilyrði reynslulausnarinnar og þess því krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða: Af h álfu saksóknara er vísað til þess að kærði hafi verið handtekinn í nótt með þýfi á brotavettvangi grunaður um innbrot og þjófnað. Enn fremur liggur hann undir grun varðandi fjögur önnur auðgunarbrot frá árinu 2019. Fyrir liggja m.a. myndir sem virðast vera af kærða í tengslum við þau brot. Enn fremur eru önnur mál í rannsókn sem varða hugsanleg brot hans. Af hálfu verjanda er vísað til þess að kröfunni sé mótmælt á þeim grundvelli að meginreglan sé sú að slík brot séu dæmd upp í sakamáli, sbr. 1. mgr. 82. g r. laga nr. 15/2016. Úrræðum 2. mgr. skuli einungis beita í undantekningartilvikum þegar ný brot varða allt að 6 ára fangelsi og um sé að ræða gróf brot, sem kærði geti ekki fallist á að hér geti átt við. Eins og rakið er að framansögðu og fær stoð í framl ögðum gögnum frá lögreglu er kærði undir sterkum grun um það að hafa rofið skilyrði reynslulausnar frá 24. október 2019, sbr. ákvörðun Fangelsismálastofunar þar um frá 23. s.m. en um er að ræða 63 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykja til kynna að kærði sé undir sterkum grun um að hafa framið umrætt brot í nótt sem leið og með þeim hætti sem að lýst hefur verið af hálfu lögreglu og enn fremur eru sterka r vísbendingar um frekari brotastarfsemi hans. Eru því uppfyllt framangreind skilyrði skv. 2. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016. Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 verður kærða því nú gert að sæta afplánu n á þeim eftistöðvum fangelsisrefsingar í dóminum frá 14. mars 2019, sem honum var veitt reynslulausn á, alls 63 dagar, enda liggur fyrir að kærði hefur með framangreindri brotastarfsemi, nú síðast ega almenn skilyrði reynslulausnar. Er því fallist á framangreinda kröfu lögreglu eins og hún liggur hér fyrir dómi. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð X, kt. [...], er gert að sæta afplánun á 63 daga eftirstöðvum refsingar, samkvæmt dómi Héraðsdóms Fangelsismálastofnunar frá 23. október 2019, vegna rofs á ski lyrðum reyslulausnarinnar, sbr. 2. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016.