LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 10. janúar 2020. Mál nr. 844/2019 : Víðibrekka 3 ehf. (Sigurður Jónsson lögmaður) gegn Landsbankanum hf. (Bjarni Þór Óskarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarsala. Frávísunarúrskurður staðfestur. Málshöfðunarfrestur. Útdráttur V leitaði úrlausnar héraðsdóms um ágreining v egna úthlutun ar á söluverði tiltekinnar fasteignar sem seld var nauðungarsölu. Málinu var vísað frá dómi og var sú niðurstaða ekki kærð til Landsréttar. V leitaði öðru sinni til h éraðsdóms til úrlausnar um þetta ágreiningsefni og var mál þetta þingfest 9. desember 2019. Í XIII. kafla laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu er ekki heimild til að bera mál öðru sinni undir héraðsdóm eftir að upphaflegu máli um sama sakarefni hefur verið ví sað frá dómi eða það fellt niður. Var niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest og málinu vísað frá héraðsdómi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. desember 2019 , sem barst réttinum sama dag. Greinargerð varnaraðila barst réttinum 3. janúar 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 9. desember 2019 í málinu nr. Z - 711/2019 þar sem málinu var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, sbr. j - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með beiðni til Héraðsdóms Suðurlands 21. nóvember 2019 leitaði sóknaraðili úrlausnar dómsins vegna úth lutunar uppboðsandvirðis fasteignar sem seld var nauðungarsölu og krafðist þess að úthlutuninni yrði breytt á tiltekinn hátt. Áður hafði 2 sóknaraðili beint beiðni þessa efnis til sama dómstóls en því máli var vísað frá dómi með úrskurði Héraðsdóms Suðurland s 14. nóvember 2019 í máli nr. Z - 380/2019. Síðastgreindur úrskurður var ekki kærður til Landsréttar heldur leitaði sóknaraðili samkvæmt framangreindu öðru sinni úrlausnar héraðsdóms um ágreiningsefnið. Með hinum kærða úrskurði var því máli vísað frá dómi. 5 Samkvæmt 1. mgr. 52. gr. laga nr. 90/1991 verður mál til úrlausnar ágreinings um frumvarp sýslumanns til úthlutunar á söluverði eignar við nauðungarsölu rekið fyrir dómi eftir ákvæðum XIII. kafla laganna. Samkvæmt 5. mgr. 73. gr. þeirra ber þeim, sem leita r slíkrar úrlausnar, að koma máli tafarlaust til héraðsdóms. Líta verður svo á að í síðastnefndu lagaákvæði felist sá áskilnaður að mál sé þá í þeim búningi að fært verði að leysa úr því að efni til, sbr. dóm Hæstaréttar 2. september 2008 í máli nr. 401/20 08. Því var ekki fullnægt um málið sem sóknaraðili lagði fyrir héraðsdóm og lokið var með áðurnefndum úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z - 380/2019. Í XIII. kafla laga nr. 90/1991 er ekki sérstök heimild til að bera mál öðru sinni undir héraðsdóm ef tir að upphaflegu máli um sama sakarefni hefur verið vísað frá dómi eða það fellt niður. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. 6 Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Víðibrekka 3 ehf., greiði varnaraðila, Landsbankanum hf., 250.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands mánudaginn 9. desember 2019 Með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, sem móttekið var 22. nóvember sl., leitar sóknaraðili, Víðibrekka 3 ehf., kt. úrlausnar héraðsdómara um gildi ákvörðunar sýslumannsins á Suðurlandi frá 8. júlí 2019 um að frumvarp til úthlutunar á söluverði fasteignarinnar Víðibrekka 3, sumarhús í Grímsnes - og Grafningshreppi, fastanr. 228 - 9599, dags. 18. júní 2019, standi óbreytt. Sóknaraðili leggur þetta mál nú fyrir héraðsdóm í þriðja sinn, eftir að fyrri málum hans hafði verið vísað frá dómi. Nánar tiltekið barst Héraðsdómi Suðurlands hinn 26. mars 2019 krafa sóknaraðila um að ákvörðun sýslumannsins á Suðurlandi um að láta far a fram nauðungarsölu á fasteign félagsins að Víðibrekku 3, fastanúmer 228 - 9599, þann 12. febrúar 2019 vegna beiðni Landsbankans hf., yrði felld úr gildi. Með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands 3. júní 2019, í máli nr. Z - 83/2019, var málinu vísað frá dómi skv. 80. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, þar sem krafa sóknaraðila barst ekki innan tilskildra tímamarka. Þá barst dóminum hinn 15. júlí 2019 krafa sóknaraðila um að ákvörðun sýslumanns á Suðurlandi um að úthluta 24.923.549 kr. til Landsbankans, skv. 3. lið frumvarpsins, yrði hrundið og breytt þannig að til komi úthlutun til sóknaraðila Kristinu að fjárhæð 1.250.000 kr. og úthlutun til sóknaraðila Víðibrekku 3 ehf. að fjárhæð 23.673.549 kr. og til vara að ákvörðun Sýslumanns á Suðurlandi um að 3 úthluta 24. 923.549 kr. til Landsbankans, skv. 3. lið frumvarpsins, yrði hrundið og breytt þannig að úthlutað yrði til varnaraðila 20.000.000 kr. sem er höfuðstóll þess skuldabréfs sem varnaraðili leiðir rétt sinn af, án vaxta og verðbóta. Þá yrði úthlutun til sóknara ðila Kristinu 1.250.000 kr. og til sóknaraðila Víðibrekku 3 ehf. 3.673.549 kr. Með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands 14. nóvember 2019, í máli nr. Z - 380/2019, var málinu vísað frá dómi, þar sem málatilbúnaður sóknaraðila var haldinn slíkum annmörkum, sbr. e l ið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 77. gr. laga nr. 90/1991, að óhjákvæmilegt var að vísa málinu frá í heild sinni. Samkvæmt 80. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, getur hver sá sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta leitað úr lausnar héraðsdómara um gildi nauðungarsölu, þegar uppboð hefur lokið skv. V. eða XI. kafla, tilboði hefur verið tekið í eign skv. VI. kafla eða andvirði réttinda hefur verið greitt sýslumanni eftir ráðstöfun skv. 2. eða 3. mgr. 71. gr., en krafa þess efni s skal þá berast héraðsdómara innan fjögurra vikna frá því fyrrgreinda tímamarki sem á við hverju sinni. Málshöfðunarfrestur er því löngu liðinn og er hvorki í XIII. kafla né XIV. kafla laganna sérstök heimild til að bera mál öðru sinni undir héraðsdóm eft ir að upphaflegu máli um sama sakarefni hefur verið vísað frá dómi. Samkvæmt ofangreindu og með vísan til dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 400/2008, 401/2008 og 722/2013, ber að vísa máli þessu frá dómi án þess að kveðja aðila þess eða taka það að öðru leyti fyrir á dómþingi. Ú r s k u r ð a r o r ð : Máli þessu er vísað frá dómi. Sigurður G. Gíslason