LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 10. september 2020. Mál nr. 377/2020 : Jón Steinar Gunnlaugsson og Kristín Pálsdóttir ( Hlynur Jónsson lögmaður ) gegn Karli Axelssyni (Víðir Smári Petersen lögmaður) Lykilorð Kærumál. Kröfugerð. Viðurkenningarkrafa. Lögvarðir hagsmunir. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Sératkvæði. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli JSG og KP á hendur KA var vísað frá dómi. Í málinu kröfðust JSG og KP þess aðallega að viðurkenndur yrði óskertur umferðarréttur þeirra sem eigenda fasteignarinnar Urða í Landsveit um vegarslóða við vesturmörk aðliggjandi fasteignar, Hrauns, frá þjóðvegi og að lóðarmörkum Urða. Til vara kröfðust þau viðurkenningar á því að umferðarréttur þeirra sem eigenda fasteignarinnar Urða um sa ma vegarslóða tæki til nýtingar í þágu sex sumarhúsalóða á landi Urða. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að JSG og KP skorti lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um aðalkröfu sína í málinu. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um frávísun þeirrar kröfu. Að því er varakröfuna varðaði vísaði rétturinn á hinn bóginn til þess að af stefnu málsins mætti með nægjanlega skýrum hætti ráða að sú krafa væri sett fram vegna ágreinings um það hvort umferðarréttur JSG og KP næði til þeirra sex lóða sem þau hef ðu gert tillögu um að stofnaðar yrðu úr landi Urða. Þótt krafan sjálf skírskotaði ekki til deiliskipulagstillögu þar um kæmi það ekki í veg fyrir að KA gæti tekið til efnislegra varna um kröfuna. JSG og KP ættu lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um r éttindi sín að því leyti sem eigendur Urða, sbr. áskilnað 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá var ekki á það fallist að slíkir annmarkar væru á reifun málsástæðna JSG og KP í stefnu samkvæmt e - lið 1. mgr. 80. gr. sömu laga að varðaði frávísun þeirrar kröfu frá héraðsdómi. Enn fremur hafnaði Landsréttur því að málatilbúnaður um varakröfuna færi í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar, 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 eða 1. mgr. 26. gr. þeirra laga. Því var lagt fyrir héraðsdóm að taka mál ið til efnismeðferðar að því er varðaði varakröfu JSG og KP. 2 Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Eiríkur Jónsson , kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðil ar skut u málinu til Landsréttar með kæru 16. júní 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 7. júlí 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2020 í málinu nr. E - 5018/2019 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi . Kæruheimild er í j - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefjast sóknaraðilar kæru málskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Í efnisyfirliti kærumálsgagna sóknaraðila, sem bárust Landsrétti 30. júní síðastliðinn, var því lýst yfir af hálfu lögmanns þeirra að sóknaraðilar hygðu st ekki leggja fram sérstaka greinargerð til Landsréttar, heldur vísuðu þau eingöngu til ítarlegrar kæru sinnar. Því næst var varnaraðila veittur frestur til að skila greinargerð til réttarins og barst hún 7. næsta mánaðar ásamt fylgigögnum. Næsta dag bars t Landsrétti bréf frá öðrum sóknaraðilanum, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, ásamt fylgigagni , en í bréfinu koma fram athugasemdir við þann málatilbúnað sem hafður er uppi af hálfu varnaraðila í greinargerð til réttarins. Tveimur dögum síðar barst bréf frá lög manni varnaraðila þar sem framlagningu fyrrnefnds bréfs sóknaraðilans var mótmælt, en jafnframt var bréfi sóknaraðilans svarað að nokkru leyti. Hinn 15. sama mánaðar svaraði sami sóknaraðili bréfi lögmanns varnaraðila og taldi framlagningu fyrra bréfs heim ila á grunni 149. gr. gr. laga nr. 91/1991. 5 Það athugast að engin lagaheimild var til frekari skriflegs málflutnings fyrir Landsrétti eftir að málsaðilar höfðu skilað kæru og greinargerð. 6 Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði hafa sóknaraðilar lagt fram tillögu að deiliskipulagi á landi sínu Urðum, með landnúmerinu , þar sem gert er ráð fyrir að því verði skipt upp í sex sumarhúsalóðir. Varnaraðili er samkvæmt málflutningsskjölum einn eigandi landsins Hrauns, með landnúmerinu , er liggur að landi U rða. Eftir að framangreind deiliskipulagstillaga hafði verið auglýst mótmælti stefndi því að hún næði fram að ganga meðal annars með þeim rökum að ekki lægi fyrir að sóknaraðilar hefðu tryggt að umferðarréttur fylgdi hinum nýju fasteignum sem fyrirhugað væ ri að stofna. Um það vísaði varnaraðili til þess að samningsbundinn umferðarréttur sóknaraðila um landareign hans samkvæmt afsali 27. maí 2007 tæki einungis til eigenda Urða en ekki til nýrra fasteigna sem tillagan 3 gerði ráð fyrir að stofnaðar yrðu á umræd du landi. Við svo búið ákvað skipulagsnefnd Rangárþings ytra að fresta afgreiðslu tillögunnar þar til fundin væri lausn á málið. Í kjölfarið munu hafa átt sér stað viðræður milli aðila sem ekki hafi skilað á rangri. Sóknaraðilar höfðuðu því næst mál þetta 18. september 2019. Þar er aðallega krafist viðurkenningar á óskertum umferðarrétti þeirra, sem eigenda fasteignarinnar Urða, um vegarslóða sem liggur um vesturmörkin á landi Hrauns að landi Urða. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að umferðarréttur sóknaraðila, sem eigenda Urða, um téðan vegarslóða, taki til nýtingar í þágu sex sumarhúsalóða á landi Urða. 7 Fallist er á það með héraðsdómi að sóknaraðila skorti lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um aðalkröfu sína í málinu. Henni var því réttilega vísað frá héraðsdómi í hinum kærða úrskurði og ber að staðfesta þá niðurstöðu. 8 Af stefnu málsins má með nægjanlega skýrum hætti ráða að varakrafa sóknaraðila er sett fram vegna ágreinings aðila um það hvort umferðarréttur sóknaraðila samkvæmt afsali 27. maí 2007 geti náð til þeirra sex lóða sem sóknaraðilar hafa gert tillögu um að stofnaðar verði úr landi Urða. Þótt krafan sjálf skírskoti ekki til deiliskipulagstillögunnar kemur það ekki í veg fyrir að varna raðili geti tekið til efnislegra varna í ágreiningi aðila um það hvort umferðarrétturinn nái eins langt og varakrafan lýsir og að dómur gangi um hana. Þá er ekki á það fallist með varnaraðila að samhengi kröfunnar og ágreinings aðila sé óljóst þar sem ekki sé krafist viðurkenningar á rétti sóknaraðila til að ráðstafa umferðarréttinum til annarra. Í því efni verður að líta til þess að ágreiningur aðila er sprottinn af tillögu að deiliskipulagi, sem miðar að því að stofna sex nýjar lóðir á umræddu landi í eig u sóknaraðila, en ekki af fyrirhugaðri ráðstöfun þeirra úr hendi sóknaraðila. Úrlausn kröfunnar er til þess fallin að leysa úr ágreiningi um það hvort umferðarréttur samkvæmt framangreindu afsali 27. maí 2007 dugi til þess að sú tillaga geti náð fram að ga nga þannig að sóknaraðilar þurfi ekki að leita annarra leiða til að tryggja aðgengi að lóðunum. Eiga þau lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um réttindi sín að því leyti sem eigendur Urða, sbr. áskilnað 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Ekki er fallis t á með héraðsdómi að slíkir annmarkar séu á reifun málsástæðna sóknaraðila í stefnu samkvæmt e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 að varði frávísun varakröfunnar frá héraðsdómi. 9 Ef fallist yrði á varakröfu sóknaraðila fæli það í sér viðurkenningu á því að tiltekin óbein eignarréttindi tilheyrðu fyrirhuguðum lóðum á landi Urða á grundvelli samkomulags aðila samkvæmt afsalinu 27. maí 2007. Með því væri hins vegar ekki stofnað til réttinda til handa sóknaraðilum sem stjórnvöld eiga ákvörðunarvald um í andst öðu við 2. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 24. laga nr. 91/1991. 10 Ekki hefur verið stofnað til þeirra lóða sem varakrafan skírskotar til í samræmi við áskilnað skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Sóknaraðilar hafa þó lagt fyrir skipulagsyfirvöld tillögu sem miðar að því að það verði gert. Eins og áður segir hefur afgreiðslu hennar verið slegið á frest vegna 4 ágreinings um umferðarrétt að lóðunum. Þótt lóðirnar hafi ekki verið stofnaðar er eins og hér háttar til ekki unnt að vísa varakröfu sóknaraðila frá dómi á grundvelli 1. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991. Ef fallist yrði á röksemdir varnaraðila sem að því lúta kæmi það í veg fyrir að sóknaraðilar gætu leitað úrlausnar dómstóla um ágreining aðila um það hvort umferðar réttur samkvæmt framangreindu afsali geti náð til þeirra lóða sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að stofnaðar verði. Slík niðurstaða samrýmist ekki réttindum sóknaraðila samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. 11 Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið þykja ekki vera slíkir annmarkar á varakröfu sóknaraðila og málatilbúnaði þeirra hvað hana varðar að efni sé til að vísa þeirri kröfu frá dómi. Því ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggja fyrir héraðsdóm að taka varakröfuna til efnislegrar meðferðar. 12 Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðilum kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi að því er varðar varakröfu sóknaraðila, Jóns Stein ars Gunnlaugssonar og Kristínar Pálsdóttur, og kröfu um málskostnað, og lagt fyrir héraðsdóm að taka þær til efnismeðferðar. Varnaraðili, Karl Axelsson, greiði sóknaraðilum óskipt 200.000 krónur í kærumálskostnað. Sératkvæði Eiríks Jónssonar 1 Ég er sammála niðurstöðu meirihluta dómenda u m að vísa aðalkröfu sóknaraðila frá dómi. Ég tel hins vegar að varakröfu þeirra beri einnig að vísa frá dómi og þar með að staðfesta eigi úrskurð héraðsdóms. 2 Óumdeilt er meðal aðila málsins að sóknaraðilar eiga, sem eigendur landareignarinnar Urða, umferðarrétt um vegslóða á landareign varnaraðila, Hrauni. Samkvæmt stefnu fyrirhuga sóknaraðilar að skipta landareign sinni upp í sex sumarhúsalóðir og afhenda hver ju fimm barna sinna einn skika. Af gögnum málsins er ljóst að ágreiningur er um hvort áðurnefndur umferðarréttur sóknaraðila myndi veita rétt til þeirrar umferðar sem hlytist af slíkri breytingu. 3 Aðalkrafa sóknaraðila er að viðurkenndur verði óskertur umf erðarréttur þeirra um fyrrnefndan vegslóða. Sem fyrr segir er óumdeilt meðal aðila að sóknaraðilar eiga umferðarrétt um vegslóðann. Óljóst er hverju kröfunni er ætlað að bæta við eða breyta um þetta óumdeilda atriði og er hún í eðli sínu málsástæða fyrir v arakröfu sóknaraðila. 5 Samkvæmt því hafa sóknaraðilar ekki lögvarða hagsmuni af því að leyst verði úr aðalkröfunni og ber að vísa henni frá dómi. 4 nýtingar í þágu sex sumarh orðnar til og málatilbúnaður sóknaraðila um til hvers krafan vísi að þessu leyti er ekki skýr. Þannig er öðrum þræði vísað til þeirrar deiliskipulagstillögu sem fyrir liggur og Rangárþing ytra frestaði afgreiðslu á en einnig byggt á því að lóðirnar gætu orðið með allt öðrum hætti. Þannig segir meðal annars í kæru til Landsréttar að fái sóknaraðilar viðurkenningu dómsins sé sveitarfélaginu ekkert að vanbúnaði að samþykkja deiliskipulagið, en einnig á því byggt að sumarhúsalóðirnar sex gætu allt eins legið allar í einu horninu á landinu, ólíkt því sem ráðgert er í deiliskipulaginu. Samkvæmt þessu er varakrafan um viðurkenningu á nýtingu í þágu lóða sem ekki eru orðnar að veruleika og sóknaraðilar hafa ekki afmarkað nánar hvernig þeir fyrirhuga. Er málið því í þeim búningi að í raun er borin upp við dómstóla lögspurning sem andstæð er meginreglu 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samkvæmt því tel ég að vísa beri varakröfunni frá dómi og st aðfesta hinn kærða úrskurð. Úrskurður Héraðsdómur Reykjavíkur 4. júní 2020 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 11. maí sl. um frávísunarkröfu stefnda, er höfðað af Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Kristínu Pálsdóttur, bæði til heimilis að Holtsvegi 31, Garðabæ , gegn Karli Axelssyni, Boðagranda 12, Reykjavík , með stefnu birtri 18. september 2019. Stefndi krefst þess að stefnendur verði sameiginlega dæmdir til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu. Í þessum þætti málsins krefjast stefnendur þess að kr öfu stefnda um frávísun málsins verði hafnað og ákvörðun um málskostnað bíði efnisdóms í málinu. Dómkröfur stefnenda eru eftirfarandi: Aðallega að viðurkenndur verði óskertur umferðarréttur þeirra, sem eigenda fasteignarinnar Urða í Landsveit (landnr. ), um vegarslóða við vesturmörk aðliggjandi fasteignar Hrauns (landnr. ) frá þjóðvegi og að lóðarmörkum Urða. Til vara að viðurkennt verði að umferðarréttur þeirra, sem eigenda fasteignarinnar Urða í Landsveit (landnr. ), um vegarslóða við vesturmör k aðliggjandi fasteignar Hrauns (landnr. ) frá þjóðvegi og að lóðarmörkum Urða, taki til nýtingar í þágu sex sumarhúsalóða á landi Urða. Í báðum tilvikum krefjast stefnendur málskostnaðar að skaðlausu og verði við ákvörðun hans tekið tillit til virðisau kaskatts á málflutningsþóknun. Stefndi nýtti heimild 2. mgr. 99. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 til að leggja fram greinargerð einungis vegna kröfu um frávísun málsins. Til stóð að málflutningur um frávísunarkröfu stefnda færi fram 31. mars sl. en henni var frestað utan réttar til dagsins í dag vegna samkomubanns stjórnvalda og farsóttar. I Í stefnu er það rakið að stefnandi Jón og stefndi hafi á árinu 2004 eignast saman landskika, um 20 hektara að stærð, á landi Leirubakka í Landsveit , en lóðirnar nefndust á þeim tíma Leirubakki lóð 1, Leirubakki lóð 2 og Leirubakki lóð 3. Varð að samkomulagi milli þeirra að sá hluti sem næstur var þjóðvegi yrði í sameign þeirra, skikinn við hlið hans, næstur frá þjóðvegi, í eigu stefnda en fjærst þjóðvegi í eigu 6 stefnanda Jóns. Þeir tveir hlutar sem næstir eru þjóðvegi hafa verið sameinaðir eftir að KAXMA ehf. keypti þá lóð sem næst er þjóðveginum af stefnanda Jóni og stefnda og seldi aftur til stefnda og eiginkonu hans. Sú lóð sem þannig var sameinuðu er n ú í eigu stefnda en þriðji hlutinn fjærst þjóðvegi í eigu stefnenda. Bæði stefnendur og stefndi hafa reist sér sumarhús á lóðum sínum og hlaut skiki stefnenda nafnið Urðir (landnúmer ) en stefnda nafnið Hraun (landnúmer ) . Samkvæmt afsali vegna sölu lóðarhlutans til KAXMA ehf., dagsettu 27. maí 2007, er kvöð á lóðinni vegna umferðaréttar og segir þar: Sú kvöð hvílir á hinni seldu eign að eigendur aðliggjandi landareigna, þ.e. Urða (landnúmer ) og Hrauns (landnúmer ) eiga umferðarrétt um hina sel du eign um núverandi vegstæði. Jafnframt hefur eigandi Urða umferðarrétt að landi sínu um sama vegstæði um land Hrauns. Skal kvöð þessari sérstaklega þinglýst á hið selda, sem og fasteignirnar Urðir og Hraun . Byggja stefnendur á því að þau hafi umferðarrét t eftir vegarslóða yfir lóð stefnda, frá þjóðvegi og að lóðarmörkum sínum og að eigandi Hrauns hafi haft slíkan rétt áður en lóðirnar voru sameinaðar og er da sé að ræða í vegstæðinu heldur óbein eignarréttindi. Þá er það rakið í stefnu að stefnendur hafi farið að huga að því að skipta landi sínu upp í sex lóðir, þannig að börn þeirra fimm talsins fengju hvert sinn skikann í því skyni að reisa þar sumarhús fy rir sig ef og þegar þau vildu. Hafi þau því á árinu 2018 sent erindi til skipulagsnefndar Rangárþings ytra með ósk um deiliskipulag á landinu þannig að því yrði skipt upp í sex sumarhúsalóðir sem hver yrði um það bil einn hektari. Erindið hefði verið tekið til meðferðar og m.a. kallað eftir athugasemdum með auglýsingu. Eigendur Hrauns hefðu þá sent inn athugasemdir og mótmælt tillögunni m.a. með þeim rökum að umferðarréttur stefnenda um vegarslóðann á vesturjaðri lóðar þeirra dygði ekki til umferðar að þeir ri byggð sem deiliskipulagstillagan gerði ráð fyrir. Varð það til þess að deiliskipulaginu var slegið á frest. Í sig ekki geta skorið úr um. Sé stefnendum því nauðsynlegt að fá kveðið á um hann með dómi og er málið höfðað í því skyni. Stefndi rekur það í greinargerð sinni að hann telur að ágreiningurinn sem ætlunin er að leysa með málsókn þessari sé hvort stefnendur geti skipt fasteign sinni í sex hluta og stofnað þannig fimm nýjar fasteignir á landsvæði sínu, og telur ljóst að hinar nýju lóðir koma til með að verða sjálfstæðar fasteignir í skilningi laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Vísar hann til þess a ð í stefnu komi fram að tilgangur stefnenda með þessum landskiptum sé að afsala hinum nýjum fasteignum til barna þeirra. Umferðarrétturinn, sem sé óbeinn eignarréttur, verði þannig án samþykkis stefnda framseldur til eigenda nýrra lóða en á það fallist ste fndi ekki. II Stefnendur byggja málatilbúnað sinn á því að stefndi vefengi ekki umferðarrétt stefnenda eftir vegarslóðanum, enda sé sá réttur þinglesinn á lóð stefnda, en virðist hins vegar telja hann takmarkaðan að efni til. Sé stefnendum þannig heimilt að nýta hann vegna eins sumarhúss á lóð stefnenda en ekki sex eins og nú standi til að gera. Benda stefnendur á að engar takmarkanir sé að finna í afsalinu frá 2007 á umferðarrétti þeirra og hljóti hann því að taka til allrar venjulegrar notkunar vegna ný tingar á lóðinni. Stefnendur mótmæla því að stefndi sé einn eigandi vegstæðisins en telji það þó ekki skipta máli fyrir úrlausn um dómkröfu þeirra. Þeir hafi fallist á að þeirra lóð yrði minni en lóðir stefnda að meðtöldu vegarstæðinu. Þó að ekki hefði ve rið kveðið á um það berum orðum er að mati stefnenda eðlilegast að líta á þessi lögskipti með þeim hætti að þau hafi eftir þau átt beina eignarhlutdeild í vegstæðinu. Telji stefnandi að jafnvel þó dómurinn féllist á það með stefnda að grunneignarréttur að landinu undir vegarslóðanum sé í höndum hans breyti það engu um rétt stefnenda til umferðar um veginn. Sá réttur er viðurkenndur og þinglesinn. Stefnendur gera varakröfu um að viðurkennt verði að framangreindur umferðarréttur þeirra taki til nýtingar í þá gu sex sumarhúsalóða á landi Urða. Benda þau á, eins og að framan er rakið, að þegar samið var um þennan umferðarrétt var engin skerðing tilgreind og er aðalkrafan því um óskertan umferðarrétt. Andmæli stefnda komu fram í tilefni af fyrirætlunum stefnenda um deiliskipulag fyrir sex 7 sumarhús á landi sínu. Miðist varakrafa stefnenda við það og byggir á sömu málsástæðum og aðalkrafa stefnenda eftir því sem við á. Ljóst sé að umferðarrétturinn tekur til umferðar samkvæmt varakröfu stefnenda og falli hann ekki n iður hvað varðar tiltekna hluta landsins við það eitt að landsvæðinu sé skipt upp í lóðir. Þvert á móti geti umferðarrétturinn verið framseldur til nýrra eigenda slíkra lóða. Stefnendur byggja kröfur sínar á meginreglu í fjármunarétti um skyldur manna til að standa við skuldbindingar sínar og málskostnaðarkröfu á XXI. kafla laga nr. 91/1991. III Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því að kröfur stefnenda nái ekki því markmiði sem að er stefnt með málsókninni og telur auk þess að varakrafa stefnenda sé í andstöðu við 1. mgr. 24. gr. laga nr. umferðarrétti þeirra um vegstæðið en óumdeilt sé að þau njóta umferðarréttar um það sem eigendur landsins. Í dómkröfunni sé ekkert vikið að því að stefnendum sé heimilt að skipta fasteigninni upp í fleiri hluta og úthluta umferðarrétti til hinna nýju fasteigna, sem stefndi telur að hljóti að vera tilgangurinn með málsókn þeirra. Orðalag í kröfugerð um að umferðarrétturinn verð dómstólar geti tekið það upp í dómsorð, auk þess sem það nái ekki utan um hinn raunverulega ágreining óumdeildan umferðarrétt þeirra, en að lágmarki hefðu stefnendur þurft að fjalla um það hvert væri efnislegt ráðstafa umferðarrétti til þriðja manns eða deila þeim réttindum með óstofnuðum fasteignum. Orðalagið sé einnig í andstöðu við málatilbúnað í stefnu þar sem því er haldið fram að umferðarréttur þeirra hljóti að Ste fndi telur að aldrei hafi verið ágreiningur um að stefnendur njóti hefðbundins umferðarréttar um vegstæði. Ef fallist yrði á kröfu stefnenda myndi það með engu móti leysa úr þeim ágreiningi sem er uppi í málinu. Aðalkrafa stefnenda feli því eingöngu í sér beiðni um lögfræðilegt álit dómstóla í andstöðu við 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Hvað varðar varakröfu stefnenda þá bendir stefndi á að þar sé, líkt og í aðalkröfu, ekki vikið að því að stefnendum sé heimilt að framselja eða úthluta umferðarrétti til annarra. Þá komi heldur ekki fram við hvaða sumarhúsalóðir er átt, né heldur vísað til deiliskipulagstillögunnar sem var upphafið að ágreiningi aðila. Einnig telur stefndi að í kröfunni felist beiðni til dómstóla um að úthluta óbeinum eignarréttindum til fasteigna sem ekki hafa verið stofnaðar og alls óvíst er hvort fáist stofnaðar í framtíðinni. Vísar stefndi hvað þetta varðar til 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem fram kemur að óheimilt sé að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta lan damerkjum og lóðamörkum nema samþykki sveitarstjórnar komi til. Þá bendir hann á að það leiði af 3. gr. og III. kafla laga nr. 6/2001 að fasteignir og réttindi yfir þeim verða ekki stofnuð og skráð í fasteignaskrá nema með atbeina sveitarstjórnar og Þjóðsk rár Íslands. Ef dómstólar tækju varakröfu stefnenda til greina væru þeir að viðurkenna fyrirvaralaust óbein eignarréttindi til handa fasteignum sem ekki hafa verið stofnaðar og án þess að gætt væri fyrirmæla laga um lögbundna aðkomu stjórnvalda að útskipti ngu fasteigna. Kröfugerðin sé því í andstöðu við þrískiptingu ríkisvaldsins, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar, og 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, eins og skýr dómafordæmi Hæstaréttar beri með sér. Þá telur stefndi einnig að til greina kæmi að vísa málinu f rá á grundvelli 1. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991, enda nái krafa stefnenda til réttinda sem eru ekki orðin til. Loks telur stefndi að málatilbúnaður stefnenda sé vanreifaður og í andstöðu við e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Vísar hann sérstaklega t il þess að nægileg tenging sé ekki á milli krafna stefnenda og raunverulegs ágreinings aðilanna. Um lagarök vísar stefndi til laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 og um málskostnaðarkröfu til XXI. kafla sömu laga. IV Stefnendur mótmæla því að forsendur séu til að vísa málinu frá dómi og krefjast þess að það verði tekið til efnismeðferðar. Vísar þau sérstaklega til þess að ágreiningur aðila varði inntak umferðarréttarins 8 og sé dómsmálið höfðað í því skyni að skýra in nihald hans en kröfu um deiliskipulag var hafnað þar sem ekki var talið að rétturinn væri ljós. Stefndi haldi því fram að rétturinn sé takmarkaður með þeim hætti að hann taki ekki til nýtingar í þágu sex sumarhúsalóða á landi Urða og sé það vegna þess að l óðirnar muni þannig verða sjálfstæðar fasteignir. Stefnendur á hinn bóginn byggja á því að umferðarrétturinn sé bundinn við allt landsvæðið og vísar því til stuðnings til lögfræðiálits sem aflað var í tilefni af beiðni um deiliskipulag. Heimild til að kref jast þess fyrir dómi viðurkenningar á réttindum sínum byggja stefnendur á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Þá setji stefnendur fram varakröfu sína í tilefni af andmælum stefnda vegna fyrirætlunar stefnenda um deiliskipulag á lóðinni. Dómkröfur stefnenda varði ekki heimild til að framselja eða úthluta umferðarrétti til annarra heldur fylgi landinu í heild. Enga þýðingu hafi að vísa til deiliskipulagstillögu í varakröfu og ónauðsynlegt þar sem ágreiningurinn varði umferðarréttinn. Stefnendur mótmæla því alf arið að í kröfunni felist beiðni til dómstóla um að úthluta óbeinum eignarréttindum til fasteigna heldur varðar hún viðurkenningu á réttindum sem þegar eru til. Máli sínu til stuðnings vísa stefnendur sérstaklega til dóms Hæstaréttar í máli nr. 118/2009 þa r auk þess sem þau hafi tekið til annarrar leiðar á lóð en umferðarkvöð. Af niðurstöðu dómsins megi gagnálykta sem svo að umferðarréttur taki til lan ds í heild sinni og það breytist ekki þótt einhverjar breytingar verði á lóðinni sem slíkri. V Af málatilbúnaði stefnenda má ráða að málið er höfðað í því skyni að tryggja framgang deiliskipulags á landi Urðar en skipulags - og umferðarnefnd sveitarfélags ins ákvað að fresta afgreiðslu málsins þar sem ágreiningur væri um inntak umferðaréttar um vegarslóða að landinu. Óumdeilt er að málsaðilar telja að stefnendur eigi umferðarrétt um vegarslóðan m.a. á grundvelli heimildar í afsali frá 27. maí 2007. Samkvæm t e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 skal greina í stefnu svo glöggt sem verða má málsástæður sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst, en þessi lýsing skal vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er. Stefnendur setja kröfur sínar fram sem viðurkenningarkröfur, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Í aðalkröfu er krafist óskerts umferðarréttar um veginn. Stefndi byggir á því að um þetta sé ekki ágr einingur og telur að með dómi um kröfuna fáist ekki úrlausn í ágreining aðila enda óútskýrt á hvern hátt staðan breytist við það að umferðarrétturinn teljist vera óskertur. Í málatilbúnaði stefnenda er ekki vikið sérstaklega að þýðingu þessa orðalags. Með dómi um aðalkröfu stefnenda kæmi ekki fram afstaða til þess umferðarréttar sem stefnendur byggja á að liggja þurfi fyrir til að nýtt deiliskipulag landsins verði samþykkt. Er það mat dómsins að dómur um aðalkröfu stefnenda breyti þannig engu um þann ágrein ing sem uppi er milli aðila. Samkvæmt framangreindu eru ekki rök til annars en að telja samhengi kröfunnar og þeirra málsástæðna sem á er byggt sé óljóst og sé málatilbúnaður stefnenda því í andstöðu við framangreindan e - lið. Þá verður ekki talið að stefne ndur hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn kröfunnar eins og málatilbúnaði þeirra er háttað. Breytir þar engu að menn eigi rétt á að fá dóm til viðurkenningar um réttindi sín á grundvelli 2. mgr. sama 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem efni súrlausn um þann rétt kæmi ekki til skoðunar nema fyrir liggi að viðkomandi hafi lögvarða hagsmuni af dómsúrlausninni. Með vísan til þess sem að framan er rakið er aðalkröfu stefnenda vísað frá dómi. Hvað varðar varakröfu stefnenda þá er hún samhljóða aðalkröfu að öðru leyti en því að þess er sambærilegt magn byggðar og tiltekið er í tillögu að deiliskipulagi. Fyrir liggur að deiliskipulagið hefur ekki verið samþykkt og landinu ekki verið skipt upp. Eru stefnendur því með kröfunni að beina því til dómsins hvort umferðarrétturinn tæki einnig til breyttra aðstæðna í framtíðinni án þess að vísa til tillögu að deiliskipulagi. Er krafan þannig án fullnægjandi tengingar við tilefni dómsmálsins en í málatilbúnaði sínum byggja stefnendur á því að landinu verði þá skipt í sex lóðir og sem fái þá ný landnúmer en verði 9 ekki á landi Urða, landnúmer , eins og krafan gerir ráð fyrir. Með þessu telur dómurinn að fram sé komið ákveðið ósamræmi milli kröfugerðar og málatilbúnaðar stefnenda sem dómurinn telur að sé einnig hvað varakröfu varðar í andstöðu við framangreindan e - lið. Verður ekki talið að úr þessum an nmarka verði bætt undir rekstri málsins. Loks er með kröfunni krafist dóms um réttindi tengd byggingum sem enn er óvíst hvort rísi auk þess sem það er ekki á valdi dómstóla stofna til þeirra réttinda til handa stefnendum sem fyrir þurfa að liggja til að þæ r verði byggðar, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og 2. gr. stjórnarskrárinnar. Er það niðurstaða dómsins að krafan, eins og hún er fram sett, feli eingöngu í sér að leitað er álits um lögfræðilegt efni um inntak umferðarréttarins án tengingar við úrl ausn um ákveðna kröfu sem tryggt gæti stefnendum þá hagsmuni sem að var stefnt með málsókninni. Veitir hún því ekki úrlausn um ágreining aðila, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1991. Með vísan til þess sem að framan er rakið er varakröfu stefnenda því einn ig vísað frá dómi. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu ber stefnendum að greiða stefnda óskipt málskostnað er þykir hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Af hálfu stefnenda flutti málið Hlynur Jónsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Víðir Smári Pederse n lögmaður. Úrskurð þennan kveður upp Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnendur greiði stefnda sameiginlega 350.000 krónur í málskostnað.