LANDSRÉTTUR Úrskurður miðviku daginn 12 . febrúar 2020. Mál nr. 57/2020 : Ákæruvaldið (Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari ) gegn X (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Ákæra. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem einum ákærulið í ákæru á hendur X var vísað frá dómi. Landsréttur taldi verknaðarlýsingu ákæru fullnægja skilyrðum c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og felldi þann hluta hins kærða úrskurðar úr gildi og lagði fyrir héraðsdóm að taka ákæruliðinn til efnismeðferðar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen , Oddný Mjöll Arnardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 25. janúar 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. janúar 2020 í málinu nr. S - /2019 þar sem vísað var frá dómi 1. lið ákæru 15. ág úst 2019 í máli sem sóknaraðili hefur höfðað gegn varnaraðila . Kæruheimild er í t - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að ákvæði hins kærða úrskurðar um frávísun á 1. lið ákæru sóknaraðila verði fellt úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka ákæruliðinn til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili staðfestingar á ákvæði hins kærða úrskurðar um að hafna frávísunarkröfu varnaraðila að öðru leyti. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að báðum liðum í ákæru sóknaraðila ve rði vísað frá dómi. Til vara krefst varnaraðili staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Aðalkrafa varnaraðila er sú sama og hann hafði uppi í héraði. Með vísan til 4. mgr. 199. gr., sbr. 4. mgr. 195. gr. laga nr. 88/2008 og dóma Hæstaréttar meðal an nars frá 30. apríl 2010 í máli nr. 259/2010, 25. febrúar 2014 í máli nr. 135/2014 og 6. apríl 2 2017 í máli nr. 222/2017, verður aðalkrafa varnaraðila tekin til meðferðar fyrir Landsrétti þó hann hafi ekki kært úrskurðinn fyrir sitt leyti. 5 Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafa fyrirmæli c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 verið skýrð svo að lýsing á þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni hvaða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa gerst brotlegur við. Mega ekki vera slík tvímæli um hverjar sakargiftir eru að ákærða verði með réttu talið torvelt að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum. Samkvæmt þessu verður ákæran að leggja viðhlítandi gru ndvöll að saksókninni svo að dómur verði lagður á málið í samræmi við ákæru enda verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. 6 Það ræðst nánar af atvikum máls hvaða kröfur verða gerðar til skýrleika ákæru. Í sumum tilvikum er þannig unnt að greina nákvæmlega í ákæru hvar, hvenær og hvernig ætlað brot ákærða er talið hafa verið framið en í öðrum er þess ekki kostur eins og þegar refsiverð háttsemi er álitin hafa verið fólgin í fleiri hliðstæð um athöfnum yfir lengra tímabil. Eins og áður er komið fram verður þó alltaf að miða við, þegar tekin er afstaða til þess hvort vísa beri máli frá dómi sökum ófullnægjandi verknaðarlýsingar í ákæru, hvort þar sé gerð nægilega glögg grein fyrir sakargiftum svo að ákærða sé fært að taka afstöðu til þeirra og halda uppi viðhlítandi vörnum gegn þeim. 7 Varnaraðila er í 1. lið ákæru gefið að sök að hafa frá árinu 2015 og fram til 21. september 2017 margítrekað eða í að minnsta kosti 50 skipti, á ýmsum stöðum á höf uðborgarsvæðinu, í nágrenni þess og á , haft kynferðismök við 14 - 17 ára dreng með ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar. Ákærði hafi gefið drengnum peninga, þar með talið með því að lá ta hann hafa greiðslukort til afnota, fatnað, sólgleraugu, mat á veitingastöðum, tóbak, áfengi, kannabisefni og tvo farsíma auk þess sem hann hafi látið hann hafa símanúmer með gagnamagni til afnota og ekið honum á milli staða. Hann hafi beitt drenginn þrý stingi og yfirgangi til þess að hitta hann og fá framgengt vilja sínum til að hafa við hann kynferðismök, með því meðal annars að hringja og senda margítrekuð skilaboð í síma og gegnum samskiptaforrit, virða að vettugi svör drengsins um að hann geti ekki e ða vilji ekki hitta varnaraðila, mæta óvænt á staði þar sem drengurinn var staddur og með því að krefja drenginn um endurgreiðslu peninga og gjafa er hann reyndi að slíta samskiptum við varnaraðila. Er þessi háttsemi, sem varnaraðila er gefin að sök, skilm erkilega færð til refsiákvæða. 8 Þá er varnaraðila í 2. lið ákæru gefið að sök að hafa, á sama tímabili og stöðum og greinir í 1. lið ákæru, ítrekað tekið ljósmyndir af drengnum, sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfenginn hátt, beðið drenginn að senda ky nferðislegar myndir af sér, haft kynferðislegar myndir af honum í vörslu sinni í nánar tilgreindum farsíma, sem haldlagður var af lögreglu, og sent kynferðislegar myndir af honum til óþekktra 3 aðila á samskiptamiðlum. Er þessi háttsemi, með sama hætti og í 1. lið ákæru, skilmerkilega færð til refsiákvæða. 9 Að virtri framangreindri lýsingu atvika í ákæru og í ljósi atvika málsins fer ekki á milli mála fyrir hvaða háttsemi varnaraðili er ákærður. Þ ykir sakargiftum á hendur varnaraðila því vera lýst með nægilega greinargóðum hætti til að hann geti tekið afstöðu til þeirra og haldið uppi vörnum. Verknaðarlýsing ákæru fullnægir þar með skilyrðum c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. 10 Í samræmi við framangreint verður 1. lið ákæru ekki vísað frá héraðsdómi. Með sömu rökum verður hafnað kröfu varnaraðila um að 2. lið ákæru verði vísað frá dómi. 11 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi að því er varðar frávísun ákærul iðar 1 í ákæru héraðssaksóknara 15. ágúst 2019 og lagt fyrir héraðsdóm að taka ákæruliðinn til efnisúrlausnar. Staðfest er niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu varnaraðila um að ákærulið 2 í sömu ákæru verði vísað frá héraðsdómi. Úrskurður Héraðsdóms R eykjaness 23. janúar 2020 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 28. nóvember sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 15. ára, sem hér greinir: 1. Með því að hafa frá árinu 2015 og fram til 21. sept. 2017, er A var 14 til 17 ára margítrekað eða í að við A með ólögmætri n auðung með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar. Ákærði gaf drengnum peninga, þar með talið með því að láta hann hafa greiðslukort til afnota, fatnað, sólgleraugu, mat á veitingastöðum, tóbak, áfengi, kannabi sefni og tvo farsíma, lét hann hafa símanúmer með gagnamagni til afnota og ók honum á milli staða. Þá beitti ákærði drenginn þrýstingi og yfirgangi til þess að hitta hann og fá framgengt vilja sínum að hafa við hann kynferðismök, með því meðal annars að hr ingja og senda margítrekuð skilaboð í síma og gegnum samskiptaforrit, virða að vettugi svör drengsins um að geta ekki eða vilja ekki hitta hann, mæta óvænt á staði þar sem hann var staddur og með því að krefja drenginn um endurgreiðslu peninga og gjafa er hann reyndi að slíta samskiptum við ákærða. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og 1. mgr.202. gr. sömu laga að því er varðar tilvik fram til 30. júní 2015, 18. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 og 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 2. Með því að hafa á sama tímabili og stöðum og greinir í ákærulið 1, ítrekað tekið ljósmyndir A sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfenginn hátt, beðið drenginn um að senda kynf erðislegar myndir af sér, haft kynferðislegar myndir af honum í vörslu sinni í farsíma af gerðinni Samsung Galaxy J5, sem haldlagður var af lögreglu, og sent kynferðislegar myndir af honum til óþekktra aðila á samskiptamiðlum. 4 Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga að því er varðar tímabilið til 30. júní 2015, en við 199. gr., til vara 209. gr., og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 eftir framangreint tímamark, sem og við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til þess að sæta upptöku á farsíma að gerðinni Samsung Galaxy J5 (munur nr. 449798) skv. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga. Einkaréttarkrafa erir þá kröfu að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 3.000.000, - auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá þeim degi er brot átti sér fyrst stað, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunn ar, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættu m virðisaukaskatti á málflutningsþóknun, verði réttargæslumaður Aðalkrafa ákærða er að málinu verði vísað frá dómi og að allur sakarkostnaður, þar með talin þóknun verjanda ákærða til handa, verði felldur á ríkissjóð. Ákæruvaldið krefst þe ss að frávísunarkröfu ákærða verði hrundið og málið tekið til efnismeðferðar. I Frávísunarkröfu sína reisir ákærði á því að verknaðarlýsing í báðum liðum ákæru sé svo óskilgreind og opin að í bága fari við ákvæði c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála. Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði skuli í ákæru greina hver sú háttsemi sé sem ákært sé út af, hvar og hvenær brotið sé talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því sé að skipta. Skýrleiki verknaðarlýsingar sé ein af forsendum þess að ákærði geti áttað sig á sakargiftum og haldið uppi vörnum. Þá þurfi dómara að vera ljóst af lestri ákæruskjals um hvað málið snúist svo unnt sé að taka það til efnismeðferðar. Afar óskýrt sé af ákæru máls þessa hvaða háttsemi ákærða sé gefin að sök og hvar og hvenær meint brot séu talin hafa verið framin. Enn fremur sé heimfærsla til refsiákvæða í 1. lið ákæru óglögg og ruglingsleg. Ákærða sé í ákæru gefið að sök að hafa margítrekað, eða í að minnsta kosti 50 skipti, haft kynferðismök við brotaþola með ólögmætri nauðung. Í ákæru sé þessi háttsemi meðal annars talin varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sé sagður hafa beitt ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart brotaþola vegna aldurs - , þroska og reynslumunar. Á skorti að í verknaðarlýsingu sé tilgreint í hverju meint ólögmæt nauðung hafi falist. Þá sé það ekki til skýringar fallið með hvaða hætti greint sé á milli nauðgunarbrots samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og tælingarbrots samkvæmt 3. mgr. 202. gr. laganna en ekki sé aðgreint í ákærunni hvaða tilvik séu talin nauðgunarbrot og hvaða tilvik tælingarbrot heldur sé um að ræða einn samfelldan texta án aðgreiningar, meðal an nars á heimfærslu til refsiákvæða. Þá sé heimfærsla til 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sögð eiga við um tilvik fram til 30. júní 2015 en engin tilvik séu hins vegar tilgreind í ákæruliðnum. Þá séu tilvik þessi hvorki tímasett né staðsett. Þó svo í verknaðarlýsingu ákæru sé lýst einhvers konar þrýstingi og yfirgangi ákærða til að hitta brotaþola sé langsótt að orðalagið lýsi því hvernig umrædd háttsemi ákærða leiði til kynferðisbrots gagnvart brotaþola. Þá megi allt eins skilja umrædda háttsemislýsi ngu í ákæru svo að verið sé að lýsa tælingarbroti í samræmi við 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Af hálfu ákærða er til þess vísað að nauðgun sé ofbeldisbrot og nauðungarbrot í víðtækri merkingu. Erfitt sé að sjá að verknaðarlýsing í fyrri tölulið ákæru innihaldi lýsingu á kynferðisbroti, nauðgun með ólögmætri nauðung. Það að ákærði hafi hringt í brotaþola eða sent honum skilaboð í gegnum síma eða samskiptaforrit, jafnvel þótt það teldist sannað að ákærði hefði beitt brotaþola einhvers konar þrýstin gi og/eða yfirgangi til að hitta hann, sé ekki kynferðisbrot eða nauðung. Verknaðarlýsing samkvæmt ákæru verði að lýsa hvar, hvenær og ekki síst hvernig ákærði hafi beitt þrýstingi og yfirgangi til að ná fram vilja 5 sínum til að hafa kynferðismök við brotaþ ola gegn vilja hans og án hans samþykkis. Verulega skorti á hvað þetta atriði varði í ákæru. Ítrekaðar hringingar, skilaboð í gegnum samskiptaforrit eða krafa um endurgreiðslu láns og/eða gjafa sé ekki sjálfkrafa ólögmæt nauðung, hvað þá undanfari kynferði sbrots. Þá innihaldi verknaðarlýsingin ekki hótun eða lýsingu á hótunarbroti. Þá segir ákærði tilgreiningu brotavettvangs í ákæru vera of víðfema. Um vettvang sé vísað til ð brotavettvangur sé tilgreindur þannig að ákærði geti glöggvað sig á staðsetningu hinna meintu brota. Skorti þar á komi það niður á möguleikum ákærða til að halda uppi vörnum í málinu. Svo sem fyrr segi sé til þess vísað í ákæru ólögmætri nauðung. Þrátt fyrir þetta sé ekki einn einasti brotavettvangur tilgreindur í ákæru. Í þessu sambandi bendir ákærði á að samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu hafi ákærði og bro taþoli verið spurðir út í staðsetningu meintra brota og þeir báðir lýst nokkrum stöðum þar sem kynmök hafi átt sér stað. Að þessu leyti sé misræmi á milli málsgagna og verknaðarlýsingar í ákæru sem leiða eigi til frávísunar málsins í heild eða að hluta. Hvað varði tímasetningu hinna meintu brota ákærða sé í byrjun fyrri ákæruliðarins vísað til þess að brot ákærða hafi verið framin frá árinu 2015 og fram til 21. september 2017 þegar brotaþoli hafi verið 14 til 17 ára gamall. Brotaþoli hafi náð 15 ára aldri sakarefnis málsins að ljóst sé hvenær ársins 2015 meint brot ákærða hafi hafist og hversu mörg brot hans fangelsi að hafa samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára. Aldur brotaþola skipti því verulegu máli varðandi sakarefni málsins og hugsanlega refsingu ákærða. Ljóst sé að brotaþoli hafi ekki orðið 15 ára einhvern tímann á árinu 2015 heldur n sé tilgreint í ákæru hvenær öll hin meintu brot ákærða hafi verið framin en samkvæmt framansögðu sé það sérlega mikilvægt að nákvæm tilgreining liggi fyrir á dagsetningum á árinu 2015 í ljósi þess að brotaþoli varð 15 ára það ár. Ákærði segir í ákæru héraðssaksóknara enga tilraun gerða til þess að tímasetja einstök brot sem sögð séu hafa verið að minnsta kosti 50 talsins. Í ljósi hinna alvarlegu sakargifta verði að gera þá lágmarks kröfu til ák æruvalds að tilgreina tímasetningu brotanna. Ekki dugi að vísa til tímabila eða árstíða í því samhengi. Þá liggi hvorki fyrir dagsetning á meintu fyrsta broti ákærða né heldur því síðasta og það þótt brotaþoli hafi gefið skýrslu hjá lögreglu einungis einum eða tveimur dögum eftir síðasta meinta tilvikið. Ákærði segir 2. lið ákærunnar vísa til 1. liðar hennar varðandi tímabil meintra brota ákærða. Málsástæður ákærða varðandi þann lið ákæru séu því þær sömu og varðandi fyrri liðinn að breyttu breytanda. Samkv æmt öllu framansögðu telji ákærði að ákæra málsins geti vart talist viðhlítandi grundvöllur efnisdóms í sakamáli. Því beri dómnum að fallast á kröfu ákærða um frávísun málsins. II Ákæruvaldið segir verknaðarlýsingu í báðum liðum ákæru uppfylla skilyrði c - l iðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærða séu í ákærulið 1 gefin að sök kynferðisbrot, bæði nauðgun og tælingarbrot. Brotaþoli sé ungur að árum og því sé ekki óeðlilegt að hann hafi ekki getað gefið nákvæmar lýsingar á þeim stöðum sem ákærði hafi brotið gegn honum. Sama gegni um tímasetningu brota ákærða. Nánari tilgreining sé málflutningsatriði og geti ekki varðað frávísun málsins. Ákæran uppfylli að öðru leyti einnig skilyrði c - liðar 1. mgr. 152. gr. Dómnum beri því að hafna fráví sunarkröfu ákærða og taka málið til efnismeðferðar. III Það er markmið rannsóknar samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings meðferðar máls fyrir dómi. Í 1. mgr. 54. gr. sömu laga er á um það kveðið að rannsaka skuli og afla allra tiltækra gagna um verknað þann sem um er að ræða, svo sem stað og stund og öll nánari atvik, sem ætla megi að skipt geti máli. Þá er mælt fyrir um það í 145. gr. laganna að þegar ákærandi hafi fengið gögn máls í hendur og gengið úr skugga um að rannsókn sé lokið 6 athugi hann hvort sækja skuli sakborning til sakar eða ekki. Telji hann það sem fram er komið nægilegt og líklegt til sakfellis höfðar hann mál á hendur sakborningi. Ákærandi höfðar sakamál með útgáfu ákæru, sbr. 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. skal í ákæru greina, svo glöggt sem verða má, hver sú háttsemi er sem ákært er út af og hvar og hvenær brotið er talið framið . Skýra ber tilvitnuð fyrirmæli c - liðar 1. mgr. 152. gr. svo að lýsing á þeirri háttsemi sem ákærða er gefin að s ök í ákæru verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni hvaða háttsemi hann er sakaður um. Ekki mega vera slík tvímæli um hverjar sakargiftir eru að með réttu megi telja torvelt fyrir ákærða að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörn um í málinu. Þá verður ákæra jafnframt að vera svo skýr að hún leggi viðhlítandi grundvöll að saksókninni svo dómur verði lagður á málið í samræmi við ákæru, sbr. meginreglu 1. mgr. 180. gr. Í fyrri lið ákæru héraðssaksóknara eru ákærða gefin að sök kynfer ðisbrot gegn brotaþola, fæddum er brotaþoli var 14 til 17 ára, margítrekað eða í að minnsta kosti 50 skipti, á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, nág því að nýta sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar. Í ákæruliðnum er síðan lýst nánar í hverju hin ólögmæta nauðung hafi falist. Samkvæmt framans ögðu eru meint kynferðisbrot ákærða samkvæmt ákærulið 1 ekki tímasett í ákæru á annan hátt en þann að vísað er til þess að brotin hafi ákærði framið frá árinu 2015 og fram til 21. september 2017. Þá eru hin meintu brot ekki staðsett að öðru leyti en því að vísað er til þess að þau hafi framsetning sakargifta sem hér um ræðir er til þess fallin að torvelda ákærða mjög að taka til varna. Að virtum gögnum málsins verðu r að taka undir það með verjanda ákærða að haga hefði mátt framsetningu sakargifta í ákæru með öðrum og nákvæmari hætti. Að mati dómsins samræmist hin almenna framsetning sakargifta í ákærulið 1 ekki fyrirmælum c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Þá verður ekki framhjá því litið að meint brot ákærða samkvæmt ákærulið 1 eru í raun ekki takmörkuð í ákæru hvað fjölda varðar en þar segir að brotin hafi verið margítrekuð eða skiptin hafi að minnsta kosti verið 50 talsins. Að öllu þessu gættu verður að tel ja slíka annmarka á ákæru héraðssaksóknara hvað ákærulið 1 varðar að hún fullnægi ekki skilyrðum c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008, sbr. einnig 1. mgr. 180. gr. laganna. Verður ákæruliðnum því vísað frá dómi. Umfjöllun dómsins hér að framan á að no kkru einnig við um ákærulið 2, þ.e. hvað varðar tíma og staðsetningu meintra brota ákærða. Hvað þann ákærulið varðar er hins vegar til þess að líta að háttsemi ákærða er að öðru leyti skilmerkilega lýst í ákæruliðnum og er í málinu fært fram myndefni sakar giftunum til stuðnings. Þá er til þess vísað að ákærði hafi verið með myndefnið vistað á farsíma sínum, en símann haldlagði lögregla undir rekstri málsins og er krafist upptöku á honum í málinu. Þegar þessi atriði eru virt heildstætt og að gættu ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 þykja ekki vera efni til þess að vísa ákærulið 2 frá dómi. Af þeirri niðurstöðu leiðir að engin efni eru til þess á þessu stigi málsins að vísa bótakröfu brotaþola frá dómi. Úrskurð þennan kveður upp Kristinn Ha lldórsson héraðsdómari. Fyrir uppkvaðningu úrskurðarins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurðarorð: Ákærulið 1 í ákæru héraðssaksóknara frá 15. ágúst 2019 er vísað frá dómi. Frávísunarkröfu ákærða er að öðru leyti hafnað.