LANDSRÉTTUR Úrskurður mánu daginn 26 . nóvember 2018 . Mál nr. 868/2018 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Katrín Ólöf Einarsdóttir aðstoðar saksóknari) gegn X (Ingi Freyr Ágústsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Útdráttur Staðfestur var ú rskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og einangrun á meðan á því stendur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aða lsteinn E. Jónasson, Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 21. nóvember 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21 . nóvember 2018 í málinu nr. R - /2018 þar sem varnaraðila var gert að sæ ta gæsluvarðhaldi allt til miðvik udagsins 28. nóvember 2018 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur . Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi nu verði markaður s kemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Fallist er á að varnaraðili liggi undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við og að fullnægt sé skilyrðum a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi og einangrun á meðan á g æsluvarðhaldsvist stendur, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Vegna rannsóknarhagsmuna verður ekki fallist á að nægilegt sé að varnaraðila verði gert að sæta úrræðum samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 í stað gæsluvarðhalds eða 2 að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Samkvæmt framangreindu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar staðfest. Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - 589/2018. 1. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði Þá er gerð krafa um að kærði sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. 2. Í greinargerð lögreglu kemur fram a ð lögregla hafi haft til rannsóknar fjölmörg innbrot og þjófnaði úr Dacia Duster bifreiðum undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hafi verið stolið úr bifreiðunum með keimlíkum hætti. Böndin hafi beinst að kærða og hafi hann komið talsvert við sögu lögreglu undanfarið, sjá m.a. neðangreind mál. 3. Mál nr. 007 - 2018 - brjótast inn í bifreiðina og hafi lögregla borið kennsl á þann mann sem kærða og fatnaður hans verið borinn saman við aðrar myndir sem teknar hafi verið stuttu áður þar sem lögregla hafi borið kennsl á kærða. Við handtöku hefði kærði skipt um húfu og jakka en verið í sömu skóm. Tölvunni hafi síðar verið framvísað til lögreglu en hafði áður gengið milli manna samkvæmt upplýsingum lögreglu. Verið sé að rannsaka mögulega samverkamenn kærða og hverjum hann hafi athent tölvuna eftir brotið. Kærði hafi verið hand tekinn síðar um kvöldið og þá verið með Macbook fartölvu í fórum sínum ásamt öðrum munum, s.s. snyrtibuddu, vasaljós, skæri og dúkahníf. Lögregla hafi náð sambandi við tjónþola sem hafi sagt tölvuna ásamt tösku og öðrum munum sem geymdir hafi verið, í geym muna og brotið sjálft. Kærði við skýrslutöku neitaði sök, kvaðst ekki þekkja sig af myndupptöku og kvaðst jafnframt hafa fundið Macbook tölvuna og fleiri muni við ruslagám við Hallgrímskirkju. 4. Má l nr. 007 - 2018 - þar sem stolið hefði verið tölvu - og myndavélabúnaði ásamt vegabréfum að ætluðu andvirði 1,7 milljón. Lögregla hafi fengið tilkynningu um að með myndavélar og aðra muni. Lögregla hafi farið á vettvang og haft afskipti af bifreið sem kærði og annar aðili hafi staðið við en í bifreiðinni hafi einnig verið tveir aðilar. Myndupptökur sýni kærða handfj atla munina og sýna meðsakborningum og afhenda. Í bifreiðinni hafi m.a. fundist tvær myndavélar, tveir drónar ásamt tveimur tölvum. Myndavélar þessar ásamt búnaði hafi verið í eigu tjónþola en lögregla hafi fengið upplýsingar frá öðrum tjónþola að munum se m stolið hefði verið frá henni væru að verðmæti 7591 dollara eða um 800.000 krónur. Enn sé fjölda muna saknað úr því innbroti og leiti lögregla þeirra. Meðal annars vanti annan dróna, myndavél, fartölvu ásamt ljósmyndabúnaði og mikið af útivistarfatnaði en verðmæti þessa sé þó nokkuð. Þá hafi lögreglu verið vísað á bakpoka sem merktur hafi verið kærða og í honum hafi fundist þýfi, þ.á m. Ipad sem stolið hefði verið og tilkynnt hefði verið um fyrr um daginn, sbr. mál nr. 007 - 2018 - 3 sé leitað mögule gra samverkamanna sem kunni að hafa komið að brotinu og hafi þýfið undir höndum. Kærði hafi við skýrslutöku neitað sök og kvaðst hafa verið að hjálpa meðsakborningi um bjór. Hann hafi ekki kannast við að hafa verið með stolinn varning. Skýrslur hafi verið teknar af öðrum aðilum sem bendi á kærða og þeir hafi sagt hann hafa látið þá hafa muni, þ.e. þýfi þetta. 5. Mál nr. 007 - 2018 - Tilkynnt hafi verið um innbrot í Dacia Duster bifreið um eftirmiðdaginn 18. nóvember sl. Meðal annars hafi verið stolið Canon myndavél, myndavélabúnaði, minniskortum og Ipad að verðmæti um kr. 350.000. Í bakpoka kærða, í máli 007 - 2018 - d þessi ásamt minniskorti en lögregla hafi ekki fundið aðra muni eða haft upp á mögulegum samverkamönnum kærða. Við skýrslutöku hafi kærði neitað sök og sagst hafa fengið Ipadinn frá vini sínum síðastliðinn laugardag en er hann var upplýstur um að innbroti ð hefði átt sér stað á sunnudegi sagði hann að hann kunni að hafa verið ruglast á dögum vegna áfengis - og fíkniefnanotkunar. Kærði hafi neitað að gefa upp nafn vinarins. 6. Mál nr. 007 - 2018 - Tilkynnt hafi verið um innbrot í Dacia Duster bifreið þann 12. stolið hafi verið Colombia jakka og tveimur gleraugum. Kærði hafi verið handtekinn síðar sama kvöld og hafi hann þá verið í jakkanum en saknað sé annarra muna. Við skýrslutöku daginn eftir hafi kærði sagst hafa fengið jakkann t veimur dögum áður eða daginn fyrir brotið. 7. Mál nr. 007 - 2018 - Tilkynnt hafi verið um þjófnað úr Dacia Duster bifreið þann 12. nóvember sl. þar sem stolið hafi verið fjöldi muna. Við handtöku kærða hafi fundist á honum fjöldi muna af ætluðu þýfi og þá ha fi kærði verið með á sér Casio armbandsúr sem tjónþoli innbrotsins hafi borið kennsl á úr innbroti - 2018 - hafi verið stolið fjölda muna, þ.á m. armbandsúrum, fartölvu, le ikjatölvu og fleiru. 8. Mál nr. 007 - 2018 - Tilkynnt hafi verið um tilraun til þjófnaðar í Dacia Duster bifreið þann 8. nóvember sl. og hafi lýsing fylgt á fatnaði geranda og að hann hafi verið á reiðhjóli. Lögregla hafi hafið leit og haft afskipti af kærða þar sem fatnaður hans hafi samsvarað lýsingu geranda. Lögregla hafi haldlagt stolið hefði verið og tilkynnt hafi verið um sbr. mál nr. 007 - 2018 - eitað að hafa stolið munum en hann hafi sagst hafa fengið ýmsa muni gefins en hann kvað vin sinn A eiga myndavélina. Rannsókn standi yfir á ætluðu þýfi og mögulegum samverkamönnum. 9. Í greinargerð lögreglu segir að rannsókn lögreglu standi yfir og sé á frum stigi varðandi nýjustu málin. Leitað sé mögulegra samverkamanna kærða, þýfis úr innbrotum þessum. Þá sé til rannsóknar hvort kærði hafi gerst sekur um hylmingu á þýfi í samstarfi við mögulega samverkamenn. Það sé því mat lögreglu að brýnt sé að vernda rann sóknarhagsmuni á þessu stigi málanna með því að varna því að kærði gangi laus og jafnframt að hann sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldi standi en veruleg hætta sé talin vera á að hann kunni að torvelda rannsókn málanna gangi hann laus, svo sem með því að ræða við mögulega samverkamenn sína og reyna að hafa áhrif á þeirra framburð og koma undan þýfi og öðrum sönnunargögnum . Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra mála hjá lögreglu á hendur kærða fyrir sambærilegar sakir, þjófnað og hylmingu á þýfi í sam starfi við aðra síðastliðnar vikur og mánuði. Sakarefni málsins sé talið varða við 244. gr. og/eða 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegn ákvæðinu geti varðað fangelsi allt að 6 árum ef sök sannist. Um heimild til gæsluvarðhalds sé vísað til a - liðar 1. 4 mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Um heimild til einangrunar á meðan á gæsluvarðhaldinu standi sé vísað til b - liðar 1. mgr. 99. gr. sömu laga. 10. Samkvæmt því sem rakið hefur verið og fram kemur í gögnum málsins er kærði undi r rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um fjölmörg hegningarlagabrot. Í greinargerð lögreglustjóra er gerð grein fyrir fjölda brota sem kærði er grunaður um og sem hann virðist gera sér far um að koma í veg fyrir að verði upplýst. Með vísan til nefndrar greinargerðar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknargagna málsins þykir liggja fyrir rökstuddur grunur um að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. Þá þykir mega ætla að kærði muni torvelda rannsókn málanna gangi h ann laus, svo sem með því að ræða við mögulega samverkamenn sína og reyna að hafa áhrif á þeirra framburð og koma undan þýfi og öðrum sönnunargögnum. Samkvæmt þessu er fallist á það með lögreglustjóra að uppfyllt sé skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga n r. 88/2008 um meðferð sakamála til þess að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og er krafa lögreglustjóra því tekin til greina eins og hún er sett fram og nánar greinir í úrskurðarorði en ekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldi kærða skemmri tímamö rk en krafist er. Ástráður Haraldsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð 16:00. Kærði skal sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.