LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 14. febrúar 2020 . Mál nr. 914/2018 : Ákæruvaldið (Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari ) gegn Antoni Ívari Ísakssyni Christensen (Björn Jóhannesson lögmaður) Lykilorð Líkamsárás. Skilorð. Útdráttur A var sakfelldur fyrir líkamsárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í félagi við tvo aðra veist að B, þar sem hann lá í götunni, með ítrekuðum höggum og spörkum í höfuð hans og búk. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að A hefði ekki áður gerst sekur um háttsemi sem hefði áhrif á ákvörðun refsingar í málinu. Með hliðsjón af því og með vísan til 1. og 3. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga var refsing A ákveðin fangelsi í fimm mánuði en fullnustu refsingarin nar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 12. desember 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vestfjarða 7. nóvember 2018 í málinu nr. S - 21/2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðal lega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing hans verði milduð. Niðurstaða 4 Ákæruatriðum, málavöxtum og framburði ákærða, meðákærðu, brotaþola og vitna eru gerð skil í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar greinir var lögreglu tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan verslun á aðfaranótt sunnudagsins 16. apríl 2017. Með vísan til forsend na hins áfrýjaða dóms er staðfest sú niðurstaða hans að sannað sé að brotaþoli hafi í átökum þar fallið í götuna og orðið fyrir höggum og spörkum þar sem 2 hann lá. Þá verður fallist á það með héraðsdómi að fyrir liggi lögfull sönnun þess að ákærði hafi teki ð þátt í þeirri atlögu ásamt meðákærðu. Samkvæmt framlögðu læknisvottorði 28. maí 2017 var ekki að sjá augljósa áverka á höfði brotaþola eftir atlöguna og segir í vottorðinu að svo virðist sem höfuðið hafi ekki orðið fyrir sérstaklega þungum höggum. Er því ósannað að atlaga ákærða hafi verið þess eðlis að falli undir ákvæði 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verknaðarlýsing ákæru tekur til þeirrar háttsemi ákærða sem sönnuð er og verður hann sakfelldur samkvæmt 1. mgr. 217. gr. sömu laga. 5 Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi sem hefur áhrif á ákvörðun refsingar í málinu. Við ákvörðun refsingar verður litið til 1. og 3. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, sem og 2. mgr. sömu lagagreinar, en ákærði tók ásam t fleirum þátt í grófri atlögu gagnvart brotaþola þar sem hann lá í götunni. Að því gættu þykir sú refsing sem ákærða var ákvörðuð í hinum áfrýjaða dómi vera hæfileg og er niðurstaða hans um að fresta fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið jafnframt staðf est. 6 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest. Þá verður ákærða gert að greiða sakarkostnað fyrir Landsrétti, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og greinir í dómsorði. D ó m s o r ð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Anton Ívar Ísaksson Christensen, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 793.040 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björns Jóhannessonar lögmanns, 744.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða 7. nóvember 2018 I Mál þetta sem dómtekið var 27. september 2018 höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 20. apríl 2018 á hendur X , kt. , , Y , kt. , , og Antoni Ívari Ísakssyni Christensen, kt. , , : I. Gegn ákærðu öllum, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa fyrir utan , við gatnamót strætis og vegar , veist að B , þar sem hann lá í götunni, með ítrekuðum höggum og spörkum í höfuð hans og búk, allt með þeim afleiðingum að B hlaut áverka, upphleypt svæði á hægri hluta höfuðs, um 5 - 10 sm fyrir ofan eyra, marblett á hægri framhandlegg og sár við vinstra gagnauga. Telst þetta varða við 2. mgr. 2 18. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 M. 314 - 2017 - II. Gegn ákærða X , fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa í stræti , framan við inngang að verslunarkjarnanum , í kjölfar atviks sem lýst er í kafla I, veist að lögreglumanninum C , sem var þar við skyldustörf, með því að ráðast aftan að C , þannig hann féll í jörðina og með krepptum hnefa kýlt hann nokkur högg í aftanvert höfuð, hægra kinnbein og búk, með þeim afleiðingum að C hlaut meðal annars tognun á liðböndum í vinstri ökkla, ma r á innanverðri hægri kinn, eymsli hægra megin í andliti, roða og eymsli fyrir framan eyra og upp á gagnauga, eymsli hægra megin í mjóbaki og í vinstri olnboga og skrapsár á hægra hné. Með framangreindri háttsemi leitaðist ákærði við að hindra framkvæmd st arfa lögreglu sem stóð að handtöku annars manns. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. M. 314 - 2017 - Ákærði X neitar sök skv. I. lið ákæru en játar sök skv. II. lið. Hann krefst sýknu af ákærulið I. en vægustu refsingar er lög leyfa hvað varðar II. lið ákærunnar. Þá krefst hann málsvarnarlauna úr ríkissjóði. Ákærði Anton Ívar Ísaksson Christensen neitar sök og krefst aðallega sý knu. Til vara krefst ákærði þess að hann verði sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um brot gegn 2. mgr. 218 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og að brot ákærða verði fellt undir ákvæði 1. mgr. 217. gr. alm. hegningarlaga og að refsing verði felld niður me ð vísan til 3. mgr. 218 gr. c í sömu lögum. Til þrautavara gerir ákærði kröfu um vægustu refsingu sem lög heimila og að refsing verði að öllu leyti ákvörðuð skilorðsbundin skv. heimild 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá krefst hann þess að allu r sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns. Ákærði Y játar sök og gerir kröfu um vægustu refsingu sem lög leyfa og að til þess sé tekið við ákvörðun sakarkostnaðar að hann hafi játað sök þegar við þingfestingu má lsins. II Samkvæmt skýrslu lögreglu höfðu vegfarendur tal af lögreglu og tilkynntu um hópslagsmál fyrir utan verslunina , aðfaranótt sunnudagsins 16. apríl 2017. Þegar lögregla kom á vettvang lá brotþoli B í jörðinni og hélt um höfuð sér. Mikill mannfjöldi var á staðnum og æsingur í fólki. Á vettvangi hefði lögregla verið upplýst um að ítrekað hefði verið sparkað í höfuð brotaþola þar sem hann lá í jörðinni. Brotaþoli B hafi verið með fulla meðvitund en sagst finna til í höfði. Brotaþoli hafi því verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða til skoðunar. Þá segir í skýrslu lögreglu að vitni á vettvangi hafi bent á Anton Ívar Ísaksson Christensen sem geranda í málinu og að nefndur Anton hafi komið til D v arðstjóra til að biðjast afsökunar á gerðum sínum. Þegar handtaka hefði átt Anton hefði hann hlaupist á brott. Anton hefði svo verið handtekinn stuttu síðar en þá hefði X ráðist aftan að lögreglumanninum C , sem var að handtaka Anton Ívar. Hefði X kýlt C me ð krepptum hnefa í aftanvert höfuð og hægra kinnbein. X hefði verið handtekinn, bæði vegna meints ofbeldis gagnvart lögreglumanni og einnig vegna gruns um líkamsárás gagnvart B . Hefðu báðir hinir handteknu, Anton Ívar og X , verið vistaðir í fangaklefa í þá gu rannsóknar málsins. Við rannsókn málsins hafi komið fram að Y hafi átt aðild að meintri líkamsárás á B . Y hafi verið boðaður í skýrslutöku, á sama tíma og Anton Ívar og X hafi verið í vörslu lögreglu. Y hafi játað hlutdeild í meintri líkamsárás gagnvar t B hjá lögreglu og í framhaldi af því hafi honum verið sleppt. Meðal gagna málsins er áverkavottorð fyrir B útgefið af E 28. maí 2017. Þar segir m.a. að brotaþoli B hafi sagt að sparkað hefði verið í eða að höfði hans. Hann hefði legið í fósturstellingu og náð að verja höfuðið nokkuð vel með höndunum. Einnig að hann hefði fengið hnefahögg í hægra gagnauga fyrr um B og ekkert blóð í andliti 4 eða hársverði. Lítið upphleypt svæði er á hægri hluta höfuðs, um 5 - 10 cm fyrir ofan eyrað, enginn sársauki taklega þungum höggum. Því ekki talin þörf á myndgreiningu að sinni en B liggja fyrir ljósmyndir af brotaþola B , teknar þann 16. apríl 2017, með tilliti til áverka hans. III Fyrir dómi lýsti á kærði X atvikum nóttina 16. apríl 2017 með þeim hætti að ákærða Antoni Ívari og brotaþola B hefði lent saman fyrr um kvöldið. Kvaðst ákærði hafa heyrt að ákærði Anton hefði hoppað fram af sviði í og B hefði orðið undir. B hefði seinna um kvöldið, í vei tingahúsinu , farið til Antons og viljað fá frá honum afsökunarbeiðni. Anton hefði ekki verið reiðubúinn til þess. Kvaðst X hafa séð þá Anton og B stimpast eitthvað í og B henda dós í Anton. Kvaðst hann hafa séð þetta inn um gluggann á , þaðan sem hann sat á tröppum í húsi handan götunnar, við verslunina . Stimpingarnar hefðu færst út á götu og fólk safnast þar saman. Kvaðst ákærði svo hafa séð brotaþola B í jörðinni. Ákærði kvaðst hafa farið að slagsmálunum, með það í huga að ganga á milli, en þá hefði F komið að sér og sagt sér að láta þetta afskiptalaust. Hann yrði bara laminn líka. Hann kvaðst hafa séð ákærða Anton þar sem hann var á tali við kærustu sína og systur hennar og lögregluna aðeins frá, milli og lögreglustöðvarinna r, en viðurkenndi að hafa misst sjónar af Antoni á einhverju tímabili. Ákærði X kvaðst hafa séð sparkað í B . Það hefðu gert að minnsta kosti þrjár eða fjórar manneskjur, en ákærði kvaðst ekki hafa séð hverjir þar voru að verki, hefði hvorki þekkt né séð al mennilega hverjir það voru. Ákærði neitaði að hafa sparkað í brotaþola B . Hann kvaðst hafa verið að tala við kærustuna sína og svo hefði F dregið sig að dyrunum á , hjá versluninni . Hann og Anton Ívar hefðu þá verið sitt hvorum megin við götuna. Kv aðst hann ekki hafa séð ákærða Anton meðan verið var að sparka í brotaþola B . Ákærði X kvaðst síðar hafa séð Anton á tali við lögregluna, hann hefði hlaupið undan lögreglunni og hann hefði sjálfur elt. Ákærði kvaðst þá hafa hrint lögreglumanni af Antoni, yfirbugaður af lögreglu. Aðspurður um þátt bróður síns Y í atvikum kvað ákærði Y hafa verið fyrir utan . Y hefði sjálfur sagt sér að B hefði ætlað að ráðast á G B . Ákærði viðurkenndi að hafa drukkið áfengi þetta kvöld, en það hefði legið ágætlega á sér. Aðspurður taldi ákærði að upphafið að átökunum utan dyra hefði verið milli G og B og þá hefði ákærði Y kýlt brotaþola B . Ákærði mundi ekki hvernig hann hafði verið klæddur þetta kvöld en kvaðst hafa verið með sítt hár á þessum tíma. Þá jánkaði hann því að þeir bræður, ákærði Y og hann, væru áþekkir í útliti. Ákærði kunni engar skýringar á lýsingum vitna á því að hann hefði sparkað og kýlt í brotaþola B . Áminntur um framburð sinn hjá l ögreglu, þar sem ákærði sagðist eiga það til að verða pirraður með víni og missa minnið við drykkju, kvaðst ákærði telja sig muna eftir öllu þetta kvöld. Ákærði dró svo í land og kvað mögulegt að hann hefði misst minnið, hins vegar væri það yfirleitt þanni g ef það gerðist að þá myndi hann ekki neitt, en hann teldi sig muna eftir ýmsu þetta sinn. Ákærða Antoni Ívari Ísakssyni Christensen sagðist svo frá atvikum að hann hefði verið að koma og lent þar í útistöðum við einhverja. Hann hefði verið að fara þaðan þegar brotaþoli B hefði komið til sín og viljað að ákærði bæðist fyrirgefningar, sem ákærði kvaðst ekki hafa verið tilbúinn til. Þeir hefðu svo lent í rifri l di fyrir utan en verið sk ildir að. Hann hefði svo sjálfur verið handtekinn síðar um nóttina. Aðspurður um aðdraganda málsins kannaðist ákærði við að hafa hoppað fram af sviði í fyrr um kvöldið. Honum hefði fundist hann hafa lent á gólfinu en brotaþoli B vildi meina að ákærði hefði lent á sér þannig að brotaþoli hefði fengið glóðarauga. Ákærði kvaðst ekki muna nákvæmlega hvað gerðist, en kvaðst þó muna eftir að hafa hlegið að brotaþola þegar hann vildi fá afsökunarbeiðni og svo ætlað að labba út af veitingastaðnum. Ákærði kvaðs t ekki muna eftir að hafa ýtt brotaþola inn í bás á né að brotaþoli hefði hent í sig tómri bjórdós. Ákærði kvað brotaþola hafa elt sig fyrir utan og kallað á eftir sér og 5 þeir hefðu farið að rífast aftur. Þarna hefði verið fullt af fólki, en hann h efði sjálfur verið dreginn í burtu. Þeim hefði verið stíað í sundur, en ákærði mundi ekki vel hver hefði gert það. Aðspurður kvað ákærði kærustu sína, G , hafa verið þarna en vissi ekki nákvæmlega hvar. Hann kvað hana hafa verið að rífast við brotaþola B u m leið og hann sjálfur inni í , en mundi að öðru leyti lítið sem ekkert eftir atvikum. Ákærði taldi líklegt að einhverjar stimpingar hefðu verið milli sín og brotaþola, en hann hefði ekki slegið neinn, aðeins ýtt við honum. Ákærði kvaðst minnast þess að hafa farið upp í bíl systur kærustu sinnar. Hann hefði svo frétt að eitthvað hefði gerst og lögreglan væri að leita að sér og því hafi hann farið til lögreglunnar. Þá hefði hann verið handtekinn fyrir líkamsárás gegn brotaþola B . Þá hafi hann ákveðið að hlaupa undan lögreglunni. Ákærði viðurkenndi að hafa drukkið stíft þetta kvöld en taldi það ótrúlegt að hann hefði ráðist að brotaþola B . Hann sæktist ekki eftir slagsmálum, yfirleitt væru aðrir sem byrjuðu. Ákærði Y lýsti at vikum umrætt sinn með þeim hætti að hann hefði setið að spjalli með X , bróður sínum, gegnt , hjá , sem nú er , þegar þeir sáu þá Anton Ívar, B og F koma út úr og þeir hefðu verið að rífast. Þeir bræður hefðu þá farið að forvitnast um hvað geng i á og gengið yfir götuna til nefndra þremenninga. G , kærasta Antons, hafi einnig verið þar, að reyna að stoppa rifrildið. Kvaðst ákærði sjálfur einnig hafa reynt að ganga á milli. F hefði dregið X eitthvað frá en brotaþoli B hafi verið mjög æstur og ætlað að hjóla í Anton, sem líka hafi verið æstur. Kvað ákærði að sér hefði sýnst B ætla að slá til G . Ákærði hefði þá gripið í B og þeir tekist eitthvað á og endað í jörðinni. Kvaðst ákærði hafa sveiflað eitthvað aðeins til brotaþola í látunum, en kvaðst ekki viss um hvort hann hefði hitt hann. Kvaðst ákærði hafa verið að svara fyrir sig. Ætlunin hafi ekki verið að meiða brotaþola B , heldur stoppa hann af. Þeir hefðu dottið þarna saman og einhver smáátök hefðu átt sér stað milli þeirra. Kvaðst ákærði hafa falli ð ofan á brotaþola B , sem hefði slegið til sín ekki síður en ákærði til brotaþola. Ákærði kvaðst sjálfur hafa fundið fyrir spörkum og höggum þar sem hann lá í götunni þar til honum var ýtt af brotaþola B . Kvað ákærði þessu hafa lokið þannig að þeir hefðu staðið upp og gengið í burtu, en brotaþoli B hafi þó áfram verið eitthvað æstur. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa orðið vitni að ágreiningi brotaþola og Antons inni á , en séð þá koma þaðan út. Sömule iðis kvaðst hann ekki hafa vitað hvers vegna þeir Anton og B hefðu rifist fyrr en eftir á. Hann sjálfur hefði bara viljað aðstoða G við að halda B frá Antoni. B hafi verið gífurlega æstur og ætlað í Anton. Ákærði kvað Anton hafa komið út úr á undan B . Aðspurður hvort G hefði fallið í götuna með þeim B kvaðst ákærði ekki viss. Um leið og þeir hefðu fallið í jörðina hefði hópast í kringum þá fólk. Kvaðst ákærði sjálfur hafa fengið í sig högg og spörk, en ekki séð hvaðan þau komu. Þá kvaðst hann ekki ha fa séð þá Anton og X meðan á þessu stóð. Ákærði kvaðst hvorki hafa séð Anton né X slá til brotaþola B eða snerta hann, aðeins séð þá rífast. Þá kvaðst ákærði hafa frétt það fyrst eftir á um aðdraganda þessa að Anton hefði í einhverjum fíflalátum tekið stö kk í með þeim afleiðingum að B hefði fengið hnéð á Antoni í andlitið og glóðarauga og svo seinna um kvöldið hefði B viljað fá afsökunarbeiðni frá Antoni. Brotaþoli B greindi þannig frá atvikum kvöldið 16. apríl 2017 að atburðarásin hefði hafist í ] fyrr um kvöldið þegar ákærði Anton hefði stokkið ofan af sviði og hné hans hefði farið í andlitið á sér. Síðar um kvöldið eða nóttina í hefði hann viljað fá afsökunarbeiðni. Brotaþoli kvaðst hafa verið ölvaður. Anton hefði ekki viljað biðjast afsökun ar og kvaðst brotaþoli þá hafa kastað dós með bjór í ákærða Anton, sem hefði þá ýtt sér ofan í bás þar sem setið er á staðnum. Þeir hafi þá verið reknir út. Fyrir utan hafi verið strákar, nær , sem hann hafi snúið baki í, en kærasta Antons, G , hafi ver ið þarna líka og F . Þau hefðu rifist um það af hverju hann hefði kastað bjórdósinni og G hefði sparkað í sig. Hann hefði ýtt við henni og þá hefði einhver komið að sér og síðan myndi hann ekki meira, fyrr en lögreglan kom á vettvang. Aðspurður um hvað gerðist eftir að hann féll í jörðina kvaðst brotaþoli hafa legið og haldið um höfuðið og fengið í sig mörg spörk. Brotaþoli kvaðst ekki vita hver hefði veitt honum spörkin en hefði frétt 6 að það hefðu verið tveir eða þrír, ákærðu X og Anto n og svo væri talað um að Y , bróðir ákærða X , hafi verið þarna líka. Þetta hefðu margir sagt sér daginn eftir en hann mundi ekki hverjir nákvæmlega. Brotaþoli mundi ekki til þess að G hefði dottið í jörðina með sér. Þá kvaðst hann ekki muna meira og var e kki viss um hvort hann hefði misst meðvitund. Nánar aðspurður um það hvort brotaþoli hefði séð hvar ákærði Anton var meðan á rifrildinu við G stóð, sagði hann ákærðu Anton og X og einhverja fleiri hafa verið fyrir aftan sig. Brotaþoli kvaðst ekki hafa ve rið að leita eftir slagsmálum. Þetta hefði verið mjög skemmtilegt kvöld, þar til hann fékk höggið á andlitið. Eftir það hefði hann orðið eitthvað pirraður og þurft að vera með klaka á andlitinu. Um áverkana sem hann hlaut kvaðst brotaþoli hafa slasast á au gnsvæðinu og fengið einhverja marbletti. Áverka við hægra auga hefði hann fengið fyrr um kvöldið, á , þegar ákærði Anton rak hnéð í hann. Áverka ofan við vinstra auga hefði hann hins vegar fengið síðar, við árásina við . Nánar aðspurður um það þegar hann fór út af kvaðst hann ekki hafa farið til Antons sem þá hafi verið hinum megin við götuna. F hefði komið með sér út, þeir væru félagar. Hann kvaðst hafa verið að skemmta sér með félögum sínum H , I og fleirum. Sömuleiðis hefði hann hitt F , vin sin n, og Í , félaga sinn, bróður H . Um framburð vitnis þess efnis að brotaþoli hefði snöggreiðst og ætla að rjúka yfir götuna kvaðst brotaþoli ekki muna eftir því. Vitnið J kom fyrir dóminn og upplýsti um tengsl sín við ákærðu. Vitnið kvaðst ekki þekkja ákæ rðu X og Y en kvaðst vera ákærða Antons. Þeir væru þó ekki í sérstökum tengslum, byggju í sitt hvorum landshlutanum. Um vitneskju sína um atvik málsins sagði vitnið að hann hefði heyrt af því að ákærði Anton hefði skut l að sér af sviði út í sal í og lent á brotaþola B sem hefði fengið kúlu á hausinn og ekki verið sáttur. Seinna um kvöldið kvaðst vitnið hafa orðið vitni að því inni í , þegar brotaþoli B kom að Antoni og þeir farið að rífast. Einhverjar stimpingar hefðu hafist þar inni og fæst svo út. Þá hefðu orðið til tvær fylkingar fólks að kallast á, hiti hefði verið í mannskapnum. Einhver hefði svo sagt eitthvað við B , sem hefði þá rokið af stað, í átt að ákærða Antoni, G , kærustu hans, ákærða X , Y og einhverjum fleirum. G hefði stigið í veg fyrir B og gripið í hann. Þau hefðu þá bæði fallið í jörðina. Kvaðst vitnið þá hafa séð K taka í ákærða Anton og halda honum, en bræðurna, ákærðu X og Y , ráðast að B . Þeir hefðu náð einhverjum höggum á brotaþola B , sem hefði beygt sig sa man í skel. Þeir hefðu veitt brotaþola þrjú, fjögur högg. Slagsmálin hefðu svo leyst upp. Lögreglan hefði komið og athugað með brotaþola. Síðar hefði svo lögregla handtekið Anton sem hefði tekið á rás undan henni. Vitnið kvað K hafa haldið Antoni frá meða n hóparnir voru aðskildir að minnsta kosti í einhvern tíma. Vitnið kvað erfitt að greina hver gerði hvað, en kvaðst geta fullyrt að þeir bræður hefðu báðir veitt brotaþola högg. Vitnið taldi augljóst að brotaþoli B hefði verið að espa menn upp. Aðspurt kvaðst vitnið aldrei hafa séð Anton slá eða sparka í brotaþola B eftir að hann var kominn í götuna. Áminnt um framburð sinn hjá lögreglu mundi vitnið eftir því að hafa séð L á staðnum, sem hefði verið að reyna að st öðva slagsmálin. Þá kvaðst vitnið kannast við lýsingu sína á atvikum eins og það lýsti því á þeim tíma og taldi sig hafa munað atvik betur þá. G , kærasta ákærða Antons, upplýsti fyrir dómi að hún væri í vinfengi við ákærða X , sem væri vinur Antons og hef ði verið í skóla með ákærða Y . Brotaþola B hefði hún ekki þekkt fyrir þessi atvik. Vitnið lýsti atvikum þannig að þau vinirnir hefðu sundrast eftir að hafa verið í einhverja stund en hún hefði verið í með systur sinni, M . Þá hefðu F og B að minnsta kosti í tvígang komið til sín að leita að Antoni. Þeir hefðu ætlað að berja hann þar sem hann hefði gefið B glóðarauga fyrr um kvöldið í . Í seinna skiptið hefði hún slegið í derhúfu brotaþola B og spurt hann hvort hann þyrfti í alvöru að láta F berja Anton. Brotaþoli hefði þá hrint sér í götuna og hún hefði þá dregið hann með sér í fallinu. Þá hefði hópast um þau fólk sem hefði farið að sparka og kýla. Þaðan sem hún lá í götunni kvaðst vitnið hafa séð ákærða Anton standa hinum megin við götuna að tala við frændur sína, sem vitnið minnti að hétu N og O . Eftir þetta hefði hún náð í ákærða Anton og komið honum með sér inn í bíl systur sinnar. Vitnið kvaðst 7 hafa sagt Antoni hvað hefði gengið á. Þegar ákærði Anton hefði frétt að B hefði verið barinn, hefði hann hlaupið út úr bílnum og viljað tala við B en verið handtekinn. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hver sparkaði eða kýldi, en hún hefði sjálf orðið fyrir höggum og spörkum. Hún hefði sjálf staðið á fætur en B legið eftir í jörðinni . Aðspurt kvaðst vitnið hvorki hafa séð ákærða Anton né X sparka eða slá í brotaþola B . Vitnið K , frændi ákærða Antons, kvaðst hafa verið á staðnum þetta kvöld. Atvik hefðu hafist í , kýtingur milli ákærða Antons og brotaþola B , en síðan færst út. Þar kvaðst vitnið hafa dregið ákærða Anton í burtu, yfir að glugganum hjá . Sér hefði fundist slagsmál í uppsiglingu. Þá kvaðst vitnið hafa tekið eftir því að brotaþoli B hefði verið kominn í jörðina. Hann hefði því farið þangað sem brotaþoli lá og mögulega G . Hann hefði reynt að verja þau, sem lágu þar í jörðinni, fyrir spörkum og höggum. Kvaðst vitnið hafa staðið þarna þangað til lögreglan kom á svæðið. Nánar aðspurt um atvik utandyra kvaðst vitnið reka minni til þess að einhver hefði sparkað í B , en gat e kki greint hverjir voru þar að verki eða hversu mörg spörk voru veitt. Kvaðst vitnið ekki hafa séð Anton eftir að hann fór að brotaþola B þar sem hann lá í götunni. Vitnið staðfesti að hafa séð B og G saman þegar hann dró Anton í burtu. Vitnið kvaðst haf a heyrt af því sem gerðist fyrr um kvöldið í og kvaðst hafa séð áverka á höfði brotaþola í . Nánar aðspurt um atvik inni í kvaðst vitnið reka minni til þess að ákærði Anton hefði ýtt brotaþola B niður á borð þar inni. M , systir G , kærustu ákærða Antons, gaf skýrslu í síma. Vitnið kvaðst hafa átt að sækja systur sína og Anton í en illa hefði gengið að fá þau upp í bílinn. Vitnið kvaðst muna eftir fólki fyrir utan, einhverjum slagsmálum og að allir hefðu verið æstir. Vitnið kvað st ekki hafa séð þessi slagsmál né þekkt nokkurn sem þar átti hlut að máli. Vitnið kvað systur sína hafa á einhverjum tímapunkti komið í bílinn til sín, og sömuleiðis ákærða Anton, og hann hefði þá verið æstur. Vitnið Ó kvaðst hafa verið inni á , um kv öld eða nótt, er þau atvik urðu sem um ræðir, og setið í básunum sem snúa að . F hefði komið þar inn og farið að spjalla við sig. Þá hefði komið inn strákur og farið að rífast við F . Þeir hefðu farið út fyrir og vitnið og félagar þess fylgt á eftir. Stu ttu síðar hefðu brotist út slagsmál, en þó ekki alvarleg að því að vitninu sýndist. Eftir einhverja stund hafi þó hafa farið að áflogunum og dregið ein n þeirra sem var að sparka í burtu. Sá hefði svo sloppið frá sér og óðar hlaupið aftur að hinum liggjandi og aftur tekið til við að sparka í hann, svo vitnið hefði aftur stoppað P þann sem lá í götunni. Næst mundi vitnið að lögreglan hefði komið og manneskjan í götunni, að því er vitninu sýndist, þá meðvitundarlaus. Vitnið kvaðst aldrei hafa vitað hver það var sem varð fyrir árásinni. V itnið kvaðst hafa fylgst með atvikum um stund og séð lögregluna taka einn af þeim strákum sem hefðu verið að sparka, og sá hefði hlaupið undan lögreglunni sem náði honum þó síðar. Vitnið gat ekki lýst þeim þremur sem hann kvaðst hafa séð sparka að hinum liggjandi manni. Þá gat vitnið ekki lýst þeim manni sem hann kvaðst hafa dregið úr slagsmálunum og mundi ekki eftir að hafa séð þann mann handtekinn síðar um nóttina. Vitnið kvaðst hins vegar hafa séð ákærða Anton handtekinn en kvaðst ekki geta staðfest a ð hann hefði séð Anton veitast að brotaþola. Vitnið kvaðst aðeins hafa séð sparkað í manninn í götunni. Vitnið kvaðst klárlega hafa munað betur eftir atvikum þegar skýrsla var tekin af því daginn eftir atvik. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst vitnið haf a séð fimm stráka sparka í brotaþola liggjandi. Hann hefði dregið einn þar frá, dökkhærðan, síðhærðan í svörtum jakka og grárri hettupeysu. Sá hefði síðar farið með lögreglu af vettvangi. Vitnið R kom fyrir dóminn og kvaðst hafa verið í eftir dansleik , með konu sinni og vini, Ó . Fyrir aftan þau hafi brotaþoli B setið við borð með vinum sínum. Þá hafi komið inn hópur af fólki og einhverjar stimpingar orðið. Kvað vitnið Anton Ívar hafa verið þar inni ásamt fleirum. Einhverri stund síðar, fyrir utan , hafi hann séð brotaþola liggja í jörðinni og fólk að sparka í hann og hafi það ekki dregið af sér í spörkunum. Hann hefði þá ásamt fleirum farið og reynt að draga þetta fólk í sundur. Þá kvaðst hann reka minni til að stelpa hafi verið komin í götuna líka. 8 Nánar aðspurt kvaðst vitnið telja að það hefðu að lágmarki tveir aðilar verið að sparka þarna, en kvaðst ekki vita hverjir það hefðu verið, en þetta hefðu verið þeir sömu og voru með Antoni Ívari inni í . Þá kvaðst vitnið hafi séð ákærða Anton standa f yrir utan hópinn sem þarna var, mögulega hefði einhver dregið ákærða í burtu. Taldi vitnið að ákærði Anton hefði verið töluvert frá þegar búið var að draga menn í sundur, mögulega við gangstéttina hinum megin götunnar. Nánar aðspurður um lýsingu á hinum tv eimur kvaðst vitnið aðeins ráma í að þeir hefðu verið dökkklæddir og taldi ólíklegt að hann myndi þekkja þá á mynd. Þá kvaðst vitnið ekki hafa séð handtökur síðar um kvöldið. Vitnið kvaðst aðeins hafa séð spörk, ekki kýlingar, að lágmarki 6 - 8 spörk föst o g hröð. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hvert þessir tveir fóru eftir að fólki var stíað í sundur og kvaðst aðeins muna eftir að hafa séð ákærða Anton Ívar vinstra megin, handan götunnar, nær . Kvaðst vitnið hafa séð K þar og minnti að hann hefði dregið Ant on frá. Aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærða Anton Ívar gera neitt, hvorki sparka eða slá. Þá taldi vitnið sig hafa munað atvik betur hjá lögreglu daginn eftir árásina en fyrir dómi. Vitnið S kvaðst fyrir dómi hafa verið á rútinum með félaga sínum og þeir hefðu stoppað fyrir utan . Þeir hefðu séð að áflogin voru komin í götuna, hann hefði séð strák með sítt hár í brúnni lopapeysu og dökkum gallabuxum sparka af alefli í andlitið á liggjandi manneskju. Kvaðst vitnið hafa greint lögreglu frá þessu skömmu síðar og vitnaði til skýrslu sinnar hjá lögreglu. Þá kvað vitnið félaga sinn L hafa farið og stoppað þetta af að miklu leyti. Þá kvað vitnið sig reka minni til þess að einhver einn hefði verið handtekinn, beint fyrir utan dyrnar á . Kvaðst vitnið telja að það hefði verið sá sem sparkaði í hinn liggjandi mann, en vitnið kvaðst ekki visst um hvort það hefði verið stelpa eða strákur. Aðspurt kvaðst vitnið ekki vita hver brotaþoli B væri. Þá kvaðst vitnið ekki hafa verið undir áhrifum þetta kvöld, fremur en endranær. Vitnið kvaðst hafa stoppað, vegna þess að hann hefði séð áflog, stimpingar, til að fylgjast með álengdar. Þá upplýsti vitnið að hann hefði verið á hvítum Patrol stórum, b reyttum. Þaðan hefði hann séð manneskju dúndra í andlitið á liggjandi manneskju. Lögreglan hefði komið fljótt og hann hefði gefið sig fram sem vitni við lögregluna. Vitnið taldi að um 15 - 20 manns, ef ekki fleiri, hefðu verið í þyrpingu þar sem þetta átti sér stað. Vitnið kvaðst ekki hafa séð aðra sparka í þennan mann, aðeins þennan eina og þetta eina kröftuga spark og svo hefði árásarmaðurinn hlaupið í burtu. L , félagi hans, hefði stokkið strax úr bílnum þegar hann sá hvað var að gerast og þá hefði allt lo kast, allir þyrpst að. Vitnið kvaðst ekki hafa séð aðra sparka í þennan mann, aðeins eitt spark og svo hefði maðurinn hlaupið í burtu. Áminntur um það sem fram kom í lögregluskýrslu, um að vitnið hefði nafngreint árásarmanninn Y P þekki alla í bænum. Vitnið L kvaðst hafa farið inn í þetta kvöld og það hefði verið stappað. Hann hefði svo borist út með straumi fólks sem var að fara í slagsmál. Vitnið kv aðst hafa talað við K þarna og sagt honum að skipta sér ekki af þessu, þetta myndi bara enda í veseni. Þá kvað vitnið það næsta sem hann myndi vera að brotaþoli B hefði komið askvaðandi að hópi fólks sem vitnið stóð hjá, sem voru nefndur, K , Anton Ívar, X og G , kærasta Antons. Hún hefði stigið fram og mætt brotaþola B og þau hefðu hrunið í götuna. Vitnið kvaðst hafa stigið inn í þetta vegna þess að hann þekkti til G og vegna þess að allir hefðu farið að sparka í þau tvö sem lágu í götunni. Vitnið kvaðst ekk i geta sagt hverjir hefðu sparkað, það hefði bara verið múgæsingur. Einhverjir hafi þó verið að reyna að stilla til friðar. Það hafi náðst að róa þetta aðeins og svo hafi lögreglan komið og tekið við. Vitnið kvaðst hafa staðið klofvega yfir G þar sem hún lá í götunni þannig að hún fengi minna af höggum og spörkum í sig. Vitnið var óvisst um hversu margir hefðu verið á staðnum, en taldi að það hefðu verið margir. Aðspurt hverjir hefðu verið á staðnum staðfesti vitnið að hann sjálfur, ákærði X , K , G og brot aþoli B hefðu verið þarna. Þá kvaðst hann hafa séð ákærða Y eftir á, eftir eltingarleik við . Vitnið gat ekki staðfest að hafa séð Anton í þvögunni. Hann kvaðst muna eftir Ó , sem hefði eitthvað verið að reyna að stoppa áflogin. Aðspurður um hvar spörk lentu í brotaþola B taldi vitnið að það hefði örugglega verið í magann og bakið, þau hefðu bæði legið í fósturstellingu á jörðinni og brotaþoli B hefði borið hendur fyrir höfuð sér. Vitnið kvaðst ekki hafa verið undir áhrifum áfengis þetta kvöld. 9 Vitnið F kom fyrir dóm og kvaðst lítið muna eftir þessum atvikum. Vitnið kvaðst þó muna eftir að ákærði Anton hefði ráðist á brotaþola B . B hefði svo farið upp í lögreglubíl en Anton hefði hlaupið í burtu þegar lögreglan kom. Vitnið kvaðst ekki hafa verið undir mi klum áhrifum, en það væri langt um liðið. Aðspurt um tengsl sín við brotaþola B kvaðst vitnið vera félagi hans. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vitni að átökum inni í . Hann hefði verið staddur utandyra að borða, þegar einhver hefði öskrað að verið væri a ð lemja B , og þá hefði ákærði Anton ráðist að B . Vitnið kvaðst hafa náð að draga B úr þessum slagsmálum, en hann hefði legið á jörðinni. Þá hefði ákærði Anton ráðist á brotaþola. Kvaðst vitnið hafa séð ákærða Anton sparka í B einu sinni þegar hann lá í jör ðinni og heyrt að einhverjir vinir Antons hefðu einnig gert það. Vitnið gat ekki sagt til um það nákvæmlega hvar sparkið hefði lent í brotaþola. Þarna hefði verið saman kominn hópur af fólki í kring. Sjálfur hefði hann ekki viljað blanda sér í þetta, verið sjálfur á skilorði á þessum tíma. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærðu X eða Y ráðast að brotaþola, en kvaðst vita að þeir hefðu staðið þarna. Vitnið Í kom fyrir dóm og kvaðst hafa orðið vitni að atvikum umrætt kvöld. Hann hefði verið staddur inni í þ egar þar hefðu hafist einhverjar stimpingar, einhver orðaskipti sem hefðu svo færst út fyrir. Brotaþoli B og að því er vitnið hélt ákærðu Anton og X hefðu verið að rífast. Brotaþoli hefði reynt að kýla ákærða Anton en ekki hitt hann og þá verið sjálfur ký ldur í jörðina og laminn. Vitnið kvaðst hafa staðið yfir brotaþola B , til að varna því að hann yrði laminn, og stuttu seinna hefði lögreglan komið. Vitnið kvaðst þekkja ákærðu í sjón. Hann kvaðst hafa verið með vinum sínum í , ekki brotaþola þó, en viðu rkenndi að þekkja hann vel, brotaþoli væri vinur bróður síns. Vitnið kvaðst alltaf myndu hjálpa honum í slagsmálum. Nánar aðspurt um atvik kvaðst vitnið ekki muna eftir kærustu Antons, G , á svæðinu. Hann hefði ekki séð hver kýldi brotaþola niður en kvaðs t nokkuð viss um að báðir ákærðu X og Anton hefðu sparkað og kýlt í brotaþola og að spörkin hefðu lent ofarlega á brotaþola, sem hefði haldið um höfuðið. Kvaðst vitnið hafa ýtt ákærða X af brotaþola. Þá kvað vitnið brotaþola hafa verið illt í rifbeinum eftir á. Aðspurt hvort vitnið hefði séð ákærða Y á staðnum gat vitnið ekki svarað því til af öryggi. Vitnið T kom fyrir dóm og lýsti atvikum með þeim hætti að brotaþoli B hefði meitt sig á balli í , þegar strákur hefði stokkið ofan af sviðinu og sparkað í höfuðið á brotaþola. Þeir hefðu svo farið og kælt meiðsli hans. Seinna, þegar vitnið og brotaþoli voru komnir í , hefði brotaþoli beðið þennan strák um að biðjast afsökunar. Sá he fði neitað og gengið út. Brotaþoli hefði þá kastað dós í strákinn og úr því hefðu orðið slagsmál. Einhverjir hefðu komið aftan að brotaþola og úr því orðið slagsmál. Vitnið kvaðst hafa séð ágreininginn inni í , en ekki það sem gerðist þar fyrir utan. Aðspurður um skýrslu sína hjá lögreglu, þar sem vitnið kvaðst hafa séð þrjá menn sparka og kýla í brotaþola, sem hann þó vissi ekki nöfnin á, svaraði vitnið því til að hann hefði ekki beint séð þá, en heyrt sögur af því. U gaf skýrslu í síma við aðalmeðf erð málsins. Vitnið gerði grein fyrir því að brotaþoli B væri fyrrverandi kærasti sinn, en kvað þau ekki hafa verið par um liðna páska. Vitnið kvaðst hafa verið í nóttina sem þessi atvik urðu. Hún hefði verið að fara þaðan þegar hún hefði heyrt læti og farið að kanna hvað væri í gangi. Þá hafi hún séð brotaþola B í jörðinni og sýnst sem verið væri að draga Y og bróður hans, X , í burtu. Vitnið kvaðst hafa talið að slagsmálin tengdust brotaþola, hún hefði heyrt eitthvað og grunað að hann ætti hlut að máli þarna. Aðspurð hvort hún hefði séð þá bræður sparka í brotaþola B kvað vitnið sig minna það, en gat ekki fullyrt að svo væri. Vitnið fullyrti að hún hefði séð ákærða Y veita brotaþola högg. Aðspurt kvaðst vitnið vita hvernig þeir bræður líta út en gat ekk i svarað því hvort ákærði Anton Ívar hefði verið á staðnum, þar sem hún vissi ekki hver það væri. Einu andlitin sem hún hefði þekkt þarna hefðu verið þeirra bræðra. Nánar aðspurð um aðdraganda atvikanna fyrr um kvöldið kvaðst vitnið hafa frétt frá brotaþola B að ákærði X hefði hoppað af sviði í , enginn hefði gripið hann og þá hefði hann lent á brotaþola B . Kvaðst vitnið hafa orðið vitni að því atviki sjálft. Var v itnið ákveðið í að þar hefði ákærði X átt í hlut, taldi sig þekkja hann í sjón. Þá hefði sá hinn sami og hoppaði verið á vettvangi þegar B varð fyrir árásinni við . Vitnið kvaðst hafa verið undir áhrifum þetta kvöld. 10 Ú kom fyrir dóminn og kvaðst hafa ko mið umrætt kvöld inn í . Þar hefði þá verið rifrildi, margir strákar að rífast. Hann hefði pantað sér mat og farið út. Þar hefði hann séð brotaþola B hrinda kærustu ákærða Antons harkalega og þá hefði allt soðið upp úr og hann næst séð brotaþola B í jör ðinni. Vitnið kvaðst hafa séð sparkað í andlit brotaþola en ekki séð hver þar var að verki, en sér skildist að það hefði verið annaðhvort ákærði Anton eða ákærði X . Vitnið sagði að það hefði verið dimmt á staðnum, hann sjálfur undir áhrifum og margir í kr ing. Vitnið gat ekki lýst gerandanum eða klæðnaði hans, þar sem langt væri um liðið. Vitnið kvaðst hafa séð ákærða Y eftir á en ekki í slagsmálunum. Þá hefði hann verið að reyna að vernda bróður sinn. Um tengsl sín við aðila málsins kvaðst vitnið hafa verið með þeim Antoni, X og Y í grunnskóla og Y væri vinur sinn. Aðspurt kvaðst vitnið hafa séð ákærða X kýla brotaþola í andlitið. Sömuleiðis að upptök áfloganna hefðu verið þau að brotaþoli B hrinti G og þá hefðu þeir B , Anton og X farið að slást. Vitnið C , lögreglunúmer , kvað brotaþola B hafa legið í jörðinni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Þá hefði töluverður fjöldi af fólki verið á svæðinu. Lögreglumenn hefðu kannað ástandið á brotaþola og ákv örðun hefði verið tekin um að flytja hann á sjúkrahúsið í lögreglubílnum. Í framhaldi af því hefði fólkið á staðnum reynt að komast að brotaþola, einhverjir hefðu verið að benda lögreglu á þennan og hinn og segja hvað hafi gerst. Þegar brotaþola B hafi ver ið fylgt af vettvangi hafi ákærði Anton Ívar stigið út úr bifreið fyrir framan og sagt við D lögreglumann að hann þyrfti að biðja B afsökunar, hann hefði gert eitthvað á hans hlut og spurt hvort það væri í lagi með brotaþola. Múgurinn hefði þá orðið æs tari og viljað ná til ákærða Antons. Lögregla hafi þá handtekið Anton og ætlað að færa hann á lögreglustöð. Antoni hefði hins vegar tekist að rífa sig lausan og hlaupa af stað. Vitnið kvaðst hafa hlaupið á eftir Antoni og þeir hefðu hlaupið umhverfis . Vitnið kvaðst hafa náð Antoni fyrir utan afgreiðslu póstsins. Lögreglumaðurinn V hefði svo komið að og sömuleiðis ákærði X sem hefði þá ráðist aftan að sér. Vitnið kvaðst ekki hafa tekið eftir ákærða X á staðnum, enda þekkti hann manninn ekki. Um samskip ti við G , kærustu ákærða Antons, svaraði vitnið því til að hún hefði tálmað lögreglu inngöngu á lögreglustöðina og viljað fá Anton lausan. Hún hefði verið mjög æst og ráðist að lögreglumönnum. Vitnið kvaðst hafa séð G fyrst þar sem hún kom út úr bíl með An toni. D , lögreglumaður nr. , gaf símaskýrslu við aðalmeðferð málsins og sagðist svo frá atvikum að hann hefði komið á staðinn og séð mann liggja í jörðinni. Hefði vitninu þá verið tjáð að ráðist hefði verið á manninn og ítrekað sparkað í hann og sömule iðis bent á hugsanlegan geranda. Sá hafi komið gangandi að og viljað fá að biðjast afsökunar á einhverju sem hann hafði gert. Þar sem búið var að benda á viðkomandi var hann handtekinn og farið með hann inn á lögreglustöð. Það hafi svo farið þannig að hinn handtekni hefði rifið sig lausan og hlaupið í burtu. Aðrir lögreglumenn hefðu elt viðkomandi. Þarna hefði verið mikill mannfjöldi sem hefði hrópað ókvæðisorð að þessum manni og sagst ætla að ráðast á hann. Vitnið kvaðst hafa reynt að halda aftur af þeim h ópi. Hinn handtekni hefði náðst aftur af lögreglumanni sem hafi haldið honum þegar vitnið kom að. Þá hefði komið að annar maður, sem vitnið kvaðst þekkja af fyrri afskiptum, sem réðst þá að þeim lögreglumanni og sló hann í höfuðið þannig að sá gerandi var handtekinn líka. Vitnið kvaðst hafa þurft að ógna fólki með kylfu til að halda mannfjöldanum frá. Mikill hiti og mikil læti hefðu verið á svæðinu. Vitnið kvað geranda sem bent var á á vettvangi hafa verið Anton Ívar. Vitnið kvaðst ekki geta nafngreint þá sem bentu á ákærða Anton Ívar, hann þekki þau ekki, en þau sem venjulega starfi á gætu það betur. Vitnið V , lögreglumaður nr. , kvað lögregluna hafa verið kallaða til vegna slagsmála fyrir utan . Þar hefði legið maður í götunni, B , og haldið um höfuð sér þegar að var komið. Margt fólk hafi verið á staðnum og mikill skarkali í fólki. Maðurinn hafi verið fluttur í lögreglubifreið upp á sjúkrahús. Sjálfur hefði hann orðið eftir á staðnum ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum, C og D . Þá hafi ákærði Anton komið gangandi að þeim og sagst ætla að biðjast fyrirgefningar. Það hafi verið mikill æsingur í mannskapnum og þeir hefðu handtekið ákærða Anton og fært hann á lögreglustöð. Þegar að lögreglustöðinni var komið hefði ákærði Anton hlaupið f rá þeim, hringinn í kringum . C hafi náð Antoni við póstkassanna og þegar vitnið hafi komið að hafi ákærði X komið hlaupandi að og keyrt bæði lögreglumanninn C og ákærða Anton í jörðina. Vitnið kvað sér hafa brugðið við þetta. X hafi slegið 11 nokkrum sinn um í C en vitnið kvaðst hafa rifið ákærða af C , þá hafi D borið að og fleira fólk. D hafi tekið upp kylfu og beðið fólk að stíga frá. Í kjölfarið hafi þeir X og Anton verið handjárnaðir og færðir á lögreglustöð. Vitnið kvað tvo aðila hafa sagt sér að Anto n Ívar hefði ráðist að brotaþola B , þeir K og R . Svo hafi Anton Ívar komið gangandi úr bifreið sem lagt hafi verið í ysta bílastæðinu við , næst lögreglustöðinni. W læknir gaf símaskýrslu við aðalmeðferð málsins. Vitnið staðfesti að hafa verið læknir á sl. páska og hafa tekið á móti brotaþola umrætt kvöld. Kvaðst hann muna nokkuð glögglega eftir honum. Vitnið kvað brotaþola hafa greint frá því að hann hefði lent í útistöðum og það hefði verið sparkað í höfuðið á sér meðan hann lá á jörðinni. Aðspurðu r um ákverka á brotaþola kvaðst vitnið ekki muna eftir þeim nema líta í vottorð þar um. Hann myndi að hann hefði verið kallaður út um nótt, þar sem það hefði verið sparkað í höfuð á liggjandi manni. Áverkar mannsins hefðu svo ekki verið eins alvarlegir og hljómað hefði í fyrstu og viðkomandi hefði fengið að fara heim að lokinni skoðun. Vitnið kvaðst hafa skrifað nótur beint í tölvu, sem sér sýndist E læknir hafa tekið óbreyttar inn í vottorð sitt fyrir utan neðstu efnisgreinina. Vitnið kvaðst ekki geta útil okað að brotaþoli hefði fengið spörk í höfuðið, en aðspurt kvaðst vitnið heldur ekki geta staðfest ákveðið að svo hefði verið. Aðspurt kvað vitnið ekki útlokað að áverkar á höfði brotaþola hefðu komið við sitt hvort atvikið. IV Um ákærulið I. Í I. lið á kæru er öllum ákærðu gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás gegn B . Ákærði Y hefur játað sök, eins og henni er lýst í ákæru, en hinir, Anton Ívar Ísaksson Christensen og X , hafa báðir staðfastlega neitað sök samkvæmt þessum ákærulið. Um aðdraganda þeirra atvika sem ákært er fyrir má telja óumdeilt að ákærði Anton hafi að kvöldi þess 16. apríl 2017 gert sér að leik að stökkva af sviði í menningarmiðstöðinni út í hóp tónleikagesta. Stökkið tókst þó ekki betur til en svo að brotaþoli B varð fyrir á kærða Antoni í fallinu, og fékk hné ákærða Antons í andlitið, þannig að af hlaust glóðarauga. Síðar sama kvöld eða nótt var mikill mannfjöldi kominn saman í veitingahúsinu . Þar á meðal ákærði Anton og brotaþoli B , sem gekk þá að ákærða Antoni og vildi að hann bæði sig afsökunar á atvikinu sem áður var lýst. Það var ákærði Anton ekki reiðubúinn að gera og af spannst rifrildi milli þeirra sem endaði með slagsmálum utan við veitingastaðinn. Hafa þrír aðilar sem komu fyrir dóminn sagst hafa endað þar í götunni og orðið fyrir spörkum og höggum frá mannfjölda sem þarna var saman kominn, það er brotaþoli B , ákærði Y og G , unnusta ákærða Antons. Þá hafa önnur vitni borið um að hafa séð ýmist einn eða tvo einstaklinga liggj a í götunni og að þessir einstaklingar hafi orðið fyrir höggum og spörkum þar sem þeir lágu. Hafa mörg vitni borið að þar hafi legið brotaþoli B og önnur að þar hafi einnig legið G en ekki hafa öll vitni þekkt hlutaðeigandi með nafni eða verið viss um hvor t um karl eða konu hafi verið að ræða. Verður þó að telja sannað að brotaþoli B hafi án nokkurs vafa lent í götunni í umrætt sinn og þá orðið fyrir höggum og eða spörkum þar sem hann lá. Er þá verkefni dómsins að skera úr um aðkomu og þátt hvers ákærðu í þ ví athæfi, hvað sannað er í því. Ákærði Anton Ívar hefur kannast við að hafa lent í rifrildi við brotaþola, sem að sögn ákærða elti hann fyrir utan og kallaði á eftir honum. Ákærði, sem kvaðst ekki muna vel eftir öllu sem gerðist umrætt kvöld, og jafn framt að hann hefði drukkið nokkuð stíft, taldi engu að síður líklegt að einhverjar stimpingar hefðu verið milli sín og brotaþola, en hann hefði ekki slegið brotaþola. Þá kvaðst ákærði minnast þess að hafa farið upp í bíl systur kærustu sinnar. Hann hefði svo frétt að eitthvað hefði gerst og lögreglan væri að leita sér og því hafi hann farið til lögreglunnar. Þá hefði hann verið handtekinn fyrir líkamsárás gegn brotaþola. Ákærða Y og bróður hans, ákærða X , ber saman um að þeir hafi setið á tröppum við ver slunina handan við þegar rifrildi hófst þar fyrir utan og að þeir hafi gengið að því. Ákærði Y kvaðst hafa séð ákærða Anton, brotaþola B og F koma út úr veitingastaðnum og þeir hefðu verið að rífast. Viðurkenndi ákærði Y að þá hefði hann lent í átökum við brotaþola, en sér hefði sýnst brotaþoli ætla að 12 slá til G , unnustu ákærða Antons. Þeir hefðu svo báðir fallið í götuna. Kvaðst ákærði sjálfur hafa fundið fyrir spörkum og höggum þar sem hann lá í götunni með brotaþola, en ekki séð hvaðan þau ko mu. Ákærði kvaðst hvorki hafa séð ákærða Anton né ákærða X slá til brotaþola B eða snerta hann, aðeins séð þá rífast. Ákærði X kvaðst hafa verið dreginn burtu af vettvangi af F , yfir að dyrunum að , við verslunina . Kvaðst hann hafa séð að minnsta kosti þrjár, fjórar manneskjur sparka í brotaþola B , en hvorki séð né þekkt almennilega hverjir það voru. Kvaðst hann ekki hafa séð ákærða Anton meðan verið var að sparka í brotaþola B . Brotaþoli B kvaðst sjálfur hafa ver ið ölvaður þetta kvöld. Hann kvað kvöldið hafa verið mjög skemmtilegt, þar til hann fékk höggið á andlitið í . Eftir það hefði hann orðið pirraður og þurft að vera með klaka á andlitinu en hann hefði fengið áverka við hægra auga þegar ákærði Anton rak h néð í hann. Brotaþoli kannaðist við að hafa krafið ákærða Anton um fyrirgefningu vegna þessa atviks síðar í og að hafa kastað bjórdós í ákærða. Eftir það hefði ákærði Anton ýtt sér ofan í bás þar sem setið er á staðnum. Kvað hann þá hafa verið rekna út af staðnum í kjölfar þessa. Fyrir utan hafi hann rifist við kærustu ákærða Antons, G , um það af hverju hann hef ði kastað bjórdósinni og kvað G hafa sparkað í sig. Hann hefði þá ýtt við henni og í framhaldi af því hefði hann lent í götunni. Þar hefði hann legið og haldið um höfuðið og fengið í sig mörg spörk. Brotaþoli kvaðst ekki vita hver hefði veitt honum spörkin en hefði frétt daginn eftir að það hefðu ákærðu gert. Hvað varðar mat á trúverðugleika framburðar ákærðu og brotaþola ber að mati dómsins að líta til þess að allir hlutaðeigandi kváðust hafa verið undir áhrifum áfengis er þau atvik urðu sem málið varðar. Ákærðu Anton Ívar og X mundu hvorugir vel eftir atvikum í skýrslu sinni hjá lögreglu. Framburður ákærða Y fyrir dómi var í ágætu samræmi við framburð hans hjá lögreglu daginn eftir atvikin, að öðru leyti en því að hjá lögreglu kvaðst ákærði hafa kýlt brot aþola og miðað á andlit hans en vissi ekki hvort hann hefði hitt. Þykir framburður hans því í sjálfu sér ekki ótrúverðugur. Hvað framburð brotaþola B varðar er það að segja að ágætt samræmi var í framburði hans af atvikum hjá lögreglu og fyrir dómi. Hjá lögreglu staðhæfði brotaþoli þó að gerendur hefðu verið ákærðu, en fyrir dómi gat brotaþoli ekki nafngreint gerendur í málinu. Þykir framburður hans fyrir dómi í sjálfu sér ekki ótrúverðugur. Auk brotaþola komu 14 vitni fyrir dóm til að bera um það sem ge rðist þetta kvöld og að auki þrír lögreglumenn sem komu á vettvang. Vitnið J kvaðst hafa séð ákærðu X og Y ráðast á brotaþola B og veita honum einhver högg. Ó kvaðst hafa séð þrjá stráka sparka í brotaþola og kvaðst hafa dregið einn ítrekað frá vettvangi en gat ekki lýst honum né öðrum gerendum fyrir dómi. Hjá lögreglu kvaðst vitnið hafa séð fimm stráka sparka í brotaþola liggjandi. Hann hefði dregið einn þar frá, dökkhærðan, síðhærðan í svörtum jakka og grárri hettupeysu. Sá hefði síðar farið með lögreglu af vettvangi eftir að rauðhærði drengurinn, sem hefði ráðist að brotaþola inni á , hafði verið handtekinn. Má telja víst að þar hafi vitnið átt við ákærða X sem fór með lögreglu eftir handtöku ákærða Antons. Vitnið F kvaðst hafa séð ákærða Anton sparka í brotaþola B og sömuleiðis kvaðst vitnið Í hafa séð bæði ákærða Anton og ákærða X kýla og sparka í brotaþola. Þá bar lögreglumaðurinn V fyrir dómi að vitnin K og R hefðu á vettvangi bent á ákærða Anton sem geranda. Önnur vitni gátu ekki með öruggri vissu nafngreint ákærðu sem gerendur í þessu máli í skýrslum sínum fyrir dómi. Hins vegar báru vitnin S og Ú báðir á þann veg fyrir dómi að þeir hefðu séð sparkað í andlit brotaþola þar sem hann lá í götunni. Að virtum fra mburði þessara vitna, sem ekki er ástæða til að draga í efa, og með hliðsjón af þeim atvikum sem á undan höfðu gengið og gögnum málsins telur dómurinn sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um að hafa veist að brotaþola B með ofbeldi aðfaranótt 16. apríl 2017 með þeim hætti sem lýst er í ákæru og háttsemi þeirra þar rétt heimfærð til refisákvæðis. Um ákærulið II. Í II. lið ákæru er ákærða X gefið að sök að hafa ráðist að lögreglumanni við skyldustörf, með því að ráðast aftan að honum þannig að hann féll í jörðina, og með krepptum hnefa kýlt lögreglumanninn 13 nokkur högg þannig að lögreglumaðurinn varð fyrir nánar tilgreindum meiðslum. Með háttsemi sinni hafi ákærði leitast við að hindra lögreglumanninn í framkvæmd starfa sinna en hann stóð að handtöku annars manns. Er brot ákærða talið varða við 1. mgr. 106 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af játningu ákærða, sem fær stoð í framburði vitna, verður ákærði sakfelldur fyrir það brot sem honum er gefið að sök og þykir rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. VII. Ákærði Y er fæddur árið 1996. Ákærði var dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi héraðsdóms Austurlands 24. maí sl., fyrir brot gegn 1. mgr. 217 gr. almennra hegningarla ga. Brot ákærða nú framdi hann áður en framangreindur dómur var kveðinn upp og verður honum því dæmdur hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, vegna fyrrgreinds dóms. Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til þess að ákærði játaði brot si tt skýlaust. Með vísan til framangreinds, 3. tl. 70 gr. almennra hegningarlaga, sem og 2. mgr. sama ákvæðis, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum hal di ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum. Ákærði X er fæddur árið 1994. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur játað sakir samkvæmt ákærulið II. Með vísan til framangreinds, 77. gr. almennra hegningarlaga, 3. tl. 70. g r. sem og 2. mgr. sama ákvæðis almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sjö mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum. Ákærði Anton Ívar Ísaksson Christensen er fæddur árið 1994. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Refsing ákærða þykir að teknu tilliti til 3. tl. 70. gr. almennra hegningarlaga, sem og 2. mgr. sama ákv æðis, hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum. Með vísan til 235. gr. laga um meðferð sak amála nr. 88/2008 verður ákærðu gert að greiða sakarkostnað. Með hliðsjón af því að ákærði Y játaði sök þegar við upphaf málsmeðferðar verður ekki felldur á hann kostnaður af aðalmeðferð málsins. Ákærði Y greiði því málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kr istjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 231.880 krónur, en þá hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ákæruvaldið hefur lagt fram gögn um sakarkostnað vegna vitna. Hefur dómurinn fallist á eftirfarandi sakarkostnað vegna málsins: Útlagðan ferðakostnað J , 39.650 kr., útlagðan ferðakostnað og vinnutap samkvæmt vottorði vinnuveitanda R , samtals 84.958 krónur, útlagðan ferðakostnað og vinnutap samkvæmt vottorði vinnuveitanda Ó , samtals 61.563 krónur. Kröfu S um greiðslu kostnaðar er hafnað að svo stöddu se m órökstuddri og sömuleiðis kostnaði Í . Samtals nemur sakarkostnaður vegna vitna 186.171 krónu sem ákærðu Antoni Ívari og X verður gert að greiða hvorum um sig til helminga eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði X greiði auk þess málsvarnarlaun skipaðs v erjanda síns, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 843.200 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts Ákærði Anton Ívar Ísaksson Christensen greiði auk þess málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björns Jóhannessonar lögmanns, 569.160 krónur, en þá he fur verið tekið tillit til virðisaukaskatts auk útlagðs kostnaðar lögmannsins, 85.135 króna. Fyrir dómsuppsögu var gætt ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Dóm þennan kveður upp Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari. DÓMSORÐ: Ákærði Y sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum. Ákærði X sæti fangelsi í sjö mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinna r og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum. 14 Ákærði Anton Ívar Ísaksson Christensen sæti fangelsi í fimm mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga með síðari breytingum. Ákærði Y greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 231.880 krónur. Ákærði X greiði 936.285 krónur í sakarko stnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 843.200 krónur. Ákærði Anton Ívar Ísaksson Christensen greiði 747.380 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Björns Jóhannessonar lögmanns, og kostnað lögmannsins, samtals 654.295 krónur.