LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 30. nóvember 2018 . Mál nr. 117/2018: Ákæruvaldið ( Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn Héðni Búa Ríkharðssyni ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) (Þyrí Halla Steingrímsdóttir réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Skaðabætur . Útdráttur H var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn A samkvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við A gegn hennar vilja, með því að stinga fingrum í leggöng h ennar og hafa við hana samræði þar sem hún lá sofandi í sófa , og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Var refsing H ákveðin fangelsi í tvö ár auk þess sem honum var gert að greiða A 1.5 00.000 krónur í miskabætur . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar Íslands 22. desember 2017 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun . Gögn málsins bárust Landsrétti 2. janúar 2018 en samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laga nr. 49/2016, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, hefur málið verið rekið fyrir Landsrétti frá þeim tíma. Áfrýjað er dómi Hé raðsdóms Norðurlands eystra 11. desember 2017 í málinu nr . S - /2017 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing verði milduð . Einnig krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá héraðsdómi en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. Loks er þess krafist að málsvarnarlaun verði greidd úr ríkissjóði. 4 Brotaþolinn, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 1.800.000 krón ur í miskabætur með nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Til vara krefst 2 hún þess að dómur héraðsdóms um greiðslu miskabóta að fjárhæð 1.500.000 krónur með vöxtum, eins og greinir í dómsorði, ver ði staðfestur. Loks er gerð krafa um greiðslu þóknunar til handa skipuðum réttargæslumanni. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 M álsatvikum og framburði ákærða og vitna er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. 6 Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti var spilaður útdráttu r úr upptökum af framburði ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi. Ekki var óskað eftir munnlegri sönnunarfærslu fyrir Landsrétti af hálfu ákæruvalds og ákærða. Niðurstaða 7 Ákærða er í máli þessu gefið að sök að hafa að morgni sunnudagsins 23. október 2016, að á Akureyri, haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola gegn vilja hennar, með því að stinga fingrum í leggöng hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá sofandi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ö lvunar. 8 Í máli þessu lýsa ákærði og brotaþoli atvikum í sófa á heimili ákærða með ólíkum hætti. 9 Ákærði segir að hann hafi átt frumkvæðið að atlotum þeirra en brotaþoli hafi hallað sér að honum er vitnið B , sem einnig var gestkomandi hjá ákærða, fór úr só fanum og af heimili ákærða. Ákærði segist ekki vita hvort brotaþoli var vakandi er vitnið fór. Brotaþoli hafi tekið þátt í atlotunum, hún hafi sett rass sinn að honum og nuddað sér upp við hann, stunið og farið upp á fjórar fætur er hann hafði samræði við hana aftan frá. Brotaþoli hafi verið vakandi enda hafi atlotin byrjað í framhaldi af samræðum þeirra í milli. Hún hafi aldrei beðið hann um að hætta. 10 Brotaþoli segir að hún hafi verið sofandi er vitnið B fór af heimili ákærða, rétt rumskað er hann kvaddi og ekkert rætt við ákærða eftir að vitnið fór. Hún hafi svo vaknað við að ákærði setti hálflamast , spurt hann hvað hann væri að gera en hann hafi engu svarað. Hann hafi tekið niður um hana buxur og næ rbuxur og haft við hana samræði, fyrst á hlið og svo hafi hann velt henni á magann og haft við hana samræði um leggöng að aftan. Hún hafi sagt honum að hætta tvisvar sinnum. 11 Ákærði og brotaþoli bera bæði að enginn kynferðislegur samdráttur hafi verið með þeim fyrr um kvöldið, engir kossar hafi verið fyrir samræðið, ákærði hafi fært buxur og nærbuxur brotaþola niður án þess að brotaþoli hafi hjálpað til og að engin orð hafi farið þeim í milli eftir að samræðinu lauk. 12 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um me ðferð sakamála, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, hvílir á ákæruvaldinu að færa sönnur á sekt ákærða. Það er dómenda að meta hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun 3 viðurlaga við broti, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Tekur þetta mat meðal annars til þess hvaða sönnunargildi skýrsla ákærða eigi að hafa sem og skýrslur vitna. Í þessu sambandi geta skýrslur vitna, sem ekki hafa skynjað atvik af eigin r aun, haft þýðingu, enda sé unnt að draga ályktanir um sakarefnið af slíkum framburði. 13 Brotaþoli hefur verið skýr í svörum sínum um atvik málsins, framburður hennar hefur verið stöðugur um helstu atvik allt frá því að hún gaf skýrslu hjá lögreglu 27. októbe r 2016, fjórum dögum eftir atvikið. 14 Framburður ákærða hefur að sama skapi verið nokkuð stöðugur um helstu atvik frá því að hann gaf skýrslu hjá lögreglu 3. nóvember 2016 en ákærði leitaðist þó í framburði sínum fyrir héraðsdómi við að gera heldur meira úr þátttöku brotaþola í kynferðisathöfnunum en hann hafði borið um fyrir lögreglu. Frásögn ákærða af aðdraganda þess að hann hafði samræði við brotaþola er hins vegar með nokkrum ólíkindum. Ákærði, sem var kunnugur brotaþola, ber að sam ræðið hafi hafist án no kkurrar snertingar, blíðuatlota eða kynferðislegra athafna þeirra í milli þar á undan, svo sem kossa, utan þess að hann hafi sett hönd sína inn undir nærbuxur brotaþola og sett fingur í leggöng hennar. Það hafi hann gert í framhaldi af samtali þeirra um hv að á daga þeirra hefði drifið undanfarin ár og samræðið svo hafist í framhaldi af því. Samræðinu hafi svo lokið án þess að nokkuð hafi verið sagt . Brotaþoli hafi risið upp orðalaust og farið. 15 Þ ótt ákærði og brotaþoli séu ein til frásagnar um það, sem gerð ist eftir brottför vitnisins B af heimili ákærða, liggur fyrir framburður vitnanna C , sem brotaþoli vakti fáum mínútum eftir að hún yfirgaf íbúðina, og D læknis, sem ræddi við hana og annaðist læknisskoðun á henni um hálftíma síðar. Báðir bera þeir að brot aþoli hafi verið í miklu áfalli. Vitnið D staðfesti jafnframt skýrslu, sem hann gerði í framhaldi af skoðun á brotaþola, þar sem fram kemur að ekki hafi fundist áverkar á brotaþola en þó verið roði í leggangaopi að aftan sem passi við frásögn brotaþola. Br otaþoli bar að hún hefði fundið til við samfarirnar og átt erfitt með að sitja á eftir vegna verkja. Sú frásögn brotaþola er og í samræmi við það sem vitnið C bar um að brotaþoli hefði átt erfitt með að setjast inn í bíl hans og kvartað undan miklum sársau ka. Þá kannaðist vitnið B við framburð sinn hjá lögreglu um að ákærði og brotaþoli hafi eiginlega verið sofandi í sófanum þegar hann ákvað að fara heim. 16 Þá er til þess að líta að brotaþoli sendi ákærða svofelld skilaboð á samskiptamiðlinum Facebook mánudag spurja er ég skíthrædd er ekki á sömu bla ðsíðu, það var boðið þér þrisvar að fara í taxa heim og allskonar, og þegar ég lagðist í sófann hallaðirðu þér frá B og yfir til mín, og hefði ég heyrt hættu 4 hefði ég gert það, mér finnst alveg ömurlegt að heyra þetta og get lítið gert nema beðist innilegr Ákærði gaf þá skýringu á afsökunarbeiðni sinni fyrir héraðsdómi að hann hefði beðið [honum] i 17 Eins og að framan greinir hefur framburður brotaþola um atvik málsins verið staðfastur og trúverðugur. Þá fær framburður hennar stuðning í framburði vitna er hittu hana skömmu eftir að atvik áttu sér stað. Með hliðsjón af framangreindu og með vísan til ólí kindalegs framburðar ákærða um aðdraganda þess að hann leitaði á brotaþola og hafði við hana samræði þykir ótrúverðug sú frásögn hans að samræðið við brotaþola hafi farið fram með vitund hennar og vilja. 18 Samkvæmt matsgerð rannsóknastofu í lyfja - og eiture fnafræði við Háskóla Íslands frá 24. nóvember 2011 sýna niðurstöður blóð - og þvagsýna, sem tekin voru úr brotaþola að morgni 23. október 2016, að hún var undir áhrifum áfengis þegar sýnin voru tekin. Jafnframt segir þar að etanólstyrkur í blóði hennar hafi verið um 1,1 klukkan sjö að morgni þann dag, að því gefnu að brotaþoli hafi hætt drykkju að mestu leyti upp úr klukkan sex þann morgun. Brotaþoli bar sjálf um að hún hefði hætt drykkju um klukkan fjögur. Ekki mældust önnur vímuefni í blóð - eða þvagsýni. 19 Þótt brotaþoli verði samkvæmt þessum niðurstöðum ekki talin hafa verið mjög ölvuð að morgni 23. október 2016 þegar atvik áttu sér stað verður, með hliðsjón af framburði vitnisins B og brotaþola sjálfrar, lagt til grundvallar að áður en vitnið fór af heimi li ákærða hafi mikil þreyta verið farin að sækja á brotaþola og hún sofnað. Með hliðsjón af framburði vitna verður lagt til grundvallar að klukkan hafi verið farin að nálgast hálfátta er vitnið B yfirgaf heimili ákærða. Með hliðsjón af framangreindu þykir ekki varhugavert að leggja til grundvallar að brotaþoli hafi sökum ölvunar og magnleysis, er hún vaknaði við að ákærði var með hönd sína inn undir nærbuxum hennar, ekki getað varist því að ákærði setti fingur í leggöng hennar og nær jafnskjótt dregið niður buxur og nærbuxur hennar og haft við hana samræði. 20 Samkvæmt þessu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi stungið fingrum í leggöng brotaþola þar sem hún lá sofandi og hafi að því búnu haft samræði við brotaþola en brotaþoli hafi ekki, sökum ölvun ar og svefndrunga, getað spornað við þeim verknaði. Fellur sú háttsemi ákærða innan verknaðarlýsingar í ákæru. Verður ákærði af þessum sökum sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru en hún á undir 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarla ga, með síðari breytingum, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2018. 21 Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða og sakarkostnað verða staðfest. 22 Brot það sem ákærði er sakfelldur fyrir var til þess fallið að valda brotaþola miklum miska. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem fyrir liggja um þær andlegu 5 afleiðingar sem brotaþoli hefur þurft að glíma við vegna brots ákærða verða ákvæði héraðsdóms um miskabætur staðfest. 23 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins eins og greinir í dómsorði, þar með tali n málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.302.260 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 1.054.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Þyríar Steingrímsdóttur lögmanns, 186.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra mánudaginn 11. desember 2017 Mál þetta, sem dómt ekið var 16. október sl., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni ], , Akureyri ; á Akureyri , haft samræði og ön nur kynferðismök við A gegn hennar vilja, með því að stinga fingrum í leggöng hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá sofandi í sófanum og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar, en A var gestkomandi á heim ili ákærða. Telst þetta varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði v erði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.800.000, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. október 2016 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að mati dómara eða samkvæmt málskostnaðarreikningi verði slíkur reikningur Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði krefst þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfunni og til þrautavara að krafan verði lækkuð. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði lag ður á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ásgeirs Arnar Blöndal hdl., ásamt virðisaukaskatti. I. 1. Af rannsóknargögnum lögreglu verður ráðið að brotaþolinn , hafi um nónbil miðvikudaginn 26. o któber 2016 leitað til E , rannsóknarlögreglumanns á Akureyri , og falast eftir upplýsingum um kæruferli vegna ætlaðs kynferðisbrots, sem hún kvaðst hafa mátt þola að 6 morgni sunnudagsins 23. sama mánaðar. Brotaþoli upplýsti jafnframt lögreglumanninn um að hú n hefði þá þegar þegið þjónustu á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri vegna hins ætlaða brots. Liggur fyrir að vegna þessa var brotaþola tilnefndur réttargæslumaður, en í kjölfarið, fimmtudaginn 27. október, klukkan 11:00, gaf hún formlega skýrslu hjá lögreglu, og kærði þá jafnframt ákærða í máli þessu, Héðin Búa Ríkharðsson, fyrir greint brot. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu voru vitnin C og B yfirheyrð um málsatvik miðvikudaginn 2. nóvember 2016. Þá var ákærði yfirheyrður um kæruefnið fimmtudaginn 3. nóvember, að viðstöddum tilnefndum verjanda sínum. Sama dag var vettvangur, í tveggja herbergja íbúð ákærða, , rannsak aður af lögreglu, en einnig voru ljósmyndir teknar í íbúðinni. Nefndar fram burðarskýrslur voru teknar upp með hljóði og mynd og er u viðeigandi gögn, en einnig ljósmyndir af vettvangi, á meðal málsskjala. 2. Málsatvik eru samkvæmt gögnum lögreglu, en einnig skýrslum fyrir dómi, ágreiningslaus að því leyti, að aðfaranótt sunnudagsins 23. október 2016 lögðu ákærði og brotaþoli leið sín a á skemmtistaði í miðbæ Akure yrar, en þau voru þá bæði undir áhrifum áfengis. Ákærði var er þetta gerðist í fylgd nokkurra félaga, en á meðal þeirra var trúnaðarvinur hans, vitnið B . Í fylgd brotaþola var aftur á móti nafngreind vinkona hennar. Um klukk an 4:00 nefnda nótt voru nefndir aðilar á meðal gesta skemmtistaðar við Skipagötu, en eftir lokun staðarins höfðust þeir við þar fyrir utan ásamt fleira fólki. Liggur fyrir að við þessar aðstæður tóku brotaþoli og B tal saman, en vinskapur hafði verið með þeim að brotaþoli hafi afráðið að slást í hópinn. Í kjölfarið fóru ákærði, B og brotaþoli með leigubifreið að heimili þess fyrstnefnda, en óumdeilt er að hann og brotaþoli voru er atvik gerðust vel málkunnug frá fyrri tíð. Samkvæmt gögnum stöldruðu ákærði og flestir gesta hans frekar stutt við í íbúð hans, en afréðu í þess stað, um klukkan 5:00, að leggja leið sína í annað hóf í bænum. Vitnið B og brot aþoli ákváðu að halda kyrru fyrir í íbúð ákærða og höfðust þau eftir þa ð þar ein við, nánar tiltekið í þriggja sæta útdregnum svefnsófa. Óumdeilt er að ákærði var einn á ferð er hann kom á ný í íbúð sína eftir síðara næturpartíið. Verður helst ráðið af gö gnum að þá hafi klukkan verið um 6:00 til 6:30. Við komu ákærða í íbúðina voru B og brotaþoli sem fyrr í nefndum stofusófa og er óumdeilt að ákærði kom sér þar einnig fyrir, nánar tiltekið í þeim hluta hans, sem var næst stofuglugganum. Var brotaþoli þan nig á milli ákærða og B . Af skýrslum verður helst ráðið að eftir þetta hafi nefndir aðilar átt í einhverjum orðaskiptum, en enn fremur að B hafi fljótlega risið á fætur og í framhaldi af því farið út úr íbúðinni. Eftir þetta voru ákærði og brotaþoli ein í íbúðinni og liggur fyrir að þeir atburðir gerðust þ eirra í millum sem ágreiningur er um, en leiddu síðar til kæru og útgáfu ákæru máls þessa. Samkvæmt rannsóknargögnum hringdi brotaþoli eftir leigubifreið mjög skömmu eftir að hún hvarf út úr íbúð ákærða , klukkan 8:26, en eftir það leitaði hún ásjár hjá vitninu C, sem ók henni á Sjúkrahúsið á Akureyri. 3. Í skýrslu Sjúkrahússins á Akure yri, um kynferðismál/kynferðislega árás , sem m.a. er rituð af D , forstöðulækni , dagsettri 23. októb er 2016, kemur fr am að brotaþoli hafi umræddan morgun óskað eftir réttarlæknisfræðilegri skoðun, klukkan 9:00. Í skýrslu forstöðulæknisins er skráð frásögn brotaþola, þ. á m. að hún hafi farið með vini inn á verið ölvuð, að h ún hafi orðið eftir í íbúðinni þegar vinur hennar fór heim og sofnað í stofusófa, en vaknað um klukkan 8:00 við að gerandinn hafi verið ýta frá sér en sofnaði og fraus. 7 Nánar er haft eftir Hann náði að draga af henni nærbuxur og leggings. Hann hafði samfarir fyrst á hlið en ýtti henni síðan á kviðinn, hélt henni niðri, hafði samfarir við hana í leggöng aftan frá. Hafði sáðlát. Á eftir var hún alger lega dofin. Klæddi sig, pantaði leigubíl og fór . Í nefndri skýrslu er hakað við atriði sem eru forskráð á tiltekið eyðublað og þá samkvæmt frásögn brotaþola um hið ætlaða brot. Er þannig hakað við að kynmökin hafi verið um leggöng, að snerting hafi v erið með getnaðarlim, að káfað hafi verið á kynfærum, brjóstum og rassi, að fingur hafi verið settur í leggöng, að sáðlát hafi verið um leggöng og að smokkur hafi ekki verið notaður. Einnig er hakað við að kynmökin hafi ekki verið um endaþarm. Í skýrslu l æ knisins er skráð að föt brotaþola hafi ekki verið rifin og að hin umbeðna læknisskoðun hafi farið fram klukkan 10:30. Um ástand brotaþola segir nánar: Í niðurstöðuorðum í skýrslu læknisins segir um Kemur mjög fljótlega eftir atburð. Er í áfalli og grætur. Er samvinnuþýð en frásögn ruglingsleg á köflum. Ekki finnast áverkar en þó roði í leggangaopi að aftan, passar við frásögn. Ekki grunur um þvingaða lyfjatöku. Tekin voru sýni úr leggöngum til DNA til rannsóknar. Ekki sáust s Áverkum á kynfærum brotaþola er nánar lýst í skýrslunni, þ. á m. með áritun á teikningum. Er áréttað að um roða hafi þó ekki rof á yfirborði, ekki blæðing. 4. Samkvæmt sérfræðigögnum voru tekin blóð - og þvagsýni úr brotaþola á meðan á sjúkrahúsdvöl hennar stóð umræddan morgun, klukkan 09:25, 09:30 og 10:30. Af hálfu lögreglu voru sýnin send Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði við Háskóla Íslands og þá með tilliti til rannsóknar á magni alkóhóls og a nnarra vímuefna. Samkvæmt matsgerð Rannsóknastofunnar, sem dagsett er 24. nóvember 2016, reyndist alkóhól Tekið er fram að ólögleg fíkniefni hafi ekki verið í m ælanlegu magni í sýnunum. Að beiðni lögreglu létu sérfræðingar Rannsóknastofunnar í ljós álit á áætluðu áfengismagni hjá brotaþola um klukkan 7:00 þann 23. október 2016. Segir um það álitaefni í matsgerðinni: Niðurstöður mælinga í blóði og þvagi sýna að hlutaðeigandi hefur verið undir áhrifum áfengis, þegar sýnin voru tekin. Niðurstöður mælinganna benda til þess að styrkur etanóls í blóðinu hafi verið fallandi á þeim tíma, það styður niðurstaða úr síðara blóðsýninu. Hlutfall milli þvags og blóðs er 1,45, sem bendir einnig til þess að nokkur tími hafi liðið frá því að hluteigandi neytti áfengis síðast. 07:00 að því gefnu að drykkju hafi að mestu verið lokið up p úr klukkan 06:00 þennan morgun. 5. Ágreiningslaust er að brotaþoli var í fésbókarsamskiptum við ákærða mánudagskvöldið 24. október 2016, en samkvæmt staðfestri útskrift ritaði brotaþoli svofelld skilaboð til hans klukkan 23:09 : Áttar þú þig á því hvað þú gerðir? Ákærði svarar klukkan 23:28 : Veit ekki alveg hverju þú vilt að ég svari. Brotaþoli ritar : Bara sannleikanum. Ákærði svarar: Fyrst að þú ert að spurja er ég skíthræddur um að hafa misskilið eitthvað, enda ekki í sérstöku ástandi. B rotaþoli ritar : Ég sé ekki alveg hvað er að misskilja þar sem ég var sofandi og vaknaði við þig og sagði hættu og nei. Ákærði svarar : Ég er ekki á sömu blaðsíðu, það var boðið þér þrisvar að fara í taxa heim og allskonar, og þegar ég lagðist í sófann hallaðirðu þér frá B og yfir til mín, og hefði ég heyrt hættu hefði ég gert það, mér finnst alveg ömurlegt að heyra þetta og get lítið gert nema beðist innilegrar afsökunar og finnst hundleiðinlegt að heyra þetta ... er ónýtur að innan. 8 Fyrir liggur að b rotaþoli var einnig í fésbókarsamskiptum við vitnið B miðvikudaginn 26. október nefnt ár, en samkvæmt staðfestri úrskrift ritar brotaþoli til vitnisins svohljóðandi skilaboð: Hæ, þarna í eftirpartýinu ég var sofandi þegar þú fórst er það ekki? Vitnið s varar : Blessuð, þú svafst eins og grjót ... hvað ertu að spá? Gerðist eitthvað eftir að ég fór? Brotaþoli ritar : Fyrirgefðu en ég bara treysti mér ekki í að tala um þetta núna. Vitnið ritar : Allt í góðu ... er í lagi með þig samt? Brotaþoli svarar : Ég get nú ekki sagt það. 6. Rannsóknargögn lögreglu voru send héraðssaksóknara 2. desember 2016, en í framhaldi af því var gefin út áðurrakin ákæra. Málið var þingfest 28. júní sl. Við meðferð málsins fyrir dómi voru m.a. lögð fram vottorð um óvinnufærni brotaþola frá 25. október 2016 til 7. febrúar 2017, en einnig ótímabundið vottorð heilbrigðisstarfsmanna um óvinnufærni hennar frá 19. nóvember 2016. Þá voru lögð fyrir dóminn sálfræðivottorð um brotaþola og ákærða. 7. rahússins á Akureyri, ritaði vottorð um brotaþola, sem dagsett er 23. júní sálrænnar afleiðingar kynferðisbrots, sem hún varð fyrir og þær greiningar sem hún var með. Í upphafsorðum vottorðsins segir frá því, að e ftir að brotaþoli kom á Sjúkrahúsið á Akureyri, þann 23. október 2016, hafi mál hennar farið í farveg neyðarmóttöku nauðgana. Hafi brotaþola m.a. tvívegis verið vísað til félagsráðgjafa, en síðan til meðferðar hjá nefndum sálfræðingi. Greint er frá því a ð brotaþoli hafi verið í sálfræðimeðferð frá 11. nóvember 2016 til 23. júní 2017, og á því tímabili farið í ellefu viðtöl. Greint er frá því að á nefndu tímabili hafi brotaþoli að auki verið til meðferðar á , og að þá hafi hún fengið svohljóðandi greiningu: Í vottorðinu greinir sálfræðingurinn frá því að brotaþoli hafi í tvígang farið í greiningarviðtöl, við upphaf og lok meðferðar , . Loks hafi verið gert sálfræðilegt mat á brotaþola. Í vottorðinu se gir frá því að brotaþoli hafi Í sálfræðivottorði G um ákærða, sem dagsett er 21. september 2017, sbr. að því leyti skýrslu hans fyrir dómi, segir að ákærði hafi fyrst þegið sálfræðimeðferð þann 23. mars 2017. Tekið er fram að tilefni meðferðarinnar h afi verið ákærða vegna kæru og síðar ákærumeðferðar þessa máls. Er í því sambandi m.a. bent á að ákærða hafi verið gert að taka tímabundið leyfi frá vinnu, sem ekki hafi verið afturkallað. Í vottorðinu er greint frá því að samkvæmt Í vottorðinu e II. Ákærði neitaði sök við aðalmeðferð máls þessa, líkt og hann hafði áður gert við þingfestingu, en einnig við yfirheyrslu hjá lögreglu. Jafnframt hafnaði ákærði einkaréttarkröfu brotaþola. Fy rir dómi skýrði ákærði frá því að er atvik máls þessa gerðust hafi verið kunningsskapur með honum og brotaþola, þar sem hún hefði um nokkurra ára skeið umgengist vinahóp hans. Að því er varðaði atvik máls aðfaranótt 23. október 2016 greindi ákærði frá atbu rðarásinni með líkum hætti og hann hafði áður gert við yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann kvaðst nefnda nótt hafa verið að skemmta sér í miðbæ Akurey rar ásamt vinum og félögum og hafi neytt áfengis, drukkið um 5 - 6 litla 9 bjóra, en undir morguninn bætt við 1 - 2 bjórum. Hann kvaðst fyrst hafa séð til brotaþola eftir lokun ekkert mikið en hún hrósaði mér fyrir fatnaðinn minn, eitthvað smá spjall. Við nefndar aðstæður kvaðst hann hafa heyr t brotaþola spyrjast fyrir um hvort að hún mætti kom með þeim félögunum á heimili hans í eftirpartí og bar að það hefði síða r gengið eftir. Ákærði sagði að á þessu tímaskeiði hefði hann ekki veitt athygli sérstökum ölvunareinkennum á brotaþola og þá ekki heldur eftir að hún var komin í íbúð hans, en þar kvað hann Ákærði kvaðst ekki fyllilega minnast þess hve lengi hann dvaldi í eigin íbúð áður en hann fór ásamt félögunum í seinna eftirpartíið, en ætlaði að þa ð hefði verið um klukkan 5:00. Ákærði bar að allir gestir hans hefðu yfirgefið íbúðina vegna þessa, en þó að frátöldum áðurnefndum vini hans, B , og brotaþola, sem hefðu afráðið halda kyrru fyrir. Ákærði sagði að engar áfengisveigar hefðu verið á heimili hans umrædda nótt, en eitthvað af hassefni. Ákærði staðhæfði að B hefði rætt við hann í síma eftir að hann var kominn í síðara eftirpartíið og þá í þeim tilgangi að fá leyfi hans til þess að nota fyrrgreint hassefni. Ákærði minntist þess að efnið hafi verið uppurið þegar hann kom á heimili sitt á ný þá um morguninn, á tímabilinu frá klukkan 6:00 til 6:3 0. Ákærði greindi frá því að við komu hans í íbúðina hefðu B og brotaþoli legið fyrir, fullklædd, í þriggja sæta svefnsófanum í stofuhluta íbúðarinnar. Nánar aðspurður kvaðst ákærði ekki minnast þess hvort að þá hefði verið dimmt í íbúðinni, hvort n efndir aðilar hafi haft um sig sæng eða teppi eða hvort kveikt hefði verið á sjónvarpinu í stofunni. Ákærði staðhæfði að brotaþoli hefði vaknað við þessar aðst æður, en hann kvaðst hafa lagst við hlið hennar í sófanum, í þann hlutann, sem var næst stofuglug ganum. Hann kvað brotaþola þannig hafa verið í miðstæði sófans, en B verið næst forstofuhurðinni. Ákærði lýsti viðbrögðum brotaþola eftir að hann hafði komið sér fyrir í sófanum hún hallaði sér til mín og B vaknar. B risið á fætur, en í framhaldi af því hringt eftir leigubifreið. Var það ætlan ákærða að B hefði farið út úr íbúðinni innan við 5 mínútum eftir kom u hans. Aðspurður kvaðst ákærði ekki minnast þess að fyrir brottför B hefði það var búið að bjóði henni far tvisvar þrisvar þarna fyrr um kvöldið þegar voru að fara leigubílar. Aðspurður um ástand brotaþola við brottför B ég man ekki hvort að hún hafi verið sofandi þegar hann fer ... ég man ekki eftir því hvort að hún var með lokuð augun eða ekki þegar B fór ... en allar okkar samræður fóru okkar á milli efti r að hann fór, þannig að hún er vakandi þá og virtist í samræðishæfu ástandi hún var með símann sinn að leita sér að fari, ... reyna að hringja eða a ð senda skilaboð ... held ég já og hún var með símann á lofti ... þar sem hún lá í sófanum. Ég sá að það gekk erfiðlega að reyna að finna far þannig að ég bauð henni gistingu, og hún sagði já ... og ég bauð henni að fara inn í rúm vegna þe ss að ég ætlaði að kveikja á sjónvarpinu við sófann, hún vildi ekki fara inn í rúm. Ákærði ætlaði helst að brotaþoli hefði notað eigin síma nær stöðugt frá því að hún kom fyrst í íbúð hans og bar að það hefði hún einnig gert eftir að hann kom í íbúðina eftir veru í sein na eftirpartíinu. Ákærði áréttaði að hann hefði átt orðaskipti við brotaþola eftir að B h afði yfirgefið íbúðina og staðhæfði að þau samskipti hefðu verið á eðlilegum nótum. Vísaði ákærði til þess að þau hefðu m.a. skipst á upplýsingum um hvað á daga þeirr a hefði drifið þau ár sem þau hefðu ekki talast við og enn fremur um hvað þau hefðu fyrir stafni þá stundina. Ákærði kvaðst m.a. hafa gert brotaþola grein fyrir en ég man ekki hvað lengi þær samræður stóðu yfir. Ákærði sagði að í þessum sam ræðum hefði kynlíf ekki komið til tals, en að auki hefðu engin orð fallið þeirra í millum, sem vísað hafi til gagnkvæmrar hrifningar. Ákærði bar að ekki hefði heldur verið um gagnkvæm atlot að ræða, en ha við vorum alla veganna búin að eiga bara skemmtilegar samræður þarna ... mér fannst hún spennandi bar að brotaþoli hefði í fyrstu snúið höfði sínu að honum og verið með opin augun, en þegar hér var 10 komi ð sögu hafi hann litið svo á að brotaþoli hefði sýnt honum smá áhuga. Þar um vísaði hann til áðurrakinna orða hennar í miðbænum fyrr um nóttina, til gjörða og athafnaleysis hennar eftir að hann lagðist við hlið hennar í sófanum, og þegar hún hafnaði boði hans um að fara inn í herbergi hans og sofa þar. Ákærði skýrði frá því að hann hefði fyrst viðhaft kynferðisatlot gagnvart brotaþola fáeinum mínútum eftir að B upp úr þessum samræðum. Ákærði áréttaði a ð aðstæður hefðu þá verið með áðurgreindum hæ tti. Þannig hefði brotaþoli legið á svona hálfpartinn snúið baki í hann, en með höfuðið uppi Af þessum sökum kvaðst ákærði hafa séð andlit brotaþola og jafnframt séð að augu hennar vor u opin. Ákærði staðhæfði að það sem á eftir fór hefðu þau gert í sameiningu, enda þótt frumkvæðið hefði frekar verið hjá honum. Ákærði kvaðst við greindar aðstæður hafa farið með hönd sína inn fyrir föt brotaþola og í hita leiksins niður á kynfæri hennar . Ákærði staðhæfði að þegar þetta gerðist hefðu þau enn verið að ræða saman. Ákærði kvaðst ekki minnast annarra viðbragða af hálfu brotaþola en að hún hefði stunið við atlot hans og þar á meðal er hann hefði farið með fingur sína inn í leggöng hennar og Þegar ég geri þetta, þá er hún, hún byrjar að stynja, hallar sér á hliðina og byrjar að nudda rassinum í mig, það eru viðbrögðin, já. Ákærði kvaðst hafa tekið þessum viðbrögðum brotaþola þannig að hún hafi verið að samþykkja kynmök og þá með hli ðsjón af aðstæðum og því sem áður hafði gerst þeirra í millum, en Þegar stelpur hafa snúið rassinum að mér og ýtt honum svona í mig þá hefur það hingað til bara gilt sem samþykki. Að þessu l eyti leiðrétti ákærði frásögn sína við yfirheyrslu hjá lögreglu þar sem hann hafði skýrt frá því að brotaþoli hefði hvorki brugðist við í orðum eða verki við lýstum þreifingum hans og hinum fyrstu kynlífsathöfnum. Nánar aðspurður fyrir dómi um viðbrögð br Ég man ekki alveg hvernig þetta var, ... en hún tók því bara ágætlega held ég ... Ítrekað aðspurður kvaðst ákærði ekki minnast þess hvort brotaþoli hefði svarað atlotum hans með öðrum hætti en áður sagði. Á kærði kvaðst heldur ekki minnast þess hvort hann hefði þreifað á brjóstum brotaþola, en staðhæfði aftur á móti að hann hefði fært hana úr fötum að neðanverðu, en bar að hún hefði þá snúið höfði sínu frá honum. Ákærði staðhæfði að brotaþoli hefði aldrei and mælt gjörðum hans með orðum, þ. á m. með því hættu kvaðst ákærði ætla að brotaþoli hefði heldur ekkert aðstoðað hann við verkið, þ. á m. þegar hann hefði fært f öt hennar til, en hann kvaðst í beinu framhaldi af því hafa hafið samfarir við hana aftan frá og þá með því að setja lim sinn í leggöng hennar. Ákærði staðhæfði að eftir þetta hefði brotaþoli, miðað við hreyfingar og stunur, tekið fullan þátt í samförunum , og vísaði til þess að hún hefði sjálf farið á fjóra fætur og hann með því móti haldið samförunum áfram. Ákærði kvaðst ekki minnast þess hversu lengi samfarir þeirra stóðu, en hann kvaðst a.m.k. ekki hafa fengið sáðlát, enda ákveðið að hætta áður en að þ ví kom þar sem hann hefði ekki verið með smokk. Ákærði skýrði frá því að eftir að samræðinu lauk hefði hann legið við hlið brotaþola í sófanum. Hann sagði að hvorugt þeirra hefði mælt orð frá vörum, en bar að brotaþoli hefði eftir smástund staðið upp, klæ tt sig í föt sín, en síðan farið út úr íbúð hans og án þess að kasta á hann kveðju. Ákærði ætlaði að þá hefði klukkan verið á milli 7:00 og 8:00. Ákærði kvað sér hafa fundist þetta síðasta háttalag brotaþola frekar skrýtið þar sem hann hefði áður verið b úinn að bjóða henni gistingu, en vísaði þó til þess að þau hefðu aldrei áður haft samfarir. Ákærði bar að þegar hér var komið sögu hefði hann fundið til þreytu, en því til viðbótar ekki verið í sérstöku ástandi vegna næturskemmtunarinnar. Hann kvaðst því hafa sofnað. Fyrir dómi kvaðst ákærði engar skýringar hafa á ástandi brotaþola eftir að hún fór út úr íbúð hans umræddan morgun og þá m.a. í ljósi áðurrakinna sérfræðigagna, en vísaði þó til þeirra hugrenninga sem hann hefði fengið eftir áðurrakin samskip ti þeirra á netinu, sbr. það sem segir hér að neðan. 11 Fyrir dómi staðfesti ákærði efni áðurrakinna fésbókarsamskipta við brotaþola. Ákærði bar að samskiptin hefðu átt sér stað eftir að hann hafði unnið fullan vinnudag og hann því verið töluvert þreyttur. Vegna þessa kvaðst hann í fyrstu ekki fyllilega hafa áttað sig á efni boðanna, en við nánari gras eða drekka of mikinn ein hverja paranoju m.ö.o. hafa verið ósamþykkur efni skilaboðanna og vísaði til áðurlýstrar atburðarásar og eigin frásagnar. Ákærði kvaðst því í raun ekki hafa talið sig þurfa að biðja brotaþola afsökunar, en engu að síður fundist skilabo ðin óþægileg og þá vegna vanlíðunar brotaþola. Fyrir dómi greindi brotaþolinn, A, frá því að síðustu helgina í októbermánuði 2016 hefði hún . Samhliða kvaðst hún hafi verið í hlutastarfi og af þeim sökum verið í næturvinnu aðfaranótt föstudagsins 21. október nefnt ár. Þá um kvöldið og aðfaranótt laugadagsins 22. október kvaðst hún ýrði frá því að á þessu tímaskeiði hefði hún verið að hitta strák og bar að þau hefðu so ] umrædda nótt. Vegna næturskemmtunarinnar kvaðst hún hafa vaknað um hádegisbilið á laugardeginum, en haft hægt um sig fram eftir degi. Þá um kvöldið kvað hún m.a. nafngreinda vinkonu sína hafa komið í heimsókn og bar að þær hefðu undirbúið sig fyrir áframhaldandi skemmtanahald og m.a neytt léttvíns. Hún kvað , vitnið C, hafa ekið þeim í miðbæinn um klukkan 1:00 þá um nóttina, þar sem þær hefðu í fyrstu haldið til á skemmtistað þar sem nefnd skemmtun var haldin. Í framhaldi af því k vað hún þær hafa farið á skemmtistað við Ráðhústorgið, en að lokum hafi þær farið á skemmtistað við Skipagötu, þar sem þær hafi haldið til í u.þ.b. klukkustund eða þar til staðnum var lokað. Brotaþoli kvaðst hafa neytt áfengra drykkja á nefndum skemmtistö ðum, bæði sterkra og veikra, og af þeim sökum orðið ölvuð. Brotaþoli skýrði frá því að hún hefði fyrst séð til vitnisins B og ákærða er hún var á dansgólfi síðastnefnda skemmtistaðarins. Eftir lokum staðarins um kl. 4:00 kvað hún marga gesti hafa dvalið þ ar fyrir utan og við þær aðstæður hefði hún fyrst tek ið nefnda karlmenn tali. Brotaþoli skýrði frá því að er atvik máls gerðust hefði hún ekki hitt ákærða og vitnið B um langa verið að hittast, en staðhæfði að með árunum hefði fyrnst yfir vinskapinn og þá ekki síst við ákærða og bar að engin samskipti hefðu verið með þeim tveimur í eitt til tvö ár. Brotaþoli greindi frá því að nefndar samræður hefðu þróast á þann veg að hún hefði ákveðið að þiggja boð vitnisins B og ákærða um að fara með þeim í eftirpartí í íbúð þess síðarnefnda. Hún kvaðst hafa haft orð á því í leigubifreið með þeim félögunum að hún æ tti bjór á heimili sínu, sem þau gætu tekið með í partíið , en bar að þegar til hafi komið hefði þessi erindisrekstur farist fyrir. Af þessum sökum kvaðst hún ekki hafa neytt frekara áfengis þessa nótt. Brotaþoli skýrði frá því að nokkur hópur gesta hefði verið í partíinu á heimili ákærða, nánar tiltekið ún sagði að eftir tiltölulega skamma viðveru hefðu flestir og þar á meðal ákærði afráðið að fara í annað eftirpartí. Á þeirri stundu kvaðst brotaþoli hafa hugleitt að halda heim á leið, en þegar B hefði ákveðið að halda kyrru fyrir í íbúðinni hefði hún ák veðið að gera það líka. Hún kvaðst því aðeins hafa farið að forstofuhluta íbúðarinnar, en þá snúið við, og þá til að ræða frekar við B . Brotaþoli kvaðst hafa verið ein með vitninu B í íbúðinni í u.þ.b. klukkustund og bar að þau hefðu hafst við í stofusófa á glámbekk á borði við sófann. Vegna ókunnugleika kva ðst hún í raun hafa reykt lítið af efninu, en fann alveg að maður sljóvgaðist .. . og ég var náttúrulega drukkin. 12 Brotaþoli kvaðst hafa verið þétt við hlið B í sófanum og þá í þeim hluta hans sem var næst forstofuhurðinni. Við nefndar aðstæður og eftir um það bil hálfrar klukkustundar viðveru kvaðst hún hafa sofnað líkt og B, en bar að þau hefðu bæði vaknað þegar ákærði kom í íbúðina og kastaði á þau kveðju. Hún lýsti aðstæðum á þeirri stundu nánar þan það var aðeins farið að birta ... þá er klukkan 6:30 eða eitthvað ... í sófanum og sagði: eitthvað rætt aðeins saman , ... eitthvað pínu orðaskipti , sem ég man svo sem ekkert mikið um hver voru. Hún sagði að eftir að ákærði kom í íbúðina hefði ákærði strax sest í sófann við hlið hennar, næst glugganum, og staðhæfði að þá hefði enn verið kveikt á sjónvarpinu. Hún kvaðst þannig hafa verið á milli ákærða og B í sófanum og bar að við þær aðstæður hef ði ákærði komið við læri hennar með hendi sinni, en hún þá brugðist við með því að ýta honum frá sér og sagði: hefði verið milli einhvers þá var ég þarna eins og, sko, ég hef alltaf verið miklu hrifnari af B, ... ekkert miklu, ... ég hef bara aldrei haft neinn áhuga á (ákærða), og eins og hann veit alveg að ég hef haft áhuga á B og þannig þekki ég nú hann, við vorum einu sinni að hittast. Brotaþoli sagði að við nefndar aðstæður hefði ákærði m.a. greint frá því hverjir hefðu verið með honum í eftirpartíinu, en að auki kvað hún almenn orð hafa fallið á milli þeirra allra, þ. á m. um hvað ég man sko þarna ... af því að ég sé að klukkan var orðin svo margt og við höfðum sofnað, að ég haf ði orð á því að ég ætlaði að fara að koma mér heim C, en einnig í síma vinar síns H, en bar að hvorugur þeirra hefði svarað. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki minnast þess að orð hefðu fallið um að hún fæ ri með B þegar hann hringdi eftir leigubifreið, en staðhæfði aftur á móti að áður en ákærði kom í íbúðina hefði hún og B bæði haft orð á því að þau þyrftu að fara að koma sér heim. Þá staðhæfði hún að í tengslum við fyrrgreind orð hennar um fyrirætlan um Slakaðu bara á, þú mátt alveg sofna bara hérna, ... rúmið er laust inni ... ég skutla þér bara heim á morgun, skiptir engu máli. samtal að ræ ða, aðeins þessi eina setning ákærða, og þá í tengslum við vilja hennar til þess að halda heim og þegar hún hefði verið að reyna að láta ná í sig með greindum símhringingum. Brotaþoli staðhæfði að það hefði ekki verið ætlan hennar að sofa í íbúð ákærða, en hún lýsti ég náttúrulega var mjög drukkin, og svo bara eiginlega líð ég út af og sofna. B kasta kveðju sinni, en síðan heyrt að hurðin lokast og ég bara held áfra m að sofa ... ég er sofandi þegar B Brotaþoli staðhæfði að eftir brottför B úr íbúðinni hefði hún ekki átt í neinum samskiptum við ákærða. Þar um vísaði hún til áðurlýsts ástands síns og andmælti alfarið andstæðum og áðurröktum framburði ákærða fyrir dómi. Og nánar aðspurð kva ðst hún aldrei hafa orðið þess áskynja að ákærði sýndi henni kynferðislegan áhuga, en áréttaði að hún hefði haldið sömu stöðu í sófanum eftir að B hvarf úr íbúðinni og jafnframt haldið áfram að sofa. Brotaþoli andmælti og alfarið frásögn ákærða um að hún hefði við lýstar aðstæður nuddað rassinum upp að líkama hans, þar sem þau lágu saman í sófanum. Næsta sem ég veit er að ég vakna við , að hann (ákærði) sé með höndina inn á mé r ... ég lá svona í miðjum sófanum og var með sæng yfir mér og lá á bakinu og hann var þarna við hliðina held ég bara, ég var svo sem bara sofandi áður, en það gerðist þannig að ég veit ekki, en þegar ég sofnaði, þ á sátum við öll þrjú í sófanum sko. Og þa ð hafði ekki verið neitt, hvorki milli mín og B , né mín og (ákærða), það var ekki búið að vera neitt svona kynferðislegt í gangi, þannig að þetta var bara voðalega chillað bara þarna. Ég var í kjól .. .en ég vakna ði bara við það ... að hann er með puttana inn á mér og ég hugsa hvað er mér svona niðri með hendinni, þar sem ég lá á bakinu. tla að ákærði hafi hann horfði bara á mig og ég bara, mér fannst bara eins og ég hefði frosið eða hálf lamast ... í hræðslu eða sjokki ... og ég bara 13 hugsaði hvað er að gerast eiginlega ... og hann sagði ekki neitt. Nánar aðspurð kvaðst brotaþoli ekki minnast þess að hafa horft framan í eða séð augu ákærða þegar hann hóf greint athæfi. Í þessu sambandi áréttaði brotaþoli eigið svefn - og vímuástand svo og fyrrgreindan sljóleika. Þá kva ðst hún aldrei hafa afklæðst eigin f Þá hérna snéri hann mér ... ýtir mér svona á hliðina og tók niður um mig buxurnar og brókina og eitthvað eða ég var í svona leggings og ... þá bara finn ég að hann heldur í typpið á sér, og ég áttaði mig á því að hann var farinn úr fötunum ... en ég snerti hann aldrei ... og hann bara byrjar að nauðga mér, ... þá ríður hann mér (um leggöng) á hliðinni, og það er eitthvað smá stund, og ég sagði einu sinni bara h ættu, en mér fannst ég ekkert geta hreyft mig eða neitt, ég hafði engan mátt. Og svo ýtti hann mér yfir á magann og hélt hausnum ... niður, en sófinn var þannig að andlitið á mér fór svona á milli efri púðana og neðri pullunnar og ... fæturnir voru svona aðeins út fyrir ... mér fannst ég eiginlega ekki geta andað. Brotaþoli áréttaði að hún hefði ekki sjálfviljug komið sér í nefndar stellingar, en framhaldinu lýsti hún ég man að þá sagði ég ... hálf öskraði; Nei, nei, þegar hann líka byrjaði að fara, ætla að fara í rassinn á mér ... þegar ég fann það ..., og það var ógeðslega vont allt saman. og svo bara tók þetta einhvern smá tíma og ég hel d að hann hafi bara klárað sig af og svo fór hann af mér og lagðist svo við hliðina á mér í sófann, þar sem hann sat áður ... og ég lá bara þarna eftir ... á maganum ..., ég veit ekki, maður svo sem áttar sig ekki alveg á tímanum, en það voru örugglega bar a nokkrar mínútur, þá lá ég bara alveg kjurr eins og ég var, en svo stóð ég upp og hysjaði upp um mig. Hann sat í sófanum og ég þurfti sko að fara svona, teygja mig yfir til þess að taka töskuna mína ... úr gluggakistunni og ég hélt á skónum mínum bara og labbaði beint út, og mér fannst ... ég bara alveg vera vakandi á þessum tímapunkti. ... Og þegar ég kom út, þetta er , hugsaði ég; Gerðist þetta eiginlega ... og ég trúði ekki, en svo fór ég bara að hágrenja ... og fékk svona á tilfinninguna að ég þyr fti að fá hjálp strax og byrjaði strax að reyna að hringja í H , besta vin minn, en málið var að síminn var bara í 2%, þannig að hann var alveg að deyja, ég hringi í H og kærustu hans og er að reyna að vekja þau nokkrum sinnum, en það svarar enginn ... og é g reyna að hringja í C ... og það endar með því að ég hringi í taxa og hann kemur þarna. ... Ég þurfti að bíða aðeins ... en ég man bara að ég gat ekki setið í taxanum, þurfti svona að halda mér uppi af því að ég fann svo til, og var bara farin að hágráta í taxanum. Nánar aðspurð kvaðst brotaþoli ætla að ákærði hefði verið meðvitaður um hvað hann hafði gert henni og þá í ljósi áðurgreinds ástands hennar. Hún áréttaði enn fremur að ekkert hefði verið í gangi, sem bent hefði til kynferðissambands þeirra í m illum og sagði: Ég held að það fari ekkert á milli mála, ég hef alla veganna aldrei stundað kynlíf án þess að kyssa manneskjuna eða snerta hana, það er ekki þannig. Hún vísaði jafnframt til fyrrgreinds líkamlegs sársauka, sem hún hefði fundið fyrir þegar hún settist í leigubifreiðina og bar að tilurð hans hefði verið afleiðing lýsts kynferðisathæfis ákærða gegn hennar vilja skömmu áður þannig að það var bara vont. Brotaþoli árétta ði að athafnir ákærða hefðu verið andstæðar vilja hennar, enda hefði hún verið sofandi. Hún áréttaði enn fremur að enginn aðdragandi eða samtal hefði átt sér stað þeirra í millum sem hefði gefið honum færi á að álykta að hún væri viljug til kynlífsathafna eða að hann hefði með réttu getað misskilið eitthvað í þeirra samskiptum. Hún kvaðst þannig ekki sjálf hafa snúið sér á hliðina. Það hefði því verið ákærði sem hefði án hennar vilja snúið henni til í sófanum og undir lokin einnig fært hana yfir á magann . Þá kvað hún ákærða á meðan á athæfinu stóð í eitt skipti hafa klipið hana í brjóstið utanklæða, enda hefði hún aldrei farið úr kjólnum. ], og ætlaði að ökuferðin ég fór þar sem íbúð C er og held inni dyrabjöllunni þar til hann opnar íbúð vitnisins og í framhaldi af því reynt að koma orðum að því se m gerst hafði, en vegna stöðugs gráts átt í erfiðleikum með frásögnina, en sagði: 14 nokkrum mínútum eftir að þetta gerist. gborins ástands og ha ndarskjálfta ekki getað drukkið vatnið og því sullað niður. Hún kvað C hafa lagt að sér að fara á sjúkrahús, jaf nframt því sem hann hefði reynt að róa hana. Hún kvaðst hafa ákveðið að fara að ráðum hans og bar að C hefði í framhaldi af því ekið henni á S júkrahúsið á Akureyri, en á þeirri leið kvaðst hún hafa átt í erfiðleikum með að sitja í bifreiðinni af fyrrgreindum ástæðum. Brotaþoli bar að á slysamóttöku sjúkrahússins hefði verið tekið vel á móti henni, hún færð afsíðis, jafnframt því sem hún hefði fe ngið ráðleggingar og þar á meðal um kæruferlið. Hún kvaðst vegna lýsts ástands síns hafa átt í erfiðleikum með að skýra starfsmönnum sjúkrahússins frá málavöxtum, þó svo að hún hafi á þeirri stundu haft fulla vitund um atburðarásina á heimili ákærða. Vís aði brotaþoli til þess að á fyrstu mínútunum hefði hún jafnframt verið með ranghugmyndir og þá um teng sl tiltekins hjúkrunarfræðings við ákærða og vini hans, og af þeim sökum ekki viljað nafngreina þá. Hún kvaðst þó fljótlega hafa náð áttum og eftir u.þ.b . 30 mínútna viðveru óskað eftir því að foreldrum hennar yrði gert viðvart um hvernig komið var fyrir henni og bar að þeir hefðu brugðist við og fljótlega komið á vettvang. Brotaþoli kvaðst hafa skýrt fyrrnefndum vini sínum, vitninu H, frá atvikum máls að nokkru leyti þegar hann hefði hringt til hennar skömmu eftir að hún var komin til síns hei ma eftir sjúkrahúsdvölina sunnudaginn 23. október. Hún kvaðst í öðru í símasamtali þeirra, kvöldið eftir, fyrst hafa nefnt ákærða sem geranda, en á þeirri stundu kva ðst hún hafa verið að gera það upp við sig hvort hún ætti að leggja fram kæru, enda haft vitneskju um að slíkt ferli gæti orðið ,, hreint helvíti Og vegna þessara hugleiðinga kvaðst hún og hafa sent ákærða áðurrakin Facebook - sk ilaboð, en tilgangi ég bara vildi sjá hvað hann myndi segja ... og þá hvort að hann myndi segja bara já, fyrirgefðu, en ég veit það ekki. Fyrir dómi staðfesti brotaþoli jafnframt efni áðurrakinna Facebook - samskipta við vitnið B og bar að þau hefðu farið fram skömmu áður en hún fór til skýrslugjafar hj á lögreglu. Um tilgang sinn til þess að hafa þetta á skriflegu, að ég hafi verið sofandi ... Fyrir dómi staðhæfði brotaþoli að athæfi ákærða gegn henni hefði haft veruleg og alvarleg áhrif á allt líf hennar, þ. á m. á heilsufar, nám og starf, en einnig á búsetu hennar. Vegna þessa alls kvaðst hún hafa þegið aðstoð sérfræðinga, þ. á m. á Sjúkrahúsinu á Akure yri. Vitnið B Akurey rar ásamt félögum sínum og vinum, , ákærða í máli þessu. Vitnið kvaðst fyrst hafa hitt brotaþola eftir lokun skemmtistaðar í Skipagötunni um kl. 4:00. Bar vitnið að þau hefðu um árabil verið kunningjar og m.a. átt sameiginlega vini, auk þess sem þau hefðu á unglingsárum þekkst betur . Vitnið bar að þessa nótt hafi mál æxlast á þann veg að brotaþoli hefði afráðið að slást í hópinn þegar ákveðið hefði ver ið að fara í eftirpartí á heimili ákærða. Vitnið sagði að hópurinn hafi þó dvalið stutt í íbúð ákærða þar sem ákveðið hafi verið að fara í annað eftirpartí. Vitnið lýsti eigin ástandi á þeirri stundu þannig: ð vera eftir. einnig ákveðið að halda kyrru fyrir í íbúðinni. Vitnið bar að eftir þetta hefðu þau tvö haldið til í varpið öruggl ega í við hlið hans. Vitnið sagði að við greindar aðstæður hefðu þau bæði reykt kannabisefni, sem verið hafi á vettvangi. Aðspurt um vímuástand brotaþ Hún var full sko. kvaðst sjálft hafa fundið til þreytu og sagði: veganna ástand hennar að því leyti treysti það sér ekki til að fullyrða um enda ekki fylgst vel með gjörðum hennar. Um nánari síðan bara ..., alla veganna, ... var mér farið 15 líða svolítið svona óþægileg a, hún er svona, eins og hún sé svona ... eittvað að byrja að reyna við mig eða eitthvað svona komdu, ég meika þetta ekki ... otaþoli hefði á greindri já, alveg eins ... æi ég veit það ekki, hún bara lá þarna svona eitthvað utan í mér ... og var kannski eitthvað að strjúka á mér hendurnar og eitthvað svona, eitthva ð þannig sko. væri á föstu hún hætt nefndu athæfi. Vitnið greindi frá því að ákærði hefði hlýtt boði þess um að koma aftur í íbúðin a og ætlaði helst að er það gerðist hefði það og brotaþoli bæði verið vakandi, en að þá hefði einungis verið birta frá sjónvarpinu. Aðspurt treyst vitnið sér ekki til að segja til um ölvunarástand ákærða, en ætlað helst að hann hefði verið Vitni ð greindi frá því að eftir komu ákærða í íbúðina hefði hann komið sér fyrir í stofusófanum við hlið brotaþola, en um það sem gerðist milli þeirra þriggja eftir þetta hafði það uppi svofelld orð: sennilega ekkert að gerast sko, bara eitthvað tónlist .. . og sennilega eitthvað spjall, en ég er ekki klár á þessu, en mér þykir það bara líklegast sko. hafa átt í eiginlegum samræðum við ákærða eða brotaþola eftir heimkomu þess fyrrnefnda. Vitnið kvaðst í ra un ekki minnast þess að brotaþoli hafi yfirleitt lagt orð í belg. Þá kvaðst vitnið ekki hafa veitt því eftirtekt hvort hún hafi verið að nota eigin síma eða verið að reyna að hringja. Aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa veitt því sérstaka eftirtekt að kynferð isleg spenna hefði verið á milli ákærða og brotaþola og þ. á m. ekki eftir að ákærði kom í íbúðina eftir veru í fyrrgreindu seinna eftirpartíi, og þá ekki heldur eftir að hann lagðist við hlið hennar í sófanum. Nánar spurt kvaðst vitnið heldur aldrei hafa heyrt ákærða hafa orð á því að hann hefði áhuga á brotaþola eða væri hrifinn af henni, hvorki fyrir greind samskipti né umrædda nótt. Loks kvaðst vitnið ekki hafa heyrt brotaþola viðhafa slík orð um ákærða. Fyrir dómi kvaðst vitnið helst ætla að það hafi haldið kyrru fyrir í stofusófanum í um það bil 40 mínútur, og taldi öruggt að það hefði sofnað þar um stund, en alltaf vaknað upp öðru hvoru. Vitnið kvaðst að lokum og eftir að ákærði var kominn á heimilið hafa afráðið að halda til síns heima. Um ástæðu þeirrar ákvörðunar áréttaði vitnið fyrrgreind orð sín um að það hefði fundið til óþæginda í návist brotaþola fyrir komu ákærða í íbúðina. Vitnið kvaðst vegna þessa hafa hringt á leigubifreið, en minntist þess ekki hvort það hefði boðið brotaþola far í bif reiðinni eða hvort það hefði yfirleitt innt hana eftir því hvort hún ætlaði að vera áfram í íbúðinni eða ekki. Vitnið ætlaði helst að slík orðræða hefði aldrei átt sér stað. Vitnið skýrði frá því að þegar það fór úr íbúðinni hefðu ákærði og brotaþoli legið fyrir í stofusófanum, en treysti sér ekki til að segja til um hvort brotaþoli hefði á þeirri stundu verið sofandi eða vakandi. Nánar aðspurt og eftir að hafa verið kynnt efni þeirrar skýrslu sem það hafði gefið við lögreglurannsókn málsins staðhæfði vitn ið að þar væri rétt frá greint. Þannig kvað vitnið það rétt að það hefði verið hálfsofandi í sófanum þegar það hefði afráðið að rísa á fætur og fara til síns heima, en að á þeirri stundu hefði svo einnig verið ástatt með ákærða og brotaþola. Fyrir dómi st aðfesti vitnið að það hefði átt í Facebook - samskiptum við brotaþola og bar að það hefði gerst fáeinum dögum eftir greindan atburð. Vitnið bar að í þessum samskiptum hefði brotaþoli m.a. haft uppi fyrirspurn um hvort hún hefði verið sofandi þegar það fór ú t úr íbúð ákærða umræddan Og ég man það vel, ég var bara að spila tölvuleiki með félögum mínum, ég alt - tapaði bara, ég man ekki nákvæmlega hvað ég sagði, en ég bara r dómi var vitninu kynnt efni netsamskiptanna, sem það staðfesti, en bar að það gæti í raun ekki fullyrt um raunverulegt svefnástand brotaþola og þ. á m. ekki hvort hún hefði verið í fastasvefni. Vísaði vitnið til þess að það hefði svarað brotaþola í fljó theitum, en þó fljótlega farið að velta fyrirspurninni betur fyrir sér og þá afráðið að senda henni þær spurningar sem á 16 eftir fóru í netsamskiptum þeirra, en að auki með því að hringja til hennar. Vitnið kvaðst hafa haft í huga að ef til vill hefði eitth vað miður gerst, en aðeins fengið ónákvæmar upplýsingar frá brotaþola. Vitnið kvaðst enn fremur hafa ályktað þetta vegna orða hennar um sjúkrahúsferð og um mögulega kæru. Vitnið bar að eftir þessi samskipti hefði það rætt við ákærða, og bar að vinskapur þeirra hefði haldist óbreyttur allt til þessa dags. Vitnið 2014 og bar að þau hefðu m.a. . Vegna þessa hefði þróast með þeim vinskapur. Vitnið skýrði frá því að laugardagskvöldið 22. október 201 6 hefði brotaþoli knúið dyra á íbúð hans, en í framhaldi af því kvaðst það hafa ekið henni ásamt vinkonu hennar í miðbæ Ak ureyrar. Vitnið bar að er þetta gerðist h efði brotaþoli verið undir áhrifum áfengis, en í góðu ástandi að öðru leyti. Vitnið kvaðst hafa boðist til að sækja þær vinkonurnar síðar um nóttina og bar að það hefði gengið eftir að nokkru. Vitnið kvaðst þannig hafa ekið að skemmtistað við Skipa götu, en þá aðeins hitt nefnda vinkonu, sem hefði greint frá því að brotaþoli hefði afráðið að ver a aðeins lengur úti á lífinu. Vegna Vitnið kvaðst hafa vaknað þá um morguninn um klukkan 09:00 við það að bankað var á útidyrahurð íbúðar hans og bar að þ ar hefði brotaþoli verið á ferð. Vitnið kvaðst reyndar hafa veitt því eftirtekt að brotaþoli hafði eitt skipti reynt að hringja fyrr um morguninn, klukkan 7:07, en það kvaðst þá ekki hafa vaknað. Vitnið bar að umræddan morgun hefði brotaþoli verið miður og mér fannst þegar ég opnaði hurðina að ég gæti lagt saman tvo og tvo, hún var hágrátandi og var bara einhvern veginn algjörlega í rusli. ástandi og þarna var. Vegna þessa kvaðst það strax hafa boðið brotaþola inn, en í framhaldi af því heyrt óljósa frásögn hennar um atvik máls. Vitnið bar að brotaþoli hefði átt í erfiðleikum með að skýra frá atburðarásinni þar sem hún hefði verið með djúp ekkasog. Vitnið sagði að b rotaþoli hefði greint frá því að hún hafi legið fyrir þegar ætlaður gerandi hefði lagst ofan á hana og að hún þá ekki getað hreyft sig, en jafnframt hefði hún haft á orði að gerandinn hefði ekki hætt þrátt fyrir beiðni hennar þar um. Vitnið kvaðst að auki hafa heyrt brotaþola nefna það að hún hefði meitt sig vegna athæfis gerandans. Vitnið kvaðst hafa boðið brotaþola að setjast, en bar að hún hefði hafnað því. Vegna þessa alls kvaðst vitnið hafa boðist til að aka brotaþola á sjúkrahús og bar að eftir smá umhugsun hefði hún þegið aðstoðina. Vitnið kvaðst ekki hafa merkt áfengisáhrif á brotaþola nefndan morgun, en veitt því eftirtekt að hún átti í erfiðleikum með að sitja í bifreið þess á leið þeirra á sjúkrahúsið. Vitnið kkt brotaþola allt frá barnæsku og bar að þau hefðu um árabil verið mjög nánir trúnaðarvinir. Vitnið kvað st hafa veitt því eftirtekt, að brotaþoli hafði aðfaranótt eða að morgni sunnudagsins 23. október 2016 margsinnis hringt í síma þess. Vitnið bar að sí mhringingar hefðu hafist á tímabilinu frá 5:30 - 6:00, en eftir það hefði það séð að brotaþoli hafði hringt stanslaust í um klukkustund. Því til viðbótar hefði hún hringt í síma kærustu þess nokkuð oft. Vitnið kvaðst ekki hafa svarað símhringingunum þar se m það hefði verið sofandi. Þar sem þetta hafi verið óvanalegt hefði það hringt í síma brotaþola um kl. 11 :00 nefndan dag, en í framhaldi af því heyrt frásögn hennar um kynferðisbrot, en án þess þó að hún nefndi nafn ætlaðs geranda. Vitnið sagði að brotaþ oli hefði verið í miklu uppnámi í símtalinu og átt í erfiðleikum með að skýra frá atvikum máls. Hún var bara algjörlega í sjokki og hrædd. hafa rætt frekar við brotaþola daginn eftir og þá heyrt nákvæmari frásögn um atvik máls, en einnig að ákærði væri ætlaður gerandi. Vitnið bar að frásögn brotaþola hefði verið á þá leið að hún hefði verið vasast í henni, en svo hágrét hún bara þegar hún er að segja mér þetta og hún sagði að hann var með hendurnar einhvers staðar þar sem þær áttu ekki að vera, þarna niðri á kynfærasvæðinu. ... Hún sagði að hún hefði beðið hann um að hætta ... 17 og hún sagðist hafa hoppað upp og hlaupið út ... og þá byrjar hún að hringja í mig alveg á fullu, en náði ekki á mér og hringdi þá í C. að fá mig til þess að koma henni burtu úr þessum aðst æðum, hún ætlaði að fá mig til þess að ná í sig. E rannsóknarlögreglumaður staðfesti fyrir dómi áðurrakin gögn um rannsókn málsins og þ. á m. að hann hafi fyrst hitt brotaþola er hún hefði komið á lögreglustöðina til þess að leita eftir upplýsingum um kæ ruferlið. Vitnið bar að brotaþoli hefði lagt fram kæru daginn eftir og þá jafnframt gefið formlega skýrslu. Í framhaldi af því kvaðst vitnið hafa stjórnað rannsókn málsins, þ. á m. annast skoðun og ljósmyndun á ætluðum brotavettvangi. Vitnið staðfesti a thugun á símagögnum og þar á meðal, líkt og fram kom í skýrslu brotaþola við lögreglurannsókn að hún hefði hringt í leigubifreið eftir að hún fór úr íbúð ákærða, að klukkan hafi þá verið 8:26. D , forstöðulæknir Sjúkrahússins á Akureyri, kvaðst hafa sko ðað brotaþola að morgni sunnudagsins 23. október 2016. Vitnið staðfesti efni áðurrakinna sérfræðigagna, þ. á m. að brotaþoli hefði við komu verið í uppnámi og verið grátköst og annað slíkt ... og henni leið mjög illa ... Vitnið sagði að hinn sýnileg i áverki á kynfærum brotaþola, þ.e. roði í leggangaopi, hefði verið í samræmi við frás ögn hennar áður en skoðunin fór fram og þá þannig að samræði hefði átt sér stað; . sögn brotaþola gaf til kynna, og þá með hliðsjón af því að hún hefði haft samfarir með unnusta sínum á F sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti og skýrði áð u rrakið sálfræðivottorð um brotaþola. G sálfræðingur kom einnig fyrir dóminn og staðfesti og skýrði áðurrakið vottorð um ákærða. Loks kom fyrir dóminn faðir ákærða, en ekki þykir ástæða til að rekja framburð hans. III. Niðurstaða. Í máli þessu er ákærða g efin að sök nauðgun, með því að hafa að mor gni sunnudagsins 23. október 2016 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþolann A, sem var gestur á heimili hans, ana samræði, þar sem hún lá sofandi í sófa og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í ákæru er brot ákærða talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 3. gr. laga nr. 61/2007, en þar segir: Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. (1 til 16 ár) að notfæra sér geðsjúkdóm e ða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Ákærði neitar refsiverðri sök og staðhæfir að hin kynferð islega háttsemi sem hann viðhafði í greint sinn hafi verið með samþykki og vilja brotaþola, þ. á m. er hann setti fingur í leggöng og hafði við hana samfarir. 18 Hér að framan hefur m.a. verið rakin frásögn ákærða og brotaþola og verður lagt til grundvallar að þau hafi bæði verið undir áhrifum áfengis er atvik gerðust eftir m.a. næturlanga skemmtan. Fyrir liggur að kunningsskapur hafði verið með þeim um árabil, en samkvæmt skýrslum fyrir dómi áttu þau þó aðeins í takmörkuðum samskiptum umrædda nótt, fyrst fy rir utan skemmtistað í miðbæ A kureyrar nokkru eftir klukkan 4:00, í leigubifreið, sem ók þeim ásamt sameiginlegum vini, vitninu B , og síðan í næturhófi á heimili ákærða. Frásagnir ákærða og brotaþola eru og samhljóða um að nokkur misseri hafi verið liðin frá því að þau höfðu síðast samskipti. Óumdeilt er að ákærði dvaldi tiltölulega skamman tíma í næturhófi nu á heimili sínu áður en hann hvarf á braut, laust eftir kl ukkan 5:00, ásamt flestum gesta sinna og að eftir það hafi B og brotaþoli hafst ein við í íbúð ákærða í ríflega klukkustund. Ráðið verður af gögnum að B , sem er trúnaðarvinur ákærða, hafi er þetta gerðist verið undir vímuáhrifum, en að áliti dómsins ber frásögn hans um atvik máls nokkur merki þessa ástands hans. Ágreiningslaust er að þegar ákæ rði kom á ný í íbúð sína, um klukkan 6:30, hafi brotaþoli og B legið fullklædd hlið við hlið í útdregnum þriggja sæta sófa í stofuhlutanum. Samkvæmt frásögn þeirra síðarnefndu var þá takmörkuð birta frá sjónvarpsskjá í hýbýlunum. Einnig er ágreiningslaus t að ákærði hafi nær strax komi ð sér fyrir í sófanum, við hlið brotaþola. Af ljósmyndum af vettvangi sést að sethlutar sófans eru í þremur aðskildum hlutum og að við bakhlutann eru einnig þrír aðskildir púðar, en þetta er í samræmi við skýrslu brotaþola f yrir dómi . Samkvæmt trúverðugum vitnisburði brotaþola, en einnig B , höfðu þau sofið um hríð í nefndum sófa áður en ákærði kom í íbúðina, en að auki neytt saman lítilræðis af kannabis, sem hafði verið á glámbekk á heimilinu. Samkvæmt frásögn ákærða hafði v itnið B í símtali þeirra fengið leyfi hans til að neyta efnisins. Í þessu viðfangi er til þess að líta að vitnið staðhæfði að í nefndu símtali hefði það farið þess á leit við ákærða að hann kæmi sem fyrst aftur í íbúðina þar sem það væri eitt með brotaþol a og fyndi fyrir óöryggi í návist hennar. Ákærði vék ekki að þessu atriði í skýrslu sinni, en upplýst er að þegar atvik máls þessa gerðust var B . Samkvæmt frásögn brotaþola höfðu hún og B rætt um það áður en ákærði kom í íbúðina að þau þyrftu bæði að fara að halda til heimila sinna. Að mati dómsins hefur þessi frásögn brotaþola nokkra stoð í vætti vitnanna C og H, en báðir hafa staðfest að hún hafi hringt í síma þeirra umræddan morgun, þ. á m. klukkan 7:07. Þá verður ekki fram hjá því horft að ákærði hefur borið að brotaþoli hafi verið með síma á lofti eftir að hann kom á ný í íbúð sína nefndan morgun og að hann hafi af þeim sökum boðið henni gistingu í svefnherbergi sínu. Brotaþoli hefur greint frá því að sólarhringana fyrir lýsta atburðarás hafi hún sinnt . Frásögn hennar að þessu leyti hefur nokkra stoð í gögnum og skýrslum málsins og verður lagt til grundvallar að hún hafi sinnt hlutastarfi í næturvinnu aðfaranótt föstudagsins, djammað og neytt áfengis á sérstakri skemmtun aðfaranótt laugardags ins, ásamt vini sem hún var þá að hitta og svaf síðar á heimili hennar þá um nóttinna. Brotaþoli hefur jafnframt greint frá því að vegna alls þessa hafi hún vaknað um hádegisbilið á laugardeginum, en skemmt sér áfram þá um kvöldið, fyrst á heimili sínu ás amt vinkonu, en síðan á skemmtistöðum í miðbænum allt til klukkan 4:00, en þá jafnframt neytt áfengra drykkja. Af gögnum, þ. á m. vætti vitnisins C, verður ráðið að brotaþoli hafi verið í miðbænum um klukkan 4:17 og verður að ætla að það hafi verið um það leyti sem hún var fyrst í samskiptum við nefnda vini og kunningja, vitnið B og ákærða. Samkvæmt frásögn brotaþola hætti hún allri áfengisneyslu eftir að hún hvarf af nafngreindum skemmtistað í miðbænum um klukkan 4:00 umrædda nótt. Hún hefur og staðhæft að hún hafi ekki neytt annarra vímuefna eftir það, utan þess kannabisefnis, sem hún reykti með vitninu B í íbúð ákærða 19 eftir að þau voru orðin þar ein eftir. Ráðið verður af gögnum að er það gerðist hafi verið farið að halla að morgni. Brotaþoli hefur l ýst áhrifum kannabisneyslunnar m.a. á þann veg að hún hafi sljóvgast. Að virtum rannsóknargögnum og þá ekki síst áðurrakinni matsgerð Rannsóknastofu Háskóla Íslands verður lagt til grundvallar að brotaþoli hafi auk nefnds ástands verið undir talsverðum á fengisáhrifum þegar atburðir máls þessa gerðust. Af frásögn brotaþola og B verður ráðið að þau hafi bæði verið vakandi eða vaknað upp um sama leyti og á kærði kom á heimili sitt nefndan morgun. Og eins og fyrr sagði kom hann sér nær strax fyrir í stofusófa num. Hefur ekki annað komið fram en að þau þrjú hafi eftir það haldið kyrru fyrir í sófanum um stund, en þá jafnframt átt í takmörkuðum orðaskiptum. Ákærði og brotaþoli eru sammála um að orðræðan hafi m.a. sprottið af símhringingum hennar, en lagt verður til grundvallar, sbr. frásögn vitnisins H, að ætlan brotaþola á þeirri stundu hafi verið að fá hann, unnustu hans ellegar vitnið C til þess að ná í sig á bifreið. Liggur fyrir að af þessum erindisrekstri varð ekki þar sem vitnið heyrði ekki hringingarnar og þá ekki heldur vitnið C, en samkvæmt gögnum lögreglu hringdi brotaþoli í síma hans klukkan 7:07. Af gögnum verður ráðið að um líkt leyti hafi ákærði boðið brotaþola fyrrnefnda gistingu. Þ ar um hefur ákærði vísað til þess að það hafi verið ætlan hans að horfa á sjónvarp, líkt og jafnan hafi verið vani hans eftir áfengisdrykkju. Óumdeilt er að brotaþoli hafnaði boðinu , en hélt kyrru fyrir í stofusófanum. Fyrir dómi hefur brotaþoli borið að þegar greind atvik gerðust hafi ekki verið um eiginlegar samræ ður að ræða, a.m.k. ekki af hennar hálfu vegna þess svefndrunga sem hrjáði hana. Samhljómur er í frásögn ákærða og brotaþola um að þau hafi nefnda nótt ekki sýnt hvort öðru blíðuhót. Þá hefur brotaþoli borið um að slíkt hafi aldrei staðið til af hennar há lfu. Að áliti dómsins styður frásögn vitnisins B framburð hennar að þessu leyti, en einnig þá frásögn hennar að hún hafi verið sofandi eða a.m.k. á milli svefns og vöku þegar það afréð að halda til síns heima, og reis upp úr sófanum og fór í fr amhaldi af því út úr íbúðinni. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um það sem gerðist þeirra í millum eftir brottför vitnisins B úr íbúðinni. Stendur þar staðhæfing gegn staðhæfingu, þ. á m. varðandi samræður og samskipti og um það hvort brotaþoli hafi eftir fyrstu blíðuhót ákærða viðhaft jákvæð kynræn viðbrögð. Á hinn bóginn liggur fyrir framburður vitnanna C, sem brotaþoli vakti fáum mínútum eftir að hún yfirgaf íbúðina, og D , sem hitti brotaþola, ræddi við hana og annaðist læknisskoðun hennar um klukkan níu um morguninn. Báðir bera þeir skýrt um ástand brotaþola, eins og hún blasti við þeim, og síðarnefnda vitnið bar einnig um niðurstöður skoðunarinnar. Af vitnisburði beggja verður ráðið að brotaþoli hafi verið í miklu áfalli. Vitnið D ber auk þess um lít ilsháttar áverka sem kom í ljós við skoðun, roða við leggangaop að aftan, og sagði um hann: D roðann geta samrýmst þeirri frásögn brotaþola að hún hafi átt erfitt með setu, vegna verkja. Framburður beggja vitna veitir því mikla stoð að brotaþ oli hafi yfirgefið íbúð ákærða í mikilli geðshræringu. Við mat á vitnisburði þeirra skiptir hér sérstöku máli annars vegar að vitnið C, sem þekkir brotaþola vel, hitti hana aðeins örfáum mínútum eftir að hún fór úr íbúðinni, og hins vegar að D , sem hefur langa reynslu á þessu sviði, annaðist skoðunina svo skömmu eftir atvikið. Þykir óhætt að leggja til gr undvallar að brotaþoli hafi yfirgefið íbúð ákærða í mikilli geðshræringu og áfalli sem hafi enst henni að minnsta kosti fram í læknisskoðunina. Er óhják væmilegt að horfa til þessa við mat á því sem gerst hafi í íbúðinni. Ákærði og brotaþoli eru sammála um að brotaþoli hafi yfirgefið íbúðina orðalaust, þannig að hvorugt kvaddi hitt. Þegar á framanritað er horft, í samhengi við lýsingu brotaþola á atburðum, þykir verða að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að þegar brotaþoli yfirgaf íbúð ákærða um morguninn hafi hún litið svo á að þar hafi hann, fáum mínútum áður, nauðgað henni. Það eitt og sér sannar ekki að ákærði hafi haft ásetning til slíks verkn aðar en skiptir hins vegar máli við mat á því hvað raunverulega hafi farið fram í íbúðinni og hvern þátt brotaþoli hafi tekið í því. 20 Ákærði lýsir því að brotaþoli hafi verið vakandi og þau tvö að tala saman þegar mök þeirra hafi hafist. Á meðan á mökunum hafi staðið hafi hún ekki sagt neitt en hins vegar stunið. Hún hafi, á meðan á mökunum hafi staðið, sjálf farið á fjóra fætur. Brotaþoli segir mjög ólíka sögu að þessu leyti. Hún segist hún hafi þá spurt hann hvað hann væri að gera en hann ekki svarað heldur farið með fingur í leggöng hennar. Hann hafi svo hreyft hana til, þar á meðal snúið henni og lyft upp. Hún segist hafa sagt honum að hætta, bæði í upphafi og síðan undir lokin en sí Það sem rakið hefur verið um framburð vitnanna C og D og það sem sannað er um geðshræringu og uppnám brotaþola, örskömmu eftir að hún yfirgaf íbúð brotaþola, kemur mun betur heim og saman við lýsingu brotaþola á atvikum en lýsingu ákærða. Brota þoli hefur verið sjálfri sér samkvæm í frásögn sinni og er framburður hennar trúverðugur. Þykir óhætt að leggja hann til grundvallar. Verður þannig að miða við að ákærði hafi hafið mök við brotaþola án þess að hún hafi á nokkurn hátt gefið honum til kynna að hún væri slíku samþykk. Þá verður ekki byggt á því að nokkur samdráttur hafi verið með þeim fyrr um kvöldið eða áður. Ákærði hóf mökin, örskömmu eftir að brotaþoli v aknaði við þreifingar hans, ölvuð og undir einhverjum sljóvgandi kannabisáhrifum. Það ástand og það hugarástand, sem ætla verður að hún hafi komist í við þessar aðstæður, hafi svo valdið því að hún spornaði ekki frekar við kynmökunum en með þeim orðum sem hún ber að hún hafi viðhaft. Verður að ætla að ákærða hafi verið þessi aðstaða ljós og að ekkert tilefni væri til að ætla að brotaþoli væri samþykk mökunum. Það aftraði honum þó ekki og verður að telja að ákærði hafi með háttsemi sinni brotið gegn 2. mgr . 194. gr. almennra hegningarlaga svo sem honum er gefið að sök í ákæru. Erlingur Sigtryggsson greiðir eftirfarandi atkvæði: Samkvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga er það nauðgun að notfæra sér það að þannig er ástatt um mann að hann getur ekki spornað við verknaði til að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök. Af 18. gr. laganna leiðir að ásetningur þarf að standa til að notfæra sér slíkt ástand og verður ekki refsað fyrir gáleysisverknað. Brotaþoli kveðst hafa vaknað er ákærði kom heim og kastaði kveðju á hana og vin sinn. Hún kveðst aftur hafa vaknað er ákærði fór með hönd inn fyrir föt hennar. Var hún með fullri rænu eftir það meðan ákærði hafði mök við hana, en gat samt sem áður ekki spornað við því. Ákærði segir að hún hafi verið vaka ndi allan tímann. Verður að miða við að hann hafi vitað af því að hún væri vakandi frá því marki sem hún lýsir sjálf. Hann byrjaði samkvæmt þessu ekki kynferðismök fyrr en eftir að brotaþoli vaknaði. Brotaþoli var þreytt og eitthvað ölvuð. Það verður þó e kki lagt til grundvallar að það hafi verið vegna þreytu og ölvunar að hún gat ekki spornað gegn verknaðinum, heldur hafi það verið vegna hugarástands sem hún komst í þegar hún fann að ákærði leitaði á hana. Í ákæru er ákærði aðeins borinn sökum um að hafa sér notfært sér ölvun og svefndrunga brotaþola. Þótt hún hafi verið vakandi og ekki svo ölvuð að henni hafi þess vegna verið fært að sporna við verknaðinum er rétt að taka einnig fram að varhugavert er að telja sannað gegn neitun ákærða að honum hafi ver ið hugarástand hennar ljóst og þar með það að samræðið væri gegn vilja hennar, þótt hún tæki ekki virkan þátt í því. Verður að líta til þess að hann ha fi þá þegar hætt við það. Má álykta af því að hann hafi þá brugðist við er honum varð ljóst að henni væri eitthvað á móti skapi. Vegna þess að ásetningur ákærða hefur samkvæmt þessu ekki verið sannaður svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa ber að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins og vísa einkaréttarkröfu frá dómi. IV. 21 Ákærði, sem er 26 ára, hefur samkvæmt sakavottorði ekki brotið af sér áður. Ákærði hefur í máli þessu verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot. Með hliðsjón af eðli brotsins og alvarleika ber vi ð ákvörðun refsingar m.a. að líta til 1. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Í málinu er höfð uppi einkaréttarkrafa, dagsett 23. nóvember 2016, sem getið er í ákæru og var hún reifuð og rökstudd við munnlegan málflutning af hálfu skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Auðar H. Freysdóttur hdl. Var m.a. vísað til áðurrakinna sérfræðigagna og krafist miskabóta samkvæmt 26. gr. laga nr. 50/1993 með síðari breytingum. Krafan var sannanlega bir t ákærða eigi síðar en 28. nóvember nefnt ár. Ákærði hefur bakað sér bótaskyldu samkvæmt greindu ákvæði gagnvart brotaþola. Við ákvörðun bóta verður m.a. litið til þess að fyrir liggur staðfest vottorð sálfræðings um alvarlegar afleiðingar brots ákærða. Ákveðast miskabætur að þessu virtu til brotaþola 1.500.000 krónur, með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Upphafstími dráttarvaxta er ákveðinn samkvæmt reglu 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Ákæruvaldið hefur í málinu gert kröfu um að ákærði verði d æmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar málsins, sem samkvæmt sundurliðuðu sakarkostnaðaryfirliti og upplýsingum sækjanda nemur alls 284.558 krónum. Ber að fallast á kröfuna, en að frátöldum lið vegna endurritunar að fjárhæð 52.080 krónur. Að auki er um að ræða málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og þóknun skipaðra réttargæslumanna brotaþola, sbr. ákvæði 218. gr. laga nr. 88/2008. Verður við ákvörðun launanna m.a. litið til umfangs málsins og starfa hinna skipuðu lögmanna við alla meðferð þess, allt að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar segir í dómsorði. Af hálfu ákæruvalds flutti málið Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Dóm þennan kveða upp héraðsdómararnir Ó lafur Ólafsson sem dómsformaður, Erlingur Sigtryggsson og Þorsteinn Davíðsson. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Héðinn Búi Rík harðsson, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði A 1.500.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vext i og verðtryggingu, frá 23. október 2016 til 28. desember sama ár, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 1. 746.518 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ágeirs Arnar Blöndal hdl., 900.240 krónur, auk réttargæsl ulauna Auðar H. Freysdóttur hdl., 613.800 krónur.