LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 19. nóvember 2020. Mál nr. 626/2020 : Ákæruvaldið (Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri ) gegn X (Gísli Tryggvason lögmaður) Lykilorð Kærumál. Kæruheimild. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Með úrskurði héraðsdóms var hafnað kröfum X á grundvelli 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um að felld yrði úr gildi refsing og önnur viðurlög sem honum var gert að sæta með dómi, en til vara að refsing samkvæmt dómnum yrði lækkuð. X skaut úrsk urði héraðsdóms til Landsréttar með vísan til 4. málsliðar þeirrar málsgreinar en í ákvæðinu segir að áfrýja megi niðurstöðu héraðsdóms um hvort refsing samkvæmt dómi skuli felld niður eða lækkuð á grundvelli 1. málsliðar sömu málsgreinar. Í úrskurði Lands réttar var vísað til þess að heimild til að kæra til Landsréttar úrlausn héraðsdóms yrði ekki leidd af tilvitnuðu ákvæði almennra hegningarlaga sem samkvæmt orðum sínum mæli fyrir um að málskot eigi sér stað með áfrýjun. Kæra yrði ekki heldur reist á 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, enda taki það ákvæði ekki til annarra úrskurða en þeirra sem um ræði í þeim lögum. Þá væri heimild til að kæra úrlausnina hvorki að finna í öðrum ákvæðum þeirra laga né öðrum lögum. Því var málinu vísað frá Landsré tti. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar 6. nóvember 2020 . Leitað er endurskoðunar á úrskurði Héraðsdóms Suðurlands 3. sama mánaðar í málinu nr. Ö - 619/2020 þar sem hafnað var kröfu m varnaraðila um að felld yrði úr gildi refsing og önnur viðurlög sem honum var gert að sæta með dómi Héraðsdóms Suðurlands 2019 í málinu nr. S - /2019 en til vara að refsing samkvæmt dómnum yrði lækkuð. Um málskotið er vísað til 4. málsliðar 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfest ur . 2 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að fyrrgreind refsing og önnur viðurlög verði felld úr gildi en til vara að refsing verði lækkuð. Þá er krafist þóknunar til handa skipuðum verjanda varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir héraðsdómi og Landsrétti . Niðurstaða 4 Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 2019 í málinu nr. S - /2019 var varnaraðila gert að sæta fangelsi í 30 daga og ævilangri sviptingu ökuréttar frá birtingu dómsins fyrir brot gegn þágildandi 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Samkvæmt gögnum málsins va r d ómurinn birtur varnaraðila 3. júní 2019 og tók hann sér þá frest til ákvörðunar um hvort hann áfrýjaði honum til Landsréttar. Það gerði hann ekki innan áfrýjunarfrests en fór þess á leit við Landsrétt 19. júlí 2020 að honum yrði veitt leyfi til að áfrýj a dómnum til réttarins. Þeirri beiðni var hafnað 1. nóvember 2019 þar sem dráttur á áfrýjun hefði ekki verið réttlættur , sbr. 5. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 5 Í 4. málslið 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga, sem varnaraðili vísar til um málskotsheimild, segir að áfrýja megi niðurstöðu héraðsdóms um hvort refsing samkvæmt dómi skuli felld niður eða lækkuð á grundvelli 1. málsliðar sömu málsgreinar. Vísar varnaraðili til þess að þ ar sem niðurstaða héraðsdóms hafi verið í formi úrskur ðar þyki óvarlegt annað en að beita lögjöfnun frá ákvæðum laga nr. 88/2008 um kæru úrskurða til Landsréttar, sbr. XXX. kafla laganna, einkum varðandi fresti. Engu að síður megi hafa til hliðsjónar reglur XXXI. kafla sömu laga um áfrýjun dóma til Landsrétta r, bæði vegna orðalags tilvitnað r ar málskotsheimildar almennra hegningarlaga og þar sem niðurstaða héraðsdóms bindi end a á nýtt mál, þar til henni sé skotið til æðri dóms. 6 Á kvæði XXXI. kafla laga nr. 88/2008 taka til áfrýjunar á dómum héraðsdóms til Lands réttar en við hana er jafnframt heimilt að leita endurskoðunar á úrskurðum sem kveðnir hafa verið upp og ákvörðunum sem teknar hafa verið undir rekstri máls í héraði. Samkvæmt 2. mgr. 199. gr. laganna skal ákærði lýsa yfir áfrýjun héraðsdóms í bréflegri ti lkynningu til ríkissaksóknara. Í ljósi þessa verður að líta svo á að í málskoti varnaraðila til Landsréttar felist kæra á framangreindum úrskurði héraðsdóms. 7 Heimild til að kæra til Landsréttar úrlausn héraðsdóms um framangreint efni , en hún lýtur svo sem fram er komið að kröfu um niðurfellingu refsingar samkvæmt dómi, verður ekki leidd af tilvitnuðu ákvæði almennra hegningarlaga sem samkvæmt orðum sínum mælir fyrir um að málskot eigi sér stað með áfrýjun. Kæra n verður ekki heldur reist á 192. gr. laga nr. 88/2008, enda tekur það ákvæði ekki til annarra úrskurða en þeirra er um ræðir í þeim lögum. Þá er heimild til að kær a úrlausnina hvorki að finna í öðrum ákvæðum þeirra laga né öðrum lögum. Verður málinu því ví sað frá Landsrétti. 8 K ærumálskostnað ur verður ekki úrskurðaður . 3 Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 3. nóvember 2020 Mál þetta, sem þingfest var og tekið til úrskurðar 8. október 2020, barst dóminum 4. septe mber 2020. Sóknaraðili er X, kt. [...]. Varnaraðili er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Dómkröfur sóknaraðila eru aðallega að felld verði niður refsing og önnur viðurlög sem 2 019, í málinu nr. S - Þá krefst sóknaraðili þess að lögmanni hans verði greidd þóknun úr ríkissjóði verði talin heimild til þess. Varnaraðili mótmælir kröf unni. Málavextir Þann 29. janúar 2019 gaf varnaraðili út ákæru á hendur sóknaraðila fyrir umferðarlagabrot. Var sóknaraðila gefið eftirfarandi að sök: að [...] í Vestmannaeyjum án tilskilinna ökuréttinda og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa fíkniefna (í þvagi mældist tetrahýdrókannab 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum. Var þess krafist af hálfu ákæruvalds að ákærði, þ. e. sóknaraðili þessa máls, yrði d æmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga . Framangreint sakamál var þingfest 14. mars 2019 og dómtekið sama ár, eftir að ákærði hafði viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Var farið með málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008. Sækjandi og verjandi ákærða tjáðu sig í stuttu máli um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga og lögðu málið að svo búnu í dó m. 2019 og ákærði sakfelldur skv. ákæru og dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga og sviptur ökurétti ævilangt. Þá var ákærða jafnframt gert að greiða sakarkostnað 179.492 krónur, þar af þóknun skipaðs verjanda síns 84.320 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Samkvæmt því sem fram kom við munnlegan flutning málsins er framangreindur dómur til fullnustu hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, en fullnustu mun hafa verið frestað meðan beðið er lykta þessa máls. Dóminu m mun ekki hafa verið áfrýjað innan lögmælts áfrýjunarfrests. Af hálfu sóknaraðila er vísað til 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og byggt á því að refsinæmi þess verknaðar að stjórna bifreið þrátt fyrir að ávana - og fíkniefni greinist í þvagi öku manns hafi fallið niður við gildistöku umferðarlaga nr. 77/2019 þann 1. janúar 2020. Beri því að fella hina dæmdu refsingu niður að fullu, enda hafi hún ekki komið til framkvæmda. Samkvæmt sama tilvitnaða ákvæði almennra hegningarlaga beri jafnframt að fel la niður ökuréttarsviptinguna, enda falli hún undir hugtakið Sóknaraðili vísar jafnframt til 1. mgr. 69. gr. og 70. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Þá vísar sóknaraðili til þess að ekki sé um að ræða beiðni um eiginlega endurupptöku umrædds sakamáls, hvorki skv. XXIX. né XXXIV. kafla laga nr. 88/2008 um meðf erð sakamála, heldur beiðni skv. beinni lagaheimild í 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu varnaraðila er vísað til þess að um sé að ræða endanlegan dóm í sakamáli og verði niðurstöðu slíks máls ekki breytt nema með áfrýjun eða endu rupptöku samkvæmt lagaákvæðum þar um. 4 Þá vísar varnaraðili til þess að umræddur dómur og viðurlög samkvæmt honum sé þegar kominn til framkvæmda, en í öllu falli sé ökuréttarsviptingin þegar komin til framkvæmda. Þá vísar varnaraðili jafnframt til þess að v erði fallist á kröfu sóknaraðila megi búast við holskeflu af málum þar sem farið verði fram á sambærilegt. Forsendur og niðurstaða Í 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: Hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn til þess er dóm ur gengur, skal dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei má þó dæma refsingu, nema heimild hafi verið til þess í lögum, þegar verk var framið, og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Hafi refsiákvæði laga f allið úr gildi af ástæðum, sem ekki bera vitni um breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar, skal dæma eftir lögum þeim, sem í gildi voru, þegar brot var framið. Falli refsinæmi verknaðar niður af öðrum ástæðum en síðast var getið, fellur refsing niður, sem dæmd hefur verið fyrir þann verknað, að því leyti, sem hún hefur þá ekki þegar verið framkvæmd. Einnig falla þá niður aðrar afleiðingar verknaðar, sem refsinæmi hans að eldri lögum leiddi af sér, að undantekinni skyldu til greiðslu sakarkostnaða r. Bera má þá undir dómstól þann, sem dæmdi í því máli í héraði, eða dómstól á heimavarnarþingi aðilja, hvort refsing samkvæmt dóminum skuli niður falla eða lækka, ef dómurinn tekur jafnframt til fleiri brota. Niðurstöðu héraðsdóms má áfrýja. Framangreind ákvæði hafa staðið óbreytt allar götur frá gildistöku laganna. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. skal refsing, sem og aðrar tilteknar afleiðingar, falla niður ef hún hefur ekki þegar verið framkvæmd, ef refsinæmi verknaðar hefur fallið niður. Samkvæmt orðalagi 2. mg r. 2. gr. laganna gildir þetta þó ekki ef refsiákvæði laga hafa fallið úr gildi af ástæðum, sem ekki bera vitni um breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar, en þetta kemur jafnframt fram í lögskýringargögnum. Bann við akstri undir áhrifum ávana - og fíkn iefna var að finna í 45. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987, en er nú að finna í 50. gr. hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019. Eru ákvæðin næsta samhljóða að því undanskildu að í hinum eldri lögum var bannað að aka vélknúnu ökutæki ef slík efni fundust í blóði eða þvagi ökumanns, en samkvæmt hinum yngri lögum nær bannið aðeins þess að efnin finnist í blóði ökumanns. Sá verknaður, sem umrædd ákvæði umferðarlaga beinast að, er að aka vélknúnu ökutæki undir áhrifum ávana - og fíkniefna, en til þess standa augljós r ök. Bannákvæði umferðarlaganna fjalla ekki um það að hafa slík efni í líkama sínum, hvort heldur sem er í blóði eða þvagi, heldur ná þau til þess verknaðar að aka vélknúnu ökutæki undir áhrifum þeirra. Mat löggjafans á þeim verknaði og refsinæmi hans er lj óslega óbreytt þrátt fyrir að nú sé ekki lengur refsivert að aka vélknúnu ökutæki ef slík efni finnast aðeins í þvagi, en þetta mat löggjafans kemur m.a. ljóslega fram í lögskýringargögnum. Með framangreindum dómi var sóknaraðili m.a. sakfelldur fyrir aka umræddri bifreið óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna. Er ekkert komið fram um breytt mat löggjafans á refsinæmi þess verknaðar, þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á umferðarlögum og að framan er lýst. Samkvæmt framansögðu eru ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til að fella niður eða lækka refsingu sóknaraðila skv. téðum dómi í málinu nr. S - því að hafna kröfu hans. Við fyrirtöku málsins var fallist á að skipa sóknaraðila verjanda, en ekki er lagaheimild til að ákveða honum þóknun úr ríkissjóði. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila, X, er hafnað.