LANDSRÉTTUR Úrskurður föstu daginn 8 . febrúar 2019. Mál nr. 83/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Orri Sigurðsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Ei narsdóttir, Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir I ngi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. febrúar 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. febrúar 2019 , í málinu nr. R - [...] /2019 , þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 4. mars 2019 klukkan 16. Kæruheimild er l - lið í 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði er varnaraðili grunaður um skipulagðan og stórfelldan þjófnað úr [...] [...] í [...] í félagi við aðra. Er á því byggt af hálfu sóknaraðila að um 16 þjófnaðarbrot sé að ræða og að sömu verknaðaraðferð, sem gerð er gr ein fyrir í greinargerð hans til Landsréttar, hafi verið beitt við þau öll. 5 Að þessu gættu og að virtum gögnum málsins verður fallist á það með héraðsdómi að sóknaraðili hafi leitt í ljós að fullnægt sé skilyrðum til að varnaraðila verði gert að sæta gæsl uvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og að ekki séu efni til að marka því skemmri tíma en krafist er. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. 2 Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðs dóms Reykja ness mánudaginn 4. febrúar 2019 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 4. mars 2019, kl. 16:00. Varnaraðili mótmælir kröfunni og krefst þess aðallega að kröfu lögreglustjóra verði hafnað en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að lögreglustjóranum hafi þann 3. febrúar síða ést hafa á brott varning, sem hann sé grunaður þýfi fundist við leit í bifreiðinni. Þá sé einnig til rannsóknar mál gegn varnaraðila þar sem hann sé grunaður um, í samvinnu við þrjá séu grunaði r um að hafa í sameiningu staðið að stórfelldum þjófnaði á sígarettum, sólgleraugun og ilmvötnum svo að eitthvað sé nefnt. Það mál sé enn til rannsóknar hjá lögreglu en hið meinta þýfi sé nokkra milljóna króna virði. Varnaraðili sé grunaður um að hafa í að minnsta kosti fimmtán skipti á þessu tímabili farið í [...] Varnaraðili sé grunaður um að standa að stórfelldum og skipulögðum þjófnuðum í mörgum tilvikum úr [...] la sé gefið að sök þjófnaður en einnig sé varnaraðili grunaður um stórfellda líkmasárás í einu máli sem sé á ákærustigi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Unnið sé að því að ljúka rannsókn hinna málanna sem allra fyrst og að gefa út ákæru. Til rannsókn ar séu brot sem teljist varða við 244.gr. almennra hegningarlaga en refsing á brotum þessum sé allt að 6 ára fangelsi. Þá telji lögregla að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið. Sú krafa byggist á því að um sé að r æða nokkur aðskilin brot sem hafa samfellu og vísast til c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til alls framangreinds, aðallega c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1 940, telji lögreglustjóri brýna hagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 4. mars 2019, kl. 16.00. Niðurstaða: Samkvæmt framangreindu og fyrirliggjandi rannsóknargögnum er varnaraðili undir rökstuddum g run um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Liggur varnaraðili undir grun um að hafa í að minnsta kosti 15 skipti á tímabilinu frá júní til ágúst 2018 farið í [...] þaðan að miklu verðmæti. Er varnaraðili t alinn hafa stundað skipulagðan og stórfelldan þjófnað úr [...] í félagi við aðra. Rannsókn þessara mála er sögð á lokastigi og er þess að vænta að gefin verði út ákæra á næstunni. Eru ætluð brot varnaraðila nánar rakin í gögnum málsins. Samkvæmt 1. mgr. 9 5. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður sakborningur því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Auk þess verða að vera fyrir hendi eitthver t þeirra skilyrða sem talin eru upp í fjórum stafliðum. Meðal þeirra skilyrða er að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan 3 máli hans er ekki lokið, sbr. c. lið ákvæðisins. Lögregla hafði afskipti af varnaraðila í gær í og fann við leit umt alsvert þýfi í bifreið varnaraðila. Liggur varnaraðili á ný undir rökstuddum grun um þjófnað úr sömu [...] og hefur þannig ekki látið segjast. Að virtum meintum brotum varnaraðila þykja ákvæði 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 ekki standa því í vegi að fall ist verði á kröfu lögreglustjóra. Þykir verða að fallast á það með lögreglustjóra að ætla megi að ákærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Samkvæmt því og öðru framangreindu er fullnægt skilyrðum c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr . 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Verður krafa lögreglustjóra því tekin til greina með þeim hætti sem hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurð þennan kveður upp Jón Höskuldsson héraðsdómari. Ú r s k u r ð a r o r ð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 4. mars 2019, kl. 16:00.