LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 23. júní 2020. Mál nr. 324/2020 : Íslenskir aðalverktakar hf. og (Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður ) Oddur Helgi Oddsson (Heiðar Örn Stefánsson lögmaður ) gegn Landey ehf. ( Óskar Sigurðsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Dómkvaðning matsmanns. Yfirmat. Málshraði. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni Í hf. og O um dómkvaðningu yfirmatsmanna. Héraðsdómur hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að Í hf. og O hefðu ekki krafist dómkvaðninga r yfirmatsmanna svo skjótt sem tilefni gafst til og horfði meðal annars við matið til þess að tvö ár væru liðin frá því að undirmatsgerð hefði verið lögð fram í eldra dómsmáli sem S ehf. rak gegn L ehf., en Í hf. og O hefðu verið aðilar að því máli sem rét targæslustefndu. Í úrskurði Landsréttar var ekki fallist á að aðild Í hf. og O sem réttargæslustefndu í dómsmáli S ehf. gegn L ehf. hefði gefið þeim tilefni til þess að krefjast yfirmats í málinu enda hefði engum kröfum verið beint að þeim í því máli. Þega r litið væri til reksturs þess dómsmáls sem nú væri rekið milli málsaðila var ekki heldur fallist á að matsbeiðnin væri of seint fram komin. Þá kom fram að markmið yfirmats samkvæmt 64. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri að endurskoða forsendur og niðurstöður undirmats og því væri ekki unnt að fallast á það sjónarmið L ehf. að dómara væri rétt að hafna yfirmatsbeiðninni á þeim grundvelli að yfirmat væri bersýnilega þýðingarlaust þar sem undirmat lægi fyrir. Var því fallist á beiðni Í hf. og O um dómkvaðningu yfirmatsmanna. Á hinn bóginn var talið að nánar tilgreindar spurningar í yfirmatsbeiðninni lytu að atriðum sem ekki hefði verið spurt að í undirmatsbeiðni og að með einni spurningu væri leitast við að fá svör frá matsmönnum um atriði sem kref ðust lagaþekkingar og almennrar þekkingar sem dómari leysir úr samkvæmt 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991. Því hafnaði Landsréttur því að þær spurningar yrðu lagðar fyrir yfirmatsmenn. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Ása Ólafsdóttir , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðilar skutu málinu til Landsréttar með kæru 22. maí 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 9. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2020 í málinu nr. E - 1928/2019 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu yfirmatsmanna. Kæruheimild er í c - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fallist verði á beiðni þeirra um dómkvaðningu yfirmatsmanna. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði auk kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumál skostnaðar. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Svo sem rakið er í hinum kærða úrskurði á mál þetta rætur að rekja til verksamnings sem gerður var 6. desember 2006 milli sóknaraðila, Íslenskra aðalverktaka hf., og varnaraðila um byggingu 42 íbúða í svokölluðu Sku ggahverfi í Reykjavík. Sóknaraðili, Íslenskir aðalverkatakar hf., lauk við ákveðna hluta af byggingu hússins en hvarf frá verkinu í febrúarmánuði 2010. Sóknaraðilinn Oddur Helgi Oddsson var byggingarstjóri verksins á áðurgreindu tímabili. 5 Á árinu 2012 sel di varnaraðili einkahlutafélaginu Skuggabyggð íbúðirnar sem lauk við byggingu þeirra og seldi þær. Eftir afhendingu íbúðanna bárust kvartanir frá eigendum þeirra vegna ýmissa galla sem þeir töldu vera á eigninni einkum vegna hljóðbærni, gluggakerfis, frága ngs á utanhússklæðningu og þakdúks. Skuggabyggð ehf. þingfesti mál á hendur varnaraðila 15. mars 2016 þar sem gerðar voru kröfur um bætur vegna gallanna. Varnaraðili stefndi sóknaraðilum inn í það mál til réttargæslu í ágúst 2016. Undir rekstri málsins lag ði Skuggabyggð ehf. fram matsbeiðni 20. maí 2016 þar sem einkum var óskað mats á því hvort framangreindir verkþættir uppfylltu kröfur byggingarreglugerðar, hvaða leiðir væru færar til úrbóta og áætluðum kostnaði við úrbætur. 6 Matsmenn skiluðu matsgerð 6. ap ríl 2018 þar sem komist var að því að ákveðnir verkþættir í byggingu hússins uppfylltu ekki kröfur byggingarreglugerðar og að kostnaður við úrbætur væri áætlaður 84.586.525 krónur. Efniságreiningi héraðsdómsmálsins var lokið 2. nóvember 2018 með gerð rétta rsáttar þar sem varnaraðili skuldbatt sig til þess að greiða Skuggabyggð ehf. 84.586.525 krónur vegna kostnaðar íbúðareigenda við úrbætur og að auki 40.000.000 króna vegna kostnaðar Skuggabyggðar ehf. við rekstur dómsmálsins, matsgerðar og annars kostnaðar , eða samtals 124.586.525 krónur. 7 Með stefnu sem þingfest var 7. maí 2019 höfðaði varnaraðili mál á hendur sóknaraðilum og Vátryggingafélagi Íslands hf. þar sem hann krafðist framangreindrar fjárhæðar í skaðabætur. Í greinargerðum sóknaraðila sem lagðar vo ru fram í héraðsdómi 24. september 2019 var áskilnaður um dómkvaðningu matsmanna á síðari 3 stigum ef tilefni yrði til. Í greinargerðunum voru aðallega gerðar kröfur um frávísun málsins en til vara sýknu. Stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. sem hafði gefið út byggingarstjóratryggingu fyrir verkið viðurkenndi bótaskyldu og greiddi varnaraðila 10.250.000 krónur í bætur úr ábyrgðartryggingunni og felldi varnaraðili málið niður á hendur þeim. 8 Eftir úthlutun málsins til héraðsdómara var það tekið fyrir að viðstöd dum lögmönnum aðila 21. október 2019. Var þar fallist á beiðni varnaraðila um fjögurra vikna frest til frekari gagnaöflunar. Við fyrirtöku málsins 26. nóvember 2019 var því aftur frestað til gagnaöflunar að beiðni lögmanns varnaraðila til 10. desember 2019 en þann dag var málinu frestað til 3. febrúar 2020 til málflutnings um frávísunarkröfu sóknaraðila. Í þinghaldi 3. febrúar féllu sóknaraðilar frá kröfu um frávísun og óskaði sóknaraðilinn Íslenskir aðalverktakar hf. eftir því að sakarefni málsins yrði ski pt þannig að fyrst yrði fjallað um málsástæður sem lytu að fyrningu kröfunnar. Málið var flutt um sakarskiptingu 2. mars 2020 en héraðsdómur hafnaði kröfunni með ákvörðun 6. mars sama ár. Í þinghaldi 6. apríl 2020 lögðu sóknaraðilar fram yfirmatsbeiðni þá sem mál þetta snýst um. 9 Með úrskurði 11. maí 2020 hafnaði héraðsdómur yfirmatsbeiðninni á þeim grundvelli að sóknaraðilar hefðu ekki krafist dómkvaðningar yfirmatsmanna svo skjótt sem tilefni gafst til þegar horft væri til þess að tvö ár væru liðin frá þv í að undirmatsgerðin var lögð fram í fyrra dómsmálinu sem Skuggabyggð ehf. rak gegn varnaraðila. Sóknaraðilar hefðu verið aðilar að því máli sem réttargæslustefndu og hefðu við meðferð þess getað krafist yfirmats. Síðbúin yfirmatsbeiðni myndi fyrirsjáanleg a tefja málið og færi það í bága við reglur laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um málshraða, einkum 1. mgr. 80. gr. og 2. mgr. 99. gr., sbr. 2. mgr. 102. gr., sömu laga. Niðurstaða 10 Ekki er fallist á að aðild sóknaraðila sem réttargæslustefndu í máli S kuggabyggðar ehf. gegn varnaraðila hafi gefið þeim tilefni til þess að krefjast yfirmats í málinu enda engum kröfum beint að þeim í því máli. Ákvörðun varnaraðila um að gera réttarsátt við Skuggabyggð ehf. á grundvelli undirmatsgerðar var alfarið á hans áb yrgð og áhættu. Svo sem rakið hefur verið var mál þetta þingfest í héraðsdómi 7. maí 2019 og greinargerðum sóknaraðila skilað 24. september sama ár. Málinu var síðan frestað að ósk varnaraðila til frekari gagnaöflunar og fyrirhugaðs málflutnings um frávísu narkröfu og kröfu um sakarskiptingu. Eins og áður er rakið áskildu sóknaraðilar sér í greinargerðum til héraðsdóms rétt til að óska eftir dómkvaðningu matsmanna á síðari stigum málsins ef tilefni gæfist til. Í ljósi afstöðu sóknaraðila um að rétt hafi veri ð að taka fyrst til meðferðar kröfu um frávísun og sakarskiptingu áður en lagt yrði í þann kostnað og tafir á málinu sem yfirmat myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér, verður ekki fallist á að matsbeiðnin sé of seint fram komin. 11 Varnaraðili byggir kröfur sínar einnig á því að allar spurningar í yfirmatinu séu bersýnilega þýðingarlausar þar sem um þær hafi áður verið fjallað í undirmati og að 4 þar hafi sóknaraðilar getað komið að athugasemdum. Dómara sé þannig rétt að hafna sönnunarfærslunni á grundvelli 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt 64. gr. laganna getur aðili krafist yfirmats þar sem tekin verði til endurmats þau atriði sem hafa áður verið metin. Þar sem markmið yfirmats er að endurskoða forsendur og niðurstöður undirmats er augljóslega ekki un nt að fallast á þá ályktun varnaraðila að yfirmat sé bersýnilega þýðingarlaust þegar undirmat liggur fyrir. 12 Varnaraðili byggir einnig á því að yfirmatsbeiðnin sé í andstöðu við 64. gr. laga nr. 91/1991. Þótt beiðnin sé nefnd yfirmatsbeiðni komi fram í 3. tölulið matsbeiðninnar undir fyrirsögninni YFIRMAT/NÝ MATSGERÐ að í raun sé verið að leggja það í hendur dómara að ákveða hvort í spurningum matsbeiðanda felist beiðni um yfirmat eða undirmat. Framsetning matsbeiðninnar sé því ruglingsleg og þar af leiðand i óljóst hvað sóknaraðilar hyggjast sanna með henni. Matsspurningarnar lúti flestar að því að meta eigi galla út frá samþykktum teikningum og verksamningi aðila en ekki út frá reglum byggingarreglugerðar eins og gert hafi verið í undirmatinu. Þá sé í 1. tö lulið í yfirmatslið nr. tvö um galla á gluggakerfi spurt um atriði sem krefst lagaþekkingar sem sé á forræði dómara að svara en ekki matsmanna. 13 Samkvæmt 61. gr. laga nr. 91/1991 skal í matsbeiðni koma skýrlega fram hvað á að meta og hvað aðili hyggst sanna með mati. Í 64. gr. sömu laga segir að aðili geti krafist yfirmats þar sem tekin verði til endurmats þau atriði sem hafa áður verið metin. Það er ekki hlutverk dómara að leggja grunn að eða setja fram beiðni málsaðila um undirmat enda forræði á því viðfan gsefni alfarið á hendi málsaðila. Fallist er á með varnaraðila að þessi þáttur yfirmatsbeiðninnar sé óskýr og ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru lögum samkvæmt um að skýrt komi fram í matsbeiðni hvort verið sé að fara fram á undirmat eða yfirmat. Þrátt fyrir framangreindan óskýrleika í yfirmatsbeiðninni verður að leggja mat á það hvort spurningarnar sem þar eru settar fram uppfylli skilyrði 64. gr. laganna um að verið sé að óska eftir endurmati á því sem áður hefur verið metið. 14 Í yfirmatslið nr. eitt um hljóðbærni er í 1. tölulið spurt hvort hljóðeinangrun milli stofurýma íbúða milli hæða hafi verið í samræmi við kröfur 173. gr. byggingarreglugerðar. Er þessi spurning í samræmi við hluta þeirra spurninga sem settar voru fram í undirmati um hljóðbæ rni og er því fallist á hana. Aðrar spurningar í yfirmatslið nr. eitt eru hins vegar því marki brenndar að með þeim er leitast við að fá afstöðu matsmanna til þess hvort frágangur á verkþáttum hafi verið í samræmi við teikningar, verklýsingar eða leiðbeini ngar, hvort unnt hafi verið að bæta úr ágöllum innan frá og hvaða áhrif innanhússfrágangur hafi haft á hljóðbærnina. Um þessi atriði var ekki spurt í undirmatsbeiðni og verður því að hafna þeim spurningum. 15 Í yfirmatslið nr. tvö um gluggakerfi fasteignarinn ar er í 1. tölulið spurt að því hvort á þeim tíma sem verkið var framkvæmt hafi verið skylda að hafa gluggakerfi CE - vottuð eða hvort þau hafi fengið umsögn eða vottun Rannsóknastofu byggingariðnaðarins. Fallist er á með varnaraðila að með þessari spurningu leitist sóknaraðilar við að fá 5 svör frá matsmönnum um atriði sem krefjast lagaþekkingar og almennrar þekkingar sem dómari leysir úr samkvæmt 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991. Er þeirri spurningu því hafnað. Þótt spurning í 2. tölulið þessa yfirmatsliðar, um hvort gluggakerfið fullnægi kröfum staðla og byggingarreglugerðar um slík kerfi, sé orðuð með öðrum hætti en gert var í undirmatsbeiðni lýtur hún að atriði sem spurt var um í undirmati og ber því að fallast á hana. Aðrar spurningar í töluliðum þrjú til fimm snúa að því hvort frágangur á verkþáttum hafi verið í samræmi við teikningar, verklýsingar eða leiðbeiningar og hvort unnt hafi verið að bæta úr ágöllum innan frá. Um þessi atriði var ekki spurt í undirmatsbeiðni og verður því að hafna þeim spurningum . 16 Í yfirmatslið nr. þrjú um utanhússklæðningu er spurt hvort svokölluð XPS - einangrun á plötum sem loka gluggum að hluta á vegg á austurhlið hússins sé samræmanleg samþykktum teikningum og kröfum byggingarreglugerðar. Í undirmatsgerðinni kemur fram að einan grun á utanhússklæðningu sé hvorki í samræmi við teikningar né byggingarreglugerð. Fallist er á með sóknaraðilum að í spurningu í undirmatsbeiðni, um hvort frágangur utanhússklæðningar hafi samræmst byggingarreglugerð, hafi falist spurning um hvort einangr un utanhússklæðningarinnar hafi verið í samræmi við reglugerðina. Samkvæmt þessu er fallist á matsspurningu í yfirmatslið nr. þrjú. 17 Í yfirmatslið nr. fjögur er óskað eftir því að matsmenn reikni út hvaða áhrif niðurstöður þeirra við matsspurningunum hafi á kostnað við úrbætur. Í spurningunni felst endurmat á því sem áður hefur verið metið og er því fallist á hana. 18 Samkvæmt því sem að framan er rakið er fallist á spurningar í yfirmatsbeiðni sem er að finna í 1. tölulið yfirmatsliðar nr. 1, 2. tölulið yfirmat sliðar nr. tvö, yfirmatslið nr. þrjú og yfirmatslið nr. fjögur. 19 Staðfest er niðurstaða héraðsdóms um að ákvörðun málskostnaðar fyrir héraðsdómi bíði efnisdóms í málinu. Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Fallist er á að þrír hlutlau sir og óvilhallir yfirmatsmenn verði dómkvaddir til að svara spurningum í 1. tölulið yfirmatsliðar nr. eitt, 2. tölulið yfirmatsliðar nr. tvö, yfirmatslið nr. þrjú og yfirmatslið nr. fjögur í yfirmatsbeiðni sóknaraðila 6. apríl 2020. Ákvörðun héraðsdóms um að málskostnaður í héraði bíði efnisdóms er staðfest. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2020 Mál þetta var höfðað með stefnu, birtri 23. og 24. apríl 2019, af Landeyjum ehf., Ögurhvarfi 4a, Kópavogi , á hendur Íslenskum aðalverktökum ehf. (ÍAV), Höfðabakka 9, Reykjavík, og Oddi Helga Oddssyni, , Hafnarfirði. 6 Í málinu gerir stefnandi þær kröfur, aðallega að stefndu verði sameiginlega dæmdir til að greiða stefnanda 124.586.525 krónur með vöxtum af 8 4.586.525 krónum samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. apríl 2018 til 6. maí 2018 en dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags og með dráttarvöxtum af 40.000.000 króna samkvæmt 9. mgr., s br. 1. mgr., 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 18. janúar 2019 til greiðsludags. Stefnandi krefst þess til vara að stefndu verði sameiginlega dæmdir til greiðslu 124.586.525 króna með vöxtum af 84.586.525 krónum samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. a príl 2018 til 18. janúar 2019 en dráttarvöxtum samkvæmt 9. mgr., sbr. 1. mgr., 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags og með dráttarvöxtum af 40.000.000 króna samkvæmt 9. mgr., sbr. 1. mgr., 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 18. janúar 2019 til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefst stefnandi þess að stefndu verði sameiginlega gert að greiða stefnanda málskostnað. Stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Í upphafi gerðu stefndu kröfu um frávísun málsins, en frá þeirri kröfu var fallið í þinghaldi 3. febrúar 2020. Við fyrirtöku málsins 6. apríl sl. var af hálfu beggja stefndu lögð fram beiðni um yfirmat, en lögmaður stefnanda mótmælti því að slík dómkvaðning færi fram. Málflutningur um þetta ágreiningsatriði fór fram 30. apr íl sl. og var deilan að því búnu lögð í úrskurð dómsins. I. Mál þetta á rætur að rekja til verksamnings sem gerður var 6. desember 2006 milli stefnda ÍAV og stefnanda, sem þá bar heitið 101 Skuggahverfi ehf. Með samningnum tók stefndi ÍAV að sér að byggi ngarverkefni í svokölluðu Skuggahverfi. Verksamningur þessi var bæði samstarfssamningur og stýriverktökusamningur. Fól hann nánar í sér að stefndi ÍAV skyldi reisa 42 íbúðir að Vatnsstíg 16 18, og stjórna og hafa umsjón með verkframkvæmdinni í samræmi við þá hönnun og lausnir sem lagðar yrðu til. Verkframkvæmdir munu hafa hafist í nóvember 2007. Sökum efnahagsþrenginga árið 2008 munu framkvæmdir hafa tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Stöðuúttekt fór fram 11. febrúar 2010 og hvarf stefndi Í AV þá formlega frá verkinu. Engar athugasemdir munu hafa verið gerðar og gaf byggingarfulltrúinn í Reykjavík út vottorð þess efnis þann 14. júní 2010. Samkvæmt gögnum málsins gerði félagið Skuggabyggð ehf. stefnanda kauptilboð 11. janúar 2012 um kaup á all s 40 íbúðum að Vatnsstíg 16 18, ásamt tilheyrandi stæðum í bílageymslu. Kaupsamningur á þessum grunni var undirritaður 9. mars 2012 og afsal gefið út 9. maí 2012. Síðar á árinu 2012 keypti Skuggabyggð tvær íbúðir til viðbótar og átti því samtals 42 íbúðir við Vatnsstíg 16 18. Í framhaldi mun Skuggabyggð hafa lokið framkvæmdum og selt íbúðirnar. Vegna ætlaðra galla munu Skuggabyggð ehf. og stefnanda hafa borist kvartanir frá íbúum við Vatnsstíg 16 18 og mun stefndi ÍAV ehf. hafa verið upplýstur um það í aprí l 2014. Skuggabyggð ehf. höfðaði síðar dómsmál, nr. E - 846/2016, á hendur stefnanda, nánar tiltekið í mars 2016, þar sem Skuggabyggð ehf. taldi stefnanda bera ábyrgð á þeim göllum sem fram hefðu komið. Fyrir liggur að stefnandi réttargæslustefndi m.a. stefn du ÍAV og Oddi Helga Oddssyni inn í málið, nánar tiltekið í ágústmánuði 2016, með þeim rökum að ef komist yrði að þeirri niðurstöðu að gallar væru á fasteigninni þá mætti leiða að því líkur að slíkt væri á ábyrgð réttargæslustefndu. Fyrir liggur að dómkva ddir voru matsmenn til að skoða og meta ætlaða galla og úrbætur vegna þeirra. Samkvæmt matsgerð þeirra 6. apríl 2018 var fasteignin talin haldin ýmsum göllum og var kostnaður af úrbótum gallanna metinn samtals 92.044.835 krónur eða 84.586.525 krónur að tek nu tilliti til endurgreiðslu virðisaukaskatts. Héraðsdómsmáli þessu lauk svo með réttarsátt Skuggabyggðar ehf. við stefnanda 1. nóvember 2018, þar sem stefnandi skuldbatt sig til að greiða Skuggabyggð ehf. samtals 124.586.525 kr., sem sundurliðuðust með þe im hætti að 84.586.525 kr. greiddust til húsfélagsins/íbúa, 35.000.000 kr. greiddust til Skuggabyggðar ehf. vegna kostnaðar við málshöfðun og annarra kostnaðarliða og 5.000.000 kr. greiddust vegna matsgerðar. Í desember 2018 leitaði lögmaður stefnanda efti r viðræðum við stefndu vegna ætlaðrar endurkröfu stefnanda á hendur þeim. Þær viðræður leiddu ekki til samkomulags og höfðaði stefnandi mál þetta í kjölfarið, svo sem fyrr greinir. II. 7 Stefndu standa saman að matsbeiðni þeirri sem hér um ræðir og hafa sta ðið einhuga gegn mótmælum stefnanda í þessum þætti málsins. Að virtum þeim sjónarmiðum sem fram komu af hálfu lögmanna stefndu við munnlegan málflutning 30. apríl sl. standa ekki efni til annars en að gera í einu lagi grein fyrir málsástæðum þeirra til stu ðnings því að matsbeiðnin nái fram að ganga. Af hálfu stefndu er beiðni um yfirmat byggð á því að nauðsynlegt sé að afla matsgerðar um þau atriði er lúta að ætluðum hönnunargöllum. Tilgangur stefndu með beiðninni sé að renna stoðum undir sýknukröfu sína. Á þessum forsendum mótmæla stefndu því að matið sé bersýnilega óþarft. Þá sé matsbeiðnin heldur ekki of seint fram komin, enda hafi stefndu ekki átt aðild að fyrra máli, heldur einungis verið stefnt þar inn til réttargæslu, og ekki verið matsþolar. Af þeim sökum hafi ekki komið til álita að réttargæslustefndu bæðu um yfirmat eins og til háttaði í fyrra málinu. Matsbeiðni sú sem nú hefur verið sett fram sé ekki þarflaus til sönnunar, enda miði hún að því að hnekkja fyrri matsgerð. III. Stefnandi byggir mót mæli sín við framkominni beiðni um dómkvaðningu yfirmatsmanna á því að beiðnin sé of seint fram komin og að virða beri meginreglu einkamálaréttarfars um málshraða. Stefndu hafi með ýmsu móti freistað þess að tefja málið á fyrri stigum og auk þess blasi við að öflun yfirmatsgerðar sé þýðingarlaus. Þá sé formskilyrðum ekki fullnægt þar sem óskýrt sé hvort þar sé krafist endurmats á atriðum sem áður hafa verið metin eða hvort í reynd sé verið að kalla eftir nýju mati. Beiðnin sé því andstæð 64. gr. laga nr. 91 /1991. IV. Málarekstur vegna þeirra atvika sem standa að baki ágreiningi málsaðila hér hófst, svo sem fyrr greinir, í marsmánuði 2016, en aðkoma stefndu að því máli hófst með útgáfu réttargæslustefnu 26. ágúst 2016. Meðal gagna málsins á þeim tíma var matsbeiðni sem lögð hafði verið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. maí 2016. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms 27. október 2016 voru tveir menn dómkvaddir samkvæmt framangreindri matsbeiðni, þ.e. Hjalti Sigmundsson, byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari, og T orfi G. Sigurðsson verkfræðingur, til að vinna hið umbeðna mat. Þingbókarfærslan ber skýrlega með sér að þing hafi verið sótt í umrætt sinn af hálfu beggja réttargæslustefndu og færð til bókar athugasemd lögmanna þeirra þess efnis að réttargæslustefndu ásk ildu sér rétt til að gera athugasemdir við hæfi matsmanna yrði matsgerðin síðar notuð gegn þeim. Matsgerðin sjálf, sem dagsett er 6. apríl 2018, ber með sér að lögmenn réttargæslustefndu hafi mætt á matsfundi sem haldnir voru og að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við fundarboð eða tilnefningu matsmanna. Af efni matsgerðar má ráða, svo sem raunar var staðfest við munnlegan málflutning 30. apríl sl., að réttargæslustefndu hafi átt þess kost að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við matsmenn meðan unnið v ar að matsgerðinni. Staðfestingu á þessu má finna í fundargerð matsfundar sem haldinn var 7. nóvember 2017, þar sem fram kemur m.a. að lögmaður ÍAV hf. hafi lagt fram bókun af félagsins hálfu, dagsetta 7. nóvember 2017. Fundargerðin staðfestir að lögmenn r éttargæslustefndu tóku þátt í að svara spurningum matsmanna sem sendar höfðu verið skriflega fyrir fundinn. Samkvæmt fundargerðinni voru svörin bæði færð fram munnlega og skriflega, sbr. tilvísun til svara sem ÍAV hf. hafði þá lagt fram. Af fundargerðum þe im sem fylgja matsgerðinni má ráða að þær hafi verið sendar fulltrúum þeim sem sóttu fundinn og þeim gefinn kostur á að skila athugasemdum. Telja verður að með þessu hafi réttargæslustefndu verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna, sbr. fyrirmæli 5. mg r. 61. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, enda gerir ákvæði þetta ráð fyrir að aðrir en málsaðilar geti átt hagsmuna að gæta við framkvæmd umbeðins mats. Niðurstaða matsmanna var sú að matsandlagið væri haldið nánar tilgreindum göllum, sem metnir v oru til nánar tilgreindra fjárhæða. Ekki verður annað séð en að réttarsátt sú sem gerð var í kjölfarið, nánar tiltekið 1. nóvember 2018, hafi byggst á skírskotun til niðurstaðna matsgerðar þessarar. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 6. desember 2018 v ar hafnað málskostnaðarkröfum réttargæslustefndu í fyrra máli, þar á meðal stefndu ÍAV hf. og Odds Helga Oddssonar, í máli því sem hér 8 málsaðila, þ.m.t . réttargæslustefndu, kaus að leita yfirmats á og til óumdeildrar stöðu framangreindra Málsaðilar hafa samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 forræði á sakarefni og h vernig þeir kjósa að haga sönnunarfærslu af sinni hálfu. Í samræmi við það er í IX. kafla laga nr. 91/1991 gert ráð fyrir að málsaðili geti aflað matsgerðar í því skyni að renna stoðum undir málsástæður sínar. Í dómaframkvæmd hefur þessi réttur þó verið ta linn takmarkast af öðrum meginreglum einkamálaréttar, þar á meðal um málshraða, sbr. ákvæði 1. mgr. 80. gr. og 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, sbr. og ákvæði 2. mgr. 102. gr. sömu laga. Að baki síðastnefndum lagaákvæðum búa bæði almennir og sértækir hags munir sem bundnir eru við það að mál séu til lykta leidd svo fljótt sem verða má. Eins og til háttar í máli því sem hér hefur verið stefnt fyrir dóm liðu tvö ár frá því að matsgerð Hjalta Sigmundssonar og Torfa G. Sigurðssonar var lokið þar til matsgerð s tefndu var lögð fram á dómþingi og 18 mánuðir frá því að áðurnefnd réttarsátt var lögð fram í hinu fyrra máli, nr. E - 846/2016, þar sem matsbeiðendur höfðu stöðu réttargæslustefndu. Að þessum staðreyndum virtum telur dómurinn að stefndu hafi ekki krafist dó mkvaðningar svo skjótt sem tilefni gafst til. Í ljósi forsögu málsins og aðkomu stefndu að fyrri matsgerð á þetta við um framkomna yfirmatsbeiðni stefndu 6. apríl 2020 í heild. Síðbúin matsbeiðni þeirra nú myndi fyrirsjáanlega hafa þau áhrif á dómsmál þett a, nr. E - 1928/2019, að fresta yrði rekstri þess meðan beðið yrði eftir niðurstöðum matsmanna. Með vísan til alls framanritaðs þykir því rétt að hafna kröfu þeirra um dómkvaðningu þriggja yfirmatsmanna. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu stefndu, ÍAV hf. og Odds Helga Oddssonar, um dómkvaðningu matsmanna. Ákvörðun um málskostnað bíður efnisdóms.