LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11. febrúar 2020. Mál nr. 83/2020 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður) Lykilorð Kærumál . Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en gæsluvarðhaldinu markaður skemmri tími. Úrskurður Land sréttar Landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen , Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. febrúar 2020 , sem barst rétti num ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 6. febrúar 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 5. mars 2020 klukkan 15. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Niður staða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er staðfest niðurstaða hans um að skilyrði séu til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi, sem verður markaður sá tími sem í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Varnaraðili, X , sæti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. febrúar 2020 klukkan 16. 2 Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands fimmtudaginn 6. febrúar 2020 Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur í dag, fimmtudaginn 6. febrúar 2020, krafist þess að kærða, X , verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 5. mars 2020 kl. 15:00. Í greinargerð lögreglustjóra með kröfunni kemur fram að klukkan 21:25 í gærkvöldi hafi verið óskað vegna kærða en hann hafi Þega r lögreglumenn hafi komið á vettvang hafi þeir hitt tilkynnanda, B, sem búi á Hafi B greint frá því að kærði búi á en hann hafi verið í annarlegu ástandi og að spyrjast fyrir um A sem búi á . Síðar um kvöldið hafi B orðið vör við högg og hávaða af og þegar hún kíkti út hafi hún séð að X hafi verið búinn að brjóta sér leið inn í íbúð A, . Hafi B sagst hafa séð X fara inn í íbúðina, eins og hann væri að snuðra eitthvað. Hafi hann farið inn að eldhúsi og inn í herbergi en þá hefði hún hæ tt að horfa Þegar lögreglumenn hafi kannað aðstæður við íbúð A hafi verið sjáanlegar skemmdir á dyrakarmi og hurð og brak úr dyrakarmi legið á gólfinu í íbúðinni innan við hurðina. Lögreglumenn hafi síðan farið í íbúð , þar sem kærði dvelji, o g hafi þar einnig verið búið að brjóta upp hurð með álíka skemmdum og lýst sé að framan. Hafi kærði setið í stól innan við dyrnar og virst í annarlegu ástandi. Er kærði hafi verið spurður út í skemmdir á hurðinni að íbúð A hafi hann sagst hafa brotið upp h urðina í misgripum fyrir hurðina að íbúð , en hann hafi verið læstur úti. Í framburði A hjá lögreglu komi fram að hún hafi verið við vinnu er hún fékk símtal frá kærða þar sem hann hafi tilkynnt henni að hann væri læstur úti og hefði ætlað að sparka up p hurðina að sinni íbúð en ruglast á íbúðum og sparkað upp hurðina að hennar íbúð. Hafi A sagði kærða reglulega vera í annarlegu ástandi og ítrekað ónáðað hana. Sagðist hún oft hafa upplifað hræðslu við hann. Hafi hún lagt fram kæru vegna málsins hjá lögre glu. Með dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S - /2019 þann desember 2019 hafi kærði verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir húsbrot, áfengislagabrot og brot gegn nálgunarbanni, en umrædd brot hafi átt sér stað 14. júní 2019, 19. júlí 2019 o g 22. júlí 2019. Komi fram í dómsorði að fresta skuli fullnustu refsingarinnar haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Dómurinn hafi verið birtur varnaraðila hinn 28. desember 2019. Það sé mat lögreglustjóra að kærði sé un dir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggi við og þar með rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hefðu verið sett í skilorðsbundnum dómi, í skilningi c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þá sé það mat lögreglu stjóra að kærði muni hljóta óskilorðsbundna fangelsisrefsingu vegna þessarar háttsemi. Sakarefni málsins sé talið varða við 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot gegn 1. mgr. 257. gr. hegningarlaga geti varðað allt að tve ggja ára fangelsi. Um heimild til gæsluvarðhalds sé vísað til c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með vísan til framangreinds og framlagðra gagna fyrir héraðsdómi telji lögreglustjóri að skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um me ðferð sakamála nr. 88/2008 séu uppfyllt. 3 Niðurstaða Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 verður sakborningur því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er l ögð við. Auk þess verða að vera fyrir hendi eitthvert þeirra skilyrða sem talin eru upp í fjórum stafliðum. Meðal þeirra skilyrða er að rökstuddur grunur leiki á að sakborningur hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbu ndnum dómi, sbr. c - lið ákvæðisins. Fram kemur í lögregluskýrslu sem tekin var af kærða í dag að hann kannist við að hafa sparkað upp hurðinni á umræddri íbúð og farið þar inn án leyfis. Hann ber því hins vegar við að hafa farið íbúðavillt því hann hafi ta lið þetta vera íbúðina þar sem hann sé sjálfur búsettur . Að framangreindu virtu verður á það fallist með lögreglustjóra að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið húsbrot og eignaspjöll, en við þeim brotum liggur fangelsisrefsing sbr. 231. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Kærði var með dómi Héraðsdóms Vesturlands . desember sl., í máli nr. S - /2019, sakfelldur fyrir húsbrot, áfengislagabrot og brot gegn nálgunarbanni, en þau brot áttu sér stað 14. júní, 19. júlí og 22. júlí 2019. Var honum með dóminum gert að sæta fangelsi í tvo mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára. Samkvæmt því sem að framan er rakið er fram kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi með fyrrgreindu broti sínu rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum v oru sett í hinum skilorðsbundna dómi. Er því fullnægt skilyrðum c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, enda er ekki sýnt að brot það sem hann er sakaður um muni aðeins hafa í för með sér sekt eða skilo rðsbundna fangelsisrefsingu, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. Samkvæmt því, og með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 710/2016, verður krafa lögreglustjóra tekin til greina. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærði, X , kt. , skal sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 5. mars 2020 kl. 15:00.