LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8 . nóvember 2019. Mál nr. 871/ 201 8 : Ákæruvaldið (Jón H. B. Snorrason saksóknari ) gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Lykilorð Akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Ölvunarakstur. Akstur sviptur ökurétti. Hegningarauki. Útdráttur G var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í fimm skipti ekið bifreið sviptur ökurétti, þar af tvisvar sinnum undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í annað skiptið að auki undir áhrifum áfengis . Ekki kom til álita að dæma G hegningarauka við dóm Hæstaréttar 24. maí 2018 þar sem brot G nú voru framin eftir uppsögu héraðsdóms í því máli. Að virtum sakaferli G og í ljósi kröfugerðar ákæruvaldsins var staðfest niðurstaða héraðsdóms um fangelsisrefsi ngu í níu mánuði. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen , Oddný Mjöll Arnardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 16. nóvember 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 7. nóvember 2018 í málinu nr. S - 550/2018 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 3 Ákærði krefst þess aðallega að honum verði ekki gerð refsing en til vara að refsing verði milduð. Þá er krafist málsvarnarlauna vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í fimm tilgreind skipti á tímabilinu 9. júní 2017 til 13. apríl 2018 ekið bifreið sviptur ökurétti, þar af tvisvar sinnum undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í annað skiptið að auki undir áhrifum áfengis. 5 Fyrir Landsrétti er einungis til endurskoðunar ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða, sbr. a - lið 1. mgr. 196. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 6 Svo sem greinir í héraðsdómi var ákærði með dómi Héraðsdóms Reykjaness 23. mars 2017 dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot. Var sá dómur staðfestur með dómi Landsréttar 23. mars 2018, sem Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum 24. maí sama ár. 7 Krafa ákærða um mildun refsingar er einkum á því byggð að ákveða beri refsingu hans sem hegningarauka við framangreindan dóm Landsréttar eða eftir atvikum dóm Hæstaréttar, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 /1940. Samkvæmt ákvæðinu skal dæma manni, sem búið er að dæma fyrir eitt brot eða fleiri og verður uppvís að því að hafa framið önnur brot áður en hann var dæmdur, hegningarauka er samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar, sem kynni að hafa orðið ef dæmt he fði verið um öll brotin í fyrra málinu. Brot ákærða nú voru framin eftir 23. mars 2017. Kemur hegningarauki því ekki til álita við ákvörðun refsingar ákærða. 8 Ákærði byggir jafnframt á því að í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019, sem laut að meðferð framangreinds máls fyrir Landsrétti , ríki fullkomin óvissa um hvernig fara eigi með það. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 23. mars 2017 geti því ekki haft ítrekunaráhrif á brot ákærða nú. 9 Ákærði, sem er fæddur 1985, á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2004. Í framangreindum dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 23. mars 2017 er greint frá því að með sátt hjá lögreglustjóra 14. september 2004 hafi ákærði samþykkt greiðslu sektar og tímabundna sviptingu öku réttar fyrir ölvunar akstur og að með dómi 2. ágúst 2005 hafi hann einnig verið dæmdur til sektargreiðslu og tímabundinnar sviptingar ökuréttar fyrir sams konar brot. Þá kemur fram í sakavottorði ákærða, sem liggur fyrir í málinu, að með dómi 9. desember sama ár var hann dæmdur í 30 daga fangelsi, til sektargreiðslu og sviptur ökurétti ævi langt, fyrir ölvunar - og hraðakstur. Með dómi 31. ágúst 2006 var hann dæmdur í 65 daga fangelsi og ævilöng ökuréttarsvipting hans áréttuð vegna ölvunar - og sviptingaraksturs. Með dómi 4. október 2006 var hann dæmd ur í 30 daga fang elsi fyrir sams konar brot, sem hann framdi 9. júlí 2006, en um var að ræða hegningar auka við fyrr greindan dóm frá 31. ágúst sama ár. Með dómi 13. október 2010 var hann dæmdur í 45 daga fangelsi og ævilöng ökuréttar svipting hans áréttu ð, vegna brota gegn lögum um ávana - og fíkni efni, aksturs undir áhrifum slíkra efna og aksturs sviptur ökurétti. Með dómi 16. nóvember 2011 var hann dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að aka sviptur ökurétti. Með dómi 18. október 2012 var hann dæmdur í fimm mánaða fang elsi og ævilöng ökuréttarsvipting hans áréttuð vegna brota gegn lögum um ávana - og fíkniefni, akstur s undir áhrifum þess háttar efna og akstur s sviptur ökurétti. Með dómi 10. janúar 2013 var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og ævilöng ökur éttar svipting hans áréttuð vegna hraðaksturs, aksturs undir áhrifum ávana - og fíkni efna og aksturs sviptur ökurétti, en um var að ræða hegningarauka við fyrrgreindan dóm frá 18. október 2012. Með dómi 14. október 2013 var hann dæmdur í sjö mánaða fangels i og ævilöng ökuréttarsvipting hans áréttuð vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökurétti. Með dómi 3 27. mars 2014 var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og ævilöng ökuréttar - svipting hans áréttuð fyrir sams konar brot en um var að ræða hegningarauka við fyrrgreindan dóm frá 14. október 2013. 10 Að framangreindum sakaferli ákærða virtum og í ljósi þess að ákæruvaldið gerir ekki kröfu um að refsing ákærða verði þyngd verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Er því ekki þörf á að taka afstö ðu til þess hvort dómur Héraðsdóms Reykjaness 23. mars 2017 hafi áhrif við ákvörðun refsingar ákærða. 11 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisauk askatti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 232.049 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 210.800 krónur. Dóm ur Héraðsdóms Reykjavíkur 7. nóvember 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 31. október sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á Selfossi, fy rir eftirtalin umferðarlagabrot með því að hafa: I. örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 250 ng/ml af amfetamíni og 35 ng/ml af metamfetam íni, í þvagi mældist amfetamín og metamfetamín) um Breiðholtsbraut í Reykjavík, við Stekkjarbakka, uns aksturinn var stöðvaður skömmu síðar. Teljast brot þessi varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a., og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 100. gr., umferðarla ga nr. 50/1987. II. leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst. suður Hvalfjarðargöng. Teljast brot þessi varða við 1. sbr. 4. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987. III. örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 90 ng/ml af amfetamíni, 100 ng/ml af kóka íni og 60 ng/ml af MDMA, í þvagi mældist amfetamín, kókaín, MDMA og metamfetamín) og undir áhrifum Trönuhjalla nr. 17. 4 Teljast brot þessi varða við 1. mg r., sbr. 2. mgr., 45. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a., og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987. IV. uns aksturinn var stöðva ður skömmu síðar. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987. V. aksturinn var stöðvaður skömmu síðar. Telst brot þett a varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá var krafist sviptingar ökuréttar, skv. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006 í ákæru en við þingfestingu málsins var fallið frá þeirri kröfu af hálfu ákæruvaldsins. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Þá bendir verjandi ákærða á að framangreind brot í ákæru séu hegningarauki við dóm Hæstaréttar sem féll í máli ákærða 24. maí sl. og því ekki tilefni til að gera ákærða sérstaka refsingu í máli þessu. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála o g var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í 1985. Í málinu liggur fyrir að ákærði á nokkurn sakaferil að baki sem nær allt aftur til ársins 2004. Samkvæmt framlög ðu sakavottorði, dagsettu 30. október 2018, kemur fram að ákærði hefur margítrekað verið dæmdur fyrir að aka sviptur ökuréttindum undir áhrifum áfengis - og eða áhrifum ávana - og fíkniefna. Nú síðast hlaut ákærði 17 mánaða fangelsisdóm fyrir slík brot með d ómi Héraðsdóms Reykjaness, uppkveðnum 23. mars 2017, en þar kemur fram að ákærði hafi rofið skilyrði reynslulausnar af eftirstöðvum 270 daga refsingar, sem tekin var upp og dæmd í því máli. Málinu var áfrýjað til Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu hérað sdóms með dómi uppkveðnum 23. mars sl. Jafnframt staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Landsréttar með dómi uppkveðnum 24. maí sl. Þau brot sem nú er ákært fyrir voru öll framin eftir að áðurnefndur dómur Héraðsdóms Reykjaness, dagsettur 23. mars sl., var upp k veðinn. Ekki er því um hegningarauka að ræða í skilningi 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við dóm Hæstaréttar, enda var niðurstaða héraðsdóms um refsingu ákærða sem fyrr segir staðfest með þeim dómi. Með hliðsjón af framangreindu, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem og skýlausri játningu ákærða bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 9 mánuði. Ekki eru efni til að skilorðsbinda refsinguna í ljósi sakaferils ákærða. Ákærði greiði má lsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 105.400 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 377.730 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari. Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Guðmundur A. Ástráðsson, sæti fangelsi í níu mánuði. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 105.400 krónur og 377.730 krónur í a nnan sakarkostnað.