LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 9 . september 2019 . Mál nr. 623/2019: Ákæruvaldið (Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari) gegn X (Ólafur V . Thordersen lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalstei nn E. Jónasson, Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 5. september 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum næsta dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. september 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 1. október 2019 kl ukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að honum verði gert að sæta farbanni eða sambærilegu úrræði. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Varnaraðili var handtekinn 16. maí síðastliðinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald degi síðar. Hefur hann setið í gæsluvar ðhaldi frá því tímamarki, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sbr. a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, en frá 18. júní 2019 á grundvelli almannahagsmuna samkvæmt 2. mgr. 95. gr. sömu laga. Ákæra var gefin út á hendur varnaraðila 6. ágúst síðastliðin n fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi við aðra staðið að innflutningi á alls 16.218,71 g af kókaíni, ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. 5 Landsréttur hefur í úrskurðum sínum 25. júní 2019 í máli nr. 457/2019 og 22. júlí 2019 í máli nr. 555/2019 staðfest að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu 2 uppfyllt til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Ekkert er komið fram í málinu sem getur breytt því mati en eins og fyrr greinir var ákæra gefin út á hendur honum 6. ágúst s íðastliðinn. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 3. september 2019 Héraðssaksóknari hefur krafist þess að gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 1. október 2019, kl. 16:00. Í greinargerð sækjanda kemur fram að með ákæruskjali dags. 6. ágúst 2019 hafi héraðssaksóknari höfðað sakamál á hendur X fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi við Y og Z stað ið að innflutningi á alls 16.218,71 g af kókaíni, ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Er háttseminni nánar þaðan sem þeir tóku lest til . Daginn eftir, lauga rdaginn 11. maí 2019, fóru þeir samkvæmt fyrirmælum ákærða X og óþekkts aðila um borð í lestarvagn í , hittu þar tvo óþekkta aðila og tóku hver á móti sinni ferðatöskunni, en í þeim voru fíkniefnin falin undir fölskum botnum, alls 8.443,52 g af kókaíni, með að meðaltali 79,28% styrkleika, í tösku Y, og alls 7.775,19 g af kókaíni, með að meðaltali 84,74% styrkleika, í tösku Z. Þaðan tóku þeir lest aftur til þar sem þeir innrituðu sig og töskurnar í flug til Keflavíkur daginn eftir, sunnudaginn 12. maí 2019. Yfirvöld á flugvellinum í fundu fíkniefnin í tösku Z og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku Y. Voru þeir báðir handteknir á Keflavíkurflugvelli. Ákærði X fékk ákærðu Y og Z til þess að flytja inn fíkniefnin, eins og að framan er lýst, lét þeim í té fé til kaupa á flugmiðum og reiðufé til kaupa á gistingu og öðru uppihaldi í ferðinni, gaf þeim fyrirmæli og hafði eftirlit almennra hegningarl aga nr. 19/1940. Þá er þess getið að ákærða sé í ákærunni einnig gefið að sök fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 16. maí 2019, haft í vörslu sinni í buxnavasa 3,95 g af kókaíni, er lögregla hafi haft afskipti af honum á í Reykjavík og hand tekið hann. Sé háttsemin talin varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Í ákæru sé gerð krafa um að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, auk þess sem gerð er krafa um upptöku á fíkniefnum, munum og reiðufé, eins og nánar greini í ákæru. Saksóknari tekur fram að ákærði hafi verið handtekinn í Reykja vík fimmtudaginn 16. maí 2019 vegna gruns um aðild hans að málinu. Hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna daginn eftir með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - /2019. Hafi hann sætt gæsluvarðhaldi síðan þá, og á grundvelli almannahagsmuna, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, frá 18. júní 2019. Með úrskurði Landsréttar í máli nr. 555/2019 þann 22. júlí 2019 hafi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna verið staðfest. Málið sé nú til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og fyrirköll hafi verið birt fyrir þingfestingu málsins 13. september nk. Með vísan til alls framangreinds og rannsóknargagna málsins, sem ákæran byggist á, sé ákærði að mati héraðssaksóknara undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum séu gefin að sök. Brot gegn ákvæði 173. gr. a almennra hegningarlaga varði fangelsi allt að 12 árum. Að mati ákæruvaldsins sé brotið þess eðlis að með tilliti til almannahagsmuna sé nauðsynlegt að tryggja áfram að ákærði gangi ekki laus með an mál hans sé til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Dómstólar hafi talið skilyrði gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna vera fyrir hendi í máli ákærða og ekki hafi neitt nýtt komið fram sem breytt geti því mati dómstóla. 3 Með vísan til framangre inds, framlagðra gagna og 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamálamála, sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða: Í greinargerð saksóknara kemur fram að ákærði hafi verið handtekinn í Reykjavík fimmtudaginn 16. maí 2019 vegna gr uns um aðild að broti sem varðað geti við ákvæði 173. gr. a almennra hegningarlaga sem geti varðað fangelsi allt að 12 árum ef sök telst sönnuð. Ákærði hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna daginn eftir með úrskurði Héraðs dóms Reykjaness í máli nr. R - /2019. Hafi hann sætt gæsluvarðhaldi síðan þá, og á grundvelli almannahagsmuna, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, frá 18. júní 2019. Með úrskurði Landsréttar í máli nr. 555/2019 þann 22. júlí 2019 hafi gæsluvarð hald á grundvelli almannahagsmuna verið staðfest. Málið sé nú til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og fyrirköll hafi verið birt fyrir þingfestingu málsins 13. september nk. Með vísan til þess sem rakið hefur verið, greinargerðar saksóknara og rannsók nargagna málsins, sem ákæran byggist á, er fallist á það mati héraðssaksóknara að ákærði sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum séu gefin að sök, brot sem talin eru varða gegn ákvæði 173. gr. a almennra hegningarlaga varði fangelsi allt að 12 árum. Fallist er á það mat ákæruvaldsins að brotið sé þess eðlis að með tilliti til almannahagsmuna sé nauðsynlegt að tryggja áfram að ákærði gangi ekki laus meðan mál hans sé til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Dómstólar hafa talið skilyrði gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna vera fyrir hendi í máli ákærða og ekki hefur neitt nýtt komið fram sem breytt geti því mati dómstóla. Með vísan til alvarleika sakarefnisins telur dómarinn ekki efni til að fallast á kröfu verjanda um að gæsluvar ðhaldi verði markaður skemmri tími þar sem telja verður að meðalhófs hafi verið gætt í kröfugerð saksóknara. Þá eru ekki talin efni til að beita vægari úrræðum eins og farbanni eins og verjandi gerir kröfu um. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamálamála, er fallist á að krafan nái fram að ganga. Úrskurðinn kveður upp Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Ákærði, X en til þriðjudagsins 1. október 2019, kl. 16.00.