LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12 . apríl 2019. Mál nr. 552/2018 : Landsbankinn hf. (Ásgeir Jónsson lögmaður) gegn Guðrún u Hjaltalín Jóhannsdótt u r (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) og gagnsök Lykilorð Fjármálafyrirtæki. Ógilding samnings. Útdráttur L hf. höfðaði mál á hendur G til heimtu skuldar sem var til komin vegna lánssamnings sem L hf., G og A, fyrrum eiginmaður G , gerðu með sér í ársbyrjun 2012. Lánasamningurinn var gerður á grundvelli uppgjörssamkomulag s aðila þar sem fram kom að L hf. gaf eft ir um það bil þriðjung af kröfum sínum á hendur G og A. Kröfur G í málinu voru meðal annars reistar á því að með uppgjörssamkomulaginu og lánasamningnum hafi hún verið látin taka á sig skuldbindingar sem tilheyrðu ekki henni heldur fyrrverandi eiginmanni h ennar og að greiðslumat hefði ekki farið fram vegna hluta þeirra skulda sem gerðar voru upp með samkomulaginu. Í dóminum var komist að þeirri niðurstöðu að talsverður hluti af skuldunum sem gerðar voru upp með samkomulaginu tengdust G beint eða óbeint. Í d ómi Landsréttar kom meðal annars fram að þegar tilteknir þættir samkomulagsins væru metnir saman og horft til tilurðar þess og stöðu aðila að öðru leyti yrði ekki fallist á það með G að ósanngjarnt væri eða andstætt góðri viðskiptavenju að L hf. bæri það f yrir sig. Þá yrði ekki ráðið af atvikum málsins að L hf. hefði nýtt sér stöðu sína til að ná fram ósanngjörnu skuldauppgjöri eða beitt G eða A óhæfilegum þrýstingi við samningsgerðina. Því yrði kröfu G um að samkomulaginu yrði vikið til hliðar að hluta eða í heild hafnað. Var krafa L hf. því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson, Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 4. júlí 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júní 2018 í málinu nr. E - 53/2017 . 2 2 Aðaláfrýjandi krefst þess að gagnáfrýjandi verði dæmd til að greiða honum 44.140.189 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og ver ðtryggingu frá 14. júní 2013 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 13. júní 2014 að fjárhæð 918.439 krónur, sem dragast skuli frá kröfunni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 19. september 2018. Hún krefst sýknu af kröfu aðaláfrýjanda en til vara lækkunar á henni. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Við re k s tur málsins fyrir Lan dsrétti lagði aðaláfrýjandi fram ný gögn , meðal annars forsendur og niðurstöðu fyrir greiðslumati 30. nóvember 2004 sem gagnáfrýjandi undirritaði vegna láns að fjárhæð 15.500.000 krónur sem þáverandi mak i hennar , A , tók hjá aðaláfrýjanda sama dag. Þá lagði aðaláfrýjandi fram forsendur fyrir greiðslumati 15. mars 2007 sem gagnáfrýjandi undirritaði vegna láns að fjárhæð 10 . 0 00.000 króna sem gefið var út af A til aðaláfrýjanda sama dag . Síðarnefnda greiðslumatið lá fyrir í héraði en ekki hið fyrra. 5 Gagnáfrýjandi lagði einnig fram ný gögn fyrir Landsrétti, meðal annars samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001 en til þess samkomulags er vísað í forsendum hins áfrýjaða dóms um skyldu fjármálafyrirtækja til að meta greiðsl ugetu greiðanda þegar veitt er ábyrgð eða veð sett til tryggingar fyrir láni. Þá lagði gagnáfrýjandi fram skilnaðarsamning á milli hennar og fyrrverandi maka síns þar sem fram kemur að þau hafi ákveðið að setja fasteign sína að Bakkastöðum 17 í Reykjavík á sölu og að ábyrgð beggja á skuld við aðaláfrýjanda haldist óbreytt þar til eignin verði seld. Þá kemur fram í samningnum að fyrrverandi maki gagnáfrýjanda kaupi hlut hennar í Víkurvögnum ehf. 6 Samkvæmt héraðsdómsstefnu beindi aðaláfrýjandi framangreindri k röfu sinni óskipt að gagnáfrýjanda og A . Bú A var tekið til gjaldþrotaskipta 14. desember 2016 og féll aðaláfrýjanda frá kröfum á hendur honum í þinghaldi í málinu 28. apríl 2017. Niðurstaða 7 Í málinu er deilt um hvort ógilda beri uppgjörssamkomulag sem gagnáfrýjandi og þáverandi maki hennar gerðu við aðaláfrýjanda 9. mars 2012 um skuldir sem námu 61.421.599 krónum eftir endurútreikning gengistryggðra lána. Samið var um að gagnáfrýjandi og fyrrverandi maki hennar skyldu gera upp skuldirnar með nýju láni t il 25 ára að fjárhæð 41.250.000 krónur. Að auki skyldi tryggingarbréf sem fyrrverandi maki gagnáfrýjanda hafði gefið út 13. apríl 2005 með veði í fasteign þeirra að fjárhæð 24.000.000 króna standa til tryggingar hinu nýja láni. 8 Gagnáfrýjandi byggir kröfur sínar á því að víkja beri samkomulaginu og láninu sem veitt var samkvæmt því til hliðar í heild eða að hluta á grundvelli 36. gr. laga nr. 3 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Meginröksemd gagnáfrýjanda fyrir þeirri kröfu er að flestar sku ldirnar sem verið var að gera upp hafi verið henni óviðkomandi og tilheyrt fyrrverandi maka hennar. Skuldirnar hafi að mestu verið tilkomnar vegna rekstur s fyrirtækis sem hann átti og áhættufjárfestinga hans. Þá byggir gagnáfrýjandi á því að ekki hafi veri ð framkvæmt greiðslumat þegar lán voru tekin og eigi sú vanræksla að leiða til þess að víkja beri samkomulaginu til hliðar í heild eða að hluta. Að auki reisir gagnáfrýjandi kröfur sínar á því að aðaláfrýjandi hafi verið í yfirburðastöðu við samningsgerðin a og beitt þau hjónin mik lum þrýstingi til að ná samningnum fram. 9 Eins og lýst er í hinum áfrýjaða dómi tekur samkomulagið til uppgjörs á fimm fjárskuldbindingum. Ekki er um það deilt að skuld samkvæmt hlaupareikningi að fjárhæð 1.738.469 krónur var vegna reiknings gagnáfrýjanda en skuld samkvæmt hlaupareikningi að fjárhæð 3.008.873 krónur tilheyrði fyrrverandi maka hennar. Þá er ekki um það deilt að gagnáfrýjandi var skuldari víxils sem gerður var upp samkvæmt samkomulaginu með 6.571.590 krónum. Í dómi hér aðsdóms er byggt á því að víxilskuldin tilheyri gagnáfrýjanda þar sem í málinu lægju ekki fyrir gögn sem sýndu hvernig fjármunum sem fengust við útgáfu víxilsins var ráðstafað. Fallist er á þessa niðurstöðu héraðsdóms. 10 Með samkomulaginu voru, auk framangre indra þriggja fjárskuldbindinga, gerð upp tvö gengistryggð lán sem fyrrverandi maki gagnáfrýjanda tók hjá aðaláfrýjanda. Bæði þessi lán voru tryggð með veði í fasteign gagnáfrýjanda og fyrrverandi maka hennar að Bakkastöðum 17 í Reykjavík. Krafa vegna fyrr a lánsins nam við gerð samkomulagsins 32.682.766 krónum en lánsfjárhæð var við töku þess 13. apríl 2005 20.000.000 króna. Gagnáfrýjandi hafði sem maki og þinglýstur eigandi samþykkt veðsetningu samkvæmt trygginga r bréfi frá 13. apríl 2005 að fjárhæð 24.000.000 króna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það í málinu að greiðslumat hafi farið fram þegar framangreint lán var veitt og tryggingarbréfið gefið út. Andvirði lánsins var greitt inn á hlaupareikning fyrrverandi eiginmanns gagnáfrýjanda en hluti þes s, 15.719.315 krónur, fór til uppgreiðslu á veðskuldabréfi sem gefið hafði verið út af fyrrverandi maka gagnaáfrýjanda 30. nóvember 2004 að fjárhæð 15.500.000 krónur svo sem síðar verður vikið að. 11 Krafa samkvæmt seinna láninu sem gerð var upp með samkomul aginu nam þá 17.419.901 króna en sú krafa var samkvæmt veðskuldabréfi útgefnu 28. mars 2007 að fjárhæð 1 0.000.000 króna . Gagnáfrýjandi hafði ritað undir veðskuldabréfið sem hvíldi á 2. veðrétti fasteigninni Bakkastöðum 17 sem maki útgefanda. Við þessa lánt öku fór fram greiðslumat sem gagnáfrýjandi skrifaði undir. Upplýsingar um greiðslumat þetta lágu ekki fyrir við meðferð málsins í héraði eins og áður er getið. Af forsendum greiðslumatsins má sjá að yfirdráttarskuld á hlaupareikningi fyrrverandi maka gagná frýjanda var 7.000.000 króna þegar lánið var tekið. Gagnáfrýjandi byggir sérstaklega á því að þessi lántaka hafi verið til uppgjörs á áhættufjárfestingum 4 fyrrverandi maka hennar. Bendir hún einnig á að lánið hafi verið gefið út til eins árs þótt greiðsluma tið hafi miðað við lán til 40 ára. Samkvæmt viðaukum við lánasamninginn liggur fyrir að lánið var framlengt þrisvar sinnum á árunum 2008 til 2009. Ekki liggja fyrir upplýsingar í málinu um ráðstöfun á andvirði lánsins eða hvernig stofnað hafði verið til yf irdráttarskuldarinnar. 12 Eins og að framan er rakið var fyrrnefnda láninu, sem upphaflega var að fjárhæð 20.000.000 króna, varið til að greiða upp veðskuldabréf sem fyrrverandi maki gagnáfrýjanda gaf út til aðaláfrýjanda 30. nóvember 2004 að höfuðstól 15.500 .000 krónur. Það veðskuldabréf hafði einnig verið tryggt með veði í fasteigninni Bakkastöðum 17 í Reykjavík og við útgáfu þess fór fram greiðslumat sem gagnáfrýjandi skrifaði undir. Gagnáfrýjandi hafði einnig skrifað undir veðskuldabréfið og samþykkt veðse tninguna sem maki þinglýsts eiganda. Í málinu liggja fyrir gögn sem sýna að andvirði lánsins var ráðstafað inn á reikning fyrrverandi maka gagnáfrýjanda. Af þeirri fjárhæð fóru 12.375.719 krónur til greiðslu tveggja áhvílandi lána Íbúðalánasjóðs að fjárhæð 9.123.792 krónur og eins áhvílandi láns Landsbanka Íslands að fjárhæð 3.032.934 krónur. Óumdeilt er að lánin hjá Íbúðalánasjóði voru upphaflega tekin árið 1999 við kaup á fasteigninni Bakkastöðum 17. Ekki liggja fyrir upplýsingar í málinu um ráðstöfun á ö ðrum hluta lánsins. 13 Svo sem fram er komið fór greiðslumat fram við lántökuna 30. nóvember 2004 og einnig við lántökuna 28. mars 2007 í samræmi við ákvæði samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001 . Við lántökuna og útgáfu try gginga r bréfsins 13 . apríl 2005 fór ekki fram greiðslumat. 14 Samkvæmt dómafordæmum verður samningur aðila um ábyrgð ekki ógiltur í heild eða að hluta af þeirri ástæðu einni að fjármálastofnun hafi brugðist skyldum sínum samkvæmt samkomulagi nu frá árinu 2001. E f leysa á gagnáfrýjanda u ndan skuldbindingu sinni samkvæmt uppgjörssamkomulaginu við aðaláfrýjanda v erður því að finna slíkri ógi ldingu stoð í reglum samn ingaréttar . 15 Þegar metið er hvort beita eigi 36. gr. laga nr. 7/1936 og víkja tiltekinni skuldbinding u til hliðar þarf að fullnægja þeim skilyrðum að ósanngjarnt sé eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera loforð fyrir sig . Sk al við mat á því líta til efnis samnings, atvika við samningsgerð, stöðu aðila við hana og atvika, sem síðar koma til. 16 S amkomulag aðila frá 9. mars 2012 fól í sér bindandi sam ning um heildaruppgjör krafna aðaláfrýjanda á hendur gagnáfrýjanda og fyrrverandi maka hennar. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi er talsverður hluti þeirra skuldbindinga sem uppgjörið tekur til, eða 17.38 6.757 krónur, skuldbindingar gagnáfrýjanda. Í þeirri fjárhæð er u skuldbindingar vegna uppgreiðslu lána hjá Íbúðalánasjóði tilgreindar 9.076.698 krónur og er þar miðað við stöðu þeirra við uppgreiðslu 7. desember 2004. Ljóst er að á þeim degi sem samkomulag ið var gert á árinu 2012, eða rúmum sjö árum 5 síðar, höfðu lán sem tekin voru til uppgreiðslu eldri lána hækkað verulega . S kuldir samkvæmt samkomulaginu sem tengjast gagnáfrýjanda beint voru því talsvert hærri. 17 Þá liggur fyrir að gagnáfrýjandi samþykkti að tryggingarbréf að fjárhæð 24.000.000 króna hvíldi á hennar eignarhluta í fasteign þeirra hjóna. Þá hafði hún samþykkt veðskuldabréf að fjárhæð 10.000.000 króna sem maki skuldara . 18 Samkomulagið um uppgjör var reist á þeirri for sendu að skuldir þeirra hjóna yrðu lækkaðar niður í 110% af virði fasteignar þeirra. Samkvæmt samkomulaginu gaf aðaláfrýjandi eftir um það bil þriðjung af kröfunum sem að baki uppgjörinu lágu eða 20.171.599 krónur. Þá er til þess að líta að miðað var við s töðu þessara krafna 1. janúar 2011 og 23. nóvember 2011 eða nokkru áður en uppgjörið fór fram. Miðað var við verðmat á fasteigninni sem var gert í febrúar 2010 að fjárhæð 37.500.000 krónur eða um tveimur árum áður en gengið var til uppgjörsins. Samkvæmt þe ssu liggur fyrir að afskriftir krafna voru í reynd nokkuð hærri en áðurgreindur þriðjungur. 19 Forsendur samningsins um lækkun skulda miðað við svonefnda 110% leið var þekkt úrræði í skuldauppgjörum eftir fall bankakerfisins. Umtalsverð eftirgjöf var veitt á skuldum gagnáfrýjanda og fyrrverandi maka hennar við aðaláfrýjanda með umræddu samkomulagi og að auki má ætla að þau muni njóta hækk unar á verði fasteigna rinnar frá því mati sem lá til grundvallar því . Fjárs kuldbindingarnar sem uppgjörið tók til voru trygg ðar með veði í sameiginlegri fasteign gagnáfrýjanda og fyrrverandi maka hennar auk þess sem umtalsverður hluti þeirra teng i st gagnáfrýjanda beint. Þótt af gögnum málsins megi ráða að einhver hluti af skuldum fyrrverandi maka gagnáfrýjanda samkvæmt samkomul aginu sé vegna atvinnurekst rar hans og áhættufjárfestinga hefur gagnáfrýjandi ekki fært n ægar sönnur fyrir því hvernig lánum fyrrverandi eiginmanns hennar var ráðstafað. Þá er til þess að líta að ekki hefur heldur verið gerð grein fyrir tekjum aðila af atv innurekstrinum auk þess sem óvissa er um tengsl gagnáfrýjanda við hann. Þá liggur fyrir að sú eftirgjöf á skuldum sem veitt var með samkomulaginu nam svipaðri fjárhæð og lánið sem fyrrverandi maki gagnáfrýjanda tók 28. mars 2007 og skuld hans á hlaupareikn ingi, sem samkvæmt því námu samtals 20.428.774 krónum . Þegar framangreindir þættir í samkomulaginu eru metnir saman og horft til tilurð ar þess og stöðu aðila að öðru leyti verður ekki fall i st á að það sé ósanngjarn t eða andstæ tt góðri viðskiptavenju að að aláfrýjandi beri það fyrir sig. Þá er jafnframt til þess að líta að a f atvikum málsins verður ekki ráðið að aðaláfrýjandi hafi nýtt sér stöðu sína til að ná fram ósanngjörnu skuldauppgjöri eða beitt gagnáfrýjanda eða fyrrverandi maka hennar óhæfilegum þrýstingi við samningsgerðina. V erður kr öfu gagnáfrýjanda um að sam komulaginu verði vikið til hliðar að hluta eða í heild því hafnað . 20 Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á kröfu aðaláfrýjanda en ekki er tölule gur ágreiningur um hana. Um vexti fer svo sem í dómsorði greinir. 6 21 Málsaðilar eru sammála um að mál þetta snúist eingöngu um innheimtu aðaláfrýjanda á skuld samkvæmt samkomulagi þeirra og voru því ekki efni til að taka afstöðu til efnis tryggingarbréfs svo sem gert var í héraðsdómi. 22 Málskostnaður verður ákveðinn í einu lagi á báðum dómstigum eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Guðrún Hjaltalín Jóhannesdóttir, greið i aðaláfrýjanda, Landsbankanum hf., 44.140.189 krónur ásamt dráttarvöxtum samk væmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. júní 2013 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 13. júní 2014 að fjárhæð 918.439 krónur. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda 1.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Lan dsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 6. júní 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 11. apríl 2018, höfðaði Landsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík, hinn 5. janúar 2017, á hendur A , , Reykjavík, og Guðrúnu Hjaltalín Jóhannsdóttur, Holtaseli 40, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda Guðrún Hjaltalín Jóhannsdóttir verði dæmd til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 44.140.189 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 44.140.189 krónum frá 14. júní 2013 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun, dags. 13. júní 2014, að fjárhæð 918.439 krónur, sem dregst frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Þá er krafist málsko stnaðar. Stefnda krefst sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar. Við þingfestingu málsins 12. janúar 2017 var ekki sótt þing af hálfu stefnda A . Í þinghaldi 28. apríl 2017 féll stefnandi frá öllum dómkröfum á hendur honum, án kostnaðar, en þá lá fyr ir að bú hans hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Með stefndu er hér eftirleiðis einvörðungu átt við Guðrúnu Hjaltalín Jóhannsdóttur, nema annað sé tekið fram. I Helstu málsatvik Mál þetta er höfðað til innheimtu eftirstöðva skuldar samkvæmt lánssam ningi á milli stefnanda, sem er banki, annars vegar og stefndu og A hins vegar. Lánssamningurinn, sem fékk númerið 13496, var undirritaður 9. mars 2012, en á þeim tíma voru stefnda og A í hjúskap. Ákvæðum lánssamningsins verða gerð nánari skil í kafla II u m málsástæður stefnanda, en deilt er um það í málinu hvort víkja beri samningnum, og veðsetningu fasteignar sem sett var honum til tryggingar, til hliðar gagnvart stefndu. Samhliða undirritun lánssamningsins undirrituðu stefnda og A uppgjörssamkomulag vi ð Í 2. gr. samkomulagsins greinir að samkomulagið taki til fimm skulda sem þar eru tilgreindar, nánar tiltekið: 0115 - 36 - 2928 (erlent lán), 0115 - 36 - 7520 (erlent lán), 0115 - 26 - 002218 (hlaupareikningur), 0115 - 26 - 001294 (hlaupareikningur) og 0115 - 70 - 108791 (víxill) og er staða þessara skulda tilgreind miðað við 1. janúar 2011. 7 Samkvæmt 3. gr. samkomulagsins skyldu framangreindar skuldir verða 41.250 .000 krónur að lokinni fjárhagslegri endurskipulagningu og skyldu þær samanstanda af láni að þeirri fjárhæð samkvæmt lánssamningi til 25 ára, en eftirstöðvar skulda samkvæmt 2. gr. samkomulagsins skyldu afskrifaðar þegar skilyrði samkomulagsins hefðu verið uppfyllt. Mun fjárhæð lánssamningsins hafa samsvarað 110% af verðmati sem stefnandi hafi látið gera á fasteign stefndu og A að Bakkastöðum 17 í Reykjavík í febrúar 2010. Til tryggingar efndum lánssamningsins skyldi, samkvæmt 4. gr. samkomulagsins, stan da tryggingarbréf nr. 0115 - 63 - 562689, útgefið 13. apríl 2005, þar sem fasteign stefndu og A var sett að veði til tryggingar skuld allt að fjárhæð 24.000.000 króna. Að tryggingarbréfinu verður komið nánar síðar, en með viðauka við það, sem undirritaður var samhliða uppgjörssamkomulaginu og lánssamningnum 9. mars 2012, var kveðið á um að veðið, se m var allsherjarveð, yrði framvegis til tryggingar sérgreindri skuld samkvæmt lánssamningnum. Stefnda undirritaði viðaukann sem þinglýstur eigandi fasteignarinnar. Í 4. gr. uppgjörssamkomulagsins er jafnframt fjallað um að uppgjör sjálfskuldarábyrgðar A v egna GKS eigna ehf. skyldi fara fram með tilteknum hætti, en ekki er þörf á að rekja þau ákvæði nánar hér. Aðila greinir á um það hvort og þá hvaða þýðingu eldri skuldbindingar stefndu og A gagnvart stefnanda hafi í málinu, bæði þeirra sem fjallað er um í 2. gr. samkomulagsins og enn eldri skuldbindinga, sem raktar eru í greinargerð stefndu. Verður hér lýst efni þeirra samkvæmt gögnum málsins og stuðst að nokkru við lýsingu þeirra í greinargerð, enda virðist hún vera óumdeild. Stefnda og þáverandi eiginm aður hennar, A , eignuðust og munu enn eiga framangreinda fasteign samkvæmt afsali, dags. 3. nóvember 1999. Ekki er getið um eignarhluta hvors um sig í afsalinu eða á veðbandayfirliti, dags. 28. apríl 2017. Samkvæmt afsalinu var umsamið kaupverð greitt að f ullu með útgáfu fasteignaveðbréfa, annars vegar frumbréfs á 1. veðrétti, upphaflega að fjárhæð 6.013.724 krónur, og hins vegar viðaukabréfs á 2. veðrétti upphaflega að fjárhæð 1.386.276 krónur og loks með veðskuldabréfi á 3. veðrétti, upphaflega að fjárhæð 600.000 krónur. Er óumdeilt að þessar skuldir hafi verið hjónunum sameiginlegar. Stefnda kveður að þrisvar sinnum eftir það hafi þáverandi eiginmaður hennar sett fasteign þeirra að veði til tryggingar eigin fjárskuldbindingum, eða skuldbindingum félagsin s Víkurvagna ehf., sem hafi verið stefndu óviðkomandi og hvorki tengst kaupum né endurbótum fasteignarinnar. Liggja fyrir tvö tryggingarbréf útgefin af Víkurvögnum á árinu 2000, upp á tvær og fjórar milljónir króna, sem A ritaði undir sem veðsali og stefnd a samþykkti sem maki veðsala. Þá liggur fyrir veðskuldabréf að nafnvirði 3,1 milljón króna, útgefið 2003 af A , sem stefnda samþykkti einnig sem maki. Framangreindar veðskuldir munu hafa verið greiddar upp með veðskuldabréfi sem A gaf út til stefnanda 30. nóvember 2004, að fjárhæð 15.500.000 krónur. Stefnda ritaði undir það bréf í reit fyrir samþykki maka þinglýsts eiganda. Hinn 13. apríl 2005 undirritaði A lánssamning við stefnanda, sem mun hafa fengið númerið 115 - 36 - 2928, um fjölmyntalán til 40 ára að jafnvirði 20.000.000 króna í eftirfarandi myntum og hlutföllum: CHF 52%, JPY 25% og USD 23%. Til tryggingar skuldinni gaf hann sama dag út tryggingarbréf (allsherjarveð) nr. 0115 - 63 - 562689 fyrir 24.000.000 króna með 2. veðrétti í fasteigninni að Bakkastöðu m 17, með uppfærslurétti næst á eftir fyrrgreindu veðskuldabréfi. Andvirði lánssamningsins mun hafa verið notað til uppgreiðslu fyrrgreinds veðskuldabréfs að höfuðstólsfjárhæð 15.500.000 krónur. Stefnda samþykkti veðsetninguna með undirritun sinni á tryggi ngarbréfið sem maki og þinglýstur meðeigandi. Hinn 28. mars 2007 gaf A út veðskuldabréf, sem fékk númerið 115 - 36 - 7520, að jafnvirði 10.000.000 króna í eftirtöldum myntum og hlutföllum: CHF 52%, JPY25% og USD 23%. Samhliða ritaði hann undir yfirlýsingu um að hann gerði sér grein fyrir því að lántaka í erlendri mynt væri áhættusamari en lántaka í íslenskum krónum. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu skuldabréfsins var veittur 2. veðréttur í fasteigninni að Bakkastöðum 17 með uppfærslurétti næst á eftir fyrrgreindu tryggingarbréfi nr. 0115 - 63 - 562689 að höfuðstólsfjárhæð 24.000.000 króna. Stefnda ritaði undir veðskuldabréfið sem maki útgefanda. Í greinargerð stefndu er vikið að því að A hafi átt, ásamt fleirum, félagið GKS eignir ehf. sem fjármagnað hafi kaup á fjölbýlishúsalóðum á árinu 2007 með ríflega 300 milljóna króna lánssamningi við 8 stefnanda sem bundinn hafi verið gengi myntkörfu. Til tryggingar láninu hafi félagið m.a. gefið út tryggingarbréf að fjárhæð 10.000.000 króna með 3. veðrétti og uppfærslurétti í fasteigninni að Bakkastöðum 17. Félagið hafi komist í veruleg vanskil og þann 17. maí 2010 hafi verið gengið frá fullnaðaruppgjöri þess við stefnanda vegna lánsins, með afsali a llra fasteigna þess til Hamla 1 ehf., sem séu að öllu leyti í eigu stefnanda. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 2016 í máli nr. E - 4252/2014 var fallist á kröfu stefnanda um fjárnám á hendur stefndu og A fyrir kröfu bankans í fasteign þeirra á grun dvelli umrædds tryggingarbréfs að höfuðstólsfjárhæð 10.000.000 króna sem sett var til tryggingar skuldum GKS eigna ehf. Málinu var áfrýjað og með dómi Hæstaréttar Íslands, uppkveðnum 9. nóvember 2017 í máli nr. 774/2016, var málinu vísað frá héraðsdómi sök um réttarfarsannmarka. II Málsástæður stefnanda Í stefnu er málsatvikum og málsástæðum lýst samhliða. Rekur stefnandi þar ákvæði lánssamningsins nr. 13496 frá 9. mars 2012. Kemur þar fram í meginatriðum að um sé að ræða langtímalán til 25 ára að fjárhæð 41.250.000 krónur. Lánið hafi borið að greiða með 288 jöfnum mánaðarlegum afborgunum. Fyrsti gjalddagi afborgana hafi verið 1. apríl 2012. Nánar tilgreinda vexti hafi þó borið að greiða í fyrsta sinn 1. janúar 2012, mánaðarlega út lánstímann. Lánið skyldi bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunnvísitölu 365,5 stig í janúarmánuði 2011. Við vanskil bæri að greiða dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð frá gjalddaga til greiðsludags í samræmi við ákvörðun Seðlabanka Íslands samkvæmt 1. mgr. 6. g r. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, auk nánar tilgreinds kostnaðar. Skilyrði fyrir útborgun lánsins, samkvæmt skilmálum samningsins, væri að stefnanda bærist beiðni um útborgun. Bankanum hafi borist slík beiðni 9. mars 2012 þar sem óskað hafi ve rið eftir því að lánið yrði greitt inn á eftirfarandi lán í nafni lántaka: 0115 - 36 - 2928 og 0115 - 36 - 7520. Skyldi innborgunin miðast við 1. janúar 2011. Í kjölfarið hafi verið greiddar út 41.250.000 krónur í samræmi við viðauka 1 og ákvæði samningsins. Ste fnandi bendir á að í 8. gr. lánssamningsins sé að finna gjaldfellingarákvæði sem heimili bankanum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum að fella lán samkvæmt samningnum í gjalddaga einhliða og fyrirvaralaust og án viðvörunar eða sérstakrar uppsagnar. Þessi heim ild sé m.a. til staðar ef vanskil á greiðslu afborgana eða vaxta hafa varað í 14 daga eða lengur, sbr. a - lið gr. 8.1 í samningnum. Elsti ógreiddi gjalddagi lánsins sé 1. janúar 2013. Staðan þann dag hafi verið 43.968.690 krónur, auk samningsvaxta að fjárhæ ð 171.499 krónur eða samtals 44.140.189 krónur, sem sé stefnufjárhæð málsins. Stefndu hafi verið sent innheimtubréf 14. maí 2013 og sé krafist dráttarvaxta af allri fjárhæðinni einum mánuði síðar eða frá 14. júní 2013 til greiðsludags. Hinn 11. nóvember 2013 hafi þáverandi eiginmaður stefndu fengið bréf frá stefnanda þess efnis að lán hans nr. 7520, sem hafði áður verið endurreiknað líkt og önnur gengistryggð fasteignalán einstaklinga, yrði ekki leiðrétt frekar þar sem aldrei hefði verið greitt af láninu og því engar fullnaðarkvittanir til staðar. Hinn 13. júní 2014 hafi hann fengið bréf frá stefnanda þess efnis að áður framkvæmdur endurútreikningur á láni hans nr. 2928 hefði verið leiðréttur með tilliti til dóma Hæstaréttar í málum nr. 600/2011 og 464/201 2. Leiðrétting hefði orðið til þess að inneign væri á láninu og í samræmi við almennar reglur kröfuréttar hefði Landsbankinn skuldajafnað inneigninni á móti vanskilum á láni nr. 13496. Þannig sé innborgun, dags. 13. júní 2014, að fjárhæð 918.439 krónur til komin og dragist hún frá skuldinni miðað við stöðu hennar á þeim degi. Innborgunum sé fyrst ráðstafað til greiðslu áfallins kostnaðar af vanskilum, þá til greiðslu vaxta og að lokum til lækkunar höfuðstóls. Eftirstöðvar skuldarinnar hafi ekki fengist gre iddar þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Um samninginn gildi íslensk lög og skuli mál vegna ágreinings um réttindi og skyldur aðila rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sbr. grein 15.1 og 15.2 í samningnum . Um lagarök vísar stefnandi til meginreglna kröfu - og samningaréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga og efndaskyldu loforða. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styðji stefnandi við 9 lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafa um málskostn að styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun sé reist á lögum númer 50/1988, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur. Varðandi varnarþing sé vísað til skilmála samningsins og 3. mgr. 42. gr. laga nr. 91/1991. Við munnlegan málflutning lagði stefnandi fram skriflega kröfugerð og talningu málsástæðna að ósk dómara. Kemur þar í meginatriðum fram að byggt sé á því að stefnda sé bundin við loforð sitt um að endurgreiða stefnanda skul d samkvæmt lánssamningnum frá 9. mars 2012. Stefnandi mótmæli vörnum stefndu sem byggðar séu á 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936. Stefnda og fyrrverandi maki hennar hafi gengið til frjálsra samninga við stefnda um uppgjör ýmissa skulda við stefnanda með uppgj örssamkomulagi sem dagsett sé sama dag. Með uppgjörssamkomulaginu hafi stefnda og maki hennar náð um 23% lækkun á skuldum og tekið sameiginlegt lán fyrir eftirstöðvunum. Sama dag hafi að auki verið gerður viðauki við tryggingarbréf að fjárhæð 24 milljónir króna, útgefið 13. apríl 2005, sem hvílt hafi á fasteign hjónanna að Bakkastöðum 17 þannig að það stæði framvegis til tryggingar sérgreindri skuld samkvæmt lánssamningnum. Þá bendir stefnandi á að það tryggingarbréf hafi verið gefið út samhliða töku A á 20 milljóna króna gengistryggðu láni hjá stefnanda, sem stefnda viðurkenni í greinargerð sinni að hafi verið tekið til að greiða upp áhvílandi veðskuldir þeirra hjóna beggja vegna kaupa á fasteigninni. III Málsástæður stefndu Stefnda kveðst byggja kröfu sí na um sýknu á því að víkja beri til hliðar veðsetningu fasteignar hennar að Bakkastöðum 17 á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Þá sé bersýnilega ósanngjarnt, ef ekki óheiðarlegt, af stefnanda að bera fyrir sig lánssamning, dags. 9. mars 2012, til þess að koma fram persónulegri fjárskuldbindingu á hendur stefndu og beri að víkja til hliðar samningi gagnvart stefndu, í heilda eða að hluta. Þá telji stefnda að forveri stefnanda hafi ekki sinnt skyldum sem reglur s amkomulags 1. nóvember 2001 um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga lögðu honum á herðar, hvorki þegar stefndi A tókst á hendur fjárskuldbindingu að jafnvirði 20.000.000 króna, sem bundin var gengi erlendra mynta, hinn 13. apríl 2005 né við útgáfu gengist ryggðs veðskuldabréfs að jafnvirði 10.000.000 króna hinn 28. mars 2007. Þá hafi stefnandi ekki fylgt eigin reglum um lánveitingu með því að kynna ekki veðsala áhrif gengisbreytinga á fjárskuldbindingu. Enn fremur byggi stefnda á því að stefnandi sé fjármá lafyrirtæki og starfi á grundvelli starfsleyfis frá Fjármálaeftirlitinu, sbr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnda sé kennari og hafi ekki til að bera sérmenntun eða reynslu af viðskiptum með fjármálagerninga. Af þeim sökum verði að gera enn ríkari kröfur til stefnanda um að starfa í samræmi við góða og eðlilega viðskiptahætti, sbr. t.d. 19. gr. laganna. Þá verði hann að fylgja öllum reglum og skyldum sem séu stefndu til hagsbóta og gera verði strangar kröfur til hans um sönnun fyrir því a ð reglum hafi verið fylgt. Stefnda áréttar að líta verði til löggerninga að baki uppgjöri með lánssamningi nr. 13496, dags. 9 mars 2012. Með uppgjöri hafi átt að koma fimm tilgreindum fjárskuldbindingum stefndu og þáverandi eiginmanns hennar í skil en lan gstærstur hluti þeirra hafi verið stefndu óviðkomandi. Af þessum fjárskuldbindingum séu stærstar tvö lán þáverandi eiginmanns hennar í erlendri mynt, dags. 13. apríl 2005 og 28. mars 2007. Hinn 13. apríl 2005 hafi stefnda sett að veði eignarhlut sinn í f asteigninni að Bakkastöðum 17 til tryggingar öllum skuldum þáverandi eiginmanns síns samkvæmt tryggingarbréfi nr. 0115 - 63 - 562689 sem hann gaf út að höfuðstólsfjárhæð 24.000.000 króna. Tryggingarbréfið hafi verið gefið út til tryggingar skilvísri og skaðlau sri greiðslu allra skuldbindinga samkvæmt lánssamningi, dags. 13. apríl 2005, sbr. gr. 9.1. í samningnum. Þrátt fyrir það áréttar stefnda að tryggingarbréfið hafi samkvæmt efni sínu verið allsherjarveð og staðið til tryggingar öllum skuldum þáverandi eigin manns hennar við stefnanda en ekki aðeins til tryggingar lánssamningi, eins og skilja hafi mátt af ákvæði framannefndrar gr. 9.1. Skjöl sem frá stefnanda stöfuðu og voru einhliða samin af honum hafi þannig verið villandi og til þess fallin að búa honum bet ri rétt á kostnað stefndu. Tryggingarbréf þetta hafi síðan verið notað til að koma frekari 10 skuldbindingum samkvæmt lánssamningi frá 9. mars 2012 inn í veðrými fasteignarinnar að Bakkastöðum 17. Í greinargerð er á því byggt að hvorki þá né við útgáfu veð skuldabréfs, dags. 28. mars 2007, hafi stefnandi gert greiðslumat á þáverandi eiginmanni stefndu, þótt honum hafi borið það eftir fortakslausri reglu í 3. mgr. 3. gr. samkomulagsins 1. nóvember 2001 um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Stefnda kveðst reisa málatilbúnað sinn á því að greiðslumat hefði haft áhrif á ákvörðun hennar þannig að hún hefði ekki veitt veð, sérstaklega ef henni hefði verið fyllilega kynnt gengisáhætta lánssamningsins. Þá hafi stefndu ekki verið kunnugt um þær skyldur sem á fjárm álafyrirtækjum hvíldu að framkvæma greiðslumat. Stefnandi verði að bera hallann af því að hafa ekki viðhaft þau vönduðu vinnubrögð sem samkomulagið krefjist og verði jafnframt leidd af öðrum skráðum og óskráðum reglum. Stefnandi lagði fram undir rekstri málsins greiðslumat sem dagsett er 28. mars 2007 og stefnda ritaði undir sem maki lántaka. Í skriflegri talningu málsástæðna sem stefnda lagði fram við upphaf aðalmeðferðar kemur fram að það greiðslumat sé villandi og byggi á röngum forsendum, enda meti þa ð greiðslugetu af láni með allt öðrum kjörum en veðskuldabréf, útgefið sama dag. Stefnda kveðst byggja sérstaklega á ákvæðum 33. gr. og 36. gr. laga nr. 7/1936 að því er varði undirritun hennar sem lántaka á lánssamning, dags. 9. mars 2012. Með undirritun sinni á lánssamninginn hafi stefnda tekist á hendur verulegar fjárskuldbindingar vegna skulda sem hafi verið í gjalddaga fallnar, í vanskilum og henni óviðkomandi, sbr. meginreglur hjúskaparréttar. Stefnda hafi ekki haft til að bera sérfræðiþekkingu til a ð greina á milli skulda sinna og skulda þáverandi eiginmanns hennar og ekki áttað sig á því að með undirritun hennar yrði skuldskeyting um vanskilaskuldir hans. Stefnanda hafi borið að gera stefndu sérstaklega grein fyrir þessum atriðum og að undirritun he nnar væri umfram skyldu. Aðstöðumunur aðila hafi verið verulegur og hafi endurskipulagning fjárskuldbindinga verið einhliða ákveðin af stefnanda sjálfum. Stefnda og þáverandi eiginmaður hennar hafi verið undir miklum þrýstingi um að ganga að kjörum hans. Vísar stefnda þar um til tölvupósts 6. september 2011 frá fulltrúa forvera stefnanda til þáverandi eiginmanns hennar. Í tölvupósti einhvern tímann á tímabilinu 6. til 14. janúar 2012 hafi stefnandi sett fram tilboð, einhliða samið af honum sjálfum, sem sky ldi renna út án eftirmála hinn 14. janúar 2012. Af tilboðinu verði ráðið að það hafi verið gert að skilyrði að stefnda tækist á hendur skuldbindingar þáverandi eiginmanns síns ef af uppgjöri ætti að verða. Stefnda hafi hins vegar ekki notið neinnar leiðbei ningar við uppgjörið heldur treyst því að stefnandi ynni að hagsmunum hennar í samræmi við skilyrði laga og óskráðra reglna. Af upplýsingum frá stefnanda hafi stefnda ekki getað annað ráðið en að fjárskuldbindingar uppgjörssamkomulags væru sameiginlegar. S tefnda hefði hins vegar aldrei samþykkt að taka á sig þegar gjaldfallnar skuldir þáverandi eiginmanns síns nema af því að hún treysti ráðgjöf stefnanda og upplýsingum sem frá honum stöfuðu. Þá hafi skuldir þáverandi eiginmanns hennar að miklu leyti verið v egna áhættufjárfestinga og stefnanda verið um það kunnugt enda hefðu afleiðuviðskipti hans verið framkvæmd af einkabankaþjónustu stefnanda. Stefnda kveðst jafnframt byggja málatilbúnað sinn á því að óheiðarlegt og ósanngjarnt sé af stefnanda að bera fyrir sig kröfu samkvæmt lánssamningi enda hafi uppgjörssamkomulagið sjálft verið villandi og forsendur þess brostið. Með samkomulaginu hafi átt að takast endurskipulagning fjármála þeirra hjóna sem og uppgjör ábyrgðar vegna GKS eigna ehf. Stefnandi hafi hins v egar ekki leiðbeint stefndu um lagatæknileg atriði er varði ábyrgð annars vegar og veðsölu hins vegar. Í kjölfar uppgjörsins hafi stefnandi sótt kröfu á hið gjaldþrota félag GKS eignir ehf. inn í veðrétt samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu af GSK eignum ehf. með veði í fasteigninni að Bakkastöðum 17. Ekki aðeins hafi stefnda mátt treysta því að fjárskuldbindingar GKS eigna ehf. við stefnanda væru uppgerðar með afsali eigna til Hamla 1 ehf. heldur hafi uppgjörssamkomulagið að þessu leyti verið villandi fyrir st efndu, sem ekki hafi verið sérfróð um viðskipti og löggerninga þeim tengda. Hafi jafnframt algerlega brostið sú forsenda uppgjörssamkomulagsins að áhvílandi veðskuldir fasteignarinnar næmu 110% af verðmati eignarinnar í febrúar 2010 eftir endurskipulagning u. Framkoma stefnanda í garð stefndu hafi einkennst af blekkingum og misneytingu. Varðandi lagarök kveðst stefnda vísa til laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn, laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, laga nr. 38/2001 um vexti og verðtry ggingu, laga um sölu 11 fasteigna, fyrirtækja og skipa, hjúskaparlaga nr. 31/1993 og laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en í skriflegri talningu málsástæðna stefndu er vísað sérstaklega til 19. gr. þeirra laga. Þá sé byggt á meginreglum samninga - og kröf uréttar, skráðum sem óskráðum. Um réttarfar og málskostnað sé vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði sé reist á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988. IV Niðurstaða Við aðalmeðferð málsins gaf stefnda aðilaskýrslu, en auk þess gáfu skýrslu sem vitni fyrrverandi eiginmaður hennar, sem upphaflega var einnig stefnt í málinu, og fyrrverandi útibússtjóri hjá stefnanda. Mál þetta snýst um það hvort stefndu beri að standa skil á eftirstöðvum láns að höfuðstól sfjárhæð 41.250.000 krónur sem hún tók hjá stefnanda, ásamt þáverandi eiginmanni sínum, með undirritun lánssamnings 9. mars 2012. Lánið tóku þau til uppgjörs á fimm skuldum sem greinir í uppgjörssamkomulagi, dagsettu sama dag. Liggur ekki annað fyrir en að stefnandi hafi efnt uppgjörssamkomulagið fyrir sitt leyti og að skuldir samkvæmt 2. gr. þess hafi verið afskrifaðar að því leyti sem þær greiddust ekki upp með lánsfjárhæð samkvæmt lánssamningnum. Er deilt um þá málsvörn stefndu að óheiðarlegt sé af stefn anda og ósanngjarnt að halda skuld samkvæmt lánssamningnum og tilheyrandi veðtryggingu upp á hana, en í því efni vísar stefnda til 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Fyrir liggur að stefnda var ekki skuldari nem a að tveimur þeirra fimm skulda sem uppgjörssamkomulagið frá 9. mars 2012 tók til, þ.e. hlaupareikningi og víxli, sem stóðu í ríflega 8,3 milljónum króna þann 1. janúar 2011 samkvæmt því sem greinir í 2. gr. samkomulagsins, en fyrrverandi eiginmaður stefnd u var einn skuldari að tveimur gengistryggðum lánum (nr. 2928 og 7520) og skuld samkvæmt hlaupareikningi, sem stóðu í samtals um 75 milljónum króna, miðað við sömu dagsetningu. Líkt og stefnda bendir á gefur uppgjörssamkomulagið ekki annað til kynna en að allar skuldir tilgreindar í samkomulaginu. Þá er ekkert fram komið í málinu sem bendir til þess að stefndu hafi verið leiðbeint um að hún væri að taka á sig skuld ir langt umfram skyldu með undirritun lánssamningsins. Skuldin samkvæmt lánssamningnum frá 9. mars 2012 var tryggð með veði í fasteign þeirra hjóna að Bakkastöðum 17, samkvæmt tryggingarbréfi sem upphaflega var gefið út sem allsherjarveð 13. apríl 2005, s ama dag og þáverandi eiginmaður stefndu tók fyrra gengistryggða lánið (nr. 2928). Með viðauka við bréfið 9. mars 2012 var kveðið á um að framvegis yrði bréfið til tryggingar sérgreindri skuld samkvæmt lánssamningnum, dagsettum sama dag. Tryggingarbréfið ha fði stefnda áritað árið 2005 um samþykki bæði sem maki útgefanda og sem þinglýstur meðeigandi fasteignarinnar, og viðauka við bréfið áritaði hún einnig sem þinglýstur eigandi 9. mars 2012, samhliða undirritun uppgjörssamkomulags og lánssamnings. Líkt og rá ðið verður af málsatvikalýsingu hér að framan hafði hún áritað bæði fyrri og síðari veðsetningar sem maki veðsala, en ekki sem veðsali eða meðeigandi fasteignarinnar. Eins gögnum málsins er háttað verður að leggja til grundvallar að það hafi einungis verið við undirritun tryggingarbréfsins 13. apríl 2005 og aftur við undirritun viðauka við sama bréf 9. mars 2012 sem stefnda samþykkti veðsetningu á sínum hluta fasteignarinnar, eftir að upphaflegar og sameiginlegar skuldir hjónanna við Íbúðalánasjóð vegna fas teignakaupanna voru greiddar upp. Ekki er að sjá að gert hafi verið greiðslumat áður en stefnda undirritaði tryggingarbréfið 13. apríl 2005, líkt og stefnanda bar að gera, í samræmi við skyldur sínar samkvæmt 3. gr. samkomulags sem bankar og fleiri fjárm álafyrirtæki undirrituðu árið 2001, um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Þá liggur ekki fyrir að stefnda hafi undanskilið stefnanda frá skyldu til að gera greiðslumat á maka sínum, svo sem heimilt hefði verið samkvæmt sömu grein samkomulagsins. Í d ómaframkvæmd hefur það að greiðslumat er ekki framkvæmt í samræmi við skyldu fjármálastofnunar samkvæmt framangreindu samkomulagi frá 2001 gjarnan verið látið varða því að ábyrgðarskuldbindingu er vikið til hliðar, með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. 12 S tefnandi, sem er banki, verður að bera hallann af óskýrleika gagna sem frá honum stafa. Þá er að líta til þeirra skyldna sem á stefnanda hvíldu samkvæmt 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, til að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðs kiptahætti og venjur á fjármálamarkaði. Að öllu framanrituðu virtu verður á það fallist með stefndu að ósanngjarnt sé, í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936, í ljósi rakinna atvika, óskýrleika gagna sem frá stefnanda stöfuðu og aðstöðumunar milli hennar og bankans, að stefnandi beri að fullu fyrir sig lánssamninginn frá 9. mars 2012 og tryggingarbréfið frá 13. apríl 2005, með viðauka 9. mars 2012, gagnvart henni. Viðurkennt er hins vegar af hálfu stefndu að sameiginlegar skuldir hennar og þáverandi eiginma nns hennar við Íbúðalánasjóð vegna fasteignakaupanna 1999 hafi verið greiddar upp með láni sem eiginmaður hennar tók 30. nóvember 2004, sem aftur var greitt upp með erlendu láni nr. 2928 sem hann tók 13. apríl 2005, en það lán er meðal þeirra skulda sem up pgjörssamkomulagið frá 9. mars 2012 tók til. Við uppgreiðslu skuldanna á sínum tíma námu þær alls 9.076.698 krónum, samkvæmt yfirliti frá Íbúðalánasjóði. Þótt fullyrðing stefndu um að til víxilskuldarinnar sem greinir í 2. gr. samkomulagsins hafi hún sto fnað í þágu maka síns fái nokkra stoð í gögnum málsins og framburði útibússtjóra stefnanda fyrir dómi verður ekki séð að neinar þær aðstæður séu uppi gagnvart stefnanda viðvíkjandi því láni að rétt sé að beita 33. eða 36. gr. laga nr. 7/1936 varðandi þá sk uld. Í uppgjörssamkomulaginu var miðað við að staða þeirrar skuldar og skuldar á hlaupareikningi stefndu næmi alls 8.310.059 krónum. Samkvæmt framanrituðu og með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 er fallist á að víkja beri skuldbindingu stefndu samkvæmt lánssamningnum frá 9. mars 2012 til hliðar, að því marki sem hún er umfram framangreindar fjárhæðir, sem samtals nema 17.386.757 krónum. Að sama marki er rétt að víkja til hliðar veðsetningu samkvæmt framangreindu tryggingarbréfi frá 13. apríl 2005 sem set t var til tryggingar skuldinni, að því leyti sem hún tekur til eignarhluta stefndu í fasteigninni. Þessa fjárhæð verður stefnda dæmd til að greiða stefndanda, að teknu tilliti til innborgunar og með dráttarvöxtum eins og krafist er, en eins og málið er vax ið þykir rétt að miða upphafstíma dráttarvaxta við dómsuppsögu. Eftir atvikum, og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þykir rétt að hvor aðili beri sinn málskostnað. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Við dómsuppsögu var gætt ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómari og lögmenn aðila voru sammála um að endurflutningur málsins væri óþarfur, þrátt fyrir þann drátt sem varð á uppkvaðningu dómsins, sem helgaðist af embættisönnum dómara. Dómsorð: Stefn da, Guðrún Hjaltalín Jóhannsdóttir, greiði stefnanda, Landsbankanum hf., 17.386.757 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá dómsuppsögu til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun, dags. 13. júní 2014, að fjárhæð 918.439 krónur, sem dregst frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Málskostnaður milli aðila fellur niður.