LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 691/2018 : Ís og ævintýri ehf . ( Ólafur Björnsson lögmaður ) gegn Bjarna Maríusi Jónssyni og Þóru Guðrúnu Ingimarsdóttur ( Þórður Bogason lögmaður) Lykilorð Lóðarleigusamningur. Forleiguréttur. Eignarréttur. Dagsektir. Útdráttur B og Þ kröfðust þess að Í ehf. yrði gert að fjarlægja svefnskála af þinglýstri jörð þeirra að viðlögðum dagsektum og kröfðust greiðslu fyrir vangoldna leigu fyrir árið 2015. Í ehf. hafði haft lóðina á leigu frá árinu 200 1 en leigutíminn rann út 31. desember 2015. Að leigutíma loknum átti Í ehf. forleigurétt að hinni leigðu lóð en lóðarleigusamningurinn var ekki endurnýjaður meðal annars vegna ágreinings um landamerki. Í ehf. andmælti því að B og Þ gætu einhliða ákveðið ný ja leigufjárhæð þar sem þau yrðu að bjóða landið til leigu á almennum markaði svo að almennt markaðsverð fyndist og ætti hann síðan forleigurétt á þeim kjörum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki væri kveðið á um það í lóðarleigusamningnum að hendur leigus ala væru bundnar með þessum hætti og ættu lög nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús og húsaleigulög nr. 36/1994 ekki við um samningssamband aðila. Þar sem Í ehf. kaus að ganga ekki inn í fimm lóðarleigusamninga um heildarleigu á ló ðinni var litið svo á að forleiguréttur hans hefði fallið niður. Í ljósi þess og að B og Þ voru þinglýstir eigendur lóðarinnar og höfðu full eignarráð hennar að loknum leigutíma var dómur héraðsdóms staðfestur að því er varðaði skyldu Í ehf. til að fjarlæg ja svefnskála af lóð B og Þ að viðlögðum nánar tilgreindum dagsektum. Á hinn bóginn hafði Í ehf. greitt fyrrum eiganda jarðarinnar leigugreiðslur fyrir árið 2015 í góðri trú og var hann því sýknaður af þeirri kröfu. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsr éttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og Sigurður Tómas Magnússon og Eggert Óskarsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 30. ágúst 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Austurlands 6. ágúst 2018 í málinu nr. E - 93/2016 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju að því er tekur til niðurstöðu hans um að áfrýjanda sé skylt að fjarlægja svefnskála, fastanúmer 2018 - 1954, af lóð með landnúmeri 160136, innan 90 daga frá dómsuppsögu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum eftir það tímamark og að áfrýjanda beri að greiða stefndu 97.048 krónur auk nánar tilgreindra dráttarvaxta. Áfrýjandi krefst staðfestingar á niðurstöðu h éraðsdóms um frávísun á kröfum stefndu um greiðslu skaðabóta úr hendi áfrýjanda. Til vara að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þann veg að áfrýjandi verði sýknaður af öllum kröfum stefndu. Að öðrum kosti að áfrýjandi verði sýknaður af kröfum stefndu að svo stöddu . Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnd u kref ja st staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Stefndu eru þinglýstir eigendur ja rðarinnar Kálfafellsstaðar, landnúmer 160134, í Sveitarfélaginu Hornafirði, áður Borgarhafnarhreppi, samkvæmt afsali 12. maí 2015 en stefndu keyptu jörðina af kirkjumálasjóði. Íslenska ríkið var áður eigandi hennar. Samkvæmt afsalinu fylgdi með í kaupunum lóðin Kálfafellsstaður/Jöklasel landnúmer 160136. Samkvæmt gögnum málsins hafði lóðin verið leigð Jöklaferðum hf. með samningi við dóms - og kirkjumálaráðuneytið 26. apríl 1992. Lóðin er 12,25 hektarar og er legu hennar lýst á uppdrætti sem fylgdi samningnu m. Leigutími var 25 ár frá 1. janúar 1991 að telja og skyldi leigutaki að loknum leigutíma eiga forleigurétt að hinni leigðu lóð. Leigutaka var heimilt að reisa á lóðinni hús eða skála vegna ferðaþjónustu. 5 Með afsali 19. febrúar 2001 eignaðist á frýjandi r éttindi leigutaka til lóðarinnar og allra mannvirkja sem á henni voru en þá hafði þar verið reistur skálinn Jöklasel, fastanúmer 218 - 1954. Leigutími samkvæmt lóðarleigusamningi rann út 31. desember 2015. Með bréfi lögmanns stefndu 1. mars 2016 var áfrýjand a boðið að ganga til samninga um gerð nýs lóðarleigusamnings en þó með þeim hætti að um yrði að ræða þriggja hektara spildu úr hinni leigðu lóð, að leigutími yrði til 10 ára og árlegt leigugjald yrði 3.000.000 króna, sem skyldi breytast árlega í samræmi vi ð breytingar á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar . Í tölvubréfi lögmanns áfrýjanda til stefndu 5. apríl 2016 segir að upp sé kominn ágreiningur um landamerki á svæðinu og áfrýjandi telji að landið sem skálinn standi á tilheyri nágrannajörðinni Borgarh öfn en ekki jörðinni Kálfafellsstað. Nauðsynlegt væri að leysa úr þeim ágreiningi áður en haldið yrði áfram viðræðum um nýjan leigusamning. Ekki kom til þess að gerður yrði nýr samningur milli aðila um lóðina meðal annars vegna ágreinings um landamerki. 6 Með bréfi 16. júní 2016 var skorað á áfrýjanda að upplýsa innan fjögurra vikna hvort hann hygðist nýta sér forleigurétt og ganga inn í fimm lóðarleigusamninga um heildarleigu á lóðinni sem stefndu hefðu gert við Völu ferðaþjónustu ehf. 3 Niðurstaða 7 Áfrýjandi byggir ómerkingarkröfu sína á því að í hinum áfrýjaða dómi sé ekki tekin afstaða til allra málsástæðna hans og verulega skorti á rökstuðning og umfjöllun um sýknukröfu áfrýjanda vegna ágreinings um landamerki á milli jarðanna Kálfafellsstaða r og Borgarhaf nar. 8 Í hinum áfrýjaða dómi var komist að efnislegri niðurstöðu um það að enginn ágreiningur væri í raun um staðsetningu eða mörk umræddrar lóðar og ágreiningur um merki jarðanna gæti ekki ráðið úrlausn þess ágreinings sem uppi væri í málinu. Þá verður ekki annað séð en að fjallað hafi verið um og tekin afstaða til annarra málsástæðna, sem uppi voru hafðar af áfrýjanda í málinu. Verður kröfu áfrýjanda um ómerkingu héraðsdóms því hafnað. 9 Í hinum áfrýjaða dómi var kröfu stefndu á hendur áfrýjanda um greiðslu s kaðabóta vísað frá dómi. Stefndu kærðu ekki þann þátt málsins til Landsréttar og sætir hann því ekki endurskoðun í máli þessu. 10 Áfrýjandi byggir sýknukröfu sína á því að samkvæmt þinglýstum landamerkjum jarðanna Kálfafellsstaðar og Borgarhafnar og annarra h eimilda þeim til stuðnings standi umdeildur skáli, Jöklasel, ekki á landi eða lóð Kálfafellsstaðar. Deilt sé um túlkun á landamerkjabréfum jarðanna í málinu og þess vegna sé uppi vafi um eignarrétt stefndu að lóðinni. 11 Undir rekstri málsins í héraði höfðað i áfrýjandi gagnsök í málinu og krafðist þess að viðurkennd yrðu með dómi nánar tilgreind mörk um landamerki milli jarðanna Borgarhafnar og Kálfafellsstaðar. Af hálfu gagnstefndu var þess krafist að gagnsökinni yrði vísað frá dómi og féllst héraðsdómur á þ á kröfu með úrskurði 10. apríl 2017. Sá úrskurður var staðfestur með dómi Hæstaréttar 16. maí 2017 í máli nr. 264/2017. Fyrir liggur að nú er rekið sérstakt mál fyrir Héraðsdómi Austurlands þar sem hafðar eru uppi kröfur um viðurkenningu á tilgreindum land amerkjum nefndra jarða. 12 Í þinglýstri eignayfirlýsingu 15. apríl 2014 segir að með samkomulagi milli íslenska ríkisins og kirkjunnar um prestssetur og afhendingu þeirra, 20. október 2006, hafi kirkjumálasjóður eignast prestssetursjörðina Kálfafellsstað og sé eignarheimild kirkjumálasjóðs þinglýst með yfirlýsingu 10. október 2007. Tekið er fram að jörðinni tilheyri lóðin Kálfafellsstaður/Jöklasel, landnúmer 160136, 12,3 h ektarar að stærð. Ríkissjóður Íslands sé þinglýstur eigandi lóðarinnar. Í greindri eigna yfirlýsingu er því lýst yfir af hálfu ríkissjóðs Íslands að kirkjumálasjóður sé eigandi framangreindrar lóðar og leiðrétta þurfi eignarhald hennar í þinglýsingabók samkvæmt því. Eignayfirlýsingu þessari var þinglýst sem eignarheimild kirkjumálasjóðs fyrir framangreindri lóð og innfærð í þinglýsingabók 30. apríl 2014. 13 Eins og fyrr er rakið eignuðust stefndu jörðina Kálfafellsstað með kaupum af k irkjumálasjóði samkvæmt afsali 12. maí 2015. Í afsalinu er tilgreint að með í 4 kaupunum fylgi lóðin Kálfafellsstaðu r/Jöklasel landnúmer 160136. Óumdeilt er að áfrýjandi eignaðist réttindi upphaflegs leigutaka til lóðarinnar og mannvirkja á henni 19. febrúar 2001. Gegn þinglýstum eignarheimildum stefndu yfir lóðinni, sem ekki hefur verið hnekkt, hefur áfrýjanda ekki tek ist að sýna fram á að stefndu skorti heimild til að hafa uppi þær kröfur sem þau hafa gert í málinu. 14 Leigutími samkvæmt fyrrgreindum lóðarleigusamningi var 25 ár og rann því út 31. desember 2015 . Að leigutíma liðnum átti leigutaki forleigurétt að hinni leigðu lóð. Líta verður svo á að stefndu hafi með bréfi 16. júní 2016 boðið áfrýjanda að nýta forleigurétt sinn og ganga inn í fimm lóðarleigusamninga um heildarleigu á lóðinni sem fullyrt var að þau hefðu gert við Völu ferðaþjónustu ehf., sem upplýst hefur verið að var félag í eigu stefndu. Í bréfinu var upplýst að árlegar leigugreiðslur samkvæmt umræddum leigusamningum væru 12.000.000 króna. Áfrýjanda var veittur fjögurra vikna frestur til að nýta sér forleiguréttinn. 15 Á frýjandi hef ur andmælt því að stefndu hafi getað ákveðið einhliða nýja leigufjárhæð á hinni umdeildu spildu og telur að bjóða verði landið til leigu á almennum markaði svo að almennt markaðsverð verði fundið. Áfrýjandi eigi síðan forleigurétt á þeim kjörum sem þannig verði ákvörðuð um hina leigðu lóð. Um þetta hefur áfrýjandi vísað til laga nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús og húsaleigulög nr. 36/1994. 16 Ekki var kveðið á um það í lóðarleigusamningnum að hendur leigusala væru bundnar með þei m hætti sem áfrýjandi heldur fram um ákvörðun leigufjárhæðar í framlengdum leigusamningi . Þá taka hvorki lög nr. 75/2008 né húsaleigulög til samningssambands málsaðila og ekki er tilefni til að beita ákvæðum þeirra með lögjöfnun um það. 17 Af hálfu áfrýjanda hefur ekki verið byggt á því á öðrum grundvelli en að framan greinir að stefndu hafi ekki með réttum hætti boðið honum að nýta forleigurétt sinn. Þar sem áfrýjandi kaus að ganga ekki inn í rétt leigutaka samkvæmt þeim leigusamningum sem lýst var í fyrrgre indu bréfi 16. júní 2016 og brást ekki við því með öðrum hætti, svo sem með því að krefjast frekari gagna eða upplýsinga um umrædda leigusamninga, verður að líta svo á að forleiguréttur hans hafi fallið niður. 18 Samkvæmt framansögðu og í ljósi þess að stef ndu eru þinglýstir eigendur hinnar umdeildu lóðar og hafa full eignarráð hennar að loknum leigutíma áfrýjanda verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur að því er varðar skyldu áfrýjanda til að fjarlægja skálann af lóð stefndu, um dagsektir eins og nánar greini r í dómsorði og málskostnað í héraði. 19 Samkvæmt gögnum málsins barst áfrýjanda reikningur frá kirkjumálasjóði dagsettur 2. júní 2015 að fjárhæð 72.046 krónur vegna lóðarleigu fyrir tímabilið 1. júní 2015 til 1. jú ní 201 6 . Liggur fyrir að á frýjandi greiddi leigu fjárhæð ina til kirkjumálasjóðs 9. júní sama ár en afsali til stefndu hafði þá ekki verið þinglýst. Með hliðsjón af því og 5 framburði fyrirsvarsmanns áfrýjanda fyrir héraðsdómi verður ráðið að sú greiðsla hafi verið innt af hendi í góðri trú og verður áfrýjandi því sýknaður af kröfu stefndu um vangoldna lóðarleigu fyrir árið 2015. 20 Eftir úrslitum málsins verður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: H inn áfrýjaði dómur er staðfestur að því er varðar skyldu áfrýjanda, Ís s og ævintýris ehf., til að fjarlægja svefnskála, fastanúmer 218 - 1954, af lóð stefndu, Bjarna Maríusar Jónssonar og Þóru Guðrúnar Ingimarsdóttur, með landnúmerið 160136, innan 90 daga frá dómsuppsögu í Landsrétti að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag eftir það tímamark er renni til stefndu. Áfrýjandi, er sýknaður af kröfu stefndu, um vangoldna lóðarleigu fyrir árið 2015. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað er staðfest. Áfrýjandi greiði stefndu 700.0 00 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Austurlands mánudaginn 6. ágúst 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 12. júní sl., hafa Þóra Guðrún Ingimarsdóttir og Bjarni Maríus Jónsson, bæði til heimilis að Þrastanesi 24, Garðabæ, höfðað þann 25. október 2016 á hendur Ís og ævintýrum ehf., Vagnsstöðum, Sveitarfélaginu Hornafirði, og Bjarna Skarphéðni G. Bjarnasyni, til heimilis á sama stað. Dómkröfur stefnenda eru: Í fyrsta lagi, að stefnda, Ís og ævintýrum ehf., verði gert að fjarlægja svefn skála, fastanúmer 218 - 1954, af lóð stefnenda, með landnúmerið 160136, innan 60 daga frá dómsuppsögu, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag eftir það tímamark, er renni til stefnenda. Í öðru lagi, að stefnda Ís og ævintýri ehf. greiði stef nendum samtals 97.048 krónur, auk dráttarvaxta frá 1. júlí 2015 til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í þriðja lagi, að stefndu, in solidum, en til vara stefnda Ís og ævintýri ehf. einvörðungu, greiði stefnendum 3.000.000 króna eða lægri fjárhæð að álitum, í skaðabætur, auk dráttarvaxta frá þingfestingardegi til greiðsludags, sbr. 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá krefjast stefnendur, samkvæmt rökstuddu yfirliti við flutning málsins, málskostnaðar að skaðlausu að fjárhæð 8.122.832 krónur, að meðtöldum útlögðum kostnaði að fjárhæð 447.170 krónur og virðisaukaskatti, eða samkvæmt mati dómsins. Dómkröfur stefndu eru að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnenda. Þá kr efjast stefndu, samkvæmt rökstuddu yfirliti við flutning málsins, málskostnaðar að skaðlausu að fjárhæð 9.613.416 krónur, að meðtöldum útlögðum kostnaði að fjárhæð 671.373 krónur og virðisaukaskatti, eða samkvæmt mati dómsins. 6 I. Samkvæmt framlö gðum gögnum og málatilbúnaði aðila, þ. á m. í stefnu og greinargerð, eru málavextir þeir helstir að stefnendur eru eigendur jarðarinnar Kálfafellsstaðar, landnr. 160134, í Sveitarfélaginu Hornafirði, áður Borgarhafnarhreppi, samkvæmt afsali, dagsettu 12. m aí 2015. Eignuðust stefnendur jörðina með kaupum af Kirkjumálasjóði, en áður átti íslenska ríkið hana. Samkvæmt afsalinu fylgir og fylgja ber að engu undanskildu, þar með talin lóðin Kálfafellsstaður/Jöklasel landnúm er 160136. Samkvæmt gögnum var nefnd lóð, Kálfafellsstaður/Jöklasel, landnr. 160136, leigð Jöklaferðum hf. með samningi þess félags við dóms - og kirkjumálaráðuneytið þann 26. apríl 1992. Leigutíminn var til 25 ára og þá frá 1. janúar 1991. Í 2. grein lóðar Leigð er lóð úr landi Kálfafellsstaðar í Borgarhafnarhreppi við jaðar Sultartangajökuls á svonefndu Hálsaskeri við Þormóðshnútu. Lóðin er 12,25 ha. að stærð og er legu hennar lýst á uppdrætti er fylgir samningi þessum gerðum af teiknistofunni KÍM sf., dags. 19. 11. 1991. Leigutaka er heimilt að reisa á lóðinni hús eða skála vegna ferðaþjónustu metrar á hverja hlið, auk þess sem fært var inn á hann vegarstæði og byggingar auk mannvirkja sem þá var áformað að reisa. Í 4. gr. leigusamnin gsins er kveðið á um árlegt leigugjald og þá með gjalddaga 1. júní. Að auki er tiltekið að leigugjaldið breytist í samræmi við byggingavísitölu og að heimilt sé að endurskoða gjaldið að fimm árum liðnum frá upphafi leigutímans. Þá er tekið fram að verði ek ki samkomulag um leiguna skuli hvor aðili tilnefna einn mann í þriggja manna matsnefnd, en að sýslumaður tilnefni þá oddamanninn. Í samningnum segir einnig að leigutaki eigi forleigurétt að hinni leigðu lóð að loknum leigutíma. Með afsali, dagsettu 19. febrúar 2001, eignaðist hið stefnda félag, Ís og ævintýri ehf., réttindi leigutaka til lóðarinnar og allra mannvirkja sem á henni voru, en fyrir liggur að þar hafði þá verið reistur svefnskáli, fastanúmer 218 - 1954. Skálann, sem nef ndur er Jöklasel, keypti félagið af Rekstrarfélagi Jöklaferða ehf., en þaðan mun félagið hafa gert út ferðir á Vatnajökul, m.a. á vélsleðum. Í nefndu afsali er lóðarleigusamnings frá 26. apríl 1992 getið, en hans er einnig getið á veðbandayfirliti fyrir sv efnskálann. Í afsalinu er að auki vísað til fylgiskjala, þ. á m. til yfirlýsingar óbyggðanefndar, dagsettrar 2. janúar 2001, um kröfulínu fjármálaráðherra samkvæmt lögum nr. 58/1998 með síðari breytingum. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum um gildandi skránin gu í hlutafélagaskrá árið 2016 er stefndi Bjarni Skarphéðinn stofnandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri beggja áðurnefndra félaga, en hann ritaði undir afsalið frá 19. febrúar 2001, sem var þinglýst 22. mars sama ár. Enn fremur ritaði hann undir þrjá við auka við tryggingarbréf, sem dagsett eru 26. apríl nefnt ár, en þar er í öllum tilvikum tiltekið að fasteignin Jöklasel, í landi Kálfafellsstaðar, A - Skaftafellsýslu, sé veðandlagið. Í frumriti tryggingarbréfanna segir þar um: Jöklasel, 12,25 ha spilda úr l andi Kálfafellsstaðar, Borgarhafnarhreppi, Austur Skaftafellssýslu með tilheyrandi lóðarréttindum, um er að ræða þjónustu - og veitingaskála við jökulsporð Vatnajökuls. Þann 20. október 2006 gerðu íslenska ríkið og þjóðkirkjan með sér samkomulag um prests etur og afhendingu þeirra til þjóðkirkjunnar. Varð kirkjumálasjóður í framhaldi af þessu eigandi prestsetursjarðarinnar Kálfafellsstaðar. Samkvæmt staðfestum tölvupósti millum stefnda Bjarna Skarphéðins og vitnisins Skúla Guðmundssonar, lögfræðings kirkjur áðs, hafði hinn fyrrnefndi borið fram fyrirspurn á haustdögum 2013 um þá lóð í landi Kálfafellsstaðar, sem Jöklasel stendur á, og þá hvort hún yrði áfram til leigu eftir að leigutímanum lyki eða eftir atvikum hvort lóðin væri til sölu. F yrir liggur að ger Ríkissjóður Íslands lýsir því hér með yfir og staðfestir að kirkjumálasjóður er eigandi framangreindrar lóðar ... landnr. 160136 í samræmi við áðurnefnt samkomulag milli ríkis og kirkju frá árinu 2006. Kirkjumálasjóður afsalaði eins og fyrr sagði jörðinni Kálfafellsstað til stefnanda ásamt margnefndri lóð, þann 12. maí 2015 Í málinu liggja fyrir tölvupóstsamskipti millum stefnenda og stefnda Bjarna Skarphéðins frá 4. febrúar 2015. Þar kemur m.a. fram að stefnendur hafi ekki verið reiðubúnir til þess að selja umrædda lóð, eins konar einkaréttarsamning 7 árið í ár og næsta ár skoða þetta í stærra samhengi þau bindu sig til lengri tíma. Í svarpósti stefnda Bjarna Skarphéðins ber hann fram þá spurningu hvort það sé misskilningur að lóðarleigusamningurinn gildi óbreyttur til 1. janúar 2016. Með bréfi lögmanns stefnen da til stefndu, dagsettu 1. mars 2016, var hinu stefnda félagi boðið að ganga til samninga um gerð nýs lóðarleigusamnings, en þá aðeins um tiltekna og takmarkaðri aðstöðu og þá á afmörkuðum hluta umræddrar lóðar, eða þriggja ha spildu úr þeirri heildarlóð sem áður hafði verið leigð, en þó á því svæði sem svefnskálinn Jöklasel er staðsettur. Var lagt til í bréfinu að leigutíminn yrði til 10 ára og að árlegt leiguverð hækkaði í 3.000.000 króna, sem yrði verðtryggt m.v. vísitölu neysluverðs. Í bréfinu er þess m.a. getið að stefnendur hafi í hyggju að nýta lóðina með betri hætti en verið hefði og þá þannig að hún gæti einnig nýst þeirra eigin ferðaþjónustufyrirtæki. Síðastgreindu bréfi stefnenda svaraði lögmaður stefndu með tölvubréfi dagsettu 5. apríl 2016. Þa r gerði hann grein fyrir því að kominn væri upp ágreiningur um landamerki á landsvæðinu og að umbjóðendur hans ætluðu að landið sem svefnskálinn stæði á tilheyrði nágrannajörðinni Borgarhöfn en ekki Kálfafellsstaðarjörðinni. Tilkynnti lögmaðurinn jafnframt að af þessum sökum væri nauðsynlegt að leysa úr þessum ágreiningi áður en haldið yrði áfram viðræðum um hinn nýja leigusamning. Liggur fyrir að í kjölfar þessa leituðu stefndu til sýslumanns og þá með það að markmiði að leita sátta um ágreininginn. Einnig liggur fyrir að lögmaður stefnenda mótmælti þessum sjónarmiðum stefndu með tölvubréfi, dagsettu 12. s.m., en það gerði hann einnig ítrekað á síðari stigum og þar á meðal með bréfum til sýslumanns í lok árs 2016. Fyrir liggur að ekkert varð af gerð nýs l eigusamnings um umrædda lóð eða lóðarhluta millum málsaðila og þá vegna lýstra sjónarmiða og ágreinings um landamerki. Að auki virðist hafa sprottið upp ágreiningur um hvort stefndu hefðu réttilega greitt lóðarleigu fyrir árið 2015. Samkvæmt málatilbúnaði stefndu, og þá í framhaldi af áðurröktum samskiptum, hóf stefndi Bjarni eldri mönnum á svæðinu alls ekki Kálfafellsstaðarjörðinni heldur væri lóðin með réttu í landi Borgarhafnar, eins og fyrr var rakið. Við nánari skoðun á gögnum og landfræðilegum aðstæðum hefði hann og sannfærst um að þetta væri mergurinn málsins. Fyrir liggur að í kjölfar nefnd rar athugunar höfðuðu stefndu ásamt fleiri aðilum, sem tengsl höfðu við Borgarhafnarjörðina, gagnsakarmál þar sem þeir tefldu fram kröfum og málsástæðum í samræmi við lýst sjónarmið um landamerki og þá þannig að landamerki nefndra jarða yrðu ákveðin með ná nar tilgreindum hætti. Samhliða þessu var á því byggt að lóðarleigusamningurinn frá árinu 1992 hefði verið gerður fyrir vankunnáttu og þar með hefði leigan verið greidd af vangá og misskilningi til eiganda Kálfafellsstaðar. Samkvæmt gögnum var öllum þessum málsástæðum stefndu og meðgagnstefnenda í nefndu máli mótmælt af hálfu stefnenda, sem röngum og ósönnuðum. Með úrskurði héraðsdóms var skorið úr um ágreining að þessu leyti og var gagnsökinni vísað frá dómi, en þar um var einkum vísað til ákvæða 2. mgr. 2 8. gr. laga nr. 91/1991. Úrskurðurinn var staðfestur með dómi Hæstaréttar 16. maí 2017, sbr. mál réttarins nr. 264/2017. Fyrir liggur að stefndu hafa síðar höfðað sérstakt einkamál þar sem hafðar eru uppi kröfur um viðurkenningu á tilgreindum landamerkjum nefndra jarða. Við rekstur þessa máls hafa stefndu, auk lýsts málatilbúnaðar, haft uppi kröfur um að málsmeðferðinni verði frestað uns fyrir liggi niðurstaða í umræddu landamerkjamáli. Einnig hafa þeir haft uppi kröfur um að dómkvaddir verði matsmenn ti l þess að segja til um upptök og meginfarveg Staðarár og loks um að vettvangsferð, sem ákveðin hafði verið í tengslum við aðalmeðferð málsins, sem þeir höfðu lagt áherslu á að yrði farin, væri frestað. Af hálfu stefnenda hefur öllum þessum málatilbúnaði o g kröfum stefndu verið andmælt. 8 Vegna ofanlýsts ágreinings og málatilbúnaðar hafa undir rekstri málsins fallið úrskurðir héraðsdóms. Þeir hafa í öllum tilvikum verið stefnendum í vil, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar 17. janúar 2018 í máli nr. 856/2017. II. Málsástæður og lagarök stefnenda. Stefnendur reisa kröfu sína um að stefnda Ís og ævintýrum ehf. beri að fjarlægja umræddan svefnskála, fastanúmer 218 - 1954, að viðlögðum dagsektum af hinni umþrættu lóð, Kálfafellsstaður/Jöklasel, landnúmer 160136, á hinum þinglýstu eignarréttindum þeirra á lóðinni og landupplýsingum úr landsskrá fasteigna. Stefnendur byggja á því að heimild stefnda Íss og ævintýra ehf. til nýtingar á lóðinni hafi runnið út 31. desem ber 2015. Stefnendur vísa jafnframt til þess að stefndu hafi ekki svarað tilboði þeirra um að gera nýjan samning um lóðina, en að auki hafi stefndu ekki svarað fyrirspurn þeirra um nýtingu forleiguréttar innan tilskilins tímamarks. Vegna þessa alls hafi st efndu verið gert ljóst að nýting þeirra á lóðinni sé þeim óheimil, en samt sem áður hafi þeir nýtt eignina án þess að leita samþykkis eða bjóða fram greiðslu. Stefnendur byggja á því að hið stefnda félag, Ís og ævintýri ehf., hafi vanefnt verulega lóðarl eigusamning þann sem í gildi hafi verið til 31. desember 2015, og þá með því að greiða ekki lóðarleigu fyrir árið 2015. Þeir byggja á því að með þessu hafi félagið firrt sig rétti til að byggja á forleiguréttarákvæði samningsins, auk þess sem það hafi fyri rgert þeim rétti sínum með tómlæti. Stefnendur byggja á því að riftunar hafi ekki verið þörf þar sem leigusamningurinn hafi fallið niður. Stefnendur byggja á því að stefndu séu grandsamir um ólögmætt athæfi sitt, en hafi þrátt fyrir það ekkert gert til að láta af starfsemi sinni. Stefnendur byggja á því að hvorugur hinna stefndu aðila eigi neinar samningsbundnar kröfur eða réttindi á hendur þeim er heimili þeim nýtingu umrædds svefnskála eða réttlæti það með nokkrum hætti að hann fái að standa á eignarla ndi þeirra. Stefnendur byggja á því að eignarréttur þeirra sé varinn af 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og að hin óheimila nýting af hálfu stefndu sé ólögmæt. Vegna þessa hafi þeir uppi kröfu um að hinu stefnda félagi verði gert skylt að fjarlægja svefnskálann innan 60 daga frá dómsuppsögu. Stefnendur byggja á því að krafa þeirra um dagsektir, 30.000 krónur á dag að liðnum 60 daga fresti frá dómsuppsögu, er renni til þeirra, styðjist við 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þei r byggja á því að fjárhæð dagsektanna teljist hæfileg með vísan til fyrirliggjandi dómafordæma og að teknu tilliti til atvika í máli þessu. Stefnendur byggja kröfu sína um að stefndu verði dæmdir til að greiða þeim vangoldna leigu fyrir árið 2015 á 4. gr . nefnds lóðarleigusamnings, en einnig á upplýsingum í framlögðu tölvubréfi frá stefnda Bjarna Skarphéðni, þar sem fram hafi komið að lóðarleigugjald fyrir árið 2013 hafi verið 90.000 krónur. Jafnframt byggja þeir á framlögðu færsluyfirliti þar sem fram ha fi komið að greiðsla fyrir árið 2014 hafi verið 95.000 krónur. Stefnendur vísa til þess að í ljósi þess nemi höfuðstóll greiðslu árið 2015, með verðbótum samkvæmt byggingarvísitölu, 97.048 krónum. Stefnendur byggja á því að hið stefnda félag hafi ekki grei tt skuldina þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Gjalddagi kröfunnar hafi verið 1. júní 2015 og sé dráttarvaxta krafist að liðnum 30 dögum frá gjalddaga, sbr. ákvæði lóðarleigusamnings, sbr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Stefnendur byggja kröfu sína um skaðabætur á sakarreglu skaðabótaréttar. Vísa þeir til þess að stefndu hafi nýtt sér aðstöðu á umræddri lóð þeirra án þess að hafa til þess nokkrar heimildir. Hafi það verið gert af ásetningi enda hafi stefndu verið ljóst, í síðasta lagi 1. mars 2016, að þ eir færu um og nýttu sér eignarland stefnenda í leyfisleysi. Stefnendur byggja á því að stefndu, Ís og ævintýri ehf., sem eigandi svefnskálans, og stefndi Bjarni Skarphéðinn, sem atvinnurekandi, eigandi og ábyrgðarmaður þeirra fyrirtækja sem nýti aðstöðu á lóð þeirra í heimildarleysi, beri sameiginlega skaðabótaábyrgð gagnvart þeim. Um sé að ræða athöfn sem leiði til fjártjóns fyrir stefnendur og sé þetta gert með saknæmum og ólögmætum hætti. Tjónið sé sennileg 9 afleiðing af hegðun stefndu og raski þetta h agsmunum stefnenda sem verndaðir séu af skaðabótareglum. Stefnendur árétta að um sé að ræða heimildarlausa nýtingu á stjórnarskrárvörðum eignarrétti þeirra, sbr. ákvæði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Stefnendur byggja á því að fjártjón þeirra felist í því að þau hafi orðið af tekjum sem stefndu hafi borið að greiða þeim vegna nýtingar á fasteign þeirra. Til frekari skýringar fullyrða stefnendur að ljóst megi vera að þeir hafi orðið fyrir tekjumissi, þar sem eign þeirra hafi verið nýtt, án heimildar o g án greiðslu. Þá hafi þeir ekki getað nýtt lóðina á sama hátt og ef stefndu hefðu ekki nýtt hana með þessum hætti. Þannig hefðu þeir t.a.m. ekki haft möguleika á því að leigja öðrum lóðina, en af þeim sökum sé tjón þeirra augljóst, enda liggir fyrir að st efndu geti ekki nýtt sér þinglýstar eigur annarra, án endurgjalds, nema fyrir því liggi skýr heimild. Engin slík heimild sé fyrir hendi. Stefnendur vísa til þess að skaðabótakrafa þeirra miðist við 3.000.000 króna sem þeir segja að sé það gjald sem þeir t elji eðlilegt að stefndu greiði fyrir árleg afnot af þriggja ha lóð og hafi þeim verið gert boð þar um. Stefnendur árétta að stefndu hafi nýtt sér 12,3 ha lóð þeirra án heimildar og án endurgjalds árið 2016. Þar um vísa þeir til framlagðarar útprentunar af síðunni glacierjeeps.is, en um sé að ræða einkafyrirtæki stefnda Bjarna Skarhéðins, Jöklajeppa ehf. Og með vísan til framangreinds sé það krafa stefnenda að stefndu verði in solidum, en til vara hið stefnda félag Ís og ævintýri ehf., dæmdir til greiðslu skaðabóta, enda leiki enginn vafi á um heimildarleysi svefnskálans á eignarlóð þeirra. Til vara krefjast stefnendur skaðabóta að álitum að mati dómsins, enda sé ljóst að skilyrði sakarreglunnar eigi við og að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni. Við flutnin g málsins hafa stefnendur andmælt öllum málsástæðum stefndu. Um lagarök vísa stefnendur til 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sakarreglu skaðabótaréttarins, auk reglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga, sem og til hinna almennu reglna kröfuréttar. Að því er varðar dráttarvexti vísa stefnendur til 4. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Um málskostnað vísa stefnendur til 129. - 131. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, en um varnarþing vísa þeir til 32. gr. sömu laga. Málsástæður og lagarök stefndu. Stefndu byggja kröfu sína um sýknu, að því er varðar allar dómkröfur stefnenda, á því að samkvæmt þinglýstum landamerkjabréfum jarðanna Kálfafellsstaðar og Borgarhafnar, en einnig örnefnask rám jarðanna, auk ýmissa eldri heimilda þeim til stuðnings, standi umræddur skáli, Jöklasel, ekki á landi eða lóð Kálfafellsstaðar. Af þessum sökum hafi stefnendur enga heimild að lögum til þess að krefjast brottnáms skálans af landinu. Hið sama gildi um k röfu stefnenda varðandi leigugreiðslu, enda séu þeir ekki eigendur landsins. Stefndu byggja á því að landamerkjabréfunum beri saman um að merki nefndra jarða sé Staðaráin, sem spretti upp á milli Hálsatinds og Þormóðarhnútu. Stefndu staðhæfa að meginupptö k Staðarár séu fyrir vestan umræddan skála, Jöklasel, og þegar betur sé að gáð séu rétt merki nokkurn veginn miðja vegu á milli Hálsatinds og Þormóðarhnútu. Stefndu benda á að þeir hafi ásamt öðrum eigendum Borgarhafnar, í fyrstu, höfðað gagnsök í máli þe ssu, til viðurkenningar á réttum landamerkjum jarðanna, en á síðar stigum, og vegna frávísunar gagnsakarinnar, hafi þeir höfðað sjálfstætt dómsmál um þá kröfu. Stefndu vísa til þess að í hnotskurn sé í máli þessu deilt um túlkun á áðurnefndum landamerkjab réfum, og þá helst hvar staðsetja skuli meginupptök Staðarárinnar í ljósi orðalags bréfanna um að áin ráði merkjum, og enn fremur hvar hún renni úr Jöklinum milli Hálsatinds og Þormóðarhnútu. Stefnu benda á að það sé álit eiganda Borgarhafnar að merkin eig i að miða við þann farveg Staðarár sem safni vatni af stærsta vatnasviðinu sem áin myndist úr, en þannig myndist og meginkvíslin, sem komi úr Jöklinum vestan við Hálsasker, en fari síðan í Hálsagil, sem áin renni óumdeilanlega um. Stefndu byggja á því að v ið túlkun landamerkjabréfanna verði að horfa heildstætt á efni þeirra og meta í ljósi eldri heimilda, en einnig með hliðsjón af landfræðilegum aðstæðum og örnefnum. Að því leyti vísa stefndu einnig til orða eldri bænda sem vel þekki til á svæðinu vegna fja llskila og þá m.a. varðandi legu kennileita. 10 Stefndu andmæla kröfu stefnenda um greiðslu dagsekta, og þá að því er varðar kröfu á hendur hinu stefnda félagi, Ís og ævintýrum ehf. Byggja stefndu á því að krafan eigi sér enga stoð, hvorki í samningum né í lögum. Stefndu andmæla og kröfu stefnenda um ógreidda leigu samkvæmt hinum útrunna leigusamningi, en þeir byggja m.a. á því að krafan sé að full greidd. Stefndu andmæla enn fremur kröfu stefnenda um greiðslu skaðabóta. Byggja þeir á því að krafan sé ó rökstudd, og styðjist ekki við samninga eða lög. Stefndu andmæla að lokum algerlega því að stefnendur geti einhliða ákveðið nýja leigufjárhæð á hinni umþrættu spildu, komi til þess að þeir verði taldir eigendur hennar. Stefndu byggja á því að stefnendum beri að bjóða landið til leigu á almennum markaði, en þannig verði raunverulegt markaðsverð fundið. Að öðrum kosti beri stefnendum að fela gerðardómi að skera úr um þetta atriði. Að þessu gerðu eða með öðrum sambærilegum hætti af hálfu stefnenda eigi hið s tefnda félag forleigurétt með þeim kjörum sem þannig hafi verið ákvörðuð, og þá samkvæmt hinum fyrri leigusamningi um svæðið. Í þessu sambandi vísa stefndu til laga nr. 75/2008 um frístundabyggð, með lögjöfnun, svo og laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, einkum III. kafla laganna. Að auki vísa þeir til húsaleigulaga nr. 36/1994, með lögjöfnun, einkum 37. gr laganna. Um lagarök vísa stefndu til ofangreindra lagareglna, en einnig vísa þeir til landamerkjalaga nr. 5/1882 og 41/1919, m eð síðari breytingum, og til meginreglna íslensks réttar um gildi landamerkjabréfa og túlkun þeirra, sem og til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá vísa þeir til 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins, til vatnalaga nr. 15/1923, eink um 3. gr., hefðarlaga, en um málskostnaðarkröfu sína vísa þeir til XXI. kafla laga nr. 91/1991. III. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilaskýrslur Bjarni Maríus Jónsson og Bjarni Skarphéðinn G. Bjarnason. Vitnaskýrslur gáfu Skúli Guðmundsson, lögfræði ngur kirkjuráðs og kirkjuþings, Sigurgeir Skúlason, landfræðingur hjá kirkjugarðaráði, Ragnar Sigurðsson, Gamlagarði, Borgarhöfn, Sveitarfélaginu Hornafirði, Gísli Jóhannsson, fyrrum bóndi að Brunnum, Kirkjubraut 28, Sveitarfélaginu Hornafirði, Jón Þorstei nsson, Kirkjubraut 62, eigandi Suðurhúsa, Borgarhöfn, Sveitarfélaginu Hornafirði, og Finnur Pálsson, verkfræðingur og verkefnastjóri hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Í máli þessu krefjast stefnendur þess m.a. að viðurkennt verði að stefnda Ís og æ vintýri ehf. verði, að viðlögðum dagsektum, gert að fjarlægja svefnskála með tilgreindu fastanúmeri af lóð sem stefnendur segjast eiga og hefur landnúmerið 160136. Stefnendur krefjast einnig greiðslu úr hendi nefnds félags sem þeir telja vangoldna vegna le igu á lóðinni vegna ársins 2015. Þá krefjast þeir skaðabóta úr hendi stefndu vegna ætlaðrar heimildarlausrar hagnýtingar á hinni umþrættu lóð eftir 1. janúar 2016. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda og reisa þá kröfu sína einkum á því að stef nendur séu ekki eigendur umræddrar lóðar. Að virtum málatilbúnaði málsaðila lýtur dómurinn svo á að enginn ágreiningur sé í raun um staðsetningu eða mörk umræddrar lóðar, en eins og fram kemur í gögnum, sem og í vettvangsferð dómsins, er hún við jaðar Sul tartangajökuls í hinum forna Borgarhafnarhreppi. Að áliti dómsins liggur skýrlega fyrir í framlögðum gögnum að lóð þessi hefur um árabil verið sérstök fasteign, en þinglýst gögn og opinberar skrár eru því m.a. til staðfestu. Að þessu virtu er það niðursta ða dómsins að ágreiningur um merki jarðanna Borgarhafnar og Kálfafellsstaðar geti ekki ráðið úrlausn þess ágreinings sem hér er uppi. Stefnendur eru þinglýstir eigendur hinnar umþrættu lóðar og hafa þeir að áliti dómsins skýlaust þær heimildir sem felast í beinum eignarrétti að lóðinni. Er því fallist á sjónarmið stefnenda að þessu leyti. 11 Er ágreiningur reis með aðilum máls þessa hafði hið stefnda félag Ís og ævintýri ehf. og félag, sem það leiðir rétt sinn frá, Jöklaferðir hf., verið með umrædda lóð á le igu um árabil, en til grundvallar afnotunum var áðurrakinn leigusamningur frá árinu 1992. Samkvæmt ákvæðum samningsins var hann tímabundinn til 25 ára, en gildistíð hans var nánar tiltekið frá 1. janúar 1991 til 31. desember 2015. Dómurinn lítur svo á, að þessu sögðu, að ákvæði samningsins, þ. á m. um leigulok, hafi verið skuldbindandi fyrir hið stefnda félag, Ís og ævintýri efh., en að því leyti er og fallist á málsálstæður stefnenda. Að álit dómsins verður ekki fram hjá því horft að fyrirsvarsmaður hins s tefnda félags, leigutakans Íss og ævintýra ehf., stefndi Bjarni Skarphéðinn, hafði samkvæmt gögnum verið í samskiptum við fyrirsvarsmenn þáverandi landeiganda Kálfafellsstaðar á árinu 2013 og að þá hafði m.a. verið fjallað um tilurð og ákvæði nefnds leigus amnings. Einnig eru um það heimildir og gögn, að nefndur fyrirsvarsmaður hafi verið í samskiptum við stefnendur eftir að þeir festu kaup á jörðinni og fengu afsal fyrir henni ásamt hinni umþrættu lóð, vorið 2015. Óumdeilt er að þessi samskipti vörðuðu m.a. gerð nýs lóðarleigusamnings, en þá eftir atvikum að uppfylltum tileknum skilyrðum af hálfu stefnenda. Gögn þessi stafa aðallega frá stefnendum, en þau bera með sér að þessar umleitanir hafi hreinlega dagað uppi. Í ljósi lýstrar atburðarásar fellst dómurinn á með stefnendum að stefndu, Ís og ævintýri efh. og Bjarna Skarphéðni, hafi ekki getað dulist að stefnendur hafi litið svo á að leigusamningur aðila hefði verið úr gildi fallinn eftir nefnd leigulok, hinn 31. de sember 2015, eða að minnsta kosti hefði það átt að vera þeim það ljós á vordögum 2016 og að þar með væru not þeirra á umræddri lóð þeim heimildarlaus. Að ofangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að stefndu geti ekki með réttu, og þá m.a. vegna eigin athafnaleysis, byggt rétt sinn á efni nefnds leigusamnings eftir greind tímamörk, þ. á m. að því er varðar fyrrnefndan forleigurétt. Eru því eins og atvikum er háttað engin efni til þess að víkja frá þeirri meginreglu að samþykki samningsaðila þurfi til að samningur komist á. Enn fremur er það niðurstaða dómsins að ekki séu efni til að lögjafna frá ákvæðum húsaleigulaga eða laga nr. 75/2008 um frístundabyggð. Þá er tilvísun stefndu til laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, einkum III . kafla laganna, órökstudd. Er málsástæðum stefndu að þessu leyti því hafnað. Að ofangreindu virtu fellst dómurinn á með stefnendum að á lóð nr. 160136 standi án leyfis þeirra umræddur svefnskáli og geri það á ábyrgð hins stefnda félags, Íss og ævintýra e hf. Í ljósi þessa verður því fallist á kröfu stefnenda og viðurkennt að félaginu sé skylt að fjarlægja skálann af lóðinni. Stefnendur hafa krafist þess að hinu stefnda félagi verði gert að fjarlægja skálann að viðlögðum tilgreindum dagsektum. Er á þetta fa llist og verður dagsektafjárhæð ákveðin 30.000 krónur. Augljóst er, m.a. eftir vettvangsskoðun dómsins, að nokkurt fyrirtæki er að fjarlægja skálann og er því eðlilegt að hið stefnda félag, Ís og ævintýri ehf., fái til þess nokkurn frest, áður en dagsektun um verður beitt. Rétt þykir að félagið njóti frests í 90 daga frá dómsuppsögu til að verða við skyldu sinni án dagsekta, sbr. 5. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Umdeilt er hvort hið stefnda félag, Ís og ævintýri ehf., hafi greitt réttilega lóðarleigu fyrir árið 2015. Ágreiningslaust virðist hins vegar að leigufjárhæðin hafi verið 90.000 krónur á árinu 2013. Stefnendur byggja á því að hið stefnda félag hafi greitt 95.000 krónur í leigu fyrir árið 2014 og að leigufjárhæðin með verðbótum nemi 97.048 krónum vegna ársins 2015. Framlögð gögn eru þessu til stuðnings. Hið stefnda öl l verið greidd til Kirkjumálasjóðs Stefnendur byggja umrædda dómkröfu sína á ákvæði 4. gr. lóðarleigusamnings og á fyrrnefndum upplýsingum um fyrri greiðslur stefnenda, á árunum 2013 og 2014, en þá með álagi samkvæmt byggingarvísitölu. Þannig reiknuð sé fjárhæðin 97.048 krónur. Hið stefnda félag hefur ekki lagt fram skilríki eða gögn fyrir leigugreiðslu sinni til stefnenda fyrir árið 2015. Að ofangreindu virtu ásamt röksemdum stefnenda verður lag t til grundvallar við úrlausn þessa þáttar málsins, að leiguskuldin hafi með réttu verið umrædd fjárhæð, 97.048 krónur. Verður hið stefnda félag dæmt til að greiða þá fjárhæð, ásamt vöxtum eins og segir í dómsorði. 12 Í máli þessu krefjast stefnendur skaðabó ta að fjárhæð 3.000.000 króna úr hendi stefndu in solidum, en til vara einvörðungu úr hendi hins stefnda félags, Íss og ævintýra ehf., eða lægri fjárhæðar að álitum. Stefnendur rökstyðja kröfuna, líkt og hér að framan hefur verið rakið, en við aðalmeðferð málsins og við flutning var af þeirra hálfu að auki vísað til framlagðra ársreikninga hins stefnda félags, en einnig einkahlutafélags stefnda Bjarna Skarphéðins og þá til sönnunar um viðamikla starfsemi þeirra á umræddri lóð. Stefndu andmæla röksemdum stef nenda og byggja þeir á því að skaðabótakrafan sé órökstudd og að tjón stefnenda sé því með öllu ósannað. Við flutning var m.a. vísað til þess að starfsemi stefndu væri ekki eingöngu tengd starfseminni í Jöklaseli og þar með ekki á hinni umþrættu lóð. Að ál iti dómsins standa líkur til þess að hin ólögmæta háttsemi stefndu, að víkja ekki með starfsemi sína af lóð stefnenda eftir áðurgreind leigulok, hafi valdið stefnendum fjárhagslegu tjóni. Ef frá er talin aðilaskýrsla fyrir dómi hafa stefnendur að áliti dó msins, að virtum andmælum stefndu, ekki fært fram fullnægjandi sönnur fyrir fjártjóni sínu. Liggur m.a. engin matsgerð fyrir eða önnur fullnægjandi gögn til stuðnings því hvert tjón þeirra hafi í raun verið. Er því um vanreifun að ræða að þessu leyti. Og þ ar sem ekki þykir fært að dæma bætur að álitum, eins og hér stendur á, verður nefndri kröfu vísað frá dómi, sbr. e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. enn fremur til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 208/2008. Eftir þessum úrslitum og m eð vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnendum gert að greiða stefnda Bjarna Skarphéðni G. Bjarnasyni málskostnað, eins og nánar segir í dómsorði. Þá verður stefnda Ís og ævintýrum ehf., sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, gert að gre iða stefnendum upp í málskostnað þeirra, eins og segir í dómsorði. Málið fluttu lögmennirnir Þórður Bogason og Ólafur Björnsson. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Stefnda, Ís og ævintýri ehf., er skylt að fjarlægja svefnskála, fastanúmer 218 - 1954, af lóð stefnenda, Þóru Guðrúnar Ingimarsdóttur og Bjarna Maríusar Jónssonar, með landnúmerið 160136, innan 90 daga frá dómsuppsögu, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag eftir það tímamark, er renni til stefnenda. Stefnda Ís og ævintýri ehf. greiði stefnendum 97.048 krónur, auk dráttarvaxta frá 1. júlí 2015 til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Kröfu stefnenda á hendur stefndu um greiðslu skaðabóta er vísað frá dómi. Stefnendur greiði stefnda Bjarna Skarphéðni G. Bjarnasyni 600.000 krónur í málskostnað. Stefnda Ís og ævintýri ehf. greiði stefnendum 1.600.000 krónur í málskostnað.