LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 21. janúar 2022. Mál nr. 510/2020 : Bílabúð Benna ehf. ( Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður ) gegn Ólöf u Finnsdótt u r ( Gizur Bergsteinsson lögmaður) Lykilorð Neytendakaup. Galli. Riftun. Úrbætur. Matsgerð. Útdráttur Ó höfðaði mál gegn B ehf. og krafðist þess að staðfest yrði riftun 9. október 2018 á kaupum hennar á bifreið af B ehf. tveimur árum áður vegna galla sem Ó taldi vera á bifreiðinni. Þá krafðist Ó endurgreiðslu á kaupverði bifreiðarinnar vegna riftunarinnar frá kaupdegi auk nánar tilgreindra vaxta. Loks krafðist Ó endurgreiðslu gjalda tengdum bifreiðinni eftir riftunardag. Í dómi Landsréttar kom fram að B ehf. hefði í aðdraganda riftunarinnar og strax í kjölfar hennar ekki vefengt að bifreiðin væri gölluð. B ehf. hefði sjálft ákveðið að líta svo á að bifreiðin hefði ekki þá eiginleika til að bera sem Ó hefði með réttu mátt vænta við kaupin að því er varðar endingu og annað, sbr. b - lið 2. mgr. 15. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Með vísan til þess og fors endna hins áfrýjaða dóms var talið að bifreiðin hefði verið gölluð, sbr. a - lið 1. mgr. 16. gr. sömu laga. Þá var miðað við það að gallinn hefði verið til staðar við afhendingu bifreiðarinnar 10. október 2016, sbr. 1. mgr. 14. gr. og 7. gr. laga nr. 48/2003 . Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að B ehf. hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til þess að bæta úr gallanum á grundvelli 2. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003 og að ekki væru forsendur til að líta svo á að sérstakar aðstæður hafi verið fyrir hendi sem he fðu réttlætt frekari tilraunir B ehf. til úrbóta. Þá var sú niðurstaða héraðsdóms staðfest að gallinn gæti eins og atvikum málsins háttaði ekki talist hafa verið óverulegur í skilningi 32. gr. laga nr. 48/2003. Niðurstaða héraðsdóms um heimild Ó til að rif ta fyrrgreindum kaupsamningi var því staðfest. Á grundvelli 1. málsliðar 2. mgr. 49. gr. laga nr. 48/2003 voru fjárkröfur Ó teknar til greina að frádregnu endurgjaldi fyrir afnot af bifreiðinni um þann tíma er hún hafði hana til ráðstöfunar og að teknu til liti til affalla hennar miðað við riftunardag. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og Davíð Þór Björgvinsson og Haraldur Ingi Ingimundarson, löggiltur bifreiðasali . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 16. ágúst 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 2020 í málinu nr. E - 3223/2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og að hann verði sýknaður af kröfum stefndu en til vara að riftun verði að öllu leyti miðuð við tímamarkið 9. október 2018 og að fjárkrafa stefndu verði lækkuð verulega. Þá krefst hann málskostnaðar. 3 Stefnd a krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi varðar sakarefni málsins það hvort stefndu hafi verið heimilt að rifta samningi við áfrýjanda um kaup á bifreið sem gerður var 10. október 2016. Fyrir liggur að samningnum var rift 9. október 2018, tæplega tveimur árum eftir kaupin. Óumdeilt er að fyrst var kvartað undan meintum galla af hálfu stefndu 17. maí 2018 er liðnir voru ríflega 19 mánuðir frá kaupunum. Málsatvik eru að öðru leyti rakin í hinum áfrýjaða dómi. 5 Af hálfu áfrýjanda er í aðalkröfu á því byggt að aldrei hafi verið staðreynt að bifreiðin hafi verið gölluð en fyrir því beri stefnda sönnunarbyrðina. Bifreiðin hafi komið í þjónustuskoðun í apríl 2018 án þess að nokkrar athugasemdir hefðu komið fram um vatnssöfnun í henni sem fyrst hafi verið kvartað undan í maí sama ár. Því sé ek ki unnt að slá því föstu að til staðar hafi verið galli við kaupin 19 mánuðum áður. Þá hafi áfrýjandi átt rétt á úrbótum samkvæmt 30. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup sem hafi ekki verið að fullu lokið er kaupunum var rift. Hafi hann vegna sérstakra að stæðna átt rétt á fleiri tilraunum en tveimur til úrbóta. Þá er á því byggt af hans hálfu að gallinn hafi verið óverulegur og skilyrðum riftunar því ekki fullnægt samkvæmt 32 gr. laga nr. 48/2003. Stefnda hafi auk þess afsalað sér hugsanlegum riftunarrétti sínum í september 2018 með gerð samkomulags við áfrýjanda um að GB Tjónaviðgerðum ehf. yrði falið að gera við bifreiðina. 6 Í bréfi stefndu til forstjóra áfrýjanda 26. september 2018 var gerð tillaga um að kaupunum yrði rift með samkomulagi og kallaður til matsmaður til að meta þóknun áfrýjanda fyrir afnot hennar af bifreiðinni. Í tölvubréfi forstjóra áfrýjanda 28. sama mánaðar til stefndu segir um þessa tillögu að riftun kaupanna kæmi ekki til álita þar ist] óverulegur í skilningi mánaðar mótmælt með vísan til þess að um smávægilegan galla hafi verið að ræða sem áfrýjandi hefði þá lagfært án kostnaðar fyrir stefndu. Í bréfin u kom auk þess fram llinn teldist óverulegur í skilningi laga nr. 48/2003 og laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Fyrir 3 en tvö skipti samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003. 7 Af framangrei ndu verður ekki annað ráðið en að áfrýjandi hafi í aðdraganda riftunarinnar og strax í kjölfar hennar ekki vefengt að bifreiðin væri gölluð. Um þetta ákvörðun strax við upp hafi málsins að meðhöndla það sem galla, án þess að krefja framan er rakið verður ekki annað ráðið en að áfrýjandi hafi sjálfur ákveðið að líta svo á að bifreiðin hefði ekki þá eiginleika til að bera sem stefnda hefði með réttu mátt vænta við kaupin að því er varðar endingu og annað, sbr. b - lið 2. mgr. 15. gr. laga nr. 48/2003. Bifreiðin hafi því verið gölluð, sbr. a - lið 1. mgr. 16. gr. sömu laga. Í ljósi þess að gallinn hafi ko mið fram innan tveggja ára ábyrgðartímabils bifreiðarinnar hafi hann ákveðið að freista þess að gera við hana án kostnaðar fyrir stefndu. Hann hafi átt rétt og borið skyldu til að gera við gallann, sbr. 30. gr. sömu laga. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður sú niðurstaða staðfest að bifreiðin hafi verið gölluð. Gögn málsins bera með sér að gallinn hafi verið fólginn í því að vatn hafi komist inn í bifreiðina með óeðlilegum hætti og ekki skilað sér á eðli legan hátt út úr bifreiðinni í gegnum niðurfall. Með tilliti til úrræða stefndu samkvæmt lögum nr. 48/2003 verður eins og hér háttar til að líta svo á að um einn og sama gallann hafi verið að ræða, enda var orsök vatnssöfnunar í bifreiðinni henni ókunn. 8 Í málatilbúnaði áfrýjanda er því meðal annars borið við að gallinn hafi komið fram er liðinn var lengri tími en sex mánuðir frá kaupum bifreiðarinnar. Því geti stefnda ekki borið fyrir sig gallann auk þess sem hún beri af þessari ástæðu sönnunarbyrðina fyrir orsökum hans. 9 Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga nr. 48/2003 skal við mat á því hvort söluhlutur sé gallaður miðað við það tímamark þegar áhættan af söluhlut fluttist yfir til neytanda, jafnvel þótt gallinn komi ekki fram fyrr en síðar. Samkvæmt því skal mat á því hvort söluhlutur hafi verið gallaður miðast við afhendingu hans, sbr. 1. mgr. 14. gr. og 7. gr. laga nr. 48/2003. Af 2. mgr. 18. gr. laganna leiðir að seljandi söluhlutar ber sönnunarbyrðina fyrir því að svo hafi ekki verið ef galli hefur komið fram innan sex mánaða frá afhendingu. Verður sú ályktun dregin af þessu ákvæði að komi galli fram síðar beri kaupandi almennt sönnunarbyrðina fyrir því að gallinn hafi verið til staðar við afhendingu söluhlutar. Samkvæmt 3. mgr. síðastnefndrar lagargreinar ber seljandi hins vegar ábyrgð á galla sem kemur fram síðar ef hann hefur með ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum hætti ábyrgst að hluturinn hafi tiltekna eiginleika. Í ljósi þess sem að framan er rakið um afstöðu áfrýjanda til gallans verður miðað við að hann hafi með ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum hætti ábyrgst að bifreiðin hafi ekki þá galla sem um ræðir. Af því leiðir að áfrýjandi ber ábyrgð á gallanum þótt hann hafi ekki komið fram fyrr en í maí 2018 er liðnir voru ríflega 19 mánuður frá kaupum og afhendingu 4 bifr eiðarinnar. Verður að líta svo á að við þessar aðstæður hafi staðið áfrýjanda nær en stefndu að tryggja sér sönnun um að gallinn hafi ekki verið til staðar við afhendingu eða að hann hafi orsakast af atvikum sem stefnda bæri ábyrgð á. Er þá litið til þess hvers eðlis gallinn var og ítrekaðra tækifæra sem áfrýjandi hafði til að staðreyna orsakir hans, teldi hann þær ekki vera á sína ábyrgð. Verður samkvæmt því miðað við að hann hafi verið til staðar við afhendingu bifreiðarinnar 10. október 2016. 10 Með vísan t il forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða að áfrýjandi hafi fengið fleiri en tvö tækifæri til þess að bæta úr gallanum á grundvelli 2. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003. Hafi stefndu því ekki verið skylt að sæta því að áfrýjandi myndi freis ta þess á ný að bæta úr gallanum með viðgerð GB Tjónaviðgerða ehf. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefnda hafi á neinum tímapunkti afsalað sér rétti til að bregðast við gallanum á grundvelli laga nr. 48/2003. Þótt bifreiðinni hafi verið komið til G B Tjónaviðgerða ehf. í byrjun október 2018 má ráða af bréfi stefndu 26. september sama ár, til fyrirsvarsmanns áfrýjanda, að hún hafi þá haft í hyggju að rifta kaupunum ef ekki næðist samkomulag um kaup á nýrri bifreið eða afhendingu á annarri notaðri gegn greiðslu fyrir afnot bifreiðarinnar. Í tölvubréfi eiginmanns stefndu 27. september 2018 til starfsmanns áfrýjanda var þessu til samræmis tekið fram að til stæði af hálfu stefndu að rifta kaupunum ef ekki næðist viðunandi samkomulag um framangreint. Af bré finu má skýrlega ráða að stefnda hafi ekki verið reiðubúin til að afsala sér neinum rétti til viðbragða vegna gallans á grundvelli laga nr. 48/2003 þótt bifreiðin yrði afhent GB Tjónaviðgerðum ehf. til viðgerðar. Verður loks staðfest sú niðurstaða héraðsdó ms að ekki séu forsendur til að líta svo á að sérstakar aðstæður hafi verið fyrir hendi samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003 sem hafi réttlætt frekari tilraunir áfrýjanda til úrbóta. Er um það meðal annars litið til þess að þegar stefnda rifti kaupsam ningnum hafði áfrýjandi þegar fengið bifreiðina afhenta í þrígang til viðgerðar án þess að tekist hefði að lagfæra gallann. Hefur ekki þýðingu í því sambandi þótt áfrýjandi hafi tilkynnt stefndu í kjölfar þriðju tilraunar að ekki hefði tekist að ljúka viðg erðinni og rétt þætti að ljúka henni samhliða annarri viðgerð á bifreiðinni. 11 Eftir að áfrýjandi tók við riftunaryfirlýsingu stefndu hélt hann því fram að GB Tjónaviðgerðir ehf. hefðu þegar lagfært gallann, sbr. fyrrgreint svarbréf lögmanns áfrýjanda 11. o któber 2018. Þrátt fyrir mótmæli stefndu um að sannað væri að sú viðgerð hefði í reynd tekist hefur áfrýjandi ekki lagt fram nein haldbær sönnunargögn um að hún hafi borið árangur. Í ljósi fyrrgreindra atvika máls og þá einkum ítrekaðra árangurslausra tilr auna áfrýjanda til lagfæringar á gallanum verður lagt til grundvallar að það hafi staðið áfrýjanda nær en stefndu að tryggja sér sönnun um að svo væri. Eðli máls samkvæmt hefur yfirlýsing GB Tjónaviðgerða ehf. um árangur eigin viðgerðar ekkert sönnunargild i í málinu gegn mótmælum stefndu. Verður áfrýjandi samkvæmt því látinn bera hallann af sönnunarskorti um að þessi viðgerð hafi borið viðunandi árangur. Af því leiðir að lagt verður til grundvallar að bifreiðin hafi verið gölluð er 5 áfrýjanda barst riftunary firlýsing stefndu og að enn sé óupplýst hvort viðgerðin hafi verið fullnægjandi. 12 Áfrýjandi byggir á því að gallinn hafi verið óverulegur og hafi stefndu því verið óheimilt samkvæmt 32. gr. laga nr. 48/2003 að rifta kaupsamningnum. Með vísan til forsendna h ins áfrýjaða dóms verður sú niðurstaða staðfest að gallinn geti eins og atvikum máls háttar ekki talist hafa verið óverulegur. Er um síðastnefnt að auki til þess að líta að takmarkaðar forsendur eru til að meta umfang og þýðingu gallans í ljósi skorts á ha ldbærum sönnunargögnum um ástand bifreiðarinnar í kjölfar riftunarinnar. Verður áfrýjandi sem fyrr segir látinn bera hallann af þeirri óvissu sem af því hlýst. 13 Með vísan til framangreinds er niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að stefndu hafi verið heimilt að rifta kaupsamningnum 9. október 2018 staðfest. Við riftunina féllu skyldur aðila samkvæmt samningnum niður og bar þeim þá að skila því sem þeir höfðu tekið á móti í samræmi við 1. málslið 2. mgr. 49. gr. laga nr. 48/2003. Er niðurstaða hins áfrýjaða dóms um rétt stefndu til að fá greiddan kostnað vegna trygginga bifreiðarinnar og bifreiðagjöld eftir riftunardag staðfest með vísan til forsendna. Fyrir liggur að bifreiðin var á umræddum tíma í vörslum GB Tjónaviðgerða ehf. og var hún áfrýjanda til ráðstöfuna r frá riftunardegi. Óumdeilt er að stefndu ber að greiða áfrýjanda hæfilegt endurgjald fyrir afnot bifreiðarinnar í þau tæpu tvö ár sem hún hafði hana til ráðstöfunar, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 48/2003. Þykir rétt að endurgjaldið taki mið af afföllum b ifreiðarinnar miðað við riftunardag svo sem gert er í hinum áfrýjaða dómi. Er sú niðurstaða héraðsdóms jafnframt staðfest að vegna þar tilgreindra annmarka á yfirmatsgerð sé hæfilegt að miða við að söluverðmæti bifreiðarinnar í október 2018 hafi verið 8.97 1.409 krónur. Er þá einkum horft til þess að yfirmatsmenn hafi ekki staðreynt á fullnægjandi hátt verðmæti sams konar Porsche Cayenne bifreiða, árgerð 2016, á þeim tíma er samningnum var rift. Kaupverð bifreiðarinnar var 13.550.000 krónur en samkvæmt því v erður tekið mið af því að afföll bifreiðarinnar miðað við riftunardag hafi verið 4.578.591 krónur sem koma til frádráttar kröfu stefndu. Samkvæmt 2. mgr. 50. gr. laga nr. 48/2003 á neytandi sem greiðir endurgjald fyrir afnot af söluhlut rétt á vöxtum frá þ eim degi er greiðsla hans fyrir söluhlut var innt af henti. Samkvæmt því verður niðurstaða héraðsdóms um upphafstíma vaxtagreiðslna staðfest. 14 Samkvæmt öllu framangreindu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 15 Ve rður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Landsrétti svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. 6 Áfrýjandi, Bílabúð Benna ehf., greiði stefndu, Ólöfu Finnsdóttur, 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 18. júní sl., höfðaði stefnandi, Ólöf Finnsdóttir, , Reykjavík, hinn 26. júní 2019, gegn stefnda, Bílabúð Benna ehf., Vagnhöfða 23, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stef nanda í málinu eru þær að staðfest verði riftun stefnanda 9. október 2018 á kaupum á Porche Cayenne bifreið, með skráningarnúmerið , af stefnda. Stefnandi krefst þess jafnframt að stefnda verði gert að greiða henni 13.961.752 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 1.500.000 krónum frá 3. júní til 4. október 2016 en af 13.550.000 krónum frá þeim degi til 9. október 2018, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 2. nóvember 2018, af 13.73 5.984 krónum frá þeim degi til 14. febrúar 2019, af kr. 13.761.097 krónum frá þeim degi til 4. nóvember 2019, af 13.954.627 krónum frá þeim degi til 12. febrúar 2020 en af 13.961.752 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 3.250.000 krónu m 17. maí 2018. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að félagið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda. Til vara krefst stefnda þess að riftun miðist að öllu leyti við tímamarkið 9. október 2018 og að fjárkrafa stefnanda verði lækkuð verulega. Þá krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda. I Hinn 10. október 2016 keypti stefnandi nýja Porche Cayenne bifreið af stefnda með skráningarnúmerið . Kaupverð bifreiðarinnar var 13.550.000 krónur og var b ifreiðin seld með tveggja ára ábyrgð. Með tölvuskeyti eiginmanns stefnanda 17. maí 2018 var stefnda tilkynnt að orðið hefði vart við vatnshljóð innan í bifreið inni í akstri, auk rakamyndunar í hægra framljósi. Stefnda svaraði stefnanda daginn eftir og bau ðst til að skoða bifreiðina 30. sama mánaðar þegar skipt yrði um framljós. Hinn 23. maí 2018 voru áhyggjur stefnanda vegna vatns hljóðsins ítrekaðar og fékk stefnda bifreiðina til skoðunar tveimur dögum síðar. Bifreiðin fór síðan til viðgerðar hjá stefnda 30. maí 2018 og lauk vinnu stefnda 1. júní 2018. Við það tækifæri voru sumardekk sett undir bifreiðina og rakamyndun í hægra framljósi skoðuð. Þá var niðurfall í síls á bifreiðinni skoðað og hreinsað. Reyndist niðurfallið vera stíflað. Þegar stíflan var lo suð lak töluvert vatn úr sílsinum og taldi stefnda að þar með væri vatnshljóðið úr sögunni. Var stefnanda tjáð að panta þyrfti nýtt framljós og að hún þyrfti að koma með bifreiðina aftur eftir um hálfan mánuð til að láta skipta um ljósið. Með tölvuskeyti e iginmanns stefnanda 4. júní 2018 var stefnda upplýst um að eftir að bifreiðin var afhent úr viðgerð hefði stefnandi áfram orðið vör við umtalsverða vatnssöfnun í teppum hægra megin í bifreiðinni og að vatninu fylgdi megn ólykt. Stefnda svaraði með tölvuske yti degi síðar og bauð stefnanda að koma með bifreiðina til viðgerðar þremur vikum síðar, eða 25. júní 2018. Eiginmaður stefnanda svaraði með tveimur tölvuskeytum 6. júní 2018 og gerði athugasemdir við að bíða þyrfti svo lengi eftir viðgerð og áréttaði að verulegt vatnshljóð heyrðist í bifreiðinni við akstur, auk þess sem í henni væri megn ólykt. Jafnframt tók hann fram að stefnandi hefði aflað sér upplýsinga um að vökvasöfnun sem þessi væri þekkt vandamál í Porche Cayenne bifreiðum og að hún hefði í hyggju að láta reyna á ábyrgð seljanda, yrði ekki árangur af viðgerðinni í þetta sinn. Stefnda svaraði síðar þennan sama dag og sagði bifreiðina bókaða hjá tímis því að skipt yrði um framljós bifreiðarinnar. Eiginmaður stefnanda sendi stefnda tölvuskeyti 8. júní 2018 og vakti athygli stefnda á því að bifreiðin væri enn að safna vatni. Í skeytinu var fullyrt að teppin í bi freiðinni væru farin að úldna. Ekki urðu sérstök viðbrögð af hálfu stefnda við þessari orðsendingu stefnanda og var bifreiðin tekin til viðgerðar 7 13. júní 2018. Var þá skipt um framljós á bifreiðinni líkt og áformað hafði verið. Enn fremur voru teppin í bi freiðinni tekin úr og þau þurrkuð. Hinn 5. júlí 2018 sendi eiginmaður stefnanda enn á ný tölvuskeyti til stefnda. Í því kom fram að ólykt væri enn þá í teppum í bifreiðinni, auk þess sem aðvörunarljós vegna bilunar í loftpúða logaði í mælaborði hennar. Eig inmaður stefnanda sendi stefnda annað tölvuskeyti degi síðar þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að þar sem ekki hefði tekist að gera við gallann væri eðlilegast að kaupum stefnanda á bifreiðinni yrði rift. Þá lagði hann til að gert yrði við bifreiðina næstu vikur vegna fyrirhugaðrar utanlandsferðar stefnanda. Ekki bárust svör frá stefnda við þessum tveimur tölvuskeytum. Þegar stefnandi kom aftur til landsins hafði hún samband við stefnda 25. júlí 2018 og áréttaði að verulegt vatns hljóð heyrðist í bifre iðinni. Þann sama dag afhenti hún stefnda bifreiðina til viðgerðar. Degi síðar sendi stefnandi bréf til stefnda þar sem hún krafðist skriflegra svara og setti skilyrði fyrir umbótum. Benedikt Eyjólfsson, forstjóri og eigandi stefnda, hringdi samdægurs í st efnanda og bauð henni og eiginmanni hennar til fundar í þeim tilgangi að ræða lausn málsins. Sá fundur fór fram degi síðar. Á fundinum var ákveðið að sölumaður hjá stefnda myndi hafa samband við stefnanda þegar hún kæmi úr fríi og leggja fyrir hana tilboð í nýja bifreið og uppítökuverð á bifreið stefnanda í því skyni að reyna að leysa málið. Með tölvuskeyti eiginmanns stefnanda til stefnda 23. ágúst 2018 var af hálfu stefnanda ítrekuð krafa hennar um skrifleg svör stefnda við bréfi hennar frá 25. júlí 2018. Þá var vakin athygli á því að enn hefði ekki verið boðað til fundar í því skyni að leysa málið. Stefnda hringdi samdægurs í stefnanda og boðaði til fundar 31. ágúst 2018. Á fundinum bauðst stefnda til þess að taka bifreið stefnanda upp í kaupverð nýrrar b ifreiðar fyrir 8,5 milljónir króna en hefðbundið uppítökuverð var sagt vera 7,1 milljón króna. Stefnda sagði nýja bifreið sem félagið gæti afhent kosta um það bil 17 milljónir króna og kvaðst stefnda vera tilbúið að lækka það verð. Tillöguna taldi stefnand i óaðgengilega og hafnaði henni. Hinn 26. september 2018 sendi stefnandi bréf til stefnda og lagði til að kaupum hennar á bifreiðinni yrði rift með samkomulagi og óháður matsmaður fenginn til þess að meta eðlilega þóknun til stefnda vegna afnota stefnanda af bifreiðinni og vaxtagreiðslur til stefnanda af kaupverði. Degi síðar sendi eiginmaður stefnanda tölvuskeyti til stefnda þar sem fram kom að stefnandi teldi sig hafa lagalegan rétt til þess að rifta kaupunum. Jafnframt var lagt til af hálfu stefnanda að gert yrði við vatnslekann í tengslum við viðgerð á beggja aðila, að öðrum kosti yrði eingöngu gert við skemmdir á bretti. Svar barst frá stefnda degi síðar þar sem félagið kvað riftun ekki koma til greina þar sem um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Hins vegar kvaðst félagið sammála því að ljúk a viðgerð á vatnsleka í bifreiðinni samhliða því að gert yrði við frambretti hennar. Stefnandi afhenti bifreiðina 1. október 2018 til viðgerða hjá GB Tjónaviðgerðum. Fékk stefnandi afhentan bílaleigubíl frá tryggingafélagi sama dag. Bílaleigu bílnum var sk ilað 5. október 2018 og afhenti stefnda aðra bifreið í hans stað. Hinn 8. október 2018 óskaði stefnandi eftir því að stefnda afhenti afrit af kaup samningi og ábyrgðaryfirlýsingu. Degi síðar sendi stefnandi riftunaryfirlýsingu til stefnda og skilaði bifrei ðinni sem stefnda hafði afhent henni til umráða. Í riftunaryfirlýsingunni var stefnda veitt heimild til að taka við bifreiðinni frá GB Tjónaviðgerðum. Með bréfi 11. október 2018 mótmælti lögmaður stefnda riftun stefnanda á kaupunum. Viðgerð á bifreið inni var sagt vera lokið og að hún væri tilbúin til afhendingar til stefnanda á starfsstöð GB Tjónaviðgerða. Með erindi 21. nóvember 2018 óskaði stefnandi eftir áliti kærunefndar lausafjár - og þjónustu kaupa vegna viðskipta málsaðila. Niðurstaða kærunefnd arinnar var sú að fallist var á kröfu stefnanda um riftun og jafnframt að stefnda bæri að endurgreiða stefnanda kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum frá 9. október 2018. Stefnanda bæri aftur á móti að greiða stefnda hæfilegt endurgjald að fjárhæð 1.14 0.000 krónur fyrir afnot af bifreiðinni í eitt ár og sjö mánuði. Stefnda var ekki tilbúið til þess að ljúka ágreiningi aðila á grundvelli niðurstöðu kærunefndarinnar. Frekari sáttatilraunir skiluðu ekki árangri og höfðaði stefnandi því mál þetta 26. júní 2 019 samkvæmt áðursögðu. 8 II Stefnandi byggir á því að henni hafi verið heimilt að rifta kaupum á bifreiðinni vegna viðvarandi vatns söfnunar og rakamyndunar í henni. Stefnandi byggir aðallega á því að henni hafi verið heimilt að rifta kaupunum á grundvelli almennra reglna vegna þess að hin viðvarandi vatns söfnun og rakamyndun hafi falið í sér verulegan galla á bifreiðinni. Stefnandi byggir til vara á því að henni hafi verið heimilt að rifta kaupunum á grundvelli 32. gr. laga um neytenda kaup nr. 48/2003. Í því sambandi byggir stefnandi á því að stefnda hafi fengið fjöl mörg tæki færi til að bæta úr gallanum, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga um neytendakaup, og að hin viðvarandi vatnssöfnun og raka myndun teljist ekki óverulegur galli í skilningi 32. gr. laganna. St efnandi byggir aðallega á því í málinu að hin viðvarandi vatnssöfnun og raka myndun feli í sér verulegan galla á bifreiðinni í skilningi almennra reglna kaupa - og kröfu réttar. Verulegur galli eða veruleg vanefnd sé í senn nauðsynlegt og nægjanlegt skilyrð i riftunar. Við mat á því hvenær vanefnd sé veruleg verði ávallt að fara fram heildarmat á öllum þáttum. Við það mat verði til að mynda að horfa til þess óhagræðis sem vanefndin hefur og mun hafa í för með sér fyrir stefnanda auk þess óhagræðis sem riftun kunni að hafa fyrir stefnda. Í því samhengi sé rétt að nefna að riftun á fjöldaframleiddri vöru, eins og þeirri bifreið sem hér um ræði, teljist ekki hafa í för með sér mikla röskun á stöðu stefnda. Auðvelt sé fyrir stefnda að selja bifreiðina þriðja manni án þess að það hafi verulegt tjón eða óhagræði í för með sér. Með því geti stefnda takmarkað tjón sitt verulega, en tjónið sé tilkomið vegna þess að félagið hafi selt stefnanda gallaða bifreið. Þá geti stefnda fengið tjón sitt bætt frá framleiðandanum, sb r. 4. gr. tilskipunar Evrópu - þingsins og ráðsins 1999/44/EB um tiltekna þætti í sölu neysluvara og ábyrgð þar að lútandi en tilskipunin hafi verið innleidd í íslenskan rétt með lögum um neytendakaup. Við mat á gallanum verði að taka tillit til þess hvernig stefnda hafi kynnt bifreiðina fyrir stefnanda, þess verðs sem hún hafi greitt fyrir hana og að henni hafi verið lofað tveggja ára ábyrgð á bifreiðinni. Bifreiðin hafi enn verið í ábyrgð þegar kaupunum var rift. Við kaupin hafi stefnda lagt sérstaka áhersl u á gæði hennar. Það geri stefnda einnig í kynningarefni á vefsíðu sinni. Gera verði strangar kröfur til eiginleika bifreiða sem auglýstar séu með þeim hætti. Stefnandi bendir á að henni hafi staðið ýmsir möguleikar til boða við val á nýrri lúxusbifreið en hún hafi meðal annars valið Porsche Cayenne bifreið vegna þeirra gæða sem stefnda hafi lofað að einkenndu bifreiðina. Það loforð stefnda hafi endurspeglast í kaupverði bifreiðar innar, sem verið hafi mjög hátt. Stefnandi hafi ætlað sér að kaupa hágæða bif reið sem hún gæti átt í mörg ár, vandræða laust. Vísar stefnandi til þess að stefnda sjálft hafi tekið undir þessar væntingar hennar í bréfi til kærunefndar lausafjárkaupa 6. desember 2018. Af hálfu stefnanda sé á því byggt að þegar keypt sé ný bifreið, ek ki síst lúxusbifreið, sé það veruleg forsenda fyrir kaupunum að bifreiðin sé ekki haldin göllum. Sú bifreið sem stefnda hafi selt stefnanda hafi hins vegar ekki haldið vatni. Þegar bifreiðin hafi fyrst komið til viðgerðar vorið 2018 hafi stefnda gefið þær skýringar að grein hafi stíflað niðurföll. Sú skýring hafi ekki staðist, enda hafi stefnda síðar viðurkennt að bifreiðin væri haldin framleiðslu galla. Með vísan til þessa sé á því byggt af hálfu stefnanda að vatn hafi safnast fyrir í bifreiðinni allan þan n tíma sem hún var í eigu stefnanda. Stefnda hafi því skýrt rangt frá orsökum hinnar viðvarandi vatnssöfnunar og raka myndunar er félagið fékk fyrst tækifæri til að bæta úr gallanum. Í því sambandi bendi stefnandi á að þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafi stefnda alltaf forðast að svara henni skriflega. Við mat á gallanum á bifreiðinni verði að taka tillit til þess að vatnssöfnun og rakamyndun sé frábrugðin öðrum göllum. Tjón af völdum vatns og raka komi oft seint fram og erfitt geti reynst að meta það. Sta ðreynd sé að rafkerfi bifreiða stafi mikil hætta af vatni og raka. Rafmagnssnúrur geti tærst með tilheyrandi tjóni. Í því sambandi bendir stefnandi á að viðvörunarljós vegna loftpúða hafi kviknað í mælaborði bifreiðarinnar. Þekkt sé að kaupendur forðist ök utæki sem beri merki um að hafa lent í alvarlegu vatnstjóni, jafnvel þótt ökutækið líti vel út og geti virkað við skoðun á því. Ástæðan sé sú að langtímaáhrif vatnstjóns geti elt kaupendur allan líftíma bifreiðar innar. Sönnunarbyrðina fyrir því að bifreið in, þar með talið rafbúnaður hennar, hafi hvorki né muni skaðast vegna hinnar viðvarandi vatnssöfnunar og raka myndunar, segir stefnandi stefnda bera. Hin viðvarandi vatnssöfnun og raka myndun hafi skapað hættu á því að vatn kæmist á viðkvæma staði bifreið arinnar í hvert skipti sem henni hafi verið ekið upp eða niður brekku. Nýjum bifreiðum eins og þeirri 9 sem stefnda seldi stefnanda stafi sérstök hætta af vatnssöfnun og rakamyndun þar sem þær séu búnar flóknum raftækjum. Bifreiðin sem stefnandi keypti sé af hybrid - gerð og vegna þess sé óvenju mikill og flókinn rafbúnaður í henni. Allar nýrri Porsche - bifreiðar séu jafnvel enn viðkvæmari fyrir vatnstjóni en nýjar bifreiðar almennt vegna margra fíngerðra rafmagns tækja og tölva. Að halda vatni frá innra rými og öllum rafeindabúnaði sé því nauðsynlegt til þess að tryggja ástand bifreiðarinnar til lengri tíma. Aðrir neikvæðir þættir vatnstjóns inni í bifreiðum geta verið ryð og tæring. Stefnandi byggir á því að hin viðvarandi vatnssöfnun og raka myndun í bifreiðinni hafi aukið hættu á myglu, skemmdum á rafbúnaði og ryði sem erfitt geti verið að losna við. Það sé algjörlega óásættanlegt fyrir kaupanda nýrrar bifreiðar að þurfa að óttast ryð, myglu og alvarlegar skemmdir á rafkerfi bifreiðarinnar, sem aðeins hafi verið ekið innanbæjar. Þetta eigi ekki síst við þar sem um sé að ræða bifreið sem talin sé lúxus bifreið. Það sé lágmarks krafa til nýrrar bifreiðar að hún haldi vatni. Það hafi bifreiðin sem stefnandi keypti ekki gert en fyrir liggi að vatn hafi kom ist inn í farþegarými bifreiðarinnar og hafi stefnda varið löngum tíma í að þurrka teppi hennar. Þá vísar stefnandi til þess að stefnda hafi ekki tekist að bæta úr gallanum þrátt fyrir að stefnda hafi fengið til þess margar tilraunir og töluverðan tíma. Sú staðreynd bendi til þess að gallinn sé flóknari og ófyrirséðari en stefnda hafi reiknað með í upphafi. Um riftun vegna galla vísi stefnandi til ákvæða kaupalaga nr. 50/2000 en í 39. gr. laganna sé á um það kveðið að kaupandi geti rift kaupum ef meta megi galla til verulegra vanefnda. Ákvæðið endurspegli það meginskilyrði riftunar samkvæmt almennum reglum kaupa - og kröfuréttar að um verulega vanefnd sé að ræða. Til vara kveðst stefnandi byggja kröfur sínar í málinu á því að henni hafi verið heimilt að rifta kaupum á bifreiðinni á grundvelli 32. gr. laga nr. 48/2003 um neytenda kaup. Stefnda hafi fengið fjölmörg tæki færi til að bæta úr gallanum og gert fjórar tilraunir til þess, sbr. hins vegar ákvæði 2. mgr. 30. gr. laga um neytendakaup. Í því ákvæði sé kve ðið á um að úrbóta réttur seljanda miðist við að seljandi eigi ekki rétt á að bæta úr sama galla oftar en tvisvar sinnum. Sú regla hafi verið sett til að tryggja réttarstöðu neytenda og verði sérstakar ástæður að vera fyrir hendi til að réttlæta frávik frá reglunni. Það sé stefnda sem beri sönnunarbyrðina fyrir því að undan tekning frá meginreglu 2. mgr. 30. gr. eigi við um viðskipti málsaðila. Stefnandi byggi jafnframt á því að í fjórðu tilraun hafi stefnda falið þriðja aðila að bæta úr gallanum. Þá segir stefnandi óvíst hvort stefnda hafi í raun og veru tekist að bæta úr gallanum. Hvað sem því líði hafi stefnandi áskilið sér allan rétt til að rifta kaupunum eftir að ljóst var að fyrstu tvær tilraunir stefnda til að bæta úr gallanum reyndust árangurslausar. Stefnandi hafi raunar gert stefnda strax grein fyrir því í tölvuskeyti áður en önnur viðgerðartilraunin fór fram að látið yrði reyna á ábyrgð stefnda ef sú tilraun skilaði ekki fullnægjandi árangri. Stefnandi kveðst byggja á því að á grundvelli 32. gr. la ga um neytendakaup hafi henni verið heimilt að rifta kaupunum óháð því hvort bifreiðin hefði verið haldin verulegum galla. Í ákvæðinu sé einungis áskilið að ekki sé um óverulegan galla að ræða. Skilyrði riftunar samkvæmt lögum um neytenda kaup séu því væga ri en samkvæmt almennum reglum kaupa - og kröfuréttar. Samkvæmt 62. gr. laga um neytendakaup hafi lögin verið sett með hliðsjón af ákvörðun sameiginlegu EES - nefndarinnar nr. 12/2000 frá 28. janúar 2000, um að fella inn í EES - samninginn og taka upp í innlend an rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 1999/44/EB um tiltekna þætti í sölu neysluvara og ábyrgð þar að lútandi en í henni komi fram að neytandinn hafi ekki heimild til að rifta samningnum ef frávikið er smávægilegt. Í tilskipuninni sé því ein göngu rætt um að riftun sé ekki heimil þegar um smávægilegan galla sé að ræða. Því séu mun vægari skilyrði gerð fyrir riftun á þeim grundvelli sem hér um ræðir en á grundvelli almennra reglna kaupa - og kröfuréttar. Stefnandi bendir á að stefnda hafi einung is einu sinni boðið fram viðgerð án tafar. Atvik málsins beri með sér að langur tími hafi liðið á milli viðgerða stefnda og þar til lokaviðgerð GB Tjónaviðgerða fór fram. Skilyrðinu um viðgerð án tafar hafi því ekki verið fullnægt, auk þess sem stefnandi h afi þurft að ganga fast eftir því að stefnda reyndi að bæta úr gallanum. Stefnandi byggi á því að líta beri til þessara seinu og ófullnægjandi viðbragða stefnda þegar metið sé hvort rétt sé að víkja frá reglunni um tvær tilraunir til úrbóta í 2. mgr. 30. g r. laga um neytendakaup. Að öðru leyti vísist til framangreindra sjónarmiða til 10 stuðnings riftunarkröfu á grundvelli kaupa - og kröfuréttar og þeirra sjónamiða sem rakin hafi verið varðandi framferði stefnda. Af hálfu stefnanda sé enn fremur á því byggt a ð stefnda hafi gengið langt í því að víkja sér undan ábyrgð og gefa skýringar á eðli og orsökum gallans sem erfitt hafi verið fyrir stefnanda sem neytanda að sannreyna. Í ljósi fyrri samskipta við stefnda telji stefnandi ólíklegt að stefnda myndi gangast v ið ábyrgð sinni kæmi í ljós síðar frekara tjón sem rekja mætti til vatnstjónsins. Þetta hafi þýðingu við mat á því hvort um verulega vanefnd sé að ræða og úrbótaskyldu stefnda samkvæmt lögum um neytendakaup. Þá hafi stefnda komið sér hjá því að svara erind um stefnanda skriflega, jafnvel þótt sérstaklega hafi verið óskað eftir því að það yrði gert. Stefnda hafi einnig dregið mjög að afhenda viðgerðarsögu bifreiðarinnar. Starfsmenn stefnda hafa enn fremur ekki skýrt rétt frá samskiptum sínum við stefnanda og ekki vílað fyrir sér að hagræða sannleikanum til að komast hjá ábyrgð á tjóni sem orðið hafi á bifreiðinni í vörslum þeirra. Sama hafi verið uppi á teningnum í athugsemdum þeim sem stefnda skilaði til kærunefndar lausa fjár - og þjónustukaupa. Stefnandi seg ir í fyrsta lagi vera ranglega staðhæft í athugasemdum stefnda að bifreiðin hafi haldið vatni þegar hið rétta sé að mikið vatn hafi komist í farþegarými bifreiðarinnar og teppi orðið gegnvot. Nefnd fullyrðing stefnda fyrir kærunefnd lausafjár - og þjónustuk aupa hafi verið sérlega ámælisverð í ljósi þess að stefnda hafi sjálft varið löngum tíma í að þurrka teppi bifreiðarinnar og félaginu því verið fullkunnugt um að vatn hafði meðal annars komist inn í farþegarými hennar. Í öðru lagi sýni myndir frá GB Tjónav iðgerðum að mikið magn þéttiefnis hafi verið notað við viðgerð bifreiðarinnar. Þéttiefni hafi meðal annars verið sett inn við húdd hennar að því er virðist í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vatn komist þar inn. Miðað við þær viðgerðir sem GB Tjónaviðg erðir hafi gripið til virðist galli bifreiðarinnar vera mun umfangsmeiri en svo að niðurfallið eitt og sér hafi verið gallað og ekki skilað vatni af sér nægilega vel, svo sem stefnda hafi haldið fram. Samkvæmt framansögðu virðist sem bifreiðin hafi ekki ve rið nægilega þétt og vatn því komist á staði sem það eigi ekki að komast á. Þann vanda hafa viðgerðarmenn GB Tjóna viðgerða reynt að leysa með því að nota mikið af þéttiefni. Þá segir stefnandi enn þá ríkja óvissu um hvort vandinn hafi endanlega verið leys tur. Ekki hafi enn reynt á það hvort nýtt niðurfall og það þéttiefni sem sett hafi verið í bifreiðina dugi til þess að bæta úr gallanum. Stefnandi vísar til þess að hún hafi lýst yfir riftun á kaupsamningi um bifreiðina 9. október 2018. Stefnda hafi m ótmælt riftuninni og því krefjist stefnandi í málinu staðfestingar á því að riftunin hafi verið heimil. Til viðbótar þeirri kröfu geri stefnandi fjárkröfu. Hvað þá kröfu varðar vísar stefnandi til þess að hún hafi greitt kaupverð bifreiðarinnar með þrennum hætti. Í fyrsta lagi hafi hún greitt útborgun að fjárhæð 1.500.000 krónur 3. júní 2016. Í öðru lagi hafi hún greitt með söluandvirði Range Rover bifreiðar í hennar eigu, árgerð 2006, 2.455.539 krónur. Í þriðja lagi hafi stefnandi 10. október 2016 greitt 9 .594.461 krónu inn á reikning stefnda. Fjárkrafa stefnanda miði við að þessar fjárhæðir verði endurgreiddar með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá greiðsludegi, en dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá því að riftunaryfirlý singin var móttekin af stefnda 9. október 2018. Þá krefjist stefnandi greiðslu á þeirri fjárhæð sem hún hafi innt af hendi vegna trygginga bifreiðarinnar frá 2. nóvember 2018, auk dráttarvaxta. Stefnda hafi haft bifreiðina í sínum vörslum frá riftunardegi en þar sem félagið hafi lýst því yfir að það myndi ekki ábyrgjast hugsanlegt tjón á henni hafi stefnandi orðið að sjá til þess að bifreiðin væri tryggð og greiða bifreiða gjöld af henni á tímabilinu. Stefnandi hafi greitt 185.984 krónur vegna ábyrgðartrygg ingar bifreiðarinnar 2. nóvember 2018 og 193.530 krónur 4. nóvember 2019. Þá hafi stefnandi greitt 25.113 krónur í bifreiðagjöld 13. febrúar 2019 og 7.125 krónur 12. febrúar 2020. Samkvæmt þessu nemi höfuðstóll kröfu stefnanda 13.961.752 krónum. Til frádrá ttar komi greiðsla fyrir afnot bifreiðarinnar sem miðist við afföll á verði hennar frá afhendingardegi 10. október 2016 og fram til þess að galli á henni kom í ljós. Sú krafa verði ekki gjaldkræf fyrr en stefnda fallist á riftunina eða verði dæmt til að þo la staðfestingu hennar. Í stefnu sé gert ráð fyrir því að fjárhæðin sé 3.658.500 krónur, sem feli í sér að afföll hafi verið 20% fyrsta árið en 15% annað árið. Í því sambandi sé miðað við að stefnandi hafi haft full afnot í sjö af tólf mánuðum annað árið. Til stuðnings kröfum sínum vísi stefnandi til almennra reglna kaupa - og kröfuréttar um riftun, sbr. til hliðsjónar 39. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, og ákvæða laga nr. 48/2003 um neytendakaup, 11 einkum 29., 30., 32. og 62. gr. laganna. Hvað varði kr öfu stefnanda um málskostnað vísist til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Stefnda segir engar forsendur til staðar í málinu sem réttlætt geti riftun stefnanda á kaupum hennar á umræddri bifreið. Það sé meginregla íslensks samninga - og krö furéttar að samningar skuli standa og að efna skuli loforð og skuldbindingar. Frá þeirri meginreglu verði aðeins vikið að gild rök standi til þess. Á þessum mikilvæga grunni byggist sett lög sem meðal annars heimili undantekningar frá meginreglunni, svo se m lagareglum um riftun. Það sé almennt meginskilyrði riftunar að til staðar sé veruleg vanefnd gagnaðila. Kröfuhafi geti aðeins rift samningi vegna verulegrar vanefndar gagnaðila. Af þeim sökum verði því aðeins fallist á riftunarkröfu stefnanda að talið ve rði að stefnda hafi vanefnt samning aðila verulega. Stefnda mótmæli því að svo hafi verið. Fram þurfi að fara heildarmat á öllum þáttum máls þegar metið sé hvort vanefnd sé veruleg. Riftun geti verið mjög íþyngjandi fyrir þann sem henni sé beint að og af þ eim sökum sé sanngjarnt að setja heimild til riftunar verulegar skorður. Önnur vanefnda úrræði sem gangi skemur en riftun verða ávallt að koma fyrst til skoðunar. Lýsi kröfuhafi yfir riftun verði að taka tillit til óhagræðis sem hvor aðili um sig kunni að verða fyrir. Mótmæli stefnda því að þau atriði sem stefnandi vísi til geti haft þýðingu við mat á möguleika stefnanda til riftunar. Stefnda segir riftunarrétt á fjöldaframleiddum vörum vera talinn rýmri en á öðrum vörum, til dæmis sérpöntuðum. Ekki sé um þ að deilt að bifreið stefnanda hafi verið sérpöntuð. Bifreiðin verði ekki auðveldlega seld, auk þess sem hún hafi verið orðin 19 mánaða gömul þegar stefnandi hafi kvartað til stefnda og 24 mánaða þegar hún hafi lýst yfir riftun. Vegna þessara atvika sé rift unarréttur stefnanda mun þrengri en ella. Stefnda telji að riftunarmatið hér sé svipað og í fasteignakaupum og því verði kaupum stefnanda á bifreiðinni ekki rift að geðþótta eða vegna smávægilegra atriða. Það sé meginregla að ef kröfuhafi geti gætt hagsmun a sinna nægilega með öðrum úrræðum komi riftunarúrræðið ekki til greina. Atriði eins og huglægar ástæður kröfuhafa skipti því litlu máli við mat á riftun. Þá sé það tilhneiging hjá dómstólum að hafna riftun valdi hún mikilli röskun á hagsmunum skuldara og önnur úrræði séu kröfuhafa tæk. Í því tilviki sem hér um ræði muni riftun leiða til milljóna tjóns fyrir stefnda en stefnanda standi ýmislegt annað til boða. Henni hafi boðist að fá að fullu bætt úr vandamálinu, án kostnaðar. Þá hafi stefnanda jafnframt st aðið til boða að selja bifreiðina á markaðsverði sem firrt hefði hana tjóni. Þannig hafi stefnda boðist til þess að taka bifreiðina í sölu án kostnaðar og framlengja ábyrgð á henni. Öllu þessu hafi stefnandi hafnað. Hún hafi því ekki sýnt af sér trúnaðarsk yldu í samningssambandi aðila. Þá framgöngu hennar verði að virða þannig að með því hafi hún rýrt rétt sinn til beitingar vanefndaúrræða. Við mat á því hvort vanefnd teljist veruleg segir stefnda verða að líta til þeirra áhrifa sem vanefndin hafi á hagsm uni kaupanda. Skilyrði riftunar séu ekki fyrir hendi ef vanefnd sé í raun og veru óveruleg eða sá sem riftun sé beint að hafði réttmæta ástæðu til að ætla að svo væri. Að mati stefnda sé með öllu útilokað að líta á málið öðruvísi en sem óverulegt í öllum s kilningi. Í því sambandi telji stefnda rétt að benda á að bifreiðin hafi aldrei bilað og hún verið ökuhæf allan tímann. Í þau skipti sem bifreiðin hafi komið til athugunar hjá stefnda hafi önnur verk verið unnin samhliða og stefnandi ávallt fengið aðra bif reið til afnota, án endurgjalds. Í því sambandi megi nefna að í fyrsta skiptið hafi bifreiðin komið til skoðunar vegna raka í framljósi og til umfelgunar. Þá hafi niðurfall bifreiðarinnar verið hreinsað. Í annað skiptið hafi verið komið með bifreiðina til að skipta um framljós. Þá hafi teppin verið þurrkuð þar sem talið hafi verið að það hefði ekki verið gert í fyrra skiptið. Í þriðja skiptið hafi bifreiðin verið bilanagreind en engin viðgerð verið framkvæmd. Loks hafi verið gert við bifreiðina um leið og h ún fór á tjónaverkstæði vegna tjóns sem stefnandi hafi sjálf valdið. Auk þess að fá aðra bifreið endurgjaldslaust til afnota hafi stefnandi ekki þurft að greiða fyrir skoðanir og viðgerðir á bifreiðinni Jafnframt hafi stefnda gert við dæld á hurð sem óljós t hafi verið hvernig orsakaðist. Samkvæmt öllu þessu sé útilokað að líta svo á málið að stefnda hafi vanefnt kaupin verulega og geti þær málsástæður sem stefnandi byggi á fráleitt leitt til þess að riftun hennar á kaupum á bifreiðinni verði staðfest. Riftu nin sé að mestu byggð á órökstuddum og ósönnuðum getgátum og vangaveltum um hvaða afleiðingar vandamálið gæti haft fyrir bifreiðina og byggist í raun alfarið á óbeinni sönnun. 12 Stefnda segir alrangt að félagið beri sönnunarbyrðina fyrir því að bifreiðin, þa r með talið rafbúnaður hennar, hvorki hafi né muni skaðast vegna vatnssöfnunar í bifreiðinni. Fráleitt sé að ætlast til að stefnda sanni að bifreið sem sé í fullkomnu lagi sé í fullkomnu lagi. Þvert á móti sé það stefnandi sem í samræmi við meginreglur um sönnun beri sönnunarbyrðina fyrir þeim fullyrðingum sem riftun hennar byggist á. Riftun stefnanda sé meðal annars reist á fullyrðingum og/eða vangaveltum um hugsanlegan skaða á bifreiðinni. Fyrir þeim fullyrðingum beri stefnandi alfarið sönnunarbyrðina. En gar forsendur séu til þess að beita öfugri sönnunarbyrði í málinu, líkt og kærunefnd lausafjár - og þjónustukaupa hafi gert, og líta á órökstuddar og jafnvel fjarstæðukenndar vangaveltur stefnanda sem staðreyndir þar til annað komi í ljós. Stefnandi hafi ek ki gert minnsta reka að því að sanna að það tjón sem hún byggi riftunina á hafi eða geti orðið. Í stefnu málsins kveður stefnda að finna samhengislausar og handahófskenndar tilvitnanir í bandarískar heimildir sem enga þýðingu hafi fyrir niðurstöðu málsins. Nær hefði verið fyrir stefnanda að sanna fullyrðingar sínar með matsgerð en vísa til heimilda sem enga þýðingu geti haft við úrlausn málsins og stefnandi hafi enga ástæðu séð til að leggja fram. Áréttar stefnda í þessu sambandi að félagið hafi boðið stefn anda tveggja ára viðbótar ábyrgðartryggingu á bifreiðina en því boði hafi hún hafnað. Stefnda segir það rangfærslur og útúrsnúning hjá stefnanda að vatnsleki sé sérstakt vandamál í Porsche - bifreiðum. Fullyrðing stefnanda um það sé haldlaus og engum gögnum studd. Ekkert af því sem stefnandi vísi til í þessu sambandi skipti heldur máli þar sem rafkerfi bifreiðarinnar hafi ekki skaðast og þá sé enginn viðkvæmur rafbúnaður í gólfi bifreiðarinnar. Enn fremur sé því mótmælt af hálfu stefnda að hætta sé á tæringu og myglu en algengt sé að raki og bleyta séu til staðar í gólfrýmum bifreiða, sérstaklega á Íslandi, þar sem mikill snjór geti borist inn í bifreiðar og bráðnað. Bifreiðar séu hannaðar með tilliti til þessa og þar af leiðandi sé enginn viðkvæmur rafbúnaður bifreiða þar nálægt. Í ljósi þessa séu riftunarástæður stefnanda þeim mun fjarstæðukenndari og óraunhæfari. Þá kveðst stefnda hafna því að riftunarréttur stefnanda sé rýmri þar sem um sé að ræða reiðin væri gallalaus. Eins og að framan greini sé riftunarréttur á dýrum eignum takmarkaðri, til dæmis varðandi fasteignir. Sá sem kaupi fasteign búist heldur ekki við því að á henni séu gallar. Þrátt fyrir það geti gallar komið í ljós, bæði á nýjum og no tuðum fasteignum. Riftunarúrræðinu verði þó ekki beitt á þeim grundvelli að kaupandi fasteignar hafi ekki búist við slíku. Vatn geti leitað inn í hvaða bifreið sem er og riftunarréttur þeirra sem efni hafi á að kaupa dýrari bifreiðar sé ekki rýmri en þeirr a sem minni fjárráð hafi. Þeim málatilbúnaði stefnanda mótmæli stefnda og hafni alfarið. Stefnda mótmæli því sem röngu og ósönnuðu að félagið hafi getað fengið tjón sitt bætt frá framleiðanda bifreiðarinnar. Því fari fjarri að framleiðendur bifreiða komi t il móts við allar umkvartanir kaupenda bifreiða. Í þessu tilviki hafi það ekki gerst, enda liggi ekki fyrir nein sönnun eða staðfesting á því að bifreiðin hafi verið haldin galla. Stefnda hafi einfaldlega ákveðið í upphafi að taka á málinu sem gallamáli, á n þess að gera stefnanda að sanna að um galla hafi verið að ræða, og bæta úr umkvörtun stefnanda á sinn kostnað. Ákvæði tilskipunar 1999/44/EB hafi því ekkert gildi í málinu. Samkvæmt öllu framansögðu telji stefnda að því fari fjarri að stefnandi hafi leit t nægjanleg rök að því að hinn meinti galli geti talist hafa verið veruleg vanefnd sem veitt hafi stefnanda heimild til riftunar á kaupsamningi aðila. Því beri dómnum að hafna kröfu hennar um staðfestingu á riftun kaupsamningsins. Þá mótmæli stefnda því að stefnanda hafi verið heimilt að rifta kaupunum á grundvelli 32. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup, einkum 30. gr. laganna. Stefnda telji að hvorki hafi skilyrði 30. gr. laga nr. 48/2003 verið uppfyllt né hafi verið uppfyllt skilyrði til að beita riftu narheimild 32. gr. laganna, jafnvel þótt talið yrði að 30. gr. laganna ætti við. Tvennt segir stefnda leiða til þess að stefnandi geti ekki byggt á 30. gr. laga nr. 48/2003. Í fyrsta lagi sé það staðreynd að útbætur hafi ekki verið reyndar oftar en í tvíga ng á bifreiðinni. Raunar sé eðlilegast að tala um að úrbætur hafi farið fram í eitt skipti. Óumdeilt sé að stefnandi hafi komið með bifreiðina í nokkru skipti til stefnda, á eftirgreindum dagsetningum, og hafi þá eftirfarandi verið gert samkvæmt viðhaldssö gu bifreiðarinnar: 13 30.5.2018: Stefnandi kemur með bifreið til umfelgunar og til að láta skoða rakamyndun í framljósi. Jafnframt er athugað með umkvartanir stefnanda vegna vatnshljóðs. Niðurfall bifreiðar hreinsað. Vatn kemur út úr síls. Vandamál talið úr sögunni. Stefnandi þarf að kom a aftur eftir tvær vikur til að láta skipta um framljós. 13.6.2018: Stefnandi kemur til að láta skipta um framljós með rakamyndun. Athugað með bleytu í bifreiðinni sem stefnandi kvartar yfir. Talið að bleyta sé í teppum síðan niðurfall var hreinsað 30.5. 2018. Teppi tekin úr og þurrkuð. Vandamál talið úr sögunni. 13.7.2018 - 25.7.2018: Stefnandi skilur bifreiðina eftir meðan hún fer erlendis, kvartað yfir bleytu. Bifreið bilanagreind en engin viðgerð framkvæmd. Talið að skipta þurfi um niðurfall, það sé ga llað. Eiganda tilkynnt um þá niðurstöðu þegar hún kom til baka. Aðilar sammála um að gera við frambretti og niðurfall á sama tíma. Sept/okt 2018: Bifreið fer á réttingaverkstæði GB vegna tjóns sem eigandi ber ábyrgð á. Um leið gert við lekavandamál. Bifre ið í lagi. Af framangreindu megi ráða að í raun hafi úrbætur á gallanum aðeins farið fram í eitt skipti, nema og/eða mottur þerraðar, hvort tveggja þe gar stefnandi var að koma með bifreiðina vegna annarra atriða. Stefnda telji að með engu móti sé hægt að líta á það sem úrbætur á galla þegar teppi bifreiðarinnar hafi verið þurrkuð, þegar komið hafi verið með bifreiðina í framljósaskipti og þegar niðurfal l bifreiðarinnar var hreinsað, en sannanlega hafi niðurfallið verið stíflað. Þá hafi engar úrbætur farið fram í júlí 2018, sbr. það að stefnandi hafi í bréfi krafist skýringa á því af hverju engin viðgerð hafi farið fram þá. Stefnda segir skýringuna einfal dlega vera þá að í því tilviki hafi stefnda verið að bilanagreina bifreiðina. Niðurstaða þeirrar greiningar hafi verið sú að skipta þyrfti um gallað niðurfall. Sú viðgerð hafi farið fram í september/október 2018. Eftir þá viðgerð hafi bifreiðin verið í lag i og mótmæli stefnda því að óvíst sé að félaginu hafi tekist að bæta úr gallanum. Í því sambandi bendi stefnda á að starfsmenn GB Tjónaviðgerða, sem sé hlutlaus aðili í málinu, hafi gert viðamiklar prófanir á bifreiðinni, sbr. fyrirliggjandi gögn, og hafi ekkert vatn leitað inn í bifreiðina. Bifreiðin hefur nú staðið úti á annað ár og ekkert vatn hafi leitað inn í hana á þeim tíma. Því sé ljóst að bifreiðin sé í fullkomnu lagi. Sönnunarbyrðin um hið gagnstæða hvíli á stefnanda. Samkvæmt þessu sé ljóst að e kki séu uppfyllt lagaskilyrði til riftunar á grundvelli 30. gr. laga nr. 48/2003. Sú fullyrðing stefnanda að stefnda hafi fengið margar tilraunir til þess að bæta úr galla sé röng. Það sé einnig sú fullyrðing hennar að gerðar hafi verið fjórar tilraunir ti l úrbóta, svo sem gögn málsins beri með sér. Jafnvel þó svo litið yrði þannig á að hreinsun á niðurfalli bifreiðarinnar og/eða þurrkun á mottum í henni hafi talist úrbætur á galla í skilningi 30. gr. laga nr. 48/2003, og stefndi þar með reynt úrbætur í þrí gang, myndi það ekki heimila stefnanda að beita riftunarúrræðinu umsvifalaust. Önnur vægari úrræði komi fyrst til álita. Í 31. gr. laga nr. 48/2003 komi fram að verði ekki af úrbótum samkvæmt 30. gr. laganna geti neytandi krafist afsláttar af kaupverði. Lö gin geri þannig ráð fyrir því að almenna reglan sé krafa um afslátt, fái kaupandi ekki bætt úr gallanum. Riftun sé það vanefndaúrræði sem lengst gangi. Í 32. gr. laganna segir síðan að kaupandi geti krafist riftunar, nema galli sé óverulegur. Stefnandi eig i því ekki rétt á að rifta kaupunum nema umræddur galli í bifreiðinni teljist ekki óverulegur heldur sé um verulegan galla að ræða. Af hálfu stefnda sé því alfarið hafnað að umræddur galli geti talist hafa verið verulegur. Þá er af hálfu stefnda á því bygg t að 30. gr. laga nr. 48/2003 sé ekki fyrirvaralaus um tvö tækifæri til úrbóta. Í ákvæðinu komi fram að seljandi geti átt rétt til fleiri úrbótatilrauna ef sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæti frekari úrbætur. Svo hátti til hér að áliti stefnda. Í greinargerð með frumvarpi til laga um neytendakaup sé ákvæði 30. gr. laganna skýrt svo að eðlilegt þyki að kveða skýrt á um leyfilegan fjölda úrbóta seljanda til að tryggja réttarstöðu neytanda og lagt sé til að miðað verði við, að norskri 14 fyrirmynd, að seljandi geti fengið tvö tækifæri á að bæta úr sama galla. Rökin að baki þessu séu meðal annars þau að þrjár tilraunir til úrbóta eða nýrrar afhendingar af hálfu seljanda myndu í flestum tilvikum taka óhæfilega langan tíma. Þetta þurfi því að meta í hverj u og einu tilviki. Útilokað sé að sama regla gildi um galla óháð verðmæti hins selda. Stefnda telji að útbótaréttur takmarkist ekki við tvær tilraunir á dýrri bifreið, sem auk þess hafi í raun ekki verið eiginlegar tilraunir til úrbóta. Þá hafi bifreiðin v erið orðin tveggja ára þegar kaupunum var rift. Því sé óhætt að tala um sérstakar aðstæður í því tilviki sem hér um ræði sem takmarki ekki rétt seljanda við tvær tilraunir til úrbóta. Sú niðurstaða sé í samræmi við norska réttarframkvæmd. Stefnda byggir k röfur sínar enn fremur á því að riftun komi ekki til greina þar sem aðilar hafi verið búnir að semja um að úrbætur skyldu fara fram á bifreiðinni. Með tölvubréfi eiginmanns stefnanda 27. september 2018 hafi verið óskað eftir því að stefnda staðfesti að á g rundvelli sameiginlegra hagsmuna aðila yrði lokið við viðgerð á vatnslekanum samhliða viðgerð á brettinu. Óumdeilt sé í málinu að stefnda staðfesti þann skilning, sbr. ummæli í stefnu. Bifreiðin hafi síðan farið í viðgerð hjá GB Tjónaviðgerðum þar sem skip t hafi verið um frambretti og vatnsniðurfall. Að viðgerð lokinni, hinn 9. október 2018, hafi stefnandi hins vegar skyndilega lýst yfir riftun á kaupunum. Riftunaryfirlýsingu stefnanda hafi verið mótmælt af hálfu stefnda og hafi hún komið mjög á óvart í ljó si þeirra samskipta aðila er viðgerðinni tengdust. Meintur réttur stefnanda til riftunar hafi hins vegar ekki lengur verið til staðar eftir að stefnda staðfesti sameiginlegan skilning aðila 28. september 2018 um að málinu yrði lokið með viðgerð samhliða vi ðgerð á frambretti. Ekkert nýtt hafi gerst frá því að það samkomulag tókst með aðilum 27. september 2018 og þar til viðgerð á bifreiðinni lauk. Í stefnu málsins sé engin rök að finna fyrir þeirri ákvörðun stefnanda að lýsa skyndilega yfir riftun á kaupunum 9. október 2018 áður en hann tók við bifreiðinni. Við aðalmeðferð málsins hafi hins vegar komið fram af hálfu stefnanda að sú ákvörðun hefði tengst þeirri staðreynd að daginn eftir rann tveggja ára ábyrgðartími bifreiðarinnar út. Stefnda segir að jafnvel þótt talið yrði að úrbætur hefðu verið reyndar oftar en tvisvar leiddi það ekki sjálfkrafa til þess að stefnanda hafi verið heimilt að beita því vanefndaúrræði sem lengst gangi. Hvergi sé mælt fyrir um það í lögum. Hið rétta sé að í þeim tilvikum sem selja ndi fái ekki fleiri tækifæri til úrbóta vegna fyrirmæla 30. gr. laga nr. 48/2003 öðlist kaupandi söluhlutar rétt til að beita vanefndaúrræðum laganna eftir því sem tilefni sé til. Sama regla gildi í þeim tilvikum eins og á öllum öðrum sviðum þar sem beitin g vanefndaúrræða sé heimil að fyrst og fremst komi til greina að krefjast nýrrar afhendingar, afsláttar, skaðabóta eða annarra vægari úrræða. Riftun sé ekki heimil nema vanefnd sé veruleg. Af hálfu stefnda sé þeirri málsástæðu stefnanda mótmælt að hann haf i sýnt af sér nokkurt slíkt framferði sem haft geti þýðingu við mat á heimild stefnanda til riftunar, auk þess sé því mótmælt að meint framferði stefnda í samskiptum aðila geti yfir höfuð haft einhverja þýðingu við mat á riftunarheimild stefnanda. Jafnfram t sé því mótmælt sem röngu að stefnda hafi gengið langt í að víkja sér undan ábyrgð og gefa skýringar á orsökum vandamálsins. Áréttað er af hálfu stefnda að aldrei hafi verið staðreynt að bifreiðin hafi verið haldin galla. Stefnda hafi einfaldlega tekið þá ákvörðun strax við upphaf málsins að meðhöndla það líkt og bifreiðin væri haldin galla, án þess að krefja stefnanda um sönnun fyrir því atriði. Þá hafi stefnda ávallt brugðist við umkvörtunum stefnanda. Því sé marklaus sú fullyrðing í stefnu að stefnda ha fi reynt að víkja sér undan ábyrgð í málinu. Jafnframt sé röng og beinlínis ósæmileg sú fullyrðing í stefnu að ólíklegt sé að stefnda myndi gangast við ábyrgð ef frekara tjón kæmi í ljós á bifreiðinni síðar sem rekja mætti til vatns. Fyrir liggja samskipti milli aðila þar sem stefnda hefur þvert á móti boðist til að ábyrgjast slíkt mögulegt tjón. Umfjöllun í stefnu um notkun á þéttiefni við viðgerð á bifreiðinni sé mótmælt af hálfu stefnda sem rangri og villandi. Notað hafi verið þéttiefni við viðgerðina e ftir að búið var að skipta um niðurfallið í bifreiðinni. Um hafi verið að ræða eðlilegan frágang. Þéttiefnið sé algengt og finnist í öllum bifreiðum, þar með töldum nýjum bifreiðum. Fullyrðingar stefnanda hvað þetta atriði varði séu því haldlausar dylgjur og staðhæfingar. Samkvæmt framangreindu sé ljóst að framganga stefnda í málinu ætti frekar að draga úr möguleikum stefnanda á riftun, enda hafi maður gengið undir manns hönd við að leysa umrætt vandamál, sem þó sé alls ósannað að hafi verið galli. Stefnda telji raunar lík legt að ekki hafi verið um galla að ræða. 15 Í því sambandi bendir stefnda á að 19 mánuðir liðu frá því að bifreiðin var keypt og þar til vandamálið kom upp. Líklegast sé að bifreiðin hafi orðið fyrir hnjaski sem hafi orsakað vandamálið. Því sé hafnað að stef nda hafi ekki brugðist hratt og örugglega við og bendir stefnda á að í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laga um neytendakaup við 29. gr. komi fram að seljandi söluhlutar þurfi ekki að bregðast við tilkynningu um galla án tafar heldur sé eðlileg t að seljandi fái tíma til að rannsaka söluhlut og kanna umfang gallans. Varakröfu sína um verulega lækkun fjárkröfu stefnanda, verði á það fallist að stefnanda hafi verið heimilt að rifta kaupunum, kveður stefnda á því reista að engin efni standi til ann ars en að riftun sé ex nunc, það er að segja frá því tímamarki sem henni var lýst yfir. Óumdeilt sé að rétt tvö ár hafi liðið frá því að stefnandi festi kaup á bifreiðinni og þar til riftun var lýst yfir. Stefnandi hafi haft afnot af bifreiðinni nánast all an þann tíma, með þeim hléum sem urðu þegar bifreiðin var í viðgerð, en stefnanda hafi á meðan boðist endurgjaldslaus afnot af annarri bifreið. Lengst hafi bifreiðin verið á verkstæði hjá GB Tjónaviðgerðum en þangað hafi hún fyrst og fremst farið til viðge rðar vegna tjóns sem hún hafði orðið fyrir vegna notkunar stefnanda. Ósannað sé að bifreiðin hafi verið þar lengur en til stóð vegna úrbóta á lekavandamálinu. Stefnandi hafi samkvæmt framansögðu haft full afnot af bifreiðinni í tvö ár þar til kaupunum var rift og beri við úrlausn málsins að taka tillit til þess. Ef miða eigi riftunina við þann dag sem henni var lýst yfir skuli fjárhagslegt uppgjör vegna hennar miðast við þann sama tímapunkt. Stefnda tæki þá við bifreiðinni miðað við verðmæti hennar á riftun ardegi. Svo sem fram komi í stefnu hafi hefðbundið uppítökuverð bifreiðarinnar numið 7,1 milljón króna. Bein sala bifreiðarinnar hefði líklega skilað eitthvað hærra verði, jafnvel 8 milljónum, án tillits til sölulauna, sem jafnan séu 3,5% af söluverði. Ste fnda telji því að krafa stefnanda vegna bifreiðarinnar geti að hámarki numið 7,7 milljónum króna. Sönnunarbyrðin um hvert verðmæti bifreiðarinnar hafi verið á riftunardegi hvíli á stefnda. Stefnda kveðst mótmæla vaxtakröfu stefnanda sérstaklega og vísar fé lagið í því sambandi til þess að óumdeilt sé að stefnda hafi boðið stefnanda að taka við bifreiðinni fyrir 8,5 milljónir króna, sem verið hafi vel umfram hefðbundið uppítökuverð. Kröfu sína um málskostnað segir stefnda reista á 129. - 132. gr. laga nr. 91/1 991 um meðferð einkamála, auk 24% virðisaukaskatts af málflutningsþóknun, sbr. lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnda sérstaklega til laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og meginreglna kaupa - og samningaréttar. IV Fyrir liggur að 10. október 2016 keypti stefnandi nýja Porche Cayenne bifreið af stefnda með skráningarnúmerið alvarlegs framleiðslugalla bifreiðarinnar sem umboðið (stefnda) h efur ekki náð að gera við þrátt fyrir 2018. Þá hafi bifreiðin verið afhent stefnda um mánaðamótin júlí/ágúst 2018 og hún verið í vörslum félagsins til 9. ágúst 2018 án þess að viðgerð væri lokið þar sem taka hefði þurft ákveðna hluta hennar í sundur til þess að endanlega væri hægt að ljúka viðgerðinni. Bifreiðin hafi síðan verið afhent GB Tjónaviðgerðum 1. október 2018. Samkvæmt upplýsingum frá því f yrirtæki hafi viðgerð, sem eingöngu hafi beinst að vatnsleka, ekki verið lokið á þeim degi og jafnframt hafi verið upplýst að talið væri að viðgerð myndi ekki ljúka fyrr en í lok vikunnar 7. - 14. október 2018. Stefnda hefði þannig haft bifreiðina svo vikum skipti til þess að gera við umræddan galla án þess að viðgerð væri lokið. Með bréfi 11. október 2018 mótmælti lögmaður stefnda riftun stefnanda á kaupunum. Viðgerð á bifreiðinni var sagt vera lokið og hún sögð vera tilbúin til afhendingar til stefnanda á s tarfsstöð GB Tjónaviðgerða. Kröfur sínar í málinu reisir stefnandi meðan annars á ákvæðum laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna taka þau til neytendakaupa að svo miklu leyti sem ekki er á annan veg mælt fyrir í lögum. Með neyte ndakaupum er átt við sölu hlutar til neytanda þegar seljandi eða umboðsmaður hans hefur atvinnu sína af sölu, sbr. 2. mgr. 1. gr. Neytandi í skilningi laganna er 16 einstaklingur sem kaupir söluhlut utan atvinnustarfsemi, sbr. 3. mgr. 1. gr. Samkvæmt þessu te lur dómurinn ljóst að ákvæði laga nr. 48/2003 taki til kaupa stefnanda á bifreiðinni af stefnda. Í kafla I hér að framan kemur fram að stefnda hafi fyrst verið tilkynnt um að orðið hefði vart við vatnshljóð innan í bifreið inni með tölvuskeyti eiginman ns stefnanda 17. maí 2018. Í kaflanum eru síðan rakin samskipti aðila því tengd allt þar til stefnandi lýsti yfir riftun á kaupunum 9. október 2018. Í skjali í 2018 B íll var hjá okkur fyrir stuttu útaf stífluðu niðurfalli h/m í síls, vatnið hefur komið útaf því, tók sætið úr h/m að framan og losaði teppi upp, setti hitablásara til að þurrka teppið o verkstæði stefnda 25. júlí 2018 segir síðan að af hálfu stefnanda sé kvartað yfir því að bifreiðin sé enn rennandi blaut og vatn enn þá í hurð þrátt fyrir tvær tilraunir til viðgerða. Ja fnframt sé kvartað yfir því að komin sé ólykt af teppum í bifreiðinni vegna raka. Í athugasemdum Guðfinns Pálssonar, þáverandi framkvæmda stjóra þjónustusviðs stefnda, kemur fram sú samantekt að við fyrstu komu bifreiðarinnar hafi sílsinn verið fullur af v hafi talið að niðurfallið væri að virka en að bleyta frá fyrra verki væri enn í bílnum. Hann hafi því þurrkað teppi bifreiðarinnar en ekki skoðað niðurfallið sérstaklega. Í þriðja sinn sem bifreiðin hafi komið hafi hún að þurrka bifreiðina og lekaprófa hana síðan. Búið sé að taka niðurfallið úr. Síðan segir í athugasemdum rfallið er ekki að losa sig með eðlilegum hætti. Það þarf að skipta um niðurfallið. Stóra spurningin er væntanlega hvar vatn kemst inní bílinn? Er þetta eðlilegt magn af vatni og þá skýrir bilað niðurfall málið. Eru þetta tvö mál þe er einhver óútskýrður l eki þarni (sic) á ferð. Ath hvort Samkvæmt framansögðu er upplýst í málinu að í maí 2018 varð vart við vatnssöfnun í bifreiðinni . Með vísan ti l framlagðra tölvupóstssamskipta eiginmanns stefnanda og stefnda og tilvitnaðrar viðhaldssögu telur dómurinn sannað að það vandamál hafi eftir þann tíma og allt þar til stefnandi lýsti yfir riftun kaupanna 9. október 2018 verið viðvarandi. Þá er upplýs t með síðastgreindu skjali og vætti Guðfinns Pálssonar að bifvélavirki sem vann við bifreiðina á verkstæði stefnda, fyrrnefndur Sindri, taldi niðurfall í bifreiðinni gallað. Þá er enn fremur ljóst af athugasemdum Guðfinns í viðhaldssögu bifreiðarinnar að 2 5. júlí 2018 taldi hann mögulegt að gallinn væri umfangsmeiri en gallað niðurfall og að bifreiðin hafi verið haldin galla sem lýsti sér í því að vatn safnaðis t upp í henni í verulegum mæli. Samkvæmt framansögðu þykir mega slá því föstu að það ástand var að minnsta kosti að hluta til komið vegna gallaðs niðurfalls í bifreiðinni. Eins og málið liggur fyrir dóminum verður jafnframt að leggja til grundvallar að sá galli hafi verið til staðar þegar stefnandi keypti bifreiðina nýja af stefnda, þó svo að afleiðingar hans hafi ekki komið fram fyrr en um 19 mánuðum síðar. Haldlaus er því sá málatilbúnaður stefnda að við úrlausn málsins verði að horfa til þess að ekki sé um nýja bifreið að ræða. Samkvæmt öllu þessu verður því slegið föstu að bifreiðin hafi verið haldin galla í skilningi b - liðar 2. mgr. 15. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr., laga nr. 48/2003. Þá má af framangreindu ráða að stefnandi hafi tilkynnt stefnda að hún hygðist bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hún varð hans vör, sbr. 1. mgr. 27. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003 skulu ú rbætur fara fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir neytanda, innan hæfilegs tíma og þ annig að neytandinn fái bætt útgjöld sín úr hendi seljanda. Þá er á um það kveðið í 2. mgr. 30. gr. að seljandi eigi ekki rétt á að bæta úr sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæti frekari úrbætur eða afhendin gu. Samskipti málsaðila og aðgerðir stefnda í kjölfar umkvartana stefnanda eru ítarlega raktar í I. kafla dómsins. Þar kemur fram að með tölvuskeyti eiginmanns stefnanda 17. maí 2018 hafi stefnda fyrst verið tilkynnt um að orðið hefði vart við vatnshljóð i nnan í bifreið inni . Fyrir liggur að stefnda tók bifreiðina inn á verkstæði sitt 30. maí 2018. Í fyrrnefndu skjali, viðhaldssögu , kemur fram hvað greint 17 num, lyfti bíl upp og losaði niðurfall í síls, þá kom mjög mikið vatn út, niðurfallið var stíflað, losaði stífluna og gekk frá - stjóra þjónustusviðs stefnda, að af hálfu stefnda hafi vatnssöfnun í bifreiðinni verið talin úr sögunni. Með vísan til þessa telur dómurinn að meta verði aðgerðir stefnda í þetta skiptið sem tilraun til úrbóta í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003, enda getur það ekki komið í v eg fyrir að aðgerðir seljanda teljist úrbætur í skilningi ákvæðisins komi í ljós síðar að þær voru ekki fullnægjandi eða beinlínis gerðar á grundvelli rangs mats seljanda á galla og orsökum hans. Stefnda tók bifreiðina að nýju inn á verkstæði sitt 13. júní 2018. Í viðhaldssögu kemur fram að 13. júní 2018 hafi teppi verið blautt vinstra megin í bifreiðinni. Hún hafi verið hjá stefnda fyrir stuttu aðgerðir færði Guðfinnur Pálsson í athugasemdir í viðhaldssögunni að við komu hafi bifreiðin verið blaut. virka en að bleyta frá fyrra verki væri enn í bílnum. Hann hafi því þurrkað teppi bifreiðarinnar en ekki skoðað niðurfallið sérstaklega. Af tilvitnuðum ummælum starfsmanna stefnda telur dómurinn ljóst að stefnda hafi talið sig vera búið að komast fyrir vat nssöfnunina. Aðgerðir stefnda 13. júní 2018 verða að þessu gættu og með vísan til fyrri röksemda dómsins að teljast tilraun til úrbóta í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003. Enn kom bifreiðin inn á verkstæði stefnda 25. júlí 2018. Um þá komu segir í viðhaldssögu bifreiðarinnar að af hálfu stefnanda hafi verið kvartað yfir því að bifreiðin væri enn rennandi blaut og að vatn væri enn þá í hurð þrátt fyrir tvær tilraunir til viðgerða. Jafnframt h afi verið kvartað yfir því að komin væri ólykt af teppum inni í bifreiðinni vegna raka. Í áður tilvitnuðum athugasemdum Guðfinns Pálssonar er ritað um þetta tilvik að þegar bifreiðin hafi komið á verkstæðið hafi hún verið blaut og síls verið fullur af vatn og lekaprófa hana síðan. Búið væri að taka niðurfallið úr. Þessum orðum fylgdu síðan þær niðurstöður og vangaveltur sem vitnað er til hér að framan. A f þeim er að mati dómsins ljóst að 25. júlí 2018 var stefnda ekki búið að komast að niðurstöðu um ástæðu, eða mögulega ástæður, þess að vatn safnaðist fyrir í bifreiðinni. Ekki verður séð að stefnda hafi í því tilviki sem hér um ræðir ráðist í sérstakar að gerðir til að vinna bug á vandamálinu, sem þarf ekki að koma á óvart í ljósi þeirrar óvissu sem uppi var um orsakir þess. Allt að einu verða aðgerðir stefnda 25. júlí 2018 með vísan til fyrri röksemda dómsins og í ljósi þess að af hálfu stefnanda hafði í þ rígang verið kvartað undan því eftir að bifreiðin kom frá stefnda 20. júní 2018 að hún safnaði enn vatni, að teljast tilraun til úrbóta í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003. Fyrir liggur að stefnandi afhenti bifreiðina til viðgerðar á vegum stefnda hjá þriðja aðila, GB Tjónaviðgerðum, 1. október 2018. Var þá ráðist í viðgerðir á bifreiðinni og meðal annars skipt um niðurfall. Stefnda heldur því fram í málinu að eftir að þessari viðgerð lauk hafi bifreiðin verið í fullkomnu lagi. Þessu hefur stefnand i mótmælt sem ósönnuðu. Þó svo að óumdeilt sé að skipt hafi verið um niðurfallið og að fyrir liggi tölvuskeyti starfsmanns GB Tjónaviðgerða, Erlendar Karls Ólafssonar, þar sem fram kemur að bifreiðin hafi ekki lekið eftir viðgerðina, verður ekki framhjá þv í litið að bifreiðin hefur ekkert verið notuð eftir að viðgerðinni lauk. Að mati dómsins liggur ekkert óyggjandi fyrir um það að með viðgerðinni hafi verið komist fyrir þá vatnssöfnun sem fram kom í maí 2018 og var viðvarandi eftir það. Í ljósi þeirrar nið urstöðu dómsins hér að framan að bifreiðin hafi vegna hennar verið haldin galla í skilningi b - liðar 2. mgr. 15. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr., laga nr. 48/2003 er það stefnda sem ber sönnunarbyrðina fyrir því að bætt hafi verið úr gallanum. Samkvæmt framan sögðu telur dómurinn ósannað að það hafi verið búið að gera þegar stefnandi rifti kaupunum 9. október 2018 og ber stefnda hallann af þeim sönnunarskorti. Að mati dómsins verður að meta þann langa tíma sem leið frá því að fyrst var tilkynnt um gallann og þa r til stefnandi lýsti yfir riftun kaupanna svo að úrbótatilraunir stefnda hafi haft í för með sér verulegt óhagræði fyrir stefnanda. Þá er það niðurstaða dómsins með vísan til alls framangreinds að stefnda hafi fjórum sinnum fengið tækifæri til þess að bæt a úr gallanum. Ljóst er að gallinn var enn til staðar eftir fyrstu tilraunirnar þrjár og þá telur dómurinn ósannað að úr honum hafi verið bætt í fjórðu tilrauninni þegar þriðji 18 aðili framkvæmdi viðgerð á bifreiðinni að ósk stefnda. Þá verður ekki séð að fy rir hendi hafi verið sérstakar aðstæður sem réttlætt hafi frekari tilraunir seljanda til úrbóta en á um er kveðið í 2. mgr. 30. gr. laga nr. 48/2003. Ef ekki verður af úrbótum eða nýrri afhendingu samkvæmt 29. og 30. gr. laga nr. 48/2003 getur neytandi kra fist afsláttar af kaupverði, sbr. 1. mgr. 31. gr. laganna. Samkvæmt 32. gr. laganna getur neytandi í stað afsláttar rift kaupum nema galli sé óverulegur. Riftunarréttur kaupanda samkvæmt 32. gr. laga um neytendakaup er því rýmri en réttur til riftunar samk væmt almennum reglum kauparéttar. Við mat á því hvort gallinn á bifreiðinni hafi verið óverulegur verður að mati dómsins að líta til þess að margir mánuðir liðu frá því að fyrst var kvartað vegna vatnssöfnunar í bifreiðinni af hálfu stefnanda og þar til ri ftun var lýst yfir. Á því tímabili fór bifreiðin ítrekað á verkstæði. Þá kom vatn ítrekað fram í farþegarými bifreiðarinnar með tilheyrandi óþægindum og ólykt fyrir stefnanda. Þó svo að bifreiðin hafi verið ökuhæf, svo sem stefnda hefur bent á, var hún í þ ví ástandi ekki í því horfi sem ætlast mátti til af nýlegri bifreið. Gallinn getur því mati dómsins ekki talist hafa verið óverulegur. Ekki verður séð að stefnandi hafi með samkomulagi í aðdraganda þess að bifreiðin fór til viðgerðar 1. október 2018 fallið frá rétti sínum til riftunar. Verða fyrirliggjandi samskipti aðila ekki skilin þann veg og jafnframt telur dómurinn samkvæmt framansögðu ósannaða þá grunnforsendu stefnda að búið sé að bæta úr gallanum. Boð stefnda um að taka bifreið stefnanda upp í nýja bifreið getur engin áhrif haft á úrlausn málsins, enda fólst í því að stefnandi reiddi sjálf fram mjög háa fjárhæð vegna þess munar sem var á uppítökuverði bifreiðar stefnanda og verði nýrrar bifreiðar. Þá fær dómurinn heldur ekki séð að riftun kaupanna le iði til verulegs óhægræðis fyrir stefnda. Með vísan til þessa og annars framangreinds verður fallist á kröfu stefnanda um staðfestingu riftunar hennar á kaupum á bifreiðinni 9. október 2018. Upplýst er að stefnandi greiddi kaupverð bifreiðarinnar með þ eim hætti að hún greiddi útborgun að fjárhæð 1.500.000 krónur 3. júní 2016. Í öðru lagi greiddi hún með söluandvirði Range Rover bifreiðar 2.455.539 krónur og í þriðja lagi greiddi stefnandi 9.594.461 krónu inn á reikning stefnda 4. október 2018. Stefnandi á rétt á vöxtum af þessum fjárhæðum frá greiðsludögum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 2. mgr. 50. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Þá á stefnandi rétt á dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 f rá því að stefnda móttók riftunaryfirlýsingu hennar 9. október 2018. Í ljósi yfirlýsingar framkvæmdastjóra þjónustusviðs stefnda, sem sett var fram í tölvubréfi 1. nóvember 2018, um að stefnda myndi ekki ábyrgjast hugsanlegt tjón á bifreiðinni eftir riftun , var stefnanda rétt að sjá til þess að bifreiðin væri tryggð og bifreiða gjöld af henni greidd á tímabilinu. Á stefnandi rétt til endurgreiðslu þeirra fjárhæða í samræmi við kröfugerð hennar í stefnu ásamt vöxtum með þeim hætti sem í dómsorði greinir. Við bótarkröfum stefnanda samkvæmt bókun sem lögð var fram í upphafi aðalmeðferðar málsins verður hins vegar vísað frá dómi þar sem stefnda hefur ekki samþykkt að þær komist að, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en engu skiptir í því sambandi þótt stefnandi hafi gert áskilnað um slíka viðbótarkröfugerð í stefnu. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að stefnandi hafi haft full afnot af bifreiðinni frá því að hún fékk hana afhenta í október 2016 og þar til í maí 2018. Fyrir liggur að eftir það fór bifreiðin nokkrum sínum á verkstæði vegna gallans í lengri eða skemmri tíma. Dómurinn telur upplýst að stefnanda hafi ávallt staðið til boða afnot af öðrum bifreiðum frá stefnda á meðan bifreiðin var á verkstæði. Að því gættu þykja ekki efni til annars en miða uppgjör milli aðila vegna riftunarinnar við verðmæti bifreiðarinnar á riftunardegi, en við mat á greiðslu fyrir afnot bifreiðarinnar þykir rétt að miða við afföll af verði hennar frá afhendingardegi og þar til kaupunum var rift . Í málinu liggur frammi mat dómkvadds matsmanns, Sigurbjörns Inga Magnússonar, löggilts bifreiðasala, sem stefnandi aflaði undir rekstri málsins. Í matinu kemur fram að matsmaður telur verðmæti bifreiðarinnar , Porsche Cayenne hybrid, nýskráð 4. októbe r 2018, hafa numið 9.770.000 krónum í október 2018. Í rökstuðningi fyrir matinu kemur fram að við það hafi verið tekið mið af meðalafföllum á bifreiðum sem séu 18% á fyrsta ári og svo 1% á mánuði eftir það. Þá hafi verið tekið tillit til þess að söluhorfur á sambærilegum bifreiðum á nefndu tímabili hafi verið góðar. Sigurbjörn Ingi kom fyrir dóm og staðfesti og skýrði mat sitt. Kom þá fram hjá honum að honum hefði verið kunnugt um svokallaða 19 módelbreytingu sem orðið hefði á Porsche Cayenne á árinu 2018 en h ana sagði matsmaður lítil áhrif hafa haft á söluverð notaðra bifreiða af þeirri tegund. Stefnda vildi ekki una niðurstöðu matsmanns og aflaði sér því yfirmats. Í mati yfirmatsmanna, Ásgríms Helga Einarssonar og Hauks Baldvinssonar, löggiltra bifreiðasala, kemur fram að þeir telja áætlað söluverð bifreiðarinnar MU - S57 10. október 2018 vera 8.074.268 krónur. Í mati þeirra er áðurnefnd módelbreyting á árinu 2018 talin hafa valdið 10% verðlækkun á bifreiðinni. Yfirmatsmenn eru sammála undirmatsmanni um að afföl l af bifreiðinni fyrsta árið hafi verið 18% en telja að mánaðarleg afföll eftir það hafi verið 1,2%. Yfirmatsgerð tveggja matsmanna hefur að jafnaði ríkara sönnunargildi en matsgerð eins undirmatsmanns. Dómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, tel ur þó að yfirmatsgerðin verði ekki lögð til grundvallar óbreytt hér þar sem að virtum framburði yfirmatsmannsins Hauks verður ekki annað séð en að yfirmatsmenn hafi að öllu leyti horft til almennra sjónarmiða við verðmat notaðra bifreiða en að mat undirmat manns hafi auk þess samkvæmt áðursögðu einnig grundvallast á þekkingu hans á markaðsaðstæðum bifreiða af umræddri tegund í október 2018. Að öllu þessu gættu telur dómurinn að leggja skuli til grundvallar að verðmæti bifreiðarinnar í október 2018 hafi numið 8.971.409 krónum sem kemur til frádráttar framangreindum fjárhæðum við uppgjör milli aðila vegna riftunar stefnanda. Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefnda dæmt til að greiða stefnanda málskost nað sem hæfilega þykir ákveðinn svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveða upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari, sem dómsformaður, og meðdómsmennirnir Halldór Halldórsson dómstjóri og Ragnar Þór Ægisson, löggiltur bifreiðasali. Fyrir uppkvaðningu dómsin s var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómsorð: Staðfest er riftun stefnanda, Ólafar Finnsdóttur, 9. október 2018 á kaupum hennar á Porche Cayenne bifreið, með skráningarnúmerið , af stefnda, Bílabúð Benna ehf. Ste fnda greiði stefnanda 13.761.097 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.500.000 krónum frá 3. júní 2016 til 4. október 2016 en af 13.550.000 krónum frá þeim degi til 9. október 2018, en dráttarvöxtum samkv æmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af þeirri fjárhæð frá þeim degi til 2. nóvember 2019 en af 13.735.984 krónum frá þeim degi til 14. febrúar 2019 en af 13.761.097 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 4.578.591 krónu 9. október 2018. Stefnd a greiði stefnanda 1.800.000 krónur í málskostnað.