LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 8. febrúar 20 19 . Mál nr. 476/2018 : LS Retail ehf. (Hildur Sólveig Pétursdóttir lögmaður, Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður , 2. prófmál) gegn Norðurturninum hf., (Halldór Jónsson lögmaður, Bjarni Aðalgeirsson lögmaður , 1. prófmál) , Íslandsbanka hf. (Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður ) og til réttargæslu Annata ehf. (Einar Gautur Steingrímsson lögmaður) Lykilorð Húsaleigusamningur. Breyting samnings. Útdráttur Deilt var um rétt L ehf. til að setja upp vörumerki sitt á nánar tilgreindum stað á ytra byrði fasteignar í eigu N hf. en stjórn N hf. hafði ákveðið að Í hf. fengi einn leigutaka að gera slíkt. Var niðurstaðan annars vegar sú að L ehf. gæti ekki átt aðild að kröfu um ógildingu ákvörðunar stjórnar N hf. Hins vegar færi um réttarsamband L ehf. og N hf. samkvæmt húsaleigusamningi aðila. Ekki var fallist á að 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða meginreglur samningaréttarins gætu vikið til hliðar ákvæði í viðaukasamningi við leigusam ning L ehf. og N hf. um að L ehf. væri ekki heimilt að merkja sér húsið að utanverðu nema með sérstöku samkomulagi við leigusala. Þá voru ákvæði laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús, samkeppnislaga nr. 44/2005 og laga nr. 45/1997 um vörumerki ekki talin geta leitt til þess að kröfur L ehf. næðu fram að ganga. Voru N hf. og Í h f. því sýknaðir af kröfum L ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Steph ensen, Sigurður Tómas Magnússon og Þorgeir Ingi Njálsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 5. júní 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 9. maí 2018 í málinu nr. E - 639/2017 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að ógil t verði með dómi ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. um að stefndi Íslandsb anki hf. megi einn leigutaka fasteignarinnar að Hagasmára 3 , Kópavogi , setja upp vörumerki sitt efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin byggingarinnar, að viðurkenndur verði með dómi réttur áfrýjanda til að setja upp merkingu með vörumerki áfrýjanda efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignar innar og loks að viðurkennt verði að merking með vörumerki áfrýjanda skuli staðsett ofar vörumerkjum annarra leigutaka á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteig narinnar og að merking með vörumerki stefnda Íslandsbanka hf. færist neðar sem því nemur, enda annist áfrýjandi öflun tilskilins samþykkis byggingaryfirvalda og beri allan kostnað af uppsetningu og rekstri merkingarinnar. 3 Til vara krefst áfrýjandi þess að ógil t verði með dómi ákvörðun stjórnar stefnda N orðurturnsins hf. um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka fasteignarinnar að Hagasmára 3 setja upp sitt vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin byggingarinnar og að stef ndu verði dæmdir til að fjarlægja merkingu með vörumerki stefnda, Íslandsbanka hf., sem staðsett er efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarinnar að viðlögðum dagsektum að fjárhæð kr. 1.000.000 frá uppkvaðningu héraðsdóms að tel ja til efndadags 4 Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf., þess efnis að stefndi, Íslandsbanki hf., megi einn leigutaka fasteignarinnar að Hagasmára 3, setja upp sitt vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahú sa vestan og austan megin byggingarinnar, verði dæmd ólögmæt. 5 Í öllum tilvikum krefst áfrýjandi þess að stefndu verði óskipt dæmd ir til greiðslu málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 6 Stefnd u, Norðurturninn hf. og Íslandsbanki hf., kref ja st þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefjast stefndu málskostnaðar hvor um sig úr hendi áfrýjanda fyrir Landsrétti. 7 Réttargæslustefndi Annata ehf. krefst málskostnaðar fyrir Landsrétti. 8 Regin hf. var stefnt til réttargæslu . Sótt var þing í málinu af hálfu þessa réttargæslustefnda og skilað greinargerð. V ið aðalmeðferð málsins í héraði féll niður þingsókn af hans hálfu . Bókað var í þingbók að lögmaður áfrýjanda hefði tekið fram í samræmi við . Fyrir Landsrétti greindi lögmaður áfrýjanda frá því að við sama tækifæri hefði héraðsdómur verið upplýstur um að þessi réttargæslustefndi h efði fallið frá kröfu um málskostnað enda yrði málið fellt niður gagnv art honum. Þrátt fyrir það hafi þessi réttargæslustefndi fengið dæmdan málskostnað að fjárhæð 300.000 krónur. Krefst áfrýjandi þess að þeirri ákvörðun héraðsdóms verði hnekkt. 3 Niðurstaða 9 Með fyrstu af þremur aðalkröfum sínum og fyrri af tveimur varakröfu m freistar áfrýjandi þess að fá ógilta ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf., sem kynnt var áfrýjanda 4. nóvember 2016, um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka merkja ytra byrði neyðarstigahúsa austan og vestan megin á byggingunni með vör umerki sínu. Af 1. mgr. 96. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög verður ráðið að ekki geti aðrir en hluthafar félags, stjórnarmenn eða framkvæmdastjóri höfðað mál til ógildingar ákvörðun stjórnar félagsins. Áfrýjandi getur af þeim sökum ekki átt aðild að slík ri ógildingarkröfu. Báðir stefndu verða því þegar af þeirri ástæðu sýknaðir af kröfum áfrýjanda um ógildingu framangreindrar ákvörðunar stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. á grundvelli 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 10 Stefndi Íslandsb anki hf. krefst sýknu af annarri og þriðju aðalkröfu áfrýjanda og síðari varakröfu þar sem hann eigi ekki aðild að samkomulagi áfrýjanda og stefnda Norðurturnsins hf. sem áfrýjandi geri kröfu um að verði breytt. Með þessum kröfum sínum leitast áfrýjandi vi ð að fá viðurkenndan nánar tilgreindan rétt sinn til að merkja fasteign stefnda Norðurturnsins hf. með vörumerki sínu eða að merki stefnda Íslandsbanka hf. verði fjarlægt. Verði slíkur réttur viðurkenndur mun það hafa áhrif á réttarstöðu stefnda Íslandsban ka hf. með bindandi hætti, svo sem með því að skylt verði að færa merki stefnda Íslandsbanka hf., sem sá stefndi á og hefur greitt fyrir. Ekki verður því fallist á með stefnda að ekki hafi verið efni til að beina þessum kröfum að honum. 11 Með tveimur síðari aðalkröfum sínum krefst áfrýjandi þess að viðurkenndur verði réttur hans til að setja upp vörumerki sitt á ytra byrði fasteignar stefnda Norðurturnsins hf. með nánar tilgreindum hætti og að merki hans verði ofar vörumerki stefnda Íslandsbanka hf. Þá krefst áfrýjandi þess með síðari varakröfu sinni að stefndu verði gert að fjarlægja vörumerki stefnda Íslandsbanka hf. af ytra byrði sömu fasteignar. 12 Framangreindar kröfur sínar byggir áfrýjandi á lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús, samkeppnislögum nr. 44/2005, lögum nr. 45/1997 um vörumerki og ákvæðum 30., 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga og meginreglum samningaréttarins. 13 Um réttarsamband áfrýjanda og stefnda Norðurturnsins hf. fer samkvæmt húsaleigusamningi frá 23. nó vember 2015. Í IV. grein hans segir að með samningnum, sem sé tímabundinn leigusamningur um atvinnuhúsnæði, sbr. húsaleigulög nr. nánar getur í samningi þessum. Að því leyti sem samningur þessi ásamt viðaukum dagsettur 23. nóvember 2015, er áfrýjanda, sem leigutaka, ekki heimilt að merkja sér húsið að utanverðu nema 4 með sérstöku samkomulagi við leigusala, meðal annars um gjald, stærð og staðsetningu og eftir atvikum að fengnu samþykki byggingaryfirvalda. 14 Áfrýja ndi byggir á því að lög nr. 26/1994 gildi um réttarsamband áfrýjanda og stefnda Norðurturnsins hf. hvað varðar sameign fasteignarinnar og að ákvæði þeirra hafi ótvíræða þýðingu í lögskiptum þeirra . Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 26/1994 hafa lögin að geyma reglur um réttindi og skyldur eigenda fjöleignarhúsa. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar telst fjöleignarhús hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði geti verið allra og sumra. Fyrir liggur að stefndi Norður turninn hf. er einn eigandi að fasteigninni að Hagasmára 3 í Kópavogi. Fasteignin er því ekki fjöleignarhús í skilningi laga nr. 26/1994. Málsástæða áfrýjanda um að lögin gildi um réttarsamband áfrýjanda og stefnda Norðurturnsins hf. hvað varði sameign hús sins er því haldlaus. Fær ákvæði 4. mgr. 1. gr. laganna ekki breytt þeirri niðurstöðu. 15 Ekki verður með nokkru móti séð að ákvæði samkeppnislaga og laga um vörumerki geti leitt til þess að framangreindar kröfur áfrýjanda nái fram að ganga. 16 Í ákvæði 36. g r. laga nr. 7/1936 felst undantekning frá grundvallarreglu íslensks fjármunaréttar um skuldbindingargildi samninga. Í þeirri grundvallarreglu felst að samningsaðili getur almennt ekki komið sér undan ákvæðum samnings. Samkvæmt ákvæðinu má víkja samningi ti l hliðar í heild eða að hluta eða breyta ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Í því felst þó ekki að ákvæðinu verði almennt beitt til þess að breyta samningsskilmálum þannig að samningur kveði á um allt ön nur réttindi en upphaflega var um samið. Áfrýjandi hefur ekki gert grein fyrir því hvaða þýðingu það hefði fyrir úrlausn sakarefnisins þótt ákvæði 12. gr. viðaukasamningsins yrði vikið til hliðar. Eftir sem áður ræður áfrýjandi ekki yfir ytra byrði fasteig narinnar og hefur því ekki sjálfstæða heimild til að merkja sér hana. Samkvæmt framansögðu verður fallist á með stefndu að ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 geti ekki leitt til þess að krafa áfrýjanda, um að viðurkenndur verði réttur hans til að setja upp vör umerki sitt á ytra byrði fasteignar stefnda, verði tekin til greina. Gildir það einnig um ákvæði 30. og 33. gr. sömu laga. Hið sama á við um síðari varakröfu áfrýjanda. 17 Með vísan til alls sem rakið hefur verið verða stefndu sýknaðir af annarri og þriðju að alkröfu og síðari varakröfu áfrýjanda. 18 Með þrautavarakröfu sinni krefst áfrýjandi þess að ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf., um einkarétt stefnda Íslandsbanka hf. til að merkja neyðarstigahúsin tvö með vörumerki sínu, verði dæmd ólögmæt. Krafa á frýjanda felur í raun í sér málsástæðu til stuðnings aðal - og varakröfum hans og hefur hann því ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um hana. 19 Svo sem fram er komið heldur áfrýjandi því fram að réttargæslustefndi Reginn hf. hafi fallið frá kröfu um málsk ostnað í héraði enda yrði málið fellt niður gagnvart honum. 5 Ljóst er að áfrýjandi gerði engar kröfur á hendur þessum réttargæslustefnda. Verður því að skilja bókun dómara í þingbók við aðalmeðferð málsins á þann hátt að áfrýjandi hafi fellt málið niður gag nvart þessum réttargæslustefnda. Fyrir Landsrétti liggur staðfesting frá lögmanni réttargæslustefnda þess efnis að hann hefði fallið frá kröfu um málskostnað yrði málið fellt niður gagnvart honum . Með vísan til þess verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um máls kostnað til handa réttargæslustefnda Regin hf. fellt niður. Að öðru leyti verða ákvæði héraðsdóms um málskostnað staðfest. 20 Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefndu, Norðurturninum hf. og Íslandsbanka hf., málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorð i greinir. Í ljósi kröfugerðar réttargæslustefnda Annata ehf. í héraði og málatilbúnað ar hans fyrir Landsrétti eru hvorki efni til að dæma réttargæslustefnda málskostnað úr hendi áfrýjanda né stefndu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður að öðr u leyti en því að málskostnaður til handa réttargæslustefnda Regin hf. fellur niður. Áfrýjandi, LS Retail hf., greiði stefndu, Norðurturninum hf. og Íslandsbanka hf., hvorum fyrir sig, 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Málskostnaðarkröfu réttargæslustefnda Annata ehf. er hafnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness miðvikudaginn 9. maí 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 15. mars síðastliðinn, er höfðað 23. júní 2017. Stefnandi er LS Retail ehf., Hagasmára 3, Kópavogi. Stefndu eru Norðurturninn hf., Borgartúni 26, Reykjavík, og Íslandsbanki hf., Hagasmára 3, Kópavogi. Réttargæslustefndu eru Annata ehf., Hagasmára 3, Kópavogi, og Reginn hf., Hagasmára 1, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda: Stefnandi krefst þess aðallega að ógilt verði ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka fasteignarinnar að Hagasmára 3, fastanúmer 230 - 7807 og landnúmer 216179, setja upp sitt vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin byggingarinnar, og að viðurkenndur verði réttur stefnanda til að setja upp merkingu með vörumerki stefnanda efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignar stefnda Norðurturnsins hf. að Hagasmára 3 og að viðurkennt verði að merking með vörumerki stefnanda sk uli staðsett ofar vörumerkjum annarra leigutaka á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarinnar og að merking með vörumerki stefnda Íslandsbanka hf. færist neðar sem því nemur, enda annist stefnandi öflun tilskilins samþykkis byggingary firvalda og beri allan kostnað af uppsetningu og rekstri merkingarinnar. Stefnandi krefst þess til vara að ógilt verði ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka fasteignarinnar að Hagasmára 3 setja upp sitt vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin byggingarinnar og að stefndu, Norðurturninn hf. og Íslandsbanki hf., verði in solidum dæmdir til að fjarlægja merkingu með vörumerki stefnda Íslandsbanka hf., sem staðsett er efst á y tra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarinnar að Hagasmára 6 3, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 1.000.000 króna frá uppkvaðningu héraðsdóms að telja til efndadags. Til þrautavara gerir stefnandi kröfu um að ákvörðun stjórnar stefnda Norð urturnsins hf., þess efnis að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka fasteignarinnar að Hagasmára 3 setja upp sitt vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin byggingarinnar, verði dæmd ólögmæt. Í öllum tilvikum er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum. Stefnandi gerir ekki kröfu á hendur réttargæslustefndu. Stefndi Norðurturninn hf. krefst sýknu og málskostnaðar. Stefndi Íslandsbanki hf. krefst sýknu og málskostnaðar. Réttargæslustefndi Annata ehf . krefst greiðslu málskostnaðar úr hendi Norðurturnsins hf. og Íslandsbanka hf. Réttargæslustefndi Reginn hf. krefst þess að stefnandi greiði honum málskostnað. I Málsatvik. Ágreiningur máls þessa varðar merkingu á fasteigninni Hagasmára 3 í Kópavogi sem er skráð í fasteignaskrá með fastanúmerið 230 - 7807 og landnúmerið 216179 og er í eigu stefnda Norðurturnsins hf. Samkvæmt samþykktum fyrir Norðurturninn hf. er tilgangur félagsins eignarhald, rekstur og sala Hagasmára 3. Í stefnu segir að stefnandi sé alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi sem sérhæfi sig í þjónustu við fyrirtæki á sviði verslunar og þjónustu. Þá segir að stefnandi sé leiðandi félag á alþjóðavísu með um 220 starfsmenn víðsvegar um heiminn, þar af starfi um 150 á Ísla ndi. Viðskiptavinir stefnanda séu þúsundir fyrirtækja og sé markaðshlutdeild félagsins á Íslandi vel yfir 50%. Stefnandi tók á leigu skrifstofurými á 12., 13., 14. og 15. hæð að Hagasmára 3 til 10 ára frá 1. apríl 2016 að telja með leigusamningi við stef nda Norðurturninn hf. 23. nóvember 2015. Í samningnum segir að um sé að ræða tímabundinn leigusamning um atvinnuhúsnæði samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994. Í viðauka með leigusamningnum, sem undirritaður var sama dag og samningurinn, er að finna ákvæði í merkja sér húsið að utanverðu nema með sérstöku samkomulagi við leigusala, m.a. um gjald, stærð og staðsetningu og eftir atvikum að fengnu samþykki byggingaryfirva valið þetta tiltekna húsnæði þar sem hann taldi það búið þeim kostum sem hann sóttist eftir fyrir höfuðstöðvar sínar og að efstu hæðir Norðurturnsins samrýmdust ímynd félagsins og sterkri stöðu stefnanda á alþjóðlegum markaði. Komu aðrar hæðir fasteignarinnar ekki til álita. Stefnandi lýsir því að honum hafi fyrir gerð leigusamningsins við stefnda Norðurturninn hf. verið kynntar áætlanir leigusalans um uppsetningu á orð - eða myndmerkjum leigjenda, þar á meðal á ytra og innra byrði fasteignarinnar. Fullyrðir stefnandi að leigusali hafi sagt stefnanda að á ytra byrði fasteignarinnar austan og vestan megin yrðu ekki neinar merkingar þar sem húsið væri hátt og dýrt að viðhalda skilti. Ef hins vegar kæmi til þess að fasteign in yrði merkt þá yrði það merki fyrir húsið allt. Ekki væri því gert ráð fyrir neinum orð - eða myndmerkjum á ytra byrði fasteignarinnar á vegum leigjenda hennar. Segir stefnandi þessar yfirlýsingar vera í fullu samræmi við efni kynningargagnanna þar sem me rki Smáralindar sé áberandi á ytra byrði fasteignarinnar sem hlutlaust merki fyrir þau fyrirtæki sem þar er að finna. Í leigusamningi sem réttargæslustefndi Annata ehf. gerði við stefnda Norðurturninn hf. 21. janúar 2016 um húsnæði á 10. hæð í fasteigninn i segir að félaginu sé heimilt að merkja sér fasteignina að utanverðu að fengnu samþykki stefnda Norðurturnsins hf. um staðsetningu og stærð. Í greinargerð stefnda Íslandsbanka hf. segir að þann 16. apríl 2016 hafi verið tilkynnt að höfuðstöðvar stefnda Ís landsbanka hf. myndu flytjast frá Kirkjusandi í Norðurturninn í Kópavogi. Samhliða því að færa höfuðstöðvar stefnda í Norðurturninn voru þrjú útibú bankans sameinuð í eitt á jarðhæð Norðurturnsins. Stefndi segir að heimsóknir viðskiptavina verði yfir eitt þúsund talsins á hverjum degi og samkvæmt því hafi stefndi Íslandsbanki hf. ríka hagsmuni af því að höfuðstöðvar bankans og 7 sameinað útibú séu áberandi og hafi það verið grunnforsenda fyrir fyrrgreindum breytingum að stefndi fengi áberandi merkingar á fast eigninni. Stefndi Íslandsbanki hf. fullyrðir að hann hafi fengið þær upplýsingar að aðrir leigutakar hefðu ekki gert kröfu um merkingar á ytra byrði hússins. Stefnandi heldur því fram að stefndu Norðurturninn hf. og Íslandsbanki hf. hefðu ákveðið að nefna fasteignina - og myndmerkjum stefnda Íslandsbanka hf. og tveimur vörumerkjum bankans, Ergo og VÍB. Mótmælti stefnandi þessum fyrirætlunum. Þann 29. ágúst 2016 boðaði stefndi Norðurturninn hf. stefnanda og réttargæslustefnda Annata ehf. á fund hjá Brandenburg auglýsingastofu til að leita lausna á þeim ágreiningi sem upp var kominn um merkingar á fasteigninni. Á fundinum tilkynnti stefndi Norðurturninn að fallið hefði verið frá því að nefna fast tillögum stefnda kom fram að orð - og myndmerki stefnda Íslandsbanka yrði sett upp á ytra byrði fasteignarinnar. Mótmælti stefnandi því og lét í framhaldi setja u pp drög að merkingum á fasteigninni, sem send voru stefnda Norðurturninum hf. með tölvupósti í september 2016. Svör við hugmynd stefnanda bárust ekki. Með tölvupósti 4. nóvember 2016 var stefnanda og öðrum leigutökum tilkynnt um ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. um merkinga - og auglýsingamál í fasteigninni. Kveður ákvörðun stjórnarinnar á um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka í fasteigninni, sem nefnd er Norðurturninn, setja upp vörumerki sitt efst á ytra byrði neyðarstigahúsa verst an og austan megin. Öðrum leigutökum er heimilt að setja upp sín auðkenni á eftirgreindum stöðum: Á vegg turnsins suðaustan megin við austurinngang; Á turninum við inngang úr bílastæðahúsi á jarðhæð, vinstra megin við aðalinngang; Við inngang af efri palli bílastæðahúss á frístandandi skilti; Á þremur stigahúsum bílastæðahúss sem snúa í norðvestur, suðvestur og norðaustur; Við inngang í lyftuholið á frístandandi skilti og á vegg austan megin við lyftur. Þá segir að auk þeirra svæða sem að framan eru nefnd s éu fjölmargir fletir sem nýta megi til auglýsinga og markaðsstarfs, jafnt inni sem úti. Um sé að ræða svæði innandyra í sameign hússins sem megi ráðstafa og sambærilega fleti á ytra byrði hússins og innan lóðar Norðurturnsins sem félagið hafi forræði yfir. Bjóðist leigutökum hússins forgangur að því að leigja þá fleti til að auglýsa sín fyrirtæki og/eða vörur. Stefnandi andmælti ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins sama dag og hún var tilkynnt, 4. nóvember 2016 og með bréfi 16. desember 2016. Fullyrðir stefnandi að stefnda Íslandsbanka hf. sé með ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. gert hærra undir höfði en öðrum leigutökum í fasteigninni. Vísar stefnandi til þess að staðfest hafi verið í kynningargögnum að ekki væri ætlun stefnda Norðurturnsins hf. að hafa merkingar á ytra byrði fasteignarinnar. Því hafi það verið samningsforsenda stefnanda að engar merkingar yrðu á fasteigninni. Í framhaldinu boðaði stefnandi til fundar með fulltrúum beggja stefndu og réttargæslustefnda Annata ehf. í þeim tilga ngi að leita sátta um merkingar í og við fasteignina. Þá sendi stefnandi stefnda Norðurturninum hf. bréf 22. desember 2016 þar sem mótmæli hans við ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. voru ítrekuð, en jafnframt gerð tillaga að sátt um merkingar á ytra byrði fasteignarinnar. Þann 21. desember 2016 undirrituðu stefndi Norðurturninn hf. og stefndi Íslandsbanki hf. samning um leigu hins síðarnefnda á skrifstofurými ásamt öðrum rýmum að Hagasmára 3. Leigði stefndi Íslandsbanka hf. sjö hæðir í fasteigni nni á 3. - 9. hæð og samdi stefndi Norðurturninn hf. samhliða við stefnda Íslandsbanka hf. um að félagið fengi að merkja sér fasteignina að utanverðu með sérlega áberandi hætti. Auk þess hefur stefndi Íslandsbanki hf. á leigu hluta af 1. og 2. hæð sem stefnd i Norðurturninn hf. leigði til Regins atvinnuhúsnæðis ehf. sem framleigði svo til stefnda Íslandsbanka hf. Mun stefndi Íslandsbanki hf. hafa þannig beint og óbeint um það bil 52,5% fasteignarinnar á leigu. Í greinargerð stefnda Norðurturnsins hf. er því ha fnað að gefin hafi verið loforð um að fasteignin yrði ekki merkt. Í 9. gr. leigusamnings stefnda Norðurturnsins hf. og stefnda Íslandsbanka hf. kemur fram að um leigukjör og aðra samningsskilmála að því er varðar hið leigða sé kveðið á um í viðaukum við s amninginn. Í viðauka nr. 4 við samninginn er að finna ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. þar sem sérstaklega er fjallað um merkingar - og auglýsingamál. Þar segir meðal annars að stefndi Íslandsbanki megi einn setja 8 upp vörumerki sitt efst á ytra byrði ne yðarstigahúsa vestan og austan megin byggingarinnar. Samkvæmt þessu ákvæði setti stefndi upp vörumerki sitt á húsið. Stefndi Norðurturninn hf. varð ekki við ósk stefnanda um að endurskoða ákvörðun sína. Í bréfi þessa stefnda til stefnanda 8. febrúar 2017 segir að ákvörðun stefnda Norðurturnsins hf. hafi tekið mið að skilmálum leigusamninga sem félagið hefði gert við leig utaka sína. Þá segir að ákvörðuninni verði ekki breytt nema beiðni um það komi frá þeim sem hagsmuna eigi að gæta, þar með talið stefnda Íslandsbanka hf., en slík beiðni hafi ekki komið fram. Stefnandi sendi stefnda Íslandsbanka hf. bréf 10. apríl 2017 og veitti bankanum frest til 28. apríl sama ár til að breyta afstöðu sinni til merkinga hússins. Því hafnaði stefndi Íslandsbanki hf. með bréfi 25. apríl 2017. II Málsástæður og lagarök stefnanda. 1 Stefnandi kveðst gera kröfu um að ákvörðun stjórnar st efnda Norðurturnsins hf. um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka í Norðurturninum setja upp sitt vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarinnar verði ógilt, enda brjóti hún gegn lögvörðum hagsmunum stefnanda o g fjölmörgum lagafyrirmælum. Þá krefjist stefnandi þess jafnframt að viðurkenndur verði réttur hans til að setja upp vörumerki stefnanda efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarinnar og að vörumerki stefnanda verði staðsett ofar vörumerkjum annarra leigutaka á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarinnar og að vörumerki stefnda Íslandsbanka færist neðar sem því nemi, enda annist stefnandi öflun tilskilins samþykkis byggingaryfirvalda og beri allan kostnað af u ppsetningu og rekstri merkingarinnar. Stefnandi byggi á því að ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. brjóti gegn ýmsum ákvæðum laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús, en lögin gildi ótvírætt um réttarsamband stefnda Norðurturnsins hf. við stefnanda og að ra leigjendur Norðurturnsins hvað varði sameign fasteignarinnar. sem alfarið eru nýtt til annars en íbúðar, svo sem fyrir 4. mgr. 1. gr. laganna að ákvæðum laganna verði einnig beitt eftir því sem við eigi um önnur hús sem fleiri en einn eigi eða nýti. Eigi lögin þannig jafnt við um tilvik þar sem fasteign sé í eigu fleiri en eins aðila og þegar um sé að ræða aðeins einn eiga nda að fasteign en fleiri aðilar nýti hana, líkt og í tilviki Norðurturnsins. Hýsi fjöleignarhús eingöngu atvinnustarfsemi, líkt og eigi við um Norðurturninn, sé eigendum hins vegar heimilt að víkja frá einstökum fyrirmælum laganna, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga um fjöleignarhús. Í slíkum tilvikum gildi ákvæði laganna þó fullum fetum um öll þau atriði sem ekki hafi ótvírætt verið samið um eða ekki náist full samstaða m eð eigendum um frávik. Stefnandi og stefndi Norðurturninn hf. hafi ekki samið um sérstakt fyrirkomulag varðandi sameign fasteignarinnar og því gildi ákvæði laganna óskorað um öll mál Norðurturnsins sem varði sameign hans. Hugtakið sameign í fjöleignarhúsi sé skilgreint í 6. gr. laganna. Undir sameign fjöleignarhúss falli, svo dæmi sé tekið, allt ytra byrði hússins, útveggir og þak, og öll lóð hússins, mannvirki, búnaður og tilfæringar á henni, þar með talið bílastæði, sbr. 1. og 5. töluliði 8. gr. laganna. Það liggi því fyrir að merkingar á ytra byrði Norðurturnsins sé sameignarmál og varði alla aðila sameignarinnar, það er þá sem eiga eða nýta fasteignina, sbr. 4. mgr. 1. gr. laganna. Ákvæði 4. töluliðar 13. gr. laganna leggi þá skyldu á eigendur fjöleignar húss að virða rétt og hagsmuni annarra eigenda við hagnýtingu sameignar. Stefndi Norðurturninn hf. hafi brotið gróflega gegn þessari skyldu með því að veita stefnda Íslandsbanka hf. einkarétt til þess að merkja sér ytra byrði fasteignarinnar gegn mótmælum annarra leigjenda sömu fasteignar og athugasemdum um að ráðstöfunin gangi gegn hagsmunum þeirra og sjónarmiðum um jafnræði. Ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. brjóti einnig gegn 34. gr. laga um fjöleignarhús. Ákvæðið kveði á um að eigendur eða af notahafar skuli hafa jafnan rétt til hagnýtingar á sameiginlegum hlutum, lóðum og búnaði fjöleignarhúsa. Réttur þessi til hagnýtingar sameignar takmarkast eingöngu af hagsmunum og jafnríkum rétti annarra eigenda eða afnotahafa sem gögn málsins sýni að eigi ekki við í máli þessu. Þá fari rétturinn til að hagnýta sameign 9 ekki eftir hlutfallstölum og hafi allir eigendur því jafnan hagnýtingarrétt þótt hlutfallstölur séu misháar, sbr. 3. mgr. 34. gr. Ytra byrði Norðurturnsins sé hluti af sameign fasteignarinnar sem lúti ákvæðum laga um fjöleignarhús, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Með hliðsjón af 34. gr. sé því ljóst að allir leigjendur Norðurturnsins eigi að hafa jafnan rétt til að hagnýta sér ytra byrði fasteignarinnar til merkinga. Ákvörðun stefnda Norðurturnsi ns hf. fari enn fremur á svig við 1. og 4. mgr. 35. gr. laganna. Með því að heimila stefnda Íslandsbanka hf. að setja upp vörumerki sitt á mest áberandi stað Norðurturnsins, þvert gegn vilja annarra leigutaka, og veita honum þannig aukinn og sérstakan rétt til hagnýtingar fasteignarinnar umfram aðra leigutaka, brjóti stefndi Norðurturninn hf. gróflega gegn framangreindum ákvæðum. Ákvörðunin stríði einnig gegn ákvæðum 1. og 2. mgr. 36. gr. laga um fjöleignarhús. Þá bendi stefnandi á að samkvæmt 39. gr. lagan na eigi allir hlutaðeigandi eigendur eða afnotahafar óskoraðan rétt til að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum er varði sameign, bæði innan húss og utan, og sameiginleg málefni sem snerti hana beint eða óbeint. Taki ákvörðunarréttur þessi meðal annars til útlits sameignar, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Með töku margnefndrar ákvörðunar stefnda Norðurturnsins hf., sem varði augljóslega sameiginlegt málefni Norðurturnsins, án nokkurs samráðs við aðra leigutaka fasteignarinnar, hafi stefndi Norðurturninn hf. brot ið gegn 39. gr. laga um fjöleignarhús. Að öllu framangreindu virtu blasi við að ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. brjóti í bága við mörg ákvæði fjöleignarhúsalaga og stríði auk þess gegn undirliggjandi tilgangi laganna um jafnræði meðal eigenda og afnotahafa fjöleignarhúsa. Þá kveðst stefnandi byggja á því að á kvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. brjóti gegn d. lið 2. mgr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Ákvæðið leggi bann við samningum, samþykktum og aðgerðum sem mismuni viðskiptaað ilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veiki þannig samkeppnisstöðu þeirra. Megintilgangur stefnda sé að leigja út skrifstofuhúsnæði í Norðurturninum. Hafi stefnandi mátt treysta því að sá samningur sem lagður hafi verið fram af hálfu leigusa la, stefnda Norðurturnsins, innihéldi sömu skilmála varðandi atriði sem tilheyri sameign og gagnvart öðrum leigutökum. Með því að semja á ólíka vegu um réttindi er lúta að sameign fasteignarinnar hafi stefndi misnotað sér traust stefnanda sem leigjanda. Fe li það í sér brot á tilvitnuðu ákvæði samkeppnislaga. Þegar stefnandi hafi gengið frá leigusamningnum hafi honum verið tjáð að stefna Norðurturnsins hf. væri að leigja margvíslegum fyrirtækjum með skrifstofu - og þjónustustarfsemi húsnæði með hlutlausu orð - og myndmerki, til dæmis merki Smáralindar. Hafi þetta komið skýrt fram í kynningargögnum með fasteigninni sem lögð hafi verið fyrir stefnanda í aðdraganda samningsgerðarinnar. Hafi stefnandi mátt treysta því að þegar settar yrðu reglur um rekstur sameigna r, þar með talið merkingar, yrðu allir leigjendur jafnsettir hvað sameignina varðaði. Að aðeins einn aðili fengi einkarétt á að merkja fyrirtæki sitt sé forsenda sem hefði átt að liggja ótvírætt fyrir við samningsgerð stefnanda þar sem slíkt víki verulega frá því sem almennt viðgangist og fari að auki þvert gegn fjöleignarhúsalögum. Með því að vörumerki Íslandsbanka sé sýnilegt efst á ytra byrði fasteignarinnar sé vörumerki stefnanda beint og óbeint tengt vörumerki stefnda Íslandsbanka. Með ákvörðun stefnda Norðurturnsins sé vörumerki stefnanda raunar samofið stefnda Íslandsbanka án þess að sú ráðstöfun hafi hlotið samþykki stefnanda eða hún borin undir hann. Stríði slík tenging vörumerkis stefnanda við stefnda Íslandsbanka gegn markmiðum vörumerkjalaga nr. 45/1997. Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. laganna er óheimilt að nota vörumerki á villandi hátt nema með samþykki viðkomandi. Það liggur fyrir að fasteignin sem stefnandi leigir nú er merkt öðru ótengdu fyrirtæki, sem er villandi gagnvart vörumerki stefnanda og ge rt án hans samþykkis. Með vísan til þess sem að framan greini sé ljóst að stjórn stefnda Norðurturnsins hf. hafi tekið ólögmæta og ógilda ákvörðun að því er varði ytra byrði og þar af leiðandi sameign Norðurturnsins. Ákvörðun sem fari gegn lögum og brjóti gegn lögvörðum hagsmunum þriðja aðila skal ógilt. Stjórn og framkvæmdastjóra stefnda Norðurturnsins hafi því verið óheimilt að framfylgja ákvörðuninni með því að veita stefnda Íslandsbanka margnefndan einkarétt að merkingum, sbr. 2. mgr. 76. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Af hálfu stefnanda er bent á að samkvæmt ársreikningi stefnda Norðurturnsins hf. 2015 vegna ársins 2014 hafi stefndi Íslandsbanki átt 22,85% hlut í Norðurturninum hf. og GLB Holding ehf., sem var eignarhaldsfélag stefnda Íslandsbank a, 26,83% hlut. Þannig hafi stefndi Íslandsbanki farið með 49,68% hlut í lok árs 2014. Staðan hafi breyst um mitt árið 2015 og eigi Íslandsbanki nú 11,85% hlut í stefnda 10 Norðurturninum og að auki 54% hlut án atkvæða. Stefnandi fullyrðir að bein og óbein áh rif stefnda Íslandsbanka hf. á ákvarðanatöku stefnda Norðurturnsins hf. fái stuðning í því að leigugreiðslur stefnanda leggist beint inn á bankareikning stefnda Íslandsbanka hf. Þá séu þinglýst tvö tryggingarbréf á fasteignina til tryggingar skuldum stefnd a Norðurturnsins hf. gagnvart stefnda Íslandsbanka hf., samtals að höfuðstólsfjárhæð tæplega sex milljarðar króna. Stefndi eigi þannig verulega undir stefnda Íslandsbanka, hvað varði lánsfjármagn annars vegar og leigutekjur af sjö hæðum hins vegar. Með hli ðsjón af því að stefndi Íslandsbanki sé stór hluthafi, lánveitandi og einn stærsti leigjandi hjá stefnda Norðurturninum sé ljóst að stefndi Íslandsbanki sé í þeirri stöðu að geta haft mikil ítök og áhrif á stefnda Norðurturninn. Engu máli skipti því hvort stefndi Íslandsbanki hf. eigi mann í stjórn stefnda Norðurturnsins hf. eður ei. Með vísan til alls framangreinds er krafist ógildingar á ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. 2 Í máli þessu gerir stefnandi einnig þá kröfu að viðurkenndur verði réttur hans til að setja upp merkingu með vörumerki sínu (myndmerki) efst á ytra byrði Norðurturnsins vestan og austan megin fasteignarinnar. Í ljósi staðsetningar stefnanda í fasteigninni, en hann leigi fimm efstu hæðirnar, sé sanngjarnt, eðlilegt og í samræmi við almennar venjur, að merki hans skuli staðsett ofar vörumerkjum annarra leigutaka. Í þessu samhengi sé minnt á að samkvæmt 35. gr. fjöleignarhúsalaga hafi allir eigendur og afnotah afar jafnan hagnýtingarrétt á sameign þótt hlutfallstölur þeirra í sameign séu misháar. Því eigi réttur leigjenda í Norðurturninum til að merkja sér fasteignina með sínu vörumerki ekki að fara eftir því hversu marga fermetra eða hæðir þeir kunna að hafa á leigu hverju sinni, heldur almennri venju og ákvæðum fjöleignarhúsalaga sem rakin hafi verið að framan. Krafa stefnanda feli í sér að vikið verði frá efni 12. gr. viðauka leigusamningsins með vísan til ógildingarreglna laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umb oð og ógilda löggerninga, einkum 30., 33. og 36. gr. laganna, auk almennra meginreglna samningaréttarins. Samskipti aðila og framkvæmd samnings milli aðila á að einkennast af sanngirni, sameiginlegum hagsmunum, gagnkvæmu tilliti og heiðarleika. Stefnda Nor ðurturninum hf. hafi verið fullkunnugt í aðdraganda samningsgerðarinnar um að stefnandi hafi verið að færa höfuðstöðvar sínar frá Höfðatorgi í Norðurturninn til þess að byggja upp ímynd og orðspor til samræmis við sterka markaðsstöðu hans. Stefnda Norðurtu rninum hf. hafi jafnframt verið kunnugt um að ákvörðunarástæða stefnanda fyrir samþykki hans á orðalagi 12. gr. viðaukans hafi verið að allir leigjendur Norðurturnsins sætu við sama borð þegar kæmi að ákvörðunum um merkingar fasteignarinnar. Stefnda hafi þ ví verið ljóst, eða hefði mátt vera ljóst, að stefnandi, sem féllst á orðalag 12. gr. í góðri trú, hefði aldrei samþykkt að leigja umrætt skrifstofuhúsnæði hefði hann vitað, áður en til samninganna kom, að fasteignin yrði eingöngu merkt og einkennd öðru fy rirtæki. Með slíkri merkingu sé ímynd og yfirbragð fasteignarinnar gjörbreytt frá því sem kynnt var fyrir stefnanda við samningsgerðina og forsendur stefnanda fyrir samþykki ákvæðisins augljóslega brostnar. Stefnda Norðurturninum hafi verið, eða mátti ver a, ljóst þegar hann gekk til samninga við stefnda Íslandsbanka hvaða forsendur hafi legið fyrir þeim samningum sem gerðir hafi verið áður um leigu á húsnæði í Norðturninum. Stefnda hafi því borið að taka réttmætt tillit til þeirra aðila sem hann hafi þegar verið orðinn samningsbundinn. Ljóst sé að það gerði stefndi Norðurturninn ekki, en sú ráðstöfun stefnda Norðurturnsins að veita stefnda Íslandsbanka einkarétt á því að setja upp vörumerki sitt efst á ytra byrði fasteignarinnar gangi þvert gegn réttmætum v æntingum stefnanda um merkingar og yfirbragð fasteignarinnar sem hafi byggt á þeirri mynd sem stefndi Norðurturninn hf. hafi dregið upp í aðdraganda samningsgerðarinnar. Þá sé vandséð hvernig ákvörðun stefnda Norðurturnsins um að veita stefnda Íslandsbanka nefndan einkarétt til merkingar, að öðrum leigjendum forspurðum, samrýmist fyrrnefndum sjónarmiðum og lagaákvæðum er lúta að heiðarleika, góðri trú, trausti og sanngirni. Að þessu virtu sé ljóst að af hálfu stefnda Norðurturnsins sé verulega ósanngjarnt o g andstætt góðri viðskiptavenju að bera umrætt ákvæði samningsins fyrir sig. Beri því að virða ákvæðið að vettugi. Áréttað sé að til grundvallar leigusamningnum hafi verið kynningargögn sem sýni með skýrum og ótvíræðum hætti að Norðurturninn sé merktur me ð hlutlausu vörumerki Smáralindar en ekki merki einstakra leigjenda. Séu þau gögn í fullu samræmi við þær upplýsingar sem mátti enn sjá á vefsíðu stefnda 11 Norðurturnsins 8. maí 2017. Að auki hafi verið tekið fram af hálfu stefnda Norðurturnsins í samningavi ðræðunum að á ytra byrði fasteignarinnar austan og vestan megin yrðu ekki merki einstakra leigjenda, en ef stefndi Norðurturninn breytti þeirri afstöðu yrði sérstaklega samið um slíkar merkingar þegar fyrir lægi hvaða aðilar yrðu í húsinu. Þrátt fyrir afdr áttarlausar yfirlýsingar stefnda Norðurturnsins gagnvart stefnanda og skýr kynningargögn hans um merkingar á ytra byrði Norðurturnsins hafi hann samið við næsta leigjanda, réttargæslustefnda Annata, um að ef til þess kæmi að fasteignin yrði merkt, þá hefði Annata rétt til þess, enda stæði Annata sjálft straum af kostnaði vegna slíkrar merkingar. Hafi stefndi Norðurturninn hf. aldrei tilkynnt stefnanda um þessa breyttu afstöðu til merkinga á ytra byrði fasteignarinnar. Þess sé krafist að horft verði framhjá ákvæðinu og viðurkenndur verði réttur stefnanda til að merkja sér fasteignina á sama hátt og stefndi Íslandsbanki hafi heimild til að gera, líkt og sett sé fram í aðalkröfunni. 3 Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnanda geri hann þá kröfu að ógilt verði með dómi ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka í fasteigninni að Hagasmára 3 setja upp sitt vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarinnar. Stefnandi krefjist þes s jafnframt að stefndu, Norðurturninn og Íslandsbanki, verði in solidum dæmdir til að fjarlægja merkingu með vörumerki stefnda Íslandsbanka sem sé staðsett efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarinnar að Hagasmára 3 að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 1.000.000 króna frá uppkvaðningu héraðsdóms að telja til efndadags. Um röksemdir að baki ógildingarkröfu stefnanda sé vísað til sömu málsástæðna og settar séu fram til grundvallar aðalkröfu að framan. Að því er varði þá kröfu að stef nda Norðurturninum og stefnda Íslandsbanka verði gert in solidum að fjarlægja merki stefnda Íslandsbanka sé vísað til sömu málsástæðna og settar séu fram til stuðnings aðalkröfu að framan. Þar sem ákvörðun stefnda Norðurturnsins og núverandi uppsetning á v örumerki stefnda Íslandsbanka brjóti gegn lögvörðum hagsmunum stefnanda beri að fallast á varakröfu stefnanda og dæma báða stefndu in solidum til þess að fjarlægja vörumerkið. Stefnandi byggi kröfu um dagsektir á heimild í 4. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála. 4 Verði ekki fallist á varakröfu stefnanda kveðst stefnandi gera þá kröfu til þrautavara að ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins, um að stefndi Íslandsbanki megi einn leigutaka að Hagasmára 3 setja upp sitt vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahúsa, ve rði dæmd ólögmæt. Verði hvorki fallist á aðalkröfu né varakröfu stefnanda hafi stefnandi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um lögmæti ákvörðunar stefnda Norðurturnsins. Að fengnum dómi um þrautavarakröfuna kveðst stefnandi mögulega geta borið nýtt mál undir dómstóla, til dæmis með því að krefjast skaðabóta. Stefnandi vísar til stuðnings þrautavarakröfu sinni til þeirra málsástæðna sem settar séu fram til grundvallar aðalkröfu að framan. Hvað lagarök varðar vísar stefnandi til ákvæða fjöleignarhúsalag a nr. 26/1994, skráðra sem óskráðra jafnræðisreglna, laga nr. 2/1995 um hlutafélög, laga nr. 45/1997 um vörumerki, laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá vísar stefnandi til laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, meginreglna samningaréttar og samkeppnislaga nr. 44/2005. Um varnarþing er vísað til 1. mgr. 34. gr. 91/1991 um meðferð einkamála, en málið er höfðað á fasteignavarnarþingi fasteignarinnar. Krafa um álagningu dagsekta byggist á 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Málsástæður og lagarök stefnda Norðurturnsins hf. Varnir stefnda Norðurturnsins hf. eru meðal annars byggðar á því að stefnandi geti ekki átt aðild að þeim kröfum sem settar eru fram á hendur stefnda. Stefndi hafi yfirráð og eignarrétt yfir ytra byrði fasteignarinnar að Hagasmára 3 og tilvísuð ákvæði laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 eigi ekki við um 12 sakarefni málsins og veiti stefnanda ekki rétt til merkingar í samræmi við dómkröfur eða að me rkingar verði fjarlægðar. Þá kveðst stefndi hafna því að nokkur rök standi til þess að víkja skuldbindandi samningsákvæðum til hliðar. Varnir stefnda taki, nema annað sé sérstaklega tekið fram, jafnt til allra krafna stefnanda, hvort sem eru aðalkröfur, va rakröfur eða þrautavarakrafa, enda virðast allar kröfur stefnanda byggjast á sama málsgrundvellinum. Þá vekur stefndi athygli á því að fyrsti liður aðalkröfu og fyrsti liður varakröfu stefnanda feli í sér að nánar tilgreind ákvörðun stjórnar stefnda sé óg ilt. Ákvörðun stjórnar stefnda var tekin í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. Ekki verði séð hvernig stefnandi, sem ekki sé hluthafi í stefnda, geti átt aðild að kröfum sem fela í sér ógildingu ákvarðana stjórnarinnar með þeim hætti sem dómkröfur fe li í sér, sbr. 1. lið aðal - og varakröfu. Þá sé málatilbúnaður stefnanda í kröfum um viðurkenningu á tilteknum réttindum óskýr og að ýmsu leyti vanreifaður. Stefndi geri einnig sérstaka athugasemd við þrautavarakröfu stefnanda en þar sé gerð krafa um að ák sé ekki í samræmi við lög um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa sem sett sé fram með þessum hætti felur í raun í sér lögspurningu og sé í andstöðu við 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91 /1991 um meðferð einkamála. Stefndi byggi á því að sýkna beri stefnda af kröfum stefnanda á grundvelli aðildarskorts. Stefndi telji að stefnandi geti ekki átt aðild að kröfum um ógildingu ákvarðana stjórnar stefnda, sbr. fyrsta kröfulið aðal - og varakröfu . Ákvarðanir um merkingar á Hagasmára 3 séu teknar af stjórn hlutafélags sem sé til bær og eigi stefnandi enga aðild þar að. Telji stefnandi að ákvarðanir stjórnar stefnda hafi valdið sér réttarspjöllum verði stefnandi að leita annarra leiða til að sækja r étt sinn gagnvart stefnda. Þá geti stefndi ekki séð hvernig stefnandi geti átt aðild að kröfum um viðurkenningu á rétti til merkinga eða kröfu um að merkingar verði fjarlægðar, sbr. 2. tölulið aðal - og varakröfu stefnanda. Stefnandi hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann hafi öðlast rétt yfir tilteknum svæðum á ytra byrði húseignarinnar að Hagasmára 3 eða rétt til merkingar þar, enda séu skýr fyrirmæli í leigusamningi aðila um að slíkt væri óheimilt nema með sérstöku samkomulagi. Slíku samkomulagi er ekk i til að dreifa í málinu. Stefndi leigði stefnanda rými í fasteigninni að Hagasmára 3. Stefndi byggi á því að staðið hafi verið við leigusamning aðila og því hafi stefndi efnt skuldbindingar sínar gagnvart stefnanda að því leyti sem mál þetta snúist um. S tefnandi eigi því engar kröfur gagnvart stefnda vegna vanefnda. Stefnandi hafi fengið afnot af þeim hluta fasteignarinnar sem samið hafi verið um. Fasteignin sé í eigu stefnda sem hafi yfirráð yfir ytra byrði fasteignarinnar og ákvörðunarvald um það hverni g merkingum sé háttað innan marka byggingarleyfis og skipulags. Því beri að hafna öllum kröfum stefnanda. Stefnandi virðist líta svo á að fara eigi með ytra byrði fasteignarinnar og ákvörðun um merkingar á henni sem sameign allra leigutaka. Skilji stefndi málatilbúnað stefnanda rétt að þessu leyti þá virðist stefnandi byggja á því að eiga óskipt réttindi með öðrum leigutökum. Aðrir leigutakar séu hins vegar ekki aðilar að málinu svo sem áskilið sé þegar fleiri eiga óskipt réttindi, sbr. 18. gr. laga nr. 91 /1991 um meðferð einkamála. Stefndi taki þó fram að hann telji ekki þörf á aðild allra leigutaka að sakarefni málsins, enda sé um að ræða hagsmuni sem hann hafi yfirráð og ráðstöfunarrétt yfir. Stefndi hafni því að lög um fjöleignarhús nr. 26/1994 veiti s tefnanda rétt til ógildingar á ákvörðun stefnda um merkingar, viðurkenningu á rétti til að merkja ytra byrði fasteignarinnar, kröfu um að fjarlægja skuli merkingar eða annað sem dómkröfur stefnanda virðast fela í sér. Stefndi byggi á því að lög nr. 26/1994 taki ekki til réttarsambands aðila eða sakarefnis málsins að öðru leyti. Stefndi sé einn eigandi skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í Hagasmári 3 sé ekki fjöleignarhús í skilningi laganna og því taki þau ekki til réttarsambands aðila. Stefndi hafni því að 4. mgr. 1. gr. laganna leiði til þess að unnt sé að líta svo á að lögin eig stefnda verði lögunum ekki almennt beitt um fasteignir í eigu eins aðila nema sérstök ástæða sé til. Þar sem skýrt sé tekið fram í leigusamningi aðila að hann veiti ekki rétt til merkingar utan á húseigninni fari ekki á milli mála að ekki verði farið með ytra byrði fasteignarinnar sem um sameign allra leigjenda sé að ræða eins og stefnandi virðist byggja á heldur þvert á móti sé um að ræða hluta 13 fasteignarinnar sem stefndi, sem leigusali, hafi full yfirráð yfir. Stefndi byggi einnig á því að í 2. mgr. 2. g r. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 og í 2. mgr. 2. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 sé kveðið á um að lögin séu frávíkjanleg þegar um sé að ræða atvinnuhúsnæði. Að öðru leyti sé ekki leitast við að útskýra með hvaða hætti umrædd lög taki til álitaefnisins. Stefndi byggi á því að um réttarsamband stefnanda og stefnda gildi reglur leiguréttar og leigusamningur aðila. Stefnandi eigi því rétt til afnota af fasteign stefnda í samræmi við skilmála leigusamningsins sem túlkaður skuli í samræmi við almennar reglur leiguréttar. Skýrt komi fram í 12. gr. viðauka við leigusamninginn að stefnanda sé sem leigutaka óheimilt að merkja sér húsið að utanverðu nema með sérstöku samkomulagi við leigusala, meðal annars um gjald, stærð og staðsetningu og eftir atvikum að fengnu samþykki byggingaryfirvalda. Einnig er til þess að horfa að í 10. gr. leigusamningsins komi fram að leigusali sjái um og kosti viðhald, viðgerðir og endurnýjun utandyra, meðal annars á ytra byrði. Með hliðsjón af þessum skilmálum leigusamnings aðila telji stefndi ljóst að lög um fjöleignarhús geti ekki gilt um merkingar og annað sem varði ytra byrði fasteignarinnar, enda ekki um að ræða eignarhluta sem leigutakar eða aðrir skipti með sér. Augljóst sé af þessum ákvæðum leigusamnings aðila að hvers konar ákvö rðun, ráðstöfun og annað sem varði ytra byrði fasteignarinnar taki ekki til sameignar leigutaka heldur takmarkist réttur leigutaka og sameignarréttur við það sem falli undir leigusamninga. Ákvörðun um merkingar á ytra byrði fasteignarinnar sé því ekki eitt fasteignina, sbr. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 26/1994. Með hliðsjón af framangreindum röksemdum geti ákvæði laga um fjöleignarhús, sem stefnandi vísi til, ekki tekið til réttarágreinings aðila. Þá kveðst stefndi benda á að stefn andi hafi fengið að merkja fasteignina. Sé komist að þeirri niðurstöðu að réttur stefnanda til merkinga sé að einhverju leyti fyrir hendi, þvert á málatilbúnað stefnda, þá byggi stefndi á því að hann hafi efnt þá skyldu að fullu með þeim merkingum sem sett ar hafi verið á fasteignina. Stefndi hafni því að hafa brotið gegn d. lið 2. mgr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og að þau lög geti með einhverjum hætti tekið til sakarefnis málsins. Gengið hafi verið til samninga við hvern leigutaka á jafnræðisgrundve lli, þar með talið stefnanda, og geti stefndi ekki séð hvernig reglur samkeppnislaga um ólögmætt samráð geti náð til sakarefnisins. Samningaviðræður við hvern og einn hafi mótast af viðskiptalegum hagsmunum. Ekki verði ráðið af málatilbúnaði stefnanda á hv aða samkeppnismarkaði hann telji að stefndi hafi mismunað aðilum. Stefndi sé ekki markaðsráðandi á leigumarkaði og hafi stefnandi ekki með neinu móti verið knúinn til samninga við stefnda. Stefnanda hafi einnig verið í lófa lagið að leita eftir því í samni ngum við stefnda að fá að merkja fasteignina en kaus að gera það ekki svo sem leigusamningur aðila ber skýrlega með sér. Stefndi hafni því enn fremur að samningar við einstaka aðila um merkingar á Hagasmára 3 brjóti gegn lögum um vörumerki nr. 45/1997. En gin rök séu færð fyrir því að það vörumerki sem heimilað hafi verið að setja á fasteignina sé með nokkrum hætti villandi þannig að brotið gæti í bága við 2. mgr. 40. gr. laga nr. 45/1997. Ákvörðun um merkingar á Hagasmára 3 sé tekin af lögmætri stjórn féla gsins sem starfi og taki ákvörðun í samræmi við lög um hlutafélög og samþykktir félagsins. Ákvæði 2. mgr. 76. gr. laga nr. 2/1995 geti því ekki leitt til ógildingar ákvörðunarinnar. Þá hafni stefndi því að vera undir yfirráðum meðstefnda Íslandsbanka hf. eins og byggt sé á. Íslandsbanki hf. sé einn hluthafa stefnda en hafi ekki frá 8. mars 2015 átt fulltrúa í stjórn félagsins eða komið að stjórn þess með nokkrum hætti, sbr. fundargerð aðalfundar 2015. Í umfjöllun stefnanda um viðurkenningarkröfu sé á því byggt að víkja beri 12. gr. leigusamnings aðila til hliðar á grundvelli ógildingarreglna laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Stefndi hafni því að nokkur efni séu til að beita ógildingarreglum samningaréttarins. Stefnandi sé stórt alþjóðlegt fyrirtæki sem hafi gengið frjáls til samninga við stefnda Norðurturninn hf. Ekki sé fallist á að efni leigusamnings aðila sé með nokkrum hætti ósanngjarnt heldur gættu báðir aðilar að hagsmunum sínum við samningsgerðina og mátti vera ljóst hvað fælist í efnisákvæðum samningsins. Þá hafni stefndi því enn fremur að forsendur samningsaðila hafi brostið eða að stefnandi hafi mátt hafa réttmætar væntingar um að merkingar húseignarinnar yrðu með öðrum hætti. Stefnanda mátti vera ljóst, bæði af kynninga rgögnum, efni leigusamnings og öðrum viðræðum sem fóru fram við samningsgerðina, að merkingar kynnu að verða settar á eignina samkvæmt ákvörðun stjórnar stefnda. Þau kynningargögn sem 14 stefnandi vísi til í málatilbúnaði sínum feli í sér merkingu ekki ólíka þeirri sem nú sé á fasteigninni þótt ekki sé um sama merkið að ræða. Stefndi hafni því að kynningargögnin hafi falið í sér loforð um að merkingar einstakra leigutaka yrðu ekki á fasteigninni. Stefnandi geti ekki byggt rétt sinn til merkingar á öðru en samn ingum við stefnda og slíkur samningur liggur ekki fyrir. Eins og sjá megi af merkingum á fasteigninni sé ekki unnt að líta svo að ímynd og yfirbragð fasteignarinnar sé þess eðlis að samningsforsendur séu brostnar eins og stefnandi byggi á. Hvað lagarök varðar vísar stefndi til almennra reglna kröfuréttar og leiguréttar, sbr. lög nr. 36/1994. Þá vísar stefndi til laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Kröfu um málskostnað byggir stefndi á ákvæðum 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV Málsástæður og lagarök stefnda Íslandsbanka hf. Helstu málsástæður stefnda eru þær í fyrsta lagi að ekki hafi verið efni til að beina kröfum að stefnda Íslandsbanka í máli þessu og því beri að sýkna hann af þeim með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1 991 um meðferð einkamála. Í öðru lagi telur stefndi Íslandsbanki að á grundvelli þeirrar grunnreglu íslensks réttar að gerða samninga skuli halda sé ekkert í máli þessu er geti leitt til þess að skýrum leigusamningi stefnda og meðstefnda Norðurturnsins hf. eða stefnanda og Norðurturnsins hf. verði vikið til hliðar eða þeim breytt með þeim hætti sem stefnandi krefjist. Þá kveðst stefndi hafna þeim málsástæðum stefnanda að ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. hafi farið í bága við ákvæði laga nr. 26/1994 um f jöleignarhús, ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 eða ákvæði vörumerkjalaga nr. 45/1997. Þá hafni stefndi þeirri málsástæðu stefnanda að hann hafi misbeitt valdi sínu og að sú misbeiting eigi að leiða til þess að ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. verði fe lld úr gildi. Loks telji stefndi ljóst að hann hafi sýnt öðrum leigutökum Norðurturnsins fulla tillitssemi í aðdraganda, við gerð og í kjölfar þess leigusamnings sem undirritaður var 21. desember 2016. Fyrrgreindar málsástæður stefnda eigi við um allar krö fur stefnanda. Hér á eftir er vikið nánar að hverri málsástæðu stefnda fyrir sig. 1 Stefndi Íslandsbanki hf. byggir sýknukröfu sína aðallega á því að dómkröfum stefnanda sé ranglega beint að sér. Því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum vegna aðildarsko rts með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einkamála. Í umfjöllun um aðild komi fram að um aðild varnarmegin vísi stefnandi Þrátt fyrir fyrrgreinda tilvísun til 18. gr. vitni stefnandi í sömu setningu til orðalags 19. gr., nánar tiltekið 1. mgr. ákvæðisins sem fjalli um samlagsaðild. Þrátt fyrir það hafi stefnandi kosið að gera ekki sjálfstæða kröfu gegn hverjum og einum stefnd u, líkt og 19. gr. laganna geri áskilnað um. Stefndi taki þó fram að ekki sé krafist frávísunar málsins vegna þessa heldur telji stefndi að þetta eigi að leiða til sýknu. Stefnandi rökstyðji aðild stefnda að máli þessu með vísan til þess að dómkrafan eigi rætur að rekja til fyrrgreindrar ákvörðunar stjórnar meðstefnda Norðurturnsins hf. um að stefndi megi einn merkja með vörumerki sínu ytri byrði Norðurturnsins. Þessu hafni stefndi. Þannig liggi fyrir að stefnandi krefjist þess í fyrri aðal - og varakröfu sinni að ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. verði dæmd ógild. Til þrautarvara sé þess krafist að þessi sama ákvörðun verði dæmd ólögmæt. Stefndi telji ljóst að hann geti ekki átt beina aðild að máli þar sem krafist sé ógildingar á ákvörðun stjórnar annar s félags eða að sú ákvörðun verði dæmd ógild. Þá sé einnig rétt að vísa til þess að ekkert réttarsamband sé á milli stefnanda og stefnda. Einu tengslin milli þessara aðila séu þau að báðir hafi gert leigusamning við Norðurturninn hf. Varðandi seinni aðal - og varakröfu stefnanda komi fram í stefnu að þær feli í sér að vikið verði frá efni leigusamnings milli stefnanda og Norðurturnsins hf. Fyrir liggi að stefndi eigi ekki aðild að því samkomulagi og geti stefndi því ekki átt aðild að ágreiningi um það. Þá liggi fyrir að það sé ekki á forræði stefnda hvort slík heimild verði veitt sem krafan lúti að, enda húsnæðið í eigu Norðurturnsins hf. Stefndi telji samkvæmt framansögðu að dómkröfum stefnanda sé ranglega beint að sér. Því beri að sýkna stefnda 15 af öllum k röfum með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Þess fyrir utan fái stefndi ekki séð hvernig annað fyrirtæki geti ógilt ákvörðun stjórnar hlutafélags. Um hlutafélög gildi lög um hlutafélög nr. 2/1995 og sé þar fjallað um ákvarðanir stjórna hlutafélag a. Ekki verði ráðið af lögunum að annað utanaðkomandi félag geti gert kröfur um ógildingu ákvörðunar stjórnar né hefur stefnandi vísað til lagaákvæða sem styðja slíka kröfu. 2 Þá kveðst stefndi einnig byggja sýknukröfu sína á þeirri grunnreglu íslensks r éttar að gerða samninga skuli halda. Einnig á meginreglu íslensks réttar um samningsfrelsi. Með seinni aðalkröfu sinni krefjist stefnandi þess að viðurkenndur verði réttur hans til að setja upp merkingu með vörumerki sínu efst á ytra byrði Norðurturnsins v estan og austan megin. Jafnframt að viðurkennt verði að merking með vörumerki stefnda Íslandsbanka færist neðar sem því nemur. Til stuðnings þessari dómkröfu og seinni varakröfu stefnanda byggir stefnandi á því að vikið verði frá efni 12. gr. í viðauka lei gusamningsins með vísan til ógildingarreglna laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, einkum 30., 33. og 36. gr. laganna auk almennra meginreglna samningaréttarins. Þessu hafni stefndi. Tilvísun stefnanda til 30. og 33. gr. laga nr. 7/ 1936 sé að öllu leyti órökstudd og málsástæða stefnanda hvað þetta varðar vanreifuð. Auk þess telji stefndi ljóst að ekkert í fyrrgreindum samningum geti flokkast undir svik eða óheiðarleika. Hvað varði tilvísun til 36. gr. sömu laga þá komi fram í ákvæði nu að samningi megi víkja til hliðar í heild eða hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem haldi slíku fram, þ.e. stefnanda í máli þessu. Ekki komi hins vegar ákvæði ekki ósanngjarnt en samkvæmt 2. mgr. 36. gr. beri við mat samkvæmt 1. mgr. að líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerð ina og atvika sem síðar komu til. Ljóst sé að ekkert af þessum atriðum geti leitt til þeirrar niðurstöðu að breyta beri skýrum samningi stefnanda og Norðurturnsins hf. Þannig hafi dómstólar almennt ekki fallist á að víkja til hliðar ákvæðum eða breyta þeim í samningum milli jafnsettra aðila. Varðandi stöðu samningsaðila í þessu máli liggi fyrir að stefnandi sé alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki og Norðurturninn hf. fari með eignarhald og rekstur Hagasmára 3. Þá beri að geta þess að ákvæði 36. gr. sé undanteknin garregla frá fyrrgreindum meginreglum um samningsfrelsi og skyldu aðila til þess að efna gerða samninga. Sé það því sérstaklega undirstrikað í greinargerð með ákvæði 36. gr. að til þess sé ætlast að dómstólar fari mjög varlega í beitingu reglunnar. Óhófleg beiting reglunnar væri mjög til þess fallin að skerða öryggi í viðskiptum og skapa réttaróvissu. Varðandi fyrrgreindan samning stefnanda og meðstefnda Norðurturnsins hf. hafi stefndi Íslandsbanki ekki upplýsingar um hvað hafi farið aðilum á milli í aðdra ganda samningsgerðarinnar. Hins vegar hafi stefndi fengið þær upplýsingar í aðdraganda þess leigusamnings sem hann gerði við Norðurturninn hf. að aðrir leigutakar hefðu ekki gert kröfu um merkingar á ytra byrði hússins. Þá telji stefndi ljóst að orðalag fy rrgreinds samnings stefnanda og Norðurturnsins hf. sé skýrt. Þar komi fram að stefnanda sé ekki heimilt að merkja sér húsið að utanverðu nema með sérstöku samkomulagi við leigusala. Ekkert í samningum kveði á um að Norðurturninum hf. sé óheimilt að gera sa mninga við aðra leigutaka sem séu annars efnis en sá samningur. Slíkt væri enda óeðlilegt enda lá fyrir við fyrrgreinda samningsgerð stefnanda og Norðurturnsins hf. að von væri á fleiri leigutökum í Norðurturninn. Þennan samning hafi stefnandi gert af fúsu m og frjálsum vilja. Í samræmi við meginreglu íslensks réttar um samningsfrelsi megi aðilar ráða því hvern þeir semji við, hvert efni samningsins sé og hvort þeir yfirhöfuð ætli sér að semja. Stefnandi hafi kosið að semja með þessum tiltekna hætti. Því get i það að mati stefnda ekki varðað ógildingu eða breytingu þess samnings ef þriðji aðili semji með öðrum hætti hvað varðar merkingar hússins. Breyti engu þar um hvort sá samningur sé á einhvern hátt hagstæðari en sá fyrri. Hér skipti einnig máli að með samn ingi stefnda og Norðurturnsins hf. hafi í engu verið farið gegn leigusamningi stefnanda og Norðurturnsins hf. Ekkert ósamræmi sé því á milli þessara samninga og að engu leyti farið gegn hagsmunum stefnanda. 16 Með vísan til þess sem að framan greini telji st efndi að á grundvelli þeirrar grunnreglu íslensks réttar að gerða samninga skuli halda sé ekkert í máli þessu er geti leitt til þess að skýrum leigusamningum verði vikið til hliðar eða þeim breytt með þeim hætti sem stefnandi krefjist. 3 Stefndi hafni þeirri málsástæðu stefnanda að ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. brjóti gegn við í máli þessu. Eins og heiti laganna ber með sér gi lda þau um fjöleignarhús, það er þegar fleiri aðilar eiga eignarhluta í sama húsi, fjöleignarhúsinu. Í máli þessu sé einn eigandi, það er Norðurturninn hf., að einni fasteign sem hafi einungis eitt fastanúmer. Ákvæði laga um fjöleignarhús eigi ekki við í m álinu enda tilgangur þeirra sá að ná utan um þá ólíku hagsmuni sem eigi við í fjöleignarhúsi, það er þegar fleiri en einn eigi fasteignir í sama húsinu en eigi saman sameignarhluta þess. Sé ákvæði 1. gr. um gildissvið laganna skoðað megi sjá að lögin eigi við um fjöleignarhús sem teljist samkvæmt lögunum vera hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði geti verið allra og sumra. Svo hátti ekki til í máli þessu enda allt húsið í eigu meðstefnda Norðurturnsins hf. Ekki sé hægt að fallast á lögskýringu stefnanda á 4. mgr. 1. gr. sem sé á þá leið að lögin um fjöleignarhús eigi við um ágreininginn enda nýti fleiri en einn fasteignina að Hagasmára 3. Ákvæðið feli það hvorki í sér samkvæmt orðanna hljóðan né samkvæmt rúm ri túlkun. Verði að telja ólíklegt að skýra eigi ákvæðið svo rúmt sem stefnandi leggi til enda samið sérstaklega um að annar lagabálkur, húsaleigulög, eigi við um húsaleigusamningana. Í öðru lagi vísi stefndi til þess að ekkert komi fram í fyrrgreindum leigusamningum, annars vegar stefnanda og Norðurturnsins hf. og hins vegar stefnda og Norðurturnsins hf., um að lög nr. 26/1994 um fjöleignarhús gildi um ágreining aðila. Á hinn bóginn ko mi skýrt fram í viðaukum við báða þessa samninga að um önnur atriði en þau sem sérstaklega séu tilgreind í leigusamningi eða samningsviðaukum, skuli gilda ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994. Þannig hafi sérstaklega verið samið um að húsaleigulög skyldu gilda um samningana, en ekki lög um fjöleignarhús. Í þriðja lagi vísi stefndi til þess að samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga um fjöleignarhús sé eigendum heimilt að víkja frá fyrirmælum laganna með samningum sín á milli ef fjöleignarhús hýsa eingöngu atvinnustarfsemi . Þannig liggi fyrir líkt og fram komi að framan að í báðum leigusamningum hafi sérstaklega verið samið um merkingar - og auglýsingamál. Þá hafi sem fyrr segir verið samið um að ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 skyldu gilda um önnur atriði en þau sem sérsta klega séu tilgreind í leigusamningi eða samningsviðaukum. Þá hafni stefndi því í fjórða lagi að ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. brjóti gegn ákvæðum 13., 34., 35., 36. og 39. gr. laga um fjöleignarhús. Þannig vísi stefnandi ítrekað til þess að hið sama gildi um fjöleignarhús sé eðli málsins samkvæmt gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu, annars vegar eiganda fasteignar og hins vegar afnotahafa. Þær reglur sem stefnandi vísi hér til séu settar í þeim tilgangi að tryggja rétt eigenda í fjöleignarhúsi enda geti hagsmunir mismunandi eigenda í fjöleignarhúsi skarast. Því til stuðnings megi vísa til orðalags 2. mgr. 26. gr., 1. mgr. 27. gr., 1. mgr. 3 5. gr., b - liðar 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 55. gr. laganna. Í öllum tilvikum sé gerður skýr greinarmunur á fyrrgreindum hugtökum. Í fimmta lagi hafni stefndi því að ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. brjóti gegn ákvæðum 1. og 4. mgr. 35. gr. laga um fj öleignarhús. Varðandi tilvísun til 1. mgr. 35. gr. sé ekkert í máli þessu, hvorki í fyrrgreindum samningum eða öðrum gögnum málsins, sem bendi til þess að Norðurturninn hf. hafi ekki tekið sanngjarnt og eðlilegt tillit til stefnanda. Vísi stefndi aftur til þess að fyrirkomulag merkinga á Norðurturninum byggist á tvíhliða samningum sem allir aðilar gengu til að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert í þeim samningum beri þess merki að brotið hafi verið gegn réttindum stefnanda. Varðandi tilvísun til 4. mgr. 35. gr. sé ljóst að það ákvæði eigi ekki við í máli þessu, enda sé þar fjallað um einstaka eigendur í fjöleignarhúsum. Í sjötta lagi verði að benda á vernd eignarréttar meðstefnda Norðurturnsins hf. sem sé eigandi Hagasmára 3 og hafi rétt til að nýta eign sína á þann hátt sem hann kjósi. Það væri því brotið á eignarrétti meðstefnda Norðurturnsins hf. ef fallist yrði á kröfu stefnanda enda myndi það fela í sér verulega takmörkun á því hvernig Norðurturninn hf. gæti nýtt fasteign sína. Norðurturninum sé frjálst að 17 g era samninga um eign sína, þar á meðal leigusamninga, og ekkert sem takmarki samningsfrelsi Norðurturnsins hf. um eign sína sem á við í máli þessu. 4 Stefndi kveðst hafna þeirri málsástæðu stefnanda að ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. brjóti gegn d. lið 2. mgr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Fyrir liggi að það sé hlutverk Samkeppniseftirlitsins að framfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga og ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja, sbr. a. og b. liði 8. gr. laganna. Telji stefna ndi að háttsemi Norðurturnsins hf. eða annarra aðila hafi falið í sér brot á samkeppnislögum sé stefnanda því rétt að beina slíkri ábendingu til Samkeppniseftirlitsins. Þá vísi stefndi til þess að ákvæði 10. gr. samkeppnislaga taki ekki til einhliða samke ppnishamlandi aðgerða fyrirtækis heldur eingöngu til þess ef tvö eða fleiri fyrirtæki geri með sér samning eða eiga í einhvers konar samstarfi um samkeppnishamlandi aðgerðir. Þannig geti stefnandi ekki haldið því fram að annar aðili samkomulagsins, í þessu tilviki Norðurturninn hf., hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðinu. Enn fremur telji stefndi ljóst að fjölmörg önnur skilyrði 10. gr. samkeppnislaga skorti í þessu máli. Þannig sé í stefnu ekki að finna umfjöllun um þann markað sem málið taki til, st ærð aðila á þeim tiltekna markaði og hvort 13. gr. samkeppnislaga um samninga fyrirtækja sem eru undir viðmiðunarmörkum geti komið til skoðunar. Er þessi málsástæða stefnanda því vanreifuð. 5 Stefndi kveðst hafna þeirri málsástæðu stefnanda að ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. brjóti gegn lögvörðum hagsmunum stefnanda í skilningi vörumerkjalaga nr. 45/1997. Vísi stefndi til þess að vörumerki stefnanda sé ekki á ytri byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin Norðurturnsins. Þar sé eingöngu vörumerki stefnda Íslandsbanka. Því sé þar af leiðandi hafnað sem fram komi í stefnu að á tveimur vörumerkjum þegar aðeins annað þeirra sé til staðar. Stefnandi telji að fyrrgreind tenging vörumerkja stefnanda og stefnda stríði gegn 2. mgr. 40. gr. laganna. Í ákvæðinu komi fram að með dómi einhver annar með han sé það ekki rökstutt nánar í stefnu. Hér megi einnig vísa til þess að stefndi hafi skráð sín vörumerki hjá Einkaleyfastofu og njóti þau því verndar. Einnig telji stefndi ljóst að notkun hans á vörumerkinu á Norðurturninum sé ekki villandi á neinn hátt. Þvert á móti sé notkun vörumerkisins í fullu samræmi við samning stefnda og Norðurturnsins hf. Loks mótmæli stefndi tilvísun stefnanda til 2. mgr. 76. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög sem stefndi fái ekki skilið hvernig geti átt við. Fyrir liggi samkvæmt framansögðu að ákvörðun stjórnarinnar hafi hvorki verið ógilt né að hún hafi brotið í bága við lög eða félagssamþykktir Norðurturnsins hf. 6 Í stefnu sé að finna nokkra umfjöllun um eignarhald stefnda Íslandsbanka í Norðurturninum hf. Fullyrðir stefnandi að úrskurðarvaldið varðandi merkingar á fasteigninni sé í raun á hendi stefnda, en ekki meðstefnda Norðurturnsins hf. Stefndi hafi bein og óbein áhrif á ákvarðanatöku Nor ðurturnsins hf. Þá sé krafist ógildingar á fyrrgreindri ákvörðun stjórnar Norðurturnsins hf. að því er virðist vegna brota á ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þessu mótmælir stefndi sem röngu og ósönnuðu. Fyrir liggi að stefndi Íslandsbanki e igi í dag, og hafi átt síðan um mitt ár 2015, 11,85% hlut í Norðurturninum hf., auk 54% hluta án atkvæða. Stefndi hafi ekki haft fulltrúa í stjórn Norðurturnsins hf. frá því um mitt ár Norðurturninn hf. Hafni stefndi því að bréf stefnda, dagsett 25. apríl 2017, um að stefndi hafi þegar gert töluverðar málamiðlanir vegna merkinga á fasteigninni, feli í sér að úrskurðarvaldið varðandi merkingar á fasteigninni séu á he ndi stefnda. Bréfið sé svar við bréfi stefnanda 10. apríl 2017. Augljóst sé af samhengi bréfanna að þegar vísað sé til málamiðlana að þá séu það málamiðlanir sem stefndi Íslandsbanki hafi gert á sínum kröfum. 18 7 Stefndi telji ljóst að hann hafi sýnt öðrum l eigutökum Norðurturnsins fulla tillitssemi í aðdraganda, við gerð og í kjölfar þess leigusamnings sem undirritaður var 21. desember 2016. Þannig hafi stefndi dregið úr sínum kröfum, meðal annars hvað varðar nafn Norðurturnsins. Líkt og fram komi í stefnu h afi ein þeirra hugmynda sem kom til skoðunar við gerð leigusamningsins verið að nefna fasteignina tekin til frekari skoðunar. Þá vísi stefndi einnig til þess að í fylgiskjali með leigusamningi stefnda og Norðurturnsins hf. hafi verið gert ráð fyrir að vörumerki Íslandsbanka, Ergó og VÍB yrðu sett efst á hornum bílastæðahúss og við innganga. Til að ná sáttum við stefnanda hafi stefndi Íslandsbanki gefi ð eftir þennan rétt samkvæmt samningnum. Því sé fyrrgreind röðun með þeim hætti í dag að efst er vörumerki stefnanda LS Retail, þá komi vörumerki Annata og loks vörumerki stefnda Íslandsbanka og Ergo. Samkvæmt þessu telji stefndi hafið yfir allan vafa að h ann hafi sýnt bæði viðsemjanda sínum, Norðurturninum hf., og öðrum leigutökum Norðurturnsins fulla tillitssemi. 8 Stefndi mótmæli kröfu stefnanda um dagsektir. Krafan sé lítt reifuð í stefnu, en einnig telji stefndi að ekki sé heimilt að hafa slíka kröfu uppi. Þá sé krafan allt of há. V Málsástæður réttargæslustefndu. Réttargæslustefndi Annata ehf. krefst greiðslu málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum. Réttargæslustefndi kveður hagsmuni sína og stefnanda fara saman og tekur réttargæslustefndi undir og styður kröfur og málsástæður stefnanda í málinu. Réttargæslustefndi Reginn hf. krefst þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað. Ekki séu gerðar kröfur á hendur þessum réttargæslustefnda, en tekið er fram að réttargæslustefndi eigi enga o g geti ekki átt aðild að málinu. Í stefnu sé réttargæslustefndi ranglega nefndur leigusali stefnda Íslandsbanka hf. í Norðurturninum og því sé um aðildarskort að ræða. VI Forsendur og niðurstaða. Með aðalkröfu sinni krefst stefnandi þess að ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka að Hagasmára 3 í Kópavogi setja upp vörumerki efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin fasteignarin nar verði ógilt. Jafnframt verði viðurkenndur réttur stefnanda til að setja upp vörumerki sitt á sama stað, þó þannig að vörumerki stefnanda verði staðsett ofar vörumerkjum annarra leigutaka og færist vörumerki Íslandsbanka hf. neðar sem því nemur, enda an nist stefnandi öflun tilskilins samþykkis byggingaryfirvalda og beri kostnað af uppsetningunni og rekstri merkingarinnar. Byggir stefnandi einkum á því að ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. brjóti gegn ákvæðum laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Stefndu, Norðurturninn hf. og Íslandsbanki hf., hafna sjónarmiðum í þá veru og benda á að stefnandi geti ekki átt aðild að þeim kröfum sem stefnandi setur fram í málinu. Vísar stefndi Norðurturninn hf. til þess að félagið hafi yfirráð og eignarrétt yfir y tra byrði fasteignarinnar og eigi tilvitnuð ákvæði laga um fjöleignarhús ekki við um sakarefni málsins og veiti stefnanda hvorki rétt til merkingar í samræmi við dómkröfur málsins né að merkingar verði fjarlægðar. Stefndi Íslandsbanki hf. tekur í sama stre ng og vísar að auki til þeirrar grunnreglu íslensks réttar að gerða samninga skuli halda og ekkert í málinu geti leitt til þess að skýrum ákvæðum í leigusamningi stefnda Íslandsbanka hf. við meðstefnda Norðurturninn hf. verði vikið til hliðar eða breytt me ð þeim hætti sem stefnandi krefjist. Svo sem rakið er í kafla I að framan gerðu stefnandi og stefndi Norðurturninn hf. með sér samning í nóvember 2015 um leigu á skrifstofurými að Hagasmára 3. Með þeim samningi var kveðið á um það í 19 lögskiptum aðila samn ingsins að stefnanda væri óheimilt að merkja sér húsið að utanverðu nema með sérstöku samkomulagi við leigusala, stefnda Norðurturninn hf., meðal annars um gjald, stærð og staðsetningu og eftir atvikum að fengnu samþykki byggingaryfirvalda. Af málsgögnum og framburði aðila og vitna fyrir dómi verður ráðið að eftir að stefnandi komst á snoðir um það í apríl 2016 að stefndi Íslandsbanki hf. myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið og að það ist þess að fá samþykki stefnda Norðurturnsins hf. til að merkja sér fasteignina á sama stað og stefndi Íslandsbanki hf. séreignir í eigu fleiri en eins aðila úr fasteignaskrá er fasteignin að Hagasmára 3 að öllu leyti í eigu stefnda Norðurturnsins hf. Í 4. mgr. 1. gr. laga um fjöleignarhús, sem stefnandi vísar til, er kveðið á um það að ákvæðu m laganna verði einnig beitt eftir því sem við eigi um önnur hús sem fleiri en einn á eða nýtir. Samkvæmt því sem segir í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum um fjöleignarhús verður lögunum ekki almennt beitt um hús sem er í eigu eins aðila. Í athugasemdunum er meðal annars tekið fram að lögin taki til margs konar annarra húsa samtengdra húsa. Ekki falli öll fjölbýlishús undir lögin, heldur eingö ngu þau hús þar sem eignaraðildin er með þeim hætti sem greinir í lögum. Þannig falla fjölbýlishús í eigu eins aðila ekki undir lögin. Samkvæmt því sem nú er fram komið verður ytra byrði hússins að Hagasmára 3 ekki talið vera sameign í skilningi laga nr. 2 6/1994 um fjöleignarhús og verða dómkröfur stefnanda að mati dómsins ekki reistar á því að með umþrættri ákvörðun stefnda Norðurturnsins hf. um heimild fyrir stefnda Íslandsbanka hf. hafi verið gengið á svig við lög um fjöleignarhús. Hvorki ákvæði 4. mgr. 1. gr. né 2. mgr. 2. gr. laga nr. 26/1994 fá breytt þessari niðurstöðu. Stefnandi byggir einnig á því, dómkröfum sínum til stuðnings, að leigutökum í húsinu sé mismunað með ólíkum skilmálum um sameign. Fullyrðir stefnandi að ákvörðun stefnda Norðurturnsin s hf. brjóti gegn d. lið 2. mgr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og með því að semja á ólíka vegu um réttindi sem lúta að sameign hússins hafi stefndi Norðurturninn hf. misnotað sér traust stefnanda sem leigjanda og brotið tilvitnað ákvæði samkeppnislag a. Þessu hafna stefndu Norðurturninn hf. og Íslandsbanki hf. Bendir sá síðarnefndi á að það sé hlutverk samkeppnisyfirvalda að framfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga og ákveða aðgerðir gegn samkeppnis - hamlandi aðgerðum fyrirtækja, sbr. a. og b. liði 8. gr. laganna. Í IV. kafla samkeppnislaga nr. 44/2005 er fjallað um bann við samkeppnis - hömlum. Í 10. gr. segir samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé vei dómsins að húsið að Hagasmára 3 og þar með talið ytra byrði þess falli ekki undir lög nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Því til viðbótar liggur fyrir að s tefnandi hefur ekki í málinu fært fyrir því haldbær rök að umþrætt ákvörðun stefnda stjórnar Norðurturnsins hf. feli í sér brot á samkeppnis - markaði og þá gegn hvaða fyrirtækjum. Þá heyra ætluð brot á samkeppnislögum undir Samkeppniseftirlitið sem hefur me ðal annars það hlutverk að lögum að ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja, sbr. b. lið 8. gr. laganna. Lítur dómurinn svo á að öll skilyrði 10. gr. samkeppnislaga skorti til þess að stefnandi geti reist kröfur sínar í málinu á lögunum. Dómkröfur stefnanda eru enn fremur byggðar á þeirri málsástæðu að leigutökum í húsinu sé gert að sæta því að ótengdum vörumerkjum sé blandað saman. Byggir stefnandi á því að merkingar á ytra byrði hússins falli undir sameign allra og hafi stefnandi mátt treysta því að þegar settar yrðu reglur um rekstur sameignar, þar með talið merkingar, yrðu leigjendur jafnsettir hvað sameignina varðar. Með því að einungis vörumerki stefnda Íslandsbanka hf. sé sýnilegt efst á ytra byrði hússins sé vörumerki stefnanda be int og óbeint tengt vörumerki stefnda Íslandsbanka hf. Stríði slík tenging vörumerkis gegn markmiðum vörumerkjalaga nr. 45/1997. Stefndu hafna sjónarmiðum stefnanda í þessa veru. Bendir stefndi 20 Íslandsbanki hf. á að vörumerki stefnanda sé ekki á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin á tengt vörumerki stefnda Íslandsbanka hf. Í 1. mgr. 40. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki er fjallað um bann gegn notkun villandi vörumerkja. Teljist notkun vörumerkis villandi eftir að það hefur verið framselt eða leyfi til notkunar þess hefur verið tilkynnt er heimilt að banna hlutaðeigandi að nota merkið í þeirri gerð sem það er. Í 2. mgr. greinarinnar, sem s tefnandi skírskotar til, kemur fram að sama eigi við ef vörumerki er annars villandi, eigandi þess notar það á villandi hátt eða einhver annar með hans samþykki. Fyrir liggur að stjórn stefnda Norðurturnsins hf. heimilaði stefnda Íslandsbanka hf., einum le igutaka að Hagasmára 3, að setja vörumerki sitt efst á ytra byrði. Að mati dómsins verður því ekki með nokkru móti fundin stoð að umþrætt ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. feli í sér brot á lögum um vörumerki, enda hefur stefnandi ekki skýrt það með neinum hætti að hvaða leyti notkun stefnda Íslandsbanka hf. á vörumerki sínu, á þann hátt sem um ræðir og hann hefur heimild til, getur talist villandi notkun vörumerkis og með hvaða hætti það snerti hagsmuni stefnanda og þá hvaða hagsmuni, enda er vö rumerki stefnanda ekki staðsett þar sem vörumerki stefnda Íslandsbanka hf. er staðsett á neyðarstigahúsinu. Verður ekki hjá því komist að hafna sjónarmiðum stefnanda í þessa veru. Sama á við um þá fullyrðingu stefnanda, þeirri kröfu hans til stuðnings að ó gilda eigi ákvörðun stjórnar stefnda Norðurturnsins hf., að stefndi Íslandsbanki hf. hafi misbeitt valdi sínu og haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnarinnar. Bendir stefnandi á að stefndi Íslandsbanki hf. sé stór hluthafi, lánveitandi og einn stærsti leigjand i hjá stefnda Norðurturninum hf. Þá felist bein og óbein áhrif bankans enn fremur í því að leigugreiðslur stefnanda séu lagðar inn á bankareikning hjá stefnda Íslandsbanka hf. Heldur stefnandi því fram öðrum þræði að ógilda eigi fyrrnefnda ákvörðun stjórna r stefnda Norðurturnsins hf. með það í huga að stefndi Íslandsbanki hf. sé fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002 og sé stefnda Íslandsbanka h f. er þessum sjónarmiðum stefnanda andmælt og bent á að Íslandsbanki hafi síðan 2015 átt 11,85% hlut í Norðurturninum hf. og 54% hluti án atkvæða og ekki haft fulltrúa í stjórn stefnda Norðurturnsins hf. frá því um mitt ár 2015. Að mati dómsins eiga þær má lsástæður sem stefnandi teflir fram í þessu sambandi það sammerkt að vera órökstuddar og án stuðnings við framlögð sönnunargögn. Er þær haldlausar og verður ekki á þeim byggt í málinu. Með aðalkröfu sinni krefst stefnandi þess einnig að viðurkenndur verð i réttur hans til að setja upp myndmerki sitt efst á ytra byrði Norðurturnsins vestan og austan megin við húsið. Vísar stefnandi til þess merki hans skuli að vikið verði frá efni 12. gr. viðauka við leigusamning milli stefnda Norðurturnsins hf. og stefnanda, einkum með vísan til 30., 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samni ngsgerð, umboð og ógilda löggerninga, auk meginreglna samningaréttarins. Stefndu hafna þessu. Bendir stefndi Íslandsbanki á að skírskotun stefnanda til 30. og 33. gr. sé órökstudd með öllu og málsástæða stefnanda því vanreifuð. Þá hafnar stefndi Norðurturn inn hf. því að leigusamningur stefnda við stefnanda sé ósanngjarn með nokkrum hætti. Í 36. gr. laga nr. 7/1936 segir að víkja megi samningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Við mat á þessu ber að líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við gerð samningsins og atvika sem síðar komu til. Í 30. gr. sömu laga segir að löggerningar skuldbindi ekki þann sem hann gerði ef hann var fenginn til þess með s vikum og sá maður sem tók við löggerningunum beitti sjálfur svikunum eða vissi að gerningurinn var gerður fyrir svik annars manns. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn einnig á 33. gr. laga nr. 7/1936 sem veitir heimild til þess að ógilda löggerninga þrátt f yrir að ógildingarástæður laganna séu ekki fyrir hendi ef það myndi verða talið stríða gegn heiðarleika í viðskiptum að beita löggerningnum. Í stefnu málsins kemur fram að stefnandi sé alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki og er því haldið fram að umfang starfse mi stefnanda hér á landi sé umtalsvert og vaxandi. Viðsemjandi stefnanda, stefndi Norðurturninn hf., er eigandi Hagasmára 3 og fer með rekstur hússins. Ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 felur í sér heimild til þess að breyta ósanngjörnum samningsákvæðum og lý sa óskuldbindandi löggerninga sem voru í upphafi gildir og allt fram að þeim tíma sem tók að halla á annan aðilann vegna atvika sem upp 21 komu eftir gerð samningsins. Fyrir liggur að stefnandi og stefndi Norðurturninn hf. gerðu með sér samning í nóvember 201 5 um leigu stefnanda á skrifstofurými á fjórum efstu hæðum hússins. Í samningnum er kveðið á um það að stefnanda sé óheimilt að merkja sér húsið að utanverðu nema með sérstöku samkomulagi við stefnda Norðurturninn hf. Ekki varð af slíku samkomulagi milli a ðila samningsins og svo fór að stjórn stefnda Norðurturnsins hf. ákvað á fundi sínum 4. nóvember 2016 hvernig háttað skyldi merkingum á ytra byrði og einnig innan dyra í sameign hússins. Efni ákvörðunar stjórnar stefnda Norðurturnsins er rakið í kafla I að framan. Hvorki verður ráðið af málsgögnum né framburði aðila og vitna fyrir dómi að stefnandi hafi ekki gengið frjáls til þess leigusamnings sem hann gerði við stefnda Norðurturninn hf. Þá er ekkert það fram komið sem rennt getur stoðum undir það að stefn andi hafi verið beittur blekkingum eða svikum af hálfu stefnda Norðurturnsins hf. við samningsgerðina, sbr. ákvæði 30. og 33. gr. laga nr. 7/1936. Fram kom í framburði Ríkharðs Ottós Ríkharðssonar, framkvæmdastjóra stefnda Norðurturnsins hf., fyrir dómi að við gerð samninga um leigu á fasteigninni hefði alltaf legið fyrir að ákvörðun um endanlega útfærslu á öllum merkingum í fasteigninni væri í höndum stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. og hafi leigusamningur við stefnanda verið þannig útfærður. Vísaði hann einnig til þess að merkingar hefðu verið í kynningargögnum fyrir eignina á árunum 2007 og 2008, það er tölvuunnar myndir með merki Smáralindar efst á húsinu. Samkvæmt því sem nú er fram komið þykja ekki vera nein efni til þess að verða við kröfu stefnand a í þá veru að réttur hans til uppsetningar á vörumerki verði viðurkenndur eins og krafist er á þann hátt að dómurinn nýti undantekningarheimild 36. gr. laga nr. 7/1936 og víki til hliðar efni 12. gr. í viðauka við leigusamning á milli stefnanda og stefnda Norðurturnsins hf., sem aðilar samningsins komust að samkomulagi um. Í málinu er ekkert það fram komið sem bendir til að hallað hafi á stefnanda við samningsgerðina og er stefnandi bundinn af þessu ákvæði samnings þrátt fyrir að stefndi Norðurturninn hafi síðar samið á annan veg við stefnda Íslandsbanka hf. Er við það miðað við úrlausn málsins að í eignarhaldi stefnda Norðurturnsins hf. á Hagasmára 3 felist óskoraðar valdheimildir til að haga merkingum á ytra byrði hússins, og annars staðar, með þeim hætti sem stjórn stefnda kýs að telja þeim best fyrir komið. Til þess má einnig líta að ekkert liggur fyrir um að stefndi Norðurturninn hf. hafi ekki uppfyllt umsamdar skyldur sínar samkvæmt leigusamningi við stefnanda og efnt þær að fullu gagnvart stefnanda um þau atriði sem mál þetta varðar. Þá liggur fyrir samkvæmt ljósmyndum í málsgögnum að fyrirtæki stefnanda, og annarra leigutaka í húsinu, eru merkt á ytra byrði hússins, efst á hornum bílastæðahúss og við innganga í húsið. Við úrlausn málsins verður ekki horft fram hjá því að ákvörðun um merkingu Íslandsbanka hf. á ytra byrði Hagasmára 3, sem stefnandi krefst að dómurinn ógildi, sbr. aðal - og varakröfu stefnanda, var tekin af þar til bærri stjórn hlutafélags með heimild í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. S tefnandi er ekki hluthafi í stefnda Norðurturninum hf. og getur því ekki fengið ákvörðun stjórnar félagsins ógilta með dómi. Til þess skortir stefnanda heimild að lögum. Er því óhjákvæmilegt annað en að fallast á sjónarmið stefndu, Norðurturnsins hf. og Ís landsbanka hf., um að stefnanda skorti lögmæta aðild að dómkröfum sem fela í sér ógildingu ákvarðana stjórnar stefnda Norðurturnsins hf. Sama á við um aðild stefnanda að kröfu um viðurkenningu á rétti hans til að merkja sér fasteignina og kröfu um að merki stefnda Íslandsbanka hf. verði fjarlægt af húsinu. Er það niðurstaða dómsins að stefndu eru sýknaðir af kröfum stefnanda í málinu með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með varakröfu sinni í málinu krefst stefnandi þess að m argnefnd ákvörðun stefnda Norðurturnsins hf. um að stefndi Íslandsbanki hf. megi einn leigutaka að Hagasmára 3 setja upp vörumerki sitt efst á ytra byrði neyðarstigahúsa vestan og austan megin hússins, verði ógilt, og að stefndu verði in solidum dæmdir til að fjarlægja merki stefnda Íslandsbanka hf. sem staðsett er á sama stað og stefnandi vill staðsetja sitt vörumerki að viðlögðum dagsektum. Til þrautavara krefst stefnandi þess að fyrrnefnd Varakrafa og þrautavarakrafa stefnanda eru byggðar á sömu málsástæðum og aðalkrafa hans. Með vísan til umfjöllunar um aðalkröfu stefnanda að framan verða stefndu einnig sýknaðir af vara - og þrautavarakröfu stefnanda í málinu. 22 Með vísan til framangreindra r niðurstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu, Norðurturninum hf. og Íslandsbanka hf., málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 1.800.000 krónur til hvors þeirra. Þá verður stefnanda gert að greiða réttargæslustefnda Regin hf. 300.000 krónur í málskostnað. Í ljósi úrslita málsins skulu stefndu, Norðurturninn hf. og Íslandsbanki hf., vera sýkn af kröfu réttargæslustefnda Annata ehf. um greiðslu málskostnaðar. Fyri r uppkvaðningu dómsins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Stefndu, Norðurturninn hf. og Íslandsbanki hf., skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, LS Retail ehf. Stefnandi greiði stefndu, hvorum fyrir sig, 1.800.000 krónur í málskostnað Stefnandi greiði réttargæslustefnda Regin hf., 300.000 krónur í málskostnað. Stef ndu, Norðurturninn hf. og Íslandsbanki hf., skulu vera sýkn af kröfu réttargæslustefnda Annata ehf. um greiðslu málskostnaðar.