LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðju daginn 10 . september 2019. Mál nr. 446/2019: Eyja eignir ehf. ( Jóhann Pétursson lögmaður ) gegn Fylki ehf. ( Skarphéðinn Pétursson lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Sönnun. Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi. Útdráttur E ehf. kærði úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu F ehf. um að bú E ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í úrskurði Landsréttar kom fram að heimild 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. , til að krefjast gjaldþrotaskipta á búi skuldara , væri samkvæmt hljóðan sinni bundin við lánardrottna skuldara. Að ilum bæri í engu saman um hvernig viðskiptum þeirra á milli hefði verið háttað eða hvernig uppgjöri vegna þeirra skyldi hagað. Þá hefði F ehf. hvorki lagt fram skrifleg gögn um þann lánssamning sem hann kvaðst reisa kröfu sína um gjaldþrotaskipti á né freistað þess að færa sönnur á tilvist og efni hans eftir öðrum þeim leiðum sem honum væru færar eftir ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991 . Taldi Landsréttur því að varhugavert væri að telja F ehf. hafa sýnt nægilega fram á að hann ætti þá fjárkröfu á hendur E ehf., sem krafa hans um gjaldþrotaskipti væri reist á , og var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Úrskurður Landsrétta r Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 14. júní 2019 en kærumálsgögn bárust réttinum 27. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóm s Reykjavíkur 3. júní 2019 í málinu nr. X - 22/2018 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að bú sóknaraðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrota skipti o.fl . 2 Sóknaraðili krefst þess a ð hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfu varnaraðila um gjaldþrotaskipti á búi sóknaraðila hafnað. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 2 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úr skurðar. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar en til vara málskostnaðar í héraði og að kærumálskostnaður falli niður. Niðurstaða 4 Heimild 65. gr. laga nr. 21/1991 til að krefjast gjaldþrotaskipta á búi skuldara er samkvæmt hljó ðan sinni bundin við lánardrottna skuldara. Af því leiðir að skiptabeiðandi verður að færa fram fullnægjandi sönnur fyrir því að hann eigi lögvarða kröfu á hendur skuldar a um peningagreiðslu eða aðra greiðslu sem unnt er að meta til verðs þótt ekki sé áski lið að krafan hafi áður verið dæmd eða hún viðurkennd. 5 Krafa varnaraðila um gjaldþrotaskipti á búi sóknaraðila að fjárhæð 18.479.500 krónur er reist á peningaláni sem varnaraðili kveðst hafa veitt sóknaraðila á nánar tilgreindu tímabili . Því til stuðnings hefur varnaraðili lagt fram í málinu yfirlit yfir millifærslur á umræddu tímabili á reikning í eigu sóknaraðila samtals að sömu fjárhæð. Af yfirlitinu verður ekki ráðið að þær millifærslur sem þar eru tilgreindar hafi falið í sér lánveitingu af hálfu varnaraðila . Þá hefur varnaraðili hvorki lagt fram skriflegan lánssamning milli aðila né önnur skrifleg gögn um samningsgerð þessa efnis milli aðila. 6 Sóknaraðili hefur fyrir sitt leyti andmælt því að varnaraðili hafi veitt sér peningalán. Byggir hann á því að fyrirsvarsmaður hans hafi innt af hendi vinnuframlag í þágu varnaraðila og gert honum reikninga af því tilefni að fjárhæð samtals 18.810.510 krónur auk þess sem sóknaraðili hafi greitt varnaraðila eða í hans þágu samtals 14.500.000 krónur . Byggir sókna raðili á því í málinu að hann eigi kröfur á hendur varnaraðila samtals að fjárhæð 33.910.510 krónur. 7 Samkvæmt framansögðu ber aðilum í engu saman um hvernig viðskiptum þeirra á milli hafi verið háttað eða hvernig hagað skuli uppgjöri vegna þeirra. 8 Sem að framan greinir hefur varnaraðili hvorki lagt fram skrifleg gögn um þann lánssamning sem hann kveðst reisa kröfu sína um gjaldþrotaskipti á né freistað þess að færa sönnur á tilvist og efni hans eftir öðrum þeim leiðum sem honum eru færar eftir ákvæð um laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991. Eins og málið liggur fyrir er varhugavert að telja varnaraðila hafa sýnt nægilega fram á að hann eigi þá fjárkröfu á hendur sóknaraðila, sem krafa um gjaldþrotaskipti er reis t á. 9 Með vísan til framangreinds verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og kröfu varnaraðila um gjaldþrotaskipti á búi sóknaraðila hafnað. Eftir þessum úrslitum verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í úrskurðarorði greinir. 3 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og kröfu varnaraðila, Fylkis ehf., um að bú sóknaraðila, Eyja eigna ehf., verði tekið til gjaldþrotaskipta, hafnað. Varnaraðili greiði sókn araðila samtals 1.000.000 króna í málskostnað og kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júní 2019 Krafa sóknaraðila, Fylkis ehf., kt. 540169 - 3229, Grensásvegi 50, Reykjavík, um að bú varnaraðila, Eyja eigna ehf., kt. 580213 - 2780, Hafnarstræt i 18, 101 Reykjavík verði tekið til gjaldþrotaskipta barst dóminum 4. október 2018. Þing var sótt af hálfu varnaraðila við þingfestingu málsins 12. desember 2019 og kröfunni mótmælt. Var þá þingfest ágreiningsmál þetta, sbr. 1. mgr. 168. gr. laga nr. 21/19 91 um gjaldþrotaskipti o.fl. og málinu frestað til 4. janúar 2019 til framlagningar greinargerðar af hálfu varnaraðila sem lögð var fram í þinghaldi þann dag. Málinu var úthlutað til dómara sama dag og boðað til fyrirtöku 11. janúar 2019. Málinu var fresta ð að beiðni sóknaraðila til 4. febrúar 2019 og síðan til 20. febrúar 2019 að beiðni varnaraðila. Málinu var frestað utan réttar að beiðni aðila til 6. mars 2019 og síðan til 3. apríl 2019, þar sem ákveðin var aðalmeðferð 7. maí 2019. Að lokinn aðalmeðferð þann dag var málið tekið til úrskurðar. Sóknaraðili krefst þess að bú varnaraðila verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þá krefst hann málskostnaður úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar ú r hendi sóknaraðila. I Málavextir Samkvæmt beiðni sóknaraðila er krafa hans um gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila byggð á 1. tölulið 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Krafa sóknaraðila er byggð á skuld samkvæmt peningaláni á tímabilinu frá 21. ágúst 2015 til 29. ja núar 2018. Í málinu er lagt fram yfirlit yfir millifærslur sóknaraðila til varnaraðila Sóknaraðili lýsir í beiðninni kröfu, samtals að fjárhæð 26.409.251 króna sem sundurliðast þannig: Höfuðstóll 18.479.500 krónur Dráttarvextir til 03.10.2018 6.665.116 krónur Innheimtuþóknun 989.222 krónur Gjaldþrotaskiptabeiðni 20.000 krónur Kostnaður vegna gjaldþrotaskipta 15.000 krónur Upplýsingaöflun 3.000 krónur Virðisaukaskattur 237.413 krónur Samtals 26.409.251 krónur Í kröfunni vísar sóknaraðili til þess að árangurslaust fjárnám hafi verið gert hjá varnaraðila 5. júlí 2019. Varnaraðili vísar til þess að hann hafi verið í fasteignaviðskiptum og þjónustu vegna fasteigna síðan 2013, einkum í Vestmannaeyjum. Varnaraðili h efur m.a. haft umsjón með leigusamningum og unnið að viðgerðum og endurbótum á fasteignum í eigu sóknaraðila og tengdra félaga, en sóknaraðili átti fasteign 4 að Kirkjuvegi 72 í Vestmannaeyjum. Þessar framkvæmdir voru fjármagnaðar af sóknaraðila. Félagið Aus turstræti 3 ehf. sem er tengt sóknaraðila, átti eignina Skólaveg 1 í Vestmannaeyjum, en umfangsmikið verk varnaraðila við að gera fasteignina upp og breyta henni í veitingastað var fjármagnað af sóknaraðila. Jafnframt stóð til að varnaraðili og eigandi var naraðila eignuðust hlut í eigninni Skólavegi 1. Samskipti milli aðila gengu ágætlega þar til á miðju ári 2018 þegar ágreiningur varð um eignarhald á Skólavegi 1 og uppgjör vegna þess og eignarhalds á varnaraðila. Þessi ágreiningur hefur m.a. leitt til þess að sóknaraðili hefur kært fyrirsvarsmann varnaraðila til lögreglu og krafist gjaldþrotaskipta á hendur forsvarsmanni varnaraðila en því var hafnað. Sáttatilraunir milli aðila hafa ekki borið árangur en varnaraðili vísar til þess að hann hafi verið reiðu búinn að fallast á sáttatilboð sem borist hafi frá sóknaraðila og liggi fyrir í gögnum málsins. II Málsástæður og lagarök sóknaraðila Sóknaraðili byggir kröfu um gjaldþrotaskipti á 2. mgr. 1. tl. 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Með á rangurslausu fjárnámi hjá varnaraðila þann 5. júlí 2018 hafi verið staðfest af opinberum aðila að fjárhagur varnaraðila sé slíkur að hann réttlæti að aðrir kröfuhafar geti á grundvelli þess fjárnáms krafist gjaldþrota - skipta. Löglíkur séu fyrir því að ef s lík beiðni kemur fram innan þriggja mánaða frá árangurslausu fjárnámi, þá beri að fallast á kröfu um gjaldþrotaskipti enda geti varnaraðili ekki gert líklegt að hann sé fær um að greiða skuldina. Fjárnámi þriðja aðila hjá varnaraðila lauk með árangurslausu fjárnámi þann 5. júlí 2018. Krafa sóknaraðila um gjaldþrotaskipti var móttekin í Héraðsdómi 4. október 2018 eða innan þeirra tímamarka sem ákvæðið áskilur. Sóknaraðili vísar til þriggja dóma Hæstaréttar þar sem fram komi að ýmsar af þeim vörnum sem varn araðili byggir á, eigi ekki við í máli sem rekið er sem ágreiningsmál vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. Sóknaraðili vísar til Hrd. nr. 313/2006 sem staðfesti að það skipti ekki máli á hvaða formi kröfurnar væru, hvort þær væru ódæmdar eða fjárhæðir umdeilan legar. Þar hafi bótakrafa sem vísað hafði verið frá í refsimáli verið grundvöllur gjaldþrotaskipta. Þrátt fyrir það hafi krafan náð fram að ganga, með vísan til þess að það sé ekki skilyrði að krafan sé lögvarin með gjalddaga. Um hafi verið að ræða ódæmda skaðabótakröfu þar sem fjárhæð kröfunnar var umdeild. Í Hrd. nr. 338/2014 skipti ekki máli þó því væri haldið fram að krafan væri fyrnd, enda hefði sá ágreiningur ekki verið til lykta leiddur fyrir dómstólum. Sóknaraðili vísar til þess að engu máli skipti þótt varnaraðili hafi greitt þá kröfu sem varð grundvöllur að árangurslausu fjárnámi annars lánadrottins, sbr. Hrd. nr. 437/2015. Varnaraðili verði að sýna fram á að hann sé gjaldfær þrátt fyrir árangurslausa fjárnámið. Í því skyni nægi ekki að greiða up p skuldina sem varð grundvöllurinn að árangurslausa fjárnáminu. Sóknaraðili vísar til þess að í málinu liggi fyrir upplýsingar úr ársreikningi og útprentun úr vanskilaskrá, sem gefi ágæta mynd af efnahag sóknaraðila. Þar komi fram a.m.k. þrjár kröfur sem bendi til ógjaldfærni. Gjaldþrotaskiptum sé ekki ætlað að koma til þegar engar eignir eru í búinu heldur þegar fyrir liggur að þrotamaður getur ekki greitt skuldir sínar. Sóknaraðili vísar til þess að búið sé að færa allar eignir varnaraðila til annars félags og félagið sé því eignalaust í dag. Sóknaraðili telur að þessar ráðstafanir standist ekki skoðun skiptastjóra og því sé varnaraðili að reyna að verjast kröfunni. III Málsástæður og lagarök varnaraðila Varnaraðili vísar til þess að sóknaraðili eigi ekki lögvarða kröfu á hendur varnaraðila. Samkvæmt bókhaldi varnaraðila sé engin skuld við sóknaraðila. Í gjaldþrotabeiðninni komi fram peningalán á tímabilinu frá 25. ágúst 2015 til 29. janúar 2018, samtals um 26,5 milljónir í heildina, þ.mt. innheimtuþó knun, enda þótt krafan hafi aldrei verið send í innheimtu. Beiðnum varnaraðila um að fá viðskiptayfirlit milli félaganna hafi ekki verið svarað. Sóknaraðil hafi ekki gefið neinar skýringar á þessum 5 millifærslum, hann hafi aldrei krafist endurgreiðslu á þei m og aldrei sent innheimtuviðvörun, fyrr en gjaldþrotabeiðnin var send, enda þótt fyrstu millifærslurnar séu frá því í ágúst 2015. Varnaraðili vísar til þess að krafa sóknaraðila byggist á yfirliti yfir millifærslur sem taki hvorki tillit til innborgana af hálfu varnaraðila né þess vinnuframlags sem varnaraðili hafi innt af hendi fyrir sóknaraðila. Samtals nemi innborganir frá varnara ðila til sóknaraðila 8.000.000 króna en auk þess hafi varnaraðili að beiðni sóknaraðila, greitt félaginu Ófærum ehf. 3.000.000 króna. Þá hafi varnaraðili greitt Sigurði Ólasyni, forsvarsmanni sóknaraðila til 3.500.000 krónur. Reikningar og vinnuskýrslur fr á varnaraðila til sóknaraðila nemi 18.810.510 krónum. Varnaraðili vísar jafnframt til þess að sóknaraðili hafi innheimt leigu af fasteigninni Esjugrund 38, sem var í eigu varnaraðila samtals 600.000. krónur. Varnaraðili vísar til þess að höfuðstólsfjárhæð kröfu sóknaraðila í gjaldþrotaskiptabeiðninni sé 18.479.500 krónur, en höfuðstólsfjárhæð krafna varnaraðila á hendur sóknaraðila sé 33.910.510 krónur, og sé þá ekki tekið tillit til ógreiddrar kaupsamningsgreiðslu vegna fasteignarinnar Esjugrundar 38. Va rnaraðili byggir á því að enda þótt úrskurður Héraðsdóms í þessu máli feli ekki í sér efnisdóm um kröfuna þá verði sóknaraðili allt að einu að sýna fram á að hann eigi kröfu á hendur varnaraðila, sbr. Hrd. nr. 437/2015. Gjaldþrotakrafa sóknaraðila sé gagng ert sett fram til þess að komast hjá því að fara með málið fyrir dóm, enda sýni umræddar millifærslur ekki raunstöðu milli sóknar - og varnaraðila. Varnaraðili byggir á því að félagið sé gjaldfært félag og það árangurslausa fjárnám sem vísað sé til í gjald þrotabeiðninni og gert var hjá varnaraðila þann 5. júlí 2018 sé að fullu uppgert þann 31. júlí 2018. Langt sé liðið frá umræddri gerð og hún gefi ranga mynd af fjárhag varnaraðila. IV Niðurstaða Krafa sóknaraðila styðst við 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr . 21/1991 sem heimilar kröfuhafa að krefjast gjaldþrotaskipta ef ekki eru liðnir þrír mánuðir frá því að fjárnám er gert hjá skuldara án árangurs og þar til krafan er móttekin hjá héraðsdómi. Árangurslaust fjárnám var gert hjá varnaraðila 5. júlí 2018 og g jaldþrotabeiðnin var móttekin hjá dóminum þann 4. október 2018 og er því innan þeirra tímamarka sem áskilin eru í ákvæðinu. Líta verður svo á að hið árangurslausa fjárnám sé sönnunargagn um ógjaldfærni sóknaraðila. Sóknaraðila er heimilt að krefjast gjaldþ rotaskipta á þessum grundvelli, óháð því hvort árangurslausa gerðin hafi farið fram að kröfu hans eða annars kröfuhafa og án tillits til þess þótt skuldin sem leiddi til fjárnámsins hafi verið greidd. Í málinu liggur fyrir og er óumdeilt að sóknaraðili mi llifærði tilteknar fjárhæðir inn á reikning varnaraðila. Varnaraðili hefur hins vegar borið því við að þessar fjárhæðir hafi ýmist verið endurgreiddar eða verið endurgjald fyrir vinnu sem varnaraðili hafi innt af hendi. Hvað sem líður einkaréttarlegum ágre iningi milli sóknaraðila og varnaraðila liggur fyrir að sá ágreiningur hefur ekki verið leiddur til lykta fyrir dómstólum. Umræddar fjárhæðir voru sannanlega greiddar inn á reikning varnaraðila og ágreiningur um endurgreiðslur og uppgjör þeirra kemur ekki í veg fyrir að krafa sóknaraðila um gjaldþrotaskipti nái fram að ganga. Breytir engu í þessu sambandi þó að sjónarmið varnaraðila séu að einhverju leyti réttmæt um að fjárhæð kröfunnar sé umdeild. Þrátt fyrir að hið árangurslausa fjárnám veiti sönnur um óg jaldfærni varnaraðila getur hann samkvæmt upphafsákvæði 2. mgr. 65. gr. laganna varist kröfu um gjaldþrotaskipti með því að sýna fram á að hann geti, þrátt fyrir fjárnámið, staðið við skuldbindingar sínar. Sönnunarbyrði um þetta hvílir á varnaraðila. Samkv æmt óendurskoðuðum ársreikningum sem varnaraðili hefur lagt fram er eigið fé félagsins neikvætt í lok árs 2017 en það er nýjasti ársreikningurinn sem er lagður fram í málinu. Ársreikningar fyrir það ár og árið á undan sýna jafnframt tap á rekstri félagsins . Ekki liggja frekari gögn til upplýsinga á fjárhagstöðu varnaraðila að öðru leyti en því að lögð er fram staðfesting frá Landsbankanum um að ráðstöfunarfé varnaraðila á tilteknum reikningi sé 5.211.883 krónur á tilteknum degi. Verður ekki talið að með þes su hafi varnaraðila tekist að sýna fram á að hann sé gjaldfær þrátt fyrir kröfu sóknaraðila. 0 Með vísan til alls þess sem að framan greinir ber því að fallast á kröfu sóknaraðila um gjaldþrotaskipti á búi varnaraðila. 6 Með vísan til úrslita málsins og með hliðsjón af málatilbúnaði aðila verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila 400.000 krónur í málskostnað. Af hálfu sóknaraðila flutti málið Skarphéðinn Pétursson lögmaður. Af hálfu varnaraðila flutti málið Trausti Hermannsson lögmaður. Helgi Sigurðss on, héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 4 janúar sl. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Bú varnaraðila, Eyja Eigna ehf., er tekið til gjaldþrotaskipta. Varnaraðili greiði sóknaraðila, Fylki ehf., 400.000 krónur í málskostnað.