LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 20. nóvember 2020. Mál nr. 306/2019 : Ákæruvaldið (Hulda María Stefánsdóttir saksóknari ) gegn X (Guðmundur Ágústsson lögmaður , Haukur Freyr Axelsson lögmaður, 4. prófmál ) (Þórdís Bjarnadóttir réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Sönnun. Sýkna. Útdráttur X var ákærður fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við A án hennar samþykkis og notfært sér að þannig var ástatt u m hana að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í dómi Landsréttar kom fram að engin mæling á áfengi í blóði og þvagi A lægi fyrir í málinu. Að virtum framburði X, A og þriggja vitna var ekki talið að ákæruvaldið hefði sannað a ð A hefði sökum ölvunar verið í ástandi sem gerði hana ófæra um að sporna við gjörðum annarra. Þá bæru fyrirliggjandi gögn með sér að A hefði í fyrstu ekki upplifað háttsemi X sem nauðgun. Loks voru yfirlýsingar X í rafrænum samskiptum til B og A ekki tald ar fela í sér játningu sem leitt gæti til sakfellingar samkvæmt ákæru. Að öllu þessu virtu var ekki talið að ákæruvaldinu hefði gegn eindreginni neitun X tekist að sanna svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að X hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hon um var gefin að sök í ákæru. Var X því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins og einkaréttarkröfu A vísað frá dómi. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Hervör Þorvaldsdóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 10. apríl 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. apríl 2019 í málinu nr. S - /2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 2 3 Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara að refsing hans verði milduð og bundin skilorði. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að hún verði stórlega lækkuð. 4 Brotaþoli, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. janúar 2016 til 5. október 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Í málinu er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 30. janúar 2016, að í Reykjavík, haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola án hennar samþykkis og notfært sér að þannig var ástatt um hana að hún ga t ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Er þetta talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru. 6 Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af framburði ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi, sem lýst er í hinum áfrýjaða dómi. Í lýsingu héraðsdóms skortir á að gerð sé grein fyrir atriðum er horfa fremur til sýknu en sektar. Hér verða því nokkur atriði rakin en að öðru leyti vísast um framburð ákærða og vitna til hins áfrýjaða dóms. 7 Ákærði bar meðal annars fyrir dómi, um ölvunarástand brotaþola er hann sótti hana á veitingastaðinn [...] rafræn skilaboð ákærða til brotaþola og B , sagði ákærði sig hafa viljað biðjast afsökunar á því að brotaþoli hefði upplifað atvik með væri umtalað að það væri einhver nau staðar í kringum hann hafi verið talað um að þetta væri nauðgun og honum hafi verið byrjað að líða eins og hann hefði gert eitthvað rangt. Hann hefði aldrei fengið að tjá sig um neitt og búið hafi verið að útiloka allt sem hann vildi segja. Honum hafi fundist þetta rangt af því að fólk var búið að vera að tala um það. Um þann þátt skilaboðanna vísaði hann til þess blóðs sem hafi allt í einu komið við samfarirnar. Spurningum um hvort hann hafi í skilaboðunum verið að játa því að hafa nauðgað brotaþola svaraði ákærði ítrekað neitandi. Þá svaraði hann spurningu um hvort það hafi haft áhrif á svar hans til brotaþola, að hún hefði sag st íhuga að kæra hann, svaraði hann játandi. Sagði að ég, ég fer allt í einu að, finnst eins og ég þurfi að svara henni til þess að róa hana iggjandi bréfi brotaþola, sem varð tilefni skilaboðanna 3 B bestu vinkonu mína þegar hún spurði mig útí þetta og ég sagði henni hvað hafði gerst og það var ekki fyrr en hún sagði mér hversu alvarl B sagði mér það sem ég hafði ekki áttað mig á, þú nauðgaðir mér, þú baðst ekki fyrirgefningar 8 Brotaþoli kvaðst fyrir dómi mun a eftir því að hafa sest á gólfið í anddyri heima hjá ákærða og ákærði kallað á hana. Það næsta sem hún muni eftir sé að ákærði hafi verið bara ekkert á því hvað var að gerast. Þetta var bara svona sekúndubrotadæmi, sko, dómi hvort þetta væri rétt svaraði brotaþoli í upphafi þar sem henni hafi ekki fundist saga sín nógu alvarle g en hún hafi leitað þangað eftir mikla pressu frá vinum. 9 C - því að hann hafi munað þetta betur er hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Hann tók fram að muna eftir því að hún hefði verið meðvitundarlaus eða í einhverju sérstöku ástandi sem krefðist athygli. Um atvik þegar hann aðstoðaði brotaþola út í bíl við [...] sagði hefði verið í þannig ástandi að ég þurfti að bera hana og hún var svo gott sem rænulaus eð 10 D , sem borið hafði hjá - 10, svaraði sömu spurningu fyrir dómi með því að skýrslu sína hjá lögre hafi ekki einu sin kannaðist hann hins vegar ekki við þetta. Hann minnti að brotaþoli hefði sagt við hann En við það að deyja , hérna, ég held að það hafi verið, hérna, rangt hjá mér. Það hafi 4 hafði minni áhyg gjur að hún myndi deyja áfengisdauða heldur en á [...] að þegar þau hefðu stoppað á bensínstöðinni [...] , þar sem brotaþoli fór á klósettið, hafi hún ekki átt í neinum erfiðleikum með að labba inn. 11 E , sem var í sama vinahópi og ákærði og bro taþoli, bar fyrir dómi að brotaþoli hefði gæja, séð eftir því meira. En segir síðan við mig að, eftir að hún væri búin að tala við B vinkonu sína í smá tíma, þá væri hún, á þessum tímapunkti sem hún er að segja mér þetta, sem er um 3 - 4 mánuðum eftir að atvikið á að hafa gerst, að þá sé hún farin að svona hallast að því að kannski hafi þe Niðurstaða 12 Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Hið sama greinir í 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í samræmi við það er í 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála kveðið á um að sönnunarbyrði hvíli á ákæruvaldinu um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Við sönnunarmat þarf að gæta þeirrar meginreglu sem kemu r fram í 1. mgr. 109. gr. sömu laga en samkvæmt henni metur dómur hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verður vefengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnun argildi skýrslur ákærða hafi, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. 13 Í málinu er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola án hennar samþykkis og notfært sér að þannig var ástatt um hana að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. 14 Engin mæling á áfengi í blóði og þvagi brotaþola liggur fyrir í málinu. Ræðst það því af framburðum ákærða og vitna hvort sannað teljist að brotaþoli hafi verið í því ástandi sem gr einir í ákæru. Ákærði bar fyrir dómi að brotaþoli hefði verið miðlungs drukkin, alls ekki ofurölvi og aldrei of full til að geta ekki tekið sínar eigin ákvarðanir. Brotaþoli bar hins vegar að hún hefði verið mjög ölvuð, myndi bara hluta atburðarásarinnar e ftir að ákærði sótti hana á [...] og ekkert á milli þess sem hún sat á gólfinu í anddyri heima hjá ákærða og þar til hann hafi verið kominn ofan á hana að hafa samfarir við hana. Framburður brotaþola fær stuðning í skýrslu B fyrir dómi, sem bar um mikla öl vun og slæmt ástand brotaþola á [...] . B skildi hins vegar við brotaþola á [...] og nokkur tími leið þar til ákærði og brotaþoli voru komin heim til ákærða. Þannig keyrðu þau frá [...] , sem er á , niður í miðbæ Reykjavíkur og að Hörpu, þar sem C fór úr bílnum. Þau stoppuðu síðan á bensínstöðinni [...] við , óku í kjölfarið í í Kópavogi, þar sem D fór úr bílnum, og fóru loks heim til ákærða í . Öllum ber saman um að brotaþoli hafi ekki neytt áfengis eftir að bílferðin hófst. 5 15 C bar fyrir d ómi að brotaþoli hefði verið með fulla rænu, verið virk og vakandi. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hún hefði verið meðvitundarlaus eða í einhverju sérstöku ástandi sem krefðist athygli. Um atvik þegar hann aðstoðaði brotaþola út í bíl við [...] minnti að minnsta kosti ekki minna að hún hefði verið í þannig ástandi að hún hafi ekki haldið haus. D verið hún hefði verið við það að deyja áfengisdauða og kvaðst hafa haft minni áhyggjur af slíku í bílferðinni en á [...] . Þá bar hann að þegar þau hefðu stoppað á [...] , þar sem brotaþ oli fór á klósettið, hafi hún ekki átt í neinum erfiðleikum með að labba inn. 16 Að framangreindu virtu verður ekki talið að ákæruvaldið hafi sannað að brotaþoli hafi sökum ölvunar verið í ástandi sem gerði hana ófæra um að sporna við gjörðum annarra. Þá bera fyrirliggjandi gögn með sér að brotaþoli hafi í fyrstu ekki upplifað háttsemi ákærða sem nauðgun. Þannig kemur fram bæði í framburði hennar fyrir dómi og í því bréfi sem hún ritaði ákærða að það hafi ekki verið fyrr en hún talaði við B vinkonu sína sem hún hafi áttað sig á því hversu alvarlegt þetta hafi verið. Hún leitaði ekki til neyðarmóttöku og ekki til fyrr en allnokkrum mánuðum síðar. Fyrir dómi kom fram að henni hafi ekki fundist saga sín nógu alvarleg en hún hafi leitað til eftir mik la pressu frá vinum. Kæra var ekki lögð fram fyrr en tæpu einu og hálfu ári eftir að atvik gerðust. 17 Í hinum áfrýjaða dómi var lagt til grundvallar að yfirlýsingar ákærða í rafrænum skilaboðum til B og brotaþola yrðu ekki skýrðar á annan hátt en að hann væ ri að biðjast afsökunar á því að hafa haft samræði við brotaþola þótt hún hafi verið svo ölvuð að hún hafi ekki getað spornað við samræðinu. Á þetta verður ekki fallist. Fyrir dómi margneitaði ákærði því að með skilaboðunum hefði hann verið að játa því að hafa nauðgað brotaþola. Í skilaboðunum baðst hann fyrirgefningar, sagðist vita að háttsemi hans hefði verið röng og að hann hefði gert slæman hlut. Í skilaboðunum til B tók ákærði hins vegar fram að hann hefði spurt brotaþola þrisvar sinnum hvort hún vildi gera þetta. Þá ritaði hann skilaboð sín til brotaþola vegna bréfs brotaþola þar sem hún tók meðal annars fram að ákærði hefði ekki enn beðist fyrirgefningar og hún væri alvarlega að íhuga að kæra hann. Eins og bakgrunni þessara samskipta er háttað verður ekki fallist á það með héraðsdómi að skýringar ákærða fyrir dómi á samskiptunum séu ótrúverðugar, en þar bar hann meðal annars að hann hefði viljað biðjast afsökunar á því að brotaþoli hefði upplifað atvik með þeim hætti sem hún gerði. Alls staðar í kringu m hann hefði verið talað um þetta sem nauðgun og honum farið að líða eins og hann hefði gert eitthvað rangt. Þá hafi honum fundist að hann hefði þurft að svara að íhuga að kæra hann. Verður ekki talið að fyrrgreind skilaboð ákærða feli í sér játningu sem leitt geti til sakfellingar samkvæmt ákæru. 6 18 Að öllu framangreindu virtu verður ekki talið að ákæruvaldinu hafi gegn eindreginni neitun ákærða tekist, svo að hafið sé yfir s kynsamlegan vafa, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að færa sönnur á að hann hafi gerst sekur um nauðgun með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola án hennar samþykkis og notfært sér að þannig var ástatt um hana að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. 19 Samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður einkaréttarkröfu brotaþola vísað frá héraðsdómi. 20 Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraðsdómi verðu r felldur á ríkissjóð. 21 Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun skipaðs réttargæslumanns sem eru ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Einkaréttarkröfu A er vísað frá héraðsdómi. Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraði greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjunarkostnaður málsins 1.498.327 krónur greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, 1.032.300 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Þórdísar Bjarnadóttur lögmanns, 412.920 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur mánudaginn 1. apríl 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 11. mars sl., er höfðað með ákæru útgefinni af héraðssaksóknara 25. janúar 2016, að [...], haft samræði og önnur kynferðism ök við A án hennar samþykkis og notfært sér að þannig var ástatt um hana að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Er þetta talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæ mdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu brotaþola er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. janúar 2016 þar til mánuður er liðinn fr á birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. sömu laga. Þá er krafist málskostnaðar. Ákærði neitar sök. Af hálfu verjanda er krafist sýknu, en til vara vægustu refsingar er lög ley fa. Þá er þess krafist að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi, ellegar að dæmdar bætur verði lækkaðar. Loks er þess krafist að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. Fimmtudaginn 8. júní 2017 mætti brotaþoli á lögreglustöð t il að tilkynna um kynferðisbrot af hálfu ákærða. Við það tækifæri var tekin skýrsla af brotaþola þar sem hún greindi frá atvikum málsins. Þriðjudaginn 13. júní 2017 sendi brotaþoli lögreglu tölvupóst með viðhengi, en um var að ræða tveggja 7 blaðsíðna bréf s em brotaþoli kvaðst hafa sent ákærða. Eins var í viðhenginu að finna skjámyndir af samskiptum brotaþola og ákærða sem áttu sér stað dagana 14. og 15. mars 2017. Í nefndu bréfi, sem er ódagsett, rekur brotaþoli atvik 29. janúar 2016 þegar ákærði og brotaþo li hafi farið á skemmtistaðinn [...] ásamt nokkrum vinum þeirra. Í bréfinu kemur m.a. fram að brotaþoli hafi verið mjög drukkin er hún hafi komið út á bílaplanið eftir að staðnum var lokað. Hafi hún hrunið niður og C, vinur brotaþola, haldið á henni inn í bíl ákærða. Hafi ákærði horft á það. Er inn í bíl ákærða kom hafi brotaþoli beðið ákærða að aka sér heim eins hratt og hann kæmist. Hafi brotaþoli þurft að komast á klósettið og ákærði vitað að brotaþoli byggi skammt frá skemmtistaðnum. Þrátt fyrir það haf i ákærði ekið niður í bæ og brotaþoli farið á klósettið á [...] , nærri . Ákærði hafi ekið C heim, en hann hafi búið niðri í miðbæ. Þaðan hafi ákærði ekið í hverfið, heim til D. Brotaþoli muni síðan ekki eftir sér fyrr en hún hafi staðið við útidyrnar að íbúð ákærða. Hafi hún sest þar á gólfið. Allt í einu hafi brotaþoli legið uppi í rúmi, nakin, með ákærða ofan á sér. Hafi brotaþoli sofnað aftur og síðan vaknað milli kl. 7 og 8 um morguninn, verið reið og skipað ákærða að aka sér heim. Þegar hún klædd i sig hafi hún séð að nærbuxurnar voru allar í blóði. Henni hafi fundist það skrýtið þar sem hún hefði ekki átt að byrja á blæðingum strax. Hafi brotaþoli farið heim til sín og sofnað. Þegar brotaþoli hafi farið í skólann á mánudeginum hafi vinir hennar sp urt hvernig hefði verið á stefnumótinu með ákærða. Hafi ákærði þá verið búinn að tilkynna vinum þeirra að þau hefðu verið á stefnumóti, sagt sameiginlegum vinum þeirra að þau hefðu farið heim saman og sofið saman. Ekkert af þeirri sögu hafi verið satt. Þeg ar B , besta vinkona brotaþola, hafi spurt út í þetta hafi brotaþoli sagt henni hvað hefði gerst. Það hafi ekki verið fyrr en B hafi sagt brotaþola hversu alvarlegt þetta hefði verið að brotaþoli hafi áttað sig á því. B hafi sagt að ákærði hefði nauðgað bro taþola. Ákærði hefði þarna ekki enn beðist fyrirgefningar. Hafi brotaþoli beðið ákærða að hitta sig á laugardagskvöldinu en hann komið með þá afsökun að hann væri að hitta vin sinn. Brotaþoli spyr ákærða í bréfinu hvort hann hafi ekki áttað sig á því að hú n hefði verið í of slæmu ástandi. Lýsti hún því að hún hefði pantað tíma hjá ári eftir atburðinn. Hún ætti erfitt með að gleyma þessu og erfitt með að halda áfram. Hafi henni liðið það illa í skólanum að hún hafi þurft að spyrja starfsmenn þar hvort ák ærði væri enn í skólanum eða hættur því hún hafi ekki treyst sér til að rekast á hann á göngum. Hafi brotaþoli alvarlega velt því fyrir sér að kæra ákærða fyrir nauðgun. Samkvæmt samskiptum sem fylgdu bréfinu sendi brotaþoli ákærða skilaboð 15. mars 2017 um að hún vildi segja honum hvað hefði gerst, ef hann væri búinn að gleyma því, og hvernig brotaþola liði með þetta. Ákærði svarar og spyr hvernig þetta hafi gerst. Brotaþoli segir það allt standa í bréfinu sem hún hafi sent ákærða. Ákærði kveðst ekki haf a opnað bréfið. Brotaþoli biður ákærða þá að lesa bréfið. Ákærði svarar þessum skilaboðum svo að hann viti ekki hvað hann eigi að segja annað en fyrirgefðu. Hafi ákærði oft reynt að segja það við brotaþola eftir þetta en hún ekki viljað tala við hann. Hann hafi eiginlega bara verið hræddur og leiður líka og viti að það sem hann hafi gert hafi verið rangt og hann vildi óska þess að hann gæti tekið það til baka. Það sé ekki hægt og það finnist honum virkilega glatað. Hafi ákærða liðið illa síðan síðasta vor þ annig að hann hafi hætt í skólanum í miðjum prófum og ekki getað útskrifast. Ákærði tilgreindum vinum frá þessu í trúnaði en þau hafi samt sagt frá þessu. Samkvæmt gögnum málsins leitaði lögregla upplýsinga hjá Veðurstofu Íslands um veðurfar í Reykjavík næst 17 dagana 29. og 30. janúar 2016. Samkvæmt skýrslu veðurstofunnar var jörð alþakin snjó þá daga. Samkvæmt gögnum málsins sendi B lögreglu tölvupóst 17. októb er 2017 með Facebook - samskiptum hennar og ákærða þann 11. febrúar 2016. Í skilaboðum þann dag spyr ákærði vitnið hvort hún sé að halda upp á afmælið sitt. Vitnið svarar því játandi. Ákærði spyr hvort sér sé ekki boðið. Vitnið svarar því neitandi og segir e kki alla geta komið. Ákærði kveðst skilja það. Hann spyr vitnið því næst hvort brotaþoli sé að forðast sig. Vitnið segir hana vera að gera það og ákærði eigi að átta sig á af hverju það sé. Ákærði spyr af hverju það sé, hann hafi ekkert gert. Vitnið spyr á kærða hvort hann sé ekki að grínast og hvort hann sé siðblindur. Ákærði kveðst ekki vera siðblindur og spyr vitnið hvort hún haldi að hann hafi nauðgað brotaþola. Hafi ákærði spurt hana þrisvar sinnum hvort hún vildi gera þetta og hafi hún spurt hvort ákær ði vildi að hún kæmi til hans. Hann sé með vitni að því. Vitnið svarar því til að ákærði þurfi virkilega að hugsa út í hvað hafi gerst. Hafi vitnið verið með brotaþola þetta kvöld og séð hversu drukkin 8 hún hafi verið. Það hafi verið hrein siðblinda að taka hana í þessu ástandi með sér heim. Brotaþoli hafi ekki verið með meðvitund en ákærði edrú og hafi hann átt að hugsa um brotaþola. Ákærði svarar vitninu þannig að hann sé ekki slæmur maður og sjái eftir að hafa gert þetta. Hafi hann verið að reyna að fá br otaþola til að tala við sig til að geta beðið hana afsökunar. Hann hafi vitað að þetta væri rangt og því hætt nánast strax. Vildi ákærði að hann gæt i tekið þetta til baka og hafi hann ekki tekið stelpu áður með sér heim. Ákærði biður vitnið afsökunar og se gir að hann viti að þetta hafi verið rangt. Ef hann gæti gert eitthvað til að bæta fyrir þetta þá myndi hann gera það. Vitnið svarar ákærða og segir að góðir drengir reyni ekki við drukknar stelpur og sofi hjá þeim. Það séu siðblindir drengir sem taki meðv itundarlausar stelpur með sér heim og sofi hjá þeim þangað til það blæði og segi síðan fólki að þau hafi sofið saman og að stúlkan hafi varla verið drukkin. Hið eina sem ákærði geti gert sé að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta sé og að láta brota þola í friði. Ákærði svarar vitninu þannig að hann hafi ekki áttað sig á því hvernig ástand brotaþola hafi verið þetta kvöld. Hann hafi aldrei áður sofið hjá ölvaðri stúlku og hætt nánast strax og hann hafi áttað sig á hlutunum. Hann hafi ekki verið að mon ta sig af þessu. Vitnið svarar ákærða á þann veg að hún hafi átt að hugsa um brotaþola og passa upp á að hún kæmist heim. Hafi hún heyrt að brotaþoli fengi far með ákærða og talið að það væri í lagi þar sem hann myndi aldrei gera brotaþola neitt, heldur ak a henni heim. Hafi vitnið aldrei orðið eins reið á ævi sinni. Ákærði svarar vitninu og segir að hann hafi sagt tilgreindum vinum frá atvikinu í algjörum trúnaði. Hafi eitthvað frést sé það eitthvert þeirra sem hafi sagt frá. Vitnið svarar að það skipti ekk i máli að ákærði hafi ekki sofið áður hjá ölvaðri stúlku. Hann hafi verið með fullri meðvitund, en brotaþoli verið að deyja og C þurft að halda á henni út í bíl. Samkvæmt vottorði frá 13. október 2017 leitaði brotaþoli fyrst til 30. janúar 2017. Ákærði hefur skýrt svo frá að hann og brotaþoli hafi verið í sama vinahópi í menntaskóla. Að kvöldi föstudagsins 29. janúar 2016 haf i verið haldið svokallað bjórkvöld á vegum nemendafélags skólans á skemmtistaðnum [...]. Hafi vinahópur ákærða ákveðið að fa ra, þ.á m. brotaþoli. Ákærði hafi ákveðið að drekka ekki þetta kvöld og boðist til að skutla vinum sínum. Eftir miðnættið hafi ákærði sent brotaþola sms - skilaboð og spurt hvort hana vantaði far. Brotaþoli hafi hringt og spurt hvort ákærði gæti sótt hana og vini hennar. Ákærði hafi farið að skemmtistaðnum. Töluverð hálka hafi verið og hafi C, vinur þeirra, stutt brotaþola yfir bifreiðastæðið og að bifreið ákærða. Brotaþoli hafi sest í framsæti bifreiðar ákærða farþegamegin. Hafi hún spurt hvort vinir þeirra, C og D, mættu ekki koma með. Ákærði hafi samþykkt það og ekið af stað. Hafi brotaþoli beðið um að C og D yrði ekið heim fyrst þannig að hún yrði síðust út úr bílnum. Brotaþoli hafi verið mjög hress og með talsverð læti. C hafi sagt að hann ætti heima í mi ðbæ Reykjavíkur og hafi ákærði ekið honum að Hörpu, þar sem C hafi yfirgefið bifreiðina. Í framhaldi hafi ákærði ekið að [...] við , en þar hafi brotaþoli farið á klósettið. Ákærði og D hafi beðið á meðan. Hafi D sagt ákærða frá því að brotaþoli hefði t alað um hve sætur ákærði væri. Brotaþoli hafi komið til baka og i hafi brotaþoli spurt hvort hún mætti koma heim með ákærða. Þá hafi klukkan verið á milli 3 og 5 þessa nótt. Ákærði hafi spurt hvort brotaþoli mætti vera úti á þessum tíma og hún sagt að hún mætti vera úti í tvær klukkustundir til viðbótar. Þau hafi síðan farið heim til ákærða í [...]hverfið í Reykjavík. Á bifreiðastæðinu við heimili ákærða hafi verið klaki og hafi ákærði stutt brotaþola að húsinu. Er inn í íbúð ákærða kom hafi brotaþoli beðið hann að hjálpa sér úr skónum. Ákærði hafi því næst farið inn í stofu, og ætlað að horfa á mynd í sjónvarpinu. Brotaþoli hafi kallað innan úr svefnherbergi og beðið ákærða að koma. Er ákærði hafi komið inn í herbergið hafi brotaþoli legið uppi í rúmi og byrjað að draga niður um sig buxurnar. Ákærði hafi spurt brotaþola hvort hún vildi hafa samfarir og hún sagt já. Brotaþoli hafi verið undir áhrifum áfengis en ákærði ekki. Hafi brotaþoli afklætt sig og ákærði kysst hana. Hann hafi aftur spurt hvort brotaþoli vildi hafa samfarir, til að vera viss, og brotaþoli aftur svara ð játandi. Hann hafi spurt brotaþola hvort hún væri á pillunni en hún svarað því neitandi. Ákærði hafi haft munnmök við brotaþola eftir að hafa spurt hvort það væri í lagi og brotaþoli sagt já. Því næst hafi ákærði sett á sig smokk. Brotaþoli hafi þá legið í hliðarstellingu og ákærði komið aftan að henni. Þannig hafi þau haft samfarir. Brotaþoli hafi síðan lagst á bakið og þau áfram kysst hvort annað. Þau hafi áfram haft samfarir, en skyndilega hafi ákærði séð blóð við kynfæri 9 brotaþola. Hafi hann spurt bro taþola hvort hún væri á blæðingum. Brotaþoli hafi sagt svo ekki vera. Ákærði hafi staði ð á fætur og farið inn á baðherbergi til að þrífa sig og m.a. farið í sturtu. Er ákærði hafi komið aftur inn í herbergið hafi hann spurt brotaþola hvort hún væri sofnuð en hún ekki svarað. Brotaþoli hafi verið búin að tala um að hún ætlaði ekki að vera nema í tvær klukkustundir hjá ákærða og hafi hann því stillt vekjaraklukkuna á að hringja og síðan farið að sofa. Klukkan hafi hringt og ákærði þá boðist til að aka brotaþo la heim. Þau hafi bæði verið þreytt og því ekki rætt mikið saman á leiðinni. Síðar þennan dag hafi brotaþoli sent ákærða skilaboð í gegnum Facebook og spurt hvort ákærði gæti hitt hana. Hann hafi verið búinn að lofa vini sínum að fara í bíó og því svarað a ð hann væri upptekinn. Næsta dag hafi ákærði sent brotaþola skilaboð og spurt hvort þau ættu ekki að hittast. Hún hafi sagt nei við því, en þau hafi hins vegar hist í skólanum á mánudeginum. Allt hafi virst vera í lagi. Í samskiptum næstu daga hafi brotaþo li verið þögul og hafi ákærði velt fyrir sér hvort eitthvað hefði gerst. Þetta hafi verið mjög óvenjulegt, og hafi ákærði spurt brotaþola hvort ekki væri allt í lagi og brotaþoli jánkað því. Hegðun brotaþola hafi haldið áfram og allir vinir ákærða verið fa rnir að hundsa hann. Hafi ákærði heyrt á göngunum að hann ætti að hafa nauðgað brotaþola. Vinkona þeirra, B, hafi haldið upp á afmæli sitt og ekki boðið ákærða. Hafi ákærði hitt hana og spurt af hverju það væri og hvort brotaþoli væri að hundsa hann og B s agt svo vera. Hafi B sagt ákærða siðblindan; þau hafi sent hvort öðru skilaboð í gegnum Facebook. Ákærði hafi verið á leið í bæinn í bifreið og reynt að svara B á leiðinni. Skilaboðin hafi verið sérkennileg af þeim ástæðum. Ákærði kvaðst í skilaboðum til b rotaþola og B hafa beðist afsökunar á því að brotaþoli hefði upplifað atvikið eins og hún gerði. Sér hafi liðið illa á þessum tíma og óskað þess að geta tekið kvöldið aftur af því að brotaþola hefði liðið svo illa. Ákærði hafi hins vegar ekki gert neitt ra ngt. Vinir ákærða og aðrir hafi verið farnir að útiloka hann og honum verið farið að líða eins og hann hefði gert eitthvað rangt. Hafi ákærða fundist eins og hann væri lagður í einelti. Brotaþoli hafi verið undir áhrifum áfengis er þau höfðu samræði, en eð lileg, og ákærða því fundist hún vera fær um að taka eigin ákvarðanir. Hafi hú n ekki virkað eins og hún væri að sofna. Ákærði kvað sér hafa liðið svo illa í skólanum að á endanum hefði hann flosnað upp og hætt. Brotaþoli kvaðst hafa verið í sama vinahópi og ákærði í menntaskóla. Haldið hafi verið bjórkvöld að kvöldi föstudagsins 29. janúar 2016 á skemmtistaðnum [...]. Hafi vinahópurinn farið á bjórkvöldið. Brotaþoli hafi drukkið mikið þetta kvöld og orðið mjög ölvuð. Hafi hún ekki verið vön áfengisdrykkju. Ákærði hafi ekki verið á bjórkvöldinu en hefði boðist til að sækja þau. Samferða brotaþola hafi verið C og D. C hafi verið samferða brotaþola út af staðnum. Hafi C sennilega hringt í ákærða og beðið hann að ná í þau. Er ákærði kom á staðinn hafi C stutt b rotaþola, sem sest hafi í framsæti bifreiðarinnar farþegamegin. Brotaþoli hafi nauðsynlega þurft að komast á klósettið og því beðið ákærða að aka sér beint heim. Hafi brotaþoli búið skammt frá. Það næsta er brotaþoli muni eftir hafi verið að þau hafi verið komin í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi D átt heima. Næst muni hún eftir því að hafa verið komin heim til ákærða og setið þar á gólfinu í anddyrinu. Síðan muni hún eftir sér uppi í rúmi þar sem ákærði hafi verið að hafa samræði við hana. Hafi hann legið ofan á henni og þau bæði verið nakin. Brotaþoli hafi ekki áttað sig á hvað væri að gerast og muni þessu næst að allt hafi verið í blóði við kynfæri hennar. Svo muni hún eftir að hafa vaknað og öskrað á ákærða að aka sér heim. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir þv í að hafa sagt að hún vildi sofa hjá ákærða, svo sem ákærði héldi fram. Hafi hún á þessum tíma ekki verið neitt hrifin af ákærða. Brotaþoli hafi verið mjög drukkin þessa nótt, en samræðið hafi ekki verið neitt sem hún hafi viljað. Á leiðinni heim um morgun inn hafi brotaþoli munað það sem hún hafði upplifað en ekki rætt um það við ákærða. Á laugardeginum hafi brotaþoli sent ákærða skilaboð í gegnum Facebook. Hafi hún viljað hitta ákærða, ræða atvikið og spyrja hann af hverju hann hefði haft samræði við hana þar sem hún hefði ekki getað spornað við því. Ákærði hafi verið upptekinn og ekki getað hitt hana. Er brotaþoli hafi komið í skólann á mánudeginum hafi ákærði verið búinn að segja vinum þeirra að þau hefðu verið á stefnumóti. Brotaþoli kvaðst hafa rætt þes si mál við vinkonu sína, B, á mánudeginum , en margir hefðu verið að spyrja brotaþola um þetta stefnumót. Hafi brotaþoli lýst því að hún hefði verið það ölvuð að hún hefði dáið áfengisdauða og í því ástandi hefði ákærði haft samræði við hana. Hafi B sagt a ð slík háttsemi væri kynferðisbrot. Brotaþoli kvaðst hafa rætt við C í þessari sömu viku. Hafi hann lýst því að brotaþoli hefði verið mjög ölvuð í samkvæminu. Brotaþoli kvaðst ekki hafa talað neitt við ákærða næstu daga þrátt fyrir að hann hefði reynt að f á hana til að tala við sig. Málið allt hafi hvílt á brotaþola og hafi hún leitað til 10 um aðstoð. Þar hafi brotaþola verið ráðlagt að skrifa ákærða bréf um upplifun sína af atvikinu, og hafi hún gert það. Eins hafi hún sent ákærða skilaboð á Facebook í t engslum við bréfið. Í samskiptum á Facebook hafi ákærði beðist afsökunar á framferði sínu. Hafi brotaþoli skilið þá afsökun þannig að ákærði hafi vitað upp á sig sökina. Brotaþoli kvaðst hafa verið hrædd við að fara með málið til lögreglu, hafi hún óttast að vinir brotaþola myndu ekki trúa henni, en ákærði hafi verið á undan að segja að þau hefðu verið á stefnumóti. Mikil vanlíðan hafi fylgt atvikinu. Hafi brotaþoli ekki þorað að segja neinum frá upplifun sinni og ekki þorað í skólann af ótta við að rekast á ákærða. Vitnið C kvaðst hafa verið á bjórkvöldinu á skemmtistaðnum [...]. Hafi hann verið ölvaður þetta kvöld. Eins hafi brotaþoli verið ölvuð. Á kvarðanum 1 til 10 hafi ölvun brotaþola verið á bilinu 7 til 8. Hafi Vitnið aðstoðað brotaþola við að koma st í bifreiðina til ákærða, og haldið á brotaþola. Ákærði hafi ekið þeim heim þessa nótt. Ekki myndi vitnið hvort aðstoðin við brotaþola hefði verið meira leikur en að brotaþoli hefði verið mjög ölvuð. Vitnið hafi farið úr bifreiðinni í miðbænum og kvaðst vitnið ekki muna eftir umræðu í bifreiðinni á leiðinni. Vitnið hafi síðan frétt af málinu annaðhvort frá ákærða eða B. B hafi orðið mjög reið út í ákærða fyrir að hafa haft samræði við brotaþola þegar brotaþoli hafi verið þetta ölvuð. Hafi ákærði talað um að hann hefði ekki ætlað að vinna brotaþola neitt mein. Vitnið D kvaðst hafa tilheyrt vinahópi ákærða og brotaþola í menntaskóla. Vitnið hafi verið ölvaður á umræddu bjórkvöldi og brotaþoli hafi verið vitninu samferða að því loknu þar sem vinkona brotaþol a hafi sagt að hún væri í slæmu ástandi. Einhver hafi stungið upp á því að fá ákærða til að skutla þeim heim. Á leið út í bíl til ákærða hafi brotaþoli dottið eða runnið og C hafi því tekið hana upp og haldið á henni yfir í bílinn til ákærða. Hafi brotaþol i verið talsvert ölvuð. Á bilinu 1 til 10 hafi ölvun hennar sennilega verið 9 til 10. Á leiðinni af staðnum hafi brotaþoli setið frammi í. Brotaþoli hafi sagt að hún vildi fara fyrst heim þar sem hún þyrfti á klósettið. Lítið hafi verið talað í bílferðinni og hafi brotaþoli verið þögul. Vitnið kvað rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu að á leiðinni hefði brotaþoli verið við það að deyja ölvunarsvefni og nálægt því að kasta upp. Ekki myndi vitnið eftir því að brotaþoli hefði sagt að ákærði væri sætur og að hún vildi sofa hjá honum. Vitnið F kvaðst hafa verið í sama vinahópi og brotaþoli í menntaskóla. Haustið 2016 hafi brotaþoli greint vitninu frá því sem fyrir brotaþola hefði komið í janúar 2016. Hafi brotaþoli sagt frá því að hún hefði verið að skemmta sér með vinum sínum og verið mjög ölvuð. Hún hafi allt í einu verið komin heim til ákærða og vaknað við að ákærði hefði verið að hafa við hana samfarir. Hafi brotaþola liðið mjög illa er hún hafi sagt frá atvikinu. Hafi vitninu fundist eins og brotaþoli væri að reyna að loka á málið. Vitnið B kvaðst hafa verið í vinahópi í menntaskóla sem brotaþoli og ákærði hefðu einnig verið í. Nemendafélag skólans hafi haldið bjórkvöld á skemmtistaðnum [...] föstudagskvöldið 29. janúar 2016. Vitnið hafi lítið áfengi drukkið þetta kvöld þar sem hún hafi stjórnað bjórkvöldinu. Brotaþoli hafi komið á staðinn rétt fyrir opnun eða um kl. 11.00 um kvöldið. Hún hafi drukkið mikið áfengi um kvöldið og nóttina. Hafi brotaþoli á endanum orðið mjög drukkin og ekki getað staðið. Þær hafi farið á klósettið á sk emmtistaðnum og brotaþoli vart getað staðið og þurft aðstoð á klósettinu. Hafi vitnið ekki verið vön að sjá brotaþola í þessu ástandi og haft áhyggjur af henni. Vitnið hafi þó vitað að brotaþoli hefði verið samferða C og að ákærði hefði boðist til að aka b rotaþola heim. Hafi það dregið úr áhyggjunum, en vitnið hafi ekki getað farið af staðnum á sama tíma þar sem hún hafi verið að stjórna kvöldinu. Hafi vitnið séð brotaþola fara út af staðnum í fylgd C, sem stutt hafi brotaþola. Hafi það getað verið um kl. 3 um nóttina en staðnum hafi verið lokað kl. 4. Vitnið hafi heyrt í brotaþola næsta dag, en hún hafi þá ekki greint neitt frá því sem gerst hafði um nóttina. Í skólanum eftir helgina hafi þær talað saman. Brotaþoli hafi þá brotnað niður og sagt vitninu sögu sína. Hafi komið fram að brotaþoli myndi ekki eftir öllu þessa nótt. Hún myndi eftir sér í bifreið með ákærða og að hafa á einhverjum tímapunkti beðið um vatnsglas, en hafa þá haldið að hún væri heima hjá sér. Hafi brotaþoli vaknað í rúmi ákærða, allt ver ið í blóði og ákærði verið að hafa samræði við brotaþola. Brotaþoli hafi frosið og sjokkerast og dottið út. Ákærði hafi ekið brotaþola heim næsta dag. Kvaðst vitnið hafa tjáð brotaþola eftir þessa frásögn að ákærði hefði brotið gegn henni. Ákærði hafi sett sig í samband við vitnið í gegnum Facebook vegna þess að vitnið hafði ekki boðið ákærða í afmæli sitt. Vitnið hafi verið ákærða reið fyrir það sem hann hafi gert brotaþola og hafi vitnið sagt ákærða það. Hafi ákærði beðist fyrirgefningar á framfer ði sínu og skammast sín fyrir að hafa misnotað brotaþola. Eftir 11 þetta mál hafi vinahópurinn tvístrast. Hafi t.a.m. vitnið og brotaþoli ekki lengur fengið að vera með í hópnum. Vitnið G kvaðst hafa verið með brotaþola í menntaskóla á árinu 2016. Hafi brotaþoli á sínum tíma greint vitninu frá umræddu atviki. Hafi brotaþola liðið illa er hún sagði frá atvikinu og hefði hann hvatt hana til að tilkynna lögreglu um umrætt atvik. Hafi brotaþoli lýst því að hún ætti erfitt með það vegna vinatengsla við ákærða. Vitnið E kvaðst hafa verið í nefndum vinahópi í menntaskóla en ekki hafa verið á umræddu bjórkvöldi. Vitnið hafi síðar heyrt orðróm um það sem hafi átt að hafa gerst. Námsráðgjafi í menntaskóla sem brotaþoli var í lýsti því að brotaþoli hefði leitað til sín 27. fe brúar 2016. Hafi brotaþoli lýst því að ákærði hefði nauðgað sér. Hafi brotaþoli ekki verið farin að gera neitt í málinu og vitnið vísað brotaþola til með málið. Brotaþoli hafi síðan flosnað upp úr skólanum og hætt árið 2017. Hafi hún áður verið farin a ð mæta illa þar sem hún hafi ekki treyst sér til að hitta ákærða í skólanum. Vorið 2017 hafi vitnið tjáð brotaþola að ákærði væri hættur í skólanum. Félagsráðgjafi hjá staðfesti vottorð vegna brotaþola dagsett 7. mars 2019. Brotaþoli hafi ekki verið í venjulegu meðferðarsambandi hjá félagsráðgjafanum en komið tvisvar sinnum í viðtal. Niðurstaða: Ákærða er gefin að sök nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 30. janúar 2016, að [...], haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola án hennar samþykkis og notfært sér að þannig var ástatt um hana að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Er brot ákærða talið varða við 2. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði neitar sök. Hefur hann viðurkennt að hafa haft samræ ði við brotaþola á heimili sínu umrætt sinn. Eins hafi hann haft munnmök við brotaþola. Brotaþoli hafi verið ölvuð. Hún hafi þó verið vel áttuð á því sem fram fór og ákærði ítrekað spurt hana hvort hún vildi hafa samræði við hann. Ákærði skýrði skilaboð sí n á Facebook til brotaþola og vitnisins B á þann hátt að hann hefði verið að biðjast fyrirgefningar á því að brotaþola hefði liðið illa og að hún hefði upplifað atvik á þann hátt sem hún gerði. Brotaþoli hefur lýst atvikum þannig að hún hafi verið mjög öl vuð umrætt sinn og dottið út. Hún myndi slitrótt eftir atvikum. Þannig myndi hún eftir því að hafa farið út af skemmtistaðnum og inn í bifreiðina til ákærða. Hún myndi eftir sér í miðbænum og síðan ekki fyrr en heima hjá ákærða þar sem hún hafi setið í and dyrinu. Síðan myndi brotaþoli eftir sér þar sem ákærði hefði legið ofan á henni inni í rúmi og verið að hafa við hana samræði. Hún hafi dottið aftur út og vaknað síðan um morguninn. Hún hafi ekki gefið ákærða samþykki fyrir kynferðismökunum. Fyrir dóminn komu síðan vitni sem lýstu ölvunarástandi brotaþola umrætt kvöld og umrædda nótt. Vitnið B lýsti ástandi brotaþola þannig að hún hefði verið mjög ölvuð inni á staðnum og við það að detta út. Hafi C stutt brotaþola út af staðnum. Vitnin C og D, sem voru sam ferða brotaþola og ákærða í bifreiðinni um nóttina, lýstu því að þeir hefðu verið töluvert ölvaðir sjálfir. Brotaþoli hafi einnig verið ölvuð. C kvað brotaþola hafa verið á bilinu 7 til 8 af 10 mögulegum stigum ölvunar en D kvað brotaþola hafa verið á bili nu 9 til 10 af 10 mögulegum. Hjá lögreglu lýsti vitnið því að brotaþoli hefði verið við það að deyja ölvunarsvefni og verið nærri því að kasta upp í bílferðinni um nóttina. Vitnið staðfesti þessa lýsingu rétta fyrir dóminum. Loks er til þess að líta að á m eðal gagna málsins eru nokkuð viðamikil samskipti ákærða við brotaþola og vitnið B á samskiptamiðlinum Facebook, sem áttu sér stað nokkrum dögum eftir þetta atvik. Biðst ákærði þar ítrekað afsökunar er brotaþoli og vitnið B bera á hann að hafa sofið hjá br otaþola þar sem hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Eins lýsir hann því ítrekað að hann vildi að hann gæti tekið þennan atburð til baka. Við mat á sök er til þess að líta að vitni staðfesta þá staðhæfingu brotaþola að hún hafi verið mjög ölvuð er hún fór út af skemmtistaðnum [...]. Framburður þessara vitna styður einnig þá staðhæfingu brotaþola að hún hafi dottið meir a og minna út um nóttina. Tvö vitni bera á þann veg að brotaþoli hafi verið við það að deyja ölvunarsvefni. Brotaþoli hefur verið sjálfri sér samkvæm í framburði sínum hjá lögreglu og fyrir dómi. Hefur framburður hennar verið trúverðugur. Við mat á framburði ákærða er ekki unnt að líta fram hjá yfirlýsingum hans á Facebook þar sem hann biðst í trekað afsökunar á framferði sínu 12 umrætt sinn. Verða yfirlýsingar hans þar ekki skýrðar á annan hátt en þann að hann sé að biðjast afsökunar á því að hafa haft samræði við brotaþola þótt hún hefði verið svo ölvuð að hún hefði ekki getað spornað við samræðinu. Aðrar skýringar ákærða á þessum samskiptum eru ótrúverðugar að mati dómsins. Þá er framburður ákærða um ölvunarástand brotaþola einnig ótrúverðugur í ljósi framburða brotaþola og hinna tilgreindu vitna sem hér að framan er vísað til. Þegar til þessara atriða er litið sem hér hefu r verið vísað til verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar niðurstöðu. Er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vaf a að ákærði hafi haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola umrætt sinn, án samþykkis hennar, og notfært sér þa ð að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur semi svo kunnugt sé. Nokkuð er um liðið síðan brot þetta var tilkynnt til lögreglu. Verður ákærða ekki um þann drátt kennt og er litið til þessa dráttar við ákvörðun refsingar. Ákærði á sér engar málsbætur. Með hliðsjón af alvarlegu broti ákærða og dómafra mkvæmd þegar um brot gegn 2. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940 er að ræða er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Af hálfu brotaþola er krafist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 2.500.000 krónur, auk vaxta. Ákærði hefur með saknæmri hátts emi valdið brotaþola miskatjóni. Er miski brotaþola töluverður, en vitni hafa lýst mikilli vanlíðan hjá brotaþola í kjölfar atviksi ns, og þá flosnaði hún upp úr menntaskóla í kjölfar þess. Verða bætur ákveðnar að álitum og þykja hæfilega ákveðnar 1.600.000 krónur. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanns hefur verið tekið tillit til v irðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari. Dóm þennan kveður upp Símon Sigvaldason héraðsdómari. D ó m s o r ð: Ákærði, X, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði A 1.600.000 krónur í miskabætur, með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 30. janúar 2016 til 5. október 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði gr eiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hauks Freys Axelssonar lögmanns, 1.412.360 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Elvu Daggar Ásudóttur lögmanns, 662.470 krónur.