LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 6. nóvember 2019. Mál nr. 722/2019 : A (Björgvin Halldór Björnsson lögmaður ) gegn Velferðarsvið i Reykjavíkur ( Ebba Schram lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A um að ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um nauðungarvistun A á sjúkrahúsi yrði felld úr gildi. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Ingvarsdóttir , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. október 2019 , sem barst réttinum samdægurs . Kærumálsgögn bárust réttinum 1. nóvember sama ár og greinargerð var naraðila 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. október 2019 í málinu nr. L - /2019 þar sem staðfest var ákvörðun S ýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 18 . október 2019 um nauðungarvistun sóknaraðila á sjúkrahúsi í allt að 21 sólar hring . Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfum varnaraðila um framlengingu nauðungarvistunar verði hafnað . Þá krefst sóknaraðili þóknunar til handa talsmanni sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóð i þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðar orði greinir. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun talsmanns sóknaraðila, Björgvins Halldórs Björnssonar lögmanns, 148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði . Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 24. október 2019 I. Með kröfu dagsettri 18. október 2019, sem er árituð um móttöku hjá dómnum 20. október 2019 gerir sóknaraðili, A, kt . Reykjavík , kröfu um að felld verði úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 18. október 2019. um að hann skuli nauðungarvistaður á sjúkrahúsi í 21 sólarhring á grundvelli 3. mgr., sbr. 2. mgr., 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Ja fnframt krefst hann þess að málskostnaður skipaðs talsmanns síns verði greiddur úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. Varnaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkur, krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og áðurnefnd ákvörðun sýslumanns um vis tun sóknaraðila á sjúkrahúsi verði staðfest. Um aðild varnaraðila er vísað til 20. gr. laga nr. 71/1997, sbr. og d - lið 2. mgr. 7. gr. sömu laga. Málið var þingfest þann 24. október 2019 og tekið samdægurs til úrskurðar. II. Í beiðni varnaraðila um nauðung arvistun frá 18 október sl. til Sýslumannsins á Landspítalans um aðkomu að beiðni um nauðungarvistun vegna sóknaraðila. Beiðnin sé tilkomin vegna upplýsinga frá félagsráðgjafa geðsviðs LSH í framhaldi af nauðungarvistun sóknaraðila í 72 klukkustundir 16. október 2019 kl. . Grunur hafi verið um hjá sóknaraðila eftir að hann hafi komið á geðdeild LSH í fylgd lögreglu, en . Sérfræðilæknir hafi metið sóknaraðila með alvarlegan geðrofssjúkdóm sem hafi staðið a.m.k 1 ár og nauðsynlegt sé hann dvelji á deildinni í lengri tíma til að hljóta meðferð.Að mati læknis sé talið nauðsynlegt að nauðungarvista sóknaraðila til að tryggja öryggi hans og velferð. Að ö ðru leyti vísist til meðfylgjandi læknisvottorðs. III. Í læknisvottorði B geðlæknis dags. 18. október 2019 er gangur legu rakinn. Þar kemur fram að sl. vegna vanlíðunar í fólk með geðrofssjúkdóma. Sóknaraðili hafi sýnt miklar hegðunarbreytingar um hríð og m.a. í sl . Hann hafi einangrað sig félagslega, dottið úr vinnu og orðinn . Í sögu sóknaraðila komi fram að hann hafi verið í dagreykingum á kannabis í um 4 - 5 ár, e n líklega hætt því haustið 2018. Í hann hafi . Þet ta hafi verið óplanað og sóknaraðili ekki verið með neinn farangur með sér. Í framhaldi hafi sóknaraðili verið lagður inn á móttökugeðdeild og legið inni í 3 vikur. Hann hafi strokið úr þeirri innlögn 2019 og verið sóttur af lögreglu. Þá hafi sóknaraði li verið aftur lagður inn tvær mjög stuttar innlagnir í 3 Sóknaraðili hafi rá fað stefnulaust um, óvirkur og lítið samband hafi náðst við hann. Samantekið hafi einkenni sóknaraðila hafi verið virknifall, undarleg hegðun, látið sig endurtekið hverfa. sjúkdóma og hrun, og vangeta að bera ábyrgð á sjálfum sér. Samvinna um meðferð í gön hafi miklar persónuleikabreytingar átt sér stað hjá sóknaraðila frá síðustu áramótum. Sóknaraðili hafi lagst inn inn á bráðageðdeild í sína fjórðu innlögnina frá apríl s l. þann 2019. sagði. hafi haft miklar áhyggjur af honum og ítrekað reynt að ná í hann. Kvöldið áður hafi sóknaraðili átt símtal við . Í símtalinu hafi hann verið mjög þungur og grátandi og alls ekki viljað v erið horaður. Það s é mat lækna að sóknaraðili sé alvarlega veikur af geðrofssjúkdómi sem hafi staðið í a.m.k. í eitt ár. Nauðsynlegt sé að hann dvelji á geðdeild í lengri tíma til að hljóta meðferð. Í viðtali hafi sóknaraðili ekki horft í augu viðmælanda o g litið undan. Hann sé rólegur, mjög kvíðinn en nái inn á milli að slaka á og sé þá eðlilegri í samskiptum. Tal sé eðlilegt að formi og flæði. Sóknaraðili sé í byrjun í nokkru uppnámi yfir að hafa verið lokaður á geðdeild og vilji komast út. Hann segist ve ra vanur að vera úti og vilji hreyfa sig og fara í göngutúra. Honum finnist mjög að sér vegið við náttúruna . Sóknaraðili telji sig hafa þroskast mikið á árinu og losnað við mikið af neikvæðum hugsunum. en geti ekki útskýrt hvernig. Aðspurður geti sóknaraðili ekki svarað því hvers vegna hann hafi farið endurtekið til . Sóknaraðili viðurkenni að hafa verið mjög einangraður og hafi breyst en hann hafi . Hann hafi . Sóknaraðili hafi áttað sig á þessu fyrir þremur árum en sé að vinna í því og stefni á að fá sér vinnu og íbúð. Hann sjái sig ekki vei kan eða í þörf fyrir meðferð. en sé tilbúinn að dylji einkenni og líklegt sé samkvæmt sögu hans að undirliggjandi séu aðsóknarranghugmyndir. Það sé mat B geðlækn is að verulegar líkur séu á að sóknaraðili sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og sterkur grunur sé um . Sóknaraðili sýni undarlega hegðun, einangrun, vanþrif og vanlíðan. Neikvæð einkenni ví í vor en sóknaraðili hafi ekki mætt eða sinnt meðferð. Óhjákvæmilegt sé að nauðungarvista sóknaraðila til að hægt sé að meta geðræn einkenni hans betur og tryggja að hann fái viðhlítandi meðferð. Miðað við endurteknar innlagnir á árinu og lélega meðferð arheldni telji B nauðsynlegt að sóknaraðili vistist á geðdeild til að hann stefni heilsu sinni og lífi ekki í hættu og verði t.d. úti og sinni ekki eðlilegri næringu. Dómari og talsmaður sóknaraðila hittu sóknaraðila á geðdeild Landspítala fyrr í dag. Þar ítrekaði sóknaraðili kröfur sínar. Sóknaraðili var rólegur og hélt ágætlega þræði í samtalinu. Hann taldi sig ekki veikan og engin ástæða væri til að fara fram á nauðungarvistun yfir honum. Við aðalmeðferð málsins gaf C geðlæknir og meðferðarlæknir sóknar aðila símaskýrslu fyrir dóminum. Hún sagði að mikil vinna hefði átt sér stað allt þetta ár við að reyna að fá sóknaraðila í meðferð vegna alvarlegs geðrofssjúkdóms. Varnaraðili hefur látið í veðri vaka að hann vilji þiggja meðferð en þegar á reyni þá strjú ki hann úr meðferðinni og nú sé svo komið að aðrar deildir treysti sér afleiðingum að þurft hefur endurtekið að lýsa eftir honum. Hann gefur lítið upp um sitt á stand, en talar um nokkurt skeið. . Hann hefur lítið borðað . Hann virkar einangraður, áhugalaus og . Hann vafrar um stefnulaust allan daginn og vi rðist ekki geta hugsað um sjálfan sig. Foreldrar hans haft Hann er hins vegar viðræðugóður og viðræðubetri en áður og treystir umhverfinu betur, en hefur ekke rt innsæi í að hann þurfi að fara í meðferð. Hann segist eiga fullt af vinum sem hann umgengst á meðan 4 í því að sækja sér vinnu. Byrjaði að nota kannabis u ngur, og notaði það efni daglega um tíma og gat orðið mjög tortrygginn við mikla neyslu. Hann hins vegar hætti því fyrir einverjum árum síðan og gat han s aldrei verið verra. IV. Það er skilyrði þess að unnt sé að nauðungarvista mann á sjúkrahúsi að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur séu taldar á að svo sé ástatt um hann eða ástand hans sé þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúk dóms. Hið sama á við ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana - og fíkniefna, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 71/997. Með vísan til gagna málsins, einkum þó vitnisburðar C geðlæknis fyrir dómi og læknisvottorðs B geðlæknis sbr. framang reinda samantekt, þykir nægjanlega í ljós leitt að ástand sóknaraðila kalli á að hann verði nauðungarvistaður áfram á sjúkrahúsi og fái þar viðeigandi aðstoð og meðferð við sjúkdómi sínum. Varnaraðili uppfyllir skilyrði fyrir geðrofssjúkdómi og hefur sýnd ótvíræð einkenni geðrofs a.m.k. frá áramótum, sem ekki verði skýrð af neyslu. Með nauðungarvistun nú er eru ágætir möguleikar á því að sóknaraðili fái viðeigand i meðferð og nái þokkalegum bata. Með vísan til þess hversu illa haldinn sóknaraðili hefur veri ð af sjúkdómi sínum og fyrri sögu þykir dóminum ljóst að önnur eða vægari úrræði dugi ekki eins og ástand hans er í dag, til að tryggja heilsu og batahorfur hans. Telur dómurinn að uppfyllt séu skilyrði 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 sbr. 3. mgr. ákvæðisins, fyrir nauðungarvistun sóknaraðila í allt að 21 sólarhring. Verður ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu því staðfest, með vísan til gagna málsins og í þeirri fullvissu að meðferðaraðilar útskrifi sóknaraðila um leið og þeir telja skilyrð i til þess uppfyllt. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Björgvins Halldórs Björnssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 160.000 krónur. Þóknu nin er ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, A, kt höfuðborgarsvæðinu frá 18. október 2019 um að nauðungarvista hann á sjúkrahúsi í allt að 21 sólarhring. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns sók naraðila Björgvins Halldórs Björnssonar lögmanns, 160.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.