LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 12. apríl 20 19 . Mál nr. 636/2018 : A (Flosi Hrafn Sigurðsson lögmaður) gegn B (Guðrún Björg Birgisdóttir lögmaður , Jónína Guðmundsdóttir lögmaður, 2. prófmál ) Lykilorð Börn. Lögheimili. Umgengni. Matsgerð. Yfirmat. Gjafsókn. Útdráttur Í málinu deildu A og B um hvar lögheimili barns þeirra , C , ætti að vera og hvernig umgengni skyldi háttað en samkomulag var milli þeirra um að fara sameiginlega með forsjá barnsins. Við meðferð málsins í héraði var aflað matsgerðar og var það ni ðurstaða matsmanns að lögheimili barnsins ætti að vera hjá B . H éraðsdómur , sem var skipaður einum sérfróðum meðdómsmanni, byggði á matinu og komst að þeirri niðurstöðu að lögheimili C yrði hjá B og að umgengni yrði háttað með nánar tilgreindum hætti. Við m eðferð málsins fyrir Landsrétti var aflað yfirmatsgerðar. Í dómi Landsréttar, sem einnig var skipaður sérfróðum meðdómsmanni, var rakið að undir - og yfirmatsmönnum hefði borið saman um að A og B væru bæði hæf til að fara með forsjá barnsins og lögheimili, að aðstæður beggja foreldra til barnauppeldis væru viðunandi og að þau hefðu bæði getu og vilja til að sinna barninu. Hins vegar yrði skýrlega ráðið af báðum matsgerðum að barnið væri í sterkari tilfinningatengslum við B . Þá bæru gögn málsins með sér að A hefði á tímabili lokað alfarið á samskipti barnsins við B og foreldra B en sú tálmun var að mati dómsins sérstaklega alvarleg í ljósi sterkra og mikilvægra tengsla barnsins við B og foreldra B á viðkvæmum tíma í lífi barnsins. Þótt ekki lægi fyrir að tálmu n af þessum toga hefði komið upp síðar var lagt til grundvallar að B væri að fyrra bragði líklegri en A til að tryggja rétt barnsins til eðlilegrar umgengni. Þá þótti ekki ráðið af gögnum málsins að hægt væri að leggja til grundvallar að meiri stöðugleiki væri í lífi A en B til framtíðar litið eins og gert hafði verið í yfirmati. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að lögheimili C skyldi vera hjá B og hvernig umgengni skyldi háttað. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og Sigurður Tómas Magnússon og Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 27. júlí 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 6. júlí 2018 í málinu nr. E - . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefndu, að aðilar fari áfram sameiginlega með forsjá C og að barnið eigi áfram lögheimili hjá áfrýjanda. Þá krefst hann þess að stefnda g reiði honum einfalt meðlag með C, eins og það ákvarðast af Tryggingastofnun ríkisins hverju sinni, frá dómsuppsögu til fullnaðs 18 ára aldurs hans. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti án tillits til gjafsóknar sem hann nýtur hér fyr ir dómi. 3 Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi hefur verið í gildi samkomulag milli málsaðila um að þau fari sameiginlega með forsjá barnsins allt frá því þau slitu samvistum síðari hluta árs 2015 en lögheimili þess hefur frá 27. nóvember sama ár verið hjá áfrýjan da. Ekki ríkir ágreiningur milli aðila um að forsjá barnsins skuli áfram vera sameiginleg en með hinum áfrýjaða dómi var fallist á kröfu stefndu um að lögheimili barnsins verði flutt frá áfrýjanda til stefndu. Barnið hefur hins vegar verið með lögheimili h já áfrýjanda frá því að dómur héraðsdóms var kveðinn upp 6. júlí 2018 þar sem fallist var á kröfu hans um frestun réttaráhrifa dómsins, sbr. 1. mgr. 44. gr. barnalaga nr. 76/2003. 5 Í málinu liggja fyrir tvær matsgerðir um hæfi áfrýjanda og stefndu til að fa ra með forsjá og lögheimili barnsins. Er þar annars vegar um að ræða undirmatsgerð sem aflað var við meðferð máls í héraði og hins vegar yfirmatsgerð sem aflað var við meðferð máls hér fyrir dómi. Héraðsdómur var skipaður einum sérfróðum meðdómsmanni og tv eimur embættisdómurum. Undirmatsgerð 6 Í hinum áfrýjaða dómi er rakin undirmatsgerð D sálfræðings 15. desember 2017. Í henni komst matsmaður að þeirri niðurstöðu að báðir foreldrar væru hæfir til að fara viðkemur því að viðhalda möguleikum barnsins og móður á því að vera í samskiptum og njóta samvista hvort að C hitti eða dvelji hjá móður sinni hefði áfrýjandi takmarkað möguleika móðurforeldra á því að vera í viðvarandi tengsl [þess] við þau, og þá sérstaklega móðurafa, virðast vera mjög sterk og g 3 að matsmaður teldi að með þessari framkomu hefði áfrýjandi látið sína eigin hag smuni ganga framar hagsmunum barnsins. Jafnframt kom þar fram að hann teldi að stefnda myndi passa betur upp á að tryggja eðlileg samskipti barnsins við föður ef lögheimili þess væri hjá henni. 7 Að mati matsmanns eru aðstæður beggja foreldra til barnauppeld is viðunandi góðar þótt þær séu ólíkar. Áfrýjandi hefði verið í eftir að hafa lent í bílslysi en væri ekki í föstu starfi. Hann væri ómenntaður en með góða starfsr eynslu. Ákveðin óvissa ríkti hins vegar um starfsgetu og starfsmöguleika hans vegna sem hefðu leitt til þess að hann hefði ekki getað unnið í þó nokkuð langan tíma. Hann væri þó með góða vinnusögu og ætti að hafa alla burði til að bjarga sér. Fram kemur að áfrýjandi búi í og stefndu 2. ágúst 2016, sem liggur fyrir í gögnum málsins, er húsið að stærstum hluta (99%) skráð í eigu stefndu og mun verða það áfram þar til áfrýjandi hefur yfirtekið lán sem hvílir á því. Hvað stefndu varðar kemur fram að hún hafi verið í námi í og búi í leiguhúsnæði. Þannig ríki ákveðin óvissa um framtíðarbúsetu hennar en hún hafi hins vegar að mati matsmanns mjög skýr markmið hvað framtíðina varðar og sé að vinna í samræmi við þau. 8 Matsmaður taldi tengslamyndun barns sterka við báða foreldra. Fj ölskyldutengslapróf sem hefði verið lagt fyrir barnið hefði hins vegar gefið þá mynd að það upplifði umtalsvert jákvæðari tengsl við móður en föður sem matsmaður taldi athyglisvert í því ljósi að barnið hefði verið í mun minna sambandi við hana í umtalsver ðan tíma. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi kom fram að samkvæmt reynslu matsmanns fengi það foreldri sem hefði annast viðkomandi barn jafnmikið og áfrýjandi nær undantekningarlaust betri útkomu úr svona tengslaprófi. Um framkvæmd prófsins segir í undirmatsge rðinni að svör barnsins hafi verið mjög skýr. 9 Í undirmatsgerð er fjallað um stöðu og líðan barnsins og sérþarfir ásamt getu foreldra til að sinna þeim. Fram kemur að líðan barnsins á þeim tíma sem matsgerðin var unnin hafi verið góð sé litið til umsag nar óháðra aðila. Það endurspeglist jafnframt í matslistum um líðan barnsins sem foreldrar hefðu fyllt út og væru almennt innan eðlilegra marka. Grunsemdir hefðu komið upp um hjá barninu en Greiningar - og ráðgjafarstöð ríkisins hefði hins vegar komist að þeirri niðurstöðu í ágúst 2016 að færni barnsins í samskiptum og leik væri gó . Matsmaður taldi að vanlíðan barns í byrjun árs 2016, sem áfrýjandi hefði lýst í viðtali við hann, ætti sér skýringar í því rofi sem hefði orð ið á samskiptum og tengslum við móður og aðila sem það hefði verið búið að mynda grunntengsl við. Matsmaður vísar til þess að barnið hafi átt í erfiðleikum félagslega og væri mögulega viðkvæmt á því sviði en það rúmist innan þess sem eðlilegt geti talist o g samræmist ekki greiningum um . Matsmaður mat báða foreldra hæfa til að annast barnið í daglegri umgengni 4 og til að annast samskipti við skóla og stofnanir. Fram kemur að áfrýjandi hafi verið duglegur við að þiggja aðstoð og hann hafi átt frumkvæði að því að leita sér aðstoðar skilja tilfinningalegar þarfir [barns] Fram kemur að stefnda hafi annast vel um barnið fram að þeim tíma sem hún fór í nám og hefði verið dugleg að kynna sér möguleika fyrir barnið í . Í niðurstöðu matsgerðar kemur fram að matsmaður hafi ekki komið auga á neina sérstaka veikleika í fari hennar sem móður. 10 Í matsgerðinni eru raktar upplýsingar s em komu fram í þremur viðtölum matsmanns við barnið. Þar kemur meðal annars fram að barninu hefði fundist leiðinlegt að tala við hana svo hún færi að gráta. í tösku og sett [það] út fyrir 11 Í skýrslutöku í héraði kom fram hjá matsmanni að hann hallaðist frekar að því að það væri betra fyrir barnið að búa hjá stefndu en vera í samskiptum við áfrýjanda. Mat á þessu væri hins vegar ekki einfalt og hægt væri að rökstyðja báðar niðurstöður. viðbrigði yrði að ræða fy rir það. Aldur barnsins væri ekki slæmur til að aðlagast nýju samfélagi og geta þess mikil til að tileinka sér nýtt tungumál. Yfirmatsgerð 12 Í málinu liggur fyrir yfirmatsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna 30. janúar 2019 sem aflað var af hálfu áfrýjanda fyrir Landsrétti. Matsgerðin var unnin af E sérfræðingi í klínískri barnasálfræði, og F, sérfræðingi í klínískri sálfræði. Yfirmatsmenn gáfu sk ýrslu hér fyrir dómi til staðfestingar og skýringar á matsgerðinni. 13 Yfirmatsmenn telja foreldrahæfni beggja málsaðila ágæta. Í niðurstöðu yfirmatsgerðar kemur fram að þau geti bæði myndað eðlileg tengsl við barnið . Þ au hafi bæði sýnt barninu n ánd, hlýju ás t og væntumþykju með orðum og atlæti er yfirmatsmenn fylgdust með. Telja þeir að barnið finni fyrir kærleika þeirra og treysti þeim. Hvað varðar l íkamlega umönnun og atlæti barnsins telja yfirmatsmenn þau bæði vel hæf til að hafa umsjón með heilsuvernd þes s þótt þau greini á um ýmsa þætti varðandi heilsu barnsins. Telja þeir þau bæði vera barni sínu að flestu leyti góð 5 fyrirmynd og kenna því góða siði . Þau séu bæði reglusöm og hafi góða rútínu í daglegum hlutum auk þess sem þau séu kærleiksrík og komi vel f yrir. Vankantar þeirra beggja hvað fyrirmynd varðar séu hins vegar að þau treysti hvort öðru illa og samskipti þeirra hafi ekki verið nógu góð. 14 Það sem einkum skilur á milli foreldrahæfni málsaðila að mati yfirmatsmanna er að stefnda hafi sýnt ábyrgðarleys i með óhóflegri skjánotkun barnsins og spilun ofbeldisleiks með því og hana virðist einnig skorta innsýn í þroska þess og vanda sem það glími við. Fram kemur að áfrýjandi hafi einnig spilað umræddan ofbeldisleik við elja yfirmatsmenn að áfrýjandi hafi meiri stöðugleika í lífi sínu en stefnda. Um það vísa þeir til þess að barnið búi enn á æskuheimili sínu og í þeim aðstæðum sem það ólst upp við. Áfrýjandi hafi verið honum sé ] með sambýlismanni sínum. Fram kemur að barnið hafi ítrekað sagt við yfirmatsmenn að það hræðist mest að geta ekki skilið fólk í 15 Hvað va rðar þekkingu á þörfum og þroska barnsins kemur fram að viðhorf áfrýjanda og stefndu séu ólík. Áfrýjandi telji sig sjá alvarleg frávik í þroska sem hann vilji láta kanna nánar. Stefnda telji einnig að barnið stríði við alvarlegan vanda sem sé hins vegar ei ngöngu af tilfinningalegum toga og hafi varað í skamman tíma eða innan við fimm mánuði. Hún telji áfrýjanda misskilja vanlíðan barnsins sem hafi orðið fyrir áfalli vegna viðskilnaðar við hana. Fram kemur að barnið sé nú í endurteknu þar sem áfrýjanda og kennara beri saman um að athuga þurfi þroskastöðu þess vegna fráviks frá jafnöldrum. Yfirmatsmenn lögðu matslista um hegðun barns fyrir málsaðila, kennara og umsjónarmann fr ístundar. Bar þar öllum saman um að tilfinningavandi barnsins væri meiri en búast mætti við af barni á þessum aldri. Hefði barnið sýnt marktæk einkenni á báðum heimilum foreldra og í skólastofu en jafnframt hefði félagshæfni þess mælst undir meðallagi. Að mati yfirmatsmanna sýnir barnið einhver frávik í þroska o g hafi sérþarfir sem kalli á aukinn stuðning. Telja þeir báða foreldra hins vegar hafa getu og vilja til að sinna og styðja barnið í takt við þær greiningar sem það gæti fengið og möguleg úrræði í kjölfar þeirra. 16 Í matsgerð er tekið undir það sem fram kemu r í undirmati um að aðstæður beggja foreldra til barnauppeldis séu viðunandi en að ákveðin óvissa ríki um búsetu og starf stefndu og starfsgetu og starfsmöguleika áfrýjanda. Þeir árétta þó að áfrýjandi búi enn búið í frá fæðingu. Í því umhverfi eigi barnið vini, hafi sótt sama skóla auk þess sem markvisst hafi verið unnið með þarfir þess í námi og þroska. Jafnframt er vísað til þess að móðurfólk barnsins sem það eigi regluleg samskipti við búi einnig í bæjarféla ginu. 17 Yfirmatsmenn mátu tengsl barns við foreldra með viðtölum við þau og barnið, tengslaprófi sem lagt var fyrir það og með því að fylgjast með samskiptum á heimilum 6 beggja foreldra. Í matsgerðinni kemur fram að þegar fylgst hefði verið með samskiptum bar nsins við foreldra sína hefðu matsmenn upplifað þau jákvæð gagnvart báðum en ólík. Barnið hefði virkað óöruggara hjá móður en föður. Barnið hefði átt erfiðara með að skilja sig frá móður en föður og það hefði hangið í henni þegar hún þurfti að bregða sér f rá. Í þessu samhengi er hins vegar vísað til þess í matsgerðinni að heimsókn matsmanna til stefndu hefði verið þegar barnið var tiltölulega nýkomið til hennar í jólaumgengni og það hefði verið að hitta þá í fyrsta sinn. Fram kemur að á heildina litið hefði barnið sjáanlega verið spennt og feimið við matsmenn í heimsókn þeirra. Barnið hefði leitað mikið í nánd móður sinnar sem hefði sinnt því vel og af hlýju á meðan hún hefði talað við þá. Sambýlismaður hennar hefði gefið barninu að borða og að samskipti mil li þeirra hefðu verið afslöppuð og á léttum nótum. 18 Í matsgerð kemur fram að í tveimur viðtölum matsmanna við barnið hefði komið fram að það teldi að ekki sem barnið hefði gefið fyrir þessu v iðhorfi væri að það kynni ekki yrði að geta ekki talað við fólk. Hins vegar hefði komið fram að barnið teldi að gott sína, ömmu, afa og móðurfólk. 19 Matsmenn lö gðu fjölskyldutengslapróf í tvígang fyrir barnið, annars vegar á heimili stefndu og hins vegar á heimili áfrýjanda Í samantekt um niðurstöðu prófsins varðar. Við framkvæm d prófsins hjá stefndu hafi barnið einblínt á hana og sýni nær aðeins jákvæð tengsl en hjá föður væru jákvæðu tengslin dreifðari á fleiri aðila. Telja matsmenn að niðurstöður þessara prófa endurspegli líklega þær aðstæður sem barnið var í hvoru sinni er pr óf var tekið. 20 Um önnur atriði sem kunni að skipta máli vegna lögheimilis barns nefna matsmenn að barnið hafi mikil og góð samskipti við föðurmegin. Þau tengsl muni minnka mjög ef það búi í öðru landi. Stefnda hafi nánari og stuðningsríkari tengsl við f jölskyldu sína en faðir hefur en sá stuðningur sé hins vegar allur á Íslandi. Matsmenn telja að mikið rask muni verða á högum barns verði ákveðið að lögheimili þess skuli vera hjá stefndu. Er í því sambandi vísað til þess að barnið eigi tvo góða vini í skó la sem það sé mjög háð og að barnið eigi erfitt með að mynda ný félagsleg tengsl. Barnið sé jafnframt metið með og kvíði því mjög að þurfa að læra 21 Málsatvik eru að öðru leyti reifuð í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða 22 Í 2. mg r. 34. gr. barnalaga er grein gerð fyrir þeim þáttum sem líta ber til við mat á fyrirkomulagi forsjár og lögheimilis. Skal þá litið til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. 7 23 Eins og rakið er hér að framan ber undir - og yfirmatsmönnum saman um að áfrýjandi og stefnda séu bæði hæf til að fara með forsjá barnsins og lögheimili. Jafnframt ber þeim saman um að aðstæður beggja foreldra til barnauppeldis séu viðunandi og að þótt sýn þeirra á vandamál barnsins sé ólík hafi þau bæði getu og vilja til að sinna og styðja barnið í takt við þær greiningar sem það gæti fengið og möguleg úrræði í kjölfarið. Fram kemur í matsgerðum að þau séu barni sínu að flestu leyti góð fyrirmynd , kenni því góða siði, séu reglusöm og hafi góða rútínu í daglegum hlutum auk þess sem þau séu kærleiksrík og komi vel fyrir . 24 Eins og fyrr er rakið hallast undirmatsmaður frekar að því að lögheimili barnsins eigi að vera hjá stefndu. Af matsgerð hans og skýrslutöku fyrir héraðsdómi má ráða að sú afstaða ráðist fyrst og fremst af því að barnið sé í nánari grunntengslum við stefndu , barnið hafi eindreginn vilja til að búa hjá henni og að af fenginni reynslu sé hún líklegri en áfrýjandi til að tryggja rétt barnsins til eðlilegrar umgengni við það foreldri sem er ekki með lögheimili þess. Taldi hann að þótt viðbrigðin af flutningi til yrðu mikil fyrir barnið myndi það ráða við það og geta lært nýtt tungumál án fyrirsjáanlegra vandkvæða. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms, sem skipaður var einum sérfróðum meðdómsmanni, byggist á sama grunni. 25 Þau atriði í yfirmatsgerð sem eru frábrugðin u ndirmatsgerð og helst mæla gegn því að lögheimili barnsins verði fært frá áfrýjanda til stefndu eru það mat yfirmatsmanna að meiri stöðugleiki sé í lífi áfrýjanda en stefndu og að barnið vilji nú frekar búa áfram á Íslandi á æskuheimili sínu þar sem það ei gi nú vini og hafi mikilvæg tengsl við móðurforeldra og . Um síðastnefnt vísa yfirmatsmenn jafnframt til þess að fyri r liggi að eigi erfitt með breytingar og aðlögun. Loks vísa yfirmatsmenn til þess að meiri vankantar hafi komið fram á persónuleikaprófi hjá stefndu, hana virðist skorta innsýn í þroska barnsins og hún hafi sýnt af sér ábyrgðarleysi með óhóflegri skjánotkun og spilun ofbeldisleiks með því. 26 Af báðum matsgerðum verður skýrlega ráðið að barnið er í sterkari tilfinningatengslum við stefndu. Öll fjölskyldutengslapróf sem hafa verið lögð fyrir barnið bera með sér að það upplifir mikla ást, stuðning og væntumþykju frá henni og vilji helst hafa hana nálægt sér í dagle gu lífi. Barnið hefur eins og fyrr greinir lýst því að það fái mesta athygli, stuðning, ástúð og væntumþykju frá henni þótt einnig sé ljóst að það sé í góðum tengslum við áfrýjanda. Er niðurstaða þessara prófa í samræmi við upplýsingar sem komu fram í viðt ölum undirmatsmanns við barnið, þrátt fyrir að barninu hefði að þess sögn verið gefnar neikvæðar og villandi upplýsingar af hálfu áfrýjanda um hugsanleg neikvæð áhrif þess að flytja til mati dómsins, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, skipta þ essi tengsl mestu máli við mat á því hvar lögheimili barnsins skuli vera til framtíðar að teknu tilliti til þess að foreldrarnir eru í báðum matsgerðum metin hæf, talin búa við fullnægjandi aðstæður til barnauppeldis og hafa að mati matsmanna bæði getu og vilja til að sinna og styðja 8 barnið í takt við þær greiningar sem það gæti fengið. Verður ekki talið hafa þýðingu í þessu sambandi þótt stefnda hafi aðra sýn en áfrýjandi á þau vandamál sem barnið glímir við enda ljóst af gögnum málsins að hún gerir sér gr ein fyrir því að vandamál séu til staðar sem þurfi að greina og takast á við. Ekkert í gögnum málsins bendir til annars en að stefnda búi við fullnægjandi aðstæður til að takast á við slík vandamál. 27 Gögn málsins bera með sér að áfrýjandi lokaði á tímabili árið 2016 alfarið á samskipti milli barnsins við stefndu í kjölfar þess að hún hóf sambúð með öðrum aðila. Jafnframt lokaði hann á samskipti barnsins við móðurforeldra þess á sama tímabili. Þessi tálmun er að mati dómsins sérstaklega alvarleg í ljósi sterk ra og mikilvægra tengsla barnsins við stefndu og foreldra hennar á viðkvæmum tíma í lífi þess. Með þessari háttsemi lét áfrýjandi eigin hagsmuni ganga framar hagsmunum barnsins. Þótt ekki liggi fyrir að tálmun af þessum toga hafi komið upp síðar verður lag t til grundvallar að stefnda sé að fyrra bragði líklegri en áfrýjandi til að tryggja rétt barnsins til eðlilegrar umgengni. 28 Fyrir liggur að áfrýjandi er ekki í fastri vinnu, en nýtur örorkubóta vegna slyss sem hann varð fyrir . . Stefnda mun enn vera skráð sem eigandi að 99% eignarhlut í því húsnæði þar sem áfrýjandi býr ágúst 2016 verða það áfram þar til áfrýjandi eða annar á hans vegum getur yfirtekið áhvílandi fasteignalán. Af framangreindu leiðir að óvi ssa ríkir um atvinnuhorfur og starfsgetu áfrýjanda og þar með möguleika hans á því að tryggja að barnið geti búið áfram í sama húsnæði og við óbreyttar aðstæður. Af gögnum málsins verður því ekki ráðið að hægt sé að leggja til grundvallar eins og gert er í yfirmatsgerð að meiri stöðugleiki sé í lífi áfrýjanda en stefndu til framtíðar litið. 29 Eins og rakið hefur verið hefur stefnda þurft að treysta umtalsvert á samskipti við klukk ustundir um helgar þegar barnið er hjá foreldrum stefndu. Í yfirmatsgerð er haft tölvuleiki á netinu og spjalla á meðan en hún segir þau líka hafa spjallað meðan [barnið] le foreldrum að leyfa börnum sínum að spila tölvuleiki sem eru bannaðir verður þetta atriði ekki talið hafa þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. Í því samhengi verður ekki fram hjá því litið að stefnda var ekki í sömu aðstöðu og áfrýjandi til að eiga annars konar og fjölbreyttari samski pti við barnið auk þess sem fyrir liggur að áfrýjandi hefur jafnframt leyft því að spila umræddan tölvuleik. 30 Ekki verður talið að breytt afstaða barnsins til búsetu milli matsgerða hafi þýðingu í málinu. Í viðtölum sem undirmatsmaður átti við barnið kom f ram eindreginn vilji þess til að vera búsett hjá stefndu þrátt fyrir að áfrýjandi hefði að þess sögn dregið upp neikvæðar hliðar af búsetu í skýringin sem kemur fram í yfirmatsgerð um breytta afstöðu barnsins er hræðsla þess við að læra nýtt tung umál. Í skýrslutöku 9 undirmatsmanns í héraði kemur, eins og fyrr greinir, fram að hann telji að ekkert gefi til kynna að barnið muni eiga í vandkvæðum með að tileinka sér nýtt tungumál. Af gögnum máls verður ekki annað ráðið en að þessi afstaða undirmatsman ns eigi við rök að styðjast. Af þessum sökum verður ekki talið að breytt afstaða barnsins til búsetu hafi þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. 31 Ljóst er að flutningur barnsins hafa í för með sér umtalsverða röskun á högum þess. Í gögnum málsins liggur fyrir að barnið var greint með í æsku og erfiðleika í félagsumhverfi sem er að fyrra bragði líklegt til að gera slíkan flutning enn erfiðari. Í yfirmatsgerð er ekki fjallað sérstaklega um hvort barnið sé í stakk búið til að takast á við slíkan f lutning en þess getið að hann yrði mjög erfiður fyrir það. Fallist er á það mat undirmatsmanns, sem staðfest er af héraðsdómi sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að ekki sé ástæða til að ætla annað en að barnið geti með viðeigandi stuðningi tekist á v ið þá erfiðleika sem kunna að fylgja slíkum flutningi. Eins og fyrr greinir er það jafnframt niðurstaða yfirmatsmanna að bæði áfrýjandi og stefnda hafi getu og vilja til að sinna og styðja barnið í takt við þær greiningar sem það gæti fengið og möguleg úrr æði í kjölfarið. 32 Að öllu framangreindu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður niðurstaða hans um forsjá og lögheimili barnsins staðfest. 33 Staðfest er sú niðurstaða héraðsdóms að mikilvægt sé að barnið haldi góðum tengslum við báða foreldra sína og fjölskyldur þeirra. Verður niðurstaða héraðsdóms um umgengni staðfest . 34 Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þykir rétt að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Landsrétti en staðfest er sú niðurstaða héraðsdóms að kostnaður af undirmatsgerð skuli greiðast úr ríkissjóði, sbr. 4. mgr. 42. gr. barnalaga. Um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fyrir Landsrétti fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um að áfrýjandi, A, og stefnda, B, fari sameiginlega með forsjá barnsins C og að lögheimili barnsins skuli vera hjá stefndu. Ákvæði héraðsdóms um meðlagsgreiðslur áfrýjanda til stefndu, umgengni og kostnað af matsg erð í héraði skulu vera óröskuð. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með t alin málflutningsþóknun lögmanna han s, Flosa H. Sigurðssonar lögmanns, 1.800.000 krónur , og Oddgeirs Einarssonar lögmanns, 400.000 krónur, sem og kostnaður vegna yfirmatsgerðar, 3.184.557 krónur . 10 Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands, föstudaginn 6. júlí 2018 Mál þetta, sem tekið var til dóms að lokinni aðalmeðferð þann 15. maí 2018, er höfðað með stefnu birtri 29. mars 2017. Stefnandi er B , kt. . Stefndi er A , kt. . Dómkröfur stefnanda eru svofelldar: Fyrir hönd stefnanda eru gerðar þær kröfur að forsjá barnsins C , kt. , verði áfram sameiginleg í höndum stefnanda og stefnda til 18 ára aldurs barnsins en að lögheimili hans verði hjá stefnanda. 2. Stefnandi gerir jafnframt þær kröfur að stefnda verði gert að greiða stefnanda meðlag til framfærslu barnsins eins og barnalí feyrir er ákveðinn hverju sinni til 18 ára aldurs hans. 3. Þá krefst stefnandi að dómurinn ákveði inntak umgengi barnsins við það foreldri sem ekki verður falið lögheimili þess. 4. Þá er að auki krafist að stefnda verið gert að greiða stefnanda málskos tnað að skaðlausu, samkvæmt tímaskýrslu sem lögð verður fram á síðari stigum málsins eða samkvæmt ákvörðun dómsins öfum stefnanda, þannig að aðilar fari og að hann eigi áfram lögheimili hjá stefnda. Þá greiði stefnandi einfalt meðlag með barninu eins og það ákvarðast af Tryggingastofnun ríkisins hverju sinni, frá dómsuppsögu til fullnaðs 18 ára aldurs drengsins. Loks er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt síðar framlögðum Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1 991. Við aðalmeðferð gáfu skýrslur stefnandi og stefndi, G kennari, D sálfræðingur og dómkvaddur matsmaður, H systir stefnanda, I móðir stefnanda, J , K , L bróðir stefnda, M og N faðir stefnanda. Málavextir Stefnandi og stefndi eiga saman drenginn C , sem fæddur er . Saman fara þau með forsjána, en lögheimili drengsins er hjá stefnda. Aðilar voru í sambúð frá árinu og bjuggu þau á Íslandi. Vorið ákvað stefnandi að fara til náms í og flutti hún þangað með drenginn, en stefndi varð eftir á Íslandi. Kveður stefnandi að stefndi hafi ætlað sér að búa áfram á Íslandi, en stefndi kveður að hann hafi orðið eftir hérlendis til að ganga frá búslóð þeirra enda stefnandi farið skyndilega, en samband þeirra mun þá hafa staðið á brauðfótum. Hvort 11 hel dur sem er kom stefndi út til nokkru á eftir stefnanda sumarið 2015 og bjuggu þau þar saman um hríð. Var drengurinn þar í . Segir í stefnu að tveimur mánuðum eftir komu stefnda hafi stefnandi kosið að ljúka sambandinu endanlega og segir í greinarger ð stefnda að hann hafi flust aftur til Íslands í október það ár og mun drengurinn hafa flutt með honum til Íslands. Stefnandi kveður að hún hafi samþykkt flutning drengsins til Íslands tímabundið svo að þeir feðgar mættu tengjast betur, en tengsl þeirra h afi verið takmörkuð. Kveður hún að samkomulag hafi verið um að þau myndu sjá til hvernig þetta gengi og hafi þetta verið á þeirri forsendu að drengurinn fengi að umgangast fjölskyldu hennar hér á landi, stefnandi fengi reglulega myndir af drengnum á Snapch at og myndsímtöl gegnum Skype og að drengurinn gæti flutt aftur til hennar ef til þess kæmi og hann kysi svo. Stefndi kveður að eftir að stefnandi byrjaði í námi sínu ytra hafi hún verið mjög upptekin í náminu og lítinn sem engan tíma haft til að sinna dr engnum og fjölskyldusamveru. Kveður stefndi jafnframt að drengurinn hafi aðlagast illa í hinum . Þann 12. júní 2015 er dagsett staðfesting Sýslumannsins á um að forsjá drengsins skuli vera sameiginleg, en lögheimilið skuli vera hjá stefnanda. Þar k emur jafnframt fram að sambúð hafi verið slitið í og forsjá hafi verið sameiginleg. Skuli stefndi greiða einfalt meðlag. Þá er jafnframt lagt fram staðfest samkomulag aðila, dags. 27. nóvember 2015, um að gerð skuli sú breyting að drengurinn skuli eiga lögheimili hjá stefnda og að stefnandi greiði stefnda einfalt meðlag með honum. Kveður stefnandi að framangreind breyting á samkomulagi hafi verið gerð eftir mikinn þrýsting frá stefnda, en þau hafi jafnhliða gert með sér munnlegt samkomulag um að drengu rinn myndi búa hjá þeim til skiptis í framtíðinni. Stefnandi lýsir því að eftir að hún hafi samþykkt varanlegan flutning á lögheimili drengsins hafi samskipti milli stefnda og foreldra stefnanda gengið vel og drengurinn hafi dvalist reglubundið hjá þeim. Stefndi hafi komið reglulega í heimsókn til þeirra með drenginn þess á milli og þau jafnframt heimsótt þá feðga. Ásamt þessu hafi stefnandi reglulega fengið myndir sendar af syni sínum í gegnum Snapchat og myndsímtöl við hann í gegnum Skype. Þetta kveður stefnandi að hafi allt breyst eftir að hún hafi, í byrjun apríl 2016, tilkynnt að hún væri komin í samband með öðrum karlmanni. Frá þeim tíma og allt til 4. maí s. á. hafi enginn í fjölskyldu stefnanda fengið að hitta drenginn eða tala við hann. Þá hafi st efnandi engar myndir fengið af honum á þeim tíma. Á þessum tíma hafi stefndi ekki svarað neinum skilaboðum frá stefnanda nema einum, þar sem stefndi hafi beðið hana um frið frá samskiptum í óákveðinn tíma og allar frekari tilraunir til samskipta áður en st efndi gæfi leyfi fyrir þeim myndu leiða til þess að engin samskipti ættu sér stað. Um þetta kveður stefndi að rangt sé með farið. Móðurafi drengsins hafi komið ítrekað í heimsókn á heimili feðganna og hafi sú heimsókn yfirleitt verið afar kærkomin. Þó haf i staðið þannig á þessa vormánuði 2016 að drengurinn hafi átt erfitt með svefn og stefnda hafi verið ráðlagt að reyna að hafa rólega rútínu á heimilishaldi þeirra frá heimkomu úr og að háttatíma. Það hafi móðurafinn átt erfitt með að skilja enda hafi h ann gjarnan komið í heimsókn rétt fyrir háttatíma drengsins. Hafi því orðið úr að stefndi hafi óskað eftir breytingu á heimsóknum móðurafa sem hafi tekið tillöguna óstinnt upp. Ósættið hafi þó orðið skammvinnt og drengurinn njóti í dag umgengni við móðurfo reldra aðra hvora helgi. Stefnandi kveður þó að samskiptin hafi verið erfið og frá 4. maí 2016 hafi stefndi samþykkt að stefnandi fengi að tala við drenginn einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 17:00 og hafi engar 12 undantekningar verið á því. Hafi drengurinn jafnframt mjög takmarkað fengið að umgangast foreldra stefnanda allt þar til stefnandi kom til Íslands í júlí 2016, en þá hafi stefnandi fengið að hitta drenginn nokkuð oft sem og foreldrar hennar. Stefnandi lýsir því að hafa ítrekað óskað efti r því við stefnda að gerður yrði samningur um umgengni, en ekki hafi stefndi verið tilbúin til þess fyrr en í ágúst 2016 og þá einungis tímabundinn samning í sex mánuði. Í samningnum, sem dagsettur er 8. ágúst 2016, er kveðið á um að drengurinn fari aðra h verja helgi til móðurfjölskyldu, að foreldrar skipti sumarleyfi hans jafnt á milli sín og jólafríi til helminga með samkomulagi m.t.t. búsetu stefnanda erlendis. Þá fái stefnandi myndsímtöl á Skype alla miðvikudaga kl. 17:00 og sunnudaga samkvæmt samkomula gi, en aðrir tímar yrðu einnig samkvæmt samkomulagi. Þrátt fyrir þennan samning kveður stefnandi að samskiptin hafi áfram verið erfið og hafi stefndi óskað eftir því við stefnanda að hringja ekki á sunnudögum þar sem honum fyndist erfitt að spyrja drenginn hvort hann vildi tala við stefnanda. Mjög sjaldan hafi stefnandi fengið að ræða við drenginn á miðvikudögum og hafi stefndi sagt að drengurinn vildi ekki tala við stefnanda, en það kveðst stefnandi draga verulega í efa þar sem drengurinn hafi ávallt verið mjög spenntur að ræða við hana þegar hann sé í umgengni hjá foreldrum hennar. Lýsing stefnda á þessu er nokkuð á annan veg. Hann kveður stefnanda ekki hafa nýtt sér sunnudagana heldur eingöngu miðvikudaga. Kveðst stefndi jafnframt hafa gert allt sem hann geti til að stuðla að samskiptum mæðginanna, en mögulega vegna ungs aldurs drengsins, sem og aðstæðna hans, þá sé hann ekki alltaf fáanlegur til samtals þegar stefnandi hringir. Kveður stefndi drenginn mjög ákveðinn varðandi þetta og fái stefndi ekkert vi ð hann ráðið. Þá lýsir stefndi því að stefnandi hafi notið umgengni við drenginn þegar hún hafi komið til landsins um jól og áramót 2015 sem og 2016 en einnig sumarið 2016 og páska 2017. Kveðst stefndi hafa lagt sig fram um að skipuleggja dagskrá drengsins í kringum umgengni við stefnanda. Hafi stefndi stuðlað að ríkulegri umgengni en ráð hafi verið gert fyrir. Fram kemur í gögnum málsins að drengurinn hafi verið í , en þar hafi komið upp ákveðnar áhyggjur af stöðu hans áður en ] 2015. Hafi máli drengsins verið vísað til Greiningar - og ráðgjafastöðvar ríkisins en vinna vegna drengsins verið sett á bið þá mánuði er hann bjó með stefnanda í . Ástæða tilvísunar hafi verið að drengurinn hafi sýnt einkenni á en í niðurstöðu mats Greiningarstöðvarinnar, dags. 29. ágúst 2016, kom í ljós að svo er ekki. Samkvæmt matinu er drengurinn hins vegar með flókna forsögu þar sem álag er í félagsaðstæðum og óöryggi og hræðsla hafi komið fram, sér í lagi í nýjum aðstæðum. Niðurstaða matsin s er sú að drengurinn sé nú mun öruggari með sig bæði á heimili og í og hafi sýnt góðar þroskaframfarir undanfarið. Hann eigi þó erfitt með allar breytingar sem og hafi . Í niðurstöðum segir að hann sé greindur með í bernsku og erfiðleika í féla gsumhverfi. Í kjölfar niðurstöðunnar var sett af stað meðferðarteymi sem kemur að faglegri þjónustu við drenginn og hittist ásamt stefnda á tveggja mánaða fresti. Stefnandi kveður að á meðan drengurinn bjó hjá ste fnanda í hafi honum liðið honum vel [ og hafi hann ítrekað sagt við stefnanda og aðra að hann vilji flytja aftur til móður sinnar í . Óskaði stefnandi eftir breytingu á lögheimili drengsins og lagði fram beiðni um það hjá Sýslumanninum á , en stefndi hafnaði þeirri breytingu og var má linu á endanum vísað frá sýslumanni. Stefndi kveður að eftir sumarumgengni 2016 hafi drengurinn komið heim til stefnda og sagst vera að flytja til með stefnanda og hafi stefndi tekið vel í það og aðstoðað drenginn við að pakka niður í 13 tösku. Hafi dren gurinn þá byrjað að spyrja stefnda hvort hann kæmi ekki með og hvort hann gæti haft vini sína og úr með til . Þegar ljóst hafi orðið að það væri ekki hafi afstaða drengsins verið skýr og hafi hann ekki viljað halda í hugmyndina um flutning til [ og ekki rætt þetta síðan. Þá kemur fram að árið hafi stefndi lent í og orðið óvinnufær í kjölfarið. Hann hafi verið í endurhæfingu hjá og hjá O sálfræðingi. Hafi hvort tveggja gert kraftaverk á heilsu og líðan stefnda sem sé að ljúka og sé í undirbúningi að komast aftur inn á vinnumarkað að nýju í kjölfar endurhæfingar. Hann hafi vel getað sinnt allri daglegri umönnun drengsins fyrir og eftir hefðbundinn vinnudag og muni í framtíðinni miða starf sitt út frá hagsmunum drengsins. Hann hafi jafnf ramt tekið ákvörðun um búsetu með tilliti til drengsins og muni gera slíkt áfram. Við meðferð málsins var D sálfræðingur dómkvaddur sem matsmaður til að meta hæfi aðilanna til að fara með lögheimili drengsins, aðstæður þeirra til þess, tengsl dr engsins við aðila sem og stöðu og líðan hans og sérþarfir og getu foreldranna til að sinna þeim. Í niðurstöðum matsgerðar hins dómkvadda matsmanns segir um hæfi aðilanna til að fara með lögheimili drengsins að heildarútkoma beggja aðila á persónuleikapró fi sé góð. Segir m.a. í matsgerðinni að helstu atriði forsjárhæfni séu ást, vernd, öryggi, líkamleg umönnun, atlæti, örvun, hvatning, stuðningur, fyrirmynd og tengsl. Þá beri að líta til persónulegra eiginleika foreldra þegar forsjárhæfni er metin. Sé þe tta haft til hliðsjónar virðist báðir aðilar uppfylla þessi skilyrði nema helst þegar kemur að því að viðhalda tengslum. Stefndi hafi lögheimili drengsins og hafi haft töluvert meiri samveru við drenginn frá því að þeir fóru fyrir árum. Að virtum m álsgögnum og frásögnum aðila þá hafi stefndi hamlað möguleikum drengsins og stefnanda til að vera í samskiptum og njóta samvista. Hann hafi t.a.m. alfarið tekið fyrir það að drengurinn hitti eða dvelji hjá stefnanda í . Þar sem hún búi erlendis þurfi hún að reiða sig á rafrænar samskiptaleiðir til að viðhalda tengslum við drenginn, en þetta hafi stefndi takmarkað að verulegu leyti. Hann hafi líka takmarkað möguleika móðurforeldranna til að vera í viðvarandi tengslum við drenginn, sem sé bagalegt fyrir drenginn þar sem hann virðist hafa mjög sterk og gefandi tengsl við þau, sérstaklega afann. Að þessu leyti sé ljóður á foreldrahæfi stefnda, þó margt farist honum ágætlega úr hendi sem föður. Hvað varðar aðstæður aðilanna kemur fram í matsgerð að þær séu viðunandi góðar hjá báðum, þó ólíkar séu. Smá óvissa ríki um framtíðarbúsetu stefnanda en hún hafi mjög skýr markmið um framtíðina og sé að vinna í samræmi við þau. Þá sé ákveðin óvissa með starfsgetu og starfsmöguleika ste fnda þar sem hann sé og hafi ekki getað unnið í þó nokkuð langan tíma. Hann hafi hins vegar góða vinnusögu og ætti að geta bjargað sér. Um tengsl drengsins við aðilana segir að báðir foreldrarnir telji sig eiga auðvelt með að setja drengnum mörk o g telji sig hafa í heild réttan skilning á hlutverki sínu sem uppalanda. Segir að tengslamyndun drengsins við aðila, eins og hún hafi birst matsmanni, sé sterk. Drengurinn hafi leitað til þeirra beggja eftir leiðsögn, snertingu, ást og hlýju. Hafi þó virka ð svolítið bældur þegar hann hafi komið með stefnda í viðtal á stofu, en það megi túlka á ólíka vegu. Annars vegar samrýmist það lýsingum úr sem tali um að drengurinn sé feiminn og hlédrægur, en hins vegar rími þetta við frásagnir móðurömmu - og afa ein s og þau lýsi upplifun sinni þegar þau hitti drenginn á förnum vegi með stefnda. Þá sé hann bældur og óöruggur með sig en mun atkvæðameiri og öruggari með sig ef stefndi er fjarri. Í fjölskyldutengslaprófi sem lagt hafi verið fyrir drenginn hafi komið fram sú mynd að hann upplifi jákvæð 14 samskipti við stefnanda en síður við stefnda. Það sé reyndar athyglisvert að hann lýsi langmestum jákvæðum samskiptum við stefnanda sem hann hafi þó mun minna verið í samskiptum við í þó nokkurn tíma. Styrkleiki þessara teng sla hafi enn fremur endurspeglast í viðtali við drenginn þar sem hann hafi verið mjög afgerandi um það hvar hann vildi búa þegar hann hafi verið spurður að því beint. Þá sé umhugsunarvert að hann virðist hafa ranghugmyndir um hvað búseta í myndi hafa í för með sér, en hann hafi sagt að pabbi sinn hafi talað um úlfa þar í landi og að ef hann færi þangað þá myndi hann aldrei koma aftur. Í viðtali við stefnda hafi komið fram að hann væri ósáttur við að mikið væri rætt við drenginn um og allt þar litað með jákvæðum blæ. Ekkert hafi þó komið fram í viðtali matsmanns við drenginn sem bendi til óeðlilegrar umræðu þar um. Varðandi stöðu og líðan drengsins og sérþarfir hans, ásamt getu foreldra til að sinna þeim segir að sé litið til umsagna óháðra aðila ein s og kennara þá virðist staða drengsins vera góð í dag. Hvað viðkomi sérþörfum drengsins bendi ekkert til að þar sé alvarlegt vandamál. Hann virðist hafa átt á brattan að sækja félagslega og sé mögulega viðkvæmur á því sviði en það rúmist innan þess sem eð lilegt geti talist og samræmist ekki greiningum um . Hæfi foreldra til að annast um drenginn í daglegri umgengni og í samskiptum við samfélagsleg festi sé því metin góð. Báðir foreldrar hafi verið í samskiptum við og láti sig almennt málefni drengsi ns varða. Stefndi hafi verið duglegur að þiggja aðstoð og virðist hafa haft frumkvæði að því að leita sér aðstoðar og leiðsagnar eins og komi fram í umsögnum óháðra aðila. Veikleikar hans virðist hins vegar liggja í því að eiga erfitt með að skilja tilfinn ingalegar þarfir drengsins og láta þær hafa forgang umfram sínar eigin. Stefnandi virðist hafa annast vel um drenginn fram að þeim tíma sem hún fór í nám og hafi verið dugleg að kynna sér möguleika fyrir drenginn í . Kveðst matsmaður ekki koma auga á ne ina sérstaka veikleika í fari hennar sem móður í dag. Þá kemur fram í matsgerðinni að allt líti út fyrir að foreldrar muni eiga heimili í sitt hvoru landinu næstu árin. Mælir matsmaður með því að umgengni við það foreldrið sem ekki fer með lögheimilið ver ði regluleg og almennt miðuð við frí drengsins frá skóla. Þannig dvelji hann í 4 vikur að sumri til hjá því foreldri sem hann býr ekki hjá að öllu jöfnu. Skipting um jól og áramót verði þannig að drengurinn sé önnur hver jól hjá föður en hin hjá móður. Ára mótin verði einnig á víxl, en öfugt við jólaumgengni. Þá verði skipting um páska annað hvort ár. Frí innan skólaársins, eins og vetrarfrí, geti til viðbótar gefið möguleika á samveru við það foreldri sem drengurinn býr ekki hjá. Þess utan mælir matsmaður m eð því að samskipti gegnum Skype eða annan sambærilegan hugbúnað, eða síma eftir atvikum, verði með reglubundnum hætti. Þó mælt sé með reglubundnum samskiptum verði hins vegar að vera einhver sveigjanleiki á því þar sem ýmislegt geti truflað tilsettan tíma . Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja kröfu sína um lögheimili barnsins á því það þjóni best hagsmunum drengsins að lögheimili hans verði hjá stefnanda. Allar aðstæður hennar séu góðar til þess að drengurinn flyti til hennar. Kveð st stefnandi búa við góðar aðstæður, í góðu húsi og öruggu umhverfi sem barnið þekki en sem drengurinn hafi verið í þann tíma sem hann hafi búið hjá henni í sé við hliðina á blokkinni sem stefnandi búi nú í. Kveðst stefnandi vera reglusöm og í góðu jafnvægi og hún geti gefið barninu mikinn tíma og athygli, en hún sé langt komin með nám sitt og að jafnaði búin í skólanum kl. 14:00 á daginn. Hún 15 hafi því töluvert svigrúm til þess að stjórna tíma sínum þannig að hún geti varið sem mestum tíma með dreng num. Þá kveðst stefnandi jafnframt byggja á því að hún sé hæfari til að fara með forsjá drengsins en stefndi. Hún kveðst hafa betri innsýn í þarfir hans og sé betur í stakk búin til að mæta þörfum hans, enda hafi það alfarið komið í hennar hlut að sjá um uppeldi og þarfir drengsins á sambúðartíma aðila. Persónulegar og félagslegar aðstæður hennar séu mun betri til barnauppeldis en aðstæður stefnda. Kveðst stefnandi búa að öflugu stuðningsneti í en sambýlismaður hennar og fjölskylda hans búi í næsta ná grenni og séu þau öll búin til að aðstoða komi til þess að hún þurfi aðstoð með drenginn. Þá standi mögulega einnig til að systir stefnanda muni flytja í sama bæjarfélag en drengurinn þekki hana vel. Aftur á móti búi stefndi við lakara stuðningsnet og hafi takmarkað aðgengi að aðstoð með drenginn. Stefnandi kveðst leggja ríka áherslu á að drengurinn fái að umgangast báða foreldra sína og tengjast þeim traustum böndum. Hún muni aldrei tálma umgengni eða koma í veg fyrir samskipti hans við stefnda. Að mati s tefnanda hafi stefndi aftur á móti tálmað umgengni hennar og drengsins og viljað hafa alla umgengni á sínum forsendum og sett henni ströng skilyrði. Hafi stefndi markvisst neitað því að samskipti stefnanda og drengsins eigi sér stað með því að banna samski pti þeirra og sett þeim afar þröngar skorður og tímamörk. Stefnandi vísar til þess að hún hafi komið til Íslands rétt fyrir jólin 2016 og hafi hún þá ítrekað óskað eftir að fá ákveðna daga þar sem hún gæti haft drenginn hjá sér yfir jólin. Stefndi hafi h ins vegar hunsað beiðnir hennar og stefnandi hafi ekki fengið uppgefið hjá stefnda hvenær hún fengi að hafa drenginn hjá sér meðan hún dveldist á landinu fyrr en eftir að hún hafi verið komin til landsins og þá með aðkomu lögmanna. Stefnandi kveður jafnfr amt að stefndi hafi neitað að gera nýjan samning um umgengni eftir að sá fyrri hafi runnið út í janúar 2016 og þá hafi stefndi einnig neitað því alfarið að drengurinn fái að ferðast til og eyða frítíma sínum hjá stefnanda eins og eðlilegt verði að telj ast í málum þar sem annað foreldrið er búsett erlendis. Stefnandi kveðst telja að stefndi sé með hegðun sinni og takmörkun á umgengni hennar og drengsins markvisst að vinna að því að slíta tengsl þeirra á milli. Hafi stefndi m.a. stuðlað að því að drengur inn kalli stefnanda með nafni en ekki mömmu en drengurinn hafi staðfest að stefndi tali aldrei um stefnanda sem mömmu, heldur B . Stefnandi kveður háttsemi stefnda hvað varðar umgengni og meint slit á tengslum hennar og drengsins beinlínis vera skaðlega fyr ir drenginn og því mikilvægt að hagsmunir drengsins af því að fá að umgangast báða foreldra sína verði hafðir að leiðarljósi og henni því dæmt lögheimilið. Þá kemur fram í stefnu að stefnandi telji mikilvægt að skipaður verði sérfróður aðili til að kanna aðstæður og hæfni málsaðila til að fara með forsjá drengsins ásamt tengslum málsaðila við drenginn og að kostnaður vegna þess greiðist úr ríkissjóði skv. 4. mgr. 42. gr. barnalaga nr. 76/2003. Stefnandi kveðst byggja kröfu sína um sameiginlega forsjá og l ögheimili drengsins á V. kafla barnalaga nr. 76/2003, einkum 34. gr. laganna. Þá sé jafnframt byggt á meginreglum barnaréttar. Stefnandi kveður að krafa um greiðslur á meðlagi og að dómurinn ákveði inntak umgengni drengsins við það foreldri sem ekki ver ður falið lögheimilið byggi á 5. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, sbr. 57. gr. sömu laga hvað varðar meðlagskröfuna. 16 Krafa stefnanda um að kostnaður vegna matsmanns greiðist úr ríkissjóði byggir á 4. mgr. 42. gr. barnalaga og um málskostnaðarkröfu vísa r stefnandi til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun vísast til laga nr. 50/1988, en stefnandi hefur fengið gjafsókn. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfur sínar á því að óbreytt fyrirkomulag um sameiginlega forsjá og lögheimili hjá stefnda þjóni best hagsmunum drengsins. Styður stefndi kröfur sínar við 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 um að dómara beri að láta hagsmuni barns r áða við ákvörðun um forsjá þess. Þá bendir stefndi á greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi barnalögum en þar sé drepið á ýmsum atriðum sem taka beri tillit til við ákvörðun um forsjá barna. Í fyrsta lagi vísar stefndi til þess að mun meiri s töðugleiki ríki í lífi stefnda en stefnanda. Stefndi sé búsettur í því sveitarfélagi þar sem drengurinn sé uppalinn. Drengurinn gangi í sama og forðum og þar sé mjög vel haldið á málum hans. Eins og sjá megi í barnalögum sé litið svo á að stöðugleiki o g öryggi sé meðal þeirra lykilsjónarmiða sem þyki til þess fallin að tryggja börnum þroskavænleg skilyrði. Þar sé t.a.m. átt við stöðugleika í ytra umhverfi eða aðstæðum barns og hvort líklegt sé að barnið þurfi að flytja úr því umhverfi sem það þekki. Ste fndi kveður enga ástæðu til að breyta þeim aðstæðum enda líði drengnum vel eins og gögn málsins bendi til. Drengurinn fái nauðsynlegan stuðning í sveitarfélagi stefnda og þar hafi hann alla tíð verið í utan þeirra vikna er hann hafi verið í í haustið 2015. Meðferðarteymi með starfsmönnum og sérfræðinga í málefnum barna hafi komið að starfi með drengnum frá því hann hafi flutt með stefnda aftur heim til Íslands og hafi teymið unnið gott starf drengnum til heilla. Drengurinn sé þannig gerður að hann eigi erfitt með allar breytingar og því sé fast skipulag á hans daglegu iðju honum afar mikilvæg. Þá hafi drengurinn einnig mælst og því ljóst að það yrði honum afar flókið að flytjast yfir í annað málumhverfi. Kveður stefndi að það gæti bitna ð illa á málþroska Þá kveðst stefndi byggja kröfur sínar á því að drengurinn eigi ríkuleg samskipti við sem sé í daglegum samskiptum við feðgana og heimsæki þá að minnsta kosti einu sinni í viku. Einnig hafi hann í sveitarfélaginu móðurforeldra sem séu drengnum afar kærkomin, sér í lagi móðurafi. Drengurinn njóti umgengni við þau aðra hvora helgi frá föstudegi til sunnudags og stundum lengur. Hafi dre ngurinn og móðurafi hans alla tíð verið mjög nánir og mikið og gott traust sé á milli þeirra. Kveður stefndi að ef lögheimili drengsins færðist til stefnanda breytt yrði gjörbreyting á stöðugleika í umhverfi hans og á umönnunaraðilum, sem og málumhverfi. Y rði þetta drengnum ekki til heilla. Þá vísar stefndi til þess að drengurinn hafi alla tíð búið hjá sér. Fyrstu árin ásamt stefnanda en undanfarin tæp tvö ár eingöngu með stefnda. Vissulega hafi stefndi unnið utan heimilis, til framfærslu fjölskyldunnar fy rstu ár drengsins, en eftir vinnudag hafi hann annast drenginn að öllu leyti. Þannig hafi hann frá upphafi verið aðalumönnunaraðili drengsins. Stefndi kveðst jafnframt byggja á því að þeir drengurinn séu afar nánir og leiti drengurinn mikið til stefnda va rðandi nánd og hlýju. Þá sé drengurinn oft og tíðum algjörlega mótfallinn samskiptum við stefnanda, hvort heldur sem er í Skype eða síma og kveðst stefndi ekki geta þröngvað honum til þessara samskipta gegn vilja hans. Ekkert slíkt sé uppi á teningnum þega r hann eigi að vera í samskiptum við aðra 17 meðlimi fjölskyldunnar, svo sem móðurforeldra eða systkini. Kveðst stefndi ekki geta annað en hlustað á vilja drengsins þegar svo standi á. Stefndi kveður drenginn þarfnast beggja foreldra og leggi stefndi því áhe rslu á góða umgengni þegar stefnandi er á landinu en vegna búsetu hennar geti umgengni því miður ekki verið eins tíð og best væri. Stefnandi hafi sett búsetu sína fyrir sig hvað varðar tíðar heimsóknir til Íslands, en hún sé búsett í sem sé í um st undar fjarlægð frá flugvellinum í . Kveður stefndi að stefnandi hafi sagt það flækja málin varðandi möguleika hennar á tíðri heimkomu til Íslands til samveru við drenginn. Engu að síður hafi drengurinn alltaf fengið afar ríkulegar samvistir við stefnand a þegar hún hafi komist til landsins og kveður stefndi það afar mikilvægt. Leggur stefndi til óbreytt fyrirkomulag á umgengni, þ.e. að umgengni fari fram á Íslandi á næstunni, eða allt þar til drengurinn hafi fengið aukið öryggi í umhverfi sínu. Stefndi k veður kröfu sína um óbreytta forsjá og lögheimili byggja á barnalögum nr. 76/2003, einkum 34. gr., sbr. 28. gr. og 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Þá sé byggt á barnalögum í heild svo og meginreglum þeirra og undirstöðurökum. Stefndi kveðst byggja kröfur sínar um meðlag úr hendi stefnanda á 4. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 sem og ákvæði barnalaga um framfærsluskyldu foreldra skv. 53. gr. sbr. 6. mgr. 57. gr. Þá kveður stefndi að krafa um málskostnað sé byggð á 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og um virðisaukaskatt vísar hann til laga nr. 50/1988. Framburður við aðalmeðferð Stefnandi kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og lýsti því að sambúðin með stefnda hefði verið erfið. Hafi það valdið þ ví að tengslamyndun hennar við drenginn hafi verið erfið á fyrstu mánuðum ævi hans, ásamt því að hann hafi verið með mjólkuróþol sem þá hafi ekki verið greint. Lýsti því að stefndi hefði ekki skipt á drengnum í heilt ár vegna þess að hann hefði verið ósátt ur við vilja hennar til að nota taubleiur. Kvaðst hún hafa verið aðalumönnunaraðili drengsins fyrstu árin enda hafi stefndi mikið verið að vinna. Þá hafi hún að mestu séð um heimilið, en það hafi stundum orðið útundan vegna þess að umönnun drengsins hafi v erið tímafrek og hún verið svefnlaus, auk þess að þau hafi verið með á heimilinu. Hún hafi þurft að forgangsraða. Aðspurð kvaðst stefnandi ekki hafa verið greind með fæðingarþunglyndi eða aðra geðræna veikleika, en hún hafi átt erfitt eftir fæðingu dre ngsins, en það hafi þó fyrst og fremst verið vegna erfiðleika í sambandinu við stefnda. Þá lýsti stefnandi því að í upphafi náms hennar ytra hafi mikill tími farið í námið, en það sé allt annað núna og auðveldara. Þá lýsti stefnandi því að aðlögun drengsin hafi gengið vel. Samskipti hennar við stefnda ytra hafi þó ekki gengið vel, sérstaklega eftir að hún hafi byrjað í skóla og hann hafi verið einn heima með drenginn. Hafi svo orðið að ráði að drengurinn flytti með stefnda til Íslands enda hafi hún verið mikið í skóla, en stefndi ekki í vinnu og hafi hann því haft nægan tíma fyrir drenginn. Henni hafi fundist þeir þurfa tíma saman. Þau hafi talað um að sjá svo til með framtíðina. Svo hafi lögheimili drengsins verið flutt varanlega til stefnda ve gna mála og félagslegra aðstæðna, en hún hafi þó gert ráð fyrir að það yrði tímabundið. Þá lýsti stefnandi því að samskipti hafi gengið áfallalaust þar til hún hafi byrjað í nýju sambandi, en þá hafi allt breyst. Hafi þá stefndi bannað sér að hafa samba nd við drenginn um óákveðinn tíma og mjög erfitt hafi verið að ná í stefnda. Hafi stefndi sagt að hann og þeir feðgar þyrftu frið. Þá hafi foreldrar hennar heldur ekki fengið að hitta drenginn. Hafi stefndi seinna leyft henni að tala við drenginn einu sinn i í viku, á fyrirfram ákveðnum tíma sem hafi verið 18 ósveigjanlegur. Henni hafi fundist þetta allt of lítið, en ekki þorað að andmæla því, til að stefndi tæki það ekki allt til baka. Þegar hún hafi komið til landsins til að hitta drenginn hafi stefndi gert k röfu um að drengurinn lyki alveg til kl. 16:00. Aðspurð kvað stefnandi að drengurinn hafi ítrekað sagt að hann vilji búa með henni. Hann hafi líka viljað koma til hennar til . Þá lýsti stefnandi aðstæðum sínum í og tengslaneti sínu þar. Hún eigi eftir í námi, en unnusti hennar hafi nú lokið sínu námi og sé kominn með atvinnutilboð. Þá hafi hún vilyrði sjálf fyrir vinnu, en mikið sé um atvinnumöguleika að námi loknu. Þá muni systir hennar og foreldrar mögulega flytja til . Stefnandi lýsti þ ví að drengurinn hafi haft það sjá fjölskyldu sína á Íslandi framar. Þá hafi komið fram hjá drengnum að stefndi loki hann úti í refsingarskyni ef ha þ.e. um páskana 2018. Hún hafi gengið mjög vel. Hún myndi aldrei hamla samskiptum þeirra feðga. Þá lýsti hún því að stefndi hafi ekki staðið undir greiðslum af húsi þe irra . Þá lýsti stefnandi því hvernig hún myndi standa að aðlögun drengsins ytra, en við það sé mjög góður stuðningur í og hún hafi kynnt sér það allt, sem og hjá félagsþjónustunni. Til staðar séu ýmis úrræði. Drengurinn sé að auki altalandi á en sé talsvert töluð á heimilinu. Það væri best fyrir drenginn að flytjast til stefnanda í . Stefndi lýsti því við aðalmeðferð að vel gangi með drenginn. Hann sé í og eigi vini og gangi vel í . Hann hafi aðeins átt erfitt félagslega og hafi þurft að styrkja það aðeins, m.a. með . Umgengni gangi vel við stefnanda þegar hún sé á landinu og í samræmi við hennar óskir. Það hafi stundum komið niður á þeirra tíma, en stefndi hafi látið samveru drengsins við stefnanda hafa forgang þegar hún sé á landinu. Hún hafi alltaf fengið hann þegar hún hafi óskað eftir. Aðra hvora helgi fari drengurinn til foreldra stefnanda. Þá hafi drengurinn ágæt samskipti við sem búi í , einkum þó . Kvaðst hafa góð tengsl við alla sína fjölskyldu, þrátt fyrir að stefnandi telji svo ekki vera. Stefndi lýsti teymisvinnu vegna drengsins þegar h . Drengurinn sé hins vegar ekki þó hann hafi einkenni s.s. að vera mjög vanafastur. Drengnum líði vel í . Þeir sinni , þegar dreng urinn komi heim úr . Stefndi kvaðst hafa valið fyrir drenginn til að hann gæti verið nær ömmu sinni og afa, þ.e. móðurforeldrum sínum. Stefndi lýsti því að hann teldi það verða mjög slæmt fyrir drenginn að flytja til , m.a. vegna tungumálsins. Te ngsl drengsins við fjölskyldu sína hér á landi séu honum mjög mikilvæg. Aðspurður kvaðst stefndi einu sinni hafa þurft að setja drenginn út fyrir dyr eftir að hann kom og náð þannig sambandi við hann. Svo hafi þeir rætt saman og allt orðið gott. Rangt sé að hann stundi þetta sem uppeldisaðferð. Mögulega hafi þetta gerst þegar þau bjuggu ytra, en þá hafi stefndi verið , en það sé löngu liðið. Mögulegt sé jafnframt að hann hafi gert þetta áður fyrr við . Þá sé það ekki heldur rétt að hann stundi hræðsluáróður um fi stefndi ekki sagt við drenginn að hann myndi ekki sjá fjölskyldu sína framar ef hann flytti út. Hann hafi aðeins gert honum grein fyrir því að ef hann flytji þá muni verða torveldara að hitta vini og fjölskyldu á Íslandi. Stefndi kvað að drengurinn segi við sig að hann vilji ekki búa í , en hann vilji fara þangað í heimsókn. Mögulega sé hann að segja það sem hann haldi að þau vilji heyra. Aðspurður kvað stefndi að drengurinn hafi átt erfitt með svefn vorið 2016 og verið spenntur. Sér hafi verið ráðlag t af sálfræðingi og félagsráðgjafa að rjúfa 19 samskipti drengsins við stefnanda og föður hennar. Hann hafi ekki getað svarað stefnanda því hversu lengi það yrði, en það yrði að koma í ljós. Hann hafi bara verið að standa með sér og drengnum og vinna í þeirra málum. Það hafi allt orðið brjálað út af þessu. Afinn hafi verið að heimsækja drenginn á kvöldin og búa til spennu. Þetta hafi ekki átt að vara svona lengi. Afinn hafi orðið ósáttur við þetta. Þetta hafi staðið kannski 2 vikur. P félagsráðgjafi hafi ráðla gt sér að halda sínu striki með þetta. Á þessum tíma hafi ekki verið neitt samkomulag, en stefnandi hafi viljað hafa hlutina eftir sínu höfði. Eftir þetta hafi komist á samkomulag og regla og gengið að langmestu leyti vel. Lýsti stefndi því að rangt sé að drengurinn megi ekki tala um stefnanda heima við, en drengurinn sé sjálfur búinn að setja þau í lið. Stefndi kvaðst vilja að drengurinn umgangist stefnanda mikið og haldi fullum tengslum við hana, enda hafi hann stuðlað að því að frátöldu stuttu tímabili v orið 2016. Stefndi hafi ekki verið hrifinn af því að drengurinn færi til , en það hafi þó verið reynt um páskana 2018 og gengið bara vel. Kvaðst ekki myndu setja sig á móti umgengni við stefnanda í . Stefndi kvaðst greiða af húsinu, en stefnandi hafi ekki látið honum í té fjárhæðir um fasteignagjöld og tryggingar, en húsið sé skráð á stefnanda að 99 hundraðshlutum. Stefndi kvaðst ekki hafa áhyggjur af því að hann muni eiga í erfiðleikum við að aðstoða drenginn í skóla þrátt fyrir . Hann hafi unnið með sína. Kannaðist við að hugmyndir sínar um geðræna veikleika stefnanda væru getgátur. Aðspurður kvaðst stefndi telja að samráð hafi verið milli þeirra foreldranna um umgengni og samskipti hennar við drenginn. Ítrekaði að rangt væri að hann hafi teki ð fyrir samskipti þeirra á sunnudögum, en hið rétta væri að stefnandi hafi kosið að nýta það ekki. Hann hafi þó ákveðið á hvaða tímum þetta væri, en áður hafi stefnandi viljað hafa hlutina alfarið eins og henni hentaði hverju sinni. Vel megi deila um hvort það sé nægilegt fyrir drenginn að tala við móður sína einu sinni í viku, en hann hafi farið eftir ráðleggingu fagmanna um þetta, að hafa reglu á samskiptum þeirra mæðgina, tvívegis í viku. Kannaðist við að hafa í einhver skipti komið í veg fyrir að samski ptin væru óregluleg, enda væri það óheppilegt fyrir drenginn og fjölskyldumynstur þeirra. Stundum sé drengurinn tilbúinn að tala og stundum ekki og hafi stefndi leyft honum að ráða för í þeim efnum. Sér finnist hann ekki hafa tálmað samskiptum þeirra. Dren gurinn sé auk þess hjá afa og ömmu aðra hvora helgi og geti þá talað við móður sína alla helgina. Þau hafi auk þess miðvikudaga og hún hefði líka getað haft sunnudagana. Kvaðst alltaf minna drenginn á að tala við hana, en stundum bara vilji hann það ekki. Þegar drengurinn hafi ekki viljað tala við móður sína hafi stefndi ekki lagt til annan tíma í staðinn. Stefnandi fái allar upplýsingar um drenginn frá t.d., en ekki hafi stefndi sjálfur haft að því frumkvæði að upplýsa stefnanda beint um málefni hans. Í kjölfar uppákomunnar vorið 2016 hafi samskipti ömmu og afa drengsins, einkum afans, minnkað úr því að vera 2 - 3 í viku í hálfsmánaðarlega. Það þyki stefnda verra. Þá kannaðist stefndi við að hafa rætt persónuleg málefni sín og stefnanda fyrir framan dreng inn. Honum hafi á þessum tíma liðið mjög illa. Ekki kvaðst stefndi hafa rætt dómsmál þetta við drenginn, heldur reynt að hald a honum alveg utan við þetta. Hann hafi þó gert honum grein fyrir að væri annað land og hann myndi hitta vini og fjölskyldu hér lendis minna en ella. Vitnið D sálfræðingur og dómkvaddur matsmaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti framangreinda matsgerð sína. Staðfesti að báðir foreldrar nái lágmarkshæfi til að annast drenginn og raunar rúmlega það. Hafi ekki fundist ne itt stórvægilegt að forsjárhæfni stefnanda en hún hafi lítið haft drenginn síðustu 2 og hálft ár. Hafi ekki verið unnt að meta annað en að hún hafi reynst góð móðir og sinnt drengnum vel. Stefndi hafi verið mikið með drenginn og annast um hann síðustu 2 og hálfa árið. Hafi þetta komið til vegna atvika sem þau greini á um. Hann hafi hugsað vel um drenginn og verið í samstarfi við fagaðila 20 vegna hans. Vitninu hafi fundist ámælisvert hvernig stefndi hafi haldið á málum varðandi tengsl drengsins við móður sína og móðurfjölskyldu. Þar hafi vitninu fundist stefndi ekki ganga erinda drengsins heldur frekar sinna eigin erinda. Jafnvel þó það hafi mögulega ekki verið meðvitað. Ekki hafi vitnið merkt nein einkenni hjá stefnanda um geðrænan sjúkdóm og hafi hún ekki sög u um slíkt. Prófanir hafi ekki bent til þess. Sama máli gegni um stefnda. Aðspurður kvað vitnið hægt að nota orðið tálmanir um hátterni stefnda gagnvart samskiptum hans við stefnanda og móðurfjölskylduna. Hafi háttsemin orðið til þess að rof hafi orðið á s amskiptum drengsins við móður sína. Þessu hefði vitnið aldrei mælt með og kvaðst eiga afar erfitt með að trúa því að fagaðilar hafi gert það. Hafi verið óljóst hjá stefnda hver hafi veitt þessa ráðgjöf, en helst hafi O sálfræðingur verið nefndur í því samb andi. Taldi vitnið að ef svo hafi verið þá hafi O ekki haft allar upplýsingar um málið. Vitnið lýsti því að hafa lagt tengslapróf fyrir drenginn. Hafi niðurstöður þess verið tiltölulega afgerandi. Stefnandi hafi fengið mun meira af jákvæðum skilaboðum og þ að hafi verið alveg í samræmi við það sem drengurinn hafi sagt í viðtalinu. Stefndi hafi ekki fengið mikið, verandi þó helsti umönnunaraðili í lífi drengsins. Þetta sé ekki eins og vitnið eigi að venjast þegar þetta próf sé lagt fyrir. Munurinn hafi verið mikill. Geti passað að það hafi verið . Þetta séu sterkar niðurstöður, ekki síst þar sem stefndi hafi verið aðalumönnunaraðili drengsins og hafi komið með drenginn í viðtalið, en oftlega þurfi að fást við smitáhrif af því. Stefnandi hafi þannig komið mj ög áberandi sterkt út úr þessu prófi, ekki síst í ljósi þess að hún hafi lítið verið með drenginn um all langt skeið. Drengurinn hafi verið mjög skýr með það að hann vildi vera hjá stefnanda og í . Vitnið kvaðst hafa farið til og skoðað aðstæður ste fnanda. Ekki sé neitt í hennar fari eða umhverfi þar sem gæti komið í veg fyrir að drengurinn geti búið hjá henni. Þarna séu mjög góðar fjölskylduaðstæður og hafi hverfið virst hannað sem slíkt. Þarna séu stórar blokkareiningar og gert ráð fyrir leikplássi . Stutt sé í og hafi vitnið farið í og rætt við aðila sem sjái um að taka við börnum sem komi erlendis frá. Hafi það allt virst mjög faglegt og vel að öllu staðið greinilega. Ekki kvaðst vitnið hafa orðið var við neitt sérstakt í fari drengsins sem skerði aðlögunarhæfni hans til að flytja út til móður sinnar. Í félagsfærni hans hafi verið aðeins veikleikar, en vitnið telji þó að hann myndi vel yfirstíga það, enda sé um að ræða flottan dre ng. Í samtali við drenginn hafi komið fram að stefndi hafi sagt að ef hann flytti til þá kæmi hann aldrei aftur, en hafa verði á þessu þann fyrirvara að barn taki hlutunum ekki alltaf rétt. Þá hafi komið fram að stefndi hafi sagt drengnum að í úlfar, en ekki mundi vitnið hvort þetta hafi drengurinn sjálfur sagt vitninu. Aðspurður um hvaða afleiðingar það hefði fyrir drenginn að fara gegn vilja hans um að flytja til stefnanda í , kvað vitnið að hver sem niðurstaðan verður sé mikilvægt að dren gurinn fái að vera í ríkulegum samskiptum við stefnanda. Verði hlutirnir með sama hætti og verið hefur sé hætta á að það geti haft áhrif á hans tengslamyndun seinna meir. Tengsl drengsins við stefnanda séu sterk og hafi ekki fengið að ræktast af neinu viti og fái þau ekki að ræktast þá myndi vitnið hafa af því áhyggjur að það gæti haft slæm áhrif á hann. Vitnið kvaðst hafa fundist stefndi ekki ná nægilega vel að setja þarfir drengsins framar sínum þörfum á sínum tíma. Stefndi hafi orðið fyrir miklum sárum v ið skilnaðinn og það hafi tekið verulega á hann. Allt að einu megi ekki leggja það á barnið og vitninu finnist stefndi ekki hafa náð nægilega vel að taka hagsmuni drengsins fram yfir sína á þessum tíma. Þetta hafi fyrst og fremst birst í því hvernig hann h afi haldið á samskiptum drengsins við stefnanda og móðurfjölskyldu. Það hafi að líkindum ekki verið meðvituð ákvörðun enda þyki stefnda mjög vænt um drenginn. Aðspurður um það hvort foreldrið vitnið teldi hæfari til að sinna þörfum drengsins kvað vitnið að bæði væru að mestu leyti hæf til þess. Ekki hafi vitnið séð 21 stefnanda með drenginn að sama skapi og stefnda þannig að svolítið erfitt sé að svara þessari spurningu. Vitnið myndi þó halda að stefnandi myndi passa betur upp á samskipti drengsins við stefnda heldur en stefndi hafi gert gagnvart stefnanda. Vitnið meti stefnanda líklegri en stefnda til að stuðla að eðlilegri umgengni drengsins við hitt foreldrið. Aðspurður taldi vitnið mögulegt að fjarlægð og fjarvera við stefnanda hafi litað afstöðu drengsins, en niðurstaðan hafi samt lýst afstöðu drengsins þegar prófið hafi verið gert og vitnið telji að þetta hafi endurspeglað raunveruleg tengsl og grunntengsl drengsins við stefnanda. Frumtengslin séu mikilvægustu tengslin. Það sé yfirleitt þannig að aðalumönn unaraðili hafi nær undantekningarlaust mikið sterkari útkomu úr svona prófi en hérna sé, jafnvel þó að fjarlægðin geri fjöllin blá. Stefndi hafi haft ótakmarkaða möguleika til að leggja inn hjá drengnum og það hefði mátt búast við að það endurspeglaðist st erkar á tengslaprófinu. Aðspurður kvaðst vitnið telja að það yrði mikil breyting fyrir drenginn að flytja út til . Hér á landi séu mikil tengsl sem hann eigi. Þetta yrði gjörbreyting á hans högum. Þá yrði að gera honum fært að rækta þau tengsl þegar han n kæmi hingað til lands. Ekki sé auðvelt að svara því hvort þessi breyting á högum drengsins yrði æskileg eða óæskileg. Alveg sama hvernig málið fari þá sé afar mikilvægt að drengurinn fái að rækta tengsl og samskipti við báðar fjölskyldurnar. Stefndi hafi ekki staðið nægilega vel að því að drengurinn geti ræktað þessi tengsl, bæði hérlendis við ömmu og afa og við stefnanda. Ef allt væri eðlilegt þá hefðu tengsl drengsins við afann og ömmuna verið ræktuð miklu meira, enda í næsta nágrenni. Aðspurður um hvað hann legði til varðandi búsetu drengsins kvað vitnið þetta ekki einfalt mál, en í öllu falli sé mikilvægt að viðhalda og rækta tengsl við fjölskylduna í báðum löndum. Drengurinn sé ekki á óheppilegum aldri til að skipta um umhverfi og aðlagast nýju samfél agi. Hann hafi mikla getu til þess á þessum aldri. Kvaðst vitnið telja að drengurinn myndi vel ráða við þessa breytingu á högum. Vitnið kvaðst frekar hallast að því að miðað við það sem á undan sé gengið, þá þjóni það betur hagsmunum drengsins að flytjast til stefnanda og halda sambandi við stefnda, en að búa áfram hjá stefnda. Unnt sé þó að færa rök fyrir báðum niðurstöðum. Vitnið G kennari C kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að drengurinn sé hæglátur, rólegur og meðfærilegur. Vænn dre ngur. Ekkert sérstaklega vanafastur. Hann sé með stuðningskennslu í . Samskipti og samstarf við stefnda hafi allt gengið vel, sem og við stefnanda. Vitnið kvaðst ekki hafa skoðun á því hvort drengnum sé nauðsyn að vera í heilsdagsvistun í . Kvaðst ek ki finna sérstakan mun á drengnum eftir því hvort stefnandi er á landinu. Vitnið H , systir stefnanda, gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og lýsti því að stefnandi hafi verið aðalumönnunaraðili drengsins þegar þau hafi búið saman á Íslandi. Vitnið sta ðfesti að mögulega standi til að hún flytji til þegar fram líða stundir. Vitnið kvað mjög góð og falleg tengsl milli stefnanda og drengsins. Vitnið sagði frá því að hafa haft samband við stefnda og beðið um að hitta drengin n þegar hún hafi verið stödd , en stefndi hafi sagt að það væri ekki hægt. Hafi stefndi skammast í stefnanda eftir þetta út af frekjunni í vitninu. Eftir þetta hafi vitnið ekki reynt þetta frekar til að stefnandi fengi ekki frekari skammir frá stefnda. Fyrstu mánuðina eftir að stef ndi hafi flutt til Íslands með drenginn hafi samskiptin hins vegar verið eðlileg. Vitnið I , móðir stefnanda, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að samskiptin við stefnda séu engin. Fyrst eftir komu stefnda frá hafi samskiptin verið eðl ileg við vitnið og fjölskyldu hennar, en frá og með vori 2016 þegar stefnandi hafi tilkynnt að hún væri komin í nýtt samband, þá hafi verið slökkt á öllu. Öll samskipti fari gegnum stefnanda. Þau sæki drenginn í skóla á föstudögum og skilum 22 honum kl. 4 og því verði ekki breytt neitt. Þetta sé bara önnur hver helgi, þrátt fyrir að þau búi nánast við hliðina á skólanum og þau hitti hann samt ekki. Væri t.d. mjög gaman ef drengurinn gæti komið til þeirra og borðað hádegismat og svo gætu þau farið með hann heim . Þau hafi ekki viljað rugga bátnum með því að gera neitt í þessu. Á tímabili hafi þau ekki fengið að hitta drenginn neitt en svo hafi K komið í málið og eftir það hafi þau fengið að hitta hann, en þeim hafi fundist það vera undir eftirliti því það hafi ve rið 2 tímar í senn á heimili stefnda, þar sem stefndi hafi ekki virt þau viðlits. Stefndi hafi þá neitað beiðni þeirra um að fá að fara með drenginn heim til þeirra. Þetta hafi verið mjög skrítið. Tengsl þeirra við drenginn hafi verið mikil. Afinn hafi ver ið mikið með honum frá upphafi, farið með hann út að leika og lagst á gólfið með honum til að leika við hann. Þeirra tengsl séu mjög sterk. Drengurinn sé mjög hændur að þeim og þurfi mikið knús og hlýju. Samskipti vegna þessarar umgengni fari öll fram gegn um stefnanda. Umgengnin sjálf gangi hins vegar mjög vel. Sér finnist drengurinn ekki vera sérlega vanafastur og eiga erfitt með að bregða út af vana. Samskipti drengsins við stefnanda séu mjög góð þegar hann sé hjá þeim. Hann kunni sjálfur að hringja gegnu m Skype og fari sjálfur og hringi í stefnanda. Þau séu mjög mikið í Skype sambandi meðan hann sé hjá þeim. Drengurinn hafi sagt að hann vilji búa hjá stefnanda. Þegar stefnandi sé á Íslandi og búi þá hjá þeim, þá sjái hún sjálf um drenginn og þurfi enga hj álp við það enda nái þau mjög vel saman. Vitnið lýsti því að þegar þau hitti drenginn með stefnda þá sé hann inn í sig og gefi sig lítt að þeim, en það sé allt öðru vísi þegar stefndi sé ekki viðstaddur. Hún telji að drengurinn vilji ekki að stefndi sjái a ð hann sýni þeim ástúð. Kvaðst vitnið telja að það hafi ekki góð áhrif á drenginn að búa hjá stefnda. Sér finnist hann vera bældur með honum. Þau séu ekki að ræða um við drenginn, enda viti þau að hann langi að fara þangað og þau vilji því ekki gera ho num það að vera að tala um . Þó hafi þau leiðrétt við hann og sagt honum að ekki séu úlfar í og að börnum sé ekki rænt þar, en það hafi drengurinn haldið og haft eftir stefnda. Það hafi verið eins og hann væri hræddur við að fara til . Drengurinn fái aldrei að heyra neitt ljótt um stefnda þegar hann er hjá þeim, burt séð frá hvað þeim finnist. Þá kannaðist vitnið við að til tals hafi komið að þau hjón flyttu til eftir starfslok. Þau hafi ekki viljað rugga bátnum til að fá meiri umgengni þar se m stefndi hafi orðið mjög reiður við þau árið 2016. Þau geti ekki gert neitt í þessu. Vitnið J , vinkona stefnanda, gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð. Skýrði hún frá því að hafa jafnframt lengi þekkt stefnda. Hún hafi heimsótt þau og upplifað að þau væru bæði góðir foreldrar, en sér hafi fundist stefndi eiga erfiðara með að gefa sig að honum. Vitnið K sérkennslustjóri kom fyrir dóminn gegnum síma við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa komið að málefnum drengsins árin 2016 og 2017. Hlutverk hennar hafi verið að vera ráðgjafi á vegum . Hún hafi komið heim til drengsins og rætt við stefnda sem hafi óskað eftir aðstoð við daglega rútínu. Hafi komið fram hjá stefnda að óregluleg samskipti drengsins við stefnanda hafi valdið honum spennu. Hún hafi sv o reynt að búa til einhvers konar skipulag fyrir þá feðga, þar sem m.a. hafi verið fastir tímar fyrir samskipti við stefnanda. Hún hafi lagt til að það yrði a.m.k. tvisvar í viku, en vitaskuld mætti breyta út frá því eftir aðstæðum hverju sinni. Þá hafi ko mið fram að stefnda þætti erfitt að móðurafinn og sú fjölskylda kæmi iðulega í tíma og ótíma sem honum hafi þótt skerða daginn og að þetta ylli drengnum uppnámi. Heimilið hafi virst mjög gott og í góðu standi og þeir feðgar sælir saman. Henni hafi fundist vera samskiptaörðugleikar og hún hafi rætt við báða foreldra. Það hafi þurft aðstoð við að skipuleggja tíma drengsins með stefnanda. Hún hafi svo fengið sinn yfirmann í málið þar sem henni hafi þótt þetta vera komið út fyrir sitt svið. Vitnið kvaðst ekki h afa mælt með því eða lagt til að gert yrði rof á samskiptum 23 drengsins við stefnanda. Þvert á móti hafi hún gengið út frá því og lagt áherslu á að best væri fyrir barnið að vera í góðum samskiptum við foreldra sína og það væri jafnframt foreldrunum fyrir be stu að vera í góðum samskiptum sín á milli. Kvaðst vitnið ekki vita til þess að nokkur á vegum hafi mælt með eða veitt þá ráðgjöf að gert yrði rof á samskiptum drengsins og stefnanda. Þetta hafi ekki heldur komið fram á teymisfundi varðandi drenginn. Vitnið L , bróðir stefnda, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hann teldi samband stefnda við drenginn gott. Stefndi hafi verið mjög duglegur með drenginn og hafi drengurinn þroskast vel hjá honum. Sé kært á milli þeirra feðga. Kvaðst v itnið telja að það yrði slæmt fyrir drenginn að flytja til enda sé hér öll hans fjölskylda og vinir að stefnanda frátalinni. Vitnið M , vinur stefnda, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa verið í námi í í sama skóla og stefna ndi er, eða var í, þegar hún hóf nám sitt þar. Þetta sé afar góður skóli og mjög fjölskylduvænt umhverfi. Skólinn sé búinn snemma á daginn og ekki mikil pressa vegna námsins sem taki toll af fjölskyldulífi. Þá lýsti vitnið góðu sambandi stefnda við drengin n. Vitnið N , faðir stefnanda, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að tengsl sín við drenginn séu mjög náin. Vitnið hafi mjög oft gætt drengsins þegar hann hafi verið yngri. Í apríl 2016 hafi orðið kaflaskil í samskiptum vitnisins og konu h ans við stefnda og drenginn. Eftir að stefndi og drengurinn hafi flutt frá um haustið 2015 hafi samskiptin verið mjög góð. Þeir hafi oft komið í heimsókn og í mat til þeirra hjóna. Vitnið hafi jafnframt oft heimsótt þá feðga á þessum tíma. Frá apríl 20 16, þegar stefnandi hafi gert opinbert að hún væri komin í samband við annan karlmann, hafi allt breyst. Þá hafi samskiptin orðið erfið, en vitnið hafi haldið áfram að reyna að heimsækja drenginn. Þá hafi hann leikið við drenginn í herbergi hans, en samski ptin við stefnda hafi verið erfiðari. Svo hafi komið a.m.k. 6 - 8 vikna tímabil þar sem vitnið hafi ekkert fengið að vera í sambandi við drenginn. Það hafi vitninu þótt mjög ósanngjarnt í garð drengsins enda hafi hann þá þurft á stuðningi þeirra að halda. Nú na séu samskiptin þannig að drengurinn komi til þeirra hjóna aðra hvora helgi, en öll samskipti við stefnda vegna þess verði að fara í gegnum stefnanda. Umgengnin sjálf hafi hins vegar gengið mjög vel og drengurinn njóti dvalarinnar mjög. Þá geti hann líka verið í miklum samskiptum við stefnanda gegnum Skype sem sé opið í tölvunni. Þegar stefnandi sé hjá þeim þá sé drengurinn mjög hændur að henni og hún hugsi þá alveg um hann án þess að þurfa einhverja aðstoð frá þeim hjónum. Tengsl drengsins við stefnanda séu mjög sterk. Forsendur og niðurstaða Megindeiluefni aðila máls þessa er hvort þeirra eigi að fara með lögheimili sonar þeirra, C , þ.e. hvort lögheimili drengsins skuli áfram vera hjá stefnda svo sem verið hefur, eða hvort breyta skuli lögheimili hans á þann veg að það flytjist til stefnanda. Við úrlausn málsins ber eftir öllum meginreglum barnaréttar að hafa hliðsjón af því sem drengnum er fyrir bestu og hvað þjónar hans hagsmunum he lst. Að virtu því sem fram hefur komið í málinu, bæði hjá aðilum sjálfum og hinum dómkvadda matsmanni, D , sem og öðrum sem gefið hafa skýrslu fyrir dóminum, verður að telja að báðir aðilar séu hæfir til að fara með lögheimili drengsins. Ekki eru hins vega r heimildir til að drengurinn eigi lögheimili hjá báðum aðilum málsins og ber því að velja það foreldrið sem hæfara telst til þess að hafa lögheimili drengsins. 24 Að mati dómsins hefur ekkert komið fram sem skerðir hæfni stefnanda til að fara með lögheimili drengsins. Hefur ekki annað komið fram en að hún hafi sinnt honum og þörfum hans á þeim tímum sem hún hefur verið umönnunaraðili hans, hvort heldur sem er áður en hún fluttist til eða meðan hún var þar með drenginn, en jafnframt á þeim tímum sem hún hefur annast um hann þegar hún hefur dvalið hér á landi eftir það og haft umönnun hans með höndum. Þá hefur komið fram að hún hafi hafið unnið undirbúningsvinnu að því að hann geti flutt til hennar í s.s. með því að hafa samband við skóla og félagsmála yfirvöld vegna mögulegs flutnings hans þangað. Hefur komið fram að aðstæður hennar séu allar þannig að hún geti veitt drengnum allt það atlæti og aðbúnað sem hann þarf til þroska og uppeldis. Að því er varðar stefnda hefur komið fram að hann hefur sinnt d rengnum vel og búið honum gott heimili og hefur ekki komið annað fram en að samband þeirra sé með ágætum. Hefur t.a.m. komið fram að stefndi hefur verið í góðum tengslum við [...] drengsins og hans, m.a. í tengslum í teymisvinnu vegna hans. Á hinn bógi nn þykir vera upplýst að stefndi hefði getað sinnt því mun betur að rækta tengsl og samskipti drengsins við stefnanda og við móðurfjölskyldu hans, sem eru drengnum mikilvæg. Hefur þannig komið fram að á vordögum 2016, sem liggur fyrir að var á áþekkum tíma og í ljós kom að stefnandi væri komin í samband við annan karlmann, hafi stefndi meðvitað stöðvað samskipti drengsins og stefnanda og jafnframt lagt stein í götu þess að drengurinn fengi að hafa eðlileg og sjálfsögð tengsl og samskipti við móðurfólk sitt. Þær ástæður sem stefndi hefur gefið fyrir þessu eru ósannfærandi að mati dómsins. Þannig hefur ekkert handfast komið fram um að hann hafi fengið ráðleggingar um þetta af hálfu fagmanna, en stefndi hefur ekki upplýst með skýrum hætti frá hverjum tillögur u m þetta tengslarof hafi komið. Þvert á móti sýnist ekki annað líklegra en að ástæður þessa hafi verið þær að stefnda hafi mislíkað að stefnandi væri komin í samband við annan karlmann, en fram hefur komið að skilnaður aðila hafi fallið stefnda þungt og að honum hafi liðið illa á þessu tímabili. Samkvæmt því sem fram hefur komið eru tengsl drengsins við stefnanda og afa sinn og ömmu mjög sterk. Þannig liggur fyrir samkvæmt tengslaprófi sem hinn dómkvaddi matsmaður gerði að tengsl drengsins eru meiri og jákv æðari við stefnanda en við stefnda. Það er í fullu samræmi við þann skýra vilja sem fram kom hjá drengnum sjálfum um að búa hjá stefnanda. Kom sérstaklega fram hjá hinum dómkvadda matsmanni að óvenjulega mikill munur væri á jákvæðum tengslum drengsins við stefnanda annars vegar og stefnda hins vegar, sérstaklega að því virtu að stefndi hefur þó verið aðalumönnunaraðili drengsins a.m.k. frá því haustið 2015. Við úrlausn málsins verður að leggja til grundvallar að mjög mikilvægt er að drengurinn fái ræktað t engsl við báða foreldra sína og báðar fjölskyldurnar, þ.e. föður og móður megin. Að virtum framburði hins dómkvadda matsmanns, sem og öðru því sem fram er komið í málinu, verður að telja að stefnandi sé líklegri til að veita drengnum tækifæri til þess en s tefndi. Þetta er auk þess í samræmi við skoðun á liðnum tíma. Fyrir liggur að gjörbreyting yrði á lífi drengsins við að lögheimili hans flyttist til stefnanda, sem býr í eins og fram hefur komið. Liggur auk þess ekki fyrir annað en að hún muni búa þar á komandi árum. Að mati dómsins þarf þetta þó ekki að vera breyting til hins verra, en fram kom hjá hinum dómkvadda matsmanni að hann teldi drenginn myndu vel ráða við þetta verkefni, en auk þess má ætla að hann fái þar bæði stuðning stefnanda og sambýlis manns hennar og fjölskyldu hans, en jafnframt hefur komið fram að þar í landi sé veittur sérstakur stuðningur við erlend börn sem flytjast þangað og hefja nám í nýjum skóla. 25 Þá hefur komið fram að drengurinn sé sleipur í og muni geta nýtt sér það, en a uk þess er hann á þeim aldri að honum veitist auðveldara að tileinka sér nýtt tungumál en þeim sem eldri eru. Hefur ekkert komið fram um að drengurinn sé vanbúinn til þess. Að öllu framansögðu virtu verður því niðurstaðan sú að fallast á kröfu stefnanda u m að C skuli eiga lögheimili hjá stefnanda. Eins og fram hefur komið, bæði hjá hinum dómkvadda matsmanni sem og í öðrum gögnum málsins, er afar mikilvægt að drengurinn haldi góðum tengslum við báða foreldra sína og fjölskyldur þeirra, enda hafa báðir aðil ar byggt á þessu. Er því rétt að drengurinn dvelji hjá stefnda í 4 vikur samfleytt á hverju sumri og verði hjá honum önnur hver jól, önnur hver áramót og aðra hverja páska eins og nánar greinir í dómsorði. Þá er rétt að drengurinn njóti ríkulegra samskipta við stefnda þess á milli með síma og annarri nútímatækni s.s. Skype og slíku, en ekki verður mælt fyrir um það í dómsorði. Við munnlegan málflutning var þess krafist af hálfu stefnanda að væntanleg áfrýjun fresti ekki réttaráhrifum dómsins, en því var mó tmælt af hálfu stefnda að slík krafa kæmist að. Í 1. mgr. 44. gr. barnalaga nr. 76/2003 er mælt fyrir um það að í dómsorði um forsjá eða lögheimili barns skuli ávallt tiltaka hvort áfrýjun dóms fresti réttaráhrifum hans. Ber því dóminum að tiltaka þetta án tillits til þess hvort krafa hefur komið fram um þetta. Fyrir liggur í máli þessu að með niðurstöðu dómsins er kveðið á um mikla breytingu á högum C . Að því virtu þykir rétt að kveða á um að áfrýjun fresti réttaráhrifum dómsins, enda væri afleitt fyrir ha gsmuni drengsins að flytjast til til stefnanda ef slíkri niðurstöðu yrði snúið við áfrýjun, með þeim afleiðingum að hann þyrfti að flytja aftur til baka, en stöðugleiki er afar mikilvægur í lífi barns. Verður því mælt fyrir um að áfrýjun fresti réttará hrifum í samræmi við tilvitnað ákvæði barnalaga. Samkvæmt fram komnum kröfum beggja aðila eru þau sammála um að forsjá skuli áfram vera sameiginleg og verður fallist á það. Þá er rétt að stefndi greiði stefnanda einfalt meðlag með drengnum eins og það er ákveðið hverju sinni af Tryggingastofnun ríkisins allt til fullnaðs 18 ára aldurs hans. Rétt er að stefndi greiði stefnda kr. 1.956.474 í málskostnað, en kostnaður vegna matsgerðar greiðist úr ríkissjóði. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dó m þennan, ásamt meðdómsmönnunum Hirti O. Aðalsteinssyni dómstjóra og Rögnu Ólafsdóttur sálfræðingi. DÓMSORÐ: Stefnandi, B og stefndi, A , fara áfram sameiginlega með forsjá drengsins C . Stefnandi, B , skal hafa lögheimili drengsins C . Stefndi greiði stefn anda einfalt meðlag með drengnum C eins og það er ákveðið á hverjum tíma af Tryggingastofnun ríkisins frá dómsuppsögu til fullnaðs 18 ára aldurs hans. C skal dvelja hjá stefnda önnur hver jól frá 22. desember til 28. desember og skal sú umgengni hefjast jólin 2019, en önnur hver áramót frá 28. desember til 3. janúar og skal sú umgengni hefjast áramótin 2018/2019. Þá skal C dvelja hjá stefnda aðra hvora páska frá því miðv ikudaginn fyrir skírdag og þar til þriðjudaginn eftir annan dag páska og skal sú umgengni hefjast páskana 2019. C skal dvelja hjá stefnda í 4 vikur samfleytt á hverju sumri frá og með sumrinu 2019. 26 Stefndi greiði stefnanda kr. 1.956.474 í málskostnað en kostnaður vegna matsgerðar greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjun dómsins til Landsrét tar frestar réttaráhrifum hans.