LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 22. maí 2020. Mál nr. 470/2019 : Ólöf Sigurðardóttir , Elísabet Sigurðardóttir , Sesselja Kristín Sigurðardóttir , Pétur Jónsson , Jón Pétursson, Sigurður Pétursson og Pétur Ingi Pétursson ( Guðjón Ármannsson lögmaður ) gegn Vilhjálm i Einar i Sumarliðas yni, Ev u Ingibjörg u Sumarliðadótt u r , Jóhannes i Torf a Sumarliðas yni, Þórdís i M . Sumarliðadótt u r , Ólöf u S . Sumarliðadótt ur, Pét ri Ísleif i Sumarliðas yni , Sveinbjörgu R. Sumarliðadóttur og Ágústi Páli Sumarliðasyni ( Ingi Tryggvason lögmaður) Lykilorð Veiðiréttur. Kaupsamningur. Jörð. Fasteign. Útdráttur Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að við sölu jarðarinnar F III á árinu 1943 hafi verið ólögmætt, samkvæmt þágildandi lögum um lax - og silungsveiði nr. 122/1941, að skilja veiði rétt að nokkru eða öllu leyti frá landareigninni. Samkvæmt kaupsamningnum hafði landspilda með veiðiréttindum, landsnytjum og vatnsnytjum sem tilheyrði jörðinni verið undanskilin við söluna. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hlutfallsleg veiðiréttin di fyrir umræddri landspildu, með takmörkunum sem leiddu af lögmætu samkomulagi frá 1891 um skiptingu veiði milli nærliggjandi jarða, hefðu því fylgt með við sölu jarðarinnar. Var því viðurkennt að eigendur jarðarinnar F III ættu þann veiðirétt fyrir lands pildu sem undanskilin var við sölu jarðarinnar og nú tilheyrir fasteignunum F 3 og S. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason, Eiríkur Jónsson og Hervör Þorvaldsdóttir . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjendur skutu málinu upphaflega til Landsréttar 24. apríl 2019. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 5. júní sama ár og áfrýjuðu þeir öðru sinni 25. júní 2019. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vesturlands 29. mars 2019 í málinu nr. E - 14/2018 . 2 Áfrýjen dur krefjast þess að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefndu og að stefndu verði dæmd til að greiða áfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Frá því að m ál þetta var þingfest í héraðsdómi hafa Pétur Jónsson, Jón Pétursson, Sigurður Pétursson og Pétur Ingi Pétursson tekið við réttindum dánarbús Ingibjargar Sigurðardóttur og hafa því tekið við aðild málsins. Niðurstaða 5 Fallist er á með héraðsdómi að við söl u jarðarinnar Ferjubakka III með kaupsamningi 27. október 1943 hafi verið ólögmætt, samkvæmt þágildandi lögum um lax - og silungsveiði nr. 112/1941, að skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti frá landareigninni. Breytir hér engu um þótt eignarréttur að hi nni undanskildu spildu, sem liggur að veiðivatni, hafi eftir kaupin haldist hjá sama eiganda, þ.e. fyrri eiganda jarðarinnar. Hlutfallsleg veiðiréttindi fyrir umræddri landspildu, með takmörkunum sem leiddu af lögmætu samkomulagi frá 1891 um skiptingu veið i milli jarða í Ferjubakkatorfunni, fylgdu því í raun með við sölu jarðarinnar Ferjubakka III árið 1943. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. 6 Áfrýjendur verða d æmdir til að greiða málskostnað fyrir Landsrétti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Viðurkennt er að stefndu, Vilhjálmur Einar Sumarliðason, Eva Ingibjörg Sumarliðadóttir, Jóhannes Torfi Sumarliðason, Þórdís M. Sumarliðadóttir, Ólöf S. Sumarliðadóttir, P étur Ísleifur Sumarliðason, Sveinbjörg R. Sumarliðadóttir og Ágúst Páll Sumarliðason, eigi, sem eigendur jarðarinnar Ferjubakki 3 Efstibær, Borgar - byggð, landnúmer 135031, þann veiðirétt fyrir landspildu sem undanskilinn var við sölu jarðarinnar Ferjubak ka III samkvæmt kaupsamningi 27. október 1943, og nú tilheyrir fasteignunum Ferjubakka 3, Borgarbyggð, landnúmer 135033, og Straumum, Borgarbyggð, landnúmer 179430. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað skal vera óraskað. Áfrýjendur, Ólöf Sigurðardóttir , Elísabet Sigurðardóttir, Sesselja Kristín Sigurðardóttir, Pétur Jónsson, Jón Pétursson, Sigurður Pétursson og Pétur Ingi Pétursson, greiði stefndu óskipt 900.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. 3 Dómur Héraðsdóms Vesturlands 29. mars 2019 I. Mál þ etta, sem dómtekið var 20. febrúar sl., er höfðað með stefnu birtri 24. janúar 2018. Stefnendur eru: Vilhjálmur Einar Sumarliðason, Ferjubakka 3, Borgarbyggð, Eva Ingibjörg Sumarliðadóttir, Hrísateigi 45, Reykjavík, Jóhannes Torfi Sumarliðason, Þinghóli, Hörgársveit, Þórdís M. Sumarliðadóttir, Svínabökkum, Vopnafirði, Ólöf S. Sumarliðadóttir, Gunnlaugsgöt u 6, Borgarnesi, Pétur Í. Sumarliðason, Kveldúlfsgötu 6, Borgarnesi, Sveinbjörg R. Sumarliðadóttir, Egilsgötu 16, Reykjavík, og Ágúst Páll Sumarliðason, Helgadalsvegi 7, Mosfellsbæ. Stefndu í málinu eru: Ólöf Sigurðardóttir, Holtsbúð 11, Garðabæ, Elísab et Sigurðardóttir, Byggðarenda 11, Reykjavík, dánarbú Ingibjargar S. Sigurðardóttur, Hæðarbyggð 13, Garðabæ, og Sesselja Kristín Sigurðardóttir, Huldulandi 5, Reykjavík. Stefnendur krefjast þess að viðurkennt verði með dómi að þeir eigi, sem eigendur jar ðarinnar Ferjubakka 3 - Efstibær, Borgarbyggð, landnr. 135031, þann veiðirétt fyrir landspildu úr landi jarðarinnar Ferjubakka 3, sem var undanskilinn við sölu jarðarinnar samkvæmt kaupsamningi, dags. 27. október 1943, og nú tilheyrir fasteignunum Ferjubakka 3, Borgarbyggð, landnr. 135033, og Straumum, Borgarbyggð, landnr. 179430, sbr. 1. gr. samningsins, þegar Sigurður Guðbrandsson seldi jörðina Ferjubakka 3 til Jóhannesar Einarssonar, og þar með verði 1. gr. tilvitnaðs kaupsamnings dæmd dauð og ómerk hvað n efndan veiðirétt varðar. Jafnframt verði stefndu dæmd óskipt til að greiða stefnendum málskostnað að skaðlausu, auk virðisaukaskatts, samkvæmt mati dómsins. Stefndu krefjast þess að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnenda og að stefnendur verði dæmdir til að greiða þeim málskostnað að skaðlausu. II. Stefnendur þessa máls eru sameigendur fasteignarinnar Ferjubakka 3 - Efstibær, landnr. 135031, áður Ferjubakki III, en stefndu eru sameigendur að fasteignunum Ferjubakka 3, landnr. 135033, og Straumum, landnr . 179430. Hinn 22. júní 1891 gerðu jarðeigendur í svokallaðri Ferjubakkatorfu samkomulag um skiptingu veiði, sem þinglesið var á manntalsþingi 22. júlí 1922. Segir þar svo: nefndra jarða til laxveiði í Hvítá se m fylgir. 1. Ferjubakki hafi alla veiði fyrir landi frá landamerkjum að vestan milli (Ölvaldsstaða og Ferjubakka) allt upp að Ferjukotssíki. 2. Frá nefndu síki hafi Ferjukot (sem að undanförnu) alla veiði upp að efri Straumaklöpp, (en þá klöpp hefur Ferjubakki) að meðtöldum Nauthólma, utan að. Ferjubakki hefur veiði við neðri Í fasteignabók frá árinu 1932 eru fjögur býli sögð innan Ferjubakkatorfunnar, Ferjubakki I (Trana), Ferjubakki II (S uðurbær), Ferjubakki III (Efstibær) og loks Ferjukot (með Ferjubakka IV). Í fasteignamatsbókinni eru öll býlin skráð með lax - og silungsveiðiréttindi, en torfan liggur að veiðiánum Gljúfurá og Norðurá til norðurs en Hvítá til austurs. Fram kemur í greinar gerð stefndu að Sigurður Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti, hafi látist á árinu 1938, en hann hafi þá verið eigandi að öllum býlunum í Ferjubakkatorfu að undanskildum Ferjubakka II. Við andlátið 4 hafi Sesselja, dóttir hans, fengið í föðurarf Ferjubakka III, en e iginmaður hennar hafi verið Sigurður Guðbrandsson. Sigurður og Sesselja hafi verið foreldrar stefndu Ólafar, Elísabetar og Ingibjargar heitinnar. Elísabet hafi látist árið 1957 og þá hafi stefnda Sesselja og hálfbróðir hennar, Kristján Fjeldsted, orðið eig endur Ferjukots. Með kaupsamningi, dags. 27. október 1943, var Ferjubakki III seldur til Jóhannesar Einarssonar, ábúanda veiðiréttindum öllum, landsnytjum og vatnsnytjum sem tilheyra Ferjubakka III og eru merki hinnar undanskildu spildu þessi: Að suðaustan ræður Hvítá, að norðaustan ræður Norðurá og inn með ánni 400 - fjögurhundruð metra inn fyrir Ölkelduás. Með ánni, frá endamerki þeirrar línu sé dregin lína suðvestur í flóann réttvísandi sem er 700 - sjö hundruð metrar á lengd, og úr endamerki þeirrar línu er dregin lína suðaustur að Hvítá, um 130 metra fyrir neðan Nauthólalögn. Allt land innan þessara takmarka fylgir ekki með í sölu jarðarinnar og ennfremur Kaupandi jarðarinnar Ferjubakka III, Jóhannes Einarsson, bjó þar ásamt eiginkonu sinni, Evu Jónsdóttur, árin 1934 til 1955, en frá þeim tíma og til 2013 bjuggu á jörðinni dóttir þeirra, Lára Jóhannesdóttir, og eiginmaður hennar, Sum arliði Vilhjálmsson. Eignuðust þau jörðina bæði fyrir arf og með afsölum, en stefnendur, sem eru börn þeirra, eignuðust jörðina að þeim látnum samkvæmt skiptayfirlýsingu, dags. 3. október 2013. Á aukadómþingi Mýra - og Borgarfjarðarsýslu 5. nóvember 1959 voru dómkvaddir matsmenn vegna ágreinings um veiði í Ferjubakkatorfu að beiðni systkinanna Sesselju og Kristjáns Fjelsted. Í matsgerð Ferjubakka II, Kr. Guð jónssonar, og eig. og ábúanda Ferjukots um það hve mikill væri veiðiréttur Ferjubakka II, á móti Ferjukoti og öðrum pörtum jarðarinnar Ferjubakka. ... Samkvæmt núgildandi lögum um lax og silungsveiði má vera minnst 100 hundrað metrar milli lagna í á og vir tist þá hver lögn helga sér 50 fimmtíu metra. Hlutur Ferjubakka II, sem er viðurkenndur 2/7, tveir sjöundu, hlutar allrar Ferjubakka torfunnar yrði þá 50:72 = 14,3 metrar, og til þess að hluta ekki veiði Ferjukots í Straumum í parta að óþörfu, teljum við e insýnt að Ferjubakki II hafi sinn hluta efst á Klöppinni. ... Mat undirritaðra er því að Ferjubakka II beri af svæði því sem hin forna laxalögn helgaði sér 14,3 metra eða sem næst 3,8% af allri straumaveiðinni. Stangveiðiréttur Strauma er nú tvær stangir í 92 daga, eða 184 stangaveiðidagar. Hlutur Sigurður Guðbrandsson fór fram á að eignarhluti þeirra hjóna í Ferjubakkatorfu ásamt veiðiréttindum yrði skráður og metinn sjálfstæður í fasteignamati. Því var mótm ælt af Kristjáni Guðjónssyni, eiganda Ferjubakka II. Málinu var skotið til yfirfasteigna matsnefndar, sem féllst á kröfur Sigurðar. Í úrskurði sem kaups amningarnir frá 27. október 1943 taka til, var í óskiptu landi Ferjubakkatorfu og miðað við orðalag þeirra, er spildan því í óskiptri sameign eigenda Ferjubakka I, Ferjubakka II og Ferjukots, auk mt þeim gögnum, sem fyrir liggja, skiptist réttur til veiði fyrir landi spildunnar meðal annars á grundvelli matsgerða og samkomulags frá gömlum tíma um uppskipti á veiði Ferjubakkatorfunnar milli einstakra býla eftir ákveðnum mörkum og svonefndum áskilnað i í kaupbréfunum 1949. Þannig telur Sigurður Guðbrandsson til veiðiréttinda í Norðurá fyrir landi spildunnar, veiði við mörk Norður og Hvítár (í Straumum, Straumaveiðar) er í eigu Sigurðar Guðbrandssonar, eigenda Ferjukots og Ferjubakka II, en að öðru leyt i heyrir veiði í Hvítá fyrir Hinn 15. júní 1977 voru skipaðir landskiptamenn til að framkvæma landskipti á Ferjubakkatorfu. Niðurstaða þeirra lá fyrir hinn 29. maí 1980. Fékk hvert býli í sinn hlut nánar skilgreint land, e n hluti torfunnar, Ferjubakkaflói, var áfram í óskiptu. Ákveðið var að skipta ekki veiði frekar. Í landskiptagerðinni 5 jörðinni Ferjubakka III við sölu á he nni með samningi frá 27. október 1943. Við þessi landskipti fellur hluti þess lands undir Ferjukot eða um 18 ha, en 56 ha verða áfram í óskiptu landi jarðanna í Ferjubakkaflóa og norðurhluta Þjóðólfsholts. Við það að hluti þessa óskipta lands fer undir Fer jukot flytst það í Ferjubakkaflóa og á þá Sigurður Guðbrandsson þá ¼ af 74 ha landi, sem er jafnstórt því landi er hann Árið 1977 fóru eigendur Ferjubakka III fram á það við ráðherra að þeim yrði heimilað að leysa t il sín þau veiðiréttindi í Hvítá og Norðurá sem undanskilin voru í kaupsamningnum 27. október 1943, sbr. ákvæði um innlausn í 3. gr. þágildandi laga um lax - og silungsveiði nr. 76/1970. Í umsögn veiðimálanefndar, dags. ndspilda þessi á 500 m. bakkalengd að Hvítá, 1650 m. bakkalengd að Norðurá, 108 m. bakkalengd á Smáhólma, 636 m. á Efri - Nauthólma og 486 m á Neðri - Nauthólma, eða samtals bakkalengd að veiðivatni 3380 metra. Hlutur Sigurðar Guðbrandssonar í umræddri landsp ildu er ¼ eða 845 m. bakkalengd að veiðivatni. Það er grundvallarregla laga um lax - og silungsveiði nr. 70/1970 að veiði skuli fylgja landareign (bakka að veiðivatni). Veiðimálanefnd telur að umræddri landspildu fylgi veiðiréttur og mælir því ekki með að r kjölfarið hafnaði ráðherra beiðni eigendanna. Stefnda Ólöf, stefnda Elísabet, Ingibjörg og bróðir þeirra, Sigurður Fjeldsted, fengu eign sem kölluð var 1984 eftir föður sinn, Sigurð Guðbrandsson. Á Ferjubakka 3, fastanr. 211 - 0300, sem er fyrrgreind eign, eru í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands skráð hlunnindi í Norðurá að fasteignamati 3.050.000 krónur. Skipting arðs af veiði í Norðurá var ákveðin með yfir matsgerð frá 25. júní 1999 og kemur þar fram að jarðirnar Ferjukot, Ferjubakki I, Ferjubakki II og Ferjubakki III fái hver um sig 9,1 einingu af 1000 einingum árinnar. Hinn 17. janúar 1998 var undirritaður samningur um landskipti Ferjukots, sem verið hafð i í óskiptri sameign þeirra Þórdísar Fjeldsted og systkinanna Sigurðar Fjeldsted, Ingibjargar Sigurðardóttur, stefndu Ólafar Sigurðardóttur og stefndu Elísabetar Sigurðardóttur. Var þar ákveðið að skipta jörðinni upp í tvo hluta. Í hlut Sigurðar, Ingibjarg ar, stefndu Ólafar og stefndu Elísabetar skyldi koma um 12 ha landspilda sem liggur að Hvíta og Norðurá og nefnist Straumar. Fylgdu spildunni m.a. tveir hólmar í Norðurá. Tiltekið er að þessum hluta jarðarinnar tilheyri áfram sá veiðiréttur í Hvítá sem ken ndur sé við Strauma og fylgt hafi Ferjukoti, svo og þau mannvirki er á landspildunni standi. Í hlut Þórdísar í Ferjukoti skyldi hins vegar koma allt annað land Ferjukots og önnur hlunnindi, svo sem veiðihlunnindi í Norðurá. Þá kom og fram í samningnum að Þ órdís, sem eigandi Ferjubakka I, afsalaði til eigenda Strauma þeim veiðirétti sem Ferjubakki I ætti að Straumaklöpp. Á uppdrætti sem fylgdi landskiptasamningnum kom fram að óskipt land í Ferjubakkaflóa væri 358,5 ha en eignarhluti Ferjukots í því landi vær i 29%. 3. Núgildandi arðskrá Veiðifélags Hvítár var birt í B - deild Stjórnartíðinda 21. nóvember 2007. Samkvæmt arðskránni eru arðseiningar samtals 1000, sem skiptast í 686 einingar vegna netaveiði og 314 einingar vegna stangveiði. Í netaveiðihlutanum eiga ja rðir í Ferjubakkatorfu samtals 127 einingar, sem skiptast þannig að Ferjubakki I á 26 einingar, Ferjubakki II á 22 einingar, Ferjubakki III á 24 einingar og Ferjukot á 55 einingar. Í stangveiðihlutanum fá Straumar 60 einingar og Ferjukotseyrar 7 einingar. Heiti Ferjubakkajarðanna hefur verið breytt og eru þær nú almennt tilgreindar með tölunum 1 til 3 í stað samsvarandi rómverskra tölustafa. III. Stefnendur byggja á því að ákvæðið í kaupsamningnum um Ferjubakka III frá árinu 1943, þar sem allur veiðiréttu r tilheyrandi jörðinni hafi verið undanskilinn við sölu hennar, hafi ekki samrýmst þágildandi 6 lögum um lax - og silungsveiði nr. 112/1941, sbr. 4. mgr. 2. gr. Í ákvæði þessu komi fram að ekki megi skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti frá landareign, hv orki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Hugtakið landareign hafi verið skilgreint í 1. gr. vatnalaganna nr. 15/1923 sem land lögbýlis og lóð og lönd innan takmarka kaupstaða og löggiltra verslunarstaða. Af umfjöllun í greinargerð með frumvarpi til þ eirra laga, um nauðsyn þess að setja hömlur við sölu veiðiréttar frá jörðum, megi draga þá ályktun að það hafi verið vilji löggjafans að sett yrðu takmörk fyrir aðskilnaði veiðiréttar frá landareign í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að landkostir jarða, sem nýttar væru til landbúnaðar, skertust. Hugtakið landareign hafi síðan þá verið notað án skýringa í sambærilegu ákvæði lax - og silungsveiðilaga. Í athugasemdum við 2. gr. frumvarps til lax - og silungsveiðilaga nr. 61/1932 sé ítrekuð þýðing veiðiréttar f yrir jarðir í búrekstri. Þar segi m.a. um leigujarðir að það sé eðlilegast og heppilegast að veiðin fylgi öðrum landsnytjum og að ábúandi jarðar, sam hafi önnur landsnot hennar, njóti einnig veiðinnar. Meginreglan skyldi því vera sú að ábúð á leigujörð fyl gdi veiði. Til þessa hafi einnig verið vísað til stuðnings því að takmarka skyldi enn frekar en verið hefði samkvæmt vatnalögum nr. 15/1923 rétt til að skilja veiði frá landareign. Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 36/1972 og 18/1985 komi fram að bann við að skilnaði veiðiréttar frá landareign taki til jarða. Sami skilningur komi fram í héraðsdómum í hæstaréttarmálunum nr. 18/1985 og 530/2015, sem staðfestir hafi verið með vísan til forsendna þeirra. Búskapur hafi verið stundaður á jörðinni Ferjubakka III við umrædda sölu. Því hafi þá verið um að ræða jörð í byggð, en eftir það hafi samfleytt verið stundaður þar búskapur. Séu stefnendur þriðji ættliðurinn sem stundi þar búskap frá árinu 1943. Ljóst sé að við umrædda sölu jarðarinnar hafi fylgt bæði veiðiréttu r í Hvítá og Norðurá, enda hafi verið undanskilin við söluna landspilda, sem talin hafi verið 74 ha að stærð, og liggi að báðum þessum ám. Hafi þessu væntanlega verið hagað þannig í þeim tilgangi að reyna að tryggja að veiðiréttur í báðum ánum væri undansk ilinn og auka líkurnar á því að aðskilnaður veiðiréttarins frá jörðinni stæðist ef á það myndi reyna. Stefnendur fullyrði að með því að taka veiðina undan jörðinni á sínum tíma hafi skilyrði til búskapar á henni verið skert verulega, enda um verulega mik il verðmæti að ræða. Hefði veiðirétturinn áfram fylgt jörðinni hefðu búskaparskilyrði á henni verið allt önnur og miklu betri en raunin hafi orðið. Því sé ljóst að hið umdeilda ákvæði í kaupsamningnum frá 1943 hafi farið þvert gegn ákvæðum laga um bann við aðskilnaði veiðiréttar frá jörð, sem hafi m.a. átt að bæta og tryggja skilyrði til búskapar á bújörðum. Stefnendur taki fram að ekki sé útilokað að óverulegur hluti þeirra veiðiréttinda sem undanskilinn hafi verið við söluna á Ferjubakka III árið 1943 kunni nú að tilheyra öðrum fasteignum en Ferjubakka III og Straumum. Hins vegar lúti mál þetta að þeim veiði réttindi sem nú sé talinn tilheyra þessum fasteignum en ekki öðrum. Því sé nægjanlegt að stefna í máli þessu þinglýstum eigendum Ferjubakka III og Strauma. Aðrir en þeir eigi ekki hagsmuna að gæta í þessu tiltekna máli. Jafnframt skuli tekið fram að í mál inu sé deilt um veiðirétt sem verið hafi undanskilinn við sölu jarðarinnar Ferjubakka III umrætt sinn og því tilheyrt þeirri jörð á þeim tíma. Breyti engu í því sambandi þótt hin undanskilda landspilda hafi þá eða hugsanlega síðar verið í eigu fleiri aðila en eiganda Ferjubakka III, enda hafi eigandinn á sínum tíma ekki getað undanskilið annað við sölu á jörðinni en það sem henni tilheyrði. Um lagarök vísi stefnendur aðallega til almennra reglna eignarréttarins um vernd og friðhelgi eignarréttarins, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Einnig sé vísað til núgildandi lax - og silungsveiðilaga nr. 61/2006 og eldri laga um sama efni nr. 61/1932, nr. 112/1941 og nr. 76/1970, sérstaklega þeirra ákvæða tilvitnaðra laga þar sem lagt sé bann við aðskilnaði veiði frá jörð. IV. Stefndu, sem eigendur Ferjubakka 3 og Strauma, vísa til þess að fasteignin Ferjubakki 3 sé skilgreind sem jörð hjá Þjóðskrá Íslands og felist búskaparnot þeirra að meginstefnu til í hagnýtingu veiðihlunninda. Skipting veiðihlunninda í Ferjukotstorfu eigi sér langa og afar merkilega sögu og beri þar hæst þinglesið 7 samkomulag jarðeigenda í Ferjubakkatorfu frá 22. júní 1893. Aðild að því samkomulagi hafi átt Andrés Fjeldsted, sem stefndu leiði rétt sinn frá. Grundvallaratriði þessa máls sé að forveri stefnenda, Jóhannes Einarsson, hafi aldrei átt eignarhlutdeild í því landi sem stefnendur krefjist nú veiðiréttar fyrir. Verði því að sýkna stefndu af kröfu stefnenda. Atvik máls þessa séu öldungis ósambærileg við þá aðstöðu sem uppi hafi ver ið í dómi Hæstaréttar frá 3. mars 2016, í máli nr. 530/2015 (Lambhagi), sem stefndu vísi til í stefnu. Ekkert í þeim dómi gefi tilefni til þess að taka beri kröfur stefnenda í þessu máli til greina. Vegna villandi framsetningar í stefnu beri að árétta að stefnendur eigi veiðirétt í Norðurá og Hvítá og njóti veiðiarðs á grundvelli þess. Sá arður sé hins vegar tilkominn vegna annars lands en þess sem undanskilið hafi verið árið 1943. Ítrekað sé að veiðiréttindi hafi aldrei verið skilin frá landareign stefnen da eða forvera þeirra. Sakarefni þess máls lúti þannig fyrst og fremst að umfangi þeirra veiðiréttinda sem séu á hendi málsaðila, sem að stærstum hluta sé kominn til vegna eignarhalds þeirra á Ferjukoti og samningsins frá 1893. Sakarefni máls þessa snúist því í raun einungis um ¼ af 1100 metra bakka við Norðurá. Stefndu byggi á þeirri meginreglu að hver landeigandi eigi veiðirétt fyrir landi sínu. Um sé að ræða forna reglu sem upphaflega hafi sótt stoð í 56. kafla landleigubálks Jónsbókar og verið síðar s taðfest með ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923. Sé á því byggt að það hefði verið í andstöðu við umrædda meginreglu ef Jóhannes Einarsson hefði árið 1943 eignast veiðirétt fyrir landi sem hann hafi ekki átt neina eignarhlutdeild í. Hafi það raunar sérstaklega v erið tekið fram í umræddum kaupsamningi að undanskilin væru veiðiréttindi fyrir því landi sem haldið væri eftir. Ítrekað sé að með afsalinu frá árinu 1943 hafi Jóhannes ekki eignast neina hlutdeild í undanskildu landi. Með því hafi orðið til í Ferjubakkat orfu tvær sameignir í stað einnar áður. Annars vegar hafi verið um að ræða sameign Sigurðar Guðbrandssonar og eigenda Ferjubakka I, Ferjubakka II og Ferjukots, sem hafi tekið til þeirrar 74 ha spildu sem kaup Jóhannesar hafi ekki tekið til. Hins vegar hafi orðið til sameign um annað land í Ferjubakkatorfu í eigu Jóhannesar og eigenda Ferjubakka I, Ferjubakka II og Ferjukots. Minnt sé á að árið 1943 hafi Ferjubakki III ekki átt afmarkað land, frekar en önnur býli í torfunni, heldur hafi jarðnæðið verið fólg ið í hlutdeild í óskiptri sameign. Að þessu leyti hafi Sigurður Guðbrandsson einungis selt hluta af Ferjubakka III árið 1943. Eignarhald að hinni umþrættu spildu við Norðurá og Hvítá hafi því verið óbreytt þrátt fyrir sölu á hluta Ferjubakka III. Enginn ve iðiréttur hafi því verið skilinn frá landareign og hafi sameigendur notið spildunnar áfram og veiðiréttar fyrir landi hennar. Við söluna árið 1943 hafi verið í gildi lax - og silungsveiðilög nr. 112/1941. Í 4. gr. laganna hafi komið fram að væri landareig n eða veiðiréttur í óskiptri sameign þá væri sameigendum öllum veiði jafnheimil. Efnislega sambærilega reglu sé nú að finna í 1. mgr. 8. gr. núgildandi lax - og silungsveiðilaga nr. 61/2006. Það að Sigurður Guðbrandsson ætti áfram hlutdeild í veiðiréttindum fyrir hinni undanskildu spildu hafi þannig verið í fullu samræmi við gildandi lax - og silungsveiðilöggjöf. Sé á því byggt að grundvallarmunur sé á þeirri aðstöðu hvort veiðiréttur sé skilinn frá landareign eða hvort landi og veiðirétti sé haldið eftir, ei ns og gert hafi verið í tilviki afsalsins frá 1943. Þegar af þessari ástæðu verði að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnenda. Tekið skuli fram að hin undanskilda spilda hafi árið 1943 áfram verið tengd lögbýlum í Ferjubakkatorfu þrátt fyrir að Jóhannes Ei narsson væri ekki meðal sameigenda. Þannig hafi spildan áfram tilheyrt lögbýlunum Ferjukoti, Ferjubakka I og Ferjubakka II. Ferjukot hafi á þessum tíma verið skráð eign Elísabetar, móður Sesselju, eiginkonu Sigurðar Guðbrandssonar. Því fari þannig fjarri a ð með kaupsamningnum 1943 hafi veiðiréttur verið skilinn frá lögbýli með svipuðum hætti og í dómi Hæstaréttar 8 í máli 530/2015 (Lambhagi). Í tilviki Ferjukots hafi einfaldlega verið samið um tilhögun veiðiréttar í óskiptri sameign fjögurra lögbýla. Samhlið a þessu byggi stefndu á því að samningsbundin ráðstöfun á veiðirétti innan Ferjubakkatorfu eigi sér mun eldri sögu en reglan um bann við aðskilnaði veiðiréttar frá landareign. Sé þar vísað til samnings um skiptingu veiði innan Ferjubakkatorfu frá 22. júní 1891. Reglan um aðskilnaðarbann hafi fyrst komið í lög við gildistöku vatnalaga nr. 15/1923. Eðli málsins samkvæmt hafi lögin ekki getað haft nein áhrif á samninga um ráðstöfun veiðiréttar sem gerðir hafi verið áður en vatnalögin hafi tekið gildi. Staðbund in skipti á veiðirétti innan Ferjubakkatorfu hafi því verið staðreynd bæði fyrir gildistöku vatnalaganna og landskiptalaga nr. 46/1941. Byggt sé á því að efni samninga um ráðstöfun veiðiréttinda í Ferjubakkatorfu fari á engan hátt gegn lax - og silungsvei ðilöggjöf um aðskilnaðarbann. Þar fyrir utan hafi fyrstu lax - og silungsveiðilögin verið skýr um að þau væru ekki afturvirk þannig að þau hefðu áhrif á samninga um veiðirétt sem gerðir hafi verið fyrir 1923. Í lax - og silungsveiðilögum nr. 61/1932 hafi hin s vegar komið inn ákvæði um rétt jarðeigenda til að leysa til sín veiðiréttindi sem skilin hefðu verið frá jörðum þeirra fyrir gildistöku laganna. Skyldu fullar bætur koma fyrir. Fyrir liggi að árið 1977 hafi eigendur Ferjubakka III gert tilraun til að fá leyst til sín veiðiréttindi fyrir hinni undanskildu spildu. Hafi þeirri kröfu réttilega verið hafnað af hálfu landbúnaðaráðuneytisins. Innlausnarbeiðnin sýni hins vegar berlega að eigendur Ferjukots III hafi ekki dregið í efa að veiðiréttur fyrir hinu unda nskilda landi væri ekki í þeirra eigu. Stefndu telji loks óhjákvæmilegt að nefna að málatilbúnaður stefnenda sé mögulega þannig vaxinn að vísa beri málinu frá dómi án kröfu. Hin undanskilda spilda hafi ávallt verið í óskiptri sameign Ferjubakka I, Ferjubakka II, Ferjukots og svo Sigurðar Guðbrandssonar. Þrátt fyrir að um sé að ræða sameignarréttindi þá sé málsókninni nú aðeins beint að þeim aðilum sem leiði rétt sinn frá Sigurði Guðbrandssyni. Með landskiptum í Ferjubakkatorfu hafi staðan svo breyst þannig að hin undanskilda spilda sé nú að hluta inni í óskiptu landi, þ.e. Ferjubakkaflóa. Aðild málsins taki ekki mið af því. Þá hljóti málið að teljast vanreifað að því leyti að stefnendur láti algerlega hjá líða að fjalla um þýðingu þinglýstra samninga um veiðiréttindi í Ferjubakkatorfu. V. Stefndu hafa vísað til þess, bæði í greinargerð sinni og við aðalmeðferð málsins, að málið sé mögulega svo vanreifað um lýsingu málavaxta og framlagningu gagna að vísa verði því frá dómi, auk þess sem ekki verði bet ur séð en að stefnendur hafi látið undir höfuð leggjast að stefna öllum þeim sem teljist handhafar þess veiðiréttar sem undanskilinn hafi verið við umrædda sölu á árinu 1943. Enda þótt fallast megi á það með stefndu að nokkuð vanti upp á að mál þetta hafi verið nægilega reifað í sóknargögnum málsins, með tilliti til þess hvernig eignarhaldi og handhöfn veiðiréttar hefur verið háttað á deilusvæðinu í sögulegu tilliti, þykir málið nú, að lokinni frekari gagnaöflun, liggja þannig fyrir að leggja megi á það efn isdóm. Þá verður ekki annað ráðið en að réttum aðilum hafi verið stefnt miðað við það hvernig stefnendur hafa sett fram kröfugerð sína í stefnu, enda mun dómur í málinu einungis binda stefndu sem eigendur fasteignanna Ferjubakka 3 og Strauma, en ekki aðra þá sem kunna að telja til hluta þess veiðiréttar sem undanskilinn var við söluna á árinu 1943. Kröfugerð stefnenda miðar að því að viðurkennt verði að þeir eigi með réttu þann veiðirétt sem ásamt landspildu hafi verið undanskilinn við sölu jarðarinnar Fer jubakka III hinn 27. október 1943 og nú tilheyri fasteignunum Ferjubakka 3, landnr. 135033, og Straumum. Enda þótt ekki sýnist allsendis ljóst af stefnu Ferjubakka III verið ráðstafað, eins og tvisvar er tilgreint í stefnu, sýnist hér verða við það að miða, með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum, að í raun hafi verið um að ræða þann hlutfallslega veiðirétt jarðarinnar fyrir landi hinnar úrskiptu spildu sem henni tilheyrði á grundvelli framangreinds samkomulags um 9 skiptingu veiði frá árinu 1891. Hafi jörðin Ferjubakki III því haldið eftir veiðirétti er henni tilheyrði að öðru leyti. Þannig er tilgreint í veðskuldabréfi, sem kaupandinn Jóhannes Einarsson gaf ú t til seljandans brjefsins notar eða framleigir alla lax - og silungsveiði er tilheyrir Ferjubakka III og ekki er undanskilin við stefnendur, sem eigendur Ferjubakka 3 - Efstabæjar, njóta arðgreiðslna samkvæmt arðskrá bæði frá Veiðifélagi Hvítár og Veiðifélagi Norðurár. Þegar umrædd sala á jörðinni Ferjubakka III átti sér stað á árinu 1943, að undanskilinni hinni óskiptu landspildu o g tilheyrandi veiðiréttindum, voru í gildi lög nr. 122/1941 um lax - og silungsveiði. Samkvæmt 4. mgr. 2. gr. þeirra laga mátti ekki skilja veiðirétt að nokkru leyti eða öllu frá landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Þó mátti skilja r étt til stangarveiði frá landareign um tiltekið tímabil sem ekki mátti vera lengra en 10 ár, nema leyfi ráðherra kæmi til og veiðimálastjóri og veiðimálanefnd mælti með því að leyfi yrði veitt. Af gögnum verður ráðið, og sýnist ágreiningslaust, að búrekstu r hafi verið stundaður á jörðinni Ferjubakka III þegar umrædd sala hennar átti sér stað. Taldist jörðin því landareign í skilningi framangreinds ákvæðis. Að þessu virtu, og með vísan til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 530/2015, er það niðurstaða dómsins að umrætt ákvæði í kaupsamningnum um Ferjubakka III, dags. 27. október 1943, hafi ekki samrýmst tilvitnuðu ákvæði 4. mgr. 2. gr. laga nr. 122/1941. Verður ekki séð, með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í máli nr. 169/2017, uppkveðnum 20. apríl 2018, að neinu brey ti í því sambandi þótt eignarréttur að hinni undanskildu spildu, sem liggur að veiðivatni, hafi eftir kaupin haldist áfram hjá sama eiganda. Ákvæðið var því ólöglegt og gat því tilheyrandi veiðiréttur, svo sem kaupsamningurinn kvað á um, ekki með réttu fyl gt spildunni. Eins og áður hefur verið rakið gerðu eigendur jarðanna Ferjubakka I, Ferjubakka II, Ferjubakka III og Ferjukots með sér samkomulag um skiptingu veiði í óskiptri Ferjubakkatorfu hinn 22. júní 1891, sem hin undanskilda landspilda var hluti af. Höfðu þá ekki verið lögfestar reglur um takmörkun á aðskilnaði veiðiréttar frá landareign, sem fyrst voru lögfestar í vatnalögum nr. 15/1923 og síðan hafa verið teknar efnislega upp í lög um lax - og silungsveiði, fyrst lög nr. 61/1932, eins og áður greini r. Að því virtu verður ekki annað séð en að fyrrgreint samkomulag hafi fullt gildi og því á það fallist með stefndu að hinn umdeildi veiðiréttur spildunnar takmarkist af þeirri skiptingu sem þar var komið á. Með hliðsjón af framangreindu verða dómkröfur s tefnenda teknar til greina og stefndu gert að greiða stefnendum óskipt 900.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan og var við uppkvaðningu hans gætt að ákv. 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómsor ð: Viðurkennt er að stefnendur, Vilhjálmur Einar Sumarliðason, Eva Ingibjörg Sumarliðadóttir, Jóhannes Torfi Sumarliðason, Þórdís M. Sumarliðadóttir, Ólöf S. Sumarliðadóttir, Pétur Í. Sumarliðason, Sveinbjörg R. Sumarliðadóttir og Ágúst Páll Sumarliðason, eigi, sem eigendur jarðarinnar Ferjubakka 3 - Efstibær, Borgarbyggð, landnr. 135031, þann veiðirétt fyrir landspildu úr landi jarðarinnar Ferjubakka III, sem undanskilinn var við sölu jarðarinnar samkvæmt kaupsamningi, dags. 27. október 1943, og nú tilheyrir fasteignunum Ferjubakka 3, Borgarbyggð, landnr. 135033, og Straumum, Borgarbyggð, landnr. 179430. Stefndu, Ólöf Sigurðardóttir, Elísabet Sigurðardóttir, dánarbú Ingibjargar S. Sigurðardóttur og Sesselja Kristín Sigurðardóttir, greiði stefnendum óskipt 90 0.000 krónur í málskostnað.