LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 18. nóvember 2019. Mál nr. 691/2019 : Hafið - fiskverslun ehf. og Skjólgarður ehf . (Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður ) gegn G.S. múrverk i ehf . og Vátryggingafélag i Íslands hf. ( Svanhvít Axelsdóttir lögmaður) Lykilorð Ómerking. Heimvísun. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi. Lögvarðir hagsmunir. Réttaráhrif dóms (res judicata). Útdráttur S ehf. og H ehf. höfðuðu mál gegn G ehf. til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem þeir urðu fyrir við flotun á gólfi í kjallara hússins að Hlíðasmára 8. Jafnframt kröfðust þeir viðurkenningar á því að þeir ættu rétt til vátryggingarbóta úr ábyrgðartryggingu G ehf. hjá V hf. vegna bótaskyldrar háttsemi G ehf. Húsfélagið Hlíðasmára 8 höfðaði einnig mál vegna sama tjó nsatviks gegn G ehf., V hf. og S ehf. en með dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. apríl 2019 voru allir stefndu sýknaðir af kröfu húsfélagsins. Því máli hefur verið áfrýjað til Landsréttar en niðurstaða réttarins liggur ekki fyrir. Héraðsdómur taldi S ehf. og H ehf. skorta lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr viðurkenningarkröfum sínum fyrir dómi þar sem dæmt hefði verið um ætlaða skaðabótaskyldu G ehf. og V hf. í fyrrnefndum dómi, vegna sama tjónsatviks, og vísaði málinu frá með vísan til 2. mgr. 25. gr. og 1 .,2. og 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem aðilar málsins væru ekki að öllu leyti þeir sömu og aðilar í máli því sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjaness 12. apríl 2019 og efnisdómur hefði ekki fallið um kröfur aðila í þessu máli yrði málinu ekki vísað frá dómi á grundvelli neikvæðra réttaráhrifa fyrrnefnds dóms, sbr. 1. og 2. mgr. 116. gr. nr. 91/1991. Þá taldi Landsréttur að ekki yrði skorið úr því fyrr en með efnisdómi í þessu máli hvort sóknaraðilum hefði lá nast að sanna hið gagnstæða hvað varðar þau málsatvik sem dæmt var um í dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. apríl 2019. Jafnframt taldi rétturinn að S ehf. og H ehf. hefðu leitt nægar líkur að því að þeir kynnu að hafa orðið fyrir tjóni sem rekja mætti til umræ dds tjónsatviks og hefðu þeir þar með lögvarða hagsmuni af því að leita viðurkenningardóms um kröfur sínar. Var því hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. 2 Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Eggert Óskarsson , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 1 8 . október 2019 , sem barst réttinum sama dag . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 5. nóvember 2019. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. október 2019 í málinu nr. E - 1119/2018 þar sem málinu var vísað frá dómi . Kæruheimild er í c - lið 2 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðil ar kref ja st þess hvor um sig að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Til vara krefjast sóknaraðilar þess að málskostnaðarákvæði úrskurðarins verði fellt úr gildi og bre ytt þannig að málskostnaður falli niður eða hann verði lækkaður verulega. Þá krefjast sóknaraðilar hvor um sig kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðil ar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Í máli þessu hafa sóknaraðilar krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu varnaraðila G.S. múrverks ehf. vegna tjóns sem hlaust af því að þegar varnaraðila r flotuðu gólf í kjallara hússins Hlíðasmára 8 í Kópavogi um mánaðamótin mars og apríl 2017 rann flotm úr inn um frárennslisgöt undir milliveggjum inn í önnur rými í kjallaranum, ofan í niðurf ö ll og þaðan ofan í lagnir hússins . Jafnframt hafa sóknaraðilar gert kröfu á hendur báðum varnaraðilum um viðurkenningu á því að þeir eigi rétt til vátryggingarbóta úr ábyrgðartryggingu varnaraðila G.S. múrverks ehf. hjá varnaraðila Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna bótaskyldrar háttsemi varnaraðila G.S. múrverks ehf. 5 Samhliða málshöfðun sóknaraðila á hendur varnaraðilum höfðaði Húsfélagið Hlíðasmára 8 einnig mál ge gn varnaraðilum til greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem húsfélagið taldi sig hafa orðið fyrir vegna þess verks G.S. múrverks ehf. sem að framan er lýst. Jafnframt var öðrum sóknaraðila þessa máls, Skjólgarði ehf., stefnt í því máli á grundvelli ábyrgðarregl na 51. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. 6 Bæði málin voru þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 14. nóvember 2018. Dómur gekk í síðarnefnda málinu 12. apríl 2019 og voru allir stefndu sýknaðir af kröfu húsfélagsins á þeim grundvelli að eins og málið lægi f yrir teldist ósannað að um saknæma og ólögmæta háttsemi starfsmanna G.S. múrverks ehf. hefði verið að ræða. Dóminum hefur verið áfrýjað til Landsréttar en niðurstaða réttarins liggur ekki fyrir. 7 Í 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 segir að dómur sé bindan di um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar 3 þar að efni til. Í 2. mgr. sömu greinar segir að krafa sem dæmd hafi verið að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól fra mar en segir í lögunum og að nýju máli um slíka kröfu skuli vísað frá dómi. 8 Dómur Héraðsdóms Reykjaness 12. apríl 2019 er aðeins bindandi um úrslit þess sakarefnis sem til úrlausnar var í því máli milli aðila þess um þær kröfur sem þar var lagður efnisdómu r á. Varnaraðila, Skjólgarði ehf., var sem fyrr segir stefnt til að þola dóm í því máli en hann er annar stefnenda þessa máls. Þegar af þeirri ástæðu að aðilar þessa máls eru ekki að öllu leyti þeir sömu og aðilar umrædds máls og efnisdómur hefur ekki fall ið um kröfur sóknaraðila á hendur varnaraðilum verður máli þessu ekki vísað frá dómi á grundvelli neikvæðra réttaráhrifa fyrrnefnds dóms, sbr. 1. og 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. 9 Samkvæmt 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 hefur dómur fullt sönnunargil di um þau málsatvik sem í honum greinir þar til hið gagnstæða er sannað. Ákvæðið byggist á því að hafi í dómi verið komist að niðurstöðu um hvað teljist sannað um tiltekin atvik hafi sá sem í nýju máli heldur fram staðhæfingu um málsatvik sem fer í bága vi ð niðurstöðu dómsins sönnunarbyrði um þá staðhæfingu. Af því leiðir að ekki verður úr því skorið fyrr en með efnisdómi í þessu máli hvort sóknaraðilum hafi lánast að sanna hið gagnstæða hvað varðar þau málsatvik sem dæmt var um í dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. apríl 2019. Samkvæmt því getur það ekki leitt til frávísunar þessa máls þótt í öðru máli hafi verið tekin afstaða til málsatvika sem einnig er deilt um í þessu máli. 10 Með vísan til gagna málsins verður að telja að sóknaraðilar hafi leitt nægar líkur a ð því að þeir kunni að hafa orðið fyrir tjóni sem rekja megi til umrædds tjónsatviks og að þeir hafi þar með lögvarða hagsmuni af því að leita viðurkenningardóms um kröfur sínar á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 . 11 Samkvæmt framansögðu verður hin n kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. 12 Eftir úrslitum málsins er rétt að varnaraðilar greiði óskipt sóknaraðilum hvorum um sig kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kær ði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðilar, G.S. múrverk ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf., greiði óskipt sóknaraðilum, Skjólgarði ehf. og Hafinu fiskverslun ehf., hvorum um sig 150.000 krón ur í kærumálskostnað. 4 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness mánudaginn 7. október 2019 Mál þetta, sem tekið var til dóms 10. september síðastliðinn, er höfðað 10. og 12. nóvember 2018. Stefnendur eru Skjólgarður ehf., Síðumúla 27, Reykjavík, og Hafið - fiskverslun ehf., Hlíðasmára 8, Kópavogi. Stefndu eru G.S. múrverk ehf., Hvassabergi 4, Hafnarfirði, og Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík. Dómkröfur Skjólgarðs ehf. eru að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda G.S. múrverks ehf. vegna tjóns hans sem er afleiðing þess að við flotun stefnda G.S. múrverks ehf., um mánaðamótin mars - apríl 2017, á gólfi í eignarhluta í kjallara Hlíðasmára 8, Kóp avogi, fastanúmer F2062297, merkt 01 - 0010 í fasteignaskrá, rann flotmúr, annars vegar inn í frárennslisgat undir vegg milli fyrrnefnds eignarhluta og annars eignarhluta í kjallaranum, geymslu með fastanúmer F2276845, merkt 01 - 0004 í fasteignaskrá, og yfir í síðarnefnda eignarhlutann, og hins vegar inn í frárennslisgat undir vegg milli fyrrnefnds eignarhluta, merktur 01 - 0010, og annars eignarhluta í kjallaranum, geymsla með fastanúmeri F2062304, merkt 01 - 0201 í fasteignaskrá og eining 0001 í eignaskiptayfirl ýsingu, og ofan í niðurfall sem staðsett var undir fyrrnefndum vegg og þaðan ofan í lagnir Hlíðasmára 8. Jafnframt gerir stefnandi Skjólgarður ehf. þá kröfu á hendur báðum stefndu, G.S. múrverki ehf. og Vátryggingafélagi Íslands hf., að viðurkennt verði að stefnandi Skjólgarður ehf. eigi rétt til vátryggingarbóta úr ábyrgðartryggingu stefnda G.S. múrverks ehf. hjá stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna tjóns stefnanda Skjólgarðs ehf. sem er afleiðing bótaskyldrar háttsemi stefnda G.S. múrverks ehf. Lo ks krefst Skjólgarður ehf. málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu. Dómkröfur Hafsins - fiskverslunar ehf. eru að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda G.S. múrverks ehf. gagnvart stefnanda Hafinu - fiskverslun ehf. vegna tjóns hans sem er afleiðing þess að við flotun stefnda G.S. múrverks ehf., um mánaðamótin mars - apríl 2017, á gólfi í eignarhluta í kjallara Hlíðasmára 8, Kópavogi, fastanúmer F2062297, merkt 01 - 0010 í fasteignaskrá, rann flotmúr, annars vegar inn í frárennslisgat undir vegg milli fyrrnef nds eignarhluta, merktur 01 - 0010 í fasteignaskrá, og annars eignarhluta í kjallaranum, geymslu með fastanúmer F2276845, merkt 01 - 0004 í fasteignaskrá, og yfir í síðarnefnda eignarhlutann, og hins vegar inn í frárennslisgat undir vegg milli fyrrnefnds eigna rhluta, fastanúmer F2062297, merkt 01 - 0010 í fasteignaskrá, og annars eignarhluta í kjallaranum, geymslu með fastanúmer F2062304, merkt 01 - 0201, og ofan í niðurfall sem staðsett var undir fyrrnefndum vegg og þaðan ofan í lagnir. Jafnframt gerir stefnandi Hafið - fiskverslun ehf. þá kröfu, á hendur stefndu G.S. múrverki ehf. og Vátryggingafélagi Íslands hf., að viðurkennt verði að stefnandi Hafið - fiskverslun ehf. eigi rétt til vátryggingarbóta úr ábyrgðartryggingu stefnda G.S. múrverks ehf. hjá stefnda Vá tryggingafélagi Íslands hf. vegna tjóns stefnanda Hafsins - fiskverslunar ehf. sem er afleiðing bótaskyldrar háttsemi stefnda G.S. múrverks ehf. Loks krefst Hafið - fiskverslun ehf. málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu. Stefndu krefjast aðallega sýknu af kröfum stefnenda en til vara að sök verði skipt og að stefnendum verði gert að bera mestan hluta tjónsins sjálfir. Í báðum tilvikum krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnenda. I Málsatvik Í máli þessu er deilt um tjón stefnenda sem varð við flot un á gólfi í kjallara að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Flotmúr flæddi í gegnum frárennslisgöt sem staðsett voru undir vegg í viðkomandi rými. Er s tefnandi Skjólgarður ehf. eigandi að fimmtán eignarhlutum í fjöleignarhúsinu Hlíðasmára 8, þar af eru níu eignarhlu tar í kjallara hússins sem Skjólgarður ehf. leigir út til ýmissa aðila, meðal annars til stefnanda Hafsins - fiskverslunar ehf., sem starfrækir fiskverslun á fyrstu hæð hússins. Samkvæmt leigusamningi 10. janúar 2017 leigir Skjólgarður ehf. stefnanda Hafi nu - fiskverslun tvo eignarhluta í kjallara hússins með fastanúmer F2062297 (merktur 01 - 0010) og fastanúmer F2276850 5 (merktur 01 - 0011). Fyrrnefndi eignarhlutinn er skráður 160,2 m 2 að flatarmáli en sá síðarnefndi 56,2 m 2 . Þegar atvik máls þessa urðu nýtti Hafið fyrrnefnda tvo eignarhluta í kjallaranum í þágu fiskverslunar sinnar, meðal annars til geymslu á birgðum. Eignarhluti 01 - 10 liggur að öðrum eignarhlutum í kjallaranum, þar á meðal öðrum eignarhluta í eigu Skjólgarðs ehf. með fastanúmer F2276845 (merk tur 01 - 0004) og eignarhluta með fastanúmer F2062304, merkt 01 - 0201 í fasteignaskrá, og eining 0001 samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu. Fyrrgreindir þrír eignarhlutar, annars vegar 01 - 10 og hins vegar 01 - 04 og 01 - 0201 (0001), eru aðskildir með vegg. Undir þe im vegg voru, á þeim tíma sem atvik málsins gerðust, tvö frárennslisgöt. Annað frárennslisgatið var undir þeim hluta veggsins sem aðskilur eignarhluta 01 - 10 og 01 - 04. Hitt frárennslisgatið var undir þeim hluta veggsins sem aðskilur eignarhluta 01 - 10 og 01 - 0201. Fyrir frárennslisgötunum voru stálristar, og voru götin um það bil 25 cm löng og um það bil 10 cm á hæð frá gólfi og upp að veggnum. Um mánaðamótin mars/apríl 2017 fékk stefnandi Hafið - fiskverslun ehf. stefnda G.S. múrverk ehf. til að flota gólf í eignarhluta 01 - 10, sem Hafið leigir af Skjólgarði ehf. Þegar starfsmenn G.S. múrverks ehf. komu á vettvang hafði pípulagningarmaður lagt rör ofan á gólfið sem átti að flota yfir. Benti hann starfsmönnum G.S. múrverks ehf. á niðurföll í rýminu sem lokað va r á venjulegan hátt áður en gólfið var flotað. Veggir í rýminu munu vera af venjulegri gerð og sá veggur sem snýr að öðrum rýmum í kjallaranum er venjulegur eldvarnarveggur sem er merktur sem slíkur á teikningu af kjallaranum. Segja stefndu að á veggnum ha fi ekki verið sjáanleg nein göt, ristar eða misfellur sem hætta væri á að flotmúr gæti lekið í gegnum og hafi þeim ekki verið bent á að niðurföll væru undir veggnum sem skilur að rýmið 00 - 10 og önnur rými í kjallaranum. Starfsmenn G.S. múrverks byrjuðu að flota innst í rýminu við vegg sem snýr að rými 00 - 10 og luku verkinu á um það bil einni og hálfri klukkustund. Við flotun gólfs er steypu dælt á gólfið sem rennur út eins og vatn en verður hart á um það bil 6 - 8 klukkustundum. Daginn eftir hafði starfsmaðu r stefnanda Hafsins - fiskverslunar ehf. samband við G.S. múrverk og lét vita af dæld sem hafði myndast innst í rýminu við vegginn sem skilur að rýmin 00 - 10 og 00 - 01 þar sem byrjað var á verkinu. Bætt var við flotmúr á þeim stað. Lauk þar með verkinu og 6. apríl 2017 gaf G.S. múrverk ehf. út reikning til Hafsins - fiskverslunar ehf. fyrir því. Svo fór að flotmúr flæddi inn í frárennslisgöt, annars vegar í gat í veggnum milli eignarhluta 01 - 10 og 01 - 04 og hins vegar í gat í veggnum milli eignarhluta 01 - 10 o g 01 - 0201. Í fyrra tilvikinu flæddi flotmúrinn gegnum gat, sem var opið milli rýmanna, og yfir í eignarhluta 01 - 04 og olli þar skemmdum á fasteigninni sjálfri og á lausafjármunum sem þar voru geymdir af hálfu leigutaka eignarhluta 01 - 04. Í síðara tilvikinu flæddi múrinn ofan í niðurfall sem var inni í frárennslisgatinu undir veggnum á milli eignarhluta Skjólgarðs ehf. númer 01 - 10 og eignarhluta númer 01 - 0201, þaðan sem múrinn fór ofan í lagnir hússins, með þeim afleiðingum að lagnirnar stífluðust. Mun vatn og klóak hafa flætt upp úr niðurföllum annars staðar í kjallara hússins, meðal annars í öðrum eignarhlutum Skjólgarðs ehf., og valdið skemmdum á gólfi, veggjum, lausafjármunum og öðrum eignum. Losa þurfti um stíflur í lögnum hússins, brjóta veggi og gólf í kjallaranum, hreinsa og gera við lagnir með tilheyrandi kostnaði. Telja stefnendur að þeir hafi orðið fyrir ýmsu öðru fjártjóni vegna atviksins, meðal annars missi leigutekna af geymslum í tilviki stefnanda Skjólgarðs ehf. og tímabundinnar rekstrarstöðv unar í tilviki Hafsins - fiskverslunar ehf. Hafið - fiskverslun ehf. gerði kröfu um að fá tjónið bætt úr ábyrgðartryggingu stefnda G.S. múrverks ehf. hjá stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. sem hafnaði bótaskyldu með bréfi 3. ágúst 2017. Í bréfinu er vísað til þess að starfsmenn stefnda G.S. múrverks ehf. hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi og því beri G.S. múrverk ehf. ekki bótaábyrgð á tjóninu. Hafið - fiskverslun ehf. skaut afstöðu stefnda Vátryggingafélags Íslands hf. til Úrskurðarnefndar í vátr yggingamálum 13. september 2017. Í áliti nefndarinnar 14. nóvember 2017 segir að Hafið - fiskverslun ehf. eigi ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu stefnda G.S múrverks ehf. hjá stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. Er sérstaklega vitnað til þess að star fsmenn stefnda G.S. múrverks ehf. hefðu ekki fengið upplýsingar um niðurfall undir vegg í rýminu sem átti að flota og beri gögn málsins með sér að niðurfallið hafi ekki sést með berum augum 6 við skoðun á rýminu. Geti G.S. múrverk ehf. því ekki borið bótaáby rgð á tjóninu. Var bótaskyldu Vátryggingafélagsins hafnað. Þann 23. mars 2018 tilkynnti Skjólgarður ehf. um tjón að Hlíðasmára 8 til Vátryggingafélags Íslands hf. og krafðist greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingum stefnda G.S. múrverks og Hafsins - fiskver slunar ehf. vegna tjónsins. Byggt var á því að Skjólgarður ehf. hefði orðið fyrir skaðabótaskyldu tjóni vegna þess að flotmúr flæddi gegnum fyrrgreind frárennslisgöt. Bæri Vátryggingafélagi Íslands hf. að bæta það tjón úr ábyrgðartryggingum þeirra sem bæru bótaábyrgð á tjóninu eftir almennum reglum. Stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. hafnaði bótaskyldu með bréfi 28. maí 2018. Í bréfinu segir meðal annars að hvorki starfsmenn stefnda G.S. múrverks ehf. né starfsmenn Hafsins - fiskverslunar ehf. hafi vitað af niðurfallinu undir veggnum. Í október 2018 komust stefnendur að samkomulagi um að standa saman að málsókn þessari, enda urðu báðir stefnendur fyrir tjóni vegna framkvæmdar stefnda G.S. múrverks ehf. Þann 7. nóvember 2018 höfðaði Húsfélagið að Hlíðasm ára 8 mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur stefnanda Skjólgarði ehf., stefnda G.S. múrverki ehf. og stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna sama tjóns. Dómur í málinu gekk 12. apríl 2019 og voru stefndu sýknuð af kröfum húsfélagsins. II Málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur krefjast hvor um sig viðurkenningar á bótaskyldu stefndu vegna tjóns hvors stefnanda um sig af völdum stefnda G.S. múrverks ehf. við flotun á gólfi í eignarhluta stefnanda Skjólgarðs ehf. númer 01 - 0010 í kjallara Hlíðasmára 8, sem fór fram um mánaðamótin mars - apríl 2017. Kröfur stefnenda á hendur stefnda G.S. múrverki séu reistar á almennum reglum um skaðabætur utan samninga, það er bæði á almennu sakarreglunni og einnig reglunni um vinnuveitandaábyrgð að því mar ki sem við eigi og að því leyti sem tjón stefnenda sé að rekja til bótaskyldrar háttsemi einstaklinga sem hafi annast verkið af hálfu stefnda G.S. múrverks ehf. Kröfur stefnenda á hendur stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf., vegna bótaábyrgðar stefnda G. S. múrverks, byggist á ábyrgðartryggingu stefnda G.S. múrverks hjá stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. Sú ábyrgðartrygging bæti þriðja manni, það er stefnendum, tjón sem vátryggður veldur með saknæmri og ólögmætri háttsemi, sem hafi bakað vátryggðum skað abótaskyldu samkvæmt almennum reglum. Í málinu sé því til úrlausnar hvort stefndi G.S. múrverk ehf. hafi í umrætt sinn sýnt af sér skaðabótaskylda háttsemi, sem félagið beri bótaábyrgð á samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar, og sem stefndi Vátryggingaf élag Íslands hf. beri sömuleiðis bótaábyrgð á samkvæmt fyrrnefndri ábyrgðartryggingu og á grundvelli almennra reglna vátryggingarréttar. Kröfur stefnenda hvors um sig, um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda G.S. múrverks ehf. vegna þess tjónsatviks sem um ræði, séu í báðum tilvikum byggðar á því að stefndi G.S. múrverk hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, sem baki stefnda G.S. múrverki bótaskyldu gagnvart stefnendum hvorum um sig með því að stefndi G.S. múrverk hafi látið hjá líða að gera viðh lítandi ráðstafanir til að tryggja að flot gæti ekki runnið gegnum fyrrnefnd frárennslisgöt undir vegg milli eignarhluta 01 - 10 og 01 - 04 annars vegar og eignarhluta 01 - 10 og 01 - 0201 hins vegar. Afleiðingar fyrrgreindrar vanrækslu stefnda G.S. múrverks ehf. hafi orðið þær að flot flæddi gegnum götin og meðal annars yfir í eignarhluta 01 - 04 og jafnframt ofan í niðurfall í gati undir veggnum milli eignarhluta 01 - 10 og 01 - 0201 og þaðan ofan í lagnir hússins. Í þessu sambandi leggi stefnendur áherslu á að umrædd frárennslisgöt hafi verið áberandi séð frá eignarhluta 01 - 10, sem framkvæmd stefnda G.S. múrverks hafi tekið til, enda hafi þau verið um 10 cm há og 25 cm breið, auk þess sem fyrir götunum hafi verið frárennslisristar sem hafi skorið sig úr frá öðrum hlutu m veggsins. Hafi því mátt blasa við sérhverjum sem hafi átt leið um rými númer 01 - 10, hvað þá sérfróðum aðila eins og stefnda G.S. múrverki, að þarna hafi verið frárennslisgöt og um leið niðurföll. Að mati stefnenda hafi stefnda G.S. múrverki mátt vera ful lljóst að mikil hætta hafi verið á því og raunar óhjákvæmilegt að flot myndi renna inn í frárennslisgötin, og þannig meðal annars ofan í niðurföll og lagnir, ef ekki væru gerðar viðhlítandi ráðstafanir til að fyrirbyggja að flot gæti runnið inn í götin, áð ur en flotun gólfsins hafi verið hafin. Allt að einu hafi stefndi G.S. múrverk ráðist í það að flota gólfið í eignarhluta 01 - 10 án þess að hafa gert neinar 7 sjáanlegar ráðstafanir til að fyrirbyggja að flot gæti runnið inn í umrædd frárennslisgöt, með þeim afleiðingum sem að framan greini. Með því að láta það hjá líða hafi stefndi G.S. múrverk sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, sem hafi bakað honum bótaskyldu gagnvart stefnendum hvorum um sig vegna tjóns beggja stefnenda sem leiddi af þeirri háttsemi. Leiði það jafnframt til ábyrgðar stefnda Vátryggingafélags Íslands hf. Að mati stefnenda beri við mat á bótaskyldu stefnda G.S. múrverks að beita ströngu sakarmati enda teljist stefndi G.S. múrverk í skilningi reglna skaðabótaréttar vera sérfræðingur á sviði framkvæmda af þessum toga, sem selji þjónustu sína gegn endurgjaldi. Samkvæmt almennum skyldum stefnda G.S. múrverks, eðlilegum og sjálfsögðum vinnubrögðum sérfræðings við þessar aðstæður, hafi þessum stefnda, áður en hafi verið ráðist í framkvæmdina , borið að yfirfara rýmið með sjálfstæðum hætti og ganga úr skugga um að engin hætta væri á því að flot gæti runnið inn í frárennslisgöt og ofan í niðurföll. Stefnendur telji ljóst að það hafi stefndi G.S. múrverk látið hjá líða og þar með bakað sér bótask yldu eftir almennum reglum skaðabótaréttar, meðal annars á grundvelli reglna og viðmiðana um bótaábyrgð sérfræðinga. Stefnendur telji þannig ljóst að stefndi G.S. múrverk hafi verið eða að minnsta kosti mátt vera meðvitaður um frárennslisgötin og þá einnig vera ljós sú mikla tjónshætta sem hafi fylgt því að þessum skyldum hafi ekki verið sinnt, sem hafi verið mjög ríkar eins og á stóð. Stefnendur byggi þannig á því að stefndi G.S. múrverk beri skaðabótaábyrgð á tjóni stefnenda hvors um sig eftir almennum re glum skaðabótaréttar sem leiði af því að flot hafi runnið annars vegar inn í frárennslisgatið undir vegg milli eignarhluta 01 - 10 og 01 - 04 og yfir í síðarnefnda eignarhlutann, og hins vegar inn í frárennslisgatið undir vegg milli eignarhluta 01 - 10 og eignar hluta 01 - 0201 og ofan í niðurfall sem sé staðsett inni í því gati undir veggnum og þaðan ofan í lagnir. Að mati stefnenda sé ljóst, og raunar hafið yfir vafa, að fjártjón þeirra af þessum sökum standi í orsakasambandi við skaðabótaskylda háttsemi stefnda G .S. múrverks og sé jafnframt sennileg afleiðing þeirrar háttsemi. Bótaskylda stefnda Vátryggingafélags Íslands hf. sé sem fyrr segi reist á ábyrgðartryggingu stefnda G.S. múrverks hjá þessum stefnda. Í skilmálum þeirrar tryggingar komi fram að hlutverk áby rgðartryggingar sé að greiða skaðabætur fyrir vátryggðan ef hann hefur bakað sér skaðabótaábyrgð. Vátryggingin bæti meðal annars beint munatjón þriðja manns vegna skaðabótaábyrgðar vátryggðs sem falli á hann samkvæmt íslenskum lögum sem notanda húss sem no tað sé við starfsemi vátryggðs, eða vegna starfsemi vátryggðs sem getið er í vátryggingarskírteini eftir því sem nánar greinir í skilmálunum. Stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. hafi hafnað bótaskyldu gagnvart stefnendum hvorum um sig á þeim grundvelli að stefndi G.S. múrverk teljist ekki hafa sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Verði niðurstaða máls þessa á hinn bóginn sú að stefndi G.S. múrverk ehf. hafi bakað sér bótaskyldu gagnvart stefnendum þá leiði af því að viðurkenna beri jafnframt bótaskyld u Vátryggingafélags Íslands gagnvart stefnendum hvorum um sig vegna tjóns þeirra af völdum bótaskyldrar háttsemi stefnda G.S. múrverks líkt og stefnendur krefjist. Byggist sú krafa stefnenda á ákvæðum fyrrgreindra vátryggingarskilmála og vátryggingar samni ngs stefndu og almennum reglum laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Tekið sé fram að þótt dómkröfur stefnenda um viðurkenningu á bótaábyrgð stefnda Vátryggingafélgsins sem vátryggjanda séu byggðar á þeirri röksemd að stefndi G.S. múrverk sé bótaskyldu r gagnvart stefnendum á grundvelli reglna skaðabótaréttar, hafi stefnendur allt að einu lögvarða hagsmuni af því að gera jafnframt sjálfstæðar dómkröfur um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda G.S. múrverks, samhliða kröfum um viðurkenningu á ábyrgð stefnda Vátryggingafélagsins, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Fjártjón stefnenda hafi orsakast af því að vegna handvammar stefnda G.S. múrverks hafi flot runnið inn í frárennslisgötin; annars vegar gat milli eignarhluta 01 - 10 og 01 - 04 o g yfir í eignarhluta 01 - 04 þar sem flotið hafi valdið tjóni á gólfi og veggjum og öðru sem það komst í snertingu við; hins vegar gat milli eignarhluta 01 - 10 og 01 - 0201 og ofan í niðurfall sem staðsett var í gatinu undir veggnum og þaðan ofan í lagnir Hlíða smára 8, sem hafi orðið til þess að lagnirnar hafi stíflast. Það hafi síðan leitt til þess að vatn og klóak hafi flætt upp úr niðurföllum annars staðar í húsinu, meðal annars öðrum eignarhlutum stefnanda Skjólgarðs ehf. í kjallaranum. Það hafi svo valdið s kemmdum á gólfi, veggjum, lausafjármunum og öðrum eignum. 8 Vegna tjónsatviksins og afleiðinga þess hafi stefnendur hvor um sig þurft að taka á sig umtalsverðan kostnað við að bæta úr afleiðingum atviksins. Meðal annars hafi verið farið í að brjóta upp gólf og veggi í eignarhlutum í kjallaranum, hreinsa og gera við lagnir, og mála gólf og veggi, allt með tilheyrandi kostnaði og tjóni fyrir stefnendur. Hvað varði stefnanda Skjólgarð hafi hann einnig þurft að taka á sig kostnað við að flytja muni úr geymslum me ðan á úrbótum hafi staðið. Þá hafi stefnandi Skjólgarður orðið fyrir missi leigutekna sökum þess að geymslurnar nýttust ekki til útleigu eftir að afleiðingar tjónsatviksins hafi komið fram og þar til úrbótum hafi verið lokið. Rekstur Hafsins hafi stöðvast í 4 - 6 daga vegna vatnstjóns í kjölfar tjónsatburðarins. Þar sem mál þetta sé höfðað sem viðurkenningarmál samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þurfi ekki að taka afstöðu til umfangs fjártjóns stefnenda í máli þessu, heldur nægi ti l viðurkenningar á bótaskyldu hvors stefndu, gagnvart hvorum stefnanda um sig, að stefnendur leiði líkur að því að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni, sem rekja megi til bótaskyldrar háttsemi stefnda G.S. múrverks, sem stefndi Vátryggingafélag Íslands hf. ber i ábyrgð á sem vátryggjandi hans. Með framlögðum gögnum og málatilbúnaði sínum að öðru leyti telji stefnendur sig hafa fullnægt þeim áskilnaði. Stefnandi Skjólgarður ehf. kveðst hafa orðið fyrir tjóni samtals að fjárhæð 3.439.080 krónur sem er sundurliðað og rökstutt í stefnu málsins. Fjártjón stefnanda Hafsins - fiskverslunar vegna bótaskyldrar háttsemi stefnda G.S. múrverks, sem stefndu beri ábyrgð á, sé samtals 3.274.256 krónur sem er bæði sundurliðað og rökstutt í stefnu málsins. Stefnendur kveða viðurk enningarkröfur hvors um sig ekki takmarkaðar við þá tjónsliði sem sérstaklega séu tilgreindir í stefnu, heldur nái kröfugerð stefnenda til hvers kyns tjóns stefnenda sem rakið verði til umrædds tjónsatviks, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Að því marki sem stefnendur, annar eða báðir, verði eða hafi orðið fyrir frekara tjóni en að framan greini, sem rakið verði til tjónsatviksins, þá rúmist slíkt tjón innan kröfugerðar stefnenda á hendur stefndu í máli þessu. Stefnendur höfða máli ð í félagi á hendur stefndu á grundvelli 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 27. gr. sömu laga, enda sé dómkröfur stefnenda hvors um sig, á hendur hvorum stefnda um sig, í öllum tilvikum að rekja til sama atviks og aðstöðu í skilningi fyrrgreindra ákvæða laga nr. 91/1991. Hvað lagarök varðar vísa stefnendur til almennra reglna skaðabótaréttar um skaðabætur utan samninga, þar með talið reglna um sérfræðiábyrgð. Þá er vísað til reglna vátryggingarréttar og laga nr. 30/2004 um v átryggingarsamninga. Um samlagsaðild vísast til 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 27. gr. sömu laga, um kröfusamlag. Um varnarþing er vísað til 1. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 42. gr. laganna, sbr. og 41. gr . sömu laga. Um viðurkenningarkröfur er vísað til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. III Málsástæður og lagarök stefndu Aðalkrafa stefndu sé að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnenda, enda sé ósannað að meint tjón hafi komið til af atvikum sem stefndi G.S. múrverk ehf. eða starfsmenn hans beri skaðabótaábyrgð á með þeim hætti sem stefnendur halda fram og byggja kröfur sína r á. Um sé að ræða atvik sem eingöngu verði rakið til óhappatilviks sem engum verði gert að bera ábyrgð á að lögum og/eða til aðgæsluleysis stefnenda sjálfra. Eins og segi í stefnu byggi stefnendur dómkröfur sínar á hendur G.S. múrverki á almennum reglum s kaðabótaréttar. Af þeim sökum gildi almennar sönnunarreglur skaðabótaréttar í þessu máli. Af þeim reglum leiði að sönnunarbyrðin um að meint tjón stefnenda sé að rekja til atvika sem stefndu beri að lögum skaðabótaábyrgð á hvíli á þeim. Þá hafi stefnendur einnig sönnunarbyrðina fyrir því að hafa orðið fyrir tjóni og umfangi þess. Sé ekkert tilefni til þess að víkja frá þessum reglum við úrlausn málsins. Stefnendur byggi á því að beita eigi ströngu sakarmati í þessu máli vegna þess að G.S. múrverk teljist sé rfræðingur í skilningi skaðabótaréttar. Þessu mótmæli stefndu, enda verði ekki ráðið af lögum og dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands að reglur skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð taki almennt til iðnaðarmanna. Sérfræðiábyrgð eigi við um einstakar starfsstéttir sem hafi atvinnu af því að bjóða fram og selja sérfræðiþekkingu sína. Slíkt eigi ekki við í málinu þar sem venjuleg iðnaðarmannastörf feli hvorki í sér sérfræðirágjöf eða sérfræðilega þjónustu í skilningi skaðabótaréttar. Af þeim sökum séu ekki skilyrði 9 t il að beita ströngu sakarmati og verði meint sakarábyrgð stefnda G.S. múrverks því ekki byggð á því að reglur um sérfræðiábyrgð eigi við. Því verði að beita almennum sönnunarreglum við úrlausn málsins. Stefndu kveðast byggja á því að stefnendur hafi ekki sannað að rekja megi meint tjón þeirra til saknæmrar vanrækslu stefnda G.S. múrverks ehf. eða starfsmanna hans. Af þeim sökum komi ekki til álita að stefnendur eigi bótarétt í málinu. Byggt sé á því að flot sem starfsmenn G.S. múrverks hafi sett á gólf í e ignarhluta 00 - 10 hafi lekið inn um frárennslisgöt undir vegg milli annars vegar eignarhluta 00 - 10 og 00 - 04 og hins vegar milli eignarhluta 00 - 10 og 00 - 01 og ofan í niðurfall sem staðsett hafi verið undir vegg sem skilur að þessa síðastgreindu eignarhluta m eð þeim afleiðingum að lagnir eignarinnar stífluðust. Fyrir frárennslisgötunum hafi verið ristar sem hafi skorið sig úr frá öðrum hlutum veggsins. Þau hafi því blasað við hverjum sem átti leið um eignarhluta 00 - 10. Sök stefnda G.S. múrverks sé í því fólgin að hafa ekki gert neinar ráðstafanir til að fyrirbyggja að flot gæti runnið í frárennslisgötin með þeim afleiðingum sem nánar sé lýst í stefnu. Því sé mótmælt sem röngu og ósönnuðu. Í fyrsta lagi hafi engin gögn verið lögð fram sem sanni að frárennslisgöt in og/eða frárennslisristar hafi verið til staðar og verið sýnilegar á vegg í eignarhluta 00 - 10 þegar verkið hafi hafist. Hvorki ljósmyndir né teikningar liggi fyrir í málinu sem sýni frárennslisgöt og/eða frárennslisristar. Í ljósi þess að sönnunarbyrðin hvíli á stefnendum samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar og þar sem það standi þeim sem eiganda og leigutaka eignarhluta 00 - 10 nær að sanna að svona frárennslisgöt með frárennslisristum hafi verið á veggnum og öllum sýnileg þegar verkið hafi hafist verð i að túlka allan vafa þeim í óhag. Í öðru lagi séu ljósmyndir úr eignarhluta 00 - 04 engin sönnun fyrir því hvernig veggurinn hafi verið úr garði gerður í eignarhluta 00 - 10. Liggi ekkert fyrir í málinu um að sú frárennslisrist sem sjáist á ljósmyndum hafi ve rið hinum megin við vegginn. Ljósmyndirnar sanni því ekki að eins frárennslisristar og/eða frárennslisgöt hafi verið á veggnum í eignarhluta 00 - 10. Í þriðja lagi verði ekki ráðið af ljósmyndum úr eignarhluta 00 - 01 að frárennslisgat og/eða frárennslisrist h afi verið á veggnum í þeim eignarhluta. Ljósmyndirnar sanni því ekki heldur að einhverjar frárennslisristar og/eða frárennslisgöt hafi verið sýnilegar á veggnum í eignarhluta 00 - 10. Í fjórða lagi sé umræddur veggur milli rýmanna eldvarnarveggur eins og mer kingin El60 á teikningu beri með sér. Í byggingarreglugerð nr. 112/2012 sé eldvarnarveggur skilgreindur sem veggur sem ætlaður sé til varnar því að eldur breiðist út frá þeim stað sem er að brenna án inngrips frá slökkviliði. Það gefi því auga leið að á sl íkum vegg sé óheimilt að hafa gat opið í gegnum vegginn þar sem slíkt skerði brunamótstöðu veggjarins. Samkvæmt því verði að ganga út frá því að frárennslisgöt hafi ekki verið báðum megin á veggnum þannig að op sé í gegnum vegginn á milli rýmanna, það er a nnars vegar milli rýmanna 00 - 10 og 00 - 01 og hins vegar milli rýmanna 00 - 10 og 00 - 04. Í fimmta lagi hafi starfsmenn stefnda G.S. múrverks, sem hafi unnið verkið, staðfest að engin frárennslisgöt og/eða frárennslisristar hafi verið sjáanlegt á veggnum í eign arhluta 00 - 10 þegar verkið hafi hafist. Þvert á móti hafi ekki verið nein merki á veggnum um að á honum væru frárennslisristar og/eða frárennslisgöt. Stefndu byggi á því að starfsmenn G.S. múrverks hafi framkvæmt verkið á venjulegan og eðlilegan hátt og hafi þar af leiðandi sýnt þá aðgæslu og vandvirkni sem almennt má ætlast til af iðnaðarmönnum sem vinna við að flota gólf. Verkið hafi verið framkvæmt eins og öll önnur flotverk sem stefndi G.S. múrverk hafi tekið að sér fyrir og eftir þetta verk. Þeir ha fi byrjað á því að ráðfæra sig við pípulagningarmann á vegum stefnanda Hafsins - fiskverslunar sem hafi lagt rör í gólfið sem hafi átt að flota yfir og fengið hjá honum upplýsingar um hvar niðurföll væru. Þeir hafi lokað öllum sýnilegum niðurföllum sem upp lýst hafi verið um á venjulegan hátt áður en verkið hafi hafist. Samkvæmt grein 14.6.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 skuli gólfniðurföll vera staðsett þannig að auðvelt sé að komast að þeim til hreinsunar. Það gefi því auga leið að gólfniðurföll megi e kki vera undir vegg. Af þeim sökum hafi stefndi G.S. múrverk mátt gera ráð fyrir að ekkert niðurfall væri undir veggnum milli rýmanna. Hvorki pípulagningarmaðurinn né stefnandi Hafið - fiskverslun hafi bent þeim á að niðurfall væri falið undir veggnum. 10 E kki sé venja að afla neinna sérstakra upplýsinga um hvort niðurföll leynast undir eldvarnarveggjum, enda sé slíkt ólöglegt og því alls ekki neitt sem búast megi við. Þannig sé það ekki venja að afla lagnateikninga af viðkomandi húsi áður en verk sé hafið. Í þessu tilviki hafi reyndar komið á daginn eftir að tjónið hafi átt sér stað að lagnateikningar fyrir Hlíðasmára 8 séu ekki fyrir hendi hjá byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar. Rétt sé að benda á í þessu sambandi að í bréfi stefnanda Skjólgarðs 23. mars 2018 komi fram að hann hafi kynnt fyrir meðstefnanda Hafinu - fiskverslun hvar niðurföll í rýminu séu staðsett. Sé það rétt hafi Hafinu - fiskverslun verið kunnugt um að ólöglegt opið niðurfall væri falið undir vegg og því ekki sjáanlegt. Miðað við það liggi fy rir í málinu að báðir stefnendur hafi vitað eða mátt vita að ólöglegt opið niðurfall hafi verið staðsett undir veggnum. Það hafi því staðið þeim nær að upplýsa stefnda G.S. múrverk um þetta við upphaf verksins, sem þeir gerðu ekki. Auk þess sé rétt að bend a á að flot harðnar á sex til átta klukkustundum. Af þeim sökum hafi skaðinn verið skeður þegar starfsmaður G.S. múrverks hafi komið daginn eftir og bætt floti við þar sem sigið hafði. Verði fallist á framangreindar málsástæður stefndu sé ljóst að ekki ge ti komið til bótaábyrgðar stefnda Vátryggingafélags Íslands þar sem skilyrði greiðsluskyldu úr ábyrgðartryggingu G.S. múrverks hjá félaginu séu ekki fyrir hendi. Að öllu þessu virtu telji stefndu að sýkna beri þá af öllum kröfum stefnenda. Verði ekki fall ist á sýknukröfu stefndu krefjist þeir til vara að sök verði skipt og að bótaréttur verði aðeins viðurkenndur í hlutfalli við þá sakarskiptingu. Í ljósi þess að stefnendur hafi vitað að ólögleg opin niðurföll hafi verið undir veggnum og þar af leiðandi ek ki sjáanleg hafi þeim borið að upplýsa G.S. múrverk um það áður en þeir hafi hafið verkið. Þá verði stefnendur að bera hallann af því að veggurinn og niðurfallið hafi ekki verið í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Af þeim sökum verði ekki komis t hjá því að skipta sök og láta stefnendur bera stærstan hluta af tjóninu sjálfir. Eigi framangreind sjónarmið sem lýst sé hér að framan í aðalkröfu stefndu við um varakröfuna, eftir því sem við eigi. Þá beri að takmarka viðurkenningakröfur stefnenda við r aunverulegt tjón þeirra. Engar upplýsingar liggi fyrir um að sá kostnaður sem lýst sé í stefnu og þar með meint fjártjón stefnenda stafi af framangreindri meintri saknæmri háttsemi stefnda G.S. múrverks og sé raunverulegt tjón þeirra. Í því sambandi bendi stefndu á að þeim hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmuna sinna áður en eða meðan á viðgerð hafi staðið. Auk þess liggi ekki fyrir í málinu mat óvilhalls matsmanns á tjóninu, þar með talið á orsökum þess og umfangi, en stefnendum hafi verið í lófa lagið að afla slíks mats. Á þessu verði stefnendur að bera hallann, enda hvíli sönnunarbyrðin á þeim. Þá sé ósannað að stefnendur hafi takmarkað tjón sitt í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar og að tillit hafi verið tekið til þeirrar meginreg lu skaðabótaréttar að tjónþola verði ekki gert að bæta nýtt fyrir gamalt. Jafnframt sé ljóst að ekki sé hægt að viðurkenna rétt stefnenda til vátryggingarbóta úr ábyrgðartryggingu stefnda G.S. múrverks hjá stefnda Vátryggingafélagi Íslands umfram það sem mælt sé fyrir um í þeim vátryggingar - skilmálum sem gildi um trygginguna. Samkvæmt grein 4.1 í skilmálunum bæti þessi vátrygging aðeins beint tjón. Þannig geti aldrei komið til þess að óbeint og afleitt tjón sé bætt úr þessari tryggingu. Af þeim sökum verði alltaf að takmarka viðurkenningarkröfur stefnenda úr nefndri tryggingu við raunverulegt beint tjón stefnenda. Stefndu vísa til almennra reglna skaðabóta - og vátryggingarréttar, laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og laga nr. 91/1991 um meðferð einkam ála. IV Niðurstaða Mál þetta er sprottið af tjóni sem stefnendur telja sig hafa orðið fyrir vegna flotunar á gólfi í kjallara hússins að Hlíðasmára 8 í Kópavogi, en stefnendur segja að flotmúr hafi flætt gegnum frárennslisgöt sem hafi verið staðsett undi r vegg milli tiltekinna eignarhluta í kjallara hússins. Krefjast stefnendur þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu, G.S. múrverks ehf. og Vátryggingafélags Íslands hf., vegna tjóns sem sé afleiðing af ætlaðri bótaskyldri háttsemi G.S. múrverks e hf. eins og lýst er nánar í dómskröfukafla stefnunnar. Viðurkenningarkrafa stefnenda er reist á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Er krafa stefnenda, hvors um sig, á hendur stefnda G.S. 11 múrverki ehf. reist á almennum reglum um skaðabæt ur utan samninga, það er á almennu sakarreglunni og enn fremur á reglunni um vinnuveitendaábyrgð að því leyti sem tjón stefnenda er að rekja til bótaskyldrar starfsemi þeirra sem önnuðust verkið af hálfu stefnda G.S. múrverks ehf. Þá eru kröfur stefnenda á hendur stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna ætlaðrar bótaábyrgðar G.S. múrverks ehf. byggðar á ábyrgðartryggingu G.S. múrverks ehf. hjá Vátryggingafélaginu. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu nr. E - 1085/2018, uppkveðnum 12. apríl 2019, voru Skjólgarður ehf., G.S. múrverk ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf. sýknuð af kröfu Húsfélagsins Hlíðasmára 8 um skaðbætur út af sama tjónsatviki. Í málinu krafðist st efnandi þess að stefndu yrðu dæmd in solidum til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 6.696.231 króna auk dráttarvaxta og var ætluð bótaskylda stefnda G.S. múrverks ehf. byggð á almennu skaðabótareglunni. Þegar stefndi hafi flotað gólfið hafi honum mátt vera ljós t að gera þyrfti ráðstafanir vegna niðurfalls í gólfinu sem hafi verið stórt og áberandi og hafi ekki getað farið fram hjá starfsmönnum G.S. múrverks ehf. áður en flotunin hófst. Þá var enn fremur vísað til þess að stefndi gefi sig út fyrir að vera sérfræð ingur á sviði flotunar gólfa og beri ábyrgð á verki starfsmanna sinna en samkvæmt reglum skaðabótaréttar beri stefndi ábyrgð á skaðaverkum starfsmanna sinna. Krafa húsfélagsins um skaðabætur úr ábyrgðartryggingu G.S. múrverks ehf. hjá Vátryggingafélagi Ísl ands hf. var byggð á því að G.S. múrverk ehf. hafi tekið að sér að flota gólfið og taldi húsfélagið að tjónið væri að rekja til ógætilegra vinnubragða vátryggðs. Byggist niðurstaða dómsins um sýknu stefndu á því að stefndu hafi ekki sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við flotun gólfsins, eða þess sama verks og stefnendur í máli því sem hér er til úrlausnar stefna út af. Í 1. og 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirr a sem koma að lögum í þeirra stað um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Þá segir að krafa sem hefur verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól. Nýju máli um slíka kröfu skal vísa frá dómi. Í því máli sem til úr lausnar er gera stefnendur aðra atlögu að því að fá dóm um skaðabótaskyldu stefndu vegna tjóns af völdum ætlaðrar saknæmrar háttsemi stefnda G.S. múrverks ehf. við flotun á gólfi í kjallara að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Reisa stefnendur kröfu um viðurkenning u á bótaskyldu stefnda Vátryggingafélags Íslands á ætlaðri saknæmri háttsemi starfsmanna G.S. múrverks ehf. sem vátryggingartaka. Í forsendum héraðsdóms fyrir sýknu stefndu í fyrrnefndu máli nr. E - 1085/2018 segir að ósannað teljist að niðurfall það sem um ræðir hafi verið stórt og áberandi og náð út fyrir vegg í rými númer 00 - 10. Einnig að ósannað sé að starfsmenn stefnda G.S. múrverks ehf. hafi vitað hvernig aðstæðum við niðurföll t sé að flot lak með einhverjum hætti ofan í frárennslislagnir hússins, er ósannað að stefndi hafi mátt vita um niðurfallið inni í milliveggnum, og ósannað er að stefndi hafi að öðru leyti staðið óforsvaranlega að verkinu. Eins og mál þetta liggur fyrir er ósannað um saknæma og ólögmæta háttsemi starfsmanna stefnda G.S. múrverks ehf. Með vísan til þess verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda í þessu máli. Leiðir sú sýkna jafnframt til þess að sýkna beri tryggingafélag stefnda, Vátryggingafélag Íslands h Meðal skilyrða til að höfða viðurkenningarmál samkvæmt heimild 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er að sóknaraðili hafi lögvarða hagsmuni af því að skorðið sé úr um tilvist eða efni réttinda. Með vísan til þess að þegar hefur verið dæmt um ætlaða skaðabótaskyldu stefndu í málinu út af sama tjónstilviki og um ræðir í máli þessu skortir stefnendur lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr viðurkenningarkröfum sínum fyrir dómi á grundvelli ákvæðisins. Dómur Héraðsdóms Reykjaness í málinu nr. E - 1085/2018 hefur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem þar er fjallað um, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Að mati dómsins er málshöfðun stefnenda í máli því sem er til úrlausnar í andstöðu við 2. mgr. 25. gr. og 1. og 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 og verður málinu því vísað frá dómi. Samkvæmt þeirri niðurstöðu og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnendum gert að greiða stefndu málskostnað eins og greinir í úrskurðarorði . Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. 12 Ú r s k u r ð a r o r ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnendur, Skjólgarður ehf. og Hafið - fiskverslun ehf., greiði stefndu, G.S. múrverki ehf. og Vátryggingafélagi Íslands hf., óskipt 450.000 krónur í málskostnað til hvors þeirra.