LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 3. desember 20 18 . Mál nr. 841/2018 : Diana P . Rostan Viurrarena (sjálf) og Benedikt G . Stefánsson (sjálfur) gegn Íslandsbanka hf . ( enginn ) Lykilorð Kærumál. Frávísunarúrskurður staðfestur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem máli B og D gegn Í var vísað frá dómi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björg vinsson, Ingveldur Einarsdóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. nóvember 2018 , en kærumálsgögn bárust réttinum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. október 2018 í málinu nr. E - /2018 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísa ð frá héraðs dómi. Kæruheimild er í j - lið 1 . mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið. 3 Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 25. október 2018 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 11. október sl., var höfðað 15. maí 2018, af Benedikt G. Stefánssyni og Diana P. Rostan Viurrarena, báðum til heimilis að Miklubraut 90 í Reykjavík, gegn Íslandsbanka hf., Hagasmára 3 í Kópavogi. Í stefnu segir einnig að stefnt sé Ergo fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík, en þar er um að ræða deild innan lögaðilans Íslandsbanka hf. og verður því að líta svo á að málsóknin beinist einfaldlega gegn Íslandsbanka hf. Í þessum þætti málsins er til úrlausnar krafa stefnda um frávísun málsins. Af hálfu stefnenda eru endanlegar dómkröfur í efnisþætti málsins í fyrsta lagi þær að ógilt verði uppboðsbe iðandi að Miklubraut 90, miðhæð 203 - veðhafi, og vegna þess Íslandsbanki er ekki vask skyld starfsemi og hafði ekki leyfi frá fjármálaeftirlitinu, þar sem hann gat ekki komið inn í samning í staðinn gr. c, 2014 í máli nr. E - 606779 - t málskostnaðar. Í þessum þætti málsins krefst stefndi frávísunar og málskostnaðar. Stefnendur krefjast þess að kröfu um frávísun verði hafnað. Í þinghaldi 11. október sl. fór fram munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna. Að málflutningi loknum va r málið tekið til úrskurðar. I Kröfu sína um frávísun byggir stefndi aðallega á því að málatilbúnaður stefnenda uppfylli alls ekki áskilnað stafliða d og e í 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé vísað til laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, einkum XIV. kafla, sem hafi að geyma réttarfarsúrræði þess sem vilji leita dóms um gildi nauðungarsölu, en reglur þessar og tímafresti hunsi stefnendur. Dómkröfur stefnenda séu ódómtækar og þannig úr garði gerðar að illmögulegt sé að taka t il varna. Þá séu aðrir aðilar uppboðsins, þar með talið uppboðskaupandinn, sem fengið hafi kvaðalaust afsal fyrir eigninni, ekki aðilar að málinu. II Stefnendur mótmæla frávísunarkröfu stefnda og byggja á því að málið sé sett fram á nægilega skýran hátt til að á það verði lagður dómur. Einkum vísa þau til þess að 73. gr. laga nr. 90/1991 heimili málshöfðun þessa. III Fyrri kröfuliður stefnenda varðar ógildingu uppboðs og tengdra aðgerða varðandi Miklubraut 90, miðhæð 203 - 0616. Stefnendur haf a áður höfðað mál gegn stefnda um efnislega samhljóða kröfu. Var því máli vísað frá dómi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 9. nóvember 2017 í máli nr. E - 1591/2017. Byggðist úrskurðurinn á þeirri forsendu að heimild til að bera gildi nauðungarsölu und ir dóm væri að finna í 80. gr. laga nr. 90/1991. Samkvæmt því ákvæði skyldi beina kröfu um úrlausn um gildi sölunnar til héraðsdómara innan fjögurra vikna frá því að tilboði hefur verið tekið. Í stað þess að senda héraðsdómi slíka kröfu hefðu stefnendur ge fið út stefnu og látið birta eftir reglum laga nr. 91/1991. Ekki væri hægt að líta svo á að framlagning stefnunnar og skjala málsins á reglulegu dómþingi gæti verið krafa um úrlausn í skilningi 80. gr. laga nr. 90/1991. Stefnendur hefðu því höfðað mál um k röfu, sem ekki yrði borin undir dóm í almennu einkamáli. Þegar af þeirri ástæðu var umræddu máli vísað frá dómi. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann með vísan til forsendna hans með dómi réttarins frá 12. desember 2017 í máli nr. 734 /2017. 3 Að mati dómsins eiga öll framangreind rök við um fyrri kröfulið stefnenda í máli þessu auk þess sem ekki er hald í málatilbúnaði stefnenda um að málsókn þessi styðjist við heimild í 73. gr. laga nr. 90/1991. Verður þessum kröfulið því vísað frá dóm i. Hvað varðar síðari kröfulið stefnenda þá er hann með öllu óskiljanlegur og því ódómtækur, sbr. d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Ber því jafnframt að vísa honum frá dómi. Að öllu framangreindu virtu ber að vísa máli þessu frá dómi. Með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verða stefnendur úrskurðaðir sameiginlega til að greiða stefnda 50.000 kr. í málskostnað. Stefnendur fluttu mál sitt sjálfir. Af hálfu stefnda flutti málið Arndís Sveinbjörnsdóttir lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsd ómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnendur, Benedikt G. Stefánsson og Diana P. Rostan Viurrarena, greiði sameiginlega stefnda, Íslandsbanka hf., 50.000 krónur í málskostnað.