LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 576/2019 : Sigurður Magnússon ( Sigurður Jónsson lögmaður ) gegn Landsbankanum hf. ( Bjarni Þór Óskarsson lögmaður) og gagnsök Lykilorð Yfirdráttarheimild. Lánssamningur. Skuldamál. Tómlæti. Fyrning. Vextir. Sönnun. Útdráttur L hf. krafði S um greiðslu skuldar vegna yfirdráttar á tékkareikningi. S hélt því meðal annars fram að hann hefði hvorki stofnað umræddan tékkareikning né stofnað t il yfirdráttar á honum, heldur hefði eiginkona hans gert það án nokkurrar heimildar. Í dómi Landsréttar var rakið að ekki hefði verið fortakslaust skilyrði að gerður væri skriflegur samningur til stofnunar yfirdráttarláns eins og um ræddi í málinu. Þá var tekið fram að andvirði yfirdráttarlánsins hefði gengið til atvinnurekstrar og heimilishalds S, honum hefði verið kunnugt um að fyrir hendi væri lán hjá L hf. og tugir tilkynninga um stöðu reiknings hefðu verið send a r á lögheimili S án nokkurra athugasemda af hans hálfu. Var því talið að S stæði í skuld við L hf. sem yfirdrættinum næmi. Þá var því hafnað að krafa L hf. væri fallin niður fyrir fyrningu eða vegna tómlætis L hf., eða að L hf. hefði fyrirgert rétti sínum með því að leggja ekki fram gögn og upplýsingar um yfirdráttarskuld S í tengslum við lögreglurannsókn á tilteknum fölsunarbrotum. Var S því dæmdur til að greiða L hf. höfuðstól kröfunnar með dráttarvöxtum frá nánar tilgreindu tímamarki, en kröfu L hf. um y firdráttarvexti var hafnað. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Ragnheiður Bragadóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 31. júlí 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 5. júlí 2019 í málinu nr. E - 252/2016 . 2 Aðaláfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum gagnáfrýjanda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 2 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 10. september 2019. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en að aðaláfrýjanda verði gert að greiða gagnáfrýjanda 14,5% yfirdráttarvexti af 7.589.900 krónum frá 5. október 2012 til 26. ágús t 2016. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Líkt og rakið er í hinum áfrýjaða dómi var ekki fortakslaust skilyrði að gerður væri skriflegur samningur til stofnunar yfirdráttarláns eins og um ræðir í máli þessu. Eins og þar er nánar lýst gekk andvirði yfirdráttarins til atvinnurekstrar og heimilishalds aðaláfrýjanda og honum var kunnugt um að fyrir hendi væri lán hjá gagnáfrýjanda þótt hann hafi borið fyrir sig að hafa álitið það lægra og ekki kunnað skil á reikningsnúmerinu. Þá fékk hann senda tugi tilkynninga um stöðu reikningsins og yfirdráttinn á lögheimili sitt án þess að fram kæmu nokkrar athugasemdir af hans hálfu. Samkvæmt framangreindu er staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að aðaláfrýjandi standi í skuld við gagnáfrýjan da sem yfirdrættinum nemur og geta atvik að öðru leyti ekki skipt máli í því sambandi. Þá verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um aðrar málsástæður aðaláfrýjanda og kröfu gagnáfrýjanda um yfirdráttarvexti staðfest með vísan til forsendna. 5 Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 5. júlí 2020 Mál þetta, sem tekið var til dóms að l okinni framhaldsaðalmeðferð þann 3. júní 2019, var höfðað með stefnu birtri þann 29. september 2016 og þingfest þann 5. október sama ár. Stefnandi er Landsbankinn hf., kt. 471008 - 0280, Austurstræti 11, Reykjavík vegna Landsbankans hf., Þorlákshöfn, Selvo gsbraut 4, Þorlákshöfn. Stefndi er Sigurður Magnússon, kt. 091155 - 2499, Setbergi 15, Þorlákshöfn. Dómkröfur stefnanda eru að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 7.589.900 krónur, ásamt 14,5% yfirdráttarvöxtum frá lokunardegi re iknings þann 5. október 2012 til 26. ágúst 2016 og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 7.589.900 krónum frá 26. ágúst 2016 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins, en málskostnaðarreikningur verði lagður f ram við aðalflutning málsins ef til kemur. Auk þess er krafist virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru aðallega að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati dómsins eða samkvæ mt framlögðum málskostnaðarreikningi. Til vara er þess krafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. 3 Rétt þykir að gera grein fyrir meðferð málsins fyrir dómi. Dómari tók við meðferð máls þessa í lok nóvembermánaðar 2016. Í þinghaldi 15. mars 2017 lagði stefndi fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns og 18. maí sama ár lagði stefnandi fram bókun og mótmælti dómkvaðningunni. Munnlegur málflutningur um kröfu stefnda fór fram 26. sama mánaðar og var krafan samþykkt með úrskurði dómsins uppkveðnum þ ann 16. júní 2017. Í þinghaldi 23. sama mánaðar var Lúðvík Emil Kaaber lögfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi dómkvaddur sem matsmaður í máli þessu. Upplýst var af hálfu stefnda í þinghaldi í byrjun janúar 2018 að gögn hafi ekki verið send hinum dómkvadda matsmanni fyrr en 16. þess mánaðar. Matsgerð, dags. 22. október 2018 var lögð fram í þinghaldi 20. mars sl., og tími aðalmeðferðar þá ákveðinn. Málavextir Aðila greinir á um málavexti. Í stefnu er málavöxtum lýst á þann veg að stefndi hafi verið með reikning nr. 301 frá árinu 2003, upphaflega við Landsbanka Íslands hf., nú Landsbankann hf. Hafi stefnda verið veitt heimild til að draga á reikninginn gegn grei ðslu vaxta og kostnaðar samkvæmt framlögðum skilmálum og vaxtatöflum stefnanda. Heimild stefnda hafi runnið út og hafi reikningnum af þeim sökum verið lokað þann 1. desember 2012. Þá hafi skuldin numið 7.589.900 krónum, sem sé stefnufjárhæð. Stefnda hafi v erið sent innheimtubréf þann 26. júlí 2016 en skuld þessi hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og því nauðsynlegt að höfða mál þetta. Í greinargerð stefnda kemur m.a. fram að stefndi hafi hvorki stofnað umræddan reikning né stofnað til yfirdráttar á honum. Reikningurinn sé honum því óviðkomandi með öllu. Í maí 2008 hafi komið í ljós að eiginkona stefnda, sem hafi haldið utan um peningamálin, hafi falsað undirskrift stefnda á veðskuldabréf og fyrir hennar tilstilli hafi stefndi staðið í rangri trú um fjárhagsstöðu sína, m.a. þau atriði sem mál þetta varðar. Þá hafi eiginkonan komið undan gögnum sem borist hafi á heimili þeirra með pósti. Matsgerð dómkvadds matsmanns Í matsgerð er gerð grein fyrir því að athugun í máli þessu hafi farið fram í fundarsal Landsbankans Í tilefni spurningar nr. 1 sept. 2004 og 17. okt. 2016, sem Katrín Guðnadóttir var í máli nr. S - 386/2013 dæmd hinn 13. nóvember 2013 fyrir að hafa falsað, og hins vegar á óvefengdu ritahandarsýni frá Sigurði Ma gnússyni á dskj. 4/11 - 2 og 4/11 - 3 í því máli Samkvæmt matsbeiðni stefnda var í fyrsta lagi spurt hvort nafnritun matsbeiðanda á umsókn um tékkareikning og debetkort, dags. 28. febrúar 2003, sbr. dskj. nr. 13, hafi verið fölsuð. Hinn dómkvaddi matsmaður Niðurstaða mín er sú að Sigurður Magnússon héraðsdómsmáli. Það hafi einhver annar gert um framangreinda spurningu segir í matsgerð að hann hafi ritað hjá sér nokkra punkta þegar hann hafi framkvæmt athugun sína og tilgreinir matsmaður sjö atriði annars vegar um hina vefengdu nafnritun og hins vegar um hina þekktu nafnritun stefnda. Í tilef Í tilefni spurningar nr. 2 voru bornar saman falsaðar nafnritanir Sigurðar Magnússonar á áðurgreindum veðskuldabréfum og óvefengdar ritanir Katrínar á sínu eigin nafni og nafni Sigurðar Magnússonar á d skj. 4/10 - 1, 4/10 - 2 og 4/10 - 3 í málinu Samkvæmt matsbeiðni stefnda var í öðru lagi spurt hvort líklegt sé að eiginkona stefnda, Katrín Guðnadóttir, hafi ritað nafn stefnda á umsóknina. Hinn dómkvaddi matsmaður svaraði síðari matsspurningunni or Niðurstaða mín er sú, að ég get ekki svarað þeirri spurningu hvort Katrín Guðnadóttir hafi ritað nafn Sigurðar Magnússonar á dskj. nr. 13. framangreinda spurningu segir í matsgerð að mun auðveldara sé að segja til u m að vefengd skrift geti ekki verið verk þess sem hún sé kennd til, en að segja til um að hún sé verk tiltekins skrifara sem ekki beri hið 4 ritaða nafn. Vísar matsmaður til að við slíkar aðstæður hefði þurft að athuga þróun rithandar hins meinta skrifara um langan tíma og safna viðamiklum sýnum frá skriftarferlinu. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir mál sitt á því að stefndi hafi verið með reikning nr. 301 frá því árið 2003, upphaflega við Landsbanka Íslands hf., nú Landsbankann hf. St efnda hafi verið heimilt að draga á reikninginn, gegn greiðslu vaxta og kostnaðar, samkvæmt framlögðum skilmálum og vaxtatöflum stefnanda. Sú heimild hafi runnið út og hafi reikningnum verið lokað af þeim sökum þann 1. desember 2009, og skuldin þá numið 7 .589.900 krónur. Stefnda hafi verið sent innheimtubréf þann 26. júlí 2016. Krafist sé yfirdráttarvaxta frá lokun reiknings til þess dags þegar mánuður er liðinn frá dagsetningu innheimtubréfsins, en dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Hvað aðild Landsbankans hf., varðar kveður stefnandi að Fjármálaeftirlitið (FME), hafi með heimild í 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamar kaði o.fl., tekið þá ákvörðun að ráðstafa eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf., til Nýja Landsbanka Íslands hf. Ákvörðun FME um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf., kt. 540291 - 2259, til Nýja Landsbanka Íslands hf., kt. 471008 - 0280, (nú Lan dsbankinn hf., kt. 471008 - 0280) sé dagsett þann 9. október 2008. Stefnandi byggir kröfur sínar á reglum samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefnandi við lög um vexti og verðtr yggingu nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun er reist á lögum númer 50/1988. Stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og beri honum því nau ðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Varðandi varnarþing vísar stefnandi til 33. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að stefnandi hafi ekki lagt fram nokkur skilríki fyrir meintri skuld stefnda við stefnanda. Yfirlit úr viðskiptamannaskrá stefnanda geti ekki verið grundvöllur réttmætrar kröfu stefnanda á hendur stefnda. Um sé að ræða einhliða útprentun úr viðskiptabókhaldi stefnanda. Stefndi vísar til þess að hann haf i ekki undirritað nein skjöl um stofnun þessa reiknings og hvorki samþykkt að reikningurinn yrði stofnaður né með nokkrum hætti samþykkt að stofnað yrði til yfirdráttarskuldar sem mál þetta snúist um. Byggi stefndi á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hafa veitt stefnda yfirdráttarlán, ekki hafi verið gerður lánasamningur þeirra í milli og verði stefnandi að bera hallann af því ef hann hefur látið eiginkonu stefnda komast upp með að stofna slíkan reikning án nokkurrar heimildar. Forveri stefnanda haf i verið peningastofnun sem hafi verið sérfræðingur á sviði lánaviðskipta og hafi borið að afla ótvíræðs samþykkis stefnda fyrir því að hann yrði skuldbundinn bankanum áður en hann veitti stefnda yfirdráttarheimild að beiðni eiginkonu hans. Í öðru lagi byg gir stefndi sýknukröfu sína á fyrningu. Vísar stefndi til 3. gr. fyrningarlaga nr. 150/2007, sem tekið hafi gildi 1. janúar 2008, þar sem almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda séu fjögur ár. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að meint yfirdráttarskuld stefn da sé peningalán sem falli undir 1. málslið 2. mgr. 5. gr. fyrningarlaga. Vísar stefndi til þess að úttektir/millifærslur eiginkonu hans af reikningi á nafni stefnda þar sem stofnað hafi verið til skulda, hafi verið til fjármögnunar á kaupum með greiðslufr esti sambærilegt og verið hafi í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 376/2014. Þannig hljóti fyrningarfrestur að teljast frá þeim tíma sem síðasta færsla, önnur en eigin færsla stefnda innanhúss hjá stefnanda, hafi átt sér stað. Stefnandi hafi ekki lagt fram gög n um það hvernig færslum á reikningnum hafi verið háttað en í stefnu segi eingöngu að reikningnum hafi verið lokað þann 1. desember 2009 eða fyrir tæpum sjö árum síðan. Einnig byggir stefndi á því að höfuðstóll hinnar meintu skuldar hafi a.m.k. að hluta or ðið til í gildistíð eldri fyrningarlaga nr. 14/1905, og hafi fyrnst á fjórum árum samkvæmt 3. gr. áðurnefndra laga, en ekki sé um að ræða skuldabréf, dóm eða opinbera sátt, heldur yfirdráttarskuld á viðskiptareikningi. Stefnandi verði að þessu leyti að ber a hallann af því að hann hafi hvorki sýnt fram á það hvenær meint yfirdráttarheimild hafi 5 verið veitt né hvenær færslur af reikningnum hafi átt sér stað. Loks kunni að vera að skuld sú sem stefndi sé skrifaður fyrir hjá stefnanda kunni að vera tilkomin veg na kreditkortanotkunar eða annarra skulda sem stefnandi hafi skuldfært á reikninginn í því skyni að auka fyrningarfrest þeirra úr fjórum árum í tíu ár. Í þriðja lagi byggir stefndi á því að stefnandi hafi sýnt af sér gáleysi með því að leggja ekki fram gög n og halda upplýsingum leyndum. Þannig hafi stefnandi við lögreglurannsókn og síðan meðferð héraðsdómsmálsins nr. S - 386/2013 haldið hjá sér og ekki lagt fram fölsuð tryggingarbréf með veði í fasteigninni að Setbergi 14 þrátt fyrir að rannsóknin hafi beins t að fölsunarbrotum vegna skuldabréfa með veði í eigninni. Stefnandi og/eða forveri hans hafi jafnframt látið undir höfuð leggjast að greina frá meintri yfirdráttarskuld stefnda í bankanum við rannsókn málsins þrátt fyrir að fölsunarbréf þau sem rannsóknin hafi lotið að hafi gefið tilefni til athugunar á því hvort til þessarar skuldar hafi verið stofnað með eðlilegum hætti. Stefndi heldur því fram að það hljóti að hafa verið gert af ásetningi eða a.m.k. afleiðing stórkostlegs gáleysis af hálfu stefnanda að halda upplýsingum um þetta utan kærumálsins þrátt fyrir vitneskju um þessar meintu skuldbindingar sem hafi að öllum líkindum byggst á fölsunarbrotum með sama hætti og skuldabréfin og séu þannig ógildar. Í fjórða lagi byggir stefndi á tómlæti og vísar til þess að það geti ekki verið stefnanda í sjálfs vald sett hvenær hann lokar reikningi stefnda. Reikningurinn hafi staðið óhreyfður allt frá 1. desember 2009 án þess að stefnandi hafi gert nokkrar ráðstafanir um innheimtu meintrar yfirdráttarskuldar. Þá feli st tómlæti stefnanda jafnframt í því að bregðast ekkert við um innheimtu og rannsókn málsins á meðan rannsókn á skjalafalsbroti eiginkonu stefnda hafi farið fram en sú rannsókn hafi snúist um meintar skuldbindingar stefnda hjá stefnanda. Stefnandi verði að bera hallann af greindu aðgerðarleysi. Varakrafa stefnda sé á því byggð að þrátt fyrir að talið yrði að höfuðstóll meintrar kröfu stefnanda væri ófyrndur þá séu vextir og verðbætur, sem eru eldri en fjögurra ára, engu að síður fyrndar. Þannig gætu vextir fyrst reiknast eftir 1. október 2012. Um lagarök vísar stefndi til meginreglna samninga - og kröfuréttar, til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, til laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, laga um fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2 007 og eldri fyrningarlaga nr. 14/1905. Varðandi málskostnaðarkröfu vísar stefndi til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Forsendur og niðurstaða Við aðalmeðferð málsins gaf stefndi Sigurður Magnússon aðilaskýrslu. Einnig gáfu skýrslu vitnin Katrín Guðnadóttir, eiginkona stefnda, Ægir E. Hafberg, fyrrverandi útibússtjóri Landsbankans í Þorlákshöfn og hinni dómkvaddi matsmaður, Lúðvík Emil Kaaber, lögfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi. Verða skýrslur þeirra raktar eins og þörf krefur til úrlausnar m álsins. Vegna aðildar stefnanda vísast til þess að þann 9. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun, með heimild í 100. gr. a laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 125/2008, um að ráðstafa eignum og skuldum Landsbankans hf., til Nýja Landsbanka Ísla nds hf., nú Landsbankans hf., stefnanda í máli þessu. Óumdeilt er í máli þessu að þann 28. febrúar 2003 hafi verið stofnaður tékkareikningur nr. 301 í nafni stefnda hjá Landsbanka Íslands hf., útibúinu í Þorlákshöfn. Á umsóknareyðublaðinu er hakað við að tilgangur með notkun reikningsins hafi verið atvinnurekstur og einnig kemur þar fram að stefndi og eiginkona hans, vitnið Katrín Guðnadóttur, hafi haft heimild til að ávísa á reikninginn. Ýmis gögn hafa verið lögð fram í máli þessu sem tengjast notkun r eiknings nr. 301. Þar á meðal eru ljósrit af mánaðarlegum reikningsyfirlitum reikningsins, þ.e. frá stofnun hans þann 28. febrúar 2003 til og með 31. desember 2016. Reikningsyfirlitin eru stíluð á stefnda og vitnið Katrínu á heimili þeirra að Setbergi 14 í Þorlákshöfn. Samtals eru um að ræða 78 reikningsyfirlit vegna áranna 2003 til 2008 og sjö reikningsyfirlit vegna áranna 2010 til 2016. Í reikningsyfirlitunum koma m.a. fram fjárhæðir yfirdráttarheimilda á tilteknum tímabilum sem hafa verið breytilegar eft ir tímabilum. Þá liggja frammi í málinu tilkynningar um óheimilan yfirdrátt stílaðar á stefnda og vitnið Katrínu, á heimili þeirra að Setbergi 14 í Þorlákshöfn, nánar tiltekið ein tilkynning frá árinu 2003, fjórar frá árinu 2004, þrjár frá árinu 2006, þrjá r frá árinu 2008 og fjórar frá árinu 2009. Meðal gagna málsins er einnig dómur Héraðsdóms Suðurlands í málinu nr. S - 386/2013 og hluti rannsóknargagna málsins, en í því máli var eiginkona stefnda, vitnið 6 Katrín, m.a. sakfelld fyrir að falsa undirritun stefn da undir veðskuldabréf nr. 0150 - 74 - 500739, útgefið 17. október 2006, að fjárhæð 5.000.000 króna. Þá liggur frammi í málinu kaupsamningur stefnda og eiginkonu hans vegna sölu á Gissurarbúð 10, dags. 9. ágúst 2006, tryggingabréf að fjárhæð 14.000.000 króna m eð veði í Pálsbúð 9 og skuldabréf frá Íbúðalánasjóði með veði í Pálsbúð 9, dags. 9. september 2008, að fjárhæð 18.800.000 krónur. Óumdeilt er í máli þessu að á árunum 2003 til 2008 hafi aðalstarf stefnda verið byggingaframkvæmdir á eigin vegum. Kom fram í skýrslu stefnda fyrir dómi að hann hafi á árunum 2003 til 2008 byggt 63 eða 64 fermetra sumarhús, einbýlishúsið að Gissurarbúð 10, sem samkvæmt gögnum málsins var 207 fermetrar af stærð, og 228 eða 229 fermetra einbýlishús að Pálsbúð 9, en síðastnefndu hú sin eru í Þorlákshöfn. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á aðildarskorti. Stefndi hafi hvorki stofnað til þeirra reikningsviðskipta við stefnanda sem mál þetta fjallar um né hafi hann stofnað til yfirdráttarskuldar þeirrar sem stefnandi krefu r hann um í máli þessu. Þá hafi ekki verið gerður lánasamningur milli aðila. Loks vísar stefndi til þess að stefnandi hafi engin gögn lagt fram í málinu kröfu sinni til stuðnings. Í skýrslu stefnda fyrir dómi hafnaði hann því að hafa undirritað skjöl um s tofnun reiknings nr. 301 og taldi sennilegt að eiginkona hans, vitnið Katrín Guðnadóttir, hafi ritað nafn stefnda undir umsóknina. Vísaði stefndi í þessu sambandi til þess að vitnið Katrín hafi verið dæmd fyrir skjalfals, þ.e. fyrir að hafa falsað nafn ste fnda á veðskuldabréf. Kvað stefndi vitnið Katrínu hafa sé um öll fjármál heimilisins og vegna byggingaframkvæmda stefnda. Stefndi kvaðst hafa komist að framangreindu, þ.e. meintri fölsun, þann 6. maí 2008, er hann hafi, í kjölfar frétta um áhlaup á íslensk u bankana, farið í útibú Landsbankans og rætt við þáverandi útbússtjóra, vitnið Ægi E. Hafberg, um sparifé stefnda í bankanum. Hafi vitnið Ægir óskað eftir greiðslum inn á svokallaðan byggingarreikning og þá hafi komið í ljós að reikningurinn hafi verið ko og hefði átt að vera svona einhvers staðar 10,10,11 eins og stefndi orðaði það. Vitnið Katrín Guðnadóttir , eiginkona stefnda, staðfesti framangreint í skýrslu sinni fyrir dómi. Kvaðst vitnið hafa ritað nafn st efnda undir umsókn um tékkareikning nr. 301 án vitneskju stefnda og var á vitninu að skilja að hún hafi einnig stofnað til yfirdráttarskuldar á reikningnum án heimildar stefnda. Hafi reikningurinn bæði verið notaður til að standa straum af kostnaði við rek stur heimilis þeirra hjóna og til innkaupa vegna byggingaframkvæmda stefnda. Fyrir dómi kom fram hjá stefnda að hann hafi á árinu 2003 átt einn reikning í Landsbankanum, svokallaðan launareikning nr. 4796. Á þeim reikningi hafi ekki átt að vera yfirdrátt arheimild og kom fram hjá stefnda að gegnum þann reikning hafi ekkert byggingarefni farið, eins og stefndi orðaði það. Aðspurður kvaðst stefndi hafa vitað um að það væru lán í Landsbankanum, þ.e. á þessum byggingarreikningi, en honum hafi ekki verið kunnug t um númer þess reiknings. Vitnið Ægir E. Hafberg , fyrrverandi útibússtjóri í Landsbankanum í Þorlákshöfn, gaf skýrslu fyrir dómi. Staðfesti vitnið að vitnið Katrín hafi aðallega verið í samskiptum við bankann vegna fjármögnunar byggingaframkvæmda stefn da. Hins vegar hafi stefndi óskað eftir því að bankinn myndi aðstoða þau í byggingaframkvæmdunum, þ.e. meðan á byggingartíma húsanna stóð. Vísaði vitnið í þessu sambandi til þess að hafa rætt um þetta við stefnda í venjubundnum ferðum sínum um þorpið, þ.e. þegar vitnið hafi heimsótt viðskiptavini bankans á vinnustaði. Kom fram hjá vitninu að hann hafi stundum hitt stefnda í Gissurarbúð 10 meðan á byggingu hússins hafi staðið og þeir þá rætt um framkvæmdina og fjármögnun. Aðspurður kvað vitnið það alveg útil okað að stefndi hafi ekki vitað um tilvist reiknings nr. 301 og heimild sem á þeim reikningi hafi verið til yfirdráttar. Byggingaframkvæmdir stefnda hafi verið fjármagnaðar með yfirdrætti á byggingarreikningi nr. 301 og hafi hann hækkað og lækkað í samræmi við framgang bygginganna. Vitnið kvaðst hafa aðstoðað stefnda við skjalagerð við sölu fasteignarinnar Gissurarbúð 10 í ágúst 2006. Hafi hann verið viðstaddur undirritun kaupssamningsins og rætt við stefnda og vitnið Katrínu að undirritun lokinni um að m eð sölunni myndi yfirdráttur sem safnaðist hafði á reikninginn á byggingartíma hússins greiðast að fullu. Kvað vitnið yfirdráttinn á þeim tíma verið hafa verið um 21 milljónir en söluverð hússins rúmar 23 miljónir. Framangreint atvik sé honum minnistætt en da hafi þau öll verið mjög ánægð 7 með hvernig tekist hafði til með sölu hússins. Fram kom hjá vitninu að fljótlega eftir sölu Gissurarbúðar 10, hafi stefndi ráðist í byggingu Pálsbúðar 9 og bankinn þá aftur veitt stefnda heimild til yfirdráttar á byggingar tímanum en yfirdráttarheimild hafi lækkað eftir sölu Gissurarbúðar 10. Einnig hafi verið gengið frá nýju tryggingarbréfi með veði í Pálsbúð 9 og staðfesti vitnið að um hafi verið að ræða tryggingarbréf að fjárhæð 14.000.000 króna, útgefið 14. desember 2007 . Kvaðst vitnið minna að hafa farið með bréf í Pálsbúð 9 til stefnda og vitnisins Katrínar til undirritunar. Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 9. september 2010, í tengslum við rannsókn framangreinds sakamáls nr. S - 386/2013, var stefndi spurður hvort hann hafi veitt vitninu Katrínu umboð til að skuldbinda sig að einhverju leyti frá árinu 2000 - Segir hann eina umboð sem Katrín hafi haft, væri vegna þessa svokallaða byggingarreiknings, sem er trygging abréf vegna veðs í fasteignum að Pálsbúð 9 og Gissurarbúð 10 í Þorlákshöfn. Hámark á þeim reikningi hafi verið 14 milljónir. Katrín hljóti að hafa fengið aukaheimild fyrir þessum reikningi, því hann hafi verið kominn í 20 milljónir þegar málið komst upp í maí 2008 hann hafi hvorki vitað af yfirdrættinum né af reikningi nr. 301 og undir tryggingarbréf hafi hann aldrei skrifað. Nánar aðspurður taldi stefndi að lögreglumaðurinn hafi misskilið sig, hann hafi verið að vísa til þess að Katrínu hafi verið heimilt að borga skuldir af reikningi 4796, þ.e. hinum svokallaða launareikningi stefnda, annan reikning hafi hann ekki átt í bankanum. Þá kom fram hjá stefnda að þar sem reikningur 301 hafi verið honum óv iðkomandi hafi hann, eftir að mál þetta kom upp í byrjun maí 2008, ekkert mikið verið pæla í honum Reikningur nr. 301 hjá útibúi Landsbankans í Þorlákshöfn var frá upphafi skráður á nafn stefnda til notkunar í atvinnurek stri eins og áður greinir. Bera framlögð reikningsyfirlit með sér að reikningurinn hafi jöfnum höndum verið notaður til að fjármagna rekstur heimilis stefnda og eiginkonu hans og til að fjármagna byggingaframkvæmdir stefnda á árunum 2003 til 2008. Samkvæmt reikningsyfirlitunum voru ýmsar greiðslur tengdar byggingaframkvæmdunum lagðar inn á reikninginn í gegnum tíðina. Í fyrsta lagi var andvirði veðskuldabréfs nr. 0150 - 74 - 500739 lagt inn á reikninginn þann 27. október 2006 en framangreint skuldabréf var eins og áður greinir annað þeirra skuldabréfa sem vitnið Katrín játaði að hafa falsað nafn stefnda sem útgefanda, sbr. dóm Héraðsdóms Suðurlands í málinu nr. S - 386/2013. Í öðru lagi fóru kaupsamningsgreiðslur vegna sölu stefnda og eiginkonu hans á fasteigninni Gissurarbúð 10 inn á reikninginn sem hér segir: Fyrsta greiðsla, að fjárhæð 1.000.000 króna, þann 4. maí 2006 og önnur greiðsla, að fjárhæð 10.000.000 króna, þann 8. ágúst 2006. Framangreint staðfesti vitnið Ægir og taldi vitnið að greiðsla inn á reikning inn þann 1. nóvember 2006 að fjárhæð 13.100.000 krónur hafi verið lokagreiðsla samkvæmt kaupsamningi. Í þriðja lagi var andvirði veðskuldabréfs Íbúðalánasjóðs vegna Pálsbúðar 9, að fjárhæð 18.800.000 krónur, útgefið af vitninu Katrínu þann 9. september 200 8, lagt inn á reikning 301 þann 15. september sama ár. Þá gaf stefndi og vitnið Katrín þann 14. desember 2007 út tryggingarbréf að fjárhæð 14.000.000 króna með veði í Pálsbúð 9 til tryggingar skuldum þeirra við stefnanda. Fyrir liggur að frá stofnun reik nings nr. 301 til loka árs 2009 sendi stefnandi stefnda mánaðarlega reikningsyfirlit á heimili stefnda þar sem fram komu hreyfingar á reikningi nr. 301 og fjárhæð og gildistími yfirdráttarheimildar. Þá sendi stefnandi stefnda samskonar tilkynningar árlega á tímabilinu 2010 til 2016. Á öllum reikningsyfirlitum var tekið fram að óskað væri eftir athugsemdum innan 20 daga frá viðtöku yfirlits ella teldist reikningurinn réttur. Einnig voru stefnda á árunum 2003, 2004, 2006, 2008 og 2009 sendar samtals fimmtán t ilkynningar um óheimilan yfirdrátt á heimili stefnda í Þorlákshöfn þar sem tekið var fram að verði ekki gengið frá vanskilum með greiðslu eða nýrri heimild innan 10 daga megi búast við frekari innheimtuaðgerðum. Í skýrslu sinni fyrir dómi hélt stefndi því fram að hann hafi hvorki fengið í hendur né séð áðurnefnd reikningsyfirlit og tilkynningar. Staðfesti vitnið Katrín þann framburð stefnda og lýsti því fyrir dómi að hafa verið heima við þegar póstsendingar hafi borist og þannig getað tryggt að stefndi sæi ekki bréf sem þessi. Að mati dómsins eru skýringar stefnda og framburður vitnisins Katrínar að þessu leyti með miklum ólíkindablæ, sérlega í ljósi þess að um er að ræða þrettán ára tímabil, þar af rúmlega fimm ár frá stofnun reiknings til 8. maí 2008 en þa nn dag kvaðst stefndi fyrst hafa fengið vitneskju um reikning á hans nafni nr. 301. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að reikningsyfirlit og tilkynningar um óheimilan yfirdrátt bárust á heimili stefnda. Með vísan til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 48/2012 f rá 8 20. september 2012, ber stefndi áhættuna af því að hafa ekki kynnt sér efni framangreindra reikningsyfirlita og tilkynninga. Varðandi þá málsástæðu stefnda að ekki hafi verið gerður lánasamningur milli aðila vísast til dóms Hæstaréttar í máli nr. 84 4/2017 frá 1. nóvember 2018 og skýringar með 5. gr. frumvarps upphaflegra laga um neytendalán, nr. 30/1993, en þar er sérstaklega tekið fram að það sé ekki fortakslaust skilyrði fyrir gildi samninga að þeir séu skriflegir, heldur gildi munnlegir samningar eftir sem áður, sbr. og dóma Hæstaréttar í máli nr. 349/2014 frá 22. desember 2014 og dóm Hæstaréttar í máli nr. 81/2017 frá 22. febrúar 2018. Þá er til þess að líta að í almennum skilmálum stefnanda um tékka - og debetreikninga, sem vísað var til á umsókna reyðublaði vegna stofnunnar reiknings 301, kemur fram að reikningseigandi geti sótt um heimild til yfirdráttarláns á reikningi sínum með skriflegri beiðni, símtali eða tölvupósti. Fyrir liggur að aldrei bárust athugsemdir frá stefnda um stöðu reikningsins sem var neikvæður svo til frá stofnun hans. Að virtum þeim gögnum málsins sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan og lúta að notkun reiknings nr. 301, tilgangs með stofnun reikningsins og framburðar vitnisins Ægis E. Hafbergs sem rakin hefur verið hér að framan, er það mat dómsins að framburður stefnda í máli þessu sé mjög ótrúverðugur og á köflum fjarstæðukenndur sérstaklega yfirlýsingar stefnda fyrir dómi um fáfræði hans og algjört afskiptaleysi af öllu er snéri að fjármálum tengdum nokkuð umsvifa miklum byggingaframkvæmdum hans á árunum 2003 til 2008. Þó svo vitnið Katrín hafi fyrir dómi viðurkennt að hafa undirritað umsókn um reikning 301, stofnað reikning og stofnað til yfirdráttarskuldar án heimildar stefnda verður við mat á framburði vitnisins að líta til þess að vitnið var og er eiginkona ákærða og þeirra hagsmuna sem hún getur haft af niðurstöðu máls þessa. Er því sönnunargildi framaburðar vitnisins verulega takmarkað af þeim sökum, sbr. 59. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Fallist e r því á það með stefnanda að komist hafi á með aðilum þessa máls samningur um lánaviðskipti í formi yfirdráttarláns á reikningi stefnda nr. 301. Að framangreindu virtu og atvika allra í máli þessu þykir niðurstaða matsmanns, þ.e. annars vegar að stefndi ha fi ekki ritað nafn sitt sem umsækjandi á umsóknareyðublaðið og hins vegar ekki væri hægt að skera úr um það hvort eiginkona stefnda, vitnið Katrín hafi verið þar að verki, þar engu um breyta. Samkvæmt því sem að framan er rakið um gögn er snerta viðskipti með reikning 301 með einum eða öðrum hætti og nær öll stafa frá stefnanda er hafnað þeirri málsástæðu stefnda að stefnandi hafi engin gögn lagt fram kröfu sinni til stuðnings. Í öðru lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á fyrningu og hafnar því að umrædd yfirdráttarskuld sé peningalán. Eins og áður er rakið var reikningur 301 stofnaður þann 28. febrúar 2003. Samkvæmt framlögðum reikningsyfirlitum var fyrsta yfirdráttarheimild á reikninginn veitt þann 4. mars 2003 að fjárhæð 600.000 krónur. Frá þeim degi va r veitt yfirdráttarheimild samfellt á reikninginn allt þar til honum var lokað og heimild stefnda til að draga á reikninginn rann út þann 1. desember 2009. Þannig komu fram á reikningsyfirlitum fjárhæð yfirdráttarheimilda á hverjum tíma, tímamörk og notkun í samræmi við þær hverju sinni. Með samfelldri og athugasemdalausri notkun stefnda á reikningi nr. 301 frá stofnun hans samþykkti stefndi þær yfirdráttarheimildir sem stefnandi veitti honum, en stefndi gerði engar athugasemdir við stöðu reikningsins fyrr en eftir að mál þetta var höfðað, eða þrettán árum eftir stofnun reikningsins. Vekur það sérstaklega athygli að jafnvel eftir 8. maí 2008, en þann dag kvaðst stefndi fyrst hafa verið kunnugt um tilvist reikningsins og yfirdráttarskuldina sem var þá að fjár hæð 20.105.319 krónur, gerði stefndi engar athugasemdir við tilurð eða stöðu reikningsins sem honum var kunnugt um að var á hans nafni og hann notaði til að fjármagna bæði rekstur heimilis síns og byggingaframkvæmdirnar á árunum 2003 til 2008. Er því falli st á það með stefnanda að um hafi verið að ræða peningalán, svokallað yfirdráttarlán. Um fyrningu kröfuréttinda fer nú eftir lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda sem tóku gildi 1. janúar 2008, en áður giltu um fyrningu lög nr. 15/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007, áður 2. mgr. 4. gr. laga nr. 14/1905, fyrnist peningalán á tíu árum. Er það sérstaklega tekið fram í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 150/2007, að regla 1. málsliðar 2. mgr . 5. gr. taki m.a. til peningalána sem veitt séu í atvinnuskyni, þ.m.t. yfirdráttarlána. Hvort heldur miðað er við síðustu færslu á reikningi 301 þann 30. desember 2016 eða síðustu færslu framkvæmda af stefnda sjálfum þann 15 september 2008, þ.e. þegar lán ið frá Íbúðalánasjóði var lagt inn á reikninginn, 9 verður ekki fallist á með stefnda að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir fyrningu, en mál þetta var höfðað með stefnu birtri 29. september 2016. Í þriðja lagi byggir stefndi á því að stefnandi hafi sýnt af sér gáleysi með því að leggja ekki fram gögn og halda upplýsingum leyndum. Þar vísar stefndi til þess að stefnandi hafi við rannsókn lögreglu í héraðsdómsmálinu nr. S - 386/2013 látið undir höfuð leggjast að greina frá meintri yfirdráttarskuld stefnda í b ankanum þrátt fyrir vitneskju um að hún hafi að öllum líkindum byggst á fölsunarbrotum. Þessu hafnaði lögmaður stefnanda í munnlegum málflutningi og kvað stefnanda hafi afhent lögreglu öll umbeðin gögn og aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins eins og óska ð hafi verið eftir. Vísaði lögmaðurinn til þess að á þeim tíma hafi, eins og reyndar enn í dag, ekkert legið fyrir um að öll skjöl er vörðuðu viðskipta stefnda við stefnanda hafi verið fölsuð. Stefndi hefur engin gögn lagt fram framangreindri málsástæðu si nni til stuðnings og er hún að mati dómsins með öllu haldlaus. Í fjórða lagi byggir stefnda sýknu kröfu sína á tómlæti stefnanda en reikningur 301 hafi staði óhreyfður frá 1. desember 2009 og stefnandi engar ráðstafanir gert til innheimtu. Í máli þessu li ggur fyrir að reikningur 301 var stofnaður 28. febrúar 2003. Eins og áður greinir sendi stefnandi stefnda reikningsyfirlit, þar sem fram komu allar hreyfingar reikningsins sem og áfallnir vextir og kostnaður, mánaðarlega til loka árs 2009 en frá árinu 2010 til og með ársins 2016 sendi stefnandi stefnda reikningsyfirlit árlega. Þá var í öllum tilvikum vakin athygli á því að verði ekki gerðar athugasemdir innan 20 daga teljist reikningurinn réttur. Innheimtuviðvörun var send stefnda 7. júlí 2016 og innheimtub réf tíu dögum síðar. Mál þetta var síðan höfðað með stefnu birtri 29. september 2016. Að framangreindu virtu sem og málsatvikum öllum og í ljósi þess að um er að ræða kröfu vegna peningaláns gat stefndi ekki haft réttmætar væntingar til þess að stefnandi h efði fallið frá kröfu sinni. Er því ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að krafan sé fallin niður sökum tómlætis stefnanda. Varðandi varakröfu stefnda kom fram í munnlegum málflutningi að enginn ágreiningur er milli aðila um dráttarvexti og upphafstím a þeirra. Hins vegar gerði stefndi athugasemdir við yfirdráttarvexti. Í dómkröfu segir að krafist sé 14,50% yfirdráttarvaxta frá lokunardegi reikningsins og er þar tilgreind dagsetning 5. október 2012. Hins vegar kemur fram í málsástæðukafla stefnu og fram lögðum gögnum málsins að reikningi 301 var lokað og heimild stefnda rann út þann 1. desember 2009. Stefnandi vísaði í málflutningi við aðalmeðferð málsins til þess að engum kostnaði eða vöxtum hafi verið bætt við kröfuna eftir 1. september 2009 og er það í samræmi við gögn málsins. Gögn málsins bera hins vegar með sér að á því tæpa ári sem leið frá síðustu hreyfingu reikningsins af hálfu stefnda þann 16. september 2008, þ.e. innborgun Íbúðarlánasjóðsláns að fjárhæð 18.612.000 krónur og þar til reikningnum v ar lokað og yfirdráttarheimild rann út lögðust yfirdráttarvextir og kostnaður að fjárhæð 1.639.758 inn á skuldina. Ekki liggur fyrir í málinu af hverju reikningnum var ekki lokað eftir greinda innborgun eða fljótlega á eftir. Vitnið Ægir kannaðist ekki við það fyrir dómi að hafa hlutast til um það að stefndi gerði Pálsbúð 9 veðhæfa í þeim tilgangi að fá framangreint lán hjá Íbúðalánasjóði, en kvaðst án efa hafa rætt um það og verið því samþykkur. Gögn málsins bera með sér að þegar umrætt lán var lagt inn á reikning stefnda stóð yfirdráttarskuldin í 24.562.142 krónum Innheimtutilraunir hófust síðan ekki fyrr en í júlí 2016, sbr. innheimtuviðvörðun dags. 7. júlí 2016 og innheimtubréf dags. 26. sama mánaðar. Málinu var síðan stefnt inn með stefnu 29. september sama ár. Í ljósi framangreinds og vegna misræmis í dómkröfu og málsástæðum stefnanda varðandi lokunardag reikningsins verður kröfu stefnanda um yfirdráttarvexti hafnað. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu verður hins veg ar fallist á dráttarvaxtakröfu stefnanda. Stefnandi hafnaði málsástæðum sem fyrst komu fram í ræðu lögmanns stefnda við aðalmeðferð málsins sem of seint fram komin, þ.e. vísun stefnda til 33. gr. og 36. gr. laga um að samningsgerð, umboð og ógilda löggern inga nr. 7/1936 og til upplýsingaskyldu stefnanda samkvæmt lögum nr. 33/2013 um neytendalán og eldri lög með sama nafni nr. 121/1994. Í greinargerð stefnda er ekki byggt á ákvæðum framangreindra laga. Umfjöllun við aðalmeðferð málsins um framangreindar mál sástæður var því of seint fram komin, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála og koma þær því ekki til álita. 10 Samkvæmt framansögðu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 7.589.900 með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. ágúst 2016 til greiðsludags. Þá verður stefndi með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 1.700.000 krónur og h efur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. DÓMSORÐ: Stefndi, Sigurður Magnússon, greiði stefnanda, Landsbankanum hf., 7.589.900 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. ágúst 2016 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.700.000 krónur í málskostnað.