LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 12. apríl 2019 . Mál nr. 665/2018 : Samskip hf. (Bragi Dór Hafþórsson lögmaður) gegn Vátryggingafélag i Íslands hf. (Einar Baldvin Axelsson lögmaður) Lykilorð Farmsamningur. Vátrygging. Endurkrafa. Dráttarvextir. Útdráttur S lagði til gám til flutnings á smjörlíki frá Hollandi til Íslands. Við skoðun eftir heimkomu sást fínkornóttur salli á efstu kössunum í sendingunni og lyktaði farmurinn vegna utanaðkomandi efnis . Í ljós kom að um var að ræða áloxíð , sem hefur ákveðna hætt ueiginleika, og ekki var unnt að útiloka að hefði borist í einhverjar einingar vörunnar . Með hliðsjón af 1. og 3. m gr. 68. gr . siglingalaga , sbr. 26. gr . sömu laga, var talið að S bæri að sanna að hann hefði með eðlilegri árvekni séð til þess að gámurinn s em hann lagði til hefði haft þá eiginleika sem þurfti til að koma smjörlíkisfarminum óskemmdum til hafnar í Reykjavík og að hann h efði þ annig verið farmhæfur við upphaf ferðar. S hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði og yrði því gert að bæta tjón vegna skemmda sem urðu á farminum. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björg vinsson, Ingveldur Einarsdóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 16. ágúst 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 2018 í málinu nr. E - 1984/2016 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Til vara krefst hann þess að dómkröfur verði lækkaðar verule ga og að málskostnaður verði felldur niður. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms, auk málskostnaðar fyrir Landsrétti úr hendi áfrýjanda. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Samkvæmt gögnum málsins pantaði fyrirtækið ÍSAM ehf. smjörlíki hjá hollenska fyrirtækinu Remia. Smjörlíkið var flutt í gámi sem áfrýjandi lagði til. Gámurinn var 2 afhentur á starfsstöð Remia í Soesterberg, Hollandi 29. maí 2015. Remia sá um að hlaða í gáminn 2.436 kössum af smjörlíki. Sama dag gaf Samskip B V út CMR - farmbr éf fyrir landflutning frá Soesterberg til Rotterdam, en engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þann flutning í málinu. Hinn 2. júní 2015 gaf áfrýjandi út fylgibréf fyrir fjölþáttaflutning (farmbréf) fyrir sjóflutning frá Rotterdam til Reykjavíkur. Senda ndi var tilgreindur sem Remia og móttakandi Ora ehf. Hinn 11 . júní 2015 var gámurinn afhentur Ora ehf. á starfs stöð félagsins. Þegar starfsmenn fyrirtækisins opnuðu gáminn tóku þeir eftir því að efstu kassarnir í gám i num voru þaktir sandi eða ösku. Samkvæm t skoðunarskýrslu Sýnis 25. júní 2015, sem undirrituð er af Ásu Þorkelsdóttur matvælafræðingi , var utanaðkomandi efni, fínkornóttur salli , í gáminum þegar hann var skoðaður . Fyrir liggur að um var að ræða áloxíð, sem hefur ákveðna hættueiginleika við innön dun, snertingu við húð og inntöku, eins og rakið er í svonefndu öryggisblaði sem er meðal gagna málsins. Samkvæmt skoðunarskýrslu Sýnis var ekki hægt að útiloka að sallinn , sem lá ofan á kössunum sem smjörlíkið var í, hefði borist í einhverjar einingar vör unnar. Niðurstaða 5 Kjarninn í málflutningi áfrýjanda fyrir Landsr étti laut að því hvort gengið hefði verið nægilega úr skugga um að smjörlíkisfarmurinn hafi í heild eða að stærstum hluta verið skemmdur þegar hann var afhent ur móttakanda að loknum flutningi til hafnar í Reykjavík. 6 Í framburði Ásu Þorkelsdóttur matvælafræðings fyrir héraðsdómi kom fram að við skoðun farmsins hefði komið í ljós að lykt var af umbúðum utan um smjörlíkið. Hún var spurð hvort ekki hefði borið nauðsyn til nákvæmari rannsóknar en gerð var umrætt sinn til þess að unnt væri að draga þá ályktun að ekki væri rétt að setja smjörlíkið á markað. Svaraði hún því til að það eitt að varan lyktaði vegna utanaðkomandi efnis væri nóg til þess að matvælaframleiðandi setti hana ekki á markað. Sam kvæmt framangreindu er óhjákvæmilegt að líta svo á að smjörlíkisfarmurinn hafi verið skemmdur í skilningi 1. mgr. 68. gr. siglingalaga í vörslum áfrýjanda, en engu skiptir í þessu tilliti þótt ekki hafi verið í ljós leitt að smjörlíkið hafi af þessum sökum orðið óhæft til manneldis, sbr. dóm Hæstaréttar 3. apríl 2003 í máli nr. 362/2002. 7 Áfrýjandi hefur í málatilbúnaði sínum lagt áherslu á að hann hafi ekki komið að flutningi gámsins landleiðina í Hollandi og að ábyrgð hans geti í fyrsta lagi hafa komið til þegar gámurinn var afhentur við skipshlið í Rotterdam. 8 Stefndi hefur staðhæft að þegar smjörlíkinu var hlaðið í gáminn 29. maí 2015 hafi ekki verið aðskotaefni í gáminum. Þeirri staðhæfingu hefur ekki verið hrundið af hálfu áfrýjanda. Farmbréf bera held ur ekki með sér að aðskotaefni hafi verið í gáminum en á áfrýjanda hvílir sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða , sbr. 111. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Ágreiningslaust er að aðskotaefni var í gáminum þegar hann var opnaður á starfsstöð Ora ehf., en með öllu er óljóst hvort efnið barst í gáminn þegar hann var fluttur landleiðina til Rotterdam, eða á leið yfir hafið til Reykjavíkur. 3 9 Í 1 . mgr. 68. gr. siglingalaga er kveðið á um að skemmist farmur eða glatist meðan hann er í vörslum farmflytjanda á skipi eða í landi beri honum að bæta tjón sem af því hlýst nema ætla megi að hvorki hann né neinn maður sem hann ber áby rgð á, eigi sök á tjóninu. Samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar ber farmflytjandi ábyrgð á því ef tjón hlýst af óhaffærni skips ef hún er afleiðing þess að hann eða einhver sem hann ber ábyrgð á hefur ekki með eðlilegri árvekni séð til þess að skipið var haff ært við upphaf f erðar og hvílir sönnunarbyrði um það að eðlilegrar árvekni hafi verið gætt á þeim sem heldur því fram að hann beri ekki ábyrgð. Þegar um gámaflutninga er að ræða verður að skýra hugtakið haffærni í framangreindu lagaákvæði til samræmis við ákvæði 26. gr. siglingalaga þar sem kveðið er á um að farmflytjanda beri að sjá til þess, með eðlilegri árvekni, að skip sé bæði haffært og farmhæft í þeim skilningi að lestarrými, kæli - og frystibúnaður og aðrir hlutar skipsins þar sem farmur er geymdur s éu í fullnægjandi ástandi til móttöku, flutnings og varðveislu farms. Hafi aðskotaefni borist í gáminn áður en áfrýjandi tók við honum í Rotterdam, bar honum að sjá til þess að gámurinn væri farmhæfur samkvæmt framangreindu. Á áfrýjanda hvílir sönnunarbyrð i um að hann hafi með eðlilegri árvekni séð til þess að gámurinn sem hann lagði til hafi haft þá eiginleika sem þurfti til að koma smjörlíkisfarminum óskemmdum til hafnar í Reykjavík og hann því verið farmhæfur við upphaf ferðar í skilningi 3. mgr. 68. gr. , s br. 26. gr. siglingalaga. Þá sönnunarbyrði hefur hann ekki axlað og verður því gert að bæta tjón vegna skemmda sem urðu á farminum, sbr. 1. og 3. mgr. 68. gr., sbr. og 26. gr. siglingalaga. 10 Í 2. mgr. 10. gr . flutningsskilmála áfrýjanda, sem voru hluti a f samningi aðila, er kveðið svo á um að ekki skuli koma til vaxta af neinni kröfu á hendur farmflytjanda fyrr en frá dómsuppsögu. Samkvæmt því og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar 7. mars 2002 í máli nr. 243/2001 miðast upphafstími vaxta við dóm s uppkvaðning u héraðsd óms. 11 M eð þessum athugasemdum en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um annað en upphafstíma dráttar vaxta. 12 Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður áfrýjanda gert a ð greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sem dæmdir verða frá 20. júlí 2018 til greiðsludags. Áfrýjandi, Samskip hf., greiði stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., 1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti. 4 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 20. júlí 2018 Mál þetta, sem var dómtekið 28. maí sl., var höfðað með stef nu birtri 8. júní 2016. Stefnandi er Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3 í Reykjavík og stefndi er Samskip hf., Kjalarvogi 7 - 15 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi greiði sér 4.176.944 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. og 1. mgr. 6. gr. sbr. 11. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 18. mars 2016 til greiðsludags auk málskostnaðar að mati dómsins. Stefndi krefst a ðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og greiðslu málskostnaðar úr hendi hans samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Til vara krefst hann þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði felldur niður. Atvik máls Mál þetta snýst um sjóflutning stefnda á smjörlíki í hitastýrðum gámi sem stefndi lagði til en stefnandi telur að farmurinn hafi skemmst í flutningnum. Í málinu krefur stefnandi stefnda um bætur vegna þessa. Samkvæmt vörureikningi, dagsettum 2. júní 2015, keypti f yrirtækið ÍSAM ehf. smjörlíkið af hollenska félaginu Remia C.V. Kaupverðið var 22.956,86 evrur. Á reikningnum kemur m.a. fram að söluskilmálar Íslands, ga f út farmbréf þann 2. júní 2015 þar sem staðfest er að hann hafi móttekið gáminn SANU 5902223, sem sagður er innihalda 2.436 kassa af smjörlíki, samtals 20.067 kg að brúttóþyngd, til flutnings frá höfninni í Rotterdam til hafnar í Reykjavík. Sendandi farms ins er Remia, sem jafnframt var framleiðandi smjörlíkisins, en móttakandi ÍSAM í nafni Ora verksmiðjunnar sem er í eigu þess. Farminn átti að flytja í kæligámi við +5°C. Sendandi vörunnar annaðist hleðslu hennar í gáminn og innsiglaði hann áður en hann v ar sendur af stað til Rotterdam þar sem hann var afhentur stefnda. Um var að ræða svokallaðan FCL - flutning frá höfn til hafnar. COUNT. CARRIER NOT RESPONSIBLE FOR AN Y DISCREPANCIES IN OUTTURN OF að Samskip BV í Rotterdam, dótturfélag stefnda, flutti vöruna til hafnar í Rotterdam en stefndi gaf út reikning vegna þess flutning sem móttakandi greiddi. Varan kom til hafnar í Reykjavík 10. júní 2015 og var gámurinn fluttur á starfsstöð Ora í Kópavogi daginn eftir. Þegar gámurinn var opnaður kom í ljós að grá aska eða salli lá ofan á öllum farminum. Frímann A. Sturluson, skoðunarmaður hjá Navis ehf. skoðaði gáminn að beiðni stefnda þann 16. júní, að viðstöddum starfsmanni Ora. Segir í skýrslu Navis, dagsettri 1. september þ.á, að við skoðunar hafi komið í ljós að efstu kassarnir í gáminum hafi verið þaktir ljósu dufti, líkt sandi og/eða ösku, og að í duftinu hafi verið bláar flögur af máluðum þunnum málmi. Jafnframt segir að skoðunarmaður hafi ekki komið auga á neina augljósa orsök þess að efnið hafi borist inn í gáminn en líklegast sé að það hafi borist gegnum kælikerfi gámsins. Í skýrslu ranns óknarþjónustunnar Sýnis ehf. kemur fram að tveir starfsmenn fyrirtækisins hafi skoðað gáminn 24. júní 2016 í viðurvist starfsmanns Ora. Í skýrslunni, sem er undirrituð af Ásu Þorkelsdóttur matvælafræðingi, kemur fram gengið hafi verið í kringum gáminn og e ngar athugasemdir gerðar við frágang hans að utan. Gámurinn hafir verið hálffullur af smjörlíki sem pakkað hafi verið í pappaöskjur (16*500 gr. smjörlíki í álpappír í hverri öskju) sem hafi verið staflað beint á gámagólfið og verið óplastaðar. Fínkornóttur salli með grófari ögnum hafi legið ofan á kössunum og inn á milli þar sem hægt 5 hafi verið að skoða. Sallinn hafi ekki verið á milli laga og draga skoðunarmenn af því þá ályktun að sallinn hafi lagst yfir vöruna eftir að henni var komið fyrir í gáminum. Da uf lykt, sem minnt hafi á viðarkol, hafi verið af sallanum og einnig af umbúðunum utan um smjörlíkið en þessi lykt hafi ekki verið greinanleg af utanaðkomand i efni (salli) sem bar með sér lykt sem hafði borist í umbúðir vörunnar en minna eða ekki í vöruna sjálfa. Þar sem varan er ekki pökkuð í þétt lokaðar umbúðir og ytri umbúðir ekki plastaðar er ekki hægt að útiloka að hinn fínkornótti salli hafi borist í ei Hinn 30. júní 2015 fór fram sameiginleg skoðun á farminum. Viðstaddir þá skoðun voru Björgvin S. Vilhjálmsson, skoðunarmaður B - Skoðunar slf. fyrir stefnanda, Knútur Jónsson, frá Könnun ehf. fyrir tryggingafélag sendanda, He rmann Haraldsson frá Navis ehf. fyrir stefnda. Í skoðunarvottorði B - Skoðunar slf., sem unnin var á grundvelli þessarar skoðunar, kemur fram að grátt ryk eða salli hafi legið á smjörlíkiskössunum í gáminum, mest við hurð gámsins. Hitastigið í honum hafi ver ið mælt og reynst vera +5,5°C og loftop hans lokað. Um ástand gámsins segir í skýrslunni við skoðun hafi komið í ljós að gámurinn hafi ekki verið þéttur, þ.e. að dagsljós hafi komst inn í hann á gafli. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að boltar að ofan, sem eigi að halda frysti - /kælibúnaði gámsins við gaflinn hafi verið lausir og ryðgaðir og þéttikantur illa farinn og gapi. Segir í vottorðinu að allir viðstaddir hafi verið sammála um að framangreindar skemmdir væru gamlar. Þá er í sömu skýrslu lýst skoðu n skoðunarmanns á gáminum eftir að hann var tæmdur þann 30. júlí s.á. Segir að víða í gólfi hans sé mikil tæring og hrúður, einkum innarlega, og að kassarnir hafi staðið á tærðum T - prófílum og beri þess merki. Niðurstaða skýrslunnar er sú að sallinn sé að líkum tæring úr gólfi sem kælikerfið í gáminum hafi blásið fram. Að áliti skoðunarmanns, Björgvins S. Vilhjálmssonar, hafi gámurinn ekki verið hæfur til að flytja í kæld eða fryst matvæli. Í skýrslu Navis ehf., sem unnin var á grundvelli sömu skoðunar, er sams konar salla lýst og jafnframt getið um göt á gáminum og lausa festingarbolta. Niðurstaða skýrslunnar, um mögulegar orsakir mengunar, að sallinn kunni að hafa komið í gegnum göt sem hafi verið á gáminum á meðan gámurinn hafi beðið þess að vera fluttur . Um vörurnar í gáminum segir í niðurstöðu skýrslunnar að innihald kassanna virðist vera í góðu lagi, engin sýnileg mengun sé á innri umbúðum. Sallinn sem fannst í gáminum var sendur til efnagreiningar hjá rannsóknarstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Kel dnaholti. Niðurstaða greiningar var sú að meginefni öskunnar væri ál og súrefni og því um að efnisins að áloxíð sé hættulegt við snertingu við húð (ertand i), augu (ertandi), við inntöku og innöndun. Þá er í eiturefnafræðilegum upplýsingum um efnið m.a. getið um, auk ofangreinds, að efnið geti valdið krabbameini og sé skaðlegt ef það er gleypt en talið lítt hættulegt í venjulegri notkun í iðnaði. Í yfirlýsi ngu framleiðanda smjörlíkisins, Remia, frá 23. maí 2015 segir að engin grá aska eða önnur efni hafi verið í gáminum eða ofan á farminum þegar hann var settur í gáminn og að farmurinn hafi verið í góðu ásigkomulagi þegar hann var afhentur stefnda til flutni ngs. Móttakandi vörunnar hafnaði viðtöku hennar og var gámurinn fluttur frá Ora á starfsstöð stefnda að Vogabakka. Að beiðni stefnanda var gámurinn fluttur til Sorpu í Gufunesi 29. júlí 2015 og smjörlíkinu fargað þar sama dag, að viðstöddum skoðunarmanni frá B - Skoðun. Stefnandi greidd ÍSAM bætur á grundvelli farmtryggingar vegna farmstjónsins. Stefnandi kveðst hafa reynt, án árangurs, að takmarka tjónið með því að bjóða smjörlíkið til sölu til annarra nota en manneldis. Liggur fyrir í málinu yfirlýsing þessa efnis frá s tarfsmanni tjónadeildar stefnanda. Að meðtöldum öllum kostnaði en að frádreginni eigin áhættu vátryggingartaka námu tjónagreiðslur stefnanda vegna málsins alls 4.649.323 krónum. Er sú fjárhæð byggð á vátryggingasamningi aðila. Í kjölfar greiðslu bóta endur krafði stefnandi stefnda um þá fjárhæð. Eftir nokkur bréfaskipti aðila hafnaði stefndi kröfu stefnanda á þeim 6 grundvelli að farmurinn hafi verið óskemmdur. Var sú afstaða stefnda tilkynnt stefnanda með tölvupósti 3. maí 2016. Af þeim sökum hefur stefnandi höfðað þetta mál. Eftirfarandi vitni gáfu skýrslu fyrir dómi: Ása Þorkelsdóttir, matvælafræðingur og ráðgjafi hjá rannsóknarþjónustunni Sýni ehf., Björgvin Skafti Vilhjálmsson skoðunarmaður hjá B - Skoðun slf., Gunnlaugur Jónsson, starfsmaður tjónadeildar stefnda og Hermann Haraldsson, skoðunarmaður hjá Navis ehf. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi reisir kröfu sína á því að tjón hafi hlotist af því að vara sem stefndi tók að sér að flytja hafi skemmst á meðan á flutningi stóð og að stefndi beri áb yrgð á því tjóni á grundvelli siglingarlaga nr. 34/1985, einkum IV. kafla laganna, og flutningsskilmála félagsins. Leggja verði til grundvallar úrlausn málsins að varan hafi verið í góðu ástandi þegar stefndi tók við henni til flutnings. Í því efni vísar s tefnandi til reiknings Remia og yfirlýsingar þess fyrirtækis um ástand vörunnar þegar henni var komið fyrir í gáminum og farmbréfs stefnda þar sem enginn fyrirvari eða athugasemd sé gerð um ástand eða flutningshæfni vörunnar, hleðslu sendanda á vörunni eða ástand gámsins sem stefndi útvegaði sjálfur til farmflutningsins. Skoðunarskýrsla B - Skoðunar slf. og ljósmyndir séu jafnframt sönnun þess að farmurinn hafi verið skemmdur þegar stefndi afhenti hann móttakanda við Ora verksmiðju fyrirtækisins í Kópavogi 11. júní 2015. Af gögnum megi sjá að grár áloxíðsalli hafi fundist í töluverðu magni yfir farminum. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. a. laga nr. 93/1995, um matvæli, sé óheimilt að markaðssetja matvæli sem ekki eru örugg, þ.e. heilsuspillandi eða óhæf til neyslu. V ið mat á því hvort matvæli séu óörugg eða óhæf til neyslu skuli hafa hliðsjón af notkun neytenda á matvælunum og hvort þau séu óviðunandi til neyslu m.a. vegna þess að þau séu spillt eða skemmd, sbr. 2. og 3. mgr. 8. gr. a. nefndra laga. Stjórnendum matvæl afyrirtækja sé skylt grípa til ráðstafana til að halda skemmdum matvælum frá markaði, sbr. 8. gr. c. laganna. Þá varði brot á ákvæðum þeirra sektum og fangelsisvist, sbr. 1. mgr. 31. gr. laganna. Móttakandi vörunnar hafi talið hana óhæfa til neyslu og ma rkaðssetningar og hafnað viðtöku hennar í samræmi við skyldur sínar skv. 1. mgr. 8. gr. a. laga nr. 93/1995. Ástand vörunnar að loknum flutningi og ástand gámsins sem hún hafi verið flutt í leiði til þess að móttakanda hafi verið rétt að neita viðtöku smjö rlíkisins vegna hættu á því að gæði þess væru ófullnægjandi vegna óvissu um aðstæður við farmflutninginn. Af þessum sökum teljist farmurinn skemmdur í skilningi 1. mgr. 68. gr. siglingalaga, óháð því hvort smjörlíkið hafi í reynd verið hæft til manneldis. Stefnandi byggir á því að umræddur farmur hafi verið í góðu ástandi þegar stefndi sem farmflytjandi tók við honum til flutnings, og að hann hafi verið skemmdur þegar stefndi afhenti farminn við starfsstöð móttakanda í Kópavogi. Farmurinn hafi því orðið fy rir tjóni meðan á flutningum stóð og þar af leiðandi á þeim tíma er hann var í vörslu og á ábyrgð farmflytjanda á skipi eða í landi, sbr. 1. mgr. 68. gr. siglingalaga. Í ákvæðinu felist sakarlíkindaregla sem leiði til þess að stefndi hafi sönnunarbyrðina f yrir því að háttsemin sem olli tjóninu hafi ekki verið saknæm eða að hún falli undir undantekningar 2. mgr. 68. gr. siglingalaga. Stefndi hafi ekki sýnt fram á þetta. Þá byggir stefnandi á því að stefndi hafi ekki fullnægt skyldum sínum sem farmflytjandi. Samkvæmt 6. gr. siglingalaga skuli skipstjóri annast um að skip sé haffært, það vel vel búið til að taka við farmi og flytja hann, að skip sé ekki offermt og farmur sé vel búlkaður. Í 26. gr. sömu laga segi að farmflytjanda sé skylt að sjá til þess með eð lilegri árvekni að skip sé haffært og lestarrými þar sem farmur er geymdur sé í fullnægjandi ástandi til móttöku, flutnings og varðveislu farms, eða með öðrum orðum að skip og gámur sé sjó - og farmhæfur. Samkvæmt 51. gr. siglingalaga skuli farmflytjandi á eðlilegan og vandvirkan hátt 7 ferma, meðhöndla, stúfa, flytja, varðveita, annast um og afferma vöru sem hann flytur. Gögn málsins beri með sér að stefndi hafi brugðist þessum skyldum. Eins og fram komi í farmbréfinu hafi verið um að ræða flutning á kældum matvælum, nánar tiltekið smjörlíki, í hitastýrðum gámi við +5°C. Samkvæmt því vissi stefndi eða mátti vita að flytja ætti farminn á þurrum, hreinum og köldum stað. Óumdeilt sé að stefndi útvegaði og lagði til gáminn SANU 5902223 til flutningsins. Í skoðuna rskýrslu B - skoðunar komi fram að gámurinn hafi ekki verið í nothæfu ástandi til flutninga á kældum matvælum. Gámurinn hafi verið óþéttur, mikið tærður og víða verið hrúður að finna í honum, einkum á gólfi. Stefndi hafi því brugðist skyldu sinni að útvega f armhæfan (haffæran) gám og flytja smjörlíkið og annast um það á eðlilegan og vandvirkan hátt. Í skýrslu skoðunarmanns sé því nánar lýst hvernig ástand gámsins hafi valdið því að varan hafi skemmst og sé komin fram sönnun þeirri orsakatengsla. Á því beri ha nn skaðabótaábyrgð eftir 1. mgr. sbr. 3. mgr. 68. siglingalaga. Sönnunarbyrðin um að gámurinn hafi verið farmhæfur (haffær) og/eða að rekja megi tjónið til atvika sem stefndi ber ekki ábyrgð á hvíli alfarið á stefnda sem leiði til þess að allan vafa beri að túlka stefnda í óhag. Fyrirvarar stefnda í farmbréfi vegna heilgámaflutnings geti ekki leyst stefnda undan skyldum farmflytjanda samkvæmt siglingalögum, eða skaðabótaábyrgð eftir sakarlíkindareglu 1. mgr. 68. gr. siglingalaga vegna vanrækslu á þeim sky ldum, enda um ófrávíkjanleg ákvæði að ræða sem ekki sé unnt að víkja til hliðar með samningi sbr. 1. mgr. 118. gr. laganna. Stefndi hafi samþykkt sérstaklega að íslensk lög, þar með talið siglingalög, gildi um réttarsamband aðila. Þá liggi jafnframt fyrir að framleiðandi smjörlíkisins og sendandi, Remia, hafi skoðað gáminn með eðlilegum hætti, hlaðið farminn og fyllt gáminn með eðlilegum og öruggum hætti. Háttsemi sendanda geti því ekki leyst stefnda undan skaðabótaábyrgð farmflytjanda eftir sakarlíkindare glu siglingalaga. Auk þessa byggir stefnandi á því að rekja megi tjónið til verulegra vanefnda stefnda á farmsamningi aðila með þeim réttaráhrifum sem slíkar vanefndir hafi í för með sér og vísar til sömu sjónarmiða og að framan eru rakin til stuðnings þe irri málsástæðu, eftir því sem við eigi. Stefnukrafan miðist við almennar reglur og 1. mgr. 70. gr. siglingalaga, sbr. 68. gr. sömu laga. Verðmæti smjörlíkisins án skemmda hafi, samkvæmt reikningi Remia, verið 22.956,86 evrur, eða 3.376.495 krónur, umreik nað miðað við gengi á uppgjörsdegi sem hafi verið 4. ágúst 2015. Þá hafi kostnaður við umsýslu vörunnar vegna farmtjónsins numið 443.992 krónum og kostnaður við förgun 356.457 krónum. Samtals nemi tjónið því 4.176.944 krónum, sem sé stefnukrafa málsins. Ví sar stefnandi til 68. og 1. mgr. 70. gr. siglingarlaga til stuðnings þeim kröfuliðum sem að framan eru raktir og til 9. gr. og 1. mgr. 6. gr. sbr. 11. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, að því er kröfu um dráttarvexti varðar sem krafist er fr á því mánuður var liðinn frá því að upplýsingar um kröfu stefnanda og fjárhæð hennar hafi verið sendar stefnda. Þar sem um verulega vanefnd á farmsamningi sé að ræða geti stefndi ekki takmarkað ábyrgð sína til greiðslu dráttarvaxta samkvæmt almennu ákvæði í flutningsskilmálum sínum. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að ekki sé sannað að varan hafi orðið fyrir tjóni, eða að ætlað tjón hafi orðið á meðan á sjóflutningi stóð og, hvað sem öðru líði, þá sé ætlað tjón ekki á ábyrgð stefnda. yfir efsta lagi kassa í gáminum, sem niðurstaða rannsókna sýni að hafi verið einhvers konar áloxíð. Skýringar á eðli þess efnis eða æt luðum hættueiginleikum sé ekki lýst í stefnu. Engin gögn liggi fyrir í málinu sem sýni fram á að varan hafi verið sködduð eða ónýt af þessum sökum. Vörunni hafi verið fargað án þess að ástand hennar hafi verið rannsakað. Öllum lýsingum stefnanda á ástandi vörunnar sé því 8 mótmælt sem ósönnuðum og beri stefnandi hallann af því að hafa ekki tryggt sér sönnun fyrir því hvernig ástandi vörunnar hafi verið háttað að loknum flutningi. Þá hafni stefndi málatilbúnaði stefnanda að því er varði ákvæði laga um matvæli nr. 93/1995. Til þess að stefnandi geti borið fyrir sig umrædd ákvæði þurfi hann að sanna að varan hafi verið óörugg, heilsuspillandi eða óhæf til neyslu í skilningi laganna. Það hafi hann ekki gert. Órökstudd ákvörðun stefnda um förgun vörunnar, án þess að áður hafi verið gengið úr skugga um raunverulegt ástand hennar geti ekki með nokkru móti leitt til ábyrgðar stefnda. Niðurstaða skoðunarmanns um ástand gámsins hafi enga þýðingu við mat á því hvort varan hafi orðið fyrir tjóni. Skoðunarmaður B - Skoðunar hafi komst að þeirri niðurstöðu að gámurinn hafi ekki verið hæfur til að flytja í kæld eða fryst matvæli. Þessi niðurstaða feli ekki í sér að gámurinn hafi verið óhæfur til flutnings matvæla almennt, einungis kældra eða frystra matvæla. Mál þetta snúist h ins vegar ekki um það hvort varan hafi verið flutt við rétt hitastig eða ekki. Hafi þessi niðurstaða skoðunarmanns því enga þýðingu. Í skoðunarskýrslunni sé í engu vikið að ástandi vörunnar sjálfrar. Skaðabótaábyrgð farmflytjanda vegna tjóns á farmi á gru ndvelli siglingalaga nr. 34/1985 stofnist aðeins ef sannað sé að viðkomandi farmur hafi sannanlega verið óskaddaður þegar farmflytjandinn hafi tekið við honum, sbr. m.a. 68. gr. laganna og 5. gr. í flutningsskilmálum stefnda. Það sé stefnanda að sanna að f armurinn hafi verið óskemmdur þegar stefndi tók við honum. Stefndi hafi tekið við farminum við skipshlið, sbr. flutningsskilmála, og ósannað sé að varan hafi verið óskemmd á þeim tíma. Samkvæmt flutningsskilmálum sé ábyrgð stefnda takmörkuð við tímabilið f rá því varan var lestuð í skip og þar til hún hafi verið tekin úr skipi á áfangastað. Um lagaheimild til slíkrar takmörkunar ábyrgðar vísar stefndi til 2. mgr. 118. gr. siglingalaganna. Stefndi byggir á því að ósannað sé að varan hafi verið óskemmd þegar hann tók við henni og að sönnunarbyrðin um það atriði hvíli á stefnanda. Framlögð gögn varpi ekki ljósi á það atriði. Yfirlýsing sendanda vörunnar, Remia, hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Remia hafi hlaðið gáminn og borið ábyrgð á því að varan væri óske mmd fram af þeim tíma er hún var afhent stefnda. Auk þess hafi gámurinn ekki verið afhentur stefnda um leið og hleðslu lauk, heldur útvegaði Remia flutning fyrir gáminn til Rotterdam, þar sem hann var afhentur stefnda. Engin skoðun hafi farið fram á inniha ldi gámsins í millitíðinni. Þá sér skýr fyrirvari gerður um ástand vörunnar í farmbréfi með vísan til þess að sendandi sjálfur hafi hlaðið gáminn og sé staðhæfingum um annað í stefnu mótmælt sem röngum. Stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að varan ha fi verið óskemmd þegar stefndi tók við henni og að hún hafi verið skemmd þegar móttakandi vörunnar tók við henni. Hvoru tveggja sé ósannað. Þegar af þessari ástæðu séu skilyrði 1. mgr. 68. gr. siglingalaga um ábyrgð farmflytjanda ekki fyrir hendi og beri a ð sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Fallist dómurinn ekki á stefnanda beri að sanna að hann hafi orðið fyrir tjóni og það hafi átt sér stað á meðan varan hafi verið vörslum stefnda, og að hvoru tveggja sé ósannað, byggir stefndi engu að síður á því að sý kna beri hann af öllum kröfum stefnanda. Stefndi byggir á því að skipið hafi verið haffært við upphaf ferðar, enda liggi ekkert fyrir í málinu sem bendi til annars Af því leiði að 3. mgr. 68. gr. siglingalaga eigi ekki við í málinu. Því sé sérstaklega mót mælt að 6. og 26. gr. sömu laga eigi við um gáma, svo sem gefið sé skyn í stefnu. Skyldur farmflytjanda og skipstjóra samkvæmt þessum lagaákvæðum snúi eingöngu að haffærni skips, búnaðar þess og lestar - , kæli - og frystirýma skipsins. Hvergi í siglingalögum sé kveðið á um skyldur farmflytjanda til þess að sá ágalli á gáminum, sem lýst sé í matsgerð B - skoðunar, hafi lotið að hæfi til flutnings á kældum eð a 9 frystum matvælum og geti því ekki hafa verið orsök að ætluðu tjóni á vörum stefnanda. Ekkert bendi til að varan sem mál þetta snýst um hafi ekki verið réttilega fermd, meðhöndluð, stúfuð, flutt, varðveitt, annast um eða affermd í skilningi 51. gr. siglin galaganna. Því séu staðhæfingar stefnanda um að stefndi hafi brugðist skyldum samkvæmt 6., 26. gr. og 51. gr. laganna rangar. Stefndi byggir á því að gámurinn sem varan hafi verið flutt í hafi í reynd verið í nægilega góðu ástandi til að tryggja að farmur inn væri geymdur við þau skilyrði sem áskilið hafi verið í farmbréfi, þ.e. við 5°C. Ekki sé á því byggt af hálfu stefnanda að hitastigið hafi verið rangt og því sé mótmælt sem röngu og flytja við tilteknar aðstæður, en staðfest hafi verið af dómstólum að á farmflytjendum hvíli ekki skylda til að geta sér til um þær aðstæður sem beri að flytja eða geyma farm við, heldur takmarkist skyldur þeirra við þau fyrirmæli sem gefin séu í farmbréfi . Hafi gámurinn verið í því ástandi sem stefnandi lýsi og byggi á, hafi sendandi átt að sjá það við eðlilega skoðun á gáminum svo sem honum hafi borið skyld til að gera, sbr. 15. gr. (ii)(d) í flutningsskilmálum stefnda. Beri stefndi ekki ábyrgð á tapi eð a skemmdum á innihaldi gáms, hafi gámur ekki verið fylltur, stúfaður/lestaður/hlaðinn eða í hann sett af stefnda, ef slíkt tap, skemmdir, ábyrgð eða kostnaður orsakist af vanhæfni eða lélegu ástandi gáms, sem hefði mátt sjá við eðlilega skoðun viðskiptaman ns á eða fyrir þann tíma þegar gámurinn var fylltur, hlaðinn eða í hann sett. Sendandi hafi engar athugasemdir gert við ástand gámsins. Sé það ástand orsök tjóns leiði athafnaleysi sendanda til þess að stefndi beri ekki ábyrgð á því sbr. framangreint ákvæð i í flutningsskilmálum stefnda og einnig i - lið 1. mgr. 68. gr. siglingarlaganna. Augljóst ósamræmi sé í málatilbúnaði stefnanda hvað þetta varðar þar sem annars vegar sé staðhæft að gámurinn hafi verið skoðaður af sendanda farmsins, sem hafi ekki komið aug a á ágalla á honum, og hins vegar sé því lýst að gámurinn hafi verið óhæfur til flutnings á matvælum og að skemmdirnar á honum hafi verið gamlar. Loks sé því hafnað af hálfu stefnda að umrætt ryk eða salli sé upprunnið innan úr gáminum, svo sem stefnandi haldi fram. Það sé ósannað og beri stefnandi sönnunarbyrðina fyrir þeirri staðhæfingu. Jafn líklegt sé eða líklegra að ryk hafi komist inn í gáminn á meðan á flutningi hans landleiðina frá Rotterdam til hafnar stóð. Í öllu falli sé slíkur vafi uppi um uppr una ryksins að ekki verði komist hjá því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Að endingu er bent á áðurnefndan fyrirvara á farmbréfi þar sem fram komi a stefndi beri ekki ábyrgð á misræmi í talningu eða á tapi eða skemmdum á farmi. Fyrirvarinn sé í fullu samræmi við 1. og 2. mgr. 102. gr. og 2. mgr. 118. gr. siglingalaga. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda um sýknu krefst stefndi þess til vara að krafa stefnanda verði lækkuð. Varakröfu sína byggir stefnandi á því, verði talið að farmurinn hafi skemmst í skilningi 68. gr. siglingarlaga, þá geti það einungis átt við um þann hluta farmsins sem komst í snertingu við rykið eða öskuna, þ.e. aðeins efsta lag kassa í gáminum, í mesta lagi 264 kassar af þeim 2436 kössum sem voru í gáminum. Vísast í þessu efni t il lýsinga skoðunarmanna á umfangi mengunar í gáminum. Meint tjón stefnanda samkvæmt framangreindu geti því í mesta lagi numið 337.650 krónum. Þá mótmælir stefndi því að umsýslukostnaður og förgunarkostnaður falli undir 1. mgr. 70 . gr. siglingalaga. Með v ísan til skýrs orðalags þess ákvæðis, auk 7. gr. flutningsskilmála stefnda, sbr. einnig 8. gr. (ii), sé ljóst að allt afleitt og óbeint tjón stefnanda sé undanskilið hugsanlegri bótafjárhæð. Loks mótmælir stefndi kröfu stefnanda um dráttarvexti. Óumdeilt sé að flutningsskilmálar stefndu gildi um réttarsamband aðila. Samkvæmt síðari málslið 10. gr. skilmálanna skal ekki koma til vaxta af neinni kröfu á hendur farmflytjanda fyrr en frá uppkvaðningu dóms. Af 2. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, leiði að ákvæði II. kafla um almenna vexti og IV. kafla um dráttarvexti gildi því aðeins að ekki leiði annað af samningi, venju eða lögum. Ákvæði vaxtalaga gildi því ekki um samningssamband aðila, enda leiðir annað af samningi þeirra. 10 Forsendur og niðurstaða dóms Í máli þessu er deilt um það hvort smjörlíkisfarmur sem fluttur var í kæligámi með skipi stefnda frá Rotterdam til Reykjavíkur hafi skemmst af ástæðum sem stefndi beri ábyrgð á. Eigandi vörunnar var með ábyrgðartryggingu hjá stefnanda sem g reiddi honum bætur á grundvelli tryggingarinnar vegna tjóns sem miðast við að öll vörusendingin hafi verið ónýt. Stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að farmurinn hafi verið ónýtur. Í málinu er óumdeilt að þegar gámurinn var opnaður á starfsstöð mót takanda 11. júní 2015 hafi komið í ljós að fíngerður salli lá yfir öllu innihaldi gámsins. Í skýrslu rannsóknarþjónustu Sýnis ehf. er því nánar lýst að skoðunarmenn hafi séð lag af þessum salla yfir öllum farminum og fundið lykt sem minnti á kolalykt. Sall inn hafi legið á öllum lóðréttum flötum og komist inn á milli efstu kassanna. Í skýrslu B - Skoðunar slf. er því einnig lýst að sallinn hafi legið yfir öllum efstu kössunum og tekið fram að sallinn hafi verið mestur út við hurð og grófari á þeim stað, en þyn nri og fínni þegar innar dró í gáminum. Jafnframt er því lýst í sömu skýrslu að komið hafi í ljós, eftir að gámurinn var tæmdur, að sams konar salli var undir neðstu kössunum á botni gámsins. Í skýrslu Navis ehf. segir að efstu kassarnir hafi verið þaktir sandi eða ösku. Niðurstaða efnagreiningar, sem ekki er ágreiningur um í málinu, leiddi í ljós að sallinn sem lá ofan á farminum innihélt áloxíð. Efnið hefur tiltekna hættueiginleika sem lýst er í atvikalýsingu og matvæli sem komast í snertingu við það eru án efa menguð og ekki hæf til neyslu. Skýrsla Sýnis er unnin að beiðni eiganda vörunnar og voru ekki aðrir en fulltrúar hans viðstaddir þá skoðun. Hins vegar byggja bæði skýrsla B - skoðunar og Navis á sameiginlegri skoðun þar sem viðstaddir voru m.a. full trúar beggja aðila þessa máls. Þá komu allir skýrsluhöfundar fyrir dóm og staðfestu efni skýrslnanna. Eru þessi gögn og skýrslur fyrir dómi full sönnun þess að mengandi efni hafi verið í gáminum þegar hann var opnaður á starfsstöð móttakanda. Stefndi bygg ir á því að, þrátt fyrir niðurstöðu framangreindrar skoðunar á ástandi farmsins, liggi ekkert fyrir um það hvort smjörlíkið hafi verið ónýtt eða ónothæft til neyslu eða matvælaframleiðslu, þar sem ekki hafi verið rannsakað hvort mengunin hafi borist í vöru rnar sjálfar. Óumdeilt er að í gáminum var talsvert magn af áloxíðsalla. Jafnframt er óumdeilt að smjörlíkinu var ekki pakkað í þéttar umbúðir og ytri umbúðirnar voru ekki plastaðir. Í skýrslu Sýnis kemur fram að ekki sé hægt að útloka að sallinn hafi bori st í einhverjar einingar af vörunni. Ása Þorkelsdóttir, matvælafræðingur, staðfesti m.a. framangreint í skýrslu fyrir dómi en sagðist ekki hafa gert frekari rannsóknir á því hvort efnið hafi í raun borist í matvælinn. Kvað hún það sitt mat að varan hafi ek ki verið hæf til manneldis í ljósi þeirrar mengunar sem borist hafði inn í gáminn. Með hliðsjón af framangreindu er fallist á það með stefnanda að móttakanda vörunnar hafi verið rétt að neita að taka við henni þar sem hætta var á að gæði vörunnar væru ófu llnægjandi vegna mengunar sem fannst inni í gáminum. Breytir það ekki þessari niðurstöðu þótt frekari rannsóknir kynnu að hafa leitt í ljós að farmurinn, eða hluti hans, hafi í raun ekki mengast. Er í þessu sambandi höfð hliðsjón af þeim ströngu kröfum sem gerðar eru til matvælaframleiðenda samkvæmt lögum um matvæli nr. 93/1995, sbr. einkum IV. kafla laganna. Verður því lagt til grundvallar úrlausn málsins að farmurinn í heild hafi verið skemmdur í skilningi 1. mgr. 68. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Ekki e r um það deilt að gámurinn sem stefnandi lagði til fyrir flutning á umræddum farmi var í ólagi þegar komið var með hann til vörumóttakanda á Íslandi. Bæði í skýrslu B - Skoðunar og í skýrslu Navis kemur fram að gámurinn hafi verið óþéttur. Segir í skýrslu B - Skoðunar að boltar sem eigi að halda kælibúnaði við gafl gámsins hafi verið lausir og ryðgaðir og þéttikantur slitinn og laus. Þá er tekið fram í skýrslunni 11 að allir viðstaddir hafi verið sammála um að þessar skemmdir væru gamlar. Skoðunarmaður B - Skoðunar skoðaði einnig gáminn eftir að búið var að tæma hann. Segir í skýrslunni að þá hafi komið í ljós að mikil tæring og hrúður hafi verið í gáminum, einkum innarlega. Hafi þessi tæring bæði verið á gólfplötu og T - prófílum sem varan hafi staðið á. Niðurstaða sk oðunarmanns var sú að sallinn hafi komið úr gólfinu og dreifst ofan á innihald gámsins með blæstri frá kælivélinni. Í skýrslu fyrir dómi lýsti Björgvin S. Vilhjálmsson skoðunarmaður B - Skoðunar því nánar hvernig hann taldi ástand gámsins hafa valdið umræddr i mengun. Í skýrslu Navis segir að engin augljós skýring sé á því hvernig sallinn barst yfir vörunar en líklegast sé að hann hafi komið gegnum kælikerfi gámsins. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að mögulegt sé að mengunin hafi borist í gegnum göt á gámi num á meðan hann beið þess að vera fluttur. Í skýrslu B - Skoðunar kemur fram það álit skoðunarmanns að gámurinn sé ekki hæfur til að flytja í kæld eða fryst matvæli. Í skýrslu Hermanns Haraldssonar, skoðunarmanns hjá Navis, fyrir dómi kom fram að hann teldi að gámurinn hafi ekki verið farmhæfur til að flytja í matvæli. Samkvæmt 3. mgr. 68. gr. siglingarlaga nr. 34/1985 ber farmflytjandi ábyrgð á því ef tjón hlýst af óhaffærni skips eða ef tjónið er afleiðing þess að hann, eða einhver sem hann ber ábyrgð á, hefur ekki með eðlilegri árvekni séð til þess að skipið var haffært við upphaf ferðar. Er fallist á það með stefnanda að meðal þess sem stefndi beri ábyrgð á, á grundvelli þessa ákvæðis, sé að gámurinn sem hann lagði til við flutninginn sé í því ástandi se m vænta megi til að koma vörunni heilli á áfangastað. Með þeim gögnum sem að framan eru rakin um ástand gámsins við komuna til landsins hefur stefnandi leitt sterkar líkum að því að gámurinn hafi þegar stefndi afhenti hann verið óhæfur til að flytja í mat væli. Vísast í þessu efni til skoðunarskýrslna B - Skoðunar og Navis og skýrslu skoðunarmanna fyrir dómi. Stefndi hefur engin gögn lagt fram sem varpa ljósi á ástand gámsins við upphaf ferðar, eða því hvernig viðhaldi hans og hreinsun var háttað áður en að f lutningi kom eða síðar. Verður hann, með vísan til sönnunarreglna í 3. mgr. 68. gr. siglingarlaga nr. 34/1985 að bera hallan af þeim sönnunarskorti og verður lagt til grundvallar úrslausn málsins að gámurinn hafi þá þegar við upphaf ferðar verið óhæfur til matvælaflutninga. Ber stefndi af þeim sökum ábyrgð á tjóni farmflytjanda sbr. 1. mgr. 68. gr. sömu laga og þar með tjóni stefnanda, sem hefur fengið framselda kröfu hans á hendur stefnda. Breytir það engu um þessa niðurstöðu þótt óljóst sé hvort mengunin sem sannanlegar var inni í gáminn þegar hann var opnaður hjá viðtakanda á Íslandi stafi af því að utanaðkomandi efni hafi borist inn í hann eða að tæring innan úr honum sjálfum hafi komist á hreyfingu. Þá er heldur ekki fallist á það með stefnda að það get i breytt þessari niðurstöðu, þótt ekki sé hægt að útiloka að mengunin hafi að hluta eða öllu leyti borist í gáminn áður en honum var skipað um borð í skip stefnda. Eftir sem áður er orsök tjónsins sú að gámurinn var óhæfur til flutninga matvæla og á því be r stefndi ábyrgð samkvæmt nefndum ákvæðum siglingarlaga. Að endingu er því hafnað að stefndi verði leystur undan ábyrgð skv. 1. mgr. 68. gr. með vísan til þess að sendandi vörunnar hafi vanrækt skoðunarskyldu sína sbr. i - lið 2. mgr. sömu greinar. Ekkert li ggur fyrir í málinu sem bendir til að sú skoðunarskylda hafi verið vanrækt eða að ástand gámsins hafi, án rannsókna á borð við þær sem gerðar voru af fagmönnum þegar gámurinn kom til landsins, mátt vera sendanda vörunnar ljóst. Bótakrafa stefnanda byggist á verðmæti vörunnar, sem var 3.376.495 krónur, kostnaði af umsýslu hennar og förgun sem samtals nemur liðlega 800.000 krónum og liggja fyrir reikningar vegna þeirra kostnaðarliða. Áður hefur dómurinn tekið afstöðu til þess að vörusendingin í heild hafi sk emmst. Stefndi andmælir því að bera ábyrgð á umsýslu - og förgunarkostnaði. Samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar skal tjónvaldur bæta að fullu það tjón sem leiðir af bótaskyldri athöfn eða athafnaleysi. Ákvæði 1. mgr. 70. gr. siglingarlaga kemur ekki í veg f yrir að tjónþoli geti krafið tjónvald um sannanlegt tjón sem stafar af vanefndum hans. Vísast um þetta til niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 362/2002 frá 3. apríl 2003. Samkvæmt þessu verður bótakrafa stefnanda tekin til greina í heild sinni. Þá veður að endingu fallist á kröfu stefnanda um dráttarvexti af kröfunni frá 18. mars 2016 en þá var mánuður liðinn frá því hann krafði stefnda um greiðslu kröfunnar, sbr. 9. og 1. mgr. 6. gr. sbr. 11. gr. laga 12 um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Bótaskylda stefnd a samkvæmt niðurstöðu dómsins byggist á því að hann hafi vanrækt að láta stefnanda í té notahæfan gám og þar með vanrækt verulega skyldu sína samkvæmt samningi aðila. Verður því ákvæðum í skilmálum stefnda um takmarkaðan rétt til dráttarvaxta ekki beitt hé r. Með vísan til niðurstöðu málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sem er hæfilega ákveðinn 1.200.000 krónur. Einar Baldvin Axelsson lögmaður flutti málið af hálfu stefnanda og Guðrún Lilja Sig urðardóttir lögmaður af hálfu stefnda. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. D ó m s o r ð: Stefndi, Samskip hf., greiði stefnanda, Vátryggingafélagi Íslands, 4.176.944 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingar, nr. 38/2011, frá 18. mars 2016 til greiðsludags og 1.200.000 krónur í málskostnað.