LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 163/2019 : Ákæruvaldið (Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn X (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) ( Þorbjörg Inga Jónsdóttir réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Ákæra. Ákæruvald. Stjórnvaldsákvörðun. Frávísun frá héraðsdómi. Skilorðsbundin frestun ákæru. Útdráttur X var með ákæru 31. maí 2018 borinn sökum um brot gegn 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með bréfi embættis héraðssaksóknara 23. aprí l sama ár hafði hann verið boðaður á skrifstofu embættisins 3. maí 2020 til kynningar á ákvörðun embættisins um að ljúka málinu með útgáfu skilorðsbundinnar frestunar ákæru fyrir brot gegn 199. gr. almennra hegningarlaga samkvæmt heimild í 56. gr. sömu lag a, sbr. 2. mgr. 146. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. X mætti ekki á hinum boðaða tíma en upplýsti fyrri verjanda sinn um það með smáskilaboðum 18. annars vísað til þess að fullnægt hefði verið lagaskilyrðum 56. gr. almennra hegningarlaga til að falla frá saksókn á hendur X með skilorðsbundinni frestun ákæru. Ákvörðun þess efnis hafi verið birt honum með fyrrgreindu bréfi þar sem skýrlega hafi verið tekið fram að ákv eðið hefði verið að ljúka málinu á þann veg og vísað til viðeigandi lagaákvæða. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefði sú ákvörðun orðið bindandi eftir að bréfið hafi verið komið til X. Þar sem héraðssaksóknari hefði verið bundinn af lö gmætri ákvörðun sinni hafi honum verið óheimilt að hverfa frá henni og gefa út ákæru í málinu nema að uppfylltum skilyrðum 4. mgr. 56. gr. almennra hegningarlaga. Þar sem þeim skilyrðum hafi ekki verið fullnægt hefði brostið heimild til útgáfu ákæru í máli nu. Því var málinu vísað frá héraðsdómi. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Bragadóttir . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 15. febrúar 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 24. janúar 2019 í málinu nr. S - /2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu, til vara að ákvörðun refsingar verði frestað en að því frágengnu að refsing verði milduð. Þá krefst ákærði þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. 4 Brotaþoli, A , krefst þess að héraðs dómur verði staðfestur um einkaréttarkröfu sína. Málsatvik 5 Lögreglurannsókn hófst á ætluðu kynferðisbroti ákærða 31. maí 2016 þegar brotaþoli og móðir hennar gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þar kom fram að brotið hefði átt sér stað í byrjun júní 2015 í þar sem brotaþoli og ákærði voru í skólaferðalagi . Við skýrslutökuna lýsti brotaþoli því að hún hefði sofnað við hlið ákærða um nóttina en þau hefðu verið góðir vinir. Hún hefði síðan vaknað um nóttina við það að ákærði var að káfa á brjóstum hennar i nnan klæða. Hún kvaðst hafa spurt hann hvað hann væri að gera og síðan velt sér yfir á magann og náð að sofna. Hún hafi síðan vaknað við að ákærði hafi komið við rassinn á henni innan klæða, strokið henni á kynfærasvæðinu og sett fingur inn í leggöng. Hafi hún náð að mjaka sér frá honum en frosið og ekki getað sagt neitt. Ákærði hafi síðan hætt og hún sofnað aftur. 6 Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 8. júlí 2016. Þar var lýsing brotaþola á háttsemi hans borin undir hann. Kvað hann þá lýsingu vera rétta að nok kru leyti en neitaði því að hafa komið við brotaþola innan klæða og sett fingur inn í leggöng. Lýsti hann því að hann hefði sofnað við hlið brotaþola um nóttina en vaknað nokkru síðar og þá talið hana vera sofandi. Hafi hann þá káfað á rassi hennar, brjóst um og á kynfærum utan klæða en hætt þegar hann skynjaði að hún væri líklega vöknuð. Sæi hann mikið eftir því sem hann hafi gert á hlut brotaþola. 7 Vitni sem gáfu skýrslu hjá lögreglu kváðust ekki hafa orðið vör við neitt af því sem gerðist milli ákærða og b rotaþola umrædda nótt. Þau lýstu aftur á móti því sem brotaþoli hafði sagt þeim síðar um snertingar ákærða. 8 Með bréfi 23. apríl 2018 var ákærða tilkynnt að héraðssaksóknari hefði ákveðið að ljúka málinu með skilorðsbundinni ákærufrestun samkvæmt heimild í 56. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 2. mgr. 146. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Fram kom í bréfinu að talið væri að umrætt brot varðaði við 199. gr. almennra hegningarlaga. Þar var þess einnig getið að heimilt væri að fresta útgáfu ákæru skilorðsbundið um tiltekinn tíma þegar sakborningur hefði játað brot sitt og um væri að ræða brot sem ungt fólk á aldrinum 15 til 21 árs hefði framið. Í niðurlagi bréfsins segir að af þessu tilefni sé ákærði boðaður til að mæta á skrifstofu 3 hé raðssaksóknara fimmtudaginn 3. maí 2018 kl. 10 en þá verði honum kynnt ákvörðunin. Bréfið ber með sér að afrit hafi verið sent þáverandi verjanda ákærða. 9 kemur fram að m ánudaginn 23. apríl 2018 hafi brot ákærða gegn 199. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 verið tekið fyrir á skrifstofu héraðssaksóknara. Brotinu er þar lýst á þann veg að ákærði hefði aðfaranótt 5. júní 2015 í káf að á brjóstum, rassi og kynfærum brotaþola. Því næst segir þar að með heimild í 56. gr. almennra hegningarlaga sé hér með ákveðið að fresta ákæru út af fyrrgreindu broti í tvö ár frá og með 23. apríl 2018. Taka megi málið upp að nýju ef ákærði gerist sekur um nýtt brot á skilorðstíma. Skjalið er undirritað af aðstoðarsaksóknara. Neðan við þá undirritun er texti sem gefur til kynna að 3. maí 2018 hafi verið áformað að ákærði kæmi á skrifstofu héraðssaksóknara þar sem honum yrði kynnt þýðing ákærufrestunar og skilyrði hennar svo og afleiðingar skilorðsrofa. Þá er þar gert ráð fyrir að ákærði riti undir skjalið þar sem hann staðfesti að sér hafi verið kynnt framangreind ákvörðun og áhrif skilorðsrofa. 10 Ákærði mætti ekki á skrifstofu héraðssaksóknara á ofangreind um degi og undirritaði ekki framangreint skjal hvorki þá né síðar. Í málinu liggja fyrir smáskilaboð milli ákærða og þáverandi verjanda hans. Þar segir ákærði 18. maí 2018 að hann hafi 11 Ákæra var gefin út á hendur ákærða 31. m aí 2018. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi er hann þar borinn sökum um að hafa káfað á brotaþola innanklæða á brjóstum, rassi og kynfærum og stungið fingri inn í leggöng gegn vilja hennar. Brotið er í ákæru heimfært til 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Með hinum áfrýjaða dómi, sem kveðinn var upp 24. janúar 2019, var ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt ákæru. Refsing hans var ákveðin fangelsi í tvö ár en fullnustu hennar frestað í tvö ár. Niðurstaða 12 Í 1. mgr. 56. gr. almennra hegning arlaga er mælt fyrir um heimild ákæranda til að falla frá saksókn með því að fresta ákæru skilorðsbundið. Þar segir að þegar aðili hefur játað brot sitt sé heimilt að fresta um tiltekinn tíma ákæru til refsingar út af því meðal annars vegna brota sem ungli ngar á aldrinum 15 til 21 árs hafa framið. 13 Í 2. mgr. 146. gr. laga nr. 88/2008 segir að falla megi frá saksókn með því að fresta ákæru skilorðsbundið samkvæmt almennum hegningarlögum. Samkvæmt 1. mgr. 147. gr. sömu laga er ekki skylt að gefa þeim sem hlut á að máli kost á að tjá sig áður en slík ákvörðun er tekin. Nánari fyrirmæli eru í greininni um málsmeðferð þegar ákærandi ákveður að fella mál niður eða falla frá saksókn. Þau taka meðal annars til ákvörðunar sem reist er á 2. mgr. 146. gr. laganna um sk ilorðsbundna frestun ákæru samkvæmt 56. gr. almennra hegningarlaga. Hvorki í almennum hegningarlögum né í lögum nr. 88/2008 er gert ráð fyrir að sakborningur þurfi að samþykkja að gangast undir þau málalok. Þvert á móti er út frá því gengið að ákærandi tak i um það einhliða 4 ákvörðun þótt honum beri, áður en ákvörðun er tekin, að gæta að því að fyrir liggi játning sakbornings. 14 Þegar ákærði framdi brot það sem hann játaði við skýrslugjöf hjá lögreglu 8. júlí 2016 og féll undir 199. gr. almennra hegningarlaga var hann ára. Samkvæmt því var fullnægt skilyrðum 56. gr. almennra hegningarlaga til að falla frá saksókn á hendur honum með skilorðsbundinni frestun ákæru. Ákvörðun þess efnis var birt honum með bréfi 23. apríl 2018 þar sem skýrlega var tekið fram að héraðssaksóknari hefði ákveðið að ljúka málinu á þann veg og vísað til viðeigandi lagaákvæða í almennum hegningarlögum og lögum nr. 88/2008. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 varð sú ákvörðun bindandi eftir að bréfið var komið til ákærða . Ekkert er fram komið í málinu sem styður að héraðssaksóknara hafi verið heimilt að eigin frumkvæði að taka málið upp að nýju eða afturkalla framangreinda ákvörðun, sbr. VI. kafla stjórnsýslulaga. Þá lagði ríkissaksóknari hvorki fyrir héraðssaksóknara að höfða málið samkvæmt heimild í 6. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008 né felldi hann ákvörðun hans úr gildi samkvæmt 2. eða 3. mgr. 147. gr. laganna. 15 Af framlögðum gögnum og málatilbúnaði ákærða verður ekki annað ráðið en að vilji hans hafi staðið til þess að m álið færi ekki fyrir dóm. Atvik eru því ekki hliðstæð þeim sem um er fjallað í dómi Hæstaréttar Íslands sem birtur er í dómasafni réttarins árið 1993 á bls. 1475. 16 Samkvæmt 6. mgr. 56. gr. almennra hegningarlaga ber ákæranda að kynna rækilega fyrir sakborni ngi skilyrði ákærufrestunar og gera honum ljósar afleiðingar skilorðsrofa. Ekki er mælt fyrir um hvernig standa beri að þeirri upplýsingagjöf. Þótt ákærandi hafi ekki náð að gera það á fundi 3. maí 2018 vegna fjarveru ákærða mælti ekkert gegn því að það yr ði gert skriflega eða á öðrum fundi. Þá gat fjarvera ákærða á umræddum fundi ekki hnekkt þeirri ákvörðun ákæranda sem hafði þegar verið birt ákærða. 17 Þar sem héraðssaksóknari var samkvæmt framansögðu bundinn af lögmætri ákvörðun sinni 23. apríl 2018, sem ti lkynnt hafði verið ákærða, var honum óheimilt að hverfa frá henni og gefa út ákæru í málinu nema að uppfylltum skilyrðum 4. mgr. 56. gr. almennra hegningarlaga. Þar sem þeim skilyrðum var ekki fullnægt brast héraðssaksóknara heimild til útgáfu ákæru í máli nu. Með hliðsjón af dómaframkvæmd, og þá einkum dómi Hæstaréttar Íslands 17. mars 1995, sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 791, ber að vísa málinu frá héraðsdómi. Af þessu leiðir að kröfu brotaþola um miskabætur er einnig vísað frá héraðsdóm i, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. 18 Eftir þessari niðurstöðu ber að greiða allan sakarkostnað málsins úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjenda ákærða og þóknun réttargæslumanns brotaþola í héraði, sem ákveðin voru í hinum áfrýjaða dómi, auk þóknunar verjanda og réttargæslumanns 5 fyrir Landsrétti, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður málsins í héraði, þar með taldar þóknanir verjenda ák ærða og réttargæslumanns brotaþola sem þar voru ákveðnar, og allur áfrýjunarkostnaður málsins fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun skipaðs verjanda ákærða fyrir Landsrétti, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 868.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola fyrir Landsrétti, Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, 372.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness fimmtudaginn 24. janúar 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 29. nóvember 2018, höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 31. maí 2018 á hendur ákærða, X, kt. [...], [...], [...]; káfað innanklæða á brjóstum, rassi og kynfærum A og stungið fingri inn í leggöng hennar, gegn hennar vilja, þar sem hún lá sofandi til hliðar við ákærða á dýnu á gólfi [...] og þannig nýtt sér það að A var sofandi og eftir að hún vaknaði og ákærði varð þess var haldið framangreindu áfram án þess að hafa til þess samþykki A og ekki látið af háttseminni fyrr en A kom sér frá honum. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Einkaréttarkrafa: Af hálfu A, kt. [...], er krafist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð kr. 2.000.000. - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 5. júní 2015 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er krafist greiðslu þóknunar réttargæslumanns úr hendi ákærða að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Kröfur ákærða í málinu eru aðallega þær að ákærði verði sýknaður en til vara að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Hvað bótakröfu brotaþola varðar krefst ákærði þess aðallega að kröfunni verði vísað frá dómi en til vara að krafan verði lækkuð verulega. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa samkvæmt fra mlagðri tímaskýrslu, sem greiðist úr ríkissjóði. I Vorið 2016 óskaði [...] eftir því bréflega við lögreglu að rannsókn yrði hafin á meintu kynferðisbroti ákærða gegn brotaþola. Var beiðnin sett fram í kjölfar þess að brotaþoli hafði samband við starfsmann barnaverndar og setti fram ósk um að rannsókn yrði hafin á málinu. Í erindi [...] kom fram að móðir brotaþola hefði rætt við starfsmann barnaverndar í september 2015 eftir að tilkynning barst um að stúlkan hefði verið áreitt kynferðislega í [...]ferðalagi [...] vorið 2015. Í því samtali hefði komið fram hjá móður brotaþola að stúlkunni hefði liðið ömurlega um sumarið og vegna þeirrar vanlíðanar hefði hún sótt viðtöl hjá sálfræðingi. Ákærði og brotaþoli hefðu tilheyrt sama vinahópi og hefði þetta atvik sett vinahópinn á hvolf. Ákærði hefði í kjölfar atviksins sent brotaþola skilaboð á facebook - samskiptaforritinu þar sem hann hefði beðið brotaþola um að láta málið kyrrt liggja og hann meðal annars [...], færi það lengra. Í samskiptunum hefðu komið fram vísbend ingar um að ákærði hefði gert á hlut stúlkunnar. Þar sem brotaþoli hefði hvorki viljað ræða við barnavernd né fara í skýrslutöku hjá lögreglu hefði málinu verið 6 lokað hjá barnavernd um haustið 2015 með þeim skilaboðum að stúlkan skyldi hafa samband aftur, snerist henni hugur. Í bréfi [...] kom fram sú lýsing á atvikum að í fyrrnefndu skólaferðalagi hefðu nemendur sofið saman í [...] og hefði ekki verið greint á milli kynja. Eina nóttina hefði brotaþoli vaknað við að ákærði var að þreifa á kynfærum hennar, i nnan klæða. Tekin var skýrsla af brotaþola hjá lögreglu vegna málsins 31. maí 2016. Í skýrslu brotaþola kom meðal annars fram að ákærði hefði í skólaferðalaginu káfað á brjóstum hennar innan klæða og ekki hætt þótt hún sneri sér við. Þá hefði hann einnig káfað á rassi brotaþola og kynfærum og farið með fingur inn í leggöng hennar. Ákærði gaf skýrslu vegna málsins fyrir lögreglu 6. júní 2016. Í skýrslu hans kom meðal annars fram að fyrr um nóttina hefði hann, með leyfi brotaþola, klórað eða kitlað hana inn an klæða á rassi og á hliðum brjósta. Síðar um nóttina, eftir að brotaþoli var sofnuð, hefði hann káfað á brjóstum, rassi og kynfærum brotaþola. Allt sagði ákærði það hafa verið utan klæða og neitaði hann því að hafa farið undir föt brotaþola að öðru leyti Við rannsókn málsins tók lögregla skýrslu af móður brotaþola og þremur vinkonum stúlkunnar. Þá var aflað vottorðs B sálfræðings, sem hafði brotaþola í meðferð um tíma vegna afleiðinga meintra brota ákærða. Ranns ókn lögreglu lauk í september 2016. Með bréfi 23. apríl 2018 var ákærða boðið að mæta á skrifstofu héraðs saksóknara 3. maí sama ár. Fram kom í boðunarbréfinu að þar yrði honum kynnt ákvörðun héraðssaksóknara um að ljúka málinu með skilorðsbundinni ákærufr estun vegna brots sem ákærði var sagður hafa játað og varðaði við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði mætti ekki á boðuðum tíma og varð því ekki af því að málinu lyki með skilorðsbundinni frestun ákæru. Í kjölfarið gaf héraðssaksóknari út á kæru á hendur ákærða 31. maí 2018 þar sem ákærða er gefin að sök háttsemi sem ákæruvaldið telur varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. II Í skýrslu sinni við aðalmeðferð málsins lýsti ákærði atvikum máls svo að hann og brotaþoli hefðu ver ið í ferðalagi með skólafélögum sínum. Þau hefðu verið búin að vera mjög góðir vinir í langan tíma. Í skólaferðalaginu hefðu ákærði og brotaþoli eytt miklum tíma saman, meiri tíma en þau venjulega gerðu. Að kvöldi miðvikudagsins 3. júní 2015 hefðu stelpurn ar í ferðalaginu verið búnar að kvarta yfir því hversu þröngar kojurnar í [...] væru. Þar sem ákærði hefði verið á tvíbreiðri dýnu á gólfinu hefði brotaþoli spurt hann að því hvort hún mætti sofa á dýnunni hjá honum næstu nótt. Ákærði hefði svarað þeirri s purningu játandi. Aðfaranótt föstudagsins, um kl. 00:30, hefði brotaþoli komið inn í herbergið og farið að gera sig klára í háttinn. Ákærði hefði þá spurt brotaþola að því hvort hún hygðist sofa hjá honum á dýnunni og hefði hún svarað því játandi. Brotaþol i hefði síðan háttað sig þannig að ákærði sá ekki til og klætt sig í stuttbuxur og hlýrabol. Eftir að brotaþoli var lögst á dýnuna hjá ákærða hefðu þau talað saman í dágóða stund. Til tals hefði komið hversu þægilegt það væri að láta klóra sér þar sem mað ur sjálfur næði ekki til. Í framhaldinu hefði orðið úr að ákærði klóraði brotaþola í nokkra stund á rassinum. Ákærði hefði síðan einnig klórað til hliðar við annað brjóst hennar, í báðum tilvikum innan klæða. Ákærði sagði þetta hafa verið í annað skiptið s em hann klóraði brotaþola með þessum hætti. Að þessu loknu hefðu þau áfram rætt saman í stutta stund en síðan farið að sofa. Ákærði kvaðst hafa vaknað upp um nóttina. Hann hefði ekki litið á klukku en taldi að hún hefði spenntur út af ... fyrr um kvöldið og ég ákveð að kynfærum brotaþola, allt utan klæða. Það hefði staðið yfir í um fimm mínútur. Þá hefði ákærði skynjað að brotaþoli var vöknuð og hann í kjölfarið látið af lýstri háttsemi. Hann og brotaþoli hefðu síða n bæði farið aftur að sofa. 7 Ákærði sagðist strax hafa gert sér grein fyrir því um nóttina að hann væri að gera eitthvað rangt. Þegar hann hefði vaknað morguninn eftir hefði hann áttað sig enn betur á því að það sem hann hafði gert var alls ekki í lagi. Ák ærði kvaðst hafa séð mikið eftir því sem hann gerði. Nokkru síðar sagðist ákærði hafa fengið skilaboð frá brotaþola og hann í samskiptum þeirra í ftir það sagðist ákærði hafa bakkað út og viljað gefa brotaþola svigrúm, enda hefði hann vitað að þetta væri framkoma sem græfi undan trausti og ekki væri hægt að fyrirgefa. Ákærði tók fram að hann hefði haft af því áhyggjur þegar hann og brotaþoli [...] u m haustið, að vera hans í skólanum myndi valda brotaþola óöryggi. Ákærði sagðist hafa greint vini sínum, C, frá því sem gerðist í skólaferðalaginu. Öðrum hefði hann ekki sagt frá fyrr en löngu síðar. Þannig hefðu foreldrar hans ekki fengið vitneskju um mál ið fyrr en vorið 2016 þegar það var kært til lögreglu. Fyrir dómi voru framlögð facebook/messenger - samskipti borin undir ákærða. Staðfesti ákærði að um væri að ræða samskipti á milli hans og brotaþola. Þá staðfesti ákærði jafnframt að hafa ritað brotaþola bréf sem liggur frammi í málinu. Bréfið kvaðst ákærði hafa ritað að höfðu samráði við sálfræðing sinn, D, en til hennar hefði ákærði leitað vegna málsins að undirlagi barnaverndar. Tilgang bréfsins sagði ákærði hafa verið þann að sýna að honum væri ekki sa ma og að hann sæi virkilega eftir því sem hann gerði. Spurður út í afstöðu sína til þess boðs héraðssaksóknara að ljúka málinu með því að gangast undir skilorðsbundna frestun ákæru svaraði ákærði því til að það hefði verið vilji hans að ljúka málinu með þe im hætti. Hins vegar hefði verið ákveðið samskiptaleysi á milli ákærða og fyrri verjanda hans og þá hefði vanþekking ákærða á þýðingu svona gjörnings, og það hversu lengi hann var að taka afstöðu til boðsins, heldur ekki hjálpað til. Þar hefði haft áhrif a ð ákærði hefði hræðst málið og forðast að hugsa um það. Þegar ákærði hefði síðan viljað ganga frá málinu með fyrrgreindum hætti hefði það ekki lengur verið hægt en í ljós hefði komið að verjandinn hafði ekki haft samband við saksóknara til þess að fá viðbó tarfrest, eins og ákærði hefði óskað eftir við verjandann að hann gerði. Um aðstæður sínar nú bar ákærði að hann væri við nám í menntaskóla og samhliða því í [...]. Enn fremur væri hann í starfi þar sem hann ynni [...]. III A, brotaþoli í málinu, lýsti má lsatvikum svo fyrir dómi að hún hefði í skólaferðalaginu gist í tvær nætur í [...]. Í því herbergi sem brotaþoli svaf hefðu verið fimm kojur. Ákærði hefði sofið á dýnu á gólfinu. Fyrri nóttina hefði brotaþoli sofið í koju en hún ekki sofið vel vegna þess h versu þröng kojan var. Ákærði hefði því boðið brotaþola og E, vinkonu hennar, að sofa hjá sér á dýnunni. Um kl. 01:30 - 02:00 síðari nóttina sagðist brotaþoli hafa komið inn í herbergið og hefði ákærði þá legið vakandi á dýnunni á gólfinu. Ákærði hefði spurt brotaþola að því hvort hún ætlaði ekki að sofa á dýnunni hjá honum. Brotaþoli hefði svarað því játandi og lagst á dýnuna. Þau hefðu rætt saman í stutta stund en brotaþoli síðan sofnað. Aðspurð kannaðist brotaþoli hvorki við að ákærði hefði kitlað hana eða klórað henni á rassi eða til hliðar við brjóst né að eitthvað slíkt hefði komið til tals þeirra á milli áður en hún sofnaði. Ekkert slíkt hefði gerst. Brotaþoli kvaðst hafa vaknað við að finna hönd á öðru brjósti sínu. Hún hefði fyrst ekki áttað sig á aðs tæðum en síðan gert sér grein fyrir því að um hönd ákærða var að ræða. Brotaþoli sagði ákærða hafa snert bæði brjóst hennar. Hún hefði opnað augun og séð að ákærði lá á öxlinni á henni. Brotaþoli hefði spurt ákærða að því hvað hann væri að gera og hún síða n snúið sér undan. Ákærði hefði í framhaldinu farið með höndina niður á rass brotaþola. Hann hefði síðan fært höndina á píku hennar og farið með fingur inn í leggöngin. Brotaþoli sagðist hafa legið á maganum og reynt að koma sér frá ákærða. Um tíma hefði h ún verið komin af dýnunni og út á gólf. Ákærði hefði síðan hætt að leita á brotaþola og þau bæði sofnað. Brotaþoli sagði sér hafa liðið illa daginn eftir og hún forðast ákærða. Hún hefði haft á tilfinningunni að eins væri farið með hann. Þau hefðu ekkert r ætt saman daginn eftir atvikið en þann dag hefði skólaferðalaginu lokið. Brotaþoli kvaðst hafa eytt ákærða út af öllum samfélagsmiðlum og hefði hann innt hana eftir því hverju það sætti. Brotaþoli hefði í fyrstu engu svarað. Hún hefði síðan svarað 8 honum, þ egar hún gisti heima hjá vinkonu sinni, og sagt honum frá því að hún hefði verið vakandi nóttina [...]. Ákærði hefði þá viðurkennt að það sem hann gerði hefði verið rangt. Aðspurð kannaðist brotaþoli ekki við að hafa verið meira með ákærða í skólaferðalag inu en venjulega. Um samband þeirra fyrir ferðalagið bar brotaþoli að þau hefðu verið búin að vera vinir síðan [...]. [...]. Brotaþoli hefði borið traust til ákærða. Brotaþoli hefði hins vegar aldrei litið á ákærða sem annað en mjög góðan vin. Brotaþoli kv aðst hafa rætt það sem ákærði gerði um nóttina [...] við systur sína og móður. Hún hefði einnig sagt vinkonum sínum, F, G og E frá því að ákærði hefði snert hana innan klæða gegn hennar vilja. Tók brotaþoli fram að hún hefði ekkert verið að dreifa frásögn sinni af atvikinu en hún hins vegar svarað þeim sem spurðu hana um réttmæti frásagna af því. Fljótlega hefði atvikið verið orðið á allra vitorði í vinahópnum. Fram kom hjá brotaþola að ákærði hefði ítrekað beðið hana um það á facebook að vera ekki að tala um málið. Brotaþoli sagði málið hafa haft mikil áhrif á vinahópinn. Krakkana í hópnum sagði brotaþoli hafa reynst henni vel og þeir sýnt henni skilning. Brotaþoli sagði ákærða hafa orðið við beiðni hennar um að halda sig frá henni síðustu skóladagana um vo rið 2015. Hún sagði það hafa tekið sig talsverðan tíma að gera sér grein fyrir alvarleika brots ákærða. Um það bil ári eftir að atvik máls gerðust hefði komið fyrirlesari í skólann frá Druslugöngunni. Eftir að hafa hlýtt á hann hefði brotaþoli áttað sig á því að hún yrði að leggja fram kæru svo að ákærði gerði sér grein fyrir því að hegðun hans hefði verið óásættanleg. Fram kom hjá brotaþola að hún hefði fengið mikla aðstoð frá sálfræðingi í kjölfar atviksins. Vegna þeirrar meðferðar sem hún hafi fengið get i hún í dag verið á sama stað og ákærði. Brotaþoli hefði í fyrstu látið það sem gerðist stöðva sig í að fara á staði þar sem hún hefði átt von á ákærða. Hún geri það hins vegar ekki í dag. Hún reyni aftur á móti að leiða ákærða hjá sér, horfa í gegnum hann . Nánar um meðferðina hjá sálfræðingnum bar brotaþoli að í fyrstu hefði hún farið um það bil einu sinni í viku í viðtal en þegar frá leið hefði liðið lengri tími á milli þeirra. Brotaþoli sagðist enn glíma við [...] vegna brots ákærða og vera á [...]lyfjum . Þá haldi hún sig meira heima og fari minna út á meðal fólks en áður. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa lesið bréf það sem ákærði ritaði henni um það bil þremur mánuðum fyrir aðalmeðferð málsins. Fyrr hefði hún ekki verið tilbúin til þess að lesa bréfið sem h ún kvað lítið hafa gert fyrir sig. H, móðir brotaþola, kvaðst hafa frétt af því sem gerðist í skólaferðalaginu einum eða tveimur dögum eftir að brotaþoli kom heim úr ferðalaginu. Vitnið hefði strax veitt því athygli að eitthvað var að. Stúlkan hefði verið skrýtin í háttum, stutt í spuna og lokað sig af. Vitnið hefði í fyrstu skrifað þetta á þreytu og svefnleysi eftir ferðalagið. Brotaþoli hefði síðan sett appelsínugult myndtákn inn á instragram - reikning sinn sem systir hennar hefði séð. Hún hefði í kjölfar ið gengið á brotaþola með það hvað hún ætti við með merkinu og brotaþoli þá greint henni frá atvikinu [...]. Systir brotaþola hefði í framhaldinu upplýst vitnið um frásögn brotaþola. Vitnið hefði í kjölfarið rætt sjálft við brotaþola og hún þá lýst því fyr ir vitninu sem gerðist. Samtalið hefðu þær átt kvöldið áður en stúlkan [...]. Nánar um frásögn brotaþola af atvikum umrædda nótt bar vitnið að stúlkan hefði sagt ákærða hafa snert og strokið brotaþola innan klæða, bæði á kynfærum og brjóstum. Vitnið kvaðst ekki hafa spurt brotaþola nánar út í það sem gerðist þar sem það hefði viljað hlífa stúlkunni við því, enda hefði hún verið hágrátandi er hún greindi frá atvikum og þá hefði vitnið sjálft verið í áfalli. Sérstaklega aðspurt sagði vitnið brotaþola síðar, m ögulega haustið 2015, hafa greint vitninu frá því að ákærði hefði farið með fingur í leggöng hennar. Vitnið sagðist strax þetta sama kvöld hafa rætt við skólayfirvöld og greint þeim frá málinu. Skólayfirvöld hefðu síðan tilkynnt málið til barnaverndar. Vit nið kvaðst starfs síns vegna hafa vitað að langan tíma gæti tekið að fá aðstoð fyrir brotaþola í kerfinu og hefði vitnið því ákveðið að fara sjálft með hana til sálfræðings. Vitnið sagði líðan stúlkunnar hafa verið hörmulega til að byrja með. Sumarið 2015 hefði verið hörmung og brotaþoli lokað sig mikið af og verið mjög langt niðri. Stúlkan hefði gengið til sálfræðings allt sumarið og allt fram á nýtt ár. Líðan stúlkunnar hefði eitthvað lagast þegar hún [...] um haustið en hún samt sem áður verið mjög þung og fyrir hefði komið að hún kæmi hágrátandi heim úr 9 skólanum en stúlkunni hefði þótt erfitt að vera áfram í sama skóla og ákærði, jafnvel þótt þess hefði verið gætt af skólayfirvöldum að þau væru ekki saman [...]. Vitnið kvað brotaþola hafa verið það niður brotna vegna þess sem gerðist að hún hefði í upphafi ekki treyst sér til þess að kæra málið til lögreglu. F greindi svo frá fyrir dómi að brotaþoli hefði greint henni frá atviki sem gerst hefði í skólaferðalaginu í vikunni eftir að brotaþoli kom heim úr f erðalaginu. Brotaþoli hefði lýst atvikum svo að hún hefði legið undir sæng og hefði ákærði legið við hlið hennar. Ákærði hefði haldið að brotaþoli væri sofandi og hann farið með hendurnar inn fyrir fötin sem hún var í og snert hana. Komið hefði fram hjá br otaþola að ákærði hefði farið inn fyrir bol sem hún var í, náttbuxur hennar og nærbuxur, og snert hana. Brotaþoli hefði ekki vitað hvernig hún ætti að bregðast við þessum gjörðum ákærða og hún því legið i er hún greindi frá þessum atvikum. Kvaðst vitnið hafa lagt trúnað á frásögn brotaþola. Vitnið sagði brotaþola hafa liðið illa vegna þess sem gerðist og hún átt erfitt með að tala um það. Kvaðst vitnið vita til þess að brotaþoli hefði gengið til sálfræðings vegna þeirrar vanlíðanar sinnar. G sagðist hafa farið í skólaferðalagið með ákærða og brotaþola og sofið í sama herbergi og þau. Vitnið hefði hins vegar ekki frétt af því sem gerðist fyrr en heim var komið. Vitnið hefði verið heima hjá brotaþo la og hefði hún þá sagt vitninu frá því að síðustu nóttina í ferðalaginu hefði hún sofið við hlið ákærða. Um nóttina hefði hann farið með hendurnar inn á brotaþola og káfað á henni. Við það hefði brotaþola verið mjög brugðið og hún ekki vitað hvernig hún æ tti að bregðast við. Brotaþoli hefði átt erfitt er hún sagði frá og hún grátið. Vitnið sagði brotaþola hafa átt erfitt með að tala um það sem gerðist. Löngu síðar, eða á árinu 2018, hefði vitnið spurt brotaþola frekar út í málsatvik og brotaþoli þá sagt h enni að hana minnti að ákærði hefði jafnframt farið með fingur inn í leggöng hennar. Vitnið kvað brotaþola lengi hafa átt erfitt vegna þess sem gerðist og hún leitað sér sálfræðiaðstoðar vegna þess. Síðasta árið hefði brotaþoli verið að reyna að gleyma því sem gerðist og halda áfram. Það hefði reynst henni erfitt og tekið á. E bar fyrir dómi að hún hefði verið í umræddu skólaferðalagi. Vitnið hefði hins vegar ekki frétt af því sem gerðist síðasta kvöldið í ferðalaginu fyrr en nokkrum dögum eftir heimkomuna . Vitnið tók þó fram að það hefði veitt því athygli í rútunni á leiðinni heim að brotaþoli hefði verið mjög ólík sjálfri sér. Hún hefði virst leið og litið út eins og eitthvað hefði komið fyrir. Vitnið hefði ekki innt brotaþola eftir því hvort eitthvað ama ði að heldur einfaldlega gert ráð fyrir því að hún væri leið yfir því að ferðalagið væri á enda. Nokkrum dögum eftir heimkomuna sagði vitnið brotaþola hafa greint því frá því sem gerðist síðasta kvöldið í ferðalaginu. Brotaþoli hefði sagt að ákærði hefði k omið við hana á óviðeigandi hátt á meðan hún svaf. Hefði brotaþoli vaknað við snertingar ákærða. Brotaþoli hefði lýst snertingum ákærða nánar svo að hann hefði farið inn á hana og komið við kynfæri hennar. Hvort brotaþoli hefði lýst snertingu á kynfærum in nan klæða eða utan kvaðst vitnið ekki muna. Við þessa háttsemi ákærða hefði brotaþoli frosið. Hún hefði ekkert getað sagt og ekki getað hreyft sig. Vitið kvað brotaþola hafa liðið mjög illa þegar hún greindi vitninu frá því sem gerðist og hún átt erfitt me ð að lýsa atvikinu. Brotaþoli hefði verið með tárin í augunum, hún virst mjög stressuð og verið sár og leið. Vitnið hefði lagt trúnað á frásögn hennar. Brotaþoli hefði beðið vitnið um að segja engum frá því sem hún hefði trúað því fyrir. Vitnið kvaðst vita til þess að skömmu síðar hefði brotaþoli einnig sagt systur sinni frá þessu atviki, sem síðan hefði greint móður þeirra systra frá. Vitnið sagðist hafa greint mun á líðan brotaþola eftir atvikið. Henni hefði liðið mun verr og hún lítið viljað fara út. Þá hefði brotaþoli greint vitninu frá [...] sem hana hrjáði vegna málsins. 10 I kvaðst hafa verið einn þeirra nemenda sem farið hefðu í skólaferðalagið. Hefði hún verið með brotaþola og ákærða, sem hún kvað bæði hafa verið mjög góða vini sína, í herbergi ásamt fleiri krökkum. Vitnið sagðist ekki hafa orðið vitni að neinu óeðlilegu á milli ákærða og brotaþola í ferðalaginu. Vitnið kvað brotaþola hafa sagt sér frá því sem gerðist um nóttina nokkru síðar. Fram hefði komið hjá brotaþola að ákærði hefði farið inn á brotaþola með höndunum í heimildarleysi þegar hún var hefði gert það innan eða utan klæða. Brotaþoli hefði frosið við þessa háttsemi ákærða og ekki vi tað hvað til bragðs ætti að taka. Vitnið sagði ákærða hafa haft samband við sig í ágúst 2018. Hann hefði viljað létta á sér, lýsa sinni hlið á málinu. Ákærði hefði ekki vitað hvernig hann ætti að snúa sér í þeirri stöðu sem upp var komin. Ákærði hefði ský rt svo frá í samtali sínu við vitnið að hann og brotaþoli hefðu legið saman á dýnu á gólfinu. Ákærði hefði í framhaldinu farið inn á brotaþola, snert ha na, sem hann hefði svo séð eftir. J, félagsráðgjafi hjá [...], bar fyrir dómi að í september 2016 hefði barnaverndaryfirvöldum borist tilkynning um meint brot ákærða gegn brotaþola í skólaferðalagi. Þar sem brotaþoli hefði þegar tilkynningin barst þegar verið í sálfræðimeðferð hefði mál hennar ekki farið til vinnslu í Barnahúsi. Brotaþoli hefði á þessu stigi málsins ekki verið tilbúin til þess að leggja fram kæru. Móðir brotaþola hefði verið upplýst um þá afstöðu barnaverndar að talið væri rétt að mál sem þetta færu ávallt til rannsóknar hjá lögreglu og henni sagt að láta barnavernd vita ef stúlkunni snerist hugur. Í kjölfar tilkynningarinnar kvaðst vitnið hafa rætt við ákærða og móður hans. Úr hefði orðið að sótt hefði verið um svokallað [...] - úrræði til barnaverndarstofu og hefði ákærði í framhaldinu farið í viðtöl hjá D sálfræðingi. Átta eða níu mánuðum síðar, í apríl 2016, hefði barnavernd borist erindi frá móður brotaþola þess efnis að stúlkan vildi leggja fram kæru í málinu. Vitnið hefði í kjölfarið v ísað málinu bréflega til lögreglu. Reifun í bréfinu á frásögn brotaþola kvað vitnið vera komna frá móður hennar og hafa verið tekna niður eftir henni haustið 2015. Fljótlega eftir að málinu var vísað til lögreglu hefði D haft samband við vitnið til að kan na hvort möguleiki væri á því að ákærði gæti fengið að hitta brotaþola og biðja hana fyrirgefningar á háttsemi sinni, augliti til auglitis. Sú beiðni hefði verið borin undir meðferðaraðila brotaþola. Við þessari málaleitan hefði komið neikvætt svar. Vitnið kvaðst hafa um það vitneskju að að þeirri niðurstöðu fenginni hefði ákærði skrifað brotaþola bréf. Vitnið hefði hins vegar ekkert komið að því. IV Í málinu liggur frammi skýrsla B sálfræðings, dagsett 11. október 2016, um meðferð sem brotaþoli sótti hjá henni frá 23. júní 2015 til 5. janúar 2016 þar sem unnið var með afleiðingar meints kynferðisbrots ákærða gegn brotaþola. Fram kemur í skýrslunni að brotaþoli hafi mætt í níu viðtöl til sálfræðingsins. Í skýrslu sálfræðingsins er haft eftir brotaþola um má lsatvik að kynferðisbrotið hefði átt sér stað í [...]ferð á vegum [...]skólans. Kojurnar á gististaðnum hafi verið óþægilegar og því hafi brotaþoli og ákærði sofið saman á hans dýnu. Um nóttina hafi brotaþoli vaknað við að ákærði var að koma við líkama hen nar. Í fyrstu hafi hann snert hana á beran magann. Við það hafi brotaþoli frosið og ekki getað hindrað ákærða í að koma við kynfæri hennar. Daginn eftir hafi brotaþola liðið mjög illa og hún fengið í magann þegar hún sá ákærða. Í niðurlagi skýrslu sálfræði ngsins segir að brotaþoli hafi virst einlæg og sjálfri sér samkvæm í viðtölum. Þegar meint kynferðisbrot var rætt hafi orðið vart við streitueinkenni hjá brotaþola. Í viðtölunum hafi komið í ljós fjölmörg einkenni sem þekkt séu meðal þolenda kynferðisbrota . [...], auk þess sem brotaþoli hafi verið viðkvæm og lítið þurft til þess að hún færi í uppnám. Niðurstöður [...] - sjálfsmatskvarðans hafi sýnt [...]. Var það mat sálfræðingsins að við upphaf meðferðarinnar hafi brotaþoli uppfyllt greiningarskilmerki [...] . 11 Þá segir enn fremur í niðurlagi skýrslunnar að brotaþoli hafi upplifað mikinn trúnaðarbrest í kjölfar meints kynferðisbrots. Í meðferðinni hafi verið lögð áhersla á að takast á við þessar afleiðingar og aðrar algengar afleiðingar í kjölfar kynferðisbrota , svo sem [...]. Þrátt fyrir að meðferðinni sé lokið að svo stöddu sé erfitt að segja til um hvort þörf verði á frekari meðferð í framtíðinni en þekkt sé að þolendur kynferðisbrota glími oft við afleiðingar þeirra um langa hríð, ekki síst á mismunandi ævis keiðum. B kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og staðfesti og skýrði vottorð sitt. Eftir að kæra var lögð fram í apríl 2016 vegna meints kynferðisbrots ákærða sótti barnavernd, að höfðu samráði við ákærða og móður hans, um svokallað [...] - úrræði fyrir á kærða til barnaverndarstofu. Í framhaldinu fór ákærði í viðtöl hjá D sálfræðingi. Í vottorði hennar vegna þeirrar meðferðar, dagsettu 4. september 2018, kemur fram að í upphafi meðferðar hafi staða ákærða verið metin út frá áhættuþáttum. Ákærði hafi strax tekið ábyrgð á þeirri óviðeigandi hegðun sem hann hafi sýnt í skólaferðalaginu og hann viljað gera það sem hægt væri til að draga úr þeim skaða sem hann hefði valdið. Ákærði hafi í gegnum allt meðferðarferlið verið mjög samstarfsfús. Þar sem mat á áhættuþá ttum hafi verið mjög lágt og líkur á því að ákærði myndi sýna af sér frekari óviðeigandi hegðun af þeim sökum verið taldar litlar hafi meðferðarvinnan fyrst og fremst beinst að því að skoða hvernig hann gæti unnið að því að bæta fyrir óviðeigandi hegðun sí na og taka ábyrgð á gerðum sínum. Hluti af meðferðarvinnunni hafi verið að skrifa brotaþola bréf þar sem ákærði hafi beðið hana afsökunar. Bréfinu hafi verið komið til barnaverndar sem ætlað hafi að hafa milligöngu um að upplýsa brotaþola um tilvist þess. Í lok meðferðarinnar hafi staða ákærða verið endurmetin og hafi engir virkir áhættuþættir þá verið sýnilegir og engar vísbendingar verið um frekari óviðeigandi hegðun. D kom fyrir dóm og staðfesti og skýrði vottorð sitt. V Fyrir liggur að aðfaranótt 5. jú ní 2015 sváfu ákærði og brotaþoli saman á dýnu á gólfi [...]. Voru þau þar stödd ásamt fleirum í [...]ferðarlagi nemenda [...]. Í málinu er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa um nóttina káfað innanklæða á brjóstum, rassi og kynfærum brotaþola og stungið fingri inn í leggöng brotaþola, gegn hennar vilja, þar sem hún lá sofandi til hliðar við ákærða á dýnu á gólfi skálans og þannig nýtt sér það að brotaþoli var sofandi, og eftir að hún vaknaði og ákærði varð þess var haldið framangreindu áfram án þe ss að hafa til þess samþykki brotaþola og ekki látið af háttseminni fyrr en hún kom sér frá honum. Brotaþoli bar um málsatvik fyrir dómi að hún hefði komið inn í herbergið um kl. 01:30 - 02:00 um nóttina og hefði ákærði þá legið vakandi á dýnu á gólfinu. Ákæ rði hefði spurt brotaþola að því hvort hún ætlaði ekki að sofa á dýnunni hjá honum. Brotaþoli hefði svarað því játandi og lagst á dýnuna. Þau hefðu rætt saman í stutta stund en brotaþoli síðan sofnað. Hún kvaðst hafa vaknað við að finna hönd á öðru brjósti sínu. Brotaþoli hefði fyrst ekki áttað sig á aðstæðum en síðan gert sér grein fyrir því að um hönd ákærða var að ræða. Hún sagði ákærða hafa snert bæði brjóst hennar. Brotaþoli hefði opnað augun og séð að ákærði lá á öxlinni á henni. Brotaþoli hefði spurt ákærða að því hvað hann væri að gera og hún síðan snúið sér undan. Ákærði hefði í framhaldinu farið með höndina niður á rass brotaþola. Hann hefði síðan fært höndina á píku hennar og farið með fingur inn í leggöngin. Brotaþoli sagðist hafa legið á maganum og reynt að koma sér frá ákærða. Um tíma hefði hún verið komin af dýnunni og út á gólf. Ákærði hefði síðan hætt að leita á brotaþola og þau bæði sofnað. Ákærði hefur lýst þessum atvikum svo að um kl. 00:30 hefði brotaþoli komið inn í herbergið og farið að gera sig klára í háttinn. Ákærði hefði þá spurt brotaþola að því hvort hún hygðist sofa hjá honum á dýnunni og hefði hún svarað því játandi. Eftir að brotaþoli var lögst á dýnuna hjá ákærða hefðu þau talað saman í dágóða stund. Ákærði hefði síðan, með sam þykki brotaþola, klóraði henni í nokkra stund á rassinum og síðan einnig til hliðar við annað brjóst hennar, í báðum tilvikum innan klæða. Að þessu loknu hefðu þau rætt áfram saman í stutta stund en síðan farið að sofa. Ákærði hefði síðan vaknað upp um nót tina. Hann hefði ekki litið á klukku en taldi að hún hefði verið á bilinu 02:30 til 03:00. Ákærði sagðist ekki geta an tíma káfað á brjóstum, rassi og kynfærum brotaþola, allt utan klæða. Hann 12 hefði síðan skynjað að brotaþoli var vöknuð og í kjölfarið látið af þessari háttsemi sinni. Þau hefðu síðan bæði farið aftur að sofa. Brotaþoli og ákærði eru ein til frásagnar af atvikum umrædda nótt. Samkvæmt framansögðu hefur ákærði viðurkennt að hafa káfað á brjóstum, rassi og kynfærum brotaþola en segir það allt hafa verið utan klæða. Þá hefur hann neitað því að hafa farið með fingur inn í leggöng brotaþola og fyrir dómi kvaðs t hann hafa látið af háttsemi sinni þegar hann skynjaði að brotaþoli væri vöknuð. Samkvæmt því sem fram kom við vitnaleiðslur fyrir dómi greindi brotaþoli móður sinni og vinkonum, þeim F, G, E og I, öllum frá því sem gerðist umrædda nótt í skólaferðalaginu skömmu eftir að hún kom heim úr ferðalaginu. Öll báru vitnin um að brotaþoli hefði sagt ákærða hafa káfað á henni innan klæða. Þá má ráða af skýrslu B sálfræðings frá 11. október 2016, um meðferð sem brotaþoli sótti hjá henni, að stúlkan hafi greint sálfr æðingnum frá atvikum hvað þetta varðar með sambærilegum hætti, en í skýrslunni kemur fram að stúlkan hafi virst einlæg og sjálfri sér samkvæm í viðtölum. Brotaþoli hefur frá upphafi haldið því fram að ákærði hafi haldið þeirri háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru, áfram eftir að hún var vöknuð. Fyrir dómi bar ákærði um það atriði að þegar hann hefði skynjað að brotaþoli var vöknuð hefði hann látið af háttsemi sinni. Sá framburður ákærða er hins vegar ekki einungis í andstöðu við framburð brotaþola he ldur einnig framburð ákærða sjálfs hjá lögreglu. Hefur ákærði enga skýringu gefið á þessu misræmi í framburði sínum. Í málinu hefur ekkert komið fram sem gefur ástæðu til að ætla að brotaþoli hafi nokkra ástæðu til þess ýkja frásögn sína af atvikum og bera ákærða þyngri sökum en hann hefur sjálfur gengist við samkvæmt framansögðu. Þvert á móti er fram komið að áður en atvik máls gerðust var með þeim mikill vinskapur og ákærði stúlkunni kær vinur. Því til samræmis kemur fram í skýrslu B sálfræðings að brotaþ oli hafi upplifað mikinn trúnaðarbrest í kjölfar brots ákærða. Framburður brotaþola í málinu hefur samkvæmt áðursögðu verið stöðugur og greinargóður. Að öllu framangreindu heildstætt virtu er það mat dómsins að framburður hennar sé trúverðugur. Þykir því m ega slá því föstu með vísan til framburðar brotaþola og þess sem honum er til stuðnings samkvæmt framansögðu, gegn neitun ákærða, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða VI Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærða ekki áður verið gerð refsing. Ákærði var ungur að árum er hann framdi brot sitt, en hann var þá [...] ára gamall. Ákærði hefur frá upphafi gengist við því að hafa brotið gegn brotaþola umrædda nótt, þótt hann hafi ekki játað sakargiftir að öllu leyti. Þá hefur ákærði sótt meðferð hjá D sálfræðingi, en í vottorði hennar vegna meðferðar ákærða, sbr. k afla IV hér að framan, kemur meðal annars fram að ákærði hafi strax tekið ábyrgð á þeirri hegðun sem hann hafi sýnt í skólaferðalaginu og hann viljað gera það sem hægt væri til að draga úr þeim skaða sem hann hafi valdið. Verður litið til þessara atriða vi ð ákvörðun refsingar ákærða, sbr. 4., 5. og 8. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðisbrot en brot gegn 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga varðar fangelsi ekki skemur en í eitt ár og allt að 16 árum. Samkvæmt því og að teknu tilliti til þess sem áður var rakið, sbr. einnig 1. og 2. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, þykir refsing ákærða réttilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Atvik máls þessa gerðust 5. júní 2015. Kæra var lögð fram tæpu ári síðar, eða hinn 30. maí 2016. Rannsókn lögreglu lauk í október það sama ár. Ákæra var síðan gefin út 31. maí 2018. Voru þá liðin tæp þrjú ár frá broti ákærða. Veg na hins langa málsmeðferðartíma, ungs aldurs ákærða er hann framdi brotið, þess að hann hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi og að gættum dómi Landsréttar í máli nr. 165/2018, sem kveðinn var upp 16. nóvember 2018, þykir rétt að frest a fullnustu refsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VII 13 Í málinu krefst brotaþoli miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 2. 000.000 króna með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. júní 2015, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá því ákærða var birt bótakrafan til greiðsludags. Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn slegið því föstu að ákærði hafi brotið gegn brotaþola svo varði við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabóta laga nr. 50/1993. Bætur fyrir miska skulu ákvarðaðar eftir því sem sanngjarnt þykir og við mat á fjárhæð þeirra skal einkum líta til alvarleika brotsins, sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsins. Í dómaframkvæmd hefur því verið slegið föstu að brot af því tagi sem hér um ræðir séu almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum. Við mat á miskabótum til handa brotaþola þykir mega líta til skýrslu B sálfræðings frá 11. október 2016, en efni s kýrslunnar er að nokkru reifað í kafla IV hér að framan. Í skýrslunni kemur fram að í viðtölum sálfræðingsins við brotaþola hafi komið í ljós fjölmörg einkenni sem þekkt séu meðal þolenda kynferðisbrota. [...], auk þess sem brotaþoli hafi verið viðkvæm og lítið þurft til þess að hún færi í uppnám. Niðurstöður [...] - sjálfsmatskvarðans hafi sýnt [...]. Var það mat sálfræðingsins að við upphaf meðferðarinnar hefði brotaþoli uppfyllt greiningarskilmerki [...]. Þá segir í niðurlagi skýrslunnar að brotaþoli hafi upplifað mikinn trúnaðarbrest í kjölfar meints kynferðisbrots. Með vísan til alls framangreinds og að broti ákærða virtu þykja miskabætur til handa brotaþola réttilega ákvarðaðar 1.500.000 krónur. Um vexti og dráttarvexti af kröfunni fer svo sem í dómsorði greinir, en samkvæmt framlagðri upplýsingaskýrslu lögreglu var bótakrafa brotaþola kynnt ákærða 26. september 2016. VIII Með vísan til sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður honum gert að greiða allan sakar kostnað málsins. Ákærði dæmist því til að greiða sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti héraðssaksóknara, dagsettu 20. desember 2016, 120.000 krónur. Ákærði greiði einnig þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, þóknun verjand a síns á fyrri stigum málsins, Bjarna Haukssonar lögmanns, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Kolbrúnar Garðarsdóttur lögmanns, en þóknun verjenda og réttargæslu manns þykir að umfangi málsins virtu hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. D óm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Fyrir uppsögu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X, sæti fangelsi í tvö ár , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 1.658.840 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar l ögmanns, 653.480 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi málsins, Bjarna Haukssonar lögmanns, 379.440 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Kolbrúnar Garðarsdóttur lögm anns, 505.920 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Ákærði greiði brotaþola, A, 1.500.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. júní 2015 til 26. október 2016, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu la ga frá þeim degi til greiðsludags.