LANDSRÉTTUR Úrskurður miðviku daginn 21 . nóvember 2018 . Mál nr. 854/2018: Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Ómar Örn Bjarnþórsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Har ðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. nóvember 2018 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 16. nóvember 2018, í málinu nr. R - /2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 14. desember 2018 klukkan 13. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðahaldi verði markaður skemmri tími. 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. R - 40/2018: allt að fjórar vikur frá uppkvaðningu úrskurðar, eða ti l föstudagsins 14. desember 2018, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjórans kemur fram að lögreglan rannsaki meint brot kærðu, sem sé grunuð um tilraun til ember 2018, skömmu fyrir kl. 0 1:40. Sé brotið talið varða við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Á vettvangi hafi hist fyrir kærða og brotaþoli. Augljóst hafi verið að brotaþoli væri alvarlega sár þar sem mikið hafi blætt úr honum. Á vettvangi hafi kærða skýr t svo frá, aðspurð af lögreglu almennt um hvað gerst hefði, að hún hefði stungið brotaþola. Á vettvangi hafi fundist blóðugur hnífur. Hafi kærða verið handtekin og vistuð í fangaklefa. Á vettvangi hafi kærða skýrt svo frá, spurð af lögreglu almennt um hv að gerst hefði, að hún hefði stungið brotaþola. Á vettvangi hafi fundist blóðugur hnífur. Hafi kærða verið handtekin og vistuð í fangaklefa. Sambýliskona brotaþola, B, hafi verið stödd erlendis og varnaraðili hefði verið fengin til að sinna barninu C, kt. Brotaþoli hafi gefið skýrslu hjá lögreglu og greint frá því að þegar hún hafi komið heim um klukkan 18:00 hafi kærða verið mjög ölvuð og að drekka whiskey. Hafi brotaþoli sagst hafa gert athugasemdir um að hú n væri að sinna barninu svona ölvuð. Lögreglan hafi komið að húsinu fyrr um kvöldið vegna þess að faðir barnsins hefði hringt eftir lögreglu aðstoð. Hann hefði hringt af því að barnið hefði hringt í hann og kvartað yfir ölvun kærðu. Lögreglumenn hafi tekið eftir ölvunarástandi kærðu. Brotaþoli hafi virst í lagi þótt hann hafi viðurkennt að hafa drukkið bjór. Barnið sagst ekki vera hrætt af því að brotaþoli væri kominn heim. Hafi lögregla þá farið af vettvangi. Brotaþoli segi kærðu hafa ásakað sig um að ha fa hringt í lögregluna og kvartað undan ölvun hennar. Hafi kærða að lokum sofnað í sófanum í stofunni. Sjálfur segist brotaþoli hafa farið að sofa um kl. 22:00 og þá hafi barnið verið sofnað. Hann hafi svo vaknað við það að kærða hafi verið komin inn í her bergið og búin að kveikja ljós. Hún hafi öskrað að lögregluheimsóknin fyrr um kvöldið væri honum að kenna. Segist brotaþoli hafa gengið að henni og ætlað að færa hana út úr herberginu en þá fundið stungu og honum hafi byrjað að blæða. Kærða hafi þá gengið í burtu. Hann hafi þá ætlað að hringja í sambýliskonu sína, en ekki fundið farsíma sinn. Hann hefði farið inn í stofuna og hringt úr heimasímanum í farsímann. Þá hefði hann fundið farsímann og spjald tölvuna sína undir sófanum í stofunni. Rannsókn lögregl u á símtölum í og úr farsíma brotaþola styðji framburð brotaþola um þessa atburðarás. Hann fullyrði að á meðan hann hafi verið sofandi hafi varnar aðili fjarlægt bæði símann og spjaldtölvuna úr svefnher berginu þar sem hann svaf. Í framhaldi segist brota þoli hafa hringt í sambýliskonu sína, en á meðan hafi kærða ógnað sér með svörtum hnífi og öskraði á hann að þetta væri allt honum að kenna. Hann segi sambýliskonu sína hafa hringt í kærðu, móður sína, en hann hafi sjálfur farið inn í svefn herbergið og lo kað sig af. Hann svo hringt aftur í sambýliskonu sína sem hafi látið hringja eftir lögregluaðstoð. Fyrir liggi að stungið hafði verið á tvo hjólbarða bifreiðar brotaþola, þar sem bifreiðin hafi staðið fyrir utan húsið hann hafi gengist undir aðgerð. Hann sé ekki í lífshættu þótt atlagan hafi verið hættuleg. Hann hefði verið stunginn með hníf í brjóstkassann og hnífurinn stungist allt að 15 - 20 cm inn líkama hans. Sambýliskona brotaþola, dóttir varnaraðila, hafi gefið skýrslu hjá lögreglu og staðfesti hún frásögn brotaþola. Kærða hafi tvisvar gefið skýrslu hjá lögreglu og hafi hún sagt frá á svipaðan máta í bæði skiptin. Hún neiti sök, en frás ögn hennar sé þó óljós og mjög ófull komin, auk þess sem fram burður hennar stangast verulega á við annað sem fram hafi komið við rann sókn málsins. Í framhaldi af handtöku kærðu hinn 10. nóvember s.l. hafi hún verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstuda gsins 16. nóvember n.k. kl. 16:00 á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands í málinu nr. R - Samkvæmt þessu liggi fyrir að kærða hafi ekki játað brotið, en framburður h ennar sé bæði óljós og ófull kominn og margt í honum stangist í verulegum atriðum á við framburð vitna og annað sem komið hafi fram við rannsókn lögreglu. Á hinn bóginn liggi fyrir framburður vitna sem fái stoð í sönnunargögnum málsins og rannsókn lögreglu . Rannsókn málsins sé vel á veg komin en ekki lokið. Sterkur grunur sé um að kærða hafi ætlað sér að hindra brotaþola í að komast af vettvangi. Ógnandi hegðun hennar hafi orðið til þess að hann hafi lokað sig af inni í herbergi. Hnífstungnir hjólbarðar h afi komið í veg fyrir að bifreiðin yrði notuð. Hafi langur tími liðið, eða um 45 mínútur, frá því brotaþoli hafi fyrst hringt í sambýliskonu sína eftir atburðinn og þar til hringt hafi verið eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs. Á meðan hafi brotaþola blætt verulega. Einnig sé sterkur grunur um að kærða hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan. Í bifreiðinni fyrir utan húsið hafi fundist hnífur og blóðug föt. Það sé mat lögreglu að kærða sé undir sterkum grun um að hafa gerst sek um brot sem varði við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, refsiramminn sé allt að ævilangt fangelsi. Standi ríkir almannahagsmunir til þess að sakborningar sem séu sterklega grunaðir um alvarleg brot gangi ekki lausir. Þannig s éu aðstæður í þessu máli. Það myndi særa réttarvitund almennings yrði kærða látin laus. Með tilliti til almanna hagsmuna sé ekki forsvaranlegt að kærða gangi laus. Með vísan til framanritaðs og gagna málsins telji lögreglustjóri að skilyrði 2. mgr. 95. g r. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 séu uppfyllt og að nauðsynlegt sé að kærða sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar sé til rannsóknar og til meðferðar í réttavörslu kerfinu. Niðurstaða Kærða mótmælir kröfunni og krefst þess að henni verði haf nað. stunginn einu sinni með hníf hægra megin í brjóstkassann. Hafi hnífurinn gengið að minnsta kosti 15 - 20 cm inn, rétt utan við rifbeinin og inn í síðu og bakvöðva, og hafi þar verið mikil blæðing. Í læknisvottorði frá sömu stofnun, dags. 16. sama mánaðar, kemur fram m.a. að hnífurinn hafi ekki gengið inn í brjóstkassann heldur virðist hann einungis verið heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri af leiðingum. Með hliðsjón af framangreindu og því sem fram kemur í greinargerð lögreglustjóra og fyrirliggjandi gögnum, þ. á m. framburði kærðu, brotaþola og annnarra vitna, skýrslum lögreglu um aðstæður er hún kom á vettvang umrætt sinn, símagögnum o.fl., verður að fallast á það mat lögreglustjóra að kærða sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps, sbr. 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga, en brot gegn 211. gr. getur varðað fangelsi ekki skemur en í fimm ár eða ævilangt. Í ljósi atvika málsi ns og eðlis brotsins er á það fallist að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Verður því fallist á kröfu lögreglustjóra, með vísan til 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um að kærðu verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: