LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 22. maí 2020. Mál nr. 690/2019 : Dekkjavinir ehf. ( Lúðvík Bergvinsson lögmaður ) gegn Sigurði Friðrikssyni og Bílastof unni ehf . ( Einar Þór Sverrisson lögmaður) Lykilorð Lausafjárkaup. Lánssamningur. Aðild. Sönnun. Útdráttur Málsaðilar áttu í samskiptum vorið 2015 um kaup S og félaga í hans eigu á dekkjum sem D ehf. hugðist flytja til landsins. Aðilar ræddu upphaflega um kaup á allt að 6.000 dekkjum sem áttu að afhendast í sex gámum. S staðfesti pöntun á fyrstu 3.00 0 dekkjunum en aðilar deildu um hvort komist hefði á samningur um kaup á 3.000 dekkjum til viðbótar auk tiltekins fjölda dekkja sem flutt voru til landsins í september 2016 og október 2017. Landsréttur vísaði til þess að samkvæmt lánasamningi 10. júní 2015 hefði D ehf. lánað S 6.551.500 krónur sem notaðar voru til að greiða innborgun inn á fyrstu 3.000 dekkin. Þar sem stefndu höfðu ekki lagt fram gögn um að lánið hefði verið greitt var S dæmdur til að greiða D ehf. þessa fjárhæð ásamt tilgreindum vöxtum. La ndsréttur taldi ósannað að kaup hefðu komist á með aðilum á 3.012 dekkjum sem afhent voru á dekkjalager í október 2015. Rétturinn taldi hins vegar sannað að B ehf. hefði pantað dekk sem voru afhent í september 2016 og október 2017. Var B ehf. dæmt til að g reiða D ehf. samtals 7.957.416 krónur ásamt tilgreindum dráttarvöxtum. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Björg Thorarensen , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 16. október 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2019 í málinu nr. E - 3182/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að aðalstefndi, Sigurður Friðriksson, en til vara varastefndi, Bílastofan ehf., verði dæmdur til að greiða áfrýjanda 40.344.036 kr ónur auk 15,20% samningsvaxta af 32.111.779 kr ónum frá 10. júní 2015 til 20. júní 2015, 15,70% samningsvaxta frá 21. júní 2015 til 31. ágúst 2015, 16,20% samningsvaxta 2 frá 1. september 2015 til 10. nóvember 2015, 16,45% samningsvaxta frá 11. nóvember 2015 til 31. ágúst 2016, 16% samningsvaxta frá 1. september 2016 til 2. nóvember 2016, 16% samningsvaxta af 37.061.718 kr ónum frá 3. nóvember 2016 til 20. desember 2016, 15, 75% samningsvaxta frá 21. desember 2016 til 20. maí 2017, 15,50% samningsvaxta frá 21. maí 2017 til 20. júní 2017, 15,25% samningsvaxta frá 21. júní 2017 til 29. september 2017, 15,25% samningsvaxta af 37.099.895 kr ónum frá 30. september 2017 til 10. októb er 2017, 15% samningsvaxta frá 11. október 2017 til 30. október 2017, 15% samningsvaxta af 40.344.036 kr ónum frá 31. október 2017 til 30. nóvember 2017, 15,41% samningsvaxta frá 1. desember 2017 til 31. desember 2017 og 15% samningsvaxta frá 1. janúar 2018 til greiðsludags , allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 3.702.058 kr ónur 7. desember 2015, 4.058.741 kr óna 2. maí 2016, 854.392 kr ónur 8. júní 2016, 738.775 kr ónur 5. október 2016 og 1.273.775 kr ónur 18. nóvember 2016. 3 Til þrautavara krefst áfrýjandi þess að varastefndi verði dæmdur til að greiða áfrýjanda 40.344.036 kr ónur auk vaxta s amkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 32.111.779 kr ónum frá 10. júní 2015 til 3. nóvember 2016 en af 37.061.718 kr ónum frá þeim degi t il 30. september 2017 en af 37.099.895 kr ónum frá þeim degi til 31. október 2017 en af 40.344.036 kr ónum frá þeim degi til 8. janúar 2018, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 40.344.036 kr ónum frá 8. janúar 2018 til greiðsludags, a llt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 3.702.058 kr ónur 7. desember 2015, 4.058.741 kr óna 2. maí 2016, 854.392 kr ónur 8. júní 2016, 738.775 kr ónur 5. október 2016 og 1.273.775 kr ónur 18. nóvember 2016. 4 Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 5 Stefnd u kref jast aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms en til vara að dómkröfur áfrýjanda verði lækkaðar. Þá krefjast stefndu hvor um sig málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 6 Stefndu hafa ekki áfrýjað héraðsdómi fyrir sitt leyti og k emur krafa þeirra um endurskoðun á málskostnaði í héraði því ekki til álita. Málsatvik og sönnunarfærsla 7 Á vormánuðum 2015 áttu aðilar málsins í samskiptum um kaup aðalstefnda, Sigurðar Friðrikssonar, og félaga í hans eigu á dekkjum af gerðinni ,,Infinity hugðist flytja til landsins frá kínverskum dekkjaframleiðanda. Óumdeilt er að aðilar ræddu upphaflega um kaup á allt að 6.000 dekkjum sem skyldu afhent í sex gámum. Kemur þetta meðal annars fram í tölvupósti fyrirsvarsmanns áfrýjanda 15. ma í 2015 til aðalstefnda. Þar kemur jafnframt fram að áfrýjandi ráðgerði að staðgreiða dekkin við pöntun en að aðalstefndi skyldi greiða 6.000.000 króna í staðfestingargjald. Í tölvupóstsamskiptum aðila frá 15. til 18. maí 2015 staðfesti aðalstefndi pöntun á fyrstu 3.000 dekkjunum. Í málinu er deilt um hvort komist hafi á samningur um kaup á 3.000 3 dekkjum til viðbótar auk 468 dekkja sem voru flutt til landsins af áfrýjanda í september 2016 og 376 dekkja í október 2017. Í málinu er ekki að finna neinar skrifle gar pantanir á þessum viðbótardekkjum. 8 Upphaflega gerði áfrýjandi ráð fyrir því að stefndu fjármögnuðu kaupin með því að greiða verulegan hluta af kaupverðinu við pöntun í því skyni að ná fram sem hagstæðustu verði. Frá þessu var horfið og tókust samningar um að áfrýjandi myndi lána aðalstefnda til dekkjakaupanna. Í málinu liggur fyrir lánasamningur 10. júní 2015 á milli áfrýjanda og aðalstefnda en í 1. gr. samningsins segir að áfrýjandi láni aðalstefnda allt að 45.000.000 króna til kaupa á 6.000 dekkjum. Í 2. gr. samningsins - . sem notað var til þess að greiða inn á fyrstu 3.000 dekkinn, þann 18.maí sem ber sömu vexti og mælt fyrir um að lánið beri yfirdráttarvexti Landsbanka Íslands á hverjum tíma auk 3% vaxtaálags. Þá er í 4. gr. samningsins kveðið á um að lánstíminn sé til 31. maí 2016 en lánalínan skyldi framlengjast um einn mánuð í senn yrði henni ekki sagt upp. 9 Í sep tembermánuði 2015 komu þrír gámar með dekkjum á vegum áfrýjanda til landsins. Voru þeir fluttir á starfsstöð stefndu að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ dagana 14., 15. og 29. september 2015. Af gögnum málsins má ráða að starfsmaður varastefnda, Bílastofunnar ehf., Bjarni Þór Sigurjónsson, hafi kvittað fyrir móttöku á 2.9 52 dekkjum. Af yfirliti sem virðist stafa frá Sigurveigu Grímsdóttur, sem annaðist bókhald fyrir áfrýjanda á þessum tíma, kemur fram að 2.968 dekk hafi verið afhent stefndu í septembermánuði 2 015. 10 Af tölvupóstsamskiptum sem liggja fyrir í málinu á milli fyrirsvarsmanna áfrýjanda dagana 28. og 29. september 2015 kemur fram að hluti af þeim dekkjum sem komu í þremur fyrstu gámunum hafi verið ætlaður öðrum viðskiptamönnum áfrýjanda. Má ráða af sam skiptunum að um 500 dekk úr gámunum þremur hafi verið ætluð öðrum og að þau dekk hafi verið tekin af starfsstöð stefndu. Þar kemur einnig fram að aðalstefndi hafi kvartað yfir því að hann hafi ekki pantað tiltekna dekkjategund sem hafði komið í gámunum. 11 Þa nn 27. október 2015 komu að auki þrír gámar af dekkjum á starfsstöð stefndu að Njarðarbraut sem áfrýjandi flutti til landsins. Í málinu liggur fyrir staðfesting Bjarna Þórs Sigurjónssonar, starfsmanns varastefnda, á móttöku 3.012 dekkja úr þessum seinni þr emur gámum. 12 Í gögnum málsins er að finna fjölmörg tölvuskeyti á milli starfsmanna áfrýjanda og starfsmanna stefndu sem staðfesta að áfrýjandi hafi á árunum 2015 og 2017 tekið dekk af dekkjalagernum að Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Samkvæmt yfirliti frá áfrýj anda í málinu tók hann 1.663 dekk út af dekkjalagernum á tímabilinu september 2015 til júní 2017. 4 13 Á tímabilinu 7. desember 2015 til 18. nóvember 2016 gaf Nýiðn hf., sem hafði samkvæmt samkomulagi við áfrýjanda tekið að sér að gefa út reikninga til stefnd u vegna viðskipta við áfrýjanda, út fimm reikninga vegna kaupa á dekkjum og fleiru. Fram hefur komið hjá málsaðilum að reikningar þessir voru gefnir út samkvæmt listum frá starfsmönnum varastefnda um fjölda dekkja sem varastefndi hafði selt. Ekki er um það deilt að allir þessir reikningar eru greiddir. 14 Nýiðn hf. gaf síðan út tvo reikninga 21. október 2017 annars vegar að fjárhæð 4.757.923 krónur vegna 468 dekkja sem afhent voru 30. september 2016 og hins vegar að fjárhæð 3.199.493 krónur vegna dekkja sem af hent voru í október 2017. Í gögnum málsins er að finna staðfestingar Bjarna Þórs Sigurjónssonar, starfsmanns varastefnda, um móttöku á 468 dekkjum 30. september 2016 og á 376 dekkjum í október 2017. Hinn 4. desember 2017 gaf Nýiðn hf. síðan út reikning að fjárhæð 21.683.859 krónur sem lokauppgjör á dekkjakaupum stefndu . 15 Varastefndi gaf síðan út reikning á Nýiðn hf. 31. október 2017 fyrir leigu á gámastæði og húsnæði svo og fyrri afgreiðslu og birgðagjald í tvö ár , samtals að fjárhæð 8.795.688 krónur. Áfrýj andi hefur mótmælt þessum reikningi sem tilhæfulausum þar sem hann hafi aldrei leigt húsnæði eða gámastæði af varastefnda. 16 Í hinum áfrýjaða dómi voru stefndu sýknaðir af kröfum áfrýjanda meðal annars á þeim grundvelli að áfrýjanda hafi ekki tekist að sanna að stefndu hafi pantað þau dekk sem krafa hans byggist á og væru umfram þau 3.000 dekk sem fyrir liggur að hann hafi pantað. Þá taldi dómurinn að stefndu hefðu þegar greitt fyrir dekkin sem sannað væri að hefðu verið pöntuð. Niðurstaða 17 F járkröfur áfrýjan da eru reistar á því að stefndu hafi keypt 5.202 dekk af áfrýjanda á árunum 2015 til 2017. Þeir hafi pantað og móttekið 6.865 dekk en t il frádráttar komi 1.663 dekk sem áfrýjandi tók af dekkjalagernum að Njarðarbraut. Samtals hafi stefndu því keypt dekk fy rir 40.344.036 krónur . Til frádráttar kröfunni komi síðan innborganir vegna reikninga vegna dekkjakaupa sem hafi þegar verið greiddir samkvæmt því sem að framan greinir. Þá krefst áfrýjandi þess að á fjárkröfurnar reiknist yfirdráttarvextir Landsbanka Íslands hf. auk 3% álags frá dagsetningu lánasamningsins 10. júní 2015. Áfrýjandi byggir einkum á því að lánasamningur aðila og tölvupóstsamskipti staðfesti að stefndu hafi skuldbundið sig til þess að kaupa fyrst 6.000 dekk og síðar þau dekk sem afhent voru í september 2016 og október 2017. Fyrir liggi staðfestingar starfsmanns varastefnda um móttöku á þessum dekkjum. 18 Stefndu reisa sýknukröfu sína aðallega á því að ekki liggi fyrir neinar sannanir fyrir því að stefndu hafi pantað meira en 3.000 dekk. Telja þeir að þau dekk séu að fullu greidd m eð þeim reikningum sem áfrýjandi staðfesti að hafi verið greiddir. Þótt dekkin hafi verið afhent á starfsstöð stefndu liggi fyrir í málinu að áfrýjandi fékk að geyma dekkjalager sinn í húsnæði stefndu. Gögn málsins og framburðir starfsmanna stefndu 5 sýni að áfrýjandi hafi á árunum 2015 til 2017 tekið dekk út af lagernum eftir því sem honum hentaði. Þá staðfesti starfsmenn stefnda að þeir hafi talið að um væri að ræða sameiginlegan dekkjalager áfrýjanda og varastefnda. 19 Óumdeilt er í málinu að aðalstefndi hafi pantað 3.000 dekk af áfrýjanda 18. maí 2015. Byggir aðalstefndi á því að dekkin hafi verið pöntuð fyrir hönd varastefnda, enda séu allir reikningar sem Nýiðn hf. gaf út fyrir hönd áfrýjanda stílaðir á það fyrirtæki. Þá liggur fyrir í málinu tölvupóstur fy rirsvarsmanns áfrýjanda 18. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá aðalstefnda um á hvaða fyrirtæki eigi að stíla reikninga. Enn fremur kemur fram í lánasamningnum 10. júní 2015 að hann sé gerður vegna fjármögnunar á dekkjakaupum fyrirtækja í ei gu aðalstefnda. Samkvæmt þessu verður lagt til grundvallar að pöntunin hafi verið gerð í nafni varastefnda, Bílastofunnar ehf. en ekki aðalstefnda. 20 Fyrir liggur að Nýiðn hf. gaf út fimm reikninga til varastefnda sem að hluta til voru vegna dekkjakaupa og að þeir reikningar hafi verið greiddir. Áfrýjandi byggir á því að fjárhæðin sem varastefndi greiddi fyrir dekk samkvæmt framangreindum fimm reikningum hafi verið 10.627.741 króna. Mismunurinn á þeirri fjárhæð og heildarfjárhæð reikninganna sé vegna hjólast illinga. Aðrir reikningar sem koma fram á hreyfingayfirliti úr bókhaldi Nýiðnar hf. vegna varastefnda séu vegna annarra viðskipta en dekkjaviðskipta. Það sé því ekki rétt sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi að varastefndi hafi greitt 20.907.395 krónur inn á dekkjakaupin. Þessum útreikningum áfrýjanda sem styðjast við gögn málsins hafa stefndu ekki hnekkt og verður því lagt til grundvallar að varastefndi hafi greitt 10.627.741 krónu inn á dekkjakaupin með greiðslu þessara fimm reikninga. 21 Svo sem áður er ra kið kemur fram í lánasamningnum 10. júní 2015 að áfrýjandi sem lánveitandi hafi lánað aðalstefnda 6.551.500 krónur sem notaðar voru til að greiða innborgun á fyrstu 3.000 dekkin 18. maí 2015. Stefndu hafa ekki lagt fram nein gögn um að lán þetta hafi verið greitt. Samkvæmt því verður aðalstefnda gert að greiða áfrýjanda 6.551.500 krónur auk yfirdráttarvaxta Landsbanka Íslands hf. á hverjum tíma með 3% álagi eins og nánar greinir í dómsorði. Stefndu hafa ekki sérstaklega andmælt þeim vaxtafæti sem kröfugerð áfrýjanda byggist á og tekur mið af framangreindum vöxtum. 22 Í málinu nýtur ekki nákvæms yfirlits yfir þau 3.000 dekk sem áfrýjandi byggir á að stefndu hafi pantað og fengið afhent þar sem fram kemur tegund dekkja og einingar verð. Af þessum sökum verður ekki nákvæmlega ráðið hvað mörg dekk vara stefndi fékk afhent upp í þessa pöntun og þá hvert söluverð þeirra var. Áfrýjandi byggir á því að í fylgiskjali með pöntun sem aðal stefndi staðfesti 18. maí 2015 komi fram að heildarverð fyrir 1.000 dekk í einum gámi sé 8.512.320 krónur. Samkvæmt því ættu 3.000 dekk sem pöntuð voru að hafa kostað 25.536.960 krónur. Svo sem áður er rakið fór hluti þeirra dekkja sem voru afhen t úr fyrstu þremur gámunum til annarra aðila. Þá liggur fyrir að áfrýjandi tók að minnsta ko s ti 1. 663 dekk af dekkjalagernum 6 á árunum 2015 til 2017. Af þessum sökum er ekki unnt að staðreyna af gögnum málsins hvað mörg dekk voru nákvæmlega afhent upp í pöntunina og hvert verð einstakra dekkja var. Fyrir liggur samkvæmt framangreindu að stefndu hafa gre itt áfrýjanda eða fengið að láni frá honum til umræddra dekkjakaupa samtals 1 7.179.241 krónu. Þótt allnokkur munur sé á þeirri fjárhæð sem kemur fram á fylgiskjali pöntunarinnar og þeirri fjárhæð sem liggur fyrir að hafi verið greidd eða fengin að lán i ver ður áfrýjandi að bera hallan n af því að ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um þetta atriði í málinu. 23 Fallist er á það með stefndu að áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að stefndu hafi pantað þau 3.012 dekk sem afhent voru á dekkjalager að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ 27. október 2015 . Þótt starfsmaður varastefnda hafi staðfest móttöku á dekkjunum liggur fyrir að áfrýjandi gaf ekki út reikninga fyrir þeim á þeim tíma sem þau voru afhent auk þess sem fyrir liggur að hann taldi sig hafa heimildir til þess að taka dekk út af lagernum án þess að stefndu gæfu út reikninga til hans vegna þeirra úttekta. Þá liggur fyrir í málinu að starfsmenn varastefnda, þau Bjarni Þór Sigurjónsson og Lilja Björk Jónsdóttir, sem einkum áttu í samskiptum við fyrirsvarsmann áfrýjand a um móttöku á dekkjum og úttektir litu svo á að dekkjalag e rinn væri að hluta í eigu áfrýjanda og að hlut a í eigu vara stefnda. Verður því að hafna kröfum áfrýjanda sem byggjast á því að kaup hafi komist á með aðilum á þessum 3.012 dekkjum í október 2015. 24 Eins og áður hefur verið rakið gaf Nýiðn hf. út tvo reikninga 21. október 2017 , annars vegar að fjárhæð 4.757.923 krónur vegna 468 dekkja sem afhent voru vara stefnd a 30. september 2016 og hins vegar að fjárhæð 3.199.493 krónur vegna dekkja sem afhent voru vara stefnd a í október 2017. Bjarn i Þór Sigurjónsson , starfsma ður vara stefnda , hefur staðfest að hafa móttekið dekk in . Stefndu mótmæla því hins vegar að hafa pantað þessi dekk. Fyrir liggur að fyrrnefndur Bjarni Þór staðfesti fyrir héraðsdómi að hafa pantað dekk fyrir varastefnda af áfrýjanda á árunum 2016 og 2017. Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá aðalstefnda til fyr irsvarsmanns áfrýjanda 19. október 2017 dekk þau sem liggja til grundvallar framangreind um tveimur reikningum. Verður varastefnda því gert að greiða 7.957.416 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/ 2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. janúar 2018 , svo sem krafist er í þrautavarakröfu áfrýjanda. 25 Rétt þykir að málskos tnaður í héraði og fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Aðalstefndi, Sigurður Friðriksson, greiði áfrýjanda, Dekkjavinum ehf., 6.551.500 krónur auk 15,20% samningsvaxta frá 10. júní 2015 til 20. júní 2015, 15,70% samningsvaxta frá 21. júní 2015 til 31. ágúst 2015, 16,20% samningsvaxta frá 1. september 2015 til 10. nóvember 2015, 16,45% samningsvaxta frá 11. nóvember 2015 7 til 31. ágúst 2016, 16% samningsvaxta frá 1. september 2016 til 20. desember 2016, 15,75% samningsvaxta frá 21. desember 2016 til 20. m aí 2017, 15,50% samningsvaxta frá 21. maí 2017 til 20. júní 2017, 15,25% samningsvaxta frá 21. júní 2017 til 29. september 2017, 15,25% samningsvaxta frá 30. september 2017 til 10. október 2017, 15% samningsvaxta frá 11. október 2017 til 30. nóvember 2017, 15,41% samningsvaxta frá 1. desember 2017 til 31. desember 2017 og 15% samningsvaxta frá 1. janúar 2018 til greiðsludags. Varastefndi, Bílastofan ehf., greiði áfrýjanda 7.957.416 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vext i og verðtryggingu frá 8. janúar 2018 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2019 Mál þetta var höfðað 2. október 2018 og dómtekið 3. september sl. Stefnandi er Dekkjavinir ehf., Gilsbúð 7, 210 Garðabæ. Stefnt er Sigurði Friðrikssyni, Austurgerði 6, 108 Reykjavík, en til vara er stefnt Bílastofunni ehf., Funahöfða 6, 110 Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallega að aðalstefndi, Sigurður Friðriksson, verði dæmdur til að greið a stefnanda 40.344.036 kr. auk 15,20% samningsvaxta af 32.111.779 kr. frá 10. júní 2015 til 20. júní 2015, 15,70% samningsvaxta frá 21. júní 2015 til 31. ágúst 2015, 16,20% samningsvaxta frá 1. september 2015 til 10. nóvember 2015, 16,45% samningsvaxta frá 11. nóvember 2015 til 31. ágúst 2016, 16% samningsvaxta frá 1. september 2016 til 2. nóvember 2016, en 16% samningsvaxta af 37.061.718 kr. frá 3. nóvember 2016 til 20. desember 2016, 15,75% samningsvaxta frá 21. desember 2016 til 20. maí 2017, 15,50% samn ingsvaxta frá 21. maí 2017 til 20. júní 2017, 15,25% samningsvaxta frá 21. júní 2017 til 29. september 2017, en 15,25% samningsvaxta af 37.099.895 kr. frá 30. september 2017 til 10. október 2017, 15% samningsvaxta frá 11. október 2017 til 30. október 2017, en 15% samningsvaxta af 40.344.036 kr. frá 31. október 2017 til 30. nóvember 2017, 15,41% samningsvaxta frá 1. desember 2017 til 31. desember 2017 og 15% samningsvaxta frá 1. janúar 2018 til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 3.702.05 8 kr. þann 7. desember 2015, 4.058.741 kr. þann 2. maí 2016, 854.392 kr. þann 8. júní 2016, 738.775 kr. þann 5. október 2016 og 1.273.775 kr. þann 18. nóvember 2016. Til vara er þess krafist að varastefnda, Bílastofunni ehf., verði gert að greiða stefnand a 40.344.036 kr. auk 15,20% samningsvaxta af 32.111.779 kr. frá 10. júní 2015 til 20. júní 2015, 15,70% samningsvaxta frá 21. júní 2015 til 31. ágúst 2015, 16,20% samningsvaxta frá 1. september 2015 til 10. nóvember 2015, 16,45% samningsvaxta frá 11. nóvem ber 2015 til 31. ágúst 2016, 16% samningsvaxta frá 1. september 2016 til 2. nóvember 2016, en 16% samningsvaxta af 37.061.718 kr. frá 3. nóvember 2016 til 20. desember 2016, 15,75% samningsvaxta frá 21. desember 2016 til 20. maí 2017, 15,50% samningsvaxta frá 21. maí 2017 til 20. júní 2017, 15,25% samningsvaxta frá 21. júní 2017 til 29. september 2017, en 15,25% samningsvaxta af 37.099.895 kr. frá 30. september 2017 til 10. október 2017, 15% samningsvaxta frá 11. október 2017 til 30. október 2017, en 15% sa mningsvaxta af 40.344.036 kr. frá 31. október 2017 til 30. nóvember 2017, 15,41% samningsvaxta frá 1. desember 2017 til 31. desember 2017 og 15% samningsvaxta frá 1. janúar 2018 til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 3.702.058 kr. þann 7. desember 2015, 4.058.741 kr. þann 2. maí 2016, 854.392 kr. þann 8. júní 2016, 738.775 kr. þann 5. október 2016 og 1.273.775 kr. þann 18. nóvember 2016. 8 Þá er til þrautavara gerð sú krafa að varastefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 40.344.036 kr . auk vaxta skv. 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 32.111.779 kr. frá 10. júní 2015 til 3. nóvember 2016, en af 37.061.718 kr. frá þeim degi til 30. september 2017 en af 37.099.895 kr. frá þeim degi til 31. október 2017 en a f 40.344.036 kr. frá þeim degi til 8. janúar 2018, auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 40.344.036 kr. frá 8. janúar 2018 til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð: 3.702.058 kr. þann 7. desem ber 2015, 4.058.741 kr. þann 2. maí 2016, 854.392 kr. þann 8. júní 2016, 738.775 kr. þann 5. október 2016 og 1.273.775 kr. þann 18. nóvember 2016. Af hálfu stefnanda er í öllum tilvikum gerð krafa um málskostnað. Aðal - og varastefndi krefjast sýknu af kr öfum stefnanda og til þrautavara að dómkröfur verði lækkaðar verulega. Aðalstefndi gerir sérstaka sýknukröfu sér til handa vegna aðildarskorts til varnar. Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. Í greinargerð var þess krafist að málinu yrði vísað frá dómi en því var hafnað með úrskurði héraðsdóms 21. mars 2019. I. Forsaga þessa máls er sú að árið 2014 og fram á vorið 2015 áttu fyrirsvarsmenn stefnanda í samskiptum við stefnda um möguleg dekkjakaup, en stefndi rak þá bílaleigu auk þess sem han n var að koma á fót dekkjaverkstæði í Reykjanesbæ. Aðilum ber saman um að framangreind samskipti hafi leitt til þess að samningur hafi komist á um kaup á dekkjum af stefnda, en deilt er um fjölda þeirra dekkja sem samið var um og einnig hvort stefndi hafi gert samninginn aðeins í eigin nafni eða fyrir hönd varastefnda. Stefnandi heldur því fram að stefndi stefnda, sem undirritaður var 10. júní 2015. Stefndi hefur svarað því til að hann hafi fyrir hönd varastefnda einungis samþykkt að kaupa þrjá fjörutíu feta gáma eða samtals um 3.000 dekk. Ekki er um það deilt að dekkin sem mál þetta snýst um voru öll flutt til landsins á vegum stefnanda. Heildarfjöldi dek kja sem stefnandi lét aka til stefnda og geymd voru á lager á vegum stefnda mun alls hafa verið 5.981. Stefnandi heldur því fram að síðar, eða á árunum 2016 og 2017, hafi stefndi pantað fleiri dekk hjá stefnanda og fengið alls 491 dekk afhent á árinu 2016 og 389 dekk á árinu 2017, sbr. dskj. nr. 16 19 og 47. Af hálfu stefnanda er viðurkennt að hluta þessara dekkja hafi stefnandi tekið aftur til baka, að beiðni stefnda, eða alls 1.663 dekk. Mismuninn beri stefnanda að greiða. Af gögnum málsins má sjá að s tefnandi gaf út reikninga sem greiddir voru að fullu af hálfu stefnda eða félags í hans eigu, allt fram á haustið 2017 þegar gefnir voru út tveir reikningar, nánar tiltekið í október 2017, sem ekki voru greiddir af stefnda. Í kjölfarið höfðaði stefnandi má l þetta. Við upphaf aðalmeðferðar gáfu skýrslu fyrir dóminum Friðrik H. Vigfússon, fyrirsvarsmaður stefnanda, stefndi Sigurður Friðriksson, Olaf Forberg, einn af eigendum stefnanda, Kristinn R. Sigurðsson, einn af stofnendum stefnanda og Sigurveigu Grímsdó ttur, eiginkonu Kristins. Eftirtaldir aðilar gáfu einnig skýrslu við aðalmeðferð: Viðar Ellertsson, sem átt hafði viðskipti við stefnda, Bjarni Þór Sigurjónsson, starfsmaður varastefnda og Ólafur Bragason, sem starfar í nágrenni við starfsstöð varastefnda. Loks gaf skýrslu í gegnum síma Lilja B. Jónsdóttir, fyrrum starfsmaður varastefnda, sem var skrifstofustjóri þar á hluta þess tímabils sem hér um ræðir, nánar tiltekið 2015 - 2017. Gerð verður grein fyrir framburði þeirra eftir því sem tilefni þykir til. II . Stefnandi byggir á því að stefnda beri að greiða umstefnda kröfu samkvæmt almennum reglum kröfu - og samningaréttar. Stefndi hafi með samkomulagi í sumarbyrjun 2015 skuldbundið sig til að kaupa hjá stefnanda 6.000 dekk, sem stefnandi hafi pantað og flutt inn frá Kína. Til að fjármagna umrædd viðskipti hafi aðilar gert með sér lánasamning, þar sem stefnandi, sem lánveitandi, hafi lofað að lána stefnda, sem lántaka, allt að 45.000.000 kr. til að standa straum af dekkjakaupum og skyldi lánið bera yfirdráttarv exti Landsbankans á hverjum tíma auk 3% vaxtaálags. Eins og samningurinn beri með sér hafi lánið verið veitt í formi lánalínu og lántaka verið heimilt að greiða inn á lánið hvenær sem hann kysi á lánstíma. Upphaflegir skilmálar hafi verið þeir að lánstími væri til 31. maí 2016 og skyldi lánið gert upp á þeim tíma að fullu 9 ásamt áföllnum vöxtum, en í samningnum hafi þó einnig verið kveðið á um að lánstíminn framlengdist um einn mánuð í senn yrði samningnum ekki sagt upp. Lánasamningnum hafi verið sagt upp sí ðla árs 2017. Þegar við undirritun lánasamnings hafi stefnandi lánað stefnda 6.551.500 kr. til að greiða staðfestingargjald fyrir pöntun á fyrstu 3.000 dekkjunum. Haustið 2015 hafi stefnandi afhent stefnda alls 5.981 dekk. Á árinu 2016 hafi stefndi óskað e ftir að kaupa hjá stefnanda enn fleiri dekk og haustið 2016 hafi stefnandi afhent stefnda alls 491 dekk og á árinu 2017 hafi stefnandi afhent honum alls 389 dekk. Alls hafi stefnandi því afhent 6.861 dekk frá september 2015 og fram til október 2017. Stefnd a beri að greiða fyrir umrædd dekk, sbr. skyldu kaupanda til að greiða kaupverð vöru sem sannanlega er afhent, sbr. VI. kafla laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, að frádregnum dekkjum sem stefnandi tók til baka. Af þessum fjölda, 6.861 eintaki, sem stefnda var afhentur hafi stefnandi tekið alls 1.663 dekk til baka á árunum 2015 2017. Eftir standi að stefndi hafi fengið afhent alls 5.198 dekk á árunum 2015 2017. Aðilar á vegum stefnda hafi staðfest móttöku á þessum dekkjum og óumdeilt sé að umrædd dekk hafi v erið flutt og geymd í húsnæði á vegum stefnda allt frá haustinu 2015. Stefnandi skírskotar til þess að fyrir liggi í málinu að aðilar hafi gert með sér samkomulag um kaup á dekkjum og fjármögnun á þeim kaupum og auk þess liggi fyrir að stefnandi hafi staðið við sitt, þ.e. afhent stefnda öll þau dekk sem hann óskaði eftir að kaupa af stefnanda, og fjármagnað þau kaup f.h. stefnda á grundvelli fyrirliggjandi lánasamnings aðila. Stefndi hafi á hinn bóginn aðeins greitt fyrir brot af þeim dekkjum sem honum hafa sannanlega verið afhent. Samkvæmt almennum reglum kröfuréttar og meginreglu samningaréttar um skuldbindingargildi loforða og skyldu til að efna samninga beri stefnda að greiða þá dómkröfu sem hér er sett fram af hálfu stefnanda. Stefnufjárhæð í aða lkröfu sundurliðar stefnandi með eftirfarandi hætti: Kröfufjárhæð Gjalddagi 32.111.779 10.6.2015 *fyrsta pöntun að frádregnum öllum dekkjum sem stefnandi tók til baka 4.949.939 3.11.2016 *dekk afhent í september, október og nóvember 2016 38.177 30.9.2017 *sumardekk afhent í september 2017 3.244.141 31.10.2017 *dekk afhent í apríl og október 2017 40.344.036 Allt að frádregnum innborgunum: Fjárhæð innb. Greiðsludags. 3.702.058 7.12.2015 4.058.741 2.5.2016 854.392 8.6.2016 738.775 5.10.2016 1.273.775 18.11.2016 Að sögn stefnanda var þegar við undirritun lánasamnings 10. júní 2015 dregið á lánalínu , samtals 44.049.681 kr., vegna kaupa stefnda á 5.981 dekki af stefnanda. Dekk þessi hafi stefndi pantað hjá stefnanda í júní 2015 samhliða undirritun lánasamningsins, en þau verið afhent stefnda á tímabilinu 15. september til 27. október 2015. Gjalddagi m iðist við undirritun lánasamnings 10. júní 2015, enda um að ræða staðgreiðsluviðskipti, færð á lánalínu þegar við pöntun. Í stefnufjárhæð dragi stefnandi frá höfuðstól á gjalddaga þann 10. júní 2015 öll þau dekk sem stefnandi tók til baka á tímabilinu sept ember 2015 til júní 2017, þ.e. andvirði allra dekkjanna dregið frá miðað við júní 2015 stefnda til hagsbóta, en verðmæti þeirra hafi numið alls 11.937.902 kr. Stefnufjárhæð er miðuð við að fyrsti gjalddagi, 10. júní 2015, sé að fjárhæð 32.111.779 kr. Aðrir gjalddagar, þ.e. 3. nóvember 2016, 30. september 2017 og 31. október 2017, eru að sögn stefnanda vegna viðskipta á árunum 2016 2017 og miðist gjalddagi við það hvenær þau dekk voru afhent. Miðað er við að krafa vegna vetrardekkja, afhentra haustið 2016, h afi verið á gjalddaga við síðustu 10 afhendingu það haust, þ.e. 3. nóvember 2016, krafa vegna sumardekkja sem afhent voru 30. september 2017 hafi verið á gjalddaga samdægurs og dekk afhent á árinu 2017 hafi verið á gjalddaga við síðustu afhendingu það ár, þ.e . í lok október 2017. Til frádráttar komi innborganir stefnda, alls fimm greiðslur að fjárhæð 10.627.741 kr., miðað við stöðu skuldar á innborgunardegi. Stefnandi vísar til þess að í lánasamningi málsaðila sé kveðið á um að lán beri vexti sem séu yfirdráttarvextir Landsbankans á hverjum tíma auk 3% vaxtaálags. Telji dómurinn stefnda ekki aðila að lánasamningnum og viðskiptunum sem stefnandi byggir málshöfðun sína á krefst stefnandi þess til vara að Bílastofun ni ehf. verði gert að greiða stefnanda útistandandi skuld á grundvelli umrædds lánasamnings með sömu rökum og áður hafa verið reifuð. Fari svo að dómari telji varastefnda ekki aðila að umræddum lánasamningi en aðila að þeim viðskiptum sem hér eru undir, þ á gerir stefnandi þá kröfu til þrautavara að varastefnda verði gert að greiða stefnanda útistandandi skuld vegna umræddra dekkjaviðskipta auk almennra vaxta og dráttarvaxta, skv. lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Til stuðnings og grundvallar þra utavarakröfunni vísist til umfjöllunar um aðalkröfu hér að framan, eins og við á og auk þess til skyldu kaupanda til að greiða kaupverð vöru sem sannanlega er afhent, sbr. VI. kafla laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Verði litið svo á að varastefndi sé gag naðili stefnanda í þeim viðskiptum sem hér eru undir beri varastefnda að greiða útistandandi kröfu vegna viðskiptanna, enda hafi þau dekk sem fjárkrafa þessa máls byggist á sannanlega verið afhent, en séu að stærstum hluta ógreidd. Telur stefnandi augljóst af samskiptum aðila að umrædd krafa skuli bera samningsvexti. Eðli máls samkvæmt hafi það ekki verið ætlun aðila að umrætt peningalán skyldi vera vaxtalaust. Gerir stefnandi þ.a.l. þá þrautavarakröfu að fjárkrafan beri almenna vexti samkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá hverjum gjalddaga fyrir sig, en dráttarvexti frá því að mánuður var liðinn frá því að fyrirsvarsmaður varastefnda var sannanlega krafinn um greiðslu kröfunnar, þ.e. frá 8. janúar 2018 til greiðsludags , sbr. 1. mgr. 6. gr., sbr. 3. mgr. 5. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um aðild varastefnda er vísað til 2. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. sé stefnanda heimilt að beina kröfum sínum aðallega að aðalstefnda en til vara að varastefnda, enda sé skilyrðum 1. mgr. ákvæðisins fullnægt þar sem krafa á aðalstefnda og krafa á varastefnda eigi rætur að rekja til sömu atvika, aðstöðu og löggernings. III. Sýknukrafa aðalstefnda er byggð á aðildarskorti, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Aðalstefndi geti ekki talist aðili málsins þar sem öll viðskipti vegna dekkjakaupanna hafi verið gerð við varastefnda en ekki aðalstefnda persónulega, eins og beinlínis komi fram í samkomulagi aði la á eigin reikning, eins og reikningarni r sjálfir gefi til kynna, enda ekki með neinn rekstur í sínu nafni eða fyrir sína áhættu. Hann geti því ekki talist réttur aðili málsins heldur varastefndi, sem verið hafi kaupandi dekkjanna í raun. Allir reikningar hafi verið gefnir út á varastefnda sem h afi greitt þá í kjölfarið. Því sé kröfum stefnanda ranglega beint að aðalstefnda í málinu. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna aðalstefnda. Að öðru leyti byggi stefndu sameiginlega á því að sýkna beri þá af kröfum stefnanda þar sem engin skuld sé fyrir h endi milli aðila. Stefndu hafni því að þeir, annar eða báðir, hafi gert samning við stefnanda um kaup á 6.000 dekkjum. Á einhverjum tímapunkti kunni að hafa komið til álita að slíkt magn yrði keypt, en sú hafi ekki orðið raunin. Pantaðir hafi verið þrír gá mar af dekkjum, sem greidd hafi verið eftir því sem þau seldust, sbr. framlagða reikninga. Önnur dekk hafi ekki verið keypt. Hefði það var verið ætlun stefndu að kaupa samtals 6.000 dekk fyrir 45.000.000 kr., eins og málatilbúnaður stefnanda er byggður á , þá hefði væntanlega verið gefinn út reikningur við afhendingu og hann greiddur niður í samræmi við lánalínuna. Ráða megi af framlögðum skjölum stefnanda sjálfs að það hafi ekki verið gert. 11 Stefndu hafna því að gerð samningsins á dskj. nr. 3 hafi falið í sér peningalán frá stefnanda til stefnda, sem eigi að bera yfirdráttarvexti með 3% álagi frá gerð samningsins. Engir peningar hafi farið milli aðila og því hafi ekki verið um peningalán að ræða. Eingöngu hafi verið um að ræða sölu á dekkjum gegn útgáfu re ikninga, sem hafi verið greiddir jafnóðum. Við slíkar aðstæður beri ekki að greiða vexti. Sýknukrafan er einnig á því byggð að stefnandi hafi ítrekað tekið dekk sem hann afhenti stefndu og notað í eigin þágu. Stefnandi reyni samt sem áður með málshöfðun þessari, í vondri trú, að innheimta dekk sem stefndu hafi aldrei selt, og hann sjálfur tekið. Loks byggja stefndu á að víkja beri samkomulagi málsaðila til hliðar í heild sinni á grundvelli 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda l öggerninga, sem og ólögfestra réttarreglna um brostnar forsendur. Stefndu telja að það sé bæði óheiðarlegt og bersýnilega ósanngjarnt af stefnanda að bera raun hafi verið ígildi ádráttarlínu. Ekkert eiginlegt lán hafi verið veitt af hálfu stefnanda til stefndu heldur hafi verið um að ræða hefðbundin reikningsviðskipti milli aðila. Að mati stefndu leiðir þetta til þess að óheiðarlegt sé af stefnanda að vilja byggja á ákvæðum samningsins í skilningi 33. gr. sml. Eins hljóti samningurinn að teljast ósanngjarn í skilningi 36. gr. sml., enda hljóti það í besta falli að teljast ósanngjarnt að annar aðili samnings hagnist með óréttmætum hætti í vondri trú með þess um hætti. Stefndu vísa bæði til hins stutta efndatíma samningsins og þeirra vaxtakjara sem stefnandi styður kröfu sína við. Sýknukrafa er einnig á því byggð að stefndu hafi ekki haft neitt forræði á efni samningsins eða skilmálum hans. Skilmálar samningsin s hafi verið samdir einhliða af hálfu stefnanda en stefndu hvergi komið nærri þeirri vinnu fyrir utan það eitt að aðalstefndi hafi skrifað nafn sitt undir samkomulagið fyrir hönd varastefnda. Að mati stefndu sé slík háttsemi í besta falli andstæð góðum vi ðskiptaháttum og venjum og sýni svo ekki verði um villst að stefnandi neyti allra bragða við gæslu eigin hagsmuna á kostnað hagsmuna stefndu. Leiði það eitt og sér til þess að samningur aðila teljist ósanngjarn í skilningi 36. gr. sml. Stefndu byggja jafnf ramt á því að forsendur fyrir samkomulagi aðila hafi brostið enda hafi stefnandi ítrekað gengið í fyrrnefndan dekkjalager og tekið dekk bæði til eigin nota og til sölu til þriðja aðila. Fari svo að dæmt verði um kröfur þeirra, hvort sem er í heild eða að h luta, er gerð sú krafa að reikningi verði skuldajafnað við kröfuna, þar sem fyrir liggi og óumdeilt sé að stefnandi nýtti húsnæði varastefnda til geymslu á dekkjalager, sem hann seldi til þriðju aðila. Fyrir þau afnot hafi ekki verið greitt. Stefndu vísa t il meginreglna samninga - og kröfuréttar, laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, og ólögfestrar auðgunarreglu íslensks kröfuréttar. Kröfu um málskostnað byggja stefndu á 130. gr. eml. IV. 2015, milli stefnanda annars vegar og aðalstefnda, Sigurðar Friðrikssonar, hins vegar. Fram kemur í á 6.000 [...] dekkjum [...] af lánveitanda. Lánið er veitt í formi lánalínu sem lántaki getur greitt inná kjósi var til þess að greiða inn á fyrstu 3.000 dekkin, þann 18. maí sem ber sömu vexti og vaxtaálag sem um ge Í 3. gr. samningsins er ákvæði um vexti og með 4. gr. sömdu aðilar um það að lánstími skyldi framlengist sjálfkrafa um einn mánuð í s geymir ákvæði um mögulega framlengingu lánalínunnar með samningi þar að lútandi og með 6. gr. skuldbatt lánveitandi sig til að skila lántaka yfirliti yfir stöðu lánsins þegar eftir því væri ós kað. 12 tölvupóstsamskipti bera vott um að upphaflega hafi verið stefnt að innflutningi á 6.000 dekkjum. Þannig er í tölvupósti Friðriks Vigfússonar til stefnda 10. maí 2015, sem sendur var í aðdraganda samningsgerðarinnar, lagt upp með að fluttir verði inn sex gámar eða allt að 6.000 dekk og samningurinn sem gerður var mánuði síðar var í sama dúr. Við úrlausn um ágreining málsaðila verður þó ekki fram hjá því litið a ð einungis eitt skjal hefur verið lagt fram sem sýnir eiginlega pöntun í nafni stefnda með samþykki hans, en nánar er þar um að ræða tölvusamskipti Kristins R. Sigurðssonar, þáverandi fyrirsvarsmanns stefnanda, og stefnda, sem send voru þeirra á milli daga na 15. og 18. maí 2015. Í pósti Kristins til stefnda 3x40 feta gáma sem hver og einn hafi innihaldið 1.000 dekk, sbr. viðhengi sem fylgdi tölvupóstinum. Í Með hliðsjón af þessu má leggja til grundvallar að stefndi Sigurður hafi samþykkt að stefnandi pantaði til landsins þrjá fjörutíu feta dekkjagáma. Með framlögðum tölvup óstsamskiptum stefnda Sigurðar við Kristin R. Sigurðsson fylgdi sundurliðun þar sem fram kemur að heildarverð hvers gáms án virðisaukaskatts er 6.864.774 kr., samtals 20.594.322 kr. án virðisaukaskatts fyrir alla þrjá gámana. Málsaðila greinir á um það hvo rt mismunur þessa dekkjafjölda og þess fjölda sem tilgreindur er í fyrrgreindum lánasamningi, þ.e. um 3.000 dekk til viðbótar, hafi verið fluttur til landsins að beiðni stefnda þannig að stofnast hafi lögmæt krafa stefnanda vegna þess innflutnings á hendur stefnda eða varastefnda. Með hliðsjón af öllu því sem fram hefur komið undir rekstri málsins má teljast óumdeilt að dekk sem flutt voru inn í nafni stefnanda á árunum 2015 til 2017 hafi verið geymd í og við starfsstöð varastefnda við Stórhöfða 22 í Reykja vík. Af skýrslum núverandi og fyrrverandi starfsmanna varastefnda, svo og skýrslu Friðriks H. Vigfússonar sjálfs, svo og með hliðsjón af framlögðum tölvuskeytum Friðriks um dekkjaúttektir af lager Bílastofunnar, m.a. úttekt 30. september 2016, má álykta að Friðrik hafi haft allfrjálsan aðgang að lagernum og tekið þaðan dekk í nafni stefnanda, sem hann gerði starfsmönnum varastefnda grein fyrir jafnóðum. Í skýrslum sínum hér fyrir dómi staðfestu bæði Friðrik og Lilja B. Jónsdóttir að haldið hefði verið utan um úttektir þessar í sérstökum excel - skjölum. Sigurveig Grímsdóttir, kannaðist við að haldið hefði verið slíkt bókhald yfir afhendingu á dekkjum. Fram kom í máli hennar að dekkjagámar þeir sem hér um ræðir hafi innihaldið dekk sem tilheyrðu öðrum en aðilum þessa máls og því hafi þurft að telja dekk út úr gámunum og taka frá dekk sem tilheyrðu öðrum, en dekkin hafi þó fyrst farið inn í húsnæði þar hýsti starfsaðstöðu varastefnda. Í skýrslu Friðriks kom fram að eftir að Lilja hvarf af vettvangi sökum veikinda hafi ekki verið haldið jafn vel utan um birgðastöðuna og áður. Skjöl málsins tölvupóst hans til Lilju 25. október 2016. Telja verður þetta til mar ks um að óvissa hafi ríkt um birgðastöðuna og hvað tilheyrði hverjum. Eftir stendur bagalegur skortur á skriflegum gögnum, svo sem samningum eða yfirlýsingum, um það grundvallaratriði málsins hvernig eignarhaldi á dekkjalagernum var nákvæmlega háttað. Frið rik, fyrirsvarsmaður stefnanda, virðist hafa litið svo á að dekkin væru öll seld stefnda eða varastefnda, en stefndi og starfsmenn varastefnda virðast hafa talið að dekkin tilheyrðu stefnanda. Þannig kom fram í máli Lilju B. Jónsdóttur að varastefndi ætti aðeins að greiða fyrir seld dekk. Skjöl málsins sýna að í ágústmánuði fóru bréf á milli stefnda og Friðriks, fyrirsvarsmanns stefnanda, þar sem sá síðarnefndi óskaði m.a. upplýsinga um það á hvaða fyrirtæki ætti að stíla reikning vegna innflutningsins. Af framlögðu reikningsyfirliti og afritum einstakra reikninga má ráða að niðurstaðan hafi verið sú að stíla reikninga á varastefnda, Bílastofuna ehf. Í samræmi við þetta gaf stefnandi út reikninga á hendur varastefnda og fyrir liggur að varastefndi hafi grei tt alla reikninga sem hér um ræðir og gefnir voru út á tímabilinu 7. desember 2015 til 26. september 2017. Nánar ber framlagt fjárhæð 4.890.871 kr. Þ á voru samtals gefnir út sex reikningar á varastefnda á árinu 2016, samtals að fjárhæð 11.787.025 kr. Á árinu 2017 voru fram í septembermánuð gefnir út fjórir reikningar á varastefnda, samtals að fjárhæð 4.229.479 kr. Samanlögð fjárhæð allra greiðslna vara stefnda til stefnanda á þessu árabili til 2017 hafi verið greiddir jafnóðum, án óhæfilegra tafa, og undir rekstri málsins hefur ekkert verið lagt 13 fram samkvæmt fyrrgreindum lánasamningi sem vísað er til í stefnu. Þrír reikningar, samtals að fjárhæð 29.641.275 kr., sem gefnir voru út á tímabilinu októb er til desember 2017 hafa ekki verið greiddir. Stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir því að samið hafi verið við stefnda eða varastefnda um þessi viðskipti. Af hálfu stefnanda hafa engin gögn verið lögð fram sem renna skýrum stoðum undir að slíkir samningar ha fi komist á. Móttökukvittanir starfsmanna á yfirlitsblöðum verða ekki taldar jafngilda formlegum pöntunum í þessum skilningi, enda ekkert verið lagt fram sem stutt getur að hlutaðeigandi starfsmenn hafi haft heimild til að skuldbinda stefnda eða fyrirtæki hans með undirritun sinni. Þá veikir það einnig málatilbúnað stefnanda að engir reikningar hafa verið gefnir út vegna ætlaðra pantana á umræddum 3.000 dekkjum fyrr en löngu eftir að þau viðskipti áttu að hafa farið fram, en nánar tiltekið gaf stefnandi út reikninga fyrir þessum síðasta hluta kröfunnar í október og desember 2017, eða rúmum tveimur árum eftir að ætluð viðskipti fóru fram að hans sögn. Stefnandi hefur engar viðhlítandi skýringar getað gefið á þeim drætti sem varð á útgáfu reikninganna. Hefur d ómurinn í því samhengi haft hliðsjón af framlögðu yfirliti varastefnda á árunum 2015 og 2016 voru allir greiddir innan fárra vikna og sumir samdægurs, án þess a ð séð verði að nokkur andmæli eða athugasemdir hafi fylgt þeim greiðslum, öfugt við síðustu þrjá reikningana sem andmælt var af hálfu stefnda með bréfi í janúar 2018. Undir rekstri málsins hafa engin gögn verið lögð fram sem sýna að síðari hluti dekkjain nflutningsins sem hér um ræðir, þ.e. þau 3.000 dekk til viðbótar sem ágreiningur málsaðila lýtur að, hafi verið fluttur inn að beiðni stefnda, í hans nafni eða fyrirtækja á hans vegum. Þvert á móti verður ekki annað ráðið af framlögðum gögnum en að sá innf lutningur hafi verið í nafni stefnanda sjálfs, sbr. framlagðar staðfestingar frá skipafélaginu Eimskipum Íslandi ehf. þar sem fram kemur að innflytjandinn sé stefnandi. Gagnvart öllu þessu hefur stefnandi ekki lagt fram gögn, leitt vitni eða með öðrum hæ tti axlað þá sönnunarbyrði sem á honum sjálfum hvílir um það að innflutningur umræddra dekkja hafi verið gerður að beiðni stefnda eða varastefnda. Stefnanda hefur ekki tekist að sýna fram á að stefndi hafi dregið á títtnefndan lánasamning sem gerður var 10 . júní 2015 þannig að komið geti heim og saman við kröfur stefnanda í máli þessu. Verður stefnandi sjálfur að bera hallann af þeirri óvissu sem af framangreindum sönnunarskorti leiðir. Með því að stefnandi hefur ekki sýnt fram á að stefndi eða varastefnd i hafi samþykkt þann innflutning sem stefnukröfur eru byggðar á og með því að áritanir almennra starfsmanna varastefnda á kvittanir nægja ekki í þessu samhengi verða bæði stefndi og varastefndi sýknaðir af kröfum stefnanda. Í samræmi við þessi úrslit máls ins verður stefnanda gert að greiða stefndu málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 750.000 kr. til hvors stefndu um sig. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dó msorð: Aðalstefndi, Sigurður Friðriksson, og varastefndi, Bílastofan ehf., eru sýknaðir af kröfum stefnanda, Dekkjavina ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu hvorum um sig 750.000 krónur í málskostnað.