LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 10 . apríl 2019. Mál nr. 178/2019 : A , B , C , D , E , F , G , H og I (Sigmundur Hannesson lögmaður) gegn J (Sigurbjörn Magnússon lögmaður) Lykilorð Kærumál. Dánarbú. Opinber skipti. Einkaskipti. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A o.fl. um að dánarbú K og L yrðu tekin til opinberra skipta. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Bjö rgvinsson, Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðilar sk ut u málinu til Landsréttar með kæru 28. febrúar 20 19 en kærumálsgögn bárust réttinum 14. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. febrúar 2019 í málinu nr. Q - /2018 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að dánarbú K og L yrðu tekin til opinberra skipta . Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. 2 Sóknaraðilar krefjast þess að framangreind krafa þeirra verði tekin til greina og jafnframt að réttaráhrif leyfis varnaraðila til setu í óskiptu búi eftir eiginmann sinn, M , sem gefið var út 29. maí 2017, verði felld niður á meðan leyst er úr kröfunni fyrir dómi. Þá krefjast sóknaraðilar málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að hafnað verði framangreindri kröfu sóknaraðila um frestun réttaráhrifa búsetuleyfis. Þá krefst hún kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Málavextir 4 Málavöxtum og málsástæðum aðilanna er lýst í h inum kærða úrskurði. Eins og þar er rakið hverfist málið um það hvort jörðin , sem var óðalsjörð frá 1942 til 2006, eigi að koma til skipta á milli erfingja hjónanna K , sem lést 1983, og L , sem lést 1949. Sóknaraðilar málsins eru þrjú börn þeirr a, tengdadóttir og fimm barnabörn. K var óðalsbóndi á jörðinni frá 1942 til 29. janúar 1958 þegar hann lét óðalsrétt sinn af 2 hendi til M sonar síns. Á grundvelli umsóknar M og samkvæmt heimild í 52. gr. jarðalaga nr. 81/2004 var jörðin leyst úr óðalsböndum með bréfi landbúnaðarráðuneytisins 13. júlí 2006. M lést 2017 og situr ekkja hans, J , sem er varnaraðili máls þessa, í óskiptu búi eftir hann. Niðurstaða 5 Í greinargerð sinni til héraðsdóms 28. september 2018 höfðu sóknaraðilar uppi sömu kröfur og þeir gera fyrir Landsrétti. Úr þeirri kröfu sem snýr að frestun á réttaráhrifum búsetuleyfis varnaraðila var leyst með úrskurði héraðsdóms 16. nóvember 2018 og hen ni hafnað. Kemur fram í úrskurðinum, sem ekki var skotið til Landsréttar, að þessi krafa sóknaraðila hafi verið reist á 45. gr. laga nr. 20/1991. Í 1. mgr. hennar er mælt fyrir um það að komi fram mótmæli gegn kröfu um opinber skipti á dánarbúi geti sá sem krefst skiptanna krafist þess að héraðsdómari kveði á um það í úrskurði að réttaráhrif leyfis maka til setu í óskiptu búi falli niður að einhverju leyti eða öllu ef sérstök hætta þykir á að ráðstafanir verði gerðar sem gætu rýrt réttindi þess sem krefst o pinberra skipta. Skal héraðsdómari fara með slíka kröfu eftir 2. mgr. 120. gr. laganna en samkvæmt því ákvæði skal hann kveða upp sérstakan úrskurð um þennan þátt málsins og verður honum ekki skotið til æðri dóms. Þegar af þessum ástæðum verður framangrein dri kröfu sóknaraðila vísað frá Landsrétti. 6 Um lagastoð fyrir kröfu sinni um opinber skipti á dánarbúum hjónanna K og L vísa sóknaraðilar einkum til 38. gr. laga nr. 20/1991. Í 1. mgr. greinarinnar kemur fram sú regla að sé skiptum ekki lokið samkvæmt 25. til 27. gr. laganna skuli dánarbú tekið til opinberra skipta ef erfingi krefst þess hvort sem leyfi hafi áður verið veitt til einkaskipta eða ekki. Þá segir í 2. mgr. 38. gr. að þótt skiptum hafi verið lokið samkvæmt 25. eða 26. gr. skuli dánarbú tekið til opinberra skipta samkvæmt kröfu erfingja, hvort sem sýslumaður hefur tekið skiptin upp á ný eða ekki, ef sýnt er fram á að skilyrði hafi ekki verið til að ljúka skiptum með þeim hætti sem gert var. Til stuðnings kröfum sínum hafa sóknaraðilar einnig v ísað til 3. mgr. 40. gr. tilvitnaðra laga en þar er mælt fyrir um sambærilega heimild þess sem á kröfu á hendur dánarbúi. Ákvæði þessi taka samkvæmt efni sínu ekki til þess þegar dánarbúi hefur verið skipt einkaskiptum en við þeim verður ekki hróflað nema með endurupptöku þeirra eftir fyrirmælum 2. mgr. 95. gr. laganna, sbr. hér enn fremur 155. gr. þeirra. 7 Að virtum þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu og gerð er grein fyrir í hinum kærða úrskurði þykir mega ganga út frá því að skiptum á dánarbúi L hafi l okið eigi síðar en í janúar 1958 með útgreiðslu arfs eftir hana. 8 Samkvæmt gögnum málsins var börnum K veitt leyfi til einkaskipta á dánarbúi hans 1. mars 1985. Svo sem áður greinir voru öll réttindi yfir óðalsjörðinni þá í höndum M sonar hans á grund velli yfirlýsingar K 29 . janúar 1958 en þá ráðstöfun jarðarinnar samþykktu önnur börn hans í september 1957. 3 9 Samkvæmt 4. mgr. 93. gr. laga nr. 20/1991 er sýslumanni heimilt við þær aðstæður sem þar er lýst og að ósk erfingja að láta hjá líða að krefja þá um einkaskiptagerð ef honum þykja nægar upplýsingar koma fram í erfðafjárskýrslu um þann látna, erfingja hans, eignir búsins og skuldbindingar þess. Skal litið svo á ef einkaskiptagerð er ekki lögð fyrir sýslumann að erfingjar hafi fengi ð allar eignir búsins lagðar út eftir arfshlutföllum. Er tekið fram í athugasemdum í frumvarpi því er varð að lögum nr. 20/1991 að þessi háttur væri í samræmi við framkvæmd sem hefði verið viðhöfð samkvæmt þágildandi lögum nr. 3/1878 um skipti á dánarbúum og félagsbúum o.fl. Með vísan til þessa og samkvæmt fyrirliggjandi erfðafjárskýrslu sem erfingjar K undirrituðu í tengslum við skipti á dánarbúi hans og skiptaráðandi áritaði 12. mars 1985 telst einkaskiptum á dánarbúinu hafa lokið þann dag. 10 Með vísan ti l þess sem að framan er rakið verður skiptakröfu sóknaraðila hafnað. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur . 11 Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað sem ákveðinn verður eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð : Kröfu sóknara ðila, A , B , C , D , E , F , G , H og I , um að felld verði niður réttaráhrif leyfis varnaraðila, J , til setu í óskiptu búi eftir eiginmann hennar, M , er vísað frá Landsrétti. Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar greiði óskipt varnaraðila 450.000 kró nur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 15. febrúar 2019 Með kröfuskjali frá 23. apríl sl. sem barst dómnum sama dag gerðu erfingjar hjónanna K og L kröfu um að dánarbú þeirra verði tekin til opinberra skipta. Jafnframt krefja st þau málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst hún málskostnaðar óskipt úr hendi sóknaraðila. I. Fram fór munnlegur málflutningur í málinu 16. nóvember sl. um þá kröfu í málinu að réttaráhrif leyfis varnaraðila J til setu í óskiptu búi, útgefið af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hinn 29. maí 2017, yrði fellt niður á meðan leyst yrði úr aðalkröfu málsins. D ómurinn hafnaði framangreindri kröfu með úrskurði sama dag. Við málflutninginn staðfestu lögmenn þá sýn dómara að varnaraðili málsins væri einungis J, en ekki tveir aðrir aðilar sem hafði verið stefnt fyrir dóm. II. Með samningi gerðum 23. apríl 1942 og þ inglýstum 10. júní 1942, gerði N eignarjörð sína, [...], að ættaróðali. Í samningnum var vísað til laga nr. 8/1936 um erfðaábúð og óðalsrétt. Með sama skjali ákvað 4 N að jörðin félli sama dag til K sonar síns sem ættaróðal með þeim réttindum og skyldum sem fyrrnefnd lög kváðu á um. Samkvæmt þessu varð K óðalsbóndi með þeim réttindum og skyldum sem því fylgdi. Fyrir lá samþykki Búnaðarfélags Íslands á þessari ráðstöfun N, dagsett 17. apríl 1942 og þinglýst 10. júní 1942. Með yfirlýsingu frá 29. janúar 1958, þinglýstri sama dag, afhenti fyrrnefndur K syni sínum, M, ættaróðalið með öllum réttindum og skyldum, frá 1. janúar 1958 að telja og var vísað til laga nr. 116/1943 um ættaróðal. Allir erfingjar K, þ. á m. sóknaraðilarnir A, B og C, samþykktu þessa ráðstö fun hans skriflega, sbr. skjal frá 6. september 1957, sem einnig var þinglýst 29. janúar 1958. Samkvæmt þessu varð M þá óðalsbóndi að [...], með þeim réttindum og skyldum sem því fylgdu. Samhliða því að M varð óðalsbóndi keypti hann af föður sínum þær eign ir sem ekki voru bundnar óðalsböndum svo sem vélar, verkfæri og áhöld, auk bústofns, sbr. kaupsamning gerðan 8. janúar 1958. frammi í málinu, og er st aðfest af sýslumanni, 12. mars s.á. , sbr. og beiðni um leyfi til einkaskipta, og umboð. Dánarbúið átti litlar eignir en í þessum skjölum var engra fasteignarréttinda eða óðalsréttinda getið. Á grundvelli 52. gr. jarðalaga nr. 81/1994, að undangenginni ums ókn M og með samþykki sveitarstjórnar [...], frá 3. maí 2006, heimilaði landbúnaðarráðherra með bréfi 13. júlí 2006, þinglýstu 3. ágúst 2006, að jörðin [...] yrði leyst úr óðalsböndum. Þá hafði jörðin [...] verið í búsetu og vörslum M sem óðalsbónda í um 4 8 ár. búi samkvæmt framlögðu búsetuleyfi. Sóknaraðilar halda því fram að hið langlífara, þ.e. K hafi hvorki fengið útgefið leyfi til setu í óski ptu búi, né að erfingjum eftir lát hans, hafi verið veitt leyfi til einkaskipta eftir foreldra sína. Formleg skipti eftir foreldra sóknaraðila, þau K og L hafi því ekki farið fram. Fyrirspurnir til Þjóðskjalasafns um erfðaskipti framangreindra og til atvin nu - og nýsköpunarráðuneytis og síðar dómsmálaráðuneytisins með fyrirspurn m.a. varðandi [...] þ. á m. varðandi erfðarétt afkomenda þeirra K og L hafi engum árangri skilað. Heldur ekki erindi til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kvað gögn fyrir 1985 komin á Þjóðskjalasafnið. Að mati sóknaraðila hafi fyrirspurnir til framangreindra um erfðamál/erfðaskipti eftir þau L og K að leitt í ljós að formleg skipti eftir þau hafi ekki átt sér stað. III. Á því er byggt af hálfu sóknaraðila að krafa þeirra um opi nber skipti á dánarbúi hjónanna K og L uppfylli öll skilyrði sem kveðið er á um í IV. kafla laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., og því beri að fallast á kröfu þeirra, um að bú þeirra K og L verði tekið til opinberra skipta lögum samkvæmt. Vísa þa u um kröfuna einkum til 1. mgr. 38. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. 2. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 40. gr. M.a. með hliðsjón af lagatilvísunum þessum sé ljóst að skilyrði séu fyrir hendi til þess að fallast á kröfu sóknaraðila um opinber skip ti skv. framansögðu hvort sem litið verði svo á að skiptum á dánarbúi þeirra K og L hafi lokið eða ekki. Ljóst megi vera að verulegir annmarkar hafi verið á skiptameðferðinni skv. útgefnu einkaskiptaleyfi sbr. og erfðafjárskýrslu frá 1. mars 1985, þar sem engu getið. Á því er byggt af hálfu sóknaraðilla að skiptum á dánarbúinu hafi í raun aldrei lokið. 5 Svo sem ítarlega sé gerð grein fyrir í kröfuskjali til dómsins hafi [...] verið óðalsjörð sem upphaflega hafi verið gerð að óðalsjörð með samningi frá 25. apríl 1942, þegar K varð óðalsbóndi samkvæmt ákvörðun föður hans á [...]. Samkvæmt greindum samningi skyldi um jörðina s em ættaróðal gilda ákv. laga nr. 8/1936 um erfðaábúð og óðalsrétt. M sonur K hafi svo orðið óðalsbóndi frá 1. janúar 1958 að telja. Jafnframt liggi fyrir að landbúnaðarráðuneytið hafi leyst jörðina úr óðalsböndum 13. júlí 2006. Á því er byggt af hálfu sók þ.e. db. K og L. Með yfirlýsingu K 29. janúar 1958, hafi hann afhent syni sínum M ættaróðalið [...] og skyldi hann njóta fullra réttinda yfir, óðalinu, skv. lögum nr. 116/194 3, frá 1. janúar 1958 að telja. M.ö.o. hafi hann fengið umráð og afnot af jörðinni [...], lögum samkvæmt. Hann hafi hvorki fengið eignarrétt né fyrir jörðinni. Eignarrétturinn að jörðinni sé því á hendi dánarbúsins skv. framansögðu, og eigi að koma til sk ipta á milli allra málsaðila. Eftir að jörðin var leyst úr óðalsböndum 13. júlí 2006, hafi hún fyrst getað komið til skipta milli erfingja þ.e. erfingja þess sem eignarrétturinn tilheyrði, db. K og L. Ekkert liggi fyrir í gögnum málsins hvort og þá hvenæ r M og/eða J eignuðust jörðina [...]. Um lagarök vísast m.a. til ákvæða erfðalaga nr. 8/1962 og laga nr. 20/1991 um skipti db. o.fl. einkum 38. gr. laganna. Jafnframt er vísað til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 varðandi málskostnað. IV. Varnaraði li vísar til þess að 1942 þegar jörðin [...] var gerð að ættaróðali og óðalsréttindum ráðstafað til sonar þáverandi eiganda hafi verið í gildi lög nr. 8/1936 um erfðaábúð og óðalsrétt. Þegar fyrri óðalsbóndi hafi ráðstafað óðalsrétti sömu jarðar til M sona r síns á árinu 1958, hafi verið í gildi lög nr. 116/1943 um ættaróðal og óðalsrétt. Síðarnefndu lögin hafi gert ráð fyrir því að jörð sem gerð væri að ættaróðali gengi til erfingja óðalsbóndans eftir vissum reglum sem nánar hafi verið tíundaðar í V. kafla laganna. Meginreglan hafi verið sú samkvæmt 20. gr. laganna að hjón skyldu koma sér saman um hvert af börnum eða fjarskyldari erfingjum, að börnum frágengnum, skyldi erfa óðalið, en væru hjón ekki sammála skyldi það hjóna sem erfði óðalið ráða því og ef en gin ákvörðun var tekin, skyldi elsta barn erfa óðalsréttinn. Í þessu sambandi kveður varnaraðili mikilvægt að gæta að því að allt til gildistöku núgildandi jarðalaga nr. 81/2004 hafi verið kveðið á um það í gildandi lögum hverju sinni með hvaða hætti óðal sjörð gangi að erfðum, sbr. t.d. framangreint. Þannig erfðist hvorki óðalsjörðin né lögbundið fylgifé hennar eftir gildandi erfðalögum, sbr. hér t.d. 6. gr. laga nr. 116/1943, 6. gr. laga nr. 102/1962 og 43. gr. jarðalaga nr. 65/1976. Tilgangur þessara r eglna, hafi allt frá öndverðu og fram til setningu núgildandi jarðalaga nr. 81/2004, verið sá að með vissum skilyrðum uppfylltum og með leyfi þar til bærra stjórnvalda, gæti jörð ásamt lögbundnu fylgifé, haldist með tilteknum hætti innan sömu ættar og þá þ annig, að einn tiltekinn aðili, barn eða fjarskyldari erfingi óðalsbónda, fengi jörðina/ættaróðalið hverju sinni en jörðin myndi ekki erfast á grundvelli gildandi erfðalaga. Reglurnar hafi m.a. átt að koma í veg fyrir það að við andlát óðalsbóndans yrðu hu gsanlega margir eigendur að jörðinni og eftir atvikum að hún færi úr ættinni. Hins vegar hafi svo tilgangur núgildandi jarðalaga nr. 81/2004, verið m.a. sá að fækka ættaróðulum sbr. VIII. kafla laganna. Því hafi óðalsbónda verið veitt heimild til að le ysa jörð sína úr óðalsböndum samkvæmt mismunandi skilyrðum eftir búsetutíma óðalsbóndans. 6 Þannig segi í 51. gr. laganna að hafi óðalsbóndi sem óskar eftir því að leysa jörðina úr óðalsböndum búið á jörðinni skemur en 20 ár, þá þurfi samþykki þeirra sem rétt áttu til óðalsins þegar óðalsbóndinn tók við eignarjörð viðkomand Hafi óðalsbóndinn hins vegar búið á og haft vörslur ættaróðals samfleytt í 20 ár eða lengur, þá geti hann án þess að verði ekki önnur ályktun dregin en að þegar svo stendur á sem segir í 52. gr., þá verði óðalið eignarjörð viðkomandi bónda með lögbýlisrétti. Varnaraðili vísar þessu til frekari stuðnings til greinargerðar með frumvarpi því sem varð að jarðalögum nr. 81/2004, um 52. gr. sbr. 68. gr. frumvarpsins. Jörðin [...] hafi verið í búsetu og vörslum M sem óðalsbónda í um 48 ár þegar hann fékk leyfi ráðuneytisins til að leysa hana úr óðalsböndum. ------- Krafa sóknaraðila er krafa þeirra um opinber skipti á dánarbúi K og L. Krafa þessi sé móttekin í héraðsdómi 23. apríl 2018. Krafan sé einvörðungu byggð á því að formleg skipti á dánarbúinu hafi ekki farið fram og að augljóslega ranga og eigi ekki við nokkur rök að styðjast. Í þinghaldi 28. september sl. hafi sóknaraðilar sjálfir lagt fram afrit af erfðafjárskýrslu vegna einkaskipta á dánarbúi K, og afrit af einkaskiptaleyfi vegna sömu einkaskipta. Erfðafjárskýrslan sé undirrituð 1. mars 1985 af öllum erfingjum dánarbúsins. Skýrslan sé staðfest af Sýslumanninum í [...], 12. mars 1985 og þar með hafi skiptum á dánarbúinu lo kið. Tilvísun sóknaraðila til 38. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum geti því ekki átt hér við. Engum gögnum eða upplýsingum sé fyrir að fara sem sýni fram á að skiptum á dánarbúi L sé ólokið en hún hafi látist á árinu 1949. Þvert á móti standi a llar líkur til þess að skiptum á dánarbúi hennar hafi verið lokið þegar K deyr þar sem í beiðni um einkaskiptaleyfi á dánarbúi hans, sé þess ekki getið að hinn látni hafi setið í óskiptu búi og sé reyndar strikað yfir þann texta skjalsins sem geri ráð fyri r að fyllt sé út með upplýsingum ef um slíkt hefði verið að ræða. Varnaraðili leggur og fram sjö kvittanir útgefnar á tímabilinu 15. janúar 1954 til 29. janúar 1958. Þar komi fram að börn K, þau B, O, P, Q, C, A og M, viðurkenna hvert fyrir sig móttöku á m óðurarfi sem nam 4.814,40 krónum til hvers þeirra. Vakin sé athygli á því að útgreiðslum á móðurarfinum hafi verið lokið þann 29. janúar 1958, með greiðslum til þeirra Q og C, sama dag og K ráðstafaði óðalsréttinum til M sonar síns. Varnaraðili telur að gr eiðslur þessar og móttaka þeirra, auk fyrrnefndra gagna þ.e. einkaskiptaleyfið og erfðafjárskýrsla vegna dánarbús K, sanni að skiptum á dánarbúi L sé löngu lokið. Þá sé engan rökstuðning að finna í kröfu sóknaraðila, hvernig jörðin [...], geti talist ei gn dánarbús K og L. enda hafi engum slíkum réttindum verið fyrir að fara á þeim tíma og ágreiningslaust sé að K hafði löngu áður, eða á árinu 1958, r áðstafað óðalsréttinum til M sonar síns. Varnaraðili áréttar að tilvísanir sóknaraðila til IV. kafla laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., einkum 38. gr. laganna, eigi ekki við. Opinber skipti á dánarbúi samkvæmt 1. mgr. 38. gr. laganna, að kröfu erfingja, komi einvörðungu til greina, hafi skiptum ekki þegar verið lokið á grundvelli eignaleysis dánarbúsins samkvæmt 25. - 27. gr. laganna. Þrátt fyrir að skiptum hafi verið lokið á grundvelli eignarleysis dánarbús, samkvæmt 25. og 26. gr. laganna, ge ti erfingi krafist skipta ef sýnt sé fram á að ekki hafi verið skilyrði til að ljúka skiptum með þeim hætti, eða ef maki hins látna situr í óskiptu búi enda hafi erfinginn heimild til slíkrar kröfu samkvæmt ákvæðum erfðalaga. Hér tekur varnaraðili fram að það sé 7 sýslumaður sem ljúki skiptum á dánarbúi á grundvelli 25. eða 26. gr. laganna en ekki erfingjar. Hvorugt þessara skilyrða eigi við í þessu máli. Samkvæmt erfðafjárskýrslu komi fram að erfingjar K hafi skipt dánarbúi hans einkaskiptum þegar á árinu 1985 og að dánarbúið hafi ekki verið eignalaust. Framlögð gögn sanni að skiptum á dánarbúi L hafði áður verið lokið. Sóknaraðilar hafi sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða. Krafa erfingja um opinber skipti á dánarbúi sem þegar hefur verið skipt einkaskipt um, verði ekki byggð á ákvæðum IV. kafla laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Hins vegar kunni að vera unnt að endurupptaka einkaskipti á dánarbúi en þá eingöngu á grundvelli XIII. kafla laganna og þá nánar tiltekið á grundvelli 2. mgr. 95. gr. Sa mkvæmt greinargerð með lögunum sé ekki útilokað að opinber skipti geti átt sér stað til að leiða endurupptöku til lykta þó svo upphafleg skipti hafi verið einkaskipti. Skilyrði þess að einkaskipti verði endurupptekin á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laganna sé að síðar hafi komið fram eignir sem hefðu átt að koma til skipta. Hins vegar kemur fram í sama ákvæði að við endurupptökuna verði ekki hreyft við því sem áður hafi verið gert við skiptin. Varnaraðili bendir hér á að krafa sóknaraðila byggir ekki á framang reindu ákvæði 2. mgr. 95. gr. Þegar af þeirri ástæðu beri að hafna kröfum þeirra enda eigi IV. kafli laganna ekki við. Sóknaraðilar byggi á því að jörðin [...] hafi átt að koma undir skiptin. M hafi fengið umráð og afnot jarðarinnar en hvorki eignarrétt n é afsal fyrir jörðinni. Það sé vandséð í meira lagi hvernig sóknaraðilar komist að þessari niðurstöðu þegar litið sé til þeirra lagaákvæða sem um ættaróðul hafa gilt allt frá því N gerði jörð sína að ættaróðali á árinu 1942 sem rakin hafa verið. Dánarbú K eða e.a. L hafi því ekki að lögum getað átt nokkurt tilkall, hvorki eignarréttarlegt né annað á erfðafjárskýrslu. Samkvæmt meginreglum laga komi einvörðungu þær eignir dánarbús til skipta sem fyrir hendi séu á dánardegi. Skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 20/1991 taki mið af þessari meginre glu. Varnaraðili áréttar að regluverkinu varðandi ættaróðul hafi verið breytt með setningu núgildandi jarðalaga, nr. 81/2004. Í fyrsta lagi þá bendi varnaraðili á ákvæði 42. gr. jarðalaganna. Þar komi fram að ákvæði VIII. kafla laganna um ættaróðul gildi um jarðir sem við gildistöku laganna séu skráðar ættaróðul samkvæmt þinglýstri yfirlýsingu þess efnis. Óumdeilt hljóti að vera að jörðin [...] falli þar undir. Í öðru lagi komi fram í 3. mgr. 42. gr. laganna, að við andlát óðalseiganda skuli óðalið falla ú r óðalsböndum og jörðin erfast eftir ákvæðum erfðalaga, þó þannig að eftirlifandi maki sé honum til að dreifa, taki við réttindum og skyldum óðalseiganda við andlát hans en eftir andlát makans erfist ættaróðalið eftir ákvæðum erfðalaga. Hér sé að sjálfsögð u og eðli málsins samkvæmt gert ráð fyrir því að um sé að ræða erfingja óðalsbóndans og maka hans. Aðrir aðilar koma ekki til álita. Í þriðja lagi er vísað til ákvæða 52. gr. jarðalaganna, en með setningu þessara ákvæða hafi löggjafinn mælt fyrir um það me ð beinum hætti hvernig óðalsbóndi getur leyst jörð úr óðalsböndum og hvaða afleiðingar það hefur m.a. varðandi erfðir. Kröfugerð sóknaraðila feli í raun í sér að sú ákvörðun K frá 29. janúar 1958, þess efnis að ráðstafa óðalsrétti jarðarinnar [...] til M verði ógilt eða í það minnsta felld niður. Krafa sóknaraðila um að hinn beini eignarréttur yfir jörðinni sé á hendi dánarbús K og L fái ekki staðist nema að undangenginni einhvers konar ógildingu eða niðurfellingu á ráðstöfun K frá árinu 1958. Hvorki í krö fu sóknaraðila, né í greinargerð þeirra sé gerð grein fyrir því af hverju þeir telja að hinn beini eignarréttur á jörðinni [...], sé frekar á hendi dánarbús K og L en á hendi dánarbús N og eftir atvikum konu hans. Fyrrnefndur N hafi þó fram til ársins 1942 verið eigandi jarðarinnar þegar hún var gerð að ættaróðali. 8 Varnaraðili byggir á almennum reglum um tómlæti og fyrningu. Bent er á að um 33 ár eru liðin frá því að einkaskiptum lauk á dánarbúi K. Þá eru um 12 ár liðin frá því M fékk óðalsrétt jarðarinnar [...] felldan niður á grundvelli gildandi laga. Um lagarök, vísar varnaraðili til laga nr. 20/1991, um skipti á dánarbúum o.fl., einkum XIII. kafla laganna, laga nr. 8/1936 um erfðaábúð og óðalsrétt, laga nr. 116/1943 um ættaróðal og erfðaábúð, eldri jarðalaga nr. 54/1976 og núgildandi jarðalaga nr. 81/2004. Þá er vísað til meginreglna erfðaréttar, sbr. lög nr. 8/1962. Málskostnaðarkrafan styðst við 21. kafla laga nr. 91/1991. Við ákvörðun málskostnaðar ber að taka tillit til þess að varnaraðili er ekk i virðisaukaskattskyldur aðili, sbr. lög nr. 50/1988. V. Málatilbúnaður sóknaraðila hverfist um það hvort jörðin [...] eigi að koma til skipta á milli erfingja dánarbúa K og L, en sóknaraðilar byggja á því að eignarréttur hafi aldrei færst frá K til sonar hans M og jörðin sé því enn í eigu dánarbús K, en skiptum á búum þeirra hjóna hafi aldrei verið lokið. Sú krafa að eignarréttur yfir [...] hafi aldrei færst til M heitins eða varnaraðila er í raun, eins og fyrr, segir hryggjarstykkið í máli sóknaraðila. Sú eign kalli á það nú að þeirra mati að fallist sé á kröfu um opinber skipti sem er krafa þessa máls. Í máli þessu verður, eðli máls samkvæmt og í ljósi kröfugerðar, ekki skorið endanlega úr um hvar eignarréttur yfir [...] liggur í dag. Dómurinn telur þ ó rétt að fjalla stuttlega um þann ágreining í ljósi málatilbúnaðar aðila. Eftir því sem best verður séð er ágreiningslaust hvernig jörðin [...] var, ásamt öllu sem jörðinni fylgdi og fylgja bæri, gerð að ættaróðali samkvæmt lögum nr. 8/1936 með ákvörðun eiganda hennar N sem skjöluð var 23. apríl 1942, en með skjalinu féll jörðin til K sonar hans. Þá er óumdeilt að K afhenti M syni sínum ættaróðalið [...] með öllum gögnum og gæðum með yfirlýsingu 29. janúar 1958 sem innrituð var til þinglýsingar sama dag. Þá verður ekki gerður ágreiningur um það að samkvæmt ósk M heitins og að fengnu samþykki sveitarstjórnar [...], leysti landbúnaðarráðherra með yfirlýsingu 13. júlí 2006 jörðina úr óðalsböndum. Þeirri yfirlýsingu var þinglýst á jörðina 3. ágúst það ár. Þá liggur fyrir að samkvæmt þinglýsingarvottorði er nú þinglýstur eigandi J, varnaraðili þessa máls, á grundvelli leyfis til setu í óskiptu Eins og fyrr segir er ekki ágreiningur um framangreindar ráð stafanir allt frá 1942 enda liggja fyrir í málinu ótvíræð gögn um gang mála sem ekki verður séð að hnekkt verði, og enda þess ekki freistað í máli þessu. Þá bera gögn með sér að gætt hafi verið reglna um að fá samþykki yfirvalda þar sem þurfti með, samþykk i erfingja á stundum, og þá var skjölum þinglýst án athugasemda þar sem það þótti nauðsynlegt. Dómurinn telur það vanreifað af hálfu sóknaraðila hvernig sú réttarstaða hafi skapast, nú um 77 árum eftir að jörðin [...] var gerð að ættaróðali og 13 árum eft ir að hún var tekin úr óðalsböndum, að eignarréttur yfir jörðinni sé í höndum dánarbús K, þvert á þinglýstar heimildir og gang mála, sbr. framangreint. Ekki verður þannig séð að nokkrar takmarkanir hafi verið á því eftir að M fékk jörðina leysta úr óðals böndum 2006 að hann ráðstafaði jörðinni eins og hugur hans stóð til. Þannig verður ekki fallist á, a.m.k. miðað við málatilbúnað hér, að sóknaraðilar eða erfingjar K hefðu getað brugðið fæti fyrir ráðstafanir M, hvort sem þar hefði verið um fullnaðarsölu á jörðinni að ræða eða aðrar ráðstafanir sem takmörkuðu eignarráð hans. Ekki er ástæða til að fjalla um réttarstöðuna fram til 2006 í þessu tilliti en dómurinn fær ekki séð að einhver takmörk hafi verið á eignarráðum M eftir 2006, og raunar hafi þau verið l ítil til þess tíma. Í því sambandi má benda á að M hafði stöðu óðalsbónda í um 48 ár eða langt fram yfir 9 búið á og haft vörslur ættaróðals samfleytt í 20 ár getur hann að fenginni umsögn sveitarstjórnar óskað eftir leyfi ráðherra til að jörðin verði leyst úr óðalsböndum án þess að fyrir liggi samþykki þeirra er rétt þarf að afla segir síðan efnislega að ef jörð er leyst úr óðalsböndum, með samþykki, verði óðalið þá eignarjörð viðkomandi bónda. Með vísan til framangreinds telur dómurinn mikinn vafa leika á því að jörðin [...] skuli ásamt gögnum og gæðum skiptast á m illi erfingja dánarbús K og því vandséð að eitthvað sé til skiptanna í því búi ef litið yrði svo á að skiptum væri ekki lokið. Dómurinn telur rétt að vilji erfingjar búsins láta reyna á meintan eignarrétt yfir jörðinni, þá beri að leita annarra réttarfarsl eiða til þess. Varðandi það hvort skiptum á búi K og eftir atvikum L konu hans sé ólokið vísast einkum til einkaskiptaleyfis sem lagt hefur verið fram í málinu. Þar óskuðu og fengu allir erfingjar K leyfi til einkaskipta á dánarbúi föður þeirra. Fyrir li ggur jafnframt umboð þar sem öll systkini M heitins veita honum umboð, 22. mars og 15. desember 1984, til að annast einkaskiptin. Umboðið til M frá bræðrum hans er nokkuð ítarlegt, m.a. að hann skuli hefja innstæður í bönkum, stofnunum og fyrirtækjum og gr eiða skuldir. Í engu er minnst á jörðina [...] eða réttindi henni tengd. Skiptum á búinu lauk með erfðafjárskýrslu sem undirrituð var 1. mars 1985 og yfirfarin og staðfest af sýslumanni 12. mars 1985. Þar kemur fram að lítils háttar eignir voru í búinu en sem fyrr er jarðarinnar [...] hvergi getið. Sóknaraðilar hafa engin gögn lagt fram sem hnekkja þessari skýrslu eða því að með henni hafi skiptum á búi K verið lokið. Í ljósi kröfugerðar sóknaraðila og framlagðra gagna í málinu telur dómurinn ótvírætt að s óknaraðilar beri sönnunarbyrði fyrir því að skiptum hafi ekki verið lokið, en þá byrði hafa þau ekki axlað. Hið sama á við um dánarbú L en samkvæmt umsókn um leyfi til einkaskipta eftir andlát N, sem samþykkt var, var þess ekki getið að hann hefði setið í óskiptu búi eftir L eins og gert er ráð fyrir að skuli getið um ef sú er raunin. Þvert á móti liggja jafnframt frammi gögn þar sem öll systkinin, erfingjar L, staðfesta að þau hafi á mismunandi tímum frá 1954 til 1958 móttekið móðurarf sinn, 4.814,40 kró nur hvert um sig. Fallist er á það með varnaraðila að ekki verði séð að skilyrði IV. kafla eða sérstaklega 38. gr. laga nr. 20/1991 geti átt við hér. Bú K var þannig sannanlega ekki eignalaust og ekki heldur að því er virðist bú L. Þá er ekki hægt að fallast á, og það að mati dómsins vanreifað að hálfu sóknaraðila, að ekki hafi verið skilyrði til að ljúka skiptum með þeim hætti sem gert var. Þá byggir málssókn sóknaraðila í engu á því að skilyrði séu til að endurupptaka skipti á dánarbúi K eða eftir atvikum L með vísan til 2. mgr. 95. gr. laganna, enda æði langsótt að hæg t sé í dag, um 34 árum eftir lok einkaskipta á dánarbúi K, að tala um að eign hafi nú skyndilega komið fram sem koma hefði átt til skipta, þ.e. jörðin [...]. Með vísan til alls framangreinds þykja engin skilyrði fyrir því eða rök standa til þess að dánar bú K og L verði tekin til opinberra skipta. Verður til viðbótar því sem að framan er rakið ekki horft fram hjá því tómlæti sem sóknaraðilar hafa sýnt í málinu um að gæta meints réttar síns. Í ljósi úrslita málsins verður sóknaraðilum gert sameiginlega að greiða varnaraðila 1.250.000 krónur í málskostnað með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 131. gr., sbr. 1. mgr., 120. gr. laga um opinber skipti dánarbúa o.fl. nr. 20/1991. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til tímaskýrslu lögmanna varnaraðila en einnig höfð hliðsjón af því að mikill þungi í málarekstri beggja aðila liggur í því hvar eignarréttur á jörðinni [...] liggur í dag, en það er í raun ekki endanlegt úrlausnaratriði málsins. Þá er horft til þess að málið var sérstaklega flut t um þá kröfu sóknaraðila að réttaráhrif leyfis varnaraðila J til 10 setu í óskiptu búi yrðu felld niður á meðan leyst yrði úr því hvort krafa sóknaraðila um opinber skipti yrði tekin til greina. Fyrir sóknaraðila flutti málið Sigmundur Hannesson lögmaður og fyrir varnaraðila Indriði Þorkelsson lögmaður fyrir Sigurbjörn Magnússon lögmann. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Kröfu sóknaraðila um að dánarbú K og L verði tekin til opinberra skipta er hafna ð. Sóknaraðilar greiði sameiginlega varnaraðila, J, 1.250.000 krónur í málskostnað.