LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 28. júlí 2020. Mál nr. 483/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Lína Ágústsdóttir aðstoðar saksóknari ) gegn X ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en gæsluvarðhaldinu markaður skemmri tími. Úrskurður Landsrét tar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. júlí 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júlí 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. ágúst klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að varnaraðila verði gert að sæta vistun á sj úkrahúsi eða viðeigandi stofnun. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða hans um að uppfyllt séu skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og að ekki séu efni til að mæla fyrir um vistun varnaraði la á viðeigandi stofnun. 5 Samkvæmt endurriti úr þingbók málsins var úrskurður héraðsdóms kveðinn upp fimmtudaginn 23. júlí klukkan 12:19. Með vísan til þess og 1. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008 þykir rétt að vistun varnaraðila standi ekki lengur en til 19 . ágúst 2020 klukkan 16. 2 Úrskurðarorð: Varnaraðili, X , skal sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 19. ágúst 2020 klukkan 16. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 23. júlí 2020 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gæsluvarðhaldi allt til 20. ágúst 2020, kl. 16:00. Í greinargerð aðstoðarsaksóknara kemur fram að í nótt hafi lögreglu borist tilkynning um innbrot vettvang hafi mátt sjá hvar steini hafði verið kastað inn um glugga á suðurhluta heilsugæslunnar og hafi inniskór verið fyrir utan húsið og blóð innan við gluggann. Þá hafi mátt sjá glerbrot innandyra og eftir gangi þar sem rúðan hafi verið brotin. Þá hafi mátt sjá blóð víðsvegar um heilsugæslustöðina. Við leit á vettvangi hafi lögregla fundið kærða þar sem hann hafi falið sig á bak við hurð í einu herbergi heilsugæslunnar og hafi hann verið handtekinn þá þegar vegna gruns um innbrot og tilraun til þjófnaða r. Við leit lögreglu í herbergi því sem kærði hafi fundist var brún leðurtaska með blóðkámi og ýmsum lyfjum og meintu þýfi. Á vettvangi hafi kærði játað við lögreglu að eiga töskuna. Jafnframt hafi kærði játað við lögreglu að hafa verið undir áhrifum ávana - og fíkniefna og að hafa brotist inn í heilsugæsluna með því að kasta steini inn um glugga og farið inn í húsnæðið. Nánar um málsatvik vísast til lögreglugagna málsins. Aðstoðarsaksóknari greinir frá því að auk framangreinds sé kærði undir rökstuddum grun í eftirfarandi málum lögreglu að undanförnu. Málin séu ýmist enn í rannsókn, en langt á veg komin, eða komin til afgreiðslu ákærusviðs lögreglu. Mál þessi séu svo sem orðrétt er rakið í greinargerð sækjanda: 2. - 3. júní 2020 mál 315 - 2020 - Tilkynn brýst inn og tekur framangreinda muni ófrjálsri hendi. Kærði játaði sök við yfirheyrslu. II. 3. júní 2020 mál 315 - 2020 - Kærði greiðir fyrir fimm daga hótelgistingu að andvirði 250.000 krónur með stolnu greiðslukorti á Hótel Akureyri (Hótel KEA) að Hafnarstræti 67, 600 Akureyri. Við leit lögreglu í fórum kærða fannst þýf i úr innbrotum kærða á Blönduósi, sjá mál nr. 315 - 2020 - umrætt greiðslukort vörur hjá NOVA að verðmæti 145.980 krónur, en það tókst að stöðva þá greiðslu. Undir rannsókn málsins sætti kærði gæsluvarðhaldi frá og me ð 4. júní 2020 til og með 8. júní 2020, kl. 16:00. Kærði játaði sök við yfirheyrslu og að hafa farið inn á vinnustað eiganda greiðslukortsins og tekið það ófrjálsri hendi. III. 12. júní 2020 mál 007 - 2020 - Lögreglu barst tilkynning frá starfsmanni ve rslunar Hagkaupa í Skeifunni og stjórnstöð Securitas um þjófnaður í verslun Hagkaup í Skeifunni á vörum að verðmæti 7.577 krónur. Vitni, starfsmaður Hagkaupa, kom að kærða þar sem hann var staðinn að hnuplinu. Við afskipti vitnisins af kærða féll í gólfið hnífur sem kærði hafði verið með innanklæða. Við afskipti lögreglu á vettvangi kvaðst kærði heita Y og framvísaði við lögreglu ökuskírteini því til staðfestingar. Lögregla þekkti sakborning sem kærða. Kærði játaði sök við yfirheyrslu. IV. 13. júní 2020 mál 007 - 2020 - eftirlitsmyndavélakerfi Bus Hostel sést hvar kærði kemur inn og skráir sig inn sem hann sjálfur á 3 samskiptaforritið Facebook í tölvu á vettvangi og t ekur síðan úlpu merktri Reykjavík Sightseeing og fer af vettvangi í henni. Kærði játaði sök við yfirheyrslu. V. 14. júní 2020 mál 007 - 2020 - Reykjavík. Á myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavélakerfi gistiskýlisins sést hvar kærði kemur inn í starfsmannaaðstöðu gistiskýlisins og tekur þaðan ófrjálsri hendi far síma sem lág á skrifborði og fer af vettvangi með hann. Kærði játaði sök við yfirheyrslu. VI. 15. júní 2020 mál 007 - 2020 - inn meðan A, húsráðandi, var sof andi og tekið þaðan munir ófrjálsri hendi sem og að hann skildi eftir notaða sprautunál á gólfi íbúðarinnar. Einnig hafði kærði notað stolin greiðslukort í eigu A og greitt fyrir tvær leigubílaferðir að fjárhæð 5.000 krónur og 1.330 krónur sem og vörur í v erslun 10 - 11 að fjárhæð fíkniefni í úlpuvasa kærð a við öryggisleit lögreglu. Kærði játaði sök við yfirheyrslu. mál 007 - 2020 - eftirlitsmyndavélakerfi hárgreiðslustofunnar sést hvar kærði kastar steini í rúðu hárgreiðslu stofunnar og brýtur hana, fer inn en ekkert tekið. Vitni var að þessari háttsemi kærða. Kærði játaði sök við yfirheyrslu. mál 007 - 2020 - Kærði handtekinn vegna gruns um þjófnað og hilmingu og einnig finnst á honum ólöglegur hnífur sem lögregla lagði hal d á. Þá er kærði einnig kærður í málinu fyrir að hafa ógnað öðrum manni með umræddum hnífi. Kærði neitaði sök við yfirheyrslu. VII. 19. júní 2020 má 007 - 2020 - og yfirgefa hana síða stuttu síðar sem dökkklæddum, með tvo stóra svarta ruslapoka og með hvíta grímu fara passaði við þá lýsingu og var það kærði. Við öryggisleit á kærða fannst hvít og svört gríma og var hann einnig dökkklæddur. Kærði neitaði að tjá sig um meint sakarefni við yfirheyrslu. VIII. 21. júní 2 020 mál 007 - 2020 - Tilkynning um þjófnað á tösku og veski í eigu starfsmanns AliBaba í Spönginni í Reykjavík og farið af vettvangi. Á myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavélakerfi AliBaba sést hvar aðili í hvítri Nike hettupeysu og svörtum Jordan buxum k om inn um bakdyr staðarins, aðeins með bláan IKEA poka í hendi og fór inn í bakherbergi en sést síðan fara sömu leiði til baka með ljósa hliðar tösku. Lögregla handtók r eftirlitsmyndavélakerfinu. Kærði játaði sök við yfirheyrslu. IX. 27. júní 2020 mál 007 - 020 - Tvö vitni sem voru í umræddri íbúð staðfesta framburð brotaþola. Þá liggja einnig fyrir í málinu gögn sem staðfesta framburð brotaþola. Kærði og Z neita sök. Málið er í rannsókn. 4 mál nr. 007 - 2020 - Z og Þ þaðan út og sest inn í leigubifreið þegar lögregla kom svo á vettvang. Við öryggisleit á kærða fannst ólöglegur hnífur sem lögregla lagði hald á. Kærði ásamt hinum neita sök. Málið er í rannsókn. X. 3. júlí 2020 mál 007 - 2020 - andsupptöku úr eftirlitsmyndavélakerfi gistiskýlisins sést hvar kærði gengur frá gistiskýlinu í suður eftir að honum hafði verið neitað um aðstoð sökum þess að hann var í komubanni. Kærði neitar sök. Málið er enn í rannsókn. XI. 4. júlí 2020 mál 007 - 2020 - - og dreifingu á amfetamíni, en við meintum fíkniefnum, meint fíkniefni í li tlu peningaveski sem hann var með í vinstri úlpuvasa, farsími sem er ætlað þýfi í máli 007 - 2020 - íbúðarinnar við hlið kærða umrætt sinn og innihélt ummerki um sölu og dreifingu fíknief na og lyfseðilsskyldra læknalyfja (grammavog, peningaseðla, lyfseðilsskyld læknalyf, meint fíkniefni og skilríki Æ). Kærði og Æ neita að meint fíkniefni, amfetamín, hafi verið ætluð til sölu og dreifingar en játa vörslur þess. Málið er í rannsókn. XII. 1 9. júlí 2020 mál 007 - inn meðan D, húsráðandi, var sofandi og tekið þaðan farsíma sem lá í hleðslu á eldhúsborði, arstýringu að bílageymslu hússins og síðan, í heimildarleysi, tekið bifreiðina þar sem hún stóð í bílakjallara hússins og ekið brott á henni. Þegar lögregla hafði afskipti af kærða á umræddri bifreið hafði kærði sett önnur skráningarnúmer á hana. Kærði ját Sækjandi greinir frá því að umrædd brot kærða séu talin geta varðarð við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. síðari lög og reglugerðir, 1. mgr. 218. gr., 231. gr., 244. gr., 248. gr., 252. gr. , 257. gr., og 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, b. lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Kærði hafi frá árinu 2017 hlotið fimm fangelsisdóma, þar af þrjá óskil orðsbundna, en síðasti refsidómur kærða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. S - fangelsi m.a. vegna ítrekaðs þjófnaðar og brota á vopnalögum. Kærði hafi lokið afplánun vegna þessa þann 1. maí sl. Með hliðsjón af atvikum og sakaferli kærða telji ákæruvaldið að hann muni hljóta óskilorðsbundna fangelsisrefsingu fyrir ofangreind mál sem hann eigi ólokið í kerfi lögreglu og krafist sé gæsluvarðhalds yfir honum vegna. Þá hafa komið fram upplýsin gar um að kærði hafi verið og sé haldinn fíkniefnafíkn og reynsla lögreglu sýni að veruleg hætta sé á að fólk í þeirri stöðu haldi áfram brotum á meðan málum sem þessum sé ekki lokið í refsivörslukerfinu. Svo sem að framan er rakið sé fjöldi alvarlegra mál a til meðferðar hjá lögreglu gegn kærða sem varði meðal annars við framangreind ákvæði almennra hegningarlaga auk umferðar - , vopna - , og fíkniefnalaga sem varðað geti fangelsisrefsingu að lögum. Með hliðsjón af framangreindu sé það mat lögreglustjóra að kær ði hafi einbeittan brotavilja og virðist ekkert lát vera á brotahrinu hans. Með vísan til brotaferils kærða að undanförnu sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Í ljó si fjölda þeirra brota sem kærði sé grunaður um 5 telji lögreglustjóri nauðsynlegt að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans séu til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c. lið ar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða: Fallist er á með lögreglustjóra að fram sé kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við, sbr. 1. mgr. 95. gr . laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Auk þess þarf að vera uppfyllt eitthvert þeirra skilyrða sem getið er um í a - d lið ákvæðisins. Af hálfu lögreglustjóra er á því byggt að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með vísan til c - liðar ákvæðisins, þ.e. að ætla meg i að kærði muni halda áfram brotum á meðan máli hans er ekki lokið. Samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknargögnum hafði lögregla afskipti af kærða í sextán málum á tímabilinu frá 2. júní 2020 til 22. júlí 2020. Umrædd meint brot kærða sem lögregla hefur til ran nsóknar eru m.a. rán, innbrot og þjófnaðir, brot á vopnalögum, dreifing fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Kærði hefur játað nokkur þessara brota. Kærði hefur hlotið fimm fangelsisdóma frá árinu 2017 vegna ítrekaðs þjófnaðar og brota á vopnalögum. Afplán þá fengið reynslulausn í eitt ár frá 30.12.2019. Að því er varðar andlegt ástand kærða verður ekki fallist á að mælt verði fyrir um að sakborningur verið vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun, enda hafa veikindi kærða ekki komið í veg fyrir að hann hafi afplánað refsingu vegna fyrri brota í fangelsi. Kærði á þann rétt, samkvæmt lögum um fullnustu refsinga nr. 15/2016, að njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, sbr. l ög um heilbrigðisþjónustu í fangelsinu, auk þess sem Fangelsismálastofnun getur, að undangengnu sérfræðiáliti, leyft að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis - eða meðferðarstofnun sbr. ákvæði 22. gr. þeirra laga. Í lögum um fullnustu refsinga kemur jafnframt fram að hægt sé að kæra ákvarðanir samkvæmt þeim lögum til ráðuneytisins. Með vísan til tíðni þeirra brota sem kærða er gefið að sök, fyrri sakarferil og vímuefnafíknar má ætla að yfirgnæfandi líkur séu fyrir því að han n muni halda áfram brotum. Skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir gæsluvarðhaldi eru því uppfyllt. Verði kærði sakfelldur fyrir þau brot, sem hann er sakaður um og með hliðsjón af sakarferli hans, þykir ekki sýnt að hann verði eingöngu dæm dur til sektargreiðslu eða skilorðsbundinnar refsingar. Af þeim sökum stendur 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 því ekki í vegi að fallist verði á kröfuna. Með vísan til þessa verður fallist á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að kærða verði ge rt að sæta gæsluvarðahaldi til fimmtudagsins 20. ágúst n.k. en ekki eru efni til að marka kröfunni skemmri tíma. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð fimmtudagsins 20. ágúst 2020, kl. 16:00.