LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12. apríl 2019 . Mál nr. 591/2018 : VHE ehf. (Hilmar Gunnlaugsson lögmaður) gegn Hýsi - Merkúr hf. (Bjarki Þór Sveinsson lögmaður) Lykilorð Samningur. Uppgjör. Gagnkrafa. Kröfugerð. Dráttarvextir. Útdráttur V ehf. gerði samning við H hf. um afhendingu á stáli í byggingu sem V ehf. var að reisa samkvæmt verksamningi við E ehf. Upphaflega var m iðað við að stál í bygginguna yrði um 350 tonn en magn ið sem v ar notað og H hf. afhenti reyndi st vera um 550 tonn. Deil du aðilar meðal annars um hvor þeirra bæri áhættuna af því. Í dómi Landsréttar kom fram að í tilboð i H hf. hefði verið miðað við einingarverð á tonni á stáli og hvergi getið um ákveðið magn sem afhent yrði eða heild ar verð fyrir stálvirkið. Hefði V ehf. ekk i leitt í ljós að H hf. hefði hvað sem þessu liði lofað að afhenda honum fullhannað stálvirki í bygginguna sem í færu 350 tonn og að H hf. bæri áhættuna ef það magn væri vanáætlað. Bæri V ehf. því greiða fyrir það efni sem honum var afhent. Í málinu hafði V ehf. til viðbótar uppi lækkunarkröfur í níu liðum þar á meðal vegna dagsekta sem hann hafði greitt E ehf. vegna tafa á skilum á verkinu. Taldi Landsréttur að V ehf. hefði ekki tekist að sanna að H hf. bæri ábyrð á þeim töfum. Að öðru leyti var kröfum V e hf. hafnað. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir og Jón Ágúst Pétursson byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 17. júlí 2 018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 21. júní 2018 í málinu nr. E - 1253/2015 . 2 Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda en til vara að hún verði lækkuð og dráttarvextir dæmdir frá uppkvaðningu héraðsdóms. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms að öðru leyti en því að höfuðstólsfjárhæð verði dæmd 82.227.825 krónur. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 4 Mál þetta var fyrst dæmt í héraði 22. júlí 2016. Með dómi Hæstarét tar 30. nóvember 2017 í máli nr. 721/2016 var dómur héraðsdóms ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. Dómur héraðsdóms gekk á ný 21. júní 2018 . Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Í nóvember 2014 bauð Eimskip Ísland ehf . út í lokuðu ú tboði byggingu frystigeymslu ásamt forrými og stoðrýmum að Óseyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Byggingin skiptist í tvo frystiklefa, samtals að grunnfleti um 5.400 fermetrar og forrými um 1.200 fermetrar. Verkið skiptist í tvo áfanga og átti þeim fyrri að vera lokið 1. júlí 2015 en þeim síðari 1. október sama ár. Tilboðum í verkið átti að skila 3. desember 2014 og bauð áfrýjandi í það. Tilboði hans var tekið og mun hafa komist á samningur um verkið á grundvelli útboðsgagna. Í útboðsgögnum kemur fram að verktaki skuli annast hönnun burðarvirkja, bæði undirstöður og yfirby ggingu, en öll önnur hönnun verði á vegum verkkaupa. Teikningar arkitektastofunnar AVH voru hluti útboðsgagna og sat arkitekt á þeirra vegum hönnunarfundi sem haldnir voru. Í kjölfar þess að áfrýj andi tók verkið að sér hófst hann handa við samningsgerð um efniskaup og fleira. Í tölvubréfi áfrýjanda 6. janúar 2015 til stefnda kom fram að hann teldi stefnda samkeppnishæfan miðað við þau viðmiðunarverð sem fyrirsvarsmaður stefnda hefði gefið upp í sam tali deginum áður og óskaði eftir því að stefndi gæfi honum verð í stálgrindarhús. Áfrýjandi sendi með tölvubréfinu hönnunargögn frá verkkaupa, grunnmynd, útlit og snið á autoca d - formi, álagsforsendur og verklýsingu. Varðandi afhendingartíma kom fram að verkáætlun gerði ráð fyrir því að byrjað yrði að reisa stálvirki um mánaðarmótin apríl/maí 2015 og að afhending til verkkaupa yrði í ágúst sama ár. Með tölvubréfi sama dag, svaraði starfsmaður stefnda að verið væri að vinna í þessu og tók fram að ,,við erum að tala um Innti starfsmaður stefnda áfrýjanda eftir því hvort hann vissi um skiptingu á stálinu á milli forrýmis og frystiklefa, en hið fyrra ætti samkvæmt útboðsgögnu m að vera heithúðað og það síðara málað. 6 Í bréfi stefnda 15. janúar 2015 til áfrýjanda kemur fram tilboð í stál í bygginguna. Þar kemur fram að einingaverð á máluðu stáli væri 1.690 evrur en á heithúðuðu stáli 1.750 evrur. Innifalið í verðinu væri burðarþolshönnun á stál virki forrýmis og frystigeymslu. Áður hafði áfrýjandi fengið önnur tilboð í þennan þátt verksins, þar á meðal frá Húsasmiðjunni, en þar var gert ráð fyrir því að magn af stáli í bygginguna yrði um 347 tonn. Þá hafði einnig borist ti lboð sem gerði ráð fyrir um 520 tonnum. 7 Áfrýjandi gekk til samninga við stefnda og keypti af honum allt stál í bygginguna sem var framleitt í Póllandi. Skriflegur samningur um viðskiptin var ekki gerður milli aðila, en eftir að viðskiptin komust á ski ptus t aðilar á fjölda tölvuskeyta. Í tölvuskeyti stefnda 10. febrúar 2015 til áfrýjanda kom fram að stefndi hefði gert samkomulag við tiltekna verkfræðistofu í Þýskalandi um framleiðsluteikningar stálvirkis og var tekið fr a m að þeim yrði lokið tímanlega fyrir framleiðanda stálsins, Metalbark. Stálvirki fyrir forrýmið, annan af frystiklefunum og hluta af h i num yrði komið til landsins 27. 3 apríl til 2. maí 2015 en afgangur s t álsins kæmi 25. til 30 . maí sama ár. Þetta væri þó háð því að ekki yrðu gerðar neinar þær breytingar á byggingunni sem gætu seinkað teiknivinnunni . Með tölvupósti 16. febrúar 2015 lýsti áfrýjandi yfir óánægju og áhyggjum gagnvart stefnda af framgangi mála við hönnun byggingarinnar . Var vísað til þess að þann dag hefði átt að halda þriðja fund um hönnunina en þetta væri jafnframt þriðji fundurinn sem stefndi hefði óskað eftir að yrði frestað. Einnig var vísað til þess að óskað hefði verið eftir hönnunar - og verkáætlun frá stefnda en komið hefði í ljós að áform um skil á þeim myndu ekki standast. Þetta væri byrjað að valda töfum sem yrði erfitt að vinna upp. Jafnframt sendi áfrýja ndi tölvupóst 4. mars 2015 til stefnda þar sem vísað var til fundar 17. febrúar sama ár, sem boðað hafði verið til vegna óánægju með gang mála við hönnun og útvegun efnis í bygginguna. Frá þeim fundi væru liðnar tvær vikur og áhyggjur af framvindunni væru síst minni. Í tölvupósti stefnda til áfrýjanda 9. mars 2015 kom á hinn bóginn fram að verkfræðistofan í Þýskalandi hefð i stöðvað vinnu sína þar sem arkitektateikningar se m hefðu átt að bera st þeim hefðu ekki skilað sér. Verkfræðistofan gæti ekki og myndi ekkert gera fyrr en teikningarnar bærust. Þá hefði stálmagnið aukist umtalsvert sökum aukabita 8 Þegar teikningar hönnuða verkkaupa lágu fyrir 12. mars 2015 vísaði verkfræðistofa n í Þ ýskalandi verkinu frá sér. Þess í stað hannaði pólsk verkfræðistofa burðarvirkið . Upplýsingar um magn stáls sem þyrfti í bygginguna lágu fyrir frá þeirri verkfræðistofu 22. apríl 2012. Sama dag sendi stefndi áfrýjanda tölvupóst þar sem spurt var hvort 350 hefðu átt að vera 450 tonn. Áfrýjandi svaraði sama dag með tölvupósti að 350 tonnin hefðu átt að vera 350 tonn. Í kjölfar fundar f yrirsvarsmanns stefnda með fyrirsvarsmönnum áfrýjanda, sem haldinn var tveimur dögum síðar, voru framleiðsluteikningar sendar framleiðanda stálsins, 27. sama mánaðar. Í tölvubréfi VSB verkfræðistofu til málsaðila 21. maí 2015 var staðfest að nýting stáls í frystigeymslu væri góð og að útreikningar á stálvirki hennar væru samþykktir. Í tölvubréfi 27. sama mánaðar kom það sama fram um stálvirki í forrými. Í málinu liggur fyrir tölvubréf 25. júní 2015 frá starfsmanni áfrýjanda til fyrirsvarsmanna aðila þar sem gerð er grein fyrir fundi með stálframleiðandanum. Segir í bréfinu að á fundinum hafi komið fram að í lok þeirrar viku yrði búið að smíða 417 tonn af stáli og að stálframleiðandinn teldi að magnið myndi enda í 580 tonnum. Ástæða tafa við framleiðsluna vær i aukið magn. Ágreiningslaust er að samtals fóru um 550 tonn af stáli í bygginguna. Efnið í bygginguna mun hafa borist um sumarið og afhendingu þess hafa lokið í ágúst það ár . 9 Stefndi gerði áfrýjanda fjölda reikninga á tímabilinu frá 29. maí til 30. septem ber 2015 samtals að fjárhæð 351.583.323 krónur, en af þeirri fjárhæð hefur áfrýjandi greitt samtals 265.954.820 krónur . S íðasta greiðslan var innt af hendi 27. ágúst 2015 . 10 Aðilar funduðu 24. september og 7. október 2015 um viðskiptin og ritaði starfsmaður áfrýja nda minnisblað um fundina. Þar kom fram að í upphafi hefði áfrýjandi áætlað 4 að magn af stáli í húsið næmi 350 tonnum. Stefndi hefð i látið hanna meira og talið fjölda tonna vera um 370 til 380, en hefði sent reikninga fyrir 550 tonnum. Þá kom fram að skýringu vantaði á mismuninum. Komnar væru upplýsingar um aukaverk upp á um það bil 50 tonn en enn vantaði skýringar á um það bil 100 tonnum. Einnig kom þar fram að áfrýjandi væ ri búinn að borga 263 milljónir en vitað væri að áfrýjandi ætti eftir að borga meira . Þyrfti að finna út nákvæmlega hver staðan væri . Í niðurlagi minnisblaðsins sagði að fram hefði komið af hálfu áfrýjanda að ekki yrði um frekari greiðslur að ræða fyrr en ágreiningi um viðskipti aðila yrði lokið. 11 Stefndi sendi áfrýjanda bréf 11. nóvember 2015 og krafðist þess að staðin yrðu s kil á því sem ógreitt væri samkvæmt reikningum hans. Þessu bréfi svaraði áfrýjandi með bréfi 26. sama mánaðar þar sem gre iðs luskyldu var synjað meðal annars af þeirri ástæðu að upphaflega hefði verið samið um kaup á 346 tonnum en við það hafi bæst 32 tonn sem áfrýjandi hefði óskað eftir til viðbótar og um 53 tonn vegna auka - og viðbótarverka sem verkkaupi hefði samþykkt . Sam tals ætti áfrýjandi því ekki að greiða fyrir meira en 431 tonn . 12 Ágreiningslaust er að dráttur varð á því að verkinu væri skilað tímanlega til verkkaupa. Í samræmi v ið verksamning varð samkomulag milli áfrýjanda og verkkaupa um að sá fyrrnefndi greiddi verk kaupa tafa b ætur að fjárhæð 19.000.000 krón a. Áfrýjandi heldur því fram að dráttur af hálfu stefnda á því að afhenda stálið hafi valdið því að verkinu var ekki skilað í tæka tíð. Vísar áfrýjandi til minnisblaðs eftirlitsaðila verksins 8. janúar 2016. Í því kemur fram að meginskýring á verktöfum hafi verið að hönnun og afhending stálvirkis hafi ekki gengið samkvæmt áætlun. Telur áfrýjandi að tjón sitt af þessum sökum svari til tafabótanna og heldur hann þeirri kröfu fram til skuldajafnaðar gegn kröfu stefnda auk nokkurra annara kröfuliða sem fyrst komu fram á sérstöku skjali, sem lagt var fram undir rekstri málsins í héraði, en komu ekki fram í greinargerð hans þar. Stefnd i telur á hinn bóginn að dráttur á afhendingu af sinni hálfu verði rakinn til atriða sem áfrýjandi beri ábyrgð á. 13 Áfrýjandi fékk dómkvaddan matsmann til að meta nánar tilgreind atriði um venjur í verktakastarfsemi. Í matsgerðinni kom meðal annars fram að aðeins burðarþolshönnuður hefði getað reiknað út magn af stáli í burðarvirki. Aðrir hefðu eingöngu getað giskað á það. Fyrir héraðsdómi bar matsmaður að burðarþolshönnuður gæti í upphafi áætlað einhverjar tölur um efnismagn, út frá útboðsgögnum en aðeins væri hægt að reikna það út með 20 - 30% nákvæmni. Síðan væri hægt að reikna út nákvæmara efn ismagn, eftir framvindu hönnunar . 14 Við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi kvað fyrirsvarsmaður stefnda, Þröstur Lýðsson, að í viðræðum við áfrýjanda, sem í upphafi hefðu aðeins snúist um áhuga stefnda á að bjóða í klæðningar en á síðari stigum um stálið, hefði k omið fram að um 350 tonn af stáli þyrfti í bygginguna og hefði stefndi verið spurður að því hvort hann réði við að framleiða það magn á þeim tíma sem óskað væri eftir. Það hefði ekki verið vandamál. Stefndi h efði gert tilboð á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann fékk um magn af 5 stáli frá áfrýjanda og ekki látið reikna það út sjálfur . Stefndi h efði einungis boðið ákveðið verð á tonni vegna frystigeymslunnar og þá hefðu tímasetningar varðandi afhendingu efnisins miðast við að 350 tonn af stáli þyrfti til by ggingarinnar . Borga hefði átt eftir magni hvort sem það hefði verið minna eða meira en viðmiðun áfrýjanda gerði ráð fyrir. Þá sé það fráleitt að ste fndi hafi verið einhvers konar undirverktaki áfrýjanda. Hann kvað öllum hafa verið það ljóst 24. apríl 2015 að tonnafjöldi stáls í bygginguna væri komin n langt umfram 350 tonn. Þá hefði framleiðsla þess ekki verið hafin og áfrýjanda verið í lófa lagið að færa verkið til annars stálframleiðanda sem boðið gæti upp á 350 tonn. Kvað hann áfrýjanda ekki hafa gert a thugasemd út af stálmagni fyrr en 24. september 2015, mánuði eftir að afhendingu á stálinu hafi verið lokið. 15 Fyrirsvarsmaður áfrýjanda, Unnar Steinn Hjaltason, bar fyrir héraðsdómi að fyrirsvarsmenn stefnda hefðu að fyrra bragði haft samband við áfrýjanda varðandi tilboð í stálvirki byggi ngarinnar. Spu rður um hvort eitthvað hefði verið ræ tt um tonnafjöldann kvað hann það ekki hafa verið gert í byrjun . Stefndi hefði ekkert sagt um tonnafjöldann, en áfrýjandi hefði þá verið kominn með tilboð í hönnun hússins og framleiðendur að geta það líka. Hann kvað fram hafa komið á fundi aðila 24. apríl 2015 a ð stálið yrði meira en gert hefði verið ráð fyrir en kvaðst ekki muna hver he fðu verið viðbrögð hans. 16 Við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi kvaðst vitnið Ólafur Hermannson, starfsmaður VSÓ ráðgjafar, hafa fengið það verkefni að koma verk inu í útboð fyrir hönd Eimskips Ísland ehf. Hann hafi verið verkefnastjóri þess verkefnis, hönnunarst jóri og loks farið með framkvæmdaeftirlit á verkstað. Bar hann að engar magntölur stáls hefðu verið í útboðsgögnum og að ekki hefði verið gerð önnur áætlun en kostnaðaráætlun þar sem byggt hefði verið á reynslutölum um kostnað miðað við fermetra hjúpflata . Lagt hefði verið í hendur bjóðenda og væntanlegs verktaka að reikna út stálmagn. 17 Samkvæmt fundargerðum verkfunda, sem haldnir voru á tímabilinu frá 10. mars 2015 til 1. mars 2016, verður ráðið að enginn fulltrúi stefnda sat þá og fulltrúi stefnda sat aðei ns einn hönnunarfund, sem var sá síðasti og haldinn var 17. apríl 2015 til þess að ræða meðal annars hönnun stálvirkis. Niðurstaða 18 Í janúar 2015 tók stefndi að sér gagnvart áfrýjanda að afhenda stál í byggingu sem hinn síðarnefndi var að reisa samkvæmt v erksamningi við Eimskip Ísland ehf. Lagð i stefndi jafnframt til hönnun á burðarþoli st álvirkis. Í ljósi a ðdraganda samningsgerðarinnar og efnis ti lboðs stefnda eins og því var lýst í bréfi 15. janúar 2015 verður að líta svo á að um hafi verið að ræða samni ng um efnissölu en ekki undirverktöku. 6 19 Þegar viðskipti aðila komust á var miðað við að stálið í bygginguna yrði um 350 tonn, en það magn sem var notað og stefndi afhenti reyndist vera um 550 tonn. Í málinu krefur stefndi áfrýjanda um greiðslu reikninga veg na sölu á afhentu byggingarefni. Áfrýjandi byggir á því að samið hafi verið um að stefndi myndi afhenda honum fullhannað burðarvirki í bygginguna á verði sem samsvaraði uppgefnum einingarverðum margfölduðum með lofuðu stálmagni, að hámarki 350 tonnum. Magn aukning skyldi aðeins greidd vegna samþykktra auka - og viðbótarverka. 20 Fyrir liggur að 6. janúar 2015 óskaði áfrýjandi eftir því að stefndi gæfi honum verð í stál í bygginguna. Af svar bréfi stefnda sama dag og framburði aðila og vitna fyrir héraðsdómi er ljóst að við upphaf þreifinga aðila gaf áfrýjandi stefnda það upp að áætluð væru 350 tonn af stáli í bygginguna. Þá áætlun byggði áfrýjandi á tilboði sem honum hafði borist í efni í bygginguna frá Húsasmiðjunni. Áfrýjandi gerði stefnda ekki grein fyrir því að honum hefði jafnframt borist tilboð sem gerði ráð fyrir að mun meira magn af stáli þyrfti í bygginguna. 21 Það tilboð sem stefndi gerði áfrýjanda 15. janúar 2015 miðaði við einingarverð á tonni af stáli, annars vegar máluðu og hins vegar heithúðuðu. Í tilboðinu var hvorki getið um ákveðið magn sem afhent yrði eða um heildarverð fyrir stálvirkið. Áfrýjandi hefur ekki leitt í ljós að hvað sem þessu líði hafi stefndi lofað að afhenda honum fullhannað stálvirki í bygginguna sem í færu 350 tonn og að stefn di bæri áhættuna ef það magn væri vanáætlað. Ber þá jafnframt að líta til þess að endanlegar teikningar lágu ekki fyrir fyrr en 12. mars 2015 og að áfrýjanda var það ljóst áður en framleiðsla stálsins hófst að magn þess væri mun meira en fyrri viðmiðun ger ði ráð fyrir. Framleiðslan var engu að síður sett af stað og tók áfrýjandi athugasemdalaust við stálinu. Áfrýjanda verður því gert að greiða stefnda fyrir það efni sem honum var afhent. 22 Af þessu leiðir að ekki er fallist á með áfrýjanda að lækka beri kröf u stefnda sem svarar til þess tonnafjölda sem var umfram 350 tonn auk samþykktra viðbótar - og aukaverka. 23 Fyrir Landsrétti hefur áfrýjandi, til viðbótar framangreindu, uppi lækkunarkröfur í níu liðum. Stefndi hefur mótmælt öllum þeim kröfum, ýmist sem of seint fram komnum eða að efni til. 24 Við meðferð málsins í héraði lækkaði stefndi kröfu sína um 2.577.874 krónur í samræmi við yfirlit áfrýjanda um kostnað hans við smíði efnis sem áfrýjandi taldi ekki hafa skilað sér frá stefnda. Telur áfrýjandi stefnda ti l viðbótar bera að greiða sér virðisaukaskatt af smíðinni og því beri að lækka kröfu stefnda um samtals 3.196.564 krónur. Áfrýjandi hefur ekki gert stefnda reikning vegna verkanna og hefur virðisaukaskattur ekki fallið til. Verður því ekki talið að áfrýjan di eigi frekari kröfu um lækkun á þessum grundvelli. 25 Við meðferð málsins í héraði lækkaði stefndi kröfu sína einnig um 3.400.678 krónur vegna gengisleiðréttingar. Aðilar sömdu um einingarverð í evrum. Á reikningum sem 7 stefndi gerði áfrýjanda voru fjárhæði r í íslenskum krónum og tekið fram að útreikningar miðuðu við að gengið á evru væri 150 krónur. Á tólf fyrstu reikningunum, eða um helmingi allra reikninga, kom fram að útreikningur breyttist miðað við gengi greiðsludags. Í málinu liggur fyrir yfirlit stef nda um gengismun miðað við gengi Seðlabanka Íslands á greiðsludegi hvers reiknings. 26 Engin grein er gerð fyrir fjárhæð krafna áfrýjanda um lækkun vegna gengisleiðréttingar og einingarverðs í greinargerð hans í héraði. Þar segir einungis að hann telji suma reikninga vera með rangri gengisviðmiðun og röngu einingaverði. Í sérstöku skjali sem lagt var fram við rekstur málsins í héraði komu fram þær fjárhæðir sem hann taldi til lækkunar vegna gengisviðmiðunar og einingaverðs og þar var einvörðungu vísað til ti lgreindra dómskjala í héraði, án nokkurs rökstuðnings. Áfrýjandi hafði sama hátt á í greinargerð sinni til Hæstaréttar 5. desember 2016 og í greinargerð sinni til Landsréttar, en um rökstuðning var þar látið nægja að vísa til þess að kröfur þessar ættu sér stoð í samningi aðila. Lækkunarkröfur áfrýjanda eru því svo óskýrar að á þær verður ekki fallist, umfram það sem stefndi hefur fallist á samkvæmt framangreindu og verður þeim hafnað. 27 Áfrýjandi byggir enn fremur á því að lækka beri kröfu stefnda sem nemur 19.000.000 króna vegna dagsekta sem hann hafi greitt verkkaupa vegna tafa á skilum á verkinu. Byggir áfrýjandi á því að dráttur á verklokum hafi orðið vegna tafa á afhendingu stefnda á stáli. Fyrir liggur að aðilar sömdu ekki í öndverðu um tiltekinn afhend ingartíma en þó liggur fyrir að áfrýjandi sendi stefnda gögn úr útboði verkkaupans og þar kom fram hvenær skila átti verkinu. Verður því miðað við að stefnda hafi borið að afhenda stálið í tæka tíð svo að verkinu yrði skilað á réttum tíma. 28 Í tölvupósti ste fnda til áfrýjanda 10. febrúar 2015 kom fram að framleiðsluteikningum stálvirkis yrði lokið tímanlega fyrir framleiðanda stálsins og að allt stálvirki yrði komið til landsins 25. til 30. maí sama ár. Þetta væri þó háð því að ekki yrðu gerðar neinar þær bre ytingar á byggingunni sem gætu seinkað teiknivinnunni. Eins og rakið hefur verið bárust endanlegar teikningar ekki frá hönnuði verkkaupa fyrr en 12. mars 2015 , með tilheyrandi seinkun á burðarþolshönnun og framleiðsluteikningum. Ber jafnframt að líta til þ ess a ð upphafleg tímaáætlun stefnda miðaði við að framleidd yrðu 350 tonn af stáli. Enn fremur er ágreiningslaust að stærstur hluti stálsins var komin n í höfn í Reyk j avík í lok júlí 2015 og síðasta sending afhent 11. ágúst sama ár. Þá kemur fram í bréfi áf rýjanda til verkkaupa 24. nóvember 2015, þar sem hann mótmælti tafabótakröfu þess síðarnefnda að ,,hönnuð[ur] sem sá um að útvega stálið í húsið, Hýsi - eftir því sem hönnuður verkkaupa ha fi óskað eftir að breytingar yrðu gerðar. Hafi töf vegna breytinga verkkaupa á hönnun orðið til þess að tafir hafi orðið á hönnun á vegum stefnda. Samkvæmt öllu framangreindu h efur áfrýjanda ekki tekist sönnun um að stefndi beri ábyrgð á því að áfrýjanda t ókst ekki að skila verkinu á réttum tíma. 8 29 Áfrýjandi krefst þess einnig að krafa stefnda verði lækkuð um 9.948.392 krónur auk virðisaukaskatts, samtals 12.336.006 krónur, vegna yfirvinnu sem leiddi af afhendingardrætti af hálfu ste f nda. Samkvæmt 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 , sbr. 2. mgr. 163. sömu laga skulu málsástæður og mótmæli koma fram jafnskjótt og tilefni verður til. Að öðrum kosti má ekki taka þær til greina nema gagnaðili samþykki . Krafa áfrýjanda um lækkun vegna aukins launakostnaðar kom ek ki fram í greinargerð hans í héraði. Gegn mótmælum stefnda telst krafan of seint fram komin. Hið sama á við um kröfu áfrýjanda um lækkun vegna aukins hönnunarkostnaðar, að fjárhæð 697.860 krónur , kröfu hans vegna en durgreiðslu Eimskips á flutningskostnaði að fjárhæð 1.050.000 krónur , og kröfu hans um að stefnda beri að greiða sér 15% verktakaálag ofan á kostnað vegna stálsmíði, yfirvinnu og umfram hönnun, en krafan nemur 2.434.564 krónum. Verður öllum þessu kröfum því hafnað. 30 Áfrýjandi hefur mó tmælt upphafs tíma dráttarvaxta eins og þeir voru dæmdir í héraði. Stefndi hefur fyrir Landsrétti krafist staðfestingar héraðsdóms að öðru leyti en því að höfuðstólsfjárhæð verði dæmd 82.227.825 krónur en upphaflegur höfuðstóll kröfu hans nam samkvæmt stefnu 351.583.323 krónum og var í stefnu krafist dráttarvaxta af ákveðnum fjárhæðum frá tilgreindum dögum til tilgreindra daga, allt að frádregnum innborgunum. Með hinum áfrýjaða dómi voru dráttarvextir dæmdir á tilgreindar fjárhæðir frá tilgreindum dögum til tilgreindra d tilgreindum degi allt að frádregnum innborgunum. Stefnufjárhæðar er á hinn bóginn ekki getið í dómsorði. Stefndi hefur ekki lagað dráttarvaxtakröfu sína að breyttum höfuðstól kröfu sinnar og áfrýjaði ekki dómi héraðsdóms sér staklega til þess að fá leiðrétt ákvæði dómsins um höfuðstól eða dráttarvexti. Verða því ekki dæmdir dráttarvextir á kröfu hans fyrr en frá 8. desember 2015 er málið var höfðað, sbr. 4. mgr. 5 . gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. 31 Samkvæmt öllu framangreindu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með þeim hætti sem í dómsorði greinir en í hinum áfrýjaða dómi var tekið tillit til reiknings að fjárhæð 67.993 krónur sem ekki var til innheimtu í málinu. 32 Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskos tnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjandi, VHE ehf., greiði stefnda, Hýsi - Merkúr hf., 82.227.825 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. desember 2015 til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað. Áfrýjandi greiði stefnda 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. 9 Dómur Héraðsdóms Reykjaness fimmtudaginn 21. júní 2018 Mál þetta, sem þingfest var 9. desember 2015 og dómtekið 1. júní 2016, var höfðað af Hýsi - Merkúr ehf., kt. 701006 - 2590, Völut eigi 7, 270 Mosfellsbæ, með stefnu, dagsettri 8. desember 2015, á hendur VHE ehf., kt. 531295 - 2189, Melabraut 23 - 25, Hafnarfirði. Með dómi Hæstaréttar, uppkveðnum þann 30. nóvember 2017 í máli nr. 721/2016, var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim til aðalmeðferðar og dómsálagningar á ný. Fór aðalmeðferð fram þann 15. maí sl. og var málið dómtekið að henni lokinni. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði gert að greiða stefnanda 351.583.323 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 78.353.660 krónum frá 29. maí 2015 til 17. júní 2015, en af 83.175.499 krónum frá þeim degi til 18. júní 2015, en af 154.196.431 krónu frá þeim degi til 19. júní 2015, en af 180.874.485 krónum frá þeim degi ti l 20. júlí 2015, en af 242.878.271 krónu frá þeim degi til 21. júlí 2015, en af 254.275.890 krónum frá þeim degi til 29. júní 2015, en af 261.464.388 krónum frá þeim degi til 30. júlí 2015, en af 316.815.507 krónum frá þeim degi til 12. ágúst 2015, en af 3 23.059.606 krónum frá þeim degi til 18. ágúst 2015, en af 329.705.808 krónum frá þeim degi til 21. ágúst 2015, en af 334.028.904 krónum frá þeim degi til 24. ágúst 2015, en af 341.789.811 krónum frá þeim degi til 26. ágúst 2015, en af 345.042.343 krónum fr á þeim degi til 1. október 2015, en af stefnufjárhæð frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum samtals að fjárhæð 269.355.498 krónur sem greiddar voru þann 16. júní 2015 að upphæð 21.036.020 krónur, þann 18. júní 2015 að upphæð 12.568. 779 krónur, þann 26. júní 2015 að upphæð 12.196.227 krónur, þann 15. júlí 2015 að upphæð 32.552.634 krónur, þann 15. júlí 2015 að upphæð 3.061.112 krónur, þann 15. júlí 2015 að upphæð 1.760.727 krónur, þann 15. júlí 2015 að upphæð 45.585.483 krónur, þann 2 4. júlí 2015 að upphæð 16.571.127 krónur, þann 5. ágúst 2015 að upphæð 23.473.014 krónur, þann 14. ágúst 2015 að upphæð 5.362.438 krónur, þann 14. ágúst 2015 að upphæð 3.501.884 krónur, þann 14. ágúst 2015 að upphæð 3.205.040 krónur, þann 14. ágúst 2015 að upphæð 62.003.789 krónur og þann 27. ágúst 2015 að upphæð 20.498.672 krónur. Þá lækkaði stefnandi dómkröfur sínar þannig að hann samþykkti afslátt frá 30. sept. 2015 að fjárhæð 3.400.678 krónur vegna gengismunar á útgefnum reikningum og greiðslum og þann 23. feb. 2016 að fjárhæð 2.577.874 krónur vegna stálsmíði stefnda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar en til vara að kröfur hans verði lækkaðar og skaðabætur á hendur stefnanda ve rði skuldajafnaðar á móti kröfu stefnanda. Í því tilfelli krefst stefndi þess að málskostnaður falli niður og dráttarvextir verði ekki dæmdir fyrr en frá og með dómsuppsögu. Málsatvik og aðdragandi máls. Samkvæmt gögnum málsins bauð Eimskip Ísland ehf. út í nóvember 2014, í lokuðu útboði, byggingu, frystigeymslu ásamt forrými og stoðrýmum við Suðurhöfn að Óseyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Skiptist byggingin í tvo frystiklefa, samtals að grunnfleti um 5.400 fermetrar og forrými, um 1.200 fermetrar. Skiptist verkið í tvo áfanga og átti þeim fyrri að vera lokið 1. júlí 2015 en þeim síðari 1. október sama ár. Tilboðum í verkið átti að skila 3. desember 2014 og bauð stefndi í fyrstu í klæðningarefni, samlokueiningar og fylgihluti. Tilboði hans var tekið og komst samningur á. Í framhaldi af því leitaði stefndi tilboða í stálgrind til byggingarinnar, m.a. hjá stefnanda, Húsasmiðjunni ehf., Límtré - Vírneti ehf. og Oostingh Staalbouw Katwijk í Póllandi. Í framhaldi af tilboði stefnanda í samlokueiningar gerði hann ste fnda óformlegt tilboð í stálgrind skemmunnar. Sendi stefnandi stefnda yfirlýsingu þar sem segir að stefnandi staðfesti eftirfarandi stálverð á hvert tonn vegna tilboðs þeirra EUR. EX - work í Póllandi. Stálverð (heithúðað) 1750 EUR. EX - work í Póllandi. Flutningur á efni per trukk til Cuxhaven 980 EUR. Innifalið í stálverði er burðarþolshönnun á stálvirki forrýmis og frystigeymslu. VHE kaupir krana sem samið var um á fundi Hýsi - M erkúr hf. við Lambhagaveg 6. Þröstur og Unnar ganga frá samningi á greiðslum Stefndi gekk til samninga við stefnanda og keypti af honum allt stál í bygginguna e n það var framleitt í Póllandi. Ekki var gerður skriflegur samningur um efniskaupin milli aðila og ekki er að finna í gögnum málsins hvort samið var eingöngu um einingaverð eða magn. 10 Í tölvupósti sendum frá stefnda til stefnanda 6. janúar 2015 segir að í framhaldi af símtali við Þröst hafi stefndi sent meðfylgjandi gögn og ósk um verð í stálgrindarhús. Miðað við þau viðmiðunarverð sem Þröstur hafi gefið upp deginum áður geti stefndi ekki betur séð en að stefnandi sé samkeppnishæfur eftir að hafa tekið sti kkprufu. Um sé að ræða stálgrind, Z - prófíla, báruklæðningu úr stáli og ákeyrsluvörn að innan. Þá er stefnandi spurður hvort þeir séu í aðstöðu til að útvega alla verkþættina eða jafnvel fleiri en þá sem taldir séu upp. Hönnunargögn sem stefndi hafi fengið frá verkkaupa séu meðfylgjandi og megi þar nefna grunnmynd, útlit og snið á AutoCad - formi, álagsforsendur og verklýsingu. Varðandi afhendingartíma þá geri verkáætlunin ráð fyrir að stálreising byrji um mánaðamótin apríl - maí 2015 og afhending til verkkaupa sé í ágúst 2015. Sama dag svaraði stefnandi stefnda í tölvupósti þar sem segir að hann sé að vinna í þessu og þeir séu að tala um að burðarvirkið sé um 350 tonn og spyr hvort stefndi viti hver skiptingin sé á stálinu milli forrýmis og frystiklefa. Í gögnun um sé talað um að forrýmisburðarvirkið eigi að vera heithúðað en frystiklefaburðarvirkið eigi að vera málað. Í gögnum málsins er verðtilboð frá stefnanda til stefnda í klæðningarefni og fylgihluti vegna Eimskips. Kemur fram að það sé báruvalsað járn, Pir - samlokueiningar og fylgihlutir. Í greiðsluskilmálum segir að allt verð sé staðgreiðsluverð í íslenskum krónum og án virðisaukaskatts nema annað sé tekið fram. Verðið miðist við sölugengi gjaldmiðla á tilboðsdegi samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands og breytist í samræmi við skráð gengi við uppgjörsdag. Í viðhengi við tilboðið kemur fram að lækkun sé í íslenskum krónum 3.500.000, gengi Evru sé 154,68, fyrra verð 100 mm steinull og með lækkun 100 mm steinull. Var þannig gengið frá málum að Eimskip myn di sjá um flutninga á stálinu til landsins. Þann 16. janúar 2015 sendi stefnandi stefnda tölvupóst sem ber efnisheitið - leiðréttingar á stafarugli. Þá segir stefnandi að stefndi athugi að endanlegt tilboð sé á þremur síðum, útreikningur á einingaverði 7701 m2 200 mm Pir - eininganna hafi verið breytt til að lækka verðið í evrum sem samsvari 3.500.000 krónum. Daginn eftir svaraði stefndi stefnanda og sagðist stað festa þetta samkomulag. Það vanti þó þar inn að ef samið verði við stefnanda um tölvuverið í Reykjanesbæ þá muni þeir einnig taka það. Í tölvupósti frá stefnanda til stefnda þann 10. febrúar 2015 kvaðst stefnandi staðfesta eftirfarandi í samræmi við ósk forrými og frystigeymsla 1 og 2. Forrýmið og frystiklefi 1 og hluti af frystiklefa 2, sá hluti af frystiklefa 2 sem snýr að forrýminu þarf að vera komið í viku 18. Res tina þurfum við að fá í viku 22. Það má koma fyrr hjá VSB þarf frá okkur verða komnar til hans fyrir lok þessarar viku að undanskildum upplýsingum u m boltagrúppur sem koma munu með hönnun sjálfrar stálgrindarinnar. Væntanlega verða þær tilbúnar eigi síðar en miðvikudaginn í næstu viku, 18. febrúar. Við höfum gert samkomulag við verkfræðistofuna IMC í Leipzig í Þýskalandi um allar framleiðslueiningar s tálvirkis og verður þeim lokið tímanlega fyrir framleiðanda stálsins Metalbark, en þessi 2 fyrirtæki hafi unnið mikið saman. Afgreiðsla á stálvirkinu fyrir forrýmið og frystiklefa 1 og hluta af frystiklefa 2 verður því komið til landsins í viku 18 og afgan gurinn í viku 22. Að sjálfsögðu miðast þetta við að ekki verði gerðar neinar þær breytingar á húsinu sem seinkað geta teiknivinnu. Þann 16. febrúar 2015 sendi stefnandi stefnda tölvupóst þar sem hann óskaði eftir tveggja til þriggja daga fresti á hö nnunarfundi sem þeir hafi ætlað að halda daginn eftir. Segir í póstinum að eftir reiknivinnu síðustu daga hafi þeir ekki verið alveg nógu sannfærðir um að módelið væri að skila þeim nógu réttum kröftum svo að þeir hafi ákveðið að skjóta þessu til verkfræði nganna í Leipzig sem þeir höfðu samið við um að klára dæmið eins og útskýrt hafi verið í tölvupósti 10. sama mánaðar. Stefndi svarar stefnanda sama dag í tölvupósti og lýsir yfir óánægju og áhyggjum sínum með framgang mála við hönnunina. Þetta hafi átt að vera þriðji hönnunarfundurinn með starfsmönnum VSO og þetta sé jafnframt þriðji hönnunarfundurinn sem stefnandi óski frestunar á. Þá bendir stefndi stefnanda á að dagsetningar um afhendingu hönnunargagna muni ekki standast frá stefnanda. Lýsir stefndi yfir áhyggjum vegna seinkana frá stefnanda og kveðst einnig vera undrandi á því að hönnunar - og verkáætlun sem stefndi hafði óskað eftir frá byrjun hafi borist 10. febrúar sl. og viku síðar séu orðnar tafir á henni. Óskar stefndi eftir áreiðanlegri áætlun frá stefnanda. Kvað stefndi þetta 11 þegar vera farið að valda töfum sem verði erfitt að vinna upp þar sem eðli verkefnisins bjóði ekki upp á neinar tafir. Þá séu þessar tafir þá þegar farnar að hafa áhrif á verkið. Næst liggur fyrir tölvupóstur frá stefnda til stefnanda 4. mars 2015 þar sem segir að meðfylgjandi sé tölvupóstur með minnisblaði sem stefndi kvaðst hafa sent út 17. febrúar þar sem fram komi ósk þeirra um að skipta afhendingu stálsins í þrennt og flýta einnig afhendingu. Einnig fylgi með teikning se m sýni þetta myndrænt. Þá spyr stefndi hver sé staðan á þessari ósk hans. Sama dag svaraði stefnandi tölvupósti stefnda þar sem hann kveðst ekki kannast við að hafa fengið þetta blað um afhendingu stáls. Spyr stefnandi hvort hann megi senda þetta svona í v erksmiðjuna eða hvort einhverjar athugasemdir séu. Tölvupóstur þann 5. mars 2015 frá stefnanda til Ólafs Hermannssonar hjá VSÓ liggur fyrir. Upplýsir stefnandi þar að þeir séu búnir að vera í sambandi við Metalbark vegna afgreiðslnanna og nú sé bara beði ð eftir teikningunum en stefnanda skiljist að þessi ósk sé ekki útilokuð, en þeir, í samræmi við Gunnar, hafi óskað eftir afgreiðslum í viku 15 á hluta 1, í viku 17 á hluta 2 og viku 19 á hluta 3 með því fororði að hluta 3 mætti alveg seinka til viku 22 að skaðlausu. Það væru hlutar 1 og 2 sem væru áríðandi. Ólafur Hermannsson svarar stefnanda sama dag og kveðst m.a. skynja að boðleiðir væru langar til stálhönnuða og stálframleiðandans. Um stálvirkið kveður hann gott ef menn nái að flýta afhendingu á stálin u. Það sé mikilvægt að framleiðandinn viti nákvæmlega hvað stefnandi vilji fá af stálinu á hverjum tíma. Þeir verði að gera skýran greinarmun gagnvart framleiðandanum og VHE hvort átt sé við afhendingu úr verksmiðju (viku 15, 17 etc) eða afhendingu á verks tað í Hafnarfirði. Þeir eða VHE þurfi líka að gera ráðstafanir í tíma vegna flutnings með Eimskip. Þá kannist brunahönnuður við eitt símtal frá Gísla í fyrradag þar sem þeir hafi rætt hvaða upplýsingar brunahönnuðinn vanti vegna brunahönnunar á stálvirkinu . Þá segir í lokin að það þurfi að vera á hreinu að það sé VHE sem ráði ferðinni í hvaða röð stálvirki og samlokueiningar komi á staðinn. Þeir séu ábyrgir gagnvart Eimskip með að skila húsinu á réttum tíma. Þann 9. mars 2015 sendi stefnandi stefnda tölvupóst þar sem hann upplýsti stefnda um að það hafi komið hringing frá hönnuðinum í Þýskalandi. Þeir séu stopp þar sem teikningar frá arkitektinum sem hafi átt að berast þeim samdægurs hafi ekki skilað sér. Þeir segjast ekkert geta eða munu gera fyrr en teikningarnar berist og munu rukka stefnanda fyrir þennan biðtíma. Það hafi verið umtalsverð aukning í stálinu þar sem aukabitar þurfi að koma vegna brunakrafna, 32 tonn eða svo. Stálvirkið fari því úr 346 tonnum í 378 tonn. ákvarðanatöku á magni lit/áferð o.s.frv. me ð klæðninguna 46/159/900 sérstaklega. Sama dag svaraði stefndi ofangreindum tölvupósti og kvaðst ekki kannast við að stefnandi hafi rætt tækniblöðum varða ndi klæðningarnar. Á þeim tækniblöðum geti hann ekki séð að þessar plötur uppfylli kröfur útboðsgagna um PVC 200µ þykka húð. Hafi stefndi þá óskað eftir frekari gögnum til að leggja inn til efnissamþykktar. Þann 2. mars hafi stefnandi sent sér tækiblöðin á tölvutæku formi. Á þeim blöðum hafi ekkert verið frekar um þykkt á húðinni og í kjölfarið hafi hann verið í reglulegu sambandi við Gísla sem hafi sagt sér deginum áður að það væri komið til stefnanda. Þá eru nokkrar umræður um frávik frá útboðslýsingu og tegund efnis. Daginn eftir eða 11. mars 2015 svaraði stefnandi stefnda í löngu máli um framvindu málsins sem hefur ekki þýðingu að reifa hér. Tölvupóstur frá pólska framleiðandanum til Cedrus ehf., dagsettur 22. apríl 2015, liggur fyrir í málinu. Segir + wall braces - málað. 234t trusses + roof braces málað. 8t parapets = þakkantur málað. 12t walkways = þjónustubrýr galv. Lower building 71t complete - galv. Mezz anine =milligólf í forrými 20t - beams, volumns, hangers - Framsendi Cedrus þennan tölvupóst til stefnanda sama dag og kvað þar koma upplýsingar um þyngd á stálvirkinu eftir breytingar. Stefnandi áframsendi tölvupóstinn á stefnda sama dag og spyr hvort 350 tonnin sem þeir hafi talað um í upphafi hafi átt að vera 450 tonn eða hvort þetta sé allt eitt bull. Óskaði stefnandi eftir símtali við stefnda eins fljótt og kostur væri. Stefndi svaraði stefnanda sama dag og segist ekki skilja hvað stefnandi sé að f ara. 350 tonn hafi átt að vera 350 tonn og ekkert bull. Stefnandi svaraði stefnda sama 12 dag og spyr hvað hafi komið út úr spjalli Gísla og Pjotr. Biður hann Gunnar hjá stefnda að hringja í sig því að þetta verði að leysa áður en lengra sé haldið og allt far i í steik. Aftur þann 22. apríl 2015 sendi Piotr tölvupóst til Cedrus og kvað eftirfarandi ekki hafa verið elements for internal panels, frames for building were higher - - I designed 2xU140 not HEA220 as required by Frost. So the differnence (460 415 = 45t) should c over the mentionesd og hvað þeir vildu gera eða hvað sé hægt að gera. Með tölvupósti 5. maí 2015 frá stefnanda til stefnda sendi stefnandi afgrei ðsluáætlun. Í afgreiðsluáætluninni segir m.a.: Efni. Stálgrind 1. hluti, hvenær fór/fer pöntun til framleiðanda. 27.4.2015. Afgreiðslutími erlendis í viku 20 - 21. Í athugasemdum segir að beðið sé eftir staðfestingu frá Metalbark. Stálgrind 2. hluti, pöntun til framleiðanda, fljótlega, lestað í skip í Hamborg og beðið eftir staðfestingu frá Metalbark. Stálgrind 3. hluti, pöntun til framleiðanda fljótlega, verður lestað í skip í Hamborg og beðið eftir staðfestingu frá Metalbark. Þá er tiltekið hvenær aðrar sen dingar eiga að berast og hvar þær verði afhentar. Stefnandi sendi stefnda aftur tölvupóst tæpum klukkutíma síðar og kvað svarthvítan veruleikann líta þannig út, en því miður komi tölvupóstur frá Metalbark ekki fyrir klukkan tíu þann sama dag en hann komi. Stefnandi hafi rætt við starfsmann sem hafi gefið stefnanda eftirfarandi afgreiðslutíma og hafi sagt þá verða fyrr en í viku 23 þar sem þetta sé mikið magn. Önnur afgreiðsla, þ.e.a.s. lóðréttir bitar undir þakburðarvirki, komi í 23. - 24. viku. Áætlaður afgreiðslutími á áfanga 2 eða rest af húsinu verði í 25. viku. Afgreiðslur á öllu frá Metalbark miðist við að þetta sé komið á trukkum til flutnin gsaðila. Þann 13. maí 2015 sendi stefndi stefnanda tölvupóst og segir að smíða - og flutningsáætlun stefnanda sé engan veginn í samræmi við það sem rætt hafi verið og ákveðið í heimsókn þeirra Gísla til Póllands. Þar hafi verið farið mjög nákvæmlega yfir þ að hvað þeir hafi þurft að fá fyrst og útskýrt af hverju. Það hafi verið gert bæði fyrir Piotr og aðaleiganda Metalbark. Farið hafi verið fram á að fá grindina í eftirfarandi röð: 1. Klefa 1, súlur, bita og gitter svo hægt verði að byrja og reisa rammann. 2. forrýmið, súlur, bitar og gitter svo hægt verði að byrja að reisa rammann. 3. Klefi 2, þ.e. súlur, bitar og gitter svo hægt verði að byrja að reisa rammann. Þá segir að samkvæmt planinu sem stefnandi hafi sent deginum áður séu þeir að fá eftirfarandi ti l landsins: Vika 23 - þakvirki, þrjú fleti, 52t. Vika 24 - þakvirki, þrjú fleti, 52t og vika 25 - bitar, tvö fleti, ca 38t. Vika 25 sé júní hálfnaður og ekki byrjað að reisa nokkuð. Þá spyr stefndi hvenær þeir eigi von á súlum svo að hægt verði að byrja að re isa grindina. Þann 1. júní 2015 kemur fram í tölvupósti frá stefnanda til stefnda að allur frystiklefi eitt sé mættur til landsins. Næst liggur fyrir tölvupóstur frá stefnanda til stefnda frá 19. júní 2015 þar sem hann segir að 16 gámar af 24 í frysti 2 hafi farið í þessari viku og komi því einhverjir í næstu viku. Þá tíundar stefnandi að skrúfur o.fl. sé í gámunum. Þá segir að afgangurinn af frysti 2 fari frá Joris í næstu viku (8 gámar). Tölvupóstur frá 3. júlí 2015 frá stefnanda til stefnda liggur fy rir þar sem stefnandi sendir í viðhengi pakklista frá Metalbark fyrir næstu sendingu sem sé væntanleg 6. júlí en það séu trukkar 15 - 18. Stefnandi svaraði og kvaðst vera með þá pakklista en vanta fyrir trukk 19. Sá pakklisti var sendur stefnda þann sama dag í tölvupósti. Þann 9. júlí 2015 sendi stefnandi stefnda tölvupóst og sagði frystiklefa 1 hafa verið allur kominn þann 1. júní sl. Bað hann stefnda því að snerta ekki gáma með 200 mm einingum sem hafi komið eftir miðjan júní nema til að taka skrúfurnar og vinklana fyrir purlingana fyrr en þeir byrji á frystiklefa 2. Það virðist sem tollafgreiðslan hafi klúðrast í vikunni áður vegna þess að póstur hafi ekki komist á milli vegna stærðar en því verði kippt í lið sama dag. Þann 13. júlí sendi stefnandi stefnd a tölvupóst ásamt pakklista fyrir trukk 23. Sama dag sendi hann aftur tölvupóst og sagði að trukkur 24 og 23 væru að fara í skipið þann sama dag. Tölvupóstur milli Metalbark, stefnanda og stefnda þann 14. júlí 2015 upplýsir að trukkur 25 komi til Hamborgar þann sama dag. 13 Næsti tölvupóstur sem liggur fyrir í málinu er frá stefnda til stefnanda þann 22. júlí 2015 þar sem hann segir að hann þurfi nauðsynlega að vita hvar eftirtaldir bitar (súlur) séu staddir og hvenær sé von á þeim - 4 dagar þar til stefndi verði að fá þessa bita til að koma í veg fyrir að vinna við samlokueiningar stoppi. Miðað við pökkunarlistana sem stefndi hafi fengið þá hafi hann ekki séð þessi númer. Kveðst ste fndi þurfa svör við þessu strax, því að sé þessi vara ekki á leiðinni þá verði hann að athuga hvort það efni sé til í landinu og láta smíða það sjálfur. Stefnandi sendir til Metalbark fyrirspurn stuttu síðar og spyr hvar umræddar vörur hafi verið afhentar. Metalbark svarar tölvupósti stefnanda samdægurs og kveðst setja umrædda vöru daginn eftir á flutningabíl sem verði í Hamborg mánudaginn 27. júlí 2015. Stefnandi framsendir þau svör til stefnda samdægurs. Nokkrum mínútum síðar svarar stefndi stefnanda og k veðst neyðast til að láta smíða þessa fjóra bita nú. Miðað við svarið frá Metalbark fari trukkurinn til Hamborgar 27. júlí og fari í skip 3. ágúst og þá verði efnið komið til stefnda 10. ágúst 2015. Kvaðst stefndi vera orðlaus því að þegar hann og Gísli ha fi farið út síðast hafi þeim verið tjáð að allur klefinn væri tilbúinn en framleiðendur farið undan í flæmingi en svarað í lokin að þetta væri það síðasta sem færi í skip í næstu viku. Í tölvupósti 31. júlí 2015 milli stefnanda og stefnda segir í efnislýs gámu Í tölvupósti frá stefnanda til söluaðila í Póllandi þann 10. ágúst 2015 segist stefnandi ekki finna sendingu F27 og F36 og óskar eftir upplýsingum um afhendingu þeirra. Sama dag er stefnanda svarað þar sem segir að sendingarn ar hafi farið frá þeim og í öðrum pósti segir að vörurnar hafi farið á trukk 29. Þessum upplýsingum var komið til stefnda með tölvupósti 11. ágúst s.á. og segir stefnandi að það sé of seint að framleiða stykkin í Póllandi aftur og því þurfi að framleiða þe ssi stykki á Íslandi. Tölvupóstur frá söluaðila í Póllandi 11. ágúst 2015 til stefnanda liggur fyrir þar sem kemur fram að búið sé að ferma trukk 29 og vörurnar hafi farið þar með. Í tölvupósti sama dag frá stefnda til stefnanda segir að á pökkunarlista fyrir trukk 29 sé margt komið en ekki plötur merktar F27 og F36. Þeir neyðist því til að láta smíða þær plötur og skráist það á kostnað stefnanda. Stefnandi svarar þessu og spyr hvort það sé þannig að ef stefndi týni einhverju þá sé þeim kostnaði komið yfi r á stefnanda. Stefndi svarar sama dag og kveðst fyrst þurfa að fá efnið afhent áður en hann geti týnt því. Stefnandi svarar því til að hingað til hafi ekki vantað neitt frá Metalbark og miðað við fyrri póst frá stefnda þá hafi þeir ekki leitað af sér alla n grun. Næst liggur fyrir tölvupóstur frá 11. ágúst 2015 frá stefnda til stefnanda og spyr stefndi hvernig stefnandi geti sagt að fram til þessa hafi ekki vantað neitt frá Metalbark, þá hafi vantað stál frá þeim allt sumarið. Hringlandahátturinn hafi þa r að auki verið svo mikill að erfitt hafi verið að fylgjast með hvað sé að koma á hvað fleti. Lítið hafi verið að marka þessa svokölluðu pökkunarlista enda jafnvel tveir mismunandi pakklistar gefnir út fyrir hvert fleti. Stefnandi svaraði þeim tölvupósti s amdægurs og kvað það einu sinni hafa gerst að það hafi komið tveir pakklistar fyrir sömu sendinguna en það hafi komið skýringar á því. Þá að því hvað komi til þeirra og það sé á ábyrgð þeirra og Eimskips að sjá um flutninginn. Vörurnar komi í nafni stefnanda eingöngu vegna tollskýrslnanna. Séu umræddir plattar ekki í sendingunni verði bara að redda því og gera það upp síðar. Stefndi svarar stefnanda sa ma dag og kvaðst ætla að hnykkja á nokkrum atriðum. Stefndi kvaðst hafa skoðað pakklista frá söluaðila en það hafi stefnandi ekki gert. Þá kvað stefndi ekkert di einnig að það væri á ábyrgð stefnanda að það efni sem stefndi keypti af stefnanda bærist stefnda. Ef eitthvað vanti þess að ekki vanti neitt efni í sendingarnar. Stefndi svarar þessum tölvupósti 27. ágúst og segist senda stefnanda ljósmynd af bretti sem innihélt rauða platta sem þá hafi vantað 10. ágúst sl. Stefnandi hafi átt að vera með meiri yfirlýsingar um að þetta væri komið til landsins og að stefndi hafi týnt vörunni. Staðreyndin sé að varan hafi komið til landsins 18. ágúst 2015 og afhent stefnanda 20. ágúst og komið fyrir á verkstað án þess að láta nokkurn hjá stefnda vita. Stefnandi hefði getað sparað sér sporin því að það hafi verið búið a ð smíða og skrúfa þetta saman áður en stefnandi hafi komið efninu á verkstað. 14 Þann 13. ágúst 2015 óskaði stefndi eftir pökkunarlista frá stefnanda í tölvupósti fyrir efni sem átti að koma með skipi eftir þá helgi. Stefnandi svarar því samdægurs og kvaðst senda pakklista fyrir trukk 32 og 33 sem komi eftir helgina. Einnig fyrir trukk 34 sem væri kominn til Hamborgar og kæmi til Íslands 24. ágúst. Þá væri bara eftir trukkur 35 sem stefnanda skildist að væri farinn frá Metalbark en stefnandi myndi senda stefn da þann pakklista um leið og hann bærist. Þá spyr stefnandi stefnda í sama tölvupósti hvort plattarnir hafi fundist eða hvort stefndi hafi þurft að láta smíða þá. Þann 17. ágúst 2015 sendi stefnandi stefnda tölvupóst þar sem segir að það sé síðasta stáli ð frá Metalbark, trukkur 35. Segir stefnandi að það sé áríðandi að stefndi fari yfir meðfylgjandi pakklista og gangi úr skugga um að ekkert vanti miðað við kokkabækur stefnda og láti vita strax ef þeir telji að svo sé. Þann 17. september 2015 sendi sölua ðili Metalbark stefnanda tölvupóst og kvaðst framleiða P7, 2 stk., P8, 1 stykki og P16, fjögur stykki. Áframsendi stefnandi þær upplýsingar til stefnda með þeim orðum að Metalbark hafi verið að senda sér fyrirspurn og hvort þeir eigi að segja fyrirspyrjand a að þeir hafi engan tíma til að framleiða þetta, ef varan liggi ekki hjá einhverjum öðrum viðskiptavini í reiðuleysi, þá verði þeir að búa þetta til hér á landi. Sama dag svaraði stefndi stefnanda og kvaðst ekki hafa tíma til að bíða eftir því að þeir fra mleiddu þessa vöru og sendi þeim, þeir þyrftu á þessu að halda strax eða þann sama dag. Stefnandi svaraði stefnanda sama dag og kvað mikið álag á mann skapnum núna og af þeim sökum hafi þeir ekki haft tök á að finna númerin á þeim bitum sem einnig vanti. Hann geri ráð fyrir að þetta verði smíðað hér nema að þeir sjái hvaða númer þetta séu þá fljótlega og komi þeim til stefnanda. Minnispunktar af fun dum stefnanda og stefnda 24. september og 7. október 2015 liggja fyrir. Í lét hanna meira og taldi tonnafjölda ca 370 - 380 tonn. Hýsi búið að senda in n reikninga vegna 550 tonna. Vantar skýringar á umfram tonna fjöldanum ca 150 - 170 tonn. Líklegt að hægt sé að rukka Eimskip um eitthvað af umfram tonnunum vegna aukaverka. Finna þarf út þann tonnafjölda sem er í byggingunni og hvað er fyrir utan. Dæmi: Það komu 17 rangir bitar sem passa ekki í húsið. VHE ehf. búið að borga 263 milljónir , stefnanda voru eftirfarandi atriði m.a. nefnd: Hýsir gerði VHE ehf. t ilboð en ekki Eimskipi. Finnst skrítið að umræða um aukaverk hafi ekki komið upp fyrr en á fundi 18. ágúst sl. Í fundargerð frá 7. október 2015 segir að komnar séu upplýsingar um aukaverk fyrir ca 50 tonn. Enn vanti upplýsingar um ca. 100 tonn. Þann 11. nóvember 2015 sendi lögmaður stefnanda stefnda bréf og krafði hann um ógreidda reikninga að fjárhæð 88.479.851 króna auk vaxta. Lögmaður stefnda svaraði því bréfi þann 26. nóvember 2015 þar sem hann gerði athugasemdir við magn og afhendingartíma. Málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á hendur stefnda á almennum reglum kröfuréttar og samningaréttar auk þess að vísa til laga um lausafjárkaup nr. 50/2000. Byggir stefnandi á því að hann hafi verið efnissali og selt stefnda það efni se m til þurfti í bygginguna. Stefnandi hafi gert stefnda reikninga og hafi þeir verið greiddir án fyrirvara. Stefndi hafi hins vegar hætt að greiða reikninga og ekki haft uppi nein andmæli við þá fyrr en við höfðun dómsmáls þessa. Krafan byggist á útgefnum reikningum sem ekki hafi sætt andmælum en reikningarnir séu fyrir sölu á efni sem afhent hafi verið á verkstað að Óseyrarbraut 22 í Hafnarfirði samkvæmt samningi við stefnda. Engar upplýsingar hafi borist um að efnið hafi verið gallað eða með öðrum hætti ónothæft. Kveður stefnandi að stefndi hafi með óformlegum hætti borið því við að magnaukning hafi orðið í verkinu og það sé orsök greiðsludráttar og vanskila. Hafnar stefnandi því að það magn af stáli sem fór í verkið sé á hans áhættu. Stefnandi hafi gert stefnda tilboð um einingaverð en greiðsla eininga fari svo eftir þyngd, einingafjölda, fermetrum eða lengdarmetrum. Stefnandi hafi samið um að afhenda það magn af efni sem þyrfti í framkvæmdina samkvæmt útboðsgögnum en með þeim hafi fylgt útboðsteikningar og hafi fram kvæmdin ekki verið fullhönnuð þegar aðilar gerðu með sér efnissamning og hafi þau gögn sem lágu til grundvallar langt í frá verið endanleg. 15 Aðilar hafi ekki í byrjun vitað nákvæmlega hversu mikið magn færi í húsið en verkið hafi aukist að magn i frá því sem útboðsgögn segi til um. Beri þar helst að nefna að upprunalegt milligólf hafi stækkað verulega sem og hafi nýju milligólfi verið bætt við, innkeyrsluleiðum inn í frystiklefa breytt o.s.frv. Stefnandi hafi einfaldlega tekið að sér að afhenda þ að efni sem þurfti samkvæmt samningum við stefnda. Stefndi hafi hins vegar ekki greitt fyrir um fjórðung efnisins. Afhendingarseðlar séu til en þeir nemi vel á annað hundrað í blaðsíðum en hingað til hafi það ekki sætt andmælum hvaða efni hafi verið afhent . Stefnandi kvaðst ekki geta verið ábyrgur vegna annarra tilboða sem stefnda hafi borist. Stefnandi hafi gert tilboð og það skipti máli. Stefnandi hafi ekki fengið upplýsingar um önnur tilboð áður en hann gerði sitt tilboð. Kvað stefnandi að ef hann hafi ætlað að bjóða í ákveðinn tonnafjölda hefði það verið tekið fram í tilboði hans. Stefnanda hafi aldrei verið gerð grein fyrir því af hálfu stefnda að ef magnið færi yfir ákveðinn tonnafjölda þá ætti stefnandi að vera ábyrgur fyrir því. Þá kvað stefnandi að innifalið í stálverði frá stefnanda væri að hann legði til hönnuð í burðarþol stálsins. Sé það eðlilegur framgangur við sölu á stáli í byggingar sem þessar að aðili á vegum efnissala reikni út burðarþolið og sjái þannig um hönnun stálvirkisins. Þá kveður stefnandi að einu andmæli stefnda hafi borist 26. nóvember 2015. Þar sé því haldið fram að í tilboði stefnanda komi fram að um 350 tonn séu áætluð í verkefnið. Þessi fullyrðing stefnda sé einfaldlega röng. Upplýsingar um 350 tonnin hafi komið frá stefnda. Þá sé einnig villandi framsetning í þessu svarbréfi stefnda að einhverjar tímasetningar hafi verið ákveðnar gagnvart stefnanda. Jafnvel þó svo að einhverjar tímasetningar teldust skuldbindandi gagnvart stefnanda þá hafi í fyrsta lagi ekkert verið upplýst um að hann hafi ekki staðið við þær tímasetningar og í öðru lagi þá liggi ekkert fyrir um að afhending efnis af hálfu stefnanda hafi með nokkru móti tafið verkframkvæmd stefnda. Stefndi hafi aldrei gert athugasemdir við þær upplýsingar eða hönnun sem bori st hafi frá stálhönnuðinum. Hvorki er varði magnáætlanir, burðarþol né annað. Þá sé staðfest í gögnum að frystiklefi 1 hafi verið kominn 1. júní og sé því mótmælt að stefndi hafi orðið fyrir tjóni vegna seinkunar á því að hann hafi ekki komið í einu lagi. Engin gögn hafi verið lögð fram um að framleiðandinn hafi fengið plan frá stefnda og í hvaða röð stálið hafi átt að koma og ekkert lagt fram um það. Því sé engin leið að átta sig á því hvort það hafi valdið töfum. Þá hafi stefndi ekki haldið neitt yfirlit yfir það efni sem kom á staðinn þegar hann tók á móti því en í desember hafi stefndi verið að spyrjast fyrir um efni sem hafi komið í ágúst en megnið af efninu hafi verið komið í ágúst 2015. Þá hafi stálhönnuður ítrekað þurft að gera breytingar vegna breyt inga frá íslenska hönnuðinum sem hafi verið á vegum Eimskips. Stefnandi hafi ekki borið ábyrgð á þeim breytingum. Stefnandi mótmælir kröfum stefnda um skaðabætur. Stefnandi hafi ekki verið aðili að samningi stefnda og Eimskips og hafi ekki átt neina aðild að þeim samningum. Þá sé ekki gerð grein fyrir kröfunni í greinargerð stefnda og sú krafa því of seint fram komin. Efni í frystiklefa eitt hafi verið komið í júní 2015 og hafi stefndi ætlað að reisa frystiklefann frá 1. júní fram í ágúst eða á tveimur mánu ðum. Afhending efnisins hafi því engin áhrif haft á smíði frystiklefans og ósannað að tafir þar séu af völdum stefnanda. Stefnandi mótmælir kröfum stefnda um skaðabætur vegna nauðsynlegrar yfirvinnu vegna afhendingardráttar, skaðabætur vegna umfram hönnun ar, skaðabætur vegna missis verktakaálags og um lækkun vegna kreditfærslu frá Eimskipi til stefnanda vegna flutningskostnaðar sem of seint fram komnum en þær hafi ekki verið tilgreindar í greinargerð stefnda. Kveður stefnandi umkrafðar kröfur allar ósanna ðar og engin gögn sem sýni fram á þær. Vaxtakröfu sína byggir stefnandi á breyttri kröfugerð. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við reikningana og greiðsludráttur sé á ábyrgð stefnda. Því beri honum að greiða dráttarvexti eins og krafið sé um. Stefnan di byggir á 45. gr. laga nr. 50/2000 enda sé einingaverð umsamið. Stefndi beri sönnunarbyrði fyrir því að stefnandi hafi ekki afhent það magn sem greinir á reikningum hans. Þá vísar stefnandi til 47. gr. sömu laga um að kaupanda beri að segja til innan san ngjarns tíma ef hann samþykkir ekki verðið. Einnig vísar stefnandi til 49. gr. sömu laga um greiðslu kaupverðs. Stefnandi byggir því á þeirri málsástæðu að jafnvel þótt stefndi kunni að koma fram með einhverjar mótbárur gegn reikningum þá séu þær of seint fram komnar. Málsástæður og lagarök stefnda. 16 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að stefnandi hafi komið fram gagnvart sér bæði sem efnissali og undirverktaki. Hann hafi séð um að selja stefnda efni í verkið og jafnframt hafi hann lagt til hönnuð í burð arþol stálsins. Stefnandi hafi fengið í hendur öll útboðsgögn og gert stefnda tilboð sitt á grundvelli þeirra gagna. Stefndi hafi notað umrætt tilboð stefnanda sem hluta af sínu tilboði til Eimskips hf. Telur stefndi að stefnandi hafi verið bundinn sem und irverktaki af skilmálum ÍST 30:2012, sbr. ákvæði 3.2.4 og grein 0.2.4 í útboðsgögnum. Telur stefndi að þótt ekki hafi komist á beint samningssamband milli undirverktaka og verkkaupa sé undirverktaki engu að síður bundinn við þá skilmála útboðsgagna sem snú i beint að hans verkþætti og hann hafi notað við gerð tilboðs síns. Það sé því fráleit fullyrðing stefnanda í stefnu að honum sé annars vegar ókunnugt um efni samnings stefnda við Eimskip hf. eða að sá samningur sé honum með öllu óviðkomandi. Stefnandi sé sérfræðingur í hönnun stálvirkis og útreikningum á burðarþoli. Það sé því í hans höndum að reikna út hversu mikið magn af stáli þurfi í byggingar sem þessar. Stefndi hafi treyst á þekkingu stefnanda á þessu sviði og því hafi hann óskað eftir því að fá stef nanda til verksins. Stefnandi hafi komið seint að verkinu og hann því verið inntur eftir því hvort hann gæti boðið í verkið á sömu nótum og aðrir og hafi stefnandi svarað því til að ef aðrir gætu það þá gæti hann það líka. Það hafi hins vegar komið í ljós á verktímanum að stefnandi hafi ekki getað staðið við tilboð sitt og það sé á ábyrgð stefnanda sjálfs. Stefndi byggir á því að í nokkrum tölvubréfum milli aðila komi fram að stefnandi hafi boðið 346 tonn í stálvirkið þegar tilboðið var gert. Bendir stefnd i á að það sé rétt að geta þess að leitað hafi verið tilboða annars vegar í stálgrindina eins og hönnunargögn útboðslýsingar hafi gert ráð fyrir og hins vegar hafi verið leitað tilboða í einingaverð þar sem fyrir lá að hönnun var ekki að fullu lokið og því gæti tonnafjöldinn átt eftir að breytast til samræmis við óskir Eimskips hf. um breytingar og viðbætur. Stefndi byggir á því að sannað sé að stefnandi hafi greint stefnda frá því að heildartonnafjöldi í stálvirkið færi úr 346 tonnum í 378 tonn vegna bruna krafna. Stefndi kveðst ekki gera athugasemdir við auka - og viðbótarverk og eigi að standa skil á samtals 431 tonni að því gefnu að Eimskip hf. samþykki 53 tonn af þeim sem viðbót. Telur stefndi að geti stefnandi ekki rökstutt greiðsluskyldu verkkaupa, Eims kips hf., þá geti hann ekki velt þeirri greiðsluskyldu yfir á stefnda þessa máls vegna tonnafjölda sem ekki hafi verið samið um og sé með öllu óskilgreindur og ekki sé vitað hvar liggur. Stefndi byggir á því að í útboðsgögnum frá Eimskipi hf., sem stefnan di hafi fengið send, hafi allir tímafrestir komið fram með skýrum hætti og að aðalverktaki gæti þurft að sæta dagsektum ef ekki yrði staðið við tímafesti. Stefnanda hafi verið vel kunnugt um ákvæðið um dagsektir. Stefnandi hafi verið margkrafinn um áætlani r um afhendingu sem hafi brugðist jafnharðan og hann setti þær fram. Stefndi byggir á því að margítrekað hafi hann kvartað við stefnanda um að tímasetningar standist ekki og vísar til tölvupóstssamskipta því til staðfestu. Stefndi telur hafið yfir vafa að stefnanda hafi borið að afhenda stál og annað efni í samræmi við ákvæði útboðsgagna. Að hann hafi bæði vitað um tímafresti og verið meðvitaður um mikilvægi þeirra. Hann hafi sjálfur gefið upp nýja og nýja viðmiðunartíma sem hann hafi ekki getað staðið við. Stefnandi er sérfræðingur á þessu sviði og auglýsi á heimasíðu sinni að rétt vara sé afhent á réttum tíma í samræmi við væntingar kaupanda. Ekkert af þessu hafi staðist. Af þessum ástæðum standi stefndi frammi fyrir kröfu um greiðslu dagsekta. Eimskip hf. og stefndi hafi nú samið um tafabætur að fjárhæð 19.000.000 króna. Telur stefndi að hann eigi skaðabótakröfu á hendur stefnanda jafnháa ofangreindri fjárhæð, sem eftirlitsaðili verksins telji að megi að öllu leyti rekja til vandamála við hönnun á vegum st efnanda og allt of síðbúinna skila á hinu umsamda stáli. Stefndi byggir á því að hluti reikninga stefnanda sé tilhæfulaus og að stefnda beri ekki að greiða fyrir meira en 431 tonn. Stefnandi hafi hins vegar gert stefnda reikninga fyrir um 550 tonn. Þar ti l viðbótar liggi fyrir að stefndi telji að sumir reikningar séu með rangri gengisviðmiðun og að leiðrétta eigi eftir rangt einingaverð þar sem það eigi við. Að auki hafi komið fram á fundum að sumir reikningar séu óskýrir og óskað hafi verið eftir skýringu m sem ekki hafi borist. Í greinargerð kveður stefndi að það eigi einnig eftir að taka saman kostnað vegna smíði stefnda á bitum sem hafi vantað í sendingar frá birgi stefnanda. Vísar stefndi til 27. gr. laga nr. 50/2000 um rétt sinn til skaðabóta sem nemi fjárhæð jafnhárri þeim dagsektum sem hann hafi verið krafinn um fyrir að minnsta kosti 19.000.000 króna. Stefndi telur að þar sem stefnandi krefjist greiðslu fyrir mun meira magn af stáli en honum sé heimilt skv. samningi aðila telji hann að skaðabótakraf a 17 sín sé hærri en mögulegar eftirstöðvar kaupverðs og því sé honum heimilt að halda eftir öllum eftirstöðvum kaupverðs til tryggingar skaðabótakröfunni skv. 42. gr. l. nr. 50/2000. Stefndi byggir á því að greiðsla á hverjum reikningi fyrir sig hafi verið i nnáborganir. Reikningar sem gefnir hafi verið út í upphafi hafi verið mjög ófullkomnir með röngu gengisvirði og röngu einingaverði. Það hafi átt að gera verkið upp í lokin. Kveður stefndi að krafan vegna greiðslu fyrir yfirvinnustundir sé þannig fundin: Áætluð dagvinna 7.900 klst. x 6498 krónur = 51.748.772. Raundagvinna hafi verið 5178 klst. sem gerir 33.646.644 krónur. Raunnæturvinna og raundagvinna sé 61.697.164 krónur. Ef allt hefði verið dagvinna hefði það orðið 51.748.772 krónur. Gerð sé því krafa u m umframkostnað sem stefndi hafi orðið fyrir vegna dráttar af hálfu stefnanda. Aldrei hafi verið hægt að setja á næturvaktir þar sem stál hafi vantað til að klára verkið eins og stóð til að gera. Tímaskýrslur séu lagðar fram. Þá hafi orðið kostnaður vegna VSB. Fara hafi þurft í aukavinnu vegna nýrra krafna stálsala, að fjárhæð 562.790 krónur. Stefndi hafi gert kröfu um 15% verktakaálag að fjárhæð 3.196.564 en hann falli frá þeirri kröfu utan verktakaálags sem sé krafist ofan á 2.577.874 krónur sem sé 386.68 1 króna. Stefnandi hafi samþykkt þessa fjárhæð í breyttri kröfugerð sinni. Stefnufjárhæðin eigi að lækka um þá fjárhæð þar sem stefnandi hafi samþykkt þá liði. Þá byggir stefndi á því að þær tafabætur sem hann hafi þurft að greiða séu tilkomnar vegna sei nni afhendingar stálsins. Hönnunarstjóri telji eðlilegt að framlengja skil á verkinu um 15 daga vegna breytinga á auka - og viðbótarverkum. Meginástæða fyrir verktöfum sé hönnun og afhending stálvirkis sem ekki hafi gengið skv. áætlun. Samkomulag hafi orðið undir rekstri málsins á milli stefnda og Eimskips um að stefndi greiddi Eimskipi 19.000.000 króna í tafabætur og geri stefndi kröfu um skaðabætur fyrir sömu fjárhæð á hendur stefnanda. Þá beri að lækka kröfu stefnanda um 12.336.006 krónur vegna yfirvinnu. Einnig um 697.860 krónur sem sé skaðabótakrafa til skuldajöfnunar skv. 27. gr. laga vegna breyttrar hönnunar. Þá beri að lækka kröfu stefnanda um 1.050.000 krónur en það sé lækkun sem þessu nemi frá Eimskipi en það sé reikningur upp á rúmlega 34 milljónir og sé nr. 6143 vegna flutningskostnaðar. Í vitnaskýrslum hafi verið útskýrt að verið var að bakfæra þessa fjárhæð. Því hafi verið um að ræða lækkun á þeirri kröfu frá Hýsi. Ef stefndi hefði greitt þennan reikning að fullu þá stæði eftir að stefnandi hefð i fengið afsláttinn. Kröfur um skaðabætur næmu því hærri fjárhæð en stefnufjárhæðin. Stefndi telur að hann þurfi ekki að greiða dráttarvexti frá útgáfu reikninga heldur frá dómsuppsögu. Reikningarnir séu rangir, stefnandi hafi sjálfur leiðrétt kröfugerð sína og hafi dómskjöl þess efnis verið lögð fram í mars þar sem gerð hafi verið grein fyrir leiðréttingu. Þá sé krafið um dráttarvexti af reikningi sem hafi verið bakfærður af stefnanda og nýr reikningur verið gefinn út í október 2015. Stefnandi byggir á þ ví að munnlegur samningur hafi verið gerður milli aðila og við þá beri að standa. Stefndi mótmælir því að tómlæti sem stefnandi byggi á eigi við í þessu máli. Menn hafi verið að reyna sættir og að leysa ágreining frá því í september og október sl. Skýrslur fyrir dómi. Þröstur Lýðsson, forsvarsmaður stefnanda, Unnar Steinn Hjaltason, framkvæmdastjóri stefnda, Guðgeir Sigurjónsson, Örn Steinar Sigurðsson matsmaður, Sigurfinnur Sigurjónsson, Ólafur Hermannsson, Guðbjartur Halldórsson, Gunnar Valdimarss on, Þorvaldur Guðjónsson og Tjörvi Skarphéðinsson gáfu skýrslur fyrir dóminum. Verður vitnað til þeirra eftir því sem þörf þykir við úrlausn málsins. Forsendur og niðurstaða. Stefnandi byggir kröfugerð sína á því að stefnandi hafi verið efnissali í viðskiptum við stefnda og gefið út reikninga eftir því sem afhending á stálinu vatt fram. Stefndi hafi aldrei mótmælt fjárhæð reikninganna heldur hætt að greiða þá. Fyrst hafi komið fram varnir hjá stefnda við meðferð máls þessa fyrir dómi. Byggir stefnandi kröfur sínar m.a. á 31., 32., 47. og 49. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/200. Stefndi hafi aldrei gert athugasemdir við fjárhæð né efni reikninganna og því séu mótbárur hans of se int fram komnar. Að auki hafi stefnandi eingöngu gert tilboð í einingaverð en ekki efnismagn og sé það ósannað af hálfu stefnda að um annað hafi verið samið. Þó svo að starfsmaður stefnanda hafi slegið því fram við stefnda að stefnandi geti látið hanna ske mmuna fyrir 350 tonn ef aðrir geti það, þá hafi sú tala komið frá stefnda og stefnandi hafi ekki haft neinar forsendur til að sannreyna hvort það væri rétt magn eða ekki. Stefnandi eigi því ekki að bera hallann af því að miklu meira magn af stáli hafi fari ð í skemmuna en stefndi haldi fram að hafi átt að fara í 18 hana. Stefnandi hefði aldrei haldið viðskiptum við stefnda áfram þegar hin umþrættu 350 tonn höfðu verið afhent í júní 2015 ef hann hefði grunað að hann ætti að taka á sig allan þann kostnað sem á ef tir kæmi til að hægt væri að klára skemmuna. Þá hafi stefndi tekið við því efni sem krafið sé um og nýtt sér það. Því beri honum að greiða umþrætta reikninga ásamt vöxtum og kostnaði. Stefndi krefst sýknu á þeim forsendum að stefnandi hafi gert tilboð í stál í húsið og hönnun og hafi 350 tonn átt að fara í húsið. Stefnandi beri hallann af umframstáli utan þess sem samþykkt hefur verið sem aukaverk. Þá krefst stefndi þess að skaðabætur vegna tafabóta sem stefnda var gert að greiða Eimskip ehf. að fjárhæð 1 9.000.000 króna verði skuldajafnaðar á móti kröfum stefnanda. Undir rekstri málsins kom skýrt fram hjá forsvarsmanni stefnanda að hann hafi eingöngu verið efnissali í umþrættum viðskiptum. Aðspurður fyrir dóminum kvaðst Unnar Steinn, fyrirsvarsmaður stef nda, hafa litið á stefnanda fyrst og fremst sem efnissala í þessum viðskiptum. Er því ekki ágreiningur um það hvort stefnandi hafi verið undirverktaki eða efnissali. Óumdeilt er að stefnandi gerði stefnda tilboð í samlokueiningar og klæðningarefni í fryst igeymslu sem stefndi hugðist reisa samkvæmt samningi stefnda við Eimskip að Óseyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Er tilboðið dagsett 8. janúar 2015. Kemur fram í tilboðinu tegund, stærðir, verð frá framleiðanda og heildarverð. Í framhaldi af því tilboði gerðu að ilar samning um lækkun á því efni sem nam 3.500.000 krónum miðað við ákveðið gengi EUR. Ekki er deilt um þessi viðskipti. Stefndi krefur stefnanda um lækkun á dómkröfum að fjárhæð 3.706.302 krónur vegna gengismunar og einnig vegna stáls sem stefndi hafi sjálfur þurft að láta smíða að fjárhæð 3.196.564 krónur. Stefnandi hefur lækkað dómkröfur sínar um 3.400.678 krónur vegna gengismunar og 2.577.874 krónur vegna stálsmíði stefnda, samanber bókun sem stefnandi lagði fram undir rekstri málsins þann 1. júní 20 16. Verður því ekki fjallað frekar um þær kröfur stefnda. Munur á kröfu stefnda vegna gengismunar og viðurkenningu stefnanda á lækkun vegna gengismunar liggur væntanlega í því að stefndi kvað nokkra reikninga vera og háa og reiknar út gengismun á þeirri fj árhæð. Stefnandi gerði stefnda tilboð vegna stáls í efnispakka í frystigeymslur að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Er tilboðið dagsett 15. janúar 2015 og liggur frammi í gögnum málsins. Er ekki ágreiningur um það. Ágreiningur máls þessa snýst í fyrsta lagi um það hvort samið hafi verið um það magn af stáli sem þurfti í stálgrindina og hvort stefnandi ætti að bera ábyrgð á því ef meira magn en 350 tonn færu í stálgrindina fyrir utan samþykkt auka - og viðbótarverk. Þá snýst ágreiningur aðila um það hvort stef nanda beri að greiða stefnda skaðabætur vegna tafa á afhendingu stálsins til stefnda. Óumdeilt er að stefnandi gerði stefnda tilboð í einingaverð af stáli en ekkert heildarverð fylgdi í tilboðinu. Stefnandi fékk útboðsgögn sér send þann 6. janúar 2015 frá stefnda. Eins og kom fram í greinargerð matsmannsins Arnars Steinars Sigurðssonar var það ekki á færi neins að ákvarða magn stáls í bygginguna án þess að reikna það sérstaklega út. Fyrir dóminum kvað vitnið að burðarþolshönnuður gæti gert, út frá útboðsgö gnum, grófa áætlun í upphafi með 20 - 30 eða 50% nákvæmni og nákvæmari útreikninga síðar. Færi það allt eftir því hversu vanur burðarþolshönnuður er slíkum útreikningum. Ef um standard hús væri um að ræða tæki ekki langan tíma að áætla magn en ef um sérsniði ð hús er að ræða þá geti það tekið allt að tvær vikur að gera grófa áætlun um stálmagn í húsið. Í tölvupóstssamskiptum er 350 tonna getið en hvergi kemur fram að það hafi verið heildar tonnafjöldi sem þurfti til að byggja húsið. Í tölvupóstssamskiptum frá stefnda 6. janúar 2015 kl. 15:04 til stefnanda segir að hönnunargögn sem þeir fengu frá verkkaupa væru meðfylgjandi og megi þar nefna grunnmynd, útlit og snið á auto cat formi, álagsforsendur og verklýsingu. Stefnandi svaraði þessum tölvupósti kl. 18:45 s sé um 350 tonn, wistu hver skiptingin er á stálinu milli forrýmis og frystiklefa. Í gögnunum er talað um að forrýmisburðarvirkið eigi að vera heithúðað en frystiklefaburð þessum samskiptum að stefnandi gat engan veginn verið búinn að reikna út tonnafjölda í stálið á þessum þremur klukkustundum. Þá liggur það einnig fyrir að stefndi sjálfur gaf stefnanda upp áætlað heildarmagn stáls sem þyrfti í húsið á þessum tíma og virðist stefndi byggja það magn á fyrra tilboði sem stefndi hafði fengið frá Húsasmiðjunni. Mátti stefnda vera það ljóst. Telur dómurinn að á þessum tímapunkti hafi stefnandi 19 verið í þeirri trú að heildarmagn stáls ætti að vera 350 tonn án þess að láta fara fram sjálfstæðan útreikning á því. Í tölvupósti frá stefnanda til stefnda þann 10. febrúar 2015 kveðst stefnandi verða tilbúinn með teikningar og sendi þær eigi síðar en 18. febrúar til Björns hjá VSB. Kveður stefnand i jafnframt að þeir hafi gert samning við verkfræðistofuna IMC í Leipzig í Þýskalandi um allar framleiðsluteikningar stálvirkis og verði þeim lokið tímanlega fyrir framleiðanda stálsins, Metalbark. Afgreiðsla á stálvirkinu fyrir forrýmið og frystiklefa 1 o Þann 9. mars 2015 sendi stefnandi stefnda tölv upóst og tilkynnti stefnda að hönnuðurinn í Þýskalandi væri stopp þar sem arkitektateikningar sem áttu að berast þeim þann sama dag hafi ekki skilað sér. Bendir stefnandi á að þeir muni ekkert gera fyrr en teikningarnar berist. Þá tilkynnir hann að umtalsv erð aukning hafi verið í stálinu vegna aukabita. Með tölvupósti frá stefnanda til stefnda þann 5. mars kvaðst stefnandi vera í sambandi við Metalbark framleiðanda stálsins og nú væri bara beðið eftir teikningunum. Þann 11. mars 2015 skattyrðast stefnandi o g stefndi í tölvupósti vegna samskipta eða samskiptaleysis og er þá stefndi að útlista hvernig klæðningar skuli vera að efni og gæðum. Er á þeim tímapunkti því ljóst að endanlegt efnisval lá ekki fyrir. Í tölvupósti frá starfsmanni VSÓ ráðgjöf til m.a. st efnanda þann 11. mars 2015 kemur fram að hann hafi heyrt af því þann sama morgun að þýsku hönnuðirnir væru að draga lappirnar því að þeir teldu sig ekki vera með endanlegan dwg - grunn frá arkitektinum. Segir svo að sá grunnur sem gefinn hafi verið út sl. má nudag sé endanlegur. Daginn eftir svaraði stefnandi starfsmanni VSÓ og kvað upplýsingar hans ekki réttar því að honum hafi verið að berast rétt í þessu nýir grunnar sem sagðir voru endanlegir og að ekki verði hreyft meira við stálvirki hússins. Þýski hönnu ðurinn, sem stefnandi samdi upphaflega við, fékk grunnteikningar þann sama dag með breytingum frá VSÓ. Í kjölfarið sagði þýski hönnuðurinn sig frá verkinu og þurfti stefnandi því að leita til annarra hönnuða, sem hann fékk í Póllandi. Tafðist framleiðsla s tálsins vegna þessa um mánuð. Samkvæmt þessu telur dómurinn staðfest að endanleg hönnun á burðarvirki stálgrindar skemmunnar hafi ekki getað farið fram fyrr en VSÓ ráðgjöf, sem var á vegum Eimskips ehf., hafði afhent stefnanda endanlegar arkitektateikninga r hússins, sem var 12. mars 2015. Verður stefnanda því ekki kennt um drátt á því að framleiðsla gat ekki hafist fyrr en eftir að búið var að hanna stálgrindina miðað við endanlegar arkitektateikningar. Í minnispunktum af fundi aðila sem stefndi ritar 24. september 2015 kemur fram að í upphafi hafi stefndi gefið upp áætlaðan tonnafjölda í húsið, ca 350 tonn. Stefnandi hafi látið hanna meira og talið tonnafjöldann ca 370 til 380 tonn. Eftir stefnanda er bókað að sagt hafi verið að tonnafjöldinn yrði ca 380 +/ - 10%. Á fundi sömu aðila 7. október 2015 er bókað að komnar séu upplýsingar um aukaverk fyrir ca 50 tonnum. Ekki hafi náðst að reikningsfæra það fyrir lok síðasta tímabils þar sem upplýsingar hafi komið of seint. Enn vanti upplýsingar um ca 100 tonn. Þ á er bókað að stefndi muni reyna að finna út hverju stefndi hafi þurft að breyta og smíða. Þá er bókað að stefndi hafi samþykkt að tonnafjöldi gæti farið einhver prósent fram yfir áætlun eða 370 - 380 tonn en ekki tugi prósenta fram yfir. Er því ósannað að 3 50 tonnin hafi verið heildartonnafjöldi sem þurfti til að byggja húsið. Með tölvupósti þann 22. apríl 2015 frá pólska hönnuðinum Piotr til Gísla Rafns Gylfasonar, hönnuðar hjá Cedrus ehf., kemur fram að heildarþyngdin á stálvirkinu eftir breytingar sé 460 tonn og er það sundurliðað. Aftur þann sama dag sendi Piotr tölvupóst vegna frekari sundurliðunar á útreikningum. Þessar upplýsingar sendi stefnandi á stefnda sama dag og spurði hvort 350 tonnin sem þeir hafi talað um í upphafi hafi átt að vera 450 tonn e ða hvort þetta sé allt eitt bull. Stefndi svaraði stefnanda síðar þann sama dag og leitast stefnandi eftir samræðum eða símtali við stefnda og k veðst upplýsa svo það sé ekki misskilningur að boltar/skrúfur séu innifalin í tonnaverðinu á stálvirkinu sjálfu svo að þau tonn sem þar séu á ferðinni verði ekki rukkuð. Samkvæmt tölvupósti frá Piotr þann 22. apríl er þar um að ræða 45 tonn. Eru þau tonn t alin með í 460 tonnunum. Samkvæmt því sem næst verður komist þá er ekki að sjá í gögnum málsins að útreikningum frá pólska hönnuðinum hafi verið mótmælt af hálfu stefnda en þar er um að ræða 377 tonn auk 45 tonna og 50 tonn vegna samþykktra aukaverka eða s amtals 472 tonn sem stefnda beri að greiða fyrir. 20 Í tölvupósti frá starfsmanni stefnda til stefnanda o.fl. þann 25. júní 2015, í kjölfar fundar Gunnars Valdimarssonar og Gísla Rafns með Metalbark deginum áður, koma m.a. fram punktar þar sem Gunnar segir a ð þurfi frekari skýringar við. Þann 27. apríl hafi Metalbark fengið fyrstu teikningarnar til að smíða eftir. Þann 18. maí hafi fyrsta sending farið frá Metalbark til Hamborgar. Í lok dags 24. júní 2015 verði 310 tonn farin frá Metalbark. Það séu 90 tonn í framleiðslu núna. Í lok vikunnar verði búið að smíða 417 tonn af stáli. Þá telji Metalbark að magnið endi í 580 tonnum og sé það fyrir utan starfsmannarými sem sé í hönnun. Eftir þessa heimsókn hafi greinilega komið í ljós að ekki yrði hægt að byrja á full u gasi í reisingu fyrr en eftir tvær vikur. Samkvæmt gögnum málsins hafði stefnandi, þegar ofangreindur tölvupóstur var sendur frá stefnda, gefið út reikninga fyrir samtals rúmlega 240 tonnum af stáli. Þá gaf stefnandi út í ágúst tvo reikninga fyrir rúmle ga 248 tonnum af stáli. Í fundargerð stefnda frá 24. september 2015 segir að VHE ehf. sé búinn að borga 263 milljónir, vitað sé að VHE ehf. á að borga meira en þurfi að finna út nákvæmlega hver raunveruleg staða sé. Hefur stefnandi því greitt fyrir samtal s 489 tonn af stáli án athugasemda. Þá kemur fram í tölvupósti frá Birni Gústafssyni hjá VSB til aðila málsins þann 25. nóvember 2015 að þeir hafi farið yfir eftirfarandi stálsperrur og krossa í frystigeymslu: Í línu L kraftsperra. Í línu R kraftsperra. Í línu S kraftsperra. Veggásýnd í línu 1. Krossstífur og súlur. Niðurstaðan sé sú að þetta haldi og sé nýting stálsins góð í heildina tekið. Á grundvelli þessara skoðana samþykki þeir útreikninga á stálvirki frystigeymslunnar. Í tölvupósti þann 26. nóvember s.á. milli sömu aðila segir Björn að stálburðarvirki í forrými hafi verið yfirfarið og staðfest að nýting á því sé góð eins og hafi verið á stálinu í frystigeymslunni. Samþykkti VSB því stálvirkið fyrir sína parta. Stefnandi krefur stefnda um greiðslu f yrir 550 tonn samkvæmt reikningum stefnanda. Af þeim tilboðum sem stefndi hafði fengið áður en hann samdi við stefnanda mátti stefnda vera ljóst að mikill munur var á lægsta og hæsta tilboði í burðarvirkið eða frá 347,1 tonni upp í 520 tonn. Þegar stefnand i lét fyrst reikna út stálmagnið var byggingin ekki fullhönnuð. Af gögnum málsins er ljóst að miklu meira magn af stáli þurfti í bygginguna og var stefnda það fullljóst í síðasta lagi þann 25. júní 2015. Ekki er að finna í gögnum málsins athugasemdir við á ætlað magn frá Metalbark sem kemur fram í tölvupósti starfsmanns stefnda þann 24. júní 2015, að þeir áætli að í stálgrindina fari 580 tonn, eða við útgefna og greidda reikninga frá stefnanda, samtals 489 tonn, þann síðasta greiddan 14. ágúst 2015. Samræma st því dómkröfur og málsástæður stefnda um að honum beri einungis að greiða fyrir 350 tonn ekki gögnum málsins né samþykktum hans og greiðslum á reikningum. Þá segir stefndi sjálfur í bréfi þann 26. nóvember 2015 að honum beri ekki að greiða fyrir meira en 431 tonn að virtu samþykki Eimskips ehf. vegna aukaverka. Styður þetta málsástæður stefnanda um að samið hafi verið um verð á einingum en ekki magni. Telur dómurinn að áðurnefnd tonnatala, 350 tonn, sé einhvers konar viðmiðunarþungi uppgefinn af stefnda í upphafi samninga aðila í janúar 2015. Stefnandi gat ekki látið reikna út endanlegan tonnafjölda á þeim tímapunkti þar sem lokateikningar lágu sannanlega ekki fyrir frá stefnda eða aðilum á hans vegum fyrr en 12. mars. Er stefnandi sýknaður af þeirri krö fu stefnda að stefnandi hafi gert fast tilboð í 350 tonna stálgrind og átt að bera kostnað í eigin reikning fyrir því efni sem fór umfram það í stálgrindina. Í 47. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup segir að ef kaupandi hafi fengið reikning eða orðsen dingu sé hann bundinn við það verð sem þar komi fram ef hann segi ekki til um það innan sanngjarns tíma að hann samþykki ekki verðið. Þá segir í 49. gr. sömu laga að leiði greiðslutími ekki af kaupsamningi skuli kaupandi greiða kaupverðið þegar seljandi kr efst þess, þó ekki fyrr en hluturinn er afhentur kaupanda eða stendur honum til ráðstöfunar í samræmi við samning. Ekki verður séð að stefndi hafi mótmælt reikningum stefnanda við útgáfu þeirra heldur hætti hann að greiða þá. Af gögnum málsins má sjá að að ila greinir verulega á um afhendingu og afhendingartíma en það breytir ekki því að stefndi hefur tekið við því efni sem stefnandi krefur hann um og gerði ekki athugasemdir við fjárhæð né efni reikninganna fyrr en á fundum 24. september og 7. október 2015 s amkvæmt minnispunktum en síðasti reikningurinn var gefinn út 30. september 2015. Á reikningum stefnanda kemur fram að athugasemdir þurfi að gera innan tíu daga frá dagsetningu reiknings, 21 annars teljist hann samþykktur. Þá hafði stefndi greitt fyrir að minn sta kosti 489 tonn með síðasta reikningnum sem hann greiddi athugasemdalaust þann 27. ágúst 2015. Hefur stefndi, með tómlæti sínu og greiðslum á reikningum stefnanda, athugasemdalaust, tapað rétti sínum til að bera fyrir sig að hann eigi ekki að greiða nem a fyrir 350 tonn auk 32 tonna aukaverka. Verður þeirri málsástæðu stefnda um að greiðslur reikninga hafi einungis verið innáborganir inn á samning stefnanda því hafnað. Af öllu framansögðu verða kröfu stefnanda teknar til greina að teknu tilliti til breyttrar kröfugerðar hans um lækkun að fjárhæð 3.400.678 frá 30. september 2015 vegna gengismunar á útgefnum reikningum og raungengi og 2.577.874 krónur frá 23. febrúar 2016 vegna einstakra hluta sem stefndi þurfti sannanlega að láta smíða. Stefndi krefst lækkunar á stefnukröfum stefnanda á þeim grundvelli að afhending stálsins hafi tafist. Þá hafi ýmsir hlutar stálsins komið þannig að ekki hafi verið hægt að reisa hluta bygg ingarinnar á réttum tíma. Í minnisblaði frá VSÓ ráðgjöf til starfsmanna stefnda og Eimskips ehf., þann 8. janúar 2016, svarar VSÓ ráðgjöf kröfu stefnda um framlengingu á verktíma. Segir m.a. að það sé mat hönnunarstjóra að í hönnunarferlinu hafi tapast tve ir mánuðir sem endurspeglist í seinkun á komu stálvirkis til landsins um fjórar vikur frá fyrstu áætlun verktaka. Í minnispunktunum segir að í hönnunarferli stálvirkis hafi verktaki verið beðinn um ýmsar viðbætur sem ekki hafi verið gerð grein fyrir í útbo ðsgögnum og sé eðlilegt að tekið sé tilliti til. Þær séu stækkun milligólfs í forrými, fjölgun glugga í forrými, fjölgun frystiblásara úr fjórum í fimm, styrkingar á milligólfi vegna ammoníaktanks, breyting á einum þakbita í forrými vegna ammoníaktanks, le nging þjónustubrúa í klefum og ný dyragöt og bitar fyrir hlaupakött í vélarými. Samtals fari verktaki fram á lengingu hönnunartíma vegna þessa um 35 daga. Hönnunarstjóri telji hæfilegt að lengja hönnunartíma stálvirkis um 15 daga. Öðrum kröfum um lengingu hönnunartíma sé hafnað á þeim forsendum að þær teljist hluti af eðlilegu hönnunarferli eða séu ekki á bundinni leið verksins. Einnig kemur fram að til viðmiðunar hafi fyrsta tímaáætlun verktaka, stefnda þessa máls, verið frá 16. febrúar. Þá kemur fram í fu ndargerð VSÓ ráðgjafar frá 17. apríl 2015 að verið var að óska eftir teikningum af amonníakskút og bitum fyrir hlaupakött og fleiru og átti að óska eftir tillögu frá Póllandi um fyrirkomulag á þjónustubrúm og hurðum út úr vélarúmi á 2. hæð. Á þeim tímapunk ti liggur fyrir að endanlegar teikningar voru ekki til staðar frá stefnda enda enn verið að gera breytingar á hönnun hússins. Ljóst er að tafir urðu á afhendingu stálsins miðað við upphaflegar áætlanir stefnda og stefnanda og með hliðsjón af útboði Eimski ps ehf. Ljóst er að afhending stálsins dróst, m.a. af því að arkitektateikningar á vegum stefnda bárust um mánuði of seint. Stefndi hefur ekki fært sönnur á í hverju tafir af völdum stefnanda hafi tafið framvindu verksins né sýnt fram á að tafir á afhendin gu á einstökum pörtum stáls eða verkþáttum hafi stafað af völdum stefnanda. Tafir af völdum stefnanda eru því ósannaðar og verður stefndi að bera hallann af því. Stefndi krefst þess að tafabætur sem honum var gert að greiða til Eimskips ehf., að fjárhæð 19 .000.000 króna, verði skuldajafnaðar á móti kröfu stefnanda. Milli stefnanda og stefnda var ekki gerður skriflegur samningur um efnissölu né verktöku. Samkvæmt yfirlýsingu stefnanda og stefnda fyrir dómi litu þeir báðir svo á að stefnandi væri efnissali en ekki undirverktaki. Í samkomulagi Eimskips ehf. og stefnda dagsettu 1. febrúar 2016 um tafabætur er stefnda, VHE, gert að greiða Eimskip 19.000.000 króna í tafabætur vegna afhendingardráttar á verkinu samkvæmt verksamningi. Stefnandi máls þessa er ekki að ili að þessu samkomulagi. Gegn mótmælum stefnanda hefur stefndi ekki sýnt fram á að hann geti krafið stefnanda um sömu fjárhæð í skaðabætur og stefnda var gert að greiða Eimskip í tafabætur. Verður skaðabótakröfu stefnda á hendur stefnanda því hafnað á g rundvelli vanreifunar enda hefur stefndi ekki sýnt fram á að ástæður, sem liggja til grundvallar þeim tafabótum sem stefnda var gert að greiða Eimskip ehf., stafi af völdum stefnanda. Eru því skilyrði almennra reglna um skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Ekki er ágreiningur um að Eimskip ehf. eigi að greiða stefnanda 1.050.000 krónur vegna útlagðs kostnaðar stefnanda við flutning á stáli til Íslands. 22 Af öllu ofangreindu virtu, ásamt því að stefndi greiddi umkrafða reikninga stefnanda athugasemdalaust, því að stefndi gerði ekki athugasemdir við það magn af stáli sem stefnandi afhenti stefnda fyrr en í nóvember 2015, því að stefndi hefur ekki sýnt fram á það hverjar tafir hafi verið á reisingu hússins vegna tafa af völdum stefnanda og því að kröfur stefnda um sk aðabætur til skuldajöfnunar á hendur stefnanda eru ósannaðar, verða dómkröfur stefnanda teknar til greina með þeirri lækkun sem áður greinir. Ekki er ágreiningur um gjalddaga reikninga stefnanda. Stefndi krefst þess til vara að kröfur stefnanda verði lækk aðar verulega. Eins og rakið hefur verið verður krafa stefnda um skaðabætur ekki tekin til greina. Stefndi hefur lagt fram útreikninga á afsláttarkröfu sinni og snýr hún meðal annars að gengismismun á því gengi sem upphaflega var samið um eða að hver evra væri að andvirði 150 íslenskar krónur. Stefnandi lýsti því yfir fyrir dóminum að samið hefði verið um að við uppgjör yrðu reikningar endurreiknaðir miðað við sölugengi evrunnar á greiðsludegi reikninganna en þá hafi átt að greiða á gjalddaga. Stefndi hafi þó ekki staðið við þá samninga og því séu dómkröfurnar lækkaðar miðað við sölugengi Seðlabanka Íslands á útgáfudegi reikninganna. Lækkaði stefnandi dómkröfur sínar miðað við sína útreikninga um 3.400.678 krónur. Stefndi krefst lækkunar á umframmagni af st áli að fjárhæð 38.826.628 krónur. Eins og rakið hefur verið að ofan telur dómurinn sannað að ekki hafi verið samið um ákveðið magn af stáli sem átti að fara í stálgrindina þó svo að aðilar hafi í upphafi reiknað með að magnið yrði 350 tonn. Verður þessari kröfu stefnda því hafnað. Stefndi krefst lækkunar að fjárhæð 276.024 krónur sem hann kveðst hafa greitt inn á kröfuna 16. júlí 2015. Engin gögn eru um þessa greiðslu og gegn mótmælum stefnanda er þessari kröfu hafnað. Stefndi krefst lækkunar að fjárhæð 6. 309.256 krónur vegna leiðréttingar á einingaverðum vegna klæðninga. Lagði stefndi fram excel - skjal þar sem hann sýnir verð útgefinna reikninga svo og verð sem stefndi hefur sjálfur reiknað. Er þetta lækkun á greiddum reikningum útgefnum frá 29. maí til 19. júní 2015, númer 5833, 5834, 5835, 5941 og 5945. Stefndi greiddi ofangreinda reikninga án nokkurs fyrirvara. Síðan tilheyrir hluti kröfunnar, reikningar sem voru ekki greiddir, útgefnir frá 21. júlí til 26. ágúst 2015 númer 6086, 6250 og 6281. Komu mótmæl i ekki fram vegna þessara reikninga fyrr en 17. mars 2016. Gegn neitun stefnanda er þessi krafa of seint fram komin. Af þeim reikningum sem stefndi hefur reiknað út mismun á gengi, samtals 949.732 krónur, hefur stefnandi í breyttri kröfugerð tekið til gr eina lækkun vegna gengismunar sömu reikninga samtals að upphæð 1.506.151 króna. Hefur stefnandi því tekið tillit til þessarar kröfu við breytta kröfugerð sína. Hefur þessi krafa stefnda því verið tekin að fullu til greina af stefnanda. Stefndi krefst lækk unar vegna gengismismunar að fjárhæð 3.706.302 krónur. Í þeirri fjárhæð eru útreikningar vegna gengismunar sem stefnandi hefur þegar tekið tillit til í breyttri kröfugerð. Þá krefst stefndi lækkunar vegna gengismunar og leiðréttingar á einingaverði vegna r eikninga nr. 6139, alls 1.442.486 krónur, og vegna reiknings nr. 5943 að fjárhæð 64.141 króna. Hefur stefnandi þegar í endurútreikningum lækkað kröfugerð sína um 64.075 krónur vegna reiknings nr. 5943 og 95.367 krónur vegna reiknings nr. 6139. Stefndi hefu r ekki sýnt fram á að reikningur stefnanda nr. 6139 hafi að öðru leyti verið of hár. Verður þessari kröfu stefnda því hafnað. Þá krefst stefndi lækkunar að fjárhæð 1.506.627 krónur vegna gengismunar og lækkunar á greiddum reikningi. Stefnandi hefur tekið t illit til lækkunar á gengismun vegna þessarar kröfu í breyttri kröfugerð sinni auk þess að hann hefur mótmælt útreikningum stefnda á lækkun á greiddum reikningum fyrir utan gengismun. Verður þessari kröfu því hafnað. Stefndi krefst lækkunar á stefnufjárhæ ð með skuldajöfnun skaðabóta að fjárhæð 3.196.564 krónur. Stefndi hefur þá þegar með breyttri kröfugerð lækkað dómkröfur sínar um 2.577.874 krónur vegna stálsmíði. Stefndi hefur ekki sýnt fram á með nægjanlegum gögnum að hann hafi orðið fyrir meiri kostnað i en stefnandi hefur lækkað kröfugerð sína um. Gegn neitun stefnanda verður þessari kröfu hafnað. Stefndi krefst lækkunar á kröfum stefnanda vegna skaðabótakröfu stefnda til skuldajafnaðar vegna nauðsynlegrar yfirvinnu vegna afhendingadráttar stefnanda að fjárhæð 12.336.006 krónur. Fyrir dóminum kvað vitnið Gunnar Valdimarsson, starfsmaður stefnda, kvað stefnda ekki hafa þurft að setja á sólahringsvaktir vegna reisingar þrátt fyrir að stálið hafi komið slitrótt til landsins og hafi því tekist að vinna úr þ ví jafnóðum. Þá var það ekki á verksviði stefnanda sem efnissala að reisa stálvirkið eða bera 23 umframkostnað af yfirvinnu við reisinguna. Eins og áður hefur verið rakið hefur stefndi ekki sýnt fram á að skilyrði almennra skaðabótareglna séu uppfyllt svo tak a megi kröfu hans til greina. Verður þessari kröfu því hafnað. Sama á við um skaðabótakröfu stefnda að fjárhæð 697.860 krónur vegna umfram hönnunar og vegna missis verktakaálags, 15%, að fjárhæð 2.434.564 krónur. Stefnandi lækkaði kröfugerð sína undir rek stri málsins vegna gengismunar á reikningum útgefnum frá 29. maí til 3. september 2015 að fjárhæð 3.400.678 krónur með bókun þann 1. júní 2016 og vegna stálsmíði stefnda að fjárhæð 2.577.874 krónur. Með breyttri kröfugerð krefst hann dráttarvaxta frá þeim degi er reikningarnir voru gefnir út til 30. september 2015 en dráttarvaxta af lækkuðum höfuðstól vegna gengismunar frá 30. september 2015 og vegna stálsmíðinnar frá 23. febrúar 2016. Stefndi mótmælti dráttarvaxtakröfu stefnanda og krafðist þess að vextir yrðu ekki dæmdir fyrr en frá dómsuppsögu. Stefndi mótmælti vaxtakröfu stefnanda. Verður hann ekki dæmdur til að greiða vexti af hærri fjárhæð en koma hefði átt til greiðslu á gjalddaga með tilliti til gengisleiðréttingar stefnanda. Að þessu öllu virtu ve rður krafa stefnanda, eins og hann breytti henni undir rekstri málsins að teknu tilliti til lækkunar reikninga frá útgáfudegi með hliðsjón af breyttu gengi, tekin til greina þannig: Stefndi greiði stefnanda 82.295.816 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. m gr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 77.371.993 krónum frá 29. maí 2015 til 18. júní 2015, en af 152.921.505 krónum frá þeim degi til 19. júní s.á., en af 179.428.820 krónum frá þeim degi til 20. júlí s.á. en af 240.486.018 krónum frá þ eim degi til 21. júlí s.á. en af 251.705.831 krónu frá þeim degi til 29. júlí s.á. en af 258.798.962 krónum frá þeim degi til 30. júlí s.á. en af 313.861.733 krónum frá þeim degi til 12. ágúst s.á., en af 324.276.056 krónum frá þeim degi til 18. ágúst s.á. , en af 330.799.525 krónum frá þeim degi til 24. ágúst s.á., en af 338.453.331 krónu frá þeim degi til 26. ágúst s.á., en af 341.643.848 krónum frá þeim degi til 30. september s.á. en af stefnufjárhæð frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innb orgunum sem greiddar voru þann 16. júní 2015 að fjárhæð 21.036.020 krónur, þann 18. júní s.á., að fjárhæð 12.568.779 krónur, þann 26. júní 2015 að fjárhæð 12.196.227 krónur, þann 15. júlí 2015 að fjárhæð 32.552.634 krónur, þann 15. júlí 2015 að fjárhæð 3.0 61.112 krónur, þann 15. júlí 2015 að fjárhæð 1.760.727 krónur, þann 15. júlí 2015 að fjárhæð 45.585.483 krónur, þann 24. júlí 2015 að fjárhæð 16.571.127 krónur, þann 5. ágúst 2015 að fjárhæð 23.473.014 krónur, þann 14. ágúst 2015 að fjárhæð 5.362.438 krónu r, þann 14. ágúst 2015 að fjárhæð 3.501.884 krónur, þann 14. ágúst 2015 að fjárhæð 3.205.040 krónur, þann 14. ágúst 2015 að fjárhæð 62.003.789 krónur og þann 27. ágúst 2015 að fjárhæð 20.498.672 krónur auk lækkunar á dómkröfu þann 23. feb. 2016 að fjárhæð 2.577.874 krónur vegna stálsmíði stefnda. Að þessum málalokum virtum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að upphæð 3.000.000 krónur. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari og dómsformaður, Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari og Eyþór Ra fn Þórhallsson byggingarverkfræðingur kveða upp dóm þennan. Gætt var ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991 við uppkvaðningu dómsins. Dómsorð. Stefndi, VHE ehf., greiði stefnanda, Hýsi - Merkúr hf., 82.295.816 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 77.371.993 krónum frá 29. maí 2015 til 18. júní 2015, en af 152.921.505 krónum frá þeim degi t il 19. júní s.á., en af 179.428.820 krónum frá þeim degi til 20. júlí s.á. en af 240.486.018 krónum frá þeim degi til 21. júlí s.á. en af 251.705.831 krónu frá þeim degi til 29. júlí s.á. en af 258.798.962 krónum frá þeim degi til 30. júlí s.á. en af 313.8 61.733 krónum frá þeim degi til 12. ágúst s.á., en af 324.276.056 krónum frá þeim degi til 18. ágúst s.á., en af 330.799.525 krónum frá þeim degi til 24. ágúst s.á., en af 338.453.331 krónu frá þeim degi til 26. ágúst s.á., en af 341.643.848 krónum frá þei m degi til 30. september s.á. en af stefnufjárhæð frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum sem greiddar voru þann 16. júní 2015 að fjárhæð 21.036.020 krónur, þann 18. júní s.á. að fjárhæð 12.568.779 krónur, þann 26. júní 2015 að fjárh æð 12.196.227 krónur, þann 15. júlí 2015 að fjárhæð 32.552.634 krónur, þann 15. júlí 2015 að fjárhæð 3.061.112 krónur, þann 15. júlí 2015 að fjárhæð 1.760.727 krónur, þann 15. júlí 2015 að fjárhæð 45.585.483 krónur, þann 24. júlí 2015 að fjárhæð 16.571.127 krónur, 24 þann 5. ágúst 2015 að fjárhæð 23.473.014 krónur, þann 14. ágúst 2015 að fjárhæð 5.362.438 krónur, þann 14. ágúst 2015 að fjárhæð 3.501.884 krónur, þann 14. ágúst 2015 að fjárhæð 3.205.040 krónur, þann 14. ágúst 2015 að fjárhæð 62.003.789 krónur og þann 27. ágúst 2015 að fjárhæð 20.498.672 krónur auk lækkunar á dómkröfu þann 23. feb. 2016 að fjárhæð 2.577.874 krónur. Stefndi greiði stefnanda 3.000.000 krónur í málskostnað.