LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 8. janúar 2020. Mál nr. 9/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Lilja Margrét Olsen lögmaður) Lykilorð Kærumál. Útlendingar. Haldlagning. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að felld yrði úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að X yrði gert skylt að halda sig innan marka sveitarfélagsins H og sinna reglulegri tilkynningarskyldu. Þá var einnig hafnað kröfu X um að haldlagningu á vegabréfi hans yrði aflétt. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen , Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. janúar 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 3. janúar 2020 í málinu nr. R - /2019 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sóknaraði la 13. desember 2019 um að varnaraðila væri skylt að halda sig innan marka sveitarfélagsins Hafnarfjarðar og tilkynna sig á lögreglustöðinni í Hafnarfirði frá 13. desember 2019 til 21. janúar 2020. Jafnframt var hafnað kröfu varnaraðila um að haldlagningu á vegabréfi hans yrði aflétt. Kæruheimild er í 5 . mgr. 114 . gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga og g - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að tilkynningarskyldu verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Fallist er á þær forsendur hins kærða úrskurðar að varnaraðili, sem er útlendingur, sé undir rökstuddum grun um aðild að innflutningi fíkniefna en slíkt brot varðar meira en sex mánaða fangelsisvist. Eru því uppfyllt skilyrði d - liðar 1. mgr. 114. gr. laga nr. 2 80/2016 til að skylda varnaraðila til að sinna reglulegri tilkynningarskyldu um veru sína hér á landi og til að dvel ja á ákveðnum stað. 5 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er staðfest sú niðurstaða hans að hafna kröfu varnaraðila um að haldlagningu á vegabréfi hans verði aflétt. 6 Hinn kærði úrskurður verður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 3. janúar 2020 Með bréfi sem barst dóminum þann 21. desember sl. krefst X fd. , þess að ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum dags. 11.12.2019 þess efnis að honum verði gert að halda sig innan marka sveitarfélagsins Hafnarfjarðar og jafnframt sæta tilkynningarskyldu á lögreglustöðinni í Hafnarfirði í sex vikur, frá 13. desember 2019 til 21. janúar 2019, verði felld úr gildi með vísan til 3. mgr. 114. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Til vara er krafist að sóknaraðila verði gert að sæta tilkynningarskyldu í skemmri tíma. Þá er þess jafnframt krafist með vísan til 3. mgr. 69. gr. laga um meðferð sakamála, að aflétt verði haldlagningu á vegabréfi skjólstæðings míns. Með úrskurði þann 23. d esember sl. hafnaði héraðsdómur kröfu sóknaraðila. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem vísaði málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Í greinargerð sóknaraðila segir að sóknaraðili hafi komið hingað til lands með flugi þann 22. nóvember sl. H ann hafi verið handtekinn og síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald án takmarkana í viku. Úrskurður héraðsdóms hafi verið staðfestur með dómi Landsréttar. Þann 28. nóvember var gæsluvarðhaldi framlengt með dómsúrskurði sem staðfestur var af Landsrétti. Hinn 6. desember sl. var enn á ný gerð krafa um viku framlengingu á gæsluvarðhaldi. Var gæsluvarðhald ákveðið í 5 sólarhringa sem staðfest var af Landsrétti . Sóknaraðili hafi verið látinn laus miðvikudaginn 11. desember og birt tilkynningarskylda. Dvelji hann nú á í Hafnarfirði . Sú ákvörðun sem birt hafi verið sóknaraðila þann 11. desember hafi verið afturkölluð og önnur birt með öðrum lagatilvísunum. Sóknaraðili sé með og þarfnast lyfja. Hann eigi nú þriggja vikna skammt af lyfjum. Þá eignaðist sóknaraðili barn í heimalandi sínu 2. desember sl. Farbann það er sóknaraðili sé látinn sæta sé verulega íþyngjandi fyrir hann. Þá segir að í fyrri ákvörðun lögreglustjóra hafi verið vísað til þess að skilyrði a - liðar, 1. mgr. 114. gr. laga um útlendinga. Í ákvæðinu sé heimilt að skylda útlending til að sinna tilkynningarskyldu ef ekki liggi fyrir hver hann sé, hann neiti að gefa upp hver hann sé eða ef rökstuddur grunur sé að hann gefi rangar upplýsingar um hver hann sé. Þá hafi í ákvörðun lögreglustjóra ýmist ve rið vísað til laga um útlendinga nr. 80/2016 og laga um útlendinga nr. 60/2016. Gera verði þá kröfu til lögreglustjóra að vanda til verka þegar beitt sé jafn íþyngjandi þvingunarráðstöfunum gagnvart fólki. Ákvörðun lögreglustjóra hafi öll borið þess merki að vera tekin 3 í flýti og að þvingunarúrræðum væri beitt án þess að skilyrði séu til staðar. Hið sama gegni um þá sem nú er kærð. Hin síðari ákvörðun lögreglustjóra byggi á d - lið 114. gr. laga um útlendinga sem byggi á því að rökstuddur grunur liggi fyrir um að kærði hafi framið afbrot sem varði meira en sex ára fangelsi. Tvær skýrslutökur hafi farið fram yfir sóknaraðila þar til 18. desember þegar þriðja skýrslutaka hafi farið fram eftir að undirrituð verjandi innti lögreglu eftir upplýsingum um framgang rannsóknar. Ekkert nýtt hafi komið fram í skýrslutökunni. Sóknaraðili hafi þá verið þráspurður um ástæður þess að framburður hans og meðkærða stangist á um hvor þeirra hafi keypt áfengi á tilteknum tíma eða hvort meðkærði hafi komið á bifreið eða reiðhjóli í ágúst er þeir hittust, líkt og hann hafi skýringar á framburði meðkærða. Spurningar lögreglu beinist í engu að sakarefni máls. Þá spurði lögregla ítrekað um samskipti kærðu á flugvelli í , afskipti lögreglu af sóknaraðila, án þess þó, að því er virði st, að hafa aflað gagna, svosem úr myndavélum, á flugvellinum sem sýnt geta fram á, með óyggjandi hætti, hvor framburður kærðu er réttur. Auk þess, liggur fyrir hver hafi komið með fíkniefnin hingað til lands og sé það löngu ljóst að grunur að kærða sé ek ki rökstuddur eins og skilyrt sé til að beita hann þeirri þvingunarráðstöfun sem hann sætir enda sæti kærði þá að líkindum enn í gæsluvarðhaldi. Ekkert tilefni sé til að halda sóknaraðila hér á landi. Tengsl hans við umræddan innflutning fíkniefna séu eng in. Ekki sé nóg að sóknaraðili hafi kannast við þann aðila sem flutti inn fíkniefnin til að halda honum hér á landi og/eða gefa út ákæru á hendur honum. Ráðstafanir sem skerði mannréttindi verði að túlka þröngt. Þannig hljóti lögregla og ákæruvald að þurf a að sýna fram á, með greinargóðum og skýrum hætti að hvaða leyti nauðsynlegt sé að skerða ferðafrelsi, halda honum frá nauðsynlegri læknisþjónustu og fjarri sínum nánustu, í þágu rannsóknar málsins. Lögregla verði að sýna fram á að grunur sé rökstuddur og raunverulega til staðar og að rannsókn miði áfram. Það hafi lögregla ekki gert á þeim mánuði frá því sóknaraðili var handtekinn. Framgangur rannsóknar gegn sóknaraðila virðist engin vera. Jafnframt skal þess getið að sóknaraðili hefur sýnt lögreglu samvi nnu á öllum stigum, m.a. heimilaði hann leit í síma sínum. Að mati sóknaraðila fer íslensk lögregla frjálslega með vald sitt með því að skerða ferðafrelsi hans í 6 vikur. Lögregla hljóti að þurfa að sýna fram á að líkur séu á að ákæra verði gefin út á hend ur honum á skemmri tíma en á þessu stigi er ljóst að svo verður ekki. Þá ber að geta þess að tilkynningarskylda og haldlagning vegabréfs sóknaraðila sem sé ígildi farbanns sé meira íþyngjandi en sæti hann í gæsluvarðhaldi, þar sem gæsluvarðhaldsvist komi til frádráttar dómi, gangi hann síðar. Sóknaraðili hafi enga peninga ti l að framfleyta sér eða símtæki til að vera í samskiptum við sína nánustu. Þá sé ítrekað að skortur á nauðsynlegum lyfjum muni hafa alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér fyrir skjólstæðing minn en hann hafi ekki úrræði til að útvega sér nauð synleg lyf hér á landi í því úrræði sem honum sé gert að sæta. Fyrir góðmennsku læknis á hafi sóknaraðili fengið þriggja vikna lyfjaskammt endurgjaldslaust en á meðfylgjandi skjali sést hver kostnaður lyfjanna er. Sóknaraðili sé ríkisborgari. Veg na sjúkdóms hans og aðstæðna að öðru leyti sé kostnaður verulegur við að halda honum hér á landi. Sóknaraðili vilji fara til síns heima. Íslensk lögregluyfirvöld geti verið í samvinnu við hin , svo sem oft sé telji þau þörf á því síðar. Séu ekki skilyrð i til að halda sóknaraðila í gæsluvarðhaldi sé ljóst að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um það sem honum sé gefið að sök. 4 Í ljósi alls ofangreinds er þess krafist að ákvörðun lögreglustjóra verði felld úr gildi eða ákvarðaðu r skemmri tími og aflétt verði haldlagningu á vegabréfi skjólstæðings míns. Varnaraðili máls þessa krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Byggir hann ákvörðun sína um ráðstafanir skv. 114. gr. útlendingalaga nr. 80/2016 á því að lögreglan hafi ha ft afskipti af kærða þann 22. nóvember sl. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hann verið handtekinn sama dag vegna gruns um að vera viðriðinn innflutning fíkniefna. Hafi Y verið handtekinn sama dag og reynst vera með rúm 800 g af kókaíni innvortis. Sóknaraðil i og Y hafi átt í samskiptum á Whatsapp sem hófust þann 17. nóvember sl. þar sem Y sendi sóknaraðila skilaboð á og komið með sama flugi til landsins. Misræmi sé í frásögnu m beggja aðila um það hvernig þeir hafi kynnst hvorum öðrum. Sóknaraðila hafi gefið misvísandi upplýsingar um það hvar og hvenær hann hafi fyrst hitt Y . Þá kemur fram hjá varnaraðila að báðir sakborningar séu frá en séu búsettir í . Flest allt innih ald síma þeirra og þau samskipti sem þar sé að finna séu ýmist á eða , sem sé tunga og sé það bæði erfitt og tímafrekt að fara i gegnum þær upplýsingar. Rannsókn málsins snúist um að vinna úr upplýsingum og skilaboðum úr símum beggja aðila og að finna samverkamenn þeirra hér á landi. Í síma sóknaraðila hafi fundist upplýsingar á frá 15. ágúst sl. þar sem hann spyr þriðja aðila hvort hann geti ekki skipulagt eitthvað fyrir desember. Þá séu fyrir hendi skilaboð milli sóknaraðila og þriðja aðil a um að allt sé á áætlun. Mikið af skilaboðum séu á máli og því tímafrekt að fá túlka til að fara í gegnum þau samskipti. Rannsóknin sé enn í fullum gangi en tímafrek í ljósi misvísandi frásagna sóknaraðila og annarra sem þurfi að ganga úr skugga um og rannsaka. Því sé nauðsynlegt að beita úrræði d - liðar 114. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga en sannist sök getur það varðað allt að tólf ára fangelsi. Við úrlausn þessa máls þykir verða að horfa til þess að sóknaraðili sætti gæsluvarðhaldi frá handtöku til 11. desember sl. Það úrræði sem nú er beitt er mun minna íþyngjandi en gæsluvarðhald. Við skoðun gagna í gæsluvarðhaldsúrskurðum er sóknaraðili hefur verið gert að sæta eru gögn sem og upplýsingar sem beina rannsókn lögreglu að sóknaraðila. Tekur dómur inn undir það með varnaraðila að rökstuddur grunur sé um meinta aðild sóknaraðila að innflutningi þeirra fíkniefna er fundust á Y við komu hans til landsins. Þar sem ekkert liggur fyrir um að sóknaraðili hafi einhverja tenginu við landið, hann er ríkis borgari og frá tekur dómurinn undir þá málsástæðu varnaraðila að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru sóknaraðila á meðan að rannsókn málsins er yfirstandandi. Þá telur dómurinn að þetta þvingunarúrræði nái ekki tilgangi sínum verði sóknaraðili ekki jafnf ramt sviptur vegabréfi sínu en heimild til þess er að finna í 2. mgr. 109. gr. laga nr. 80/2018 um útlendinga. Með vísan til ofanritaðs telur dómurinn að skilyrði d - liðar 1. mgr. 114. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga séu uppfyllt. Verður kröfu sóknaraði la því hafnað. Úrskurð þennan kveður upp Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari. Úrskurðarorð. Kröfu sóknaraðila X , um að felld verði úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum dagsett 11. desember 2019 um að honum sé gert að halda sig innan marka sveita rfélagsins Hafnarfjarðar og jafnframt sæta tilkynningaskyldu á lögreglustöðinni í Hafnarfirði í sex vikur frá 13. desember sl. til 21. janúar 2019 verði felld úr gildi, er hafnað. Þá er kröfu sóknaraðila um að haldlagningu á vegabréfi hans verði aflétt h afnað.