LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 24. mars 2020. Mál nr. 136/2020 : A (Ingvar Smári Birgisson lögmaður) gegn Velferðarsviði Reykjavíkurborgar (Ebba Schram lögmaður) Lykilorð Kærumál. Lögræði. Sjálfræðissvipting. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var sviptur sjálfræði í eitt ár. Úrskurður Landsréttar Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari og Björg Thorarensen og Hjörtur O. Aðalsteinsson, settir landsréttardómarar, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. mars 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2020 í málinu nr. L - /2020 þar sem sóknaraðil i var sviptur sjálfræði í eitt ár. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að sjálfræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann þó knunar til handa verjanda sínum í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að uppfyllt séu skilyrði a - og b - liðar 4. gr., sbr. og 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga til þess að svipta sóknaraðila sjálfræði tímabundið í eitt ár. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Landsrétti úr r íkissjóði og verður hún ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Þóknun verjanda sóknaraðila, Ingvars Smára Birgissonar lögmanns, fyrir Landsrétti, 148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2020 Með beiðni, sem móttekin var 12. febrúar 2020, hefur sóknaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14 í Reykjavík, krafist þess að A, kt. [...] í Reykjavík, verði sviptur sjálfræði tímabundið í tvö ár, sbr. a - og b - liði 4. gr. og 1. mgr. 5. g r. lögræðislaga nr. 71/1997. Um aðild sóknaraðila er vísað til d - liðar 2. mgr. 7. gr. sömu laga . Varnaraðili krefst þess aðallega að kröfu sóknaraðila verði hafnað, en til vara að sjálfræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Þá er krafist hæfilegrar þó knunar úr ríkissjóði vegna starfa skipaðs verjanda, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997. Málið var þingfest og tekið til úrskurðar í kjölfar aðalmeðferðar sem fram fór 19. febrúar 2020. I Í beiðni sóknaraðila kemur fram að föður varnaraðila sé kunnugt u m kröfuna og að móðir a - og b - liði 4. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 71/1997. Þyki aðstæður allar vera með þeim hætti að rétt sé að sóknaraðili standi að beiðni um lögræðisviptingu varnaraðila, sbr. d - lið 2. mgr. 7. gr. laga nr. 71/1997. Með beiðni sóknaraðila fylgdi meðal annars læknisvottorð B geðlæknis, dags. 2 1. janúar 2020, greinargerð [...], dags. 10. febrúar 2020 og beiðni sóknaraðila til borgarlögmanns um fyrirsvar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur varðandi kröfu um lögræðissviptingu varnaraðila, dags. 6. febrúar 2020. Í kröfu sóknaraðila kemur fram að varnarað hafi hann verið sendur í athugun á Greiningar - og ráðgjafastöð ríkisins og við 14 ára aldur hafi hann verið endu vegna neyslu hans. Hafi varnaraðili verið í eftirliti hjá barna o g unglingageðdeild (BUGL) þar til hann tvívegis verið sviptur lögræði, annars vegar til sex mánaða með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júní 2018. Hin s vegar með úrskurði Landsréttar 19. mars 2019 þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. febrúar s.á. var staðfestur, en þá hafi hann verið sviptur lögræði, þ.e. sjálfræði og fjárræði, í tólf mánuði. Þá hafi kröfu varnaraðila um niðurfellingu tímabu ndinnar lögræðissviptingar verið hafnað með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 3. október 2019. hann flutti þangað og fengið þar nauðsynlegt aðhald, lyfjameðferð og ver ið haldið frá neyslu fíkniefna. Hafi dregið verulega úr geðrofseinkennum varnaraðila síðastliðið ár. Haustið 2018 hafi varnaraðili og óæskilegum félagsskap og ne starfsmenn [...] vita af því. Í kjölfar þess hafi varnaraðili ekki verið til samvinnu um áframhaldandi búsetu í [...] og hafi hann flutt til föður síns. Á þeim tíma hafi hann verið í st öðugri neyslu, auk þess sem sterkur grunur hafi verið um að hann sinnti ekki nauðsynlegri lyfjameðferð. Til að tryggja nauðsynlega meðferð og endurhæfingu hafi verið farið fram á nauðungarvistun varnaraðila og hafi hann í kjölfarið verið lagður inn á geðde aftur í úrræði á vegum [...], þar sem hann hafi dvalið síðan. Í [...] hafi tekist að tryggja varnaraðila nauðsynlega lyfjameðferð, auk þess sem honum hafi verið haldið frá neyslu fíkniefna. Það séu nauðsynlegir þættir í því að stuðla að öryggi hans og sporna 3 við versnandi sjúkdómseinkennum, en varnaraðili hafi takmarkað innsæi í sjúkdóm sinn og getu. Hann hafi lengst af verið andsnúinn núverandi dvöl sinni hjá [...] og verið ófús til að vinna í m eðferð sinni og endurhæfingu en breyting hafi orðið á viðhorfi hans sl. mánuð. Hann sé jákvæðari gagnvart dvöl í úrræðinu og hafi tekið framförum sem sýni sig m.a. í vaxandi getu til að taka ábyrgð á eigin fjármálum. Af þeim sökum sé nú einungis beiðst svi ptingar sjálfræðis, en ekki jafnframt fjárræðissviptingar. Sóknaraðili vísar til læknisvottorðs B geðlæknis varðandi greiningu varnaraðila með alvarlegan geðsjúkdóm, þroskaröskun og langvarandi og alvarlega neyslusögu. Byggir sóknaraðili á því að áframhald andi aðhald, lyfjameðferð og endurhæfing séu varnaraðila lífsnauðsynleg. Varnarðili þurfi mikla aðstoð við lyfjagjöf og athafnir daglegs lífs. Verði að telja framlengingu á sjálfræðissviptingu hans nauðsynlega til að vernda líf og heilsu hans. Um tímaleng d kröfu um sjálfræðissviptingu er vísað til þess læknisfræðilega mats sem fram kemur í vottorðinu. Í læknisvottorði B geðlæknis frá 21. janúar 2020 segir í kafla um mat/álit að varnaraðili hafi alltaf þurft mikið eftirlit. Hann sé með miðlungs þroskarösku alvarlega neyslusögu. Það sé faglegt mat læknisins að rök fyrir sjálfræðissviptingu eigi enn við. Tryggja þurfi nauðsynlegt aðhald, ramma, nauðsynlega lyfjameðferð og endurhæfingu, ásamt því að halda varnaraðila frá ney slu, en fari hann aftur í neyslu geti það ekki leitt til annars en verulegrar og hraðrar versnunar á hans undirliggjandi geðsjúkdómi og geti mjög fljótt leitt til þess að lífi og heilsu hans verði ógnað. Einsýnt sé að þetta aðhald hafi faðir hans ekki og m uni ekki geta veitt honum og virðist eingöngu hægt að tryggja það með áframhaldandi búsetu í [...]. Sá stuðningur, eftirfylgd, öryggi og endurhæfing sem [...] hafi veitt varnaraðila hafi leitt til framfara hjá honum þar sem hann hafi smám saman aukið færni sína í daglegum athöfnum, aukið skilning sinn á skaðsemi vímuefna og sýnt aukna ábyrgð hvað varðar eigin fjármál. Sé hann því nú talinn í stakk búinn til að hafa forráð yfir sínum fjármálum, með aðstoð og leiðbeiningu starfsmanna [...] og lögráðamanns. Sé því ekki farið fram á fjárræðissviptingu. Það sé hins vegar mat læknisins að nauðsynlegt sé að framlengja sjálfræðissviptingu varnaraðila, nú í tvö ár, en það sé að hans mati lágmarkstími til að hægt sé að búast við slíkum framförum hjá varnaraðila að sjá lfstæð búseta komi til greina. Í samantekt starfsmanna [...], dags. 10. febrúar 2020, kemur meðal annars fram að varnaraðili búi þar í sólarhringsúrræði og hafi tvo starfsmenn sér til stuðnings á daginn og kvöldin og einn starfsmanna á næturnar. Markmið me ð veru hans þar séu að tryggja öryggi hans, veita honum félagslegan stuðning, festu og heimili, koma í veg fyrir neyslu fíkniefna, stuðla að virkni og viðhalda daglegri rútínu, efla sjálfsbjörg og færni í athöfnum daglegs lífs, byggja upp traust og tengsl og skpaa honum aðstæður þar sem hann getur tjáð sig um sína líðan og viðhorf. Fram kemur að hann þurfi að vera undir eftirliti allan daginn og þarfnist mikillar aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Þjónustuþörf hans sé álíka því sem fram hafi komið í fyrri samantekt. Varnaraðili þurfi m.a. aðstoð við lyfjagjöf. Hann sýni ekki mótþróa við henni, en frumkvæði og sjálfstæði í lyfjagjöf sé ekki til staðar. Staða á vinnu - og skólamálum sé sú sama og í fyrri samantekt, varnaraðili hafi ekki fengist til að stunda v innu sem honum hafi boðist í vinnuúrræði [...]. Á undanförnu ári hafi starfsfolk séð mikið af jákvæðum breytingum hjá Afstaða þeirra varnaraðila og föður ha ns til vistunar í [...] hafi þó haft neikvæð áhrif á endurhæfingu hans. Við aðalmeðferð málsins gaf B geðlæknir, sem hefur eftirlit með meðferð varnaraðila, skýrslu. Hann svaraði spurningum um framangreint vottorð sitt, gerði nánari grein fyrir heilsufar i varnaraðila og takmarkaðrar getu hans til að sinna persónulegum högum sínum. Þjónustuþörf hans sé mikil, sérstaklega út af þroskaröskun hans og þess hvernig líf hans hefði verið frá unglingsaldri. Varnaraðili hafi verið ósáttur við að búa í [...] og það hafi haft neikvæð áhrif á endurhæfingu hans, en þó hefðu ákveðnar framfarir orðið. Á undanförnu ári hafi tekist að tryggja lyfjameðferð við geðsjúkdómi hans og halda honum frá vímuefnaneyslu. Innsæi hans í eðli veikinda sinna og eðli fíknisjúkdóma sé þó lí tið. Neyslumynstur hans hafi varað í mörg ár og þótt vel hafi gengið undanfarið Miðað við þjónustuþarfir varnaraðila og reynsluna sé óraunhæft að ætla a ð faðir hans gæti sinnt þeim 4 alfarið. Með dvölinni í [...] sé síður en svo verið að reyna að stía þeim feðgum í sundur, heldur sé markmiðið að auka hæfni varnaraðila til daglegra athafna. Miðað við þroskaskerðinguna og alvarlegan geðsjúkdóm, muni endurhæfi ng taka að lágmarki tvö ár. Endurhæfing miði að því að varnaraðili geti búið í sjálfstæðri búsetu. Geðlæknirinn kvaðst aðspurður hitta varnaraðila fremur sjaldan, einkum þar sem varnaraðili hafi ekki viljað hitta hann. Síðast hafi þeir hist í kringum 18. - 2 0. janúar og þar áður í desember sl. Hann kvaðst vera í þéttum samskiptum við starfsfólk [...], funda með því á 4 - 6 vikna fresti og því geta staðið á því faglega mati sem fram komi í vottorði hans. Sú lyfjameðferð sem hann fái sé nauðsynleg. Tekin hafi þó verið skref í að einfalda hana og mögulega verði hægt að einfalda hana enn frekar. C sálfræðingur hjá [...], gaf jafnframt skýrslu fyrir dómi. Hann staðfesti framangreinda samantekt sína og annarra starfsmanna [...], dags. 10. febrúar 2020, og skýrði hana nánar, þar með talið þann stuðning sem varnaraðili fær á meðan hann dvelur á [...]. Hann kvað sitt faglega mat það að varnaraðili þurfi enn og muni áfram þurfa margvíslegan stuðning við athafnir daglegs lífs. Hann þurfi stuðning fagaðila allan sólarhringin n. Með tímanum væru bundnar vonir við að hann þurfi minni stuðning og sé stefnt á sjálfstæða búsetu í framtíðinni. Framfarir séu mestar þegar hann sé í góðu samstarfi. Helgarheimsóknir til föður hafi gengið vel og fíkniefnapróf að þeim loknum komið vel út. en svo sé ekki í augnablikinu. Sú þjónusta og aðhald sem hann fái í [...] hafi svo líka áhrif á líðan hans. Varnaraðili kom fyrir dóminn og gaf skýrslu. Hann tók meðal annars fram að honum liði illa á [...]. Hann byði aldrei vinum í heimsókn þangað af því að hann skammaðist sín fyrir að búa þar. Hann eyddi dögunum yfirleitt í tölvuleikjum, en færi stundum í ræktina. Hann óskaði þess að geta búið hjá föður sínum. Hann kvaðst langa til að læra að vera bifvélavirki og múrari, og kannski fara að vinna. Hann kvaðst ekki vilja neyta vímuefna og ekki hafa gert það frá því er hann bjó síðast hjá föður sínum, fyrir um ári síðan. Hann hafi þó drukkið tvær kampavínsfl öskur um síðustu áramót. Hann sagðist einungis hafa hitt geðlækninn B tvisvar frá því að hann flutti í [...]. Hann tæki lyf tvisvar á dag, kvaðst ekki viss um að hann þurfi á þeim að halda og ekki finna neinn mun á sér af þeim, en vera tilbúinn til að taka áfram lyf ef læknir segi að hann þurfi á því að halda. Faðir varnaraðila gaf jafnframt skýrslu fyrir dómi. Hann sagði varnaraðila líða mjög illa í [...] a ð byggja upp fyrirtæki. Sagðist hann telja sig í góðri stöðu til að hjálpa syni sínum við lyfjagjöf og aðrar daglegar athafnir fengi varnaraðili að búa hjá honum. Sonur hans hlustaði á hann, þótt hann færi ekki alltaf eftir því sem hann segði. Sonur hans h afi verið í neyslu frá 12 ára aldri, en náð lengri tímabilum inn á milli frá neyslu. Hann kvaðst á endanum hafa leitað aðstoðar barnaverndaryfirvalda fyri r ríflega ári síðan, og viðurkenndi að hafa brugðist er hann upplýsti ekki starfsfólk [...] strax um það fall. Aðspurður hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að sonur hans félli aftur í neyslu, nyti hann ekki aðhalds [...], kvaðst hann ekki hafa miklar áh yggjur af því, viðhorf varnaraðila hefði breyst, núna vilji ekki nógu góða endurhæfingu og þjónustu, til að mynda væri hann ekki í neinu námi þar. Lagð i hann ríka áherslu að það hve illa syni hans liði þar. II Af hálfu varnaraðila var tekið fram við munnlegan málflutning að málsatvik séu ekki umdeild og hann dragi ekki í efa að greiningar hans séu réttar. Dregið sé þó í efa að skilyrði laga nr. 71/1997 séu uppfyllt til áframhaldandi sjálfræðissviptingar. Í öllu falli sé rétt að marka sjálfræðissviptingu skemmri tíma. Varnaraðili hafi nú verið edrú í heilt ár og ekki farið í geðrof í um tvö ár. Tækifæri sem honum hafi verið gefin til aukins sjálfstæðis hafi gefist vel og hann hafi tekið stórstígum framförum. Það m at geðlæknis að enn sé nauðsynlegt að svipta hann sjálfræði sé ekki rétt. Lögð er áhersla á að varnaraðili fái stuðning frá föður sínum sem muni aðstoða hann við lyfjagjöf og athafnir dagslegs lífs. Varnaraðili vilji halda sig frá fíkniefnum og muni hann n jóta liðsinnis föður síns. Sjálfræðissvipting sé 5 verulega íþyngjandi og í þessu tilviki séu vægari úrræði tæk. Minnt sé á stjórnarskrárvarinn réttindi hans sem fatlaðs einstaklings. III Með vísan til gagna málsins, einkum læknisvottorðs og framburðar B g eðlæknis, sem hefur að undanförnu haft umsjón með meðferð varnaraðila, þykir sýnt að varnaraðili glími við alvarlegan geðsjúkdóm, miðlungs þroskaröskun og alvarlegan fíknivanda. Eins og að framan er rakið er það mat geðlæknisins að varnaraðili þurfi áframh aldandi lyfjameðferð og mikinn viðvarandi stuðning og aðhald í lífi sínu. Þá er það mat læknisins að varnaraðila skorti enn mjög innsæi í bæði geðsjúkdóm sinn og fíknisjúkdóm. Þótt varnaraðila hafi með því aðhaldi og stuðningi sem hann hefur fengið tekist að halda sig frá neyslu frá því að hann var á ný sviptur lögræði fyrir ári síðan, sé veruleg hætta sé á því að hann falli á ný í neyslu, njóti hann ekki áfram þess aðhalds og endurhæfingar sem hann fái nú í [...]. Telur læknirinn nauðsynlegt að svipta varn araðila sjálfræði í ljósi ástands hans í því skyni að tryggja áframhaldandi endurhæfingu hans, edrúmennsku og lyfjagöf. Þá er fram komið að læknirinn og starfsmenn [...] telja einsýnt að faðir varnaraðila sé ekki fær um að veita honum það aðhald og endurh æfingu sem hann þarfnast, svo öryggi hans sé nægilega tryggt. Vægari úrræði séu því ekki tæk. Með hliðsjón af framangreindu og öllu því sem fram er komið í málinu telur dómari að sýnt hafi verið fram á að enn sé um svo skerta getu varnaraðila til að sinna persónulegum högum sínum að brýn þörf sé á því að hann verði tímabundið sviptur lögræði til að tryggja viðeigandi meðferð með hans eigin hagsmuni í huga. Dómari telur einsýnt að þeim árangri sem náðst hefur undanfarið ár, þar sem varnaraðili hefur notið mi kils aðhalds og endurhæfingar, yrði stefnt í voða, fái hann sjálfræði sitt nú. Þá tekur dómari undir það mat geðlæknisins og þeirra fagaðila sem að málum varnaraðila hafa komið, þar á meðal C sálfræðings, að þörf varnaraðila fyrir stuðning og aðhald sé svo rík að faðir hans sé ekki fær um að uppfylla þær þarfir og tryggja öryggi hans, eins og sakir standa. Skilyrði a - og b. liða 4. gr., sbr. og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 71/1997, þar á meðal um að brýn þörf standi til, eru því uppfyllt til að verða við kröfu s óknaraðila um tímabundna sjálfræðissviptingu varnaraðila. Það er mat geðlæknisins að áframhaldandi sjálfræðisssvipting í tvö ár til viðbótar sé sá lágmarkstími sem þurfi til að búast við slíkum framförum hjá varnaraðila að sjálfstæð búseta komi til greina . Dómari telur óvíst að þörf sjálfræðissviptingar í skilningi laga nr. 71/1997 falli endilega saman við slíkt viðmið, heldur miðast þörfin öðru fremur við þá hættu sem varnaraðila er búin haldi hann sjálfræði sínu. Varnaraðili hefur nú verið sjálfræðissvip tur samfleytt í eitt ár og virðist hafa haldið sig frá vímuefnum í jafnlangan tíma, fyrir utan áfengisneyslu sem hann viðurkenndi sl. áramót. Fram er komið að hann hefur tekið nokkrum framförum að undanförnu, einkum í nóvember og desember sl. Sérstaklega m unu framfarir hafa orðið þegar hann hefur verið til góðrar samvinnu. Hann lýsti því fyrir dómi að hann langaði til að stunda nám eða vinnu. Kann það að vera til marks um viðhorfsbreytingu, sem mögulega gæti ýtt undir enn frekari framfarir hjá honum. Hann e þroska hans fór síðast fram við 14 ára aldur, er hann hafði verið í neyslu í um tveggja ára skeið. Þótt greining hans með miðlungs þroskaröskun sé ekki umdeild hér fyrir dómi telur dómari rétt að láta hann njóta vafa um það hvo rt þroski hans kunni að hafa aukist með aldrinum. Að öllu framanrituðu virtu telur dómurinn ekki efni til að marka sjálfræðisssviptingu lengri tíma en til eins árs. Að lokum, þótt áhyggjur föður af vanlíðan sonar séu eðlilegar og skiljanlegar, tekur dómari undir það mat fagaðila að það mikilvægasta sem faðir varnaraðila gæti gert fyrir son sinn á þessu stigi, til að draga úr þörf sjálfræðissviptingar, sé að hvetja hann til að nýta sér það aðhald og þjónustu sem honum stendur til boða og taka þannig fleiri s kref í átt til sjálfstæðs lífs. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1971 ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað af rekstri málsins, þar með talda þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Ingvars S. Birgissonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin eins og í úrskurðarorði greinir. Við ákvörðun þóknunar hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. 6 Úrskurðarorð: Varnaraðili, A, kt. [...] í Reykjavík, er sviptur sjálfræði tímabundið í eitt ár. Allur kostnaður af málinu, þar með talin þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Ingvars S. Birgissonar lögmanns, 350.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.