LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12. apríl 2019. Mál nr. 667 /20 18 : Ríkisútvarpið ohf. (Stefán A. Svensson lögmaður) gegn Steinari Berg Ísleifssyni (Hróbjartur Jónatansson lögmaður) Lykilorð Fjölmiðill. Meiðyrði. Útdráttur S höfðaði mál fyrir héraðsdómi á hendur Á og R ohf. og krafðist ómerkingar tiltekinna ummæla sem Á hafði látið falla. Þar á meðal voru ummæli sem birtust í 7. þætti þáttaraðarinnar ,,Popp - mars 201 6 og endursýndur 24. ágúst sama ár. Með hinum áfrýjaða dómi voru þau ummæli Á sem birtust í þættinum ómerkt og R ohf. gert að greiða honum miskabætur. Fyrir Landsrétti leitaði R ohf. ekki endurskoðunar á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um að honum væri óheim ilt að sýna þáttinn með hinum umþrættu ummælum eða koma með öðrum hætti að dreifingu hans. Landsréttur rakti að e ndanlegur dómur lægi fyrir um ábyrgð Á á þeim ummælum sem voru til umfjöllunar í málinu og skyldu hans til að greiða S miskabætur vegna þeirra á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ábyrgð á ummælunum yrði ekki felld á R ohf. á grundvelli 50. gr. laga um fjölmiðla. Þá þóttu ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasem dir S hafi R ohf. allt að einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli sama ákvæðis skaðabótalaga enda yrði í öllu falli ekki talið að saknæmiskröfum þess hafi verið fullnægt gagnvart honum á þeim tíma. Var R ohf. sýknað af kröfum S. Dómur Landsrét tar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson, Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar með áfrýjunarstefnu 17. ágúst 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 26. júlí 2018 í málinu nr. E - 2922/2016. 2 Áfrýjandi krefst sýknu af kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Málsatvik 4 Málavöxtum og málsástæðum aðilanna er ítarlega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar kemur fram deila aðilar um hvort áfrýjandi hafi bakað sér fébótaábyrgð gagnvart stefnda vegna ummæla sem viðhöfð voru í þáttaröðinni Popp - og rokksaga Íslands, nánar til tekið í 7. þætti hennar sem sýndur var í sjónvarpi áfrýjanda 13. mars 2016 og endursýndur 24. ágúst sama ár, og stefndi telur að hafi beinst að sér. 5 Stefndi rak hljómplötuútgáfu um árabil og gaf á sínum tíma út plötur hljómsveitarinnar Utangarðsmanna. Í þeim hluta þeirrar þáttaraðar sem vísað er til hér að framan er viðtal við einn af meðlimum hljómsveitarinnar, Ásbjörn Morthens, betur þekktur sem Bubbi Morthens, þar sem hann lætur eftirfarandi ummæli falla: Útgefandinn hann mokgræddi á okkur, það er bar a þannig. 6 Málið höfðaði stefndi á hendur áfrýjanda og Ásbirni Morthens 13. og 23. september 2016. Samkvæmt héraðsdómsstefnu voru þær kröfur gerðar á hendur stefnda Ásbirni að framangreind ummæli og tilgreind ummæli sem hann viðhafði síðar á samskiptamiðl inum Facebook og loks á fréttavefjunum mbl.is og visir.is yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá var þess krafist að stefndi yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu miskabóta. Á hendur stefnda Ríkisútvarpinu ohf. var í fyrsta lagi gerð sú krafa að viðurkennt yrði a ð því væri óheimilt að sýna í sjónvarpi eða birta og dreifa opinberlega með öðrum hætti 7. þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Popp - og rokksaga Íslands með þeim ummælum sem að framan greinir og sögð voru ærumeiðandi. Í öðru lagi var þess krafist að stefnda yrð i að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 100.000 krónur gert að gera grein fyrir forsendum og dómsorði í máli þessu í dagskrá sinni og í þriðja lagi að hann yrði dæmdur til greiðslu miskabóta að fjárhæð 1.000.000 króna. Loks voru þær kröfur gerðar á hendur stef ndu óskipt að þeim yrði annars vegar gert að greiða 500.000 krónur til að kosta birtingu dóms í tveimur víðlesnum dagblöðum og hins vegar málskostnað að skaðlausu. 7 Með hinum áfrýjaða dómi voru tiltekin ummæli stefnda Ásbjörns dæmd dauð og ómerk, þar á meðal þau ummæli hans sem vitnað er til hér að framan. Þá var stefnda gert að greiða 250.000 krónur í miskabætur en hann var sýknaður af kröfu um refsingu. 8 Með dómi hé raðsdóms var stefnda Ríkisútvarpinu ohf. gert að greiða 250.000 krónur í miskabætur á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Var sú niðurstaða á því byggð að Ríkisútvarpið hefði ekki sýnt fram á hvaða knýjandi þörf hefði verið á því að endursýna umræddan þátt með hinum umdeildu ummælum þótt stefnandi hefði ítrekað bent á að það bryti gegn rétti hans til æruverndar. Með endursýningunni hefðu starfsmenn þess í ljósi þessa af stórkostlegu gáleysi breitt út opinberlega ærumeiðandi ummæli um stefnanda. Þ á ber Ríkisútvarpinu samkvæmt dóm i num að birta dómsorð í dagskrá sjónvarps þess og forsendur og dómsorð á vefsíðunni ruv.is innan tveggja vikna frá uppkvaðningu dómsins en greiða ella 25.000 krónur á dag í sekt. Þ ví er jafnframt óheimilt að sýna í sjónvarpi, eða birta og dreifa 3 opinberlega á annan hátt, 7. þ ætti umræddrar þáttaraðar með þeim ummælum sem ómerking tekur til samkvæmt framansögðu. 9 Ásbjörn Morthens áfrýjaði ekki héraðsdómi fyrir sitt leyti og er dómurinn því endanlegur hvað hann varðar. 10 Samkvæmt greinargerð áfrýjanda til Landsréttar gerir hann ekki athugasemd við að honum sé óheimilt að sýna hinn umrædda þátt með hinum umþrættu ummælum eða koma með öðrum hætti að dreifingu hans enda hafi þau verið dæmd dauð og ómerk með endanlegum dómi gagnvart þeim sem viðhafði þau. Verður að þessu virtu litið svo á að áfrýjandi leiti ekki endurskoðunar á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að þessu leyti. Niðurstaða 11 Af hálfu stefnda er á því byggt að áfrýjandi beri á grundvelli laga nr. 38/2011 um fj ölmiðla ábyrgð á birtingu þeirra ummæla sem að framan greinir. Miskabótakröfu sína á hendur áfrýjanda reisir stefndi á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Er í því sambandi einkum vísað til þess að með lögum nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í alman naþágu, sé sérstök áhersla lögð á að áfrýjandi ræki fjölbreytt hlutverk sitt sem þjóðarmiðill af fagmennsku, heiðarleika og metnaði, sbr. 1. gr. laganna. Þá komi fram í 4. mgr. 3. gr. þeirra að í starfsháttum sínum skuli áfrýjandi ábyrgjast að sanngirni og hlutlægni sé gætt í frásögn, túlkun og dagskrárgerð, leitað sé upplýsinga frá báðum aðilum og sjónarmið þeirra kynnt sem jafnast. Að auki beri áfrýjanda að sannreyna að heimildir séu réttar og sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum. Á grundvelli h inna sérstöku lagaskyldna um áfrýjanda hafi hann sett sér ýmsar starfsreglur sem eigi að endurspegla þau vönduðu vinnubrögð sem honum sé gert að viðhafa. Loks séu skyldur áfrýjanda í þessum efnum jafnframt áréttaðar í sérstökum þjónustusamningi sem hann ha fi gert við íslenska ríkið. Með því að birta þau ummæli sem um ræðir í málinu og þá einkum eftir að stefndi hafi formlega lagst gegn því að umræddur sjónvarpsþáttur yrði endursýndur 24. ágúst 2016 með ummælunum hafi áfrýjandi farið á svig við fyrirmæli lag a og reglna sem honum sé ætlað að starfa eftir og þar með bakað sér bótaskyldu samkvæmt tilvitnuðu ákvæði skaðabótalaga. 12 Krafa áfrýjanda um sýknu af kröfum stefnda er aðallega byggð á því að með vísan til a - liðar 1. mgr. 50. gr. laga nr. 38/2011 verði fébó taábyrgð ekki felld á hann vegna hinna ómerktu ummæla meðstefnda í héraði. Samkvæmt ákvæðinu, sem tekur til refsi - og fébótaábyrgðar þegar hljóð - eða myndmiðlunarefni brýtur í bága við lög, ber einstaklingur sem tjáir sig í eigin nafni ábyrgð á því sé hann heimilisfastur hér á landi. Á þessum grunni og með því að þeim einstaklingi sem viðhafði þau ummæli, sem málsókn stefnda á hendur áfrýjanda snýr að, hafi með dómi verið gert að greiða stefnda miskabætur vegna ummælanna komi fébótaábyrgð áfrýjanda vegna þe irra ekki til álita. 4 13 Í athugasemdum við ákvæði í IX. kafla frumvarps þess sem varð að lögum nr. 38/2011 kemur fram að reglum þess um ábyrgð fjölmiðla sé skipað í tvö ákvæði, annars vegar ákvæði um ábyrgð á hljóð - og myndefni og hins vegar ákvæði um rite fni. Þær geri að meginstefnu til ráð fyrir því að einungis einn skuli gerður ábyrgur hverju sinni þó svo að sameiginleg ábyrgð geti komið til í ákveðnum tilvikum auk þess sem ábyrgð á bóta - og sektargreiðslum hvíli á fjölmiðlaþjónustuveitanda í tilvikum þe gar starfsmaður hans ber ábyrgð á efni samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Að jafnaði verði tveir eða fleiri aðilar því einungis gerðir samábyrgir að þeir standi innan sama ábyrgðarflokks. Í athugasemdum við a - lið 1. mgr. 50. gr. frumvarpsins segir að í ákvæðin u sé kveðið á um að þeir einstaklingar sem tjái sig í eigin nafni, flytji og/eða miðli efni sem þeir sjálfir hafa samið og/eða flytji efni samið af öðrum samkvæmt eigin ákvörðun beri á því ábyrgð. Gildi það bæði um efni sem útvarpað er samtímis því að það er flutt og efni sem útvarpað er samkvæmt áður gerðri upptöku. Í gildandi lögum sé sérstaklega áréttað að sambærileg ábyrgðarregla taki einnig til samtala sem fram fari í útvarpi (hljóðvarp og sjónvarp) þannig að viðkomandi þátttakandi beri ábyrgð á sínu f ramlagi í slíkri umræðu. Með breyttu orðalagi a - liðar 1. mgr. sé talið vafalaust að slík ábyrgð sé fyrir hendi. Þá kemur fram í athugasemdunum að þegar svo háttar til að viðkomandi einstaklingur lýtur ekki íslenskri lögsögu beri viðkomandi efnisstjóri og/e ða ábyrgðarmaður fjölmiðlaþjónustuveitanda ábyrgð á því efni sem um ræðir á grundvelli c - liðar 1. mgr. 14 Að öðru leyti en fram kemur í lögum um áfrýjanda gilda um hann lög um fjölmiðla, sbr. 18. gr. laga nr. 23/2013, þó að undanskildum 16. og 52. gr. þeirra . Af því leiðir að um fébóta - og refsiábyrgð á hljóð - eða myndmiðlunarefni sem áfrýjandi birtir fer eftir 50. gr. laga nr. 38/2011, sbr. 13. gr. laga nr. 54/2013. 15 Svo sem fram er komið liggur fyrir endanlegur dómur um ábyrgð meðstefnda áfrýjanda í héraði á þeim ummælum hans sem hér eru til umfjöllunar og skyldu hans til að greiða stefnda miskabætur vegna þeirra á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga en samkvæmt því ákvæði er heimilt að láta þann, sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi , friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert er við. Samkvæmt þessu og með vísan til þess sem að öðru leyti er rakið hér að framan verður ábyrgð á ummælunum ekki felld á áfrýjanda á grundvelli 50. gr. laga nr. 38/2011 . Þá eru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir stefnda hafi áfrýjandi allt að einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli tilvitnaðs ákvæðis skaðabótalaga enda verður í öllu falli, a ð teknu tilliti til þess að á áfrýjanda hvíla að vissu marki ríkari skyldur en við eiga um aðra fjölmiðla hér á landi, ekki talið að saknæmiskröfum þess hafi verið fullnægt gagnvart honum á þeim tíma. 16 Samkvæmt öllu framansögðu verður áfrýjandi sýknaður af kröfu stefnda um greiðslu miskabóta og þar með af kröfu um birtingu dómsorðs og forsendna dóms, sbr. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 38/2011. 5 17 Rétt þykir að málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Áfrýjandi, Ríkisútvarpið ohf., er sýk n af kröfum stefnda, Steinars Berg Ísleifssonar, um greiðslu miskabóta og birtingu dóms. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, fimmtudaginn 26. júlí 2018 Þetta mál, sem var endurflutt og tekið til dóms 1 9. júlí 2018, höfðaði Steinar Berg Ísleifsson, kt. leiti 1, Reykjavík. Stefnandi gerir eftirfarandi kröfur á hendur stefnda Ásbirni: 1. Að eftirfarandi ummæli sem stefndi Ásbjörn lét falla í 7. þætti þátta rað ar innar Popp - og rokksaga Íslands sem var sýndur í sjónvarpi Ríkisútvarpsins 13. mars 2016 verði dæmd dauð og ómerk: a) Útgefandinn hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening. 2. Að eftirfarandi ummæli sem stefndi Ásbjörn birti á samskiptamiðlinum Face book 14. mars 2016 verði dæmd dauð og ómerk: a) prósentur voru svívirðilega láa r [sic] fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi mitt okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það. b) ég er einfaldlega að segja samningar voru afraslæmir [sic] og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar. c) nenni þessu ekki samningar voru ömurlegir þú varst í yfirburðastöð u og nýttir þér hana 3. Að eftirfarandi ummæli sem stefndi Ásbjörn birti á samskiptamiðlinum Face book 15. mars 2016 verði dæmd dauð og ómerk: a) Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utan garðs menn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþek kingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það. Já, við skrifuðum undir. 4. Að eftirfarandi ummæli sem voru höfð eftir stefnda Ásbirni á fréttasíðunni www.mbl.is 17. ágúst 20 16 verði dæmd dauð og ómerk: a) Hann nýtti sér bágt ástand mitt. Ég var ekki bet ur á mig kom inn á þess um árum en þetta. Ég var dópaður frá morgni til kvölds, meira eða minna. 5. Að eftirfarandi ummæli sem voru höfð eftir stefnda Ásbirni á fréttasíðunni www. visir.is 17. ágúst 2016 verði dæmd dauð og ómerk: a) Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. Í upp hafi ferilsins var ég dópaður frá morgni til kvölds. Ég var aldrei með lög fræðinga mér við hlið. Hann nýtti sér bágt ástand mitt , hann var með lög fræðinga og fagfólk sín megin en ég var bara einn hinum megin við borðið og hann bara nýtti sér það. Ég er ekki að segja að hann sé vondur maður en hann nýtti sér þetta allt. 6 6. Að stefndi Ásbjörn verði dæmdur til refsingar fyrir ummælin í 1., 2., 3., 4. og 5. tölulið kröfugerðar og fyrir að birta þau opinberlega, samkvæmt 235 gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940, sbr. 236. gr. sömu laga. 7. Að stefndi Ásbjörn verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.000.000 króna í miska bætur ásamt dráttarvö xtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þingfestingardegi til greiðsludags. Stefnandi gerir eftirfarandi kröfur á hendur stefnda Ríkisútvarpinu ohf.: 8. Að viðurkennt verði að stefnda Ríkisútvarpinu ohf. sé óheimilt að sýna í sjón varpi eða bi rta og dreifa opinberlega á annan hátt 7. þátt sjónvarps þátta rað ar innar Popp - og rokksaga Íslands með hinum ærumeiðandi ummælum stefnda Ásbjörns sem greinir í 1. tölulið a) í kröfugerð stefnanda. 9. Að stefnda verði gert, að viðlögðum dagsektum, að gera g rein fyrir forsendum og dómsorði í máli þessu í dagskrá sinni þegar dómur fellur. 10. Að stefndi Ríkisútvarpið ohf. verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.000.000 kr. í miskabætur ásamt dráttarvöxtum, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þing festingardeg i til greiðsludags. Stefnandi gerir eftirfarandi kröfur á hendur báðum stefndu: 11. Að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda óskipt (in solidum) 500.000 kr. til að kosta birtingu dómsins, þ.e. forsendna og dómsorðs, í tveimur víð lesnum dag blöðum. 12. A ð stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda óskipt (in solidum) máls kostnað að skaðlausu. Stefndi, Ásbjörn, krefst aðallega sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. Til vara krefst hann þess að dómkröfur stefnanda í 7. og 11. kröfulið verði lækkaðar stór lega. Í báðum tilvikum krefst stefndi, Ásbjörn, málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Stefndi, Ríkisútvarpið ohf., krefst sýknu af kröfum stefnanda svo og máls kostn aðar úr hendi hans, að skaðlausu. Málsatvik Stefnandi, Steinar Berg Ísleifsson, rak í tæp 20 ár, frá 1975 1993, hljóm plötu útgáfuna Steina hf. Hún gaf út hljómplötur með tónlist íslenskra tón list ar manna en hafði fyrst og fremst tekjur af inn flutningi erlendra hljómplatna. Þetta mál varðar ummæli sem stefndi Ásbjörn, b etur þekktur sem Bubbi Morthens, lét falla árið 2016 um viðskipti sín við stefnanda 35 árum fyrr, einkum á árunum 1980 1982. Af þessum sökum hefst lýsing mála vaxta á samskiptum þeirra á þeim árum. Útgáfa hljómplatna á árunum 1980 1984 Samningur við Ut angarðsmenn í júní 1980 Um mitt ár 1980 kom stefndi Ásbjörn að máli við stefn anda og óskaði eftir því að hann gæfi út plötu með hljómsveitinni Utangarðs mönnum, sem stefndi var þá með limur í. Á þessum tíma hafði stefndi n ar son, útgefanda hjá bóka út gáfunni Iðunni sem sá um dreifingu plötunnar. Úr varð að Steinar hf. sem útgef andi og Utan - garðs menn sem flytjandi gerðu samn ing 23. júní 1980, þar sem hljómsveitin skuld batt sig til að gera þrjár smáskífur og þrjár breið skífur. Í kjöl far þessa gaf Steinar hf. út breið garðs - mönnum árið 1980, sem seldist að sögn stefn anda í rúmlega 3.000 ein (Rækju Stefnandi kvaðst ekki hafa notið lögfræðiaðstoðar við samningsgerðina. Hins vegar hefði Samband hljómplötuframleiðenda ráðið lögfræðing sem hefði gert grunn að samningsformi fyrir útgáfusamninga. Þýðingarmestu samnings atriðin hafi þó ein ungis verið tvö: hversu mikill kostaður átti að 7 fara í upptökur og hversu mik inn ágóða hlut flytjendur áttu að fá þegar seldur hefði verið sá fjöldi platna sem ráðgert var að greiddi upp upptökukostnaðinn. Þriðja atriðið var svokölluð dreifingarprósen ta. Sú fjár hæð skyldi mæta kostnaði útgef anda vegna hönn unar plötu um slags, gerðar aug lýs inga, allrar markaðssetningar, dreif ingar og sölu platna, kostn aði vegna þeirra platna sem voru gefnar í aug lýs inga - skyni, rýrnun, o.fl. Sá kostnaður var dre ginn frá heild sölu verði hverrar plötu áður en þóknun til flytjanda skyldi reiknuð. Útgáfusamningurinn við Utangarðsmenn var svokallaður hagnaðar skipta samn ingur. Gert var ráð fyrir að upptöku kostn aður hefði verið greiddur þegar 2.500 skífur og snæl dur hefðu verið seldar. Við samningsgerðina var því miðað við að hagn aður yrði af ein tökum sem seld ust umfram þann fjölda og þá fyrst skyldi greiða flytj anda þóknun. Þessi ein taka fjöldi gilti einnig um sölu tveggja - laga - platna. Enn fremur var samið svo að flytj andi skyldi fá í sinn hlut, sem þóknun fyrir verk sín, 35% af nettó - heild sölu verði hverrar plötu. Það er heilsöluverð að frádregnum kostnaði af dreifingu, sem var í þessum samningi ákveðinn 10% af heild sölu verði hverrar seldrar plötu. E f til þess kæmi að plöturnar yrðu seldar í útlöndum átti flytjandi að fá helm ing af öllum ágóða sem sú útgáfa kynni að skapa útgefandanum. Samkvæmt samn ingnum bar útgefandanum jafnframt að reyna að koma hljómsveitinni á framfæri í útlöndum og stæði útgef andinn ekki við það gat hljómsveitin sagt samningnum upp. Stefnandi bar að samn ingur Steina við Utangarðsmenn hefði verið óvenjulegur að því leyti að í útgáfu samn ingum hefði venjulega verið gert ráð fyrir því að selja þyrfti 3.500 4.000 plötur til þes s að ná að greiða upp útgáfukostnaðinn, en í samn ingnum við þá hefði verið gengið út frá 2.500 eintökum. Kostnaður við útgáfu plöt unnar Geisla virkir hafi reyndar verið svo hár að selja hefði þurft 4.000 eintök til þess að greiða hann upp áður en einhver hagnaður yrði til skiptanna en ekki hafi náðst að selja þann fjölda. Hann bar jafnframt að svokölluð dreifingarprósenta hefði að jafnaði verið 15% af heild ar sölu verð mæti seldra eintaka en hún hefði ein ungis numið 10% í samn ingnum við Utan garðs menn . Hann hefði viljað gera þessa ívilnunartilraun til þess að tón listar menn irnir fengju eitthvert fé út úr þessu, sem hefði ekki orðið vegna þess að salan hefði verið svo dræm. Þegar stefndi leitaði samstarfs við stefnanda árið 1980 var hann að sögn ste fn anda afar frískur, íþrótta mannslega vaxinn, kvikur, skarpur og skýr og æfði lyftingar og hnefa leika. Hann hafi jafnframt verið mjög metn að ar fullur og vitað hvað hann vildi. Stefn andi hafi kunnað að meta þá eigin leika hans og hafi viljað starfa me ð slíkum manni. Stefnandi kvaðst hafa haft trú á samstarfi þeirra og því látið yfir sig ganga að tapa fé. Honum hafi fund ist skemmti legt að vinna með stefnda og þeir unnið náið saman. Meðal gagna málsins eru ekki samtímagögn um það hvort stefndi Ásbjör n neytti á þessum tíma fíkniefna en hann fullyrti árið 2016, eins og síðar verður rakið, að hann hefði verið undir áhrifum þeirra (dópaður) frá morgni til kvölds. Um eigið ástand á þessum tíma, um mitt ár 1980, bar stefndi Ásbjörn fyrir dómi að hann hefði keypt fíkniefni fyrir nán ast allt það fé sem hann fékk fyrir plötuna Ísbjarnarblús. Það taki hins vegar tíma fyrir fíkni sjúk dóminn að þróast. Stefndi kvaðst hafa verið mjög frískur þegar hann hitti stefn anda vorið 1980. Hann hefði verið að æfa íþróttir og verið í lyft ingum þótt hann hefði neytt fíkniefna. Plötuútgáfa og hljómleikaferð árið 1981 Stefnandi bar fyrir dómi að stefndi Ásbjörn hefði leitað til sín aftur árið 1981 og viljað gefa út aðra sóló plötu í fram haldi af Ísbjarnarblús sem kom út árið áður. Stefndi hefði einnig viljað að fyrir tæki stefnanda yfirtæki útgáfuréttinn á Ísbjarnarblús og gæfi út fleiri ein tök af henni, því hún hefði komið út í tiltölulega litlu upplagi sem var þá upp t þetta ár en hún ekki staðið undir kostn aði. mönnum sem og safn - töku af tónlist Utangarðsm anna á ensku og gekkst í ábyrgð fyrir kostn aði af flutn ingi fólks og tækja vegna tónleikaferðar hljóm sveitarinnar til Norð urlandanna. Eftir þá ferð hætti hljóm sveitin störfum, sumarið 1981. Að sögn 8 stefn anda sat hann þá uppi með kostnað sem var langt umfram samn ings bund inn útgáfu kostnað en fékk hann hvorki endurgreiddan frá stefnda Ásbirni né öðrum með limum hljóm sveit ar innar. Samningur við Egó í febrúar 1982 Að sögn stefnanda var af þessum sökum fjárhagslegt tap af útgáfunni í upphafi árs 1982 þegar stefndi Ásbjörn hafi á ný falast eftir samstarfi við útgáfufyrirtæki hans með nýrri hljómsveit. Stefnandi kvaðst hafa haft mikið álit á stefnda sem tón list ar manni og samstarfið hefði, hvað sem öðru leið, verið skemmtilegt og því hefði hann sl egið til enda hefðu bæði hann og tónlistarmennirnir haft metnað til að halda áfram að semja og gefa út tónlist og höfða til breiðari hóps en Utangarðsmenn höfðu gert. Steinar hf. sem útgef andi og Egó sem flytj andi gerðu útgáfu samning 15. febrúar 1981. Hann var ein taka greiðslu samn ingur og því frábrugðinn samningnum við Utan garðs menn. Sam kvæmt honum skyldi flytj andi gera þrjár breið skífur með sem jöfn ustu millibili á næstu þremur árum. Reikna skyldi þóknun flytj anda þannig að hann fengi 20.0 00 krónur sem fyrir fram greiðslu inn á vænt an legan ágóðahlut af fyrstu skífunni. Helming þeirrar fjár hæðar skyldi greiða við undir ritun samn - ingsins og helming eigi síðar en 30 dögum eftir að upp tökum fyrir fyrstu vænt an legu breið skíf una lyki. Yr ðu seld fleiri en 4.000 ein tök á Íslandi skyldi þóknun reikn ast 8% af nettó - heildsöluverði eftir það. Samkvæmt samn ingnum skyldi útgef and inn bera allan kostnað við að koma tónlist Egó á framfæri erlendis en hefði hann af þeirri útgáfu hagnað átti hl jómsveitin að fá 50% af honum. Steinar hf. gaf út breið skíf ust báðar í fleiri en 5.000 ein tökum. Þriðja plata sveit ar ist að sögn stefnanda í 1.500 1.700 ein tökum en hljóm sveitin hætti störfum fljótlega eftir að sú skífa kom út. Stefnandi bar að stefndi hefði viljað tryggja að meðlimir hljómsveitarinnar fengju eitthvað greitt frá upphafi samstarfsins í stað þess að fyrst yrðu sel dar plötur til að mæta upp tökukostnaðinum og þá loks fengju þeir einhverja greiðslu. Hann hafi falið starfs manni fyrirtækisins að leysa það mál með stefnda og hljómsveitinni. Niður staðan hafi verið að greiða þeim fyrirfram 8% af fyrstu 4.000 eintökunum án tillits til útgáfu kostn aðar jafnvel þótt ekki væri tryggt að sá fjöldi seldist en þeir vonuðust til að selja 5.000 eintök, sem var talið hámarks sala. Ef fleiri en 5.000 plötur seldust fengju liðs menn Egó lægra hlutfall af ágóð anum en þeir hefðu haf t af hagnaðar skipta samn ingi, 20 25% í stað 30%. Á móti hafi komið að útgefandinn bar alla fjárhagslegu áhætt una ef ekki næðist að selja upp í útgáfukostnaðinn. Að sögn stefn - anda hafði ekki tíðkast hér á landi að greiða væntan ágóðahlut fyrirfram en fy rir fram greiðslan hafi verið óend ur kræf, hvernig svo sem gengi að selja plöturnar. hljóm sveitinni, menn að hætta og nýir að taka við. Á sama tíma hafi ha nn verið að flytja til útlanda til þess að fylgja þar eftir velgengni annarrar hljóm sveitar. Á þessum tíma hafi stefndi einnig gert samning við annað útgáfu fyrir tæki, Safarí, um að gefa út plötu með honum einum. Sú plata hafi því komið út á sama tíma og Egó - plötunni, og sett það á sólóplötuna sem Safarí gaf út, því hann hafi talið það líklegt til vinsælda, eins og hann segi sjálfur í ævi sögu sinni. Þriðja plata Egó hjá Steinum og sóló - plata stefnda Ásbjörns hjá Safarí með hinu vinsæla lagi hafi því verið í samkeppni þegar þær komu út. Stefnandi bar að tapið af þriðju plötu Egó hefði verið meira en hagnaðurinn sem fyrir tækið hafði haft af fyrstu tveimur pl öt unum. Fyrir tækið hafi því tapað á útgáfusamningnum sem það gerði við Egó. Stefnandi bar að hann hefði áttað sig á, þegar hann var kominn til Englands 1983, að neysla stefnda væri orðin vandamál. Smám saman hafi samstarf fyrirtækisins og hljómsveitarinnar versnað og upp úr slitnað árið 1984 enda hafi neysla stefnda þá orðið enn alvarlegri. Um eigið ástand á þessum tíma bar stefndi Ásbjörn að mikill munur hefði verið á honum árið 1980 og árið 1982. Á því ári hafi hann verið kominn í dagle ga neyslu frá morgni til kvölds. Í viðtali við Vikuna í september 1981 segist hann hafa gaman af grasi en vera harð lega á móti sterkum efnum. Í viðtali við Vísi í janúar 1982 samsinnti hann því að Utan garðsmenn hefðu verið undir áhrifum á tónleikum en ha nn hefði verið mest 9 und an tekn mikið kannabis um tíma en hefði dregið verul ega úr því og reykti aðeins stöku sinnum. Hann hefði ánetjast Kynni og samstarf stefnanda og stefnda Ásbjörns næstu þrjá áratugi Eins og áður segir slitnaði upp úr samstarfi stefnanda og stefnda Ásbjörns árið 1984. Næstu sex árin var stefndi í sam starfi við þrjú önnur útgáfufyrirtæki, Gramm, Geisla og Safarí, sem öll urðu gjaldþrota. Að sögn stefnanda leitaði stefndi aftur til hans árið 1990. Stefndi hafi þá viljað að stefnandi gæfi út plötur með honum og hafi jafn framt viljað f ramselja stefnanda útgáfurétt að öllum þeim plötum sem stefndi hafði gefið út með þeim fyrirtækjum sem áður eru nefnd. Þeir hafi þá unnið saman í nokkur ár. Síðan hafi aftur slitnað upp úr því. Stefndi Ásbjörn var einnig í hljómsveitinni GCD. Hún gerði s amning við Steina hf. í apríl 1991. Sá samningur er hagnaðarskiptasamningur eins og samn ing ur inn við Utan garðs menn. Í samningnum við GCD var gert ráð fyrir að selja þyrfti 3.500 plötur til þess að greiða upptökukostnað. Jafn framt var gert ráð fyrir a ð kostnaður við dreif ingu væri 15% af heildarsöluverðmæti seldra eintaka. Samkvæmt þeim samn - ingi fengu flytjendurnir 30% af meðal heild sölu verði hvers eintaks sem seldist umfram 3.500 eintök. Kæmi til þess að tónlist hljómsveitarinnar yrði gefin út erl endis skyldu flytj endur fá helming af ágóða útgefandans. Meðal gagna málsins er einnig útgáfusamningur sem hæstaréttarlögmaður lagði drög að í febrúar 1994. Viðsemjandinn er Spor hf., sem stefn andi var þá í fyrir svari fyrir. Stefnandi og stefndi eru e kki á einu máli um það fyrir hvorn þeirra lög mað ur inn vann. Samningurinn varðar allar plötur sem stefndi hafði samið tón aður við dreif ingu 15% af heildarsöluverðmæti allra seldra eintaka og ágóðahlutur flytj anda 30% af meðal heildsöluverði hvers eintaks, nema af plötunni Von, en af henni var ágóða hlutur flytj anda 35%. Stefndi kveðst hafa farið í áfengis - og vímuefnameðferð hjá SÁÁ í fyrsta skipti í janúar 1985. Eftir endurtek na meðferð hafi honum loks tekist að hætta neyslu áfengis og vímuefna árið 1996. Þá hefði hann fyrst haft burði og getu til að kynna sér rétt indi sín sem flytjanda tónlistar og þær viðskiptavenjur sem almennt séu viður kenndar við gerð samninga um útgáfu tónlistar. Meðal annars hafi hann þá fyrst gert sér grein fyrir því hvaða verðmæti listamenn létu almennt af hendi með samn ingum við útgefendur og að eignarréttur væri endan lega látinn af hendi með því að framselja útgáfu rétt að upp tökum listflutnings. Það hafi ekki verið fyrr en þá sem hann hafi gert sér grein fyrir því að þau samningskjör sem hann og aðrir lista menn í Utan garðs mönnum og Egó hafi notið hjá Steinum hf. hafi verið óviðun andi miðað við það sem hann hafi talið sann gjarnt. Það hafi ekk i síst átt við þann hluta er sneri að greiðslum til flytj enda. Þá bendir stefndi á að hvorki hann né aðrir í Utan garðs mönnum eða Egó hafi notið lög manns aðstoðar við gerð fyrr - nefndra samn inga við Steina hf. og engar ábend ingar fengið frá stefnanda e ða öðrum starfs mönnum Steina hf. um að það kynni að vera æski legt. Að mati stefnda hafi samn ing arnir aftur á móti verið samdir af kunn áttu manni í lögfræði. Stefnandi bar að eftir að hann hefði sigrast á krabbameini hefði hann ákveðið að hægja aðein s á og hefði ráðið sig til fyrirtækisins Skífunnar. Stefndi hafi á þeim tíma gert útgáfu samn ing við það fyrir tæki og hafi stefnandi verið útgáfustjóri hans þar. Þá hafi sam starf þeirra verið gott. Stefnandi söðlaði um í byrjun árs 2002 og hóf rekstur gististaðar í sveit. Hann bar að eftir það hefði stefndi einnig sýnt sér vinarbragð á ýmsan hátt og hefðu leiðir þeirra marg oft legið saman. Stefndi hafi þó aldrei nefnt að hann væri óánægður með samn inga sem voru gerðir í upphafi samstarfs þeirra. Ummæ lin í sjónvarpsþættinum hafi því komið stefnanda mjög á óvart. Sjónvarpsþáttur og samskipti á vefmiðlum vorið og sumarið 2016 Ríkissjónvarpið sýndi, 13. mars 2016, 7. þátt af tíu úr þáttaröðinni Popp - og rokk saga Íslands. Í þáttaröðinni er farið yfir s ögu og þróun popp - og rokk tón listar á Íslandi frá sjötta áratug síðustu aldar og fram yfir alda mót. Sami þáttur var endur sýndur 24. ágúst sama ár. Framleiðslufyrirtækið Markell ehf. 10 fram leiddi þætt ina í sam starfi við stefnda Ríkisútvarpið ohf. Þessi r samstarfs aðilar und ir rituðu samn ing um gerð þáttaraðar í sex hlutum um framangreint efni 21. ágúst 2013. Með við auka samn ingum 27. mars og 28. nóvember 2015 sömdu þeir um gerð sex þátta til við bótar. Stefndi Ríkisútvarpið ohf. var titlaður með fra m leið andi þátt anna í öllum samn ing unum. Hann mun nú hafa keypt einkasýningarrétt að þeim. Á u.þ.b. 51. mín útu í 7. þættinum hefst umfjöllun um hljómsveitina Egó og segir stefndi Ásbjörn þar frá stofnun hennar og ferli. Á u.þ.b 55. mínútu er við tal s bútur við stefn anda sem tjáir sig þar um það að hvaða leyti tónlist Egó var ólík tónlist Utan garðs manna og hvernig tón list fyrrnefndu hljómsveitarinnar hefði verið poppaðri en hinnar síðar nefndu. Í beinu fram haldi af því er klippt yfir á viðtalsbút við stefnda Ásbjörn þar sem hann lét ummælin í kröfulið 1.a falla: Útgefandinn hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening. Næstu daga eftir að þátturinn var sýndur áttu stefnandi og stefndi í orða skiptu m á samskiptamiðlinum Facebook þar sem hinn síðarnefndi lét meðal ann ars falla ummæli í kröfuliðum 2.a - c og 3.a. Sam skiptin hófust með því að stefn andi ritaði á Face book, 14. mars 2016, daginn eftir að fyrr - nefndur þáttur var sýndur: Var að sjá hinn ág æta þátt Popp og Rokksaga Íslands í sarpinum. Þar full yrðir Bubbi Morthens að útgefandinn þ.e. ég eða við í fyrirtækinu Steinar hf. höfum grætt óeðilega mikið á útgáfum Egó platnanna. Í merking uni fórum illa með bandið. Þetta er einfaldlega röng fullyrði ng. Fyrstu tvær Egó plöt urnar gengu vel og seldust í rúmlega og tæplega 5000 eintökum þegar þær komu út. Break even þ.e.a.s. til að ná útlögðum kostnaði var á milli á milli 3000 og 4000 ein tök þannig að ekkert rými var fyrir óeðli legan hagnað. Gert var upp við Egó skv. samningi og að sjálfsögðu staðið við að þeir fengju sinn ágóða hlut. Það er því líka lygi að þeir hafi ekki fengið neitt. Bæði ég og mínir sam starfs menn stóðum vel við bakið á Bubba og Egó á þessum tíma og eigum okkar þátt í því sem útge fendur að vel gekk. Klúðrið var svo inn vortis rugl bands ins sem Bubbi átti mestan þátt í og eyðilagði þriðju plötuna. Hún var gefin út með tapi þannig að það litla sem Steinum hf. áskotnaðist við hinar tvær fyrr fór fyrir bí. Bubbi ætti að geta glaðst yf ir því. Stefndi Ásbjörn svarar stefnanda þá: þú veist betur um þá samninga sem voru gerði á sínum tíma við mig og hljóm sveitir framan af á ferlinum við höfðum ekki þekkingu getu hvað þá lög fræði aðstoð til að gera samninga við skrifuðum undir vegna þess okkur lang aði gera plötur prósentur voru svívirðilega láar fyrirtækið nýtti sér reynslu leysi mitt okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það svo má auð viðta sega að við bártum ábyrgð á því sem við gerðum. PS ósætti okkar Egó manna kom ekki málinu við hvernig samningar voru gerðir og já 3 platan seld ist ílla og allt það og var ekki sérlega góð ég galaddist ekkert yfir því: - ) Þá svarar stefnandi: Nei Bubbi. Þú kemst ekki upp með að fullyrða að svona. Fyrirtæki mitt skil aði aldrei hagnaði af nýjum ísle nskum útgáfum, ekki eitt einasta rekstrarár heldur hélt sér á floti með innflutningi platna. Þú ert einfaldlega að reyna að sverta mig og mitt mannorð með órökstuddum dylgjum. Þessu svarar stefndi Ásbjörn þannig: nei steinar berg þú veist betur samningarn ir voru slæmir og prósentur voru djók þær voru svo láar ef þú átt þessa samninga þá máttu þú mín vegna opin bera þá ég er ekki að sverta þig ég er einfaldlega að segja samningar voru afra slæmir og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar og við skrifuðum undir u tan garðs menn og Ego mjög vonda samninga. Þá svarar stefnandi: Þú heldur áfram með rakalausar fullyrðinga, Bubbi og heldur því fram að ég viti betur, segi ekki sannleikann. Endilega láttu ransaka þetta. Heldurðu að prósentur segi alla söguna? Mundu að þær reiknast af einhverju. Þú hefur enga yfir sýn yfir heildarmynd þessara útgáfna, hvernig 11 þær komu út né hverju þær skil uðu þannig að þú skalt ekki briglsa mér um óheiðarleik í sam - skiptum. Slíkt hef ég aldrei stundað og það veist þú vel, þó þú kjósir nú e in hvern fórnar lambs - leik á minn kostnað. Það er óheiðarlegt. Þessu svarar stefndi Ásbjörn á eftirfarandi hátt: nenni þessu ekki samningar voru ömurlegir þú varst í yfirburðastöðu og nýttir þér hana nei fórnarlamb nei en rétt er rétt prósentur sega hellin g nei lista mað ur inn hafði enga yfirsýn yfir neitt þú hafðir það það er rétt og gerðir stöðu þín enþá sterkari fyrir vikið óheiðarleiki er ekki að segja þú hafir verið það en þú hafið þá stöðu að vita það við vissum ekki neitt og klárlega nýtist þér.PS.. og halda því fram að engin hagn aður hafi verið af plötum okkar er í besta falli snúningur við höfum enga endur skoðendur enga lögfræðinga vissum ekki neitt heldur tókum því sem sagt var einfaldlega hefði átt að sjá til þess að það væri lög fræð ingur okk ar megin þegar samningar voru gerðir. ég kom til þín seinna meir og í krafti þess hvað ég seldi mikið af plötum gerðum við samning sem var ásætt anlegur fyrir mig það er rétt en það var seinna ég er að tala um samn inga sem voru gerðir í byrjun og fer ekki af því þeir voru ömurlegir. Stefnandi svarar þá: Jæja, og svo komstu aftur nokkrum árum síðar og baðst mig um að gera samn ing við þig. Þú ert greinilega alveg búinn að afbaka það sem raun veru lega átti sér stað í fórnarlambsþránni sem heltekur þig. Þess u svarar stefndi Ásbjörn með svokölluðu broskallstákni en segir svo jafnframt: læt hér lokið þessu sprikli en þú mát opinbera samninga þína við utangarðs menn og Ego okkur öllum til gleði og kátinu samningar sem við gerðum í kringum sögur af landi voru ás ættanlegir en mér sínist af viðbrögðum þínum að þú sért orðin fórnarlamb góðar stundir og annað ber engan kala til þín Stefnandi svarar: Bubbi, þetta væl þitt er bara kjaftæði. Annars er ég bara góður. Hef ekki gert neitt á nokkurs hlut í dag. Ég fyrirgef þér þetta ábyrgðarlausa tal, veit að þú ert hvat vís og er þakklátur fyrir það góða sem við gerðum saman. Stefndi Ásbjörn svarar þá: þú mátt auðvita taka þetta sem þig lystir en samningar voru ömurlegir og það er staðreynd sem engin hleypur frá þetta er e kki hvatvísi að sega samn ingar voru ömurlegir. Já við gerðum líka fína hluti saman mikið rétt. Stefnandi svarar að lokum: Staðreynd er ekki huglægt mat eða fullyrðing út í loftið. Þótt báðir lýsi því yfir í þessum skrifum á Facebook að samstarfið hafi verið gott og þeir eigi góðs að minnast tók hvorugur upp símann og hringdi í hinn til þess að draga þessar sam ræður af vefnum og finna flöt á sáttum. Þess í stað hentu frétta miðlar samskiptin á lofti og birtu um þau greinar. Sama da g og stefnandi og stefndi ræddu þannig saman á Facebook, 14. mars 2016, birtist grein á vefmiðlinum dv.is undir yfir skrift mann ver andi útgef andi stefnda Ásbjörns og hljóm - sveitarinnar Egó, sak aði hinn fyrr nefnda um að gera tilraun til að sverta mann orð sitt. Einnig var greint frá því að harðar ásakanir hefðu gengið á milli þeirra þá um dag inn og framangreind sam skipti rakin í stuttu máli. Þá birtist frétt á vef miðl inum pressan.is sama dag undir fyrir sögn fald grein var rakið að harðar ásak anir gengju á milli stefnda Ásbjörns og fyrr ver andi útgef anda hans, Stein ars Berg, í kjölfar sýn ingar þáttar ins Popp - og rokk saga Íslands í sjónvarpinu. Stefn andi sak aði stefnda Ásbjörn um að hafa reynt að sverta mann orð sitt en í þættinum hefði hann sagt að útgáfu fyrir tækið Steinar 12 hf. hefði grætt óeðli lega mikið á sínum tíma á plötum hljóm sveitar innar Egó, sem stefndi hefði stofnað snemma á níunda áratugnum, og aðrir hljóm sveit ar meðlimir borið lítið úr býtum. Jafn framt voru áðurgreind s amskipti aðila rakin í grófum dráttum. Daginn eftir, 15. mars 2016, birtist frétt á vefmiðlinum Pressan.is undir fyrir sögn daginn áður hefði verið greint frá því að deilur væru risnar milli stefnanda og stefnda Ásbjörns vegna ummæla hans í þætt inum Popp - og rokksaga Íslands, sem hefði verið á dagskrá sjónvarpsins undan farin sunnu dags kvöld. Þar hefði Ásbjörn sagt að hann og meðlimir í hljóm sveitum hans hefðu borið skarðan hlut frá borði í útgáfusamningum snemma á [ níunda ] áratugnum. Þeir hefðu verið ungir og reynslulausir. Þessu hefði stefnandi and mælt kröftuglega og sagt að lítill hagnaður hefði verið af plötunum og tap á þeirri þriðju. Þá hefði hann einnig sagt að stefndi Ásbjörn hefði átt mesta sök á því að hljóm sveitin Egó hefði lagt upp laup ana sem og að síðasta plata hljómsveitarinnar hefði skilað tapi. Stefnandi hefði skrif að þetta á Facebook - síðu sína og þar hefði Ásbjörn ítreka ð í ummæla kerfi hans það sem hann hefði sagt í sjón - varps þættinum, þ.e. að útgáfu samn ingarnir hefðu verið ömur legir og stefnandi hefði verið í yfir burðastöðu gagn vart honum sem hann hefði nýtt. Því næst var vikið að færslum aðila á Face book sem bir tust 15. mars 2016 og þær raktar orðrétt. Færsla stefnanda hljóðaði svo: Árið er 1982. Fyrsta plata Bubba [...] Ísbjarnarblús hafði komið út nokkru áður og vakið mikla athygli en ekki selst vel. Hann bað mig um að taka yfir útgáfu réttinn og endurútgefa. P lágan hafði komið út árið áður, selst illa og skilað veru legu tapi. Bubbi er vikulegur gestur hjá Steinum hf. í Foss háls inum, mætir í leigu bíl eftir að hafa fengið vilyrði um að fá pening. Hann heim sækir mig líka heim sömu erinda eða biðja um aðra gre iða. Fær gítarinn minn lánað ann og skilar honum svo brotnum (liggur enn óbættur hjá garði). Útgáfa íslenskra platna er áhættusöm það vitum við báðir. Til að koma plötu út þarf 5 - 7 milljónir á núvirði og til að ná þeim kostnaði tilbaka þarf að selja 3000 - 4 000 plötur og kassettur. Í viðræðum vegna útgáfu Egó kemur upp sú hug mynd að bandið fái borgaða lága en stighækkandi prósentu frá fyrsta ein taki. Allir aðrir samn ingar gerðu ráð fyrir að lista maður fengi ekkert borgað fyrr en eftir að útgáfu kostn aður næðist. Algeng ast var að hann næð ist ekki. Að greiða ágóða hlut frá fyrsta eintaki þýddi aukna áhættu fyrir mig sem útgefanda og smá tekju öryggi fyrir Egó. Um þetta var samið. Breyttir tímar seldist í rúmum 5000 ein tökum en Í mynd rúmum 4000. Útgáfu k ostn - aður náðist en enginn varð ríkur. Ári síðar kom svo þriðja og síðasta plata Egó út og þar með fór hagn að ur inn. Árið er 1983. Ég er farinn til Englands með Mezzoforte. Bubbi er í ójafn vægi og lendir í deilum við samstarfsmenn sína heima, sitt band og mitt fyrir tæki. Upp úr slitnar og hann fer í rússferð til Ameríku. Ég kem heim 1986 og skömmu síðar mætir Bubbi. Hann hafði reynt nokkra útgef - endur, Safari, Grammið og Geisla. Allir fóru á hausinn. Hann biður mig um að gefa sig út. Sögur af landi lítu r dagsins ljós. Árið er 2016. Bubbi Morthens heldur því fram að ég hafi neytt aflsmunar árið 1982 og neytt sig í skítadíl sem ekki skilaði honum og bandinu neinu en gerði mig ríkan. Hann notar orð eins og staðreynd og sannleikur ítrekað í mál flutn ingi s ínum. Þetta er eins og hann kýs að túlka gamlan raun veru leika. Það hentar honum núna. Hefur samt lýst því yfir að hann sé heila - skemmdur af dóp neyslu og minnið gloppótt. Hann hefur aldrei hikað við að fara á eftir fólki til að upp hefja sjálfan sig og k ann ekki að biðjast afsökunar nema í hálfkæringi. Stefndi Ásbjörn svaraði færslu stefnanda þannig: Hvernig nennir þu þessu steinar berg þú getur sagt það sem þer hentar en það breitir þvi ekki samningar voru ömurlegir fyrir hljómsveitir og þu er komin útí eithvað sem sæmir þer ekki staðreindin er þu gerðir ekki góða samn inga við okkur og eg bíst við að það pirri þig þessi furðulega upp taln ing þín bretir öngu um það og kemur ekki þessi máli við sem er samningar við utangarðsmenn og ego samningar voru ekk i góðir þú getur vitnað í hitt og þetta í tveggja mann tal kallað mig það sem þú vilt en niður staðn er þú græddir miljónir á að hafa mig og 13 salan þín á katloganum til jóns ólfassonar segir nú alt um það hvessu verð mætur eg var þer niðurstaðan er og verðu r samn ingar þínir við ego og utan garðs menn voru gerðir af fyrir tæki með yfir burðar þekkingu á öllum hlutum meðan við vorum með því miður enga yfir sýn a neinu og og algerlega blautir á bakvið eyrun þú nýttir þer það ja við skrifuðum undir hvað ég gerð i eða hversu lask aður ég var sem virkur fíkill og þurftir pening á að halda og bað um fyrir fram - greiðslu breytir ekki þess ari staðreynd ég bíst við þú hefðir ekki áhuga á að vitnað væri um ýmsa hluti í lífi þínu á þessum tíma sem koma þessu máli engan v egin við , sam skipti okkur á öðrum vetfangi koma ekki þessu máli við sem er enn og aftur ekki góðir samningar. ísbjarnblús seldi vel og ég fékk helling pen ing fyrir hana.og allar þessar plötur sem þú hefur tjáð þig um er enn að seljast og hafa gert í geg num árin. Í kjölfar færslna stefnanda og stefnda Ásbjörns á Facebook dagana 14. og 15. mars 2016, sem raktar hafa verið, leitaði stefnandi til lögmanns. Hann sendi stefnda Ríkis út varpinu ohf. kröfubréf 16. júlí 2016. Þar var þess meðal annars kraf ist að fram an greind ummæli í kröfulið 1.a yrðu klippt út úr 7. þætti af Popp - og rokk sögu Íslands. Jafnframt var farið fram á að ummælin kæmu ekki frekar fyrir í sýn ingum þátt anna hvort sem það væri í endur sýn ingu á Ríkisútvarpinu, í sarp inum, DVD - útg áfu eða á annan hátt, auk þess sem krafist var miska bóta og lög manns kostn aðar. Stefndi Ríkisútvarpið svaraði stefnanda með svohljóðandi bréfi 26. júlí 2016: Ríkisútvarpið ohf. hafnar málatilbúnaði umbj. þíns í heild sinni, þ.m.t. kröfum og rök - semdum sem fram koma í erindi þínu. Rétt er og að tiltaka að hvorki hefur komið til tals að selja þáttinn á DVD - diskum né gera hann aðgengi legan almenningi á netinu. Stefnandi sendi fjölmiðlum yfirlýsingu 17. ágúst 2016 þess efnis að hann hygð ist höfða mál gegn stefndu, Ásbirni og Ríkisútvarpinu ohf., vegna þeirra ummæla sem féllu í sjónvarpsþættinum. Fréttir um málið voru birtar í helstu vef miðlum lands ins, meðal annars á hringbraut.is, visir.is, og mbl.is. Í frétt á visir.is sama dag sem bar fyrir s fram að stefnandi hefði tekið saman upplýsingar og gögn tengd málinu og birt þau á heima síð unni brögðum sínum við t ilkynningu stefnanda um málshöfðun. Hann sagði stefnanda hafa staðið í mála ferlum við ýmsa aðila und an farin ár og þetta væru framt að í upphafi ferils síns hefði stefn andi nýt t sér það að hann hefði ekki verið hæfur til að skilja eða gera samninga. Það hefði ekki verið fyrr en mörgum árum seinna sem stefndi Ásbjörn hefði gert samn inga sem voru þannig að báðir aðilar fengju eitt hvað fyrir sinn snúð. Þá kvaðst hann ekki hafa sk oðað fyrr nefnda heimasíðu og bætti að lokum við þeim ummælum sem krafist er ómerk ingar á í kröfulið 5.a: Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. Í upp hafi ferilsins var ég dópaður frá morgni til kvölds. Ég var aldrei með lög fræð inga mér við hlið. Hann nýtti sér bágt ástand mitt, hann var með lög fræðinga og fagfólk sín megin en ég var bara einn hinum megin við borðið og hann bara nýtti sér það. Ég er ekki að segja að hann sé vondur maður en hann nýtti sér þetta allt. S ambærileg frétt birtist á vefmiðlinum mbl.is sama dag, 17. ágúst 2016, undir yfir lagi sínu til íslenskrar tónlistarsögu og vildi ekki hafa skítablett á ferl inum sem ein hver annar hefði klínt á hann. Í fréttinni var stefndi Ásbjörn jafnframt inntur eftir við brögðum sínum við tilkynningu stefnanda um málshöfðun. Þar an farin á r og þetta virtist vera honum hugleikið. Þá kvaðst hann ekki ætla að draga ummæli sín til baka á nokkurn hátt. lítinn sem engan pening fengið frá honu m. Þá hefði stefnandi haft lögfræðinga sér við hlið í öllum samningum sem hann hefði gert við þá en þeir ekki og stefndi sjálfur aldrei. Fyrir utan það hefði hann ekki við að end ingu þeim ummælum sem krafist er ómerkingar á í kröfu lið 4.a: 14 Hann nýtti sér bágt ástand mitt. Ég var ekki betur á mig kominn á þessum árum en þetta. Ég var dópaður frá morgni til kvölds, meira eða minna. Eftir að ofangreind ummæli féllu í v efmiðlum 17. ágúst 2016 höfð aði stefn andi málið, eins og fyrr greinir, og þingfesti það 29. sept ember 2016. Ríkisútvarpið endursýndi 7. þátt þáttaraðarinnar Popp - og rokksaga Íslands 24. ágúst 2016 með þeim ummælum sem stefnandi krefst ómerkingar á í fyrsta kröfulið. Málsástæður og lagarök stefnanda fyrir kröfum á hendur stefnda Ásbirni Stefnandi byggir á því að ummæli stefnda Ásbjörns, bæði í 7. þætti Popp - og rokk sögu Íslands, svo og þau sem hann lét í kjölfarið falla á Facebook og á frétta veitu m netmiðla um stefn anda, séu ósönn og feli í sér ólög mæta og refsi verða aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegn ing ar laga nr. 19/1940. Stefn andi byggir jafn framt á því að ummælin hafi verið látin falla gegn betri vit und stefnda í skiln ingi 23 6. gr. sömu laga og séu því alvarlegri fyrir vikið. Stefnandi hafi því orðið að þola af hendi stefnda Ásbjörns ólög mæta meingerð gegn persónu sinni og æru og hann eigi rétt til miska bóta sam kvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1999. Af þessum sökum beri einnig að dæma til greind ummæli ómerk, sbr. 241. gr. almennra hegningarlaga, og refsa stefnda Ásbirni fyrir þau, sbr. 235. gr. og 236. gr. sömu laga. Í ummælum stefnda Ásbjörns í sjónvarpsþættinum og ummælum h ans til árétt ingar þeim á Facebook og fréttavefjum hafi hann brigslað stefn anda að ófyrir synju um siðferðislega vansæmandi og jafnvel refsiverða hátt semi. Í þessum ummælum hafi falist aðdróttanir um að stefnandi hefði ekki ein ungis hagnýtt sér meinta fákunnáttu eða reynsluleysi stefnda Ásbjörns og meinta yfir burðastöðu sína sér til ávinnings, heldur og ætlað bágt andlegt ástand hans vegna fíkni efnaneyslu í því skyni að hlunn fara hann í viðskiptum í ágóðaskyni fyrir sjálfan sig. Slík ummæli, sem séu algerlega ósönn, séu fallin til þess að valda stefnanda álits hnekki og skaða orð spor hans sem persónu og sem athafna manns. Stefn andi reki tónlistar - tengda ferða þjón ustu að Fossatúni í Borg ar firði þar sem útgáfu ferill hans sé eitt helsta aðdrátt ar aflið. Aðdrótt anir af þessu tagi séu fallnar til þess að skaða viðskiptavild hans og orð spor. Í framangreindum sjónvarpsþætti hafi stefndi látið falla orð meðal ann ars um við skipti sín við stefnanda sem útgefanda hljómsveitanna Utangarðsmanna og Egó sem tilgreind séu í lið 1.a í dómkröfum. Stefnandi haldi því fram, eins og greini í lýs ingu atvika, að þessi staðhæfing stefnda í þættinum sé alröng. Hið rétta sé að útgáfu félag stefnanda hafi tapað verulega á viðskiptum sínum við stefnda við þessa plöt u - útgáfu. Þá sé ótalið það tap sem hann hafi setið uppi með vegna ábyrgðar og útgáfu á plötu Utan garðs - manna. Stefn lega, heldur tapað miklu fé. Þá hafi stefndi og félag ar hans fengið fyrir fram greiðslu við útgáfu þriðju hljóm plötu EGÓ, auk meiri hluta af greiðslu höfundarlauna til laga - og texta höfunda, sem að mestu hafi gengið til stefnda Ásbjörns. Stað hæfingar stefnda um að stefn að hann og aðrir með limir hljóm skiptum við útgáfufélag stefn anda, séu ósannar, alrangar og settar fram gegn betri vitund. Hafi einhver vafi leikið á því hver tilgangur stefnda með þessum ummælum í sjón varpsþættinum hafi verið, hafi þeim vafa verið eytt þegar hann tjáði sig nánar við stefn anda um ummælin á samfélagsmiðlinum Facebook eftir sýningu þátt arins. Þau ummæli hafi verið höfð eftir honum á ýmsum fréttasíðum. Þar hafi sem stefnandi hafi nýtt sér reynsluleysi, fákunnáttu og bágborið ástand stefnda til að koma á samningi sem hafi verið stefnanda óeðlilega hagstæður á kostnað stefnda og a nn arra meðlima í hljóm sveitum hans. Með þeim ummælum á Facebook sem séu tilgreind í dómkröfum stefn anda, liðum 2.a c og tölulið 3.a, hafi stefndi dróttað að því að stefn andi hafi gerst sekur um misneytingu, nýtt sér meinta fákunnáttu og reynsluleysi ha ns og yfir burða stöðu sína til þess að hafa af stefnda eðlilega fjárhagslega hlutdeild í ávinn - ingi af tón list hans, sem Steinar hf. hafi gefið út. Ummæli, sem hafi verið höfð eftir stefnda á vefsíðunum mbl.is og visir.is, til greind í liðum 4.a og 5.a í dómkröfu, hafi falið í sér alvarlegar aðdrótt anir um refsi verða og/eða ólöglega misneytingu stefnanda á stefnda vegna fíkni efnaneyslu hins síðar nefnda. Þar hafi stefndi haldið því fram, blákalt, að 15 stefn andi hafi nýtt sér bjarg ar leysi hins fyrrne fnda undir áhrifum eiturlyfja til þess að hafa af honum fé í við skiptum. Að mati stefnanda sé alrangt að hann hafi verið í nokk urri yfir burða stöðu við samn ings gerð við stefnda. Stefnandi sé hvorki menntaður á sviði við skipta né lögfræði og hafi ekki notið aðstoðar slíkra sérfræðinga við samn ings gerð ina. Samningar hafi verið gerðir að frumkvæði stefnda, í fullri samvinnu við hljóm sveit ar meðlimi og tekið hafi verið tillit til krafna þeirra. Með limir Utangarðsmanna hafi lagt áherslu á að fá háan ágóðahlut af sölu tekjum platna sinna og meðlimir EGÓ að fá tryggingu fyrir vænt an legri vinnu, með því að fá ágóða hlut greiddan fyrirfram. Stefn andi hafi orðið við óskum beggja hljómsveitanna. Hann kannist hvorki við að stefndi hafi verið undir áhrifum fíkniefna þegar téðir samn ingar voru gerðir né að stefn andi hafi yfir höfuð átt nokkur samskipti við stefnda er hinn síðar nefndi var undir áhrifum vímu - efna. Því sé algjör lega tilhæfulaus sú stað hæf ing stefnda að stefnandi hafi hagnýtt sér bágt ásta nd hans vegna fíkniefnaneyslu. Í misneytingarákvæði 253. gr. almennra hegningarlaga teljist það að nýta sér bág indi annars manns í auðgunarskyni vera ein verknaðaraðferð ákvæðisins og því fari ekki á milli mála að með þessum ummælum sínum hafi stefndi d róttað að því að stefn andi hafi brotið gegn honum á refsiverðan hátt. Í III. kafla laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, séu ákvæði sem mæli fyrir um að samningar sem séu knúðir fram við tilteknar aðstæður og af ásetningi skuli ve ra ógildir fyrir þann aðila er á hafi verið hallað. Þetta eigi við um samninga sem séu fengir með svikum eða því að maður hafi notað sér bágindi annars manns, ein feldni hans, fákunn áttu eða léttúð eða það að hann hafi verið honum háður, til þess að afla sér hags muna eða áskilja sér þá, þannig að ber sýni legur mismunur sé á hags munum þessum og endur gjaldi því er fyrir þá hafi komið eða skyldi koma, eða hags munir þessir skyldu veittir án endurgjalds. Að mati stefn anda felist í aðdróttun stefnda að útg áfu samningar þeir sem ummæli hins fyrr - nefnda vísi til hafi í reynd verið ógildan legir sökum þess hvernig þeir hafi verið komnir til, fyrir háttsemi stefnanda, sem falli undir III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ólögmæta löggerninga. S tefnandi telur að í ummælum stefnda hafi ekki falist gildisdómur um stefn anda. Þau hafi ekki verið sett fram af tilefni sem stefnandi hafi gefið eða sem inn legg í opin berri samfélagsumræðu um málefni sem varði almenning. Ummælin hafi verið sett fram að tilefnislausu. Í þeim felist staðhæfingar um siðferðislega van sæm andi og jafn vel refsiverða háttsemi stefnanda í viðskiptum við stefnda sem séu bein - línis rangar og ósannar. Þá séu téð ummæli stefnda á skjön við jákvæð ummæli hans um stefn anda í fjölmi ðlum, sem hafi til dæmis birst í Vikunni árið 1980: En Steinar hefur reynst okkur frábærlega vel. Hann hefur hjálpað okkur í ýmsum persónulegum málum, bara útaf almennilegheitum. Hann hefur verið með ólíkindum almennilegur við okkur og það er ekki til að h afa gullkálfana góða, maðurinn er bara svona vel innrættur. Á fréttavefnum visir.is, 18. ágúst 2016, hafi eftirfarandi verið haft eftir Danny Poll ock, fyrrum gítarleikara Utangarðsmanna um viðskipti hljóm sveitar innar og stefn anda: Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja [...] Hann hjálp aði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona. Ummæli stefnda um viðskipti sín við stefnanda fái því hvorki stoð í fyrr greindri sam tíma - yfirlýsingu stefnda um viðskipti hans og stefnanda né í lýsingu sam starfs manns ins Dannys Pollock um viðskipti Utangarðsmanna við stefnanda. Stefnandi telur að í ljósi atvika verði vart annað séð en að tilgangur stefnda með ummælum sínum hafi verið að sverta mannorð stefnand a og bera vísvitandi út rangar staðhæfingar um viðskipti stefnda við hann í tengslum við útgáfu Steina hf. á tón list stefnda og félaga hans undir merkjum Utangarðsmanna og EGÓ. Þessi ummæli hafi verið meiðandi fyrir stefnanda, enda tilefnislaus, tilhæfula us og óviðurkvæmileg. Ummælin hafi ekkert erindi átt til almennings og stefnandi eigi ekki að þurfa að sitja undir aðdróttunum um siðferðislega ámælisverða viðskiptahætti og þaðan af síður að þær séu settar fram í opin berri umfjöllun um sögu íslenskrar po pp - og rokktónlistar þar sem hann hafi leikið stórt hlutverk sem útgefandi um áratugaskeið. Þá eigi stefn andi heldur ekki að þurfa að sæta því að aðdróttunum stefnda í hans garð sé miðlað af stefnda Ríkis út varp inu, sem sé rekið í þágu almennings, og en n síður að sitja undir síendurteknum aðdrótt unum stefnda á netmiðlum. 16 Með framangreindum ummælum sínum hafi stefndi farið út fyrir mörk tjáning ar frelsis síns. Hafa beri í huga að stefnandi sé ekki opinber persóna. Það sé stefndi hins vegar og verði þv í að beita strangara sakarmati, enda megi ætla að eftir orðum hans sé tekið í fjölmiðlum og samfélagsumræðu og að þau móti skoðanir fólks í garð stefn anda. Í ljósi framangreinds telur stefnandi vafalaust að stefndi teljist með hinum til vitnuðu ærumeiðand i ummælum í garð stefnanda hafa brotið gegn æru hans og per sónu og því bakað sér refsingu samkvæmt 235. gr. og 236. gr. almennra hegn ing ar laga. Að mati stefnanda beri því að dæma ummælin dauð og ómerk samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laganna. Ljóst sé að stef ndi hafi látið ummælin falla gegn betri vit und og beri hann því refsiábyrgð á þeim á grundvelli 1. mgr. 236. gr. sömu laga. Málsástæður og lagarök stefnanda fyrir kröfum á hendur Ríkisútvarpinu ohf. Stefnandi byggir á því að stefndi Ríkisútvarpið ber i ábyrgð á birtingu ummæla stefnda Ásbjörns um stefnanda í þættinum Popp - og rokksaga Íslands, sem tilgreind séu í kröfulið 1.a í dómkröfum stefnanda, ásamt Ásbirni sjálfum. Í lögum um Ríkisútvarpið ohf., fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, segi meðal annars um starfshætti þess í 1., 2., 3. og 4. tölulið 4. mgr. 3. gr.: Í starfsháttum sínum skal Ríkisútvarpið: 1. Vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð. 2. Ábyrgjast að sanngirni og hlutlægni sé gætt í frásögn, túlkun og dag skrár gerð, leitað sé up plýsinga frá báðum eða öllum aðilum og sjónarmið þeirra kynnt sem jafnast. 3. Sannreyna að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnis - tökum. 4. Virða friðhelgi einkalífsins í fréttum og dagskrárefni nema lýðræðis hlut verk Ríkisútvarpsi ns og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Stefndi Ríkisútvarpið hafi keypt dreifingarrétt að þættinum Popp - og rokk saga Íslands af Markel ehf. og auk þess verið meðframleiðandi þáttanna. Stefnda Ríkis út varp inu hafi því verið skylt að bera té ð ummæli stefnda Ásbjörns í þættinum undir stefn anda og gefa honum kost á að bregðast við þeim þannig að sanngirni væri gætt í efnis tökum eins og mælt sé fyrir um í 2. og 3. tölulið 4. mgr. 3. gr. laga um Ríkis útvarpið, sbr. og 3. mgr. 1. gr. siða regln a þess. Það hafi stefndi ekki gert og því brotið gegn framan - greindum ákvæðum laga um Ríkisútvarpið. Í 36. gr. laga um fjölmiðla, nr. 38/2011, sé meðal annars tekið fram að: Aðili sem telur að lögmætir hagsmunir sínir, einkum æra eða orðspor, hafi beðið tjón af því að rangt hafi verið farið með staðreyndir í fjölmiðli hefur rétt til and svara í viðkomandi miðli eða til annarra jafngildra úrræða. And svör skulu birt eða þeim miðlað þegar eftir að rök hafa verið færð fyrir beiðni þar um. Birta skal and svö r óháð formi fjölmiðils þannig að eftir verði tekið. Fjöl miðla veitu er óheimilt að óska eftir greiðslu fyrir birtingu eða miðlun and svars. Eftir að stefndi Ríkisútvarpið hafi fengið bréf lögmanns stefnanda, dagsett 19. júlí 2016, hafi þeim fyrrnefnda verið skylt, samkvæmt framangreindu ákvæði laga um fjöl miðla, að gefa stefn anda kost á svara aðdróttunum stefnda Ásbjörns í þættinum, yrði ekki fall ist á að klippa ummælin úr honum. Að mati stefnanda verði að skilja 36. gr. laganna svo, sbr. ummæli í gr einargerð með frumvarpi til laganna, að andsvar skuli koma fram á sama vettvangi og þau ummæli sem andsvarið eigi við, standi til að dreifa ummæl unum frekar. Því hafi stefnda borið, eftir að hann hafnaði þeirri kröfu stefn anda að ummæli stefnda Ásbjörns yrðu klippt út, að gefa stefn anda kost á að tjá sig um þau og birta í þættinum þegar hann var endursýndur 24. ágúst sl. Það hafi stefndi ekki gert og því brotið gegn skyldum sínum samkvæmt 36. gr. laga um fjöl miðla. Í 1. mgr. 50. gr. laga um fjölmiðla segi að brjóti hljóð - eða mynd miðl un ar efni í bága við lög fari um refsi - og fébótaábyrgð sem hér segi: 17 a. Einstaklingur sem tjáir sig í eigin nafni, flytur eða miðlar efni sem hann hefur sjálfur [...] eða flytur efni samið af öðrum samkvæmt eigin ákvör ðun ber á því ábyrgð sé hann heimilisfastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grund velli. b. Kaupandi hljóð - og myndsendingar í viðskiptaskyni, hvort heldur sem um ein stakl ing eða lögaðila er að ræða, ber ábyrgð á efni hennar sé hann heimi lis fastur hér á landi eða lúti íslenskri lögsögu á öðrum grundvelli. Stefndi falli undir b - lið 50. gr. laga um fjölmiðla og beri því ábyrgð á birtingu ummæla stefnda Ásbjörns. Að kröfu stefnanda hafi stefnda borið að taka hin tilvitnuðu ummæli stefnda Ásbjörns, út úr 7. þætti þáttaraðarinnar, enda hafi stefnda þá verið kunnugt að í ummæl unum fælist aðdróttun og meingerð gegn æru og persónu stefnanda. Með því að neita að fallast á þá kröfu stefnanda og endursýna þáttinn þess í stað með ummæl unum telji st stefndi af ásetningi hafa staðið að opinberri birtingu hinna refsiverðu ummæla stefnda Ásbjörns í garð stefnanda. Stefndi hafi því með þeirri háttsemi brotið gegn til vitn uðum ákvæðum laga um fjölmiðla um ábyrgð á sjónvarpsefni. Í 2. mgr. 50. gr. lag anna sé tekið fram að fjölmiðlaveita beri ábyrgð á greiðslu stjórn valdssekta, fésekta og skaðabóta sem starfsmanni hennar kunni að vera gert að greiða samkvæmt þessari grein. Af því leiði að stefndi beri ábyrgð á greiðslu miska bóta til stefnanda. Með þeirri viðurkenningarkröfu sem stefnandi geri á hendur stefnda leit ist hann við að koma í veg fyrir að hin ærumeiðandi ummæli, sem hafi birst í þætt inum, hljóti frekari opinbera dreifingu. Stefnandi hafi sérstaka lögvarða hagsmuni af því að sú krafa nái fram að ganga. Algengt sé að sjónvarpsþættir séu endursýndir, gefnir út á DVD - diskum og dreift í hlaðvarpi, svo sem í svonefndum Sarpi sem stefndi starf ræki á vef síðu sinni. Með viðurkenningarkröfu sinni hyggist stefnandi koma í veg fyrir að hinum ærumei ðandi ummælum sé áfram dreift eftir þeim leiðum. Sú krafa að stefnda verði gert, að viðlögðum dagsektum, að gera grein fyrir forsendum og dóms - orði í máli þessu í dagskrá sinni þegar dómur falli byggist á 59. gr. fjölmiðlalaga sem hljóði svo: Birting dó ms. Nú er fjölmiðlaveitu eða öðrum þeim sem ábyrgð ber á efni samkvæmt lögum þessum dæmd refsing, ummæli ómerkt eða fébætur dæmdar og má þá ákveða í dómi að viðlögðum dagsektum, eftir kröfu þess sem misgert er við, að forsendur og dómsorð skuli birt þegar um ritmiðil er að ræða eða grein gerð fyrir þeim í dagskrá þegar um hljóð - eða myndmiðil er að ræða. Þegar um ritmiðil er að ræða skal birta dómshlutann með sama hætti og annað efni viðkomandi miðils og á þeim stað að eftir verði tekið og þegar um hljóð - e ða myndmiðil er að ræða skal grein gerð fyrir honum á þeim tíma þegar hlustun eða áhorf er mest. Stefnandi byggir kröfu sína um miskabætur á hendur báðum stefndu á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993. Miskabótakrafan á hendur stefnda Ásbirni bygg ist á því að hann hafi vegið alvarlega að æru stefnanda með því að saka hann um að hafa nýtt sér reynsluleysi, fákunnáttu og bágindi hins fyrrnefnda sökum fíkni efna neyslu til þess að hafa af honum fé í viðskiptum. Miskabótakrafan taki bæði mið af þ eim álitshnekki og hugarangri sem ummælin hafi valdið stefnanda svo og því að þau hafi fengið víðtæka opinbera dreifingu og séu til þess fallin að skaða við skipta hags muni stefnanda. Miskabótakrafan á hendur stefnda Ríkisútvarpinu ohf., byggist í fyrs ta lagi á því að með því að birta ummælin sem séu tilgreind í kröfulið 1.a í dómkröfum stefn anda, í fyrsta lagi án þess að kanna sannleiksgildi þeirra og birta þau að nýju eftir að stefn andi hafði krafist þess að þau yrðu tekin út úr viðkomandi þætti, og í öðru lagi án þess að gefa honum kost á andsvörum við endursýningu þáttarins, hafi stefndi stuðlað að opinberri dreifingu hinna ærumeiðandi ummæla af ásetningi. Vegna kröfu um kostnað við birtingu dóms vísar stefnandi til 2. mgr. 241. gr. almennra hegn ingarlaga, en á grundvelli hennar beri stefndu enn fremur að greiða stefn anda hæfilega fjárhæð til þess að standa straum af birtingu dómsins í víðlesnu dag blaði, enda sé það stefnanda nauðsynlegt til að rétta hlut sinn og koma sann leik anum á framfæri. 18 Málsástæður og lagarök stefnda Ásbjörns Stefndi Ásbjörn andmælir öllum kröfum og málsástæðum stefnanda. Í fyrsta lagi beri að sýkna hann af kröfum sem lúti að ummælum í 1. kröfulið sökum aðildar skorts. Í þeim ummælum sé ekki vísað til stefn anda heldu r ein andi hafi ekki verið útgefandi Egó og reyndar ekki heldur Utangarðsmanna, heldur Steinar hf. Stefndi hafi ekki verið að vísa til stefnanda. Því beri að sýkna hann af 1. kröfulið vegna aðildarskorts stefnanda og af kröfu í 6 . lið að því marki sem hún vísi í 1. kröfulið . Jafnframt beri að sýkna hann af kröfu í 7. lið þar sem sú krafa sé ekki sund ur greind eftir því hver ummælin séu og hið sama eigi við um kröfu í 11. lið. Í öðru lagi byggist sýknukrafa stefnda fyrst og fremst á því að með ummælum sínum hafi stefndi ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns, en allar tak mark anir á því beri að skýra þröngt. Í ummælum hans hafi þannig hvorki falist refsiverð aðdróttun né aðdróttun gegn betri vitund, sbr. 235. gr. og 236. gr. almennra hegn ing ar laga nr. 19/1940, heldur gildisdómar þar sem stefndi hafi lagt mat sitt á staðreyndir sem hann taldi vera fyrir hendi. Það sé augljóst af allri orðanotkun í þeim ummælum sem stefnt sé vegna, þar með talið ummælunum í 1. kröful Stefndi mótmælir því að í ummælum á sam skipta miðlinum Face book, sbr. 2. og 3. kröfulið, hafi hann meðal annars dróttað því að stefn anda að hann hefði gerst sekur um mis neytingu og sviksamlega háttsemi. Stað reyndin sé sú að fyrir tækið Steinar hf. hafi verið í yfirburðastöðu gagnvart stefnda, enda hafi það verið sér hæft fyrirtæki á meðan stefndi og félagar hans hafi verið tiltölulega ungir og reynslu lausir. Samn ingarnir hafi s ann ar lega verið gerðir annars vegar milli Steina hf. og svo stefnda og félaga hans í fyrr nefndum hljómsveitum hins vegar. Það sé auk þess stað reynd að stefndi og félagar hans hafi ekki haft þekkingu á samnings gerð á þessu sviði, enda sé þetta sér hæft svið lög manna. Að öðru leyti komi ekk ert fram í ummælum stefnda annað en það sem séu aug ljósir gildisdómar um fram an greindar stað reyndir, sem stefndi hafi talið vera fyrir hendi. Stefndi mótmælir þeim fullyrðingum stefnanda að með ummælum sínum vi ð fjöl miðlamenn í ágúst 2016, sbr. 4. og 5. kröfulið, hafi hann dróttað því að stefnanda að hann hefði nýtt sér fíkniefnaneyslu hans í auðgunarskyni, þ.e.a.s. þannig að refsi vert geti tal ist. Það sé staðreynd að stefndi hafi á þeim tíma er hann samdi vi ð Steina hf. verið illa haldinn fíknisjúklingur. Stefndi telur annað útilokað en að stefn anda hafi verið full kunnugt um stjórnlausa vímuefnaneyslu hans og að full yrð ingar stefnanda um annað séu settar fram gegn betri vit und. Það sé svo önnur staðreynd að gerðir hafi verið við hann samningar í þessu ástandi, enda hafi hann aldrei verið alls gáður á þessum tíma. Samningarnir hafi varla verið gerðir í öðru skyni en að hafa af þeim hagnað. Samningar um útgáfu tónlistar séu almennt gerðir í hagnaðarskyni, þ að gefi auga leið. Að öðru leyti komi ekkert fram í ummælum stefnda annað en það sem telja megi augljósan gildisdóm hans um þessar stað reyndir. Stefndi mót mælir sönnunargildi skjala sem eigi að sýna tap af útgáfu og/eða útreikn inga. Framlagðir ársreik ningar stefnanda fyrir hljómplötuútgáfuna Steina hf. frá 1983 og 1984 sýni ekki hagnað eða tap af einstökum útgáfum heldur til tekin umsvif sem geri að minnsta kosti skiljanlegt hvaða stað reyndir stefndi hafi talið vera fyrir hendi. Útreikningar, sem stef nandi hafi lagt fram í málinu og eigi að sýna fram á hagn að/ tap af Egó - plötum, sýni einungis einhliða útreikninga hans og hafi þannig ekk ert sönn un ar gildi. Þeir séu að auki á skjön við önnur gögn málsins. Þannig geri samn ing ur inn við Egó ekki ráð fyrir fyrirframgreiðslu nema fyrir fyrstu plöt una, eins og áður segi. Höfundargjöld eða - laun séu tvítekin og ekkert styðji aðrar tölur í skjal inu. Þannig sé engin stoð fyrir því að þau ummæli stefnda sem hafi lotið að fjár hags legum atriðum hafi verið sett fram gegn betri vitund, eins og stefnandi haldi fram. Stefndi mótmælir því að hafa dróttað að stefnanda broti gegn 235. gr. almennra hegn ing ar laga og að samningarnir tveir við Steina hf. hafi verið ógildanlegir í skiln ingi laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, eins og stefn andi haldi fram. Jafnvel þótt svo væri félli það í það minnsta innan marka tján ing ar frelsis stefnda að lýsa þeirri skoðun sinni að samningarnir ættu með réttu að vera ógildan legir. Stefndi hafi hin s vegar hvorki tæpt á refsiverðri háttsemi með ummælum sínum né því að samningarnir hafi verið ógildanlegir, heldur hafi hann ein ungis tjáð sig um mat sitt á samningskjörum, 19 hagnaði og tapi, og hvernig líta mætti á þá stað reynd að við hann hafi verið sam ið þegar hann var í daglegri neyslu vímuefna, án þess að séð væri til þess að aðrir gættu hagsmuna hans. Stefndi sé frjáls þeirra skoð ana sinna. Þá séu fullyrðingar stefnanda um aðdróttanir um brot gegn 235. gr. almennra hegn ing ar laga og að samninga rnir hafi verið ógildanlegir í skilningi laga nr. 7/1936 í beinni andstöðu við það sem stefndi hafi sagt í raun og veru. Í þeim efnum og almennt í mál inu verði bæði að horfa á hvað stefndi hafi sagt orðrétt í hverju tilviki fyrir sig en ekki á túlkun og e ndursögn stefnanda. Þá verði einnig að líta til þess í hvaða sam hengi ummælin komi fram. Meðal annars vísar stefndi til þess að hann og aðrir liðs menn hljómsveitanna tveggja hafi skrifað undir í þeim skilningi að þá hafi langað til að gera plötur og verð i að bera ábyrgð á því að hafa skrifað undir. Þannig sé ljóst að stefndi hafi hvorki ýjað að né fullyrt neitt um brot gegn lögum eða ógildanleika samn ing anna. Enda komi það ekki heim og saman við það að stefndi og aðrir hljóm sveitar með limir verði sjál fir að bera ábyrgðina á undirskriftum sínum á samn ingunum. Hið rétta sé þannig að stefndi hafi aldrei dróttað að stefnanda broti gegn lögum eða því að samningarnir væru ógild an legir, heldur hafi hann gagnrýnt harkalega þau samn ings kjör sem hann haf i notið hjá Steinum hf., að flytjendur skyldu ekki bera meira úr býtum og þau vinnubrögð sem við höfð hafi verið þegar samningarnir voru gerðir. Efnis lega eigi slík ummæli einnig mikið erindi í samfélagsumræðuna, enda séu tónlist ar menn alla jafna ungir að árum þegar þeir gangi fyrst til samninga við útgef endur og hafi litla sem enga þekkingu á rétt indum sínum. Stefndi telji umræðu um tón listar sögu Íslands og gagnrýni á kjör lista manna í samningum við útgefanda á til teknu tímabili í þeirri sögu þarf t inn legg í opinbera samfélagsumræðu og mótmæli full yrðingum stefn anda um annað. Stefndi mótmælir því einnig að ummælin hafi ekki verið sett fram að gefnu til efni stefnanda, eins og hann fullyrði. Þvert á móti verði að skoða ummælin í því ljósi að þa u hafi einmitt verið sett fram að slíku gefnu tilefni, til að mynda eigi það aug ljós lega við um öll ummælin í 2. 5. kröfulið, enda hafi þau öll verið við brögð stefnda við harka legum ummælum stefnanda, annaðhvort á sam skipta miðlinum Face - book eða í fr étta tilkynningu um máls höfðun. Stefnanda hafi mátt vera það ljóst að með ummælum sínum kallaði hann á hörð við brögð stefnda. Sama megi segja um fyrstu ummælin, enda ljóst að þar hafi verið fjallað um við skipti og sam skipti beint á milli Steina hf. og stefnda þótt langt væri um liðið. Auk þess hafi þau ummæli ekki verið að frum kvæði stefnda, heldur hafi hann sér stak lega verið spurður út í þessi við skipti í við tal inu. Ummælin verði öll að skoða í því ljósi að aug ljóst sé að einungis vegna þess hve rnig viðtal stefnanda og stefnda hafi verið klippt saman í 7. þætti Popp - og rokk sögu Íslands megi vera ljóst að annars nafnlaus ummæli stefnda hafi vísað til Steina hf. Þá hafi eftirleikurinn stafað af athöfnum stefn anda sjálfs, þar sem hann hafi espað til illinda með harðskeyttum og meiðandi ummælum um stefnda, án þess að gæta að því að stefndi hefði enga stjórn haft á klipp ingu þáttarins. Stefndi mótmælir því að jákvæð samtímalýsing sín á samskiptum Utangarðs manna við stefnanda skipti máli fyrir ni ðurstöðu þessa máls, eins og stefnandi láti liggja að, enda hafi stefndi ekki vitað betur á þessum tíma. Síðar hafi hann áttað sig á þeim atriðum sem hann telur að hafi verið óviðunandi í við skipt um við Steina hf. Að sama skapi mótmælir stefndi því að afstaða eins meðlims Utangarðsmanna, Dannys Pollock, sem fram komi í viðtali við hann á vefmiðlinum visir.is 18. ágúst 2016, skipti máli fyrir niður stöðu þessa máls, eins og stefnandi gefi í skyn, enda birtist þar ein ungis gildis dómur þess manns, sem eð li málsins samkvæmt geti verið allt annar en gild is dómur stefnda. Hins vegar bendir stefndi á að í því viðtali komi einnig fram þau ummæli Dannys Pollock að aðrir liðsmenn Utangarðsmanna, sem ekki hafi verið sjálfir með samninga (sóló verk efni) hjá Stei sú frásögn það að liðs menn Utangarðs manna hafi fengið lítið í sinn hlut . Ummælin geri það í það minnsta skilj an legt hvers vegna stefndi hafi talið til teknar stað reyndir vera fyrir he ndi. Gagn stætt því mati Dannys Pollock, að Utan garðs hlut skipti liðs manna Egó, verði að hafa í huga að Utan garðs menn, og sérstaklega Egó, hafi verið meðal allra vin sæl ustu hljóm sveita landsins á þessum tíma, eins og fram komi í sama sjón varps þætti og ummælin í 1. kröfu lið. Sem dæmi megi nefna að eitt af lög unum á plöt garðs mönnum hafi verið í tíu vikur á lista dag blaðs ins Vísis yfir 20 með Egó hafi þegar í kjöl far útgáfunnar orðið ein mest selda plata íslenskrar tónlistarsögu. Hún hafi til að mynda verið 19 vikur á lista yfir tíu mest seldu íslensku plöturnar. Stefndi mótmæl ir því að tilgangur hans með ummælunum hafi verið sá að sverta mannorð stefnanda og bera vísvitandi út rangar staðhæfingar um viðskipti sín við hann, fyrir hönd útgáfufyrirtækis hans. Enginn slíkur tilgangur hafi verið að baki ummælum stefnda heldur hafi h ann ein ungis tjáð nei - kvæðar skoðanir sínar á stað reyndum sem hann hafi talið vera fyrir hendi. Enn fremur mótmælir stefndi þeim full yrð ingu stefnanda að hann sé ekki opin ber persóna. Stefndi bendir á að stefnandi sé opin ber persóna á sama hátt og stefndi og full yrð ingin sé í beinni andstöðu við annað sem sé fullyrt um stefn anda. Það verði ein mitt að skoða ummælin í því ljósi að stefn andi sé opin ber persóna og því hafi harka leg viðbrögð hans við ummæl unum í 1. kröfu lið mikið að segja um það að eftir þeim hafi verið tekið. Ummæli stefnda hafi ekki vakið neina sjálf stæða athygli og megi telja víst að engin frek ari umræða hefði orðið um þau, nema vegna harka legra við bragða stefn anda sem opin berrar persónu. Því til sönnunar megi nefna ummæ li söng konunnar Arn bjargar Auðar Örnólfsdóttur, Öddu Örnólfs, sem hefjist á 41. mín útu í 1. þætti Popp - og rokk sögu Íslands. Tvær plötur séu vel þekktar með upp tökum á flutn ingi Öddu og Ólafs Briem á lög unum Nótt í Atla vík , Togarar talast við , Bell a síma mær og Kom þú til mín, sem Hljóð færa hús Sig ríðar Helga dóttur (HSH) hafi gefið út veturinn 1953 1954. Ummæli Öddu hafi verið efnislega sambærileg þeim sem stefndi hafi látið falla í 7. þætti Popp - og rokk sögu Íslands. Í þeim hafi fal ist gagn rý ni á þau kjör sem hún hafi notið, meðal annars með hliðsjón af því að plötur sem hún hafi sungið inn á hafi selst vel. Stefndi telur þau sjónarmið sem hann hafi rakið leiða til þess að ekki beri að ómerkja nein ummælanna. Að sama skapi hafi stefndi ekki unnið stefnanda neinn miska í skilningi 26. gr. skaða bóta laga nr. 50/1993. Þá sé hvorki tilefni til að dæma stefnda til refsingar né til að greiða kostnað við birt ingu dóms. Verði ekki fallist á að ummælin sem slík séu gildisdómar byggir stefndi á þv í að þau séu staðhæfingar sem nægileg stoð sé fyrir. Stefndi byggir einnig á því að hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra, meðal annars með vísan til þess sem þegar hafi komið fram, með sömu afleiðingum. Í slíku tilviki eigi að horfa til þes s að ummælin séu flest látin falla í harkalegum, persónulegum orðahnippingum og því verði að líta á ummælin öll í heild sinni sem gildisdóm, og það jafnvel þótt dóm - ur inn líti svo á að inni á milli séu staðhæfingar sem út af fyrir sig mætti krefjast sönnu nar á. Allt að einu eigi að nýta heimild í 239. gr. almennra hegningarlaga til að láta refs ingu falla niður. Stefndi byggir sýknukröfu sína í þriðja lagi á því að jafnvel þótt svo yrði litið á að ummælin væru ærumeiðandi telji hann að miska bótakrafa í 7. kröfulið eigi sér ekki stoð. Þannig verði miskabætur ekki dæmdar nema gáleysi sé verulegt og telur hann ein sýnt, með hliðsjón af framangreindri málsatvikalýsingu og öðrum rök stuðn ingi, að hátt semi hans nái ekki því stigi saknæmis. Hvernig stefnda h afi virst stað reyndir máls ins vera verði þannig ekki metið honum til sakar, hvað þá til verulegs gáleysis. Allt að einu beri að sýkna hann af miskabótakröfu á grundvelli leyfilegrar orð hefndar. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda krefst hann þess til vara að krafa um miska bætur verði stórlega lækkuð. Stefnandi krefjist óhóflegrar fjárhæðar og í raun sé eng inn rökstuðningur fyrir henni. Allt að einu byggir stefndi á því að beita eigi ákvæði 24. gr. skaðabótalaga til að fella niður eða lækka fjárh æðina í ljósi atvika málsins og eðlis bótaábyrgðar. Þá virðist stefnda sem stefn andi hafi nokkuð umsvifamikinn ferða þjón usturekstur með höndum. Stefndi hafi hins vegar ein ungis framfæri af list sinni, sé ekki fjáður og njóti engra trygginga vegna þessa . Stefndi mótmælir einnig sérstak lega upphafstíma dráttarvaxta miskabótakröfu. Engin efni séu til að reikna dráttarvexti fyrr en frá dómsuppsögu þar eð ekki verði ljóst fyrr en þá hvort stefnandi eigi ein - hverja kröfu á hendur stefnda. Fyrr en það liggi fyrir geti ekki verið fyrir hendi van efnd á greiðslu sem réttlæti álagningu dráttar vaxta. Annað sé að mati stefnda and stætt tilgangi heimildar til að reikna dráttarvexti. Í öllu falli sé ekki tilefni til að reikna drátt ar vexti fyrr en að liðnum mánuð i eftir birt ingu stefnu, sem hafi verið 23. sept em ber 2016. Þá fyrst hafi stefnandi borið fram kröfur sínar á hendur stefnda. 21 Í fjórða lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því að ekki sé tilefni til að verða við kröfu um kostnað við birtingu dóms í 1 1. kröfulið og að krafan sé úr hófi fram. Miðað við umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og í ljósi aðildar meðstefnda, Ríkis út varps ins ohf., verði ekki séð að nein þörf verði á því að reiða af hendi fjármuni til þess að birta dóm í þessu máli. Verði ekki f allist á sýknukröfu stefnda krefst hann þess til vara að þessi krafa verði stórlega lækkuð. Stefnandi krefjist of hárrar fjárhæðar og engin þörf sé á að birta dóminn í heild sinni í víðlesnu dagblaði. Þá sé ósannað að fjár hæðin sé í sam ræmi við væntan ko stnað. Allt að einu sé því ekki tilefni til að dæma svo háa fjár hæð sem stefnandi krefst. Þá gerir stefndi að lokum málatilbúnað með stefnda Ríkisútvarpsins ohf. að sínum eftir því sem við geti átt og eftir því sem sam rýmist hans eigin málatilbúnaði. T il stuðnings dómkröfum sínum vísar stefndi einkum til 73. gr. stjórn ar skrár innar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Hann vísar til 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem og 24. og 26. gr. skaða bóta laga nr. 50/1993, eins og skýra skuli þau ákvæði í ljósi fram - an greindra ákvæða stjórn ar skrár og mann réttindasáttmála Evrópu. Jafnframt vísar stefndi til laga um með - ferð einka mála nr. 91/1991, einkum 16. gr. um aðildarskort og 129. 130. gr. vegna kröfu um mál skostnað, en í öllum tilvikum krefst hann máls kostnaðar úr hendi stefnanda. Málsástæður og lagarök stefnda Ríkisútvarpsins Stefndi Ríkisútvarpið ohf. mótmælir öllum málsástæðum stefnanda og gerir jafn framt málatilbúnað meðstefnda Ásbjörns að sínum eftir því sem við getur átt og sam rýmist málatilbúnaði stefnda. Stefndi byggir í fyrsta lagi á því að aðild stefnanda að málinu sé vanreifuð. Mála tilbúnaður hans á hendur stefnda sé sprottinn af ummælum í kröfulið 1.a. Í mál inu liggi enn fremur fyrir endurrit af hluta 7. þáttar sjónvarps þátta rað ar innar Popp - og rokk saga Íslands þar sem fram komi umþrætt ummæli. Þar sé engin til vísun til stefn anda sjálfs og persónu hans. Útgef and inn hafi á hinn bóg inn ekki verið stefn andi, heldur hlutafélagi ð Steinar hf., eins og gögn máls ins beri skýrt með sér, svo sem fram lagðir útgáfusamningar annars vegar Steina hf. og Utangarðsmanna frá 23. júní 1980 og hins vegar Steina hf. og Egó frá 15. febrúar 1982, og árs reikn ingar félags ins frá 1983 og 1984. M álatilbúnað stefn anda sem gangi út því sýni lega stoð. Í þessu sam bandi beri og að hafa í huga að félög séu að lögum sjálf stæðar per - sónur og verði a ð jafn aði ekki samsamaðar hlut höfum, fyrirsvarsmönnum og öðrum hag aðilum og njóti lög persónur oft ekki þeirrar verndar sem allur mála til bún aður stefn anda byggist á. Aðild málsins sé í öllu falli vanreifuð, að minnsta kosti gagn vart stefnda, og rau nar þannig að frá vísun máls ins varði af sjálfs dáðum. Í þessu sam hengi geti ekki breytt neinu, a.m.k. hvað stefnda snerti, þótt síð ari ummæli með stefnda Ásbjörns, sem séu stefnda að öllu leyti óvið kom andi, kunni eftir atvikum að varða stefn anda mál sins frekar en hluta - félagið Steina hf. Þegar af framangreindum ástæðum beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn anda málsins, sbr. ákvæði um aðildarskort í 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð einka mála nr. 91/1991. Þá byggir stefndi í öðru lagi á því að ummæli meðstefnda Ásbjörns í kröfu lið 1.a í kröfu gerð séu ekki ærumeiðandi í garð stefnanda. Forsenda þess sé jafnframt ávallt sú að stefnandi sé samsamaður útgefand anum Stein ari hf. í fyrirliggjandi sam hengi. Stefndi sé, eðli málsins samkvæmt, ekki í sérstakri aðstöðu til að leggja dóm eða mat á umþrætt ummæli. Að því marki sem meðstefndi Ásbjörn byggir á því að þessi ummæli hans teljist ekki vera ærumeiðandi í garð stefnanda geri stefndi mála til búnað með stefnda að sínum. Stefndi bendir þó sérst aklega á, eins og málið komi honum fyrir sjónir, að fyrr nefnd ummæli hljóti að teljast skoðun, þ.e. gildisdómur, með stefnda Ásbjörns, reist á mati hans á staðreyndum, en ekki staðhæfing eða full yrðing um stað reynd, þar með talið þegar orð sem og innra og ytra samhengi ummælanna séu virt. Gildis dóm urinn, sem jafnframt verði að virða með hliðsjón af umfjöllun með stefnda Ásbjörns í heild sinni en ekki horfa á einangrað, rúmist jafnframt innan marka tján ingar frelsis með stefnda Ásbjörns og sérstaklega sé á því byggt. Þetta sé raunar enn aug ljós ara af frek ari skoðanaskiptum á milli stefnanda og með stefnda Ásbjörns á opin berum vettvangi í kjölfar umþrættra ummæla. Hin umstefndu ummæli, ekki aðeins þau sem tilgreind séu í kröfulið 1.a í stefnu máls in s, heldur jafnframt önnur ummæli 22 sem stefnandi krefj ist að verði dæmd dauð og ómerk, séu þannig um einstök atriði og í öllu falli í heild sinni harka legar og persónu legar orða hnipp ingar. Þannig feli þau í sér dæmi gerðan gild is dóm sem upp fylli ekki skilyrði þess að teljast æru meið ing, þar með talið eins og 73. gr. stjórnarskrárinnar verði skýrð með hliðsjón af 10. gr. mann rétt inda sátt mála Evrópu. Í tilvitnuðum ummælum felist ekki heldur nein aðdróttun um refsi verða og/eða svik sam lega hátt s emi eða við líka og sé öllum slíkum mála tilbúnaði mót mælt. Stefndi fái ekki betur séð, eins og sam skipti stefn anda og með stefnda Ásbjörns á vefmiðlum beri einnig með sér, en að ummæli hins síðarnefnda hafi átt erindi við almenning. Umræður um samnin gssamband listamanna og útgefenda, þar sem lista menn telji sig bera skarðan hlut frá borði vegna ójafnrar samningsstöðu, séu alkunna og hafi það sýnilega verið skoðun meðstefnda í þessu tilviki, hvað svo sem stefn anda kunni að finnast um hana. Verði ummæ lin talin staðhæfing, en ekki gildis dómur, sé stefndi hvorki í stöðu til né telji það hlutverk sitt að leggja sér stakt mat á sann leiks gildi ummælanna í fyrirliggjandi sam hengi, og geri því einfald lega mála til búnað með stefnda Ásbjörns að sínum efti r því sem við geti átt. Stefndi byggi í þriðja lagi á því og leggi sérstaka áherslu á að jafnvel þótt ummælin í kröfulið 1.a í stefnu teljist vera ærumeiðandi í garð stefn anda skorti laga skil yrði til að beina kröfum að stefnda af því til efni. Rök sem dir stefnanda hér að lútandi séu ekki alls kostar skýrar. Stefn andi vísi þó til ýmissa lagaákvæða og - bálka mála til bún aði sínum til stuðnings, sbr. einkum 4. mgr. 3. gr. laga um Ríkisútvarpið ohf., fjöl miðil í almanna þágu, nr. 23/2013, 36. gr. laga u m fjöl miðla nr. 38/2011 og 50. og 59. gr. sömu laga. Þá sé jafn framt vísað til b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 um miskabætur. Ábyrgð ist vera reist á b - lið 1. mgr. 50. gr. laga nr. 38/2 011. Öllum þessum málatilbúnaði mót mæli stefndi. Stefndi vísar til þess viðurkennda sjónarmiðs í lýðræðis þjóð félagi að fjölmiðill verði, öndvert við málatilbúnað stefnanda, að jafnaði ekki gerður ábyrgur fyrir því að miðla ummælum þriðja manns, þ.e. m eðstefnda Ásbjörns, hér með því að sýna sjón varps þátt sem stefndi hafi fengið framseldan sýn ing ar rétt á. Um framangreint sé meðal ann ars vísað til 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og einnig 50. gr. laga nr. 38/2011. Til slíkrar ábyrgðar geti einungis stofn ast í þröngum und an tekn ing ar tilvikum og fari því fjarri að slíkum skil yrðum sé full nægt hér, þar með talið í skiln ingi 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hin umstefndu ummæli séu ekki gildis dómur stefnda eða full yrð ing hans um stað reynd og eigi hann rétt á því að vera ekki sam sam aður með stefnda Ásbirni í þessu sam hengi, meðal annars með vísan til mann rétt inda sátt mála Evrópu. Ákvæði laga nr. 23/2013, sem taki til stefnda, ha ggi ekki fram an greindri niður stöðu og skerði þannig ekki þá rétt ar vernd sem stefndi njóti samkvæmt 73. gr. stjórn ar skrárinnar og 10. gr. mann rétt inda sáttmála Evrópu, sbr. og einnig lög nr. 38/2011. Af þeim ákvæðum verði heldur ekki leidd sú skyld a, hvað þá í fyrir liggj andi sam hengi, að stefnda hafi borið að sann reyna sérstaklega tilvísuð ummæli. Stefndi hafi verið í góðri trú og ekki standist að halda því fram að hann hafi af ásetn ingi staðið að opinberri birtingu hinna refsi verðu ummæla með sýningu og/eða endur sýn ingu þátt ar ins, eins og stefnandi haldi fram. Telji dómstólar að ákvæði 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, um rétt til and svara, sem stefnandi vísar til, geti skýrt átt við í þessu samhengi beri að gæta að því að stefnand i hafi aldrei farið þess á leit við stefnda, hvorki í áðurgreindu kröfu bréfi, dagsettu 19. júlí 2016, né síðar, að fá að nýta sér slíkan rétt. Af tilvitnuðu ákvæði leiði ekki heldur að stefndi hafi átt að gefa stefnanda kost á að tjá sig um þau og birta í þættinum, svo sem hann ætl ist til. Önnur niðurstaða sé að mati stefnda ósam þýð anleg rétti þriðja manns, sbr. gr. 6.3 í samningi og viðaukasamningi milli stefnda og Markell ehf. um sýningarrétt á Popp - og rokksögu Íslands. Þar komi nánar tiltekið fram a þáttunum á nokkurn hátt, nema með fyrirfram gefnu skriflegu sam þykki fram leið um þetta jafnframt til almennra höfundarréttarsjónarmiða. Af sömu ástæðum hafi stefnda verið ókleift upp á sitt eindæmi að fjarlægja umþrætt ummæli úr þætt inum. Þá skuli og minnt á, sbr. einnig tilvísun stefnanda til laga nr. 23/2013 um stefnda, að öll vinnsla þátta raðarinnar hafi verið í höndum fram leið and ans Markels tak, sé fyrst og fremst bundin við fjár hags legt framlag hans. 23 Tilvísun stefnanda til b - liðar 1. mgr. 50. gr. laga um fjölmiðla geti ekki heldur hnigið að annarri niðurstöðu. Í ákvæðinu, sem taki til ábyrgða r á hljóð - og mynd efni, segi í a - lið að einstaklingur sem tjái sig í eigin nafni beri á því ábyrgð. Eins og hér hátti til sé það meðstefndi Ásbjörn. Þetta sé einnig í sam ræmi við almennar meg in reglur, þ.m.t. réttarstöðu samkvæmt eldri rétti. Í b - lið ák væð is ins segi enn fremur að andi hljóð - og myndsendingar í við skipta skyni, hvort heldur sem um ein stakl ing eða lög aðila er að anna sé hug - og mynd send ing í við skipta ars vegar sem við skipta boð og hins vegar fjarkaup. Við skipta boð, sbr. 40. tölulið sömu laga á vörum, þjón ustu eða ímynd lögað ila eða ein stakl ings sem stundar atvinnu starf semi og er miðlað gegn greiðslu eða öðru endur gjaldi eða til kynn kaup, sbr. 12. tölulið sömu - og mynd send ing sem í felst beint til boð eða sala á vöru og þjónustu, þ.m.t. fast eignum eða rétt indum og skuld bindingum, gegn greiðslu til almennings þar sem við miðlun til boðs og gerð samn - ings er notuð ein eða fleiri fjarskiptaaðferðir án þess að neyt and inn eða seljand greint á kvæði eigi því augljóslega ekki við í fyrir liggj andi sam hengi. Samkvæmt c - lið sömu greinar beri ábyrgðarmaður fjölmiðils í öðrum til vikum en samkvæmt a - og b - lið ábyrgð á efni sem miðlað sé. Stefndi beri hins vegar sam kvæmt 2. mgr. 50. gr. fébóta ábyr gð á greiðslu skaða bóta sem starfsmanni kunni að vera gert að greiða sam kvæmt 50. gr. laganna, en í reglunni felist ekki sjálfstæð ábyrgð ar regla. Af öllu fram an - greindu leiði jafn framt, og byggi stefndi sérstaklega á því í tengslum við allar kröfur o g málsástæður stefnanda, að lög geti aldrei staðið til þess að beina kröfum að stefnda á þann hátt er stefnandi geri í málatilbúnaði sínum, enda sé hann and stæður upp byggingu og eðli tilvitnaðrar 50. gr. laga nr. 38/2011, sbr. hér einnig ákvæði 2. mgr. 1 6. gr. laga nr. 91/1991 um aðildarskort. Af framan greindum ástæðum beri þegar að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Af öllu framangreindu leiði, bæði um einstök atriði og að samanlögðu, að ekki séu uppfyllt skilyrði b - liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 fyrir því að stefndi greiði stefn anda miskabætur. Ekki hafi verið sýnt fram á saknæma háttsemi stefnda og/eða starfs manna hans. Í öllu falli verði slíkri háttsemi ekki jafnað við ásetning eða stór kost legt gáleysi, eins og sé skilyrði skaða - eð a miskabóta sam kvæmt nefndri laga grein. Séu skilyrði til greiðslu miskabóta allt að einu talin upp fyllt mót mælir stefndi kröf unni sem allt of hárri, eins og öllum atvikum máls þessa er háttað. Upp hafs tíma drátt ar vaxta er jafnframt mótmælt og telur stefndi eðlilegt að miða við dóms upp sögu í því sam bandi. Varðandi kröfu stefnanda um kostnað vegna birtingar dóms að fjárhæð 500.000 krónur telur stefndi að af málatilbúnaði sínum leiði, bæði um einstök atriði og að samanlögðu, að ekki séu nein skilyrð i til að slíkri kröfu verði viðkomið gagnvart honum. Stefndi vísar jafnframt sérstaklega til þess að sam kvæmt 241. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940 megi dæma þann sem reyn ist sekur um ærumeiðandi aðdróttun til þess að greiða þeim sem misgert var v ið hæfi lega fjár hæð til þess að stand ast kostnað af birtingu dóms. Kröfu um ómerkingu ummæla sé ein ungis beint að með stefnda Ásbirni. Samkvæmt ákvæðinu verði kröfu um kostnað vegna birtingar dóms því einungis beint að honum og beri því þegar af þeim s ökum að sýkna stefnda af þessari kröfu stefnanda. Stefndi byggir jafnframt á því að krafa stefnanda að þessu leyti, þar með talið fjár hæð hennar, gangi of langt og sé í öllu falli vanreifuð, hvað þá þegar þess sé einnig kraf ist að stefndi geri grein fyri r forsendum og dómsorði í málinu þegar dómur falli. Þá telur stefndi með sömu rökum að laga skil yrði standi ekki til þess að stefnda verði gert að viðlögðum dag sektum að fjárhæð 100.000 krónur að gera grein fyrir forsendum og dómsorði í málinu í dagskrá sinni er dómur falli. Því er jafn framt mótmælt sjálfstætt að efni standi til þess að skylda stefnda samkvæmt þessum kröfu - lið, að við lögðum dagsektum, auk þess sem fjárhæð og upphafstíma þeirra sé sér stak lega and mælt. Að þeirri forsendu gefinni að um mælin í kröfulið 1.a í kröfugerð stefn anda verði með dómi talin ærumeiðandi í hans garð sé ekki gerður ágreiningur um þá dóm kröfu hans að stefnda sé óheimilt að sýna í sjónvarpi eða birta og dreifa opinberlega með öðrum hætti 7. þætti sjónvarpsþáttaraðar innar Popp - og rokksaga Íslands með hinum æru meiðandi ummælum. 24 Niðurstaða Þetta mál varðar það hvenær réttur eins til æruverndar getur takmarkað tján ing ar frelsi ann ars. Í málinu er deilt um það hvort ummæli sem stefndi Ásbjörn lét falla í þætt i num Popp - og rokksaga Íslands, sem stefndi Ríkis útvarpið ohf. sýndi 13. mars og 24. ágúst 2016, og ummæli sem Ásbjörn lét falla í kjölfarið á sam skipta miðl inum Face book 14. 15. mars sama ár og í viðtölum við vefmiðlana visir.is og mbl.is 17. ágúst 201 6, séu ærumeiðandi fyrir stefnanda svo og hvort stefndi Ásbjörn hafi með þeim farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns og ómerkja beri þau af þeim sökum. Krafa stefnanda um ómerkingu ummæla í kröfuliðum 1.a, 2.a c, 3.a, 4.a og 5.a er reist á 235. og 236 . gr., sbr. 241. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. S tefndi Ásbjörn krefst í fyrsta lagi sýknu af ómerkingarkröfu stefn anda með þeim rökum að hann hafi ekki beint ummæl unum í fyrsta kröfulið að stefnanda og sá síðar nefndi geti því ekki höfðað má l til ómerkingar þeirra. Að öðru leyti krefst hann sýknu af ómerk ingar kröfum stefn anda með vísan til tjáningar - frels is ákvæðis 73. gr. stjórn ar skrárinnar og 10. gr. mann rétt inda sáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í 235. gr. almennra hegningarl aga nr. 19/1940 segir að drótti maður að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða beri slíka aðdróttun út, varði það sektum eða fangelsi allt að einu ári. Í 1. mgr. 236. gr. sömu laga segir að sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, varði það fangelsi allt að tveimur árum. Í 2. mgr. ákvæðisins er kveðið á um að sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft senni lega ástæðu til að halda hana rétta, varði það se ktum eða fangelsi allt að einu ári. Þá kemur fram í 1. mgr. 241. gr. laganna að óviðurkvæmileg ummæli megi dæma ómerk í meið yrða máli, krefjist sá sem misgert var við þess. Í 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er tekið fram að allir séu frjálsir skoðana sinna og sann færingar. Í 2. mgr. segir að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugs anir sínar en hann verði að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sam bæri legar tálmanir á tján ing ar frelsi megi aldrei í lög leiða. Samkvæmt 3. mgr. ákvæð is ins má aðeins setja tján ing ar frelsi skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkis - ins, til verndar heilsu eða siðgæði manna vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Ákvæði stjórnar skrá r innar um tján ing ar frelsi verndar því mikilvæg réttindi manna og allar tak mark anir á því verða að hafa ótvíræða stoð í settum lögum og alþjóðlegum mann rétt inda sátt málum sem Ísland hefur gengist undir. Skýra verður XXV. kafla almennra hegn ing ar laga, nr. 19/1940, um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einka lífs, með hliðsjón af þessu. Aðild Ummælin sem eru rót þessa máls og eru tilgreind í fyrstu dómkröfu stefnanda hljóða þannig: græddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, Stefndi Ásbjörn krefst sýknu af þessari dómkröfu vegna þess að orð hans hafi ekki átt við stefnanda persónulega heldur útgáfufyrirtæki hans, Steina hf. Í færslum á Face book 14. mars þegar stefndi færði fr ekari rök fyrir upphaflegri stað hæf ingu sinni burða ð kalla stjórnanda útgáfu félags, hvort heldur er rit - eða tónverka, útgefandann. Í frásögn stefnda í framlögðum gögnum talar hann ítrekað um þá mann eskju sem rak fyrirtækið sem gaf tónlist hans út hverju sinni sem útgefandann sinn. Að mati dóms ins er af þessu vafa laust að stefndi lagði í viðtalinu og í færslum á Facebook persón una Steinar Berg að jöfnu við útgáfu fyrir tækið Steina hf. Stefndi getur ekki fært sök ina af sér á þáttagerðarmennina með þeim rökum að þeir hafi með klipp ingu þátt ar ins set t ummæli hans í samhengi við stefn anda. Dómurinn telur ummælin í þættinum vísa nægj an lega til persónu stefnanda til þess að hann eigi rétt á að fá þau ómerkt. Af þeim sökum verður ekki fall ist á þá máls ástæðu stefnda Ásbjörns að sýkna beri hann af fyr sta lið dóm kröfu á grund velli aðild ar skorts stefnanda, né heldur öðrum kröfu liðum sem byggj ast á þeim fyrsta. Með sömu rökum verður hafnað kröfu stefnda Ríkisútvarpsins um sýknu á grunni þeirrar málsástæðu að stefnandi geti ekki átt kröfu á hendur stefnda heldur ein ungis útgáfu félagið Steinar hf. 25 Staðreyndir sem stefndi taldi fyrir hendi Til stuðnings sýknu byggir stefndi Ásbjörn næst á því að orð hans hafi verið gild is dómar því með þeim hafi hann einvörðungu lagt mat á staðreyndir sem hann ta ldi vera fyrir hendi. Þær staðreyndir hafi meðal annars verið: að fyrirtækið Steinar hf. hafi haft yfir burða stöðu þegar það gerði samninga við hann og félaga hans, að hann og félagar hans í hljómsveitunum hafi verið ungir og óreyndir og ekki haft neina þ ekkingu á gerð samn inga á þessu sviði, að stefnanda hafi auk þess verið full kunn ugt um stjórnlausa fíkniefnaneyslu stefnda en engu að síður gert samninga við hann þegar hann var undir áhrifum, og að stefnandi hafi samið þannig við tónlistar menn ina að mikill og óeðlilegur munur hafi verið á því sem útgáfan annars vegar og tón list ar mennirnir hins vegar báru úr býtum, enda hafi stefn andi ekki getað sýnt fram á annað. Í málum sem þessum hvílir það á stefnda að færa sönnur á að aðstæður og atvik hafi verið þau sem hann staðhæfir í ummælum sínum. Um stjórnlausa fíkniefnaneyslu Til þess að færa sönnur á að neysla stefnda á fíkniefnum hafi verið þvílík á árunum 1980 1982 að stefnandi hafi hlotið að gera sér grein fyrir því að stefndi væri þá ekki fær um að gera samninga leiddi stefndi fyrir dóminn vin sinn og eigin konu sína fyrr ver andi. Í máli hennar kom fram að þau hefðu kynnst um áramót 1985 og 1986. Þá hefði neysla stefnda verið mikil. Hann hefði reykt hass og stundum tekið kók aín í nefið. Að he nnar sögn hafði stefndi ekkert vit á fjármálum og fól henni að sjá um þau. Vinurinn bar að neysla hans og stefnda hefði verið dagleg, svo mikil að þeir hefðu reykt kannabis eins og það væri tóbak. Engu að síður hafi vinurinn ætíð getað sótt skól ann sem hann stundaði þá og fengið fínar einkunnir. Hann hefði jafn framt sinnt vinnu sinni og ekki misst einbeitinguna við hana þrátt fyrir neysluna. Þessi vitni eru nákomin stefnda og verður að meta framburð þeirra í því ljósi. Fyrrverandi eiginkonu sinni kynn tist stefndi þremur til fimm árum eftir að þeir atburðir gerð ust sem eru hér til umfjöllunar og þykir hún því ekki getað borið um ástand stefnda á árunum 1980 - 1982. Stefnandi kvaðst hafa vitað að stefndi notaði hass, það hafi ekki verið neitt sér stakt við það enda hafi margir aðrir gert það. Hann hefði hins vegar aldrei orðið var við að stefndi væri undir áhrifum þegar þeir gerðu samningana sem eru hér til umfjöll unar. Hann bar að í viðtali við stefnda eða í ævisögu hans kæmi fram að síðla árs 1982 hef ði stefndi byrjað að neyta kókaíns. Þegar stefnandi hitti stefnda árið 1980 hefði hins vegar mætt honum frískur ungur maður, eins og fyrr greinir. Stefnandi bar að stefndi hefði enn verið í góðu ástandi þegar samn ing ur inn við Egó var gerður í febrúar ár ið 1982. Sam skipti stefnda við útgáfufyrirtækið hefðu hins vegar versnað árið 1983, eftir að stefn andi var fluttur til Englands til að fylgja eftir vel gengni ann arrar hljóm sveitar, enda hefði fíkniefnaneysla stefnda þá verið orðin að vanda máli. Stefn andi neitaði því að hafa nokkurn tíma verið í gleð skap með stefnda, hvað þá að hafa sjálfur neytt fíkni efna með honum eða séð hann neyta þeirra. Stefn andi kvaðst heldur aldrei hafa orðið var við neyslu fíkni efna í hljóðveri. Spurður um fíkniefnaneysl u sína á þessum sama tíma kvaðst stefndi þegar hafa verið í neyslu árið 1980, þegar Ísbjarnarblús kom út. Hann hefði eytt nánast öllu fénu sem hann fékk fyrir þá plötu í fíkniefni. Hins vegar tæki það sinn tíma að verða fíkill og að hann hefði verið mjög f rískur þegar hann hitti stefn anda. Stefndi kvaðst hafa æft íþróttir og verið í lyftingum þrátt fyrir neysluna. Sjúk dómurinn hefði þróast og hann hefði verið orð inn mjög illa far inn árið 1982 þegar hann hefði verið kominn í neyslu frá morgni til kvölds og mikill munur á honum frá árinu 1980. Þrátt fyrir mikla neyslu kvaðst stefndi hafa verið líkamlega og sjá um sín mál. Stefndi bar jafnframt a ð mikill samgangur hefði verið á milli hans og stefn anda og að hinn síðar - nefndi hefði ítrekað séð hann neyta fíkniefna í upptökuveri og jafnvel neytt fíkni efna með honum og öðrum hljómsveitarmeðlimum þar. Þá hefðu þeir oft verið í gleð skap saman. Fíkni efnaneysla stefnda á þessum tíma hafi verið alkunna og hafi fjöl miðlar fjallað um hana. Hann hafi hafið neyslu kóka 26 ferð árið 1985 en bis efna á ný. Stefndi hefði verið í neyslu með hléum þar til honum hefði tekist að hætta endanlega snemma árs 1996. Í viðtali við Vikuna í september 1981 kvaðst stefndi, eins og áður er getið, hafa gaman af grasi en vera harðl ega á móti sterkari efnum. Í viðtali við Vikuna í janúar 1982, örfáum vikum áður en garðs menn hafi oft verið út úr kortinu á þessu og ef maður vill halda eitthvað út gengur það ekki að vera á kafi í þessu samfara spila mennsk unni. Maður er orðinn raddlaus eftir 3 lega kæmi fyrir að hann fengi sér í glas, en þó ekki þannig að það mætti merkja það á honum, enda veitti h onum ekki af kröftunum í tónlistarflutninginn. Í viðtali við stefnda í Helg ar póstinum 26. nóvember 1982 kvaðst hann vera allt að því fanatískur gegn áfengi. Hann hefði reykt mikið kannabis um tíma en hefði dregið verulega úr því og reykti ekki nema stöku sinnum. Hann kvaðst í staðinn æfa lyftingar og hafa við það upp þess virki lega. Þessa frásögn í viðtali við Helg ar póstinn skýrir stefndi með því að á þessum tíma hafi fíkniefnalögreglan verið farin að anda ofan í hálsmálið á honum. Fyrir dómi var stefndi spurður að því hvort stefnandi hefði mátt vita hvert ástand stefnda var þegar hann gerði fyrstu samningana við Steina hf. Stefndi kvaðst ekki hafa verið reik ull í spori eins og drukkinn maður heldur hafa verið á fíkni efna skömmtum sem héldu honum í ákveðnu jafnvægi og hann hafi alveg Samkvæmt þessu er óumdeilt að stefndi Ásbjörn neytti kanna bis efna á þeim tíma þegar samningarn ir tveir voru gerðir. Einnig liggur fyrir að stefndi hóf neyslu kókaíns síðla árs 1982 og að þá hafi ástand hans versnað. Það var aftur á móti eftir að áðurnefndir samningar voru gerðir. Dómurinn tekur ekki afstöðu til þess hver sé réttasta lýsingin á ne yslu stefnda á þessum tíma, sú sem hann gaf blaðamanni Vikunnar og blaðamanni Helgar pósts ins, sú sem hann lýsti á vefmiðlum í ágúst 2016 eða sú sem hann gaf fyrir dómi. Varðandi fíkni efnaneyslu stefnda eru of margir þættir ósann aðir og ósann an legir. Þeir hefðu hugs an lega verið sann an legir þá en ekki nú, 35 árum síðar, meðal annars hversu mikil neyslan var í reynd, en ekki í endurminningunni, og hversu sterkt það kann abis var sem hann reykti. Það er jafnframt þekkt að það þarf ekki að sjást á útli ti og atferli fólks þótt það neyti fíkniefna og það getur komið vel fyrir, haldi það neysl unni innan réttra marka. Eins og áður segir tókst vini stefnda að standa sig vel bæði í námi og starfi þótt hann hefði, að eigin sögn, neytt fíkniefna reglu bundið o g skilja verður fram - burð stefnda þannig að hann hafi ekki borið neysluna utan á sér. Þegar litið er til þess framburðar stefnanda að stefndi hafi verið frískur og vel á sig kominn þegar hann hitti stefnanda fyrst 1980 og þess framburðar að hann hafi ekk i borið ytri merki neyslu þegar hann samdi við Steina hf. í febrúar 1982 telur dómurinn ósannað að stefndi hafi sýni lega verið undir áhrifum kannabiss þegar stefnandi gerði samn ingana við hljómsveitir stefnda, hvort heldur var við Utan garðs menn í júní 1980 eða við Egó í febrúar 1982, þannig að ásýnd hans eða fram koma hafi getað gefið stefn anda til efni til að ætla að stefndi væri ófær um að skilja þá samninga sem hann ritaði undir við Steina hf. á þessum tíma. Dómurinn telur því ósannaða þá fullyrði ngu í greinargerð stefnda að hann hafi verið illa haldinn Dómurinn telur einnig afar ólíklegt að sá sem tekur mikla fjárhagslega áhættu með því að gefa út hljóm plö tu semji við tónlistarfólk sem hann veit að er for fallnir fíkni efna neyt endur og miklar líkur eru á að hafi vegna neyslu hvorki andlegt úthald eða lík am lega burði til þess að spila í hljóðveri eða halda tónleika. Í ævisögu stefnda sem er rituð 1990 og brot úr eru lögð fram í málinu segir hann frá því að meðlimir Egó hafi, eftir að tvær fyrstu plöturnar höfðu selst mjög vel, viljað semja við útgefandann um hærri prósentur. Dóm ur inn fellst því ekki á að hann hafi ekki, við samningsgerðina, skilið efn i samningsins sem Egó gerði við Steina hf. 27 Yfirburðir annars og reynsluleysi hins Það er rétt að stefndi Ásbjörn er yngri en stefnandi. Sá fyrrnefndi er fæddur í júní 1956 og sá síðarnefndi í júlí 1952. Stefnandi var því 28 ára en stefndi 24 ára þegar stefndi leitaði til stefnanda vorið 1980. Stefnandi hafði þá átt fyrirtækið Steina hf. í fjögur, fimm ár. Ekki hefur komið fram hversu marga íslenska tón list ar menn hann hafði samið við á þeim tíma um að gefa út tónlist þeirra. Tekjurnar mun félagið hafa haft af inn flutn ingi erlendra hljóm platna. Plötunum var dreift í hljómdeildum v erslunarinnar Karnabæjar. Á hinn bóginn hafði stefndi á þessum tíma nýlega gefið út hljóm plöt una Ísbjarnarblús, með eigin lögum á eigin vegum, þó í samstarfi við bóka út gáfuna Iðunni, sem sá um að dreifa plöt unni. Engin gögn eru um það hversu mörg eint ök voru gefin út eða seld en stefndi full yrðir að hann hafi eftir þá útgáfu átt fúlgur fjár. Á þessum tíma gáfu fleiri fyrir tæki en Steinar hf. út tón list íslenskra tón listar manna, svo sem Fálkinn og Skífan. Stefndi og aðrir meðlimir hljóm sveitarin nar voru því ekki nauðbeygðir til að leita til stefn anda vildu þeir fá tón list sína gefna út. Þeir áttu hins vegar frumkvæðið að sam vinn unni og viðskiptunum við hann. Í ævisögu sinni segir stefndi að Jóhann Páll í Iðunni hafi boðið þeim að vera áfram h já sér en stefndi hafi viljað fara til Steinars Berg því hann hefði haft sterkara dreifingarkerfi. tækið og listamenn vilji eðlilega komast að hjá þeim sem séu stærstir. Ekki hafi spillt fyrir að fyrirtækið tengdist plötubúðum. Þannig séð hafi stefnandi verið einráður, sá sem réð lögum og lofum. Það segi sig sjálft að allir vilji vera hjá slíku fyrirtæki. Þótt með limir hljómsveitanna kunni að hafa talið ákjósanlegra að fá plötu gefna út hjá fyrirtæki stefn anda en öðrum útgáfufyrirtækjum getur dómurinn ekki fall ist á að stefnandi hafi verið í þeirri stöðu að hann gæti knúið, hvorki stefnda né hljóm sveit irnar, til þess að ganga til samninga við sig hafi þeim boðist bet ri kjör annars staðar. Komið er fram að samningur Utangarðsmanna við Steina var svokallaður hagn að ar - skiptasamningur. Í slíkum samningum er miðað við að það sem inn heimtist við sölu platna gangi fyrst til þess að greiða upptökukostnað, það er þá fjárh æð sem var samið um að gera ætti ráð fyrir að heildarupptökutími plötunnar í hljóðveri kost aði. Frá verði þeirra ein taka sem seldust eftir það var dregin dreif ing ar prósenta og af því sem þá stóð eftir, nettóheildsöluverði, var tónlistar mönn unum grei ddur ágóða - hlutur. Meðal framlagðra gagna er samningur sem hljómsveitin GCD gerði við Steina hf. í apríl 1991. Þá var stefndi í hljóm sveit inni GCD með Guðmundi Rúnari Júlíus syni. Sá samningur er hagnaðar skipta samn - ingur eins og samn ing ur inn við U tangarðs menn og má því nýta hann til samanburðar. Við Utangarðsmenn var samið þannig að tónlistarmönnunum yrði greiddur ágóða hlutur af nettóheildsöluverði hvers eintaks umfram 2.500 skífur eða snældur. Sam kvæmt samn ingnum við GCD átti ágóðahlutur fly tjanda ekki að reiknast fyrr en sala hljóm platna, kassetta og geisladiska næði 3.500 eintökum. Það þýðir að reiknað var með að upptökukostnaðurinn samsvaraði þeim fjölda platna. Í samningnum við Utangarðsmenn var dreifingarprósentan sem útgefandinn fékk af heildsöluverðinu, áður en ágóðahluturinn var reiknaður, 10% en 15% í samn ing num við GCD. Samið var svo við Utangarðsmenn að þegar 2.500 skífur hefðu verið seldar skyldi flytjandi fá greidd 35% af heildsöluverði hvers eintaks en í samningnum við GC D skyldi flytjandinn fá 30%. Samkvæmt þessum samningsákvæðum var samningur inn sem Utangarðsmenn gerðu við Steina hf. í júní 1980 hagstæðari en sá sem hljómsveitin GCD gerði við Steina hf. í apríl 1991. Að sögn stefnanda var algengt að ágóðahlutur fly tjenda væri 15 20% af nettó heild söluverði eftir að útgáfukostnaði hefði verið náð. Í samningnum við GCD hefði þókn unarhlut fall flytjenda verið 30%. Það hefði verið algert hámark en svona hefði verið samið vegna þess að þeir hefðu þá verið þekktustu tón listarmenn landsins. Í samn ingnum við Utan garðs menn hafi ágóða hlutur tónlistarmannanna því verið óvenju hag stæður. Hinn grundvallarþátturinn í samningsgerðinni er upptökukostnaðurinn. Að mati dómsins verður ekki miðað við þann eintakafjölda sem uppt ökukostnaður erlendis sam svar aði. Samkvæmt framlögðum 28 gögnum þurfti árið 1995 á Íslandi að selja 3.000 5.000 eintök af hljómplötu til þess að ná upptökukostnaði. Það styður þann fram burð stefn anda að eðli legt hafi verið að ganga út frá 3.500 4.000 ein tökum eins og hann gerði, nema í samn ingnum við Utangarðsmenn, en hann sagðist hafa veitt þeim sér staka ívilnun með því að miða við 2.500 eintök. Stefndi Ásbjörn telur samningskjörin í GCD - samningnum ekki hæf til við mið unar. Hann telur efni þess samn ings skýrast af því að hann hafi verið enn dýpra sokk inn í neyslu fíkniefna þá en þegar samningurinn við Utangarðsmenn var gerður. Með honum í hljóm sveit inni var þó maður sem hafði tekið þátt í gerð popptónlistar í það minnsta í þrjá ára tugi og hafði j afn framt rekið hljóm plötu útgáfuna Geim stein í 15 ár. Telja verður að tónlistarmennirnir í GCD hefðu, vegna vinsælda sinna, getað samið við hvaða útgáfu fyrir tæki sem var hefði það fyrirtæki boðið þeim betri kjör en stefn andi gerði. Árið 1994, þremur árum eftir að samningurinn var gerður við GCD, gerði stefndi Ásbjörn samn - ing við fyrirtækið Spor sem stefn andi var þá í fyrirsvari fyrir. Samið var um útgáfu á öllum hljóm plötum stefnda sem hann hafði þá gefið út í upp runa legri óbreyttri mynd. Lögmaður annaðist samningsgerðina. Stefndi og stefnandi sverja hann báðir af sér og fullyrða að hann hafi unnið fyrir hinn. Að sögn stefnda vann þessi lögmaður ekki fyrir hann fyrr en síðar á ferlinum, þegar stefndi gaf tón list sína út hjá Jóni Ólafssyni í Skífunni. Í samn ingnum við Spor er dreifingar prósenta 15% af heild ar söluverðmæti allra seldra ein taka. Ágóða hlutur flytjanda var, eins og í samningnum við GCD, 30% af meðal heild sölu verði hvers eintaks, nema af plötunni Von þar sem hann skyldi vera 35%. Stefndi kvaðst einnig hafa verið í neyslu á þessu tímabili. Stefndi Ásbjörn hefur ekki fært neinar sönnur á að hærra ágóðahlutfall af nettó heild söluverði hafi tíðkast hér á landi á þessum tíma en það sem var samið um við Utan garðs menn og ha nn fékk af plötunni Von. Dómurinn telur að hér verði ekki miðað við það hvað kann að hafa tíðkast erlendis enda hefur stefndi ekki fært sönnur á það heldur. Þegar kjör í samningi Utangarðsmanna og samningi GCD við Steina hf. eru borin saman verður ekki s éð að stefnandi hafi nýtt sér það að hugsanlega voru flestir með limir Utangarðs manna að gera útgáfusamning í fyrsta sinn. Stefndi hefur því hvorki sannað að stefnandi hafi nýtt sér reynsluleysi þeirra við samningsgerðina né annað meint bágt ástand. Þa ð er óumdeilt að ástæða þess að ekki var gerður hagnaðarskiptasamningur við hljómsveitina Egó var sú að stefndi Ásbjörn óskaði eftir fyrirframgreiðslu til þess að tónlistar menn irnir þyrftu ekki, áður en þeir fengju greitt, að bíða eftir því að nægi lega margar plötur hefðu selst til þess að upptökukostnaðurinn yrði greiddur. Þess í stað var gerður eintaka greiðslu samn ingur og samið um fyrirframgreiðslu af fyrstu plötunni sem samsvaraði sölu 4.000 eintaka. Það hvílir, eins og áður segir, á stefnda að s anna að kjör tónlistarmannanna sam kvæmt þeim samningi hafi verið ósanngjörn miðað við aðstæður allar. Í því skyni hefur hann þó eingöngu fært fram þá málsástæðu að honum sé kunnugt um það að í slíkum samningum erlendis séu listamönnum, sem séu ekki alveg óþekktir, greidd 15 20% af hverju seldu ein taki. Dómurinn telur ómögulegt að miða við það hvað kann að hafa tíðkast í samn ingum á megin landi Evrópu eða í Bandaríkjunum árið 1982. Að mati dóms ins verður útgáfa á tónlist hér á landi, á þessum tíma, ekki borin saman við útgáfu tón listar hjá hundrað falt fjöl mennari þjóðum. Verður að telja ólíklegt að útgáfu fyrir tæki fjölmennari þjóða hafi lagt í þá vinnu að hljóðrita tónlist sem þau gátu í allra mesta lagi gert ráð fyrir að selja 5.000 eintök af. Þar f yrir utan hefur stefndi ekki fært sönnur á hvaða þóknunar hlut fall tíðkaðist í eintakagreiðslusamn ingum, hvorki hér lendis né erlendis, á þessum tíma. Stefndi byggir einnig á því að hann hafi verið þekktasti tónlistarmaður landsins og allir aðrir í hlj ómsveitinni hafi verið vel þekktir tónlistarmenn. Í því ljósi hafi hljóm sveitin Egó átt að fá hærra hlutfall af verði hvers selds eintaks en 8%. Vel kann að vera að stefndi hafi verið mjög þekktur en blaðamenn sem rituðu um tónlist í janúar 1982 skil grei ndu aðra í hljómsveitinni sem óreynda spilara og lítt þekkta menn. 29 Stefndi hefur ekki leitt neinar líkur að því að hann hefði náð hagstæðari samn ingskjörum hefði hann samið við aðra íslenska hljóm plötuútgefendur í stað stefn anda. Á meðan stefndi Ás björn var í samningssambandi við stefnanda um útgáfu tón listar hljómsveitarinnar Egó gerði hann samning við annað útgáfufyrirtæki, Safarí. Hann hefur ekki nefnt að hann hafi notið betri kjara í þeim samningi en þeim sem hann gerði við Steina hf., hvorki s em sjálfstæður listamaður né meðlimur í hljómsveit. Á árunum 1984 1989 gaf stefndi einnig út tónlist hjá útgáfufyrirtækjunum Grammi og Geisla en hefur ekki fært neitt fram um að samningar við þau fyrirtæki hafi verið honum hagstæðari en samningarnir við Steina hf. Vitað er að öll þessi fyrir tæki urðu gjaldþrota. Ef til vill má af því álykta hversu ábatasamt það var að gefa út íslenska tónlist. Dómurinn telur því að stefndi hafi ekkert fært fram sem sanni að stefnandi hafi við samningsgerðina nýtt sér r eynsluleysi né annað meint bágt ástand stefnda eða ann arra tónlistarmanna í Egó. Hversu góð sem samningskjör kunna að vera byggist hagnaður af samningi sem þessum þó ætíð á því að hvorir tveggja standi sig í stykkinu, tónlistarmennirnir og útgef and inn. Stefnandi kvaðst ekki hafa haft lögmann sér til aðstoðar en hafa stuðst við samn ings form sem hefði verið gert fyrir sam band hljómplötuframleiðenda. Hann bar að hljómsveitir hefðu ætíð fengið samnings formið afhent til þess að þær gætu kynnt sér það og leitað sér aðstoðar stæði eitthvað í samn - ingnum sem tónlistarmennirnir áttuðu sig ekki á. Þegar útgefandinn og tónlistarmaðurinn hefðu náð samningum um upp töku kostnað og ágóðahlut hefði verið gerð kostnaðaráætlun þar sem heildarkostnaður af útg áf unni var reiknaður út. Yfir þetta kostnaðarmat hefði verið farið með tónlistar mann inum og honum gefið svigrúm til þess að fara yfir efni þess með einhverjum öðrum en starfs mönnum útgáfunnar, áður en ritað var undir samningana. Að sögn stefnda átti stefnandi samninginn tilbúinn í skúffu. Hann hafi lagt samn inginn á borðið og stefndi hafi skrifað undir án þess að láta lögmann skoða samn ing inn með sér enda hafi stefnandi ekki ráðlagt honum að leita lögmanns. Ekki verður fullyrt að samningsgerðina hafi borið að á þann hátt sem stefndi lýsir. Að mati dóms - ins hvíldi hins vegar ekki nein skylda á herðum stefnanda til að ráð leggja stefnda og hljómsveitunum að leita sér lög fræði aðstoðar þegar áðurnefndir samn ingar voru undir ritaðir. Stefndi bar að eftir að hann hætti neyslu fíkni efna árið 1996 hefðu útgáfu samn ingar sem hann gerði almennt orðið honum mun hag stæð ari og hann og útgefandi iðu lega skipt hagnaði til helminga. Þessari fullyrðingu sinni til sönnunar hefur stefndi þó ekk ert lagt f ram. Þótt þetta væri sannað telur dómurinn að ekki verði við það miðað enda hefur margt annað breyst á sama tíma, svo sem upptökutækni og dreifingarform. Um mokgróða Það er, eins og áður segir, upphaf þessa máls að stefndi Ásbjörn fullyrti opin ber lega að stefnandi hefði mokgrætt á hljómsveitum sem stefndi var í, en þeir lítið haft upp úr krafsinu. Í sjón varps þætt inum virðast ummælin einkum varða hljómsveitina Egó en í skrifum stefnda á Face book 15. mars 2016 lét hann einnig falla ummæli um samn ing Utangarðsmanna og Steina hf. Stefn andi kveðst ekki hafa grætt á sam - starfi sínu við hljómsveitirnar. Hann hafi frekar tapað fé á því. Stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að tap hafi orðið af útgáfu hljóm platna Utangarðsmanna og Egó. Stefnandi g eti þess ekki við hvaða tíma bil hann miði ósann aðar fullyrðingar sínar um seld eintök af plötu Utan garðs andi nefni ekki heldur ágóða af safnplötum, en slíkar plötur séu jafnan auð seljan legar. Hann nefni ekki heldur hvers virði útgáfu rétt ur inn sem Steinar hf. hafi fengið með tveimur samningum um útgáfu þeirra hafi verið, þar með talið hvert sölu verð hans hafi verið eða hvers virði hann væri í dag. 30 Dómurinn telur að í umfjöllun um fjárhagslegan ávinning Steina hf. af sam starfi við hljómsveitirnar verði að horfa til þess tíma sem var til umfjöllunar í þætt inum sem þetta mál er sprottið af, þ.e.a.s. 1980 til 1984 þegar stefnandi gaf út tónlist hljóm sveit anna Utangarðsmanna og Egó og reyndi á annan hátt að koma tónlis t þeirra á fram færi. Það er jafnframt það tímabil sem er til umfjöllunar í samskiptum stefnanda og stefnda á Facebook 14. mars og í viðtölum við stefnda 17. ágúst 2016. Stefndi hefur strangt til tekið ekki reynt að sanna réttmæti þeirra ummæla sinna að útgáfusamningarnir hafi ekki verið honum og liðsmönnum hljómsveitanna hag felldir í samanburði við það sem útgefandinn fékk og að útgefandinn hafi mok grætt á þeim. Hann hefur látið nægja að mót mæla þeim sönnunum sem stefnandi færir fram fyrir því að samn ingarnir hafi í það minnsta verið hefðbundnir ef ekki íviln andi og að á samstarfi útgáfunnar við hljómsveitirnar hafi útgáfan ekki grætt, síður en svo. Á þessum tíma þóttu það tíðindi að selja 5.000 eintök af hljómplötu með íslenskri tónlist og þeir sem gerðu það fengu viðurkenningu, svonefnda gullplötu. Stefndi hefur ekki hnekkt því að kostnaður við hljóðupptökuna hafi verið svo hár að til þess að greiða hann hafi þurft að selja 3.500 til 4.000 eintök, sem er 70% 80% af þeim fjölda sem menn töldu sig í mesta lagi geta selt. Þá átti eftir að greiða kostnað við gerð umslags, auglýsinga og dreif ingar o.fl., svokallaðan dreifingarkostnað. Þegar einungis er unnt að ná ein hverjum hagnaði af innan við 20 30% platnanna er vart hægt að halda því fram að nokkur, sem þó náði að selja 5.000 ein tök, hafi mok grætt á því, hvorki útgef andinn né tón list ar mað ur inn. Utangarðsmenn sömdu um að gera þrjár smáskífur og þrjár breiðskífur á næstu tveimur árum eftir undirritun samningsins. Eins og rakið hefur verið var samningurinn sem Utangarðsmenn gerðu við Steina hf. mun hagstæðari en samn ingur sem mun þekktari tónlistarmenn í hljómsveitinni GCD, stefndi Ásbjörn þar á meðal, gerðu við Steina hf. áratug síðar. Í samningnum við Utangarðsmenn var gert ráð fyrir að þa ð tæk ist að greiða upp töku kostnaðinn með því að selja 2.500 eintök. Að sögn stefn anda reyndist upp töku kostnaðurinn svo hár að selja hefði þurft talsvert fleiri eintök til þess að ná að greiða hann. Hann bar einnig að p ns selst í rúm lega 3.000 ein tökum. Tónlistar menn irnir hafi því fengið lítinn ágóða þrátt fyrir háa hlut deild þeirra í honum. Útgef and inn hafi vegna upptökukostnaðarins orðið fyrir beinu tapi af þessari dræmu sölu. Það tap hafi bæst við það tap sem h ann hafi orðið fyrir vegna útgáfu smá skífa hljóm sveitarinnar. Eins og áður segir mótmælir stefndi þessu en lætur þar við sitja. Við mat á því hvort ummæli stefnda Ásbjörns styðj ist við stað reyndir verður ekki litið ein - vörðungu á ákvæði samninganna s em hljóm sveitirnar gerðu við útgáfu fyrir tækið. Jafn framt verður að líta til annars kostn aðar sem lagðist á útgef and ann. Stefn andi reyndi að koma hljóm sveit inni Utan garðs - mönnum á framfæri í útlöndum, eins og hann var skyldur til samkvæmt útgáfus amningnum. Af því tilefni tók hljóm sveitin lög sín upp á ensku og fyrir tæki stefnanda skipulagði tón leikaferð hennar um Norð ur lönd og sá um flutning tón listar mannanna og tækja bún aðar þeirra þangað. Stefndi hefur ekki mótmælt því að allur kostnaður inn af þeirri ferð, flug og flutn ings kostn aður, svo og undir bún ingur undir hana, svo sem kostnaður við hljóð upptökur í enskri útgáfu, hafi alfarið lagst á útgefand ann því hljómsveitin leystist upp í ferðinni. Í samningnum sem hljómsveitin Egó ger ði við Steina hf. í febrúar 1982 átti hljóm sveitin að gera þrjár breiðskífur á þremur árum frá undirritun samningsins. Tveimur þeim fyrstu var svo vel tekið að þær seldust báðar í 5.000 eintökum. Af þeim höfðu því bæði útgef andi og flytjendur nokkurn hag nað. Þriðja platan, sem kom út 1984, seldist að sögn stefn anda í 1.500 1.700 eintökum. Því hefur stefndi ekki mót mælt heldur viður kennt það í skrifum sínum á Facebook 14. mars 2016 að hún hafi selst illa. Þá var meira en helm ingur upp töku kostn að ari ns ógreiddur. Því er jafn framt ómótmælt að sá kostn aður hafi lagst alfarið á útgef and ann. Með limir hljóm sveit ar innar fengu engu að síður 8% af hverju seldu eintaki. Að mati dómsins er ekki hægt, eins og stefndi vildi gera í vitnisburði sínum, að greina fyrstu tvær plöturnar frá heildarsamningnum við Egó enda hafði stefnandi með samn ingnum skuld bundið sig til þess að gefa út þrjár breiðskífur með hljómsveitinni og hún skuld bundið sig til þess að semja tónlist á plöturnar. Í ljósi þess að hár útg áfu kostn aður vegna þriðju plötunnar greiddist ekki vegna dræmrar sölu hennar telur dóm ur inn ekki óvar legt að álykta að af þessum heildarsamningi hafi orðið tap sem lagðist á útgefand ann, 31 stefn anda. Hann hafi í það minnsta ekki grætt á samn ingnum og þaðan af síður mokgrætt. Hins vegar hélt hljómsveitin öllum þeim greiðslum sem hún hafði fengið fyrir hvert selt eintak. Afrakstur hljóm sveit ar - innar af samn ing num skertist því ekki við tapið af þriðju plötunni, einungis afrakstur útgáfu fyrir tækisin s. Dómurinn telur stefnda því ekki hafa sýnt fram á að stefn andi hafi mok grætt, og alls ekki á kostnað hljóm - sveit ar innar Egó. Þó að 35 ár hafi verið liðin frá því að hljómsveitin Utangarðsmenn hætti störfum þegar stefndi lét ummæli sín falla gat hon um varla verið runnið úr minni hvernig samstarfi hljómsveitarinnar og útgáfunnar lauk og að útgáfan sat þá uppi með mik inn kostnað. Honum hlaut því að vera ljóst að heildar útkoma Steina hf. af sam starfi hvort heldur við Utan garðs menn eða við Egó var e kki gróði. Dómurinn telur ekki unnt að skilgreina ummæli stefnda sem sak laus mistök vegna þess að hann hafi ekki vitað betur. Stefndi telur að við mat á fjárhagslegum ágóða stefnanda verði einnig að líta til ágóða hans af safnplötum. Efni útgáfusamnin ganna verður ekki skilið á annan hátt en að hljóm sveit irnar skyldu einnig fá þóknun í samræmi við samningana í þeim til vikum. Hljómsveitirnar nutu því einnig góðs af útgáfu safnplatna. Stefnda hefur ekki tekist að sanna að stefn andi hafi grætt á honu m og hljóm sveit unum, og þá enn síður að stefnandi hafi grætt á einfeldni, fákunnáttu eða bág indum hans eða þeirra. Þýðingarmikið innlegg í þjóðfélagslega umræðu og fleiri atriði Stefndi telur ummæli sín um viðskiptin við stefnanda þýðingarmikið innlegg í þjóð félags umræðu og bendir á að annar viðmælandi í þáttaröðinni hafi imprað á því að hún héldi sig hafa verið hlunnfarna af útgefanda sínum 30 árum fyrr, um eða upp úr 1950. Í þessum tíu þáttum var sagt frá þróun tiltekinnar tónlist ar stefnu á til teknu ára bili. Sá þáttur í menningarsögunni var því viðfangsefnið en ekki kjör tón listar - manna á tuttug ustu öld þótt þau kunni að hafa borið á góma í tví gang í öllum þáttunum tíu. Ekki verður heldur séð að samn ingar við tvær hljóm sveitir sem vor u gerðir fyrir 34 36 árum sé mál efni sem varði almenning né að þeir til teknu samningar séu mikil vægt inn legg í umfjöllun um kjör tónlistarmanna. Auk þess geta efnislega röng ummæli vart gert mikið gagn í þjóð félags umræðu, jafnvel þótt hún fjall aði u m kjör tón listarmanna. söðla um eftir að hafa glímt við erfið veikindi. Hann hætti að reka fyrir tæki og fékk sér vinnu hjá öðrum hljómplötuútgefanda. Síðar hóf hann rekstur gisti húss í sveit. Ekki verður séð að hann hafi sem eigandi gistihúss eða sem hljóm plötu útgefandi fyrir þremur til fjórum ára tugum látið þannig að sér kveða á opinberum vett vangi að hann verði tal inn vera opinber persóna. Þótt stef nandi hafi gert grein fyrir afstöðu sinni til ummæla stefnda í heimildar þætt inum með því að rita á Facebook þannig að það væri öllum aðgengilegt þykir hann ekki hafa með því komið sér þannig í sviðsljós opinberrar umræðu vorið 2016 að hann verði að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar. Hann þarf enn síður að þola að vera hafður fyrir rangri sök. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi espað hann til þeirra ummæla sem hann lét falla eftir færslu stefnanda á Facebook. Ekki er unnt að líta svo á að stefnandi hafi gefið stefnda tilefni til ummælanna. Í frásögn hans í þættinum nefndi hann ekki einu orði fjármálahlið samstarfsins við stefnda eða hljómsveitirnar. Á Facebook og í fjöl miðlum á vefnum mótmælti stefnandi ummælum stefnda í sjónvarpsþættinum sem hann taldi efnis lega röng. Væri litið svo á að hann hefði með upphaflegri Facebook - færslu sinni gefið til efni til þeirra ummæla stefnda sem á eftir komu væri mönnum ætíð ókleift að bera hönd fyrir höfuð sér opinberlega án þess að talið yrði að með þ ví hefðu þeir gefið öðrum heimild til refsi - og bóta lausra æru meið inga. 32 Gildisdómur eða staðhæfing um staðreyndir Þar eð dómurinn telur að stefndi Ásbjörn hafi ekki fært sönnur á þær stað reyndir sem hann segist hafa talið vera fyrir hendi verður a ð fara yfir ummælin og meta að hvaða marki þau teljast annars vegar ósannaðar fullyrðingar og hins vegar skoðun eða mat á staðreynd, gildisdómar. Varðandi ummæli í kröfulið 1.a sem stefndi lét falla í 7. þætti þátta rað ar innar Popp - og rokksaga Íslands , þykir fullyrðing hans, Útgefand inn hann mok græddi á okkur, það er bara þannig, fela í sér staðhæfingu um stað reynd sem stefndi hafi ekki sannað. Í orðunum að græða á kostnað annarrar manneskju felst að ein hver hafi nýtt sér einfeldni hennar eða fákun náttu til þess að afla sér fjárhagslegs ávinn ings af fram lagi hennar en látið hana sjálfa njóta lítils góðs af því. Að mati dóms ins felst í ummæl unum æru meið - andi aðdróttun í skiln ingi 235. gr. almennra hegn ing ar laga nr. 19/1940, um misneytingu, s em getur verið refsiverð samkvæmt 253. gr. sömu laga. Stefndi Ásbjörn þykir með þeim hafa farið út fyrir mörk leyfi legrar tján ingar og verður því fall ist á að framan greind ummæli verði dæmd dauð og ómerk, sbr. 241. gr. almennra hegn ing ar laga. Hins v egar þykir seinni máls liður ummæl anna, Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skíta pening, fela í sér gildis dóm og mat stefnda Ásbjörns á verðmæti þess sem hljómsveitin bar úr býtum. Því verður ekki fallist á kröfu stefnanda um ómerk ingu þeirra. Ummæl in í kröfulið 2.a c, sem stefndi lét falla á sam skiptamiðlinum Face book 14. mars 2016 hljóða svo: a) prósentur voru svívirðilega láar fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi mitt okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það b) ég er einfaldlega að segja samningar voru afraslæmir og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar. c) nenni þessu ekki samningar voru ömurlegir þú varst í yfirburðastöðu og nýttir þér hana Að mati dómsins fela orðin í kröfulið 2.a, prósentur voru svívirðilega láar, í sér mat stefnda, gildisdóm, á því hlutfalli sem hljómsveitin og Ásbjörn fengu af verði hverrar plötu, en í ummælunum fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi mitt okkar og yfir burða stöðu sína þannig var það felist ósönnuð stað hæf - ing og refsiverð aðdróttun í garð stefnanda þess efnis að hann hafi neytt fjár hags legs og þekkingarlegs afls munar og þannig náð fram samningi sem var honum langt um hagstæðari en tón list ar mönn unum. Af þeim sökum verður fall ist á ómerk ingu þeirra. Fyrri hluti ummælanna í k röfulið 2.b, ég er einfaldlega að segja samningar voru afra slæmir og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar, þykir jafn framt fela í sér mat, gild is dóm, stefnda á hlutdeild tónlistarmannanna í ágóðanum af útgáfunni en síðari hluti ummæl anna þykir vera ósönn uð staðhæfing og refsiverð aðdróttun um mis neyt ingu af hálfu stefnanda. Af þeim sökum verður fallist á ómerkingu orðanna og þú nýtir þér þekk ing ar leysi okkar. Hið sama gildir um ummæli í kröfulið 2.c, nenni þessu ekki samn - ingar voru ömur legir þú var st í yfirburðastöðu og nýttir þér hana. Í fyrri hluta þeirra felst gildisdómur stefnda en síðari hluti þeirra, þú varst í yfir burða stöðu og nýttir þér hana, er aftur á móti ósönnuð staðhæfing og refsiverð aðdróttun í garð stefn anda. Verður því fallist á ómerk ingu þeirra. Ummælin í kröfulið 3.a sem stefndi lét falla á Facebook 15. mars 2016 hljóða svo: Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utan garðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það. Já, við skrifuðum undir. Dóminum þykja þau, virt í heild sinni, fela í sér æru meið andi aðdróttun í garð stefnanda því sterklega er gefið í skyn að hann hafi ne ytt þekk - ingar legs aflsmunar og mis notað sér fákunnáttu stefnda og annarra meðlima þeirra hljóm sveita sem þar eru til greindar. Þau verða því ómerkt í heild sinni að frá tal inni setn ing unni Já, við skrifuðum undir . Dóm - ur inn fellst ekki á það sjónar mið stefnda að sú setn ing kollvarpi efnislegu innihaldi þess sem á undan var sagt enda haggar hún ekki þeirri aðdróttun stefnda að stefnandi hafi neytt aflsmunar við samn ings gerð ina. Ummælin í kröfulið 4.a lét stefndi falla á vefmiðlinum visir.is 17. ágúst 2016: Hann nýtti sér bágt ástand mitt. Ég var ekki betur á mig kominn á þessum árum en þetta. Ég var dópaður frá morgni til kvölds, meira eða minna. Að mati dómsins eru ein göngu efni til að ómerkja fyrsta málslið þeirra, Hann nýtti sér bágt ástand mitt, enda er þar fullyrt að stefnandi hafi gerst sekur um refsiverða mis neyt ingu, sem er ósannað eins og margoft hefur komið fram. Hins vegar þykja ummæli stefnda í öðrum og þriðja málslið, Ég var ekki betur á mig kominn á þessum árum en þetta. Ég var d óp aður frá morgni til kvölds, meira eða 33 minna, fela í sér gildisdóm, mat stefnda á eigin ástandi á þeim tíma sem til umfjöll unar er og verður því ekki fallist á ómerk ingu þeirra. Að endingu verður vikið að ummælum í kröfulið 5.a sem stefndi lét falla á vef miðl inum mbl.is 17. ágúst 2016 og hljóða svo: Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. Í upphafi ferilsins var ég dópaður frá morgni til kvölds. Ég var aldrei með lögfræðinga mér við hlið. Hann nýtti sér bágt ástand mit t, hann var með lögfræðinga og fagfólk sín megin en ég var bara einn hinum megin við borðið og hann bara nýtti sér það. Ég er ekki að segja að hann sé vondur maður en hann nýtti sér þetta allt. Með sömu rökum og fyrr fellst dómurinn á að ómerkja fyrsta mál s lið þeirra: Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. Þá verða jafnframt ómerkt orðin Hann nýtti sér bágt ástand mitt ... og orðin og hann bara nýtti sér það ..., svo og orðin .... en hann nýtti sér þetta allt, en með öllum þessum ummælum þykir stefndi hafa gefið sterklega í skyn að stefnandi hafi haft hann að féþúfu og hlunnfarið hann í samn ingum, og þannig dróttað að því að hann hafi gerst sekur um refsiverða mis neyt ingu. Önnur ummæli í kröfulið 5.a þykja aftur á móti fe la í sér gildis dóm stefnda um hans eigið ástand og aðstæður á fyrr nefndum tíma og verður því ekki fallist á ómerkingu þeirra. Dómurinn telur að með þessari niðurstöðu sé tjáningarfrelsi stefnda Ásbjörns ekki skert umfram það sem er nauðsynlegt til vern dar mannorði stefnanda enda hefur stefndi hvorki fært sönnur á neina þeirra fullyrðinga sem felast í þeim ummælum hans sem hafa verið ómerkt né fært fram neina réttlætingu fyrir því að hafa vegið á þennan hátt að æru stefnanda. Að mati dómsins hafði stefnd i Ásbjörn ekki heldur ástæðu til að ætla að fullyrðingar hans um meintan refsiverðan verknað stefnanda væru réttar. Hann gat hans af þeim sökum. M álshöfðunarfrestur Í 1. mgr. 29. gr. hegningarlaga nr. 19/1940 segir að heimild til þess að höfða einka mál til refsingar falli niður sé mál ekki höfðað áður en sex mánuðir eru liðnir frá því að sá, sem heimildina hefur, fékk vitneskju um hinn seka. Í 2. mgr. sama ákvæðis segir að hafi einkamál ekki leitt til dóms um refsi kröf una, megi höfða mál að nýju, uns fram an greindur sex mánaða frestur er liðinn. Einnig megi jafnan höfða einka - mál næstu þrjá mánuði frá því að mál ónýttist. Stefnandi ritaði á F acebook - síðu sína 14. mars að hann hefði séð þáttinn í sarpi Ríkis sjón varpsins þar sem stefndi Ásbjörn lét upphaflegu ummælin falla. Fyrstu ummæl unum sem stefnandi vill fá ómerkt, vissi hann af 14. mars, sem og þeim næstu en þau þriðju féllu 15. mars. S egja má að þessi þrenn ummæli hafi verið látin falla og verið rituð í óslit inni sam fellu og séu því hluti af óslitnum skoðanaskiptum stefnanda og stefnda. Ummæli í 4. og 5. kröfulið birtust á vef miðlum 17. ágúst 2016. Þau ummæli telj ast ekki vera í ósl itnu framhaldi af ummælunum sem féllu í mars sama ár. Samkvæmt 1. mgr. 82. gr. almennra hegn ing ar laga skal fyrningarfrestur teljast frá því að refsi verðum verknaði lauk. Málshöfðunarfrestur er ein tegund fyrningarfrests. Telja á máls höfð un ar frestin n frá næsta degi á eftir því að síðustu ummælin féllu í mars. Því hefði þurft að höfða mál eigi síðar en 15. sept ember 2016 til þess að það væri gert áður en sex ákvæð inu. Stefnan er gefin út 12. september 2016, innan sex mánaða frests ins. Hún er jafn framt birt stefnda Ríkisútvarpinu 13. sept em ber, enn innan sex mán aða frestsins. Hins vegar er hún ekki birt stefnda Ásbirni fyrr en 23. september, það er át ta dögum eftir að sex mánaða fresturinn, samkvæmt 1. mgr. 29. gr. laga nr. 19/1940, rann út. Hvorugur stefndu byggir á því að stefnandi hafi ekki gætt málshöfðunarfrests laga nr. 19/1940. Þetta er hins vegar lögbundið skilyrði og því verður dómari að gæta að því af sjálfsdáðum. Réttaráhrif þess að höfða mál að liðnum fresti eru ein vörðungu þau að sýkna verður stefnda af kröfu stefnanda um refsingu auk þess sem ekki er unnt að beita viðurlögum samkvæmt 2. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940 um að standa str aum af kostnaði af birtingu dóms. 34 Miskabætur Dómurinn hefur fallist á að ómerkja tiltekin ummæli stefnda Ásbjörns fyrir þá sök að hann hafi meitt æru stefnanda með því að væna hann um refsi verða, í það minnsta siðferðilega ámælisverða, hegðun, sem engar sönnur hafa verið færðar á. Stefnandi ber að í upphafi hafi hann ætlað að láta ummæli stefnda sem vind um eyrun þjóta þótt hann teldi þau bæði skaða arfleifð sína sem ötuls stuðn ings manns íslenskra tónlistarmanna á síðasta fjórðungi liðinnar alda r svo og orð spor sitt sem ferða þjón ustu bónda. Í gistihúsi sínu að Fossa túni í Borgar - firði hafi hann safn, meðal ann ars um framlag sitt til íslenskrar tónlistar sögu. Hann kvaðst hafa heyrt á gestum og leið sögu mönnum sem þangað komu, svo og í opinb erri umfjöllun um sjónvarpsþáttinn og orðaskipti á Facebook eftir hann, að menn hefðu ekki vitað hvorum ætti að trúa, honum eða stefnda Ásbirni. Þegar hann hafi áttað sig á þessu hafi hann séð að varan legur blettur hefði fallið á mann orð hans sem honum s é afar annt um. Hann hafi því ekki séð sér annað fært en að höfða málið til þess að fá ummælin ómerkt og mannorð sitt hreinsað. Dómurinn fellst á að stefndi Ásbjörn hafi valdið stefnanda miska með ummælum sínum, bæði í þættinum, á Facebook og á vefmiðlum eftir að stefnandi hafði boðað að hann myndi höfða meið yrða mál. Það er mjög alvarlegt að væna annan mann um mögulega refsi verða og sið ferði lega ámælisverða hegðun og gera það ítrekað opinberlega þótt staðhæfingunni sé ítrekað mót mælt. Þetta er enn alvarlegra fyrir þá sök að samstarf stefnanda og stefnda var náið, eins og þeir hafa báðir borið fyrir dómi, svo og vegna þess hversu þekktur stefndi er nú í íslensku samfélagi. Dóm ur inn getur ekki fallist á að stefnda Ásbirni hafi orðið það á af einföl du gáleysi enda voru ummæli sama efnis endurtekin og ávirð ing ar nar urðu æ alvarlegri. Þar eð dómurinn telur að stefndi Ásbjörn hafi með stórkostlegu gáleysi meitt æru stefnanda og valdið honum miska eru uppfyllt skilyrði b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaða bóta laga nr. 50/1993 til þess að dæma hann til að greiða stefn anda miska bætur. Stefndi vísar til þess að hann lifi einungis af list sinni en stefn andi sé athafna maður og fjár hæð miskabóta verði að taka mið af því. Með hliðsjón af því að stefndi hefur fyrir fjöl skyldu að sjá og með vísan til 24. gr. skaða bóta laga nr. 50/1993 þykja miska bætur stefn anda úr hendi stefnda Ásbjörns hæfilega ákveðnar 250.000 krónur. Stefnandi telur stefnda Ríkisútvarpið einnig bera ábyrgð á því að ummælin birtust. Þ ví til stuðnings byggir stefnandi á b - lið 1. mgr. 50. gr. laga nr. 38/2011 um fjöl miðla. Í ljósi 23., 40. og 12. töluliðar 1. mgr. 2. gr. lag - ekki við um þáttaröðina sem fyrstu u mmælin birtust í. Því hvíli ekki fébótaábyrgð á stefnda, sam kvæmt því laga ákvæði, þótt hann hafi miðlað ummælunum með því að sýna þátt inn. Þvert á móti virð ist ábyrgðin á ummælunum hvíla alfarið á stefnda Ásbirni sbr. a - lið 1. mgr. 50. gr. lag anna. Samkvæmt 36. gr. laga um fjölmiðla þarf að óska eftir því að fá að koma að and svörum og færa rök fyrir þeirri ósk. Í bréfinu sem lögmaður stefnanda sendi stefnda Ríkisútvarpinu 19. júlí 2016 krefst hann þess meðal annars að ummælin verði klippt út úr þætt inum en ekki er beðið um það að stefnandi fái að koma að and svörum. Þar eð stefnandi óskaði ekki eftir því sérstaklega var stefnda ekki skylt að gefa stefn anda kost á andsvörum áður en þátturinn var endursýndur. Stefnandi byggir kröfu sína á hendur ste fnda Ríkisútvarpinu einnig á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefndi Ríkis út varpið fram leiddi þáttaröðina Popp - og rokksaga Íslands með öðrum framleiðanda og sýndi í dagskrá sinni. Um stefnda, sem er þjóðarmiðill, hafa verið sett sér stök lög, nr. 23/2013. Stefnandi vísar til þess að samkvæmt 4. mgr. 3. gr. þeirra ætlist lög gjaf inn til þess að starfs hættir stefnda séu sérlega vandaðir, svo og vinnubrögð við gerð dag skrárefnis. Að mati dóms ins ber Ríkisútvarpinu einnig að tryggja, í samn ingum sem það gerir við sjálf stæða framleiðendur um efni sem það tekur þátt í að fram leiða, að lögboðnum starfs háttum Ríkisútvarpsins sé fylgt við þá fram leiðslu, jafn vel þótt þátt taka útvarpsins fel ist einvörðungu í fjárframlagi. Ríkis útva rpið getur ekki, með samn ingum við aðra fram leiðendur, komið sér undan lög mæltum kröfum um vönduð vinnu brögð þess. Svo nefndur þriðji maður, fram leið and inn, verður 35 jafnframt að sætta sig við að um við semj anda hans, Ríkisútvarpið, gildi strang ari lög um efnis tök við dag - skrárgerð en um aðra fjölmiðla. Höfundar réttar sjón ar mið geta ekki haggað því. Dómurinn fær ekki betur séð en að við gerð margnefnds þáttar hafi ekki verið gætt fyrir mæla 2. töluliðar 4. mgr. 3. gr. laga nr. 23/2013. Hefði fy rirmæla þess ákvæðis verið gætt hefði verið unnt að koma í veg fyrir birtingu hinna ærumeiðandi ummæla, eða í það minnsta hefði stefn andi átt kost á að koma sínum sjónarmiðum að í þætt inum. Dómurinn telur að það hafi verið af einföldu gáleysi sem Ríkis útvarpið stóð að gerð sjónvarpsþáttar þar sem misbrestur varð á því að fylgja hinum lögboðnum vönd uð um vinnubrögðum og hann sendur út í sjón varpi með hinum æru meið andi ummælum. Hins vegar var þátturinn endursýndur óbreyttur, 24. ágúst, þótt stefnand i hefði áður mælst til þess að ummælin yrðu klippt burt og fært rök fyrir því að þar hefði stefndi Ásbjörn farið með rangt mál og ærumeiðandi í garð stefnanda. Stefnandi hafði auk þess til kynnt að hann myndi höfða meið yrða mál til þess að fá þau ómerkt o g því aug ljóst að hann taldi þeim beint að sér og jafnframt að hann hafnaði sann leiksgildi þeirra. Af samningi stefnda Ríkisútvarpsins við framleiðanda þáttanna verður ekki séð að stefnda hafi verið skylt að endursýna þættina. Ekki verður betur séð en að stefndi hafi samkvæmt samningnum haft frjálsar hendur um það hvort þeir yrðu endursýndir yfir höfuð og þá hvenær. Stefndi hefur ekki sýnt fram á hvaða knýj andi þörf var á því að endur sýna 7. þátt inn með hinum umdeildu ummælum þótt stefn andi hefði ít rekað bent á að það bryti gegn rétti hans til æruverndar. Dómurinn telur að með endur sýn ing unni hafi starfs menn stefnda af stórkostlegu gáleysi breitt út opinberlega æru meið andi ummæli um stefnanda. Stefndi ber því við að starfsmenn hans hafi ekki ge tað skilið marg nefnd ummæli þannig að þau beindust að stefnanda. Dómurinn telur að ekki verði byggt á þessu því málshöfðun hafði verið boðuð á þeim grundvelli að ummælin beind ust að stefn anda og því máttu starfs menn irnir allt eins gera ráð fyrir því a ð dóm stólar féllust á þá máls ástæðu. Eins og komið er fram lýsti stefndi því yfir í bréfi til stefn anda 26. júlí 2016 að ekki hefði komið til tals að dreifa þáttunum á DVD - diskum. Stefnda Ríkisútvarpinu var birt stefna 13. sept em ber 2016 í meið yrða máli vegna ummæla í þættinum. Í stefn unni er tekið fram að málið sé jafnframt höfðað á hendur stefnda Ríkisútvarpinu til þess að koma í veg fyrir frek ari opin bera dreifingu ummæl anna sem birtust í þætt inum. Þrátt fyrir yfirlýsingu stefnda 26. júlí og þrátt fyrir máls höfð un ina ákvað stefndi að setja þættina í almenna dreifingu á DVD - diskum. Dómurinn getur ekki fallist á að það hafi verið gert af einföldu gáleysi starfsmanna stefnda. Þar eð stefndi Ríkisútvarpið hefur af stórfelldu gáleysi fyrst en dursýnt sjón varps þáttinn og síðan stuðlað enn frekar að víðtækri dreif ingu meiðyrða um stefn anda þykja uppfyllt skilyrði b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaða bóta laga nr. 50/1993 fyrir því að stefndi greiði stefnanda skaðabætur, sem þykja hæfi lega ákveðnar 250.000 kr. Eins og atvikum þessa máls er háttað þykir rétt að dráttarvextir af miskabótum reiknist frá dómsuppsögu. Refsikrafa Eins og rakið hefur verið var málið höfðað á hendur stefnda Ásbirni að liðnum sex mánuðum frá því að ummælin í 1., 2. og 3. kröfulið féllu en áður en frestur til að höfða einkarefsimál var runninn út vegna ummælanna í 4. og 5. kröfulið. Einnig er komið fram að þetta hefur þá þýðingu að refsing verður ekki dæmd fyrir ummæli sem féllu sex mánuðum áður en málið var höfðað. Jaf nframt er komið fram að dómurinn telur stefnanda ekki hafa, þegar hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér með skrifum á Facebook - síðu sína, gefið stefnda Ásbirni tilefni til frekari ærumeiðandi ummæla. Dómurinn telur því að ákvæði 239. gr. almennra hegnin garlaga um refsileysi af þeim sökum komi ekki til skoðunar. Af sömu ástæðu koma sjónarmið um orð hefnd, og refsileysi af þeim ástæðum, ekki heldur til greina í þessu máli enda hefur dóm ur inn fallist á að stefnda Ásbirni beri að greiða stefn anda miskabæt ur. 36 Eins og kemur fram í lýsingu málavaxta stigmögnuðust ummæli stefnda um við skipta hætti stefnanda við unga tónlistarmenn. Ummælin sem stefndi lét falla og birt ust á tveimur vefmiðlum 17. ágúst 2016 voru sýnu alvarlegust. Í þeim er það ástand sem ste fnandi á að hafa nýtt sér til fjárhagslegs ávinn ings ekki lengur þekk ingar - og reynslu leysi nokkurra ungra manna heldur algert varnar - og skilningsleysi for - fall ins fíkni efna neyt anda. Dómurinn telur jafnframt sannað að stefndi hafi ekki getað haldið að efnis legt inntak þessara ummæla væri rétt, það er að stefnandi hafi notað varnar leysi ann arrar mann eskju sér til fjárhagslegs ávinnings. Ásetningur er hins vegar skilyrði þess að dæmd verði refsing fyrir ærumeiðingar. Þótt dómurinn telji að ummælin hafi verið látin falla af stórkostlegu gáleysi stefnda telur dómurinn að stefndi hafi ekki haft bein harðan ásetning til þess að meiða æru stefnanda heldur hafi annar til gangur legið að baki ummæl unum. Stefndi Ásbjörn verður því sýknaður af refsi kröfu stefn anda. Frekari sýning á 7. þætti Popp - og rokksögu Íslands óbreyttum, óheimil Þar eð dómurinn hefur ómerkt hluta þeirra ummæla sem birtust í þáttaröðinni Popp - og rokksaga Íslands verður fallist á þá kröfu stefn anda að stefnda Ríkis út varp inu ohf. sé óheimilt að sýna í sjónvarpi, eða birta og dreifa opinberlega á annan hátt, 7. þátt þeirrar þáttaraðar fyrr en þau ummæli, sem hafa verið ómerkt, hafa verið afmáð úr þættinum. Birting dómsins Fram er komið að stefnandi höfðaði málið á hendur ste fnda Ásbirni að liðnum sex mánuðum frá því að hann lét ummæli falla í mars 2016. Það þýðir að honum verður ekki gert að standa straum af birtingu dómsniðurstöðu um ummælin sem þá féllu, sbr. 2. mgr. 241. gr. almennra hegn ingarlaga. Þar eð stefndi Ríkisú tvarpið hefur verið dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur þykir rétt að stefndi geri grein fyrir forsendum og dóms orði máls ins í dag skrá sinni í sam ræmi við síðari máls lið 1. og 2. mgr. 59. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Forsendur dómsins eru all langar og því þykir nægja að gerð sé grein fyrir dóms orðinu sjálfu í sjón varpi. Hins vegar þykir heimasíða Ríkisútvarpsins, ruv.is, hent - ugri vettvangur fyrir birtingu forsendna með dómsorði. Af sömu sökum þykir einnig mega leggja það á stefnd a Ríkisútvarpið að birta forsendur og niðurstöðu dómsins eigi síðar en innan tveggja vikna frá upp kvaðn ingu þessa dóms að viðlögðum 25.000 króna dagsektum. Af þessari ástæðu þykja ekki efni til að fallast á þá kröfu stefnanda að stefndu verði gert að g reiða honum óskipt 500.000 krónur til þess að kosta birtingu dómsins í tveimur víð lesnum dagblöðum. Stefndu greiði stefnanda óskipt málskostnað sem þykir, með hliðsjón af umfangi málsins, hæfilega ákveðinn 2.000.000 króna og er virðisaukaskattur talinn með í fjárhæðinni. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð: Eftirfarandi ummæli stefnda, Ásbjörns Kristinssonar Morthens, í garð stefn anda, Steinars Berg Ísleifssonar, skulu vera dauð og ómerk: Ummæli í 7. þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Popp - og rokksaga Íslands: Útgefandinn hann mok - græddi á okkur. Það er bara þannig. [...]. Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 14. mars 2016: [...] fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi mitt okkar og yfir burða stöðu sína þannig var það . [...] og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar. [...] þú varst í yfirburðastöðu og nýttir þér hana. Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016: Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki m eð yfir burðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það. Ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016: Hann nýtti sér bágt ástand mitt. 37 Ummæli á fréttasíðunni vis ir.is 17. ágúst 2016: Eitt er alveg á hreinu , Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt. Stefndi, Ásbjörn, er sýkn af kröfu stefnanda um refsi ngu. Stefndi, Ásbjörn, greiði stefnanda 250.000 krónur í miskabætur, með dráttar vöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá dómsuppsögu til greiðslu dags. S tefnda, Ríkisútvarpinu ohf., er óheimilt að sýna í sjónvarpi, eða birta og dreifa opi n ber lega á annan hátt, 7. þátt sjónvarpsþáttaraðarinnar Popp - og rokksaga Íslands með þeim ummælum sem hafa verið ómerkt. Stefndi, Ríkisútvarpið ohf., greiði stefnanda 250.000 krónur í miskabætur, með dráttar vöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38 /2001, frá dómsuppsögu til greiðslu dags. Stefnda, Ríkisútvarpinu ohf., er skylt að birta dómsorð þessa dóms í dagskrá sjón varps þess og forsendur og dómsorð á síðunni ruv.is eigi síðar en innan tveggja vikna frá upp kvaðn ingu þessa dóms en greiði stefnanda ella 25.000 kr. á dag í sektir. Stefndu greiði stefnanda óskipt 2.000.000 króna í málskostnað.