LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 22. nóvember 2019. Mál nr. 76/2019 : Guðrún Þórarinsdóttir, Brynjar Ágúst Sigurðsson, Bryndís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Lárusdóttir ( Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson lögmaður ) gegn Eystein i Aras yni , Árn a Valdimars syni, Ingibjörg u Jóhannesdótt u r, Katrín u Jónín u Óskarsdótt u r, Margrét i Guðjónsdótt u r, Útgerðarfélagi nu Hvol i ehf . og ( Guðjón Ármannsson lögmaður) Einhyrning i ehf. ( Áslaug Árnadóttir lögmaður) Lykilorð Fasteign. Jörð. Veiðiréttur. Afsal. Útdráttur LÁG eignaðist jörðina Miðhús í Rangárþingi ytra árið 1947 og réð Eystri - Rangá þá merkjum jarðarinnar að norðan. LÁG afsalaði hluta jarðarinnar til nýbýlastjórnar fyrir hönd ríkissjóðs, árið 1948. Í kjölfarið voru stofnuð fjögur nýbýli á jarðarhlutanum, Mið tún, Lynghagi, Akur og Hjarðartún, sem á árunum 1949, 1951, 1952 og 1953 var ráðstafað með byggingarbréfum til búrekstrar og nýbýla samkvæmt lögum nr. 35/1946 um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Með bréfunum og síðar viðbótarbyggingarbréfum var kveðið á um hlutfallslegan veiðirétt hvers nýbýlis í Eystri - Rangá. Miðtúni var svo síðar skipt í Miðtún 1 og Miðtún 2. Í málinu greindi annars vegar fjóra núverandi eigendur jarðarinnar Miðhúsa, RL, BÁS, GÞ og BG og hins vegar sjö núverandi eigendur ný býlanna, IJ, MG, KJÓ, EA, ÁV, ÚH ehf. og E ehf., á um hvort veiðiréttur í Eystri - Rangá hefði fylgt með kaupum nýbýlastjórnar á hinum úrskipta jarðarhluta en samkvæmt afsali jarðarhlutans var allt land jarðarinnar sem lá að Eystri - Rangá selt. Við söluna vor u í gildi lax - og silungsveiðilög nr. 112/1941. Í 1. málslið 4. mgr. 2. gr. laganna var meðal annars lagt bann við því að skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Í dómi Landsréttar var meða l annars skírskotað til þess að með sölu LÁG á jarðarhlutanum hefði hann tekið ákvörðun um að skipta jörðinni upp í tvær landareignir og að ekki væri deilt um mörk þeirra. Í afsali hans til 2 nýbýlastjórnar kæmi skýrlega fram að hann hefði ákveðið að veiðiré ttur jarðarinnar í Eystri - Rangá skyldi fylgja hinum selda hluta sem lá að bökkum árinnar. Landareignin sem hann hefði haldið eftir ætti ekki land að ánni. Skipting jarðarinnar og veiðiréttarins hefði verið í samræmi við þá reglu sem fram hefði komið í 1. m gr. 2. gr. þágildandi laga um lax - og silungsveiði um að landeiganda væri einum heimilt að veiða í vötnum á landi sínu, en sú regla byggðist á hinni fornu meginreglu að veiði fylgdi bakkajörð. Þá hefði þess einnig verið gætt að veiðiréttur fylgdi landareig n sem ætluð væri til áframhaldandi landbúnaðarnota. Staðfesti Landsréttur því niðurstöðu héraðsdóms um sýknu IJ, MG, KJÓ, EA, ÁV, ÚH ehf. og E ehf. af viðurkenningarkröfu þess efnis að veiðiréttur sem framseldur hefði verið tilheyrði RL, BÁS, GÞ og BG. Á h inn bóginn vísaði Landsréttur frá héraðsdómi seinni viðurkenningarkröfu RL, BÁS, GÞ og BG um að framsal þess réttar hefði verið óheimilt þar sem RL, BÁS, GÞ og BG voru ekki talin hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn beggja krafnanna. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson og Kristbjörg Stephensen og Eggert Óskarsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjendur skutu málinu til Landsréttar 30. janúar 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 11. janúar 2019 í málinu nr. E - /2018 . 2 Áfrýjendur krefjast þess að viðurkennt verði að veiðiréttur í Eystri - Rangá , sem stefndu telj a sér til eignar , tilheyri áfrýjendum sem eigendum jarðarinnar Miðhúsa. Einnig að viðurkennt verði að framsal veiðiréttinda í ánni Eystri - Rangá , sem seld voru frá Miðhúsum með afsali dagsettu 14. maí 1948 og stefndu leið a veiðirétt sinn frá, hafi verið óheimilt og séu þau veiðiréttindi sem upphaflega tilheyrðu Miðhúsum fyrir afsalið því eign áfrýjenda sem eigenda Miðhúsa. Þá krefjast áfrýjendur aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti óskipt úr hendi stefndu en til vara að málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti verði felldur niður eða lækkaður. 3 Stefndu Eysteinn Arason, Árni Valdimarsson, Ingibjörg Jó hannesdóttir, Katrín Jónína Óskarsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Útgerðarfélagið Hvoll ehf. kref ja st staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjenda fyrir Landsrétti. 4 Stefndi Einhyrningur ehf. krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar óskipt úr hendi áfrýjenda fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Atvik málsins eru ítarlega rakin í hinum áfrýjað a dómi. Stefnd i, Einhyrningur ehf. , lagði ný gögn fyrir Land s rétt , meðal annars um samskipti atvinnumálaráðuneytis við nýbýlastjórn frá 31. október 1947, ódagsetta áætlun landnámsstjóra vegna kornræktar í Rangárvallasýslu, funda r gerð nýbýlastjórnar 11. nóvember 1947, funda r gerð nýbýlanefndar Rangárvallasýslu 28. nóvember 1947 ásamt greinargerð, b réf Klemens 3 Kr. Kristjánssonar , formanns nýbýlanefndar Rangárvallasýslu , til landnámsstjóra 4. desember 1947, útdrátt úr funda r gerð hreppsnefndar Hvolhrepps 29 . desember 1947 og skýrsl u um stofnun og byggingu nýbýla á árunum 1947 til 1948. 6 Í framangreindum gögnum koma fram upplýsingar frá árunum 1947 og 1948 um áætlanir og framkvæmdir nýbýlastjórnar ríkisins í Rangárvallasýslu, áætlun um kaup á hluta af jörðinni Miðhúsum og stofnun nýbýla þar. Fram kemur í gögnunum að markmiðið h afi verið að styrkja byggð og landbúnað í sýslunni. Í þeim kemur fram að sýslumaður Rangárvallasýslu hafi samþykkt stofnun nýbýlahverfis í Hvolhreppi og að hreppsnefnd Hvolhrepps hafi eindregið verið fylgjandi þeirri áætlun. Niðurstaða 7 Stefndi, Einhyrning ur ehf., vísar til þess að ekki sé unnt að taka báðar kröfur áfrýje nda til greina þar sem þær snúi í raun að sömu réttindum. Ef önnur krafan væri tekin til greina yrði hin óþörf. Telur stefndi þetta varða frávísun málsins án kröfu. Fallast má á það með ste fnda að kröfur áfrýje nda lúti að sömu réttindum og að áfrýjendur hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn beggja krafnanna. Ef fyrri krafan yrði samþykkt yrði ekki þörf á úrlausn seinni kröfunnar þar sem lögvarða hagsmuni skorti fyrir úrlausn henna r. Verður síðari viðurkenningarkröfu áfrý je nda um framsal veiðiréttinda því vísað fr á héraðsdómi . 8 Áðurgreind gögn um áætlanir um stofnun nýbýla í Hvolhreppi, staðfesting sýslumanns Rangárvallasýslu og hreppsnefndar Hvolhrepps á þeirri áætlun renna stoðum u ndir ályktun í forsendum héraðsdóms um að stofnun nýbýlanna og skipting jarðarinnar Miðhúsa í tvær landareignir með sölu á um það bil 2/3 hlutum jarðarinnar til nýbýlastjórnar ríkisins, hafi verið gerð án athugasemda yfirvalda og í raun með samþykki þeirra . Til nýbýlanna á jörð Miðhúsa var samkvæmt gögnunum stofnað í því skyni að auka byggð í sveitum landsins og landbúnað. 9 Eins og fram kemur í gögnum málsins afsalaði þáverandi eigandi Miðhúsa um það bil 2/3 hlutum jarðarinnar til nýbýlastjórnar ríkisins 14 . maí 1948. Með þeirri sölu tók eigandi jarðarinnar ákvörðun um að skipta henni upp í tvær landareignir. Ekki er deilt um mörk eignanna eftir að salan átti sér stað. Þá kemur skýrlega fram í afsalinu að eigandi jarðarinnar hafi ákveðið að veiðiréttur henna r í Eystri - Rangá skyldi fylgja hinu selda landi en það lá að hluta að bökkum árinnar. Landareigninni sem haldið var eftir við skiptin á ekki land að Eystri - Rangá. Ákvörðun þáverandi eiganda um skiptingu jarðarinnar og veiðiréttarins var í samræmi við þá re glu sem fram kemur í 1. mgr. 2. gr. þágildandi laga um lax - og silungsveiði nr. 112/1941 um að landeiganda sé einum heimilt að veiða í vötnum á landi sínu en sú regla byggir á hinni fornu meginreglu um að veiði fylgi bakkajörð. Við ráðstöfun veiðiréttarins var þess einnig gætt að veiðiréttur fylgdi landareign sem ætluð var til áframhaldandi landbúnaðarnota. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sýknu stefndu af kröfum áfrýjenda. 4 10 Áfrýjendum verðu r gert að greiða óskipt stefndu málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Kröfum áfrýjenda um að viðurkennt verði að framsal veiðiréttinda í ánni Eystri - Rangá, sem seld voru frá Miðhúsum með afsali dagsettu 14. maí 1948 og stefndu leiða veiðirétt sinn frá, hafi verið óheimilt og að þau veiðiréttindi sem upphaflega tilheyrðu Miðhúsum fyrir afsalið séu því eign áfrýjenda sem eigenda Miðhúsa , er vísað frá héraðsdómi . Hinn áfrýjaði dómur skal að öðru leyti vera óraskaður um a nnað en málskostnað. Áfrýjendur, Guðrún Þórarinsdóttir, Brynjar Ágúst Sigurðsson, Bryndís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Lárusdóttir , greiði óskipt stefndu, Eysteini Arasyni, Árna Valdimarssyni, Ingibjörgu Jóhannesdóttur, Katrínu Jónínu Óskarsdóttur, Margréti Guðjónsdóttur og Útgerðarfélaginu Hvoli ehf. 1.600.000 krónur í málskostnað og Einhyrningi ehf. , 1.400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti . Dómur Héraðsdóms Suðurlands, föstudaginn 11. janúar 2019 Mál þetta, sem dómtekið var þann 3. desember sl., er upphaflega höfðað af Ragnhildi Lárusdóttur, ysteini Hinn 18. maí 2018 framseldi Ragnheiður F. Lárusdóttir eignarhlut sinn í jörðinni Miðhúsum til Stefnendur krefjast þess að viðurkennt verði með dómi að veiðiréttur í án ni Eystri - Rangá sem stefndu telja sér til eignar og tilheyri jörðum þeirra tilheyri stefnendum sem eigendum jarðarinnar Miðhúsa. Þá krefjast stefnendur þess að viðurkennt verði með dómi að framsal veiðiréttinda í ánni Eystri - Rangá sem seld voru frá jörðinn i Miðhúsum samkvæmt afsali dags. 14. maí 1948 og stefndu leiða veiðirétt sinn frá, hafi verið óheimilt og séu veiðiréttindi þau sem upphaflega tilheyrðu Miðhúsum fyrir afsalið dags. 15. maí 1948, því eign stefnenda sem eigenda jarðarinnar Miðhúsa. Stefnend ur krefjast málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefndu in solidum. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnenda. Þá krefjast stefndu málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnenda in solidum. Málavextir Samkvæmt gögnum málsins er elsta heimild um jörðina Miðhús, í þáverandi Hvolhreppi, í jarðatali J. Johnsen frá 1847. Óumdeilt er að þegar Lárus Ágúst Gíslason keypti jörðina 1947 réð Eystri - Rangá landamerkjum að norðan, sbr. og landamerkjabók Rangárvallasý slu frá 17. maí 1892. Með afsali, dags. 14. maí 1948, afsalaði Lárus nánar tilgreindum hluta jarðarinnar Miðhúsa til nýbýlastjórnar, f.h. ríkissjóðs. 5 Núverandi eigendur Miðhúsa, stefnendur þessa máls, leiða allir eignarétt sinn að jörðinni til hjónanna Lárusar Ágústs Gíslason og Bryndísar Nikulásdóttur sem bæði eru látin. Af gögnum málsins má ætla að til hafi staðið að stofnuð yrðu fimm nýbýli á hinu selda landi Miðhúsa. Raunin varð hins vegar sú að stofnuð voru fjögur nýbýli, þ.e. Miðtún, Lynghagi, Ak ur og Hjarðartún. Eins og áður greinir eignaðist ríkissjóður hluta jarðarinnar Miðhúsa árið 1948. Með byggingarbréfum, dags. 8. september 1949, 3. október 1951, 12. september 1952 og 20. október 1953, ráðstafaði nýbýlastjórn, í umboði ríkissjóðs, hinu afs alaða landi Miðhúsa til búrekstrar og stofnun nýbýla samkvæmt lögum nr. 35/1946 um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Í áðurnefndum byggingarbréfum var hinu leigða landi og legu þess lýst, en landið var leigt í erfðaábúð. Í öllum byggingarbréf unum voru samhljóða ákvæði í 2. mgr. 3. gr. um beitarrétt að landi meðfram Eystri - Rangá og um veiðirétt jarðanna í ánni að 1/5 á móti hinum býlunum. Stærð býlanna var á bilinu 30,5 37,1 hektarar. Með viðbótarbyggingarbréfum, dags. 4. desember 1965, var hve rri jörð lagt til viðbótarland, nánar tiltekið á bilinu 6,93 7,97 hektarar. Jafnframt var gerð sú breyting að beitar - og veiðiréttur hverrar jarðar varð 1/4 að tiltölu. Áðurnefnd nýbýli fengu nöfnin Miðtún, Lynghagi, Akur og Hjarðartún. Samkvæmt gögnum m álsins seldi ríkissjóður jarðirnar Miðtún, Lynghaga, Akur og Hjarðartún á árunum 1986 - 2013. Í afsölum fyrir jörðunum er með mismunandi hætti fjallað um hvaða verðmæti fylgja með í sölu jarðanna. Verður eingöngu gerð grein fyrir ákvæðum afsalanna hvað varða r fylgifé/hlunnindi og/eða veiðirétt. Í afsali ríkissjóðs fyrir jörðinni Hjarðartúni, dags. 6. janúar 1986, segir að jörðinni fylgi veiðiréttur í Rangá að 1/4 hluta. Í afsali ríkissjóðs fyrir jörðinni Miðtúni, dags. 23. nóvember 1991, er ekki vikið sérstak lega að veiðirétti en þar segir að jörðin sé seld ásamt öllum þeim gögnum og gæðum sem henni fylgja og fylgja ber samkvæmt jarðalögum nr. 65/1976 og nánar greini í afsalinu. Í afsali ríkissjóðs fyrir jörðinni Akri, dags. 30. mars 2000, er sambærilegt ákvæð i og í afsali ríkissjóðs fyrir Miðtúni. Í afsali ríkissjóðs fyrir jörðinni Lynghaga, dags. 1. febrúar 2013, er sambærilegt ákvæði og í afsölum fyrir Miðtúni og Akri. Hins vegar er í afsalinu fyrirvari ríkissjóðs er varðar veiðirétt jarðarinnar. Er hann svo hljóðandi: Eigendur nágrannajarðarinnar Miðhúsa, landnr. 164180, hafa gert tilkall til veiðiréttar í ánni Eystri - Rangá. Ef dómstólar myndu samþykkja það tilkall myndi veiðiréttur jarðarinnar Lynghaga minnka hlutfallslega eða að öllu leyti. Yrði það raunin samþykkir seljandi að endurgreiða kaupanda þá skerðingu á veiðiréttinum samkvæmt kaupverði veiðiréttarins til baka . [Matsverð veiðihlunninda er tilgreint í afsalinu, innskot dómara] Sú fjárhæð yrði jafnframt uppreiknuð miðað við hækkun byggingarvísitölu f rá söludegi. Leiðréttingarheimild þessi gildir eingöngu í 10 ár frá kaupdegi. Verði skerðing á veiðiréttinum eftir þann tíma skapast eigi krafa til leiðréttingar á söluverði. Krafa til leiðréttingar skapast hvort heldur sem dómur fellur í héraði eða Hæstar étti, kjósi málsaðilar að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Í stefnu er gerð grein fyrir eignarhaldi stefndu á umræddum nýbýlum úr landi Miðhúsa. Samkvæmt stefnu og gögnum málsins er eignarhald nýbýlanna sem hér segir: Lynghagi er í eigu stefndu Ingibjar gar Jóhannesdóttur. Þá munu tiltekin mannvirki og ræktun á jörðinni vera í eigu stefnda Útgerðarfélagsins Hvols hf. Áðurgreint félag mun einnig vera eigandi spildu úr landi Hjarðartúns. Að öðru leyti er Hjarðartún í eigu Einhyrnings ehf. Þá er jörðin Akur sögð vera í eigu stefnda Árna Valdimarssonar. Samkvæmt stefnu hefur jörðinni Miðtúni nokkrum sinnum verið skipt og hefur jörðin og einstakar spildur úr henni gengið kaupum og sölum allt frá árinu 2000. Sem handhöfum veiðiréttar jarðarinnar Miðtúns er Margr éti Guðjónsdóttur stefnt sem eiganda Miðtúns og Katrínu Jónínu Óskarsdóttur og Eysteini Fjölni Arasyni sem eiganda Miðtúns 2. Í greinargerð stefndu annarra en Einhyrnings ehf., kemur fram að veiðifélag Eystri - Rangár hafi verið stofnað árið 1991. Óumdeilt er að stefnendur, eigendur Miðhúsa, hafa ekki fengið arðgreiðslur samkvæmt arðskrá veiðifélags Eystri - Rangá, en nýbýlin Miðtún, Lynghagi, Akur og Hjarðartún fara samtals með 360 einingar af 10.000 heildareiningum árinnar. Það mun hafa verið á árunum 2009 og 2016 sem stefnendur beindu kröfu um arðgreiðslu vegna veiði í Eystri - Rangá til stjórnar veiðifélagsins en var hafnað. 6 Málsástæður stefnenda Stefnendur byggja á því að frá örófi hafi jörðin Miðhús legið að Eystri - Rangá og í samræmi við reglu sem rek ja megi allt til Grágásar og 56. kapítula Landsleigubálks Jónsbókar um að landeigandi eigi vatn og veiði fyrir landi sínu hafi Miðhús notið veiðiréttar í Eystri - Rangá. Byggja stefnendur á því að ákvæði afsalsins frá 14. maí 1948 milli Lárusar Ágústs Gíslas onar og nýbýlastjórnar, f. h. ríkissjóðs, þar fasteign þessari fylgi veiðiréttur jarðarinnar í Rangá þágildandi löggjöf, nánar tiltekið lax - og silungsveiðilög nr. 112/1941, hafi bannað að aðskilja veiðiréttinn frá jörðinni enda hafi Miðhús verið jörð í byggð. Því tilheyri veiðirétturinn jörðinni. Vísa stefnendur til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 530/2014 varðandi túlkun vatnalaga nr. 15/1923, lax - og silungsveiðilaga nr. 61/1932 og skilgreiningu hugtaksins landa reign. Vísa stefnendur til þess að með framangreindum dómi hafi því verið slegið föstu að það hafi verið vilji löggjafans að sett yrðu tiltekin takmörk fyrir aðskilnaði veiðiréttar frá landareign í þeim tilgangi að sporna við því að landkostir jarða sem væ ru í landbúnaðarnotkun skertust, þ.m.t. verðmæt hlunnindi eins og réttur til veiði í ám og vötnum. Þá hafi með lögum nr. 61/1932 enn verið ítrekuð þýðing veiðiréttar fyrir jarðir í búrekstri og að eðlilegast og heppilegast sé að veiðin fylgi öðrum landnytj um. Einnig vísa stefnendur til þess að takmarkalaus uppskipting veiðiréttar einstakra jarða á fleiri hendur gæti stefnt í hættu því markmiði sem lögum nr. 61/2006 hafi verið ætlað, þ.e. að tryggja skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu þeirrar auðlinda r sem fiskistofnar ferskvatna séu. Samkvæmt þessu byggja stefnendur á því að þar sem bannað hafi verið samkvæmt 4. mgr. 2. gr. laga nr. 112/1941 að skilja að veiðirétt frá jörð í byggð, hafi ekki stofnast sá veiðiréttur sem afsalið frá 14. maí 1948 hafi kveðið á um. Þá verði hvorki séð af afsalinu né öðrum gögnum að um hafi verið að ræða tímabundin afnot til allt að tíu ára, sbr. undantekningarreglu 2. mgr. 4. gr. laga nr. 112/1941. Vísa stefnendur til þess að jörðin Miðhús hafi verið í fullri byggð á umr æddum tíma og því hafi verið um að ræða jörð sem hafi notið réttarverndar framangreinds lagaákvæðis. Byggt sé á því að Miðhús hafi á árinu 1948 verið lögbýli og landareign í skilningi laga þess tíma, en skilgreiningu hafi m.a. verið að finna í 1. gr. laga nr. 15/1923 Þar sem afsalshafi, íslenska ríkið (nýbýlastjórn) hafi ekki öðlast með gildum hætti veiðirétt jarðarinnar Miðhúsa, leiði að síðari afsalshafar ríkisins á landspildunni úr Miðhúsalandi, hafi ekki öðlast slíkan rétt, enda geti kaupandi ekki eign ast ríkari rétt en seljandi og síðari afsalshafar ekki öðlast eignarrétt að veiðirétti sem upphaflegur framsalshafi hafi ekki notið með gildum hætti. Vísa stefnendur til þess að ríkið hafi verið eigandi allra ofangreindra jarða í töluverðan tíma eftir að landskikinn hafi verið seldur frá Miðhúsum, sbr. að fyrsta afsalið hafi verið gefið út vegna Hjarðartúns árið 1986, árið 1999 vegna Miðtúns, árið 2000 vegna Akurs og síðasta afsalið hafi verið gefið út vegna Lynghaga árið 2013. Fram að þeim tíma hafi ríki ð verið eigandi landssvæðanna og ábúendur greitt leigu samkvæmt fyrirmælum í byggingarbréfum. Þá hafna stefnendur því að skráning stefndu hjá veiðifélagi Eystri - Rangár sem handhafa hluta í félaginu geti leitt til stofnunar eignarréttar eða hefð skapast v ið slíkar aðstæður. Sama gildi um heimildarlausa útgreiðslu arðs til stefndu sem og ef stefndu hafi talið slíkt fram til eignar um árabil. Stefnendur hafna því að til staðar séu lagaskilyrði til stofnunar veiðiréttar á grundvelli hefðar og vísa í því samba ndi til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 530/2015. Um aðild vísa stefnendur til 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og þess að þeir séu allir eigendur jarðarinnar Miðhúsa. Aðild stefndu sé aðallega byggð á 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 með vísan til þess að stefndu leiði öll rétt sinn frá ríkinu sem hafi fengið veiðirétt þann er mál þetta fjallar um samkvæmt afsali dags. 14. maí 1948. Viðurkenningarkrafa stefnenda lúti að öllum veiðirétti sem seldur hafi verið og því sé öllum þeim sem telja til heimilda fyrir þeim veiðirétti stefnt, þ. e. um sé að ræða óskipta skyldu í skilningi 1. mgr. 18. gr. áðurnefndra laga. Til vara er aðild stefndu byggð á 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991, en um sé að ræða sama atvik, aðstöðu og löggerning. Hver stefndi reki rétt sinn til veiðiréttar til eignarhald s síns á umræddum jörðum, hvers réttur sé sóttur til afsalsins frá 14. maí 1948. Einnig séu stefndu skráðir fyrir arði úr Eystri - Rangá samkvæmt arðskrá árinnar. 7 Um lagarök vísa stefnendur auk framangreinds til meginreglna eignaréttar, samningaréttar og k röfuréttar, Grágásar, 56. kapitula Landleigubálks Jónsbókar, vatnalaga nr. 15/1923, lax - og silungsveiðilaga nr. 61/1932 og laga um sama efni nr. 112/1941, 53/1957, 76/1970 og 61/2006. Viðurkenningarkrafa stefnanda hafi stoð í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1 991. Um varnarþing er vísað til 34. gr. áðurnefndra laga, sbr. einnig 32., sbr. 42. gr. laganna. Varðandi málskostnaðarkröfu vísa stefndu til 1. mgr. 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991 og laga nr. 50/1988. Málsástæður stefndu annarra en Einhyrnings ehf. Stefndu fjalla um tvíþátta kröfugerð stefnenda í máli þessu, þ.e. annars vegar kröfu þeirra um viðurkenningu á því að veiðiréttur í Eystri - Rangá tilheyri stefnendum og hins vegar kröfu þeirra um viðurkenningu á því að framsal fyrrgreindra veiðiréttin da hafi verið óheimilt og veiðiréttindi því eign stefnenda. Telja stefndu að seinni krafan sé aðeins málsástæða fyrir fyrri kröfunni og hafi stefnendur því ekki lögvarða hagmuni af úrlausn seinni kröfunnar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hljóti því að koma til álita að vísa seinni hluta dómkröfunnar frá dómi án kröfu. Stefndu mótmæla öllum dómkröfum stefnenda og þeim málsástæðum sem kröfurnar eru reistar á. Þá hafna stefndu fordæmisgildi dóms Hæstaréttar frá 3. mars 2016 í mál i nr. 530/2015 enda séu aðstæður allt aðrar í máli þessu. Stefndu byggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að fyrir liggi að stefndu eru eigendur að öllu landi Miðhúsatorfunnar sem liggur að Eystri - Rangá. Vísa stefndu til fornrar og rótgróinnar reglu í slensks réttar um að veiðiréttur fylgi bakkajörð. Komi reglan fram í Landbrigðisþætti Grágásar. Einnig vísa stefndu til 56. kapítula Landleigubálks Jónsbókar, en framangreindum reglum um veiði í ám og vötnum hafi verið fylgt við setningu vatnalaga nr. 15/1 923, sbr. 1. mgr. 121. gr. laganna. Þá vísa stefndu til ákvæða laga um að óheimilt sé að skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti frá landareign nema um tiltekið árabil, ekki lengra en tíu ár í senn auk annarra skilyrða, sbr. upphaflega 2. mgr. 121. gr. l aga nr. 15/1923 og síðar 1. og 4. mgr. 2. gr. laga nr. 61/1932 um lax - og silungsveiði, 1. og 4. mgr. laga nr. 112/1941, 1. og 4 mgr. 2. gr. laga nr. 76/1970, nú 5. gr. og 9. gr. laga 61/2006 um lax - og silungsveiði. Í máli þessu sé óumdeilt að stefnendur eigi ekkert land að Eystri - Rangá. Það eigi hins vegar jarðir stefndu og með vísan til hinnar fornu meginreglu fylgi veiðiréttur því landi stefndu. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefndu af dómkröfu stefnenda. Í öðru lagi byggja stefndu á því að fyr ir liggi að við uppskiptingu Miðhúsa árið 1948 hafi sérstaklega verið samið um að veiðiréttur Miðhúsa skyldi fylgja því landi sem afsalað var nýbýlasjóði með afsali dags. 14. maí 1948. Byggist veiðiréttur stefndu á skýru ákvæði afsalsins og vilja afsalsgja fa, Lárusar Ágústs Gíslasonar. Stefndu byggja á því að stefnendur, sem leiða rétt sinn frá áðurnefndum Lárusi, séu bundnir við hið þinglýsta afsal frá 1948. Hafi Lárus haft fullt samningsfrelsi til að ákveða að hinum afsalaða landi skyldi fylgja allur veið iréttur fyrir því landi. Hafi engir landbúnaðarhagsmunir sett samningsfrelsinu skorður að þessu leyti enda hafi legið ljóst fyrir að stofnað yrði til búrekstrar á hinu útskipta landi. Þá sé til þess að líta að Lárus hafi eingöngu haldið eftir minnihluta al ls jarðnæðis Miðhúsatorfunnar með framangreindri ráðstöfun, en ríflega 260 hekturum lands hafi verið afsalað til nýbýlastjórnar. Í þeim gerningi hafi jafnframt falist landskipti þar sem meirihluti jarðarinnar hafi verið lagður til nýrra bújarða. Við slíkar aðstæður hafi jarðeiganda verið fyllilega heimilt að ákveða að landi sem lá að Eystri - Rangá skyldi fylgja veiðiréttur jarðarinnar. Vísa stefndu að þessu leyti til 3. gr. landskiptalaga nr. 46/1941. Telja stefndu að Lárusi, sem eina eiganda Miðhúsa, hafi v erið heimilt að ákveða að framkvæma staðbundin skipti, sbr. áðurtilvitnað ákvæði landskiptalaga, á veiðirétti Miðhúsa. Aðstæður í máli þessu séu því allt aðrar en í dómi Hæstaréttar nr. 530/2015 þar sem skipt hafi verið út úr jörð 30 hektara spildu til frí stundanota. Í máli þessu hafi landi Miðhúsa verið skipt í tvo stóra jarðarhluta sem báðir hafi verið ætlaðir til landbúnaðarnota. Í þriðja lagi byggja stefndu á því að stofnað hafi verið til lögbýla á hinu afsalaða landi og þar stundaður landbúnaður. Haf na stefndu tilvísun stefnenda til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 530/2015 þar sem þar hafi verið um að ræða spildu sem hvorki hafi verið stofnað til sem lögbýlis eða hún á nokkurn hátt hagnýtt í þágu landbúnaðar. Í því máli hafi hagsmunir sem bjuggu að baki hinu takmarkaða banni við 8 aðskilnaði veiðiréttar frá landi í 2. mgr. 121. gr. laga nr. 15/1923 verið svokallaðir landbúnaðarhagsmunir, þ.e. löggjafinn hafi með því ætlað að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust og veiðiréttindi kæ must í hendur annarra. Í framangreindu máli hafi bakkareglan, en umrædd spilda í framangreindu máli Hæstaréttar hafi náð að bökkum Eystri - Rangár, vikið fyrir landbúnaðarreglunni, þ.e. þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið hér að framan. Því byggi stefndu á því að bakkareglan sé hin forna meginregla og þurfi mikið til að koma svo að vikið verði frá henni. Þá sé til þess að líta að starfsemi nýbýlastjórnar, sem keypti hluta Miðhúsa 1948, hafi byggst á lögum nr. 58/1941 um landnám ríkisins, en samkvæmt 6. gr. þeirra laga hafi þau verið sett í því skyni að efla landbúnað og treysta búsetu í sveitum landsins. Vísa stefndu einnig til 2. og 8. gr. laganna, en í síðarnefndu greininni sé gert ráð fyrir að áður en landnámssvæði væri ákveðið skyldi nýbýlastjórn leita u msagnar og tillagna sveitarstjórnar þar sem landnám væri fyrirhugað og bæri hreppsnefnd að gera rökstudda grein fyrir hver áhrif hins fyrirhugað landnáms myndi vera á afkomuöryggi bújarða sem fyrir væru í sveitinni. Segir í greinargerð stefndu að í máli þe ssu liggi ekkert annað fyrir en að jákvæð umsögn hafi borist frá hreppsnefnd Hvolshrepps að þessu leyti. Samkvæmt þessu sé útilokað að halda því fram að ráðstöfun veiðiréttar til nýbýlanna hafi á einhvern hátt farið gegn landbúnaðarhagsmunum, enda hafi í u mrætt sinn verið stofnaðar bújarðir til að efla íslenskan landbúnað í samræmi við skýran vilja löggjafans. Hafi því framsal veiðiréttar Miðhúsa með afsalinu frá 1948 verið lögmætt. Í fjórða lagi vísa stefndu til verðmæta veiðiréttarins. Í dómi Hæstarétta r í máli nr. 530/2015 hafi verið vísað til vilja löggjafans til að sporna við því að landkostir jarða sem væru í landbúnaðarnotum verðmæt hlunnindi eins og réttur til veiði í ám og vötnum li þessu hagi þannig til að á þeim tíma sem salan til nýbýlasjóðs hafi farið fram hafi engin veiði verið í Eystri - Rangá, en hún hafi fallið í kjölfar Heklugossins 1947. Með framsali veiðiréttarins hafi því í raun ekki verið látið af hendi nein veiðiréttind i. Það hafi verið vegna umfangsmikilla seiðasleppinga sem veiði í ánni hafi hafist að nýju, eða löngu eftir hina umræddu sölu. Loks vísa stefndu til þess að stefnendur hafi samþykkt í verki að Miðhús hafi árið 1948 verið skipt upp með þeim hætti að nýbýl i stefndu ættu allan veiðirétt fyrir landi sínu. Það hafi ekki verið fyrr en 60 árum síðar sem stefnendur hafi fyrst hreyft við því að líta ætti framhjá ákvæði afsalsins um framsal veiðiréttar. Réttarreglur um hefð styðji því jafnframt sýknukröfu stefndu e n þeir og forverar þeirra hafi í fullan hefðartíma haldið á veiðiréttinum. Til vara gera stefndu þá kröfu að veiðirétturinn sé hvað sem öðru líður í óskiptri sameign Miðhúsa og nýbýla stefndu. Vísa stefndu til framangreindra röksemda og telja kröfuna rúm ast innan sýknukröfu sinnar. Um lagarök vísa stefndu auk framangreinds til 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, sbr. einnig 1. gr. 1 samningsviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, meginreglna eignaréttar, samningaréttar og kröfuréttar, Land sbrigðisþáttar Grágásar, 56. kapitula Landleigubálks Jónsbókar, núgildandi lax - og silungsveiðilaga nr. 61/2006 og þágildandi lax - og silungsveiðilaga nr. 61/1932, laga nr. 112/1941, laga nr. 76/1970, vatnalaga nr. 15/1923 og laga nr. 58/1941 um landnám rí kisins. Varðandi málskostnaðarkröfu vísa stefndu til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður stefndu Einhyrnings ehf. Stefndi Einhyrningur ehf., mótmælir kröfugerð og málsástæðum stefnenda. Svo virðist sem kröfur stefnenda séu settar fram sem tvæ r aðalkröfur en erfitt sé að sjá með hvað hætti þær geti staðið saman, enda verði að telja ljóst að ef fallist verði á fyrri kröfuna þá sé síðari krafan með öllu óþörf og öfugt. Þannig sé kröfugerð stefnenda í raun valkvæð. Stefndi byggir í fyrsta lagi á því að framsal veiðiréttar með afsalinu frá 14. maí 1948 hafi verið, þrátt fyrir þágildandi lax - og silungsveiðilög nr. 112/1941 um bann við að aðskilja veiðirétt frá jörðum, heimilt með því að landi Miðhúsa hafi verið afsalað til nýbýlastjórnar. Í öðru l agi vísar stefndi til hinnar fornu reglu um að hver maður eigi vatn og veiði fyrir sínu landi, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 112/1941. Í samræmi við þessa reglu hafi framkvæmdin almennt verið sú að þegar bújörð er skipt upp í tvær eða fleiri bújarðir fylgi veiðirétturinn þeim hluta lands sem liggur að á eða 9 vatni. Því verði bann 4. mgr. 2. gr. laga nr. 112/1941 ekki skilið svo að það leggi bann við að veiðiréttur fylgi þeim hluta jarða sem liggi að vatni þegar bújörð sé skipt upp í fleiri bújarðir, enda væri slíkt í andstöðu við meginreglu þá sem í upphafi er vísað til. Í þriðja lagi vísar stefndi til þess að óumdeilt sé að hin framselda landareign liggi að Eystri - Rangá, enda komi það skýrt fram í afsalinu frá 14. maí 1948 í lýsingu á hinu selda landi. Þá lig gi einnig fyrir í máli þessu að nýbýlin fjögur hafi öll fengið land meðfram ánni og hafi landið og veiðirétturinn verið í sameign býlanna, og því öllum býlunum jafnheimil veiði, sbr. 4. gr. laga nr. 112/1941. Í fjórða lagi byggir stefndi á því að vilji sa mningsaðila hafi skýrlega komið fram í afsalinu frá 14. maí 1948, þ.e. að veiðiréttur fylgdi hinu selda landi. Þá vísar stefndi til þess að í lögskýringagögnum með lax - og silungsveiðilögum hafi mátt ráða að tilgangur löggjafans með því að takmarka aðskiln að veiðiréttar frá landareign, sbr. 2. gr. laga nr. 112/1941, hafi verið að sporna við því að landkostir jarða sem væru í landbúnaðarnotum skertust og að tryggja það að jarðir í sveitum héldust í byggð. Í því ljósi sé nauðsynlegt, við mat á gildi framsalsi ns, að hafa í huga hver hafi verið tilgangur með framsalinu og hvernig hið framselda land hafi verið nýtt, en eins og áður greinir hafi landinu verið afsalað til nýbýlastjórnar á grundvelli laga nr. 108/1941. Hafi tilgangur sjóðsins verið að ákveða styrki til nýbýla og stýra öðrum framkvæmdum í nýbýlamálum. Hafi tilgangur laganna verið að stuðla að endurbyggingu íveruhúsa í sveitum og stofnun nýrra býla. Með lögunum hafi verið brugðist við fólksfjölgun og sköpuð skilyrði til þess að sem flestir ættu þess ko st að fá býli í sveitum til ábúðar, sbr. 14. gr. laganna. Stefndi vísar einnig til 15. gr. og 24. gr. laganna og þess að þegar jörð sé skipt í nýbýli skyldi þess gætt að hvert býli fengi nægjanlega mikið landrými að mati nýbýlastjórnar að það nægði meðalfj ölskyldu til framfærslu. Allar hafi jarðirnar Akur, Miðtún, Hjarðartún og Lynghagi verið bújarðir og ætlaðar til landbúnaðarnota. Byggir stefndi á því að lög nr. 108/1941 séu sérlög sem gangi framar ákvæðum um takmörkun á aðskilnaði veiðiréttar frá landare ign og því hafi framsalið verið heimilt. Einnig verði að líta til þess að framsal veiðiréttar hafi ekki haft veruleg áhrif á landkosti Miðhúsa, enda hafi sú jörð haldist í byggð síðan og hafi framsalið stuðlað að fjölgun bújarða. Loks vísar stefndi til þ ess að jörðin Hjarðartún hafi réttilega átt veiðirétt í Rangá frá stofnun jarðarinnar og ekki hafi mátt skilja þann rétt frá jörðinni með afsali dags. 2. mars 1999, en þá hafi stefndi Útgerðarfélagið Hvoll ehf. (þá Hvoll hf.) selt Sigþóri Jónssyni og Gerði Óskarsdóttur jörðina að undanskilinni 7,67 hektara spildu og rétti til beitar í óskiptu landi meðfram Rangá að 1/4 til móts við jarðarinnar Akur, Lynghaga og Miðtún og veiði að sömu tiltölu. Á þeim tíma sem veiðirétturinn hafi verið skilinn frá Hjarðartún i hafi jörðin verið bújörð i skilningi laga og sé það enn í dag. Þá hafi gilt lög nr. 76/1970 en samkvæmt þeim hafi verið óheimilt að skilja veiðirétt frá landareign. Því sé stefndi Einhyrningur eiginlegur handhafi veiðiréttarins og sé málinu réttilega bei nt gegn félaginu. Forsendur og niðurstaða Í munnlegum málflutningi kom fram hjá lögmönnum stefndu að ranglega hafi verið vísað til laga í greinargerðum. Hið rétta sé að þegar sala á hluta Miðhúsa hafi farið fram á árinu 1948 hafi lög nr. 35/1946 um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum ve rið í gildi en ekki lög nr. 58/1941 um landnám ríkisins, og byggðu lögmennirnir á fyrrnefndu lögunum í málflutningi sínum. Af framlögðum gögnum málsins má sjá að hlutar úr jörðum stefndu hafa gengið kaupum og sölum undanfarin ár. Af þeim sökum skal tekið f ram að í máli þessu verður ekki tekin afstaða til ágreinings sem kann að vera milli stefndu um viðkomandi gerninga. Ágreiningur málsaðila, sem hér er til úrlausnar, lýtur að því hvort veiðiréttur í Eystri - Rangá hafi fylgt með þegar Lárus Ágúst Gíslaso n afsalaði hluta jarðarinnar Miðhúsa í fyrrum Hvolhreppi til nýbýlastjórnar, f.h. ríkissjóðs, með afsali dagsettu 14. maí 1948. Óumdeilt er að úr hinum afsalaða hluta jarðarinnar voru stofnuð fjögur nýbýli, þ.e. Akur, Miðtún, Lynghagi og Hjarðartún. Merkju m hins afsalaða lands var lýst í afsalinu og kemur fram í þeirri lýsingu og landamerkjabréfi Miðhúsa frá 17. maí 1892, að selt hafi verið allt land jarðarinnar Miðhúsa sem lá að Eystri - Rangá, en áin réð merkjum jarðarinnar að norðan. 10 Stefnendur byggja á því að ákvæði afsalsins frá 14. maí 1948 milli þáverandi eiganda Miðhúsa Fasteign þessari fylgir veiðiréttur jarðarinnar í Rangá - og silun gsveiðilaga nr. 112/1941, hafi lagt bann við að skilja veiðirétt við landareign að hluta eða öllu leyti. Á umræddum tíma hafi búrekstur verið stundaður á jörðinni Miðhúsum og því hafi ekki stofnast sá veiðiréttur sem afsalið hafi kveðið á um. Þá vísa stefn endur til dóms Hæstaréttar 3. mars 2016 í máli nr. 530/2015 máli sínu til stuðnings. Þegar sala á hluta lands úr jörðinni Miðhúsum fór fram á árinu 1948 voru í gildi lax - og silungsveiðilög nr. 112/1941, en eins og áður greinir var í 1. málslið 4. mgr. 2. gr. þeirra laga kveðið á um bann við að skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma, sbr. þó 2. mgr. 54. gr. laganna. Frá þessu var gerð undantekning í 2. málslið 4. mgr. 2. gr. laganna, en þ ar var kveðið á um að heimilt væri að skilja rétt til stangarveiði við landareign um tiltekið tímabil, er eigi má vera lengra en 10 ár, nema leyfi ráðherra komi til og mæli veiðimálastjóri og veiðimálanefnd með því að leyfið sé veitt, eins og þar segir. R étt þykir að fjalla um forvera framangreindrar reglu laga nr. 112/1941 enda byggja stefnendur á því að landbúnaðarsjónarmið þau sem lágu að baki lögfestingu þeirrar reglu eigi við í máli þessu. Með XIII. kafla vatnalaga nr. 15/1923 voru lögfest ýmis almen n ákvæði sem snertu veiði og veiðirétt, þ.e. fiskveiðar. Þar var í fyrsta sinn tekið upp hliðstætt bann og var í 4. gr. veiðitilskipunar frá 1849, þ.e. bann við að skilja rétt til fiskveiði í ám og vötnum frá landareign, en á þeim tíma sem vatnalögunum var breytt var talið vafasamt að bannið í 4. gr. veiðitilskipunar næði til fiskveiða í ám og vötnum vegna ákvæðis 21. gr. tilskipunarinnar, eins og segir í athugasemdum með 121. gr. í greinargerð með frumvarpinu því sem síðar varð að lögum nr. 15/1923. Með ák væðinu var lagt bann við að skilja veiðirétt að nokkru leyti eða öllu við landareign. Í framangreindum athugasemdum kemur fram að líklega myndi þykja fullhart að leggja algert bann við slíkri ráðstöfun. Niðurstaðan varð sú að bann 2. mgr. 121. gr. laga nr. 15/1923 gekk skemmra en bann 4. gr. veiðitilskipunnar 1849, þ.e. heimilt var að láta veiðirétt af hendi um allt að tíu ára bil og ekki lengur, nema leyfi ráðherra kæmi til eða að önnur hlunnindi komi á móti, er þeirri landareign sé ekki metin minna verð e n veiðirétturinn. Í áðurnefndri greinargerð með frumvarpi til vatnalaga segir í athugasemdum um 121. gr., að menn hafi umvörpum selt frá jörðum eða leigt veiðirétt í vötnum og ám síðan 1849, aðallega laxveiðina sem sé dýrmætasti veiðirétturinn sem þeir ráð i yfir. Því muni síst minni ástæða vera til að banna að skilja veiðirétt í vötnum og ám frá landareign en veiði á landi. Í athugasemd við 2. gr. frumvarps til lax - og silungsveiðilaga nr. 61/1932, er enn ítrekuð þýðing veiðiréttar fyrir jarðir í búrekstri, í umfjöllun um stöðu leiguliða en þar segir að eðlilegast sé og heppilegast að veiðin fylgi öðrum landsnytjum og að ábúandi jarðar, sem hafi önnur landsnot hennar njóti einnig veiðinnar. Því skuli meginregla vera sú að ábúð á leigujörð fylgi veiði. Til þe ssara sjónamiða er einnig vísað til stuðnings því að takmarka enn frekar rétt til að skilja veiði frá landareign en verið hafði í 2. mgr. 121. gr. vatnalaga nr. 15/1923. Hugtakið landareign var skilgreint í 1. gr. vatnalaganna sem land lögbýlis og lóð og lönd innan takmarka kaupstaða og löggiltra verslunarstaða. Hins vegar var hugtakið lögbýli ekki skilgreint í vatnalögum né í fyrstu heildstæðu lögunum um ábúð hér á landi, lögum nr. 1/1884. Í áðurnefndri greinargerð vatnalaga er jöfnum höndum rætt um landa reign og jörð og segir þar í umfjöllun um hina takmörkuð heimild til að skilja að veiði og landareign, að svo kunni að vera að landareign sé hagur að því að láta af hendi veiðirétt, með því að hún fái önnur gæði, sem hana vanhagar um, t.d. slægjur, beit o. s.frv. Við túlkun löggerninga sem gerðir hafa verið eftir gildistöku vatnalaga nr. 15/1923, hefur í dómsmálum einnig reynt á það hvort jarðir teljist landareign í skilningi 2. mgr. 121. gr. vatnalaga nr. 15/1923 og efnislega samhljóða ákvæði 4. mgr. 2. gr. lax og silungsveiðilaga nr. 61/1932 og laga með sama nafni nr. 112/1941, nr. 53/1957 og nr. 76/1970. Með vísan til framangreindrar umfjöllunar um nauðsyn þess að setja hömlur við sölu veiðiréttar frá jörðum má ráða að það hafi verið vilji löggjafans að sett yrðu takmörk fyrir aðskilnaði veiðiréttar frá landareign í þeim tilgangi að sporna við því að landkostir jarða sem væru í landbúnaðarnotum skertust ekki, þ.m.t. verðmæt hlunnindi eins og réttur til veiði í ám og vötnum. Samkvæmt framansögðu hefur fr á setningu vatnalaga nr. 15/1923 og síðar laga nr. 61/1932 um lax - og silungsveiði verið óheimilt að skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir 11 fullt og allt né um tiltekinn tíma. Fram til ársins 1940 var lögum nr. 61/1932 breyt t sjö sinnum, en þó ekki reglu laganna um bann við aðskilnaði veiðiréttar við landareign. Árið 1941 voru breytingar þær sem gerðar höfðu verið á lax - og silungsveiðilögum frá setningu laganna árið 1932 felldar inn í meginmál laganna og lögin gefin út svo b reytt í heild sem lög nr. 112/1941, þ.e. þau lax - og silungsveiðilög sem í gildi voru þegar sala á hluta jarðarinnar Miðhúsa fór fram, en umrædd bannregla var í 4. mgr. 2. gr. þeirra laga eins og áður greinir. Reglan var einnig óbreytt í lögum með sama naf ni nr. 52/1957 og nr. 76/1970. Núgildandi bann við aðskilnaði veiðiréttar er í 9. gr. lax - og silungsveiðilaga nr. 61/2006. Í máli þessu er óumdeilt að stundaður var búrekstur á jörðinni Miðhúsum þegar afsalið frá 14. maí 1948 var gefið út og því um að ræ ða jörð í byggð. Samkvæmt dómaframkvæmd verður því að fara fram mat á því hvort í máli þessu eigi við þeir landbúnaðarhagsmunir sem reglu 4. mgr. 2. gr. laga nr. 112/1941 og forvera hennar, þ.e. 2. mgr. 121. gr. vatnalaga nr. 112/1923 og 4. mgr. 2. gr. lax - og silungsveiðilaga nr. 61/1932, var ætlað að tryggja og fjallað hefur verið um hér að framan. Stefndu hafna því að bannregla 4. mgr. 2. gr. laga nr. 112/1941 eigi við í máli þessu. Vísa stefndu til skýrs ákvæðis afsalsins um að veiðiréttur í Eystri - Ran gá hafi fylgt hinu selda landi, þ.m.t. öllu landi Miðhúsa sem legið hafi að ánni. Þá vísa stefndu til hinnar fornu meginreglu um að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi og laga nr. 35/1946 um landnám, nýbyggðir og endurbyggin gar í sveitum, þ.e. markmiðs og tilgangs laganna, m.a. að kaupa land fyrir nýbýli í þeim tilgangi að þar væri stundaður landbúnaður, en þannig hafi háttað til í máli þessu. Nýbýlastjórn hafi keypt meirihluta jarðarinnar Miðhúsa í þeim tilgangi að stofna um rædd nýbýli í eigu stefndu sem öll hafa verið ætluð og nýtt til búrekstrar. Þá vísa stefndu, aðrir en stefndi Einhyrningur ehf., til þess að veiðiréttur í Rangá hafi verið verðlaus árið 1948 þegar salan hafi farið fram. Í afsali þáverandi eiganda Miðhúsa til nýbýlastjórnar ríkisins, f.h. ríkissjóðs, dags. 14. maí 1948, Ég undirritaður, Lárus Ágúst Gíslason, Miðhúsum í Hvolhreppi sel hér með og afsala Nýbýlastjórn ríkisins f.h. ríkissjóðs allt land það úr jörðinni Miðhúsum í Hvolhreppi, er felst innan eftirgreindra landamerkja. Að austan ráða merkjum frá öldunni vestan Hvolsfjalls, þinglesin landamerki jarðanna Miðhúsa og Efra - Hvols að Rangá. Að norðan ræður Rangá mörkum, en að vestan þinglesin landamerki Miðhúsa og Stórólfshvols að fyrrgreindri ö ldu vestan við Hvolfjall. Að sunnan ræður farvegurinn sá sunnan öldunnar er liggur inn með Hvolsfjalli Fasteign þessari fylgir veiðiréttur jarðarinnar í Rangá, svo og öll þau réttindi önnur og mannvirki sem landi þessu fylgja. Meðal gagna m Miðhús og Nýbýlahverf 2018, sem stefndu aðrir en stefndi Einhyrningur ehf., lögðu fram. Er uppdrættinum ætlað að sýna hinn selda hluta Miðhúsa samkvæmt áðurnefndu afsali. Kemur fram á uppdrættinum a ð jörðin Miðhús sé í dag um 98 - 100 hektarar að stærð, en hinn seldi hluti jarðarinnar um 260 hektarar að stærð. Hafa stefnendur ekki mótmælt uppdrætti þessum. Með samanburði á lýsingu hins selda hluta jarðarinnar í afsalinu frá árinu 1948 til nýbýlastjórna r, landmerkjabréfi Miðhúsa frá 17. maí 1892 og framangreindum uppdrætti má sjá að upphaflegt land jarðarinnar Miðhúsa, sem er rétt austan við Hvolsvöll, lá í geil frá suðri á móts við Hvolsvöll til norðurs að bökkum Eystri - Rangár. Samkvæmt afsalinu og uppd rættinum keypti nýbýlastjórn allt land jarðarinnar er lá að Eystri - Rangá allt suður að farvegi sunnan öldu er lá inn með Hvolsfjalli, samtals um 260 hektarar að stærð. Samkvæmt byggingarbréfum og viðbót við þau mun eignaland nýbýlanna Miðtúns, Akurs, Hjarð artúns og Lynghaga hafa verið samtals 161,40 hektarar að stærð árið 1965, þ.e. eftir útgáfu viðbótarbyggingarbréfa. Samkvæmt þessu má ætla að landið meðfram Eystri - Rangá sé um 98 hektarar af stærð. Ágreiningslaust er að það land er nú í óskiptri sameign ný býlanna fjögurra sem stofnuð voru í kjölfar kaupanna. Samkvæmt framansögðu áttu Miðhús eftir söluna til nýbýlastjórnar því ekkert land að Eystri - Rangá. Eins og áður greinir eignaðist nýbýlastjórn með afsalinu 14. maí 1948 um 260 hektara lands, eða tæpl ega 2/3 jarðarinnar Miðhúsa, þ.m.t. allt land jarðarinnar að Eystri - Rangá. Þó það komi ekki fram í afsalinu má ráða af gögnum málsins að tilgangur kaupanna hafi verið stofnun nýbýla á hinu afsalaða landi á grundvelli nýsamþykktra laga nr. 35/1946 um landná m, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum, en tilgangur þeirra laga var að auka ræktað land til sveita og efla byggð í landinu í svokölluðum byggðahverfum. Rekja má aðgerðir hins opinbera til að auka byggð í landinu allt til ársins 1776. Með 12 tilskipun 15. a Forordn. um fríheit fyrir þá, sem vilja upp taka eyðijarðir eða óbygð pláz á Íslandi augum að auka byggð í landinu. Arftaki tilskipunarinna r voru lög um nýbýli frá 6. nóvember 1897. Kváðu þau lög á um að stofna mætti nýbýli á eyðijörðum eða óbyggðu landi, s.s. í almenningum og afréttarlöndum. Í kjölfar kreppunnar milli 1930 og 1940 voru sett lög nr. 25/1936 um nýbýli og samvinnubyggðir í þeim tilgangi að skapa aðstöðu fyrir almenning til að stunda landbúnað og tryggja þar með afkomu sína. Í kjölfar breytinga á atvinnuástandi í landinu í kringum seinna stríð voru lögin frá 1936 endurskoðuð og í þeirra stað komu lög nr. 58/1941 um Landnám ríkisi ns. Það mun síðan hafa verið eftir setningu arftaka þeirra laga, þ.e. laga nr. 35/1946, sem aðgerðir stjórnvalda til íbúafjölgunar í sveitum landsins fóru að bera nokkurn árangur. Með lögunum nr. 35/1946 voru tryggð fjárframlög fyrir landnám ríkisins til a ð útvega land til undirbúnings þurrkunar og ræktunar í þeim tilgangi að efla byggðaþróun í sveitum. Segir í 6. gr. laganna að kaupa skuli land í því skyni að koma upp byggðahverfum en í hverju byggðahverfi skuli vera minnst fimm býli. Mun hafa verið stofna ð til byggðahverfa víða um land á grundvelli framangreindra laga. Yfirstjórn landnáms ríkisins var í höndum nýbýlastjórnar en framkvæmd í höndum framkvæmdastjóra, landnámsstjóra, sem nýbýlastjórn réði, sbr. 2. og 3. gr. laganna. Hlutverk landnámsstjóra var samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð þeirri sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögum nr. 35/1946, að sjá að öllu leyti um framræslu lands og allan undirbúning ræktunar á því landi er taka skyldi undir byggðarhverfi. Eins og rakið er í málavaxtalý singu hér að framan voru stofnuð fjögur nýbýli á landi því sem nýbýlastjórn keypt úr landi Miðhúsa og þau leigð til búrekstrar á árunum 1949 til 1953 með vísan til laga nr. 35/1946 um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Stærð býlanna var á bili nu 30,5 37,1 hektarar. Með viðbótarbyggingarbréfum, dags. 4. desember 1965, var hverri jörð lagt til viðbótarland, nánar tiltekið á bilinu 6,93 7,97 hektarar. Jafnframt var gerð sú breyting að beitar - og veiðiréttur hverrar jarðar varð 1/4 að tiltölu í sta ð 1/5 eins og var fyrir útgáfu viðbótarbyggingarbréfa. Jarðirnar voru allar leigðar í erfðaábúð og var í byggingarbréfum jarðanna samhljóða ákvæði í 2. mgr. 3. gr. um beitarrétt jarðanna á landi meðfram Eystri - Rangá og veiðirétt jarðanna í ánni að 1/5 á mó ti hinum býlunum. Við mat á banni lax - og silungsveiðilaga nr. 112/1941 um aðskilnað veiðiréttar frá landi verður til þess að líta að með kaupum á meirihluta lands Miðhúsa árið 1948 var tilgangurinn að auka byggð í sveitum landsins. Í áðurnefndri greina rgerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 35/1946 kemur fram að með auknum byggingum í sveitum færist þangað aukið fjármagn og aukið atvinnulíf. Segir að þess sé vænst að það geri sveitunum léttara fyrir bæði um það að koma upp enn meiru af nauðsynlegu m húsakosti fyrir fólk og fé og var í þeim efnum vísað til byggingarsjóðs samkvæmt III. kafla frumvarpsins er veitti lán til bygginga og endurbygginga íbúðar - og peningshúsa. Þá kemur fram í greinargerðinni að í kjölfar landnámsins, framræsingar lands og ræktun verði bú í hinum fyrirhuguðu byggðahverfum um þriðjungi stærri en meðalbú var þá. Hins vegar megi búast við að miklu minni vinnukraft þyrfti til að reka búin og megi því búast við arðvænni búrekstri en tíðkast hafi. Að framansögðu virtu er ekki óva rlegt að fullyrða að hagsmunir þeirra sem stunduðu landbúnað á Íslandi hafi verið settir í forgrunn með lögum þeim sem heimiluðu og lágu að baki kaupum nýbýlastjórnar, f.h. ríkissjóðs, á meirihluta lands Miðhúsa. Af gögnum málsins má ráða að skipulag hins nýja byggðahverfis úr landi Miðhúsa hafi miðað að því að hverri jörð fylgdi gott ræktunarland og aðgengi að beitarlandi meðfram Eystri - Rangá, upphaflega að 1/4 hluta móti hinum jörðunum, eins og segir í 2. gr. byggingarbréfa nýbýlanna. Í Landabrigðisþætti Grágásar var kveðið á um að þar, sem menn ættu merkivötn saman, ætti hver að veiða fyrir sínu landi. Í 56. kapítula Landleigubálks Jónsbókar sagði að hver maður ætti vatn og veiðistöð fyrir sinni jörðu sem að fornu hafi verið nema með lögum væri frá komið . Þessum grunnreglum íslensks réttar til veiða í straumvörnum og stöðuvötnum var fylgt við setningu vatnalaga nr. 15/1923, þar sem mælt var svo fyrir í 1. mgr. 121. gr. að landeiganda og þeim, sem hann veitti heimild til, væri einum heimil veiði í vatni á landi sínu. Eftir afnám 121. gr. vatnalaga hafa efnislega sömu reglur gilt áfram eins og rakið hefur verið að framan, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 71/1932 um lax - og silungsveiði, 1. mgr. 2. gr. laga nr. 112/1941, 1. mgr. 2. gr. laga nr. 76/190, og nú 5. g r. laga nr. 61/2009 13 Samkvæmt framangreindu er það forn meginregla íslensks réttar að hver maður eigi einn veiði fyrir sínu landi, þ.e. að saman fari eignarhald á landi og veiðiréttur í vatni eða á fyrir því landi. Þá hefur að meginreglu ekki verið unnt fr á gildistöku vatnalaga nr. 15/1923 að eignast veiðirétt í straumvatni eða stöðuvatni hér á landi nema með því að eignast land sem liggur að slíku vatni og vísast í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar Íslands 3. nóvember 2011 í málinu nr. 453/2009. Í þessu sambandi vísast til athugasemda með 5. gr. frumvarps sem varð að núgildandi lax - og silungsveiðilögum nr. 61/2006, en þar segir að augljóst sé að annað fyrirkomulag en það að saman fari eignarhald á landi og veiðiréttur á eða fyrir því landi, geti leitt ti l mikils glundroða. Þá kemur fram í 4. mgr. 5. gr. áður nefndra laga, að mönnum sé heimil för í annarra landi til þess að koma í veg fyrir missi afla eða koma í veg fyrir tjón á veiðibúnaði. Þá má fallast á það með stefndu, þó svo landskiptalög nr. 41/1946 hafi ekki átt við um uppskiptingu Miðhúsa með afsalinu frá 15. maí 1948, að í ljósi þeirrar ákvörðunar eiganda jarðarinnar að afsala öllu landi jarðarinnar sem lá að Eystri - Rangá hafi afsal veiðiréttar talist vera hagkvæm og eðlileg ráðstöfun, sbr. til hl iðsjónar fyrirmæli 1. mgr. 3. gr. áðurnefndrar landskiptalaga. Andstætt við dóm Hæstaréttar frá 3. mars 2016 í málinu nr. 530/2015, sem stefnendur vísa til kröfum sínum til stuðnings, hagar þannig til í máli þessu að ríkið keypti meirihluta lands jarðari nnar Miðhúsa, þ.m.t. allt land jarðarinnar sem lá að Eystri - Rangá, í þeim tilgangi að stofna þar nýbýli til búrekstrar. Við stofnun nýbýlanna var á því byggt að beitarréttur í óskiptu landi við og suður frá Eystri - Rangá og veiðiréttur í Eystri - Rangá fyrir því landi fylgdi hverju nýbýli að tiltölu, sbr. 2. gr. þágildandi laga um ættaróðal og erfðaábúð nr. 116/1943. Óumdeilt er að þeim tilgangi laga nr. 35/1946, að búrekstur skyldi stundaður á umræddum nýbýlum úr landi Miðhúsa var náð. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna skyldi áður en landnám var hafið gefa sveitarstjórn/hreppsnefnd þar sem landnám átti að fara fram, kost á að gera grein fyrir, hver áhrif hið fyrirhugaða landnám myndi hafa á afkomuöryggi bújarða þeirra, sem fyrir væru í viðkomandi sveitarfélagi/h reppi. Þá sagði í 2. mgr. 8. gr. að verði ágreiningur um fyrirætlanir nýbýlastjórnar við hlutaðeigandi bæjar - eða sveitarstjórn, skeri landbúnaðarráðherra úr. Engin gögn liggja frammi í málinu er varða framangreint ferli, þ.e. umsögn hreppsnefndar fyrrum H volhrepps vegna landnáms í landi Miðhúsa. Verður því við það að miða að áður en ríkið keypti meirihluta jarðarinnar Miðhúsa hafi framangreindri reglu laganna nr. 35/1946 verið fylgt og hreppsnefnd fyrrum Hvolshrepps gefinn kostur á því að gera grein fyrir hver áhrif hið fyrirhugaða landnám myndi hafa á afkomuöryggi þeirra bújarða sem fyrir voru í hreppnum. Einnig verður við það að miða að hvorki hreppsnefnd Hvolshrepps né landbúnaðarráðherra hafi gert athugasemdir við hið fyrirhugað landnám og áhrif þess á afkomuöryggi jarða í hreppnum, þ.m.t. Miðhúsa, en ágreiningslaust er að þegar salan fór fram og lengi eftir það var stundaður búskapur á jörðinni. Ákvæði 8. gr. laga nr. 35/1946 var ætlað að tryggja að gætt væri að hagsmunum þeirra bænda sem fyrir voru í v iðkomandi sveitarfélagi og kæmi upp ágreiningur um fyrirætlanir nýbýlastjórnar við sveitarstjórn skæri landbúnaðarráðherra úr. Nokkur líkindi eru með þessu ákvæði og 3. og 4. málslið 1. mgr. 9. gr. núgildandi lax - og silungsveiðilaga nr. 61/2006, en þar ke mur fram að á lögbýlum, þar sem stundaður er landbúnaður, skuli þess gætt við veitingu undanþágu að aðskilnaður veiðiréttar frá fasteign, valdi því ekki að torvelt verði eftirleiðis að stunda þar landbúnað. Þá má slíkur aðskilnaður ekki valda hættu á því a ð fiskstofnar viðkomandi veiðivatns verði ofnýttir. Ákvæði þetta var sett inn í frumvarp það er varð að lögum nr. 61/2006 þar sem í gildistíð forvera þeirra laga höfðu gengið dómar sem af ýmsum voru túlkaðir þannig að bann 4. mgr. 2. gr. laga nr. 76/1970 h afi ekki tekið til annarra fasteigna en þeirra þar sem stundaður var búskapur. Í þeim tilgangi að taka af öll tvímæli var lagt til í frumvarpinu að sú meginregla skyldi gilda frá gildistöku laga nr. 61/2006, að veiðiréttur verði ekki skilin frá fasteignum, hvorki með hefðbundnu afsali veiðiréttar né heldur við uppskiptingu fasteignar eða ráðstöfun einstakra spildna úr henni og skyldi því slíkt í öllum tilvikum vera leyfisskylt. Þá var gert ráð fyrir því að við mat á heimild til undanþágu bæri sérstaklega að líta til þess hvort kostir fasteignar til landbúnaðarnota skerðist, og jafnframt að fiskistofnar vatns verði ekki ofnýttir. Að öllu framansögðu virtu er það mat dómsins að þeir landbúnaðarhagsmunir sem lágu að baki bannreglu 4. mgr. 2. gr. lax - og silu ngsveiðilaga nr. 112/1941, hafi ekki átt við þegar útskipting á jörðinni Miðhúsum fór fram með sölu meirihluta hennar til nýbýlastjórnar, f.h ríkissjóðs, árið 1948. Einnig er til hinnar fornu meginreglu um að veiði fylgi bakkajörð að líta í ljósi legu þess hluta jarðarinnar Miðhúsa sem 14 seldur var, en orðalag afsalsins frá 14. maí 1948 var skýrt hvað þetta varðar sem og um afsal veiðiréttar jarðarinnar í Eystri - Rangá. Eins og atvikum er háttað í máli þessu er það mat dómsins að framsal veiðiréttar í Eystri - R angá til nýbýlastjórnar, f.h. ríkissjóðs, með afsali dags. 14. maí 1948, hafi verið heimilt og því tilheyri veiðiréttur í Eystri - Rangá þeim jörðum sem eiga land að ánni í óskiptri sameign. Samkvæmt öllu framansögðu verða stefndu því sýknuð af öllum kröfu m stefnenda í máli þessu. Með vísan til meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að dæma stefnendur til að greiða stefndu málskostnað in solidum, sem þykir hæfilega ákveðinn 2.500.000 krónur. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson lö gmaður flutti mál þetta af hálfu stefnenda. Af hálfu stefndu, annarra en Einhyrnings ehf., flutti Guðjón Ármannsson lögmaður málið. Áslaug Árnadóttir lögmaður flutti málið af hálfu stefnda Einhyrnings ehf. Dómsuppsaga hefur dregist fram yfir lögbundinn fre st vegna embættisanna dómara, en fyrir uppkvaðningu dóms var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D ó m s o r ð : Stefndu, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Katrín Jónína Óskarsdóttir, Eysteinn Fjölnir Arason, Árni Valdimarsson, Útgerðarfélagið Hvoll ehf. og Einhyrningur ehf., eru sýkn af öllum kröfum stefnenda í máli þessu Stefnendur, Ragnhildur Lárusdóttir, Brynjar Ágúst Sigurðsson, Guðrún Þórarinsdóttir og Bryndí s Guðmundsdóttur greiði stefndu in solidum 2.500.000 krónur í málskostnað.