LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12. apríl 2019 . Mál nr. 795 /2018: A ( Einar Gautur Steingrímsson lögmaður , Gunnhildur Pétursdóttir lögmaður, 1. prófmál ) gegn B ( Valborg Þ. Snævarr lögmaður) og gagnsök Lykilorð Börn . Forsjá . Lögheimili . Meðlag . Dómsátt. Útdráttur A og B deildu um forsjá og lögheimili tveggja barna sinna. Undir rekstri málsins gerðu þau sátt um forsjána. Börnin voru búsett hjá B. Í málinu lá fyrir matsgerð þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að börnin væru tengdari B en A. Í dómi Land sréttar, sem var skipaður sérfróðum meðdómanda, var vísað til þess að því myndi óhjákvæmilega fylgja röskun á stöðugleika í lífi barnanna ef krafa A yrði tekin til greina. Fallist var á það með héraðsdómi að það væri í bestu samræmi við hagsmuni barnanna a ð lögheimili þeirra yrði áfram hjá B. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur um lögheimili barnanna og greiðslu meðlags með þeim. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Þorgeir Ingi Njálsson og Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 22. október 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vestfjarða 12. júlí 2018 í má linu nr. E - . 2 Aðaláfrýjandi krefst þess að lögheimili barna málsaðila, C og D , verði hjá aðaláfrýjanda. Þá krefst aðaláfrýjandi þess að gagnáfrýjandi greiði mánaðarlega einfalt meðlag með börnunum eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins hverju sinni frá dómsuppsögu til 18 ára aldurs þeirra. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 28. nóvember 2018. Hún krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar í héraði. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 2 4 Aðaláfrýjandi gerði í upphafi aðallega kröfu um að honum yrði falin forsjá barna málsaðila til 18 ára aldurs þeirra en til vara að málsaðilar færu sameiginlega með forsjána og að lö gheimili barnanna yrði hjá honum. Jafnframt gerði hann kröfu um einfalt meðlag með börnunum úr hendi gagnáfrýjanda frá dómsuppsögu til 18 ára aldurs þeirra, eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins hverju sinni. Loks krafðist hann þess að kveðið yrði á um inntak og umfang umgengni barnanna við það foreldri sem ekki færi með forsjá þeirra. 5 Hinn 22. mars 2019 gerðu aðilar málsins með sér dómsátt um hluta málsins. Samkvæmt sáttinni fara aðilar sameiginlega með forsjá barnanna en tekið er fram að úr ágreiningi um lögheimili þeirra verði leyst með dómi Landsréttar. Þá segir þar að um umgengni þess foreldris sem börnin eiga ekki lögheimili hjá fari í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms. Niðurstaða 6 Lögheimili gagnáfrýjanda er í . Börnin eru bæði búsett hjá henni og ganga í grunnskóla í hverfinu en eru í umgengni hjá aðaláfrýjanda aðra hverja helgi frá föstudegi til mánudags. Aðaláfrýjandi flutti á og býr þar ásamt sambýliskonu sinni og syni hennar. 7 Við ákvörðun u m það hjá hvoru foreldri lögheimili barnanna skuli vera ber að horfa til þess sem barni er fyrir bestu eins og nánar er rakið í 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Samkvæmt framlögðum gögnum frá grunnskóla barnanna gengur þeim að flestu leyti vel í skól anum þrátt fyrir að ágreiningur málsaðila hafi haft áhrif á líðan þeirra. Fyrir utan veturinn 2016 til 2017 hafa börnin gengið í leik - og grunnskóla í sama hverfi í , sækja þar tómstundir og eiga þar vini. Þá býr á heimili gagnáfrýjanda eldri hálfsystir barnanna sem þau hafa ávallt búið með. Einnig taldi dómkvaddur matsmaður að börnin væru tengdari gagnáfrýjanda en aðaláfrýjanda. Líta verður til þess að því myndi óhjá kvæmilega fylgja röskun á stöðugleika í lífi barnanna ef krafa aðaláfrýjanda yrði tekin til greina. Þegar þetta er metið heildstætt en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms er niðurstaðan sú að það sé í bestu samræmi við hagsmuni barnanna að lög heimili þeirra verði áfram hjá gagnáfrýjanda . Verður kröfum aðal áfrýjanda því hafnað og staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að lögheimili barnanna skuli vera hjá gagnáfrýjanda og aðal áfrýjandi greiði með þeim einfalt meðlag eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins til 18 ára aldurs þeirra. 8 Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað eru staðfest. 9 Rétt er að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Um gjafsóknarkostnað málsaðila fyrir Landsrétti fer , eins og í dómsorði segir. 3 D ómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um lögheimili barna málsaðila og skyldu aðaláfrýjanda til greiðslu meðlags með þeim. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Gjafsóknark ostnaður aðaláfrýjanda, A , og gagnáfrýjanda, B , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns, 1.400.000 krónur og Valborgar Þ. Snævarr lög manns, 960.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E - 33/2017. Mál þetta, sem dómtekið var 18. maí síðastliðinn, er höfðað 14. júní 2017. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: Aðallega að Til vara er þess krafist að aðilar fari sameiginlega með forsjá barna aðila, en að lögheimili þeirra verði hjá stefnanda. Þá er þess krafist að kveðið verði á um inntak umgengnisréttar þess foreldis sem ekki fær forsjá barnanna. Enn fremur er þess krafist að stefndu verði gert að greiða stefnanda einfalt meðlag með börnunum frá uppkvaðningu dómsins til fullnaðs 18 ára aldurs barnanna eins og það er ákveðið hverju sinni af Tryggingastofnun ríkisins. Loks er krafist málskostnaðar óháð gjafsóknarleyfi. Stefnda krefst sýknu af kröfum stefnanda um forsjá, meðlag, umgengni og málskostnað. Stefnda krefst þess aðallega að hún fari ein með forsjá barnanna C og D. Til vara er gerð krafa um að forsjá barnanna verði sameiginleg og lögheimili þeirra hjá stefndu. Í báðum tilvikum er þess krafist að kveðið verði nánar á um inntak umgengnisréttar barnanna við það foreldri sem ekki fær forsjá. Þá krefst stefnda þess að stefnandi greiði áfram einfalt meðlag með börnunum eins og það ákvarðast af Tryggingastofnun ríkisi ns hverju sinni til fullnaðs átján ára aldurs þeirra. Enn fremur er krafist málskostnaðar. I Aðilar máls þessa fara sameiginlega með forsjá drengsins, C, en stefnda fer ein með forsjá stúlkunnar, D. Lögheimili þeirra beggja er hjá stefndu. Mál um fors já barna aðila var upphaflega höfðað 29. júní 2015 og þingfest degi síðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stefnda lagði fram greinargerð 8. október 2015 og málsgögn. Þann 8. mars 2016 var lögð fram matsgerð E, sálfræðings. Aðalmeðferð fór fram 29. apríl 2016 og var málið dómtekið sama dag. Með úrskurði 18. maí 2016 var málinu vísað frá dómi þar sem sáttavottorð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 7. janúar 2015 var ófullnægjandi, enda hafði sáttameðferð sýslumanns eingöngu beinst að drengnum, en ekki stúlkunni . 4 með forsjá barnsins. Samband aðila var stormasamt en þau ákváðu að hefja sambúð á ný, sem gekk í st uttan þá breyttist umgengnin á þann hátt að börnin voru meira en aðra hverja he var gerður samningur um að aðilar væru með börnin viku og viku í senn. Heldur stefnandi því fram að fljótlega eftir að hann hafi flutt út af sameiginlegu heimili aðila um áramótin 2012/2013 hafi stefnda byrjað að tálma umgengn i með því meðal annars að meina stefnanda að sækja börnin á leikskólann þegar hann átti að gera það og hringja í lögreglu að ófyrirsynju og fleira í þeim dúr. Samkvæmt málsgögnum hafa málefni aðila og barna þeirra ítrekað komið til kasta barnaverndarnefnd ar Reykjavíkur frá árinu 2006. Á árunum 2006 til 2015 bárust yfir 30 tilkynningar í máli tilkynningar vegna átaka milli stefnanda og stefndu á stuttu tímabili er þau voru saman. Stefnda hafnaði samvinnu við barnaverndarnefnd og samþykkti ekki vistun barnanna utan heimilis í tvo mánuði eins og farið var fram á, en samþykkti þess í stað einn mánuð. Gerður var samningur um vistun stúlkunnar utan heimilis í einn mánuð hj stefnda fer ein með forsjá stúlkunnar, og sérstakur samningur var gerður um breytingu á umsjá drengsins. aði sig sjálf eftir fjóra daga gegn læknisráði því að hún taldi sig ekki þurfa lengri tíma. Í greinargerð G félagsráðgjafa 19. maí 2015, sem lögð var fyrir fund barnaverndarnefndar Vegna alvarleika málsins og þeirra tilkynninga sem hafi borist barnaverndarnefnd þyki ljóst að móðir barnanna þurfi l börnin verði vistuð utan heimilis í fjóra mánuði á meðan stefnda leiti sér inniliggjandi meðferðar og verði Í fyrrnefndri greinargerð G segir að samkvæmt upplýsingum frá Landspítala sé stefnda greind yti hætt þegar hún eignaðist börnin. Þá segir að stefnda sé auk þess þunglynd og mjög kvíðin og eigi við ákveðin skapgerðarvandamál að stríða sem einkennist af miklum skapsveiflum. Hún sé fljóthuga og hvatvís og hafi oft lent í útistöðum við umhverfi sitt af þeim sökum. Í fundargerð barnaverndarnefndar Reykjavíkur 26. maí 2015 koma fram athugasemdir starfsmanna barnaverndar varðandi stefndu. Þar segir meðal annars: ,,Það er mat þeirra að móðir þurfi að alvarlegar. Var hegðun hennar óviðunandi á þessu tímabili. Þá segir að í gögnum málsins komi fram að upplýsinga f Stefnda væri því ekki að sinna því sem lagt hafi verið upp með. Stefnda hafi ekki farið eftir tilmælum starfsmanna eins og að fara í inniliggjandi meðferð. Hún hafi og ekki farið í inniliggjandi meðferð í framhaldinu. Það veldur starfsmönnum áhyggjum að móðir er ekki að sinna þeim meðferðarúrræðum sem starfsmenn lögðu upp með. Miklar áhyggjur séu af aðstæðum barnanna í umsj Þann 26. maí 2015 ákvað barnaverndarnefnd Reykjavíkur með heimild í barnaverndarlögum nr. 80/2002 að vista börn stefndu á heimili á vegum nefndarinnar í tvo mánuði. Í úrskurði nefndarinnar segir að þörf sé á vistun barnanna utan heimilis og séu fjórir mánuðir sá lágmarkstími sem sé nauðsynlegur til að raunhæft sé að ætla að stefnda verði í stakk búin til að taka við umsjá barnanna að nýju. Þá fól nefndin starfsmönnum að gera áætlun um meðferð málsins sem miðaði að stuðningi við stefndu og börnin á tímabili vistunar utan heimilis. Einnig var tekið fram í forsendum úrskurðar barnaverndarnefndar að mál yrði höfðað með kröfu um að vistun barnanna stæði til 28. september 2015. Í kjölfarið voru börnin vistuð áfram hjá stefnanda og sambýliskonu hans. Ste fnda skaut úrskurði barnaverndarnefndar til héraðsdóms sem 5 staðfesti ákvörðun nefndarinnar um tveggja mánaða vistun barnanna utan heimilis stefndu með úrskurði 16. júlí 2015. Þann 4. nóvember 2015 óskaði stefnandi eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður ti l að meta forsjárhæfni aðila málsins í þeim tilgangi að unnt væri að ákveða með dómi hvort þeirra teldist hæfara til að fara með forsjá barnanna. Var E sálfræðingur dómkvödd til að framkvæma umbeðið mat. Matsgerð hennar er dagsett 4. mars 2016. Verða helst u niðurstöður matsgerðarinnar raktar í kafla IV. Í tölvupósti H geðlæknis til E sálfræðings 6. mars 2016 segir að stefnda hafi verið sjúklingur vegna börnin. Hún hafi róast og fundið til mun meiri ábyrgðar en áður og verið samviskusöm og góð móðir, en átt í erfiðleikum með skap sitt og átti til að fá skapsveiflur og reiðiköst en venjulega hafi allt gengið vel. Vandamál í sambúð með stefnanda hafi haft slæm áhrif á geðslag stefndu. Hún hafi fyllst kvíða og þunglyndi og átt til að fá reiðisveiflur. Það hafi versnað til muna þá sjaldan að hún neytti áfengis. Loks Í vottorði sama læknis 26. apríl 2018 segir að stef nda hafi náð mjög góðu jafnvægi á líf sitt bæði vegna lyfja sem hún var á, en kannski fyrst og fremst vegna sjálfshjálparvinnu sem hún hefur stundað. Hún hafi ningar, og fremst kvíðin sem mögulega megi rekja til þeirra aðstæðna sem hafi verið ríkjandi í lífi hennar síðustu árin. Á árinu 2016, eða nokkru eftir a ð fyrra forsjámáli aðila var vísað frá dómi, flutti stefnda búferlum llyrðir stefnda að hún hafi gert stefnanda viðvart um flutningana með tveggja mánaða fyrirvara og óskað eftir því að gerður yrði nýr umgengnissamningur, sem miðaði við breyttar aðstæður, en stefnandi hafi ekki verið til samstarfs um það. Hefur hann viljað hafa umgengni eftir eigin hentisemi. Stefnda hafi lagt fram beiðni til sýslumanns um ákvörðun umgengni 10. apríl 2017, þar sem hún telji mikilvægt að regla ríki í umgengni barnanna við stefnanda. Stefnandi segir á hinn bóginn að stefnda hafi flutt búferlum án samráðs við sig. Hann hafi haft viku og viku umgengni við börnin sem hafi orðið óstöðug og alfarið á forsendum stefndu. Fullyrðir stefnandi að stefnda hafi flutt með börnin til að stefnandi myndi umgangast þau minna. Þá heldur stefnandi því fram að ste 2017, en samkvæmt umgengnissamkomulagi áttu börnin að vera hjá stefnanda á þeim tíma. Í stefnu segir að veturinn 2016 til 2017 hafi gengið illa að skipuleggja umgeng ni fram í tímann og hafi umgengnin oftast stjórnast af geðþóttaákvörðun stefndu hverju sinni. Stefnandi hafi fengið umgengni með óstöðugu millibili og oft með mikilli fyrirhöfn og litlum fyrirvara. Eftir árangurslausa sáttameðferð hafi samskiptin versnað o g hafi stefnda lýst því yfir að hún ætli að tálma umgengni í fjóra mánuði að því er virðist í eins konar refsingarskyni. Eftir að stefnandi hafi lagt fram beiðni um að beitt yrði dagsektum til að knýja fram umgengni hafi stefnda samið við stefnanda um umge ngni en þó ekki fyrr Þá leitaði stefnandi á ný til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í því skyni að fá forsjá yfir börnunum, en sáttameðferð sýslumanns lau k án árangurs 3. maí 2017. sérstaklega hættulega líkamsárás, skilorðsbundið til þriggja ára. Stefnanda var með dómi Héraðsdóms ða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir fjárdrátt og tilraun 6 Stefnandi fullyrðir að þær ákvarðanir sem stefnda hafi tekið hafi frá því að málinu var vísað frá umgengni hjá stefnan þau væru í umgengni hjá stefnanda. Stefnda hafi mótmælt þessu án nokkurs rökstuðnings. Óstöðugleiki Í greinargerð ste fndu er sambúðinni með stefnanda lýst sem erfiðri og ofbeldisfullri og hafi með dóttur þeirra. Kveður hún stefnanda hafa ofsótt sig og njósnað um sig á tím abilum, eftir sambúðarslitin, sem hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Stefnandi hafi verið í óreglu en stefnda edrú frá því gripið inn í málið og vistað börnin utan heimilis, meðal annars hjá stefnanda, fyrst með samþykki stefndu þess að hún hætti í meðferðinni fyrr en til stóð var sú að stefnand i neitaði henni um að tala við börnin símleiðis. Hafði hún miklar áhyggjur af börnunum í umsjá stefnanda og óttaðist að hann beitti þau ofbeldi. Þá segir stefnda að fljótlega hafi umgengni hennar við börnin komist á, sem endaði síðsumars það ár, en um var að ræða vikulega dvöl barnanna til skiptis, eins og samningur aðila kvað á um. Lauk vistun verið það síðan. Lýsir stefnda því að umgengni stefnanda við börn in hafi alla tíð verið óregluleg og á tímabilum hafi hann ekki sinnt neinni umgengni. Stefnda kveðst hafa haft frumkvæði að því á sínum tíma að fara til sýslumanns til að koma reglu á umgengnina, en stefnandi hafi viljað koma á heimili hennar til að hitta börnin. Þá hafi hann tekið börnin í umgengni eftir eigin hentugleika. Aðilar gerðu loks með sér eins og haldið sé fram í stefnu. Á ýmsu hafi gengið í samskipt um aðila eins og gögn málsins beri með sér. Kveðst stefnda ítrekað hafa þurft að leita til bráðamóttöku vegna meints ofbeldis af hálfu stefnanda eins og gögn málsins sýni. Þá hafi lögregla þurft að hafa afskipti af málum af sömu ástæðum. Hafi samskipti aði la valdið stefndu mikilli vanlíðan. II Stefnandi kveður það brýnt að hann fari með forsjá barnanna og að lögheimili þeirra verði hjá honum, þannig að börnin geti áfram búið í sama hverfi og þau hafa búið, umgengist sömu vini og áður, auk þess sem stefnandi geti veitt þeim stöðugleika í uppeldi . Fari stefnda áfram með forsjá barnanna sé viðbúið að hún muni áfram tálma umgengni og flytja hvert á land sem er eða til útlanda ef henni sýnist svo. Hún hafi sýnt fram á óstöðugleika og tekið ákvarðanir þvert á hagsmuni barnanna og svo ekki verði lengur við unað. Þá kveðst stefnandi telja að það sé börnunum fyrir bestu að hann fari einn með forsjá þeirra. Hann bendi á að samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003 beri dómara að láta hagsmuni barnanna ráða við ákvörðun um forsjá þeirra en þar sé meða l annars fjallað um mikilvægi stöðugleika í lífi barns þegar forsjárhæfni sé metin. gögnum málsins verði ekki um villst að hún sé ekki fær um að fara með forsjá þeirra. Jafnfra mt séu líkur á því að hún tálmi umgengni við stefnanda, eins og hún hafi oft gert, eða nái í börnin í óleyfi úr skóla og leikskóla svo fátt eitt sé nefnt sem hafi áður komið upp á. Stefnda virðist hvorki hafa stjórn á skapi sínu né beri með sér og sé það því óásættanlegt að börnin þurfi að búa við slíkt. Telji stefnandi stefndu ekki treystandi til þess að fara með forsjá barnanna en margsinnis hafi komið utanaðkomandi tilkynningar um vanrækslu hennar. Stefnandi fullyrðir að hann ha fi staðið sig mjög vel sem faðir og uppalandi barnanna. Hann hafi ekki fengið neinar tilkynningar á sig síðustu ár eða frá því að regluleg umgengni hafi komist á eftir sambúðarslit. Hann fari með börnin á réttum tíma í skóla, sjái um daglegar þarfir þeirra og aðstoði við heimanám. Stefnandi hafi ávallt sett hag barnanna í forgang og vilji ekkert frekar en að hann fái forsjá þeirra til þess að tryggja framtíð þeirra og velferð. 7 Inntak forsjár sé að foreldrum beri að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár - og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barnsins og þörfum. Forsjá barns feli einnig í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi. Stefnandi hafi ávallt séð til þess að börnin hafi fengið þá umönnun sem foreldrum beri að veita börnum sínum. Stefnandi telji að það sé ekkert sem bendi til þess að stefnda muni sýna af sér ábyrga hegðun fari hún ein með forsjá barnanna. Þvert á móti kveðst hann telja allar lík ur á því að hún muni halda sama mynstri áfram og muni ekki geta búið börnunum öruggt og gott líf. Það séu gríðarlega miklir hagsmunir í húfi fyrir börnin að stefnandi fá forsjá yfir þeim báðum til að tryggja þeim gott atlæti og viðunandi uppeldisskilyrði. Með vísan til framangreinds varði það börnin miklu að faðir þeirra fái forsjá þeirra. Verði stefnanda einum dæmd forsjá barnanna muni hann stuðla að umgengni barnanna við stefndu svo fremi sem hún haldi vímuefnabindindi. Leggi stefnandi til að umgengni ve rði sem hér segi: Regluleg umgengni: Önnur hver helgi frá föstudegi til mánudags. Umgengni um jól, áramót og páska: Börnin verði önnur hver jól og önnur hver áramót hjá stefndu þannig að þegar börnin verða hjá stefndu um jól verði þau hjá stefnanda um ár amótin og öfugt. Jólaumgengni verði frá jólafríi barna til 28. desember og áramótaumgengni hefjist 28. desember þar til jólafríi barna sé lokið. Sumarumgengni og vetrarfrí: Börnin verði í fjórar vikur í sumarleyfi hjá stefndu ár hvert. Aðilar skuli fyrir 1. maí ár hvert hafa ákveðið sumarleyfi barnanna með hvoru foreldi um sig. Meðan börnin eru í sumarleyfi hjá stefnanda falli regluleg umgengni niður. Börnin verði annað hvert ár í vetrarfríi hjá stefndu. Komi aðilar sér ekki saman um sumarfrí skal hvort um sig eiga forgang til skiptis að sumarfrísdögum. Hvað lagarök varðar vísar stefnandi til barnalaga nr. 76/2003, einkum 5. mgr. 28., 34., 35., 56. og 57. gr. laganna. Um varnarþing er vísað til 37. gr. barnalaga. Um meðferð málsins gilda ákvæði VI. kafla barnalaga. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla l aga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sérstaklega 129. og 130. gr. Um virðisaukaskatt er vísað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. III Stefnda kveðst byggja kröfu sína um sýknu og forsjá barnanna á 2. og 3. mgr. 34. gr. laga nr. 76/2003 enda telji h ún hagsmunum barnanna best borgið í sinni umsjá, enda séu þau tengd henni afar sterkum tilfinningaböndum. Telji stefnda frumtengsl barnanna hafa verið við sig enda hafi það verið stefnda sem hafi alla tíð svarað frumþörfum þeirra og verið sá aðili sem þau hafi sótt öryggi sitt til. Megi í því sambandi benda á að aðilar hafi slitið sambúð áður en telpan hafi fæðst og hafi hún því aldrei verið búsett hjá stefnanda. Stefnda hafi haft börnin á brjósti í átta til níu mánuði og verið ófrísk eða með barn á brjósti tímabils sem þau hafi verið vistuð hjá stefnanda á árinu 2015. Hafi börnin dafnað vel í forsjá stefndu og engin ástæða sé til breytingar á búsetu þeirra, en í ljósi samskiptaerfiðleika og forsögu aðila telji stefnda nú að best henti að hún fari ein með forsjá þeirra. Telji stefnda vilja barnanna mjög einbeittan, þau vilji búa hjá henni og vera í hennar forsjá. Stefnandi höfðaði forsjármál gegn stefndu með st efnu sem þingfest var í lok júní 2015 og séu gögn þess máls öll lögð fram við þingfestingu málsins af hálfu stefnanda. Lítið sé lagt fram af nýjum gögnum í málinu nú, en þó lögð fram gögn frá skóla barnanna. Veki athygli að stefnandi kjósi að leggja eingön gu fram frammistöðumat og mætingar á haustönn síðastliðins vetrar, en ekki sömu gögn um vorönn 2017. Megi þó ljóst vera að hann hafi þau gögn undir höndum. Frammistaða og mætingar séu miklum mun betri á vorönn en mesti hluti fjarveru barnanna frá skóla, sé rstaklega á haustönn, hafi verið vegna umgengni við stefnanda sem hafi haldið börnunum án samþykkis að hluta til frá stefndu. Séu því forföll frá skóla að mestu honum sjálfum að kenna og hans framgöngu. Hafi stefnandi haldið börnunum, skráð þau í skóla án samþykkis stefndu og sýnt mikinn yfirgang varðandi tilhögun umgengninnar veturinn 2016 - 2017. Þá hafi stefnandi ekki fengist til að gera nýtt samkomulag um reglulega umgengni við börnin eftir að þau fluttu út á land. Hann hafi viljað haga seglum eftir vindi 8 og í hinu litla og nána samfélagi sem þar sé. Um þetta vitni bréf aðila sem til þeirra þekkja Stefnda sé í góðri vinnu og búi í öruggu húsnæði. Séu aðstæður barnanna hjá henni til fyrirmyndar og engin ástæða til að gera nokkrar breytingar á búsetu þeirra hjá henni. Telji stefnda því best fyrir börnin að vera áfram búsett hjá henni, en te lpan sé í forsjá hennar einnar og þurfi mikið til að koma lögum samkvæmt til að því verði breytt. Slíkar ástæður séu ekki til staðar. Þá þurfi mikið til að koma til að lögheimili drengsins verði breytt enda mikilvægt að hann verði búsettur hjá stefndu og b áðum systrum sínum, sem stefnda hafi forsjá yfir. Væri eðlilegast að hann lyti einnig forsjá stefndu þannig að hann væri Tengist systkinin öll sterk um böndum enda hafa þau verið búsett saman og hjá stefndu alla tíð. Stefnda segir það sitt mat að sameiginleg forsjá eigi ekki við þegar saga sé um ofbeldishegðun í sambandi aðila og þegar einnig komi til samskipta - og samstarfserfiðleikar sé enginn vafi á því að best henti að forsjáin sé á einni hendi, hjá því foreldri sem börnin hafi búið hjá alla tíð. Fallist dómurinn á varakröfu stefnanda um sameiginlega forsjá telji stefnda mikilvægt barnanna vegna að lögheimili þeirra verði óbreytt hjá stefndu. Eigi sömu sjónarmið við um þá kröfu og um forsjárkröfuna og til þeirra vísað. Stefnda hafi aðgang að húsnæði í Reykjavík, því sama og hún hafi búið í meðan á fyrra forsjármáli hafi staðið Sé um lýsingar á þeirri eign vísað til gagna málsins. Hafi stefnda búið innan hverfisins, til að stækka við sig. Stefnda njóti góðs stuðnings stórfjölskyldunnar, sem standi þétt að baki hennar og séu börnin tengd fjölskyldunni traustum böndum. lt fullyrðingum um meintan langvarandi vanda stefndu, enda sé slíkt fráleitt í ljósi þess að hún hafi annast uppeldi þriggja barna athugasemdalaust og börnin séu í mjög góðri stöðu eins og gögn málsins, sérstaklega skólans, sýni. Þá sé mótmælt fullyrðingum um fjölda sambanda stefndu við karlmenn eftir sambandsslit hennar og stefnanda og fullyrðingum um líferni hennar. Eigi þetta sér enga stoð í raunveruleikanum en stefnda hafi átt í ástarsambandi um tveggja ára skeið og sé það eini maðurinn sem hún hafi kyn nt fyrir börnunum sem kærasta. Stefnda hafi, eftir fæðingu barnanna, lifað mjög ábyrgu lífi. Hún hafi stundað ýmsa vinnu að fjármálum, staðið við skuldbindingar sínar og annast framfærslu barnanna athugasemdalaust. Hafi hún staðið fyrir öllum kostnaði vegna leikskóla, skóla og frístunda en stefnandi ekkert lagt fram utan einfalds meðlag s. Hafi stefnandi ekki sýnt áhuga á íþróttaiðkun barnanna eða tómstundastarfi þeirra. Þegar börnin dvelji hjá honum falli það niður. Stefnda eyði öllum sínum frítíma með börnunum og leggi áherslu á íþróttaiðkun þeirra og hollt tómstundastarf. Telji hún það skipta afar miklu máli við uppeldi barna og leggi hún sig því fram um að styðja við börnin í þeim efnum. Stefnda kveður aðstæður stefnanda með allt öðrum hætti og skorti þar á stöðugleika og ábyrgð. Virðist stefnandi hafa gleymt að skýra frá fyrirhuguðum börnunum að hann og núverandi kona hans væru að kaupa hús og flytja þangað. Sé rétt í því sambandi að benda á að stefnandi hafi flutt ellefu sinnum á árabilinu 2010 - 2017. Hvað lagarök varðar er vísað til 3 4. gr. barnalaga nr. 76/2003, bæði varðandi forsjá, búsetu, umgengni og meðlag. Um málskostnaðarkröfu er vísað til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og um kröfu um virðisaukaskatt til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IV Í máli þessu deila aðilar um forsjá, lögheimili, meðlag og umgengni barna málsaðila, C, sem Stefnandi krefst þess aðallega að honum verði falin forsjá barnanna og að lögheim ili þeirra verði hjá honum. Til vara krefst stefnandi þess að forsjáin verði sameiginleg og lögheimili barnanna hjá honum. Einnig krefst stefnandi þess að stefnda greiði meðlag með börnunum og að kveðið verði á um umgengni þess foreldris sem ekki fær forsj á við börnin. Stefnda krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda og að hún fari ein með forsjá barnanna. Til vara krefst stefnda þess að forsjá barnanna verði sameiginleg og lögheimili 9 þeirra hjá stefndu. Þá krefst stefnda þess að kveðið verði á um inntak u mgengnisréttar barnanna við það foreldri sem ekki fær forsjá. Loks krefst stefnda þess að stefnandi greiði einfalt meðlag með börnunum svo sem verið hefur. Mál þetta var upphaflega dómtekið að aflokinni aðalmeðferð 19. janúar 2018. Í framburði stefnanda f hefðu fest kaup á húsi. Það var mat fjölskipaðs héraðsdóms eftir dómtöku málsins að nauðsynlegt væri að upplýsa nánar og staðfesta framburð stefnanda að þessu leyti. V ar málið endurupptekið 24. apríl síðastliðinn með vísan til heimildar í 104. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Lagði stefnandi og fengu afhenta 1. apríl sama ár. Var málið dómtekið að loknum munnlegum málflutningi 18. maí síðastliðinn. Eins og rakið er í kafla I að framan var sambúð aðila málsins mjög stormasöm. Þá liggur fyrir að málefni aðila og barna þeirra hafa ítrekað komið til kasta barnavern darnefndar Reykjavíkur á árunum 2006 til 2015. Um það vitna fjölmargar tilkynningar sem varða stefndu sem lúta einkum að vímuefnaneyslu stefndu og óviðunandi aðstæðum barnanna, en einnig vegna átaka á milli aðila á sambúðartíma þeirra. stefnandi hefur oftast verið álitinn gerandi. Þessu til staðfestingar eru fjölmargar lögregluskýrslur og tilkynningar til barnaverndarnefndar frá þessum tíma, svo og áverkavottorð stefndu. Síðustu átökin urðu aðila. Hafa ýmis úrræði verið reynd til aðstoðar þeim. Stefnda hefur notið þjónustu sama geðlæknis frá Sem fyrr segir liggur fyrir matsgerð dómkvadds matsmanns, E sálf ræðings, dagsett 4. mars 2016. Óskað var eftir mati á persónulegum eiginleikum og högum aðila og barnanna, tengslum aðila við börnin og öðrum atriðum sem talin eru upp í 11 tölusettum liðum í athugasemdum við 34. gr. í frumvarpi því er varð að barnalögum n r. 76/2003. Vinna matsmanns hófst í desember 2015 og var lokið í byrjun mars árið við þegar aðstæður hennar voru skoðaðar og metnar af dómkvöddum matsma nni. Stefnandi er nú eins og matsmanns fór fram. Fram kemur í matsgerð hins dómkvadda matsmanns að foreldrahæfni aðila sé almennt nokkuð góð þangað til kemur að samskiptum þeirra. Þau virðist aldrei hafa getað átt jákvæð og uppbyggileg samskipti og sé nú svo komið að þau geti varla talast við og nái ekki að vera samtaka um hagsmuni barnanna. Félagsleg færni þeirra gagnvart hvort öðru er afar slök þrátt fy rir mikla aðstoð sem þau hafi fengið og komi það forsjárhæfni þeirra til frádráttar. Þá segir að aðilar geti ekki átt vitræn samskipti, nái ekki að nota tækni sem leysi ágreining og komi vanmáttur þeirra út á þessu sviði sem ofbeldi. Þá segir Í matsgerðinni segir að forsjárhæfni aðila hafi verið skoðuð út frá aldri viðkomandi barns og þroska og metin út frá eftirfarandi þáttum auk tengsla barns við foreldra: Vernd og öryggi, líkamleg umönnun og atlæti, örvun, hvatning og stuðningur, fyrirmynd og siðun. Þá þurfi að taka tillit til sérstakra þarfa barna ef einhve rjar eru. Ekki sé vitað um sérstakar þarfir hjá börnunum að öðru leyti en því að þau hafi bæði sýnt einkenni vanlíðunar. Hvað varðar þáttinn vernd og öryggi telur matsmaður aðila málsins að flestu leyti vera færa um að verja börnin fyrir utanaðkomandi hætt um og óþægindum í daglegu lífi og leiðbeina um viðeigandi hegðun í því samhengi svo viðunandi sé. En alvarlegt ósætti aðila, árekstur og átök í gegnum tíðina hafi án efa sett svip á sálarlíf barnanna. Þegar til ósættis, árekstra og átaka kemur á milli fore ldra í návist barna þeirra megi jafna því við ofbeldi gagnvart börnunum sjálfum. Greint er frá því í matsgerð hins dómkvadda matsmanns að báðir aðilar séu sjálfmiðaðir og hafi lítið innsæi í afleiðingar af framkomu sinni. Matsmaður segir stefnanda vera þr jóskan og stefndu tortryggna og mæti þau hvort öðru með sínar verstu hliðar. Þau hafi ekki, þrátt fyrir aðstoð, náð að bæta samskipti sín 10 til lengri tíma. Þau tali ekkert saman, eru ekki samstíga og augljóst sé að þetta ástand skapi spennu og neikvæðar til finningar fyrir börnin. Bæði eigi maka sem eftir upplýsingum matsmanns virðast leggja gott er hagir hans breyttust. Hann fái góða umsögn frá skól a og fái aðilar það líka að mestu. Þó komi fram að verkefni séu ekki alltaf unnin og þá sé hann leiður. Það virðist frekar gerast hjá stefndu en ekki sé það sett g skrifar hjá móður á liðni ári. Þá segir matsmaður að börnin hafi verið í óreglulegri umgengni við stefnanda framan af. Frá 2013 - 2015 hafi þau verið hjá honum frá fimmtudegi til mánudags aðra hverja helgi, en síðan alveg í fóstri hjá honum sumarið 2015 og síðan viku hjá hvoru foreldri fyrir sig. Fyrir dómi greindi matsmaður frá því að tengsl barnanna við stefnanda væru ekki eins sterk og tengsl við stefndu. Þau virtust vera ágæt, en væru grynnri. Stefnandi væri hæfur til að fara með forsjá barnanna. Mikilvægast væri fyrir börnin eins og öll börn að búa við stöðugleika og góða umhyggju foreldra sinna og gott atlæti á alla vegu sem tekið væri tillit ti l við mat á forsjárhæfni. Mikilvægt væri að foreldrar gætu staðið saman og tækju ákvarðanir saman. Þá kom fram hjá matsmanni að hún teldi að öðru jöfnu betra fyrir börnin að búa áfram í sama umhverfi fremur en að flytja á annan stað. Stefnda hefði sinnt bö rnunum meira en stefnandi í upphafi en erfitt hefði verið að meta hversu mikið stefnandi tæki þátt í lífi barnanna þar sem aðilar gátu ekki gert matsmanni grein fyrir því á hvaða tímum þau bjuggu saman og hvernig hlutirnir voru. Stefnda hefði glímt við erf umsagnir. Flestir þættir gengju ágætlega hjá báðum aðilum, en alltaf væru til staðar undirliggjandi vandamál af því að aðilar geta ekki talað saman. Ekki væri boðlegt að stefnda breytti vistunartíma á leikskó la þegar stefnandi ætti að sækja börnin. Stefnda hefði ekki séð það sem sitt hlutverka að segja stefnanda frá því og vísaði til þess að þau töluðu ekki saman. Þarna sé ekki staðið undir ábyrgð. Sama ætti stefndu ekki frá því. Báðir aðilar væru jafn hæfir til að fara með forsjá barnanna, en þó viðurkenndi matsmaður aðspurð að í niðurstöðum matsins hefði mátt úr forsjárhæfni. Báðir aðilar gera kröfu um að fara ein með forsjá barnanna, en til vara að forsjáin verði sameiginleg og að lögheimili barnanna verði hjá þeim. Þegar foreldra greinir á um forsjá eða lögheimili barns sker dómari úr málinu með dómi, sbr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003, með síðari breytingum, og kveður á um hvernig forsjá barns verði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. laganna lítur dómari meðal annars til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barn s við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni og fleiri þátta sem tilgreindir eru í málsgreininni, þar á meðal vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. Eins og fram kemur í athugasemdum í frumvarpi því er varð að lö gum nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 er ekki um að ræða tæmandi upptalningu á þeim sjónarmiðum sem dómari leggur til grundvallar við ákvörðun um forsjá. Markmiðið er að draga fram þá mælikvarða sem liggja til grundvallar mati á því sem bar ni er fyrir bestu til að gefa því hugtaki frekari merkingu í þessu samhengi. Einnig til að undirstrika skyldur foreldra gagnvart barni sínu og rétt barnsins. Þá segir að hæfi foreldris til að fara með forsjá sé eitt af undirstöðuatriðunum en við mat á hæfi megi meðal annars hafa hliðsjón af meginreglunni um inntak forsjár. Ljóst þykir að tengsl barns við foreldri er oft lykilatriði við ákvörðun forsjár og er hér fyrst og fremst átt við jákvæð og uppbyggileg tengsl. Einnig er í athugasemdunum áréttuð sérstak lega skylda beggja foreldra til að tryggja rétt barns til umgengni. Þess er áður getið að með matsgerð hins dómkvadda matsmanns er staðfest að báðir aðilar eru hæfir til þess að fara með forsjár barnanna. Fyrir dómi viðurkenndi dómkvaddur matsmaður að of lítið forsjárhæfni hennar. Þá kom fram hjá matsmanni að tengsl aðila við börnin væru góð, en tengsl þeirra við stefndu væru sterkari, enda hefði stefnd a sinnt börnunum meira í upphafi en stefnandi og því væru tengslin við hann grynnri. 11 Við aðalmeðferð málsins ræddu dómendur við börnin sitt í hvoru lagi án þess að aðilar hefðu tækifæri til að undirbúa þau sérstaklega fyrir viðtalið. C var mjög jákvæður o g sagðist stundum leika sér við stjúpbróður sinn, I, en þó meira við vini sína. Viðhorf til viku og viku umgengni voru jákvæð, en hann kvaðst ekki vita hvar hann vildi búa í framtíðinni. Þegar hann var spurður um foreldra sína sagði hann að pabbi hans skam maði hann meira en mamma og ef hann gerði eitthvað rangt tæki pabbi hans í hann, setti hann í sófann og ræddi við hann. Hann hefði ekki fengið marbletti eftir pabba sinn, en væri stundum rauður. Mamma hans væri ekki reið. Gerði hann eitthvað rangt þá kalla ði hún á hann og segði honum að hætta. D Skemmtilegt sé á heimili pabba. Ef hún sé óþekk hjá pabba skammi hann hana með því að tala við hana. Mamma geri min na af því og skammi hana rólega, en hún hafi séð hana verða reiða við eldri systur sína. D sagðist vera sátt við viku og viku fyrirkomulagið. Pabbi hennar geri meira með henni og sé meira með henni. Þau fari saman á kaffihús og geri ýmislegt saman. Hún ger i minna með mömmu sinni, en segist tala svipað við þau bæði. Þegar hún var spurð að því hvert hún myndi leita ef henni liði illa inni í sér sagðist hún leita til pabba. Bæði börnin greindu frá því að þau hefðu orðið vitni að ágreiningi foreldra sinna eða t ekið eftir því að þau væru ekki sammála og færu þá að rífast. Með vottorði H læknis, dagsettu 26. apríl 2018, er staðfest að stefnda sýni ekki lengur merki um sgerð dómkvadds matsmanns er einnig haft eftir sálfræðingi stefndu í símtali 3. mars 2016 að hann efist um að Samkvæmt því sem að framan er rakið er það álit dómsins að hagsmuna barnanna sé best gætt me ð því að aðilar málsins fari sameiginlega með forsjá þeirra. Álit dómsins er reist á því að eins og atvikum háttar og eins og samskiptum aðila og tengslum þeirra við börnin hafi verið háttað sé sú breyting sem niðurstaða dómsins felur í sér til þess fallin að auka líkur á sameiginlegri ábyrgð aðila og þátttöku þeirra beggja í uppeldi barnanna. Jafnframt að breytingin efli enn frekar tengsl barnanna við báða aðila málsins og aðra ættingja þeirra og sé einnig til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á samstarfsvi lja aðila og auðveldi þeim að takast á við þau málefni sem hafa verið ásteytingarsteinn þeirra hingað til. Er horft til þeirra ríku hagsmuna barnanna af því að njóta forsjár beggja foreldra sinna. Lögheimili barnanna er hjá stefndu. Krefst stefnda þess að það verði óbreytt, en stefnandi gerir þá kröfu að lögheimili barnanna verði framvegis hjá honum. Við ákvörðun um það hjá hvorum aðila lögheimili barnanna skuli vera ber að líta til atriða í 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þegar vinna dómkvadds mats manns fór fram bjuggu aðilar í sama hverfi í Reykjavík sem auðveldaði börnunum að tíma voru börnin í jafnri umgengni viku og viku í senn og virtist þa ð fyrirkomulag henta börnunum vel. Þau reyndust jákvæð þegar dómendur ræddu við þau í janúar síðastliðinn og undu hag sínum vel á heimili beggja aðila og stjúp - og hálfsystkina sinna. Þá voru þau einnig jákvæð í garð sambýliskonu föður og vinar móður. Þá l iggur fyrir að börnunum gengur að flestu leyti vel í þeim grunnskóla sem þau sækja þrátt fyrir að framkoma aðila í hvors annars garð hafi að einhverju leyti markað hagi og líðan barnanna. Að undanskildum vetrinum 2016 - 2017 hafa börnin átt alla sína leikskó la - og skólagöngu í sama hverfi. Þau sækja einnig tómstundir í sama hverfi og skólinn er í, það er fótbolta, fimleika og dans og eiga sína bestu vini þar. Dómkvaddur matsmaður taldi börnin tengdari stefndu en stefnanda vegna þess að hlutverk hennar hefði v erið meira við uppeldi barnanna. Á heimili stefndu er einnig eldri hálfsystir barnanna sem þau hafa alla tíð búið með. Yrði krafa stefnanda um að lögheimili barnanna yrði hjá honum tekin til greina er óhjákvæmilegt að því fylgdi veruleg röskun á stöðugleik a í lífi barnanna sem eru á viðkvæmum aldri. Að því virtu sem nú er fram komið þykir það þjóna hagsmunum barnanna betur eins og öllum atvikum er háttað að lögheimili barnanna verði áfram hjá stefndu svo sem verið hefur. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður s tefnanda gert að greiða einfalt meðlag með börnunum eins og nánar greinir í dómsorði. Báðir aðilar geta valið að horfa um öxl á verstu tímabilin í sambandi sínu. Vilji þau hins vegar hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi verða þau að horfa fram á veginn o g einbeita sér að því að bæta samskipti sín. Börnin eru tengd báðum foreldrum og líður vel í umsjón þeirra beggja. Það er því ljóst að viðvarandi árekstur og togstreita á milli aðila mun geta haft neikvæð áhrif á þroska þeirra og líðan. Ekki 12 leikur vafi á að báðir málsaðilar bera hagsmuni barna sinna fyrir brjósti en velferð þeirra, sálræn og líkamleg, er á ábyrgð þeirra. Af þeim sökum verða þau að leggja hart að sér og yfirstíga gagnkvæma tortryggni, svo og reiði og beiskju vegna gamalla sárinda, áður en v andamál þeirra fara að hafa frekari áhrif á börnin. Mega aðilar gera sér grein fyrir því að það þýðingarmesta og gagnlegasta sem þau geta gefið börnum sínum er að ganga nú þegar í það verk að bæta samskipti sín varanlega. Báðir aðilar gera þá dómkröfu að inntak umgengisréttar barnanna verði ákveðið í dómsorði. Samkvæmt matsgerð dómkvadds matsmanns eru tengsl stefnanda við börnin góð. Mikilvægt er að viðhalda þeim tengslum og tengslum barnanna við föðurfjölskyldu þeirra. Er litið svo á að það sé í þágu hags muna barnanna að umgengni verði eins rúm og unnt er í ljósi aðstæðna. Þykir dóminum rétt að börnin dvelji hjá stefnanda aðra hverja helgi frá skólalokum á föstudegi til mánudags. Falli frídagur í skóla að helgi bætast þeir dagar við helgarumgengni stefnand a og barnanna. Einnig skulu börnin dvelja hjá stefnanda í vetrarfríum frá skóla. Rétt þykir að stefnandi sæki og afhendi börnin í skóla fremur en á heimili móður þeirra, enda þekkt að ágreiningur foreldra hafi þá helst áhrif á þroska og líðan barna þegar þ au verða vitni að árekstrum foreldra sinna. Fyrirkomulag umgengni skal að öðru leyti vera eins og í dómsorði greinir. Upphaf reglulegrar umgengni frá dómsuppsögu skal miðast við föstudaginn 24. ágúst 2018. Í ljósi úrslita málsins þykir rétt að aðilarnir b eri hvor sinn kostnað af rekstri þess. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins 28. júní 2017 var stefnanda veitt gjafsókn í málinu. Er gjafsókn hans takmörkuð við réttargjöld og lögmannsþóknun allt að 500.000 krónur. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin þóknun lögmanns hans, Gunnhildar Pétursdóttur, sem ákveðin er 500.000 krónur án virðisaukaskatts, greiðist úr ríkissjóði. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dóm þennan kveða upp Jón Höskuldsson héraðsdómari, dómsformaður, og Guðrún Oddsdóttir og Rúnar Helgi Andrason sálfræðingar. Dómsformanni var falin meðferð málsins með bréfi dómstólaráðs 19. september 2017. D ó m s o r ð: Stefnandi, A, og stefnda, B, skul u fara sameiginlega með forsjá barnanna C og D til 18 ára aldurs þeirra. Lögheimili barnanna skal vera hjá stefndu. Stefnandi greiði einfalt meðlag með börnunum eins og það er ákveðið af Tryggingastofnun ríkisins frá dómsuppsögu til 18 ára aldurs þeirra. Börnin dvelji hjá stefnanda aðra hverja helgi frá föstudegi til mánudags. Falli frídagur í skóla að helgi bætast þeir dagar við helgarumgengni stefnanda og barnanna. Einnig skulu börnin dvelja hjá stefnanda í vetrarfríum frá skóla. Skal stefnandi sækja bör nin í skóla og skila þeim þangað aftur. Umgengni um jól og áramót skal vera með þeim hætti að annað hvert ár dvelji börnin hjá stefnanda frá upphafi jólaleyfis frá skóla til 28. desember, fyrst árið 2018. Þá fari börnin til stefndu og dvelji hjá henni þa r til skóli hefst og svo koll af kolli til 18 ára aldurs. Börnin dvelji hjá stefnanda aðra hverja páska samkvæmt dagatali skóla, í fyrsta skipti um páskana 2019. Börnin dvelji hjá stefnanda samfellt í þrjár vikur tvisvar sinnum á sumarleyfistíma, alls í s ex vikur. Óskir aðila um sumarleyfi með börnunum liggi fyrir fyrir 15. apríl ár hvert, í fyrsta sinn 2019. Stangist óskir aðila á skiptast þeir á að hafa forgang þannig að óskir stefnanda hafi forgang sumarið 2019 og óskir stefndu 2020 og svo koll af kolli . Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin þóknun lögmanns hans, Gunnhildar Pétursdóttur, 500.000 krónur án virðisaukaskatts, greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjun dómsins fr estar ekki réttaráhrifum hans