LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 18 . janúa r 20 19 . Mál nr. 204/2018 : Ákæruvaldið (Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari ) gegn Lárus i Krist n i Jónss yni (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) (Unnsteinn Örn Elvarsson réttargæslu maður) Lykilorð Kynferðisleg áreitni. Miskabætur. Útdráttur L var sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa á tæpu m sól arhring í september 2015 sent úr símanúmeri sínu í símanúmar A, sem var honum ókunnug, fjölda kynfer ð islegra texta - og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Var refsing L ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var honum gert að greiða A 250.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Jón Finnbjörnsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 26. janúar 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um á frýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2017 í málinu nr. S - /2017 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að fjárhæð hennar verði lækkuð. 4 Brotaþoli A krefst þes s aðallega að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 800.000 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum eins og dæmdir voru í héraðsdómi. Til vara krefst hún þess að ákvæði hins áfrýjaða dóms um miskabótakröfu verði staðfest. 2 Niðurstaða 5 Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann. 6 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 591.088 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanna brotaþola sem ákveðin verða með virðisaukaskatti ein s og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Lárus Kristinn Jónsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 591.088 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns , 310.000 krónur og þóknun réttargæslumanna brotaþola, Lúðvíks Arnar Steinarssonar og Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanna, 124.000 krónur til hvors um sig. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 21. desember 2017. Mál þetta, sem dómtekið var 27. nóv ember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af kynferðisbrot gegn A, með því að hafa á tæpu sólarhringstímabili í september 2015 sent úr símanúmeri sínu í síman úmer A, sem var honum ókunnug, fjölda kynferðislegra texta - og myndskilaboða, þar sem hann meðal annars hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum, en skilaboðin voru til þess fallin að særa blygðunarsemi henna r og valda henni ótta, og voru skilaboðin eftirfarandi: Þriðjudaginn 22. september: 1. 2. 3. a hennar um að hann væri að senda í rangt símanúmer. 4. skilaboð þar sem hún spurði meðal annars hver hann væri. Miðvikudaginn 23. september: 5. 6. Kl. 07:47 sent henni myndskilaboð með mynd af getnaðarlim hans í reisn og hönd haldandi um liminn. 7. Kl. 07:48 sent henni myndskilaboð með mynd af getnaðarlim hans í reisn og hönd haldandi um liminn. 8. Kl. 07:48 sent henni myndskilaboð með mynd af getnaðarlim hans í reisn. 9. 10. 11. 12. 13. Kl. Telst þetta varða við 199. gr., en til vara við 209. gr., og 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostna ðar. 3 800.000 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 22. september 2015 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu b ótakröfunnar, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum 24% virðisaukaskatti. Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu, til vara að ákvörðun refsingar verði frestað, til þrautavara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, eða sektar, en að því frágengnu að refsing verði skilorðsbundin. Þá krefst han n þess að bótakröfu verði vísað frá dómi, til vara sýknu af bótakröfu, en til þrautavara að bætur verði lækkaðar. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði. Málsatvik Þann 30. september 2015 lagði brotaþoli, A, f ram kæru hjá lögreglu á hendur ákærða vegna kynferðisbrots. Hún greindi frá því að hún hefði fengið smáskilaboð á ensku í símann sinn með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Hún hefði í fyrstu haldið að einhver vinkona hennar væri að senda þetta í gríni. Svo hefði komið boð um fjárhæð. Hún hefði hringt í númerið en ekki hefði verið svarað. Henni hefði þótt þetta vera frekar siðlaus skilaboð en hefði ekki hugsað mikið um þetta og farið að sofa. Þegar hún hefði vaknað hefði verið búið að senda henni strax áttað sig á því að ekki væri um grín að ræða og engin vinkona hennar væri að senda þetta. Hann hefði svo sent meiri texta en hún hefði hætt að svara. Þá hefði hún verið orðin hrædd því hún vissi ekki hver væri að senda þetta. Vinkona hennar hefði rætt við lögregluna sem hefði sagt henni að hún þyrfti ekki að vera hrædd en skyldi leggja fram kæru. Hún kannaðist ekki við nafn ákærða þegar hún fékk upplýsingar um hver væri skráður fyrir símanúmerinu. Brotaþol i gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 3. desember 2015. Hún staðfesti þá að hún kannaðist ekki við ákærða, þekkti hann ekki af mynd og hefði aldrei verið í samskiptum við hann. Sími brotaþola var afritaður hjá lögreglu sama dag. Samkvæmt rannsókn á símasamskip tum bárust tíu smáskilaboð til brotaþola frá ákærða á tímabilinu frá 22. september 2015 kl. 18:42 til 23. sama mánaðar kl. 16:59. Á tímabilinu frá 22. september kl. 19:45 til 23. sama mánaðar kl. 9:46 sendi brotaþoli fern smáskilaboð og reyndi þrisvar sinn um að hringja án þess að svarað væri. Framangreind skilaboð og myndir sem sendar voru eru meðal gagna málsins. Framburður fyrir dómi Ákærði neitar sök. Hann kannast við að hafa sent öll þau skilaboð sem um ræðir en kvaðst hafa talið sig vera í samskiptum við aðra konu sem hann hefði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Hann hefði talið sig kannast við þessa konu og hafa verið í facebook - samskiptum við hana áður. Hún hafi verið erlend og því hafi skilaboðin verið á ensku. Það hafi ekki verið ætlun hans að áreita brotaþola en hann hafi ekki vitað hver hún væri. Svör hennar um að um rangt númer væri að ræða hefði hann túlkað sem varkárni af hennar hálfu. Hann viti ekki hvernig hann hafi ruglað símanúmerum en hann teldi sig hafa fengið símanúmerið á vef tantraseturs ins. Hann hafi ekki verið að heita greiðslu fyrir vændi heldur hafi verið um daður að ræða í skilaboðunum. Myndirnar sem hann hafi sent hafi verið af honum sjálfum. Þá greindi hann frá því að hann tæki lyf fyrir nóttina sem yllu því stundum að minni hans y rði gloppótt og hann gerði hluti sem hann myndi alla jafna ekki gera. Brotaþoli lýsti því að hún hefði verið að fara út að borða þegar hún hefði fengið smáskilaboð á ensku þar sem hún hefði verið spurð hve mikið hún vildi fá fyrir klukkustundina. Hún hef ði svarað og þarna talið að vinkonur hennar væru að senda henni skilaboðin í gríni. Skilaboðin hefðu svo haldið áfram að berast til klukkan eitt eða tvö e ftir miðnætti. Hún hefði ekki getað fundið eiganda símanúmersins sem hefði birst með skilaboðunum. Þegar hún hefði verið að fara í vinnu morguninn eftir hefði hún fengið 4 sendar þrjár myndir og texta. Hún hefði farið í vinnuna en verið í taugaáfalli. Hún he fði haldið að einhver væri að elta hana enda vissi hún ekki hver væri að senda skilaboðin. Hún óttaðist að um einhvern væri að ræða sem vildi vinna henni mein. Hún hefði ekki getað sinnt vinnunni. Fyrst hefði hún farið bakatil á lager en svo hefði hún veri ð send heim. Hún hefði ekki treyst sér til að fara á heimili sitt eða til að sækja barn sitt í skólann. Um kvöldið hefði vinkona hennar sagt henni að lögreglan vissi hver væri að senda skilaboðin og hún ætti að kæra þetta. Henni hefði fundist mjög erfitt a ð vita ekki hver sendandinn væri og hefði séð fyrir sér kynferðislega brenglaðan mann. Hún hefði verið mjög hrædd en hefði liðið betur þegar hún hefði vitað um hvern væri að ræða. Hún hefði ekki þekkt ákærða og ekki átt nein samskipti við hann áður. Hún kv aðst ekki vita hvernig hann hefði fengið símanúmer hennar. Niðurstaða Ákærði neitar sök en viðurkennir að hafa sent öll þau skilaboð og myndir sem í ákæru greinir. Hann kveðst hafa talið sig vera í samskiptum við aðra konu sem hann hefði ætlað að kaupa tantra nudd af. Hjá lögreglu greindi ákærði hins vegar frá því að hann hefði verið í samskiptum við brotaþola á facebook og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Skilaboðin sem um ræðir eru öll af kynferðislegum toga og myndirnar af get naðarlim ákærða. Samkvæmt framburði brotaþola hélt hún í fyrstu að um grín væri að ræða. Hún svaraði strax að um rangt númer væri að ræða en við því brást ákærði með sendi brotaþoli honum tvenn skilaboð þar sem hún spurði hver hann væri og hvernig hann hefði fengið símanúmer hennar. Eftir það sendi ákærði fleiri textaskilaboð og myndir. Ljóst er því að brotaþoli gerði ákærða skýrlega grein fyrir því að hann væri ekki a ð senda skilaboðin í rétt númer. Engu að síður hélt ákærði áfram sendingum sínum og skilaboðin urðu grófari. Brotaþoli gerði einnig tilraunir til þess að hringja í ákærða en hann svaraði ekki símtölum hennar. Háttsemi ákærða var ítrekuð, stóð í tæpan sólar hring og var til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Ákærði verður því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og varðar hún við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1991. Ákærða er jafnframt gefið að sök að hafa með háttsemi sinni brotið gegn 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga, en samkvæmt því ákvæði skal h ver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Ákærði neitar því að hafa ætlað sér að greiða f yrir vændi. Af skilaboðunum verður hins vegar ótvírætt ráðið að ákærði heitir þar greiðslu fyrir kynlíf. Að heita greiðslu fyrir kynlíf fellur ekki undir verknaðarlýsingu 199. gr. almennra hegningarlaga og tæmir ákvæðið því ekki sök gagnvart 1. mgr. 206. g r. laganna. Verður ákærði því samhliða sakfelldur fyrir brot gegn því ákvæði. Ákærði er fæddur í maí 1983. Hann hefur ekki áður sætt refsingu. Ákærði hefur meðal annars borið því við að hann hafi verið undir áhrifum svefnlyfja umrætt sinn. Samkvæmt 17. gr . almennra hegningarlaga leysir það ákærða ekki undan refsiábyrgð þótt svo hafi verið, auk þess sem ólíklegt er að það hafi átt við allan þann tíma er brotin stóðu. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að um nokkurn fjölda skilaboða var að ræða á t æpum sólarhring og vöktu þau óhug móttakanda. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. a lmennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Brotaþoli krefst miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 800.000 krónur. Háttsemi ákærða var ófyrirleitin og til þess fallin að valda brotaþola miska. Þykir brotaþoli eiga rétt á miskabótum úr hendi ákærða, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem þykja hæfilega ákveðnar 250.000 krónur og bera þær vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar hdl., 715.480 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Unnsteins Arnar Elvarssonar hdl., 465.775 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þe nnan. 5 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Lárus Kristinn Jónsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr . 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 250.000 krónur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. september 2015 til 30. desember 2015, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til gr eiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar hdl., 715.480 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Unnsteins Arnar Elvarssonar hdl., 465.775 krónur.