LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 153/2019 : Björgvin Agnar Hreinsson ( Hilmar Gunnarsson lögmaður ) gegn Vopnafjarðarhrepp i ( Hilmar Gunnlaugsson lögmaður) Lykilorð Opinberir starfsmenn. Uppsögn. Stjórnsýsla. Skaðabætur. Orlof. Kjarasamningur. Tómlæti. Útdráttur Ágreiningur aðila laut að því hvort V hefði með lögmætum hætti sagt B upp störfum sem hafnarverði. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms að með því að hafa vikið B fyrirvaralaust úr starfi hefði V brotið gegn ák væðum kjarasamnings og ákvæðum 10., 13. og 12. gr. stjórnsýslulaga. Hefði V því bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart B. Framganga V í garð B yrði þó ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð og var því ekki talið að B ætti rétt á miskabótum samkvæmt b - li ð 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með hliðsjón af aldri, menntun, launatekjum, atvinnumöguleikum og atvikum að öðru leyti voru skaðabætur til B hæfilega ákveðnar 4.000.000 króna. Þá var fallist á kröfu B um greiðslu orlofsfjár á yfirvinnu í samr æmi við skýrt ákvæði gildandi kjarasamnings þess efnis. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir, Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 1. mars 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Austurlands 8. febrúar 2019 í málinu nr. E - 34/2017 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 9.309.245 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 3 8/2001 um vexti og verðtryggingu af 8.833.733 krónum frá 20. október 2015 til 5. desember 2015 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 475.512 krónum frá 28. október 2015 til 5. desember 2015, en af 9.309.245 krónum frá þeim degi til grei ðsludags, allt að frádreginni 2.341.740 króna innborgun 9. maí 2019. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Áfrýjandi starfað i sem hafnarvörður hjá stefnda. Óumdeilt er að um störf hans á þeim tíma er atvik máls gerðust gilti kjarasamningur launanefndar sveitarfélaga og svokallaðs samflots bæjarstarfsmanna, með gildistíma frá 1. maí 2011, en áfrýjandi var félagsmaður í félagi op inberra starfsmanna á Austurlandi. 5 Í kjölfar skipulagsbreytinga, sem samþykktar voru á fundi sveitarstjórnar stefnda 19. mars 2015 og taka skyldu gildi 1. maí 2015, var áfrýjanda boðið að rita undir nýjan ráðningarsamning með gildistíma frá og með síðarne fndum degi. Óumdeilt er að áfrýjandi ritaði ekki undir hann fyrr en í ágúst sama ár. Í samningnum kom meðal annars fram að greiddir yrðu fastir 50 yfirvinnutímar á mánuði og að orlof yrði ekki að starf áfrýjanda væri samþykkt var á framangreindum fundi sveitarstjórnar stefnda, kom enn fremur fram að hafnarvörður skipulegði vinnutíma sinn í samráði við verkst jóra í þjónustumiðstöð. hafnsögu gegn verktakalaunum. 6 Af gögnum málsins og framburði áfrýjanda og vitna fyrir héraðsdómi verður ráðið að ágreiningur aðila í kjölfar skipulagsbreytinganna hafi einkum lotið að vinnutíma og yfirvinnugreiðslum til áfrýjanda. Lyktaði málum svo að áfrýjanda var 20. október 2015 sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirva ra miðað við 1. nóvember 2015 og var vinnuframlags hans ekki óskað á uppsagnarfresti. Fékk hann greidd laun út febrúarmánuð 2016. 7 Af framlögðum tímaskýrslum og launaseðlum áfrýjanda vegna launa fyrir júní 2013 til og með febrúar 2016 verður ráðið að hann hafi fengið greiðslur vegna fastra yfirvinnutíma í hverjum mánuði, þar með talið þegar hann var í orlofi, en eftir atvikum auk þess greiðslur vegna skráðrar viðbótaryfirvinnu. Hélst framangreint fyrirkomulag allt til launauppgjörs fyrir ágúst 2015 en frá þeim tíma var einungis greitt fyrir fasta yfirvinnu. Ekki var greitt orlofsfé á viðbótaryfirvinnu áfrýjanda nema í þrjá mánuði frá m aí til og með júlí 2015 en eftir þann tíma var eins og fyrr greinir ekki greitt fyrir neina viðbótaryfirvinnu þrátt fyrir að áfrýjandi legði fram tímaskýrslur sem gáfu hana til kynna. 8 Samkvæmt grein 4.1.1 í framangreindum kjarasamningi skal orlof reiknað í vinnuskyldustundum, en samkvæmt grein 4.2.1 skal greiða orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur og reiknast það sem 13,04% af viðkomandi greiðslum eftir að starfsmaður hefur náð 38 ára aldri. Í grein 4.2.3 er jafnframt kveðið á um að starfsmaður á föstum mánaðarlaunum skuli fá greidd dagvinnulaun í orlofi miðað við meðaltal starfshlutfalls á orlofsárinu. 3 9 Fyrir Landsrétti voru lögð fram nokkur ný gögn, þar á meðal ársreikningur einkahlutafélags áfrýjanda fyrir reikningsárið 2017 og staðfesting á greiðslu st efnda til áfrýjanda 9. maí 2019. 10 Að öðru leyti en að framan greinir vísast um atvik máls til hins áfrýjaða dóms. Niðurstaða 11 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að uppsögn áfrýjanda hafi verið ólögmæt og að stefndi hafi bakað sér skaðabótaskyldu vegna hennar, en að áfrýjandi eigi ekki rétt á miskabótum samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skað abótalaga nr. 50/1993. 12 Við ákvörðun bóta ber að líta til þess að áfrýjandi var ráðinn til starfa hjá stefnda með gagnkvæmum uppsagnarfresti en mátti almennt treysta því að fá að gegna starfi sínu áfram þar til einhverjar sérstakar ástæður kæmu til er ýmis t snertu hann sjálfan eða starf hans á þann veg að honum yrði réttilega sagt upp samkvæmt ákvæðum þess kjarasamnings sem um starf hans gilti, sbr. 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og að gættum málsmeðferðar - og efnisreglum stjórnsýslurétta r. Áfrýjandi miðar kröfu sína um skaðabætur vegna fjártjóns við árslaun sín hjá stefnda árið 2015, en þau voru 7.833.733 krónur. Í samræmi við dómaframkvæmd verða bætur honum til handa ákveðnar að álitum, að teknu tilliti til aldurs hans, menntunar, launat ekna, atvinnumöguleika og atvika að öðru leyti. 13 Áfrýjandi var rúmlega 51 árs gamall er honum var sagt upp sem hafnarverði en hann býr á litlu atvinnusvæði. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að hann hafi sérmenntun eða starfsréttindi umfram þau réttin di sem lúta að hafnarvörslu. Á frýjandi hefur ekki fengið annað fast starf en h ann rekur aftur á móti eigið fyrirtæki . S amkvæmt gögnum málsins hefur það þó ekki skilað honum tekjum í líkingu við þær launatekjur sem hann naut hjá stefnda auk þess sem hafa ve rður í huga að áfrýjandi naut verktakagreiðslna vegna hafnsögu fyrir starfslok sín hjá stefnda. Á hinn bóginn er til þess að líta að með skipulagsbreytingum hjá stefnda var unnið að því að koma böndum á yfirvinnu áfrýjanda og gat hann því ekki vænst þess a ð njóta að fullu óbreyttra launatekna til framtíðar. Að öllu framangreindu virtu þykja bætur til áfrýjanda vegna fjártjóns hans hæfilega ákveðnar 4.000.000 króna. Verða dráttarvextir af þeirri fjárhæð dæmdir frá þingfestingu málsins í héraði eins og nánar greinir í dómsorði . 14 Áfrýjandi krefst einnig 13,04% orlofsgreiðslna á viðbótaryfirvinnu umfram 50 tíma á tímabilinu frá júní 2013 til apríl 2015. 15 Um störf áfrýjanda á þessum tíma fór sem fyrr greinir eftir kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og svokal laðs samflots bæjarstarfsmanna. Samkvæmt skýru ákvæði 4.2.1 í þeim kjarasamningi skal greiða orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur og reiknast það sem 13,04% af viðkomandi greiðslum eftir að starfsmaður hefur náð 38 ára aldri. Framlagðir launaseðlar og tí maskýrslur áfrýjanda 4 bera með sér að kjör hans hafi verið þau að hann nyti dagvinnulauna og fastra yfirvinnugreiðslna í orlofi. Stefndi ber sönnunarbyrði fyrir því að orlofsgreiðslur vegna viðbótaryfirvinnu hafi verið innifaldar í þeim kjörum, sem og þeim málsástæðum sínum að áfrýjandi hafi fengið ofgreidd laun eða tekið sér frí á móti ógreiddu orlofi á viðbótaryfirvinnu. Þar sem stefndi hefur hvorki stutt framangreindar málsástæður haldbærum rökum né gögnum verður ekki á þær fallist. Þá verður ekki talið a ð réttur áfrýjanda til orlofsgreiðslna á viðbótaryfirvinnu hafi fallið niður vegna tómlætis en stéttarfélag hans gerði fyrst athugasemd við orlofsgreiðslur til hans í maí 2015 og gekk á eftir uppgjöri þeirra í nóvember sama ár, áður en mál þetta var höfðað í maí 2017. Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á kröfu áfrýjanda um greiðslu orlofsfjár á viðbótaryfirvinnu með dráttarvöxtum eins og greinir í dómsorði . 16 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað er staðfest. 17 Eftir þessum úrslitum verður stefnda g ert að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndi, Vopnafjarðarhreppur, greiði áfrýjanda, Björgvin Agnari Hreinssyni, 4.475.512 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um ve xti og verðtryggingu frá 4. maí 2017 til greiðsludags, að frádregnum 2.341.740 krónum sem greiddar voru 9. maí 2019. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað skal vera óraskað. Stefndi greiði áfrýjanda 800.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Austurlands föstudaginn 8. febrúar 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 17. desember 2018, höfðaði Björgvin Agnar Hreinsson, kt. [...], [...], [...], hinn 4. maí 2017 á hendur Vopnafjarðarhreppi, kt. [...], Hamrahlíð 15, Vopnafirði. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 9.309.245 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 8.833.733 krónum frá 20. október 2015 til 5. desember 2015 og með dráttarvöxtum af 475.512 krónum frá 28. októbe r 2015 til 5. desember 2015 og með dráttarvöxtum af 9.309.245 krónum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, en til vara krefst hann þess að fjárkrafa stefnanda verði lækkuð í 41.656 krónur. Þá krefst stefndi málskostnaðar. Í öndverðu krafðist stefndi þess að máli þessu yrði vísað frá dómi, en með úrskurði dómsins, og eftir málflutning og andmæli stefnanda, var þeirri kröfu hafnað þann 14. nóvember 2017. l. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna samkvæmt stefnu og greinargerð og því sem fram kom við aðalmeðferð máls. 5 Með bréfi þáverandi sveitarstjóra stefnda, vitnisins Ólafs Áka Ragnarssonar, dagsettu 20. o któber að stefnandi fékk í raun launagreiðslur frá s tefnda á uppsagnartímabilinu og allt til loka febrúarmánaðar 2016. Um tilefni uppsagnarinnar vísar stefnandi m.a. til ágreinings hans við sveitarstjórann, vitnið Ólaf Áka, sem var er atvik gerðust einnig hafnarstjóri Vopnafjarðarhafnar. Samkvæmt málatilbún aði stefnanda varðaði þessi ágreiningur þeirra helst rækslu hans á hafnarvarðarstarfinu, en stefndi vísar til þess að þar hafi einnig fleiri atriði komið til. 1. Í máli þessu krefur stefnandi hið stefnda sveitarfélag annars vegar um skaða - og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og hins vegar um greiðslu orlofs af yfirvinnu sem hann telur sig hafa átt rétt á samkvæmt viljayfirlýsingu stefnda og gildandi kjarasamningi. 2. Ágreiningslaust er að stefnandi hóf störf hjá stefnda sem hafnarvörður við Vopnafja rðarhöfn árið 2003. Stefnandi þáði laun samkvæmt kjarasamningi Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi (F.O.S.A.) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá hafði um árabil verið um það samið millum aðila, að stefnandi fengi aldrei færri en 50 yfirvinnutí ma greidda á mánuði og þá miðað við unnar vinnustundir. Óumdeilt er að stefnandi hafði á starfsferli sínum hjá stefnda oft unnið umfram nefndar yfirvinnustundir og að hann hafði þegið laun fyrir þann starfa. Þá þáði stefnandi einnig verktakagreiðslur fyr ir hafnsögu vegna komu skipa til Vopnafjarðarhafnar. 3. Fyrir liggur að eftir sveitarstjórnarkosningar 2014 var afráðið á fundi hreppsnefndar sveitarfélags stefnda, þann 3. september, að gerð yrði úttekt á stjórnskipulagi hreppsins, en jafnframt var lýst eftir tillögum að breytingum gerðist þess þörf. Er óumdeilt að vegna þessarar ákvörðunar hreppsnefndarinnar var skipaður sérstakur starfshópur. Um verkefni starfshópsins segir nánar og þá jafnframt um tilefni úttektarinnar, að þar hafi helst komið til upps öfnuð þörf, en einnig eðlileg rýni á rekstur sveitarfélagsins. Í fundargerðinni segir og frá því að nýráðinn sveitarstjóri, vitnið Ólafur Áki Ragnarsson, hafi verið fenginn til þess að leiða vinnu starfshópsins. Stefndi vísar til þess í málavaxtalýsingu s inni, að í úttektarferli starfshópsins hafi verið afráðið að gera nýtt skipurit fyrir sveitarfélagið. Þá hafi verið reynt að vanda til verka og hafi starfsmönnum m.a. gefist færi á að hafa áhrif þar á, en einnig hafi vinnustaðasálfræðingur verið fenginn ti l aðstoðar. 4. Samkvæmt málavaxtalýsingu stefnda höfðu í gegnum tíðina verið efasemdir um að stefnandi hefði ætíð unnið alla þá yfirvinnutíma sem hann hafði skráð á vinnuskýrslur sínar og þá helst að því er varðaði umfram hinar fyrrnefndu umsömdu 50 klst . yfirvinnustundir. Stefndi vísar til þess að margsinnis hafi verið rætt við stefnanda um hafnarvarðarstörf hans, en þó einkum um þann þátt sem varðaði fyrrnefnd atriði, sem sneru að yfirvinnu hans, enda hafi hún verið talin óeðlilega mikil og þá ekki síst sökum þess að afleysingamaður hefði verið til staðar hjá sveitarfélaginu, sem hefði getað gengið í störf hans. Stefndi staðhæfir að stefnandi hafi jafnframt sjálfur haft oft orð á því að hann ynni allt of mikið. Vegna þessa hafi verið álitið að hann yrði ánægður með þær skipulagsbreytingar sem voru í farvatninu og vörðuðu m.a. störf hans sem hafnarvarðar. Að þessu leyti vísar stefndi jafnframt til framlagðra gagna, þ. á m. launaseðla, en einnig samantektar um fjölda yfirvinnutíma stefnanda. Staðhæfir stefn di að umsvif hafnarinnar hafi í raun ekki staðið undir svo mikilli aukavinnu, en af þeim sökum hafi hinni fyrirhuguðu skipulagsbreytingu verið ætlað að tryggja afleysingu ef þess þyrfti með, í stað þess að stefnandi gæti einhliða ákveðið eigin yfirvinnu. Stefnandi staðfesti, m.a. við flutning, að fram hefðu komið fyrirspurnir á árum áður um störf hans og þá helst um atriði sem vörðuðu yfirvinnu hans. Þannig hefði þetta atriði komið til tals hjá fyrrverandi 6 sveitarstjóra stefnda, en hann þá jafnan skýrt mál sitt og rökstutt með skráðum vinnuskýrslum. Það sama hafi hann og gert í þeim viðræðum sem hann hefði átt við eftirmanninn, vitnið Ólaf Áka, eftir að hann hafði tekið við sveitarstjórastöðunni hjá stefnda eftir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2014. Stef ndi vísar til þess að í stað þess að aðhafast frekar gagnvart stefnanda á árinu 2014 hefði verið ákveðið að bíða niðurstöðu nefnds starfshóps, enda hefði verið gert ráð fyrir að farið yrði að tillögum hans að því er varðaði breytingar til framtíðar. 5. Niðurstaða nefnds starfshóps lá fyrir í byrjun árs 2015 og þá í formi nýs skipurits fyrir sveitarfélag stefnda. Skipuritið og tillögur starfshópsins voru samþykktar samhljóða á hreppsnefndarfundi stefnda þann 19. mars 2015. Á meðal tillagna starfshópsins v ar að setja á stofn nýja stofnun í sveitarfélagi stefnda, svokallaða Þjónustumiðstöð. Var henni m.a. ætlað að taka yfir starfsemi áhaldahúss, rekstur hafnarinnar, húsvörslu, sorpmóttökustöðvar, vatnsveitu, gatnagerðar og fleira. Fyrir liggur að lýst áform gengu að nokkru eftir, en að auki voru m.a. gerðar sérstakar starfslýsingar fyrir helstu yfirmenn hjá stefnda, þ. á m. fyrir yfirmann hinnar nýju Þjónustumiðstöðvar, sem nefndur var verkstjóri. Einnig var gerð sérstök starfslýsing um starf hafnarvarðar, se m stefnandi gegndi. Af gögnum verðu ráðið að þrátt fyrir ofangreindar breytingar hafi hinu fyrra skipulagi að nokkru verið haldið, en m.a. hafi sveitarstjóri stefnda áfram gegnt starfi hafnarstjóra. Aftur á móti hafi starf hafnarvarðar í hinu nýja skipuri ti verið fært til og þá þannig að hann varð undirmaður yfirmanns Þjónustumiðstöðvarinnar. Að auki var skrifstofu sveitarfélags stefnda falið að annast allt bókhald fyrir höfnina. Samkvæmt hinni nýju starfslýsingu bar hafnarverði m.a. að annast hafnarvogin a, hafnarvörslu, lóðs og annað sem tilheyrði rekstri hafnarinnar, en um það segir nánar: ,, Hafnarvörður skipuleggur vinnutíma sinn í samráði við verkstjóra í Þjónustumiðstöð og gerir viðhaldsáætlun fyrir höfnina er fram að fyrrnefnd hafnsaga/lóðs v erði með sama fyrirkomulagi og áður hafði tíðkast og þá einnig að því er varðaði verktakagreiðslur til stefnda sem hafnsögumanns. Vísar stefndi í málatilbúnaði sínum til þess að í samræmi við greint fyrirkomulag hafi s tefnandi lagt fram verktakareikninga v egna hafnsögustarfa sinna og að hann hafi vegna þess, á árinu 2014, fengið greidda reikninga að fjárhæð 620.759 krónur, sem hafi verið til viðbótar launagreiðslum hans vegna hafnarvarðarstarfsins. Á árinu 2015 hafi nefndar verktakagreiðslur til stefnanda v erið 398.945 krónur. 6. Samkvæmt málatilbúnaði stefnda lauk starfi hins sérstaka starfshóps eftir að hreppsnefnd stefnda hafði samþykkt tillögur hans á hinu nýja skipuriti, þann 19. mars 2015. Hafi ekki verið gert ráð fyrir að starfshópurinn hefðist freka r að og þá ekki að því er varðaði mannaráðningar eða breytingar á ráðningarkjörum einstakra starfsmanna sveitarfélagsins, jafnvel þó svo að tillögurnar hefðu haft áhrif á störf þeirra. 7. Samkvæmt málatilbúnaði stefnda var stefnanda strax tilkynnt um þær breytingar sem hið nýja skipurit hafði í för með sér fyrir störf hans og þá jafnframt að breytingin myndi gilda frá 1. maí 2015. Vísar stefndi til þess að í kjölfar samþykktar hreppsnefndar á hinu nýja skipuriti hafi verið gerðir nýir ráðningarsamningar við starfsmenn hreppsins þar sem við átti, en það hafi m.a. átt við um stefnanda. Vegna þess hafi verið lagður fyrir stefnanda nýr ráðningarsamningur til undirritunar, en þar hafi verið miðað við fyrrnefnda gildistöku, þann 1. maí 2015. 8. Samkvæmt mála vaxtalýsingu stefnda þráaðist stefnandi við að skrifa undir ráðningarsamninginn þrátt fyrir að ítrekað hafi verið lagt hart að honum að gera það þar sem ella yrði ekki hjá því komist að líta svo á að hann vildi ekki sinna starfi hafnarvarðar á grundvelli h ins nýja skipulags og skipurits. Samkvæmt málavaxtalýsingu stefanda var undirrót fyrrnefndar uppsagnar hans í október 2015 tilteknir samskiptaerfiðleikar og deilur á milli hans og sveitarstjórans Ólafs Áka. Staðhæfir hann að 7 megintilefni þessa hafi verið vanræksla stefnda á að skipuleggja starf hans sem hafnarvarðar. 9. Stefnandi staðhæfir að ofangreindar deilur hafi í raun formlega hafist í maí 2015 eftir að stéttarfélaga hans, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi (F.O.S.A.) sendi bréf til stefnda , þann 10. maí, þar sem óskað hafi verið eftir upplýsingum um ráðningarkjör hans. Þar á meðal hafi verið óskað eftir upplýsingum um persónuálag, greiðslur fyrir yfirvinnu og áunnið en ótekið orlof. Þá hafi verið óskað eftir upplýsingum um greiðslur fyrir á lag á bakvaktir, útköll og hvers vegna stefnandi hefði ekki fengið greitt orlof á yfirvinnu. Af hálfu stefnda er staðhæft að samskiptin við stéttarfélagið F.O.S.A. hafi í raun ekki sérstaklega varðað málefni stefnanda eða ráðningarsamning hans. Þar hafi f remur ráðið fyrrnefndar skipulagsbreytingar í heild sinni. Aftur á móti hafi sveitarstjóri stefnda samþykkt að gefa stefnanda frest til 15. maí 2015 og þá til að ákveða hvort hann samþykkti hið breytta skipurit og þar með þýðingu þess á starf hans sem hafn arvarðar. Vísar stefndi til þess að þrátt fyrir að stefnandi hafi ekki svarað erindinu eða orðið við áskorunum þar um með formlegum hætti hafi hann að áliti stjórnanda gefið til kynna að vilji hans stæði til þess að starfa áfram sem hafnarvörður. Stefndi staðhæfir að engu að síður hafi töluverð samskipti verið um málefni stefnanda vegna alls ofangreinds og þá bæði við hann sjálfan en einnig við fyrirsvarsmann stéttarfélagsins F.O.S.A. Áréttar stefndi að stefnanda hafi í raun verið sýnd mikil tillitssemi og hafi það ekki verið fyrr en í ágúst 2015 sem ekki hafi verið talið fært að hafa málefni hans óleyst. Staðhæfir stefndi að er þetta gerðist hefði verið komið í ljós að stefnandi hafði enga tilburði sýnt til að vinna í samræmi við það sem honum hafði verið gert að gera og þá m.a. í samræmi við hið nýja skipurit sveitarfélagsins. Vegna þessa hafi stefndi, sbr. framlögð rafpóstssamskipti millum sveitarstjóra stefnda og nefnds fyrirsvarsmanns stéttarfélags stefnanda, óskað eftir sérstökum fundi þar sem efni fyr rnefnds bréfs frá 10. maí og málefni stefnanda yrðu rædd. Af því hafi þó ekki orðið af ástæðum sem vörðuðu stéttarfélagið, sbr. dskj. 16. Stefndi vísar til þess að af efni nefndra rafpóstsamskipta verði helst ráðið að fyrirsvarsmanni stéttarfélagsins hafi þótt háttsemi stefnanda óeðlileg, Ég hef ráðlagt hafnarverðinum að falla frá kröfum sínum ef forðast eigi allar málalengingar og koma á vinnufriði. Hann verður sjálfur að taka endanlega ákvörðun um hvað hann vilji gera. Vísar stefndi til þess að í kjölfar þessara samskipta hafi sveitarstjóri stefnda tilkynnt stefnanda, þann 11. ágúst, að ef hann ritaði ekki undir nýjan ráðningarsamning yrði litið svo á að hann hefði ákv eðið að taka ekki við hafnarvarðarstarfinu hjá sveitarfélaginu eftir þær breytingar sem samþykktar höfðu verið og áður er um getið. 10. Fyrir liggur að stefnandi varð við ofangreindu erindi, en óumdeilt er að hann ritaði undir nýjan ráðningarsamning við s tefnda, þann 20. ágúst 2015. Er ekki ágreiningur með aðilum um að samningur þessi hafi gilt frá 1. maí nefnt ár. Í nefndum samningi, sem einnig var undirritaður af nefndum sveitarstjóra stefnda, Ólafi Áka, er vísað til starfheitis stefnanda sem hafnarvarð ar, en að auki er þar vísað til starfslýsingar. Tekið er fram að Laun miðast við launafl. 128 - 8 í kjarasamningi opinberra starfsamnna á Austurlandi. Greiddar eru fastir 50 yfirvinnutímar á mánuði. Ekki áunnin réttindi, orlof, önnur kjör og greiðslur í lífeyrissjóð ofl. gilda ákvæði F.O S A. Af hálfu stefnda er því haldið fram að í sáttaskyni hafi verið ákveðið að leyfa stefnanda að halda launum sínum vegna skráðra yfirvinnutíma, sem hann hafði áður ákveðið sér til handa, og þá frá gildistöku ráðningarsamningsins og allt þar til hann var undir ritaður. Hafi þetta verið gert þrátt fyrir að það hafi verið í augljósri andstöðu við fyrrgreinda starfslýsingu og vitneskju stefnanda þar um. 11. Af málavaxtalýsingu stefnanda verður ráðið að vegna fyrrnefndra viðræðna fyrirsvarsmanns stefnda og stéttar félags hans hafi stefndi afráðið að gera breytingar á fyrrnefndum ráðningarsamningi hans. Hann staðhæfir að stefndi hafi að auki boðist til að greiða honum orlof á þá yfirvinnu sem hann hafði unnið 8 umfram hinar föstu 50 klukkustundir, sbr. framlagða launas eðla á dskj. 5 . Þessu til staðfestu vísar stefnandi til þess að áðurnefndur starfhópur stefnda um skipulagsbreytingar hafi í kjölfar þessarar ákvörðunar stefnda ritað undir, þann 28. september 2015, sérstaka viljayfirlýsingu, sbr. dskj. nr. 6, sem er svohl jóðandi: Starfshópur sem skipaður var vegna breytinga á skipuriti Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir vilja sínum til að koma til móts við kröfu Björgvis Hreinssonar hvað varðar greiðslur á orlofi af yfirvinnu. Samþykkt er að greiða orlof af yfirvinnu þeirri s em unnin var umfram þá 50 föstu tíma þá mánuði tímabilið 01.05.2013 - 01.05.2015. Við undirritun vilja yfirlýsingar og ráðningarsamnings er litið svo á að fyrri tíð sé uppgreidd og nýir tímar skv. nýjum ráðningasamningi taki gildi 01.10. 2015. Fallist er á að ráðningarsamningurinn taki strax gildi eftir undirritun vilja yfirlýsingar. Í málavaxtalýsingu sinni vísar stefnandi til þess að hann hafi litið svo á að með ofangreindri gjörð hafi verið komin á farsæla lausn á ágreiningi málsaðila um ráðningarkjör ha ns. Annað hafi þó komið á daginn þar sem stefndi hafi án rökstuðnings ekki haft vilja til þess að efna gjörðina og viljayfirlýsinguna af sinni hálfu. Staðhæfir stefnandi að þessi framkoma stefnda, þ.e. að koma með tilboð um sættir, en efna það síðan ekki, ásamt skilningsleysi fyrirsvarsmanna stefnda á því að skipuleggja starf hans sem hafnarvarðar, hafi sett hann í mjög erfiða stöðu. Hann hafi því brugðist við og m.a. kunngjört stefnda að hann væri ósáttur við ýmis mál sem tengdust hafnarvarðarstarfinu. 12 . Í málavaxtalýsingu stefnda er staðhæft að þrátt fyrir undirritun stefnanda á ráðningarsamningi og síðar viðvarandi samræður hans við fyrirsvarmenn stefnda hafi stefnandi ekki breytt verklagi sínu til samræmis við efni ráðningarsamnings og áðurgreinda sta rfslýsingu. Það hafi því verið álit stefnda að stefnandi hefði með þessu háttalagi brotið gegn starfsskyldum sínum. Að því leyti vísar stefndi m.a. til framlagðra vinnuskýrslna fyrir septembermánuð 2015, og staðhæfir hann að þar megi glögglega sjá að stefn andi hafi í engu farið eftir því verklagi sem ákveðið hafði verið þá um vorið. Stefnandi hafi þannig skráð á sig yfirvinnu án þess að bera það undir yfirmann sinn eins og honum hafi verið skylt að gera samkvæmt hinum nýja ráðningarsamningi og starfslýsingu . Að auki hafi verið áhöld um að hluti þeirra starfa sem stefnandi hafði skráð á vinnuskýrslur sínar væri sannleikanum samkvæmur þar sem hann hefði að hluta til verið í leyfi á þeirri stundu og því ekki verið á starfsstöð sinni, sbr. dskj. 15 og 18. Loks h afi stefnandi brugðist illa við leiðbeiningum þess efnis að honum bæri að fara eftir því verklagi sem í gildi hafi verið, þ. á m. að kalla til afleysingamann í stað þess að skrá á sig yfirvinnu. Það hafi því verið álit stefnda að stefnandi hefði brotið mjö g alvarlega af sér, en einnig með öðrum hætti. Í því sambandi nefnir stefndi að stefnandi hafi nokkrum sinnum mætt á skrifstofu hins nýja yfirmanns síns í Þjónustumiðstöðinni, en einnig til sveitarstjóra, þ. á m. á heimili hans, og þá lagt lykla er tilheyr ðu starfi hans frá sér, en þá jafnframt tilkynnt að hann væri hættur störfum. Þetta hafi komið sér illa fyrir stefnda og þá ekki síst þegar von hafi verið á skipum í Vopnafjarðarhöfn. Þessu öllu til viðbótar hafi stefnandi verið í sambandi við aðila í nágr annabyggðum, sem hefðu getað leyst hann af og bannað þeim að sinna starfi hans, ef eftir því yrði leitað. Einnig hafi stefnandi á stundum ekki mætt til vinnu sinnar. Með þessu síðastgreinda háttalagi hafi stefnandi að álit stefnda gróflega brotið gegn star fsskyldum sínum og af ásetningi reynt að skaða starfsemina, aðra starfsmenn stefnda og viðskiptavini. Stefndi staðhæfir að þrátt fyrir allt ofanrakið hafi áfram verið reynt að fá stefnanda til að breyta hegðan sinni, þ. á m. með viðveru vinnusálfræðings, en án viðunandi árangurs. Við aðalmeðferð málsins og við flutning andmælti stefnandi ofangreindum staðhæfingum stefnda í öllum meginatriðum. 9 13. Stefndi staðhæfir að í ljósi ofangreindrar atburðarásar hafi sveitarstjóri stefnda tekið þá ákvörðun að segj a stefnanda upp störfum. Málsaðilar hafa greint frá því að hin síðustu samskipti stefnanda og sveitarstjóra stefnda hafi gerst á skrifstofu þess síðarnefnda síðdegis þann 20. október 2015, en um nánari atvik ber nokkuð á milli. Þannig lýsti stefnandi því að hann hefði greint sveit arsjóranum frá því á þessum fundi þeirra að hann hefði lokið 50 klukkustunda yfirvinnu sinni nefndan mánuð, en af þeim sökum teldi hann sér ekki skylt að sinna slíkri vinnu frekar og jafnframt sýnt í verki að hann vildi skila lyklum af starfsstöð sinni og þá til þess að taka sér leyfi, en sveitarstjórinn brugðist við í krafti stjórnunarréttar og fyrirskipað honum að sinna áfram starfi sínu, og þá launalaust. Stefndi hefur um nefnda atburðaráðs vísað til þess að sveitarstjóri hans, vitnið Ólafur Áki, hafi ví sað til áður rakinnar hegðunar stefnanda og þá ekki síst vanrækslu hans á að skipuleggja starf sitt og þá m.a. þannig að tiltækir tveir afleysingamenn í áhaldahúsi sveitarfélagsins hefðu ekki haft tækifæri til að bregðast við fjarveru hans. Óumdeilt er að nefndum samskiptum lauk með þeim hætti að sveitarstjórinn ritaði uppsagnarbréf, sem hann afhenti stefnanda, en þar með lauk og vinnusambandinu. Efni uppsagnarbréfsins er í aðalatriðum svohljóðandi: [Stefnandi] hefur ákveðið að vinna ákveðinn tíma á hafn arvog sem hann sjálfur, skipuleggur. Þrátt fyrir undirritaðan ráðningarsamning [...] sem byggir á skipulagsbreytingum sem tóku gildi 1. maí 2015 og starfslýsingu þar um. Með hliðsjón af ákvörðun [stefnanda] og að höfnin er stór þáttur í hans vinnu sé ég mé r ekki annað fært en að segja honum upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara miðað við næstu mánaðarmót þ.e.a.s miðað við 1. nóvember 2015. Uppsögnin tekur því gildi 31. janúar 2016. 14. Fyrir liggur að stéttarfélag stefnanda, F.O.S.A., mótmælti fyrir hans hönd nefndri uppsögn með bréfi, dagsettu 5. nóvember 2015. Er þar borið við að uppsögn stefnanda hafi verið ólögmæt, en þar um er m.a. vísað til þess að ekki hafi verið farið að ákvæðum stjórnsýslulaga og gildandi kjarasamnings um skriflega áminningu og andmælarétt. Með bréfi stefnda, dagsettu 14. mars 2016, var sjónarmiðum stéttarfélagsins andmælt og þá m.a. með vísan til þeirra ætluðu ávirðinga sem hér að framan voru að nokkru rakin. Ágreiningslaust er með aðilum að stefnandi fékk eftir nefnda uppsögn greidd laun í fjóra mánuði og því allt til loka febrúarmánaðar 2016. Einnig er ágreiningslaust að stefndi hafi greiddi stefnanda orlof á yfirvinnu hans eftir að fyrrgreindar skipulagsbrey tingar tóku gildi, þann 1. maí 2015. Var tillit tekið til þessa síðastgreinda atriðis í hinni endanlegu kröfugerð stefnanda fyrir dómi, þ. á m. við flutning málsins, og var stefnukrafan lækkuð sem þessu nam. II. Málsástæður stefnanda. 1. Stefnandi byggir kröfu sína um orlof á yfirvinnu, að fjárhæð 475.512 krónur, á áðurrakinni viljayfirlýsingu stefnda frá 28. september 2015 og grein 4.2.1 í kjarasamningi þeim sem gilti um ráðningarsamband hans gagnvart stefnda. Samkvæmt nefndu ákvæði í kjarasamningi var orlof stefnda 13,04%. orlof af yfirvinnu þeirri sem unnin var umfram þá 50 föstu tíma á mánuði tímabilið 01.05.2013 - 01.05.2015 skylt að efna þetta loforð s itt samkvæmt almennum reglum um skuldbindingargildi loforða, sem og 7. gr. 10 laga nr. 7/1936. Stefnandi byggir á því að ekki skipti máli að yfirlýsingin hafi ekki verið undirrituð. Þar um vísar hann til þess að Ragnar Sigurðsson, formaður stéttarfélags hans, F.O.S.A, hafi staðfest efni hennar fyrir dómi og þá þannig að nafngreindur sveitarstjórnarmaður stefnda hafi skuldbundið stefnda samkvæmt efni hennar í rafpóstsamskiptum þeirra í millum. Stefnandi byggir orlofskröfuna enn fremur á því, verði nefnd yfirlýsing ekki talin bindandi fyrir stefnda, að þá gildi ákvæði áðurnefnds kjarasamnings þar um. Stefnandi sundurliðar orlofskröfuna á þá leið, að hann krefst greiðslu orlofs (13,04%) og þá veg na þeirra yfirvinnutíma sem hann hafði unnið umfram áðurnefnda 50 föstu yfirvinnutíma, en samtals hafi verið um að ræða 1585,5 yfirvinnustundir á fyrrnefndu tímabili, sbr. framlögð gögn. 2. Stefnandi byggir kröfu sína um skaðabætur á því að uppsögn hans ú r starfi hafnarvarðar hafi verið ólögmæt. Hann vísar til þess að við mat á ólögmæti ákvörðunar stefnda beri að líta til þess að um hafi verið að ræða stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hann byggir á því að slík ákvö rðun verði að vera í samræmi við skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar, óháð því hvort lausnin byggist á þörf fyrir hagræðingu eða öðrum ástæðum. Stefnandi byggir skaðabótakröfuna nánar á því að stefndi hafi ekki virt meðalhófsreglu stjórnsýslurét tar, sbr. 12. gr. laga nr. 37/1993, við töku nefndrar ákvörðunar. Hann bendir á að reglan feli í sér að íþyngjandi ákvörðun skuli einungis beitt þegar því markmiði sem að sé stefnt verði ekki náð með öðru og vægari móti. Þá byggir hann á því að stefndi ha fi ekki framkvæmt mat á því hvort mögulega hefði verið unnt að beita vægara úrræði en að segja honum upp störfum. Þá andmælir stefnandi því sem röngu að nauðsynlegt hafi verið að segja honum upp störfum, en við flutning vísaði hann jafnframt til þess að st efndi væri bundinn af þeim röksemdum sem hann hefði sett fram í áður röktu uppsagnarbréfi frá 20. október 2015. Stefnandi vísar til þess að hafi stefndi verið þeirrar skoðunar að hann hafi ekki virt ráðningarsamning sinn, s.s. um vinnutíma, líkt og hann h afi vísað til í fyrrnefndu svarbréfi eftir uppsögnina, hafi honum borið að beita áminningu áður en hann greip til þess ráðs að segja honum upp störfum, sbr. ákvæði 11.1.6.1 í kjarasamningi. Og þar sem stefndi hafi ekki gert það hafi uppsögnin farið gegn áð urnefndri 12. gr. stjórnsýslulaga sem og nefndu ákvæði í kjarasamningi. Við flutning áréttaði stefnandi andmæli sín varðandi þær ávirðingar sem stefndi hefur haldið fram í málavaxtalýsingu sinni, þ. á m. um hegðan hans og gjörðir á vinnustað og gagnvart yf irmönnum, og þá sem ósönnum og óstaðfestum. Stefnandi byggir á því að með uppsögninni hafi stefndi brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttar, sem og ákvæði 11.1.6.1 í kjarasamningi þar sem segir að óheimilt sé að segja starfsmanni og enn fremur um nauðsyn þess að segja honum upp störfum. Þá byggir stefnandi á því að engar málefnalegar ástæður hafi verið fyrir hendi sem réttlætt hafi þá ákvörðun stefnd a að segja honum upp störfum. 3. Að því er varðar mat á eigin fjártjóni vegna hinnar ólögmætu uppsagnar stefnda bendir stefnandi á að í því efni verði að hafa í huga aldur hans, búsetu, menntun og starfsreynslu. Þá byggir stefnandi á því að atvinnumögule ikar hans í heimabyggð hafa því miður verið fáir, en hann hafi ekki getað aflað sér sambærilegs starfs og hjá stefnda eftir að honum var sagt upp störfum í október 2015. Hann hafi í reynd verið atvinnulaus. Stefnandi bendir enn fremur á að við greint mat verði að hafa í huga að hann hafi notið réttinda samkvæmt almennum reglum stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og hafi þar af leiðandi mátt vænta þess að halda starfinu til venjulegra starfsloka opinbers starfsmanns svo lengi sem starfseminni y rði haldið áfram á vegum stefnda og hann gerðist ekki brotlegur í starfi. Stefnandi vísar til þess að í ljósi framangreindra málsástæðna krefjist hann skaðabóta vegna fjártjóns, samtals að fjárhæð 7.833.733 krónur, en það jafngildi árslaunum hans á árinu 2 015, og sé krafan því síst of há, sbr. efni framlagðra launaseðla hans. Stefnandi vísar til þess að krafa hans sé með hefðbundnu sniði í málum sem þessum, en samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar beri að ákvarða 11 fjártjónsbætur að álitum með tilliti til allra a tvika, en þá með það að leiðarljósi að tjónþoli fái bætt tjón sitt að fullu. Við flutning áréttaði stefnandi að ekki verði litið fram hjá því að hann hafi verið atvinnulaus frá því að honum var sagt upp störfum af hálfu stefnda og að hann hafi eftir það h aft mjög óverulegar launatekjur, og þá aðeins í tengslum við eigin fyrirtækjarekstur í heimabyggð, auk takmarkaðra arðgreiðslna sem tengjast því. 4. Um miskabótakröfu vísar stefnandi til 26. gr. skaðabótalaganna nr. 50/1993. Hann byggir á því að honum ha fi án réttmætrar ástæðu verið gert að víkja úr hafnarvarðarstarfi hjá stefnda, en þar hefði hann starfað allt frá árinu 1986, en sem hafnarvörður frá árinu 2003. Stefnandi vísar til þess að við mat á miskabótakröfu hans verði m.a. að líta til þess að stef ndi hafi dylgjað um störf hans, sbr. áðurnefnt svarbréf lögmanns stefnda við andmælabréfi og kröfum stéttarfélags hans eftir uppsögnina. Vísar stefnandi til þess að í nefndu bréfi hafi það verið orðað að fram hafi komið gefa tilefni til að embættisfærsla [stefnanda] verði könnuð nánar, þar á meðal tímaskráning og innkaup/meðferð á búnaði. hafi enga þýðingu enda sé um alvarlega ásökun er að ræða sem enginn fótur hafi verið fyrir. Sl íkar ávirðingar geti hæglega útilokað atvinnumöguleika stefnanda í framtíðinni. Með vísan til alls þessa byggir stefnandi á því að uppfyllt séu skilyrði 26. gr. laga nr. 50/1993, og í ljósi atvika sé krafa hans um miskabætur að fjárhæð 1.000.000 króna hófleg. 5. Að því er varðar vaxtakröfu á hendur á stefnda, og þá vegna kröfu stefn anda um orlof, vísar hann að því er varðar dráttarvexti til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, og þá frá 28. október 2015, þegar mánuður hafi verið liðinn frá því að stefndi var krafinn greiðslu. Dráttarvaxtakröfuna byggir stefnandi jafnframt á 3. mgr. 5. g r. laga nr. 38/2001. Um vaxtakröfur vegna skaðabótakröfunnar á hendur stefnda vísar stefnandi til 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, og þá frá 20. október 2015 til 5. desember 2015, en upphafstíma vaxtanna miðar hann við það þegar hið bótaskylda atvik átt sér stað, þann 20. október 2015. Um dráttarvexti vísar stefnandi til 1. mgr. 6. gr. nefndra laga og þá frá 5. desember 2015 til greiðsludags, sbr. 9. gr. laganna, sem kveði á um að slíkar kröfur beri dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. g r. laganna, að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til þess að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Stefnandi áréttar að kröfubréf, þar sem uppsögn hans hafi fyrst formlega verið mótmælt, hafi verið sen t stefnda þann 5. nóvember 2015, en frá því tímamarki hafi stefndi getað metið tjónsatvik og fjárhæð bóta í skilningi 9. gr. laga nr. 38/2001. Að því er varðar málskostnaðarkröfu vísar stefnandi til 130. gr. laga um meðferð einkamála. III. Málsástæður stefnda. 1 Stefndi vísar til áðurrakinnar málavaxtalýsingar sinnar og byggir á því að stefnandi hafi með framferði sínu gerst sekur um mjög alvarleg brot gegn skyldum sínum samkvæmt ráðningarsamningi. Stefndi áréttar að fernt í fari stefnanda hafi verið hvað alvarlegast að hans áliti, þó svo að fleiri atriði hafi þar komið til. Stefndi byggir á því í fyrsta lagi að stefnandi hafi nokkrum sinnum mætt á skrifstofu sveitarstjóra eða næsta yfirmanns síns, lagt lykla sem tilheyrðu starfinu frá sér og tilkynnti að hann segði starfi sínu upp. Í öðru lagi hafi það komið fyrir að stefnand i mætti ekki til vinnu sinnar, en af þeim sökum hafi stefndi þurft að útvega afleysingu og þá undir mikilli tímapressu. Í þriðja lagi hafi stefnandi skráð á sig yfirvinnutíma sem hann hafi ekki unnið í raun. Og í fjórða lagi hafi stefnandi sett sig í samba nd við 12 mögulega afleysingamenn og bannað þeim að leysa sig af í ákveðnum tilvikum, ef eftir því yrði leitað, og þá vitandi að von væri á skipi, sem þurft hefði að sinna. Stefndi byggir á því að hvert og eitt ofangreindra atriða, sem og þau samantekin, haf i réttlætt fyrirvaralausa brottvikningu stefnanda úr starfi, sbr. fyrrnefnt ákvæði 11.1.6.1 í kjarasamningi F.O.S.A. og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stefndi bendir á að fyrirsvarsmenn hans hafi engu að síður reynt til þrautar að fá stefnanda til að si nna starfi sínu í samræmi við ráðningarsamning aðila og þær skipulagsbreytingar sem átt höfðu sér stað. En þegar stefnandi hafi í verki neitað að sinna skýrum starfsskyldum sínum og reynt að koma í veg fyrir að afleysingamenn kæmu í hans stað hafi ekki ann að verið í stöðunni en að ljúka ráðningarsambandinu. Stefndi hafi á hinn bóginn gætt hófs í aðgerðum sínum og þannig tekið tillit til hagsmuna stefnanda, en af þeim sökum hafi honum verið sagt upp með uppsagnarfresti í samræmi við ákvæði nefnds kjarasamnin gs. Stefndi bendir á að samkvæmt 2. ml. 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hafi sveitarstjóri hans verið bær til að annast starfsmannamál gagnvart stefnanda, og þar á meðal að skrifa undir nýjan ráðningarsamning, en einnig að rita uppsagnarbréfið. S tefndi bendir á að stefnandi hafi verið félagsmaður í nefndu stéttarfélagi, en af þeim sökum hafi umræddur kjarasamningur gilt um starfskjör hans. Stefndi bendir á að samkvæmt ákvæði 11.1.4.1 í kjarasamningi liggi ljóst fyrir að stefnanda hafi borið að hl íta breytingum á starfi sínu og þá í samræmi við áðurnefndar skipulagsbreytingar stefnda, en að þar um gilti og gagnkvæmar skyldur um tilkynningar. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi tilkynnt óformlega innan mánaðar frá því að greind skipulagsbreytingi n var samþykkt af hálfu hreppsnefndar stefnda, og þá þannig að hann væri sáttur og myndi vilja halda áfram störfum sínum við höfnina. Þegar stefnandi hafi síðan dregið það að rita undir hinn nýja ráðningarsamning hafi stefndi að lokum tilkynnt að ekki væri annað hægt en að líta svo á að hann yrði að láta af störfum ritaði hann ekki undir samninginn, sbr. að því leyti ákvæði kjarasamnings. Stefndi vísar til þess að stefnanda hafi borið, bæði áður en skipulagsbreytingin tók gildi, en einnig eftir það, að vir ða þá staðreynd að vinnuveitandi ákveður vinnutíma að því marki sem lög og kjarasamningar leyfa. Í því samhengi vísar stefndi til þess að a.m.k. frá því að hinn nýi sveitarstjóri stefnda tók við störfum eftir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2014, en líkl ega lengur, hafi ítrekað verið skorað á stefnanda að vinna ekki fleiri aukavinnustundir en samið hafði verið um í ráðningarsamningi, þ.e. 50 klukkustundir. Þá bæri að leysa það sem umfram væri með afleysingu. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi ekki hlý tt þessum fyrirmælum líkt og honum hafi borið að gera, sbr. ákvæði 11.1.5 í kjarasamningi. Stefndi byggir á því að með lýstri háttsemi, þ.e. að hlýða ekki skýrum fyrirmælum um að skammta sér ekki yfirvinnu, í stað þess að skipuleggja starf sitt í samráði við yfirmann sinn, hafi stefnandi gefið stefnda tilefni til að veita honum áminningu samkvæmt ákvæði 11.1.6.2 í kjarasamningi aðila. Stefndi vísar til þess að hann hafi ekki brugðist við með þessum hætti, en í þess stað afráðið að klára fyrst margnefndar s kipulagsbreytingar, og þá áður en til slíkra aðgerða kæmi. Og eftir að skipulagsbreytingarnar og hinn nýi ráðningarsamningur stefnanda tóku gildi hafi verið ákveðið að gefa stefnanda kost á því að bæta ráð sitt og þá án áminningar. Þegar stefnandi hafi þrá tt fyrir þetta haldið áfram að virða fyrirmæli að vettugi haustið 2015 hafi að áliti stefnda verið komið tilefni til þess að veita honum áminningu, þ.e. ef horft væri einangrað á lýst atriði. En þegar við hafi bæst að stefnandi hafi reynt að koma í veg fyr ir að afleysingamaður kæmi til starfa hafi samningsbrotin að áliti stefnda verið miklu alvarlegri, en af þeim sökum hafi heldur ekki hvílt skylda til að veita stefnanda áminningu. Stefndi byggir á því að þessi sömu sjónarmið hafi átt við varðandi þá háttse mi stefnanda að koma ítrekað með lykla að starfsstöð sinni og tilkynna að hann væri hættur störfum og þá ekki síst í tilvikum þegar hann hafi gert slíkt á föstudögum vitandi að snemma næsta morguns væru yfirvofandi verkefni sem ekki hafi verið búið að leys a með afleysingu. Stefndi byggir á því að hann hafi mátt skilja þessa síðastgreindu háttsemi stefnanda sem svo að hann sætti sig ekki við fyrrnefndar skipulagsbreytingar og væri því ákveðinn í að starfa ekki í hinu nýja umhverfi. Stefndi byggir á því að ef tir a.m.k. þrjú slík tilvik hafi stefnda verið ljóst að hann gat ekki treyst á að stefnandi sinnti skyldum sínum og í ljósi mikilvægis hafnarvörslunnar og samfélagið á Vopnafirði hafi þessi háttsemi stefnanda ein nægt til uppsagnar og þá án undanfarandi ám inningar. 13 Stefndi áréttar að hann byggi sýknukröfur sínar á ákvæðum 11.1.6.1, sbr. 4. mgr. ákvæðis 11.1.6.2, í kjarasamningi F.O.S.A. og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí 2011, sbr. dskj. 21. Stefndi byggir jafnframt sjálfstætt á því að stefna ndi hafi með háttsemi sinni ekki aðlagað sig að breyttu skipulagi. Því sé uppsögn stefnanda einnig rökstudd með því að hún hafi verið vegna hagræðingar í rekstri stefnda og í tengslum við skipulagsbreytingar, og að eigi hafi verið þörf á undanfarandi áminn ingu þegar svo hafi háttað til, sbr. ákvæði 4. mgr. í grein 11.1.6.2 í nefndum kjarasamningi. Og í ljósi alls framanritaðs hafnar stefndi því að uppsögn hans gagnvart stefnanda hafi verið ólögmæt. 2. Stefndi byggir á því að engar forsendur standi til þe ss að unnt sé að fallast á miskabótakröfu stefnanda samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Af þeim sökum mótmæli hann kröfunni og krefjist sýknu. Stefndi vísar til áðurrakinna málsástæðna sinna og áréttar fyrri mótmæli um að stefnanda hafi verið sagt upp störfum með ólögmætum hætti. En jafnvel þó að svo hafi verið byggir stefndi á því að það þýði ekki sjálfkrafa að stefnandi eigi rétt á miskabótum, enda verði hann að sanna að skilyrði fyrir slíkri kröfu séu fyrir hendi. Stefndi bendir á að stefnandi b yggi sérstaklega á því að hann hafi í bréfi til talsmanns stefnanda, upplýsingar sem gæfu tilefni til að kanna embættisfærslur stefnanda nánar. Í því sambandi h afi það verið nefnt að könnunin sneri að tímaskráningu, en einnig að innkaupum og meðferð búnaðar af hálfu stefnanda. Stefndi hafnar því alfarið að þessar upplýsingar í bréfi hans hafi verið meingerð gegn stefnanda. Stefndi bendir jafnframt á að hann hafi í engu beint þessum ábendingum eða grunsemdum í annan farveg og þannig hafi hann á engan hátt sakað stefnanda um ólögmæta háttsemi með opinberum hætti eða gagnvart utanaðkomandi þriðja manni. Stefndi byggir á því að þetta hafi verið eðlileg hagsmunagæsla a f hans hálfu, þ.e. að upplýsa um greind atriði þegar þarna var komið sögu og að viðhafa áskilnað þar um, færi svo að aðilar næðu ekki saman um lok málsins. Því hafi stefndi ekki með neinum hætti gengið lengra en eðlilegt og nauðsynlegt var. 3 Að því er v arðar orlofskröfu stefnanda á yfirvinnu, að fjárhæð 475.512 krónur, samkvæmt hinni endanlegu kröfugerð hans, þá hafnar stefndi þeirri kröfu. Byggir hann aðallega á því að fjárkrafan hafi í raun þegar verið greidd, en til vara krefst hann þess að hún sé nið ur fallin vegna tómlætis. Stefndi byggir jafnframt á því að stefnandi hafi tekið sér frí í samræmi við rétt sinn og að hann hafi auk þess sjálfur stjórnað frítöku sinni, líkt og vinnuskipulagi hans hafi verið háttað fyrir skipulagsbreytinguna vorið 2015. Stefndi byggi og á því að stefnandi hafi fengið greitt orlof til samræmis við ákvæði 4.2.3 í kjarasamningi aðila. Þó hafi stefnanda verið ofgreitt að því leytinu til að í stað greiðslu dagvinnulauna eins og áskilið sé í kjarasamningi hafi hann fengið yfirv innutíma. Máli sínu til stuðnings vísar stefndi til framlagðra launaseðla stefnanda, samtals að fjárhæð 429.267 krónur, sem hann tiltekur og sundurliðar svo: króna. b) Út borgun 1. júlí 2015, greiddir 50 aukatímar (yfirvinna maí), samtals 145.654 krónur. c) Stefndi byggir og á því að með síðustu launagreiðslunni til stefnanda, í mars 2016, hafi hann gert upp öll laun við stefnanda og í raun greitt honum umfram skyldu vegna uppsagnar hans, en þá einnig í ljósi endanlegrar og lækkaðrar kröfugerðar stefnanda, að fjárhæð 46.245 krónur, sem út af hafi staðið. Til vara byggir stefndi á því a ð nefnd fjárhæð sé niður fallin fyrir tómlæti, sbr. það sem hér á eftir verður rakið. 4. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi glatað rétti sínum fyrir tómlæti til áður greindra eða frekari greiðslna. Þar um vísar stefndi til þess að stefnandi hafi sjál fur borið ábyrgð á orlofstöku sinni í samræmi við eiginn rétt og því hafi ótekinn réttur hverju sinni fallið niður með vísan til 13. gr. laga um orlof nr. 30/1987. Stefndi bendir á að lagaákvæðið samræmist ákvæði 4.7.1 í kjarasamningi aðila, en af því ákvæ ði leiðir að stefnandi hafi ekki átt rétt á flutningi réttinda milli orlofsára nema með samþykki yfirmanns. Ekkert slíkt samþykki hafi verið veitt. Beri því að gagnálykta frá ákvæðinu til samræmis við lagaákvæðið. 14 5. Stefndi byggir á því og áréttar að ha nn hafi í raun ofgreitt stefnanda laun. Af þeim sökum eigi hann rétt á endurgreiðslu af hans hendi, en krefjist í þess stað skuldajöfnunar gegn fjárkröfu stefnanda, verði hún talin vera fyrir hendi. Máli sínu til stuðnings byggir stefndi á því að eigi verð i séð af gögnum að stefnandi hafi dregið frá þann tíma sem hann hafi fengið greiddan sem verktaki við hafnsögu, sbr. málavaxtalýsingu hér að framan. Byggir stefndi á því að gagnkrafa hans nemi a.m.k. 553.684 krónum. Þá byggir stefndi á því að hann eigi krö fu á hendur stefnanda vegna óheimillar sjálftöku hans er hann hafi afráðið að mæta sjálfur til vinnu í stað þess að kalla út afleysingamann og þá með þeim afleiðingum að hann hafi skráð á sig hvíldartíma sem yfirvinnutíma. Slíkt vinnulag hafi ekki staðist kröfur stefnda og verði stefnandi að bera hallann af því. Er um þetta t.d. vísað til dskj. 18, frá 16. febrúar 2015, 19. febrúar 2016 og 6. júlí 2015. Þannig hafi stefnanda verið ofgreiddar 26 klst. * 2.858,11 + 16 klst. * 3.073,85 = 123.492 kr. Við það bæ tist krafa stefnanda um orlof vegna nefndra vinnustunda, þ.e. 13,04% eða kr. 16.103. Beri því að lækka kröfu stefnanda vegna þessa um kr. 139.595. Stefndi byggir einnig á því að við athugun hans hafi komið í ljós að stefnandi hafi talið sér til tekna 2 kl st. yfirvinnu þá daga sem hann hafi í raun ekki mætt til vinnu, sbr. að því leyti dskj. 18. Nánar Tímabilið júní 2013 til mars 2014, 40 klst. * 2.470,40 = 98.816 kr.: Tímabilið apríl 2014 til júlí 2014, 10 klst. * 2.544,5 2 = 25.445 kr. Tímabilið ágúst 2014 til apríl 2015, 40 klst. * 2.858,11 = 114.324 kr. Tímabilið júlí 2015, 18 klst. * 3.076,85 = 55.383 kr. Samtals nemur ofangreind krafa stefnda gagnvart stefnanda 293.968 krónum, en þar við bætist frádráttur vegna kröfu stefnanda um orlof vegna nefndra vinnustunda, þ.e. 13,04% eða kr. 38.333. Stefndi byggir á því að vegna þessa beri að lækka kröfu stefnanda um 332.301 krónu. 6. Að því er varðar lýsta varakröfu vísar stefndi til þess sem að hér að framan hefur verið ra kið, en bendir á að hún taki mið af því að ekki verði fallist á að allt orlof stefnanda hafi þegar verið greitt. 7. Stefndi krefst þess að lokum að stefnanda verði gert að greiða sér málskostnað með vísan til almennra reglna, sbr. XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi, Björgvin Agnar Hreinsson, aðilaskýrslu, en vit naskýrslur gáfu Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi sveitarstjóri stefnda, Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi formaður Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi, og Lilja Guðríður Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu stefnda, Vopnafjarðarhrepps. Í máli þessu er ágreiningur með aðilum, stefnanda, Björgvin Agnari, og stefnda, Vopnafjarðarhreppi. Ágreiningurinn á m.a. rót sína að rekja til uppsagnar stefnanda sem hafnarvarðar hjá Vopnafjarðarhöfn, þá er þáverandi sveitarstjóri stefnda afhenti honum bréf þess efnis, dagsett 20. október 2015. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda m.a. um skaða - og miskabætur, en einnig um orlofsgreiðslur. Stefndi hefur alfarið hafnað kröfunum. Stefnandi hóf störf hjá stefnda sem hafnarvörður við Vopnafjarðarhöfn á árinu 2003. Höfnin er rekin sem höfn með hafnarstjórn í eigu stefnda, sbr. ákvæði V. kafla hafnalaga nr. 61/2003, en sveitarstjóri stefnda hefur gegnt stöðu hafnarstjóra um árabil. Gilda að þessu virtu stjórnsýslulög um lögskipti málsaðila, sem lúta að rá ðningarsambandinu, en einnig ákvæði gildandi kjarasamnings millum stéttarfélags stefnanda, Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi (F.O.S.A) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í málatilbúnaði sínum og skýrslum fyrir dómi, sem að nokkru hefur verið vi kið að hér að framan, vísa aðilar m.a. til þess að tiltekinn aðdragandi hafi verið að starfslokum stefnanda. Þeir vísa m.a. til 15 einstakra atvika á árunum fyrir uppsögn stefnanda, en sérstaklega vísa þeir þó til þeirrar ákvörðunar sveitarstjórnar stefnda, á sveitarsjórnarfundi þann 3. september 2014, að skipa starfshóp, sem nýráðinn sveitarsjóri, vitnið Ólafur Áki, leiddi, svo og um eftirmála þeirrar ákvörðunar. Fyrir liggur, sbr. fundargerð sveitarstjórnar stefnda, að hlutverk nefnds starfshóps var að gera úttekt á stjórnskipulagi sveitarfélagsins og að gera tillögur um breytingar þar á gerðist þess þörf. Óumdeilt er að þetta gekk eftir og þá þannig að nefndur hópur gerði tillögu um gerð nýs skipurits fyrir sveitarfélagið og um endurnýjun á starfslýsingum f yrir helstu yfirmenn, þ. á m. um starf hafnarvarðar og nýs yfirmanns hans, verkstjórans í Þjónustumiðstöðunni. Var tillaga þessa efnis samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 19. mars 2015. Hin nýja skipan tók gildi þann 1. maí sama ár. Ágreiningslaust er að stefnandi ritaði undir nýjan ráðningarsamning við sveitarstjóra stefnda, vegna hafnarvarðarstöðunnar, seinni hluta ágúst 2015. Samningurinn er dagsettur 1. maí nefnt ár og eru aðilar einhuga um að við þá dagsetningu hafi gildistaka hans miðast. Fyrir l iggur að ráðningarsamningur stefnanda tók mið af hinu nýja skipuriti stefnda, en einnig nýrri starfslýsingu um starf hans sem hafnarvarðar. Til þess er að líta að á meðal ákvæða í starfslýsingu stefnanda er að honum beri að skipuleggja vinnutíma sinn í sam ráði við hinn nýja yfirmann sinn, verkstjórann í Þjónustumiðstöðinni. Í skjóli almenns stjórnunarréttar hefur stefndi lögmætan rétt til að taka ákvarðanir um rekstur og þar á meðal að því er varðar málefni hafnarinnar, að því tilskildu að farið sé eftir gildandi kjarasamningi og meginreglum stjórnsýsluréttar. Eins og fyrr hefur verið rakið voru nefndar skipulagsbreytingar gerðar að fyrirlagi sveitarstjórnar stefnda og sérstaks starfhóps, sem m.a. naut aðstoðar vinnustaðasálfræðings. Liggur fyrir að þáverandi sveitarstjóra stefnda, vitninu Ólafi Áka, var falið að fylgja brey tingunum eftir, þ. á m. með gerð nýrra ráðningarsamninga, sbr. ákvæði 11.1.4 í kjarasamningi aðila. Af gögnum verður ráðið að málsaðilar hafi í raun farið eftir gildandi kjarasamningi, þ. á m. nefndu ákvæði kjarasamnings í lýstu ferli. Var þannig m.a. gen gið eftir því af hálfu stefnda og það kannað hvort stefnandi vildi una þeim breytingum sem gerðar höfðu verið og áður er lýst eða vildi láta af störfum. Liggur fyrir að stefnandi tók þann kostinn að rita um síðir undir hinn nýja ráðningarsamning um hafnarv arðarstöðuna, nánar tiltekið síðsumars 2015. Þar með var og kominn á bindandi og gagnkvæmur samningur millum málsaðila, og þar á meðal um hinar nýgerðu skipulagsbreytingar stefnda. Að þessu virtu hafnar dómurinn þeirri röksemd stefnda að uppsögn hans gagnv art stefnanda, þann 20. október 2015, hafi haft þau tengsl við skipulagsbreytingar hans, sem vísað er til í ákvæði 11.1.4 og 4. mgr. 11.1.6.2 í kjarasamningi. Lítur dómurinn þvert á móti svo á að með nefndri undirritun hafi stefndi, líkt og stefnandi, m.a. verið bundinn af almennum ákvæðum kjarasamningsins um uppsögn og uppsagnarfresti starfsmanna sinna. Því til samræmis hafi um starfskjör og önnur réttindi starfsmanna stefnda, þ. á m. stefnanda, borið að fara eftir hinum nýgerðu ráðningarsamningum. Er í þv í viðfangi einnig til þess að líta að í ráðningarsamningi stefnanda er tekið fram að ekki beri að greiða orlof á fasta yfirvinnu. Af framlögum gögnum og skýrslum verður ráðið að ekki hafi aðrar breytingar verið gerðar á kjörum eða réttindum stefnanda samh liða undirritun hans á hinn nýja ráðningarsamning. Hann fékk því áfram hinar umsömdu 50 klukkustundir í fasta yfirvinnu á mánuði. Þá fékk hann greitt fyrir þá yfirvinnu sína sem var umfram hina föstu yfirvinnutíma, en enn fremur og þrátt fyrir ákvæði í ráð ningarsamningi fékk hann einnig greitt orlof á þessar síðastgreindu vinnustundir frá gildistökunni, þann 1. maí 2015. Fyrir liggur að stefnandi hafði um tólf ára skeið starfað sem hafnarvörður þegar sveitarstjóri stefnda sagði honum upp hafnarvarðarstöðun ni. Aðila greinir nokkuð á um nánari tildrög þessa atburðar og hafa þeir hvor með sínum hætti, í aðila - og vitnaskýrslum, lýst atvikum frá sínum sjónarhóli. Í því viðfangi er til þess að líta að við úrslausn einkamála hafa staðhæfingar aðila um atvik almen nt ekki sönnunargildi fyrir dómi, nema um sé að ræða atriði sem honum er óhagstætt, sbr. 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 16 Við úrlausn um sönnun atvika verður í þessu máli að taka afstöðu til þess hvort staðhæfingar aðila fái nægjanle ga stoð í sönnunargögnum sem aflað hefur verið við rekstur málsins. Að því er varðar sönnunargildi vitnisburðar verður enn fremur m.a. að hafa í huga afstöðu vitna, t.d. til aðila, sbr. 59. gr. laga nr. 91/1991. Að öðru leyti verður skorið úr ágreiningi ef tir mati á þeim gögnum sem fram hafa komið í málinu, samkvæmt almennum reglum VI. kafla nefndra laga. Við meðferð málsins hafa aðilar lagt fram nokkurn fjölda gagna. Þar á meðal eru hluti kjarasamnings Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi (F.O.S.A.) og Sambands íslenskra sveitarfélaga, ráðningasamningur stefnanda og uppsagnarbréf stefnda, en einnig bréf sem rituðu voru í kjölfar þess að stefnanda var sagt upp starfi sínu. Einnig liggja fyrir launaseðlar, tímaskráningar og útprentanir úr staðgreiðslus krá Ríkisskattsjóra vegna stefnanda fyrir tekjuárin 2015, 2016 og 2017, óundirrituð viljayfirlýsing starfshóps stefnda, svo og fundargerðir og samþykkt sveitarstjórnar stefnda, starfslýsingar, yfirlit yfir báta - og skipakomur í Vopnafjarðarhöfn og loks árs reikningar einkahlutafélags stefnanda fyrir árin 2015, 2016 og 2017. Af framlögðum gögnum og skýrslum verður ráðið að eitt þeirra atriða sem áðurnefndur ágreiningur og eftir atvikum samstarfsörðugleikar aðila virðast hafa verið um hafi varðað tímaskránin gar stefnanda á yfirvinnu sinni, sem hann ritaði jafnan á sérstakar vinnuskýrslur og skilaði í hverjum mánuði til yfirmanna sinna. Skýrslur þessar voru jafnan áritaðar eða merktar með upphafsstöfum yfirmanna stefnanda, þ. á m. hin síðasta, sem stefnandi sk ilaði í september 2015, en ráðið verður að þar hafi ritað upphafsstafi sína, auk stefnanda, nýr yfirmaður hans, verkstjórinn í Þjónustumiðstöðinni, sbr. dskj. 18. Í kafla 11 í kjarasamningi aðila er m.a. kveðið á um uppsögn vinnuveitanda á ráðningarsamni ngi. Ákvæði 11.1.6 hljóðar svo: Óheimilt er að segja starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót. Óski starfsmaður þess skal veita honum skriflegan rökstuðning. Þá er í nefndum kafla kjarasamningsins kveði ð á um áminningu til starfsmanns, en einnig um fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi. Um þetta segir m.a. í ákvæðum 1.6.1 og 1.6.2: Starfsmanni skal víkja úr starfi fyrirvaralaust verði hann uppvís að grófu broti í starfi enda valdi viðvera hans á vinnus tað áframhaldandi skaða fyrir starfsemina, aðra starfsmenn eða viðskiptavini. Fulltrúa stéttarfélags starfsmanns skal veittur kostur á að kynna sér slík mál áður en ákvörðun er tekin. Við þær aðstæður þegar frávikning úr starfi er til skoðunar þarf að gæta að andmælarétti starfsmanns áður en endanleg ákvörðun er tekin. Á meðan á slíkri málsmeðferð stendur er heimilt að afþakka vinnuframlag starfsmanns en starfsmaður heldur þó launum sínum. Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanræksl u, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrý manlegar starfinu skal vinnuveitandi veita honum skriflega áminningu. Vinnuveitandi skal gefa starfsmanni kost á að tjá sig um meintar ávirðingar áður en ákvörðun um áminningu er tekin. Starfsmaður á rétt á því að tjá sig um tilefni áminningar í viðurvist trúnaðarmanns. Vinnuveitandi skal kynna honum þann rétt. Áminning ska l vera skrifleg. Í áminningu skal tilgreina tilefni hennar og þá afleiðingu að bæti starfsmaður ekki ráð sitt verði honum sagt upp. Ber að veita starfsmanni tíma og tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en gripið er til uppsagnar. Ekki er skylt að veita starfsmanni áminningu og kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi, ef tilefni uppsagnar er ekki rakið til starfsmannsins sjálfs, s.s. vegna hagræðingar í rekstri stofnunar eða fyrirtækis. Ekki er þó skylt að veita áminningu ef uppsögn má rekja til ástæðna sem raktar eru í 3. - 5. mgr. gr. 11.1.6.1. Vinnuveitandi skal upplýsa starfsmann um rétt hans til að leita aðstoðar trúnaðarmanns og/eða stéttarfélags í tengslum við meðferð mála samkvæmt þessari grein. 17 Í ljósi stjórnunarréttar stefn da og mikilsverðra hagsmuna hans, en einnig að virtu hinu skýra ákvæði í ráðningarsamningi, var stefnanda skylt að skipuleggja vinnutíma sinn í samráði við hinn nýjan yfirmann, verkstjórann í Þjónustumiðstöðinni. Að áliti dómsins gat yfirsjón stefnanda að þessu leyti, og þá m.a. með hliðsjón af atvikum og því hversu skammur tími var liðinn frá gildistöku ráðningarsamningsins, þó ekki veitt stefnda tilefni til svo harkalegra úrræða sem raun varð á. Virðast önnur og vægari úrræði af hálfu stefnda hafa verið n ærtækari, en fyrir liggur að stefnanda hafði á alllöngum starfsferli aldrei verið veitt skrifleg áminning eða viðvörun. Þegar ofangreint er virt í heild, en þá einnig í ljósi efnisatriða uppsagnarbréfs hans, verður fallist á með stefnanda að stefndi hafi v ið ákvörðun sína við uppsögnina þann 20. október 2015 ekki gætt að réttindum hans samkvæmt áðurröktu ákvæði í kjarasamningi. Var þannig ekki gætt að andmælarétti stefnanda áður en ákvörðun var tekin um uppsögn hans, en að auki þykir stefndi í ljósi þess se m hér að framan hefur verið rakið heldur ekki hafa kannað málsatvik nægjanlega líkt og honum var skylt, sbr. ákvæði 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að ofangreindu virtu, og þar sem önnur þau atriði sem stefndi tíundar í greinargerð sinni og má larekstri þykja gegn andmælum stefnanda vera ósönnuð og óstaðfest, verður fallist á með honum að stefndi hafi fyrirvaralaust sagt ráðningarsamningi aðila upp þann 20. október 2015. Með þeirri háttsemi fór stefndi gegn ákvæðum kjarasamnings, en braut einnig gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með þessu athæfi bakaði stefndi sér skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda. Í ljósi andmæla stefnda er við mat á fjárhæð bóta hafnað þeim röksemdum stefnanda að bætur eigi að byggjast á útreikningi á árstekjum eða álíka kröfugerð líkt og hann vísar til í stefnu. Í ljósi dómafordæma Hæstaréttar Íslands, sbr. t.d. í málum nr. 175/2005, nr. 128/2010 og nr. 528/2013, ber að ákvarða bætur til handa stefnanda að álitum. Að því leyti ber m.a. að líta til þess sem hér að framan hefur verið rakið, en einnig að því að stefnandi var rétt fimmtugur er atvik máls gerðust, að hann hafði verið ráðinn ótímabundið hjá stefnda með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti, en mátti að óbreyttu gera ráð fyrir að fá að geg na starfi sínu áfram. Að þessu virtu, en einnig með hliðsjón af áðurgreindum upplýsingum um launakjör stefnanda hjá stefnda og að nægjanlega þykir í ljós leitt að hann hefur haft takmarkaðar launaatekjur eftir uppsögnina, en einnig að virtum andmælum svo o g viðbótargreiðslum stefnda eftir uppsögnina, þykja bæturnar hæfilega ákveðnar 1.250.000. krónur. Krafa stefnanda um dráttarvexti af dæmdri fjárhæð verður tekin til greina, en upphaf þeirra skal miðast við birtingu stefnu, 4. maí 2017. Framgangur stefnda við uppsögn á ráðningarsamningi aðila fól að mati dómsins í sér brot á ákvæðum stjórnsýslulaga og kjarasamnings eins og áður var rakið. Þegar atvik máls eru hins vegar metin í heild, og þá að nokkru viðbrögð stefnanda eftir réttmætar skipulagsbreytingar st efnanda, þykir framganga stefnda í hans garð, eins og á stóð, ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð, sbr. til hliðsjónar dómafordæmi Hæstaréttar Íslands, t.d. í málum nr. 587/2014 og nr. 475/2015 og að nokkru í máli nr. 828/2017. Þá þykja viðbrögð stefnd a, og þar á meðal að hann hafi á síðari stigum áskilið sér rétt til að kanna nánar fyrrnefndar vinnuskýrslur stefnanda, eigi hafa verið meiðandi, líkt og atvikum var háttað. Af þessum sökum er að áliti dómsins ekki unnt að fallast á kröfu stefnanda um misk abætur, sbr. b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 26, 1993, og er málsástæðum hans að því leyti því hafnað. Í máli þessu krefst stefnandi orlofs af yfirvinnu og þá vegna þeirra yfirvinnutíma sem hann vann umfram hina umsömdu föstu 50 yfirvinnutíma, se m hann fékk greidda í hverjum mánuði, og þá fyrir tímabilið frá júní 2013 til apríl 2015. Kröfu sína sundurliðar stefnandi nánar í stefnu, og í bókun um hina endanlegu kröfugerð fyrir dómi, eins og hér að framan hefur verið rakið. Samtals krefst hann því 4 75.512 króna, ásamt vöxtum vegna þessa þáttar. Kröfu sinni til stuðnings vísar stefnandi aðallega til áðurrakinnar viljayfirlýsingar, en hann byggir á því að hún hafi verið gerð að undirlagi fyrrnefnds starfshóps stefnda í lok september 2015. Þá vísar 18 ste fnandi jafnframt til þess að fyrir hönd stefnda hafi komið að málefninu nafngreindur sveitarstjórnarmaður annars vegar og hins vegar þáverandi formaður stéttarfélags hans, sbr. framlagðir tölvupóstar þar um frá haustinu 2015. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi enn fremur til ákvæðis 4.2.1 í kjarasamningi, sem er svohljóðandi: Við 30 ára aldur skal hann fá 11,59%. Við 38 ára aldur skal hann fá 13,04%. Starfsmað ur sem þegar hefur áunnið sér rétt umfram það sem hér getur skal halda honum en um Stefndi andmælir, eins og hér að framan hefur verið rakið, öllum málsástæðum stefnanda að þessu leyti, en hann byggir m.a. á því að stefnandi hafi á umræddu tímabili haft sjálfdæmi um frítöku og eigin vinnutilhögun. Af þessum sökum hafi stefnandi þegar fengið greitt til samræmis við ákvæði 4.2.3 í kjarasamningi, sem er svohljóðandi: nulaun í orlofi miðað við meðaltal Stefndi staðhæfir jafnframt að stefnandi hafi í raun fengið ofgreitt, sbr. það sem að framan var rakið, en að auki hafi hann í fáeinum tilvikum skráð í vinnuskýrslur sínar yfirvinnu þegar r aunin hafi verið sú að hann hafi verið í orlofi. Loks vísar stefndi til tómlætis stefnanda við að halda kröfu sinni fram. Að áliti dómsins er í þessu viðfangi til þess að líta að samkvæmt 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91, 1991 um meðferð einkamála hafa staðhæf ingar málsaðila um atvik máls ekki sönnunargildi fyrir dómi, nema um sé að ræða atriði sem honum er óhagstætt, sbr. einnig að því leyti ákvæði 59. gr. sömu laga. Sú yfirlýsing sem stefnandi vísar til er, eins og fyrr hefur verið rakið, óundirrituð, en að a uki kom fram fyrir dómi að hún stafar ekki frá aðila sem var í þeim starfhóp stefnda, sem gerði úttekt á stjórnskipulagi sveitarfélagsins. Þá er til þess að líta að starfshópur þessi skilaði tillögum sínum í marsmánuði 2015 og lauk þar með störfum. Þegar a f þessum ástæðum getur nefnd viljayfirlýsing, að virtum andmælum stefnda, ekki bundið stefnda á þann hátt sem stefnandi byggir á. Af framlögðum launaseðlum stefnanda verður helst ráðið að á fyrrnefndu tímabili hafi í langflestum tilvikum fastur frádráttarl iður verið útreiknaður og þá mánaðarlega. Bendir það eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir, líkt og stefndi heldur fram, að orlof hafi verið innifalið í launum stefnanda. Þá þykir fyrrgreind staðhæfing og málsástæða stefnda þess efnis að stefnand i hafi á stundum skráð í vinnuskýrslur sínar yfirvinnutíma þrátt fyrir að hann hafi verið í fríi hafa nokkra stoð í vætti fyrrverandi skrifstofumanns sem starfaði á aðalstarfsstöð stefnda og framlögðum gögnum. Að ofangreindu virtu svo og í ljósi tómlætis s tefnanda við að halda kröfu sinni fram verður ekki talið að honum hafi tekist sönnun þess að hann eigi inni hjá stefnda þá fjárhæð sem hann krefst. Verður því að sýkna stefnda af þessum þætti kröfugerðar hans. Að álit dómsins gilda sömu sjónarmið að því er varðar gagnkröfur stefnda, bæði er varðar aðal - og varakröfu. Verður því ekki tekið tillit til þeirra við úrlausn máls þessa. Samkvæmt öllu ofangreindu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 1.250.000 krónur í skaðabætur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. maí 2017 að telja, eins og nánar segir í dómsorði. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnda að greiða stefnanda 744.000 krónur í málskostnað og er þá tekið tilli t virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Hilmar Gunnarsson lögmaður, en af hálfu stefnda flutti málið Hilmar Gunnlaugsson lögmaður. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóminn. 19 D Ó M S O R Ð. Stefndi, Vopnafjarðarhreppur, greiði stefnanda, Björgvin Hreinssyni, 1.250.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. maí 2017 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 744.000 krónur í málsk ostnað.