LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 19. mars 202 1 . Mál nr. 678/2019 : Hildur Lilliendahl Viggósdóttir ( Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður ) gegn A og B ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Lykilorð Ærumeiðingar. Tjáningarfrelsi. Friðhelgi einkalífs. Ómerking ummæla. Stjórnarskrá. Miskabætur. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Gjafsókn. Útdráttur A og B höfðuðu mál gegn H og kröfðust ómerkingar á nánar tilgreindum ummælum sem H birti í stöðufærslu á samskiptamiðlinum Facebook. Lutu ummælin meðal annars að ætluðum kynferðisbrotum A og B sem þá voru til rannsóknar og mikið hafði verið fjallað um í fjölmiðlum. Í dómi sínum lagði Landsréttur mat á sakarefnið með hliðsjón af ákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og friðhelgi ein kalífs og þeim viðmiðum sem hefðu mótast í framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu við úrlausn mála af þessu tagi. Í dómi Landsréttar var rakið að fyrri hluti ummæla H hefði ekki beinst að A og B og yrði að skoðast sem gagnrýni H á vinnubrögð lögreglu og gil disdóm H. Var því ekki fallist á að ómerkja körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess síðari hluti ummæla H hefði verið fyrirvaralaus og falið í sér fullyrðingu um að A og B hefðu framið alvarlegan refsiverðan verknað og þar með staðhæfingu um staðreynd. Hins vegar hefði H mátt treysta sannleiksgildi fréttaflutnings af málinu og með hliðsj ón af fyrirliggjandi gögnum um þann fréttaflutning hefði hún verið í góðri trú um þann hluta ummælanna sem laut að hinni sérútbúnu íbúð. Var því ekki fallist á að ómerkja þann hluta ummæla H. Af fréttaflutningi á þeim tíma sem ummæli H féllu yrði hins vega r ekki annað ráðið en að rannsókn hefði staðið yfir á ætluðum kynferðisbrotum A og B og þeir hefðu þar af leiðandi aðeins verið grunaðir um brotin. Yrði því ekki talið að lesendur frétta á þeim tíma sem um ræddi hefðu haft réttmæta ástæðu til að ætla að A og B hefðu gerst sekir um þá háttsemi sem þeir hefðu verið sakaðir um og að H hefði því ekki mátt ganga út frá því að stefndu hefðu gerst sekir um kynferðisbrot. Eftirstandandi hluti ummæla H hefði því falið í sér fullyrðingar umfram það sem almennur frétt aflutningur hefði getað gefið henni réttmætt tilefni til og hefði ekki aðeins falið í sér tilvísanir til frétta fjölmiðla eða endursögn úr þeim. Með þeim hluta ummælanna og birtingu á 2 persónuupplýsingum um A og B hefði hún vegið alvarlega að persónu og æru þeirra og hefðu ummælin jafnframt verið óviðurkvæmileg í skilningi 241. gr. almennra hegningarlaga. Var þessi hluti ummælanna því ómerktur og H dæmd til greiðslu miskabóta. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 1 4 . október 2019 að fengnu áfrýjunarleyfi . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. júní 2019 í málinu nr. E - [...] /2018 . 2 Áfrýjan di krefst þess aðallega að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefndu en til vara að dómkröfur stefndu verði lækkaðar verulega. Þá krefst áfrýjandi þess að stefndu verði gert að greiða henni málskostna ð í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnd u krefjast þess hvor um sig að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá er þess krafist að áfrýjandi verði dæmd til að greiða stefndu hvorum um sig málskostnað vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti eins og málið vær i eigi gjafsóknarmál. 4 Í bréfi lögmanns stefndu 28. júlí 2020 gerðu stefndu kröfu um að einum dómara málsins í Landsrétti yrði gert að víkja sæti vegna vanhæfis. Með úrskurði Landsréttar 9. október 2020 var kröfunni hafnað og var sú niðurstaða staðfest með dómi Hæstaréttar 9. de sember sama ár í máli nr. 31/2020. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Atvik málsins eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar kemur fram var mál þetta höfðað í héraði af hálfu stefndu til ómerkingar á ummælum og greiðslu miskabóta vegna ummæla áfrýjanda í stöðufærslu 9. nóvember 2015 á samskiptamiðlinum Facebook og birtingar hennar á nöfnum og Facebook - síðum stefndu í sama miðli. 6 Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi hófu fjölmiðlar í byrjun nóvembermánaða r 2015 að flytja fréttir af rannsókn lögreglu á ætluðum kynferðisbrotum stefndu. Í hinum áfrýjaða dómi er fréttaflutningnum á þeim tíma ítarlega lýst. Líkt og umfjöllun héraðsdóms og fyrirliggjandi gögn bera með sér hlaut málið mikla og óvægna umfjöllun í fjölmiðlum og varð tilefni mikillar umræðu á samfélagsmiðlum. 7 Sama dag og áfrýjandi birti þau ummæli sem voru ómerkt með hinum áfrýjaða dómi, fluttu ýmsir fjölmiðlar fréttir af málinu þar sem meðal annars var rakið að lögregla hefði ekki talið ástæðu til að fara fram á gæsluvarðhald yfir stefndu vegna ætlaðra brota . Þá birtust einnig fréttir um að boðað hefði verið til mótmælafundar við 3 lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla þessari ákvörðun lögreglunnar og aðgerðarleysi hennar í kynferðisbrotamálum. 8 Stöðufærsla áfrýjanda 9. nóvember 2015 var í heild með eftirfarandi hætti en hin Twitter er fólk að ræða þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð. Eins og Bobby Breiðholt sagði: Hankar í fokking loftinu. Lögreglan verst að sjálfsögðu svara, það er nefnile ga bara stundum sem hún má ræða einstök mál. Ekki þegar um öryggi kvenna er að ræða. Ég minni á að í sumar var HIV - smitaður nígerískur hælisleitandi úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Þetta er svo ógeðslegt. Svo mikið ógeðslegt. Það eru sannarlega e kki mínir #almannahagsmunir sem verið er að 9 Á samt því að birta umrædda stöðufærslu deildi áfrýjandi í athugasemd við hana upplýsingum um nöfn og Facebook - síður stefndu . Af gögnum málsins má ráða að fjölmiðlar hefðu áður greint frá persónuupplýsin gum um stefndu sem gerðu þeim sem vildu kleift að komast að því hverjir þeir væru. 10 Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi voru lagðar fram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kærur á hendur stefndu fyrir nauðgun haustið 2015. Málin munu hafa verið fell d niður í febrúar 2016 með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem rannsóknargögn þóttu ekki sýna fram á að það sem fram væri komið í málinu væri nægilegt eða líklegt til sakfellis. 11 Í dómi Hæstaréttar 26. júní 2018, í máli nr. 729/ 2017, í máli stefndu gegn fjórum fréttamönnum 365 miðla hf., sem flutt höfðu fréttir um ætluð kynferðisbrot stefndu í fréttamiðlum fyrirtækisins, voru 13 ummæli sem birtust í þessum fjölmiðlum ómerkt og voru fréttamennirnir dæmdir til að greiða stefndu mis kabætur. Með dómi Landsréttar 20. mars 2020, í máli nr. 433/2019, sem stefndu höfðuðu gegn ritstjóra vefmiðilsins Hringbrautar, voru ómerkt þrenn ummæli sem birtust á miðlinum og ritstjóri nn dæmdur til að greiða stefndu miskabætur. 12 Með hinum áfrýjaða dóm i var fallist á kröfur stefndu um að ummæli áfrýjanda yrðu ómerkt. Þá var áfrýjandi dæmd til að greiða stefndu, hvorum um sig, 150.000 krónur í miskabætur með nánar tilgreindum vöxtum. Niðurstaða 13 Í hinum áfrýjaða dómi var komist að þeirri niðurstöðu að u mmæli áfrýjanda hefðu falið í sér ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í greinargerð áfrýjanda í héraði var heimfærslu stefndu til refsiákvæða mótmælt með vísan til þess að sex mánaða frestur til að höfða einkamál til refsingar væri runninn út. Mál þetta var höfðað 20 . september 2018 eða rúmlega tveimur árum og tíu mánuðum eftir að umrædd ummæli birtust 9. nóvember 2015 á 4 samskiptamiðlinum Facebook. Þá var liðinn sex mánaða frestur til að höfða einkamál til refsinga r vegna brota gegn framangreindu hegningarlagaákvæði, sbr. 1. mgr. 29. gr. sömu laga. Jafnframt var sök samkvæmt 235. gr. laga nr. 19/1940 fyrnd, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 81. gr. sömu laga. Í máli þessu er ekki krafist refsingar áfrýjanda, heldur lýtur kraf a stefndu einungis að því að tilgreind ummæli hennar verði ómerkt samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laganna þar sem þau feli í sér ærumeiðandi aðdróttun í skilningi 235. gr. þeirra auk þess sem krafist er miskabóta. Í héraðsdómsstefnu kemur skýrlega fram að hin um deildu ummæli séu í heild ærumeiðandi og óviðurkvæmileg. Af þessum sökum og með vísan til dóms Landsréttar 20. mars 2020 í máli nr. 4 33/2019 verður leyst sjálfstætt úr kröfu m stefndu um ómerkingu ummæla samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940 . 14 Málsástæður aðila eru raktar í hinum áfrýjaða dómi. Í meginatriðum byggir áfrýjandi á því að ummælin hafi rúmast innan tjáningarfrelsis hennar, enda hafi þau verið liður í mikilvægri og háværri þjóðfélagsumræðu um kynferðisbrot, og ummælin hafi falið í sér tilvísanir og endursögn úr fréttum fjölmiðla. Þá hafi ummælin falið í sér ályktanir af fréttaflutningi og þar með gildisdóm áfrýjanda. Til viðbótar við þessi rök gerir áfrýjandi í greinargerð sinni til Landsréttar athugasemdir að því leyti að bæði aðferða fræði og niðurstaða hins áfrýjaða dóms hafi verið röng og hvorki í samræmi við dómaframkvæmd Landsréttar, Hæstaréttar né Mannréttindadómstóls Evrópu. Stefndu byggja á hinn bóginn í meginatriðum á því að áfrýjandi hafi með tilgreindum ummælum fullyrt að þei r hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi þótt þeir hafi hvorki verið ákærðir né dæmdir fyrir slíka háttsemi. Með því hafi áfrýjandi vegið með alvarlegum hætti að æru og persónu stefndu og rétti þeirra til að teljast saklausir uns sekt þeirra sannist og ha fi málið haft mjög neikvæð áhrif á líf þeirra. 15 Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi vegast á í þessu máli tvenns konar stjórnarskrárvernduð réttindi, annars vegar friðhelgi einkalífs stefndu samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar tjáningarfr elsi áfrýjanda samkvæmt 73. gr. hennar. Við mat á sanngjörnu jafnvægi milli þessara réttinda verða framangreind stjórnarskrárákvæði skýrð í ljósi 8. gr. og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994, og þeirra viðmiða sem hafa mótast í framk væmd Mannréttindadómstóls Evrópu við úrlausn um hvort takmörkun á tjáningarfrelsi vegna einkalífsréttinda annarra teljist nauðsynleg og samrýmast lýðræðishefðum samkvæmt 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans. 16 Aðila málsins greinir á um hvort ummæli áfrýj anda hafi falið í sér gildisdóm hennar eða staðhæfingu um staðreynd. Í dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins í málum af þessu tagi er gerður greinarmunur á þessu tvennu. Gildisdóm er ekki unnt að sanna þótt gera verði þá kröfu, misríka eftir aðstæðum, að s ýnt sé að hann eigi sér einhverja stoð í staðreyndum. Þegar um staðhæfingu um staðreynd er að ræða, sem unnt á að vera að sanna, gilda einnig misríkar sönnunarkröfur eftir atvikum og eðli máls. Í tilvikum þar sem erfitt er að koma við sönnun er gjarnan lit ið til þess hvort viðkomandi 5 hafi verið í góðri trú um réttmæti ummæla sinna er hann lét þau falla. Af dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins verður jafnframt ráðið að við mat á því hvort um gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd sé að ræða verði að skoða h eildarsamhengi og framsetningu hinna umdeildu ummæla. Í því sambandi geti bæði haft þýðingu hvort ummælin eru liður í mikilvægri þjóðfélagsumræðu en einnig hvort þau feli í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi. 17 Hvort sem um gildisdóma eða staðhæfingar um staðreyndir er að ræða verður í málum af þessu tagi að leggja mat á það hvort tjáningarfrelsi verði takmarkað í þágu friðhelgi einkalífs en í því sambandi verður litið til þess hvort ummælin feli í sér framlag til þjóðfélagsumræðu, hvort þau beinist að þjó ðþekktri persónu, hvert viðfangsefni þeirra er og hvort fyrri háttsemi viðkomandi eigi þátt í því að ummælin voru sett fram. Jafnframt verður litið til þess hvernig upplýsinga, sem lágu til grundvallar ummælunum, var aflað og hvort þær voru áreiðanlegar, i nnihalds og framsetningar ummælanna sem og þess hvaða afleiðingar þau höfðu. Verða ummæli áfrýjanda metin heildstætt út frá framangreindum sjónarmiðum. 18 Umræða um kynferðisbrot, meðal annars um rannsókn slíkra brota af hálfu lögreglu og meðferð þeirra fyr ir dómstólum, hafði verið fyrirferðarmikil í opinberri umræðu hér á landi síðustu misserin áður en atvik þessa máls gerðust. Af gögnum málsins má ráða að áður en áfrýjandi birti ummæli sín hafði dagana á undan verið víðtæk fjölmiðlaum fjöllun um ætluð kynfe rðisbrot stefndu. Á sama degi, og áður en áfrýjandi birti ummæli sín, höfðu ýmsir fjölmiðlar flutt fréttir af því að lögregla hefði ekki talið tilefni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir stefndu. Eins og ráða má af hinum umdeildu ummælum og stöðufærslu áfr ýjanda í heild, var um að ræða innlegg hennar í opinbera umræðu um kynferðisbrot, meðal annars um rannsókn slíkra brota af hálfu lögreglu og gagnrýni á störf hennar. Umfjöllun um slík málefni á ríkt erindi í almenna þjóðfélagsumræðu og játa verður einstakl ingum talsvert svigrúm til að tjá sig um þau , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 26. júní 2018 í máli nr. 729/2017 og dóm Landsréttar 20. mars 2020 í máli nr. 433/2019. 19 Fyrri hluti hinna umdeildu ummæla verður að skoðast sem gagnrýni áfrýjanda á vinnubrö gð lögreglunnar í Reykjavík og þá ákvörðun hennar að krefjast ekki gæsluvarðhalds við rannsókn málsins. Þau ummæli fólu í sér gildisdóm áfrýjanda og beindust ekki að stefndu. Verður því ekki fallist á að ómerkja skuli eftirfarandi hluta af ummælum áfrýjand þá gríðarleg a alvarleg u aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald 20 Síðari hluti ummælanna laut að því að lögreglan í Reykjavík hefði látið eiga sig að m sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið frýjandi hafi ekki nafngrein t stefndu í stöðufærslu sinni 9. nóvember 2015 birti hún aftur á móti upplýsingar um nöfn stefndu og Facebook - s íður þeirra í athug asemd um við hana. Að þessu virtu og með hliðsjón af tilefni ummælanna gat engum sem las þau dulist að þau beindust að 6 stefndu en þeir voru hvorki þekktir á opinberum vettvangi né höfðu haft sig í frammi í opinberri umræðu fyrir atvik þessa máls. 21 Ummæli áfr ýjanda voru fyrirvaralaus og þess efnis að stefndu hefðu saman nauðgað konum kerfisbundið og haft til þess sérútbúna íbúð. F er ekki á milli mála að orðalagið efðu haft sam ræði eða önnur kynferð SAMAN svo jafnframt í sér fullyrðingu um að stefndu hefðu fram ið brotin í samverknaði og haft einbeittan ásetning til þeirra, auk þess sem þeir hefðu haft aðgang að sérútbúinni íbúð í því skyni að nauðga konum . Með ummælunum hagaði áfrýjandi ekki orðum sínum eins og um væri að ræða gildisdóm hennar, heldur þvert á móti eins og staðreyndin væri sú að stefndu hefðu gerst sekir um alvarlegan refsiver ðan verknað. Því verður að líta svo á að áfrýjandi hafi með þeim sakað stefndu um nauðgun, sem samkvæmt 194. gr. laga nr. 19/1940 getur varðað allt að 16 ára fangelsi. Var því um að ræða staðhæfingu um staðreynd, sem unnt er að færa sönnur á, en ekki einvö rðungu gildisdóm áfrýjanda, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 18. desember 2014 í máli nr. 215/2014 og dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 7. nóvember 2017 í máli Egils Einarssonar gegn Íslandi. 22 Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 2. mgr. 6 . gr. mannréttindasáttmála Evrópu, skal hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Á þeim tíma sem áfrýjandi birti hin umdeildu ummæli voru ætluð kynferðisbrot stefndu til rannsóknar og höfðu þei r því hvorki verið ákærðir né dæmdir fyrir þau. Eins og fyrr greinir munu málin á hendur stefndu hafa verið felld niður án ákæru með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008. Í máli þessu hefur ekkert frekar verið upplýst um þau atvik sem lágu til grundvallar l ögreglurannsókninni. Er að því leyti sama staða uppi og í dómi Hæstaréttar 26. júní 2018 í máli nr. 729/2017, sem varðaði umfjöllun fjölmiðla um sömu rannsókn . Á hinn bóginn er fallist á með áfrýjanda að hún hafi mátt treysta á sannleiksgildi fréttaflutnin gs af málinu og að fjölmiðlar hafi við gerð frétta sinna gætt grundvallarreglna sem þeim ber að virða, sbr. meðal annars 1. mgr. 26. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/20 1 1 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 3. maí 2018 í máli nr. 405/2017. 23 Í ummælum áfrýjanda er me ðal annars tekið fram að ætluð kynferðisbrot stefndu hafi að þessu leyti eiga sér stoð í umfjöllun fjölmiðla á þeim tíma sem um ræðir þótt síðar hafi verið leitt í ljós a ð hún var haldlaus. Sama dag og áfrýjandi birti ummælin birtist Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til 7 áreiðanlegum heimildum blaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganir nar, svo sem svipur, reipi og keðjur. Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp á framangreindri frétt, meðal annars í vefmiðli dómi Hæstaréttar 26. júní 2018 í máli nr. 729/2017 var komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs stefndu með því að fullyrða án fyrirvara í forsíðufrétt Fréttablaðsins 9. nóvember 2015 að íbúð í Hlíðunum hefði verið útbúin tækjum til ofbeldisiðkunar og með því að gefa í skyn, í því samhengi, að árásin hefði verið hrottaleg þar sem munir sem haldlagðir höfðu verið í þágu rannsóknar málsins h efðu verið notaðir eða væru vel til þess fallnir að fremja ofbeldisverk. Þrátt fyrir það mátti áfrýjandi treysta sannleiksgildi fréttaflutnings af málinu og verður því fallist á að þessi hluti ummælanna hafi verið endursögn á því sem þegar hafði komið fram í fjölmiðlum og að áfrýjandi hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra að þessu leyti. Verður því 24 Þrátt fyrir hina afdráttarlausu frásö gn fjölmiðla af útbúnaði til ofbeldisverka í íbúð í Hlíðunum verður af gögnum um umfjöllun þeirr a að öðru leyti ekki annað ráðið en að rannsókn hafi staðið yfir á ætluðum kynferðisbrotum og stefndu hafi þar af leiðandi aðeins verið grunaðir um að hafa fra mið þau en hefðu enn hvorki verið ákærðir né sakfelldir. Þannig var til dæmis tekið fram í undirfyrirsögnum og upphafi beggja hinna framangreindu frétta að tveir menn væru grunaðir um kynferðisbrot og að málið væri í rannsókn lögreglu . Hið sama mátti ráða af samhengi annars fréttaflutnings af málinu þótt að einhverju leyti hafi þar mátt finna ummæli sem gengu langt. Verður því ekki talið að lesendur fréttanna hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla að stefndu hefðu gerst sekir um þá háttsemi sem þeir voru sak aðir um. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi þess að það er hlutverk dómstóla að slá því föstu hvort sakaðir menn séu sannir að broti, verður ekki talið að áfrýjandi hafi mátt ganga út frá því á þeim tíma sem hún lét hin umdeildu ummæli falla að stefn du hefðu gerst sekir um kynferðisbrot. Svo sem körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið og án fyrirvara og fólu í sér fullyrðingar umf ram það sem almennur fréttaflutningur gat gefið henni réttmætt tilefni til. Þá verður við mat á tjáningu áfrýjanda umrætt sinn einnig litið til þess að við færslu sína setti hún upplýsingar um nöfn og Facebook - síður stefndu. Þótt fjölmiðlar hefðu áður grei nt frá ákveðnum persónuupplýsingum um stefndu, þannig að þeir sem lögðu sig eftir því gátu aflað upplýsinga um þá, höfðu stefndu þó ekki verið nafngreindir. Er því ekki unnt að líta svo á að þessi tjáning áfrýjanda hafi aðeins falið í sér tilvísanir til fr étta fjölmiðla eða endursögn úr þeim. Að framangreindu virtu verður ekki talið að áfrýjandi hafi verið í góðri trú í tjáningu sinni umrætt sinn. Með þeim aðdróttunum sem fram komu í fyrrgreindum ummælum 8 áfrýjanda og birtingu hennar á áðurnefndum upplýsingu m um stefndu var vegið alvarlega að persónu og æru stefndu sem falla undir friðhelgi einkalífs þeirra og njóta verndar samkvæmt 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Eins og atvikum er háttað breytir engu í því sambandi þótt útbreiðsla tjáningar áfrýjanda hafi takmarkast við Facebook - síðu hennar. Ummælin voru jafnframt óviðurkvæmileg í skilningi 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga og verða þau því ómerkt. 25 Í ljósi alls framangreinds er fallist á þá niðurstöðu hins áfrý jaða dóms að nýta beri heimild b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og dæma áfrýjanda til að greiða hvorum stefndu um sig miskabætur. Við mat á fjárhæð bótanna verður að líta til þess að ummæli áfrýjanda fólu í sér aðdróttun um að stefndu hefð u framið mjög alvarleg kynferðisbrot og að hún birti auk þess upplýsingar um nöfn og Facebook - síður stefndu í athugasemdum við stöðufærslu sína. Þá liggur fyrir að áfrýjandi leitaðist ekki með neinum hætti við að rétta hlut stefndu eftir að atvik málsins s kýrðust. Á hinn bóginn verður einnig að horfa til þess að ummæli áfrýjanda voru einungis hluti umfangsmikillar opinberrar umræðu um mál stefndu á þeim tíma sem þau voru höfð uppi. Má ætla að umfjöllun fjölmiðla hafi valdið stefndu meiri miska en ummæli áfr ýjanda. Stefndu hafa þegar verið ákvarðaðar miskabætur í dómsmálum um fréttaflutning af málinu, sbr. dóm Hæstaréttar 26. júní 2018 í máli nr. 729/2017 og dóm Landsréttar 20. mars 2020 í máli nr. 433/2019. Loks verður einnig að horfa til útbreiðslu ummælann a sem takmarkaðist við þá dreifingu sem fólst í birtingu þeirra á Facebook - síðu áfrýjanda. Að öllu þessu gættu þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 100.000 krónur til hvors stefndu um sig með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. 26 Eftir þessum úrslitum ver ður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti sem ákveðinn er í einu lagi með virðisaukaskatti og rennur í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málfl utningsþóknun lögmanns þeirra sem tilgreind er í einu lagi án virðisaukaskatts eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið Áfrýjandi, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, greiði stefndu, A og B , hvorum um sig 100.000 krónur í miskabætur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefndu hvorum um sig 589.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. 9 Allur gjafsóknarkostnaður stefndu í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns þeirra, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, samtals 950.000 krón ur . Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. júní 2019 Mál þetta var höfðað 20. september 2018 og dómtekið 23. apríl sl. Stefnendur eru A , [...] , og B , [...] . Stefnt er Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, [...] . Stefnendur gera hvor um sig þá kröfu að eftirfarandi ummæli verði dæmd dauð og ómerk: fara fram á g æsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið Stefnendur krefjast þess að stefnda verði dæmd til þess að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 1.500.000 kr. með vöxtum sam kvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er af hálfu stefnenda gerð krafa um málskostnað eins og mál þetta væri ekki gjafsó knarmál. Stefnda krefst sýknu, auk málskostnaðar úr hendi stefnenda. I. Mál þetta hafa stefnendur höfðað með vísan til færslu sem stefnda birti á Facebook - síðu sinni 9. nóvember 2015, kl. 11:32 þar sem lesa mátti að hún teldi víst að stefnendur hefðu í samvinnu nauðgað konum kerfisbundið í sérútbúinni íbúð. Þá deildi hún einnig, í athugasemd við sömu færslu, upplýsingum um nöfn og Facebook - svæði stefnenda. Undir rekstri málsins hefur stefnda sett tilvísaða Facebook - færslu í samhengi við umfjöllun fjölmið la í nóvembermánuði 2015 um ætluð brot stefnenda. Að sögn stefnenda hafa þeir höfðað mál þetta til að verja æru sína og friðhelgi einkalífs. Til stuðnings málatilbúnaði sínum hafa bæði stefnendur og stefnda skírskotað til dóms Hæstaréttar 26. júní 2018 í máli nr. 729/2018, en það mál höfðuðu stefnendur þessa máls gegn fjölmiðli og fréttamönnum til ómerkingar á nánar tilgreindum ummælum sem viðhöfð höfðu verið í því samhengi sem til umfjöllunar er einnig í þessu máli sem hér er komið til úrlausnar héraðsdóm s, nánar tiltekið vegna ásakana um ætlaða refsiverða háttsemi stefnenda. . II. Ómerkingarkrafa stefnenda er á því byggð að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda fullyrt að stefnendur væru kynferðisbrotamenn sem nauðguðu konum kerfisbundið og í sameining u og hefðu til þess sérútbúna íbúð, auk þess sem stefnda deildi nöfnum, myndum og persónuupplýsingum um stefnendur. Stefnendur byggja á því að í hinum umstefndu ummælum felist ásakanir um að stefnendur hafi gerst sekir um ítrekuð hegningarlagabrot, en þet ta eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Stefnendur hafi engum nauðgað og íbúðin sem stefnda hafi vísað til sé ósköp venjuleg íbúð, en ekki sérútbúin til nauðgana. Ummæli stefndu séu því röng og til þess fallin að meiða æru stefnenda. Það séu grundvallar mannréttindi í réttarríki að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. Þessi regla er grundvallarregla í íslenskri réttarskipan, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrár og 2. mgr. 6. gr. mannréttin dasáttmála Evrópu. Stefnda hafi vegið að grundvallarmannréttindum stefndu og úthrópað þá sem nauðgara án þess að stefnendur hefðu verið ákærðir fyrir slíka háttsemi, hvað þá heldur dæmdir. 10 Hin umstefndu ummæli fela að mati stefnenda í sér ásökun um refsiv erða og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Ummæli stefndu séu ærumeiðandi aðdróttanir og feli í sér brot gegn 235. gr. og 2. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ómerkja ummælin með vísan til 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Hin umst efndu ummæli séu ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus og til þess fallin að sverta stefnendur. Hagsmunir stefnenda af því að fá ummælin dæmd dauð og ómerk séu því miklir. Að auki hafi stefnda deilt upplýsingum um nöfn og Facebook - síður stefnend a. Með því hafi hún brotið gegn réttarreglum sem ætlað sé að vernda friðhelgi einkalífs stefnenda, sbr. 229. gr. laga nr. 19/1940, 71. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefnendur byggja á því að stefnda hafi vegið með a lvarlegum hætti að æru þeirra. Með því hafi stefnda framið ólögmæta meingerð gagnvart stefnendum sem hún beri skaðabótaábyrgð á. Virðing stefnenda hafi beðið hnekki, sem og æra þeirra og persóna. Réttur stefnenda til æruverndar og friðhelgi einkalífs njóti verndar 71. gr. stjórnarskrár, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það sé hlutverk handhafa opinbers valds að rannsaka, ákæra og dæma menn fyrir refsiverða háttsemi en ekki almennings. Með ummælum sínum um stefnendur hafi stefnda fullyrt að stefnendur hefðu gerst sekir um alvarleg hegningarlagabrot sem enginn fótur hafi verið fyrir. Með ummælum sínum um stefnendur hafi stefnda tekið þátt í að skapa múgæsingu sem leitt hafi til þess að stefnendur óttuðust u m líf sitt og hrökkluðust úr landi þar sem þeir dvöldu meira og minna næstu árin. Stefnandinn B hafi misst vinnuna í kjölfarið og stefnandanum A verið gert að hætta námi við Háskólann í Reykjavík. Hvorugur hafi átt afturkvæmt í fyrra starf/nám. Báðir stefn endur hafi glímt við langvarandi kvíða og þunglyndi vegna umfjöllunarinnar. Stefnda hafi tekið þátt í að dreifa nöfnum og myndum af stefnendum, sem deilt var mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlum þar sem stefndu voru úthrópaðir sem nauðgarar og þeim hótað l íkamsmeiðingum og lífláti. Ummæli stefndu um stefnendur og dreifing upplýsinga um þá hafi því verið afdrifarík fyrir stefnendur og reisa þeir miskabótakröfur sínar á þeim grunni. Stefnendur telja að miski hvors þeirra um sig vegna ummæla stefndu sé hæfileg a metinn 1.500.000 krónur. Kröfur stefnenda um miskabætur er byggðar á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, enda sé um að ræða brot á réttarreglum, sem ætlað er að vernda æru og friðhelgi einkalífs stefnenda, sbr. 229. gr., 235. gr. og 236. gr. almennra heg ningarlaga nr. 19/1940. Birting og dreifing ærumeiðandi ummæla sé auk þess sjálfstætt brot samkvæmt 2. mgr. 236. gr. laga nr. 19/1940. III. Stefnda byggir á því að ummælin sem krafist er ómerkingar á séu vernduð af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinna r, sbr. 73. gr. stjskr. og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Að mati stefndu séu engar þær kringumstæður fyrir hendi í máli þessu sem réttlæti takmarkanir á tjáningarfrelsi stefndu. Ákvæði 3. mgr. 73. gr. stjskr. eigi ekki við í máli þessu enda tú lkuð þröngt. Ummælin brjóti í engu gegn neinum meintum réttindum stefnenda. Stefnda hafi hvorki meitt æru stefnenda né greint frá nokkru því sem leynd skyldi hvíla yfir enda hafi umrædd mál, þar sem stefnendur voru ásakaðir um og kærðir fyrir meintar nauðg anir, verið á almannavitorði um langa hríð og margumrædd í þjóðfélaginu á ýmsum samskiptamiðlum og í fjölmiðlum. Þá hafi stefnda ekki verið fyrst til að benda á hverjir sakborningar lögreglumálanna væru, eins og rakið sé að framan. Þá byggir stefnda á því að staðhæfingar í ummælum hennar hafi verið endursögn úr fréttum fjölmiðla sem birtar höfðu verið áður. Stefnda byggir á sjónarmiðum og meginreglum um aukna vernd tjáningar sem er endursögn úr fjölmiðlum. Stefnda byggir á því að hún hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi fréttaflutningsins og mátt vera það, þar sem hún hafi mátt treysta því að um vandaða umfjöllun hafi verið að ræða í samræmi við ritstjórnarstefnu miðlanna, sbr. 24. gr. og 1. mgr. 26. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011. Í ljós hafi komið að um fjöllun fjölmiðlanna var ekki eins vönduð og vera bar, sbr. dóm Hæstaréttar 26. júní 2018 í máli nr. 729/2017 og afsökunarbeiðni DV, en aðrar fréttir meðal framangreindra frétta hafi þó ekki verið dæmdar ómerkar. Telur stefnda þetta ekki breyta því að hún hafi mátt vera í góðri trú á þeim tíma sem ummælin 11 féllu og njóti ummæli hennar því verndar tjáningarfrelsisins. Eigi sjónarmið um góða trú við hvort heldur sem ummælin verði talin til gildisdóma eða þau talin vera staðhæfing um staðreyndir. Stefnda byggi r á því að óheimilt sé að túlka ummæli hennar með þeim hætti sem stefnendur krefjast. Ummælin séu víðtækari en svo að þau varði einvörðungu og alfarið staðhæfingar um staðreyndir hvað varðar meintar nauðganir og byrlun lyfja sem stefnendur voru sakaðir um. Þegar ummælin eru skoðuð í samhengi blasi við að þau vísi ekki einangrað til umræddra nauðgunarkæra á hendur stefnendum heldur hafi víðtækari skírskotun, þ.e. fjalli um ótilgreinda sakborninga sem fjölmiðlar kváðu lögreglu ekki hafa óskað eftir gæsluvarðh aldi á, þrátt fyrir að fjölmiðlar hefðu fullyrt að viðkomandi hefðu framið alvarleg brot. Hafi samhengi ummælanna þannig verið ótti fjölda kvenna við að ásakanir þeirra um kynferðisbrot yrðu ekki teknar trúanlegar, með alvarlegum afleiðingum. Nánar tilteki ð skýrir stefnda ummæli sín svo að þau séu augljóslega endursögn þess fjölda frétta sem hafði birst um málið um hádegisbil þann 9. nóvember 2015. Að auki séu ummælin endursögn umræðu annarra aðila á opinberum vettvangi, en stefnda sé ekki upphafsmaður þeir rar umræðu sem ummæli hennar voru liður í. Þá byggir stefnda á því að hún beri engar sérstakar rannsóknarskyldur eða sönnunarbyrði hvað varði sannleiksgildi ummælanna. Að auki telur stefnda sig hafa slegið nægilega varnagla við ummæli sín. Stefnda byggir á því að ummælin skuli skoðast í samhengi í margþættum skilningi. Í fyrsta lagi þurfi að meta ummælin í samhengi við það innlegg sem þau tilheyrðu. Í öðru lagi í samhengi við þann fréttaflutning sem þegar hafði átt sér stað á þeim tíma er þa u voru látin falla. Í þriðja lagi í samhengi við þá umræðu sem átti sér stað í Facebook - hópum og á öðrum samfélagsmiðlum á tíma fréttarinnar. Í fjórða lagi í samhengi við áralanga opinbera þjóðfélagsumræðu um konur, kynfrelsi kvenna og minnihlutahópa í þjó ðfélaginu. Með vísan til dómafordæma mannréttindadómstóls Evrópu verði engin ummæli í meiðyrðamálum metin án víðtækara samhengis. Stefnda byggir á því að ummælin og það samhengi sem þau voru sett fram í sé umræða um almannahagsmuni og þjóðfélagsleg málefn i og njóti sérstakrar verndar. Ummælin eigi fullt erindi til almennings og óheimilt sé að takmarka slíka tjáningu. Stefnda vísar til þess að tilgangur og megininntak ummælanna og umræðunnar sem ummælin voru liður í hafi verið að vekja athygli á nánar tilg reindum þáttum í þjóðfélagsumræðunni og samfélaginu. Stefnda hafi ekki verið upphafsmaður þeirrar umræðu og einungis ein af fjöldamörgum einstaklingum sem þátt tóku í umræðunni á umræddum tíma, og hún hafi tekið takmarkaðan þátt í henni, þ.e. einkum varðan di sjálf mótmælin. Í ummælunum felist ekki bein staðhæfing um að stefnendur hafi nauðgað kærendum eða öðrum, byrlað ólyfjan eða ætlað að nauðga fleiri aðilum, enda hafi ummælin ekki verið orðuð með slíkum hætti. Stefnda byggir á því að í ummælum hennar fe list ályktanir og gildisdómar. Slíkri tjáningu beri að veita sérstaka vernd. Þá beri að meta ummælin sérstaklega sem gildisdóm og/eða sem ályktanir með vísan til fréttaflutnings af málinu. Vísar stefnda um þetta nánar til Hrd. í máli nr. 729/2017. Stefnda heldur því fram að almenn textaskýring leiði ekki til annarrar niðurstöðu en að þarna sé um að ræða lýsingu á að kynferðisbroti, tilraun til slíkra brota og að byrlun hafi átt sér stað. Endursögn á slíkum fullyrðingum fjölmiðla feli í sér gildisdóm, sem nj óti sérstakrar verndar. Engu breyti að fréttaflutningurinn hafi reynst ónákvæmur. Þá byggir stefnda á því að eðlilegt sé að þar sem hún hafi séð greint frá nöfnum stefnenda á Facebook - svæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nafngreining hafi auki nn trúverðugleikablæ, einkum vegna refsiábyrgðar, sbr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og í athugasemd á fjölmiðli sem lúti ritstjórn, sbr. 24. gr. og 1. mgr. 26. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011, hafi hún mátt trúa þeim upplýsingum. Enda hafi sú nafngreining reynst rétt. Byggir stefnda á því að tjáning hennar njóti aukinnar verndar sem endursögn af orðrómi. Stefnda byggir á því að stefnendur skuli bera hallann af þeirri sönnunarstöðu að töluvert af framangreindum nafngreiningum hafi nú verið fja rlægt, þremur árum eftir að ummælin féllu og tveimur og hálfu ári eftir að stefnendur hótuðu málssókn. Þá byggir stefnda á að hafa skuli í huga að Facebook - síða hennar sé ekki fjölmiðill með mikla dreifingu heldur síða einstaklings á samfélagsmiðli. 12 Stef nda mótmælir því að ummæli hennar hafi ekki átt sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Óumdeilt sé að stefnendur hafi verið andlag a.m.k. tveggja lögreglurannsókna um það sem fjölmiðar höfðu lýst, þótt rannsóknirnar hafi síðar verið felldar niður og þótt ónák væmni hafi gætt í skrifum fjölmiðla. Á slíkri ónákvæmni tiltekinna fjölmiðla beri stefnda enga ábyrgð og gegni engum skyldum í því sambandi lögum og dómaframkvæmd samkvæmt. Stefnda mótmælir jafnframt sérstaklega þeirri málsástæðu stefnenda að hún hafi svip t þá réttinum til að teljast saklausir uns sekt sannast, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjskr. og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Endursögn stefndu á fréttum fjölmiðla hafi ekki haft áhrif á þann rétt stefnenda. Sömuleiðis mótmælir stefnda þeirri málsás tæðu að umstefnd ummæli hennar séu ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus, smekklaus og til þess fallin að sverta stefnendur. Ummæli stefndu hafi verið rétt endursögn úr fjölmiðlaumfjöllun þess tíma þegar ummælin voru látin falla, ummælin hafi verið þáttur í m ikilvægri og háværri þjóðfélagsumræðu, m.a. á samfélagsmiðlum, um kynferðisbrot og stefnendur hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu á tíma ummælanna. Stefnda telur augljóst að ummæli hennar hafi vísað til fréttaflutnings um málið og þannig hafi verið nægi r fyrirvarar á tjáningu hennar. Þá hafi stefnda verið í góðri trú um sannleiksgildi ummælanna sem og um sannleiksgildi og réttmæti fréttaflutningsins sem ummælin eru endursögn á. Þá mótmælir stefnda sérstaklega heimfærslu stefnenda á ummælum hennar til ref siákvæða. Stefnda telur að skilyrðum almennu skaðabótareglunnar eða 26. gr. laga nr. 50/1993 sé ekki fullnægt og að ströng skilyrði ákvæðisins, þ.m.t. ströng saknæmisskilyrði, séu ekki uppfyllt í málinu og stefnendur hafi ekki sýnt fram á annað. Stefnda by ggir á því að hafi stefnendur orðið fyrir mannorðstjóni þá hafi aðrir en stefnda valdið því, einkum blaðamenn sem þegar hefur verið dæmt um að hafi farið út fyrir meðalhóf og verið dæmdir til að greiða stefnendum bætur. Stefnda telur að fjárhæð krafna stef nenda sé í engu samræmi við fjárhæð dæmdra miskabóta í framangreindum dómi. Stefnda mótmælir því að ummæli hennar hafi valdið ætluðum námstöfum, atvinnumissi og andlegum þjáningum stefnenda, þar sem slíkt sé ósannað. Þáttur stefndu hafi einkum falist í al mennri, heimilli og verndaðri þátttöku í umræðum um kynferðisbrot sem þjóðfélagslega mikilvægu málefni. Stefnda telur sig hafa gætt hófs í umfjöllun sinni. Hafi stefnendur orðið fyrir miskatjóni sé slíkri kröfu ekki réttilega beint að stefndu. Stefnda mótm ælir því sérstaklega að hún hafi dreift nöfnum, myndum og persónuupplýsingum um stefnendur þar sem það að setja hlekk á vefsvæði fyrir neðan innlegg hennar feli ekki í sér slíka dreifingu. Þá hafi birtingu stefndu á hlekkjum á vefsvæði stefnenda síður en s vo verið deilt mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlum og sé slík fullyrðing stefnenda því röng og ósönnuð. Telur stefnda ljóst að dreifing á persónuupplýsingum um stefnendur hafi einkum farið fram á öðrum vettvangi. Vísanir stefndu til Facebook - síðna stefnen da séu í athugasemdum undir hinu upphaflega innleggi og hafi lesendur því þurft að smella sérstaklega á hlekkina til að sjá nöfn og myndir af stefnendum. Hafa beri framangreint í huga við mat á ummælunum, dreifingu þeirra og miskabótakröfu stefnenda. Þá te lur stefnda að stefnendur hafi að hluta til stuðlað sjálfir að dreifingu ummælanna, t.d. með því heimila að lögmaður þeirra tjáði sig ítrekað um mál þetta í fjölmiðlum. Að auki hafi lögmaðurinn sjálfur birt myndskeið af íbúð annars umbjóðanda síns, sem fjö lmiðlar dreifðu og horft hafi verið á rúmlega 45 þúsund sinnum. Fjárhæð miskabótakröfu stefnenda er sérstaklega mótmælt, sem og vaxta - og dráttarvaxtakröfu stefnenda. IV. Í 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er kveðið á um að drótti maður að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða beri slíka aðdróttun út, þá varði það sektum eða fangelsi allt að einu ári. Í 1. mgr. 236. gr. sömu laga er mælt fyrir um að sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varði það fangelsi allt að tveimur árum. Í 2. mgr. ákvæðisins er kveðið á um að sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varði það sektum eða fangelsi allt að e inu ári. Þá kemur fram í 1. mgr. 241. gr. laganna að óviðurkvæmileg ummæli megi dæma ómerk í meiðyrðamáli, krefjist sá sem misgert var við þess. Í b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 26/1993 er mælt fyrir um að heimilt sé að láta þann 13 sem ábyrgð beri á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Í 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Þá er mælt fyrir um það í 2. gr. að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en hann verði að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins má aðeins setja tjáningarfrelsi skorður með lögu m í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þannig er ljóst að tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar verndar einhver mikilvægustu réttindi manna og brýnt er að allar takmarkanir á því eigi sér skýra stoð í settum lögum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur gengist undir. Skýra ber ákvæði XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um ærumeiðingar og br ot gegn friðhelgi einkalífs með hliðsjón af þessu. Af því leiðir að játa ber borgurunum ríkt svigrúm til tjáningar. Þótt ákvæði 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar miði að því að vernda opna þjóðfélagslega umræðu þarf engu að síður að gæta að 3. mgr. sömu g reinar, um þær takmarkanir sem lög mega setja tjáningarfrelsinu, og eiga sér meðal annars stoð í 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Þar sem andstæðir hagsmunir tjáningarfrelsis og verndar einkalífs vegast á er brýnt að sérhver maður gæti hó fs og ábyrgðar í orðum sínum. Að öðrum kosti er grafið undan lýðræðislegum undirstöðum og mannréttindum, þar á meðal friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsinu sjálfu. Fyrir liggur að lagðar voru fram kærur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur s tefnendum málsins haustið 2015 fyrir nauðgun. Jafnframt liggur fyrir að málin voru felld niður í febrúar árið eftir hjá embætti héraðssaksóknara með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem rannsóknargögn þóttu ekki sýna fram á að þa ð sem fram væri komið í málunum væri nægilegt eða líklegt til sakfellis. Eins og nánar verður gerð grein fyrir hér á eftir var mikið fjallað um málið í fjölmiðlum í nóvembermánuði 2015. Jafnframt liggur fyrir að boðað var til mótmæla fyrir framan lögreglus töðina við Hverfisgötu sama dag og stefnda birti þau ummæli sem málshöfðun þessi er sprottin af, en boðað var til mótmælanna meðal annars til að andmæla því sem stefnda vék að í umstefndri færslu sinni, þ.e. að ekki hefði verið farið fram á gæsluvarðhald y fir stefnendum vegna ætlaðra brota þeirra. Sér til varnar hefur stefnda skírskotað til þess að alls höfðu minnst 35 fréttir þegar birst um málið áður en umstefnd ummæli stefndu birtust. Hefur stefnda í því samhengi lagt fram afrit af frásögnum ýmissa fjöl miðla af ætlaðri háttsemi stefnenda. Gögn málsins bera sannarlega vott um mikla fjölmiðlaumfjöllun í nóvembermánuði 2015 um ætluð kynferðisbrot stefnenda. Fréttaflutningur af þessum málum gekk fjöllunum hærra þessa daga og sem dæmi má nefna að 9. nóvember 2015 birti Fréttablaðið frétt sem þessu morgun b irti fréttamiðillinn Stundin frétt undir fyrirsögninni Meintum nauðgurum sleppt: Ber ekki að taka ryggi slenskra kvenna alvarlega? og fréttamiðilinn Hringbraut birti frétt undir fyrirsögninni: u lögreglurannsóknum. Auk áðurnefndra í Háskólanum í Reykjavík grunaður rétt Vísis 5. nóvember 2015 sem hófst með þeim orðum að tvær kærur hefðu verið lagðar fram í nauðgunarmáli því sem Fréttablaðið hafði fjallað um daginn áður. Í sömu frétt kom fram að tveir karlmenn væru grunaðir um að hafa byrlað konu ólyfjan og eiturlyf o málið væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í frétt Nútímans 5. nóvember 2015 var sagt frá því að tvær kærur i RÚV frétt miðaði vel. Þennan sama dag, 5. nóvember 2019, birti Hringbraut frétt með tilvitnun til ónafngreinds nemanda við Háskólann í Reykjavík, en í f 14 Íbúðin búin Hlíðunum Fundu svipur, reipi og keðjur Grunaðir um að hafa notað hanka til að hengja upp annað book - færslu Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur um málið þar Sigmundsson, yfirlögregluþjón hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, þar sem vitnað var orðrétt til Árna hring og það lágu fyrir öll gögn. Það var ekki talin verið talið þjóna almannahagsmunum að úrskurða mennina í gæsluvarðhald. Því hafi Árni Þór svarað nei tandi og bætt við að ákvörðun um slíkt væri tekin hjá ákærusviði lögreglunnar. Í umfjöllun Vísis sem birt var 9. nóvember 2015 kom fram í fyrirsögn að ekki hefði þótt ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum og í meginmáli umfjöllunarinnar var vitnað til samtals við áðurnefndan lögreglumann, h við framvindu rannsóknarinnar og var það metið sv o að ekki væri hægt að úrskurða sakborningana í sakborninga. Af hálfu stefndu hefur verið talin ástæða til að leggja fram viðtal blaðamanns Vísis við Guðrúnu Jó nsdóttur, talskonu Stígamóta, sem birtist á Vísi 9. nóvember 2015, þar sem Guðrún kveðst vilja að þarna sé um að ræða hópnauðgun, lyfjanauðgun og ra hvers v nemenda Háskólans í Reykjavík að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum hafi haft fleiri fólskuverk í hyggju. Naumlega hafi verið komið í veg fyrir þriðju nauðgunina. Í báðum tilvikum séu fórn inn til ummæla sem nokkrir þjóðþekktir þennan sama dag birtust á vefmiðlum óstaðfestar fregnir af því að mennirnir sem sagðir voru grunaðir um að hafa gerst sekir um nauðgun væru hugsanlega lausir úr haldi. Í frétt RÚV 9. nóvember kom fram að þar sem tvær konur fréttastofu telur lögregla ólíklegt að dómstólar hefðu samþykkt kröfu um gæsluvar Þessi frétt var endurunnin af DV síðar þennan sama dag, auk þess sem vefmiðillinn Nútíminn birti nokkur 15 Allt framangreint er rakið hér svo að unnt sé að skoða ummæli stefndu, sem henni er stefnt fyrir í máli þessu, í samhengi við þá umræðu sem fram hafði farið um má lið í aðdraganda þess að hún lét ummæli sín falla. Þetta skiptir máli við úrlausn á því hvort stefnda telst með ummælum sínum hafa vegið að mannorði stefnenda með ólögmætum hætti. Taka þarf afstöðu til þess á hvaða hátt hin umdeildu ummæli voru sett fram, hvað fyrir liggur um sannleiksgildi þeirra og hvaða gildi þau höfðu fyrir opinbera umræðu. Þegar horft er á fréttaflutninginn úr fjarlægð þess tíma sem liðinn má sjá hvernig fjölmiðlar vitnuðu hver til annars, oft með litlu viðbótarframlagi. Af umfjöllun fjölmiðla mögnuðust umræður um Í því tilviki sem hér um ræðir spunnust af þessu æsifréttir um atburði sem rannsókn lögreglu leiddi í ljós að höfðu ek ki gerst, en engin saknæm háttsemi fannst hjá stefnendum. Er því ekki ofsagt að það írafár sem einkenndi almenna umfjöllun um málið hafi verið á kostnað ábyrgðar, greiningar og yfirvegunar. Með því að hvorki fréttaflutningurinn né fullyrðingar stefndu voru byggðar á raunsönnum staðreyndum getur dómurinn ekki fallist á það að þáttur stefndu hafi einkum falist í almennri, heimilli og verndaðri þátttöku í umræðum um kynferðisbrot. Þótt kynferðisbrot séu að sönnu grafalvarlegt þjóðfélagsmein hefur stefnda ekki sýnt fram á að rökbundin nauðsyn hafi staðið til þess að hún orðaði umstefnd ummæli sín með þeim hætti sem raun bar vitni. Þá ber í ljósi allra atvika málsins að hafna málsástæðum stefndu sem lúta að því að hún hafi gætt meðalhófs í ummælum sínum. Með sk írskotun til málsatvika og málflutnings stefndu skal tekið fram að í réttarríki ber við það að miða að lagaleg hugtök á borð við almannahagsmuni séu skilgreind út frá hlutlægum forsendum, en ekki huglægum og persónubundnum eins og gefið var til kynna í fyr síðastgreindri ætt til grundvallar lögum og lagaframkvæmd yrði útkoman lögleysa, stjórnleysi og upplausn. Réttarríkishugsjónin m ótaðist einmitt sem svar við slíku ástandi. Þannig miðar réttarríkið að því að stjórnað sé með lögum en ekki með hnefarétti og geðþótta. Þótt deila megi um hvernig afmarka megi ytri mörk almannahagsmuna, t.d. í efnahagslegu tilliti, getur kjarni þess hugta ks ekki talist afstæður, þar sem ljóst er að almenningur hefur ríka hagsmuni af því að réttarríkið standi undir nafni með því að halda uppi lögum sem eru skýr og skiljanleg, framvirk en ekki afturvirk, sem ná jafnt til allra og verða til með stjórnskipuleg a viðurkenndum hætti. Um það verður með öðrum orðum ekki deilt að það telst til almannahagsmuna að menn njóti friðar, þ.m.t. friðhelgis einkalífs, og hafi lög hver við annan. Þótt viðurkennt sé að lögin eigi rætur að rekja til almennings, þjóðar og kjósend a, þá jafngildir það ekki því að almennum borgurum leyfist að taka lögin í sínar hendur, hvorki með því að setja reglur, framfylgja þeim sjálfir né fella dóma um sekt eða sýknu. Ef hafna ætti þessu og selja hverjum og einum sjálfdæmi í þessum efnum molnar réttarríkið innanfrá samhliða því að borgararnir verða ofurseldir duttlungum þeirra sem best gengur að sölsa undir sig áhrif og völd. Á þennan hátt plægir afstæðishyggja jarðveg harðstjórnar og kúgunar, þar sem æðstu hugsjónum réttarríkisins, á borð við ei nstaklingsfrelsi og mannréttindi, er vikið til hliðar í þágu gerræðis. Hér kristallast nauðsyn þess að borgararnir gangi ekki svo í langt í einstaklingsbundinni eða dilkakenndri sérhyggju að þeir slíti í sundur lögin og þar með friðinn. Íslenskur réttur he fur frá örófi byggst á þeirri grundvallarforsendu að ein lög gildi um alla íbúa landsins. Í þessu skyni hefur með stjórnlögum verið komið á fót sérstökum stofnunum sem fara með handhöfn ríkisvalds, þ.e. löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins nr. 33/1944 er þessum þremur valdþáttum falið það stjórnskipulega hlutverk að tempra vald hvers annars. Segja má að það sé augljós þáttur í því sem fyrr var nefnt, þ.e. að koma í veg fyrir hvers kyns ofríki. Að því sögðu er jafnfr amt mikilvægt í lýðræðisríki að fjölmiðlar og almenningur veiti handhöfum opinbers valds nauðsynlegt aðhald. Það gera menn með málefnalegri gagnrýni, sem grundvölluð er á staðreyndum og haldföstum rökum sem reist eru á traustum grunni. Í því ljósi blasir v ið að ómálefnaleg rök, dylgjur, sögusagnir, múgæsing og lýðskrum á ekki erindi inn í slíka umræðu og er ekki verndað af tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála. Val fjölmiðla á fréttaefni og eftir atvikum ófagleg umfjöllun þeirra, sbr . dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. í þes sum dómi Hæstaréttar. 16 Síðastgreindar undirstöður lýðræðis - og réttarríkis grundvallast á þeirri meginhugmynd að framangreind sjónarmið um jafnræði fyrir lögunum og almenn mannréttindi taki til allra manna, án manngreinarálits og án undantekninga. Stefnd a hefur frá upphafi skírskotað beint og óbeint til þess að að hún hafi talað sem fulltrúi mannréttinda. Með hliðsjón af öllu því sem fram hefur komið undir rekstri málsins verður ekki talið að stefnda njóti á einhvern hátt sérstöðu sem veitt geti henni auk ið rými til tjáningar. Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra. Hefur stefnda heldur ekki bent á nein ákvæði laga sem stutt gætu slíkt misræmi í málflutningi. Þá verður með vísan til alls framanritaðs heldur ekki fallist á þær varnir stefndu að henni megi teljast hafa verið heimilt að viðhafa þau orð sem hún gerði með vísan til fjölmiðlaumfjöllunar eða éttaflutningi sem gefið gat henni réttmætt tilefni til að setja hin umstefndu ummæli fram með þeim fyrirvaralausa hætti sem hún kaus að gera. Í því samhengi hefur dómurinn ennfremur horft til þess að stefnda hefur engin frambærileg rök fært fyrir því að hú n hafi slegið nægilega varnagla við ummæli sín. Þrátt fyrir áskoranir dómara var við munnlegan málflutning ekki bent á nein viðhlítandi gögn sem gefið stefndu tilefni til svo afdráttarlausra ummæla. Þar af leiðandi verður ekki á það fallist að hún hafi með ógagnrýnum hætti mátt ganga út frá því að stefnendur hefðu gerst sekir um refsivert athæfi. Verður í því sambandi ekki talið að afgerandi máli skipti hve mikla dreifingu ummælin sem birt voru á Facebook - síðu stefndu fengu. Þá verður ekki á það fallist með stefndu að ummæli hennar varði einungis staðhæfingar um staðreyndir, enda leiddi lögreglurannsókn sem fyrr segir ekki í ljós saknæma háttsemi af stefnenda hálfu. Á sömu forsendum ber að hafna vörnum stefndu er lúta að því að ummæli hennar hafi aðeins fali ð í sér endursögn frétta af málefnum stefnenda. Undir rekstri málsins hefur stefnda byggt á því að hún beri engar rannsóknarskyldur né sönnunarbyrði hvað varði sannleiksgildi hinna umstefndu ummæla. Eins og til háttar í máli þessu ber að hafna þessum vörn um stefndu, sbr. ákvæði 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar um ábyrgð manna á eigin orðum og þeirrar frumforsendu íslensks réttar að sérhver fullveðja maður beiti dómgreind sinni og rökhugsun á þann hátt að öðrum sé ekki valdið tjóni að nauðsynjalausu. Að b aki stendur einn mikilvægasti hornsteinn mannréttindasáttmála og stjórnarskrárvarinna mannréttinda, sem er mannúð, en hugtakið skírskotar til mildi og miskunnsemi. Í þessu felst nánar sú gagnkvæma grundvallarskuldbinding réttarríkis við borgarana og borgar anna við réttarríkið að engum manni skuli fórnað í þágu málstaðar. Stefnda er ekki ein um það að telja sig hafa fundið göfugan málstað til að verja. Það eitt fær þó ekki réttlætt þau ummæli sem hún lét falla um stefnendur þessa máls. Telst hún í þessu ljós i ekki hafa fært fram haldbær rök fyrir því að hin umstefndu ummæli hennar séu innan marka lögvarins tjáningarfrelsis hennar. Með því að stefnda hefur samkvæmt framanskráðu ekki getað réttlætt ummæli sín eða samræmt þær þversagnir sem sértæk sýn hennar á m annréttindi hefur leitt af sér verður fallist á kröfur stefnenda um ómerkingu hinna umstefndu ummæla. Þegar stefnda lét hin umstefndu ummæli falla var lögreglurannsókn enn ólokið og því bæði ótímabært og óvarlegt að setja ummælin fram með þeim fyrirvarala usa hætti sem gert var. Að öllu framangreindu virtu verður á það fallist með stefnendum að ummæli stefndu sem krafist er ómerkingar á í máli þessu hafi falið í sér staðhæfingar um staðreyndir en ekki gildisdóma og þar með ærumeiðandi aðdróttanir um að ste fnendur hefðu gerst sekir um alvarlega refsiverða háttsemi samkvæmt 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, án þess að tekið væri tillit til þess að rannsókn málsins stóð enn yfir hjá lögreglu og var ekki til lykta leidd. Í ljósi málaloka hjá lögreglu þykir því ekki vera efni til annars en að verða við ómerkingarkröfu stefnenda hvað þessi ummæli varðar, sbr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í samræmi við framangreint teljast stefnendur eiga rétt á miskabótum samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 úr hendi stefndu vegna hinna ærumeiðandi aðdróttana sem í hinum ómerktu ummælum felast. Við ákvörðun fjárhæðar bótanna er óhjákvæmilegt að líta til þess að stefnda hefur sjálf greint frá því að nöfn stefnenda hafi verið bi rt á samfélagsmiðlum áður en hún birti hin umstefndu ummæli sín. Með skírskotun til dóms Hæstaréttar Íslands 26. júní 2017 í máli nr. 729/2017 verður lagt til grundvallar að stefnda hafi með ummælum sínum gengið of nærri stefnendum og valdið þeim skaða me ð 17 því að virða ekki friðhelgi einkalífs þeirra eins og áskilið er í 26. gr. laga nr. 38/2001 um fjölmiðla, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Með hliðsjón af öllu framangreindu þykja miskabætur til stefnenda hæfilega ákveðnar þannig að stefnda, Hildur Lillie ndahl Viggósdóttir, greiði hvorum stefnanda um sig 150.000 krónur, allt með nánar tilgreindum vöxtum svo sem greinir í dómsorði. Stefnendum var, með bréfi dómsmálaráðuneytisins 9. apríl 2019, veitt gjaf sókn til þess að reka þetta mál fyrir héraðsdómi. Eft ir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga, nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefndu gert að greiða málskostnað, sem renni í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns þeirra, Vilhjálm s H. Vilhjálmssonar, sem ákveðin er samkvæmt 2. mgr. 127. gr. laga um meðferð einkamála, 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til þess að samhliða máli þessu er rekið anna ð samkynja mál. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Gætt hefur verið ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: javík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið Stefnda, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, greiði hvorum stefnanda um sig, A og B , 150.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda greiði stefnendum 600.000 krónur í málskostn að, sem renni í ríkissjóð. Málskostnaður stefnenda, 600.000 krónur, sem er mál flutn ings þóknun lög manns þeirra, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, greiðist úr ríkissjóði.