LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 3. október 2019. Mál nr. 652/2019 : Ákæruvaldið (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X og (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Y (Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Rannsókn. Gögn. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfum ákærðu um afhendingu gagna sem orðið hafi til undir rannsókn máls á hendur þeim var hafnað. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðil ar skut u málinu til Landsréttar með kæru 26. september 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. september 2019 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24 . september 2019 í málinu nr. S - [...] /2019 þar sem hafnað var kröfum ákærðu um að héraðssaksóknari afhendi öll gögn sem hafi orðið til við jafnframt um önnur gögn sem orðið hafi til undir rannsókn málsins. Jafnframt var kröfum ákærðu um að héraðssaksóknari taki til sín rannsókn á meintu peningaþvætti ákærðu og eftir atvikum gefi út ákæru vegna málsins eða felli það niður og veiti verjendum ákærðu aðgang að málsgögnum vegna þ eirrar rannsóknar hafnað. Kæruheimild er í c - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðil ar kref ja st þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og sóknaraðila gert að afhenda verjendum þeirra afrit af dagbókarfærslum lögreglu og varnaraðilar þess að verjendum verði veittur aðgangur að dagbókarfærslum lögreglu sem orðið hafi til við rannsókn málsins, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. Þeir una samkvæmt þessu niðurstöðu hins kærða úrskurðar um aðrar kröfur sem hafðar voru uppi í héraði. 2 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Varnaraðilar eru meðal ákærðu í máli sem höfðað var með ákæru héraðssaksó knara á hendur þeim 29. ágúst 2019 fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. 5 Í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram sú meginregla að verjandi skuli jafnskjótt og unnt er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans. Hljóð - og myndefni telst ekki til skjala í skilningi ákvæðisins, sbr. meðal annars dóm Hæstarétt ar 27. júní 2017 í máli nr. 407/2017, og verður þegar af þeirri ástæðu að hún lúti að afriti af upptökum á hlustunum sem skjalleg gögn liggi ekki fyrir um. 6 Hvað varðar k röfu varnaraðila um aðgang að dagbókarfærslum verður að líta til þess að það er almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram til þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 3. október 2012 í máli nr. 609/2012, en um skyldu ákæruvaldsins til að leggja fram gögn segir í 2. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008 að ákærandi leggi fram þau skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn sem aflað hefur verið við rannsókn og sönnunargildi hafa að hans mati. Sóknaraðili hefur lýst því yfir að þær dagbókarfærslur lögreglu sem varnaraðilar krefjast aðgangs að hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Varnaraðilar hafa ekki bent á einhver tiltekin atriði sem þeir telja að finna í umræddum gögnum eða útskýrt hvernig þau geti haft áhrif við úrlausn þes sa m áls . Samkvæmt framangreindu verður ekkert talið liggja fyrir um að þær dagbókarfærslur sem varnaraðilar krefjast afhendingar á séu sönnunargögn um atvik máls sem ákæruvaldi nu er skylt að leggja fram. Verður því jafnframt að hafna kröfum varnaraðila um afhendingu eða aðgang að þeim, líkt og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum varnaraðila, X og Y , um að lagt verði fyrir sóknaraðila að afhenda verjendum þeirra afrit af dagbókarfærslum lögreglu og afrit af hlustunum. Þá er hafnað kröfu um að verjendum varnaraðila verði veittur aðgangur að dagbókarfærslum lögreglu sem orðið hafa til við rannsókn málsins. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 24. september 2019 Mál þetta sem höfðað var með ákæru héraðssaksóknara, dags ettri 29. ágúst 2019, á hendur X, Y og Z, var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 20. september sl., um kröfu ákærðu samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, um að héraðssaksóknari afhendi verjendum ákærðu og leggi fr am í málinu öll gögn sem orðið hafa til við rannsókn málsins þ.m.t. dagbókarfærslur og afrit af hlustunum og upplýsi jafnframt um önnur gögn sem orðið hafa til við rannsókn málsins. Þá er þess krafist að héraðssaksóknari taki til sín rannsókn er varðar mei nt peningaþvætti ákærðu 3 og þá eftir atvikum gefi út ákæru vegna þess máls eða felli það niður og að verjendum verði veittur aðgangur að málsgögnum vegna þeirrar rannsóknar. Af hálfu ákæruvalds er kröfum ákærðu mótmælt og þess krafist að þeim verði hafnað. I Í málinu eru ákærðu ákærðir fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa í - og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur og 111,50 g af kannabisstönglum og að hafa um nokkurt s keið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Er brotið talið varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974. Þá eru ákærðu staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, samtals 8.592,36 g af amfetamíni, sem hafði á bilinu 43 - 57% styrkleika sem samsvarar 58 - 78% af amfetamínsúlfati. Er brotið talið varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. II Af hálfu ákærðu eru kröfur þeirrar byggðar á 37. gr. laga nr. 88/2008 og er á því byggt að á grundvelli ákvæðisins eigi ákærðu nú rétt á öllum málsgögnum án undantekninga. Er því sérstaklega mótmælt af þeirra hálfu að þau gögn sem hér er krafist hafi að geyma upplýsingar um rannsókn sem leynt eigi að fara og því beri að hafna öllum málsástæðum ákæruvalds sem byggðar eru á þeim grunni. Þannig eigi ákærðu einnig rétt á málsgögnum er varða rannsókn vegna meints peningaþvættis og þeir eigi að hafa ma t um það hvort þau gögn nýtist ákærðu við málsvörn sína. Loks er á það bent að ákærðu hafi verið í gæsluvarðhaldi m.a. á þeim forsendum að þeir væru grunaðir um peningaþvætti. Af hálfu ákæruvalds var því lýst yfir, að einu málsgögnin sem sækjanda sé kunnug t um að ekki hafi verið lögð fram í málinu séu dagbókarfærslur lögreglu og upptökur vegna hlustana. Gerð sé grein fyrir því sem fram kom við hlustun í málsgögnum auk þess sem þær hafi að einhverju leyti verið bornar undir ákærðu við rannsókn málsins. Hvað varðar kröfu um að verjendum verði afhentar dagbókarfærslur lögreglu þá vísaði sækjandi til þess að dagbækur væru almennt vinnugögn lögreglu til hagræðingar við vinnslu máls. Sé framlagningu þeirra hafnað með vísan til þess að þar sé að finna upplýsingar u m rannsóknaraðferðir lögreglu sem sækjandi telur að leynt eigi að fara og sé þá ekki verið að vísa til þess að leynt eigi að fara að aðgerðir hafi farið fram heldur hvernig staðið hafi verið að þeim. Einnig hafi málið verið klofið og dagbókarfærslurnar tih eyri því máli sem enn er til rannsóknar hjá lögreglu og varðar meint peningaþvætti. Þá séu umrædd gögn hvorki málsóknarskjöl vegna málsins né hafi þau sönnunargildi hvað það varðar. Hvað varðar rannsókn vegna meints peningaþvættis ákærðu er af hálfu ákæruv alds á því byggt að forræði þeirrar rannsóknar sé ekki í höndum sækjanda sem geti því ekki afhent gögnin eða tekið ákvarðanir sem það mál varða. III Ákærðu eru í máli þessu ákærð fyrir ræktun og framleiðslu fíkniefna sem öll voru haldlögð við rannsókn má lsins. Í tengslum við rannsóknina vaknaði grunur um meint peningaþvætti ákærðu og er það mál enn til rannsóknar. Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er það markmið rannsóknar að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda s é fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til saka samkvæmt 152. gr. laganna. Þá hvílir sú skylda á ákæruvaldi samkvæmt 3. mgr. 18. gr. laganna að vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sek tar og sýknu. Ákærandi hefur metið rannsókn málsins fullnægjandi og á grundvelli hennar gefið út ákæru. Sú ákvörðun hans er hluti af valdheimildum sem honum eru fengnar að lögum og ítrekað hefur verið beint á dómaframkvæmd. Þegar mál er höfðað skal, samkvæ mt 1. mgr. 154. gr. laga nr. 88/2008, senda ákæru til 4 héraðsdóms ásamt þeim sýnilegum sönnunargögnum sem ákæruvaldið hyggst leggja fram í málinu. Mat um það hvaða skjöl skuli lögð fram í málinu þannig sett í hendur ákæruvaldsins. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 skal verjandi, á meðan mál er til rannsóknar, jafnskjótt og unnt er fá afrit af öllum gögnum máls er varða skjólstæðing hans svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu. Hvað varðar kröfu um að verjendum ákærðu verði afhentar dagbó karfærslur lögreglu og þær lagðar fram þá koma upplýsingar um hlutverk dagbókar lögreglu fram í reglugerð nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, með síðari breytingum. Þar segir að lögregla skuli halda d agbók um erindi sem henni berast og skuli þar verða skráðar upplýsingar um nöfn tilkynnanda og annarra sem málið varða, ásamt kennitölu, lögheimili og dvalarstað, vettvangur brots eða atburðar, brotaflokkur eða flokkur viðfangsefnis, ökutæki og aðrir munir sem tengjast máli, hvaða lögreglume nn voru á vettvangi, hver skráir skýrslu vegna atburðar, lögreglutæki á vettvangi, og upplýsingar um úrlausn máls. Í réttarframkvæmd kunna að koma upp tilvik þar sem dagbókarfærslur lögreglu verða taldar hafa sönnunargildi um atvik þannig að forsendur séu til að leggja þær fram í sakamáli en slíkt er háð atvikum hverju sinni. Í ljósi yfirlýsinga ákæruvalds um málsgögn og framangreindra reglna um það sem færa skal í dagbók er ekkert fram komið sem bendir til þess að það eigi við í máli þessu. Verjendur ákær ðu hafa þegar fengið afrit þeirra gagna sem ákæruvaldið byggir málatilbúnað sinn á, þar á meðal samantekt vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem framkvæmdar hafa verið. Að mati dómsins verður, án þess að verið sé að leggja mat á sönnunargildi skjalanna, og á g rundvelli málatilbúnaðar aðila hvað þetta varðar, ekki séð hverju gögn þau sem ákærði krefst afhendingar á, eiga að bæta við gögn þau sem ákæruvaldið byggir málatilbúnað sinn á eða á hvern hátt þau nýtast við vörn ákærðu. Þegar að þeirri ástæðu er kröfu um framlagningu gagnanna hafnað. Í málsgögnum liggja fyrir endurritaðir úrdrættir vegna hlustanna sem framkvæmdar voru vegna rannsóknar málsins. Í samræmi við framangreint hefur ákæruvald metið það svo að ekki hefðu öll gögn er varða hlustun erindi inn í mál ið og séu því ekki forsendur til framlagningar þeirra. Engu að síður á verjandi sakbornings, á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 rétt á því, eins og áður hefur verið rakið, að fá afrit af öllum skjölum máls er varða skjólstæðing hans og aðstöðu t il að kynna sér önnur gögn í málinu. Eins og fram kemur í greinargerð með nefndu ákvæði takmarkast þessi réttur af þeim gögnum sem varða viðkomandi sakborning. Þá hafa upptökur sem þessar í dómaframkvæmd ekki verið taldar til skjala í merkingu 37. gr. laga nr. 88/2008. Þrátt fyrir framangreint kann því að vera fyrir hendi réttur til handa verjanda til að kynna sér þau gögn. Engu að síður er nú ekkert fram komið sem hnekkir mati ákæruvalds ekki sé um að ræða gögn sem hafi sönnunargildi um atvik og eru því ek ki forsendur til að mæla fyrir um framlagningu þeirra. Af hálfu ákæruvalds var því lýst yfir að ekki væri um frekari gögn að ræða sem orðið hafa til vegna rannsóknar málsins og eru ekki forsendur til að miða við annað við úrlausn málsins. Hvað varðar krö fur ákærðu vegna rannsóknar á meintu peningaþvætti þá er ákvörðun um að ljúka rannsókn þess og taka málið til ákærumeðferðar í höndum viðkomandi rannsakenda og ákæruvalds. Samkvæmt upplýsingum frá sækjanda er ekki ljóst hvenær rannsókn þess verður lokið. Þ að felst í því hagræði fyrir sakborninga að ólokin mál þeirra séu afgreidd í einu lagi af dómstólum. Samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er þó gert ráð fyrir að sú staða kunni að vera uppi að ekki náist að sameina mál sakbornings á þennan h átt. Í slíku tilviki verður sakborningi, til að rétta hlut hans í síðara málinu, dæmdur hegningarauki sem miðar að því að hvað varðar refsingu verði hann jafnsettur og ef málin hefðu verið dæmd í einu lagi. Í dómaframkvæmd hefur ítrekað verið lagt til grun dvallar að ákvörðun um útgáfu ákæru feli í sér beitingu ákæruvalds á valdheimildum á grundvelli laga og geti því eðli málsins samkvæmt ekki sætt endurskoðun dómstóla. Ákvarðarnir lögreglu og ákæruvalds um að hætta rannsókn máls og fella mál niður sæta kæru til æðra stjórnvalds innan ákæruvalds, eftir atvikum héraðssaksóknara eða ríkissaksóknara. Fela ákvarðanir þessar í sér beitingu ákæruvalds og sæta því ekki endurskoðun dómstóla í samræmi við framangreint. Á sama hátt gefa dómstólar ekki lögreglu og ákæruvaldi fyrirmæli um rannsókn sakamáls eða hlutast til um útgáfu ákæru í tilviki sem þessu. Í ljósi þess er kröfu ákærðu hafnað. Einnig er hafnað kröfu ákærðu um aðgang að gögnum vegna rannsóknar á meintu peningaþvætti þar sem líta verður svo á 5 að um sé að ræða ágreiningsatriði í tengslum við rannsókn annars máls og ekkert fram komið sem bendir til þess að gögnin hafi sönnunargildi um atvik í máli þessu. Í samræmi við framangreint er öllum kröfum ákærðu hafnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum ákærðu, X, Y og Z , um að héraðssaksókna ri afhendi verjendum ákærðu og leggi fram í málinu öll gögn sem orðið hafa til við rannsókn málsins þ.m.t. dagbókarfærslur og afrit af hlustunum og upplýsi jafnframt um önnur gögn sem orðið hafa til við rannsókn málsins. Þá er hafnað kröfu um að héraðssaks óknari taki til sín rannsókn er varðar meint peningaþvætti ákærðu og þá eftir atvikum gefi út ákæru vegna þess máls eða felli það niður og að verjendum verði veittur aðgangur að málsgögnum vegna þeirrar rannsóknar.