LANDSRÉTTUR Úrskurður föstu daginn 12 . apríl 2019. Mál nr. 170/2019 : Dalseignir ehf. (Þórður Heimir Sveinsson lögmaður) gegn Pétri Péturssyni (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Lögbann. Frávísun frá Landsrétti. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu P um að sýslumanni yrði gert að leggja lögbann við því að D ehf. seldi nánar tilgreinda fasteign sína en sýslumaður hafði áður synjað um það. Landsréttur vísaði til þess að samkvæmt gögnum sem lög ð voru fyrir réttinn hefði sýslumaður 4. apríl 2019 tekið fyrir kröfu D ehf. um lögbann á grundvelli hins kærða úrskurðar og lagt það á. Þá kom fram að D ehf. hefði ekki farið þess á leit við héraðsdóm innan viku frá lokum gerðar að gefin yrði út réttarste fna til staðfestingar lögbanninu í samræmi við 1. mgr. 36. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. og að því hefði ekki verið lýst yfir af hálfu P við gerðina að hann myndi una við hana án málshöfðunar. Þar sem lögbann falli sjálfkrafa úr gildi frá þeim tíma sem gerðarbeiðandi mátti í síðasta lagi fá útgefna réttarstefnu í máli, sbr. 1. mgr. 39. gr. laganna, væri lögbannið sem krafa P tók til fallið úr gildi. H ann hefði þar með ekki lengur hagsmuni af því að úrskurður héraðsdóms kæmi til endursk oðunar og var málinu því vísað frá Landsrétti. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsd óttir, Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til L andsréttar með kæru 1. mars 2019 en kærumálsgögn bárust réttinum 8. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 15. febrúar 2019 í málinu nr. K - 3/2018 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að lagt yrði fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að leggja lögbann við því að sóknaraðili seldi nánar tilgreinda fasteign sína. Um kæruheimild er vísað til 1. mgr. 35 . gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 2 2 Sóknaraðili kre fst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Málsatvik 4 Hinn 23. nóvember 2018 hafnaði sýslumaðurinn á hö fuðborgarsvæðinu kröfu varnaraðila um að leggja lögbann við því að sóknaraðili selji, veðsetji, afsali eða geri nokkrar aðrar meiri háttar ráðstafanir sem varða fasteignina að Dalvegi 16b í Kópavogi. Eins og að framan greinir var með hinum kærða úrskurði f allist á að lögbann skyldi lagt á, þó þannig að það taki einvörðungu til sölu fasteigarinnar. 5 Samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir Landsrétt tók sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 4. apríl 2019 fyrir kröfu varnaraðila um lögbann á grundvelli hins kæ gerðarþola lýsir því yfir að úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Lögmaður við úrskurð Héraðdóms Re við því að Dalseignir ehf. selji fasteignina Dalvegur 16b, Kópavogi, fnr. 223 - Upplýst er að varnaraðili hefur ekki farið þess á leit við héraðsdóm að gefin verði út réttarstefna til staðfest ingar lögbanninu. Niðurstaða 6 Þegar lögbannsgerð hefur verið lokið skal gerðarbeiðandi fá gefna út réttarstefnu til héraðsdóms til staðfestingar lögbanni, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 31/1990. Skal réttarstefna gefin út innan viku frá lokum gerðar. Fyrir liggur að varnaraðili fylgdi málinu ekki eftir til samræmis við þetta og af hálfu sóknaraðila var því ekki lýst yfir við gerðina að hann uni við hana án málshöfðunar. Samkvæmt 1. mgr. 39. gr. laganna fellur lögbann sjálfkrafa úr gildi frá þeim tíma sem ge rðarbeiðandi mátti í síðasta lagi fá gefna út réttarstefnu í máli. Samkvæmt þessu er lögbannið sem krafa sóknaraðila tekur til fallið úr gildi og hefur hann þar með ekki lengur hagsmuni af því að úrskurður héraðsdóms komi til endurskoðunar. Verður málinu þ ví vísað frá Landsrétti. 7 Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu . Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness, föstudaginn 15. febrúar 2019. Krafa máls þessa barst dóminum með bréfi sóknaraðila mótteknu 29. nóvember 2018, og var hún tekin til úrskurðar þann 25. janúar 2019. Sóknaraðili er Pétur Pétursson, kt. , . 3 Varnaraðili er Dalseignir ehf., kt. 441017 - 0810, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi. Sóknaraðili krefst þes s að ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja lögbannsbeiðni sóknaraðila, lögbannsgerð nr. 2018/32832, þann 23. nóvember 2018, verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann við því að varnaraðili selji, veðsetji, afsali eða geri nokk rar aðrar ráðstafanir sem varði fasteign félagsins að Dalvegi 16b, Kópavogi, fnr. 223 - 3146, þar til þinglýsingastjóri hafi skorið úr um kröfu sóknaraðila, dags. 15. nóvember 2018, um afmáningu afsals, skjals 441 - A - 009565/2018, eða eftir atvikum að endanleg úrlausn dómstóls liggur fyrir um kröfu hans, eftir ákvæðum 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi varnaraðila að skaðlausu að mati dómsins. Sóknaraðili sé ekki virðisaukaskattsskyldur og sé þess því krafist að málskostnað ur beri virðisaukaskatt. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og staðfest verði ákvörðun sýslumanns um synjun lögbanns þann 23. nóvember 2018, nr. 2018/32832. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi sóknaraðila að mati dómsins með hliðsj ón af framlagðri tímaskráningu. I Málavextir Sóknaraðili á 50% eignarhlut í Fer fasteignum ehf., á móti 50% eignarhluta fyrirsvarsmanns félagsins, Magnúsar E. Eyjólfssonar. Í gögnum málsins kemur fram að nefndur fyrirsvarsmaður sendi sóknaraðila bréf, dags . 26. mars 2018, þar sem hann boðar að vegna samstarfsörðugleika ætli hann að selja fasteign félagsins, að Dalvegi 16b í Kópavogi, og að ekkert komi í hlut eigenda úr þeirri sölu. Upplýst var í málinu að sóknaraðili og nefndur fyrirsvarsmaður reka saman eð a í sitthvoru lagi ýmsan annan rekstur í fasteigninni að Dalvegi 16b, og að í fasteigninni séu sérhæfðar lagnir sem nauðsynlegar eru rekstri félaganna. Sóknaraðili freistaði þess með beiðni, dags. 16. apríl 2018, að fá lagt lögbann við fyrirhugaðri sölu fa steignarinnar, á þeim forsendum að fyrirsvarsmaðurinn hefði ekki lögformlegt umboð til sölunnar. Beiðni sóknaraðila um lögbann var hafnað með bréfi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. apríl 2018, með vísan til þess að ekki hafi verið sannað eða g ert sennilegt að sóknaraðili ætti lögvarða hagsmuni af því að fá lögbann við því að Fer fasteignir ehf. ráðstöfuðu eign sinni. Einnig kom fram að sennilegt væri að sóknaraðili ætti lögvarða hagsmuni af því að haldinn yrði aðalfundur í Fer fasteignum ehf., og að skráður stjórnarmaður hefði ekki heimild til þess að ráðstafa fasteign félagsins án undangengins aðalfundar og endurnýjunar umboðs síns. Þann 30. ágúst 2018 seldi fyrirsvarsmaður Fer fasteigna ehf. nefnda fasteign til varnaraðila, Dalseigna ehf., en það félag er alfarið í eigu hans sjálfs. Áður hafði sóknaraðili leitað til Hlutafélagaskrár, og atvinnu - og nýsköpunarráðuneytis með kröfu um að ráðherra hlutaðist til um að aðalfundur yrði haldinn í Fer fasteignum ehf. Var sá fundur haldinn þann 2. nóvem ber 2018 að kröfu ráðherra. Sóknaraðili lagði á ný fram lögbannsbeiðni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. ágúst 2018 en móttekin 15. nóvember 2018, nú gegn Dalseignum ehf. sem varnaraðila, og gerð sú krafa sem í nefndum dómkröfum greinir. L ögbannsbeiðnin var tekin fyrir þann 23. nóvember 2018, þar sem lögmönnum aðila gafst kostur á því að fjalla um kröfuna. Var málinu að því loknu frestað en tekið fyrir að nýju síðar sama dag til ákvörðunar. Ákvörðun sýslumanns var eftirfarandi: lögbann, með vísan til 24. gr. laga um kyrrsetningu lögbann o.fl. við því að gerðarþoli selji, veðsetji, afsali eða geri nokkrar aðrar meiriháttar ráðstafanir sem var ða fasteign félagsins að Dalvegi 16b, Kópavogi, fnr. 223 - 3146, þar til þinglýsingarstjóri hefur skorið úr um kröfu gerðarbeiðanda, dags. 15.11.2018, um afmáningu afsals, skjal 441 - A - 009565/2018, eða eftir atvikum endanlega úrlausn dómstóls liggur fyrir um kröfu hans, eftir ákvæðum 3. gr., þinglýsingarlaga nr. 39/2008. Ekki er komið fram í málinu að yfirvofandi sé sú athöfn gerðarþola sem krafist er lögbanns við. Gerðarþoli hefur og lagt fram yfirlýsingu um að eignin verði ekki seld næstu fimm til tíu ár. Ek ki verður heldur séð annað en að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur geti tryggt hagsmuni gerðarbeiðanda. Með vísan til framlagðra gagna og þess sem fram hefur komið í málinu telur sýslumaður að skilyrði 24. gr. laga nr. 31/1990, séu ekki uppfyllt, til að taka til greina 4 Málið barst héraðsdómi þann 29. nóvember sl., en ljósrit gagna og eftirrit sýslumanns bárust ekki fyrr en 23. janúar sl. Sýslumaður taldi ekki ástæðu til að senda héraðsdómi athugasemdir sínar um málefnið, sbr. 5. mgr. 86. gr. laga nr. 90/1989. Í málinu liggja fyrir endurrit gerðabóka sýslumanns ásamt fylgiskjölum sem lágu fyrir við afgreiðslu lögbannsbeiðna. Þá hefur verið lagt fram ljósrit fun dargerða aðalfunda í félaginu Fer fasteignir ehf., dags. 2. nóvember 2018 og 4. desember 2018, samþykktir fyrir sama félag, dags. 4. desember 2018, tilkynning um breytingu á stjórn félagsins, afrit húsaleigusamnings, ódags. um fasteignina að Dalvegi 16b, f jögur verðmöt, yfirlit Creditinfo um fasteignina, tilkynning um millifærslu, afrit skuldabréfs, dags. 30. ágúst 2018, og matsgerð, dags. 19. mars 2018. II Málsástæður og lagarök sóknaraðila Sóknaraðili kveðst hafa lagt fram, þann 15. nóvember 2018, kröfu til sýslumanns um leiðréttingu á þinglýsingu eignarheimildar um Dalveg 16 í Kópavogi, frá Fer fasteignum ehf. yfir til varnaraðila, samkvæmt ákvæðum 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, enda hefði þinglýsingin farið í gegn athugasemdalaust þrátt fyrir skrá ningu í Hlutafélagaskrá um heimildarskort. Með skráningu í Hlutafélagskrá hefði átt að vera tryggt að engar meiri háttar ráðstafanir yrðu gerðar um fasteignina, enda hefði fyrirsvarsmaður Fer fasteigna ehf. ekki haft viðhlítandi heimildir til að binda féla gið, og fyrirsvarsmaður varnaraðila fært eignina án nokkurs endurgjalds á milli félaga, allt í því skyni að afla sér óréttmætra hagsmuna. Sóknaraðili bendir á að synji þinglýsingastjóri um leiðréttingar sé sóknaraðila nauðsyn að höfða dómsmál um ágreining inn, eftir 3. gr. þinglýsingalaga. Sé honum því nauðsyn að fá fram lögbann við frekari ráðstöfunum um fasteignina, þannig að grandlaus þriðji maður geti ekki unnið rétt eða aðrar ráðstafanir verði gerðar um eignina sem yrðu til þess fallnar að hrinda eða ó nýta rétt sóknaraðila, svo sem skuldskeyting um áhvílandi fasteignalán. Hafi Magnús E. Eyjólfsson sem eigandi að 50% eignarhlut í Fer fasteignum ehf. fellt tillögu að því að rift yrði kaupunum sem hann hefði sjálfur gert við varnaraðila, félag sem væri í 1 00% eigu Magnúsar sjálfs. Sóknaraðili telur að synjun sýslumanns á lögbanni um sölu, veðsetningu og fleira á fasteigninni að Dalvegi 16b í Kópavogi standist ekki lögfræðilega athugun. Hafi sýslumaður sagt í sinni niðurstöðu að ekkert væri fram komið í máli nu um að yfirvofandi væri sú athöfn sem krafist væri lögbanns við. Ekki aðeins væri þetta í hróplegu ósamræmi við það sem á undan hefði gengið þegar sýslumaður hafi í fyrra sinn synjað lögbannsbeiðni sóknaraðila, heldur sé þetta í algerri andstöðu við það sem lögmaður varnaraðila hafi boðað hjá sýslumanni fyrr þann 23. nóvember 2018. Hafi sannast hjá sýslumanni nauðsyn þess að lögbanni yrði við komið. Sóknaraðili telur að þeir gerningar sem hafi átt sér stað með fasteignina að Dalvegi séu málamyndagerninga r. Varnaraðili hafi ekki yfirtekið veðskuldbindingar, en ljóst megi vera að hann muni gera það eða reyna að afla nýrra skuldbindinga á eignina til uppgreiðslu á eldri skuldbindingum á eigninni, allt í því skyni að vinna óréttmæta hagsmuni á kostnað annarra hluthafa. Sé ljóst að rökstuðningur sýslumanns haldi ekki í þessu máli. Þá sé réttur sóknaraðila ekki nægilega tryggður eftir réttarreglum um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna sinna, og því sé gerð sú krafa að lagt verði fyrir sýslumann að bre yta gerðinni á þann hátt sem í kröfu greini. Sóknaraðili vísar um kæruheimild til 33. gr. laga nr. 31/1990, og til ákvæða laga um aðför nr. 90/1989, sérstaklega XV. kafla. Krafa um málskostnað úr hendi varnaraðila er reist á ákvæðum einkamálalaga nr. 91/1 991, og krafan um virðisaukaskatt er reist á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988. III Málsástæður og lagarök varnaraðila Varnaraðili telur ýmsar rangfærslur koma fram í kæru og greinargerð sóknaraðila. Því sé mótmælt að eignin Dalvegur 16b í Kópavogi haf i verið færð á milli félaga án nokkurs endurgjalds. Eignin hafi verið seld á því verði sem fasteignasala hafi metið hana. Hafi kaupverðið verið greitt með peningum, með 5 yfirtöku skulda og með skuldabréfi sem þegar hafi verið greidd af fyrsta afborgun. Eign in hafi að öðru leyti verið ósöluhæf vegna galla. Ef viðgerðarkostnaður sé tekinn með í reikninginn þá hafi raunverulegt söluverð eignarinnar verið nær 107.500.000 krónur. Sé því mótmælt að varnaraðili hafi með sölunni verið að afla sér óréttmætra hagsmuna . Fullyrðingin sé óútskýrð og haldlaus, en eignin hafi verið seld á verði sem hafi komið sér vel fyrir báða aðila máls þessa. Varnaraðili mótmælir því að ekki hafi verið heimild til að selja eignina. Ekki hafi verið um heimildarskort að ræða, þótt skráð ha fi verið á hlutafélagavottorð félagsins að beiðni, dags. 16. apríl 2018, hafi verið send atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytinu um boðun hluthafafundar. Slík atriði geta ekki valdið því að skilyrði um lögbann séu uppfyllt. Þá liggi nú fyrir að minna sé áhví landi á eigninni en hafi verið fyrir söluna, sbr. meðfylgjandi veðbókarvottorð. Einnig hafi sóknaraðili haft samband við lánastofnanir og þannig komið í veg fyrir að skuldskeyting láns hafi getað farið fram. Hafi sóknaraðili því tryggt sig sjálfur eftir be stu getu. Varnaraðili mótmælir því að um hafi verið að ræða málamyndagerning. Fyrir eignina hafi komið fullt verð, enda fullnægi þessi röksemd sóknaraðila ekki skilyrðum lögbanns um athöfn sem þegar sé framkvæmd. Um skilyrði lögbanns að öðru leyti bendir v arnaraðili á að í 24. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu og lögbann o.fl. komi fram skilyrði þess að leggja megi lögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn fyrirsvarsmanns félags, ef gerðarbeiðandi sanni eða gerir sennilegt að athöfnin brjóti eða muni b rjóta gegn lögvörðum rétti hans, að gerðarþoli hafi þegar hafist handa um athöfnina eða muni gera það, og að réttindi hans muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum, verði hann knúinn til að bíða dóms um þau. Tilgangur ákvæðisins sé þannig að s töðva tilteknar athafnir, þ.e. að athöfn þurfi að vera byrjuð eða yfirvofandi. Af hálfu varnaraðila sé á því byggt að sönnunarbyrðin um að skilyrðum 24. gr. laga nr. 31/1990 sé fullnægt hvíli á sóknaraðila, og eigi það við um öll skilyrðin. Sóknaraðili haf i hins vegar ekki vísað til 24. gr. laganna í kröfu sinni til héraðsdóms um úrlausn um lögbann né í greinargerð sinni. Sé því erfitt að átta sig á því hvernig röksemdir sóknaraðila fyrir því að lögbann verði lagt á varði skilyrði ákvæðisins. Allar röksemdi r sóknaraðila séu því haldlausar en þær varði aðallega vangaveltur um hluthafafundi, og hvort stjórn félagsins hafi haft umboð til sölunnar auk annarra atriða er varði lög um einkahlutafélög nr. 138/1994. Einnig að einhverjar mögulegar athafnir varnaraðila geti orðið ef hann selur, veðsetur, afsalar eða gerir einhverjar meiri háttar ráðstafanir sem varða fasteignina að Dalvegi 16b, Kópavogi, en allt sé þetta úr lausu lofti gripið. Varnaraðili ítrekar að sala fasteignarinnar hafi þegar farið fram til varnara ðila, og sýslumaður hafi ekki séð ástæðu til, hvorki í apríl né í nóvember 2018, að fallast á beiðni sóknaraðila um lögbann. Kröfu sinni til stuðnings hafi sóknaraðili jafnframt vísað til þess að hann hafi sett fram kröfu til sýslumanns um að skráning e ignarinnar verði leiðrétt skv. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Varnaraðili hafnar því að tilvísun til þinglýsingalaga geti haft áhrif á skilyrði lögbanns. Þá hafi sóknaraðili vísað til fundargerða í félaginu Fer fasteignir ehf. varðandi bindandi samþy kki fyrir sölu eignarinnar, en varnaraðili hafni því að sú tilvísun jafnist á við skilyrði 24. gr. laganna. Varnaraðili mótmælir því að eitthvað hafi verið sagt við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni þann 23. nóvember 2018 sem geti rökstutt málstað sóknaraði la. Að mati varnaraðila hafi sóknaraðili ekki fært fram rök fyrir fullyrðingu sinni um að hætta sé á því að eigninni verði ráðstafað grandlausum þriðja aðila eða aðrar ráðstafanir verði gerðar um eignina sem eru til þess fallnar að hrinda eða ónýta rétt s óknaraðila. Það hafi einmitt verið ástæða sölu eignarinnar til varnaraðila að koma í veg fyrir að eignin kæmist í hendur þriðja aðila. Þá hafi sóknaraðili komið í veg fyrir skuldskeytingu láns á eigninni sem yfirtekið var auk þess að hafa samband við aðrar lánastofnanir um að ekki yrði lánað á eignina. Fyrir liggi þó að búið sé að fullnægja kaupsamningi, og gefa út afsal, þannig að engin þeirra atriða sem sóknaraðili telji að geti gerst séu raunhæf, og því séu ekki skilyrði fyrir lögbanni. Varnaraðili bendi r á að sóknaraðili eigi þess kost að leita atbeina dómstóla um rétt sinn og ógildingu sölunnar, og sé alveg ljóst að eignin verði áfram í höndum varnaraðila, sbr. yfirlýsingu varnaraðila um það sem lögð hafi verið fram hjá sýslumanni. Sé því ekkert sem ben di til þess að eignin verði seld eða hún veðsett, eða aðrar þær ráðstafanir gerðar sem gætu farið í bága við rétt sóknaraðila þótt síðar verði. 6 Varnaraðili telur að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á að skilyrði um að athöfn sé byrjuð eða yfirvofandi sé fyr ir hendi sem réttlæti lögbann. Athöfn í skilningi 24. gr. laga nr. 31/1990 feli í sér virka aðgerð varnaraðila eða ástand sem sé afleiðing athafna hans, en því sé ekki fyrir að fara af hálfu varnaraðila. Ekki liggi fyrir að selja eigi eignina, veðsetja eða annað sem sóknaraðili haldi fram. Í þessu sambandi sé haldlaust að halda því fram að varnaraðili muni hugsanlega framkvæmda athöfn eins og sóknaraðili haldi fram. Lögbann verði ekki lagt við athafnaleysi eins og krafa sóknaraðila lúti frekar að. Varnaraði li telur einnig ljóst að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur tryggi öryggi sóknaraðila nægilega í máli þessu þótt ekki hafi verið sýnt fram á af hálfu sóknaraðila hvaða hagsmunir gætu raskast þegar fullt verð hafi komið fyrir eignina. Séu því lögvarðir hagsmunir sóknaraðila engir í máli þessu, enda hafi sóknaraðili ekki sannað að réttindi hans fari forgörðum eða verði fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau. Samkvæmt framangreindu sé ekki fyrir hendi skilyrði til að leggja á lö gbann skv. 24. gr. laga nr. 31/1990, þar sem engar athafnir varnaraðila eru yfirvofandi. Sala eignarinnar hefur þegar farið fram en lögbann hefur aðeins áhrif fram í tímann. Beri því að hafna kröfu sóknaraðila. Um lagarök vísar varnaraðili til 24. gr. laga nr. 31/1990. Krafa um málskostnað er byggð á 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV Forsendur og niðurstaða Sóknaraðili ber sönnunarbyrði þess að skilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. sé fullnægt sv o leggja megi á lögbann. Sóknaraðili benti á að Fer fasteignir ehf. hefði verið stofnað í þeim eina tilgangi að reka fasteignina að Dalvegi 16b, og að sala hennar jafngilti því að leysa upp félagið. Salan hafi farið fram með leynd og verið ólögmæt, og þess verið krafist að þinglýsing eignarheimilda hennar yrði færð til fyrri vegar, og eftir atvikum verði leitað úrlausnar dómstóla. Kaupin séu ekki yfirstaðin, enda eigi eftir að fullnusta þau þrátt fyrir útgáfu afsals, svo sem með yfirtöku áhvílandi veðskulda . Telji sóknaraðili ástæðu til að ætla að eignin verði ekki seld áfram til grandlauss þriðja aðila. Varnaraðili benti á að sala fasteignarinnar hefði verið eina úrræðið sem hann hefði átt völ á vegna ósættis aðila, þótt hann hafi vitað að sala hennar myndi leiða til málaferla. Varnaraðili hafi lagt fram hjá sýslumanni yfirlýsingu þess efnis að ekki sé fyrirhuguð nein endursala eignarinnar næstu 5 til 10 ár. Varnaraðili telur ljóst að skilyrði 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 um að athöfn sé yfirvofandi sé e kki fullnægt, þar sem sala fasteignarinnar sé þegar um garð gengin. Ekki virðist ágreiningur um að sóknaraðili eigi lögvarða hagsmuni í málinu, en málsaðila greinir einkum á um hvort athöfn varnaraðila sé byrjuð, yfirvofandi eða um garð gengin. Ákvörðun sý slumanns um höfnun, byggðist annars vegar á því að ekki hafi verið sýnt fram á það af hálfu sóknaraðila að athöfn væri yfirvofandi. Með athöfn samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 er átt við virka aðgerð varnaraðila, eða ástand sem er afleiðing athaf na hans. Óumdeilt er að hin virka aðgerð fór fram 30. ágúst 2018. Kemur því einvörðungu til skoðunar hvort sú athöfn hafi komið á ákveðnu ástandi sem hægt er að stöðva. Sóknaraðili ber sönnunarbyrðina fyrir því að ásetningur sé mótaður hjá varnaraðila til að framkvæma ákveðna athöfn sem hefur ekki enn farið fram en mun fyrirsjáanlega brjóta gegn lögvörðum rétti hans. Ásetningur stóð til þess hjá varnaraðila að selja sjálfum sér fasteignina með þeim hætti sem gert var. Sóknaraðili byggir á því að til standi hjá varnaraðila að selja fasteignina aftur, og komi sá ásetningur hvað skýrast fram í yfirlýsingu varnaraðila sjálfs, dags. 22. nóvember 2018, um endursölu eignarinnar. Sóknaraðili geti af því sem á undan er gengið ekki treyst því að eignin verði ekki sel d, og geti varnaraðili þrátt fyrir nefnda yfirlýsingu selt eignina, veðsett eða ráðstafað fasteigninni með öðrum hætti hvenær sem er. Með vísan til framangreinds hefur sóknaraðili gert það nægilega sennilegt að ásetningur hafi mótast hjá varnaraðila til a ð selja eignina aftur, enda hefur varnaraðili séð ástæðu til þess að undirrita yfirlýsingu þess efnis að sala hennar fari ekki fram fyrr en að ákveðnum árum liðnum, og er athöfnin með þeim hætti 7 byrjuð. Er nefnt ástand þannig yfirvofandi, en hægt að stöðva . Þá hefur sóknaraðili gert það sennilegt að athöfnin muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans, og að sá réttur muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau. Um þá kröfu að lögbann verði lagt við því að varna raðili gefi út afsal, liggur fyrir að búið er gefa út afsal milli Fer fasteigna ehf. og varnaraðila, og verður lögbann því ekki lagt við þeirri athöfn samkvæmt framangreindu. Þá verður og að telja að lögbann um bann við sölu eignarinnar taki einnig til lög gerninga því samfara. Um þá kröfu að lögbann verði lagt við því að varnaraðili veðsetji fasteignina þá er ekki upplýst í málinu að fyrirsjáanlegt sé að það standi til, og hefur sóknaraðili því ekki gert það sennilegt að ásetningur sé mótaður hjá varnaraðil a til þeirrar athafnar. Sóknaraðili gerir kröfu um að lögbann verði lagt við því að varnaraðili geri aðrar ráðstafanir sem varði fasteignina. Ekki er rökstutt í gögnum málsins hvaða aðrar ráðstafanir er átt við. Rökstuddi sóknaraðili það í málflutningi me ð því að um væri að ræða ráðstafanir til að stöðva framgang á þeirri sölu sem fram hefði farið milli Fer fasteigna ehf. og varnaraðila, og ekki væri búið að fullnusta. Af gögnum málsins þykir ljóst að þegar sé búið að tryggja ráðstafanir hvað þetta varðar, enda hafi eigandi þeirrar veðskuldar sem varnaraðili ætlaði að yfirtaka sem hluta kaupverðs, lýst því yfir að skuldskeyting fari ekki fram fyrr en athugasemdalaus eigendaskipti á eigninni hafi átt sér stað. Að öðru leyti verður lögbann ekki sett á ótilgre indar athafnir, enda ómögulegt að halda slíku lögbanni uppi, sbr. 32. gr. laga nr. 31/1990. Samkvæmt framangreindu hefur sóknaraðili sýnt fram á að skilyrði 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 séu uppfyllt um sölu fasteignarinnar, en ekki aðrar þær athafnir s em um getur í kröfu hans. Varnaraðili byggir á því að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur geti tryggt hagsmuni sóknaraðila, og því verði lögbann ekki lagt á. Þá kom fram í máli varnaraðila að hagsmunir hans af því að synjað verði um lögbann væru mun m eiri en hagsmunir sóknaraðila af því að lögbann yrði lagt á. Varnaraðili ber sönnunarbyrðina fyrir því að til staðar séu ástæður sem leiða eigi til synjunar lögbanns, skv. 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990. Ákvæði 1. töluliðar 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/19 90 byggjast á því að staðreynt sé að athöfn varnaraðila muni brjóta gegn hagsmunum sóknaraðila, en réttarreglur um refsingu eða skaðabætur geti augljóslega bætt tjónið að fullu. Í máli þessu hefur með engum hætti verið reynt að sýna fram á hvaða réttarreg lur um refsingu geti átt við. Þá er ekki að finna neinn rökstuðning fyrir því í greinargerð varnaraðila eða öðrum gögnum málsins með hvaða hætti varnaraðili telur að skaðabætur geti tryggt þá hagsmuni sem sóknaraðili hefur í málinu. Í mótmælum þeim sem var naraðili lagði fram hjá sýslumanni er ekki á því byggt að réttarreglur eða skaðabætur eigi að varna lögbanni. Í endurriti úr gerðabók sýslumanns verður ekki séð að þetta atriði hafi komið til umræðu. Þrátt fyrir að ekkert sé komið fram í málinu um nefnda m álsástæðu eða á henni byggt Ákvæði 2. töluliðar 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 byggjast á því að hafna megi lögbanni ef stórfelldur munur er á hagsmunum aðila af því að athöfn fari fram. Að mati dómsins þykir varnaraðili ekki hafa sýnt fram á að hagsmunir hans séu meiri af því að fá að selja eignina, en hagsmuni r sóknaraðila af því að fyrirbyggja sölu. Með vísan til framangreinds hefur varnaraðili ekki sýnt fram á að til staðar séu þau skilyrði 3. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1991 að lögbann verði ekki lagt við athöfn. Með vísan til alls framangreinds, eftir ákvæðum 2. mgr. 90. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990, verður fallist á kröfu sóknaraðila með þeim hætti að lagt verður fyrir sýslumann að leggja lögbann við því að varnaraðili selji fasteignina Dalvegur 16b, Kópavogi, fnr. 223 - 3 146. Eftir úrslitum málsins verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað, skv. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 og 1. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, er hæfilegur þykir svo sem í úrskurðarorði greinir að meðtöldum virðisaukaskatti. Úrskurð þennan kveður upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari. 8 Ú r s k u r ð a r o r ð : Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skal leggja lögbann við því að varnaraðili, Dalseignir ehf., selji fasteignina Dalvegur 16b, Kópavogi, fnr. 223 - 3146. Varnaraðili greiði sóknaraðila, Pétri Péturssyni, 600.000 krónur í málskostnað.