LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. nóvember 2019. Mál nr. 335 /2018: Hagbyggir ehf., Kjartan Guðfinnur Björgvinsson og Eva Lísa Reynisdóttir (Björgvin Þorsteinsson lögmaður , Gestur Gunnarsson lögmaður, 3. prófmál ) gegn Húsasmiðjunni ehf. ( Marteinn Másson lögmaður, Smári Hilmarsson lögmaður, 1. prófmál) og gagnsök Lykilorð Skuldamál. Ábyrgð. Skuldajöfnuður. Gagnkrafa . Útdráttur HÚ ehf. höfðaði mál á hendur HB ehf., KGB og ELR til greiðslu 2.000.000 króna sem var hluti af viðskiptaskuld HB ehf. við HÚ ehf. KGB og ELR höfðu ritað undir yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldum HB ehf. við HÚ ehf., allt að stefnufjárhæðinni. Talið var sannað að HB ehf. hefði skuldað HÚ ehf. hærri fjárhæð vegna vörukaupa en nam stefnufjárhæð málsins. Þá var ekki fallist á að HB ehf. ætti skuldajafnaðarkröfu á hendur HÚ ehf., en HB ehf. hafði hvorki leitt í ljós að efni sem HÚ ehf. lagði til í tiltekinn ljósbúnað hafi verið gallað eða að HB ehf. hefði orðið fyrir tjóni af völdum HÚ ehf. að öðru leyti. KGB og ELR studdu kröfu sína um sýknu jafnframt við það að HÚ ehf. hefði ekki fylgt fyrirmælum laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn. Ekki var fallist á að KGB teldist ábyrgðarmaður í skilningi laganna og var HÚ því ekki skylt að fylgja fyrirmælum þeirra gagnvart h onum. Fallist var á að ELR teldist ábyrgðarmaður í skilningi laganna en talið að vanræksla HÚ ehf. á skyldum sínum samkvæmt þeim leiddi ekki til þess að ábyrgð ELR félli niður. Voru HB ehf., KGB og ELR því dæmd til að greiða HÚ ehf. umkrafða fjárhæð . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ragnheiður Harðardóttir og Sigurður Tómas Magnússon . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 6. apríl 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 7. mars 2018 í málinu nr. E - 573/2017 . 2 2 Aðaláfrýjendur krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, til vara að þau verði sýknuð af öllum kröfum gagnáfrýjanda en að því frágengnu að þau verði sýknuð af öllum kröfum gagnáfrýjanda að svo stöddu. Í öllum tilvikum krefjast þau þess a ð gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim, hverju um sig, málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Þá krefjast þau endurskoðunar á úrskurði héraðsdóms 21. júní 2017. 3 Gagnáfrýjandi skaut málinu til Landsréttar fyrir sitt leyti 20. júní 2018. Hann kre fst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og í gagnsök að aðaláfrýjendur verði sameiginlega dæmdir til að greiða sér málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Fyrir Landsrétti gáfu skýrslu vitnin Guðmundur Rúnar Sigurðsson , skoðunar maður hjá Frumherja , og Ólafur Már Jóhannesson rafvirki. Þá gaf vitnið Einar Óli Söring rafvirki viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti en hann bar vitni í málinu fyrir héraðsdómi. 5 neys í mars 2018, afsal aðaláfrýjanda Hagbyggis ehf. til Sigurðar Gísla Björnssonar vegna Blikaness 22 og þrjár yfirlýsingar aðaláfrýjenda, Kjartans Guðfinns og Evu Lísu, um sjálfskulda rábyrgð vegna skulda aðaláfrýjanda, Hagbyggis ehf., við gagnáfrýjanda. Niðurstaða 6 Aðaláfrýjendur krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi og hafa, samkvæmt heimild í síðari málslið 1. mgr. 151. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , samhliða áfrýjun héraðsdóms, krafist endurskoðunar á úrskurði 21. júní 2017 þar sem kröfum þeirra um frávísun málsins var hafnað. 7 Aðaláfrýjendur hafa auk þeirra röksemda sem þau færðu fram í héraði til stuðnings frávísunarkröfum sínum vísað til þess fyri r Landsrétti að ekki verði ráðið af gögnum málsins að kreditreikningur sem gagnáfrýjandi gaf út vegna vöruskila aðaláfrýjanda Hagbyggis ehf. hafi komið til frádráttar skuldastöðu félagsins samkvæmt viðskiptareikningi. Þau telja að þótt gagnáfrýjandi hafi k osið að gera ekki kröfu á aðaláfrýjanda Hagbyggi ehf. um greiðslu í samræmi við stöðu viðskiptareikningsins dragi það ekki úr kröfum sem gera verði til skýrleika málatilbúnaðar hans. 8 Ekki verður annað ráðið af þeim reikningsyfirlitum sem gagnáfrýjandi lagð i til grundvallar málatilbúnaði sínum í héraði en að þau samræmist þeim undirliggjandi gögnum sem hann hefur síðar lagt fram og að í þeim sé tekið fullt tillit til umrædds kreditreiknings vegna vöruskila sem aðaláfrýjandi hefur vísað til. Með þessari athug asemd og með vísan til forsendna í úrskurði héraðsdóms 21. júní 2017, þar sem frávísunarkröfum aðaláfrýjenda var hafnað, og forsendna hins áfrýjaða dóms, þar sem fjallað var um hvort tilefni væri til að vísa málinu frá dómi af sjálfsdáðum, er ekki fallist á með aðaláfrýjendum að þeir annmarkar hafi verið á málatilbúnaði 3 gagnáfrýjanda að vísa beri málinu frá héraðsdómi, enda verður ekki séð að vörnum aðaláfrýjenda hafi verið áfátt vegna slíkra annmarka. 9 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms telst sanna ð að aðaláfrýjandi Hagbyggir ehf. hafi skuldað gagnáfrýjanda hærri fjárhæð vegna vörukaupa en nemur stefnufjárhæð þessa máls. Af hálfu aðaláfrýjenda er á því byggt að ljósabúnaður sem gagnáfrýjandi seldi aðaláfrýjanda Hagbyggi ehf. og settur var upp í húsinu Blikanesi 22 hafi verið ga llaður. Þrátt fyrir tilraunir gagnáfrýjanda til úrbóta sé ljósabúnaðurinn enn í ólagi. Aðaláfrýjandi Hagbyggir ehf. eigi því rétt á afslætti og telja aðaláfrýjendur að gagnkrafa til skuldajafnaðar vegna hins gallaða ljósabúnaðar nemi að minnsta kosti dómkr öfum gagnáfrýjanda. 10 Samkvæmt framburði Guðmundar Rúnar s Sigurðsson ar fyrir Landsrétti laut sú úttekt sem Frumherji vann í mars 2018 á rafkerfi hússins að Blikanesi 22, og athugasemdir sem settar voru fram í skýrslu, að öryggismálum og öðru sem rafverktaki ber ábyrgð á en ekki að skoðun á virkni ljósabúnaðar. Framburður vitna fyrir Landsrétti og ný gögn hafa ekki leitt í ljós að efni sem gagnáfrýjandi lagði til í ljósabúnað hússins hafi verið gallað eða að aðaláfrýjandi Hagbyggir ehf. hafi að öðru leyti orð ið fyrir tjóni sem gagnáfrýjandi beri ábyrgð á. Með skírskotun til framangreinds en með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti hafa aðaláfrýjendur ekki sýnt fram á að Hagbyggir ehf. eigi skuldajafnaðarkröfu á hendur gagnáfrýjanda sem leitt ge ti til sýknu eða lækkunar á dómkröfum hans. 11 Aðaláfrýjendur hafa ekki fært að því viðhlítandi rök að fallast beri á kröfu þeirra um að þau verði sýknuð að svo stöddu og er þeirri kröfu hafnað. 12 Með vísan til framangreinds og forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti verður niðurstaða hans staðfest um annað en málskostnað. 13 Gagnáfrýjandi hefur krafist endurskoðunar hins áfrýjaða dóms um ákvörðun málskostnaðar. Samkvæmt hinum áfrýjaða dómi var málskostnaður felldur niður í héraði hvað varðar alla aðaláfrýjend ur vegna vafaatriða í málinu. Fallist er á þessar forsendur héraðsdóms um aðaláfrýjanda Evu Lísu og verður ákvæði héraðsdóms um að fella niður málskostnað staðfest að því leyti. Ekki eru hins vegar fyrir hendi slík vafaatriði um niðurstöðu málsins hvað var ðar aðaláfrýjendur, Hagbyggi ehf. og Kjartan Guðfinn, að rétt sé að fella niður málskostnað í héraði varðandi þá. 14 Eftir úrslitum málsins verða aðaláfrýjendur, Hagbyggir ehf. og Kjartan Guðfinnur, dæmdir til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og greinir í dómsorði. 15 Rétt er að málskostnaður milli aðaláfrýjanda Evu Lísu og gagnáfrýjanda fyrir Landsrétti falli niður, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 4 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaðu r um annað en málskostnað. Aðaláfrýjendur, Hagbyggir ehf. og Kjartan Guðfinnur Björgvinsson, greiði óskipt gagnáfrýjanda, Húsasmiðjunni ehf., samtals 1.600.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Málskostnaður milli aðaláfrýjanda, Evu Lísu Reynisdóttur, og gagnáfrýjanda á báðum dómstigum fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, miðvikudaginn 7. mars 2018 I Mál þetta, sem var dómtekið 1. febrúar 2018, var höfðað 7. febrúar 2017 af Húsasmiðjunni ehf., Holtavegi 10 í Reykjavík, gegn Hagbyggi ehf., Austurstræti 10a í Reykjavík, sem og Kjartani Guðfinni Björgvinssyni og Evu Lísu Reynisdóttur, báðum til heimilis a ð Garðatorgi 7 í Garðabæ. Með vísan til 3. mgr. 101. gr. og 104. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála óskaði dómari við fyrirtöku 23. febrúar 2017 eftir upplýsingum um eignarhald á stefnda Hagbyggi ehf. Málið var að nýju dómtekið 27. febrúar sl. efti r að stefnandi hafði lagt fram ársreikninga hins stefnda félags fyrir árin 2012 og 2013 og lögmönnum verið gefinn kostur á athugasemdum til viðbótar fyrri málflutningi sínum. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd óskipt (in solidum) til þess að gre iða stefnanda 2.000.000 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 22. september 2016 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi, Hagbyggir ehf., krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en ti l vara að félagið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar. Stefndu, Kjartan og Eva Lísa, gera sömu kröfur fyrir sitt leyti, þ.e. að málinu verði aðallega vísað frá dómi en til vara að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Þá krefjast þau málskostnaðar úr hendi stefnanda. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júní 2017 var frávísunarkröfu stefndu hafnað. II Mál þetta er höfðað af hálfu stefnanda til innheimtu á viðskiptaskuld sem stefnandi telur stefn da, Hagbyggi ehf., hafa stofnað til með kaupum á vörum. Hið stefnda félag er verktakafyrirtæki og mun hafa verið í viðskiptum við rafiðnaðarverslunina Ískraft sem er rekin undir kennitölu stefnanda og selur meðal annars rafmagnsvörur og raflagnaefni. Fyr ir liggur í málinu reikningsyfirlit þar sem vísað er til fjölda tölusettra reikninga vegna viðskipta stefnda Hagbyggis ehf. við Ískraft. Færslur á reikningsyfirlitinu eru frá 3. september 2013 til 22. ágúst 2016. Þar er meðal annars gerð grein fyrir reikni ngum vegna vörukaupa, greiðslum, vöxtum og innheimtugjaldi. Á því er byggt af hálfu stefnanda að skuld félagsins samkvæmt reikningsyfirlitinu hafi 22. ágúst 2016 numið 6.559.054 krónum. Stefnandi hefur lagt fram reikninga vegna vörukaupa stefnda Hagbyggis ehf. sem hann kveður vísað til í reikningsyfirlitinu. 5 úttektaraðilar á hönd stefnda Hagbyggis ehf. sem viðskiptaaðila og af stefndu Kjart ani og Evu Lísu sem ábyrgðaraðilum. Fram kemur að undirritaðir aðilar takist á hendur sjálfskuldarábyrgð vegna allra skulda viðskiptaaðila við - 0290 (sem og annarra fyrirtækja sem rekin eru á kennitölu Húsasmiðjunnar en undi króna, auk dráttarvaxta og kostnaðar sem af vanskilum kann að leiða. Aðila greinir á um það hvort fjárhæðin hafi verið ákveðin við undirritun yfirlýsingarinnar. Í ábyrgðaryfirlýsing unni er vísað til viðskiptaskilmála sem gilda um reikningsviðskipti stefnanda. vísað til fyrri innheimtubréfa og tilkynnt að skuld samkvæmt viðskiptareikni ngi við Ískraft hafi 31. desember 2013 numið 6.274.338 krónum. Krafist var greiðslu kröfunnar eða þess að samið yrði um greiðslu hennar innan tíu daga frá dagsetningu bréfsins. Tekið var fram að með vísan til laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn væri samrit se nt stefndu Kjartani og Evu Lísu. Hinu stefnda félagi var sent innheimtubréf 22. ágúst 2016 vegna sömu skuldar við Ískraft sem var þá sögð nema 6.879.628 krónum. Samrit bréfsins var jafnframt sent stefndu Kjartani og Evu Lísu sem ábyrgðarmönnum vegna skulda rinnar. Var skorað á hið stefnda félag að greiða kröfuna innan sjö daga og tilkynnt að krafan yrði að öðrum kosti innheimt með atbeina dómstóla. Stefnandi beindi kröfu um greiðslu á skuld vegna vörukaupa stefnda Hagbyggis ehf. upphaflega eingöngu að stef ndu Evu Lísu, sem er sambýliskona stefnda Kjartans, með stefnu sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. október 2016, sbr. mál nr. E - 3074/2016. Það mál var fellt niður af stefnanda, sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. febrúar 2017. Hið stefn da félag kveðst hafa keypt hús að Blikanesi 22 í Garðabæ hinn 13. ágúst 2013 í því skyni að endurhanna það og selja. Af þessu tilefni keypti félagið ljósabúnað af stefnanda. Fyrir liggja ýmsir reikningar vegna vörukaupa félagsins þar sem tiltekið er að þei r séu vegna Blikaness. Eftir að ljósabúnaðurinn var tekinn í notkun kom í ljós að hann virkaði ekki sem skyldi og er það ágreiningslaust. Stefndu halda því fram að vegna galla á ljósabúnaði hafi þurft að gefa kaupanda hússins afslátt af kaupverði og hafi a fslátturinn numið mörgum milljónum króna. Starfsmenn Ískrafts og stefndi Kjartan munu hafa átt ýmis samskipti vegna virkni ljósabúnaðarins, auk þess sem þeir áttu báðir samskipti við Sigurð Gísla Björnsson, eiganda hússins. Fram kom í skýrslu fyrrum framkv æmdastjóra Ískrafts, Jóns Sverris Sverrissonar, fyrir dómi að búnaðinum hefði verið skipt út nokkrum sinnum en að það hefði fyrst verið þegar ný kynslóð stýribúnaðar leit dagsins ljós á árinu 2016 að unnt hefði verið að leysa vandann. Hafi verið unnið að ú rbótum á kostnað Ískrafts og ekki verið firrst við ábyrgð. Það liggur fyrir að forsvarsmenn Ískrafts leituðu til rafvirkjameistarans Einars Óla Söring sem vann að viðgerð búnaðarins. Hann skýrði aðkomu sína fyrir dómi og kvaðst fyrst hafa komið að verkinu sumarið 2016 þegar hann skipti um farist fyrir á nokkrum stöðum í húsinu. Hann kvaðst hafa komið aftur að verkinu að beiðni Ískrafts undir lok árs 201 7 og skipt út þeim búnaði sem orðið hefði eftir. Hafi verið farið yfir verkið með eiginkonu Sigurðar Gísla og teldi hann búnaðinn nú virka sem skyldi. Fram kom í skýrslu Sigurðar Gísla að rafvirki á vegum Ískrafts hefði unnið að viðgerð á ljósabúnaði í hús inu að Blikanesi. Hefðu verið gerðar lagfæringar Gísli hefði ekki krafist bóta úr hendi stefnda Hagbyggis ehf. vegna vandkvæða sem tengdust ljósabúnaði. Meðal gagna málsins er tölvuskeyti frá Sigurði Gísla Björnssyni frá 19. september 2017 þar sem fram 6 fullnægjandi. Jafnframt liggja fyrir tölvupóstsams kipti þar sem Sigurður Gísli staðfesti að rafvirki hefði komið á heimili hans að Blikanesi 22 þann 3. október 2017 og ætlað að gera lagfæringar. Þá liggur fyrir tölvuskeyti Sigurðar Gísla til stefnda Kjartans frá 18. sama mánaðar þar sem segir að rafvirki hafi komið III Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína á því að hið stefnda félag hafi stofnað til skuldar við stefnanda, líkt og sjá megi af reikn ingsyfirliti sem lagt hefur verið fram í málinu. Hafi stefndu Kjartan og Eva Lísa undirgengist óskipta sjálfskuldarábyrgð vegna þeirra viðskipta sem krafan sé sprottin af og hafi ábyrgðin takmarkast við höfuðstólinn 2.000.000 króna. Þar sem hið stefnda fél ag sé ógjaldfært sé því ekki stefnt til greiðslu heildarskuldar þess við stefnanda. Þess í stað miðist krafa stefnanda við höfuðstól þeirrar sjálfskuldarábyrgðar sem stefndu Kjartan og Eva Lísa tókust á hendur. Vísað er til þess að samkvæmt viðskiptaskilm álum stefnanda hafi gjalddagi í viðskiptum aðila verið fyrsti dagur næsta mánaðar eftir úttekt og eindagi 20. sama mánaðar. Hafi stefnandi sent stefnda Hagbyggi ehf. mánaðarlega greiðsluseðil vegna úttekta hvers mánaðar og stefnda borið að gera athugasemdi r fyrir tuttugasta dag þess mánaðar sem greiðsluseðillinn var sendur, ella teldist hann samþykkja stöðuna, líkt og fram komi á seðlinum. Hafi hið stefnda félag aldrei gert athugasemdir við skuldastöðu sína eða við sundurliðun úttekta. Stefnandi leggur áhe rslu á að sent hafi verið innheimtubréf og innheimtuviðvörun í samræmi við 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og gjöld vegna þessa verið skuldfærð á viðskiptareikning stefnda. Þá hafi stefndu Kjartan og Eva Lísa ekki gert athugasemdir þegar þeim bárust innhe imtuviðvaranir og innheimtubréf. Einu athugasemdirnar sem stefnanda sé kunnugt um varði ljósakerfi, sem stefnandi seldi hinu stefnda félagi, og þarfnaðist lagfæringa. Hafi úrbætur verið gerðar þannig að ljósakerfið virkaði með réttum hætti. Stefnandi vís ar til þess að stefndu Kjartan og Eva Lísa sitji í stjórn hins stefnda félags og séu skráð í samvistum samkvæmt þjóðskrá. Byggt er á því að lög nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn eigi því ekki við um stöðu þeirra sem ábyrgðarmanna vegna skuldar hins stefnda félag s, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Málsástæður stefnda Hagbyggis ehf. Stefndi Hagbyggir ehf. byggir kröfu sína um sýknu í fyrsta lagi á því að félagið eigi gagnkröfu á hendur stefnanda sem skuldajafna beri gegn dómkröfu stefnanda, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Byggt er á því að stefndi eigi rétt til afsláttar þar sem stefnandi hafi selt félaginu gallaðan ljósabúnað. Svari fjárhæð gagnkröfunnar að minnsta kosti til dómkröfu stefnanda. Séu skilyrði til skuldajafnaðar uppfyllt, en da kröfur aðila af sömu rót runnar og byggist á samkomulagi þeirra um reikningsviðskipti. Stefndi byggir sýknukröfu sína í öðru lagi á 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Vísað er til þess að stefnandi hafi selt stefnda stórlega gallaða vöru sem hafi valdið því að félagið fór að endingu í greiðsluþrot. Þá sé stefnandi í yfirburðastöðu gagnvart stefnda, sem sé lítið verktakafyrirtæki. Hafi stefnanda verið fullkunnugt um að salan á fasteigninni að Blikanesi 22 skipti sköpum fyrir fjárhagslega afkomu stefnda, en engu að síður neitað að aðhafast nokkuð vegna hins gallaða ljósabúnaðar svo árum skipti. Við þessar aðstæður sé ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að halda kröfu stefnanda um greiðslu á skuldinni til streitu . 7 Verði ekki fallist á sýknu stefnda á framangreindum grunni er byggt á því að krafan sé fallin niður sökum stórfellds tómlætis stefnanda. Því til stuðnings er bent á að svokölluð lokainnheimtuviðvörun hafi verið send stefnda fyrir þremur árum. Engar tilk ynningar, greiðsluáskoranir, innheimtubréf eða annað hafi borist stefnda fyrr en í undanfara málshöfðunar þessarar. Stefndi krefst þess til þrautavara að krafa stefnanda verði lækkuð stórlega og málskostnaður felldur niður. Vísað er til þess að stefnandi hafi ekki sýnt fram á hvernig fjárhæð kröfunnar hafi verið fundin eða hvernig hún sé sundurliðuð í höfuðstól, kostnað og vexti. Byggt er á því að vextir sem kunna að hafa verið lagðir við höfuðstól kröfunnar séu fyrndir, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007 um f yrningu kröfuréttinda. Hið sama eigi við um þjónustugjöld og kostnað sem kunni að hafa verið lagður við höfuðstól kröfunnar. Því er sérstaklega mótmælt að unnt sé að miða upphafstíma dráttarvaxta við birtingardag stefnu í því máli sem var eingöngu höfðað g egn stefndu Evu Lísu. Verði fallist á kröfu stefnanda beri að miða dráttarvexti við dómsuppsögu. Málsástæður stefndu Kjartans og Evu Lísu Stefndu Kjartan og Eva Lísa byggja á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á réttmæti kröfu sinnar gagnvart aðalskuldara, Hagbyggi ehf., og beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefndu sem ábyrgðarmenn. Þá er byggt á því að sú ábyrgð sem stefndu undirgengus t geti ekki talist skuldbindandi. Því til stuðnings vísa stefndu til laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Hvað síðastgreint ákvæði varðar vísa stefndu til þess að hin meintu vanskil aðals kuldara, stefnda Hagbyggis ehf., hafi verið sprottin af sölu stefnanda á stórlega gölluðum ljósabúnaði sem hafi valdið félaginu gríðarlegu fjárhagslegu tjóni. Á meðan ekki hafi verið leyst úr þeim þætti málsins sé með öllu ótímabært, ósanngjarnt og andstæt t góðri viðskiptavenju að krefja stefndu um greiðslu á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar. Sé ekki fallist á sýknu stefndu á þessum grunni er byggt á því að sú ábyrgðaryfirlýsing sem stefnandi byggi á sé ekki í samræmi við ákvæði laga nr. 32/2009. Stefndu t elji lögin ótvírætt eiga við um lögskipti aðila og vísist því til stuðnings til athugasemda í frumvarpi sem varð að lögunum. Jafnframt sé vísað til laganna í ábyrgðaryfirlýsingunni sjálfri og í öllum skjölum sem stafað hafi frá stefnanda vegna hinnar meint u skuldar, svo sem í bréfi frá 6. febrúar 2014. Hafi stefndu því mátt ganga út frá því að lögin ættu við um lögskipti aðila. Byggt er á því að stefnandi hafi vanefnt upplýsingaskyldu sína samkvæmt 5. og 6. gr. laganna sem hafi það markmið að tryggja að á byrgðarmaður geri sér grein fyrir þeirri fjárhagslegu áhættu sem hann undirgengst samfara undirritun ábyrgðarsamnings. Hafi ekki verið upplýst um greiðslugetu lántaka, almennar reglur sem um ábyrgðir gilda, hvernig innheimtukostnaður sé reiknaður, um trygg ingar hjá hinum ábyrgðarmanninum og virði þeirra, sem og hvort ábyrgðarmaður gæti orðið sér úti um ábyrgðartryggingu í stað ábyrgðar. Þá sé yfirlýsingin óskýr hvað varði þær skuldbindingar sem stefndu undirgengust. Sé til að mynda óljóst hvort höfuðstólsfj árhæð ábyrgðar hafi verið handrituð á yfirlýsinguna eftir að innheimta hófst, en samkvæmt e - lið 5. gr. laganna sé lánveitanda skylt að veita skriflegar upplýsingar um höfuðstól ábyrgðar. Þá geti lánveitandi ekki einhliða breytt skilmálum ábyrgðarsamnings á byrgðarmanni í óhag, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Sönnunarbyrði um að stefndu hafi verið veittar upplýsingar um höfuðstólsfjárhæð ábyrgðar hvíli á stefnanda. Jafnframt er byggt á því að stefnandi hafi vanrækt tilkynningarskyldu sína gagnvart stefndu, sbr . 1. mgr. 7. gr. laganna, og fyrirmæli í ábyrgðaryfirlýsingunni sjálfri. Hafi stefndu einungis fengið eina tilkynningu frá stefnanda með bréfi 6. febrúar 2014, en síðara innheimtubréf frá 22. ágúst 2016 hafi verið sent sem undanfari málshöfðunar þessarar. Hafi þannig liðið tvö og hálft ár án þess að stefndu hafi verið 8 tilkynnt um vanefndir aðalskuldara. Hljóti stefndu af þessum sökum að vera óskuldbundin af yfirlýsingu sinni um sjálfskuldarábyrgð, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna. Verði ekki talið að lög nr. 3 2/2009 eigi við er byggt á því að ábyrgðaryfirlýsingin sé ekki skuldbindandi fyrir stefndu vegna 36. gr. laga nr. 7/1936. Verði að gera ákveðnar kröfur til skýrleika ábyrgðaryfirlýsingar, en hún sé haldin verulegum og margvíslegum ágöllum. Að teknu tilliti til fyrri röksemda og stöðu aðila sé ósanngjarnt af hálfu stefnanda að bera ábyrgðaryfirlýsinguna fyrir sig. Verði ekki fallist á sýknu af framangreindum ástæðum byggja stefndu á því að krafan sé fallin niður vegna stórfellds tómlætis stefnanda. Því til s tuðnings sé vísað til sömu röksemda og stefndi Hagbyggir ehf. byggi á, en gerð hefur verið grein fyrir þeim hér að framan. Verði stefndu ekki sýknuð krefjast þau þess að krafa stefnanda verði lækkuð stórlega og málskostnaður felldur niður. Til grundvalla r þessari kröfu liggja sömu röksemdir og gerð hefur verið grein fyrir í umfjöllun um málsástæður stefnda Hagbyggis ehf. að framan. IV Fyrir liggur í gögnum málsins að stefndi Hagbyggir ehf. óskaði eftir því að fá heimild til reikningsviðskipta hjá stefnan da vegna vörukaupa. Af því tilefni undirrituðu stefndu Kjartan og Eva Lísa yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð vegna allra skulda félagsins við stefnanda. Tekið var fram að ábyrgðin háttað um rafvöruverslunina Ískraft sem hið stefnda félag átti í viðskiptum við. Stefndu Kjartan og Eva Lísa eru skráð í sambúð. Samkvæmt upplýsingum úr hlutafélagaskrá er Kjartan stjórnarmaður í hinu stefnda félagi og með prókúruu mboð. Stefnda Eva Lísa er varamaður í stjórn félagsins. Fyrir liggja ársreikningar stefnda Hagbyggis ehf. fyrir árin 2012 og 2013 þar sem fram kemur að félagið hafi verið að öllu leyti í eigu stefnda Kjartans. Af hálfu stefndu hefur verið upplýst að eignar hald félagsins hafi á öðrum tímum verið með sama hætti. Krafa stefnanda er byggð á skuld félagsins vegna vörukaupa. Ráðið verður af reikningsyfirliti, sem og reikningum sem stefnandi hefur lagt fram, að skuld félagsins hafi samtals numið 6.559.054 krónum hinn 22. ágúst 2016. Til þess er að líta að fjárkrafa stefnanda nemur tveimur milljónum króna og tekur þannig einungis til um þriðjungs aðalskuldar samkvæmt reikningsyfirlitinu, enda reist á ábyrgðaryfirlýsingu að sömu fjárhæð. Reikningsyfirlitið er í tve imur hlutum og nokkuð ruglingslegt. Hefur stefnandi útskýrt að vegna uppfærslu á tölvukerfi hafi ógreiddir reikningar frá haustmánuðum 2013 verið færðir yfir í annað tölvukerfi í lok janúar 2015. Þegar kröfur samkvæmt þessum reikningum hafi verið stofnaðar í nýju kerfi hafi þær verið færðar inn miðað við að til þeirra hefði verið stofnað 1. janúar 2014. Lagðir hafa verið fram reikningar sem stefnandi gaf út vegna umræddra vörukaupa hins stefnda félags. Þar er meðal annars reikningur að fjárhæð 548.591 króna frá 1. nóvember 2013, reikningur að fjárhæð 2.353.962 krónur frá 11. sama mánaðar og reikningur að fjárhæð 1.157.459 krónur frá 2. desember sama ár. Stefndu hafa ekki mótmælt því að umræddar vörur hafi verið keyptar eða sett fram töluleg mótmæli vegna rei kninganna. Samkvæmt þessu telur dómurinn að fullnægjandi gögn hafi verið lögð fram til að styðja og skýra fjárhæð stefnukröfunnar. Er því ekki tilefni til að vísa málinu frá dómi af sjálfsdáðum, líkt og teflt var fram af hálfu lögmanns stefndu við aðalmeðf erð málsins. Stefndi Hagbyggir ehf. Stefndi krefst í fyrsta stað sýknu á þeim grundvelli að hann eigi gagnkröfu á hendur stefnanda til skuldajafnaðar og er krafan byggð á rétti félagsins til afsláttar þar sem því hafi verið seldur gallaður 9 ljósabúnaður . Stefndi hefur hvorki lagt fram gögn til stuðnings gagnkröfu sinni né gert grein fyrir fjárhæð hennar að öðru leyti en því að staðhæft er að krafan svari að minnsta kosti til dómkröfu stefnanda. Af hálfu stefndu var áskilinn réttur til að dómkveðja matsma nn til að sannreyna gallann og umfang hans, en ekki varð af því undir rekstri málsins. Þar sem stefndi hefur hvorki tilgreint fjárhæð kröfunnar né sýnt fram á að skilyrði skuldajafnaðar séu fyrir hendi eru ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91 /1991 um meðferð einkamála til skuldajafnaðar. Stefndi hefur jafnframt byggt sýknukröfu sína á því að það sé ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju af stefnanda að krefjast greiðslu aðalskuldarinnar, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Því til stuðnings er einkum vísað til þess að stefnandi hafi selt stefnda gallaðan ljósabúnað og neitað að afhafast nokkuð af þeim sökum í lengri tíma. Það er óumdeilt að sá ljósabúnaður sem stefnandi seldi stefnda og komið ar upp að Blikanesi 22 virkaði ekki sem skyldi. Rá ðið verður af skýrslum fyrir dómi, einkum þeirra Jóns Sverris Sverrissonar, fyrrum framkvæmdastjóra Ískrafts, Einars Óla Söring rafvirkjameistara og Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda fasteignarinnar, að stefnandi hafi leitast við að lagfæra ljósabúnaðinn . Var skipt um stýribúnað af þessum sökum á árinu 2016 og taldi stefnandi viðgerð lokið, en að beiðni eiganda hússins voru frekari úrbætur gerðar í lok árs 2017. Samkvæmt þessu stenst það ekki að stefnandi hafi ekkert aðhafst til að gera úrbætur á hinum se lda búnaði, líkt og stefndi heldur fram tiu til stuðnings því að 36. gr. laga nr. 7/1936 eigi við, enda þótt ágreiningur sé um hvort viðgerð hafi verið að fullu lokið. Þá hefur stefndi ekki stutt þá staðhæfingu sína að kaup á gölluðum ljósabúnaði hafi vald ið greiðsluþroti félagsins nokkrum gögnum. Kom raunar fram í skýrslu Sigurðar Gísla Björnssonar, sem keypti húsið af stefnda, að hann hefði ekki krafist bóta frá stefnda vegna ljósabúnaðarins eða gripið til annarra vanefndaúrræða. Með hliðsjón af atvikum ö llum verður ekki fallist á að sýknukrafa hins stefnda félags geti fengið stoð í ákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936. Af hálfu stefnda er ennfremur krafist sýknu á þeim grunni að krafa stefnanda sé fallin niður vegna tómlætis. Fyrir liggur að sendir voru rei kningar vegna vörukaupa stefnda Hagbyggis ehf. og er því ekki mótmælt að þeir hafi borist. Þá liggur fyrir að þegar upp komu vandkvæði vegna virkni ljósabúnaðarins sem stefnandi seldi stefnanda var ákveðið að grípa ekki til sérstakra innheimtuaðgerða um si nn. Til þess er að líta að stefndi Kjartan, eigandi stefnda Hagbyggis ehf., bar sjálfur að munnlegt samkomulag hefði verið um að reikningar yrðu ekki innheimtir á meðan unnið væri að úrbótum á ljósabúnaðinum. Líkt og áður greinir telur stefnandi að úrbótum sé lokið og var það staðfest fyrir dómi af rafvirkjameistara þeim sem vann að viðgerð fyrir stefnanda. Óháð ágreiningi um þetta atriði verður ekki séð að stefnandi hafi með einhverjum hætti gefið eftir kröfu sína þannig að stefndi hefði réttmætt tilefni t il að ætla að hann hygðist ekki innheimta hana. Stefnda var sent innheimtubréf 22. ágúst 2016 og mál þetta var höfðað 7. febrúar 2017. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á að krafan sé niður fallin vegna tómlætis stefnanda. Kemur þá til skoðunar þrautava rakrafa stefnda um lækkun á dómkröfu stefnanda. Líkt og áður greinir nemur fjárkrafa stefnanda tveimur milljónum króna og tekur þannig einungis til um þriðjungs aðalskuldar samkvæmt fyrirliggjandi reikningsyfirliti. Liggja fyrir reikningar sem nema að höfu ðstól mun hærri fjárhæð en stefnukrafan. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki fallist á lækkun kröfunnar á grundvelli röksemda stefndu um fyrningu vaxta, þjónustugjalda og kostnaðar sem kunni að hafa verið lagður við kröfuna. Aftur á móti er fallist á mótmæl i stefnda við því að upphafstími dráttarvaxta miðist við birtingardag stefnu í máli nr. E - 3074/2016, sem eingöngu var höfðað gegn stefndu Evu Lísu sem ábyrgðarmanni. Lagaskilyrði standa ekki til þessa og hefur stefnandi ekki fært önnur rök fyrir upphafsdeg i dráttarvaxta samkvæmt kröfugerð sinni. Samkvæmt þessu og þar sem ekki verður séð að krafa stefnanda hafi verið sett fram með þeim hætti sem greinir í stefnu á fyrra tímamarki telur dómurinn rétt að dæma dráttarvexti af kröfunni frá þingfestingardegi máls ins, sbr. 3. og 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Verður samkvæmt þessu fallist á kröfu stefnanda um að stefnda Hagbyggi verði gert að greiða 2.000.000 króna með dráttarvöxtum frá 16. febrúar 2017 til greiðsludags, eins og nánar gr einir í dómsorði. 10 Stefndu Kjartan og Eva Lísa Stefndu krefjast sýknu á þeim grundvelli að ekki hafi verið sýnt fram á réttmæti kröfu stefnanda gagnvart stefnda Hagbyggi ehf. og að vegna sölu stefnanda á gölluðum ljósabúnaði sé ósanngjarnt og andstætt góðr i viðskiptavenju að krefja stefndu um greiðslu á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sem þau gengust undir, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Með hliðsjón af fyrri forsendum dómsins, þar sem fallist var á réttmæti kröfu stefnanda gagnvart stefnda Hagbyggi ehf., ve rður ekki fallist á sýknu stefndu á þessum grundvelli. Krafa stefndu um sýknu er jafnframt á því byggð að ábyrgðaryfirlýsing þeirra sé ekki í samræmi við ákvæði laga nr. 32/2009. Aðila greinir á um það hvort lögin eigi við um lögskipti þeirra. Samkvæmt 2 . mgr. 2. gr. laganna er með ábyrgðarmanni átt við einstakling sem gengst persónulega í ábyrgð eða veðsetur tilgreinda eign sína til tryggingar efndum lántaka enda sé ábyrgðin ekki í þágu atvinnurekstrar ábyrgðarmanns eða í þágu fjárhagslegs ávinnings hans . Af hálfu stefnanda er bæði byggt á því að lögin eigi ekki við um stefndu þar sem þau hafi gengist í ábyrgð í þágu atvinnurekstrar þeirra og í þágu fjárhagslegs ávinnings þeirra. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningum og upplýsingum frá stefndu var stefndi Kjartan eigandi alls hlutafjár í stefnda Hagbyggi ehf. þegar ritað var undir ábyrgðaryfirlýsinguna árið 2012. Gögn málsins bera með sér að stefndi Kjartan hafi verið eini stjórnarmaðurinn í hinu stefnda félagi og jafnframt farið einn með prókúruumboð. Sam kvæmt þessu er ótvírætt að ábyrgð stefnda Kjartans á skuldbindingum stefnda Hagbyggis ehf. var í þágu atvinnurekstrar hans, enda voru vörukaupin notuð í þágu rekstrar félagsins. Var stefnanda því rétt að líta svo á að undanþága samkvæmt niðurlagi 2. mgr. 2 . gr. laga nr. 32/2009 ætti við, þannig að ekki væri skylt að fylgja fyrirmælum laganna gagnvart stefnda Kjartani. Að mati dómsins getur það ekki breytt þessari niðurstöðu að tekið er fram í byrgðarmenn og innheimtulög eins og 2014. Þegar af þeirri ástæðu stoðar ekki fyrir stefnda Kjartan að reisa sýknukröfu sína á brotum gegn ákvæðum laga nr. 32/2009. Stefnda Eva Lísa var varamaður í stjórn stefnda Hagbyggis ehf. og liggur fyrir að hún átti ekki hlut í félaginu þegar hún gekkst undir ábyrgðina. Er engum gögnum til að dreifa um að stefnda hafi haft þá hagsmuni af rekstri félagsins að jafn a megi til þess að um eigin atvinnurekstur hafi verið að ræða. Skilja skráð í sambúð með stefnda Kjartani. Þessa undanþágu frá gildissviði laganna má rekja til tillögu frá viðskiptanefnd Alþingis sem kom fram á meðan frumvarp það sem varð að lögum nr. 32/2009 var til meðferðar á Alþingi. Í nefndaráliti segir að lagt sé til a tilvik sem strangt til tekið eru í þágu atvinnurekstrar ábyr gðarmanns heldur einnig þau sem eru í þágu hans að tryggja fjárhagslega hagsmuni stefndu Evu Lísu sjálfrar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 7. n óvember 2013 í máli nr. 324/2013. Að mati dómsins verður þeirri staðreynd einni að stefnda er í sambúð með eiganda Hagbyggis ehf. ekki jafnað til þess að hún hafi haft fjárhagslegan ávinning í skilningi 2. mgr. 2. gr. laga nr. 32/2009 af því að veita ábyrg ðina. Stefnandi hefur ekki stutt röksemd sína um að undanþágan eigi við um stefndu Evu Lísu frekar, en fyrir því ber hann sönnunarbyrði. Samkvæmt þessu verður lagt til grundvallar að stefnda Eva Lísa teljist ábyrgðarmaður í skilningi laga nr. 32/2009 er hú n tókst ábyrgðina á hendur. Af hálfu stefndu Evu Lísu er byggt á því að ábyrgðaryfirlýsingin uppfylli ekki skilyrði laga nr. 32/2009. Því til stuðnings er vísað til þess að stefnandi hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína samkvæmt 5. og 6. gr. laganna, sem o g tilkynningarskyldu samkvæmt 7. gr. laganna. Þá er vísað til þess að 11 ábyrgðaryfirlýsingin sé óskýr, svo sem hvað varðar skuldbindingar stefndu, og það liggi ekki fyrir hvort höfuðstólsfjárhæð ábyrgðar hafi verið handrituð á yfirlýsinguna eftir að innheimt a hófst. Til þess er að líta að í lögum nr. 32/2009 er ekki mælt fyrir um hvaða réttaráhrif það hefur ef fyrirmælum laganna er ekki fylgt við stofnun ábyrgðar. Það kemur því ekki til greina að ógilda samning aðila um sjálfskuldarábyrgð stefndu Evu Lísu af þeim sökum einum að stefnandi hafi brugðist skyldum sínum samkvæmt 5. og 6. gr. laganna, heldur verður að finna slíkri ógildingu stoð í öðrum réttarreglum og koma þar einkum til skoðunar ógildingarreglur samningaréttar. Fallist er á það með stefndu að ti lteknar upplýsingar sem ber að veita samkvæmt 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laganna, hafi ekki verið veittar, svo sem um greiðslugetu stefnda Hagbyggis ehf., sbr. b - lið 1. mgr. 5. gr. laganna. Uppfyllti stefnandi því ekki að öllu leyti skyldur sínar samkvæmt þessum ákvæðum. Til stuðnings því að uppfyllt séu skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 til að víkja ábyrgð stefndu til hliðar hefur hún eingöngu vísað til þess að ábyrgðaryfirlýsingin uppfylli ekki lágmarkskröfur um skýrleika, auk þess sem vísað er a skyldum sínum samkvæmt tilteknum ákvæðum laga nr. 32/2009 og í öðru samhengi sé því haldið fram að verulegur aðstöðumunur hafi verið á málsaðilum nægir það ek ki til að skilyrðum 36. gr. laga nr. 7/1936 sé fullnægt. Hefur því þannig til að mynda ekki verið haldið fram að framfylgni þeirra ákvæða laga nr. 32/2009 sem stefnda vísar til, svo sem mat á hæfi Hagbyggis ehf. til að standa í skilum með lánið, hefði haft þýðingu fyrir þá ákvörðun stefndu Evu Lísu að gangast í sjálfskuldarábyrgð. Þá liggur ekkert fyrir um að þau atriði í ábyrgðaryfirlýsingunni sem stefnda byggir á að séu óljós hafi haft áhrif á ákvarðanatöku hennar, þar með talið tilgreining höfuðstólsfjár hæðar ábyrgðarinnar sem tvær milljónir króna. Hefur stefnda, sem ekki gaf skýrslu fyrir dómi, hagað vörnum sínum með sama hætti og stefndi Kjartan, sem var eigandi hins stefnda félags og sambýlismaður stefndu. Samkvæmt þessu telur dómurinn ekki sýnt fram á að þau atriði sem tilgreind eru í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936, og eru grundvöllur ósanngirnismatsins, styðji það að ábyrgðinni verði vikið til hliðar. Verður því ekki fallist á sýknu stefndu Evu á þeim grundvelli að brotið hafi verið gegn fyrirmælum 5 . og 6. gr. laga nr. 32/2009 við stofnun ábyrgðarinnar. Af hálfu stefndu hefur jafnframt verið byggt á því að stefnandi hafi vanrækt tilkynningarskyldu sína samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 og sé ábyrgð hennar því óskuldbindandi. Fram kemur í 2. mgr. 7. gr. að ábyrgðarmaður skuli vera skaðlaus af vanrækslu lánveitanda á tilkynningarskyldu samkvæmt 1. mgr. og sé vanræksla veruleg skuli ábyrgð falla niður. Leggja verður til grundvallar að þau tryggingarréttindi stefnanda sem fólust í sjálfskuldarábyrgð stefndu geti ekki fallið niður samkvæmt 2. mgr. 7. gr. nema sýnt sé fram á að stefnandi hafi með kröfu sinni valdið stefndu sem ábyrgðarmanni öðrum og meiri s kaða en bættur verði með úrræðum 3. og 4. mgr. 7. gr. laganna, sbr. dóm Hæstaréttar 5. nóvember 2015 í máli nr. 229/2015. Fyrir liggur að stefndu Evu Lísu var tilkynnt um vanefndir stefnda Hagbyggis ehf. með bréfum 6. febrúar 2014 og 22. ágúst 2016, en ekk i verður séð að henni hafi verið sendar upplýsingar eftir hver áramót í samræmi við d - lið 1. mgr. 7. gr. laganna. Eins og atvikum er háttað verður ekki fallist á að um verulega vanrækslu stefnanda gagnvart stefndu í skilningi 2. mgr. 7. gr. laganna sé að r æða þannig að ábyrgð skuli falla niður. Þá er til þess að líta að stefnda, sem var kunnugt um tilvist sjálfskuldarábyrgðarinnar og fékk send innheimtubréf frá stefnanda 22. ágúst 2016, hefur ekki sýnt fram á að úrræði 3. mgr. ákvæðisins dugi ekki til að bæ ta tjón hennar. Stefndu byggja ennfremur bæði sýknukröfu sína með sjálfstæðum hætti á því að víkja beri ábyrgðaryfirlýsingunni til hliðar samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936. Virðist einkum byggt á því að ábyrgðaryfirlýsingin sé svo óljós, svo sem hvað var ðar skuldbindingar og höfuðstólsfjárhæð, að ósanngjarnt sé af stefnanda að bera hana fyrir sig. Ekki er fallist á að það hafi verið óljóst að ábyrgð stefndu tók til reikningsviðskipta við Ískraft, enda ljóst að stefndi Hagbyggir ehf. keypti þaðan vörur og er tiltekið - 0290 (sem og greinir er ágreiningur á milli aðila um þ að hvort höfuðstólsfjárhæð ábyrgðarinnar, tvær milljónir króna, 12 hafi verið rituð á yfirlýsinguna við undirritun hennar eða af stefnanda á síðara tímamarki. Jafnvel þó engu verði slegið föstu um atvik að þessu leyti verður ekki fallist á að til greina komi að beita 36. gr. laga nr. 7/1936 af þessum sökum. Skortir með öllu á að stefndu hafi rökstutt þýðingu þess að ábyrgðin nemi tveimur milljónum króna fyrir ákvarðanatöku þeirra, auk þess sem líta verður til þess að ábyrgðin nemur tæpum þriðjungi heildarskuld ar stefnda Hagbyggis ehf. við stefnanda. Stefndu Kjartan og Eva Lísa hafa einnig krafist sýknu vegna tómlætis stefnanda. Með vísan til umfjöllunar dómsins um þessa röksemd stefnda Hagbyggis ehf. verður ekki fallist á sýknu stefnda Kjartans á þessum grunn i, en sömu ástæður eiga að öllu leyti við. Hvað varðar stefndu Evu Lísu er til þess að líta að henni bárust í öllu falli tvö innheimtubréf, dagsett 6. febrúar 2014 og 22. ágúst 2016, vegna skuldar stefnda Hagbyggis ehf. Þá var þingfest mál gegn henni vegna ábyrgðar á skuld stefnda Hagbyggis ehf. í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. október 2016, en það síðar fellt niður. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að stefnda Eva Lísa hafi haft réttmætt tilefni til að ætla að stefnandi hygðist ekki innheimta kröfu sína. Verður því hvorki fallist á sýknu stefnda Kjartans né stefndu Evu Lísu vegna tómlætis stefnanda. Kemur þá til skoðunar þrautavarakrafa stefndu um lækkun á dómkröfu stefnanda. Með vísan til fyrri umfjöllunar um sömu röksemd stefnda Hagbyggis ehf. verður ekki fallist á lækkun stefnukröfunnar á grundvelli röksemda um fyrningu vaxta, þjónustugjalda og kos tnaðar sem kunni að hafa verið lagður við kröfuna. Aftur á móti eru ekki lagaskilyrði til að miða dráttarvaxtakröfu gagnvart stefndu Kjartani og Evu Lísu við birtingardag stefnu í máli nr. E - 3074/2016 sem eingöngu var höfðað gegn stefndu Evu Lísu sem ábyrg ðarmanni og síðar fellt niður af stefnanda. Stefnandi hefur ekki fært önnur rök fyrir upphafsdegi dráttarvaxta samkvæmt kröfugerð sinni. Samkvæmt þessu telur dómurinn rétt að dæma dráttarvexti af kröfu stefnanda frá þingfestingardegi málsins til greiðsluda gs, sbr. 3. og 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Er þar tekið tillit til 3. mgr. 7. gr. laga nr. 32/2009 að því er varðar stefndu Evu Lísu. Verður samkvæmt þessu fallist á að stefndu Kjartani og Evu Lísu beri að greiða stefnanda 2. 000.000 króna með dráttarvöxtum frá 16. febrúar 2017 til greiðsludags, eins og nánar greinir í dómsorði. Rétt þykir að málkostnaður falli niður og er þar litið til vafaatriða málsins, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Dóm þennan kveður upp Ásgerð ur Ragnarsdóttir héraðsdómari. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. D Ó M S O R Ð: Stefndu, Hagbyggir ehf., Kjartan Guðfinnur Björgvinsson og Eva Lísa Reynisdóttir, greiði stefnanda, Húsasm iðjunni ehf., 2.000.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. febrúar 2017 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður.