LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 20. nóvember 2019. Mál nr. 764/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi (Margrét Harpa Garðarsdóttir saksóknarfulltrúi ) gegn X (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhald á grundvelli c - liðar 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 18. nóvember 2019 , sem barst réttinum ásamt kæru málsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 15. nóvember 2019 í málinu nr. R - [...] /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðh aldi allt til föstudagsins 13. d esember 2019 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Líkt og rakið er í hinum kærða úrskurði hafa ellefu mál verið til ranns óknar á hendur varnaraðila hjá fjórum lögreglustjóraembættum. Málin varða ætluð brot hans frá 4. júlí til 18. október 2019, sem sóknaraðili kveður meðal annars fela í sér heimilisofbeldi, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna, brot gegn nálgunarbanni , nauðung, hótanir og vopnalagabrot. Samkvæmt greinargerð sóknaraðila til Landsréttar er rannsókn málanna nú lokið og verði ákæra gefin út á næstu dögum. Varnaraðili hefur áður hlotið refsidóma vegna vopnalaga - , líkamsárása - og ránsbrota, líkt og fram kemu r í úrskurði Landsréttar 24. október 2019 í máli nr. [...] /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. nóvember 2019 klukkan 16. 2 5 Samkvæmt framangreindu og fyrirliggjandi gögnum verður fallist á það með héraðsdómi a ð skilyrði séu fyrir hendi til að sóknaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi, samkvæmt c - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Þá þykja ákvæði 3. mgr. sömu lagagreinar ekki standa gæsluvarðhaldi í vegi. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands föstudaginn 15. nóvember 2019 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gert þá kröfu að kærða, X kt. [...] , ríkisborgara frá [...] og til lögheimilis að [...] verði með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 13. desember 2019 kl. 16:00. Kærði mótmælir kröfunni og krefst þess að henni verði hafnað. Málavextir. Í greinargerð lögreglunnar á Suðurlandi kemu r fram að þ ann 19. október sl. hafi kærða með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands verið gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til dagsins í dag á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Af hálfu kærða hafi úrskurðurinn verið kærður t il Landsréttar, sem hafi staðfest úrskurð dómsins í máli nr. [...] /2019. Þegar kærði hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi hann átt fjölda ólokinna mála til meðferðar hjá fjórum lögreglustjóraembættum á landinu. Á þeim tíma sem liðinn sé síðan kærð i hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið unnið að því að ljúka rannsókn allra mála á hendur honum, þannig að afgreiða megi þau öll í einu lagi. Sé rannsókn allra mála nú lokið. Eitt þeirra mála sem til rannsóknar hafi verið varði m.a. brot gegn 225. gr. almennra hegningarlaga, en héraðssaksóknari fari með ákæruvald í slíkum málum. Að höfðu samráði milli lögreglustjóraembætta, héraðssaksóknara og ríkissaksóknara, hafi verið tekin ákvörðun um að héraðssaksóknara verði falin saksókn í öllum málum á hendur kærða. Séu nú mál af öllu landinu ýmist komin til ákærumeðferðar hjá héraðssaksóknara eða séu til afgreiðslu hjá ákærusviði viðkomandi lögreglustjóraembætta, áður en þau verða send héraðssaksóknara til meðferðar. Um sé að ræða eftirfarandi mál: 1. [.. .] : Of hraður akstur og ölvun við akstur. 2. [...] : Heimilisofbeldi og eignaspjöll. 3. [...] : Akstur undir áhrifum fíkniefna og ölvun við akstur. 4. [...] : Brot gegn nálgunarbanni. 5. [...] : Brot gegn nálgunarbanni 6. [...] : Of hraður akstur. 7. [...] : Akstur undir áhrifu m fíkniefna, ölvun við akstur, ölvun á almannafæri, fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt og varsla fíkniefna. 8. [...] : Varsla fíkniefna. 9. [...] : Brot á lyfjalögum og varsla fíkniefna. 10. [...] : Brot gegn nálgunarbanni. 11. [...] : Nauðung, hótanir, vopnalög og varsla fík niefna. 3 Við meðferð málsins var af hálfu lögreglustjóra óskað leiðréttingar á framangreindri upptalningu, í tölulið 8 hafi málsnúmer misritast, það eigi að vera [...] Framangreind ætluð brot kærða, sem nú séu til ákærumeðferðar, hafi átt sér stað á tímabilinu frá 4. júlí 2019 og fram til 18. október 2019. Áætlað sé að gefa út ákæru vegna framangreindra mála innan fárra daga. Fyrirliggjandi sé sakavottorð kærða frá [...] , dags. 21. október sl. Á því komi fram að kærði hafi hlotið fangelsisdóm í a.m.k. fimm skipti, síðast í maí 2016 og í tvígang eftir það hlotið sektarrefsingu, síðast í desember 2018. Kærði sé eldri en 15 ára og sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa ítrekað gerst sekur um háttsemi sem varðað geti allt að 6 ára fangelsi. Ætluð brot kærða varði við 218. gr. b., 225. gr., 232. gr., 233., 257. gr. almennra hegningarlaga, (heimilisofbeldi, nauðung, brot gegn nálgunarbanni, hótanir, eignaspjöll), 37. gr., 4 5. gr., 45. gr. a. umferðarlaga nr. 50/1987 (hraðakstur, ölvunarakstur, fíkniefnaakstur), 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 (fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt), auk brota gegn lögum um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 (varsla fíkniefna), áfengislögum nr. 75/199 8, vopnalögum nr. 16/1998 og lyfjalögum nr. 93/1994. Kærði sé grunaður um tíð og alvarleg hegningarlagabrot, auk brota á sérrefsilögum, og sé það mat lögreglustjóra að ætla megi að hann muni halda áfram brotum á meðan málum hans sé ekki lokið. Að teknu ti lliti til fjölda mála, alvarleika sakargifta og fyrirliggjandi upplýsinga um sakarferil megi telja fullvíst að kærði verði dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, verði hann fundinn sekur um ætluð brot. Með vísan til alls framangreinds og c. - liða r 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sem og með vísan til þeirra forsendna sem koma fram í fyrri úrskurðum Héraðsdóms Suðurlands og Landsréttar sé þess farið á leit að framangreind krafa um gæsluvarðhald nái fram að ganga. Forsendur og n iðurstaða. Að virtum þeim rannsóknargögnum sem lögð hafa verið fram í máli þessu og með hliðsjón af því er að framan greinir ber að fallast á það með lögreglu að kærði, sem er eldri en 15 ára, sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um brot á frama ngreindum refsiákvæðum, en brot gegn ákvæðum þessum geta varðað fangelsisrefsingu. Þá hafa verið lögð fram gögn þar sem fram kemur að kærði hafi hlotið refsidóma í [...] vegna vopnalaga - , líkamsárása - og ránsbrota. Ljóst er að brotahrina kærða nú hefur st aðið samfellt allt frá 23. september sl., og verður að telja yfirgnæfandi líkur á að hún haldi áfram verði kærða ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi. Eru því uppfyllt skilyrði c liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um að kærða verði gert að sæta áframhaldan di gæsluvarðhaldi og þykja ákvæði 3. mgr. 95. gr. laganna ekki standa því í vegi. Ber því að fallast á framangreinda kröfu lögreglustjóra og þykir tímalengd hennar ekki úr hófi. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðar orð: Kærði, X kt. [...] , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 13. desember 2019 kl. 16:00.