LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 18. maí 2020. Mál nr. 292/2020 : A (Einar Oddur Sigurðsson lögmaður ) gegn velferðarsviði B (Sigurður Sigurjónsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Lögræði. Sjálfræðissvipting. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var sviptur sjálfræði í eitt ár. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut mál inu til Landsréttar með kæru 8. maí 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 18. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 28. apríl 2020 í málinu nr. L - 113/2020 þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í eitt ár. Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. l ögræðislaga nr. 71/1997 . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að sjálfræðissvipting verði til skemmri tíma. Þá krefst hann þóknunar til handa verjanda sínum fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og þess að þóknun talsmanns hans fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Landsrétti úr ríkissjóði og ákveðst hún að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Ekki eru á hinn bóginn efni til að kveða á um greiðslu þóknunar til lögmanns varnaraðila úr ríkissjóði , enda verður ekki séð að lögmaðurinn hafi verið skipaður til að gegna hlutverki talsmanns varnaraðila. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 28. apríl 2020. Með beiðni, dagsettri 24. apríl 2020, hefur velferðarsvið B, krafist þess, með vísan til 1. mgr. 5. gr., sbr. 4. gr., lögræðislaga nr. 71/1997, að varn ar rði sviptur sjálfræði í 12 mánuði. Af hálfu varnaraðila er kröfunni mótmælt og þess krafist að henni verði hafnað. Til vara er þess krafist að sjálfræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Jafnframt krefst varnaraðili þess að málskostnaður verjanda sí ns verði greiddur úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. Málið var þingfest í dag, 28. apríl 2020, og tekið þá til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi. Í vottorði C og D, geðlækna á bráðageðdeild Landspítala, dags. 7. apríl sl., k emur fram að varnaraðili hafi ranghugmyndir og hans ómeðhöndluðu veikindi h afi núna tvisvar á stuttum tíma leitt til átaka við annað fólk í hans heimabæ. Hins vegar hafi varnaraðili einnig sýnt að þegar hans sjúkdómi sé haldið niðri sé hann fær um að sinna vinnu og halda utan um líf sitt. Af sögu hans síðustu tíu árin sé ljóst að einungis meðferð með forðalyfjum geti haldið sjúkdómi hans niðri. Þegar hann hafi einungis verið á töflumeðferð hafi hann fjórtán sinnum lagst inn á geðdeild á fimm ára tímabili og hafi þessari hrinu tíðra innlagna ekki lokið fyrr en hann hafi sæst á forð alyfjameðferð. Hafi það leitt til sjúkdómshlés þar sem engra innlagna hafi verið lyfjalaus í eitt ár og á þeim tíma smám saman veikst, sem hafi le itt til núverandi innlagnar. Fram kemur að gengið hálfgerðan berserksgang og rifið stálvask af festingum, rifið í sundur rúmið sem hann svaf í og g luggakarm af vegg. Hafi endurteknar lyfjagjafar haft lítil áhrif og hinn 6. apríl sl. hafi þurft að færa hann haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og að áframhaldandi meðferð sé honum nauðsynleg. Án meðferðar stefni hann heilsu sinni í voða og spilli möguleikum sínum á bata. Sé því mælt með því að varnaraðili verði sjálfræðissviptur í eitt ár. Gaf C símaskýrslu fyrir dóminum og staðfesti læknisvottorð sit t. Tekin var símaskýrsla af varnaraðila. Kvaðst hann vera meðvitaður um sín andlegu veikindi og tók fram að hann hefði fullan vilja til samvinnu við lækna við meðhöndlun þeirra. Loks var tekin skýrsla af E geðlækni, sem haft hefur varnaraðila til meðfer að varnaraðili hefði verið mjög innsæislaus um sín veikindi og haft miklar ranghugmyndir. Innsæið færi þó batnandi og hann væri nú rólegri en í byrjun meðferðarinnar. Taldi hann varnaraðila ekki hæfan til sinna sínum högum og að svipting sjálfræðis væri nauðsynleg til að tryggja að hann fengi áframhaldandi meðferð við sínum sjúkdómi. Dómurinn telur vafalaust af því sem að framan er rakið að varnaraðili hafi alvar legan geðsjúkdóm og sé af þeim sökum ófær um að ráða persónulegu m högum sínum. Að því virtu, og með vísan til a - liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, þykja vera uppfyllt lagaskilyrði til þess að svipta varnaraðila sjálfræði. Þykja ekki efni til annars en að fallast á það mat sóknaraðila, sem fær skýran stuðning í fram angreindu vottorði fyrrgreindra tveggja geðlækna, að svipta beri varnaraðila sjálfræði í tólf mánuði svo unnt verði að veita honum viðeigandi læknismeðferð. 3 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga ber að greiða úr ríkissjóði kostnað af málinu, þ.m.t. þóknun og aksturskostnað skipaðs verjanda varnaraðila, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, eins og í úrskurðarorði greinir. Þóknunin er ákveðin að meðtöldum virðisau kaskatti. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Varnaraðili, A, er sviptur sjálfræði í 12 mánuði. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila að fjárhæð 250.000 krónur og 16.280 króna aksturskostnaður greiðist úr ríkissjóði.