LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 13. desember 2019. Mál nr. 863/2018 : Þ. Þorgrímsson & Co ehf. ( Sveinn Guðmundsson lögmaður ) gegn Sólrún u Ólafsdóttur ( Einar Hugi Bjarnason lögmaður) Lykilorð Lausafjárkaup. Galli. Matsgerð. Útdráttur S keypti utanhúsklæðningu af Þ ehf. sem var kynnt með 25 ára ábyrgð á efni en 15 ára ábyrgð á yfirborði og lét S húsasmíðameistara og húsasmið setja klæðninguna á hús sitt. Skemmdir komu fram á klæðningunni og deildu aðilar um það hvort þær mætti rekja til galla á klæðningunni eða rangrar uppsetningar. Í málinu lá fyrir matsgerð dómkvadds manns um að skemmdir á klæðningunni yrðu ekki raktar til takmarkaðs loftflæðis sem rekja mætti til rangrar uppsetningar hennar. Væru skemmdirnar á hinn bóginn að rekja til slits á yfirborðshúð klæðningarinnar. Landsréttur tók fram að mati þessu hefði ekki verið hnekkt og yrði því að leggja það til grundvallar úrlausn málsins. Voru kröfur S því teknar til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Ingvarsdóttir , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 21. nóvember 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 26. október 2018 í málinu nr. E - 2513/2016 . 2 Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefndu en til vara að kröfur hennar verði stórlega lækkaðar. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnd a krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Á greiningur í málinu varðar ábyrgð áfrýjanda á meintum göllum á klæðningu sem hann seldi stefndu og sett var á hús hennar 2003. Atvikum er að öðru leyti lýst í hinum áfrýjaða dómi. 5 Í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar er tekið fram að áfrýjandi hafi farið fram á yfirmat í málinu í því skyni að sýna fram á að annmarka á hinni umdeildu klæðningu 2 megi rekja til rangrar uppsetningar hennar. Yfirmatsbeiðni til héraðsdóms liggur fyrir í ágripi málsins fyrir Landsrétti. Í undirbúningsþinghaldi 17. september 2019 lýsti lögmaður áfrýjanda því á hinn bóginn yfir að yfirmatsgerð in yrði ekki lögð fram. 6 Í málinu liggur fyrir matsgerð dómkvadds manns, Auðuns Elíssonar, um að skemmdir á klæðningu nni verði ekki raktar til takmarkaðs loftflæðis sem rekja megi til rangar uppsetningar hennar. Væru skemmdirnar á hinn bóginn að rekja til slits á yfirborðshúð klæðningarinnar. Mati þessu hefur ekki verið hnekkt og verður því að leggja það til grundvallar úrlausn málsins. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 7 Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun málskostnaður verður tekið ti llit til vinnu lögmanns hennar vegna öflunar áfrýjanda á yfirmati sem þó var ekki lagt fram í málinu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Þ. Þorgrímsson & Co ehf., greiði stefndu, Sólrúnu Ólafsdóttur, 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 26. október 2018 Mál þetta, sem var dómtekið 9. október sl., var höfðað 1. september 2016. Stefnandi er Sólrún Ólafsdóttir, Kirkjubæjarklaustri 2, 880 Kirkjubæjarklaustri. Stefndi er Þ. Þorg rímsson & Co. ehf., Ármúla 29, 108 Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru aðallega þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 2.872.419 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þingf estingardegi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að afhenda og setja upp nýja utanhússklæðningu á fasteign stefnanda að Kirkjubæjarklaustri 2. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýkn u en til vara verulegrar lækkunar á kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar. I Málsatvik eru þau að á tímabilinu frá 20. febrúar 2003 til 9. apríl sama ár festi stefnandi kaup á utanhússklæðningu af gerðinni Canexel í byggingavö ruverslun stefnda, en klæðningin var framleidd í Kanada. Í málinu liggja fyrir fjórir reikningar vegna viðskiptanna. Um var að ræða klæðningu úr pressuðum viði sem átti ekki að þarfnast venjulegs viðhalds viðarklæðningar. Ágreiningslaust er að klæðningin v ar kynnt með 25 ára ábyrgð á efni en 15 ára ábyrgð á yfirborði hennar. Stefnandi fékk húsasmíðameistara og húsasmið til að setja klæðninguna á hús sitt að Kirkjubæjarklaustri 2. Stefnandi varð vör við skemmdir á klæðningunni síðari hluta árs 2010 og átti í samskiptum við stefnda um það leyti vegna þeirra. Stefndi bauð stefnanda sams konar klæðningu, en við það tilboð felldi stefnandi sig ekki. Stefnandi byggir á því að hún hafi átt í nokkrum samskiptum við stefnda á næstu misserum, en stefndi kveðst ekkert hafa heyrt aftur frá stefnanda fyrr en í júní 2016. 3 Með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 9. júní 2016, var farið fram á bætur úr hendi stefnda vegna annmarka á klæðningunni. Með bréfi lögmanns stefnda, dags. 16. júní 2016, var þess óskað að stefndi fengi að senda sérfræðinga á sínum vegum til að skoða klæðninguna. Með öðru bréfi lögmannsins, dags. 24. júní 2016, var bótaskyldu síðan hafnað á þeirri forsendu að uppsetningu klæð ningarinnar hefði verið verulega ábótavant. Þó var tekið fram að stefndi væri reiðubúinn að aðstoða stefnanda við að lagfæra loftun fyrir aftan klæðninguna. Hinn 24. febrúar 2017 var Auðunn Elíson, byggingafræðingur og húsasmíðameistari, dómkvaddur til a ð rannsaka hugsanlega annmarka á klæðningunni eða uppsetningu hennar. Auk þess var honum falið að meta kostnað af úrbótum ef klæðningin teldist vera gölluð. Með matsgerð, dags. 1. júní 2017, komst dómkvaddur matsmaður meðal annars að þeirri niðurstöðu að C anexel - klæðningin á útveggjum húss stefnanda hefði aflagast vegna raka í efninu og væri klæðningin ekki slétt eins og hún hefði átt að vera. Flögnun væri í yfirborði klæðningarinnar sem ylli því að klæðningin tæki í sig raka. Slíkt væri til marks um ákveðn a annmarka á útveggjaklæðningu hússins og ástand hennar væri ekki eins og ætla mætti með hliðsjón af aldri klæðningarinnar og ábyrgðaryfirlýsingu stefnda um efnið. Hvað varðaði frágang á klæðningu útveggja þá teldist hann að mestu leyti í samræmi við góðar venjur í húsbyggingum. Þéttleiki milli leiðara/loftunarlista undir klæðningu væri þó ekki í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda klæðningarinnar. Lóðréttir listar undir klæðningunni væru með 600 mm millibili en ekki 400 mm eins og leiðbeiningarnar kvæðu á um. Frágangur og uppsetning á klæðningunni væri að öðru leyti í samræmi við leiðbeiningar. Loftunarrásir á bak við klæðningu ættu að vera að lágmarki 20 mm og væru í reynd 34 mm. Ástæða fyrir raka í klæðningunni væri að mestu leyti sú að efnið væri að h luta til óvarið að utanverðu þar sem slit væri í yfirborðsmeðhöndlun. Loftun væri að mestu leyti í lagi undir klæðningunni. Hátt rakastig í henni gerði það að verkum að hún hefði þanist út og bólgnað. Einnig mætti rekja skemmdir sem væru á klæðningunni til raka sem sæti í henni og gerði það að verkum að efnið losnaði upp og yrði óþétt. Þá væri gipsplötuklæðning undir endanlegri loftaðri klæðningu ágæt lausn, vel þekkt og notuð víða. Ekkert benti til þess að umræddar gipsplötur hefðu staðið óvarðar í lengri tíma. Ekki væri unnt að taka klæðninguna niður, þurrka hana og setja upp aftur þar sem efnið hefði skemmst og losnað upp. Slíkt kallaði á endurnýjun efnisins. Kostnaður við úrbætur að mati matsmanns næmu 2.872.419 kr., en sú tala tæki tillit til endurgreið slu á 60% virðisaukaskatts af vinnu á verkstað. Byggir stefnandi endanlegar dómkröfur sínar á þessu mati. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi auk stefnanda Rúnar Páll Jónsson, sem var sá húsasmiður sem setti umrædda klæðningu á hús stefnanda, og Auðunn Elíson, dómkvaddur matsmaður. II Aðalkrafa stefnanda á hendur stefnda er um skaðabætur vegna galla á áðurnefndri klæðningu sem stefnandi keypti af stefnda. Á því er byggt af hálfu stefnanda að klæðninguna hafi skort áskilda kosti og hún h afi ekki haft alla þá eiginleika sem stefndi hafi heitið og því beri stefndi skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda. Stefnandi byggði upphaflega á því í stefnu að um lögskipti aðila giltu lög nr. 48/2003 um neytendakaup og eftir atvikum lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Við aðalmeðferð féllst stefnandi á að lög nr. 48/2003 giltu ekki um málið og því væri einungis vísað til laga nr. 50/2000, sbr. 17., 18., og 40. gr. laganna. Klæðningin fullnægi ekki á nokkurn hátt því hlutverki sem henni sé ætlað, þ.e. að v era vörn fyrir veðri og vindum. Stefnandi telji því að klæðningin henti ekki í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir séu venjulega notaðir til. Stefndi hafi auglýst klæðninguna þannig að hún hefði sérstaklega góðan endingartíma og því sé ljóst að stefnandi hafi mátt vænta þess að klæðningin hefði í það minnsta þá eiginleika sem utanhússklæðningar hafi almennt. Annað hafi komið á daginn. Þá hafi klæðningin ekki þá eiginleika til að bera sem stefnandi hafi mátt vænta við kaup á vörunni að því er varði ending u og annað. Stefnandi vísi til þess sem áður sé rakið um að stefndi hafi ábyrgst endingu klæðningarinnar í 25 ár án nokkurra fyrirvara. Ljóst sé að klæðningin fullnægi ekki þeim 4 eiginleikum sem stefndi hafi heitið þar sem hún hafi skemmst löngu áður en áby rgðartíminn hafi verið liðinn. Samkvæmt þessu hafi klæðninguna skort áskilda kosti og á því beri stefndi skaðabótaábyrgð. Við blasi að stefndi hafi vitað að nota ætti klæðninguna til að klæða hús hér á landi. Klæðningin hafi verið markaðssett þannig að hú n hentaði sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður og ekki átt að þarfnast verulegs viðhalds. K læðningin hafi þó ekki fengið formlega vottun á Íslandi og því sé ekki ráðlegt að nota hana hér á landi. Klæðningin teljist einnig gölluð þar sem hún hafi ekki haft þá eiginleika sem stefndi hafi gefið í skyn að hún hefði við markaðssetningu vörunnar, sbr. yfirlýsingu stefnda um 25 ára ábyrgð á efni klæðningarinnar og 15 ára ábyrgð á yfirborðshúð hennar. Með vísan til þess sem að framan sé rakið eigi stefnandi rétt á að krefjast skaðabóta þar sem hún hafi orðið fyrir tjóni vegna galla á klæðningunni, sbr. 1. mgr. 18. gr. og b - lið 3. mgr. 40. gr. laga nr. 50/2000. Stefnandi byggi á því að uppfyllt séu öll skilyrði skaðabótaréttarins, þ.m.t. um sök, orsakatengsl o .fl. Til vara byggi stefnandi á því að á stefnanda hvíli skylda til að afhenda stefnanda nýja klæðningu í stað þeirrar sem hafi reynst gölluð. Stefndi sé einnig skuldbundinn til að gera stefnanda skaðlausa af uppsetningu klæðningarinnar. Um málsástæður að baki varakröfu stefnanda vísist til þeirra málsástæðna sem aðalkrafa stefnanda sé reist á, að breyttu breytanda. Um lagarök sé vísað til laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup auk meginreglna kauparéttar og skaðabótaréttar. III Stefndi byggir sý knukröfu sína í fyrsta lagi á því að ekki hafi verið sýnt fram á að neitt sé að umræddri klæðningu. Þvert á móti stafi ástand klæðningarinnar nú af rangri uppsetningu sem valdi því að rakastig hennar sé langt umfram það sem hún sé gerð til að þola. Þá sé ó sannað að neitt sé að klæðningunni sjálfri, verði loftun hennar komið í lag og leiðbeiningum framleiðanda fylgt, þótt stefnandi sé líklega búin að skemma yfirborðshúðina eitthvað með hinni röngu uppsetningu. Stefndi hafi aðeins selt klæðninguna en ekki séð um uppsetninguna. Tjón það sem stefnandi kunni að hafa orðið fyrir vegna rangrar uppsetningar sé því á ábyrgð stefnanda en ekki stefnda. Í öðru lagi hafi stefnandi glatað öllum rétti á hendur stefnda fyrir tómlæti. Fram komi í stefnu að stefnandi hafi or ðið vör galla á klæðningunni á árinu 2010. Einnig komi fram í stefnu að stefndi hafi þá boðið fram úrbætur, nýja klæðningu. Stefnandi hafi ekki sinnt þessu boði stefnda í neinu og síðan hafi liðið sex ár án þess að neitt hafi heyrst í stefnanda, sbr. 32. g r., 35. gr. og 1. mgr. 37. gr. laga nr. 50/2000. Stefndi byggi á því að á árinu 2010 hafi stefnandi verið skyldug til að þiggja áðurnefndar úrbætur og hafi því glatað öllum rétti sínum á hendur stefnda, sbr. lokamálslið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 50/2000, með þessari þegjandi höfnun sinni á úrbótum og tómlæti sínu í sex ár frá 2010. Loks sé sýknukrafan byggð á því að ekkert í málinu styðji bótakröfu stefnanda. Heildarviðskipti stefnanda við stefnda hafi numið samtals 395.459 kr. og því fari fjarri að bótaf járhæðin sé í nokkru samræmi við það. Varakrafa stefnda um verulega lækkun sé byggð á því að ósannað sé að um sé að ræða altjón á umræddri klæðningu. Ef klæðningin væri tekin niður og sett aftur upp rétt myndi hún þorna og vera í fullkomnu lagi þótt líkl ega sé stefnandi búin að valda tjóni á yfirborðshúð klæðningarinnar með hinni röngu uppsetningu. Tjón á yfirborðshúðinni megi þó auðveldlega laga með málningu eða viðarvörn. Þá byggi varakrafan á því að heildarviðskipti stefnanda og stefnda hafi, eins og á ður segir, numið 395.459 kr. og því geti skaðabætur aldrei orðið hærri en sú fjárhæð. Stefnandi mótmæli einnig dráttarvaxtakröfu stefnanda og krefjist þess að dráttarvextir verði ekki dæmdir fyrr en frá dómsuppsögu. Krafan byggist á því að stefnandi hafi ekki lagt fram nein sönnunargögn um meint tjón sitt. Með því hafi stefnandi ekki sannað kröfu sína og geti því ekki átt rétt á dráttarvöxtum fyrr en frá dómsuppsögu. 5 IV Ágreiningslaust er að viðskipti málsaðila áttu sér stað fyrir gildistöku laga nr. 48/2003 og verður því lögum nr. 50/2000 beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. síðarnefndu laganna gilda reglur þeirra um galla einnig þegar söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan há tt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun og ætla má að hafi haft áhrif á kaupin. Eins og áður segir var umrædd Canexel - klæðning kynnt með 25 ára ábyrgð á efni en 15 ára ábyrgð á yfirborði hennar. Var sú ábyrgðaryfirlýsing stefnda með öllu fyrirvaral aus á ábyrgðartímanum. Af matsgerð dómkvadds matsmanns verður ráðið að klæðningin er haldin ákveðnum annmörkum. Nánar tiltekið hefur hún aflagast vegna raka í efninu. Niðurstaða matsmannsins er sú að flögnun í yfirborði klæðningarinnar valdi því að klæðnin gin taki í sig raka. Samkvæmt matsgerðinni er ástand klæðningarinnar ekki í samræmi við það sem ætla mætti með hliðsjón af aldri hennar og ábyrgðaryfirlýsingu stefnda. Stefndi hefur ekki leitast við að hnekkja framangreindum niðurstöðum dómkvadds matsmann s um klæðninguna, svo sem með öflun yfirmats, en byggir þess í stað á því að þetta ástand klæðningarinnar stafi af mistökum við uppsetningu hennar, sem hafi verið framkvæmd á ábyrgð stefnanda. Ekki sé því við stefnda að sakast í málinu. Nánar tiltekið vísa r hann til niðurstöðu dómkvadds matsmanns um að lóðréttir listar undir klæðningunni séu með 600 mm millibili en ekki 400 mm eins og leiðbeiningar framleiðanda kveði á um. Jafnframt byggir stefndi á því að fjarlægð klæðningar frá jörð sé of minni en leiðbei ningar framleiðanda kveði á um, en þetta hafi í för með sér að loftun undir klæðninguna sé verulega ábótavant. Um fyrra atriðið, þ.e. bil milli lóðréttra lista undir klæðningunni, staðfesti dómkvaddur matsmaður að slíkt væri í samræmi við viðtekna framkvæ md hér á landi. Þá var hann spurður að því fyrir dómi hvort orsakatengsl gætu verið á milli aukins bils á milli lóðréttra lista og þeirra annmarka á klæðningunni sem fram hefðu komið. Hafnaði hann því afdráttarlaust, en í matsgerð hans kemur auk þess fram að skemmdir á klæðningu sé að mestu leyti að rekja til þess að efnið sé að hluta til óvarið að utan þar sem slit sé í yfirborðsmeðhöndlun þess. Verður því að draga þá ályktun að yfirborð klæðningarinnar hafi ekki þolað þá veðuráraun sem efnið hefur orðið f yrir. Hvað síðara atriðið varðar, þ.e. málatilbúnað stefnda um fjarlægð klæðningar frá jörð, þá taldi matsmaður leiðbeiningar framleiðanda ekki fyllilega skýrar að þessu leyti. Í öllu falli kemst hann að þeirri niðurstöðu í matsgerð sinni að loftun sé að mestu leyti í lagi undir klæðningunni. Verður því ekki séð að þetta atriði hafi nokkuð með umræddar skemmdir á klæðningunni að gera. Að öllu framangreindu virtu telst stefndi ekki hafa hnekkt niðurstöðu matsgerðarinnar um annmarka á klæðningunni sem hafa það í för með sér að hún fullnægir ekki þeim eiginleikum sem heitið var af stefnda. Þá bendir ekkert til þess að umrædda annmarka megi rekja til handvammar við uppsetningu klæðningarinnar. Að öllu framangreindu virtu telst klæðningin haldin galla sem stefn di ber ábyrgð á gagnvart stefnanda, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 50/2000. Samkvæmt 2. málslið 2. mgr. 32. gr. laga nr. 50/2000 gildir hinn almenni tveggja ára tilkynningarfrestur kaupanda ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi te kið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Að þessu virtu var mál þetta höfðað í tæka tíð af stefnanda og hefur stefndi ekki fært haldbær rök fyrir því að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti. Í samræmi við þetta ber stefndi skaðabótaábyrgð á því tjóni sem stefnandi varð fyrir, sbr. b - lið 3. mgr. 40. gr. laga nr. 50/2000, enda telst stefndi ekki hafa boðið viðhlítandi úrbætur með því að bjóða nýja klæðningu af sömu tegund, sem stefnandi mátti ætla að fullnægði ekki þeim áskildu kostum sem kynntir voru við s ölu klæðningarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 11. júní 2015 í máli nr. 510/2014. Í matsgerð dómkvadds matsmanns kemur fram að ekki sé unnt að taka klæðninguna niður, þurrka hana og setja upp aftur þar sem efnið hafi skemmst og losnað upp. Ná nar aðspurður um þetta atriði fyrir dómi staðfesti matsmaðurinn að ekki væri unnt að lagfæra klæðninguna. Ljóst er því að gallinn kallar á endurnýjun efnisins. Við mat á umfangi tjóns stefnanda verður matsgerð dómkvadds matsmanns lögð til grundvallar að þe ssu leyti, en endanleg kröfugerð stefnanda tekur mið af henni og stefndi hefur ekki hnekkt því mati. 6 Stefnandi krefst dráttarvaxta frá þingfestingu málsins til greiðsludags. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001 skulu skaðabótakröfur bera dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Að mati dómsins lágu þær upplýsingar fyrst fyrir þegar lögmaður stefnanda lagði fram matsgerð d ómkvadds matsmanns í þinghaldi 27. október 2017. Í samræmi við það verður stefnda gert að greiða dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 að liðnum mánuði frá þeim degi, þ.e. frá 27. nóvember 2017 til greiðsludags. Í samræmi við þessi málsúrs lit og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 1.500.000 kr. Af hálfu stefnanda flutti málið Einar Hugi Bjarnason lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Magnú s Guðlaugsson lögmaður. Dóm þennan kveða upp Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari og dómsformaður, Pétur Dam Leifsson héraðsdómari og Ásmundur Ingvarsson verkfræðingur. Dómsformaður tók við meðferð málsins 19. febrúar sl., en hafði fram til þess engin afskip ti haft af meðferð þess. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Þ. Þorgrímsson & Co. ehf., greiði stefnanda, Sólrúnu Ólafsdóttur, 2.872.419 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. nóvember 2017 til grei ðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.500.000 krónur í málskostnað.