LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12. apríl 2019. Mál nr. 754/2018: Heilbrigðisstofnun Austurlands (Árni Ármann Árnason lögmaður) gegn Jóni Torfa Gylfasyni (Lára V. Júlíusdóttir lögmaður) Lykilorð Samningur. Verksamningur. Útdráttur J höfðaði mál á hendur H til greiðslu reikninga fyrir vinnu samkvæmt verksamningi á milli aðila um læknisþjónustu en aðilar deildu um túlkun á ákvæði samningsins um verkkaup. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvæði í eldri samningi sömu aðila um verkkaup hef ði verið framkvæmt á þann hátt að J fékk tiltekna fjárhæð greidda fyrir hvern almanaksdag á samningstímanum, enda þótt slík túlkun yrði ekki leidd af orðanna hljóðan. Í hinum nýja samningi hefði orðalagi verkkaupaákvæðisins verið breytt, þó ekki á þá leið sem tillaga J gerði ráð fyrir, um að festa í sessi þá framkvæmd sem verið hafði fram til þess tíma, heldur h efði verið kveðið skýrt að orði um að greiðsla til J skyldi nema tiltekinni fjárhæð fyrir hvern unninn sólarhring. J hefi ekki tekist að sanna, gegn andmælum H, að samið hefði verið um að hann fengi verkkaup greitt á hverjum sólarhring á samningstímanum, með sama hætti og framkvæmd eldri samnings aðila h efði verið háttað, en hann bæri sönnunarbyrði fyrir því að um annað h efði verið samið en leitt yrði af skýru orðalagi samningsins. Var H því sýknað ur af kröfu J . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen , Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 8. október 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 14. september 2018 í málinu nr. E - 3670/2017 . 2 Áfrýjandi krefst sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms o g málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Eins og getur í hinum áfrýjaða dómi starfaði stefndi hjá áfrýjanda sem launþegi frá september 2015 til júní 2016. Í maí 2016 gerðu aðilar með sér verktakasamning þar sem stefndi tók að sér a ð vinna nánar tiltekin læknisstörf fyrir áfrýjanda frá 10. júní Fyrir hvern sólarhring í vinnu hjá HSA fær verksali greiddar samtals kr. 130.000. - b) Fyrir hvern sólarhring fær verksali greiddar kr. 5.000. - vegna fastráðningar. Samtals fær verksali því greiddar kr. 135.000. - sem er fullnaðargreiðsla launa . Til viðbótar var samið um akstursgreiðslur og að áfrýjandi legði stefnda til leiguhúsnæði . Óumdeilt er að stefndi fé kk greiddar 135.000 krónur í verktakagreiðslur frá áfrýjanda fyrir hvern almanaksdag á samningstímanum utan nánar skilgreindra almennra frídaga . 5 Í mars 2017 áttu sér stað tölvupóst s samskipti milli stefnda og nýs forstjóra áfrýjanda um nýjan verksamning mi lli aðila eftir lok hins. Í tölvubréfi 3. mars sendi stefndi forstjóra áfrýjanda tillögu sína að nýjum verksamningi með nokkrum breytingum á texta frá hinum fyrri. Í tillögunum var gert ráð fyrir 5.000 krón a hærri greiðslu fyrir hvern sóla r hring en verið h sóla r hring, jafn marga sóla r hringa og í mánuði eru hverju sinni líkt og verið hefur í . Meðtaldir skyldu vera tveir dagar á þriggja vikna fresti þar sem stefndi starfaði á læknastofu sinn i í Reykjavík. Í svarbréfi forstjóra áfrýjand a 13. sama mánaðar kvaðst hann ekki reiðu búinn að fallast á tillögur stefnda um hærri g reiðslur og minni starfsskyldur. Hann kvað þó koma til greina að stefndi starfaði á stofu sinni í Reykjavík í tvo daga en að áfrýjandi myndi aðeins greiða honum laun fyrir einn dag svo sem verið hefði . Í niðurlagi tölvubréfsins kom fram að áfrýjandi væri viljug ur að á sömu laun per dag og 6 Í tölvubréfi 30. mars 2015 sendi forstjóri áfrýjanda stefnda drög að nýjum verksamningi. Í svarbréfi stefnda sama dag kom fram að hann væri búinn að lesa samningsdrögin og litist vel á en óskaði eftir því að staðið yrði við gefið samþykki fyrir því að fá að fara þriðju hverja viku til starfa í Reykjavík í stað fjórðu hverrar. 7 Aðilar undirrituðu nýjan verksamning 31. mars 2017 með gildistíma frá 1. apríl til 31. desember sama ár. Ákvæði samningsins voru um margt áþekk fyrri verksamningi. Nokkrar breytingar voru þó gerðar á 2. gr. um verkefni stefnda og greiðslur fyrir vaktir umfram vaktaskyldu og á 3. gr. samningsins um verkkjör. Þannig kvað svo á um í hvern sólarhring í vinnu hjá HSA fær læknir greiddar kr. 130.000 vegna starfa sinna sem heilsugæslulæknir. Við það bætast kr. 5.000. - Greiðslur HSA til læknisins eru því samtals kr. 135.000 fyrir hvern unnin n sóla r hring - sem er fullnaðargreiðsla launa . Í gre 3 skyldi áfrýjandi greiða honum óskert laun þann dag, 135.000 krónur. Óskaði stefndi eftir öðrum degi frá vinnu til að s tarfa á stofunni skyldi það vera með samþykki næsta yfirmanns og væri sá dagur ekki greiddur af áfrýjanda. Loks var samið um annað fyrirkomulag akstursgreiðslna en verið hafði. Í 4. grein samningsins var kveðið á um að með honum féllu allir fyrri samninga r milli aðila úr gildi. 8 Stefndi gerði áfrýjanda reikninga 15. apríl 2017, 15. maí sama ár og 26. sama mánaðar og er krafa vegna þeirra samtals að fj árhæð 4. 760 .000 kr ónur . Með reikningunum gerði stefn d i kröfu um verktakagreiðslur fyrir hvern almanaksdag á tímabilinu á undan að frádregnum aukadögum í vinnu í Reykjavík. Af þeirri fjárhæð hefur áfrýjandi greitt 3.545.000 krónur, fyrir þá daga sem stefndi var í vinnu hjá áfrýjanda auk þeirra daga í Reykjavík sem samið var um að stefndi fengi greidda, en að öðr u leyti var reikningum stefnda hafnað. Á frýjandi gerði stefnda jafnframt akstursreikning fyrir 18 daga í maí 2017 , að fjárhæð 29.700 krónur. Áfrýjandi greiddi 28.050 krónur inn á kröfuna 7. júlí 2017 miðað við 17 daga í vinnu. Í hinum áfrýjaða dómi var fal list á með áfrýjanda að um fullnaðargreiðslu aksturspeninga væri að ræða. Sætir sú niðurstaða ekki endurskoðun Landsréttar. Niðurstaða 9 Eins og að framan er rakið var 3. gr. verksamnings aðila frá maí 2016 framkvæmd á þann hátt að s tefndi fékk greiddar 135. 000 krónur í verktakagreiðslur frá áfrýjanda fyrir hvern almanaksdag á sam ningstímanum, utan nánar skilgreindra almennra frídaga, enda þótt slík túlkun verði ekki leidd af orðanna hljóðan. 10 Fyrir liggur að orðalagi 3. gr. um verkkjör stefnda var breytt í þ eim verksamningi sem ágreiningur aðila snýr að. Breytingin var hins vegar ekki á þá leið sem tillaga stefnda 3. mars 2017 gerð i ráð fyrir , það er um að fest a í sessi þá framkvæmd sem verið hafði á greiðslu endurgjalds til stefnda fram til þess tíma. Þvert á móti var í 3. gr. samnings ins kveðið skýrt að orði um að greiðsla til stefnda skyldi nema 135.000 krónum fyrir hvern unnin n sóla rhring. Þá var fært inn í samning aðila ákvæði um rétt stefnda til að fara til starfa á læknastofu sinni í Reykjavík og skyldi hann fá sömu greiðslu, 135.000 krónur, einn dag á fjögurra vikna fresti , án vinnuskyldu fyrir áfrýjanda. Rita ði stefndi undir þennan nýja samning án fyrirvara . 11 Við úrlausn málsins verður að líta til þess að það var að ósk stefnda að gerður var við hann v erksamningur í maí 2016 og að nýr verksamningur milli aðila yrði gerður þegar sá fyrri rann út. 12 Telja verður að stefndi hafi ekki sannað gegn andmælum áfrýjanda og skýru orðalagi verksamningsins milli aðila 31. mars 2017 að í honum fælist að stefndi fengi greiddar 135.000 krónur fyrir hvern sólarhring á samningstímanum, með sama hætti og framkvæmd eldri samnings aðila hafði verið háttað, en hann ber sönnunarbyrði fyrir því að um annað hafi verið samið en leiðir af skýru orðalagi samningsins. 13 Samkvæmt frama nsögðu verður áfrýjandi sýknaður af kröfu stefnda. 4 14 Eftir atvikum er rétt að hvor aðila beri sinn kostnað a f rekstri málsins í hérað i og fyrir Landsrétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Heilbrigðisstofnum Austurlands, er sýkn af kröfum stefnda, Jóns Torfa Gylfasonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. september 2018 Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu þann 17. nóvember 2017 og dómtekið þann 5. september Stefndi er Heilbrigðisstofnun Austurlands, Lagarási 22, Egilsstöðum. Stefnandi gerir þær kröfur að stefndi verði dæmur til að greiða honum 4.789.700 krónur með dráttarvöxtum af 1.840.000 krónum frá 5.5.2017 til 05.06.2017, en af 3.410.000 krónum frá þeim degi til 16.06.2017, en af 4.760.000 krónum frá þeim degi til 18.06.2017, en af 4.789.700 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum, 1.300.000 krónum þann 9.5.2017, 1.300.000 krónum þann 1.6.2017, 945.000 krónum þann 16.6.2017 og 28.050 krónum þann 7.7.2017. Stefnandi gerir auk þess kröfu um málskostnað. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar. I. Málavextir og helstu ágreiningsefni Stefnandi er sérfræðilæknir sem starfaði sem launþegi hjá stefnda í Fjarðabyggð frá september 2015 til júní 2016. Þann 10. júní 2016 var gerður verktakasamningur við hann til loka mars 2017. Í mars 2017 var síðan gerður nýr verktakasamningur með gildistíma frá 1. apríl 2017 til loka þess árs. Samningurinn var undirritaður þann 31. mars 2017 f.h. stefnda, af Guðjóni Haukssyni sem tók við starfi forstjóra stefnda þann 1. nóvember 2016. Nokkru áður eða þann 3. mars 2017 hafði stefnandi sent forstjóra stefnda tölvuskeyti með drögum að sa mningi þar sem segir m.a. a) Fyrir hvern sólarhring í vinnu fær verksali greiddar 135.000 krónur b) Fyrir hvern sólarhring fær verksali greiddar 5.000 kr. vegna fastráðningar. Samtals fær verksali því greiddar 140.000 á sólarhring, jafn marga sólarhringa og í m ánuði eru hverju sinni líkt og verð hefur í fyrri samningi. [..] Í svarskeyti forstjóra stefnda þann 13. mars 2017 til stefnanda eru gerðar ákveðnar athugasemdir við samninginn sem lúta að greiðslum fyrir aukadag stefnanda á læknastofu sinni í Reykjaví k, stöðu yfirlæknis og greiðslu á bensíni. Síðan segir: hljóðar uppá sömu laun per dag og verið hefur. Því óskar HSA eftir því að gera sambærilegan verktakasa mning og þú hefur verið með. Mögulegt er að semja við þig um greiðslu fyrir akstur og aukadag 5 Stefnandi sendi stefnda reikninga vegna vinnu frá apríl 2017 en þá kom í ljós að aðila r höfðu ekki sama skilning á ákvæði 3 a) í samningnum um útreikning á kjörum stefnanda og fengust reikningarnir ekki greiddir að fullu. Reikningur nr. 38, dagsettur 15. apríl 2017 að fjárhæð 1.840.000 krónur var greiddur með 1.300.000 krónum þann 9.5.2017. Reikningur nr. 41, dagsettur 15. maí 2017 að fjárhæð 1.705.000 krónur var greiddur með 1.300.000 krónum þann 1.6.2017. Reikningur nr. 48, dagsettur 26. maí 2017, að fjárhæð 1.350.000 krónur var greiddur með 945.000 krónum þann 16.6.2017 og akstursreikning ur dagsettur 1.5.2017 að fjárhæð 29.700 krónur var greiddur með 28.050 krónum. Stefnandi vísaði til þess að útgefnir reikningar væru í samræmi við framkvæmd eldri samninga en stefndi vísaði til þess að greiðslurnar væru í samræmi við orðalag verksamnings ins. Ákvæði núverandi samnings sem ágreiningur er um hljóðar svo: 3) Kjör. a) Fyrir hvern sólarhring í vinnu hjá HSA fær læknir greiddar samtals kr. 130.000 vegna starfa sinna sem heilsugæslulæknir. Við það bætast kr. 5.000 vegna sérfræðistarfa sem kvensjúkdómalæknir hjá HSA. Þeim hluta starfsins sinnir hann að jafnaði ½ dag í viku hverri á Egilsstöðum, auk skoðana í mæðravernd samkvæmt beiðni ljósmæðra/lækna sem og sérfræðilegri ráðgjöf við annað fagfólk. Greiðslur HSA til læknisins eru því samtals kr. 135.000 fyrir hvern unninn sólarhring sem er fullnaðargreiðsla launa, þar með talið orlof, lífeyrissjóð og önnur launatengd gjöld, allar greiðslur vegna gjaldskrárverka, vottorða og alls þess annars þess er tilheyrir störfum læknisins fyrir stofnunin a. [...] Með samningi þessum falla allir fyrri samninga(r) milli aðila úr gildi. Í eldri samningi var ákvæðið svohljóðandi: 3) Kjör. a) Fyrir hvern sólarhring í vinnu hjá HSA fær læknir greiddar samtals kr. 130.000 vegna starfa sinna sem heilsugæslulæ knir. b) Fyrir hvern sólarhring færi verksali greiddar kr. 5.000 vegna fastráðningar. Samtals fær verksali því greiddar kr. 135.000 sem er fullnaðargreiðsla launa, þar með talið þar með talið orlof, lífeyrissjóð og önnur launatengd gjöld, allar greiðslur vegna gjaldskrárverka, vottorða og annars þess er tilheyrir störfum verktakans fyrir stofnunina.Einnig innifela áðurgreindar greiðslur öll laun vegna sérfræðistarfa verksala í kvensjúkdómum hjá HSA, sem er að jafnaði hálfur dagur í viku auk tilfallandi sk oðana í mæðravernd í heilsugæslu. [...] Með samningi þessum falla allir fyrri samninga(r) milli aðila úr gildi. Þar sem aðilar náðu ekki að leysa ágreininginn rifti stefnandi verksamningnum með bréfi dagsettu 22. maí 2017 og lauk störfum fyrir stefnda þann 26. maí 2017. Við aðalmeðferð málsins lækkaði stefnandi kröfugerð sína varðandi reikning nr. 51 þar sem gerð hafði verið krafa um greiðslu fyrir 1. maí 2017, sem átti ekki rétt á sér. Ágreiningurinn varðar uppgjör á verktakasamningi milli aðila fy rir læknisþjónustu á tímabilinu frá 1. apríl 2017 til 26. maí sama ár. Þá er jafnframt deilt um upphafstíma dráttarvaxta. Við aðalmeðferð málsins gáfu þeir Jón Torfi Gylfason og Guðjón Hauksson aðilaskýrslu. Þá gáfu skýrslu sem vitni Emil Sigurjónsson og Kristín Albertsdóttir . 6 II. Helstu málsástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á því að hann eigi að fá greiðslur í samræmi við það sem var umsamið og hefur tíðkast allt frá því að verktakasamningur var fyrst gerður á milli sömu aðila, fyrir tímabilið 10. júní 2016 til 31. mars 2017. Stefnda beri að efna ákvæði um greiðslu vakta með sama hætti og eftir fyrri samningi, enda hafi sérstaklega verið rætt við samningsgerðina að það ákvæði skyldi ekki taka neinum breytingum. Stefnandi vísar til þess að í tölvuskeyti forstjóra stefnda þann 16. mars 2017 sé sérst aklega tekið fram að sá verktakasamningur sem stefndi sé tilbúinn að gera til 15. desember 2017 hljóði upp á sömu daglaun og verið hafi. Stefnandi hafi mátt ganga út frá því að greiðslur yrðu með svipuðum hætti og áður, enda hafi hvorki verið gerðar neinar stórvægilegar breytingar á orðalagi samningsins né hafi hann verið upplýstur um neitt annað við samningsgerðina. Samningarnir séu nánast samhljóða og engar efnislegar breytingar réttlæti gerólíka túlkun þeirra. Stefnandi vísar jafnframt til þess að þau Emil Sigurjónsson, fyrrum mannauðsstjóri stefnda, og Kristín Albertsdóttir, fyrrverandi forstjóri stefnda, sem sömdu við hann í upphafi, hafi staðfest þann skilning að greiða ætti fyrir 30 daga að meðaltali í mánuði að undanskildum orlofs - og veikindadögum læknis og rauðum dögum öðrum en um helgar, nema stefnandi væri á vakt. Hann ætti að skila vinnu alla virka daga, en fengi ekki greitt ef hann væri í orlofi eða við vinnu í Reykjavík. Stefnandi vísar jafnframt til þess að Pétri Heimissyni núverandi framkvæ mdastjóri lækninga hafi verið fullkunnugt um framkvæmd samningsins. Stefnandi byggir á því að stefndi geti ekki einhliða og fyrirvaralaust breytt túlkun sinni á verktakasamningi aðila. Stefndi sé bundinn af fyrri túlkun samningsins enda hafi hann staðfes t að ekki hafi staðið til að breyta þeirri túlkun, samanber yfirlýsingar núverandi forstjóra stefnda í töluvskeyti 16. mars 2017. Stefndi sé jafnframt bundinn af þeirri framkvæmd sem hafði verið viðhöfð hjá fyrri forstjóra og mannauðsstjóra. Stefnandi v ísar til meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi samninga til stuðnings kröfunni. III. Helstu málsástæður stefnda Stefndi byggir á því að það fái ekki staðist að stefnandi fá greiddar 135.000 krónur fyrir alla sólarhringa í mánuði, og v aktir þar að auki, þegar það komi skýrlega fram í samningi að einungis eigi að greiða fyrir hvern sólarhring í vinnu. Ákvæði 3. gr. verksamningsins verði að skýra eftir orðanna hljóðan. Það verði ekki skýrt á annan hátt en þann að einungis eigi að greiða f yrir hvern unninn sólarhring í mánuði, en ekki þá sólarhringa sem ekki er unnið. Slíkt standist enga skoðun og eigi sér enga stoð í orðalagi samningsins. Orðalag verksamningsins sé skýrt að þessu leyti og engin þörf að fara út fyrir samninginn sjálfan við túlkun hans, eins og dómafordæmi Hæstaréttar sýni. Stefndi byggir á því að allar reikningar sem stefnt er fyrir séu að fullu greiddir. Það sé því engin skuld fyrir hendi og því beri að sýkna stefnda. Stefnandi hafi krafist greiðslu fyrir daga sem séu umf ram það sem hann átti rétt á. Þá hafi stefnandi einungist getað krafið um akstursgreiðslur fyrir á 17 daga samkvæmt verksamningnum. Þá bendir stefndi á að ákveðið ósamræmi sé í málflutningi stefnanda varðandi útreikninga á dögum. Samkvæmt skilningi stef nanda eigi ekki að greiða fyrir rauða daga, nema þeir falli á helgi. Allt að einu hafi stefnandi rukkað fyrir 1. maí 2017 sem var mánudagur. Stefndi vísar til þess að m.v. túlkun stefnanda þá eigi hann að fá greitt að meðaltali fyrir 30 daga í mánuði se m geri kr. 4.050.000. Því til viðbótar geti hann krafið um háar greiðslur fyrir aukavaktir hjá stefnda og til viðbótar hafi hann tekjur á læknastofu sinni í Reykjavík fyrir sérfræðistörf sín sem kvensjúkdómalæknir. Það standist ekki að stefnandi geti fengi ð greitt fyrir alla daga mánaðarins án tillits til þess hvort vinnuframlag hafi verið innt af hendi eða ekki. Stefndi bendir jafnframt á að það hefði verið óþarfi að taka það fram í samningnum að stefnandi fengi einn dag fyrir sunnan greiddan sérstaklega ef skilningur aðila hefði verið sá að stefnandi ætti að fá 7 alla daga mánaðarins greidda. Þetta bendi ótvírætt til þess að einungis hafi átt að greiða fyrir unninn sólarhring. Stefndi vísar til þess að stefnandi geti ekki byggt á því að hann hafi fengið ofgreiðslur samkvæmt fyrri samningi og enn síður að þær geti gengið framar skýru orðalagi samningsins. Þá er því hafnað að einhvers konar samkomulag hafi komist á um það að stefnandi skyldi frá hærri greiðslur en orðalag samningsins segir til um. Stefnandi hefði þá átt að taka það sérstaklega fram áður en nýr verktakasamningur var undirritaður. Eina tilvísunin í núverandi samningi til eldri samninga sé sú að þeir séu allir fallnir niður. Stefndi vísar til þess að skilningur núverandi forstjóra og mannauðs stjóra sem undirrituðu núverandi samning f.h. stefnda sé skýr að því leyti að aðeins eigi að greiða stefnanda fyrir sólarhringa í vinnu. Sama sé að segja um skilning Péturs Heimissonar, sem er framkvæmdastjóri lækninga og faglegur yfirmaður stefnanda í stö rfum hans fyrir stefnda og yfirfór alla reikninga sem frá honum komu og gerði á þeim nauðsynlegar leiðréttingar. Þá sé skírskotun í ummæli fyrrverandi forstjóra ekki í samræmi við samskipti hennar við núverandi forstjóra, þar sem hún hafi staðfest að einun gis hafi átt að greiða samkvæmt orðanna hljóðan. Þá er dráttarvaxtakröfu stefnanda mótmælt með vísan til þess að í málsástæðum er upphafstími dráttarvaxta 1. september 2017 með þeim rökstuðningi að þá séu allar greiðslur fallnar í gjalddaga. Stefnandi sé bundinn af þessu. Stefndi vísar til meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi samninga til stuðnings kröfunni. IV. Niðurstaða Fallast verður á það með stefnanda að ekki hafi verið gerðar þær efnislegu breytingar á orðalagi síðari verksa mningsins að þær gefi tilefni til þess að leggja til grundvallar ólíka túlkun verksamninganna tveggja. Í báðum verksamningunum er vísað til þess að greiðslur nemi tiltekinni fjárhæð fyrir hvern unninn sólarhring. Ágreiningurinn varðar fyrst og fremst hvort og þá hvaða áhrif upphaflegt samkomulag og sú greiðslutilhögun sem var viðhöfð við fyrri samninginn eigi að hafa á síðari samninginn, svo og hvaða væntingar stefnandi og stefndi gátu haft varðandi síðari verksamninginn og þá um leið hvaða afleiðingar það kunni að hafa. Í skýrslutöku af Emil Sigurjónssyni, fyrrverandi mannauðsstjóra stefnda, og Kristínu Óskarsdóttur, fyrrverandi forstjóra stefnda, sem höfðu með höndum samningsgerð og útfærslu á greiðslum samkvæmt fyrri verksamningi, kom fram að samkomul ag hefði verið um að stefnandi skyldi fá greidda 30,4 daga í mánuði, 135.000 krónur fyrir hvern dag. Þetta hefði verið sérstaklega rætt við samningsgerðina. Vaktaskylda í mánuði var miðuð við þriðju hverja vakt eða alls 10 vaktir í mánuði. Vitnið Emil Sigu rjónsson vísaði jafnframt í tölvuskeyti frá 8. júní 2017 í gögnum málsins þar sem fram kemur að hvorki hafi verið greitt fyrir veikinda - og orlofsdaga né fyrir rauða daga sem féllu utan helgar, nema þá daga sem læknir var á vakt. Fyrir dómi kom jafnframt f ram hjá vitninu að þessi útfærsla væri í samræmi við verktakasamninga sem hefðu verið gerðir við heilsugæslulækna, en þeir samningar væru yfirleitt til mjög skamms tíma, eða á bilinu frá viku eða 10 dögum til þriggja vikna. Samningurinn við stefnanda hefði verið fyrsti langtímasamningurinn sem var gerður og einungis hefði verið gengið frá einum öðrum slíkum samningi áður en vitnið fór í veikindaleyfi. Í skýrslutöku yfir Guðjóni Haukssyni kom fram að hann hefði ekki haft neinar forsendur til þess að gera sér grein fyrir því að það væri greitt með allt öðrum hætti eftir eldri samningi, en stóð í þeim samningi. Honum hefði fyrst orðið þetta ljóst þegar stefnandi sendi fyrsta reikninginn samkvæmt nýjum verktakasamningi. Það hefði aldrei komið upp í samtali hans við stefnanda fyrir undirritun samningsins að þetta ættu að vera 30 dagar í mánuði. Með vitnisburði Emils Sigurjónssonar og Kristínar Albertsdóttur, framburði s tefnanda sjálfs og framkvæmd upphaflegs verktakasamnings þykir sannað að stefnandi og stefndi hafi upphaflega samið um að greiðslur skyldu taka mið af 30,4 samningsdögum í mánuði, en frá þeim skyldu dragast veikinda - og orlofsdagar og rauðir frídagar aðrir en um helgar. Það verður því ekki fallist á með stefnda að stefnandi 8 hafi fengið ofgreiðslur samkvæmt fyrri verksamningi, heldur voru þessar greiðslur í samræmi við upphaflegt samkomulag stefnanda og stefnda, þó að það samkomulag hafi ekki endurspeglast í orðalagi verksamningsins sjálfs. Þessar greiðslur voru jafnframt í samræmi við þá verktakasamninga sem stefndi gerði við aðra lækna á þessum tíma. Núverandi verktakasamningur aðila frá 31. mars 2017 tók mið af fyrri verktakasamningi og má t.d. finna sömu málvillur í báðum samningunum. Þó að aðrir einstaklingar hafi skrifað undir samninginn f.h. stefnda var samningurinn eftir sem áður á milli sömu aðila. Orðalag beggja verktakasamninganna var sambærilegt að því leyti að hvorugur samninganna endurspeglaði þ að samkomulag sem upphaflega var lagt til grundvallar og greiðslur miðuðust við. Fallast verður á það með stefnanda að orðalag ákvæðisins geti, eins og atvikum er háttað, ekki eitt og sér ráðið úrslitum varðandi verktakasamning stefnanda og stefnda, Þar sk iptir mestu að upphaflegt samkomulag stefnanda og stefnda tók mið af 30,4 sólarhringum í mánuði og greiðslur á grundvelli þess samkomulags voru inntar af hendi þrátt fyrir orðlag fyrri verktakasamningsins sem er sambærilegt við orðlag núverandi verktakasam nings. Í aðdraganda síðari samningsins sendi stefnandi drög til núverandi forstjóra stefnda þar sem fram kom að greitt yrði fyrir jafn marga sólarhringa og í mánuði eru hverju sinni líkt og verið hefði í fyrri samningi. Það fær því ekki staðist að umrædd ur dagafjöldi hafi ekki komið upp í samskiptum stefnanda við núverandi forstjóra stefnda í aðdraganda síðari verktakasamningsins. Í svarskeyti forstjóra stefnda við umrædd drög, gerir hann athugasemdir við fjölgun á daga í Reykjavík umfram það sem kemur fr am í núverandi samningi, starfsheitið yfirlæknir og bensínkostnað. Í framhaldi af því er áréttað að sá verktakasamningur sem stefndi vilji gera til 15. desember 2017 hljóði upp á sömu laun á dag og verið hafi. Jafnframt er tekið fram að stefndi óski eftir að gera sambærilegan vertakasamning við fyrri samning. Í tölvuskeyti forstjórans er sérstaklega tekið fram að hann sé búinn að hugsa þetta töluvert. Ekkert í þessum samskiptum gaf stefnanda tilefni til þess að ætla að til stæði að breyta þeim skilningi se m unnið hafði verið eftir samkvæmt upphaflegu samkomulagi. Þvert á móti gáfu samskiptin tilefni til að ætla að ekki stæði til að gera neinar breytingar að þessu leyti. Þær röksemdir stefnda að það hefði verið óþarfi að tiltaka að stefndi ætti að greiða ó skert laun ef skilningur aðila hefði verið sá að stefnandi ætti að fá alla daga mánaðarins greidda fá ekki staðist. Upphaflegur samningur aðila var um það að miða við 30,4 daga í mánuði, en til frádráttar kæmu veikinda - og orlofsdagar, þó þannig að stefnan di fengi greiddan einn dag í Reykjavík. Ef til stóð að auka við þá daga þurfti eðlilega að taka það fram í samningi. Í tölvuskeyti forstjóra stefnda þann 13. mars 2017 kemur fram í niðurlagi að stefndi sé tilbúinn að fallast á aukadag sem komi til frádrátt ar. Ekki verður séð að stefndi þurfi sérstaklega að vísa í einhvern frádrátt að þessu leyti ef einungis stóð til að greiða fyrir hvern unninn dag. Þá er ekki fallist á að þær breytingar sem gerðar voru á þeim drögum sem stefnandi sendi stefnda í tölvuske yti 3. mars 2017 feli í sér að stefndi hafi hafnað þessum sjónarmiðum. Í skýrslu forstjóra stefnda fyrir dómi kom fram að hann hefði ekki áttað sig á þessum skilningi fyrr en eftir að fyrsti reikningurinn barst eftir undirritun samningsins. Það er því útil okað að hann hafi mótmælt þessum sjónarmiðum fyrir þann tíma. Þá verður ekki fallist á það með stefnda að það skipti máli að í síðari verktakasamningi sé ákvæði þess efnis að allir fyrri samningar séu fallnir úr gildi. Sama ákvæði um að eldri samningar féllu niður var einnig að finna í upphaflegum verktakasamningi. Ákvæði um greiðslu verkkaups var efnislega óbreytt frá fyrri verktakasamningi og báðir samningsaðilar höfðu skilið það þannig að það kæmi ekki í veg fyrir að verktakagreiðslur tækju mið af 30, 4 samningsdögum og greiðslum samkvæmt því. Ákvæði um niðurfellingu eldri samninga breytir ekki þessum skilningi sem auk þess á sér frekari stoð í aðdraganda síðari verktakasamningsins. Að því er varðar upphafstíma dráttarvaxta þá er kröfugerð stefnanda s kýr hvað dráttarvexti varðar og verður hún lögð til grundvallar, enda er fallist á kröfu stefnanda um að stefnda hafi ekki verið stætt á því að draga frá útgefnum reikningum umræddar fjárhæðir á þeim dögum sem upphafstími dráttarvaxta er miðaður við, að öð ru leyti en því að fallist er á það með stefnda að stefnandi hafi átt rétt á aksturspeningum í 17 daga í maí en ekki 18. 9 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfile ga ákveðinn 1.250.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Lára V. Júlíusdóttir lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Árni Ármann Árnason lögmaður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kvað up p dóm þennan. D Ó M S O R Ð Stefndi greiði stefnanda 4.788.050 krónur með dráttarvöxtum af 1.840.000 krónum frá 5.5.2017 til 05.06.2017, en af 3.410.000 krónum frá þeim degi til 16.06.2017, en af 4.760.000 krónum frá þeim degi til 18.06.2017, en af 4.788.050 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum, 1.300.000 krónum þann 9.5.2017, 1.300.000 krónum þann 1.6.2017, 945.000 krónum þann 16.6.2017 og 28.050 krónum þann 7.7.2017. Stefndi greiði stefnanda 1.250.000 krónur í máls kostnað.