LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 14. febrúar 2020. Mál nr. 289/2019 : A ( Sigmundur Hannesson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu ( Soffía Jónsdóttir lögmaður) Lykilorð Dráttarvextir. Sanngirnisbætur. Gjalddagi. Útdráttur A höfðaði mál gegn Í og krafðist ógildingar úrskurðar úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur og að Í yrði gert að greiða henni dráttarvexti af sanngirnisbótum sem henni höfðu verið greiddar. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að bætur hefðu verið greiddar á lögákveðnum gjalddaga og ætti A ekki rétt á dráttarvöxtum af þeim samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Var Í því sýknað af kröfum A í málinu. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 24. apríl 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 28. mars 2019 í málinu nr. E - 4223/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess að felldur verði úr gildi úrskurður ú rskurðarnefndar um sanngirnisb ætur 29. október 2016 í máli hennar og að stefndi verð i dæmdur til að greiða henni 2.612.008 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 2.000.000 króna frá 13. júní 2011 til 13. desember 2012 en af 2.612.008 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 2.000.000 króna 11. júlí 2016 og að fjárhæð 629.317 krónur 8. janúar 2018 . Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Landsrétti eins og má lið væri ekki gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Upphaf máls þessa er að áfrýjandi lýsti 13. maí 2011 kröfu um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði vegna dvalar sin nar í Heyrnleysingjaskólanum á grundvelli laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem falla 2 undir lög nr. 26/2007. Með ákvörðun 2. september 2011 hafnaði sýslumaðurinn á Siglufirði kröfunni með vísan til þess að nefnd s em starfaði samkvæmt lögum nr. 26/2007 hefði ekki skoðað það tímabil sem áfrýjandi hefði dvalið í skólanum. Því væri ekki lagaheimild til að greiða henni bætur á þessum grundvelli. Áfrýjandi lýsti á ný kröfu um greiðslu sanngirnisbóta 6. mars 2012 vegna tí mabilanna og er hún dvaldi í skólanum en kröfunni var hafnað með bréfi sýslumannsins 3. maí 2012 með sömu rökum og fyrr. Áfrýjandi skaut ákvörðun sýslumanns til úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur sem staðfesti niðurstöðuna. 5 Áfrýjandi höfðaði mál t il ógildingar úrskurðinum og féllst héraðsdómur á kröfu hennar. Með dómi Hæstaréttar frá 17. desember 2015 í máli nr. 168 /2015 var úrskurðurinn felldur úr gildi að hluta með vísan til þess að með lögum nr. 26/2007 hefði ráðherra verið falið ákvörðunarvald um hvernig valdsvið vistheimilanefndar skyldi nánar afmarkað. Með erindisbréfi til nefndarinnar hefði ráðherra hins vegar framselt henni það vald án efnisraka. Hefði nefndin því ekki verið til þess bær að lögum að takmarka könnun sína á skólanum með þeim h ætti sem hún gerði. Það að neita áfrýjanda um sanngirnisbætur vegna atvika sem hún taldi hafa gerst á árunum á þeirri forsendu að nefndin hefði ekki fjallað um það tímabil var talið hafa falið í sér ólögmæta mismunun í hennar garð, sbr. 11. gr. stjórns ýslulaga nr. 37/1993. Var stefnda því gert að taka efnislega afstöðu til kröfu hennar að þessu leyti. 6 Með bréfi 2. febr úar 2016 sendi s ýslumaður áfrýjand a sáttaboð um greiðslu bóta að fjárhæð 2.612.008 krónur. Með bréfi 14. júní 2016 samþykkti áfrýjandi sáttaboðið með fyrirvara um að hún teldi sig eiga rétt til dráttarvaxta af fjárhæðinni frá því mánuði eftir að hún setti fram upphaflega kröfu sína í málinu, það er frá 13. júní 2011 ti l greiðsludags. Með bréfi sýslumanns 15. júní 2016 var kröfu um dráttarvexti hafnað með vísan til þess að ekki væri lagaheimild til að verða við henni. Áfrýjandi undirritaði sáttaboð 30. sama mánaðar með fyrirvara um dr áttarvaxtakröfu og fékk hún í kjölfar ið greiddar bætur úr ríkissjóði í tveimur greiðslum, að fjárhæð 2.000.000 króna 11. júlí 2016 og að fjárhæð 629.317 kr ónur 8. janúar 2018. Var greiðsla bóta að þessu leyti í samræmi við fyrirmæli 4. mgr. 4. gr. laga nr. 47/2010. 7 Áfrýjandi skaut ákvörðun s ýslumanns um synjun á greiðslu dráttarvaxta til úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur, sem staðfesti þá niðurstöðu með úrskurði 29. október 2016. Áfrýjandi höfðaði þá mál á hendur stefnda til heimtu dráttarvaxta og var fallist á kröfu hennar með dómi héraðsd óms 8. janúar 2018. Með úrskurði Landsréttar 12. október 2018 var dómur héraðsdóms hins vegar ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi vegna ágalla á kröfugerð áfrýjanda. Í kjölfarið höfðaði áfrýjandi mál þetta og krefst nú ógildingar úrskurðar úrskurðarnef ndarinnar og að stefndi verði dæmdur til að greiða henni dráttarvexti af sanngirnisbótum sem henni voru greiddar, með þeim hætti sem rakið hefur verið. Með hinum áfrýjaða d ómi var stefndi sýknaður af kröfum áfr ýjanda . 3 Niðurstaða 8 Sem fyrr greinir telur áfrýjandi sig eiga rétt á dráttarvöxtum af sanngirnisbótum sem henni voru greiddar úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 47/2010. Kröfu sína reisir hún á ákvæðum III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Telur hún, með vísan til 1. mgr. 9. gr. þeirr a laga, að miða eigi upphafsdag dráttarvaxta við 13. júní 2011, þegar mánuður var liðinn frá því er hún beindi kröfu um greiðslu sanngirnisbóta til sýslumannsins á Siglufirði. 9 Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 segir að hafi gjalddagi verið fyrir fram ákveð inn sé kröfuhafa heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast af ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi. Samkvæmt lokamálslið 3. mgr. 6. gr. laga nr. 47/2010 er gjalddagi sanngirnisbóta fyrsti dagur næsta mánaðar eftir að sýslumanni berst skriflegt samþykki viðtakanda bótanna. Sem að framan greinir samþykkti áfrýjandi sáttaboð sýslumanns með undirritun sinni 30. júní 2016 og fékk 11. næsta mánaðar greiddar bætur að fjárhæð 2.000.000 króna. Eftirstöðvar bótanna að fjárhæð 629.317 krónur voru í samræmi við 4. mgr. 4. gr. laga nr. 47/2010 greiddar 8. janúar 2018. Sanngirnisbætur voru því greiddar áfrýjanda á lögákveðnum gjalddaga og á hún ekki rétt á dráttar vöxtum af þeim samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. 10 Með dómi Hæ staréttar í málinu nr. 168/2015 var komist að þeirri niðurstöðu að það að neita áfrýjanda um sanngirnisbætur vegna atvika sem hún taldi hafa gerst á tilgreindu árabili hefði skort lagastoð og að auki falið í sér ólögmæta mismunun í hennar garð. Var hluti ú rskurðar úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur felldur úr gildi með vísan til þessa. Af hinni ólögmætu stjórnvaldsákvörðun leiddi að áfrýjandi fékk ekki greiddar bætur, sem hún átti rétt á, fyrr en rúmum fimm árum eftir að hún hafði beint kröfu þar um til sý slumanns. Eins og mál þetta er lagt upp af hálfu áfrýjanda getur hins vegar ekki komið til skoðunar hvort skaðabótakrafa hafi stofnast vegna þeirrar ákvörðunar en slík krafa er annars eðlis en lögbundin krafa um sanngirnisbætur. 11 Samkvæmt framangreindu ve rður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sýkna stefnda af kröfum áfrýjanda. 12 Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er staðfest. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn á frýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 600.000 krónur. 4 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. mars 2019 íslenska ríkinu með stefnu birtri 11. desember 2018. Stefnandi gerir þær kröfur að felldur verði úr gildi úrskurður Úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur í máli hennar frá 29. október 2016 og að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 2.612.008 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 2.000.000 króna frá 13. júní 2011 til 13. desember 2012, en af 2.612.008 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 2.000.000 króna þann 11. júlí 2016 og að fjárhæð 629.317 krónur þann 8. janúar 2018. Þá er gerð krafa um málskostnað að skaðlausu úr hendi stefnda, eins og málið væri eigi gj afsóknarmál. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. I Hinn 13. maí 2011 lýsti stefnandi kröfu um sanngirnisbætur til Sýslumannsins á Siglufirði. Krafan var gerð á grun dvelli laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Vísaði stefnandi til þess að hún hefði orðið fyrir illri meðferð og ofbeldi við Heyrnleysingjaskólann. Í kröfunni voru raktar upplýsingar u m ofbeldi og illa meðferð sem stefnandi sætti við skólann, auk upplýsinga um afleiðingar þessa. Hinn 2. september 2011 hafnaði sýslumaður umsókn stefnanda sökum þess að stefnandi hefði ekki verið nemandi við skólann þann tíma sem innköllunin náði til. Hinn 6. mars 2012 sótti stefnandi að nýju um bætur vegna veru sinnar í skólanum, annars vegar árin og hins vegar árin . Sýslumaður hafnaði kröfunni 3. maí 2012. Stefnandi kærði synjunina til úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur, sem staðfesti ákvörðun sý slumanns 2. apríl 2013. Í kjölfarið höfðaði stefnandi dómsmál á hendur stefnda til ógildingar á úrskurðinum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september 2014 var úrskurður nefndarinnar felldur úr gildi. Málinu var skotið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm í málinu nr. 168/2015 hinn 17. desember 2015. Með dóminum var annars vegar staðfest sú niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að stefnandi ætti ekki bótarétt vegna veru sinnar í skólanum árin . Hins vegar ætti sú ákvörðun vistheimilanefndar sér ekki lagastoð að afmarka könnun á starfsemi skólans við tiltekið tímabil. Var úrskurður nefndarinnar því felldur úr gildi að hluta og stefnda gert að taka efnislega afstöðu til kröfu stefnanda vegna námsvistar hennar árin . Hinn 2. febrúar 2016 samþykkti sýslumaður kröfu stefnanda og bauð henni bætur að fjárhæð 2.612.008 krónur. Stefnandi óskaði eftir rökstuðningi tilboðsins og barst sá rökstuðningur með bréfi, dags. 8. mars 2016. Með bréfi, dags. 14. júní 2016, samþykkti stefnandi skilyrði og fjárhæð bótanna með þe im fyrirvara að hún teldi sig eiga rétt til dráttarvaxta af fjárhæðinni frá 13. júní 2011, þ.e. mánuði eftir að krafa hennar til sýslumanns um sanngirnisbætur var upphaflega sett fram. Sýslumaður synjaði hins vegar kröfunni um dráttarvexti með þeim rökstuð ningi að hana skorti lagaheimild til að reikna dráttarvexti á bæturnar, sbr. bréf dags. 15. júní 2016. Hinn 30. júní 2016 undirritaði stefnandi sáttaboð þar sem fram kom að hún tæki við sanngirnisbótum að fjárhæð 2.612.008 krónur, þó með fyrirvara um drát tarvaxtakröfu sem höfð yrði frammi fyrir æðra stjórnvaldi og dómstólum. Hinn 11. júlí 2016 fékk stefnandi greiddar úr ríkissjóði 2.000.000 kr. og 629.317 kr. hinn 8. janúar 2018. Stefnandi skaut hinn 11. ágúst 2016 ákvörðun sýslumannsins um synjun dráttarv axta til úrskurðarnefndar sanngirnisbóta. Byggði stjórnsýslukæra stefnanda í hnotskurn á því, að hún hefði átt rétt á sanngirnisbótum strax og hún lýsti upphaflegri kröfu sinni 13. maí 2011 eins og dómstólar hafi síðar staðfest. Synjanir stjórnvalda hafi v erið dæmdar ógildar frá öndverðu og því eigi stefnandi rétt á 5 dráttarvöxtum samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og almennum reglum kröfuréttar frá því mánuði eftir upphaflega kröfulýsingu sína . Með úrskurði, dags. 29. október 2016, staðfes ti nefndin ákvörðun sýslumanns . Efnislega byggir úrskurðurinn á því að í lögum nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 sé ekki gert ráð fyrir því að bótakröfur samkvæmt lögunum beri dráttarve xti. Hafnaði úrskurðarnefndin þeim röksemdum stefnanda að hún ætti rétt á dráttarvöxtum samkvæmt vaxtalögum, enda væri ekki um að ræða hefðbundna fjárkröfu eða skaðabótakröfu í skilningi laganna . Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur nr. E - 1470/2017 frá 8. janúa r 2018 var krafa stefnanda tekin til greina, en með dómi Landsréttar frá 12. október 2018 var málinu vísað frá héraðsdómi vegna ágalla á dómkröfum stefnanda. Málið var höfðað aftur með þingfestingu stefnu máls þessa. II Úrskurður úrskurðarnefndar sanngi rnisbóta frá 29. október 2016 byggist í hnotskurn á þeirri lagatúlkun, að engin lagaheimild sé fyrir hendi til að greiða stefnanda dráttarvexti, þrátt fyrir að tæp fimm ár hafi liðið frá því að stefnandi lýsti lögmætri kröfu um sanngirnisbætur þar til henn i var boðin greiðsla. Stefnandi kveðst vera þessu ósammála og byggir á því að samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu eigi hún rétt til dráttarvaxta á kröfu sína. Í fyrsta lagi sé byggt á því, að krafa stefnanda falli í eðli sínu undir gildissvið vaxtalaga, en um sé að ræða peningakröfu á hendur íslenska ríkinu til heimtu bóta fyrir illa meðferð og ofbeldi á stofnun ríkisins. Þá sé hvergi tekið fram í settum lögum að kröfur um sanngirnisbætur beri ekki dráttarvexti og gildir því sú megin regla að krafan beri dráttarvexti samkvæmt vaxtalögum. Falli krafan því í eðli sínu undir gildissvið vaxtalaga og gildi reglur laganna um dráttarvexti af kröfunni. Í öðru lagi bendir stefnandi á að dráttarvextir séu ígildi skaðabóta vegna vanefnda skuldara . Greiðsludrátturinn sé tilkominn vegna stjórnvaldsákvarðana sem dæmdar hafi verið ólögmætar og ógildar, en telja verði að slík mistök séu þess eðlis að það réttlæti greiðslu skaðabóta til tjónþola í formi dráttarvaxta. Í þriðja lagi bendir stefnandi á, að þó fallist verði á að engin lagaheimild sé til staðar fyrir greiðslu dráttarvaxta á sanngirnisbætur hafi stjórnvöldum verið talið það heimilt að innheimta dráttarvexti og kostnað á kröfur án lagaheimildar, samkvæmt almennri reglu. Af því leiðir að stjórnv öldum sé heimilt að greiða dráttarvexti og kostnað án sérstakrar lagaheimildar og í samræmi við almenna reglu. Stefnandi hafnar því sem fram komi í hinum umdeilda úrskurði að í lögskýringargögnum með lögum nr. 47/2010 sé loku skotið fyrir að stefnandi geti átt rétt til dráttarvaxta á kröfu sína, en þar kemur einungis fram að . Með þessu orðalagi telur stefnandi að átt sé við almenna vexti á bótakröfur samkvæmt lögunum en ekki dráttarvexti sem til falla vegna ólögmætra stjórnvaldsákvarðana auk þess sem ekkert sé fjallað um þetta í lögunum sjálfum. Telja megi víst að með þessu hafi ekki verið ætlunin að játa stjórnvöldum algert skaðleysi vegna ólögmætra ákvarðana sinna og óhóflegra tafa á afgreiðslu krafna um sa nngirnisbætur. Hlutverk dráttarvaxta sé m.a. ætlað að bæta tjón kröfuhafa vegna vanefnda en telja verði eðlilegt að stefnandi fái bætur fyrir tjón sem stafaði af ólögmætum ákvörðunum stjórnvalda. Stefnandi byggir á því að hún hafi átt rétt á sanngirnisbótu m frá því að hún lýsti upphaflegri kröfu sinni 13. maí 2011 og þá hafi allar upplýsingar sem nauðsynlegar voru til þess að úrskurða henni sanngirnisbætur legið fyrir. Synjanir stjórnvalda hafi verið byggðar á lagatúlkun sem dæmd hafi verið röng og ólögmæt af dómstólum og hafi ákvarðanir stjórnvalda um að synja henni um sanngirnisbætur verið felldar úr gildi frá öndverðu (l. ex tunc). Samkvæmt 9. gr. vaxtalaga skulu skaðabótakröfur bera dráttarvexti að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lag ði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Ljóst sé að kröfur um sanngirnisbætur séu sama eðlis og hefðbundnar skaðabótakröfur. Í báðum tilfellum sé markmiðið að bæta tjónþola tjón sitt og við ákvörðun sanngirnisbóta sé m.a. horft til bótaþátta skv. skaðabótalögum nr. 50/1993. 6 Stefnandi bendir jafnframt á, að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. vaxtalaga sé heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi er mánuður sé liðinn frá því að kröfuhafi krafðist sannanlega greiðslu á krö fu sinni, ef gjalddagi hefur ekki verið ákveðinn fyrir fram. Leiðir greinin því til sömu niðurstöðu varðandi rétt til og upphafstíma dráttarvaxta ef litið er á kröfu stefnanda sem hefðbundna fjárkröfu en ekki skaðabótakröfu. III Lög nr. 26/2007 um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist - og meðferðarheimila fyrir börn og lög nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 eru hvoru tveggja sérlög og eiga sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Lögin hafi verið sett í mjög sértækum og afmörkuðum tilgangi. Annars vegar í þeim tilgangi að kanna tiltekna afmarkaða starfsemi tiltekinna stofnana og leggja mat á það með almennum hætti hvort telja megi líkur á að börn hafi mátt sæta illri meðferð þar á ákveðnum afmörkuðum tímabilum, án þess að sérstök tilvik séu könnuð. Hins vegar sé lögfest sérstök heimild, umfram skyldu, til að greiða bætur úr ríkissjóði, þrátt fyrir að möguleg bótaskyld atvik séu bæði fyrnd og næsta ósannanleg miðað við almennar regl ur um skaðabótaábyrgð. Greiðsla bóta á grundvelli laga nr. 47/2010 feli ekki í sér greiðslu skaðabóta, heldur sé greiðslan í eðli sínu sáttagreiðsla án þess að fyrir liggi raunveruleg sönnun um að einstaklingur hafi orðið fyrir tjóni og því engin eiginleg bótaskylda til staðar, líkt og rakið sé í lögskýringargögnum. Málsástæða stefnanda, að kröfur um sanngirnisbætur séu sama eðlis og hefðbundnar skaðabótakröfur, sækir ekki stoð í lögskýringargögn og er henni mótmælt sem rangri og órökstuddri. Þvert á móti á lagasetningin rót að rekja til pólitískrar ákvörðunar þáverandi ríkisstjórnar að rétta hlut þeirra barna sem hlutu varanlegan skaða af dvöl á opinberum vist - eða meðferðarheimilum, án þess þó að bætur yrðu ákvarðaðar á grundvelli þeirra almennu skaðabótar eglna sem gilda í íslenskum rétti. Stefndi telur því engan veginn unnt að líta svo á, að um sé að ræða hefðbundna fjárkröfu sem lýtur venjulegum reglum kröfuréttar. Því síður geti verið um að ræða hefðbundna skaðabótakröfu utan samninga. Málsástæðu stefna nda að krafa hennar falli í eðli sínu undir gildissvið vaxtalaga nr. 38/2001, á grundvelli 9. gr. og 3. mgr. 5. gr. laganna sé mótmælt sem rangri, ósannaðri og órökstuddri. Lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu eru almenn lög. Eins og ráðið verði af 2. gr. gilda II. og IV. kafli laganna því aðeins að ekki leiði annað af samningum, venju eða lögum. Almenn lög víkja fyrir sérlögum. Lög nr. 47/2010 eru sérlög. Í 6. og 9. gr. þeirra sé með tæmandi hætti kveðið á um hvernig krafa um sanngirnisbætur stofnast. Í samræmi við viðurkennd lögskýringarsjónarmið ber að gagnálykta frá þessum ákvæðum. Krafa stofnast því annað hvort þegar sýslumaður gerir bótakrefjanda skriflegt bindandi sáttaboð, skv. 6. gr., eða þegar úrskurðarnefnd um sanngirnisbætur kveður upp úrsku rð um að bótakrefjandi eigi bótarétt, sbr. 9. gr. Krafa stefnanda til greiðslu sanngirnisbóta stofnaðist þannig í samræmi við ofangreint í fyrsta lagi 2. febrúar 2016, þegar sýslumaður setti fram sáttaboðið. Málsástæða stefnanda að stofndagur kröfu hennar sé 13. maí 2011, er hún sótti um bætur, sé í beinni andstöðu við skýr fyrirmæli laga nr. 47/2010 og ber því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af öllum kröfum hennar. Almenna ákvæðið í 9. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 víki fyrir sérákvæðunum í 6. og 9. g r. laga nr. 47/2010. Einnig sé til þess að líta að orðalag 9. gr. vaxtalaga geri ekki ráð fyrir þeirri aðstöðu sem uppi sé þegar um sanngirnisbætur geti verið að tefla. Forræði á ákvörðun bótafjárhæðar og þar með kröfugerðar sé ekki í hendi bótakrefjanda h eldur annað hvort, og lögum samkvæmt, í hendi sýslumanns eða úrskurðarnefndarinnar. Á grundvallarhugtaksskilyrði 9. gr. skortir þar með. Gjalddagi sanngirnisbóta er einnig ákveðinn í lögum nr. 47/2010, sbr. lokaákvæðin í 6. gr. og 9. gr. Gjalddagi kröfunn ar sé því annað hvort fyrsti dagur næsta mánaðar eftir að sýslumanni berst skriflegt samþykki viðtakanda sanngirnisbóta, sbr. lokamálslið 3. mgr. 6. gr., eða fyrsti dagur næsta mánaðar eftir uppkvaðningu úrskurðar, sbr. 5. mgr. 9. gr. Aðrir gjalddagar koma ekki til greina. Gjalddagi kröfu um sanngirnisbætur er þannig lögákveðinn. Almenna ákvæðið í 3. mgr. 5. gr. vaxtalaga á því ekki við. 7 Sýslumanni barst samþykki stefnanda á sáttaboði í byrjun júlí 2016. Krafa stefnanda féll því í gjalddaga 1. ágúst 2016. S anngirnisbætur voru greiddar stefnanda í tvennu lagi í samræmi við fyrirmæli 4. mgr. 4. gr. laga nr. 47/2010. Engin vanskil urðu. Í lögum nr. 47/2010 sé þar að auki hvergi að finna ákvæði sem tilgreinir rétt umsækjanda bóta til vaxtagreiðslu. Í 4. mgr. 4. gr. er með tæmandi hætti ákvarðað hvernig staðið skuli að greiðslu sanngirnisbóta. Þar segir það eitt að bótafjárhæð skuli bundin vísitölu neysluverðs frá því að hún er ákveðin í sáttaboði skv. 6. gr. eða úrskurði skv. 9. gr. Í greinargerð sem fylgdi frum varpi til laga um sanngirnisbætur er sérstaklega tekið fram í athugasemdum með 4. gr. að ekki sé gert ráð fyrir að bótakröfur beri vexti. Að teknu tilliti til tilurðar og tilgangs laga nr. 47/2010, sem og skýrra fyrirmæla í lögunum um stofnun kröfu og gjal ddaga, telur stefndi að það hafi ekki verið ætlun löggjafans að láta umþrættar kröfur um sanngirnisbætur bera dráttarvexti. Það er meginregla íslensks réttar að stjórnsýslan sé lögbundin. Stjórnvöld séu bundin af lögum og heimildir þeirra til að fjalla um ákveðin viðfangsefni séu nánar afmörkuð í þeim lagaheimildum sem gilda um starfsemi stjórnvaldsins. Málsástæða stefnanda, að stjórnvöldum sé heimilt að greiða dráttarvexti án sérstakrar lagaheimildar, er í andstöðu við lögmætisregluna og er henni mótmælt s em rangri og órökstuddri. IV Ágreiningur málsins lýtur að því hvort stefnandi eigi rétt til dráttarvaxta af kröfu sinni um sanngirnisbætur á grundvelli 1. mgr. 6. gr., samanber og 9. gr. laga nr. 38/2001. Stefnandi telur að krafan hafi stofnast þegar hún sótti fyrst um sanngirnisbætur 13. maí 2011. Stefndi telur að sanngirnisbætur beri ekki vexti og að krafa stefnanda hafi stofnast 2. febrúar 2016, það er við sáttaboð sýslumanns. Með 1. mgr. 1. gr. laga nr. 26/2007 um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist - og meðferðarheimila fyrir börn, er ráðherra heimilt að setja á fót nefnd til að kanna starfsemi vist - og meðferðarheimila fyrir börn. Markmiðið var meðal annars að staðreyna hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á viðkomandi stofnunum hefðu sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Nefnd samkvæmt lögum nr. 26/2007 tók til starfa á árinu 2007 og var fyrsta verkefni hennar að kanna starfsemi vistheimilisins Breiðuvíkur. Í kjölfarið var sjónum beint að fleiri stofnunum og var Heyrnle ysingjaskólinn fyrst tekinn til skoðunar, ásamt tveimur öðrum stofnunum. Stefnandi var nemandi í Heyrnleysingjaskólanum. Hinn 2. júní 2010 tóku gildi lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Í 1. mgr . 1. gr. laganna er mælt fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Í 2. gr. laganna er fjallað um skilyrði þess að krafa sé tekin til meðferðar. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna skal greiða sanngirnisbætur úr ríkissjóði hafi vistmaður orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi meðan á vistun hans stóð sem olli honum varanlegum skaða. Í 2. og 3. mgr. er kveðið nánar á um skilyrði s anngirnisbóta. Í 4. gr. laganna er kveðið á um fjárhæð þeirra. Í 2. mgr. 4. gr. segir: Við ákvörðun fjárhæðar sanngirnisbóta skal einnig, eftir því sem unnt er, tekið mið af dómaframkvæmd á sambærilegum sviðum. Bætur til einstaklings skulu aldrei vera hærr i en 6 millj. kr. Hámark þetta breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs. Og í 4. mgr. sömu greinir segir: Bætur allt að 2 millj. kr. skal greiða út í einu lagi. Bætur umfram það og allt að 4 millj. kr. skal greiða út 18 mánuðum eftir fyrstu greiðslu. Bætur umfram 4 millj. kr. og allt að 6 millj. kr. skal greiða út 36 mánuðum eftir fyrstu greiðslu. Bótafjárhæð skal bundin vísitölu neysluverðs frá því að hún er ákveðin í sáttaboði skv. 6. gr. eða úrskurði skv. 9. gr. Í 1. mgr. 5. gr. segir að þegar nefnd samkvæmt lögum nr. 26/2007 hafi lokið störfum skuli ráðherra fela tilteknum sýslumanni að gefa út innköllun. Í 6. gr. eru reglur um sáttaboð sýslumanns og tilgreint að gjalddagi sé fyrsti dagur næsta mánaðar eftir að sýslumanni berst skriflegt samþykki viðtakanda bótanna. Samkvæmt 7. gr. laganna er hlutverk úrskurðarnefndar að taka afstöðu til krafna um sanngirnis bætur ljúki málum ekki á grundvelli 6. gr. þeirra, til dæmis með því að bótakrefjandi fallist á sáttaboð sýslumanns. Í 8. gr. laganna er fjallað um meðferð bótakrafna af hálfu úrskurðarnefndar. Þá segir í 1. mgr. 9. gr. laganna að úrskurðarnefnd skuli kveð a upp skriflegan úrskurð þar sem tekin sé afstaða til 8 kröfu þess sem leitar til nefndarinnar um bætur og tilgreindar helstu röksemdir sem niðurstaðan sé reist á. Í 5. mgr. segir að gj alddagi bóta sé 1. dagur næsta mánaðar eftir að úrskurður er kveðinn upp. Það fer ekki á milli mála að ofangreind lög eru sérlög. Það var tekin sú pólitíska ákvörðun að reyna að bæta ungmennum, sem dvalið höfðu á stofnunum og sætt illri meðferð eða ofbeldi þar, þær misgjörðir sem þau höfðu orðið fyrir, með greiðslu fjárhæðar, svokallaðra sanngirnisbóta. Með þessu fyrirkomulagi var horft fram hjá fyrningarreglum sem og meginreglum þeim er liggja til grundvallar þegar bætur eru ákveðnar í málum, svo sem sönnun tjóns og saknæmis og orsakatengsl. Greiðslur sanngirnisbótanna voru um fram skyldu ríkisins. Við undirbúning lagasetningarinnar var eðli máls samkvæmt áhyggjuefni hve dýr þessi ráðstöfun yrði fyrir ríkissjóð. Komu þær áhyggjur strax fram með því að starfshópurinn sem vann að frumvarpinu lagði áherslu á í skilabréfi sínu, að v ið ákvörðun hámarksfjárhæðarinnar yrði hugað vel að heildarkostnaðinum við framkvæmd laganna og að fyllilega yrði tryggt að þeir fjármunir sem nauðsynlegir væru til að standa undir þeirri fjárhæð væru til reiðu. Þá sagði að mikilvægt væri að ekki yrði lagt af stað nema með fjárhæð sem unnt væri að standa við í gegnum allt ferlið, enda myndi lækkun fjárhæðarinnar síðar, svo sem vegna niðurskurðar í ríkisfjármálum, orka mjög tvímælis gagnvart mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. Alþingi ákvarðaði síðan fjá rveitingar til verkefnisins og afmarkaði hver heildarrammi bótanna skyldi vera. Síðan bar sýslumanni, og eftir atvikum úrskurðarnefnd um sanngirnisbætur, að ákvarða bætur í einstökum tilvikum innan ramma hámarksfjárhæðarinnar á grundvelli þeirra sjónarmiða er lögin greina. Í lögum nr. 47/2010 er ekki að finna ákvæði sem tilgreinir rétt umsækjanda sanngirnisbótanna til vaxtagreiðslu, hvorki dráttarvaxta né almennra vaxta. Beinlínis er tekið fram í athugasemdum með 4. gr., sem fylgdi frumvarpi til laga um sa nngirnisbætur, að ekki sé gert ráð fyrir að bótakröfur beri vexti. Hins vegar gera lögin ráð fyrir því að hámark bótanna breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna. Og í 4. mgr. sömu greinir er kveðið á um a ð bætur skuli greiða út á allt að þriggja ára tímabili og skuli bótafjárhæðin bundin vísitölu neysluverðs frá því að hún er ákveðin í sáttaboði skv. 6. gr. eða úrskurði skv. 9. gr. Bætur stefnanda voru því bundnar við hækkun í samræmi við vísitölu neysluve rðs, sbr. 4. gr. laganna. Hins vegar er ekki fyrir hendi lagaheimild til greiðslu dráttarvaxta samkvæmt lögum nr. 47/2010. Breytir hér engu, þótt Hæstiréttur hafi talið upphaflegu synjun sýslumanns ólögmæta þar sem sú ákvörðun vistheimilanefndar hefði ekki lagastoð, að afmarka könnun á starfsemi skólans við tiltekið tímabil, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 168/2015. Stefnandi vísar um rétt sinn til greiðslu dráttarvaxta til laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. mgr. 1. gr. kemur fram að lögin g ildi um vexti af peningakröfum á sviði fjármunaréttar og á öðrum sviðum réttarins, eftir því sem við geti átt. Telja verður ljóst af orðalagi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 38/2001 og lögskýringargögnum við ákvæðið að gildissvið laga nr. 38/2001 átti að vera óbre ytt frá gildissviði eldri vaxtalaga nr. 25/1987. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til eldri laganna segir svo: Að því leyti sem sérlagaákvæðum, samningum eða venju er ekki til að dreifa skal beita ákvæðum þessa frumvarps, t.d. um hæð og upphafstíma drát tarvaxta. Þá segir einnig í 2. gr. laga nr. 38/2001 að ákvæði II. og IV. kafla laganna gildi því aðeins að ekki leiði annað af samningum, venju eða lögum. Hér að framan hefur verið rakið að lög nr. 47/2010 um sanngirnisbætur eru sérlög. Sérlög ganga framar almennum lögum. Verður krafa stefnanda því ekki byggð á lögum nr. 38/2001. Þá standa engin rök til þess, að greiða stefnanda dráttarvaxta. Kröfu stefnanda skortir því lagastoð og er stefnda, íslenska ríkið, sýknað af kröfum stefnanda. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Stefnandi hefur gjafsókn samkvæmt gjafsóknarleyfi dags. 31. jan. 2019. Allur kostnaður greiðist því úr ríkissjóði, þar á meðal þóknun lögmanns stefnanda, Ívars Þórs Jóhannssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðinn eins og getur í dómsorði. Tekið er tillit til þess að stefnandi hafði einnig gjafsókn í málinu nr. 1470/2017. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af kröfum stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður. 9 Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Ívars Þórs Jóhannssonar lögmanns, 350.000 krónur.